Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Skjólgott umhverfið tekur mið af árstíðunum og því breytilegt frá einum tíma til annars. Vindstigin og birtan hafa einnig áhrif á ásýndina. Hringurinn er um 2.2. km.
Hvaleyrarvatn.
Hvaleyrarvatn, sem er 1-2 m á dýpt um mitt vatnið (fer eftir hvernig stendur á vatnsstöðunni hvert sinn) er í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu og hrauni að einn.
Hvaleyrarvatn – minjar.
Vatnshlíð er við norðvestanvert vatnið (þar er t.d. skógrækt Hákons Bjarnasonar), Beitarhúsaháls (m.a. beitarhúsatóft og stekkur frá Ófriðarstöðum) og Húshöfði að norðaustanverðu, en Kjóadalsháls og Selhöfði að austan og sunnan (fjárborg og stekkur efst á höfðanum). Fyrir vestan vatnið er Selhraun, sem er hluti Hellnahraunsins eldra (þar er t.d. stekkur frá Hvaleyrarseli og greni í Selhól). Hraunið rann fyrir um 2000 árum og kom frá gígum við Stóra Bolla (Konungsfell) við Grindarskörð.
Hvaleyrarvatn.
Þegar Hellnahraunið lokaði dalnum myndaðist Hvaleyrarvatn í þessari kvos þegar grunn- og regnvatn safnaðist þar fyrir. Litlir vorlækir eru úr nálægum hlíðunum en þar er ekkert afrennsli. Hvaleyrarvatn er fremur snautt þótt þar hefur silungi verið sleppt öðru hvoru sem fólki gefst kostur á að veiða, þ.e. börnum og unglingum sem og öldruðum og öryrkjum, þótt veiðimenn í fullum skrúða sjáist stundum við „æfingar“ þarna, einkum á vorin.
Gangan hefst á bílastæði við vesturenda Hvaleyrarvatns. Við vatnið er þjóðsagnastemning, auk þess sem áþreifanlegrar sögu skógræktar landsins á 20. öld gætir þar árið um kring.
Hólmarnir í Hvaleyrarvatni.
Tóftir Hvaleyrarsels sjást glögglega sunnan við vatnið. Selstaðan er dæmigerð; þrjár tóftir, auk stekks. Hefðbundið vatnsstæðið er Hvaleyrarvatnið sjálft.
Sagt var að nykur hafi verið í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi (sumir segja Urriðakotsvatni).
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Álftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina.
Upplýsingaskilti við Hvaleyrarsel.
Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.“
Síðast á að hafa sést til hans frostaveturinn mikla árið 1918.
Sagan segir að eitt sinn voru í Hvaleyrarseli karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.
Jófríðastaðasel.
Eldri menn höfðu oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysti, og þótti líklegt, að það hafi stafað af völdum nykursins.
Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en landið er að mestu í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru fyrrefndar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfða er hins vegar svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Seltóft í Seldal.
Sunnan undir Selhöfða, á gróinni torfu, er tóft, væntanlega heimasel. Selsrústin hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu, sem fyrr segir. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi og því eru tóftirnar sem slíkar ekki dæmigerðar selsminjar á Reykjanesskaganum. 2)
Á meðal tófta Hvaleyrarsels má skammt austar við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási. Selstaðan virðist hafa verið snemmbær í tíma. Hún er líkari takmörkuðu nytjaseli, s.s. kola eða tímabundinni veiðistöð en t.d. fjárseli eða húaseli. 3)
Kvöld við Hvaleyrarvatn.
Gildisskátar Hraunbúa í Hafnarfirði eiga bláþaksmálaðan skála í Skátalundi, í hlíðinni milli Selhöfða og Húshöfða. Skálinn, sem var reistur árið 1967, hefur nýst skátunum vel í gegnum tíðina, en hefur því miður ósjaldan orðið fyrir skemmdarverkum ódælla.
Skátalundur við Hvaleyrarvatn.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað í ársbyrjum 1947. Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési.
Gunnlaugur Kristmundsson.
Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn alls ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Árið 1956 gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Um sumarið voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir. Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Þegar staldrað er við og svæðið er skoðað meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða). Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt.
Bleiksteinar á Bleiksteinshálsi.
Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.
Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.
Hvaleyrarvatn – skilti.
Norðan við Hvaleyrarvatn, við svonefnda „Sandvík“ er upplýsingaskilti um örnefni í næsta nágrenni. Fólk má þó ekki taka það mjög bókstaflega. Á því er t.d. getið um „Hundraðmannahelli“ í Helgadal, en á auðvitað að vera „Hundraðmetrahellir“.
Um miðjan sjötta áratuginn var Vatnshlíð vart annað en berangurslegir grágrýtismelar með einstaka, ofbeittum rofabörðum, þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fékk úthlutað gróðursetningarlandi þar árið 1955, sem er rétt um 8 ha að stærð. Hvergi var skjól að finna og í leysingum á vorin beljaði vatn niður hlíðina, og settu djúpar vatnsrásir sterkan svip á landið.
Þegar Hákon sýndi konu sinni, Guðrúnu, landið í fyrsta skipti, féllust henni hendur, leit á mann sinn og spurði: »Hvað ætlar þú að gera hér?«
Landið var girt undir haust 1955, því að allmargt fé væri þá þar í haga. Árið 1968 var girðingin stækkuð til vesturs. Bústaðurinn var reistur sumarið 1958 en stækkaður rúmum áratug síðar. Lítið gróðurhús var reist 1975 norðvestur af bústaðnum og hafa þar einkum verið ræktuð jarðarber þau ár, sem það hefur fengið að standa í friði fyrir skemmdarvörgum.
Fyrstu trén voru gróðursett vorið 1956, bæði á hólnum ofan við bústaðinn og austan við hann. Allar götur síðan hefur einhverju verið plantað á hverju ári. Langmest hefur verið gróðursett af sitkagreni, stafafuru, bergfuru og alaskaösp.
Að auki er hér að finna allmargar aðrar tegundir af ýmsum barr- og lauftrjám, svo og nokkrum runnum, og má nefna blágreni, hvítgreni, lindifuru, eini, hegg og blæösp sem fáein dæmi.
Hvaleyrarvatn 2023.
Allnokkur efniviður frá Alaska fór forgörðum í bruna 1962, en af plöntum þaðan, sem hér vaxa má nefna elri, laxaber, stikilsberjarunna, eitt rauðblóma rósayrki, sigurskúf og hálmgresistegund.
Vatnsrof eru nú algjörlega liðin tíð eftir að melarnir klæddust gróðri. Þegar elstu trén voru komin nokkuð á legg var kveikt í gróðri á landinu 1962 og má segja, að allt hafi brunnið sem brunnið gat austur að girðingu.
Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.
Öðru sinni var kveikt í 1972 og brunnu þá allmörg tré austan við bústaðinn.En þrátt fyrir öll vandkvæðin, bæði af náttúrunnar og mannanna völdum, hefur tekist, með góðum ásetningi hlutaðeigandi, að sýna fram á að vel er hægt að græða upp landið okkar.
Vixla Vinalunduar í Vatnshlíð.
Þrír grónir hólar er í norðvestanverðu Hvaleyrarvatni, manngerðir árið 2010. Tilgangurinn með þeim var að gera fuglum auðveldara að koma upp vorvarpi. Staðreyndin hefur hins vegar orðið sú, hingað til a.m.k., að ein gæs kom þar upp þremur ungum árið 2015, en þeir urðu fljótlega fæða fyrir mávagerið, sem tekið hefur sér aðstöðu á vatninu (sennilega er um að ræða útstöð þeirra frá nálægum fiskhjöllunum við Krýsuvíkurveg).
Vinalundur nefnist skógræktarreitur í sunnanverðri Vatnshlíð vestan við Vatnshlíðargil og sumarbústað sem Hákon Bjarnason byggði sér. Reiturinn er tileinkaður Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi og þar hafa erlendir vinir bæjarbúa plantað út trjám í opinberum heimsóknum sínum til bæjarins.
Heimildir:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.
–http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet.
-Minning: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, fæddur 13. júlí 1907 – dáinn 16. apríl.
Hvaleyrarsel.
Hólmfastur og Hólmfastskot
Kaupsvæði Keflavíkurverslunar var ekki glöggt afmarkað og kom ekki að sök því lengstum verslaði sami kaupmaður þar og á Básendum. Oftast var þó talið að það næði yfir Garðinn, Leiruna, Keflavík og Njarðavík. Þó töldu sumir Keflavíkurkaupmenn að þeim bæri einnig réttur til verslunar í Vogum og Brunnastaðahverfi.
Brunnastaðahverfi 1961.
Vera má að þessi óvissa hafi verið undirrót þekktra málaferla á hendur Hólmfasti Guðmundssyni árið 1699, en hann var þá búsettur í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd og átti að versla í Hafnarfirði, en lagði inn lítilsháttar af fiski hjá Keflavíkurkaupmanninum og var húðstrýktur fyrir.
Kaupsvæðaskipulagið var eitt þeirra málefna sem Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku til athugunar á ferðum sínum um landið skömmu eftir 1700. Einkum komu þessi mál til kasta Árna Magnússonar og var hann raunar hlynntur áframhaldandi kaupsvæðaverlsun með þeim rökum að kaupsvæðin tryggðu nauðsynlega siglingu til landsins. Árni komst einnig í kynni við Hólmfast og var harla hneykslaður á meðferðinni á honum, og má vera að útreiðin, sem Hólmfastur fékk, hafi einmitt orðið Árna tilefni til að gera að tillögu sinni við yfirvöld í rentumammeri að kaupsvæði Keflavíkur yrði látið ná yfir Brunnastaðahverfi.
Hólmfastskotsbrunnur.
Árið 1699 var Hólmfastur Guðmundsson 52 ára og bjó í Brunnastaðahverfi á Vatnseysuströnd, sem tilheyrði lögvernduðu verslunarsvæði Hafnarfjarðar. Hólmfastur mátti því engum kaupmanni selja fisk nema Hafnarfjarðarkaupmanni, en tók það fyrir að flytja á báti sínum frá Brunnastöðum, þvert yfir Stakksfjörðinn til Keflavíkur, 20 harða fiska í eigu vinnumanns nokkurs, átta fiska í eigu vermanns að austan og 10 ýsur og þrjár löngur, sem hann átti sjálfur. Þessa fiska seldi Hólmfastur í Keflavíkurbúð og gerðist þar með brotlegur við tilskipun um kaupsvæðaverslun. Slíka ögrun þoldu yfirvöld vitaskuld ekki af ótíndum alþýðumanni og sjálfsagt hefur óhlýðnin þótt alvarlegri fyrr það að Hólmfastur lét sér ekki duga að selja sinn eigin fisk, heldur kom fiski annarra í lóg einnig.
Hólmfastskot í Njarðvíkum.
Dómur í máli Hólmfasts var haldinn á Kálfatjörn þann 27. júlí 1699. Dómari var Jón Eyjólfsson sýslumaður, og sátu báðir Njarðvíkurbændur, Þorkell og Gísli, í dómnum, auk nokkurra nágrannabænda annarra, en Jens Jörgensen, fullmektugur á Bessastöðum, sótti málið af hálfu kaupmanna. Þarf ekki að orðlengja það að dómurinn komst að samhljóða niðurstöðu um sekt Hólmfasts og var hann dæmdur til að greiða kóngi átta ríkisdali í sekt eða þola vandarhögg. En því var skotið til ærði yfirvalda hvort ástæða væri til að senda hinn óhlýðna Hólmfast til Brimarhólmsdvalar og báðu dómsmenn honum reyndar ásjár í því efni.
Tóftir Hólmsfastskots í Njarðvíkum.
Árni Magnússon, á ferð sinni um landi, tók upp mál Hólmfasts og fékk honm dæmdar 20 ríksidala bætur fyrir dóminn og hina illu meðferð á honum. Löngu seinna komst Hólmfastur á síður einnar þekktustu skáldsögu Halldórs Laxness (Íslandsklukkuna).
Dómurinn yfir Hólmfasti var óneitanlega harður, en hann var þó fráleitt einsdæmi. Öll frávik frá fyrirskipuðum reglum voru illa séð, sérstaklega ef menn lögðu stund á launverslun, sem kallað var, þ.e. versluðu við annarra þjóða menn en Dani. Lengi voru þýsk, ensk og hollensk fiskiskip hér við land eftir að einokun komst á. Árið 1684 voru t.d. nokkri Suðurnesjamenn kallaðir fyrir fulltrúa réttvísinnar á þingstaðnum Kálfatjörn og dæmdir til búslóðamissins fyrir að hafa verslað á laun við hollenska duggara og var dómurinn staðfestur á alþingi árið eftir.
Eftir 1700 mun hafa dregið úr launverslun og um 1740 var hún nánast horfin. Hólmfastur fluttist síðar að Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík.
-Úr Saga Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson – 1996.
Letursteinn í Njarðvík.
Selvogsgata – forna þjóðleiðin
Í Morgunblaðinu 18. sept. 1995 fjallar Bolli Kjartansson um „Selvogsgötu – fornu þjóðleiðina“:
Selvogsgata, Hlíðarvegur og Stakkavíkurgata.
„Víða um land eru glögg merki um gamlar þjóðleiðir milli byggða. Dæmi um slíka leið í nágrenni þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu er Selvogsgata. Nánar tiltekið er það leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Árnessýslu. Þessi leið var skemmsta leið um 30 km frá fjörunni í Hafnarfirði og til strandar í Selvogi. Mun hér lýst leiðinni frá Kaldárseli og Valahnúkum og í Selvog.
1. áfangi: Kaldársel – Grindaskörð
Hér er miðað við að hefja gönguna við Kaldársel ofan Hafnarfjarðar og ganga norður fyrir Valahnúka. Þegar komið er vel austur fyrir Valahnúka liggur gatan um úfin hraun sem m.a. eru komin úr Grindaskörðum. Á þessari leið yfir hraunin í stefnu á Grindaskörð eru vörður við veginn, sem lagfærðar hafa verið eða endurhlaðnar fyrir nokkrum árum. Nú er Helgafell á hægri hönd en Húsfell á vinstri. Eftir klukkustundar gang frá Kaldárseli er komið á helluhraun og þar er gatan glögg.
Selvogsgatan gengin – FERLIRsfélagar á ferð.
Stefnan er í vestasta skarð Grindaskarða [Kerlingarskarð] sem er um það bil 5 suðaustur og er Selvogsgata alla leið í Selvog nokkurn veginn gengin í þá stefnu.
Forfeður okkar voru glöggir á beinustu og auðveldustu leið milli byggða. Þegar komið er upp í Grindaskörð er gott að líta yfir farinn veg og héðan er góð yfirsýn yfir innnesin og til Esju og Akrafjalls. Þennan áfanga frá Kaldárseli og í Grindaskörð má auðveldlega ganga á 2-3 klst.
2. Áfangi: Grindaskörð — Hvalskarð
Hvalskarð.
Í Grindaskörðum eru eldvörp á alla vegu. Úr Miðbollum hafa runnið hraun eftir landnám og náð í sjó fram milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þegar horft er úr Grindaskörðum í stefnu á Selvog blasir Hvalskarð við. Þangað eru um 4—5 km og liggur Selvogsgata milli hrauns og hlíðar eins og víða á fornum þjóðleiðum.
Úr Grindaskörðum hallar nokkuð niður í sigdal þar sem Heiðin há er á vinstri hönd en hraunbreiða þekur sigdalinn. Þegar komið er niður í sigdalinn austan hraunbreiðunnar er komið að fallegri eldborg er ber nafnið Kóngsfell. Við Kóngsfell skiptu fjallkóngar úr Selvogi í leitir og þar af nafnið. Við Kóngsfell er kjörið að draga upp nestið og setjast niður smástund.
Hér er Selvogsgatan hálfnuð, þ.e. öll leiðin frá Hafnarfirði í Selvog. Héðan er um klukkustundar ganga í Hvalskarð og leiðin auðrötuð milli hrauns og hlíðar.
3. áfangi: Hvalskarð – Katlabrekkur
Varða við Katlabrekkur.
Þessi áfangi er um 7 km og fer nú að halla undan fæti. Hér er Selvogsgatan nokkuð óglögg og vörður margar hálffallnar. Neðar verður leiðin aftur greinilegri og verður nokkur lækkun er kemur í Katlabrekkur vestan Urðarfells og stutt leið niður á láglendið í Selvogi.
4. áfangi: Katlabrekkur – Hlíð/Strandarhæð
Síðasti áfanginn eftir að komið er ofan af fjallinu er annaðhvort vestur með hlíðinni eða Hlíðarvatni og bænum Hlíð er þar stóð eða ganga í suður í stefnu á Vörðufell.
Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur.
Vörðufell er lág hæð, þar sem Selvogsmenn réttuðu og smalar hlóðu þar vörður ef þeir fundu ekki gripi sína. Brást þá ekki að gripirnir fundust. Hér er því gott að rifja upp sögur af séra Eiríki í Vogsósum, en héðan sést til Vogsósa við ósa Hlíðarvatns. Héðan sést einnig til Eiríksvörðu á Svörtubjörgum. Selvogsheiði er í austri héðan og Hnúkar tróna þar efst á heiðinni.
Á þessum slóðum eru margir hraunhellar og sumir notaðir af Selvogsmönnum sem fjárhellar.
Gengið um Selvogsgötu – björgunarskýlið.
Hér hefur stuttlega verið lýst Selvogsgötu frá Kaldárseli og í Selvog. Algengast er þó að ganga frá björgunarskýlinu neðan við Grindaskörð og í Selvog og er það um 6 klst. ganga á góðum degi.
Þessa leið er gott að ganga vor, sumar og haust. -Bolli Kjartansson
Hafa ber í huga að Selvogsgatan skiptist neðan við björgunaskýlið; annars vegar í Selvogsgötu um Grindarskörð skammt austar og hins vegar í Hlíðarveg um Kerlingarskarð vestar. Selvogsgatan að sunnanverðu endar í Selvogi, en Hlíðarvegurinn endar ofan við Hlíðarvatn.
Heimild:
-Morgunblaðið 18. sept. 1995, Selvogsgata – forna þjóðleiðin, bls. 29.
Selvogsgata (Suðurferðavegur), Hlíðargata og Stakkavíkurgata/-stígur.
Njarðvík – örnefnið
Njarðvíkur eru tvær hérlendis, önnur í N-Múlasýslu, oft nefnd Njarðvík eystri til aðgreiningar. Flestir hafa hingað til talið Njarðvíkurheitin tengjast norræna goðinu Nirðri í Nóatúnum og dýrkun hans.
Njarðvík – Áki Grenz.
Elsta heimild, sem líklegt þykir að beri vott um átrúnað á Njörð, er frásögn rómverska sagnaritarans Tacitusar, en í riti sínu Germania, sem samið er um árið 100 eftir Krist, gat hann þess að danskir þjóðflokkar dýrkuðu gyðjuna Nerþus. Nafn hennar er talið hið sama og Njarðar, en ekki er þessi gyðja nafngreind í norrænni goðafræði.
Njörður gat ráðið veðri og vindum og gróðri jarðar. Með þá hugmynd að leiðarljósi hafa menn talið að örnefnin Njarðvík hérlendis og í Noregi, og Njarðey, sem kemur fyrir í Noregi en ekki hér á landi, merki lendingarstaði sem helgaðir voru siglingarguðinum eða voru í umsjá hans.
Njarðvík – Áki Grenz.
Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Örnefnstofnunar Þjóðminjasafnsins, hetur um áraraðir rannsakað örnefni með tilliti til örnefna dregin af mannanöfnum. Hann hefu sett fram þá tilgátu að Njarðvíkurnar tvær á Íslandi séu alls ekki kenndar við Njörð, né heldur séu sambærileg heiti í Noregi kennd við goðið. Upphaflega hafi þær haft forliðinn “nær” í merkingunni “nærri”.
Þórhallur hefur í þessu sambandi bent á að heimildir greini frá því að Rosmhvalanesið og nágrenni þess hafi einmitt byggst frá Innesjum og sé Kvíguvoga getið sem landnámsjarðar.
Njarðvík – Áki Grenz.
Einnig bendir hann á að finna megi samsvörun með staðheitum á upprunaslóðum landnámsmanna í Noregi og á Vatnsleysuströndinni. Heiti Njarðvíkur í Gullbringuslýslu er þá samkvæmt tilgátu Þórhalls orðið til vegna þess að hún er næsta vík við landnámsjörðina Kvíguvoga, en Njarðvík eystri í N-Múlasýslu heitir svo vegna þess að hún er næsta vík austan Fljótsdalshéraðs, og hefur verið gefið nafn af mönnum sem þar bjuggu. Hafa ber í huga að í Keflavík er þekkt örnefnið Náströnd. Forliður þess, “ná-“, hefur einmitt merkinguna “nærri” og virðist skírskotun til þess hvort staðir lágu nærri eða fjarri einhverjum öðrum hafa verið virk þegar örnefni urðu til hér um slóðir.
Úr Saga Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson – 1996.
Innri Njarðvík – Áki Grenz.
Selhraun og selminjar vestan Hvaleyrarvatns
Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun.
Selhóll.
Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til.
Þessi tvö vötn áttu sinn þátt í að umhverfis þau myndaðist ágætis gróðurbelti sem varð til þess að þar var þótti vera beitiland eftir að land byggðist. Ásbærinn var byggður skammt ofan við Ástjörnina, undir Ásfjalli og þar nærri var annað býli sem fékk nafnið Stekkur. Við Hvaleyrarvatn var selstaða frá höfuðbólinu og kotunum á Hvaleyri, Ási, Stekk og Ófriðarstöðum (Jófríðarstöðum), en allar þessar jarðir áttu land sem náði að Hvaleyarvatni, þó megnið af vatninu tilheyði Ási.
Jófríðastaðasel.
Norðan við vatnið á Beitarhúsahálsi undir Húshöfða var Ófriðarstaðasel, en þar stendur ennþá ágætlega byggð beitarhúsatóft á þeim stað þar sem talið er að selið hafi verið. Skammt frá er gamall grjóthlaðinn stekkur, eða ígildi fjárborgar á háhrygg hálsins.
Norðan við Selhöfða er lítill tangi eða nes sem skagar fram í Hvaleyrarvatnið og þar eru tóftir þriggja selja, sem hafa líklega tilheyrt Ási og Stekk, en vera má að eitt þeirra hafi verið nýtt af ábúendum á Ófriðarstöðum í skiptum fyrir verbúðina Ásbúð sem var í landi Ófriðarstaða. Ás átti ekki land að sjó þannig að þessháttar skipti voru ekki óalgeng.
Hvaleyrarvatn-Hvaleyrarsel.
Þriðja staðsetningin er vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá þeim stað þar sem skáli Hafnarfjarðarbæjar stóð til skamms tíma. Þar er lítill hraunbali sem ekki ber mikið á en þegar betur er að gáð má greina vallgrónar hleðslur á balanum. Þar taldi Gísli Sigurðsson lögregluþjónn að ein selstöðin frá Hvaleyri hafi verið. Lítill hlaðinn stekkur er í hraunbrún skammt langt frá þessum gróna bala en stekkurinn sést illa þar sem furutrjám var plantað út í hann fyrir um tveimur áratugum.
Tóft í Seldal.
Suðaustur frá Hvaleyrarvatni er Seldalshálsinn sem lokar Seldal af frá Selhrauninu. Á norðaustanverðum hálsinum er lítil tóft sem hefur verið nefnd Seldalskofi og gæti allt eins verið selrúst. Sagnir voru um að selstaða hafi einnig verið í Seldalnum en þar hafa ekki fundist neinar minjar sem staðfesta þá tilgátu.
Líkt og jafnan gleymast ýmsar minjar í umfjöllun um afmörkuð svæði.
Stórhöfði – nátthagi.
Hér að framan er ekki getið um stekkinn fyrrum og fjárborgina á Selhöfða, selstöðu vestan Hvaleyrarvatns eða nátthaga sunnan Stórhöfða. Jafnan hefur verið reynt að koma slíkum upplýsingum á framfæri, síðast við fornleifaskráningu Hafnarfjarðar, en fyrir daufum eyrum. Um er að ræða einstaklega áhugaverðar minjar um fyrrum búsetu í Hafnarfirði.
Heimild:
-https://www.hraunavinir.net/selhraun-og-selminjar/
Ássel – tilgáta; ÓSÁ.
Hvaleyrarvatn – hringur
Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Skjólgott umhverfið tekur mið af árstíðunum og því breytilegt frá einum tíma til annars. Vindstigin og birtan hafa einnig áhrif á ásýndina. Hringurinn er um 2.2. km.
Hvaleyrarvatn.
Hvaleyrarvatn, sem er 1-2 m á dýpt um mitt vatnið (fer eftir hvernig stendur á vatnsstöðunni hvert sinn) er í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu og hrauni að einn.
Hvaleyrarvatn – minjar.
Vatnshlíð er við norðvestanvert vatnið (þar er t.d. skógrækt Hákons Bjarnasonar), Beitarhúsaháls (m.a. beitarhúsatóft og stekkur frá Ófriðarstöðum) og Húshöfði að norðaustanverðu, en Kjóadalsháls og Selhöfði að austan og sunnan (fjárborg og stekkur efst á höfðanum). Fyrir vestan vatnið er Selhraun, sem er hluti Hellnahraunsins eldra (þar er t.d. stekkur frá Hvaleyrarseli og greni í Selhól). Hraunið rann fyrir um 2000 árum og kom frá gígum við Stóra Bolla (Konungsfell) við Grindarskörð.
Hvaleyrarvatn.
Þegar Hellnahraunið lokaði dalnum myndaðist Hvaleyrarvatn í þessari kvos þegar grunn- og regnvatn safnaðist þar fyrir. Litlir vorlækir eru úr nálægum hlíðunum en þar er ekkert afrennsli. Hvaleyrarvatn er fremur snautt þótt þar hefur silungi verið sleppt öðru hvoru sem fólki gefst kostur á að veiða, þ.e. börnum og unglingum sem og öldruðum og öryrkjum, þótt veiðimenn í fullum skrúða sjáist stundum við „æfingar“ þarna, einkum á vorin.
Gangan hefst á bílastæði við vesturenda Hvaleyrarvatns. Við vatnið er þjóðsagnastemning, auk þess sem áþreifanlegrar sögu skógræktar landsins á 20. öld gætir þar árið um kring.
Hólmarnir í Hvaleyrarvatni.
Tóftir Hvaleyrarsels sjást glögglega sunnan við vatnið. Selstaðan er dæmigerð; þrjár tóftir, auk stekks. Hefðbundið vatnsstæðið er Hvaleyrarvatnið sjálft.
Sagt var að nykur hafi verið í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi (sumir segja Urriðakotsvatni).
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Álftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina.
Upplýsingaskilti við Hvaleyrarsel.
Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.“
Síðast á að hafa sést til hans frostaveturinn mikla árið 1918.
Sagan segir að eitt sinn voru í Hvaleyrarseli karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.
Jófríðastaðasel.
Eldri menn höfðu oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysti, og þótti líklegt, að það hafi stafað af völdum nykursins.
Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en landið er að mestu í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru fyrrefndar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfða er hins vegar svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Seltóft í Seldal.
Sunnan undir Selhöfða, á gróinni torfu, er tóft, væntanlega heimasel. Selsrústin hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu, sem fyrr segir. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi og því eru tóftirnar sem slíkar ekki dæmigerðar selsminjar á Reykjanesskaganum. 2)
Á meðal tófta Hvaleyrarsels má skammt austar við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási. Selstaðan virðist hafa verið snemmbær í tíma. Hún er líkari takmörkuðu nytjaseli, s.s. kola eða tímabundinni veiðistöð en t.d. fjárseli eða húaseli. 3)
Kvöld við Hvaleyrarvatn.
Gildisskátar Hraunbúa í Hafnarfirði eiga bláþaksmálaðan skála í Skátalundi, í hlíðinni milli Selhöfða og Húshöfða. Skálinn, sem var reistur árið 1967, hefur nýst skátunum vel í gegnum tíðina, en hefur því miður ósjaldan orðið fyrir skemmdarverkum ódælla.
Skátalundur við Hvaleyrarvatn.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað í ársbyrjum 1947. Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési.
Gunnlaugur Kristmundsson.
Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn alls ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Árið 1956 gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Um sumarið voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir. Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Þegar staldrað er við og svæðið er skoðað meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða). Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt.
Bleiksteinar á Bleiksteinshálsi.
Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.
Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.
Hvaleyrarvatn – skilti.
Norðan við Hvaleyrarvatn, við svonefnda „Sandvík“ er upplýsingaskilti um örnefni í næsta nágrenni. Fólk má þó ekki taka það mjög bókstaflega. Á því er t.d. getið um „Hundraðmannahelli“ í Helgadal, en á auðvitað að vera „Hundraðmetrahellir“.
Um miðjan sjötta áratuginn var Vatnshlíð vart annað en berangurslegir grágrýtismelar með einstaka, ofbeittum rofabörðum, þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fékk úthlutað gróðursetningarlandi þar árið 1955, sem er rétt um 8 ha að stærð. Hvergi var skjól að finna og í leysingum á vorin beljaði vatn niður hlíðina, og settu djúpar vatnsrásir sterkan svip á landið.
Þegar Hákon sýndi konu sinni, Guðrúnu, landið í fyrsta skipti, féllust henni hendur, leit á mann sinn og spurði: »Hvað ætlar þú að gera hér?«
Landið var girt undir haust 1955, því að allmargt fé væri þá þar í haga. Árið 1968 var girðingin stækkuð til vesturs. Bústaðurinn var reistur sumarið 1958 en stækkaður rúmum áratug síðar. Lítið gróðurhús var reist 1975 norðvestur af bústaðnum og hafa þar einkum verið ræktuð jarðarber þau ár, sem það hefur fengið að standa í friði fyrir skemmdarvörgum.
Fyrstu trén voru gróðursett vorið 1956, bæði á hólnum ofan við bústaðinn og austan við hann. Allar götur síðan hefur einhverju verið plantað á hverju ári. Langmest hefur verið gróðursett af sitkagreni, stafafuru, bergfuru og alaskaösp.
Að auki er hér að finna allmargar aðrar tegundir af ýmsum barr- og lauftrjám, svo og nokkrum runnum, og má nefna blágreni, hvítgreni, lindifuru, eini, hegg og blæösp sem fáein dæmi.
Hvaleyrarvatn 2023.
Allnokkur efniviður frá Alaska fór forgörðum í bruna 1962, en af plöntum þaðan, sem hér vaxa má nefna elri, laxaber, stikilsberjarunna, eitt rauðblóma rósayrki, sigurskúf og hálmgresistegund.
Vatnsrof eru nú algjörlega liðin tíð eftir að melarnir klæddust gróðri. Þegar elstu trén voru komin nokkuð á legg var kveikt í gróðri á landinu 1962 og má segja, að allt hafi brunnið sem brunnið gat austur að girðingu.
Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.
Öðru sinni var kveikt í 1972 og brunnu þá allmörg tré austan við bústaðinn.En þrátt fyrir öll vandkvæðin, bæði af náttúrunnar og mannanna völdum, hefur tekist, með góðum ásetningi hlutaðeigandi, að sýna fram á að vel er hægt að græða upp landið okkar.
Vixla Vinalunduar í Vatnshlíð.
Þrír grónir hólar er í norðvestanverðu Hvaleyrarvatni, manngerðir árið 2010. Tilgangurinn með þeim var að gera fuglum auðveldara að koma upp vorvarpi. Staðreyndin hefur hins vegar orðið sú, hingað til a.m.k., að ein gæs kom þar upp þremur ungum árið 2015, en þeir urðu fljótlega fæða fyrir mávagerið, sem tekið hefur sér aðstöðu á vatninu (sennilega er um að ræða útstöð þeirra frá nálægum fiskhjöllunum við Krýsuvíkurveg).
Vinalundur nefnist skógræktarreitur í sunnanverðri Vatnshlíð vestan við Vatnshlíðargil og sumarbústað sem Hákon Bjarnason byggði sér. Reiturinn er tileinkaður Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi og þar hafa erlendir vinir bæjarbúa plantað út trjám í opinberum heimsóknum sínum til bæjarins.
Heimildir:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.
–http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet.
-Minning: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, fæddur 13. júlí 1907 – dáinn 16. apríl.
Hvaleyrarsel.
Krýsuvíkurhellir – Bálkahellir
Farið var frá Bergsendum eystri að Krýsuvíkurhelli neðan Klofninga.
Við Krýsuvíkurhelli.
Mannvistarleifar eru bæði ofan við hellisopið og niðri í hellinum sjálfum. Þar er hlaðið skjól. Innan við það liggur rás út að gömlu bjargbrúninni og opnast þar út. Rásin er um 30 metra löng. Út um gatið er hægt að skoða bergið og nýrra hraun fyrir neðan. Til hliðar, innan við opið, er önnur rás, sem liggur um hraunssúlu og opnast yfir í hina efst í henni. Mikill steinbekkur er framan við súluna, sem skipt hefur hraunstraumnum um rásirnar.
Jarðfall norðan við Krýsuvíkurhelli var kannað, en einungis var hægt að komast stutt þar inn á hvorn veginn sem var. Mögulegt væri að forfæra gjót í hruni innan við eitt opið, en það myndi kosta talsverða vinnu. Rás gæti legið þaðan og upp í gegnum hraunið.
Við Bálkahelli.
Bálkahellir var nú skoðaður að nýju. Kom sú skoðun mjög á óvart. Fyrst var farið niður um neðsta jarðfallið og niður í hellinn. Farið var með jarðfallinu vinstra megin, en þar lækkað rásin nokkuð en hækkar að nýju uns gólf og loft koma alveg saman. Þarna undir vegg eru tvö stór hraundríli. Farið var til baka og niður aðalgönginn. Þau beygja fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þessi göng eru um 200 metra löng og ekkert hrun nema svolítið fyrst.
Hellirinn er mjög breiður og þarna á gólfum eru fjölmargir dropasteinar og hraunstrá hanga í loftum. Fara þarf varlega um göngin. Hraunnálar eru í lofti. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða til að fara þarna mjög varlega. Um er að ræða einn fallegasta helli á Reykjanesi. Neðst beygir hann enn til hægri og þrengist síðan. Í þrengslunum tekur við samfelld dropasteinabreiða.
Í Bálkahelli.
Skoðað var að nýju upp rásina í neðsta jarðfallinu. Hún er víð og há uns hún lækkar og þrengist. Loks koma gólf og loft saman. Þessi hluti er um 40 metrar. Þá var haldið niður í miðrásina, á móti þeirri, sem skoðuð var áður. Hún lokast loks í þrengslum, en mikið er um fallega dropasteina og hraunnálar. Alls er þessi hluti hellisins um 100 metrar.
Loks var gengið upp úr miðjarðfallinu og upp aðalhellinn. Hann er víður og hár. Skammt fyrir ofan opið skiptist hellirinn í tvennt og hægt að fara umhverfis tvær breiðar hraunsúlur, en meginrásin er til hægri. Ekki er hægt að villast í Bálkahelli.
FERLIRsfélagar í Bálkahelli. (Ljósm. Júlíus)
Haldið var áfram upp rásina og yfir hrun, sem þar er ofarlega. Þá sést í efsta opið og bálkana beggja vegna, en af þeim mun hellirinn draga nafn sitt. Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur, fyrst hár og víður, en nokkuð hrun, síðan hraunsúlur og syllur, dropsteinar og hraunstrá. Neðsti hluti hans þó sýnum fallegastur.
Að lokum var Arngrímshellir (Gvendarhellir) skoðaður, en frásagnir eru til um hellinn er hann var notaður sem fjárhellir á 17., 18. og 19. öld. Gamlar sagnir eru til af því. Hleðslur eru fyrir opum og er tótt framan við stærsta opið, það nyrsta. Inni í hellinum eru allmiklar hleðslur. Hellirinn er bjartur og auðvelt að skoða sig um þar inni, jafnvel ljóslaus.
Í Bjössabólum.
Á bakaleiðinni var skoðað ofan í nokkrar rásir. Ein var þeirra stærst, en rásin endaði í þrengslum. Önnur var yfir 300 m löng og er enn ókönnuð.
Ekki er vitað nákvæmlega um aldur þessara hrauna. Samkv. upplýsingum Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, er hraunið úr úr Stóru-Eldborg frá fyrri hluta nútíma, þ.e. töluvert eldra en 5000-6000 ára. Hitt úr Litlu-Eldborg er yngra. Það gæti verið kringum 5000-6000 ára.
Frábært veður.
Bálkahellir – uppdráttur ÓSÁ.
Kálfatjörn
Kálfatjörn er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum. Kirkjan tilheyrir [nú] Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.
Kálfatjarnarkirkja 2023.
Kálfatjarnarkirkja er sóknarkirkja Vogabúa. Núverandi kirkjubygging var vígð þann 13.júní árið 1893 og var ein stærsta sveitakirkja á landinu en hún rúmaði öll sóknarbörnin í einu. Umhverfi hennar á sér merka sögu en hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var snemma á 19.öld stendur á hlaðinu við kirkjuna. Kirkjan þykir mikil völundarsmíð en Guðmundur Jakobsson húsasmíðameistari (1860-1933) var forsmiður og Þorkell Jónsson bóndi í Móakoti sá um tréverk og útskurð. Nikolaj Sófus Bertelsen (1855-1915) sá um að mála kirkjuna en hann málaði einnig Iðnó og Dómkirkjuna. Altaristaflan er eftirmynd af altaristöflu Dómkirkjunnar, en Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málaði hana árið 1866. Hún sýnir upprisuna. Talið er að kirkja hafi verið á Kálfatjörn frá upphafi en Kálfatjarnarkirkja er talin upp í kirknatali Páls biskups frá 1200. Kirkjan er friðuð.
Guðmundur Björgvin Jónsson fjallaði um Kálfatjörn í bók sinni „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi„:
„Um kirkjustaðinn Kálfatjörn hefur mikið og margt verið rætt og ritað og þá gjaman í samhengi, kirkjan og ábúandi kirkjujarðarinnar, enda vandi að skipta ritefninu í tvo flokka, um það andlega og veraldlega, án þess að binda það hvort við annað. Pó mun hér reynt að sneiða hjá því andlega og koma að því síðar.
Síðasti prestur og jafnframt bóndi á Kálfatjörn var séra Árni Þorsteinsson frá Úthlíð í Biskupstungum.
Kona hans var Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir. Tók séra Árni við búinu og embættinu af séra Stefáni Thorarensen og konu hans, Steinunni Járngerði Sigurðardóttur. Árni stundaði útgerð og landnytjar, auk þess að vera prestur og barnakennari í nokkrum tilvikum. Hann var áhugasamur um unglingafræðslu svo sem fyrirrennari hans. Utan þess hafði hann mikinn og virkan áhuga á héraðsmálum. Hann mun hafa verið fyrstur manna hér í hreppi sem sá þörf á því að bændur gerðu með sér samtök um mjólkursölu, þó ekki kæmist það í framkvæmd fyrr en ári eftir andlát hans, eða árið 1920.
Um séra Árna Þorsteinsson og það heimili segir Erlendsína Helgadóttir, sem þá var unglingur í Litlabæ: „Prestshjónin voru greiðasöm og alþýðleg og vildu öllum gott gera. Séra Árna þótti sjálfsagt, að ef ekki væri skírt í kirkju að, skírn færi fram þar sem móðirin átti heima, þó léleg væru oft húsakynnin. En til vom þeir prestar sem gengu ekki inn í hvers manns kot til slíkra athafna. Séra Árni var á undan sinni samtíð í mörgu. Þá þótti það nýlunda, að séra Árni leyfði leiguliðum sínum að auka við nytjalönd sín (færa út), þeim sjálfum til búbóta, en það höfðu þeir ekki þekkt áður.“
Bjarg.
„Á mínu heimili“, segir Erlendsína, „var borðað hestakjöt. Hefur sennilega komið þar tvennt til, annarsvegar oft þröngt í búi og hinsvegar að fólkið var að vaxa upp úr miðaldatrúnni og þorði að fara sínar leiðir. En aldrei var móður minni um þessa fæðu og notaði stundum aðstöðu sína til að læða annarskonar kjötbita í súpuna sem hún ætlaði sjálfri sér. Foreldrar mínir höfðu heyrt að presti þætti ekkert athugavert við að neyta hestakjöts og þó hann hefði aldrei borðað það sjálfur, væri hann til með að smakka á þessari áður forboðnu fæðu.
Bakki í Kálfatjarnarhverfi 2023.
Því var það einu sinni, þegar hestakjöt var í pottinum heima, að prestshjónunum var boðið í mat sem þau og þáðu, en ekki voru efnin meiri á mínu heimili, né víða annarsstaðar, að hnífapör voru ekki til, en önnur áhöld þóttu ekki viðeigandi í þetta sinn. Svo móðir mín hvíslaði að maddömunni, hvort ekki mætti senda eftir hnífapörum á prestssetrið og var það auðsótt. Þarna var þá borðað hestakjöt og kjötsúpa með, en þá var venjan að sjóða í súpu. Eftir þetta var hestakjöt oft á borðum á prestsetrinu Kálfatjörn.
Eitt sinn er séra Árni kom í húsvitjun að Bjargi, rétt fyrir jól, spyr hann yngri drenginn þar, Ingvar Helgason, hvort hann muni ekki koma í kirkju um jólin, en móðir hans segir að það geti ekki orðið, því hann hafi ekki þann klæðnað sem hægt sé að láta sjá sig í við kirkju. Segir þá Árni: „Ég spái því nú samt að þú komir þangað á jólunum.“ Nokkru seinna, nær jólunum, eru drengnum send ný alföt frá presti og þar með var kirkjuferðinni bjargað.“
Þannig lýsir samtíðarfólkið séra Árna Porsteinssyni, en konu hans, Ingibjörgu, bar minna á, enda nóg að gera á barnmörgu heimili og prestssetri að auki. Börn þeirra hjóna voru: 1) Gróa, 2) Sesselja, f. um 1880, 3) Steinunn Guðrún, f. 1882, 4) Þorsteinn f. 1883, 5) Sigurður f. 1885, 6) Arndís f. 1887, 7) Margrét f. 1889. Einnig ólu þau upp Kristinn Árnason frá Bergskoti, f. 1894.
Kálfatjörn – sjóbúð við Kálfatjarnarvör fyrrum.
Séra Árni var sjúklingur síðustu árin, þó hann þjónaði fram á andlátsárið. Hann lét, með aðstoð hreppsins, flytja Móakotshúsið og setja það austan við prestshúsið og þar dvaldi hann sjálfur, en lét Kálfatjörn eftir handa leiguliða, tímabundið. Sá er þá kom að Kálfatjörn hét Helgi Jónsson, (síðar oft nefndur Helgi Kálfatjamar, eða Helgi frá Tungu) og mun hann hafa verið þar um 1918-1920. Kona Helga var Friðrika Þorláksdóttir. Helgi var síðast með útgerð í Kotvogi í Höfnum og fórst í eldi ásamt barni sínu, sem hann var að reyna að bjarga þegar Kotvogur brann árið 1939. Dóttir hans er m.a. Sveinbjörg, kona séra Garðars Þorsteinssonar, prests á Kálfatjöm (1932-1966).
Árið 1920 fluttu að Kálfatjörn Erlendur Magnússon frá Tíðagerði og kona hans, Kristín Gunnarsdóttir frá Skjaldarkoti. Höfðu þau byrjað búskap í Tíðagerði, foreldrahúsum Erlendar, um 1915 og þar fæddust fimm börn þeirra. Meðan þau bjuggu í Tíðagerði fór Erlendur austur á firði á sumrin í atvinnu og fetaði í fótspor margra Strandaringa, auk þess sem hann stundaði vetrarvertíð heima. Ætla ég að Erlendi hafi fallið betur landbúnaður en sjómennska, enda þótt hann hafi rekið eigin útgerð um tíma, en aflagt hana um 1946.
Kálfatjörn um 1960.
Þó miklu og vel væri stjórnað af þeim Kálfatjarnarhjónum, innan og utan veggja heimilisins, þá munu störf Erlendar í héraðsmálum og félagasamtökum lengst verða minnst. Hann var bæði áhugasamur og úrræðagóður hvort sem var í málum kirkjunnar, hreppsins eða bændastéttarinnar. Þá var hann í mörgum málum fulltrúi sveitar sinnar út í frá og kom þá í hlut húsfreyjunnar, Kristínar, að vera bæði bóndi og bústýra á stóru heimili.
Kirkjuathafnir tengdust heimilinu með margskonar þörfum, enda heimilið rómað fyrir gestrisni og góðar úrlausnir til handa öllum er þangað leituðu. Erlendur keypti Norðurkot (sjá Norðurkot) árið 1934 og bjó þar með fjölskylduna meðan hann byggði upp á Kálfatjörn, það hús sem nú stendur [1967], en gamla húsið var rifið samtímis. Smiður var Gestur Gamalíelsson, húsasmíðameistari frá Hafnarfirði.
Börn Erlendar og Kristínar eru: 1) Ingibjörg, kennari, býr í Reykjavík, 2) Ólafur, brunaliðsmaður, býr í Reykjavík, 3) Herdís, ógift og barnlaus bústýra á Kálfatjöm, 4) Magnús, ókvæntur og barnlaus, starfar í Hafnarfirði, 5) Gunnar, ókvæntur og barnlaus, bóndi á Kálfatjörn síðan árið 1971. Auk þessara bama ólu þau upp tvö böm: Kristín Kaldal, sem er fæddur þar, og Lindu Rós frá 9 ára aldri.
í Kálfatjarnarlandi er mannvirki nokkurt er heitir Staðarborg. Það er um 3 km frá Kálfatjörn, beint til fjalls að sjá frá kirkjustaðnum. Borgin er hringlaga og hlaðin úr grjóti. Er þessi bygging svo einstök að gerð, að hún er friðlýst frá árinu 1951, samkvæmt lögum um verndun fornminja frá 16. nóv. 1907.“
Heimild:
-https://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%A1lfatj%C3%B6rn
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson, útgefið af höfundi 1987.
Staðarborg.
Arngrímshellir (Gvendarhellir) – Grákolla
Sagan segir að Arngrímur hafi um aldarmótin 1700 haft fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. Við hellisopið byggði hann lítið fallegt hús úr rekavið. Fénu var beitt í Klofningana sem og í fjöruna, sem þó er all stórbrotin neðan þeirra. Arngrímur hélt 99 kindur og eina að auki frá systur sinni.
Gvendarhellir – Hús Krýsuvíkur-Gvendar framan við hellismunnann.
Sú kind var grákollótt og nefnd Grákolla. Um jólaleytið gerði mikið óveður á þessum slóðum og hraktist féð fram af berginu. Arngrímur gafst upp á að reyna að bjarga fénu. Grákolla barðist þó gegn óveðri og reyndi Arngrímur þrívegis að kasta henni fram af bjarginu eftir hinu fénu. Jafnoft tókst henni að krafla sig upp aftur í snjónum og ákvað Arngrímur að láta þar við sitja. Komust þau bæði við illan leik í hellinn. Síðan er sagt að allt fé Krýsuvíkurbænda hafi verið af nefndri Grákollu komið.
Eftir aldarmótin var Arngrímur við sölvatöku í berginu undan Klofningum er jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Féll bjarg á hann og lét hann lífið. Annar maður, sem með honum var, varð til frásagnar. Sá stökk undan fellunni í sjóinn og gat bjargað sér.
Hellirinn á að vera sínum stað ef sagan reynist sönn.
Í Gvendarhelli (Arngrímshelli).
Gengið var niður í Klofninga og þess freistað að finna helli Arngríms. Hellirinn hefur einnig gengið undir nafninu Gvendarhellir því 130 árum eftir Arngrím mun Krýsuvíkur-Gvendur hafa haldið fé sínu þar til haga. Segir og sagan að hann hafi jafnvel falið það þar er koma átti að fjárniðurskurði í sveitinni vegna fjárpestar.
Í ýtarlegri lýsingu Jóns Vestmanns af Gvendarhelli (Krýsuvíkur-Gvendi) frá 1840 segir: “ . . . en þar honum þótti langt að hirða það þar, byggði hann þar annan bæ, dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi, af- og al-þiljuðu, með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús.
Tóft framan við Gvendarhelli (Arngrímshelli).
Byggði hann hús þetta framan við hellirsdyrnar og rak féð gegnum göngin útúr og inní hellirinn. Hlóð af honum með þvervegg, bjó til lambastíu með öðrum; gaf þeim þar, þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum allt í kring í stærri parti hellisins; gaf þar fullorðna fénu í innistöðum (sem verið mun hafa allt að 200 eftir ágetskun manna). Flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn, á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfellt yfir kindum sínum, aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp, yfir sjötugt, og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki.“ Í þessari frásögn er fjáreignin áætluð um 200 fullorðið en samkvæmt tíundareikningum þess tíma átti hann 111 sauði og ær (lömb ekki meðtalin) þegar best lét í Krýsuvík.
Op Gvendarhellir (Arngrímshellis).
Komið var inn á gamla götu um miðja Klofninga. Henni var fylgt inn í hraunið og brátt mátti greina tóttir hússins við hellisopið sem og hleðslur inni í hellinum. Hluti gólfsins er flórað, hlaðið aðhald er inni í hellinum gegnt opinu með tóftinni framan við og fyrirhleðslur eru fyrir endum og umhverfis op miðsvæðis að sunnanverðu. Hellirinn er bæði bjartur og rúmgóður. Annar hellir skammt sunnar hefur einnig verið notaður í tengslum við aðhaldið. Í honum fannst rekaviður og fleira viðarkyns.
Gata að Gvendarhelli (Arngrímshelli).
Engar sagnir eru til af Bálkahelli aðrar en þær að hann er nefndur nafni sínu í sögunni um Grákollu.
Hellirinn fannst þegar einn FERLIRsfélaginn segja má datt niður um eitt opið að vetri til. Opið var hulið snjó. Niðri reyndist vera um 250 metra langur hellir, vel manngengur, tvískiptur og dulúðlegur. Dropasteinar á gólfum og hraunstrá í loftum. Hraunbálkar eru með veggjum innan við efsta og stærsta opið – þar sem næst er Arngrímshelli.
Skammt austar er nýfundið fornt fjárskjól, sem Fjárskjólshraun er að öllum líkindum nefnt eftir.
Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, úr lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna eftir séra Jón Vestmann, 1840, 43. tbl. 1930-1931, bls. 76.
Í Gvendarhelli (Arngrímshelli).
Húsakynni og aðbúnaður – Karel, Stanley og Mackenzie
Margir lýstu gerð þeirra og útliti nákvæmlega og greindu frá því að þau litu einna helst út eins og lágir grasi vaxnir hólar, enda mætti oft sjá búsmala á beit á þökunum. Hið innra væru húsin lág, rök og óhreinleg og innanstokksmunir heldur fátæklegir. Aðalíverustaður væri baðstofan og þar svæfi fólk líka, karlar jafnt sem konur. Íslendingar gætu þó huggað sig við að hús þeirra stæðu oft í tignarlegu umhverfi. Karel Sedivy, höfundar elstu myndarinnar, sem birtist í Illustrated Tidene 1881-1882, hefur tekist vel að koma þessum hugmyndum til skila: engu er líkara en húsin hangi uppi og allt er í óreglu umhverfis bæinn. Varð þetta ástand mörgum tilefni til hugleiðinga um hversu mikil afturför hlyti að hafa orðið í landinu frá því sem var forðum, auk þess sem margir undruðust andstæðurnar milli “andlegs ríkidæmis” Íslendinga og fátæktarbaslsins sem hvarvetna blasti við.
Þegar ferðamenn voru í leit að húsaskjóli þótti þeim fæstum fýsilegt að sofa undir sama þaki og innfæddir, en stundum var ekki annarra kosta völ. Oftlega dvöldust þeir og fylgdarfólk þess í kirkjum á ferðum þeirra um landið.
John Thomas Stanley (1766-1850), breskur aðalsmaður, fór ungur í stað í ferðalag til Íslands, þá tæpra 23. ára. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var að sinna vísindalegum athugunum á Íslandi. Hann tók land og hafði aðalstöðvar sínar í Hafnarfirði. Hafnarfjörður var þá nokkur lágreist hús við ströndina, bátur við bryggju og annar skammt úti fyrir. Hraunveggir umluktu húsaþyrpinguna. Handan fjarðarins sást hús á stangli (á Hvaleyrinni). Náttúran minnti hvarvetna á mátt sinn og megin.
Hafnarfjörður á 19. öld.
Hélt stiftamtmaður á Bessastöðum leiðangursmönnum dýrlega veislu með mörgum réttum, en meðan á veisluhöldum stóð var skýrt frá því að hvítabirnir hefðu gengið á land umliðinn vetur og bjuggust menn við hinu versta.
Fyrst var farið í Krýsuvík og næst siglt til Snæfellsness.
Georges Mackenzie, skoskur steinafræðingur og barón, ferðaðist einnig um landið á svipuðum tíma. Þótti Krýsuvík og umhverfi þar furðulegt og hryllilegt og væri vart unnt að lýsa því með orðum. Kvað hann þar vera stöðuga virkni elds og brennisteins sem sýndi svo ekki yrði um villst hvað um væri að vera í iðrum jarðar. Fannst honum og félögum hans staðurinn um margt minna á hugmyndir um víti og brennisteinshverirnir gætu vel verið katlar yfirkyndarans í neðra.
Bær frá 19. öd.
Stanley var lítið hrifinn af Íslendingum í fyrstu. Þegar frá leið og hann var búinn að jafna sig sá hann hlutina í öðru og bjartara ljósi og eru þær hugmyndir túlkaðar á þeim myndum sem voru gerðar af landsmönnum eftir leiðangurinn, til dæmis meðfylgjandi mynd Edwards Dayes. Þar birtast hreinlegir og veltilhafðir Íslendingar og húsakynnin eru alls ekki svo lítilfjörleg.
Stanley á Hvaleyri.
Tilgangur leiðangurs Mackenzies var var svipaður og að mörgu leyti líkur og hjá fyrirrennurum þeirra á síðari hluta 18. aldar. Ætlunin var einkum að athuga hraun og heitar uppsprettur, kanna ýmsar steintegundir, safna plöntum og síðast en ekki síst að rannsaka eldfjöll. Um ferðina skrifaði Mackenzie bókina Travels in the Island of Iceland. Kom hún út í mörgum útgáfum á ensku, en líka á þýsku og fleiri tungumálum (fyrsta útgáfa 1811). Í bók hans eru margar myndskreytingar, þar af nokkrar landslagsmyndir í lit, hinar fyrstu í riti sem fjallaði um Ísland.
Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.
Þegar Mackenzie og menn hans voru á leið til Hafnarfjarðar þótti þeim nóg um eldbrunna auðnina og úfið hraunið, enda ekki enn orðnir ferðavanir á Íslandi. Á leiðinni til Krýsuvíkur rákust þeir á jarðneskar leifar konu sem hafði orðið úti og hefur sú sjón eflaust ýtt rækilega undir þau ónot sem þeir fundu til.
-Illusteret Tidene 1882-1883, 127.
-Illusteret Tidebe 1886-1886, 402.
-Mackenzie, 116-117.
Hvaleyri fyrrum (18. aldar mynd sett inn í 21. aldar ljósmynd).
Fyrsti ríkisstjórinn
Í tímariti sjálfstæðismanna, Þjóðin, var árið 1941 fjallað um „Fyrsta ríkisstjóra Íslands„:
Þjóðin 1941.
„17. júní síðastl. var merkisdagur í sögu Íslands. Þá var á Alþingi kjörinn hinn fyrsti ríkisstjóri landsins. Varð fyrir kjöri Sveinn Rjörnsson fyrrum sendiherra Íslands í Danmörku. Var það vel ráðið og viturlega, að velja þann mann í æðsta virðingarsæti ríkisins, sem allir landsmenn gátu borið óskert traust til og skipað hafði áður hinum vandamestu málum þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Verður það að segjast, að fyrsta ríkisstjórakosningin hafi tekist vel og giftusamlega.
Alþingi hefir gert þá ráðstöfun, að velja Bessastaði á Álftanesi sem ríkisstjórabústað. Bessastaðir eru fornt höfuðból, allt frá dögum Snorra Sturlusonar, og þar hafa höfðingjar setið oft og tíðum. Er Bessastöðum vel í sveit komið sem ríkisstjórabústað, skammt frá höfuðstaðnum, en þó nógu langt í burtu til að vera ekki umsetinn af erindislausu fólki.
Á Bessastöðum eru ýmsar sögulegar minjar, aðallega frá dögum höfuðsmannanna og veru latínuskólans þar á staðnum, og þarf að varðveita þær.
Til bráðabirgða hafa ríkisstjóranum verið fengin híbýli til umráða í Alþingishúsinu. Þar eru skrifstofur hans, og hefir Pétur Eggerz cand. jur. verið skipaður ríkisstjóraritari.
Fyrir skömmu átti ríkisstjóri viðtal við blaðamenn í þeim húsakynnum, og þar hefir hann og frú hans veitt erlendum fulltrúum og embættismönnum landsins móttöku. Þar hefir og verið haldinn hinn fyrsti ríkisráðsfundur hans, en allar þessar samkomur hafa einkennt virðuleiki ríkisstjórans sjálfs, lúfmennsku hans og nærgætni við háa sem lága.“
Heimild:
-Þjóðin, tímarit sjálfstæðismanna, „Fyrsti ríkisstjóri Íslands“, 4. árg 1941, 2. hefti, bls. 56-57.
Bessastaðir 2023.