Færslur

Brúnavörður

Selatangar eru forn verstöð, sennilegast notuð þegar á miðöldum. Hraunið, Ögmundarhraun, er frá því um 1150, en það ár lagði það gamla Krýsuvíkurbæinn í Húshólma, sem er litlu austar, í eyði og færði garða og mannnvirki í og við Óbrennishólma í kaf. Þó má sjá þar móta fyrir hlöðnum vegg, sem hraunið hefur stöðvast við, fjárskýli, jarðlægu garðlagi og fjárborg (virki?).

Á Selatöngum

Verkhús á Selatöngum.

Frá Selatöngum var róið frá Krýsuvík, Skálholti og Ísólfsskála. Talið að a.m.k. 80 manns hafi hafst þar við í verum. Síðast var verið á Selatöngum um 1880, en róið var þaðan frá Skála og selveiðar voru stundaðar allnokkur ár eftir það. Þá var oft lent þar síðar ef lending var ófær annars staðar meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórkötlustöðum, Hrauni og víða. Við Dágon neðst á Töngunum eru landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Um minjarnar og minjasögu Selatanga er m.a. fjallað í nýútkomnu riti Ferðamálafélags Grindavíkur “Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur- Seltangar. Auk þess hefur Ferðamálafélagið gefið út ritið “Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur – Húshólmi“,

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á og við Selatanga sjást miklar rústir seinni tíma verbúða hlöðnum úr hraungrýti svo og rústir af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var geymdur. Sjórinn hefur afmáð elstu minjarnar. Á görðunum, sem víða sjást, var einnig hertur fiskur þegar veður gaf. Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella og þeir notaðir sem byrgi. Vestan við Seltanga er sagður hellir sem notaður var til smíða í landlegum. Einnig má sjá hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.

Selatangar

Selatangar- Tanga-Tómas með FERLIRSfélögum.

Á Selatöngum var afturgangan Tanga-Tómas, sjórekinn spánskur sjómaður, svo hatröm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu helzt á drauga, en frekast dugðu lambaspörð. Auk Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Seltöngum og í nágrenni þeirra, einkum þegar skyggja tekur. Síðast þegar FERLIRsfélagar voru á ferð á Selatöngum birtist þeim einmitt Tanga-Tómas með eftirminnilegum hætti, auk þess sem hann kom einum félaganum að óvörum þegar verið var að skoða refagildrurnar í annarri ferð þangað. Fræg er og sagan af Arnarfellsbónda og átökum hans við drauginn seint á 19. öld.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Á Miðrekum eru líka sagnir um anda, reyndar annarskonar, og greinir mönnum á um eðli hans. Sumir segja að þar hafi þeir rekist á vín-anda, en aðrir heilagan anda. Hvort vínandinn hafi orðið að heilögum anda, eða öfugt, á leiðinni er erfitt að segja til um. Austan Miðreka eru Brúnavörður. Frá þeim liggur stígur yfir hraunið inn í Húshólma.

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni

Í Húshólma eru fornar minjar búsetu. Landnámsöskulagið frá um 872 er þar í garðpælu, en í hólmanum og í hrauninu vestan hans má m.a. sjá rústir, garða og hleðslur. Sumir vilja halda því fram að þarna hafi búið fólk löngu á undan komu norrænna manna til landsins.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Minjarnar í og við Húshólma hafa ekki verið rannsakað að ráði, en ljóst er að Ögmundarhraunið rann yfir landið um 1150, kaffærði byggðina, færði ströndina utar og lokaði víkum og lónum við ströndina, þ.á.m. gömlu Krýsuvík, en “krys” nefndist áður fyrr vík eða skora. Lágbarið fyrrum grágrýtið ofan við Hólmasundið bendir til þess ströndin hafi þarna fyrrum legið vel við sjó.

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Í Húshólma er m.a. forn langur bogadreginn garður, skáli, kirkja, kirkjugarður, hústótt, fjárborg, selstaða (stekkur og hús), sjóbúð (notuð síðast 1913), hlaðin refagildra, rétt o.fl. Það hefur verið öðruvísi um að litast á þessu landssvæði við upphaf byggðar.
Gangan tók 4 klst og 6 mín. Frábært veður.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu.

Húshólmi

Húshólmi.

Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla. Annar gróður hefur hins vegar verið að ná sér á strik á þeim gróðurlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt túnvigli bindst fokjarðvegurinn undir rofabörðum, á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræðinginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.
Lærdómsríkt er að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel. Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa “tappagrindur” og fara með þær yfir lausbundnari svæði áður en sáð væri.

Húshólmi

Húshólmi – uppgræðsla.

Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfsána yfirtökuna með tímanum.
Verkið er unnið undir handleiðslu Landgræðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsluna til að flytja efnið inn í hólmann s.l. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars. Nú hefur myndast þar græn slikja á fyrrum gróðureyðingasvæðum. Punturinn myndar skjól og undirbýr jarðveginn, sem fyrr sagði, til að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrútaberjum, bláberjalyngi, blágrési, geldingarhnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum. Grindvíkingar hafa verið einstaklega iðnir við sáninguna.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum, sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður.
Þessar tvær FERLIRsferðir í hólmann gera honum vonandi gott – til lengri tíma litið. Í raun hafa þátttakendur afkastað ótrúlega miklu á skömmum tíma.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um “skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands” frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Mikill árangur hefur náðst á þessum 95 árum og tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi.

Húshólmi

Í Húshólma.

Helstu markmið landgræðslustarfsins eru: “Að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll, að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf og að öll landnýting verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti.”
Vakin er athygli á þeim yfirlýstu markmiðum stofnunarinnar að “fyrirbyggja, koma í veg fyrir eyðingu og landsspjöll”. Reyndar gengur stofnunin þvert á þessi markmið sín þar sem Arnarfelllið er annars vegar og fyrirhuguð kvikmyndataka við fellið, en þar er markmiðið að eyða gróðri og vinna landsspjöll. Á sama hátt gengu aðrar stofnanir, sem umsögn gáfu um verkefnið, gegn markmiðum sínum. En það er nú önnur saga.
Frábært veður og ágæt samvinna. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-www.landgr.is

Húshólmi.

Óbrennishólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun frá Lat áleiðis í Óbrennishólma. Gata liggur niður með vestanverðum Lat og beygir til austurs sunnan hans. Stígnum var fylgt yfir úfið hraun, en þegar því sleppti lá gata til hægri niður í hraunið.

Sængukonuhellir

Sængukouhellir vestan Óbrennishólma.

Eftir að hafa fylgt henni spölkorn var komið að skúta með fallegri dyralaga hleðslu. Um er að ræða rúmgóðan skúta, sem lengi var notaður sem sæluhús á ferðalögum fólks að og frá Grindavík á leið þess með ströndinni. Loftop er á skútanum og hleðslur umhverfis það. Hurðarhellan er enn til hliðar við dyrnar. Skútinn hefur í heimildum verið nefndur “Sængukonuhellir”.

Óbrennishólmi

Fjárborgin, eða virkið, í Óbrennishólma.

Gengið var áfram austur stíginn að Óbrennishólma. Hann skiptist sumstaðar í tvennt, en ráð er að fylgja ávallt efri stígnum – nær hraunkantinum – því hann er greiðfærari. Annars er stígurinn auðgenginn. Þar sem stígurinn liggur alveg við hraunkantinn má sjá, ef vel er gáð, stíg liggja inn á kantinn. Best er að fylgja honum og er þá komið á gróið svæði eftir að hafa farið yfir stutt hraunhaft. Í stað þess að fylgja hraunkantinum þarna til austurs var gengið upp á tiltölulega slétt mosahraun í norðaustur. Framundan sést úfnara hraun, en upp með því að vestanverðu liggur góð gata upp úr hólmanum til norðurs, í átt að Latsfjalli. Þessari götu var fylgt spölkorn upp fyrir úfna hraunið, en þar kemur stígur inn á götuna úr suðaustri. Gatan heldur áfram upp hraunið, en ákveðið var að fylgja stígnum áleiðis niður í hólmann. Stígurinn er breiður á kafla og greinilega mikið farinn. Hann kemur ofan í hólmann vestan og ofan við hæsta hólinn þar sem stóra fjárborgin (virkið) trjónir upp á. Í stað þess að fara þarna inn í hólmann var gengið til austurs ofan við gróna svæðið í hólmanum.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Komið var að görðunum utan í hraunkantinum úr vestri, en þeir eru í grónum rana norðaustan í hólmanum. Hraunið, sem rann um 1151, hefur runnið þarna að hlöðnum görðum og sjást þeir vel í kantinum. Þessir garðar, að vestanverðu í lænunni, hafa legið í boga upp hæð, en auk þeirra má sjá annan garð liggja niður með lænunni að austanverðu. Hraunkantinum var fylgt áfram til austurs og var þá gengið yfir hraunhaft og inn í gróið svæði ofan þess. Þar sem gengið var inn á svæði sást móta fyrir garði. Á austanverðu svæðinu eru leifar fjárborgar eða topphlaðins húss. FERLIRsfélagar hafa komið þarna tvisvar áður, en ekki fyrr rekið augun í borg þessa.
Veður var frábært – sól og blíða. Gangan tók 1 ½ klst.

Sængurkonuhellir

Sængurkonurhellir.

Húshólmi

Ætlunin var að ganga um Húshólma og skoða einar elstu fornleifar landsins, ganga síðan um Brúnavörðustíg og venda þaðan yfir í Óbrennishólma ofan við Miðreka þar sem einnig eru að finna hinar elstu fornaldarleifar á landinu. 

Vegvísir við Húshólmastíg

Gengið var upp frá Óbrennishólmanum um fornan stíg og gamli Ögmundarstígurinn síðan fetaður til baka.
Allir áhugasamir Grindvíkingar – og aðrir –  í sumarfríi voru boðnir velkomnir í ferðina, þeim að kostnaðarlausu – enda eignin fyrst og fremst þeirra.
Þegar gengið er frá Ísólfsskálavegi niður (suður) með austurbrún Ögmundarhrauns er vegarlengdin niður að Húshólmastíg 2.5 km. Gengið er eftir jafnsléttuðum slóða svo gangan er auðveld fyrir alla er lyft geta öðrum fætinum og komið honum síðan fram fyrir hinn – o.s.frv., o.s.frv.
Á leiðinni niður eftir var litið á hringlaga gerði utan í hraunkantinum, líklega eina af rúningsréttum Krýsvíkinga, en hún liggur vel við leið í krika utan í hraunkantinum. Veggur er gróinn, um 1.0 m á hæð. Inni í hrauninu í vestur frá  réttinni eru greni með tilheyrandi mannvirkjum grenjaskyttna.
Fjárborg í HúshólmaÞegar komið var niður að mótum Húshólmastígs sýndi vegvísir leiðina (1.1 km). Haldið var inn eftir ruddum stíg til vesturs í gegnum hraunið uns komið var að hleðslum austast í Húshólma. Áberandi var hversu vel brönugrasið hafði braggast í skjóli lyngs og lágvaxins runnagróðurs í grónum hólmanum ofanverðum.
Komið var að leifum að hlöðnum tvískiptum stekk í hraunkantinum norðanverðum. Skammt vestan hans er upphleypingur, að öllum líkindum tvískipt seltóft. Þriðja tóftin var skammt norðaustar í kantinum, líklega eldhúsið.
Norðvestar mátti berja hlaðið skól refaskyttu augum, auk merkinga (steinn) á greni. A.m.k. tvo innganga var að ræða. Skammt vestar eru leifar af fornri fjárborg. Roföflin höfðu náð að naga í hana suðaustanverða, en sáning og áburðargjöf náðu að stöðva eyðinguna. Grasið mun mynda jarðveg, en það mun síðan víkja fyrir staðbundnum plöntum. Hér er um að ræða mikilvægt samstarf Landgræðslu ríkisins og FERLIRs með það að markmiði að koma í veg fyrir frekari eyðingu hinna merku fornleifa í Húshólma. 

Merki þjóðminjavörslu landsins í Húshólma

Þær, sem í hólmanum eru, hafa verulega látið á sjá, svo mikið að það er einungis á færi mjög kunnugra að rekja garðana eins og þeir voru fyrrum. Ummerkin eru greinileg þeim er til þekkja. Í ferðinni var þátttakandi er rakti fyrrum dæmigerða ferð sína í Hólmann. “Ég fylgdi stígnum og kom inn í gróna svæðið, en síðan vissi í bara ekki hvert ég átti að fara. Ég reyndi að finna eitthvað áhugavert við hraunkantinn, en sá ekkert. Þá reikaði ég um svæðið, en það bætti ekki um betur. Loks ákvað ég að fara með hraunkantinum og kom þá að stíg út úr hólmanum. Honum fylgdi ég með ströndinni uns ég kom að hraunkantinum sömu megin og ég hafði áður komið inn í hann. Ég sá aldrei neitt af þessum merku minjum, sem þarna eiga að vera.”
Framangreind frásögn er dæmigerð fyrir ferðalanga í Húshólma. Langflestir finna aldrei neinar minjar í hólmanum – enda eru þær einungis merktar (utan sjónhendingar) með einni spýtu. Á henni stendur ekkert (en áður mun þar hafa verið merki Þjóðminjasafnsins um friðlýstar fornminjar). Einmana og eyðileg spýtan er táknrænt dæmi um áhugaleysi fornleifaverndaryfirvalda þessa lands á sínum merkilegustu söguminjum.

Vel hefur tekist að hefta jarðvegsrof í Húshólma

Þegar komið var að görðunum miklu í vestanverðum Húshólma var gengið eftir hluta þeirra; annars vegar er um að ræða langan bogadreginn garð utanverðan og hins vegar annan sveigðan innanverðan. Þvert á síðanefnda garðinn liggur annar í átt að hraunbrúninni. Norðan hans að vestanverðu er, að því er virðist hlaðið egglega gerði. Þar er um að ræða svonefnda Kirkjuflöt. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna kunni að leynast forn grafreitur. Af hinum miklu görðum og öðrum mannvirkjum að dæma virðist þarna hafa verið fjölmenn byggð forðum. Hún teygir sig alla leið yfir í Óbrennishólma, rúmlega 1.0 km í norðvestri.
Gengið var eftir Kirkjustíg inn í Kirkjulág, þar sem tóftir hinnar fornu kirkju Krýsvíkinga stendur. Umleikis hana er bogadreginn garður og skálatóft vestan hennar. Norðan hennar er einnig bogadreginn garður. Vestan hans liggur Brúnavörðustígurinn til suðvesturs í gegnum hraunið, í átt að Brúnavörðunum, tveimur vörðum við sjónarrönd.
Gengið var um gróninga til norðurs og var þá komið að fornaldarskála, sem hraunið er rann 1151 hafði hlíft að öllu leyti. Grjótið í hleðslum er í bland sjávargrjót og holtagrjót. Þegar staðið er við skálann má vel sjá hvernig hin grunna vík (krys) hefur legið inn í landið neðan við tóftirnar, en hraunið síðan fyllt. Norðan skálatóftarinnar er önnur slík, nema hvað hraunið hafði runnið upp að henni og brennt svo veggir og þak féllu niður.
Skálatóft við Húshólma

Í gólfi tóftarinnar má þó enn sjá stoðholuförin eftir helming burðargrindarinnar. Þykktin á hrauninu í tóftinni er um 0.80 m. Umleikis eru hraunmyndanir er gætu einnig verið eftir slíkar brunahamfarir.
Ef allt væri með felldu á þessu svæði hefði bæði Þjóðminjasafnið og Fornleifavernd ríkisins gengið erinda tillögu Grindavíkurbæjar um staðbundna rannsókn á svæðinu. Líklegt er að sú rannsókn gæti gefið til kynna hvaða fólk hefði búið þarna og hvenær. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan gæti og haft einhver áhrif á hina staðlaða upplýsingu Íslandssögunnar. (Kannski að vandinn liggi í því).

Ef tekið er mið af kvöðum Orkneyjabúa og Hjaleyinga um upphaf fornleifarannsókna, frágang og aðgengi almennings að slíkum stöðum er ólíku saman að jafna. Þar utan er gert ráð fyrir því í upphafi rannsókna að svæðin verði gerð aðgengileg almenningi með tilhlýtandi upplýsingum um niðurstöður o.fl. Hér á landi þarf að koma bæði hugarfarsbreytingu og öðrum verulegum breytingum hvað þetta varðar. Segja má að menntamálayfirvöld hafi sofið hér um langan tíma að feigðarósi. Gagnmerkra hugarfarsbreytinga er þörf í þessum efnum.
Forn tóft í ÓbrennishólmaGengið var til vesturs eftir Brúnavörðustíg. Þegar helluhraunshlutanum sleppti tók við úfið apalhraun. Stígurinn lá þó áfram inn í úfningana, handhunninn. Þarna voru að verki sonur Krýsuvíkur-Gvendar og fl. á árunum 1850-1870. Þeir fóru á milli Krýsuvíkur og Selatanga og þurftu greiðfæra götu. Ekki náðist þí að fullklára stíginn því hlutai af millikaflanum er enn ófrágengur. Hins vegar má með sanni segja að sá hluti stígsins, sem unninn hefur verið, hefur verið mikið þarfaverk – og nýtist fótgangandi enn þann dag í dag.
Þegar komið var að Brúnavörðunum, sem eru mið í Krýsuvíkur-Mælifell er blasir við víðast hvar úr Ögmundarhrauni og er reyndar helsta kennileiti vegfarenda um það, var haldið niðru fyrir hraunkantinn og síðan stígur á sléttu helluhrauni fetaður með honum til norðvesturs. Gatnamót götu að Miðrekum urðu á leiðinni, en skammt norðvestan hennar var vent til hægri inn í apalhraunið – eftir greiðfærum stíg inn í Óbrennishólma. Um tiltölulega stutt haft var að ræða. Óbrennishólmi er. líkt og Húshólmi, gróið hæðardrag í eldra hrauni, sem Ögmundarhraun hefur ekki náð að eyða. Efst á fremstu brún eru leifar mikillar fjárborgar eða virkis. Hið síðarnefnda er líklegra því borgin hefur staðið fremst ofan við sjávarbrúnina og verið nægilega stórt til að þar hafi íbúarnir getað varist ef óvini bar að höndum.
AForn garður í Óbrennishólmaustan við borgina, rétt utan við háan hraunkant, er gróin tóft, líklega af húsi. Svo til beint í norður af henni, fast við hraunkantinn ofanverðan, eru garðar, sem hraunið (frá 1151) stöðvaðist við. Líklega er hér um að ræða hluta af hinum miklu görðum, sem þarna voru. Skv. rannsóknum, sem gerðar hafa verið á garði í Húshólma benda niðurstöður til þess að mannvirkin hafi verið gerð áður en landnámsöskulagið lagðist þarna yfir.
Hvönn er farin að festa rætur í hólmunum.
Haldið var upp með háum hraunkanti og stefnan tekin á Mælifell. Í leiðinni kom í ljós hlaðið hringlaga gerði, en það hefur verið gert úr hraungrýtinu eftir að hraunið rann. Með því að feta hraunið í rólegheitum upp að vegi var fátt til trafala. Þegar upp fyrir þjóðveginn var komið var gengið eftir Ögmundarstíg til austurs, að upphafsreit.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 24 mín. Gengnir voru 11 km.

Stoðhola

 

Húshólmi

Í tilefni af útgáfu á Húshólmaritinu bauð Ferðamálafélag Grindavíkur áhugasömum íbúum Grindavíkur og öðrum landsmönnum í Húshólmagöngu laugardaginn 23. júlí s.l. (2005). Áhugasamir mættu annaðhvort við bæjarskrifstofuna (við verslunarmiðstöðina) í Grindavík kl. 13:00 og þáðu rútuferð á staðinn í boði Ferðamálafélags Grindavíkur eða mættu á Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mælifelli kl 13:30.

Húshólmi

Húshólmi.

Ekið var að og gengið niður í Húshólma undir leiðsögn og hinar fornu minjar skoðaðar. Gangan, sem varði í 3 klst og 33 mín (fram og til baka), var róleg og tiltölulega auðveld. Fólk var hvatt til að taka með sér nesti og búa sig eftir veðri. Því var lofað að ferðin myndi verða eftirminnileg. Léttleikinn var í fyrirrúmi og fornmaður einn, sem lokaðist inni í Húshólmanum þegar Ögmundarhraun brann árið 1151, var á vappi í rústunum. Hann lýsti aðstæðum fyrrum sem og þegar hraunið rann og bað um skilaboð til fólks, sem vildi sækja Húshólma heim.
Gengið var suður gamlan stíg um Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Stígur þessi hefur ekki verið genginn lengi, en nú ruddi hópur brautryðjenda slóðina að nýju svo hún var greinilegri en áður. Nú ætti að vera tiltölulega auðvelt að fylgja henni frá þjóðveginum niður í Húshólma.
Gatan liggur um tiltölulega slétt hraun, milli úfinna apalhrauna. Fara þarf yfir tvö stutt úfin hraunhöft á leiðinni.
Gengið var framhjá Mælifellsgrenjunum (miðsvæðis

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

á vinstri hönd), en við þau eru hlaðnar vörður og byrgi refaskyttna. Efri byrgin eru sérlega falleg og heilleg. Þau eru gegnt vörðu á hraunbrún í austri.
Skammt frá neðri grenjunum er fornt arnarhreiður á háum hraunhól á hægri hönd. Þegar komið var neður í hraunið sást vel hversu hátt hóllinn stendur og hreiðrið blasir við víðast hvar úr hrauninu. Græn gróðurtorfan er áberandi í annars gráu gamburmosahrauninu.

Þegar komið var niður fyrir neðra hraunhaftið tók við nokkuð slétt mosahraun. Þar þurfti að venda til austurs og ganga upp á apalhraunsbrúnina, en yfir hana liggur grófur stígur tiltölulega stutta vegarlengd. Þá er komið inn í efstu gróðurtorfu Húshólma. Hægt er að fylgja stíg áfram til austurs og síðan suðausturs inn í hólmann, en hann er þakin þykkum mosa og því ógreiðfær. Ótrúlega blómleg gróðurflóra hefur myndast í hólmanum á tiltölulega stuttum tíma. Hvönn er t.d. að festa þar rætur, mikið er um blágresi og brönugras.
Vesturbrún hólmans var fylgt til suðurs, að fjárborginni ofarlega í honum. Þar var lýst nýtingu og fjölda fjárborga á Reykjanesskaganum, fjárskjóla, selja og nýtingu þeirra fyrrum.

Húshólmi

Fornmaður í Húshólma.

Haldið var áfram til suðurs, að fornum garði, sem liggur til austurs undan hraunbrúninni og beygir síðan til suðurs og suðvesturs. Sunnan hans er annar garður er liggur í svipaða stefnu, innan megingarðsins. Þá var haldið inn í Ögmundarhraun eftir stíg til austurs uns komið var að nyrstu rústinni, þeirri sem er algerlaga hraunoprin. Í henni miðri lá fornmaður.
Þegar byrjað var að velta við hraunhellum og sýna stoðholur í rústinni reis fornmaðurinn upp og rakti sögu staðarins, allt frá tímum hins heilaga Brendans og þeirra írsku munka er þarna reyndu að festa rætur við fagra vík, þeirra er fundu brunninn heilaga (Saint Kylda), og er síðar komu, en héldu saltan þótt hann skilaði fersku vatni á fjöru (afsakið, en tungumálið hefur breyst nokkuð frá því sem var). Þá lýsti hann og ófriði þeirra norsku manna, er síðar komu, á hendur þeim. Þar hafi fremstur í flokki verið Ingálvur nokkur er vanfeðraður var og bjó við Reykjavík í norðri. Annar norskur maður, Molda-Gnúpur og hans hyski, hafi haft ófrið við þá í vestri, og síðan bættist enn annar, Suðureyjamaður og enn verri, við í austri, Þórir er kenndur var við hið versta, haustið.

Húshólmi

Gengið um Húshólma.

Fornmaðurinn lýsti staðháttum við hina grunnu vík, er kennd var við logg og nefnd var Krýsa; fiskur nægur útifyrir og fugl í fjöru, fé á landi og friður með mönnum, í fyrstu. Þegar um átta hundruð árum og sjö tygum betur eftir fæðingu Kristus, hafi ásýnd með mönnum breyst þá er hinir heiðnu Norvegsmenn komu með ófriði. Ari, sá er kenndur var við fróðleik, hafi tekið bækur heimamanna, þótt norskir hafi ekki kunnað lestur á latínu, og breytt forskrift sögunnar í sinni lýsingu þá er gjörð var fyrir valdið. Minjarnar í Húshólma og í hrauninu er brann ætti hins vegar að segja hina réttu sögu ef vel væri lesið.

Þá er eldar komu upp efra og himininn brann flúði fólkið við víkina Krýsu (grunn skora) hvert sem betur gat, ýmist til austurs eða á skip, en til vesturs, út í óvissuna þorði það ei, þar sem fyrir voru afkomendur Moldans-Gnúps, þess er hamaðist sem mannýgt naut.
HúshólmiSjálfur hafi hann ákveðið að verða um kyrrt og skylja hvorki við sig bústað né brynju (sverð). Þá vörn vildi hann öngvum manni eftir gjöva. Þess vegna væri hann enn á vappi í rústum þeim, er sögðu hefðu að segja.
Bað fornmaðurinn fólk fara með friði, hvatti það til að koma aftur til að vita hins forna staðar og lagðist til hvílu í hinni fornu rúst.
Fornmaðurinn var leikinn af Erlingi Kristjánssyni, en næstur tók til máls bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, sem leikinn var af honum sjálfum.
Ólafur Örn þakkaði þátttakendum áhugann, benti á Húshólmarit Ferðamálafélagsins og kvað það viðleitni til að vekja athygli fólks á hinum merku minjum, sem umdæmi Grindavíkur hefur að geyma.

Húshólmi

Húshólmavarðan.

Bæjarstjórn sagðist hafa haft áhuga á að láta rannsaka rústirnar við Húshólma, en fengið dræmar undirtektir Fornleifaverndar ríksins, hingað til að minnsta kosti. Þar gæti vonandi orðið breyting á. Hvatti hann göngufólk til að nýta sér hinar sögulegu minjar, sem Grindavík hefur upp á að bjóða, sem sumar hverjar þykja einstakar, jafnvel á heimsvísu.
Gengið var um Kirkjulág, lýst var hinum einstöku minjum, bæði görðum og híbýlum. Kirkjurústinni var gefinn sérstakur gaumur.
Þá var gengið um Kirkjustíg yfir á Kirkjuflöt og garðurinn og hinn meinti grafreitur, sporöskjulaga, skoðaður.
Loks var gengið upp Húshólma og upp á Húshólmastíg, sem fetaður var til austurs yfir Ögmundarhraun.

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

Þegar gengið var um efri hluta hólmans kom vel í ljós árangur uppgræðslunnar, sem FERLIRsfélagar höfðu tekið þátt í með fulltrúa Landgræðslunnar fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Grænni slykju sló nú á moldarbörðin. Áætluð er önnur landgræðsluferð niður í Húshólma einhverja kvöldstundina fljótlega. Áhugasamir geta skráð sig á ferlir@ferlir.is.
Þá geta og þeir, sem áhuga hafa á gagnmerkri leiðsögn um Grindavíkurumdæmi, sent inn óskir þess efnis á sama netfang; ferlir@ferlir.is.
FERLIR vill þakka Ferðamálafélgi Grindavíkur, þátttakendum, bæjarstóranum sem og “fornmanninum” fyrir þeirra framlag til að gera þessa ferð eftirminnilega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín, sem fyrr sagði.

Húshólmi

Bæklingur Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma.

 

Húshólmi

FERLIR hefur átt ágætt samstarf við Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu í Húshólma. Eins og mörgum er kunnugt hafði orðið mikil jarðvegseyðing í hólmanum, sem nú hefur tekist að stöðva. Landhelgisgæslan flaug með fræ og áburð inn á svæðið á síðastliðnu ári (2005) og markmiðið var fara eina umferð um hólmann á því ári og síðan að ljúka dreifingunni nú í sumar (2006).
Húshólmi

Nú var ætlunin að fara lokaferð í Húshólma og klára það sem eftir er. Mæting var undir Mælifelli þar sem haldið var um slóða niður að Húshólmastíg. Allar hjálpendur voru velkomnar.
Þegar afrakstur liðins árs var skoðaður kom í ljós annars vegar mjög góður árangur og hins vegar árangursleysi. Fyrri áburðar- og frædreifingin hafði heppnast vonum framar. Gott gras hafði myndast í rofsvæðum og myndað gott skjól fyrir annan gróður, auk þess sem það bindur raka í jarðveginum. Mófuglar, s.s. lóa og músarrindill, höfðu verpt í nýorðnu skjólinu. Geldingarhnappur, holurt, blóðberg og lambagras, og jafnvel einir, döfnuðu af áburðargjöfinni sem aldrei fyrr. Þarna mun grasið innan skamms tíma mynda sinu, sem aðrar “heimjurtir” munu nýta sér og svæðið mun smám saman gróa upp. Að ca. fjórum árum liðnum væri ágætt að gefa því svolítinn áburð yfir allt og þá mun heimagróðurinn ná yfirhöndinni.
Seinni áburðar- og frædreifingin hafði hins vegar misheppnast að mestu. Sjá mátti einstaka grasstúfa upp úr, en þeir væru varla tilefni frekari útbreiðslu. Ástæðan mun líklega vera sú að ofanvert svæðið var of seint sáð. Fræin hafa ekki náð að festa sig nægilega vel í sessi og frostlyftingin því átt auðvelt með að rífa þau upp og eyða.

Húshólmi

Orkunni var beint að efra svæðinu að þessu sinni. Áburði var dreift yfir gróið svæðið, auk þess sem fræjum var sáð í gloppur. Ætlunin er að fara aðra ferð í Húshólma innan skamms og þá dreifa fræjum og áburði aftur yfir neðra svæðið.
Engin ástæða er til að óttast að frædreifingin geti haft áhrif á fornar minjar í Húshólma, enda eru þær að mestu leyti vestan og utan við hólmann sjálfan.
Tíminn þessa kvöldstund, að dreifingu lokinni, var notaður til að skoða minjasvæðið í og við Húshólma. Þegar hin heillega skálatóft næst nyrst ofan við Kirkjulág var gaumgæfð kom í ljós ferköntuð vegghleðsla. Þessi hleðsla hefur væntanlega gert það að verkum að hraunið, sem rann 1151, náði ekki skálanum. Það hefur hins vegar náð að eyða nyrsta skálanum, en veggur þessi hefur haldið hlífiskyldi yfir þeirri neðri. Holtagrjótið sést vel í hleðslunni.
Þegar Kirkjuflötin var skoðuð þetta lengsta kvöld (lengsti dagur reyndar) ársins sást gerðið innan garðs mjög vel í kvöldsólinni. Hlaðinn garður, nær jarðlægur, liggur sunnan þess, þvert á bogadreginn langgarð, þó innan megingarðsins, sem er skammt austar og norðar. Hvað þetta gerði hefur haft að geyma er enn hulin ráðgáta. Gerðið hefur að mestu verið gert úr torfi.

Stoðhola

Gat hafði myndast í jörðina nyrst í Húshólma. Eftir að nokkrir steinar höfðu verið fjarlægðir kom í ljós grunn hraunrás. Hún er í hrauni, sem runnið hefur áður en hraunið 1151 rann. Umhverfis má víða sjá slík göt, niður í grunnar og stuttar rásir.
Í kvöldsólinni mátti sjá tóft norðvestan við hlaðinn stekk nyrst í hólmanum. Ekki er óraunhæft að ætla að þarna kunni að leynast forn seltóft.
Frábært veður; lyngt, hlýtt og bjart í frábæru umhverfi með fuglasöng á báðar hendur. Villtur ameríkani, með myndavél framan á bumbunni, birtist skyndilega í hólmanum undir það síðasta. Í fyrstu var talið það þarna væri álfur á ferð, en þegar hann tjáði sig á útlensku hvarf sú birtingarmynd skyndilega. Maðurinn, greinilega einn af hinum síðustu varnarliðsmönnum af Vellinum, Levisgallabuxnaklæddur og í Nikestrigaskóm, gaut sitthvoru auganu samtímis til austurs og vesturs og spurði án þess að hugsa hvort “puffins” væri þarna einhvers staðar nálægur. Honum var bæði bent til suðurs og til vinstri. Maðurinn var ánægður með svarið og hvarf að því búnu niður í Hólmasundið. But what a heck – in this time of the year. Og það einn af þeim, sem var að hverfa hvort sem er.

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

 

/https://ferlir.is/husholmi-sagan/

Húshólmi

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1972 er umfjöllun með yfirskriftinni “Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?” þar sem nokkrir valdir einstaklingar eru spurðir svara:

“Enga íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auðvelt að iðka og gönguferðir — og þær eru sannarlega ekki síður skemmtilegar að vetri en sumri. Til þeirra þarf engan útbúnað annan en hlý föt og góða skó en hollustan af þeim er ómæld. Læknar hafa um árabil hvatt menn til gönguferða, ekki einungis vegna þess, að þær eru hollar líkamanum í heild, heldur og vinna þær gegn hjartasjúkdómum, sem eru eins og allir vita, einn tíðasti sjúkdómur meðal siðmenntaðra þjóða.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Margir hafa svo sem stundað gönguferðir án þess til þyrfti hvatningarorð lækna en enginn vafi er, að þær hafa orðið almennari á síðari árum eftir að fólk fór almennt að gera sér ljóst hvílíkir vágestir kransæðastífla og aðrir hjartakvillar er. Þannig hafa fjölmargir kynnzt umhverfi sínu á nýjan hátt, séð staði, sem voru þeim áður ókunnir og einnig séð gamalkunna staði nýjum augum.
Til gamans höfðum, við samband við nokkra menn og konur á höfuðborgarsvæðinu og báðum þau að segja okkur í fáum orðum, hvert þau mundu helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi, þegar þau ættu frí frá amstri og erfiði hversdagsins.

Hlíðar Heiðmerkur (Jónas Haralz, bankastjóri)
Jónas HaraldzVið sem búum í Reykjavík og nágrenni höfum þá einstöku aðstöðu að finna fagurt, tilkomumikið og marg breytilegt landslag eftir 10—15 mínútna akstursleið — og jafnvel- enn nœr bústöðum okkar. Þarna getum við verið algerlega út af fyrir okkur — er víða sem sjaldnast sést nokkur maður á vetrardegi. Við hjónin notum okkur þetta oft og eftirlætisstaður okkar er með hlíðunum í Heiðmerkurlandinu.

Á Helgafell eða fjörur (Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri)
Það er vandi að velja á milli, því að margir skemmtilegir staðir eru í nágrenni Reykjavíkur og óþarfi að aka langt burt úr bænum til að finna fallegar gönguleiðir. Til dæmis er einkar gaman að ganga fyrir sunnan Heiðmörkina og Hafnarfjörð og minnist ég þá sérstaklega skemmtilegrar leiðar, sem Eysteinn Jónsson lýsti fyrir nokkrum áratugum, það er göngu ferð á Helgafell. Ég gekk einu sinni eftir hans fyrirsögn og er viss um að sú leið svíkur engan.
Halldóra Thoroddsen
Skemmtilegast finnst mér þó að ganga með sjó fram og þá er ekki langt að aka suður í Krýsuvík eða Grindavík — nú — svo standa fjörurnar á Stokkseyri og Eyrarbakka alltaf fyrir sínu. Þessum gönguferðum fylgir sá kostur, að maður þarf ekki að kjaga upp eða niður brekkur. Helzt mundi ég þó kjósa á góðviðrissunnudegi að setjastá hestbak og ríða inn með Esjunni og upp að Tröllafossi — það er mátuleg sunnudagsferð fyrir mann og hest.

Kaldársel (Gísli Sigurðsson, varðstjóri)
Ég hef haft þann sið frá þvi fyrir 1930 að ganga um nágrennið og upp úr 1950 fór ég að safna örnefnum hér í kring og hef verið að ganga á þessa staði. Það er því um margt að velja. Úr Reykjavík er til dæmis gott að ganga upp að Elliðavatni og Vatnsendavatni og þar um kring, m.a. i Heiðmörkinni. Svo ég tali nú ekki um að bregða sér í fjöllin í Mosfellssveitinni, þar er indælt að vera og horfa yfir sundin, eyjarnar og nesin.
Gísli SigurðssonÚr Garðahreppi er einfaldast að fara beint inn hjá Vífilsstöðum, inn á hálsana, inn með Vífilsstaðahlíð, inn í Grunnuvötn og inn á Hjalla.
Úr Kópavogi er sjálfsagt að ganga inn úr byggðinni, upp og umhverfis Vatnsenda hæð, inn í Selás, inn fyrir Geitháls, — ég tala nú ekki um að fara inn á Sandskeiðið og þar í kring.
Við Hafnfirðingar eigum ekki langt að fara, getum gengið umhverfis bæinn, um Urðarfosshraunið, Setbergshlíðina inn að Kaldárseli og kringum Helgafell, suður um Ásfjall og þar um kring. Þetta eru svona tveggja til þriggja tíma leiðir, sem er gott að ganga eftir hádegi. Þarna er víða ónumið land, sem er indælt til hvíldar og gönguferða. Mér finnst ekkert taka þeim fram.

Gamla Krýsuvík (Björn Steffensen, endurskoðandi)
Björn SteffesenFerðinni er heitið í Húshólma til þess að skoða tóftir „Gömlu Krýsuvíkur”: Ekið er sem leið liggur suður Reykjanesbraut þar til komið er suður fyrir Hvaleyrarholt að beygt er til vinstri, á Krýsuvíkurveg. Ekið um Kapelluhraun og austur jaðar Almennings, yfir Vatnsskarð að Kleifarvatni. Haldið áfram suður með vatninu; farið fram hjá hverasvæðinu við Ketilstíg og áfram fram hjá Grænavatni. Tæpum 1 kílómetra sunnar eru, til hægri handar, vegamót Grindavíkurvegar. Er ekið eftir honum gegjnum túnið í Krýsuvík og áfram, um 4 kilómetra í vestur, þá er komið að austurjaðri Ögmundarhrauns. Þá er Mælifell á hægri hönd.
Hér hefst gönguferðin og er þá fyrst farið niður með jaðri hraunsins. Auðvelt er að aka jeppa niður með hrauninu, en við förum þetta gangandi.
Þegar gengið hefur verið um 2 kílómetra niður með hraunjaðrinum verða fyrir tvö vörðubrot á hraunbrúninni. Hér liggur stígur upp á hraunið. Er þessum stíg fylgt yfir að hraunrima, sem er sem næst 1/2 kílómetri á breidd og er þá komið í Húshólma.
Húshólmi er gróin spilda, nokkrir tugir hektara að stærð, umlukt apalhrauni, nema við sjó er dálítil fjara.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Haldið er vestur yfir Húshólmann og stefnt dálítið ská hallt í átt til sjávar. Þegar komið er að hraunbrúninni vestan við gróðurspilduna er stefna tekin suður með hrauninu unz fyrir verður gróið túngarðsbrot, sem liggur skáhallt út undan hrauninu. Er þetta brot af túngarði „Gömlu Krýsuvíkur”. Sunnan við túngarðsbrotið er gengið upp á hraunið og verða þá fyrir tóftirnar af húsum „Gömlu Krýsuvíkur”.
Hér gefur á að líta tóftir af bæjarhósum, sem hraun (Ögmundarhraun) hefur runnið allt í kringum og að nokkru yfir. Ég held að hvergi á Íslandi sé hægt að sjá þessu líkt, nema ef vera kynni í Reykjahlíð við Mývatn. Talið er að Ögmundarhraun hafi runnið um miðja 14. öld.
Munnmæli herma að hér hafi Krýsuvík upphaflega verið. Þetta mun að vísu aðeins vera tilgáta til að skýra nafn bœjarins, sem eftir hraunflóðið á að hafa verið fluttur á þann stað, þar sem hann nú er, um 4 kílómetra frá sjó og engin vík í landi jarðarinnar. Krýsuvík er nú í eyði, bæjarhús fallin, en lítil timburkirkja stendur.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Orð fer af því hve nágrenni Reykjavíkur sé hrjóstrugt. Þar á móti kemur að kannski er hvergi á Íslandi jafn fjölbreytt náttúra. Auk þess eru hér á næstu grösum margvíslegar minjar frá liðnum öldum, sem gaman er að kynnast, svo sem seljatóftirnar í hrauntungunni milli Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sunnan Kapelluhrauns (Almenningur), festarjárnin digru á Básendum, sjóbúðatóftirnar og fiskbyrgin á Selatöngum, og fallegar fjárborgir á víð og dreif, svo að nokkuð sé nefnt. Er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga ráð á bíl og eru rólfærir, að gefa þessu gaum.

Hlíðar Esjunnar (Áki Jakobsson, lögfræðingur)
Áki JakobssonÍ haust sem leið var tíðin rysjótt og fá tækifæri gáfust til þess að fara í gönguferð í þurru veðri.
Sunnudag einn hringdi til mín kunningi minn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr. Ég játaði því með þökkum og fór í gönguskó og svo lögðum við af stað. Við ókum upp að Stardal og lögðum bílnum þar en lögðum land undir fót. Gengum við svo til vesturs frá Stardal meðfram undirhlíðum Esjunnar. Síðan sveigðum við til norðurs og stefndum að Móskarðshnúkum. Leiðin lá yfir allvíðlend an mýrarslakka, sem grafinn hefur verið í sundur með skurðum, sem virðist vera orðin árátta, þó að ekki eigi að fullrækta. Á leiðinni yfir mýrina, sem var mjög blaut eftir rigningarnar í sumar, og því ekki beint þægileg til göngu, rákumst við á mink, sem faldi sig i skurði. Þegar hann varð var mannaferða tók hann til fótanna og hafði sýnilega engan áhuga á að kynnast okkur frekar. Við veittum honum nokkra athygli og virtist augljóst, að þarna væri um hlaupagikk að ræða, nýsloppinn út, enda er þarna skammt frá eitt af hinum nýju minkabúum, sem stofnuð voru eftir að minkabannið var afnumið illu heilli. Við vorum ekki í neinum minkaveiðihugleiðingum og kvöddum hann því og héldum leið okkar. Stefndum við nú á vestasta Móskarðshnúkinn. Veður var bjart þessa stundina, þó ekki sól, en líparitið í hnúkunum gerði þetta að sólskinslandslagi og fjallasýnin var heillandi.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Stefndum við nú upp til fjallanna og ekki leið á löngu þar til við komum upp á veginn úr Kjósinni, sem liggur um Svínaskarð. Fylgdum við nú veginum til vesturs, þar til hann sveigir til suðurs við vestasta hnúkinn. Þá fórum við af veginum og stefndum upp á leið, upp á mjög einkennilega klettaborg, sem stendur upp úr skriðunum neðanvert í fjallinu. Nú gerði á okkur skyndilega rigningu og er ekki að orðlengja það, að við urðum holdvotir á nokkrum mínútum. Við létum þetta þó ekki aftra okkur og héldum áfram. Eg er nú ekki orðinn mikill fjallgöngumaður, en upp á klettaborgina komst ég þó. Þá bregður svo við, að það er eins og risahönd sópi burt rigningarskýjunum og við fáum sólskin. Við fengum alveg stórkostlega útsýn, einkum til Esjunnar, en þar blasir við auganu hæsti tindur hennar. Þessi fjallasýn var svo heillandi, að mér fannst við í henni einni fá ríkuleg laun fyrir erfiði okkar. Því hefur ekki einhver af málurum okkar sett þetta stórkostlega „motiv” á léreft, varð mér á að hugsa. Það get ur nú verið að það hafi verið gert, þó að ég hafi ekki séð þá mynd.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Sólskinið stóð ekki lengi. Þung rigningarský lögðust að á ný og aftur var komin hellirigning. Eftir þessa útsýn á hamraborgunum, gerði þetta að sól inni, fannst okkur ekki vera hægt að vænta nýrra ævintýra í þessari ferð og hröðuðum okkur nú niður og vildum komast úr rigningunni sem fyrst. Við fórum niður á veginn úr Kjósinni og fylgdum honum, en komum þá að girðingu, sem liggur meðfram veginum og beinir honum í aðra átt en við þurftum að komast.
Brugðum við nú á það ráð að fara yfir girðingu þessa, til þess að stytta okkur leið. En við höfðum ekki lengi gengið þegar við gengum fram á tvö heljarmikil naut. Við höfðum sem sagt lent í nautagirðingu. Við höfðum engan kjark til þess að fara að kljást við naut. Nautin höfðu ekki orðið vör við okkur, svo við læddumst til baka sömu leið og komum okkur út úr girðingunni. Við fórum svo krókinn af mestu þolinmæði og komum að bílnum aftur eftir röskra fjögurra tíma göngu. Við vor um að vísu holdvotir, en höfðum átt mjög skemmtilegan dag.

Yfir Sveifluháls (Bergþóra Sigurðardóttir, læknir)
Bergþóra SigurðardóttirSveifluháls eða Austurháls nefnist hæðardragið norðan Kleifarvatns og eru hæstu tindar hans tæpir 400 m á hæð. Er hann innan þess svæðis, sem Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og borgarráð leggja til að verði fólkvangur.
Reyndar kæmi sér vel fyrir okkur gönguglöð, að fá til fylgdar einhvern fótfúinn, sem sætti sig við að aka okkur í átt að Djúpavatni og biða okkar síðan í Krýsuvík. Gætum við þá gengið þvert yfir hálsinn, sem er þarna um 2,5 km á breidd. En ekkert er á móti því að ganga í hring og koma niður sömu megin. Við ókum Krýsuvíkurveg í átt að Kleifarvatni, en beygjum til hægri áður en við komum í Vatnsskarð, þar sem heitir Móhálsaleið. Ruðningsvegur liggur yfir hraunið með nyrðri hlíð Sveifluháls í átt að Djúpavatni. Þar er silungsveiði og snoturt veiðihús stendur við vatnið. Yfirgefum við farartækin, þar sem vegurinn sveigir að Djúpavatni.
Sveifluháls er móbergshryggur, sem hlaðizt hefur upp í sprungustefnu (SV—NA) á siðasta jökulskeiði. Hann er því lítið rofinn og landslag tilbreytingaríkt. Aðallitir landsins þarna eru rauðbrúnn litur móbergsins og grámi gamburmosans. Göngum við suður og upp á við yfir urð og grjót. Í maí sjást þarna í mosa og móabörðum bleikar breiður sem minna fákunnandi á lambagras, en þarna skartar vetrarblómið sínum fegursta skrúða. Er upp á hálsinn er komið er fallegt að sjá til norðurs yfir hraunið og Djúpavatn, en handan þess Grænadyngja og Trölladyngja. Í suðaustri sjást gufustrókar frá hverum milli Hatts og Hettu, en það eru hæstu hnúkarnir á hálsinum í suðri.

Grænavatn

Grænavatn.

Á miðjum hálsinum er tjörn, sem Arnarvatn nefnist. Við göngum vestan hennar í sendnu fjöruborðinu, en reiðvegurinn til Krýsuvíkur liggur austan megin. Móbergskambur skýlir okkur á aðra hönd, en handan hans tekur við flatlent mýrlendi og norðaustan þess gnæfir Arnarnípa 340 m á hæð. Er yfir mýrina kemur tekur við holt, en síðan fer að halla undan fæti og við sjáum suður á sjálft Atlantshafið. Lítið fell, Arnarfell, sunnan Krýsuvíkur er fallegt til að sjá. Við sjáum að Grænavatn er réttnefni, en það glitrar eins og smaragður séð frá hálsinum.
Við fikrum okkur svo niður gilið að hverasvæðinu, þar sem hitaveita Hafnarfjarðar hefur um árabil bullað út í loftið.
Þar sem Grænavatn var svona fallegt til að sjá, hyllumst við til að skoða það nánar. Er það rétt sunnan við akveginn. Grænavatn er dýpsti sprengigígur á landinu, 44 m á dýpt og á barmi þess getum við fundið hnyðlinga úr gabbró. Gestastaðavatn, vestan vegarins er einnig í gömlum sprengigíg, en aðeins 2,6 m á dýpt. Enn sunnar eru tvær smátjarnir eru Augu nefnast og myndaðar á sama máta. Liggur veg urinn milli Augnanna og ljúkum við þar göngu okkar.”

Heimild:
-Morgunblaðið-sunnudagsblað 26.11.1972, Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?, bls. 36-37.

Arnarfell

Arnarfell.

Húshólmi

“Nokkuð hefur verið skrifað um Húshólma og þær hamfarir sem þar dundu yfir þegar Ögmundarhraun brann, sem sá er þetta ritar telur að hafi gerst um miðja 16. öld samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má í sögu þjóðarinnar og þá ekki síst í ferðabókum Eggerts og Bjarna og fleiri góðra manna frá nefndu tímabili. Ennfremur má benda á bráðsnjalla grein eftir dr. fil. Sveinbjörn Rafnsson. Finnst mér og eðlilegt að birta hér onjrétta grein eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi, ekki síst vegna þess að hún er það elsta sem skráð hefur verið um þær hamfarir náttúrunnar, sem þá gengu yfir nefnt landsvæði, og elsta lýsing á þeim skemmdúm, sem þá urðu í Krýsuvíkurlandi vegna þeirra hamfara.
husholmi-221Árið 1903 sendi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi frá sér ítarlega greinargerð á vegum Fornleifafélagsins, þar á meðal fyrstu lýsingu á viðhorfum til Húshólma eftir þær miklu hamfarir er þar riðu yfir við eldgos. Hann segir: „Krýsuvík hefir til forna staðið niður undir sjó fyrir vestari endann á Krýsuvíkurbergi. Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefði dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist, er hann var fluttur. Hraunfióð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir þaðsig um allt undirlendið vestur að ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austan til í hrauninu. Heitir hinn vestri Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austan til niður undan múla þeim í hálsunum, sem Núphlíð heitir. Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niðri við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum.
obrennisholmi-221Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undan hraunjaðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið hiðúr frá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins, sem nú var getið. Annar garður kemur undan hraunjaðrinum nokkru neðar en hinn og stefhir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrra garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðar taldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. Er þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er hér eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði. Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjaðrinum. Liggur þriðji garður þar ofan frá neðra garðinum að neðra hraunjaðrinum og hverfur undir hann. Þannig sér hér á fjórar aðskildar girðingar, er allar hverfa að meira eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra hrauni byrgðar. Vestur úr útsuðurhorni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjaðra. Er hún eigi breiðari en svo að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, hvíslast hún í tvær lágar. Þær heita Kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá austri til vesturs, nál. 4 faðma löng og 2 faðmá breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið þil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 faðma frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endar hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir dyrum hennar, nálægt jafnstór henni og hggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjaðarinn að sunnanverðu. Vestanvið hana dýpkar lágin að mun, en er þar ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan hrunið. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 faðma, svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utan með þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lítur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 föðmum norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er husholmi-222bæjarrúst. Hefir hún verið þrískift. Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og eru dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið  allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 faðma löng og 1 faðma víð. Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nál. 2 faðma en nál. 5 faðmar á lengd. Hún er merkileg að því| að með báðum veggjum, eftir henni endilangri, eru 1 álnar breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið. Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kringum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.

Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að sú tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka. Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg ég að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fremri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi veríð tún þessara bæja, heldur annarra afbýla, sem þá eru hrauni hulin. Og hver veit, hve mörg býli kynnu að vera horfin þar.
Í Óbrennishólma sjást engar rústir, utan aflangur hringur, vel 5 faðmar í þvermál á hól einum, og er það án efa fjárborg. Og þar litlu vestar liggur langur og breiður garður þvert upp eftir. husholmi-223Slitinn er hann sundur sumstaðar nú, en eigi mun svo hafa verið í fyrstu. Á einum stað hverfur hann t.d. undir hraunsnef, en kemur undan því aftur hinum megin. Efst hverfur hann undir hraunsnef. Tilgangur garðs þessa er mér óljós, nema hann hafi verið landamerkjagarður miUi Krýsuvíkur og næstu jarðar fyrir vestan. Er það ekki vafamál, að á því mikla undirlendi, sem þar er hrauni þakið, hafa bæir verið, ef til vill eigi allfáir; Með hlíðinni vestanundir Krýsuvíkurhálsum hefir að öllum líkindum verið fögur bæjarröð. Austast er hlíðin hæst og myndar múla með klettabelti að ofan. Er þar upp af fjallshryggur, sem heitir Núphlíð. Er líklegt að bær hafi verið undir múlanum og heitið Núpur og hlíðin fyrir ofan Núpshhð, en síðan verið fellt úr, til að gera orðið mýkra í framburði. Og hver veit nema bærinn hafi heitið Núpshlíð (= Gnúpshlíð), og hafi Gnúpur Molda-Gnúpsson búið þar. Grindavík gat nefnilega ekki með réttu heitið vík, nema hún væri tahn frá Reykjanesi austur að Selatöngum að minnsta kosti. En þá hefði landnám Gnúps getað náð austur undir Núpshlíð. Um þetta veit enginn neitt, og er ekki til neins að fara lengra út í það.” – Ólafur Einarsson

Heimild:
-Dagblaðið – Vísir, Ólafur E. Einarsson, 4. september 1989, bls. 41.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Gengið var um Ögmundarstíg, sem reyndar Hlínarvegur hefur verið lagður yfir, framhjá Ögmundardys, niður með Latsfjalli og um stíg suðaustur inn í Ögmundarhraun, áleiðis að Óbrennishólma, en þangað var ferðinni heitið. Staldrað var við í Óbrennishólma, kíkt á garðinn, sem hraunið (1151) stöðvaðist við, óskilgreinda tóft og fjárborgina fornu.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Þá var haldið um stíg yfir hraunlænu yfir á annan forgengilegri að Brúnavörðum. Frá þeim var stefnan tekin að Húshólma. Að hluta til er sá stígur flóraður eftir handrbragð sonar Krýsuvíkur-Gvendar o.fl. frá því um miðja 19. öld. Minjarnar í Húshólma; Kirkjulág, Kirkjuflöt og víðar voru skoðaðar og ályktaðaðar. Þá voru hinir fornu garðar í hólmanum skoðaðir. Að endiningu var stígurinn ofan við ströndina fetaður austur fyrir hraunkantinn og þaðan gengið að upphafsstað.
Í þjóðsögunni um Ögmundarstíg, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi tók saman um aldarmótin 1900 segir m.a.:
“Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fól sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á. Það heitir síðan Óbrennishólmi er hann var.

Húshólmi

Fjárborg í Húshólma.

Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn. En nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.
Ögmundur var berserkur. Er hann sagður hafa lagt veginn yfir hraunið en verið drepinn að verki loknu. Grjóthrúga er þar við götuna sem kallað er leiði Ögmundar. Vegurinn gegnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór hraunstykki en víða þrepóttur í botninn sem hin gamla staka segir:

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.”
Stefnan var tekin á Ögmundarstíg í Ögmundarhrauni. Ætlunin var að skoða dys Ögmundar og halda síðan um Ögmundarhraun. Gamla gatan sést grópuð í harða hraunhelluna skammt austan hraunkantsins. Þá er Ögmundarstígur hinn forni nú einungis greinilegur á stuttum kafla við austurjaðar hraunsins. Hann liggur þar í vinkilbeygju og er dysin í beygjunni. Miðja vegu á Hlínarvegi má, ef vel er að gáð, sjá hinn gamla stíg grópaða í klöppina. Ofaníburður vegarins hefur fokið á brott og gamli stígurinn komið í ljós á nokkurra metra kafla. Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála, einn þeirra er tók þátt í lagningu Hlínarvegar, sagði reyndar í viðtali við FERLIR að þeir hefðu lagt veginn ofan á Ögmundarstíg og ef yfirborð hans væri fjarlægt mætti vel greina stíginn þar sem hann var víða svo djúpt grópaður í klöppina að gengið hafði verið niður úr henni. Þess vegna hafi framangreind vísa verið kveðin.

Húshólmi

Brúnavörðustígur.

Gengið var frá Ísólfsskálavegi til suðurs austan við Latfjall. Grábrúnn refur fylgdist með göngufólkinu, en hann hafði þó meiri áhuga á fílnum í fjallinu.
Gengið er yfir úfið mosahraun og inn á stíg er liggur áfram til suðausturs austan við Latstöglin. Þar er stutt hraunhaft, sem fara þarf yfir á stíg, og þá blasir Óbrennishólmi við. Gengið var til austurs norðan hólmans, að hinu forna garðlagi, sem þar er og hraunið hafði runnið að árið 1151.
Á hæð í sunnanverðum hólmanum er nokkuð stór fjárborg (8-9 m að innanmáli). Líklegra er þó að þarna hafi verið virki þeirra er fyrst námu land við hina fornu Krýsuvík. Enn sést vel móta fyrir hringnum. Erfitt er að mynda hringinn vegna afstöðu hans á hólnum, auk þess sem hann er orðinn að mestu jarðlægur. Skammt austan hennar, nær hraunkantinum, er önnur minni fjárborg. Einnig gæti þarna hafa verið um topphlaðið hús að ræða að forni fyrirmynd. Sunnan tóttarinnar er rétt eða gerði inni í hraunkraga. Hlaðið er framan við kragann, en þær hleðslur virðast vera nýrri en t.d. fjárborgirnar. Efst í hólmanum norðaustanverðum (fara þarf yfir mosahraun á kafla) er hlaðinn garður, sem hraunið hefur stöðvast við. Vel sést móta fyrir hleðslunum á nokkrum stöðum.
Garðurinn endar í króg skammt neðar. Þar gæti einnig hafa verið fjárbyrgi og að neðsta hleðslan sé hluti þess.
Vestan við stóru fjárborgina liggur gróinn og nokkuð jarðlægur garður undan hraunkantinum, upp með dragi og áfram upp í hólmann. Hér virðist vera um mjög fornan garð að ræða. Hann eyðist nokkru ofar, en þó má enn sjá móta fyrir honum ofan við miðjan hólmann, en þá hefur hann breytt lítillega um stefnu skammt, neðan við eldri hraunkant í miðjum hólmanum. Garðurinn virðist vera með samskonar lagi og garðarnir í Húshólma.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Ögmundarhraun, sem umlykur Óbrennishólma, kom úr gígaröðum austan í Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Það hefur runnið til suðurs á milli Latfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells – allt niður í sjó – og gjörbreytt ströndinni. Hefur hraunið runnið yfir bæ, eða bæi, og önnur mannvirki sem þarna voru. Óbrennishólmi og Húshólmi hafa þá væntanlega staðið hátt í landinu, en hraunið runnið með hlíðum og lægðum. Eldra hraunið inni í Óbrennishólma og Húshólma hefu runnið áður en Ögmundarhraun rann. Virðist það hafa komið úr gígaröð suðaustur af Krýsuvíkur-Mælifelli. Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði einn gíginn þar, einn þann merkilegasta hér á landi, en sá hefur nú að mestu verið eyðilagður vegna efnistöku.
Sagnir eru til um að á þessu svæði hafi verið blómleg byggð áður en Ögmundarhraun rann um 1150. Ströndin hafi verið lík og nú er á Selatöngum, neðan við Húshólma og við Skála. Þar hafi verið góð lending og kjörstaða, bæði til lands og sjávar.
Brynjúlfur lýsir Húshólma í grein er birtist í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1903: “Krýsuvík hefir til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi. Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefir dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist er hann var fluttur. Hraunflóð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir það sig um undirlendið vestur að Ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austantil í hrauninu. Heitir hinn vestari Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austantil niðurundir múla þeim í hálsinum, sem Núpshlíð heitir. Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niður við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum. Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undir hraunjarðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið niðurfrá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins, sem nú var getið.

Óbrennishólmi

Garðar í Óbrennishólma.

Annar garður kemur undan hraunjarðrinum nokkru neðar en hinn og stenfnir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrri garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðartaldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. En þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði.
Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjarðrinum. Liggur þriðji garðurinn þar ofan frá neðra garðinum og neðra hraunjarðrinum og hverfur undir hann. Þannig sér hér á 4 aðskilfar girðingar, er allar hverfa að meiru eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra býla hrauni byrgðar. Vestur úr útsuður horni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjarða. Er hún eigi breiðari en svo, að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, kvíslast hún í tvær lágar. Þær heita kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá sutri til vesturs, nál. 4 fðm. Löng og 2 fðm. Breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið bil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 fðm. Frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endan hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir fyrir dyrum hinnar, nálægt jafnstór henni og liggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjarðarinn að sunnanverðu.

Latfjall

Latfjall – gengið í Óbrennishólma.

Vestan við hana dýpkar lágin að mun, en þar er ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan er hrunin. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 fðm., svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utanmeð þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lútur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 fðm. Norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er bæjarrúst. Hefir hún verið þrískipt. Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og hefir dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 ½ fðm. Löng og 1 ½ fðm. víð. Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nfl. 2 ½ fðm., en nál. 5 fðm. á lengd. Hún er merkileg að því, aðmeð báðum veggjum, eftir henni endilangri, er 1 al. Breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið. Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kirngum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.
Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka. Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg eg að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fermri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi verið tún þessara bæja, heldur annara afbýla, sem þá eru hulin hrauni. Og hver veit hve mörg býli þar kunna að vera horfin?”

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Gengið var um stíg niður úr Óbrennishólma og Brúnunum síðan fylgt til suðausturs uns komið var að svonefndum Brúnavörðum. Þær eru tvær, mið af sjó, sennilega á Mælifell. Skammt ofan varðanna liggur handgerður stígur. Talið er að hann hafi verið gerður af syni Krýsuvíkur-Gvendar um miðja 19. öld ásamt nokkrum öðrum frá Krýsuvík. Þeir hafa byjað verkið við Kirkjulágar vestan við Húshólma og farið langleiðina að Brúnum, en þó ekki alla leið. Eitthvað hefur komið í veg fyrir að þeir kláruðu verkið. Stígurinn er fallega flóraður og greinilega vandað til verks. Líklegt má telja að þarna hafi átt að leggja stíg yfir á götuna undir Brúnunum og áfram yfir að Selatöngum, í stað stígs er stjórinn hafði tekið og lá rétt ofan við ströndina austan Húshólma, en hraunið þar er mjög erfitt yfirferðar.
Troðinn slóði liggur frá Brúnavörðum austur í hraunið og ef tekið er mið af vörðum og ummmerkjum má vel feta hann að stígsendanum. Á honum er gatan síðan greið í Húshólma.
Byrjað var á að skoða skálatóftirnar ofan við Kirkjulágar, síðan kirkjutóftina, garðana og mögulegan grafreit. Alls er um að ræða þrjár skálatóftir við Húshólma, auk kirkjutóftarinnar. Rifjuð var upp saga Húshólma jafnframt því sem reynt að gera sér í hugarlund hvernig umhorfs hafi verið þarna um það leiti er fólk settist þar að, við grunna vík – Krýsuvík, en krýsa er einmitt gamalt orð fyrir grunna skoru (í ask) eða vík.
Haldið var út úr hólmanum til austurs eftir strandstíg með útsýni yfir að Krýsuvíkurbjargi. Á leiðinni var rifjuð upp sagan af Tyrkjunum er komu þar að og héldu í átt að Krýsuvíkurkirkju, þar sem þeir mættu Eiríki galdrapresti frá Vogsósum og þar með örlögum sínum.
Í tölum talið var gangan tæpir 12 km. Gengið var í u.þ.b. þrjár klst, en leiðsögn og -lestur um svæðið tók nálægt tveimur klst.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Brynjúlfur Jónsson – Lýsing… (1902).
-Úr Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903 – Brynjúlfur Jónsson.

Húshólmi

Vegvísir Húshólma.

 

Húshólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Þar liggur gata niður í gegnum slétta hraunlænu milli úfinna apalhryggja, alveg niður í Húshólma. Tvö stutt höft eru á stígnum þar sem fara þarf í gegnum úfið hraun. Ætlunin var að skoða Mælifellsgrenin, grenjaskyttubyrgin, arnarhreiðrið í Ögmundarhrauni og garðlag, sem nýlega var komið auga á inni í Húshólma.

Mælifellsgreni

Skjól refaskyttu við Mælifellsgreni.

Ögmundarhraun er hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi. Það er vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun, en er þó af öðrum toga spunnið. Það nær vestur undir Ísólfsskála; Skollahraun, stundum nefnt Höfðahraun, því það rann úr gígnum Höfða (2000-3000 ára gamalt). Annað hraunlag rann úr Moshól þar skammt austar. Ögmundarhraun er runnið 1151 frá norðurhluta gígaraðar austan Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurbergs. Það er úfið á köflum, en þó má finna í því mjög aðgengilegar lænur, sem auðvelt er að fylgja um hraunið. Grámosinn (gamburmosinn) er ráðandi í hrauninu. Sumsstaðar er hann svo þykkur að það getur verið erfiðleikum háð fyrir óvana að ösla hann upp á leggi. Þess vegna koma hinir gömlu stígar í góðar þarfir.
Mælifellsgrenin eru á tveimur stöðum; efra og neðra. Við efri grenin er hlaðið byrgi fyrir refaskyttuna. Varða er skammt austan við grenin og önnur enn austar. Milli hennar og lítillar vörðu á austustu hraunbrúninni ofan við stórt gróið gerði í hraunkantinum er hálffallin varða. Gróinn stígur liggur frá brúninni yfir að grenjunum. Við neðri grenin eru fleiri byrgi, en minni. Þar er einnig áberandi varða. Grenin eru í nokkuð sléttu helluhrauni.
Haldið var áfram niður stíginn uns komið var að fornu arnarvarpi; Arnarþúfu. Hreiðrið, sem er gróið, stendur á háum ílöngum hraunhól. Frá því hefur verið gott útsýni yfir svo til allt hraunið milli Lats og Borgarhóls. A.m.k. fimm þekkt arnarvörp eru þekkt á Reykjanesi. Líklegt má telja að örninn leiti í þau á ný ef og þegar hann snýr aftur á Reykjanesskagann.

Arnarþúfa

Arnarþúfa á Arnarhól í Ögmundarhrauni.

Þegar komið var niður hraunbrúnirnar ofan við Húshólma virtist stígurinn hverfa framundan, en hann beygir í um 90° til austurs, yfir hraunhaft og inn í lítinn gróinn hólma ofan við Húshólma. Úr hinum liggur gróinn stígur inn í norðvestanverðan hólmann.
Kíkt var á garðana stóru í Húshólma og reynt að meta afstöðu þeirra hvort til annars. Þá var syðri garðinum fylgt til suðausturs. Út frá honum til austurs liggur garður í stóran sveig upp í hólmann. Gróðureyðingin í hólmanum hefur skemmt hann að hluta og svo virðist sem hún sæki enn freklegar að því sem eftir er.
Sjá má móta fyrir hleðslunum á nokkrum stöðum. Þá er hann enn gróinn á kafla. Garður þessi liggur í sveig upp í hólmann, til norðurs og beygir síðan til norðvesturs, að efri garðinum, sem þar kemur undan hrauninu að vestanverðu. Þarna er kominn garðurinn, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, dró á uppdrátt sinn og birti í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1901. Brynjúlfur dró garðinn syðst í gegnum þann syðri, en allt bendir til þess að garðurinn hafi einungis legið að honum. Þarna hefur verið að ræða nokkuð mikla hleðslu á kafla, þ.e. næst hinni gömlu strönd, en ofar hefur garðurinn að mestu verið úr torfi. Hann hverfur að hluta norðaustast í hólmanum þar sem gróðureyðingin er mest á milli gróðurtorfa og b

endir það einkum til þess að þar hafi garðurinn verið að langmestu leyti úr torfi.

Húshólmastígur

Gatan frá Mælifelli í Húshólma.

Nú loksins hefur skapast grundvöllur til að ljúka uppdráttardrögum af minjasvæðinu í og við Húshólma. Uppdrátturinn mun birtast í væntanlegum bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma, sögu hans og minjum.
Húshólminn var gaumgæfður enn frekar. Ljóst er að í honum kunna enn að leynast ófundnar minjar. Mikilvægt er að fara yfir hann vel og vandlega með tilliti til þessa. Vel á minnst; þjófurinn sem tók stunguskólfuna með sér úr hólmanum nú í vor losnar vonandi ekki við hikstann.
Mosahraunssvæðið norðvestan við Húshólma var skoðað. Stígur liggur inn í hringlaga slétt mosavaxið svæði, en óvíst er hvort eða til hvers það mun hafa verið notað. Upp frá því liggur gata norður í hraunið, áleiðis að fyrrnefndu götunni í gegnum slétt hraunið ofantil.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Ögmundarhraun er ekki gersneytt dýralífi þótt rollan hafi fært sig inn í afmarkað beitarhólf austan þess. Talsvert var af rjúpu í hrauninu og skolli var heldur ekki langt undan.
Gengið var upp hraunið vestan Húshólma með Krýsuvíkur-Mælifell í forgrunni. Kíkt var aftur á arnarhreiðrið forna og komið aftur við í neðri Mælifellsgrenjunum, svona til að kanna með hugsanleg afdrep grenjaskyttunnar. Þar við eru nokkrir reglulegir skútar og ekki er ólíklegt að þar hafi menn getað hvílst á með á yfirlegunni stóð.
Þegar gengið er um svæði sem að framan greinir og skoðaðir eru tilgreindir staðir er ekki laust við að viðkomandi fyllist stolti og ánægju yfir því að hafa vilja til og getu að komast þangað. Allt of margir eru því marki brenndir að sitja heima, reykja sínar sigarrettur, drekka sitt kaffi og hafa ekki dug í sér til að komast spönn frá rassi – nema kannski í bíl.
Á forleiðinni hafði Krýsuvíkurréttin undir sunnanverðu Bæjarfelli verið skoðuð, en í bakaleiðinni var komið við í Méltunnuklifi og Festarfjall barið augum frá Hraunssandi.

 

/https://ferlir.is/ogmundarhraun-brunavordur-stigur-husholmi-minjar/