Tag Archive for: Húshólmi

Húshólmi

“Krýsuvík hefir til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefir dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist er hann var fluttur. Hraunflóð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir það sig um undirlendið vestur að Ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austantil í hrauninu. Heitir hinn vestari Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austantil niðurundir múla þeim í hálsinum, sem Núpshlíð heitir.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niður við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum. Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undir hraunjarðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið niðurfrá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins, sem nú var getið.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar.

Annar garður kemur undan hraunjarðrinum nokkru neðar en hinn og stenfnir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrri garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðartaldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. En þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði. Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjarðrinum. Liggur þriðji garðurinn þar ofan frá neðra garðinum og neðra hraunjarðrinum og hverfur undir hann.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Þannig sér hér á 4 aðskildar girðingar, er allar hverfa að meiru eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra býla hrauni byrgðar. Vestur úr útsuður horni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjarða. Er hún eigi breiðari en svo, að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, kvíslast hún í tvær lágar. Þær heita kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá sutri til vesturs, nál. 4 fðm. Löng og 2 fðm. Breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið bil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 fðm. Frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endan hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir fyrir dyrum hinnar, nálægt jafnstór henni og liggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjarðarinn að sunnanverðu.

Húshólmi

Húshólmi – stoðhola.

Vestanvið hana dýpkar lágin að mun, en þar er ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan er hrunin. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 fðm., svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utanmeð þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lútur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 fðm. Norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er bæjarrúst. Hefir hún verið þrískipt. Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og hefir dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 ½ fðm. Löng og 1 ½ fðm. víð.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nfl. 2 ½ fðm., en nál. 5 fðm. á lengd. Hún er merkileg að því, aðmeð báðum veggjum, eftir henni endilangri, er 1 al. Breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið. Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kirngum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.
Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka.

Húshólmi

Húshólmi – tóftir í Ögmundarhrauni.

Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg eg að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fermri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi verið tún þessara bæja, heldur annara afbýla, sem þá eru hulin hrauni. Og hver veit hve mörg býli þar kunna að vera horfin?”

– Úr Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903. Þar lýsir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi Húshólma eftir að hafa skoðað staðinn sumarið 1902.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein möguleg tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a. að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, en hinar áþreifanlegu minjar eru verðmæti framtíðarinnar

Húshólmi

Gerði við hraunkant Ögmundarhrauns.

Með í för var m.a. áhugasamur bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, auk fleiri fjölfróðra samsveitunga hans. Farið var niður með austurjarði Ögmundarhrauns og litið á gróið skeifulaga gerði utan í hrauninu. Gæti verið aðhald fyrir fé er varslað var í Hólmanumum tíma, sbr. stelstöðuminjarnar, sem þar eru, og verið í tengslum við fjárborgina á Borgarholti. Hún gæti einnig hafa verið notuð fyrir hesta við rekaflutninga úr Hólmanum, sbr. tóftina við rekagötuna niðru að Hólamsundi.
Ofar og inn í hrauninu er varða. Við hana eru Mælifellsgrenin svonefndu sem og hlaðið byrgi refaskyttu.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Haldið var yfir í Hólmann vestur eftir Húshólmastígnum. Um er að ræða góðan stíg, u.þ.b. 1.2 km, í gegnum hraunhaftið. Nokkrar sagnir eru til um tilurð hans. Sumir hafa jafnvel ruglast á honum og svonefndum Ögmundarstíg í gegnum Ögmundarhraun á móts við og Mælifellið. Þar, við austurjarðar hraunsins, er Ögmundardys og tengist sögunni af Ögmundi og vegagerð hans fyrir bóndann í Krýsuvík (aðrar sögur segja í Njarðvíkum). Aðrar sagnir kveða á um að stígurinn sé svo áberandi vegna þess að kirkjan í Hólmanum hafi verið nýtt eftir að hraunið kólnaði. Hraunþyrmingin hafi skapað verulega átrúnað á hana. Enn aðrir, þ.e. þeir raunsærri, segja að hún sé svo gróin og aðgengileg vegna selstöðunnar, sem Hólminn var nýttur til um aldir.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Þegar komið var niður í Hólmann er þar fyrir hlaðinn vörslugarður. Nokkru innan hans er hleðslur í norðurhluta Hólmans þar sem fé hefur haldið til haga; tvískiptur stekkur, gróið gerði og forn fjárborg, auk tveggja grenja. Við annað þeirra er hlaðið byrgi refaskyttu.
Þá var gengið að efsta garðinum, sem nær yfir Hólmann frá vestri til austurs. Reyndar er garðurinn rofinn á miðkaflanum, en hann hefur að mestur verið úr torfi. Haldið var að neðri garðinum, sem liggur í boga úr suðri til norðurs og beygir síðan til vesturs inn undir hraunið. Sjá má í enda hans undir hrauninu þar sem það hefur brennt torfið á kafla. Í pælunni af garðinum er landnámsöskulagið.

Húshólmi

Skáli við Húshólma.

Haldið var inn í hraunið til vesturs af Kirkjuflöt, fornum grafreit, og að hinum fornu minjum, gamla Krýsuvíkurbænum og tóttunum þar í kring, görðum og hinum forna skála. Útlínur skálans eru sveigðir líkt og gerðist með fornaldaskála. Um er að ræða heit hús með rými til endans. Þá tekur við tóft og hleðslur við enda hans. Ofar eru sérkennilegir hraunkatlar er benda til hringlaga húsa er hraunið hefur runnið að og brennt. Norðvestan þeirra er bátslaga tóft, sem hraunið hefur brennt. Í miðju þess er röð af stoðarholum.
Komið var við í hinni fornu Krýsvíkurkirkju eða hofi, en minjarnar eru a.m.k. taldar frá því fyrir rennsli Ögmundarhrauns, sem talið er hafa runnið árið 1151 (skömmu áður en Kapelluhraunið rann). Jafnvel er talið að minjarnar kunni að vera jafngamalt eða eldri en norrænt landnám hér á landi. Hér er um nær órannsakað svæði að ræða frá hendi fornleifafræðinnar.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

Þátttakendum var bent var á hinn flóraða Brúnavörðustíg, sem liggur til suðvestur í átt að Brúnavörðum, yfir hraunhaftið og inn á götu er liggur með brún þess upp í og með Óbrennishólma. Talið er að sonur Krýsuvíkur-Gvendar, og menn með honum, hafi rutt og flórað stíginn á kafla.

Húshólmi

Húshólmi – kirkjutóft.

Gengið var frá kirkjutóftinni út á Kirkjulágina, skoðaður hlaðinn þvergarður sem og jarðlægt hringlaga gerði vestast í henni. Loks var litið á sjóbúðartóftina syðst í Hólmanum (gæti líka hafa verið afdrep fyrir þá er drógu að sér reka) og á rekagötuna niður að Hólmasundi.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – útsýni af sjávargötunni.

Loks var sjávargatan gengin út úr hólmanum til austurs. Við hana eru einnig fornar minjar í gróðurvin inn í hrauninu. Neðar eru Þyrsklingasteinar og sjá má í hluta gamla bjargsins þar sem nýja hraunið hefur runnið fram af og allt um kring. Frá þessumstað er mjög fagurt útsýni austur eftir Krýsuvíkurbjargi.
Gangan tók u.þ.b. 3 klst.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

„Enskur sagnfræðingur, A. L. Rowse, segir á einum stað, að sá, sem vilji kynnast sögu lands síns, eigi ekki að byrja á því að lesa þykkar bækur. Hann eigi að fá sér góða gönguskó, blýant, vasabók og landabréf.
husholmi-267Um hverja helgi leita Reykvíkingar þúsundum saman úr bænum, og hafa einatt lítinn fróðleik upp úr ferðunum. Oftast vill brenna við, að menn fari sömu leiðina og þeir hafa farið ótal sinnum áður, (t.d. Þingvallahringinn), eða menn keppast við að komast sem lengst burtu, en þá vill allur tíminn fara í bílakstur. Af þessum sökum má búast við, að ýmsum yrði þökk á uppástungum og leiðsögn um skemmtilegar og fróðlegar bíl- og gönguferðir um nágrenni bæjarins.
Að þessu sinni skulum við halda af stað í bíl kl. 1 e.h. á laugardegi eða sunnudegi og aka sem leið liggur til Krýsuvíkur, beygja út af þjóðveginum til hægri og aka heim að gamla bænum í Krýsuvík. Þaðan er unnt að aka spölkorn suður fyrir túnið eftir melum, allt að braggarúst einni frá stríðsárunum. Síðasta spottann verður þó að fara varlega vegna stórgrýtis.
Hér förum við út bílnum og göngum í suðvesturátt, meðfram bæjarlæknum í Krýsuvík. Þarna er hægt að fylgja bílförum, en þau liggja þó í fullmiklum krókum. Þegar komið er suður undir fellið Stráka og bæjarlækurinn beygir í hásuður, höldum við þvert í vestur frá læknum og göngum í áttina að Ögmundarhrauni, yfir mela og móa. Þegar við komum að hraunjaðrinum, verðum við að gæta vel að til að finna stíginn, sem  liggur inn í hraunið. Hann er merktur með tveimur litlum vörðum í hraunbrúninni.
Stígurinn er fallega grænn í gráum husholmi-345mosanum, og er greiðfær fárra mínútna gangur eftir honum, þar til komið er í Húshólma, grænan óbrennishólma inni í hrauninu.
Við göngum í suðvestur yfir hólmann. Í jaðri hans að suðvestan sjáum við glögglega mikla túngarða forna, sem hverfa undir hraunið. Skammt sunnan við þá sjáum við tvo græna bletti lítið eitt inni í hrauninu. Þar heita Kirkjulágar. Þegar þangað er komið, rekum við upp stór augu, því að hér eru afar greinilegar bæjarrústir, sem hraunið hefur hlaðizt allt í kringum og sums staðar runnið inn í. Í syðri rústunum er austasta tóftin e.t.v. kirkjurúst, en í nyrðri rústunum er vesturtóftin sennilega skáli með setum meðfram báðum veggjum (sjá Árbók Fornleifafélagsins 1903, bls. 49).Talið er, að hér hafi upphaflega verið höfuðbólið Krýsuvík, þar sem Þórir haustmyrkur nam land, enda er staðurinn stundum nefndur Gamla Krýsuvík. En bærinn hefur verið fluttur, þegar Ögmundarhraum rann. Jónas Hallgrímsson telur það hafa gerzt árið 1340, en það er óvíst. Getið er um eldsumbrot á Reykjanesskaga í fornum heimildum bæði á 12. og 14. öld.
Ef við göngum nú niður að sjónum, sjáum við ljóslega, hvað gerst hefur. Ofan frá fjöllunum (frá gígum skammt sunnan við Vigdísarvelli, sbr. Ferðabók Þorvalds Thoroddsens I, 187) hefur ógurlegt  hraunflóð runnið suður til sjávar og breiðzt austur Og vestur yfir feiknamikið flæmi. Það helfur umlukt bæinn í Krýsuvík, en skilið eftir allstóran hólma austan hans og annan allmiklu vestar (Óbrennishólma).
Framan við bæinn hefur krysuvik-teikninghraunflóðið náð saman og steypzt fram af sjávarbökkunum alllangt út í sjó og fyllt hina gömlu Krýsuvík. Þar með hefur útræði frá víkinni verið úr sögunni. Má enn sjá hinn gamla sjávarkamb syðst í Húshólma. Margur num nú spyrja, hvort ekki væri vert að rannsaka fræðilega hinar fornu rústir Krýsuvíkur. Það væri sjálfsagt mjög forvitnilegt og verður eflaust gert, áður en langt um líður. Þangað fóru fundarmenn „víkingafundarins“ í Reykjavík í fyrra til að athuga rústirnar. Óþarft er að taka fram, að óheimilt er almenningi að hreyfa við rústunum.
Frá Húshólma er greiðfærast að ganga sömu leið til baka, eftir hraunstígnum. Aðrir mundu vilja klöngrast yfir hraunið með sjónum, en það er mjög ógreiðfært og betra að vera á góðum skóm með gúmsólum. En hvor leiðin sem farin er, er sjálfsagt að ganga nú austur á Krýsuvíkurberg. Það er allt að 30—40 metra hátt fuglabjarg, þar sem verpir svartfugl og ryta. Þarna með sjónum má víða sjá kynlegar klettamyndir, og stórfenglegt getur verið að sjá brimið þeytast tugi metra upp um alls konar glufur í hrauninu. Að þessu sinni látum við nægja að ganga þangað austur, sem bæjarlækurinn fellur í litlum fossi fram af berginu. Síðan höldum við upp með læknum, fram hjá eyðibýlinu að Fitjum, vestan við Stráka, og loks sömu leið til baka vestan með læknum.
Hæfilegt mun að ætla fjóra tíma til þessarar gönguferðar með hvíldum, en gönguleiðin er alls 12—13 km, og er þá klukkan orðin 6 þegar komið er að bílnum aftur. Gott er að hafa með sér nesti til að borða í Húshólma. Þeir, sem í ferðina leggja, ættu að klippa þennan leiðarvísi og hafa með ser. Góða ferð! – H.“

Heimild:
-Frjáls þjóð 31. ágúst 1957, bls. 4

Húshólmi

Húshólmi – skálar.

Húshólmi

Umræður eru hafnar um vernd einstæðra fornleifa í Húshólma í Ögmundarhrauni. Vísbendingar hafa fundist um að þar séu torfgarðar frá því fyrir norrænt landnám á Íslandi. Helgi Bjarnason skoðaði svæðið og kynnti sér athuganir og skrif vísindamanna.

husholmi-224Ákveðið hefur verið að Fornleifavernd ríkisins og Grindavíkurbær setji á stofn vinnuhóp til að gera tillögur um bætt aðgengi og vernd fornminja og umhverfis þeirra í Húshólma í Ögmundarhrauni vestan Krýsuvíkur. Þar eru einstakar fornminjar, meðal annars torfgarður sem gæti verið með elstu mannvirkjum sem fundist hafa á landinu, minjar sem lítið hafa verið rannsakaðar en hætta er talin á að spillist ef þær verða aðgengilegri fyrir ferðafólk með lagningu nýs.
Í Ögmundarhrauni eru tveir óbrennishólmar, það er að segja tveir litlir blettir sem hraunið hefur runnið í kringum, Húshólmi og Óbrennishólmi. Í þeim eru leifar að minnsta kosti eins bæjar, kirkju og annarra bygginga og fornir garðar sem liggja undir hraunið á nokkrum stöðum. Þá eru á Selatöngum, vestast í hrauninu, minjar um sjósókn fyrri alda. Landslag í hrauninu stórbrotið, þar er meðal annars mikið af hrauntjörnum og hellum.Umhverfisstofnun hefur lagt til í drögum að náttúruverndaráætlun sem nú er til umfjöllunar hjá stjórnvöldum að svæðið verði verndað sem náttúruvætti.

Kenningar um Gömlu-Krýsuvík

husholmi-225

Í Húshólma má sjá rústir húsa og forna garða sem hraunið hefur runnið yfir að hluta á tólftu öld. Brynjólfur Jónsson, fræðimaður á Minna-Núpi, gerði þar athuganir 1902 og lýsti þeim í skýrslu í Árbók Fornleifafélagsins 1903. Þar eins og víðar er gengið út frá því að Krýsuvík hafi til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan Krýsuvíkurberg, það er að segja þar sem nú er nefnt Húshólmi eða Gamla-Krýsuvík. Víkurheitið í bæjarnafninu bendi til þess, enda hefði engum dottið í hug að kenna bæinn við vík ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann hefur staðið síðustu aldirnar. Hraunflóðið hafi eyðilegt hinn forna bæ en nafnið haldist eftir að hann var fluttur.

Enginn veit hversu mörg hús eða býli lentu undir hrauninu. Fornir garðar sjást fara undir hraunið og leifar nokkurra bygginga. Merkustu rústirnar eru í svonefndum Kirkjulágum sem eru smáhólmar skammt vestan við Húshólma. Þar eru rústir bæjarhúsa. Í efri láginni hefur hraunið runnið upp að byggingunum og að hluta til yfir þær. Í einu tilfelli eru leifar byggingar nær horfnar en hraunið sem runnið hefur umhverfis hana stendur eftir og mótar útlínur hennar. Í neðri láginni er meðal annars ein tóft sem hraunið hefur ekki náð að renna yfir og eru kenningar uppi um að þar hafi verið kirkja, eins og örnefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til. Brynjólfur Jónsson taldi að þetta benti til að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið.

husholmi-229Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifafræði-stofunni, segir í skýrslu um fornleifar og umhverfi Krísuvíkur að kenningar um Krýsuvík hina fornu í Ögmundarhrauni séu munnmæli en ekki staðreyndir, telur að þær geti verið seinni tíma útskýringar til að varpa einhverju ljósi á rústir sem voru mönnum annars með öllu óþekktar og óskiljanlegar. Fornleifarannsókn gæti skorið úr um þessi mál en þangað til verði ekki hægt að segja hvað sé rétt og hvað ekki.

Garðar frá því fyrir landnám
Skiptar skoðanir hafa verið um aldur Ögmundarhrauns. Niðurstöður rannsókna sem jarðfræðingarnir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson gerðu þar og sögðu frá í Jökli 1988 benda til þess að hraunið hafi runnið úr Trölladyngju árið 1151. Samkvæmt því hefur þessi bær, eða væntanlega bæir, farið í eyði fyrir 850 árum. Hins vegar eru til einhverjar heimildir um að kirkjan hafi verið notuð lengur, eða til 1563. Nafnið Hólmastaður er talið benda til að þarna hafi verið kirkja eftir að Húshólminn fékk nafn og þá síðar en hraunið rann. Haukur og Sigmundur nefna í þessu sambandi að eftir að gamla Krýsuvík fylltist af hrauni, en sjá má hluta af gamla sjávarkambinum framan við Húshólma, hafi ábúendur í Krísuvík neyðst til að gera út frá Selatöngum og þá hafi kirkjan í Húshólma einmitt verið miðsvæðis í landi jarðarinnar.

Bjarni F. Einarsson varpar hins vegar fram þeirri tilgátu að nafnið Hólmastaður sé þannig tilkomið að jörðin í Ögmundarhrauni hafi í fyrstunni heitið Hólmur og síðan Hólmastaður þegar kirkja var reist á staðnum.

Minjarnar í Húshólma hafa lítið verið rannsakaðar af fornleifafræðingum. Haukur og Sigmundur grófu eitt snið í gegnum einn torfgarðinn í Húshólma og reyndust niðurstöður athugunar þeirra forvitnilegar. Þær benda til þess að öskulagið sem kennt er við landnám og er talið frá því um eða fyrir 900 hafi fallið eftir að garðurinn var hlaðinn. Samkvæmt því er torfgarðurinn frá því fyrir norrænt landnám og eitt af elstu mannvirkjum sem fundist hafa á Íslandi.

husholmi-227

Greinilegt er að hraunflóðið hefur runnið yfir garðana því þeir liggja undir hraun á nokkrum stöðum. Ómar Smári Ármannsson, sem gengið hefur mikið um þetta svæði eins og allan Reykjanesskagann með gönguhópi, og teiknað það upp segir greinilegt að garðar í Óbrennishólma, sem er nokkru ofar í hrauninu og vestar, séu greinilega hluti af sama garðakerfi. Samkvæmt því hafa garðarnir náð yfir stórt svæði sem hraunið hefur hulið að mestu fyrir meira en átta öldum. Ómar og ferðafélagar hans hafa fundið og skráð tóftir á þessu svæði sem ekki var vitað um áður.

Mikilvægt að rannsaka og vernda
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ýmislegt benda til að í Húshólma séu einhverjar mikilvægustu fornleifar sem til eru á Íslandi. Nauðsynlegt sé að rannsaka svæðið nánar og aldursgreina minjarnar, sérstaklega að athuga hvort garðarnir séu virkilega frá því fyrir landnám norrænna manna.

husholmi-228

Vegagerðin leggur til að Suðurstrandarvegur verði lagður yfir Ögmundarhraun, nokkru neðan við núverandi veg. Við það færist umferðin nær Húshólma og þótt vegurinn skerði hann ekki óttast sumir að aukinn ágangur ferðafólks í kjölfar betra aðgengis kunni að spilla fornleifum og viðkvæmu umhverfi þeirra. Ólafur Örn segir nauðsynlegt að huga að vernd svæðisins og ganga þannig frá að það verði ekki fyrir skemmdum.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, tekur í sama streng. Hún segir að rústirnar í Húshólma og hrauninu séu einstakar. Við rannsóknir verði séð til þess að rústirnar haldist. Hún segir að Fornleifavernd hafi mikinn áhuga á að vernda þetta svæði, það sé á forgangslista hjá stofnuninni. Nú sé fyrirhugað að setja á stofn starfshóp með fulltrúum Fornleifaverndar og Grindavíkurbæjar til að gera tillögur um bætt aðgengi og vernd svæðisins.

Ólafur Örn segir hugsanlegt að gera betri göngustíga að svæðinu, afmarka það og setja upp útsýnispalla með skiltum með þeim upplýsingum sem nú þegar liggja fyrir. Vonandi verði síðar hægt að bæta við þær með frekari rannsóknum.“

Heimild:
-Mbl.is, 31. júlí 2003

Húshólmi

Húshólmi – yfirlit.

Brúnavörður

Selatangar eru forn verstöð, sennilegast notuð þegar á miðöldum. Hraunið, Ögmundarhraun, er frá því um 1150, en það ár lagði það gamla Krýsuvíkurbæinn í Húshólma, sem er litlu austar, í eyði og færði garða og mannnvirki í og við Óbrennishólma í kaf. Þó má sjá þar móta fyrir hlöðnum vegg, sem hraunið hefur stöðvast við, fjárskýli, jarðlægu garðlagi og fjárborg (virki?).

Á Selatöngum

Verkhús á Selatöngum.

Frá Selatöngum var róið frá Krýsuvík, Skálholti og Ísólfsskála. Talið að a.m.k. 80 manns hafi hafst þar við í verum. Síðast var verið á Selatöngum um 1880, en róið var þaðan frá Skála og selveiðar voru stundaðar allnokkur ár eftir það. Þá var oft lent þar síðar ef lending var ófær annars staðar meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórkötlustöðum, Hrauni og víða. Við Dágon neðst á Töngunum eru landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Um minjarnar og minjasögu Selatanga er m.a. fjallað í nýútkomnu riti Ferðamálafélags Grindavíkur „Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur- Seltangar. Auk þess hefur Ferðamálafélagið gefið út ritið „Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur – Húshólmi„,

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á og við Selatanga sjást miklar rústir seinni tíma verbúða hlöðnum úr hraungrýti svo og rústir af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var geymdur. Sjórinn hefur afmáð elstu minjarnar. Á görðunum, sem víða sjást, var einnig hertur fiskur þegar veður gaf. Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella og þeir notaðir sem byrgi. Vestan við Seltanga er sagður hellir sem notaður var til smíða í landlegum. Einnig má sjá hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.

Selatangar

Selatangar- Tanga-Tómas með FERLIRSfélögum.

Á Selatöngum var afturgangan Tanga-Tómas, sjórekinn spánskur sjómaður, svo hatröm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu helzt á drauga, en frekast dugðu lambaspörð. Auk Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Seltöngum og í nágrenni þeirra, einkum þegar skyggja tekur. Síðast þegar FERLIRsfélagar voru á ferð á Selatöngum birtist þeim einmitt Tanga-Tómas með eftirminnilegum hætti, auk þess sem hann kom einum félaganum að óvörum þegar verið var að skoða refagildrurnar í annarri ferð þangað. Fræg er og sagan af Arnarfellsbónda og átökum hans við drauginn seint á 19. öld.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Á Miðrekum eru líka sagnir um anda, reyndar annarskonar, og greinir mönnum á um eðli hans. Sumir segja að þar hafi þeir rekist á vín-anda, en aðrir heilagan anda. Hvort vínandinn hafi orðið að heilögum anda, eða öfugt, á leiðinni er erfitt að segja til um. Austan Miðreka eru Brúnavörður. Frá þeim liggur stígur yfir hraunið inn í Húshólma.

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni

Í Húshólma eru fornar minjar búsetu. Landnámsöskulagið frá um 872 er þar í garðpælu, en í hólmanum og í hrauninu vestan hans má m.a. sjá rústir, garða og hleðslur. Sumir vilja halda því fram að þarna hafi búið fólk löngu á undan komu norrænna manna til landsins.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Minjarnar í og við Húshólma hafa ekki verið rannsakað að ráði, en ljóst er að Ögmundarhraunið rann yfir landið um 1150, kaffærði byggðina, færði ströndina utar og lokaði víkum og lónum við ströndina, þ.á.m. gömlu Krýsuvík, en „krys“ nefndist áður fyrr vík eða skora. Lágbarið fyrrum grágrýtið ofan við Hólmasundið bendir til þess ströndin hafi þarna fyrrum legið vel við sjó.

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Í Húshólma er m.a. forn langur bogadreginn garður, skáli, kirkja, kirkjugarður, hústótt, fjárborg, selstaða (stekkur og hús), sjóbúð (notuð síðast 1913), hlaðin refagildra, rétt o.fl. Það hefur verið öðruvísi um að litast á þessu landssvæði við upphaf byggðar.
Gangan tók 4 klst og 6 mín. Frábært veður.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu.

Húshólmi

Húshólmi.

Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla. Annar gróður hefur hins vegar verið að ná sér á strik á þeim gróðurlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt túnvigli bindst fokjarðvegurinn undir rofabörðum, á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræðinginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.
Lærdómsríkt er að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel. Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa „tappagrindur“ og fara með þær yfir lausbundnari svæði áður en sáð væri.

Húshólmi

Húshólmi – uppgræðsla.

Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfsána yfirtökuna með tímanum.
Verkið er unnið undir handleiðslu Landgræðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsluna til að flytja efnið inn í hólmann s.l. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars. Nú hefur myndast þar græn slikja á fyrrum gróðureyðingasvæðum. Punturinn myndar skjól og undirbýr jarðveginn, sem fyrr sagði, til að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrútaberjum, bláberjalyngi, blágrési, geldingarhnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum. Grindvíkingar hafa verið einstaklega iðnir við sáninguna.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum, sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður.
Þessar tvær FERLIRsferðir í hólmann gera honum vonandi gott – til lengri tíma litið. Í raun hafa þátttakendur afkastað ótrúlega miklu á skömmum tíma.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Mikill árangur hefur náðst á þessum 95 árum og tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi.

Húshólmi

Í Húshólma.

Helstu markmið landgræðslustarfsins eru: „Að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll, að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf og að öll landnýting verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti.“
Vakin er athygli á þeim yfirlýstu markmiðum stofnunarinnar að „fyrirbyggja, koma í veg fyrir eyðingu og landsspjöll“. Reyndar gengur stofnunin þvert á þessi markmið sín þar sem Arnarfelllið er annars vegar og fyrirhuguð kvikmyndataka við fellið, en þar er markmiðið að eyða gróðri og vinna landsspjöll. Á sama hátt gengu aðrar stofnanir, sem umsögn gáfu um verkefnið, gegn markmiðum sínum. En það er nú önnur saga.
Frábært veður og ágæt samvinna. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-www.landgr.is

Húshólmi.

Óbrennishólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun frá Lat áleiðis í Óbrennishólma. Gata liggur niður með vestanverðum Lat og beygir til austurs sunnan hans. Stígnum var fylgt yfir úfið hraun, en þegar því sleppti lá gata til hægri niður í hraunið.

Sængukonuhellir

Sængukouhellir vestan Óbrennishólma.

Eftir að hafa fylgt henni spölkorn var komið að skúta með fallegri dyralaga hleðslu. Um er að ræða rúmgóðan skúta, sem lengi var notaður sem sæluhús á ferðalögum fólks að og frá Grindavík á leið þess með ströndinni. Loftop er á skútanum og hleðslur umhverfis það. Hurðarhellan er enn til hliðar við dyrnar. Skútinn hefur í heimildum verið nefndur „Sængukonuhellir“.

Óbrennishólmi

Fjárborgin, eða virkið, í Óbrennishólma.

Gengið var áfram austur stíginn að Óbrennishólma. Hann skiptist sumstaðar í tvennt, en ráð er að fylgja ávallt efri stígnum – nær hraunkantinum – því hann er greiðfærari. Annars er stígurinn auðgenginn. Þar sem stígurinn liggur alveg við hraunkantinn má sjá, ef vel er gáð, stíg liggja inn á kantinn. Best er að fylgja honum og er þá komið á gróið svæði eftir að hafa farið yfir stutt hraunhaft. Í stað þess að fylgja hraunkantinum þarna til austurs var gengið upp á tiltölulega slétt mosahraun í norðaustur. Framundan sést úfnara hraun, en upp með því að vestanverðu liggur góð gata upp úr hólmanum til norðurs, í átt að Latsfjalli. Þessari götu var fylgt spölkorn upp fyrir úfna hraunið, en þar kemur stígur inn á götuna úr suðaustri. Gatan heldur áfram upp hraunið, en ákveðið var að fylgja stígnum áleiðis niður í hólmann. Stígurinn er breiður á kafla og greinilega mikið farinn. Hann kemur ofan í hólmann vestan og ofan við hæsta hólinn þar sem stóra fjárborgin (virkið) trjónir upp á. Í stað þess að fara þarna inn í hólmann var gengið til austurs ofan við gróna svæðið í hólmanum.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Komið var að görðunum utan í hraunkantinum úr vestri, en þeir eru í grónum rana norðaustan í hólmanum. Hraunið, sem rann um 1151, hefur runnið þarna að hlöðnum görðum og sjást þeir vel í kantinum. Þessir garðar, að vestanverðu í lænunni, hafa legið í boga upp hæð, en auk þeirra má sjá annan garð liggja niður með lænunni að austanverðu. Hraunkantinum var fylgt áfram til austurs og var þá gengið yfir hraunhaft og inn í gróið svæði ofan þess. Þar sem gengið var inn á svæði sást móta fyrir garði. Á austanverðu svæðinu eru leifar fjárborgar eða topphlaðins húss. FERLIRsfélagar hafa komið þarna tvisvar áður, en ekki fyrr rekið augun í borg þessa.
Veður var frábært – sól og blíða. Gangan tók 1 ½ klst.

Sængurkonuhellir

Sængurkonurhellir.

Húshólmi

Ætlunin var að ganga um Húshólma og skoða einar elstu fornleifar landsins, ganga síðan um Brúnavörðustíg og venda þaðan yfir í Óbrennishólma ofan við Miðreka þar sem einnig eru að finna hinar elstu fornaldarleifar á landinu. 

Vegvísir við Húshólmastíg

Gengið var upp frá Óbrennishólmanum um fornan stíg og gamli Ögmundarstígurinn síðan fetaður til baka.
Allir áhugasamir Grindvíkingar – og aðrir –  í sumarfríi voru boðnir velkomnir í ferðina, þeim að kostnaðarlausu – enda eignin fyrst og fremst þeirra.
Þegar gengið er frá Ísólfsskálavegi niður (suður) með austurbrún Ögmundarhrauns er vegarlengdin niður að Húshólmastíg 2.5 km. Gengið er eftir jafnsléttuðum slóða svo gangan er auðveld fyrir alla er lyft geta öðrum fætinum og komið honum síðan fram fyrir hinn – o.s.frv., o.s.frv.
Á leiðinni niður eftir var litið á hringlaga gerði utan í hraunkantinum, líklega eina af rúningsréttum Krýsvíkinga, en hún liggur vel við leið í krika utan í hraunkantinum. Veggur er gróinn, um 1.0 m á hæð. Inni í hrauninu í vestur frá  réttinni eru greni með tilheyrandi mannvirkjum grenjaskyttna.
Fjárborg í HúshólmaÞegar komið var niður að mótum Húshólmastígs sýndi vegvísir leiðina (1.1 km). Haldið var inn eftir ruddum stíg til vesturs í gegnum hraunið uns komið var að hleðslum austast í Húshólma. Áberandi var hversu vel brönugrasið hafði braggast í skjóli lyngs og lágvaxins runnagróðurs í grónum hólmanum ofanverðum.
Komið var að leifum að hlöðnum tvískiptum stekk í hraunkantinum norðanverðum. Skammt vestan hans er upphleypingur, að öllum líkindum tvískipt seltóft. Þriðja tóftin var skammt norðaustar í kantinum, líklega eldhúsið.
Norðvestar mátti berja hlaðið skól refaskyttu augum, auk merkinga (steinn) á greni. A.m.k. tvo innganga var að ræða. Skammt vestar eru leifar af fornri fjárborg. Roföflin höfðu náð að naga í hana suðaustanverða, en sáning og áburðargjöf náðu að stöðva eyðinguna. Grasið mun mynda jarðveg, en það mun síðan víkja fyrir staðbundnum plöntum. Hér er um að ræða mikilvægt samstarf Landgræðslu ríkisins og FERLIRs með það að markmiði að koma í veg fyrir frekari eyðingu hinna merku fornleifa í Húshólma. 

Merki þjóðminjavörslu landsins í Húshólma

Þær, sem í hólmanum eru, hafa verulega látið á sjá, svo mikið að það er einungis á færi mjög kunnugra að rekja garðana eins og þeir voru fyrrum. Ummerkin eru greinileg þeim er til þekkja. Í ferðinni var þátttakandi er rakti fyrrum dæmigerða ferð sína í Hólmann. „Ég fylgdi stígnum og kom inn í gróna svæðið, en síðan vissi í bara ekki hvert ég átti að fara. Ég reyndi að finna eitthvað áhugavert við hraunkantinn, en sá ekkert. Þá reikaði ég um svæðið, en það bætti ekki um betur. Loks ákvað ég að fara með hraunkantinum og kom þá að stíg út úr hólmanum. Honum fylgdi ég með ströndinni uns ég kom að hraunkantinum sömu megin og ég hafði áður komið inn í hann. Ég sá aldrei neitt af þessum merku minjum, sem þarna eiga að vera.“
Framangreind frásögn er dæmigerð fyrir ferðalanga í Húshólma. Langflestir finna aldrei neinar minjar í hólmanum – enda eru þær einungis merktar (utan sjónhendingar) með einni spýtu. Á henni stendur ekkert (en áður mun þar hafa verið merki Þjóðminjasafnsins um friðlýstar fornminjar). Einmana og eyðileg spýtan er táknrænt dæmi um áhugaleysi fornleifaverndaryfirvalda þessa lands á sínum merkilegustu söguminjum.

Vel hefur tekist að hefta jarðvegsrof í Húshólma

Þegar komið var að görðunum miklu í vestanverðum Húshólma var gengið eftir hluta þeirra; annars vegar er um að ræða langan bogadreginn garð utanverðan og hins vegar annan sveigðan innanverðan. Þvert á síðanefnda garðinn liggur annar í átt að hraunbrúninni. Norðan hans að vestanverðu er, að því er virðist hlaðið egglega gerði. Þar er um að ræða svonefnda Kirkjuflöt. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna kunni að leynast forn grafreitur. Af hinum miklu görðum og öðrum mannvirkjum að dæma virðist þarna hafa verið fjölmenn byggð forðum. Hún teygir sig alla leið yfir í Óbrennishólma, rúmlega 1.0 km í norðvestri.
Gengið var eftir Kirkjustíg inn í Kirkjulág, þar sem tóftir hinnar fornu kirkju Krýsvíkinga stendur. Umleikis hana er bogadreginn garður og skálatóft vestan hennar. Norðan hennar er einnig bogadreginn garður. Vestan hans liggur Brúnavörðustígurinn til suðvesturs í gegnum hraunið, í átt að Brúnavörðunum, tveimur vörðum við sjónarrönd.
Gengið var um gróninga til norðurs og var þá komið að fornaldarskála, sem hraunið er rann 1151 hafði hlíft að öllu leyti. Grjótið í hleðslum er í bland sjávargrjót og holtagrjót. Þegar staðið er við skálann má vel sjá hvernig hin grunna vík (krys) hefur legið inn í landið neðan við tóftirnar, en hraunið síðan fyllt. Norðan skálatóftarinnar er önnur slík, nema hvað hraunið hafði runnið upp að henni og brennt svo veggir og þak féllu niður.
Skálatóft við Húshólma

Í gólfi tóftarinnar má þó enn sjá stoðholuförin eftir helming burðargrindarinnar. Þykktin á hrauninu í tóftinni er um 0.80 m. Umleikis eru hraunmyndanir er gætu einnig verið eftir slíkar brunahamfarir.
Ef allt væri með felldu á þessu svæði hefði bæði Þjóðminjasafnið og Fornleifavernd ríkisins gengið erinda tillögu Grindavíkurbæjar um staðbundna rannsókn á svæðinu. Líklegt er að sú rannsókn gæti gefið til kynna hvaða fólk hefði búið þarna og hvenær. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan gæti og haft einhver áhrif á hina staðlaða upplýsingu Íslandssögunnar. (Kannski að vandinn liggi í því).

Ef tekið er mið af kvöðum Orkneyjabúa og Hjaleyinga um upphaf fornleifarannsókna, frágang og aðgengi almennings að slíkum stöðum er ólíku saman að jafna. Þar utan er gert ráð fyrir því í upphafi rannsókna að svæðin verði gerð aðgengileg almenningi með tilhlýtandi upplýsingum um niðurstöður o.fl. Hér á landi þarf að koma bæði hugarfarsbreytingu og öðrum verulegum breytingum hvað þetta varðar. Segja má að menntamálayfirvöld hafi sofið hér um langan tíma að feigðarósi. Gagnmerkra hugarfarsbreytinga er þörf í þessum efnum.
Forn tóft í ÓbrennishólmaGengið var til vesturs eftir Brúnavörðustíg. Þegar helluhraunshlutanum sleppti tók við úfið apalhraun. Stígurinn lá þó áfram inn í úfningana, handhunninn. Þarna voru að verki sonur Krýsuvíkur-Gvendar og fl. á árunum 1850-1870. Þeir fóru á milli Krýsuvíkur og Selatanga og þurftu greiðfæra götu. Ekki náðist þí að fullklára stíginn því hlutai af millikaflanum er enn ófrágengur. Hins vegar má með sanni segja að sá hluti stígsins, sem unninn hefur verið, hefur verið mikið þarfaverk – og nýtist fótgangandi enn þann dag í dag.
Þegar komið var að Brúnavörðunum, sem eru mið í Krýsuvíkur-Mælifell er blasir við víðast hvar úr Ögmundarhrauni og er reyndar helsta kennileiti vegfarenda um það, var haldið niðru fyrir hraunkantinn og síðan stígur á sléttu helluhrauni fetaður með honum til norðvesturs. Gatnamót götu að Miðrekum urðu á leiðinni, en skammt norðvestan hennar var vent til hægri inn í apalhraunið – eftir greiðfærum stíg inn í Óbrennishólma. Um tiltölulega stutt haft var að ræða. Óbrennishólmi er. líkt og Húshólmi, gróið hæðardrag í eldra hrauni, sem Ögmundarhraun hefur ekki náð að eyða. Efst á fremstu brún eru leifar mikillar fjárborgar eða virkis. Hið síðarnefnda er líklegra því borgin hefur staðið fremst ofan við sjávarbrúnina og verið nægilega stórt til að þar hafi íbúarnir getað varist ef óvini bar að höndum.
AForn garður í Óbrennishólmaustan við borgina, rétt utan við háan hraunkant, er gróin tóft, líklega af húsi. Svo til beint í norður af henni, fast við hraunkantinn ofanverðan, eru garðar, sem hraunið (frá 1151) stöðvaðist við. Líklega er hér um að ræða hluta af hinum miklu görðum, sem þarna voru. Skv. rannsóknum, sem gerðar hafa verið á garði í Húshólma benda niðurstöður til þess að mannvirkin hafi verið gerð áður en landnámsöskulagið lagðist þarna yfir.
Hvönn er farin að festa rætur í hólmunum.
Haldið var upp með háum hraunkanti og stefnan tekin á Mælifell. Í leiðinni kom í ljós hlaðið hringlaga gerði, en það hefur verið gert úr hraungrýtinu eftir að hraunið rann. Með því að feta hraunið í rólegheitum upp að vegi var fátt til trafala. Þegar upp fyrir þjóðveginn var komið var gengið eftir Ögmundarstíg til austurs, að upphafsreit.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 24 mín. Gengnir voru 11 km.

Stoðhola

 

Húshólmi

Í tilefni af útgáfu á Húshólmaritinu bauð Ferðamálafélag Grindavíkur áhugasömum íbúum Grindavíkur og öðrum landsmönnum í Húshólmagöngu laugardaginn 23. júlí s.l. (2005). Áhugasamir mættu annaðhvort við bæjarskrifstofuna (við verslunarmiðstöðina) í Grindavík kl. 13:00 og þáðu rútuferð á staðinn í boði Ferðamálafélags Grindavíkur eða mættu á Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mælifelli kl 13:30.

Húshólmi

Húshólmi.

Ekið var að og gengið niður í Húshólma undir leiðsögn og hinar fornu minjar skoðaðar. Gangan, sem varði í 3 klst og 33 mín (fram og til baka), var róleg og tiltölulega auðveld. Fólk var hvatt til að taka með sér nesti og búa sig eftir veðri. Því var lofað að ferðin myndi verða eftirminnileg. Léttleikinn var í fyrirrúmi og fornmaður einn, sem lokaðist inni í Húshólmanum þegar Ögmundarhraun brann árið 1151, var á vappi í rústunum. Hann lýsti aðstæðum fyrrum sem og þegar hraunið rann og bað um skilaboð til fólks, sem vildi sækja Húshólma heim.
Gengið var suður gamlan stíg um Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Stígur þessi hefur ekki verið genginn lengi, en nú ruddi hópur brautryðjenda slóðina að nýju svo hún var greinilegri en áður. Nú ætti að vera tiltölulega auðvelt að fylgja henni frá þjóðveginum niður í Húshólma.
Gatan liggur um tiltölulega slétt hraun, milli úfinna apalhrauna. Fara þarf yfir tvö stutt úfin hraunhöft á leiðinni.
Gengið var framhjá Mælifellsgrenjunum (miðsvæðis

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

á vinstri hönd), en við þau eru hlaðnar vörður og byrgi refaskyttna. Efri byrgin eru sérlega falleg og heilleg. Þau eru gegnt vörðu á hraunbrún í austri.
Skammt frá neðri grenjunum er fornt arnarhreiður á háum hraunhól á hægri hönd. Þegar komið var neður í hraunið sást vel hversu hátt hóllinn stendur og hreiðrið blasir við víðast hvar úr hrauninu. Græn gróðurtorfan er áberandi í annars gráu gamburmosahrauninu.

Þegar komið var niður fyrir neðra hraunhaftið tók við nokkuð slétt mosahraun. Þar þurfti að venda til austurs og ganga upp á apalhraunsbrúnina, en yfir hana liggur grófur stígur tiltölulega stutta vegarlengd. Þá er komið inn í efstu gróðurtorfu Húshólma. Hægt er að fylgja stíg áfram til austurs og síðan suðausturs inn í hólmann, en hann er þakin þykkum mosa og því ógreiðfær. Ótrúlega blómleg gróðurflóra hefur myndast í hólmanum á tiltölulega stuttum tíma. Hvönn er t.d. að festa þar rætur, mikið er um blágresi og brönugras.
Vesturbrún hólmans var fylgt til suðurs, að fjárborginni ofarlega í honum. Þar var lýst nýtingu og fjölda fjárborga á Reykjanesskaganum, fjárskjóla, selja og nýtingu þeirra fyrrum.

Húshólmi

Fornmaður í Húshólma.

Haldið var áfram til suðurs, að fornum garði, sem liggur til austurs undan hraunbrúninni og beygir síðan til suðurs og suðvesturs. Sunnan hans er annar garður er liggur í svipaða stefnu, innan megingarðsins. Þá var haldið inn í Ögmundarhraun eftir stíg til austurs uns komið var að nyrstu rústinni, þeirri sem er algerlaga hraunoprin. Í henni miðri lá fornmaður.
Þegar byrjað var að velta við hraunhellum og sýna stoðholur í rústinni reis fornmaðurinn upp og rakti sögu staðarins, allt frá tímum hins heilaga Brendans og þeirra írsku munka er þarna reyndu að festa rætur við fagra vík, þeirra er fundu brunninn heilaga (Saint Kylda), og er síðar komu, en héldu saltan þótt hann skilaði fersku vatni á fjöru (afsakið, en tungumálið hefur breyst nokkuð frá því sem var). Þá lýsti hann og ófriði þeirra norsku manna, er síðar komu, á hendur þeim. Þar hafi fremstur í flokki verið Ingálvur nokkur er vanfeðraður var og bjó við Reykjavík í norðri. Annar norskur maður, Molda-Gnúpur og hans hyski, hafi haft ófrið við þá í vestri, og síðan bættist enn annar, Suðureyjamaður og enn verri, við í austri, Þórir er kenndur var við hið versta, haustið.

Húshólmi

Gengið um Húshólma.

Fornmaðurinn lýsti staðháttum við hina grunnu vík, er kennd var við logg og nefnd var Krýsa; fiskur nægur útifyrir og fugl í fjöru, fé á landi og friður með mönnum, í fyrstu. Þegar um átta hundruð árum og sjö tygum betur eftir fæðingu Kristus, hafi ásýnd með mönnum breyst þá er hinir heiðnu Norvegsmenn komu með ófriði. Ari, sá er kenndur var við fróðleik, hafi tekið bækur heimamanna, þótt norskir hafi ekki kunnað lestur á latínu, og breytt forskrift sögunnar í sinni lýsingu þá er gjörð var fyrir valdið. Minjarnar í Húshólma og í hrauninu er brann ætti hins vegar að segja hina réttu sögu ef vel væri lesið.

Þá er eldar komu upp efra og himininn brann flúði fólkið við víkina Krýsu (grunn skora) hvert sem betur gat, ýmist til austurs eða á skip, en til vesturs, út í óvissuna þorði það ei, þar sem fyrir voru afkomendur Moldans-Gnúps, þess er hamaðist sem mannýgt naut.
HúshólmiSjálfur hafi hann ákveðið að verða um kyrrt og skylja hvorki við sig bústað né brynju (sverð). Þá vörn vildi hann öngvum manni eftir gjöva. Þess vegna væri hann enn á vappi í rústum þeim, er sögðu hefðu að segja.
Bað fornmaðurinn fólk fara með friði, hvatti það til að koma aftur til að vita hins forna staðar og lagðist til hvílu í hinni fornu rúst.
Fornmaðurinn var leikinn af Erlingi Kristjánssyni, en næstur tók til máls bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, sem leikinn var af honum sjálfum.
Ólafur Örn þakkaði þátttakendum áhugann, benti á Húshólmarit Ferðamálafélagsins og kvað það viðleitni til að vekja athygli fólks á hinum merku minjum, sem umdæmi Grindavíkur hefur að geyma.

Húshólmi

Húshólmavarðan.

Bæjarstjórn sagðist hafa haft áhuga á að láta rannsaka rústirnar við Húshólma, en fengið dræmar undirtektir Fornleifaverndar ríksins, hingað til að minnsta kosti. Þar gæti vonandi orðið breyting á. Hvatti hann göngufólk til að nýta sér hinar sögulegu minjar, sem Grindavík hefur upp á að bjóða, sem sumar hverjar þykja einstakar, jafnvel á heimsvísu.
Gengið var um Kirkjulág, lýst var hinum einstöku minjum, bæði görðum og híbýlum. Kirkjurústinni var gefinn sérstakur gaumur.
Þá var gengið um Kirkjustíg yfir á Kirkjuflöt og garðurinn og hinn meinti grafreitur, sporöskjulaga, skoðaður.
Loks var gengið upp Húshólma og upp á Húshólmastíg, sem fetaður var til austurs yfir Ögmundarhraun.

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

Þegar gengið var um efri hluta hólmans kom vel í ljós árangur uppgræðslunnar, sem FERLIRsfélagar höfðu tekið þátt í með fulltrúa Landgræðslunnar fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Grænni slykju sló nú á moldarbörðin. Áætluð er önnur landgræðsluferð niður í Húshólma einhverja kvöldstundina fljótlega. Áhugasamir geta skráð sig á ferlir@ferlir.is.
Þá geta og þeir, sem áhuga hafa á gagnmerkri leiðsögn um Grindavíkurumdæmi, sent inn óskir þess efnis á sama netfang; ferlir@ferlir.is.
FERLIR vill þakka Ferðamálafélgi Grindavíkur, þátttakendum, bæjarstóranum sem og „fornmanninum“ fyrir þeirra framlag til að gera þessa ferð eftirminnilega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín, sem fyrr sagði.

Húshólmi

Bæklingur Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma.

 

Húshólmi

FERLIR hefur átt ágætt samstarf við Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu í Húshólma. Eins og mörgum er kunnugt hafði orðið mikil jarðvegseyðing í hólmanum, sem nú hefur tekist að stöðva. Landhelgisgæslan flaug með fræ og áburð inn á svæðið á síðastliðnu ári (2005) og markmiðið var fara eina umferð um hólmann á því ári og síðan að ljúka dreifingunni nú í sumar (2006).
Húshólmi

Nú var ætlunin að fara lokaferð í Húshólma og klára það sem eftir er. Mæting var undir Mælifelli þar sem haldið var um slóða niður að Húshólmastíg. Allar hjálpendur voru velkomnar.
Þegar afrakstur liðins árs var skoðaður kom í ljós annars vegar mjög góður árangur og hins vegar árangursleysi. Fyrri áburðar- og frædreifingin hafði heppnast vonum framar. Gott gras hafði myndast í rofsvæðum og myndað gott skjól fyrir annan gróður, auk þess sem það bindur raka í jarðveginum. Mófuglar, s.s. lóa og músarrindill, höfðu verpt í nýorðnu skjólinu. Geldingarhnappur, holurt, blóðberg og lambagras, og jafnvel einir, döfnuðu af áburðargjöfinni sem aldrei fyrr. Þarna mun grasið innan skamms tíma mynda sinu, sem aðrar „heimjurtir“ munu nýta sér og svæðið mun smám saman gróa upp. Að ca. fjórum árum liðnum væri ágætt að gefa því svolítinn áburð yfir allt og þá mun heimagróðurinn ná yfirhöndinni.
Seinni áburðar- og frædreifingin hafði hins vegar misheppnast að mestu. Sjá mátti einstaka grasstúfa upp úr, en þeir væru varla tilefni frekari útbreiðslu. Ástæðan mun líklega vera sú að ofanvert svæðið var of seint sáð. Fræin hafa ekki náð að festa sig nægilega vel í sessi og frostlyftingin því átt auðvelt með að rífa þau upp og eyða.

Húshólmi

Orkunni var beint að efra svæðinu að þessu sinni. Áburði var dreift yfir gróið svæðið, auk þess sem fræjum var sáð í gloppur. Ætlunin er að fara aðra ferð í Húshólma innan skamms og þá dreifa fræjum og áburði aftur yfir neðra svæðið.
Engin ástæða er til að óttast að frædreifingin geti haft áhrif á fornar minjar í Húshólma, enda eru þær að mestu leyti vestan og utan við hólmann sjálfan.
Tíminn þessa kvöldstund, að dreifingu lokinni, var notaður til að skoða minjasvæðið í og við Húshólma. Þegar hin heillega skálatóft næst nyrst ofan við Kirkjulág var gaumgæfð kom í ljós ferköntuð vegghleðsla. Þessi hleðsla hefur væntanlega gert það að verkum að hraunið, sem rann 1151, náði ekki skálanum. Það hefur hins vegar náð að eyða nyrsta skálanum, en veggur þessi hefur haldið hlífiskyldi yfir þeirri neðri. Holtagrjótið sést vel í hleðslunni.
Þegar Kirkjuflötin var skoðuð þetta lengsta kvöld (lengsti dagur reyndar) ársins sást gerðið innan garðs mjög vel í kvöldsólinni. Hlaðinn garður, nær jarðlægur, liggur sunnan þess, þvert á bogadreginn langgarð, þó innan megingarðsins, sem er skammt austar og norðar. Hvað þetta gerði hefur haft að geyma er enn hulin ráðgáta. Gerðið hefur að mestu verið gert úr torfi.

Stoðhola

Gat hafði myndast í jörðina nyrst í Húshólma. Eftir að nokkrir steinar höfðu verið fjarlægðir kom í ljós grunn hraunrás. Hún er í hrauni, sem runnið hefur áður en hraunið 1151 rann. Umhverfis má víða sjá slík göt, niður í grunnar og stuttar rásir.
Í kvöldsólinni mátti sjá tóft norðvestan við hlaðinn stekk nyrst í hólmanum. Ekki er óraunhæft að ætla að þarna kunni að leynast forn seltóft.
Frábært veður; lyngt, hlýtt og bjart í frábæru umhverfi með fuglasöng á báðar hendur. Villtur ameríkani, með myndavél framan á bumbunni, birtist skyndilega í hólmanum undir það síðasta. Í fyrstu var talið það þarna væri álfur á ferð, en þegar hann tjáði sig á útlensku hvarf sú birtingarmynd skyndilega. Maðurinn, greinilega einn af hinum síðustu varnarliðsmönnum af Vellinum, Levisgallabuxnaklæddur og í Nikestrigaskóm, gaut sitthvoru auganu samtímis til austurs og vesturs og spurði án þess að hugsa hvort „puffins“ væri þarna einhvers staðar nálægur. Honum var bæði bent til suðurs og til vinstri. Maðurinn var ánægður með svarið og hvarf að því búnu niður í Hólmasundið. But what a heck – in this time of the year. Og það einn af þeim, sem var að hverfa hvort sem er.

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

 

/https://ferlir.is/husholmi-sagan/