Skógfellavegur

Í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna (Skógfellastíg/Vogaveg) – (sjá HÉR) – er sagt frá leitinni að staðfestu staðsetningar á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur. Í framhaldi af henni var ákveðið að fara með upplýsingaraðila á vettvang merkjanna.
IsleifurÞegar inn á svæðið var komið virtist ljóst að málið var alls ekki auðvelt viðureignar. Forsagan lét þó tilfinningar leitenda ekki alveg ósnortnar. Það lá í loftinu að umrætt merki væri þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði við götuna, en hvar nákvæmlega?
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts eru skoðuð kemur margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
IsleifurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Helsti heimildarmaður fyrir framangreindu er Ísleifur Jónsson, margrómaður verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Kann hann margar skemmtilegar sögur af gegnum Grindvíkungum. Ísleifur er nú (2009) 82 ára (f:1927) og ern eftir aldri. Sagðist hann hafa farið að smala inn á Skógfellahraunið norðan við Litla-Skógfell fyrir u.þ.b. 65 árum.

Á leið

Þá hefðu smalarnir, hvort sem um var að ræða frá Vatnsleysuströnd eða Grindavík, safnast saman við „Steininn“, þ.e. landamerkjastein við gömlu götuna millum Grindavikur og Voga. Steinninn hafi verið nálægt mannhæða hár (m.v. hann þá) og á hann hafi verið klappað greinilegum stöfum LM. Grindvíkingar hefðu ekki mátt fara lengra en að Steininum því frá honum ráku þeir féð áleiðis til Grindavíkur en Strandarbúar niður á Vatnsleysuströnd. Stundum hefði verið bið eftir mönnum og var þá gott að skýlast við Steininn, sem reyndar hafi að nokkru verið smáhæð.
FerðinÁður en lagt var af stað staðfesti Elías Guðmundsson (nú íbúi í Reykjanesbæ, rúmlega fimmtugur) frá Efralandi í Grindavík frásögn Ísleifs. Sagðist hann fyrir mörgum árum verið sendur inn að Steininum til að smala, en lengra mátti hann ekki fara. Þar tækju Vogamenn við. Ofar hefði Stóravarða verið með stefnu í Kálffell. Steinninn hefði og verið áberandi á landamerkjunum við gömlu götuna. Hann hefði hins vegar heyrt á seinni árum að Kaninn, sem hafði æfingaraðstöðu í heiðinni, hefði notað Steininn sem skotmark. Hvort þeir hefðu hitt hann eður ei vissi hann ekki. Elías sagðist aðspurður vera orðinn lúinn til fótanna og gæti því ekki tekið þátt í þessari ferð – en kannski seinna.
Nú segir í stuttri lýsingu frá upphafi og endi ferðarinnar.
IsleifurSafnast var saman sunnan við Arnarklett (landamerki Grindavíkur og Voga). Kobbi (Jakob) frá fjórhjólaleigunni ATV 4×4 í Grindavík, sem hafði góðan stuðning af lögreglunni við endurheimtur þá og þegar til kastanna kom, hafði eitt hjólanna meðferðis. Óskar, frá Saltfisksetri Íslands, Sævarsson var einnig mættur, enda hafði hann undirbúið ferðina gaumgæflega Grindavíkurmegin. Allt stóð af efndum.
Á staðnum klæddist Ísleifur tilheyrandi skjól- og hlífðarfatnaði, settist á fjórhjólið aftan við ökumanninn og lagt var af stað eftir ruddum slóða í gegnum úfið Arnarseturshraunið (rann 1226). Á undan gengu sem sagt nefndur Óskar, sonur Ísleifs (Einar) og fulltrúi FERLIRs, sem bara fylgdi með svona til að skrá ferðina líkt og allir fjölmiðlar landsins hefðu að sjálfsögðu gert (ef þeim hefði bara verið boðið).
MörkinÞegar komið var inn að Litla-Skógfelli þurfti að finna tilheyrandi slóð fyrir fjórhjólið. Hleypt var lofti úr dekkjum og tilraun gerð hvort för sæjust eftir þau í mosanum, en það reyndist ekki vera. Gömlu götunni var því að mestu fylgt að áfangastað. Þegar þangað var komið kannaðist Ísleifur við sig frá fyrri tíð. Hann sagðist aðspurður ekki hafa fylgt gömlu götunni að Steininum heldur farið beint að augum – „þangað inneftir“. Dró hann upp landakort (danska herforingjakortið) upp úr tösku og sýni hvernig markalínan ætti að liggja skv. fyrrnefndri landamerkjalýsingu. Landamerki Þórkötlustaða voru dregin (skv. lýsingunni) um hæstu bungu Stóra-Skófell og hæstu bungu Litla-Skógfells til norðurs að „Steininum við gömlu götuna“. Skv. því virtist eiga að vera augljóst hvar Steininn væri að finna. Þó var svo ekki, enda fór drjúgur tími í leitir á tiltölulega litlu svæði.
SteinnMiðað við uppdrátt Ísleifs virtist ljóst hvar Steininn var að finna. Um það bil 160cm há klapparhrúga virtist líklegasti staðurinn. Ef áletrunin væri þar myndi hún eflaust vera sem sólstafir að síðdegi. Utan við við staðinn er gróin varða á hól. Í línu við hólinn, milli Kálffells og Arnarkletts eru fleiri standandi og fallnar vörður er gætu gefið hin fyrrum landamerki til kynna – enda eflaust ekki komnar af engu.
Steinninn er um 1.8 km norðan við Litla-Skógfell og alls ekki auðfundinn. Hins vegar má ætla, meðan smalamennskan var eðlilegur hluti búskaparins, hafi staðsetningin verið á allra hlutaðeigandi vitorði – svo stutt frá gömlu götunni, sem ekki var hægt að villast út frá. Teknir hafa verið steinar úr nærliggjandi hól og búið til skjól, væntanlega fyrir þá sem biðu hinna.
Grindavik-vogar-landamerki-2Og þá var að halda til baka. FERLIR var beðinn um að halda staðsetningunni leyndri, a.m.k. fyrst um sinn. Ef þetta reynist rétt mun umdæmi Grindavíkur stækka um 1.5 km til norðurs, um tugi hektara, á kostnað Vatnsleysustrandar-hrepps. Á móti myndi Vatnsleysustrandar-hreppur (Vogar) hins vegar fá sambærilega landspildu á móti úr Grindavíkurlandi.
Auk framangreinds má bæta við eftirfarandi skráðri heimild frá um 1500:

„SKRÁ um landamerki milli Voga og Grindavíkr. – Landsbókasafn 108. 4to bls. 543 með hendi séra Jóns Haldórssonar í Hítardal „Eptir atgömlum rotnum blöðum úr herra Gísla Jónssonar bréfabók“. Sbr. Dipl. IBI. II, bls. 76.
„Um Landamerke i millum Voga og Grindavijkur.
Úr máldaga sem skrifadur var i tijd Byskups Stephanar.
Grindavik-vogar-landamerki-3Voru þesse landamerke höfd og halldin i millum voga á strönd og grindavijkurmanna meir enn upp á 30 vetur ákallslaust. ad vogar ætte ecke leingra enn nedan fra ad Kálfsfelli og upp ad vatnskötlum fyrer innan fagradal og upp ad klettnum þeim sem stendur vid Skogfell hid nedra vid götuna enn Þorkötlustader og Jarngerdarstader ættu ofan ad þessum takmörkum.“
Skv. þessari heimild ættu landamerki að líta út eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hún staðfestir í raun frásögn Ísleifs í einu og öllu. Auk þess má enn sjá Steininn við „gömlu götuna“. Á hann er klappað merkið „LM“.
Frábær ferð. Gangan (aksturinn) tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ísleifur Jónsson, f: 1927.
-Elías Guðmundsson.
-Íslenskt fornbréfasafn, 7. b. (1170-1505), bls. 457-458.

Skógfellavegur

Merki við Skógfellaveg.

 

Rósel

Hin forna lögrétt Kjósverja við Fossá er ágætt (slæmt) dæmi um hvernig skógrækt hefur gengið óþarflega nærri fornleifum. Furutrjám hefur verið plantað í og í kringum réttina án sýnilegrar ástæðu, enda stangast gjörningurinn á við ákvæði Þjóðminjalaga. Það eru Skógræktarfélög í Kópavogi, Kjós og Mosfellsbæ, sem þarna voru að verki.
HvaleyrarselsstekkurÞegar gengið er um skógræktarsvæði má víða sjá fornminjar. Þrátt fyrir lögbundna vernd þar sem röskun varðar refsingu hefur skógræktarfólk verið duglegt að planta trjám í minjarnar. Líklegt má telja að verið sé að nýta skjólið. Í sumum tilvikum gæti fólk verið meðvitað um að minjar geti verið að ræða, en sennilega er flest einungis að hugsa um skógræktina og kemur ekki auga á minjarnar. Dæmi er um að trjám hafi verið plantað í fornar götur og í seltóftir, líkt og sjá má á Baðsvöllum, við Snorrastaðatjarnir og nú síðast í Hvaleyrarselsstekknum við Hvaleyrarvatn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í fræðsluefni um skógrækt fyrir Norðurlandsskóga má sjá að viðleytni er til þess að gæta varúðar á minjasvæðum. Hefti hefur verið uppsett að það nýtist sem best skógarbændum sem taka þátt í verkefninu.
„Margir bændur kannast við svokallaða bæjarhóla á jörðum sínum, enda er það svo að á vel flestum lögbýlum á Íslandi hafa staðið bæir um aldir. Er menn byggðu úr torfi og grjóti þurftu byggingarnar mikið viðhald og bændur urðu gjarnan að dytta að húsum á hverju sumri. Með reglulegu millibili varð að hlaða upp torf- og grjótveggi og skipta út fúnum spýtum úr burðargrindinni. Við hverja viðgerð varð breyting á bænum og hver kynslóð lagaði hann að þörfum sínum og tók upp nýja tækni. Gjarnan hafa bæirnir staðið á sama blettinum svo öldum skiptir og við endurbyggingu eða viðgerðir einstakra húsa hafa með tímanum hlaðist upp manngerðir bæjarhólar. Hólar þessir geta oft verið um 3 metrar á flykkt og um 30-40 metrar í þvermál. Með fornleifarannsóknum má því oft rekja þróun torfbæjanna Hvaleyrarselsstekkuraftur á miðaldir og geyma slíkir bæjarhólar í sér gríðarlega miklar upplýsingar um sögu þjóðarinnar.
Íbúðarhús nútímans eru stundum á eða í námunda við slíka bæjarhóla. Í næsta nágrenni bæjarins voru svo útihús og önnur mannvirki, svo sem gripahús, túngarðar, kálgarðar, heimaréttir o.fl. Í meiri fjarlægð frá bænum má svo finna m.a. tóttir af seljum, fjárborgum og beitarhúsum. Minjar um líf og starf genginna kynslóða hafa ekki aðeins gildi fyrir fræðimenn er rannsaka sögu og menningu þjóðarinnar, heldur ekki síður fyrir námsfólk og allan almenning er sækir heim söfn eða nýtur útivistar á fjölbreytilegum minjastöðum. Minjar hafa aðdráttarafl og geta skilað þjóðarbúinu tekjum, ekki síst í tengslum við menningartengda ferðafljónustu. það er því mikilvægt að rækta þlennan arf vel, standa vörð um hann og kynna og leitast við að skila honum í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
FossárréttFornminjar eru hins vegar forgengilegar og ætti að vera óhætt að segja að á síðustu áratugum hefur farið fram meiri eyðing fleirra en á öllum öldum Íslands byggðar. Munar flar mest um stórtækar vinnuvélar nútímans.
Skógrækt og varðveisla menningarminja ætti hins vegar vel að geta átt samleið og skiptir þá mestu að skógræktarbændur og þjóðminjavarslan í landinu stilli saman strengi. Mjög mikilvægt er að vinna að því að kortleggja minjar á skógræktarjörð um svo komast megi hjá því að þeim verði spillt. Fornleifar eru stundum ekki greinanlegar á yfirborðinu, en oft koma tóttir mannvirkja fram sem þústir í landslaginu. Fornleifar eru skilgreindar í 9. gr. þjóðminjalaga, en að jafnaði er miðað við að minjar 100 ára eða eldri teljist til fornleifa. þeim má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
TrjáræktTelji landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask er haggað geti við fornleifum skal skýra Fornleifavernd frá því áður en hafist er handa við verkið. Sömuleiðis ef fornleifar finnast við framkvæmd verks ber að skýra stofnuninni frá því.“
Skógræktarfélag Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um nýræktun skóga m.t.t. fornleifa: „Skógrækt í nágrenni fornleifa þarf að skipuleggja þannig að þær spillist ekki. Slikum minjum á að reyna að gera hátt undir höfði á ræktunarsvæðunum, enda eykur vitneskja um þær fjölbreytileika svæðanna.
Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Hér á eftir Í Fossárdaleru listaðar helstu tegundir fornleifa, sem búast má við að finna á Íslandi en ekki má þó líta á þennan lista sem tæmandi upptalningu allra fornleifa. Skilgreiningin hér að ofan er alltaf í gildi. Ef vafi leikur á því hvort mannvirki telst til fornleifa eða ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Fornleifavernd ríkisins.
Hér eru dæmi um  tegund fornleifa: Búsetuminjar, vinnustaðir, samgöngumannvirki, varnarmannvirki, áletranir og fleira. Eftirtalin atriði þarf að varast þegar skógrækt er undirbúin nærri fornleifum.
1. Mikilvægt er skógræktin sé skipulögð þannig að hún falli sem best að slíkum minjum í landinu.  Ekki síst á það við um skógarjaðarinn næst minjunum. Einnig fer oft betur að hafa meira en 20 m radíus í kringum minjarnar. Fornminjasvæði auka mjög á útivistargildi viðkomandi skógræktarsvæða og gera þau áhugaverðari.
Í Fossárdal2. Ekki skal jarðvinna með vélum á svæðum þar sem talið er að fornminjar séu í jörðu.
3. Oft eru fleiri einstakar fornminjar nálægar og mynda heild. Þá skal opið, skóglaust svæði vera nægjanlega stórt umhverfis þær allar.
4. Þess skal gætt að girðingar, vegir og slóðar liggi ekki þvert yfir fornminjarnar.“
Í þjóðminjalögum, 107/2001 eru ákvæði um vernd minja:  „10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins“ og „11. gr.
Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands.“
Í reglugerð um þjóðminjavörslu, 334/1998, eru einnig verndunarákvæði. Þótt gildandi Þjóðminjalög kveði m.a. Trjám plantað í fornleifar - merktar Borgarminjumá um verndun fornminja vernda þau (sem slík) ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni. Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum. Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Góður skilningur skógræktarfólks er nauðsynlegur svo auka megi líkur á verndun fornra minja og meðvitund þess um gildi þeirra – líkt og skógurinn hefur tiltekið gildi í augum þess. Miðað við ákafa skógræktarfólks á liðnum árum verður, með sama áframhaldi, ekki langt að bíða að farið verður að planta trjám, skuggsælum plöntum, í hella og skúta.
Sjá meira HÉR.

Fossárrétt

Þorlákshöfn

 „Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.  Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn:
Thorlakshofn-215Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslegu vígslu.  Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst.  Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir fjörutíu skip stór og smá; mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti.
Önnur sögn er, að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi hún heitið Elliðahöfn.  Það er staðfest með dómi 1774.  En samkvæmt dómnum mun höfnin hafa heitið  Elliðahöfn í fyrstu, eða eftir að hún var mönnum byggð, og máski fram yfir lát Þorláks biskups helga 1193. – Næstum sex öldum síðar er enn fólk í Ölfusi og Flóa, sem kannast viðhið forna heiti Elliðahöfn.
Thorlakshofn-211Þorlákshöfn var að fornu fari ein af hinum mestu hlunnindajörðun Árnessýslu. Í jarðabók Árna Magnússonar Páls Vídalíns 1708 segir m.a.: “Rekavon er hér góð af viðum og hvölum á Þorlákshafnarskeiði”. Þá var þar sölvatekja mikil, er sveitamenn fyrr á tímum sóttu þangað, stundum um langa leið. Gamlar sagnir herma, að á hallæristímum, td. Eftir móðuharðindin, hafi það gerst, að Skagfirðingar hafi komið suður yfir fjöll til sölvakaupa í Þorlákshöfn. Sölin í Þorlákshöfn voru talin mikið góð, jafnvel betri en annars staðar austanfjalls. Mikið að Þorlákshafnarsölvunum var flutt í sjálft staðarbúið í Skálholti. Þar voru þau sem annars staðar notuð til matar og manneldis.
Thorlakshofn-212Trjárekinn var löngum mikill í Þorlákshöfn. Svo lengi, sem biskupsstóllinn átti jörðina, má sjá það af heimildum frá 16., 17. og 18. öld, hve viðarrekinn var oft feikimikill og löngum fluttur upp að Skálholti. Þar var hann notaður til húsagerðar, viðhalds húsa og búsmuna og annarra smíða. Einnig var rekaviðurinn oft seldur sveitamönnum, þegar biskupsstóllinn áleit sig aflögufæran þeim nytjagögnum.
Það voru lítil skilyrði til búsetu fyrir sjómennina í Þorlákshöfn. Túnið sjálft og suður af því, svo nefnt Þorlákshafnarnes var eina gróna landið um langan aldur og höfðu heimabændur það fyrir búpening sinn. Utan þess svæðis og ofan við það var næsta nágrennið mestmegnis foksandur með melgrastoppum, klappir og hraun.
Thorlakshofn-213Það voru því aðrar ástæður en landbúskapur, sem lágu til þess, að sókn sjómanna til Þorlákshafnar var meiri en annarra verstöða. Ástæðurnar voru einkum tvær, önnur var sú að lendingarnar voru taldar þar betri en alls staðar annars staðar á nærliggjandi svæðum.  Var því oftar mögulegt að komast til róðra á næstu fiskimið.  Þar af leiðandi urðu þar að jafnaði betri hluti en í öðrum verstöðvum austan fjalls, enda segir í Jarðabók Árna og Páls 1708, að þar sé “verstaða merkilega góð”. Hin ástæðan var sú, að þar var langöruggasta landtakan og hættuminnst mönnum, skipum og afla.  Stundum kom það fyrir að með öllu var ólendandi við Loftstaðasand, Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að menn urðu frá að hverfa og var þá oft eina lífsvonin að leita til Þorlákshafnar. Margar sögur eru til af því að opnu skipin austan Ölfusár leituðu til Þorlákshafnar, þegar ólendandi var í heimaverstöðvunum og náðu á slysalaust landi í Þorlákshöfn. Var hún í slíkum tilfellum stundum nefnd þrautalending eða “lífhöfn” hinum sjóhröktu mönnum.“

Heimild:
-Saga Þorlákshafnar.
-olfus.is
-ismennt.is/not/siggud/heimabaer/ljod.htm

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.

Ölfus

Svo skrifar Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um örnefnið „Ölfus“ eða „Álfsós“ árið 1895:
Brynjulfur jonsson„Svo segir í Landnámu (V. 13.): »Álfr enn egðski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. Álfsós er hvergi nefndur nema á þessum eina stað; ekki væri unnt að vita hvaða ós það er, ef ekki stæði svo vel á,að þar er ekki um að villast. Álfr nam land »fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. En rjett áður stendur: »Ormr nam land fyrir austan Varmá til Þverár, ok um Ingólfsfell alt ok bjó í Hvammi«. Það liggur opið fyrir, að landnám þessara manna er Ölfussveit, þó nafnið sje ekki nefnt. En þar er ekki, og hefir aldrei verið, nema um einn ós að ræða, er til sjávar liggur, það er útfall Ölfusár. Álfsós er því sama sem Ölfusár-ós.
En svo má fara lengra: Álfsós er sama sem Ölfusá sjálf að meðtöldu »Soginu«, sem nú heitir, allt upp að Þingvallavatni. Þangað hafa landnámsmenn kannað landið upp með ánni að vestanverðu. Þeir hafa álitið Sogið aðal-ána, því vestan frá sjeð sýnist Hvítá ekki öllu stærri þar sem þær koma saman. Og þeim hefir ekki þótt hún vera lengri en svo, að við hana ætti nafnið: ós; — en alkunnugt er að stutt á, sem rennur úr stöðuvatni, er venjulega kölluð: „ós“. Vatnið, sem þessi ós rann úr, hafa þeir svo kennt við hann og kallað það Álfsóssvatn. Það nafn hefir síðan breyzt í »Ölfusvatn«, bæði örnefnið eða nafn vatnsins, — sem síðar fjekk nafnið: Þingvallavatn, — og líka nafn bæjarins, sem nefndur hefir verið eftir vatninu; fyrst: at Álfsfssvatni, seinna: at Ölfusvatni. Og enn heitir hann Ölfusvatn.— Þetta eru að vísu tilgátur, en þær má styðja með talsverðum líkum.
Olfus-22Í Íslendingabók koma fyrir nöfnin: »Ölfossá« (= Ölfusá)…, »en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfossá es hann lagþi sína eigo á síþan« (1. k.) og »Ölfossvatn « (= Ölfusvatn)…. »en þeir Gissorr foro unz qvámu í staþ þann í hjá Ölfossvatni es kallaþr es Vellankatla« (7. k.). Vellan- heitir enn við Þingvallavatn. Það eru uppsprettur, sem koma undan hrauninu við vatnið skammt fyrir vestan Hrafnagjá. Þar hjá liggur vegurinn og hefir altaf legið þar. Þann veg urðu þeir Gissur og Hjalti að fara. Um þann stað er því ekki að villast, og sjest þar af, að Þingvallavatn hefir heitið »Ölfossvatn« þá er þetta var ritað. Í Landnámu I. 6. stendur: »Ingólfr lét gera skála á Skálafelli, þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn ok fann þar Karla«. Hvar það var við vatnið, sem Ingólfur fann Karla, er ekki hægt að ákveða; en í hug kemur manni bæjarnafnið Ölfusvatn. En það gerir ekkert til. Hitt er enginn vafi um, að vatnið, sem hjer er nefnt Ölfusvatn, er Þingvallavatn, eða hið sama, sem Íslendingabók nefnir Ölfossvatn. Ölfusvatn er yngri mynd sama nafnsins. En nú liggur beint við að spyrja: Hvernig stendur á þessura örnefnum: Ölfossá og Ölfossvatn eða Ölfusá og Ölfusvatn, ellegar á sveitarnafninu Ölfus, sem auðsjáanlega stendur í sambandi við þau? Menn vita það ógjörla. En svo er að sjá, sem menn hafa ætlað, þá er fram á aldirnar leið, að þessi nöfn væru leidd af mannsnafninu Ölvir. Því mun það vera, að margir seinni menn hafa ritað: »Ölves«, »Ölvesá«, Ölvesvatn«. En enginn hefir, svo jeg viti, reynt til að skýra nafnið Ölfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum (Safn til sögu Íslands I.). Hann hneigist þar að myndinni: Ölves og virðist heimfæra það til Ölvis barnakarla, þar eð hann gefur öllum ættmönnum Ölvis, er hingað komu, ameiginlegt nafn og kallar þá »Ölvisinga«. Og svo segir hann (bls. 289): »Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt«. Þó bætir hann við: »getur vel verið, að það hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru«. Sjest af þessu, að hann var þó ekki ánægður með að leiða það af nafni Ölvis,— sem ekki var við að búast. Neðanmáls (á sömu bls.) segir hann: »Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Olfus-23Valdres), mun varla vera annað örnefni á Íslandi sem eins er myndað«.
Í sambandi við þetta nefnir hann Eirík ölfus, lendan mann í Súrnadal á Ögðum; en þar við setur hann »ölfús« í sveigum með spurningarmerki, og er það án efa rjett athugað, að viðurnefni Eiríks hefir verið: öl-fúss, þ. e. fús til öls (að drekka það og veita); stendur það því ekki í sambandi við örnefnið Ölfus, eða Ölves. Það var nú án efa hin eina skynsamlega skýring á nafninu Ölves, sem hægt var að koma fram með, að geta þess til, að það hjeti í höfuðið á samnefndu hjeraði erlendis. En af því ekki er hægt að styðja þá tilgátu með neinu, verður að sleppa henni. Og það er hvorttveggja, að ættmenn Ölvis barnakarls munu aldrei hafa verið kallaðir Ölvisingar til forna, enda námu þeir land í Hreppunum og ættbálkur þeirra dreifðist mest út þar um uppsveitirnar, sem ekki einu sinni eru í nágrenni við Ölfusið. Álfr, landnámsmaður í Ölfusi, var raunar af Ögðum; en það er engin sönnun fyrir því, að hann hafi verið af ætt Ölvis barnakarls.
Er líklegt, að þess hefði verið getið, olfus-24ef svo hefði verið, og því fremur ef hann hefði gefið hjeraðinu nafn eftir honum eða ætt hans, því Ölvir var svo kunnur og kynsæll maður, að höfundi (eða höfundum) Landnámu hefði naumast verið ókunnugt um það; og hann hefði þá ekki heldur sleppt að geta þess. En það þarf ekki að fjölyrða um þetta: Fornritin hafa »Ölfus« en ekki »Ölves«; og má undra, að Dr. Guðbr. minnist ekki á það. En vitanlega var það ekki tilgangur hans, að rannsaka þetta mál, hefir hann því farið fljótt yfir. Annars hefði hann að líkindum komizt að annari niðurstöðu.
Á hvorar myndirnar sem litið er: Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn eða Ölves, Ölvesá, Ölvesvatn, þá stendur það á sama: þær eru óíslenzkulegar og óskiljanlegar. Þær hljóta að vera aflagaðar úr öðrum eldri myndum. Það eru nú eldri myndir, sem standa í Íslendingabók: »Ölfossá« og »ölfossvatn«, en þar ber að sama brunni: ekki er heldur hægt að skilja þær, eins og þær eru. Þær hljóta líka að vera breyttar úr öðrum enn eldri. Eitthvert skiljanlegt orð og lagað eftir eðli íslenzkrar tungu hlýtur að liggja til grundvallar fyrir þeim öllum. Mjer hefir dottið í hug að það muni einmitt vera orðið Álfsós. Og þetta þykir mjer þvi líklegra, sem jeg hugsa lengur um það.
olfus-26Það er hægt að hugsa sjer og gera sjer skiljanleg öll þau breytingastig, sem orðið: Álfsós hefir gengið í gegnum, þangað til það var orðið að orðinu: Ölfus. Einna fyrst mun mega telja það, að eignarfalls s-ið í miðju orðsins hefir fallið burt, eins og mörg dæmi eru til í samsettum orðum, þar sem fyrri hlutinn er í eignarfalli. Mörg orð verða við það þægilegri í framburði og þar á meðal er Álfsós, það var þægilegra að bera fram: Álfós, og þá líka Álfóssvatn. Því hafa menn borið svo fram. Líkt stendur á t. d. með nöfnin: Álfhólar (=Álfshólar), Úlfdalir (=Úlfsdalir) og Úlfá (=Úlfsá), og fleiri mætti nefna. Þessi breyting mun hafa orðið mjög snemma. Það er jafnvel hugsanlegt, að strax þá er nafnið var gefið, hafi það verið Álfós. Satt er það, að í Landn. stendur: Álfsós. En þess er að gæta, að elztu frumrit hennar eru ekki til. Enginn veit, hvort í þeim hefir staðið Álfsós. Mjer þykir líklegra, að þar hafi staðið: Álfós, en seinni afritarar bætt ,s-inu inn í.

olfus-25

Þeir hafa fundið, að það átti þar heima, en ekki vitað, að orðið stóð í sambandi við orðið Ölfus. Svo mikið er víst, að þó orðið standi í upprunamynd sinni í Landn., þá hefir það verið búið að týna henni í daglegu máli löngu áður en Landn. var rituð, það sýna myndir þess í Íslendingabók. Er því eitt af tvennu: Annaðhvort hefir upprunamyndin, ásamt frásögninni um landnám Álfs, geymzt óbreytt í fjarlægum hjeruðum landsins, þar sem menn vissu ekki hvaða ós það var, sem nafnið bar, ellegar ritararnir hafa lagað orðið eftir mannsnafninu af skilningi sínum.
Menn vita það, að frameftir öldum voru hljóð þau, sem táknuð eru með d og ó, ekki eins skarplega aðgreind eins og á seinni öldum. Þá hefir t.d. Ólöf verið sama nafnið og Álöf (sbr. Álöf árbót og Ólöf árbót). Og þar sem í vísu Hallfreðar stendur (Ól. s. Tr. 256. kap.): »Vera kveðr öld ór eli Ólaf kominn stála«, þá sýnir bragarhátturinn, að Hallfreður hefir sagt: Álaf, en ekki Ólaf, og hefir það á þeim tíma staðið á sama. Eins hefir verið um nafnið Álfós; það hefir engu síður verið borið fram Ólfós. Og eftir því sem þessi hljóð aðgreindust hefir þess meira gætt að d-ið í ós tillíkti sjer a-ið í Álf, svo að Álfós varð algerlega að Ölfós í framburðinum.

olfus-27

Tilhneiging manna til, að gera orðin æ mýkri og linari í framburði, veldur óteljandi latmælum, sem gera daglega málið svo aðgæzluvert. Orðið Ölfós hefir einnig orðið fyrir því: hljóðin í því hafa styzt eða grennst í framburðinum, svo að úr Ölfós hefir orðið Ölfos. Og þá er svo var komið, bar það ekki lengur með sjer, hvað meint var með því: enginn vissi lengur, að merkingin var ós. Því varð nú ekki lengur komizt hjá, þá er um ána var rætt, að ákvarða merkinguna með því, að bæta d aftanvið. Við það fjekk »Ölfos« eignarfallsmerkingu og eignarfalls-s bættist þar við. Nafnið varð: Ölfossá — að sínu leyti eins og Ölfossvatn, sem breyttist að sama skapi.
En nafnið á var nú líka á reiki milli á og ó, og átti það sjer stað um hvaða á sem ræða var í landinu. En með tímanum varð á allstaðar ofan á, eins í nafninu Ölfossá og öðrum. En jafnframt fór þá á-hljóðið í endingunni að hafa áhrif á o-ljóðið í upphafinu: það varð að ö-hljóði. Menn fóru að bera fram: Ölfossá — og í samræmi við það: Ölfossvatn. —

olfus-28

Hafa þessar myndir verið orðnar algengar, þá er Íslendingabók var rituð. Aftur fór nú ö-hljóðið í upphafinu að hafa áhrif á o hljóðið í -oss: það varð að u-hljóði. En eignarfallsmerkingin, sem Ölfoss- hafði borið með sjer, varð þar við svo óljós, að ekki þótti lengur þörf á að tvöfalda s-ið í framburði. Það var líka viðfeldnara að sleppa því, og svo gerðu menn það. Nú var þá orðið Álfós orðið að orðinu: Ölfus og Álfósvatn að: Ölfusvatn.
Öll þessi breytingastig eru svo snemma um garð gengin, að á ritöldinni, þegar sögur vorar eru skráðar, hafa orðin verið búin að fá hinar síðasttöldu myndir og hafa þær því verið færðar í letur í sögunum. Og þá er búið var að því, var þeim óhættara við breytingum; enda hafa þau ekki breyzt eftir það, nema að skift hefir verið um nafn vatnsins. En það kemur ekki þessu máli við. Það hefir víst verið snemma, að menn fundu þörf á, að gefa öllu byggðarlaginu, eða sveitinni, sameiginlegt nafn. Lá þá mjög nærri að kenna sveitina við ósinn, sem rann með henni endilangri og kalla Álfsóssveit — eða Álfóssveit þá er s-ið var fallið burtu. Getur líka verið, að menn hafi nefnt Álfósshrepp eða jafnvel Álfósshjerað. En það kemur allt í sama stað niður. Hjer er svo breytingasaga orðsins hin sama, sem áður er rakin. En það bætist við, að þá er það var orðið algengt að nefna »Ölfussveit« (Ölfushrepp eða Ölfushjerað?), án þess að gera sjer neina hugmynd um merkingu »Ölfus«-nafnsins, þá hættu menn að finna þörf á, að bæta hinu ákvarðandi orði: -sveit (eða hvað það nú var) aftan við.

olfus-29

Nafnið Ölfus var svo einkennilegt, að þá er það var búið að festa sig við sveitina, þá þurfti ekki að bæta við það -sveit, eða neinu slíku, til þess að hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefudu svo sveitina blátt áfram »Ölfus«, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt. Það hlaut nefnilega oft að koma fyrir, að orðið væri haft með greini, og þá var ólíku viðkunnanlegra að segja Ölfusið, heldur en Ölfusinn eða Ölfusin. Hafi það líka verið nefnt Ölfushjerað áður, sem vera má, þá var hvorugkynsmerkingin þegar fengin fyrirfram í orðið Ölfus. Þar sem Ölfussveit kemur fyrir í sögunum, er nafn hennar ekki nema Ölfus; sveitar-orðið er þá þegar fallið burtu.
Í fljótu áliti má það virðast undarlegt, að Ölfusá skuli ekki halda nafninu alla leið upp að Þingvallavatni, hafi nafnið Álfós náð þangað. Hvernig stendur á því, að efri hluti hans skyldi síðar fá hið einkennilega nafn: »Sogið«. Sennilegt svar upp á þetta spursmál liggur ekki fjarri: Í fyrstu mun staðurinn þar, sem ósinn rann úr vatninu, hafa verið nefndur »Sog« af straumlaginu. Þar, en ekki annarstaðar, gat það nafn átt við. En þá er nafnið Álfós var orðið svo breytt, að það var óþekkjanlegt og merkingarlaust, þá gleymdist smámsaman hve langt það náði. Þá fóru menn að láta nafnið »Sog« eða »Sogið« ná alla leið niður að Hvítá. En nafnið Ölfusá var ekki látið ná lengra en upp að áamótunum þar sem Hvítá og Sogið koma saman.

olfus-30

Það er naumast vafamál, að orsökin til þess, að menn tóku upp á því, að rita Ölves — og þar af leiðandi: Ölvesá og Ölvesvatn, — hefir verið sú, að þeim hefir ekki getað dulizt það, að orðið »Ölfus« hlyti að vera einhver afbökun. Hafa því viljað færa það til rjettara máls og gefa því merkingu sína, er þeir hafa ætlað, að standa ætti í sambandi við Ölvis-nafn, þó enginn vissi neitt um þann Ölvi, og þó Ölves verði ekki að rjettu leitt af því nafni. Þess konar leiðrjettingatilraunir út í bláinn eru ekki sjaldgæfar. En eins og von er til, eru þær oft misheppnaðar, þó þær sjeu vel meintar og viðleitnin, að útrýma villum úr málinu, góðra gjalda verð.
Að endingu skal jeg taka það fram, að þó jeg hafi hugsað mjer breytingasögu orðsins stig fyrir stig eins og hún er hjer fram sett, þá er ekki meining mín að fullyrða, að breytingin hafi farið þannig fram og ekki öðruvísi. Mig skortir þekkingu á fornmálinu til þess, að jeg geti fullyrt nokkuð um það. Það er einmitt líklegt að jeg hafi ekki hitt á að rekja stig breytingarinnar rjett. En þar af leiðir ekki, að breytingin hafi ekki átt sjer stað. Jeg hefi leitazt við að leiða líkur að henni, til að vekja athygli á þessu máli. Tel jeg víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, ao orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Alfós (=Álfsós).“

Heimild:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, Brynjúlfur Jónsson,  Ölfus – Álfós, 16. árg. 1895, bls. 164-172.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.

Þórustaðir

Í frétt Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar má lesa eftirfarandi um „brúsapalla“ í sveitarfélaginu:

Brúsapallur

Brúsapallur ofan Litlabæjar og Bakka.

„Brúsapallar voru víða um sveitir landsins á árunum 1940 til 1970. Þar þjónuðu þeir hlutverki sínu fyrir mjólk sem beið þess að verða sótt, á leið sinni í mjólkurbúið. Þar beið líka stundum heimasætan og annað fólk sem þurfti bílfar um sveitina.
Árið 2009 voru nokkrir brúsapallar friðaðir í Noregi þar sem talið var að þeir hefðu að geyma merkan hluta af menningarsögu sveitanna, hvað snerti bæði framleiðsluhætti og félagslíf.
Í Sveitarfélaginu Vogum eru enn uppistandandi tveir brúsapallar, smáhýsi sem standa við afleggjarana að Litla-Bæ og Bakka og Þórustöðum. Sannarlega merkur hluti menningarsögu sveitarfélagsins.
Er ástæða til að halda sögu þessara brúsapalla okkar lifandi? Hefðu vegfarendur um sveitina okkar hugsanlega gagn og gaman af að fræðast um hluta menningarsögu okkar við smáhýsin við Vatnsleysustrandarveg?“

Brúsapallur

Búsapallur ofan Þórustaða.

Á mbl.is var grein um brúsapalla undir fyrirsögninni „Kennari, hvað er brúsapallur?
„Nú eru komin ný orð yfir þetta, ferlega ljót, nánast afstyrmi að því er mér finnst: samnemendur eða samstúdentar .
Öllum er ljóst að samfélag okkar, sem og þau sem við höfum mest saman að sælda við, breytist ört. Það veldur því að við þörfnumst sífellt nýrra orða til að gera okkur jarðvistina léttbærari og skiljanlegri. Ný orð yfir ný fyrirbæri gera okkur kleift að vera virk í þessum nútíma sem þó staldrar svo stutt við áður en sá næsti birtist.
Í því augnamiði smíðum við nýyrði mörg, lögum erlend orð að íslensku beygingar- og hljóðkerfi og tökum gömul íslensk orð, sem misst hafa af hraðlestinni, orðið eins konar strandaglópar eins og orðið skjár svo dæmi sé nefnt. Mörg hinna nýju orða verða gildir þegnar málsamfélagsins, önnur týnast brátt; verða undir í samkeppninni.

Brúsapallur

Brúsapallur í Flóa.

Fylgifiskur alls þessa er náttúrlega sá að sum gömul og gegn orð glatast með öllu eða verða svo fágæt í munni manna og skrifum að þeir sem þau nota teljast til sérvitringa, eins konar fornmanna sem neita að hlýða kalli tímans.
Þessi orð verða úti og rata ekki til hinna nýju byggða af því að þeirra virðist engin þörf lengur. Þau verða samferða í útlegðina gömlum atvinnuháttum og verkmenningu sem gengin er sér til húðar.

Brúsapallur

Brúsapallur.

Þannig er það staðreynd að allsendis væri ómögulegt að kenna börnum vorum og unglingum ljóðið um Bjössa á mjólkurbílnum án þess að því fylgdu nákvæmar orðskýringar. Þannig stendur í Íslensku orðabókinni: „Brúsapallur: pallur á mótum þjóðvegar og heimreiðar að býli þar sem mjólkurbrúsar eru settir fyrir mjólkurbílinn.“
Það vekur athygli að sögnin, sem fylgir skýringunni, er í nútíð (eru). Nú er tími brúsapallanna liðinn og líklega væri réttara að nota þátíðina (voru).
Brotthvarf brúsapallanna úr íslensku þjóðlífi var fyrir nokkrum árum tilefni þessarar vísu manns sem virðist sakna ákaft horfins tíma:

Öðruvísi allt í gær;
aldni tíminn fallinn.
Okkar bíður engin mær
við engan brúsapallinn.

Brúsapallurinn horfni er einungis eitt dæmi ótal margra um orð sem látið hafa í minni pokann fyrir þessu óttalega skrímsli sem við köllum þróun, jafnvel framfarir, og engu eirir.
Stundum gerist það og að orð sem notuð hafa verið í áratugi, jafnvel aldir, um fyrirbæri sem enn eru í fullu gildi í samfélaginu, verða að víkja, gjarna vegna erlendra áhrifa. Að sumum þessara orða þykir mér mikil eftirsjá.“

Í Degi árið 1956 er stutt skrif um brúsapalla:

Brúsapallur

Brúsapallur.

„Brúsapallar ættu að vera á hverjum stað, þar sem mjólk þarf að skilja eftir við veginn og mjólkurbíllinn tekur síðan. Ef einhverjum finnst þetta hégómamál, ættu þeir að hugleiða það ofurlítið nánar og hafa þá jafnframt hreinlætið í huga. Brúsarnir eru settir á vegarbrún. Bílar fara um og aursletturnar ganga yfir brúsana þegar blautt er um. Í þurrki leggur rykmökkinn yfir þá. En verstur er þó staðurinn sjálfur, þar sem þeir standa á. Þar er traðk manna, hunda og stórgripa. Eitt og annað loðir svo við botngjörðina þegar brúsarnir eru látnir á pallinn. Það hristist að mestu af á leiðinni og þá gjarnan á aðra brúsa er neðar standa. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að eitthvað væri enn eftir þegar að því kemur að hella mjólkinni í vigtina við móttöku í mjólkursamlaginu, er hætt við að mjög óvelkomin óhreinindi verði nærgöngul við hina ágætu mjólk.
Ekki skal í efa dregið að vígreifar hersveitir Jónasar samlagsstjóra, sem hafa þrifnaðinn að vopni, auk sjóðandi vítisvéla, grandi sýklum og öllum þeim ósýnilegu og mögnuðu kvikindum, sem teljast óvinveittar heilbrigði dauðlegra manna og kynnu samkvæmt framansögðu að eiga greiðari leið en æskilegt væri inn á aðalstöðvar mjólkuriðnaðarins. En betra væri samt að loka þessari leið með þeirri þrifnaðarráðstöfun að hafa brúsapalla á hverjum bæ og eru þessar línur skrifaðar í því skyni að þeim mætti fjölga sem fyrst og sem mest. – Spói.“

Á vefsíðu Þjóðminjasafnsins er fjallað um brúsapalla:
Brúsapallur
„Árið 1960 var ekki langt þar til gjörbylting varð í landbúnaði á Íslandi. Vélvæðingin var skammt undan og vélknúin farartæki, dráttarvélar og jeppar leystu af hólmi þarfasta þjóninn við flutninga á landbúnaðarafurðum, jarðvinnu og heyskap. Fjósin stækkuðu, mjaltavélar komu til sögunnar og mjólkurframleiðsla jókst. Í fyrstunni var víða haldið áfram að setja mjólkina í brúsa og hún keyrð í veg fyrir mjólkurbílinn, sem var búinn sogdælu sem dældi mjólkinni í tank bílsins. Næsta stig þróunar varð að við hvert fjós skyldi vera mjólkurhús til þess að uppfylla gæðakröfur sem settar voru til framleiðslu mjólkurafurða. Þar með var því marki náð að mjólkurbíllinn kæmi heim á hvern bæ til þess að sækja mjólkina. Brúsapallar urðu við það svipur hjá sjón. Þeir gegndu þó áfram hlutverki eins konar póstkassa uns þeir hurfu alveg úr vegkantinum og póstkassar með samræmt útlit festir á þar til gerða staura við heimreiðar bæja.“

Á bloggsíðunni bilablogg.is segir m.a. af sannleiknum um Bjössa á mjólkurbílnum:
Brúsapallur
„Starf mjólkurbílstjóra var margþætt á þessum árum og fólst að hluta til í því að koma pökkum á milli staða. Ekki þurfti meira til en það og útkomuna þekkjum við í textanum við ítalska lagið Poppa Piccolino sem varð einfaldlega að: „Bjössi á mjólkurbílnum„.
Höfum í huga við lestur textans í heild hér fyrir neðan að Björn var kvæntur maður og faðir tveggja ungra barna, en alls urðu börnin fjögur. Björn var maður sem fólkið í sveitinni fagnaði þegar hann birtist með nauðþurftir og annað. Hann þótti með eindæmum lunkinn bílstjóri og í minningarorðum um Björn skrifaði dóttir hans að „[…] varla var til sú bíldrusla sem hann gat ekki gert gangfæra“.

Brúsapallur

Brúsapallur austur í sveitum.

Höfum líka í huga að maðurinn sem gerði Kolbein kaftein að hamfarakjafti í íslenskri þýðingu Tinnabókanna samdi textann um Bjössa og var það sem fyrr segir gert af glettni. Má sjá fyrir sér Loft Guðmundsson, sposkan á svip, hripa niður textann sem er svona:

Hver ekur eins og ljón
Með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver stígur bensínið
í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Hann Bjössi kvennagull.
Við brúsapallinn bíður hans mær,
Hæ, Bjössi keyptirðu þetta í gær?
Og Bjössi hlær, ertu öldungis ær,
Alveg gleymdi’ ég því.
Þér fer svo vel að vera svona’ æst
æ, vertu nú stillt ég man þetta næst.
Einn góðan koss, svo getum við sæst á ný.
Hann Bjössi kann á bil og svanna tökin.
Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin.

Heimildir:
-https://www.facebook.com/510788858933519/photos/br%C3%BAsapallar-voru-v%C3%AD%C3%B0a-um-sveitir-landsins-%C3%A1-%C3%A1runum-1940-til-1970-%C3%BEar-%C3%BEj%C3%B3nu%C3%B0u-%C3%BEei/584589608220110/
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1364905/
-https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/adrar-syningar/ljosmynd-manadarins/hver-ekur-eins-og-ljon
-Dagur, 52. tbl. 06.10.1956, Fokdreifar, bls. 4.
-https://www.bilablogg.is/frettir/sannleikurinn-um-bjossa-a-mjolkurbilnum

Vatnsleysuströnd

Brúsapallurinn ofan Litlabæjar og Bakka 2022.

Landakot

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrslu I“, er m.a. fjallað um bæina Auðna, Höfða, Bergskot (Auðnakot), Landakot, Hellukot, Þórustaði, Norðurkot og Tíðagerði. Þessum bæjum fylgdu og nokkur önnur kotbýli sem og mannvirki, sem enn sér móta fyrir.

Auðnar

Auðnar

Auðnar, Höfði, bergskot, Landakot, Hellukot, Þórustaðir, Norðurkot og Tíðagerði – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss, konungseign 1703. JÁM III, 137-139.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs, 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska.
Hjáleigur 1703: Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot hjáleiga 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.

Auðnar

Auðnar – loftmynd.

„Guðmundur [Guðmundsson] var með mestu útgerðarmönnum á Suðurnesjum með 60 manns á vertíð og þar með um 20 fast heimilisfólk. […] Guðmundur hafði góðar landnytjar og allnokkurn búpening, þó hann sinnti búskapnum minna en sjósókninni. Hann byggði stórt tveggja hæða timburhús um 1883-84 og var efnið úr James-Town skipinu, sem strandaði í Höfnum árið 1881. […] Stefán Sigurgeirsson [keypti jörðina 1915] byggði upp flest hús á staðnum og byrjaði á íbúðarhúsinu árið 1918, sem þá var með glæsilegri húsum í hreppnum. Reif hann gamla húsið og notaði viði þess í það nýja. […] Árið 1960 byggði Kolbeinn [Guðmundsson] núverandi íbúðarhús og reif það gamla árið 1963 […].“ GJ: Mannlíf og mannvirki, 296-300.
1703: „Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 138. 1919: Tún Auðna og Höfða 6,5 teigar, garðar 4300m2.

Auðnar

Auðnar og nágrenni – loftmynd.

Bæjarhóllinn er greinilegur en refabú var byggt fyrir nokkrum áratugum norðan við hann og nær það norður að sjávarbakka.
Núverandi íbúðarhús er fast vestan við bæjarhólinn en á honum sjálfum er nú malbikað bílaplan. Bæjarhóll Auðna er í miðju túni.
Bæjarhóllinn er um 20×20 m að stærð og um 1,2 m á hæð þar sem hæst er fram af honum til norðurs. Engar fornar mannvirkjaleifar sjást á honum. Líkur eru til þess að hann hafi lítið verið skemmdur vegna byggingaframkvæmda úr því nýjasta íbúðarhúsið var ekki byggt á honum.

Auðnakot (Bergskot)

Bergskot

Bergskot – loftmynd.

Hjáleiga Auðna 1703, dýrleiki óviss. JÁM III, 138. Upphaflega tómthús. GJ: Mannlíf og mannvirki, 302.
1919: Tún 1,3 teigar, garðar 670m2.

Bergskot

Bergskot (Auðnakot) – uppdráttur.

„Bærinn var hlaðinn út torfi og grjóti og kringum hann voru grjótgarðar,“ segir í örnefnaskrá. Bergskot er um 200 m suðaustan við bæjarhól Auðna. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að Þórarinn Einarsson og Guðrún Þorvaldsdóttir hafi búið í Bergskoti til 1925 en þau eignuðust líka Höfða og sameinuðu jarðirnar. Líklega hefur verið hætt að búa í bænum 1925. Tengdasonur Þórarins byggði nýtt íbúðarhús um 30 m suðvestan við gamla bæinn og kallaði það Bergstaði. Gamla Bergskotsjörðin fylgdi þó ekki húsinu. Tóft bæjarins er í grösugu og tiltölulega flatlendu túni. Bergstaðir, íbúðarhús, er fast vestan við bæjarhólinn. Ekki er að sjá greinilegan bæjarhól en umtalsverðar byggingar eru á bæjarstæðinu. Stór og greinileg bæjartóft sést enn, auk þriggja kálgarða. Tóftin er um 14×14 m að stærð og skiptist í 3 hólf. Hún er grjóthlaðin og gróin.

Höfði

Höfði

Höfði.

„Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971,“ segir í örnefnaskrá Auðnahverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Höfði um 90 m suðaustan við bæ (Auðnum). Bæjarstæðið er í hólóttu túni. Á því stendur stórt hús sem er allgamalt í grunninn og líklega sama hús og merkt er inn á túnakortið. Ekki sjást leifar kálgarðs sem sýndur er á túnakorti fast sunnan við bæinn. Hann er skráður hér með bænum.
Bæjarstæðið er í gömlu túni suðaustan við Höfðatjörn, stóra lægð sem nú er þurr og gróin. Nú (2010) er fallegur skrúðgarður í kringum húsið en aðallega sunnan við það. Austan við syðsta hluta hússins er upphækkun og hleðsla þar sunnan við en þetta virðast ekki vera gamlar minjar.
Byggingarnar á bæjarstæðinu eru um 20×13 m að stærð og snúa ANA-VSV. Byggingarnar samanstanda af fjórum samtengdum húsum eða herbergjum. Þær hafa verið gerðar upp og eru bárujárnsklæddar. Ekki er að sjá að kjallari sé undir byggingunum og ekki er nein uppsöfnun mannvistarleifa sýnileg.

Ólafsbúð
Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen segir: „Þá eru enn ótalin tvö þurrabúðarkot rétt hjá Auðnum: Hóll og […]. Ólafsbúð, þurrabúð sunnanmegin við Auðna […].“ Þrjár tóftir eru um 180 m suðvestan við bæ og hafa þær líklega tilheyrt Ólafsbúð þó ekki sé hægt að fullyrða um það.

Bæjarstæði
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Hjáleiga forn heima við bæinn, hefur bygð verið fyrir tuttugu árum, síðan um stund í eyði legið, nú ljær bóndin húsin móður sinni … Kann ekki að byggjast án bóndans skaða.“ Ekki er vitað hvar hjáleiga þessi hefur verið og því ekki hægt að staðsetja hana með innan við 50 m skekkju. Hjáleigan hefur væntanlega verið í túni, nærri bæ.
Ekki sjást neinar minjar við bæinn sem gefa til kynna staðsetningu hjáleigunnar en ekki er ólíklegt að hún hafi verið þar sem eitthvert af þeim útihúsum sem skráð eru af túnakorti stóðu.

Hólmsteinshús
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Hólmsteinshus hafa yfir tuttugu ár í eyði legið … grasnautnina brúkar heimabóndinn og þykist ei missa mega að skaðlausu.“ Ekki er vitað hvar Hólmsteinshús voru og því ekki hægt að staðsetja þau með innan við 50 m skekkju.

Hóll
„Og svo er eitt tómthús, Hóll. … Skammt frá Þúfuhól er þurrabýlið Hóll í Hólslóð,“ segir í örnefnaskrá. Tóft Hóls er um 265 m frá bæ og um 10 m sunnan við Sundvörðu Neðri. Tóftin er uppi á klapparhól í hraunmóa, innan sumarhúsalóðar.

Mylla

Auðnar

Auðnar – mylluhús. Grunnur vindmylluhúss í Auðnalandi. Athafnamaðurinn Stefán Sigurfinnson á Auðnum stofnaði samtök meðal hreppsbúa um byggingu vindmyllunnar 1918-19. Átti hún að mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Rekstur beinamyllunnar gekk ekki eins og vonast var eftir, bilanir voru all tíðar og viðhald dýrt auk þess sem hún malaði of gróft. Var hún því aflögð aðeins tveimur eða þremur árum eftir að hún var reist. En hús hennar stendur enn sem vitnisburður um stórhuga athafnafólk Strandarinnar. Keðjurnar sem héldu mylluspöðunum hanga þar ennþá.

Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Þá stofnaði Stefán, ásamt fleirum, samtök meðal hreppsbúa sem byggðu rammgerða vindmyllu 1918-19. Skyldi hún mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Stendur þetta sérkennilega hús enn, þ.e. steyptir veggir […] Beinmyllan stóð stutt og var aflögð 1920-21.“ Myllan er um 150 m suðvestan við bæ.
Myllan stendur á klapparhól í móa rétt utan túns, um 10 m vestan við veg heim að Auðnum. Myllan er steinsteypt og er um 3 m á kant að grunnfleti. Dyr eru á norðvesturhlið og gluggar á suðvestur- og suðausturhliðum. Myllan mjókkar lítið eitt upp, er um 4 m á hæð. Timburbrak er utan við og innan í myllunni.

Landakot
Landakot
Nefnd hálflenda, jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 139-140.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. Guðmundur Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. GJ: Mannlíf og mannvirki, 304, 309. Niður við sjó var býlið Lönd. Ö-Landakot GS, 2.
1703: „Túnin fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 140.
1919: Tún 4,7 teigar, garðar 1620m2.

Landakot

Landakot – loftmynd.

Í bókinni Mannlíf og mannvirki eftir Guðmund Jónsson segir: „Einnig byggði hann [Guðmundur Brandsson bóndi í Landakoti] nýtt íbúðarhús í Landakoti um 1883-4 á líkum tíma og aðrir hér í hreppi byggðu úr James-Town strandinu í Höfnum.“ „Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir,“ segir í örnefnaskrá Heimildum ber ekki saman um byggingarár núverandi íbúðarhúss; í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22. Húsið sem byggt var á árunum 1883-4 er það hús sem sýnt er á túnakorti frá 1919 en samtengt því var annað hús sem stóð fast austan við það og er mynd af báðum húsum í bókinni Mannlíf og mannvirki.

Landakot

Landakot.

Bærinn er í miðju túni sem nýtt er til beitar. Í túninu eru klappir sem eru að mestu grónir hólar. Ekki er eiginlegur bæjarhóll sýnilegur í Landakoti. Núverandi íbúðarhús og áfast fjós eru fast austan við húsið sem byggt var 1883-4 og hafa líklega raskað bæjarhólnum en óvíst er hversu umfangsmikill hann var ef hann hefur náð að myndast. Kjallari, um 1 m djúpur, er undir húsinu. Enn sjást leifar af húsgrunni gamla hússins frá 1883-4 en hann er um 4×8 m að stærð, þar hann sem sést, og er múr eða sementslím í hleðslum sem eru um 0,5 m á hæð. Steyptar tröppur eru upp á grunninn á vesturhlið en grunnurinn snýr norður-suður. Í framhaldi af húsgrunninum til suðurs eru hleðslur úr kálgarði 028 sem sýndur er á túnakorti frá 1919.

Gata

Landakot

Gata – tóftir.

„Neðan við Landakotsbæinn eru tættur eftir býlið Götu og niður við sjó var býlið Lönd,“ segir í örnefnaskrá GS. „Í austur hallaði Bakkanum í aflíðandi brekku á áttina að tóftum býlisins Götu. Milli Götu og Þórustaðagirðingar var túnið þýft og grýtt,“ segir í örnefnaskrá.

Landakot

Gata – uppdráttur.

Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi […] mun bærinn hafa aflagst nokkru eftir aldamót.“ Gata er um 115 m norðaustan við bæ.
Býlið er í hæðóttu túni.

Garðlag – túngarður

Landakot

Landakot – garðlag (Heiðargarður).

„Ofan sjávargarðsins liggur landamerkjalínan að sunnan milli Landakots og Auðnahverfis og stakkstæðið upp í krókinn eða hlykkinn, sem var milli sjávargarða Landakots og Auðna. Þaðan um grjótgarðinn í Brunnhóla og svo eftir gamla torfgarðslaginu um Landakotshól og þaðan út í túngarðinn og heiðargarðinn,“ segir í örnefnaskrá. Frá Bakka til og með Auðnum er nokkuð óslitinn garður sem skilur tún jarðanna frá beitarlandi í Strandarheiði. Hann er sumsstaðar kallaður Heiðargarður (ýmist með stórum eða litlum staf) og er skráður á hverri jörð fyrir sig enda óvíst að hann sé allur frá sama tíma. Heiðargarður í Landakoti tengist görðum nágrannajarðanna. Heiðargarðurinn liggur á mörkum túns og móa.

Þórustaðir
Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 141.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. (DI XII, 115)
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26). Hjáleigur 1703 Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. (JÁM III, 141). Norðurkot hjáleiga 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar (GJ: Mannlíf og mannvirki, 309).

Þórustaðir

Þórustaðir – loftmynd.

1703: „Túnin spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.“ JÁM III, 141. 1919: Tún 4,8 teigar alls, garðar 2480m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, kemur fram að tvíbýli var á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Bæirnir voru nefndir norður- og suðurbær og var nyrðra bæjarstæðið að líkindum yngra, sjá 003. Timburhús reis á jörðinni á syðra bæjarstæðinu 1884 og brann húsið 1984. Húsið var byggt úr viði úr James-Town strandinu í Höfnum. Í sömu bók segir: „Byggðu þau [Páll Jónsson og Hrefna Guðnadóttir] við Þórustaði, en svo brann allt eins og áður segir árið 1984. Þá þegar var hafist handa og byggt nýtt íbúðarhús, nokkuð suðaustur af því gamla. Þegar farið var að grafa fyrir nýjum grunni í og við brunarústirnar, komu í ljós leifar af fornminjum. Var þá uppgröftur stöðvaður og farið fram á að nýja húsið yrði byggt nokkuð fjær, því kanna þyrfti betur staðinn, ef þarna kynnu að vera gamlar menjar.“ Núverandi íbúðarhús er um 60 m sunnan við bæjarhólinn. Ekki er hefðbundinn búskapur á jörðinni en búið er í íbúðarhúsinu. Tún eru ekki nytjuð.

Þórustaðir

Þórustaðir.

Bærinn á Þórustöðum var á hæð í landslaginu og allt í kringum hana eru tún sem komin eru í órækt. Mikið rask hefur orðið á bæjarhól Þórustaða og er af þeim sökum erfitt að gera sér grein fyrir stærð hans. Hæðin sem bærinn var á er um 40×40 m stór og mest um 3 m á hæð. Búið er að byggja stór, steinsteypt, útihús í norðvesturhluta hólsins og eru þau niðurgrafin að hluta. Á norður- og norðausturhluta hólsins er búið að ryðja til grjóti og jarðvegi. Sunnan og suðaustan á hólnum er slétt plan og eru háir jarðvegsruðningar til suðausturs og vesturs. Leifar kálgarðs sjást í suðausturjaðri bæjarhólsins.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, kemur fram að tvíbýli var á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Bæirnir voru nefndir norður- og suðurbær og var nyrðra bæjarstæðið að líkindum yngra. Ekki er víst hvar norðurbærinn stóð nákvæmlega en í einni örnefnaskrá Norðurkots er tekið fram að hann hafi átt lendingu í Krókum eins og Norðurkot og Tíðagerði. Gera má því ráð fyrir að norðurbærinn hafi verið norðan við hinn bæinn. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru nokkur hús saman í hnapp um 10 m norðan við bæ og kálgarður sambyggður hluta þeirra.

Hellukot

Hellukot

Hellukot.

„Upp í túninu sunnan götunnar var hjáleiga í eina tíð, nefndist Hellukot, þar í kring var Hellukotstún. Í þessu túni var Hellukotsbrunnur, og brunnstígur frá honum til bæjar,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar.“ Ekki er ljóst hvenær Hellukot fór í eyði en það hefur þó verið eitthvað fyrir síðari heimsstyrjöld því í bók Guðmundar kemur fram að býlið hafi verið notað til sumardvalar í nokkur ár, ýmist sem barnaheimili (á stríðsárunum) og fyrir aðra sumargesti. Hellukot er um 155 m suðvestan við bæ.
Hellukot er í suðurhorni túnsins, þar eru klapparhólar í grónu túni. Stór hluti minja sem tilheyrt hafa Hellukoti eru innan girðingar vestan heimreiðar þar sem nú er sumarhúsið Grund.

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt.

„Norðan Þórustaðagötu og ofan við bæinn er Stekkhóll og þar er Stekkhólsrétt,“ segir í örnefnaskrá.
„Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin,“ segir í svörum við spurningum. Líklega er Þórustaðarétt og Stekkhólsrétt sama réttin. Margrét Guðnadóttir man vel eftir að réttin hafi verið notuð og að féð hafi verið rekið í réttina þegar því var smalað úr heiðinni. Réttin er 250 m sunnan við bæ.

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt.

Réttin er á flatri hæð og sést í bera klöppina, í móa utan túns. Réttartóftin er grjóthlaðin og tvískipt, snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er um 16×5 m að stærð og er hólf I í norðausturenda um 4×4,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Hólf II er um 4,5×10,5 m að innanmáli og snýr eins og hólf I. Veggir eru einfaldir, um 0,5 m á breidd og hæstir um 1 m, sjást 5 umför. Þar sem veggur skiptir tóftinni í tvennt liggur veggur til suðurs frá tóftinni, um 2 m langur. Suðvesturveggur er horfinn að mestu á kafla.

Norðurkot

Norðurkot

Norðurkot.

Hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. JÁM III, 141. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 315-316) 1919: Tún 1,7 teigar, garðar 340m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: „Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd og hreppurinn sem létu gera það og var húsið notað sem skólahús fyrir „Innstrendinga“. Húsið var úr timbri, ein hæð og port-ris. […] Barnakennsla var aflögð í Norðurkoti 1910 […].

Norðurkot

Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.

Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.“ Í sömu heimild kemur fram að í kringum 1940 hafi verið hætt að búa í Norðurkoti og eftir það hafi húsið verið notað sem heyhlaða og geymsla. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga kemur fram að árið 2004 hafi Minjafélag sveitarfélagsins fengið Norðurkotshúsið að gjöf og var húsið flutt á fyrirhugað minjasvæði sveitarfélagsins að Kálfatjörn og gert upp. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru bæjarhús Norðurkots á svæði sem er um 20×10 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Bæjarhóll Norðurkots er um 110 m norðaustan við Þórustaði. Umhverfis bæjarhólinn er sléttað tún í órækt. Hann er í hæðóttu landslagi þar sem sést í hraunnibbur á stöku stað. Bæjarhóllinn er um 15×20 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur.

Tíðagerði

Tíðagerði

Tíðagerði og Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.

„Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. Því tilheyrði kálgarður neðan við bæinn, allstór. Skiptist hann að nokkru um klapparbala. Neðan hans var kálgarðurinn kallaður Leynir.
Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar,“ segir í örnefnaskrá KE. Í annarri örnefnaskrá segir: „Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.“ Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: „Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.“ Samkvæmt túnakorti frá 1919 tilheyrðu Tíðagerði bæjarstæði A), þró B), útihús C) kálgarður D), túngarður E) og kálgarður F).
Á túnakorti frá 1919 kemur fram túnastærð Tíðagerðis: Tún 0,5 teigar, garðar 700m2. Minjarnar sem tilheyra Tíðagerði eru á svæði sem er um 110×85 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í umfjöllun. Ekki er mikið um uppsafnaðar mannvistarleifar á bæjarstæði Tíðagerðis.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrsla I – Fornleifastofnun 2011.

Höfði

Yfirlitsmynd.

Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi frásögn um „Vatnsleysuströnd“ með myndum birtist í Alþýðublaðinu 1977: „Vatnsleysuströnd á Reykjanesi er nú sem óðast að leggjast í eyði. Fæst húsanna eru nýtt sem mannabústaðir og á enn færri stöðum er rekinn búskapur. Hér hefur orðið á mikil breyting á síðustu árum.
Vatnsleysustrond-503En hvers vegna? Ástæðurnar eru sjálfsagt margar. Okkur Alþýðublaðsmönnum var tjáð, að hún hefði alla tíð verið heldur rýr þar i sveit og hefðu þvi verið margir útvegsbændur á Ströndinni. En lendingar hafa spillzt með árunum og sífellt lengist á miðin. Þannig er varla nokkur grundvöllur fyrir báta af þeirri stærð, sem geta notað gömlu lendingarnar á Ströndinni, en stærri bátarnir leggja flestir upp í Vogunum. Enn eru þó nokkrir trillukarlar eftir og fara þeir flestir á grásleppu enda ekki langt á þau mið.
Vatnsleysuströndin var í alfaraleið, Keflavíkurvegurinn gamli svo að segja þræddi byggðina á Ströndinni. En eftir að nýi vegurinn kom, hvarf byggðin sjónum vegfarenda, fáir eiga þar nú leið um nema eiga þar brýnt erindi. Er menn aka Reykjanesbrautina, berja þeir ef til vill augum skilti, sem á stendur „Vatnsleysuströnd“. Ef fleiri en einn maður er í bílnum, er nokkuð víst að annar þeirra segi: „Ætl’ að sé ekkert vatn ‘arna?“ og síðan er ekki hugsað meira um það.
Margir íbúar á Ströndinni hugsa með söknuði til gamla Reykjavíkurvegarins, þeim finnst þeir vera komnir úr sambandi við umheiminn. Hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, þá er það staðreynd, að á Ströndinni eru mörg hús mannlaus og ónotuð, nema að vera kynni að einstaka veðurhrædd rolla noti skjólið sem af þeim er í erfiðum veðrum. Hús, sem mörg hver eru sterkleg og góð, en eru nú farin að láta á sjá vegna vanhirðu. Meðfylgjandi myndir frá Ströndinni eru flestar af slíkum húsum og umhverfi þeirra. Sýna þær e.t.v. betur en orð hvernig smám saman hefur sigið á ógæfuhliðina, uppgjöf og hirðuleysi hafa lagst á eitt um að gera húsin að óaðlaðandi mannabústöðum.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, Vatnsleysuströnd að leggjast í eyði, 29. október 1977, bls. 6-7.

Brunnastaðir

Neðri-Brunnastaðir og Naustakot í miðið.

Brunnastaðaskóli

„Síðastliðið haust keyptu tvö skólahverfi bíla til að flytja á skólabörn, og eru það fyrstu skólabílarnir. Hafa hinir framtakssömu forráðamenn þessara skólahverfa þar með stigið spor, sem markað getur tímamót í skóla- og félagsmálasögu sveitanna. Skólahverfi þessi eru Ölfusskólahverfi í Árnessýslu og Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu.
Vatnsleysustrond-505Hagar ágætlega til á Vatnsleysuströnd, þar sem sveitin er mjó og löng með einum aðalvegi og stutt af honum heim á hvern bæ. Þar er nú kennt á einum stað, en var á þremur áður og þó víða alllöng leið í skóla. Njóta nú öll börn þar jafnlangrar skólakennslu, en börn frá afskekktari bæjum voru mjög afskipt áður. — Aftur á móti hagar ekki sérlega vel til fyrir skólabíl í Ölfusinu vegna þess, hve sveitin er breið og vikótt. Þar var áður heimavistarskóli, og kostnaður við heimavistina minni en víða annars staðar vegna jarðhita, en hins vegar hagaði þar ekki vel til fyrir hana að því leyti, að skólinn er í allstóru þorpi, Hveragerði. Sækja nú öll börn skólann á hverjum degi, hvort sem þau búa í sveitinni eða þorpinu. Kennsluvikur á barn eru þriðjungi fleiri en áður, þótt skólinn starfi jafnmargar kennsluvikur.
Skólabíl Ölfusinga er ekið í ákvæðisvinnu, en á Vatnsleysuströnd ekur annar kennari skólans bílnum. Skólabíll ölfusinga er tuttugu og tveggja manna langferðabíll, upphitaður og í góðu lagi. Fer því vel um börnin á leiðinni, eins og vera ber. Á Vatnsleysuströnd er skólabíllinn minni, enda færri börn að flytja. Hann er þó ekki að öllu leyti heppilegur sem skólabíll. Ætluðu forráðamenn skólans að fá bíl með sérstakri yfirbyggingu, er hentaði vel þörfum sveitarinnar, en tókst það ekki í haust. Er því þar um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, og gert ráð fyrir hentugri bíl næsta vetur. í báðum skólahverfunum eru bílarnir dálítið notaðir til annarra félagslegra þarfa, og hefur það komið mörgum vel. Er mér og tjáð, að mikil ánægja sé með þessa nýbreytni í báðum skólahverfunum.
Engin fyrirmæli eða reglur eru til um ríkisstyrk til skólabíla, og er það eðlilegt, þar sem hér er um algera nýjung að ræða. En ekki eiga þeir, sem að henni standa, síður skilið styrk fyrir það, þótt þeir hafi lagt styrklausir út á nýja braut, sem getur orðið fjölfarin og til mikils sparnaðar á skólakostnaði. Ættu því þessi skólahverfi auk styrksins skilið nokkur forustulaun.
Fjárframlaga af hálfu ríkisins er þegar þörf og fyrirmæla um, hvernig greiðslum skuli haga, því að auk þessara skólahverfa, hafa skólanefndir í allmörgum skólahverfum mál þetta til athugunar, en bíða átekta um framkvæmdir þar til vitað er um þátttöku ríkisins og auðveldara verður um efni til byggingar nýrra skólahúsa, sem staðsett væru og miðuð við, að nemendur séu fluttir í bílum.“

Bjarni M. Jónsson.

Heimild:
-Menntamál, Skólabílar, Bjarni M. Jónsson, 17. árg. 1944, 3. tbl. bls. 64-66.

Móakot

Eftirfarandi vital við Þórarinn Einarsson á Höfða á Vatnsleysuströnd birtist í Vísi árið 1967 undir fyrirsögninni „Stundum þarf leiðin ekki að vera svo löng svo maður verði margs vísari“:
Thorarinn-21„Það skeður margt á langri leið er oft orðtæki eldra fólksins. En stundum þarf leiðin ekki að vera svo mjög löng, til þess að menn verði margs vísari bæði um fortíð og samtíð.
Hér verður rætt við hjónin Þórarinn Einarsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir frá Álftakoti á Mýrum. Þegar við höfum tekið tal saman, kemur í ljós að ég er ekki með öllu ókunnur ætt þeirra og uppruna. Því Þórarinn — og þeir góðvinir mínir Elías Guðmundsson, sem lengi hefur haft hönd í bagga með útbreiðslu Þjóðviljans og Einar Guðmundsson, sem svo oft hefur verið viðmælandi minn á Blönduósi norður eru bræðrasynir — og standa því rætur þeirra á Suðurnesjum, og víst er að þótt grunn virðist hin frjóa gróðurmold á Vatnsleysuströndinni þá hefur Þórarni tekizt að festa þar vel rót, því hann hefur nú átt heima í 62 ár á Höfða og aldrei fært sig um set. Nokkur skil kann ég einnig á konu hans, því hún er systir þeirra bræðra Friðriks Þorvaldssonar framkvæmdastjóra í Borgarnesi og Sigurðar Þorvaldssonar hreppstjóra á Sleitustöðum í Skagafirði, svo þess má vænta að engir kalkvistir muni út af þeim spretta.

Hofdi-1

Og nú fer ég að spyrja Þórarin um líf liðinna daga — áður en Miðnesheiði var hálf erlend borg og farið var að leggja undirstöður að bræðsluofnum við Straumsvík eða stofna þar til verkfalla.
— Já, þá var búið á hverjum bæ frá Vogastapa að Hvassahrauni og útgerð úr hverri vör.
— Fyrst voru eingöngu áraskip og svo litlir vélbátar. Á Ströndinni er víðast sæmileg lending og mjög fiskisælt þangað til togararnir komu. Sjálfur hef ég bæði verið háseti og formaður á áraskipi og vélbát. Það var oft gaman þegar vel veiddist, og gæftir gáfust. Þá féllu stundum margir svitadropar, og ekki var, maður tímaglöggur þegar sá guli vildi bíta.
Hofdi-2— Þótt Vatnsleysu-ströndin sé fremur hrjóstrug, þá höfðu flest allir einhvern búpening, kýr og kindur. — Nú er þetta breytt orðið, Ströndin að mestu komin í eyði og enginn fer á sjó úr hennar vör. Undanfarin ár hefur verið stunduð hrognkelsaveiði, en svo kom verðfallið í vor og munu einir tveir bátar eitthvað sinna því. Úr Vogunum eru nú gerðir út tveir bátar, annar 50 smálestir, hinn 100.
— Ójá ég man nú tvenna tímana og það var stundum hart í ári. Hann var ekki alltaf tiltækur sá guli, einar þrjár vertíðir man ég að það fengust einir 16 fiskar til hlutar, en svo man ég líka að það komu 1000 fiskar í hlut yfir úthaldið. Stærstu býlin á Ströndinni áður fyrr voru Kálfatjarnarhverfi — Auðnir og Landakot. Á Kálfatjörn búa nú tvö systkin ásamt föður sínum.
Stadur-301— Faðir minn var frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Þá voru þar 14 býli. 25 ár var hann sigmaður í berginu og síðasti formaður á Selatöngum, – reri þá sexmannafari.
— Öll mín æskuár átti ég heima í Grindavík og fermdist á Stað. Maður sá oft stórbrotna sjóa við Suðurnesin og marga hæpna landtöku, enda margir þar beinin borið við brimsorfna strönd, það var ekki ætíð sem lánaðist að sæta lagi. — Já, eins og ég sagði áðan þá fermdist ég að Stað. Þá var mikil byggð í Staðarhverfinu. Við vorum fermingarbræður ég og hann Guðmundur minn í Ísólfsskála — svo við erum nú farnir, að tölta nokkuð á 9. tuginn. — Það er senn komið að náttmálum, a.m.k. er vinndagurinn orðinn stuttur.
— Hugsaðu þér, maður, árið 1905 voru öll býli á Vatnsleysuströnd í byggð, já, ég held bara hvert einasta kot og mikið athafnalíf.
– Nú sækir fólkið bæði úr Brunnastaðahverfi og Vogum vinnu hingað og þangað — það sem ekki vinnur við þá útgerð sem er í Vogunum.
— Ég gerði stöðugt út í 20 ár og var oft nokkuð heppinn. þó engin sérstök fiskikló.

Stadur-302

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

Og Höfði er alls ekki kominn í eyði, þar býr yngsta dóttir okkar með manni sínum. Þau hafa átt 7 börn og af þeim eru 4 dætur giftar — en þrjú eru heima. Það yngsta sonur, fermdist í vor.
— Já, þegar litið er til baka þá er svo sem margs að minnast.
T. d. Halaveðrið 1925. — Þá var ég á Ver frá Hafnarfirði og við komumst ekki undir Jökul fyrr en veðrinu slotaði. Maður var oft veðurbitinn eftir sjóferðirnar í þá daga. — En það skal ég segja þér, að ég tel að togararnir hafi eyðilagt flóann. Þar var áður svo að segja alltaf fullur sjór af fiski. Það er illa farið. Rányrkja borgar sig aldrei.
— En þegar ég nú lít um öxl, finnst mér lífið hafa verið gott, kannski ofurlítið hnökrótt stund um, ekki alveg ýfulaust frekar en sjórinn hérna við blessaða ströndina okkar. En þá var allur almenningur sem komst sæmilega af og var ánægður með lífið — og hvers er þá vant?“
Þ.M.

Heimild:
-Vísir, 25. október 1967, „Stundum þarf leiðin ekki að vera svo löng svo maður verði margs vísari“, bls. 9.

Höfði

Höfði.

Hafnarfjörður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 segir svo um lönd Akurgerðis og Garða:
Akurgerdi 221„Akurgerði hjet jörð inst í Hafnarfirði og var hún eign Garðakirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garðakirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauðkollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eyddist smám saman af sjávargangi, og segir sjera Árni Helgason í sóknarlýsingu um 1840: ,,Enginn veit nú hve mikið land Akurgerði fylgdi, það hefur dankað svona, að kaupmenn sem eiga Akurgerði, eigna sjer ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært.“ Eftir þessu að dæma virðist hann hafa álitið að kaupmenn hafi sölsað undir sig meira land en þeim bar, jafnharðan og Akurgerðisland eyddist.
Kirkjuland heitir fyrir ofan bygðina, frá Elliðavatns og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi, og upp undir fjöllin. Þar áttu Garðar selstöðu og þar var haft í seli fram um 1832. Um 1840 var sett þar rjett fyrir Garðahrepp, hin svonefnda Gjáarrjett, sem enn stendur.
Garðakirkja átti um miðja fyrri öld alt Garðahverfi og auk þess þessi býli: Hamarskot, Vífilsstaði, Hraunsholt og Selskarð. Hamarskotsland fekk Hafnarfjarðarkaupstaður keypt árið 1913, samkvæmt lagaheimild.
gardar-999Skúli Magnússon segir í sýslulýsingu sinni að þá sje 32 býli í Garðakirkjusókn, þar af voru 11 konungseign, 19 eign Garðakirkju og aðeins 2 bændaeign… Syðsta býlið í sókninni var Lónakot, en það hafði eyðst af sjávargangi 1776. Gekk þá sjór yfir túnið, reif upp allan grassvörð, fylti bæjarhúsin og vörina með grjóti og möl. Sjera Árni Helgason segir að þau munnmæli gangi að út af þessu hafi bóndinn þar orðið svo sturlaður að hann hafi fyrirfarið sjer, og síðan hafi enginn þorað að búa þar. En Skúli Magnússon segir að margar skoðunargerðir hafi farið fram á jörðinni, og þar sje hvergi 30 ferálna stór blettur, sem hægt sje að gera að túni. Þó var bygð tekin upp aftur í Lónakoti um 1840.
Árið 1781 eru áhöld um fólksfjölda í Garðasókn og Reykjavík. Þá eru taldir 385 íbúar í Garðasókn en 394 í Reykjavík. En talsverður munur virðist hafa verið á lífskjörum manna í þessum tveim ur sóknum, hvað þau hafa verið betri í Garðasókn. Þar var þá 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurra búðarmenn. En í Reykjavíkursókn voru 8 bændur, 24 hjáleigubændur og 59 þurrabúðarmenn. Kvikfjáreign þessara manna var samtals (tölurnar fyrir Reykjavík í svig um): kýr 112 (69), kvígur 5 (1), naut 2 (1), kálfar 3 (2), ær 200 (20), sauðir 116 (9), hross 146 (106).
Samkvæmt þessu eru rúmlega 3 Skerseyri-221menn um hverja kú í Garðasókn, en 5 1/2 um hverja kú í Reykjavík. Í Garðasókn eru tæplega tveir um hverja á, en nær 20 í Reykjavík. Og þegar þess er nú gætt, að þá var altaf fært frá, sjest best hvað viðurværi hefur verið betra í Garðasókn vegna þess að þeir höfðu miklu meiri mjólk en Reykvíkingar. Og svo eiga þeir í Garðasókn sauði til frálags, en Reykvíkingar sama sem sauðlausir.
„Vestast á hraunbrúninni í Garðahverfi stendur Bali, þá kemur Hraunhvammur, austar er Skerseyri, þá Brúsastaðir, en síðan Eyrarhraun. Þar næst koma Langeyrarmalir… Í kring um húsin er sléttur malarbás undir hraunbrúninni. Litlu austar er Langeyri… en síðan tekur við samfelld byggð kaupstaðarins allt frá Fiskakletti og suður undir Flensborg.“
Það er ekki nema svo sem fjögurra rasta vegur frá Hamarskotslæk út að Görðum, og Hafnarfjarðarbær hefur nú teygt sig hálfa leiðina. Vegurinn liggur út með ströndinni. Út á móts við Skerseyri liggur vegurinn yfir djúpa gjá eða hraunhvos og er þar hátt ofan af honum til beggja handa. Niðri í gjótunni liggja stórir steyptir steinar, þrístrendir og toppmyndaðir og líklega um metra á hæð. Steina þessa ljet herstjórnin steypa hjer á árunum og raðaði þeim á veginn. Var ætlunin að þvergirða veginn með þeim, ef til bardaga kæmi á landi. Eftir að herinn var farinn var þessum ferlíkjum velt ofan í gjótuna, en þeir eru, ásamt svo fjölda mörgu óðru, talandi tákn um það, að hernámsliðið bjóst við því í alvöru, að Þjóðverjar mundu gera innrás hjer.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1951, bls. 585-591.
-Vikan, 7. árg. 1944, 5. tbl., bls. 3.

Garðar

Garðar.