Í ferð FERLIRs um Norðurkot sást snáð stílabók fjúka fram og aftur um hlaðið, eins og hún vildi með því vekja athygli á sér. Þegar litið var í bókina kom í ljós handrituð kennsluritgerð, sem Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn, hafði skráð sem verkefni í Kennaraskólanum árið 1942. Eftirfarandi er efnið, sem skráð var upp úr bókinni, áður en henni var komið fyrir að nýju í hinu vind- og vatnsumgegna Norðurkoti. Birtist það hér öðrum til fróðleiks, en flest það er þar er skráð er enn í fullu gildi ef vel er að gáð. Hér er um að ræða nokkrar forsendur og grunnreglur barnaskólastarfs.
Ingibjörg Erlendsdóttir
III. b. – Kennaraskólinn
Kennsluritgerð 1942:
Nokkrir meginþættir í stjórn og starfi barnaskóla.
Kálfatjarnarkirkja. Norðurkotshúsið var fært að Kálfatjörn, lengst til vinstri.
Efnisyfirlit:
I. Inngangur – Um uppeldi.
II. Tilgangur skóla.
III. Stjórn skóla.
IV. Niðurskipan skólastarfs.
V. Refsingar.
VI. Kennsla og kennsluaðferðir.
VII. Námið og gildi þess.
VIII. Kennarinn og hlutverk hans.
I. Inngangur.
Norðurkotsbrunnur.
Frá aldaöðli hefur mannkynið verið þeim örlögum háð, að fæðast í heiminn, sem ósjálfbjarga börn og þar af leiðandi þurft mikillar hjálpar og umönnunar. Samkvæmt lögmáli lífsins sjálfs er þessi umönnun í té látin af foreldrunum. Dýrin annast afkvæmi sín, hví skyldi maðurinn, miklu fullkomnari vera, ekki gera slíkt hið sama.
Öllum lifandi verum, hversu ófullkomnar sem þær fæðast, er það áskapað að þroskast og ná þeirri fullkomnun, sem þeim er ætluð, samkvæmt lögum náttúrunnar. Þessi þroski er röð af samfeldum breytingum, sem fara fram á ákveðinn hátt og eftir föstum lögum. Við sjáum ekki líkama barnsins vaxa með áberandi rykkjum og við getum ekki stækkað hann eftir eigin geðþótta. Þroskinn er lögmálsbundinn. Hið sanna verður okkur ljóst er við lítum á andlegan þroska.
Þroski mannsins er þó jafnframt bundinn ytri skilyrðum sem eru svo nauðsynleg, að ef þau vantar verður hann enginn, en því betri sem þau eru því betri verður hann.
Barninu er fullkomin nauðsyn að fá að hreyfa sig frjálst og óþvingað. Heilbrigt lítið barn er á sífelldu iði og hreyfingu. Allur þessi fyrirgangur þess, er merki um vöxt þess og þroska. Það getur oft valdið fullorðna fólkinu óþægindum og sumir eru því miður svo heimskir að þvinga barnið til að sitja og standa eins og því þóknast án tillits til eðlis barnsins, þroska þess og getu. Það barn, sem er líkamlega heilbrigt og fær að njóta orku sinnar á eðlilegan hátt, hefur skilyrði til að þroskast eðlilega, á sál og líkama. Sál barnsins iðar í öllum líkama þess. Heilbrigði líkamans er skilyrði fyrir heilbrigði sálarinnar, þroski líkamans skilyrði fyrir þroska sálarinnar.
Leikir eru börnum eðlilegir og nauðsynlegir. Meðal frumstæðra þjóða veitir náttúran sjálf börnunum ótakmörkuð skilyrði til margvíslegra leikja.
Börn menningarþjóðanna eiga margfalt erfiðara uppdráttar að þessu leyti. Leikir barna eru smækkuð mynd af störfum fullorðna fólksins. Í leiknum er best hægt að kynnast eðli barnsins og kynnast lífi þess. Þeir eru þýðingarmeiri þáttur í lífi barnsins, en margur hyggur. Í leiknum er lagður grundvöllurinn að námi barnsins og starfi síðar meir, þar er rakinn áhugi þess, vinnugleði og þolgæði.
Börn vilja rannsaka, athuga og læra sjálf. Aðeins leikurinn getur á fyrsta skeiði ævinnar veitt þeim möguleika til þessa. En einmitt þessir eiginleikar verða síðar aðaluppistaðan í námi þeirra og störfum.
Það þarf margs að gæta í uppeldi barnsins, ef vel á að fara. Það er því engan veginn ábyrgðarlítið starf, sem foreldrunum er á herðar lagt með fæðingu lítils barns í þennan heim.
Uppeldið er sá þáttur mannlífsins sem mest veltur á. Þrátt fyrir ólíkt upplag, allt frá fæðingu og arfgenga eiginleika er það þó uppeldið, sem miklu, ef til vill, mestu varðar um lífskjör mannanna. Meðfætt eðli og uppeldi í sameiningu gera hvern mann
[að því] sem hann verður. Uppeldið á að stuðla að því, að hvert barn verði svo mikill og góður maður, sem framast er unnt.
Heimilið er sú stofnun þjóðfélagsins sem annast uppeldi barnsins fyrstu ár ævinnar. Þar ber að leggja grundvöllinn. Þar er spurningunum svarað, fyrsti leiðbeiningar látnar í té. Áður var heimilið að mestu leyti eitt um uppeldi og fræðslu þá sem barnið hlaut. En þegar farið var að gera meiri kröfur til afkasta einstaklingsins í þjóðfélaginu, fór mönnum brátt að skiljast að heimilið var ekki einfært um uppeldi barnsins, þ.e. það hafði ekki skilyrði til að veita þann undirbúning, sem hinn verðandi maður og þjóðfélagsborgari þurfti að fá.
Heimilið þarfnaðist aðstoðar í starfi sínu. Nýjar stofnanir risu upp er tóku að sér hlutverk heimilanna á því sviði er getu þeirra þraut. Þessar stofnanir eru skólarnir.
II. Tilgangur skóla.
Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.
Í öllu starfi er best að vita að hvaða marki stefnir, hvers vegna það er unnið og hver er tilgangurinn með því.
Skólar er frá öndverðu stofnanir til hjálpar heimilunum. Starf þeirra er að leiða börnin inn á þær brautir er heimilin síst hafa aðstöðu til, láta þeim í té þá fræðslu er þroski þeirra getur tekið við. Þeir eiga að taka á móti börnum á þeim aldri er lög mæla fyrir að skuli njóta kennslu á slíkum stofnunum. En með öllum menningarþjóðum er nú lögboðið að börn á vissu aldursskeiði skuli ganga í skóla. Það nefnist skólaskylda.
Meginþáttur þess sem skólinn lætur nemendunum í té er þekking. Barnafræðslan verður þó fremur að teljast lykill að þekkingunni um þekkinguna sjálfa. Hún er grundvöllur þeirrar þekkingar sem hver einstaklingur síðar kann að afla sér.
Tökum t.d. lestarkunnáttuna. Hún veitir aðgang að þekkingu og lærdómi gegnum bækur. Hún er sá grundvöllur er byggja má á. Þessi grundvöllur er þó ekki einhlýtur, til þess að geta lifað lýtilegu lífi og koma fram sem siðuðum manni sæmir. Mönnum verðir oft um of starsýnt á þekkinguna eins og hún væri eina menntunin og allt með henni fengið. Þekkinguna má nota jafnt til ills og góðs (kunnáttan er eins og tvíeggjað sverð sem nota má til gagns eða tjóns). Vel læst barn getur notað kunnáttu sína til að lesa spillandi bækur jafnt sem góðar.
Hlutverk skólanna er að beina huga nemendanna á hollar og góðar brautir. Þeir eiga að leita uppi hvern góðan neista í sál barnsins og glæða hann sem best, veita starfskröftum þeirra í þroskandi farvegi, æfa það í sjálfsstjórn, vekja hjá því hjálpfýsi og bróðurhug, og hvetja til hugsunar og framkvæmda.
Þroski og þekking er sitthvað. Þekking er skilyrði til að geta afkastað einhverju. Þroskinn er skilyrði til þess að vinna það vel, sem þekkingin veitir möguleika til að vinna. Enginn getur gefið öðrum þroska. Þroskinn er lögmálsbundinn og kemur innanað, frá einstaklingnum sjálfum. Hann er sá gróður lífsins er hver maður á í sér fólginn. Að þroska aðra er ekki hægt, en það er hægt að glæða þroskann. Það er hlutverk skólanna.
Skólarnir eiga að skapa vaxtarskilyrði fyrir þroska nemendanna, alhliða þroska þekkingar og siðgæðis. Það á [ ]líf þeirra að mótast og þroskast, andlegur sjóndeildarhringur þeirra að víkka.
Skólarnir eru ekki reknir vegna einstaklinganna eingöngu, heldur og vegna heildarinnar. Þjóðfélaginu er það hinn mesti hagur að hver maður verði eins mikill og góður og honum er áskapað að verða.
Það er því tilgangur og höfuðmarkmið hvers skóla að búa nemendurna sem best undir þau störf er lífið síðar meir kann að leggja þeim á herðar. Veita undirbúning undir þann skóla, en stundum alla ævi, skóla lífsins. Enginn veit hve miklu sá undirbúningur veldur um árangur allrar þeirra skólagöngu.
III. Stjórn skóla.
Tíðagerði og Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.
Góð stjórn er meginskilyrði hvers skóla. Hún veldur mestu um uppeldisáhrif skólans, auk þess sem hætt er við að mikið af því sem kennarinn segir börnunum, fari fram hjá þeim, ef ekki tekst að beina eftirtekt þeirra að umræðuefninu.
Til þess að halda uppi stjórn er nauðsynlegt að hafa ákveðnar reglur til að styðjast við. Kennari verður því í upphafi að setja reglur um það, sem hann þykir máli skipta og hann hyggst koma í framkvæmd í starfi sínu. best er að þær séu fáar, skýrar, en réttlátar og settar með heill nemendanna fyrir augum. Ekki skulu þær skráðar í lagaformi, með hótun um refsingu ef útaf er brugðið en umbuna að öðrum kosti. Sú stjórn er best sem minnst ber á. Ofstjórn er ill stjórn.
Kennari verður að hugsa ráð sitt vel og velja þær reglur einar er hann telur nauðsynlegar og hollar og treystir sér að fylgja fram. Síðan verða þær að koma fram í starfi hans með festu og samkvæmni.
Þess verður að gæta að börnin hlýði þeim reglum sem settar eru. Eftirgjöf á slíku er skaðleg og veikir viljann.
Barnið verður að læra að hlýða, bæði sjálfs síns vegna og annarra. Það á eftir að reyna ýmislegt í lífinu, sem það verður að beygja sig fyrir og því er gott að það venjist snemma á að hlýða. Auk þess sem brýna nauðsyn ber til að krefjast hlýðni í skólastarfinu. Barninu mun finnast eðlilegt að hlýða, aðeins ef fyrirmælin séu gefin á réttan hátt og á réttu augnabliki. Barninu er eðlilegt að leita stuðnings hjá þeim sterkari. Því myndi finnast það áttavilt og ruglað ef því væri ekki að einhverju leyti stjórnað eftir föstum reglum.
En kennarinn verður ávallt að gera sér ljóst hvers vegna hann krefst hlýðni af barninu. Það dugar ekki að krefjast hlýðni af barni aðeins af gömlum vana eða duttlungum kennarans. Með slíkri framkomu er ekki að vænta mikils árangurs þegar nauðsyn krefur.
Til eru þrjár leiðir til stjórnar nemendunum, en ekki eru þær allar jafn gæfuríkar og verður hver kennari að gera sér ljósa kosti þeirra og lesti.
Til er sú leið að segja: “Þú skalt” og standa síðan uppi í hárinu á þeim sem óhlýðnast og óskapast yfir slæmu uppeldi og illu innræti. Með slíkri framkomu, sem sýnir lítinn skilning á eðli barnsins, er tekin sú stefna, sem hlýtur að leiða til glötunar, því að hún drepur viljann, sljóvgar hugsunina og vekur mótþróa.
Önnur leið er sú að láta barnið haga sér eins og því sýnist og skipta sér ekkert af því. Þessi aðferð er fráleit. Því til hvers er barnið komið í skólann og hvert er hlutverk kennarans?
Þá er þriðja leiðin, sú sem uppeldis- og sálfræðingar telja besta og brjóstvit og þekking kennarans rökstyður. Hún er sú að kennarinn leiðir barnið og hjálpar því. Hann leitast við, með starfi sínu, að koma því í skilning um réttlæti þeirra reglna, sem settar eru, gildi þeirra og að nauðsyn beri til að fylgja þeim.
Kennarinn veit að barnið á ótamda krafta, sem þarfnast útrásar. það hefur ekki þorska né skilning til að leiða þessa krafta fram á réttan hátt. Því brjótast þeir út í óþekkt. Hann leitast því við að leiða það á réttar brautir, veita framtakslöngun þess útrás á heppilegan hátt, og veita kröftum þess næg og hentug viðfangsefni.
Ekki er öllum kennurum jafnsýnt um að skapa hlýðni og góðan aga, innan skóla síns. Virðist í fljótu bragði sem sumum kennurum sé gefið dularfullt vald eða töfrasproti, er þeir geti brugðið á loft með þeim árangri að nemendur þeirra vaka yfir hverri bendingu frá þeim til þess að geta fylgt henni. Slíkir kennarar eru öfundverðir. En ef til vill eiga þeir að baki sér erfiða baráttu.
Kennari verður margs að gæta áður en hann kemur fram fyrir nemendur sína í fyrsta sinn og hann verður alltaf að vanda framkomu sína í viðurvist barnanna. Hann verður að vera sú fyrirmynd er þau vilja líkast, sá foringi er þau geta treyst. Takist kennaranum að ná virðingu barnanna og tiltrú er auðvelt fyrir hann að skapa innan skólans þann anda, sem æskilegt er að þar ríki, og sem getur orðið börnunum hollur förunautur á lífsleiðinni. Þá er auðvelt að fá börnin til að haga sér samkvæmt settum reglum af fúsum vilja. En það er einmitt það sem keppa ber að, að skapa innan skólans fastar venjur, sem ekki kostar sífelldrar baráttu að halda uppi.
IV. Niðurskipun skólastarfs.
Norðurkot.
“Reglusemin stjórnar heiminum”. Þessi orð mætti með réttu heimfæra upp á skólana. Kennari verður í upphafi að ákveða niðurröðun kennslustunda og námsefni. Kennarinn þarf að vera börnunum til fyrirmyndar í allri reglusemi, annars getur hann ekki með réttu krafist hennar af þeim. Stundvísi er eitt af því sem hverjum kennara ber að temja sér og krefjast af nemendum sínum.
Börnin eiga að ganga stillt og skipulega inn í kennslu og að sætum sínum, þegar kennarinn gefur merki. Þau eiga að hafa sitt ákveðna sæti allan veturinn og ber kennara strax á haustin að sjá um að þau fái hentug sæti. Þau börn sem eru lægst vexti ættu að sitja framar en hin stærri aftar til að fyrirbyggja að þau skyggi á. Þá er nauðsynlegt að þau börn sitji framarlega, sem hafa slæma sjón eða heyrn.
Nauðsyn er að venja börn á reglusemi með áhöld sín og bækur, “hver hlutur á sínum stað og staður fyrir hvern hlut”, er regla, sem fylgja ber í skólastarfinu.
Fullkomin stjórn í kennslustund er skilyrði fyrir því að hún komi að notum. Takist ekki að halda eftirtekt barnanna vakandi er tímanum varið ver en til einskis. Kennarinn verður að vera vakandi í starfi sínu, annars gæti hann óafvitandi stofnað til ástands, sem væri miður æskilegt. Augu og eyru þarf hann að hafa allstaðar og vera viðbragðsfljótur og hittinn að finna einhverja brellu til að vekja eftirtekt barnanna ef hún er farin að dofna.
Best er að kennari venji sig á að vera viðmótsþýður og alúðlegur, en komi samt alltaf fram eins og honum er eðlilegt. Öll stæling fer illa, hánotaðar fjaðrir vilja fjúka og hætt er við að gríman gleymist einhvern tímann, svo að hið rétta andlit komi í ljós.
Kennari þarf að venja sig á að tala í þeim rómi er hann finnur að hafi best áhrif á börnin og honum er tamast að beita, án allrar tilgerðar.
Kennari sem hefur fullt vald yfir nemendum sínum og finnur að hann nær tökum á viðfangsefni sínu getur vonglaður haldið áfram því starfi er hann hefur valdið sér, í trú á góðan árangur.
Enginn má missa þolinmæðina þótt ekki gangi allt að óskum fyrst í stað. Þá er að leta fyrir sér í hverju mistökin liggja og gera nýja tilraun. “Aðeins mikil áreynsla skapar stóra sál”.
Aldrei má kennari þó nota börnin sem “tilraunadýr”. Börnin eru viðkvæmir einstaklingar og sá kennari sem finnur að hann veldur ekki viðfangefni sínu ætti að hætta þegar í stað og hefja starf á öðru sviði (“ef þú getur ekki spennt bogann er hann ekki þinn”).
V. Refsingar.
Auðnar, Höfði, bergskot, Landakot, Hellukot, Þórustaðir, Norðurkot og Tíðagerði – túnakort 1919.
Refsingar hafa lengi verið álitnar nauðsynlegar til þess að halda uppi stjórn ís kólum. refsingar eiga að koma í veg fyrir brot á reglum séu endurtekin, kenna börnum stjórn á sjálfum sér og venja þau af ósiðum.
Allir eru sammála um að kennari beri siðferðileg og uppeldisleg skylda til að refsa barni, ef hann álítur þess brýna nauðsyn og að þessi refsing geti orðið barninu til góðs. En þá vaknar spurningar: Hvaða refsingar hafa mest uppeldisgildi? Með hverju, fyrir hvað og hvernig og hvenær á að refsa?
Þessar spurningar hljóta að valda hverjum góðum og samviskusömum kennara mikillar umhugsunar.
Eigi refsingar að hafa betrandi áhrif á barn, – sem er tilgangurinn, verður hún að vera þannig að barninu finnist, að þetta eigi það skilið. Tilfinning barnsins fyrir réttu og röngu er furðu næm. Barn á skólaaldri á að geta gert sér grein fyrir sambandi orsaka og afleiðinga. Fyrsta skilyrði þess að refsing komi að notum er, að hún sé bein afleiðing af broti barnsins eða yfirsjón. Kennarinn má aldrei refsa í bræði eða reiði, en með festu og alvöru. Hefnigirni eða persónuleg móðgun má aldrei koma fram í afstöðu kennarans til barnsins. Refsingin er neyðarúræði er kennarinn grípur til ef hann sér siðferðilegri velferð barnsins það fyrir bestu.
Áður en kennari refsar verður hann að gera sér fulla grein fyrir hvort ástæða sé til slíkra aðgerða, og hvaða aðferð skuli beitt. Kemur þá til greina skapgerð barnsins og þroski þess. Undir hvaða atvikum brotið er framið og hvaða orsakir liggja til þess. Fullan mun verður kennari að gera á þeim yfirsjónum sem framdar eru af hugsunarleysi eða fyrir áhrif og eggjan annarra og þeim sem barn fremur að yfirlögðu ráði. hann verður að reyna að skilja orsakirnar og er þá athugun á sálarlífi barnsins nauðsynleg.
Þá kemur spurningin: Hvaða refsingar hafa mest uppeldisleg gildi? Franskur uppeldisfræðingur hefur sagt: “Kjarni refsingarinnar er ávítunin. Að refsa er að ávíta, og besta hegningin er sú, sem lætur í ljósi á skýrastan og hagkvæmastan hátt, ávíturnar sem refsing felur í sér”.
Kjarni refsingarinnar er því ávítunin, en barnið verður að viðurkenna réttmæti þessarar ávítunar ef hún á að hrífa. Ávítunin verður að vekja samvisku barnsins, vekja hjá því löngun til að bæta fyrir brot sitt og styrkja vilja þess til að bæta sig. Þetta eru skilyrði fyrir því að ávítunin missi ekki marks.
Gamall málsháttur segir: “Enginn verður óbarinn biskup”. Væri er ekki eins hægt að snúa honum við og segja: “Enginn verður barinn til biskups”. Það er glæpur að refsa barni fyrir ósjálfráðan veikleika og vangetu. Slík börn þarfnast öllu fremur sterkrar en mildrar handleiðslu og leiðsagnar.
Forðast skal refsingar eins og hægt er. Það er vandi að beita þeim þannig að þær komi að tilætluðum notum. Þær geta í meðferð kennarans, sem hefur litla æfingu í sjálfsstjórn og ónóga þekkingu á sálarlífi barnsins, haft þveröfug áhrif við það sem þeim ber að hafa. Þær geta þá vakið hjá barninu þrjósku og löngun til að hefna sín á þeim sem það finnst hafa beitt sig órétti.
Best er að geta stjórnað þannig að aldrei þyrfti að koma til refsinga. Allar refsingar verða því áhrifaminni sem þeim er oftar beitt. Ætti það einnig að styðja þá skoðun að refsingin á aldrei að vera annað en örþrifaráð, sem grípa verður til þegar önnur uppeldisráð duga ekki, eða barn hefur gert sig brotlegt í yfirsjón og skaðleg stjórn og starfi skólans.
Framkoma kennarans, persónuleiki og samstarf hans og barnanna, er það sem mestu máli skiptir í stjórn skólans. Hátterni hans allt, persónuleiki, hreimur raddarinnar og það hversu hann snýst við þeirra vandamálum er að steðja markar dýpstu áhrifin á sálarlíf barnsins og veldur mestu um framkomu þess.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif ávítanna hafa neikvæð áhrif, þar sem áhrif viðurkenninga eru jákvæð.
Kennari á því að vera örari á lof en löst. Það vekur allan metnað. Uppörvunin leysir úr læðingi nýja krafta, en sífelld aðfinnsla lamar.
“Leyndardómur uppeldisins er fólginn í lotningu fyrir barnseðlinu”.
VI. Kennsla og kennsluaðferðir.
Norðurkot – Norðurkotsskóli.
Umgerðin að skólastarfinu er lögð með lögum og reglum stjórnvalda. Þessi lög leggja skólum að nokkru starfsáætlun. Þau ákveða aldurstakmark barna, hvert ber að komast í hverri námsgrein áður en lokið er fullnaðarprófi og hvaða námsgreinar skulu kenndar. Þessi lög verður kennari að kynna sér áður en hann hefur starfs sitt.
Kennara er samt sem áður nauðsynlegt að leggja niður fyrir sér að hvaða marki hann ætlar að keppa og hvernig hann hyggst ná því.
Verkefni kennslunnar á að verða “að skipa í röð skynáhrifum allt frá þeim einföldustu til hinna samsettu”. Þannig að á hverjum tíma sé samræmi milli áhrifanna og þroskastigs barnsins.
Grundvöllur allrar þekkingar, er það sem maðurinn sjálfur og hugurinn finnur, þ.e. allar skynleiðir hans, “kenndir vorar eru steinarnir í heimsmynd vorri”.
Til að taka tillit til alls þess í kennslunni voru tekin upp átthagafræðileg vinnubrögð í skólunum. Þar er gengið út frá því þekkta til hins óþekkta. Byrjað í heimahögunum og haldið lengra út. Hið óþekkta ávallt borið saman við hið þekkta.
Kennslan á að byrja á því létta og halda til þess sem þyngra er. Hún á að miðast við það að vekja börnin til umhugsunar, glæða hæfileka þeirra og löngun til að afla sér þekkingar. Börnin eiga innibyrgða krafta. Það er hlutverk kennslunnar að glæða starfshvötina, gefa börnum tækifæri til að láta hönd og auga vinna með huganum. Kenna börnunum að starfa sem mest að því sjálft að afla sér þekkingar og kunnáttu, til þess að gera þau sem mest sjálfbjarga einstaklinga. Sú regla að börnin eigi sem mest að starfa að náminu sjálf, byggist á því lögmáli náttúrunnar, að framför og þroski næst ekki nema með því að beita kröftunum. Enginn getur gefið öðrum þroska. Þekkingin verður einnig að byggjast á því sem fyrir er. Sú þekking er haldbetri og minnistæðari en einstaklingurinn aflar sér með fyrirhöfn, en sú er hann þiggur fyrirhafnarlaust.
Kennsluaðferðir eru með mörgu móti og verður hver kennari að finna sér út að nokkru leyti sjálfur þá aðferð er honum tekst best að nota. Einn getur komið með aðferðir, sem honum gefst vel, en þegar annar ætlar að fara að nota þá sömu aðferð, getur allt farið í handarskolum. Einstaklingarnir eru svo ólíkur að þeir geta ekki allir notað sömu aðferðir og verða því að skapa sér þá aðferð er best hæfir einstaklingseðli þeirra. Ekki hæfir heldur sama aðferð öllum námsgreinunum.
Ein er sú aðferð er mikið er notuð í kennslu eldri barna, en það er frásögn. Til þess að þessi aðferð beri árangur þarf kennarinn að kunna vel að segja frá, svo a’ börnin hafi ánægju af og fylgist með af lífi og sál. Frásögnin þarf að vera sýr og greinileg og svo lifandi að börnunum finnist þau sjá og heyra þá atburði er frá er sagt. Aðferð þessi getur orðið þreytandi til lengdar og er því ekki rétt að beita henni lengi í einu. Gott er að flétta spurningar inn í frásögnina til að halda eftirtekt barnanna betur vakandi og tryggja sér að frásögnin nái hugarheimi þeirra. Aðferð þessi ber því aðeins árangur að kennarinn kunni vel að segja frá og á því máli er nær best til skilnings barnanna. Allir barnakennarar ættu að temja sér þá list.
Í sumum námsgreinum er nauðsynlegt að beita sýnikennslu, eins og t.d. undirstöðuatriðum reiknings, skrift, teikningu o.fl. Myndir og áhöld eru nauðsynleg tæki í kennslustarfinu.
Spurningar eru nauðsynlegur þáttur í kennslu og námi. Þeim er beitt til að kanna þekkingu barna og glöggva skilning þeirra og ályktunargáfu. Þær þurfa að vera skýrar og beinar, svo að börnin séu ekki í vafa um, við hvað er átt. Kennarar ættu að varast að spyrja “já” og “nei”, spurninga.
VII. Námið og gildi þess.
Norðurkot.
Börnin koma í skólann til að nema. Eitt meginatriði í kennslu barna er það að gera námið skemmtilegt. Börnin eru skylduð til að vera í skólanum. Þau hafa því að öðru jöfnu minni áhuga fyrir náminu en þeir nemendur, sem fara í skólann af fúsum vilja. Auk þess eru þau óþroskaðri en aðrir nemendur og áhugasvið þeirra oft fjarri skólanum.
Kennarinn verður því að gera þeim skólavinnuna sem skemmtilegasta og aðgengilegasta. Starf, sem unnið er af litlum áhuga eða engum hefur minni árangur, en það sem unnið er af áhuga og ánægju.
Ekki má þó gera námið alveg erfiðleikalaust. Það á ekki að vera alvörulaus leikur heldur skemmtilegt, en þó alvarlegt starf. Fyrsta skylda kennarans er að vera skemmtilegur í starfi sínu. Það er oft erfitt en á því byggist að námið verði aðgengilegt og veki áhuga og ánægju hjá börnunum.
Sú aðferð hefur mjög tíðkast í skólastarfinu að leggja áherslu á að efnið sem numið er, sé munað sem nákvæmast og því sé skilað sem líkustu því er í bókinni stendur. Hitt lagði skólinn minni áherslu á hvort nemendurnir skyldu það efni sem munað var. Hvort þeir skyldu samhengið milli orsaka og afleiðinga og annað sem fyrir kom. Í þessu efni var þululærdómurinn kunnastur. Það er hægt að læra utanað ýmislegt það, sem orkar á fegurðarsmekk og tilfinningarnar, en án þess að efni hins lærða sé skilið, t.d. vísur.
Gildi utanbókarlærdómsins má þó ekki fordæma með öllu. Í sumum námsgreinum er hann nauðsynlegur. Kvæði verður að læra utanað, ártöl þarf að muna, ýmislegt úr landafræði og reglur í reikningi. Í reikningi á sér oft stað minni án skilnings og hefur gildi.
Efni sem skilið er hefur þó margfalt meira gildi en minnisnámið eitt. Skilningurinn getur oft komið til sögunnar þó að minnið bili og rifjað upp það sem annars hefði glatast.
Skilningurinn vekur hugsun, opnar útsýn og gefur margfalt betri árangur. Ártöl sögunnar eru lítils virði ef ekkert atriði er til að skýra í sambandi við þau. Skilningur og minni þurfa ávallt haldast í hendur) að fara saman ef góður árangur á að nást.
Talað er um tvenns konar gildi námsins; menningarlegt gildi og hagnýtt gildi. menningarlegt gildi náms glæðir og eflir vitsmunina, skerpir viljann og gerir manninn að siðmenntaðri manni. Hagnýtt gildi hefur nám að því leyti að það á að gera einstaklinginn færari í lífsbaráttunni, veita honum skilyrði til betri afkomu.
Allar námsgreinar ber að kenna með þetta tvennt fyrir augum. Engin námsgrein hefur svo mikið menningargildi í sér, að það geti ekki farist í meðferð lélegs kennara. Allar námsgreinar hafa mikið gildi, séu þær kenndar með menningarleg og hagnýt sjónarmið fyrir augum. Skólanám á að auka manngildi nemandans og hæfi hans til að lifa lífinu og vinna störf sín vel og einlæglega.
VIII. Kennarinn og hlutverk hans.
Norðurkot – sjóhús.
“Kenn þeim unga þann veg sem hann á að ganga og þegar hann eldist mun hann ekki ef honum beygja”.
Þessi orð eru ekki sögð út í bláinn, því ef svo væri hefðu þau ekki staðist próf þeirra alda, sem liðin eru síðan þau voru sögð. Svo mikið hefur það að segja að vandað sé til þess vegarnestis sem barnið fær með sér út í lífið að undir því er kominn lífshamingja manna allt til elliára.
“Af því læra börnin málið að það sé fyrir þeim haft”. Það er á valdi hinna fullorðnu, hvernig það mál er, hvernig þær venjur eru, sem barnið á við að búa, hvernig sá andi er sem umhverfis það ríkir.
“Æskan er á öllum tímum það akurlendi mannlífsins sem besta umönnun þarfnast”.
Allur gróður þarfnast umhirðu og nærgætni, einkum sá sem er ungur og veikbyggður. Þetta vita garðyrkjumennirnir og breyta samkvæmt því.
Kennararnir eru garðyrkjumenn á akri mannlífsins. Þeir eiga að vernda gróður mannlífsins og hlúa að honum á viðkvæmasta skeiði ævinnar. Þeir eiga að búa barnsálirnar undir lífið og gróðursetja fræin, sem framtíð þjóðarinnar sprettur upp af.
Þeir eiga að vekja til lífsins hæfileika barnanna og blundandi krafta og beina þeim í rétta átt.
Á kennurunum hvíla miklar skyldur gagnvart börnunum. Meðan barnið dvelur í skólanum hefur kennarinn mikil áhrif á uppeldi þess. Sá kennari, sem hefur sama barnið undir höndum í marga vetur á áður en yfir lýkur, mikil ítök í huga þess.
Kennurum ber skylda til að rækja starf sitt af bestu getu, skyldu við þjóð sína, nemendur sína og samvisku sína.
Kennari, sem veit hlutverk sitt, gerir sér ljóst að það er mikilvægt ábyrgðarstarf. Hann leitast við að gera sér grein fyrir þroskaferli barnsins og miðar störf sín á hverjum tíma við að getu nemenda sinna. (Hann veit að hann þarf að þekkja þau vel og kynnast einstaklingseðli þeirra hvers fyrir sig).
Kennarinn þarf að þekkja börnin vel. Hann þarf að þekkja einstaklingseðli hvers barns er hann hefur undir höndum. “Það er kennarans sök ef barnið lærir ekki”, sagði [Gormenins]. Kennarinn verður að gera sér ljóst hvers hægt er að krefjast af barninu og haga starfi sínu eftir því.
Góður kennari setur sér það takmark að leiða nemendur sína á rétta braut. Vekja áhuga þeirra, starfslöngun, vilja og manndóm, vekja þá til umhugsunar og leitast við að benda þeim á hið góða og fagra í lífinu. Sá kennari, sem getur skilið við börn sín ánægð, og sjálfur ánægður yfir vel unnu starfi, hann má vita að hann hefur unnið landi sínu og þjóð gæfuríkt starf.
Heimildarrit:
-Uppeldismál eftir Magnús Helgason,
-Þroskaliðinn eftir S. Jóhann Ágústsson,
-Fyrirlestar Hallgríms Jónassonar í Kennaraskólanum.
ÓSÁ skrifaði upp.
Norðurkoti lyft af grunni sínum og síðan flutt að Kálfatjörn.
Kennsla 1942 – Ingibjörg Erlendsdóttir
Í ferð FERLIRs um Norðurkot sást snáð stílabók fjúka fram og aftur um hlaðið, eins og hún vildi með því vekja athygli á sér. Þegar litið var í bókina kom í ljós handrituð kennsluritgerð, sem Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn, hafði skráð sem verkefni í Kennaraskólanum árið 1942. Eftirfarandi er efnið, sem skráð var upp úr bókinni, áður en henni var komið fyrir að nýju í hinu vind- og vatnsumgegna Norðurkoti. Birtist það hér öðrum til fróðleiks, en flest það er þar er skráð er enn í fullu gildi ef vel er að gáð. Hér er um að ræða nokkrar forsendur og grunnreglur barnaskólastarfs.
Ingibjörg Erlendsdóttir
III. b. – Kennaraskólinn
Kennsluritgerð 1942:
Nokkrir meginþættir í stjórn og starfi barnaskóla.
Kálfatjarnarkirkja. Norðurkotshúsið var fært að Kálfatjörn, lengst til vinstri.
Efnisyfirlit:
I. Inngangur – Um uppeldi.
II. Tilgangur skóla.
III. Stjórn skóla.
IV. Niðurskipan skólastarfs.
V. Refsingar.
VI. Kennsla og kennsluaðferðir.
VII. Námið og gildi þess.
VIII. Kennarinn og hlutverk hans.
I. Inngangur.
Norðurkotsbrunnur.
Frá aldaöðli hefur mannkynið verið þeim örlögum háð, að fæðast í heiminn, sem ósjálfbjarga börn og þar af leiðandi þurft mikillar hjálpar og umönnunar. Samkvæmt lögmáli lífsins sjálfs er þessi umönnun í té látin af foreldrunum. Dýrin annast afkvæmi sín, hví skyldi maðurinn, miklu fullkomnari vera, ekki gera slíkt hið sama.
Öllum lifandi verum, hversu ófullkomnar sem þær fæðast, er það áskapað að þroskast og ná þeirri fullkomnun, sem þeim er ætluð, samkvæmt lögum náttúrunnar. Þessi þroski er röð af samfeldum breytingum, sem fara fram á ákveðinn hátt og eftir föstum lögum. Við sjáum ekki líkama barnsins vaxa með áberandi rykkjum og við getum ekki stækkað hann eftir eigin geðþótta. Þroskinn er lögmálsbundinn. Hið sanna verður okkur ljóst er við lítum á andlegan þroska.
Þroski mannsins er þó jafnframt bundinn ytri skilyrðum sem eru svo nauðsynleg, að ef þau vantar verður hann enginn, en því betri sem þau eru því betri verður hann.
Barninu er fullkomin nauðsyn að fá að hreyfa sig frjálst og óþvingað. Heilbrigt lítið barn er á sífelldu iði og hreyfingu. Allur þessi fyrirgangur þess, er merki um vöxt þess og þroska. Það getur oft valdið fullorðna fólkinu óþægindum og sumir eru því miður svo heimskir að þvinga barnið til að sitja og standa eins og því þóknast án tillits til eðlis barnsins, þroska þess og getu. Það barn, sem er líkamlega heilbrigt og fær að njóta orku sinnar á eðlilegan hátt, hefur skilyrði til að þroskast eðlilega, á sál og líkama. Sál barnsins iðar í öllum líkama þess. Heilbrigði líkamans er skilyrði fyrir heilbrigði sálarinnar, þroski líkamans skilyrði fyrir þroska sálarinnar.
Leikir eru börnum eðlilegir og nauðsynlegir. Meðal frumstæðra þjóða veitir náttúran sjálf börnunum ótakmörkuð skilyrði til margvíslegra leikja.
Börn menningarþjóðanna eiga margfalt erfiðara uppdráttar að þessu leyti. Leikir barna eru smækkuð mynd af störfum fullorðna fólksins. Í leiknum er best hægt að kynnast eðli barnsins og kynnast lífi þess. Þeir eru þýðingarmeiri þáttur í lífi barnsins, en margur hyggur. Í leiknum er lagður grundvöllurinn að námi barnsins og starfi síðar meir, þar er rakinn áhugi þess, vinnugleði og þolgæði.
Börn vilja rannsaka, athuga og læra sjálf. Aðeins leikurinn getur á fyrsta skeiði ævinnar veitt þeim möguleika til þessa. En einmitt þessir eiginleikar verða síðar aðaluppistaðan í námi þeirra og störfum.
Það þarf margs að gæta í uppeldi barnsins, ef vel á að fara. Það er því engan veginn ábyrgðarlítið starf, sem foreldrunum er á herðar lagt með fæðingu lítils barns í þennan heim.
Uppeldið er sá þáttur mannlífsins sem mest veltur á. Þrátt fyrir ólíkt upplag, allt frá fæðingu og arfgenga eiginleika er það þó uppeldið, sem miklu, ef til vill, mestu varðar um lífskjör mannanna. Meðfætt eðli og uppeldi í sameiningu gera hvern mann
[að því] sem hann verður. Uppeldið á að stuðla að því, að hvert barn verði svo mikill og góður maður, sem framast er unnt.
Heimilið er sú stofnun þjóðfélagsins sem annast uppeldi barnsins fyrstu ár ævinnar. Þar ber að leggja grundvöllinn. Þar er spurningunum svarað, fyrsti leiðbeiningar látnar í té. Áður var heimilið að mestu leyti eitt um uppeldi og fræðslu þá sem barnið hlaut. En þegar farið var að gera meiri kröfur til afkasta einstaklingsins í þjóðfélaginu, fór mönnum brátt að skiljast að heimilið var ekki einfært um uppeldi barnsins, þ.e. það hafði ekki skilyrði til að veita þann undirbúning, sem hinn verðandi maður og þjóðfélagsborgari þurfti að fá.
Heimilið þarfnaðist aðstoðar í starfi sínu. Nýjar stofnanir risu upp er tóku að sér hlutverk heimilanna á því sviði er getu þeirra þraut. Þessar stofnanir eru skólarnir.
II. Tilgangur skóla.
Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.
Í öllu starfi er best að vita að hvaða marki stefnir, hvers vegna það er unnið og hver er tilgangurinn með því.
Skólar er frá öndverðu stofnanir til hjálpar heimilunum. Starf þeirra er að leiða börnin inn á þær brautir er heimilin síst hafa aðstöðu til, láta þeim í té þá fræðslu er þroski þeirra getur tekið við. Þeir eiga að taka á móti börnum á þeim aldri er lög mæla fyrir að skuli njóta kennslu á slíkum stofnunum. En með öllum menningarþjóðum er nú lögboðið að börn á vissu aldursskeiði skuli ganga í skóla. Það nefnist skólaskylda.
Meginþáttur þess sem skólinn lætur nemendunum í té er þekking. Barnafræðslan verður þó fremur að teljast lykill að þekkingunni um þekkinguna sjálfa. Hún er grundvöllur þeirrar þekkingar sem hver einstaklingur síðar kann að afla sér.
Tökum t.d. lestarkunnáttuna. Hún veitir aðgang að þekkingu og lærdómi gegnum bækur. Hún er sá grundvöllur er byggja má á. Þessi grundvöllur er þó ekki einhlýtur, til þess að geta lifað lýtilegu lífi og koma fram sem siðuðum manni sæmir. Mönnum verðir oft um of starsýnt á þekkinguna eins og hún væri eina menntunin og allt með henni fengið. Þekkinguna má nota jafnt til ills og góðs (kunnáttan er eins og tvíeggjað sverð sem nota má til gagns eða tjóns). Vel læst barn getur notað kunnáttu sína til að lesa spillandi bækur jafnt sem góðar.
Hlutverk skólanna er að beina huga nemendanna á hollar og góðar brautir. Þeir eiga að leita uppi hvern góðan neista í sál barnsins og glæða hann sem best, veita starfskröftum þeirra í þroskandi farvegi, æfa það í sjálfsstjórn, vekja hjá því hjálpfýsi og bróðurhug, og hvetja til hugsunar og framkvæmda.
Þroski og þekking er sitthvað. Þekking er skilyrði til að geta afkastað einhverju. Þroskinn er skilyrði til þess að vinna það vel, sem þekkingin veitir möguleika til að vinna. Enginn getur gefið öðrum þroska. Þroskinn er lögmálsbundinn og kemur innanað, frá einstaklingnum sjálfum. Hann er sá gróður lífsins er hver maður á í sér fólginn. Að þroska aðra er ekki hægt, en það er hægt að glæða þroskann. Það er hlutverk skólanna.
Skólarnir eiga að skapa vaxtarskilyrði fyrir þroska nemendanna, alhliða þroska þekkingar og siðgæðis. Það á [ ]líf þeirra að mótast og þroskast, andlegur sjóndeildarhringur þeirra að víkka.
Skólarnir eru ekki reknir vegna einstaklinganna eingöngu, heldur og vegna heildarinnar. Þjóðfélaginu er það hinn mesti hagur að hver maður verði eins mikill og góður og honum er áskapað að verða.
Það er því tilgangur og höfuðmarkmið hvers skóla að búa nemendurna sem best undir þau störf er lífið síðar meir kann að leggja þeim á herðar. Veita undirbúning undir þann skóla, en stundum alla ævi, skóla lífsins. Enginn veit hve miklu sá undirbúningur veldur um árangur allrar þeirra skólagöngu.
III. Stjórn skóla.
Tíðagerði og Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.
Góð stjórn er meginskilyrði hvers skóla. Hún veldur mestu um uppeldisáhrif skólans, auk þess sem hætt er við að mikið af því sem kennarinn segir börnunum, fari fram hjá þeim, ef ekki tekst að beina eftirtekt þeirra að umræðuefninu.
Til þess að halda uppi stjórn er nauðsynlegt að hafa ákveðnar reglur til að styðjast við. Kennari verður því í upphafi að setja reglur um það, sem hann þykir máli skipta og hann hyggst koma í framkvæmd í starfi sínu. best er að þær séu fáar, skýrar, en réttlátar og settar með heill nemendanna fyrir augum. Ekki skulu þær skráðar í lagaformi, með hótun um refsingu ef útaf er brugðið en umbuna að öðrum kosti. Sú stjórn er best sem minnst ber á. Ofstjórn er ill stjórn.
Kennari verður að hugsa ráð sitt vel og velja þær reglur einar er hann telur nauðsynlegar og hollar og treystir sér að fylgja fram. Síðan verða þær að koma fram í starfi hans með festu og samkvæmni.
Þess verður að gæta að börnin hlýði þeim reglum sem settar eru. Eftirgjöf á slíku er skaðleg og veikir viljann.
Barnið verður að læra að hlýða, bæði sjálfs síns vegna og annarra. Það á eftir að reyna ýmislegt í lífinu, sem það verður að beygja sig fyrir og því er gott að það venjist snemma á að hlýða. Auk þess sem brýna nauðsyn ber til að krefjast hlýðni í skólastarfinu. Barninu mun finnast eðlilegt að hlýða, aðeins ef fyrirmælin séu gefin á réttan hátt og á réttu augnabliki. Barninu er eðlilegt að leita stuðnings hjá þeim sterkari. Því myndi finnast það áttavilt og ruglað ef því væri ekki að einhverju leyti stjórnað eftir föstum reglum.
En kennarinn verður ávallt að gera sér ljóst hvers vegna hann krefst hlýðni af barninu. Það dugar ekki að krefjast hlýðni af barni aðeins af gömlum vana eða duttlungum kennarans. Með slíkri framkomu er ekki að vænta mikils árangurs þegar nauðsyn krefur.
Til eru þrjár leiðir til stjórnar nemendunum, en ekki eru þær allar jafn gæfuríkar og verður hver kennari að gera sér ljósa kosti þeirra og lesti.
Til er sú leið að segja: “Þú skalt” og standa síðan uppi í hárinu á þeim sem óhlýðnast og óskapast yfir slæmu uppeldi og illu innræti. Með slíkri framkomu, sem sýnir lítinn skilning á eðli barnsins, er tekin sú stefna, sem hlýtur að leiða til glötunar, því að hún drepur viljann, sljóvgar hugsunina og vekur mótþróa.
Önnur leið er sú að láta barnið haga sér eins og því sýnist og skipta sér ekkert af því. Þessi aðferð er fráleit. Því til hvers er barnið komið í skólann og hvert er hlutverk kennarans?
Þá er þriðja leiðin, sú sem uppeldis- og sálfræðingar telja besta og brjóstvit og þekking kennarans rökstyður. Hún er sú að kennarinn leiðir barnið og hjálpar því. Hann leitast við, með starfi sínu, að koma því í skilning um réttlæti þeirra reglna, sem settar eru, gildi þeirra og að nauðsyn beri til að fylgja þeim.
Kennarinn veit að barnið á ótamda krafta, sem þarfnast útrásar. það hefur ekki þorska né skilning til að leiða þessa krafta fram á réttan hátt. Því brjótast þeir út í óþekkt. Hann leitast því við að leiða það á réttar brautir, veita framtakslöngun þess útrás á heppilegan hátt, og veita kröftum þess næg og hentug viðfangsefni.
Ekki er öllum kennurum jafnsýnt um að skapa hlýðni og góðan aga, innan skóla síns. Virðist í fljótu bragði sem sumum kennurum sé gefið dularfullt vald eða töfrasproti, er þeir geti brugðið á loft með þeim árangri að nemendur þeirra vaka yfir hverri bendingu frá þeim til þess að geta fylgt henni. Slíkir kennarar eru öfundverðir. En ef til vill eiga þeir að baki sér erfiða baráttu.
Kennari verður margs að gæta áður en hann kemur fram fyrir nemendur sína í fyrsta sinn og hann verður alltaf að vanda framkomu sína í viðurvist barnanna. Hann verður að vera sú fyrirmynd er þau vilja líkast, sá foringi er þau geta treyst. Takist kennaranum að ná virðingu barnanna og tiltrú er auðvelt fyrir hann að skapa innan skólans þann anda, sem æskilegt er að þar ríki, og sem getur orðið börnunum hollur förunautur á lífsleiðinni. Þá er auðvelt að fá börnin til að haga sér samkvæmt settum reglum af fúsum vilja. En það er einmitt það sem keppa ber að, að skapa innan skólans fastar venjur, sem ekki kostar sífelldrar baráttu að halda uppi.
IV. Niðurskipun skólastarfs.
Norðurkot.
“Reglusemin stjórnar heiminum”. Þessi orð mætti með réttu heimfæra upp á skólana. Kennari verður í upphafi að ákveða niðurröðun kennslustunda og námsefni. Kennarinn þarf að vera börnunum til fyrirmyndar í allri reglusemi, annars getur hann ekki með réttu krafist hennar af þeim. Stundvísi er eitt af því sem hverjum kennara ber að temja sér og krefjast af nemendum sínum.
Börnin eiga að ganga stillt og skipulega inn í kennslu og að sætum sínum, þegar kennarinn gefur merki. Þau eiga að hafa sitt ákveðna sæti allan veturinn og ber kennara strax á haustin að sjá um að þau fái hentug sæti. Þau börn sem eru lægst vexti ættu að sitja framar en hin stærri aftar til að fyrirbyggja að þau skyggi á. Þá er nauðsynlegt að þau börn sitji framarlega, sem hafa slæma sjón eða heyrn.
Nauðsyn er að venja börn á reglusemi með áhöld sín og bækur, “hver hlutur á sínum stað og staður fyrir hvern hlut”, er regla, sem fylgja ber í skólastarfinu.
Fullkomin stjórn í kennslustund er skilyrði fyrir því að hún komi að notum. Takist ekki að halda eftirtekt barnanna vakandi er tímanum varið ver en til einskis. Kennarinn verður að vera vakandi í starfi sínu, annars gæti hann óafvitandi stofnað til ástands, sem væri miður æskilegt. Augu og eyru þarf hann að hafa allstaðar og vera viðbragðsfljótur og hittinn að finna einhverja brellu til að vekja eftirtekt barnanna ef hún er farin að dofna.
Best er að kennari venji sig á að vera viðmótsþýður og alúðlegur, en komi samt alltaf fram eins og honum er eðlilegt. Öll stæling fer illa, hánotaðar fjaðrir vilja fjúka og hætt er við að gríman gleymist einhvern tímann, svo að hið rétta andlit komi í ljós.
Kennari þarf að venja sig á að tala í þeim rómi er hann finnur að hafi best áhrif á börnin og honum er tamast að beita, án allrar tilgerðar.
Kennari sem hefur fullt vald yfir nemendum sínum og finnur að hann nær tökum á viðfangsefni sínu getur vonglaður haldið áfram því starfi er hann hefur valdið sér, í trú á góðan árangur.
Enginn má missa þolinmæðina þótt ekki gangi allt að óskum fyrst í stað. Þá er að leta fyrir sér í hverju mistökin liggja og gera nýja tilraun. “Aðeins mikil áreynsla skapar stóra sál”.
Aldrei má kennari þó nota börnin sem “tilraunadýr”. Börnin eru viðkvæmir einstaklingar og sá kennari sem finnur að hann veldur ekki viðfangefni sínu ætti að hætta þegar í stað og hefja starf á öðru sviði (“ef þú getur ekki spennt bogann er hann ekki þinn”).
V. Refsingar.
Auðnar, Höfði, bergskot, Landakot, Hellukot, Þórustaðir, Norðurkot og Tíðagerði – túnakort 1919.
Refsingar hafa lengi verið álitnar nauðsynlegar til þess að halda uppi stjórn ís kólum. refsingar eiga að koma í veg fyrir brot á reglum séu endurtekin, kenna börnum stjórn á sjálfum sér og venja þau af ósiðum.
Allir eru sammála um að kennari beri siðferðileg og uppeldisleg skylda til að refsa barni, ef hann álítur þess brýna nauðsyn og að þessi refsing geti orðið barninu til góðs. En þá vaknar spurningar: Hvaða refsingar hafa mest uppeldisgildi? Með hverju, fyrir hvað og hvernig og hvenær á að refsa?
Þessar spurningar hljóta að valda hverjum góðum og samviskusömum kennara mikillar umhugsunar.
Eigi refsingar að hafa betrandi áhrif á barn, – sem er tilgangurinn, verður hún að vera þannig að barninu finnist, að þetta eigi það skilið. Tilfinning barnsins fyrir réttu og röngu er furðu næm. Barn á skólaaldri á að geta gert sér grein fyrir sambandi orsaka og afleiðinga. Fyrsta skilyrði þess að refsing komi að notum er, að hún sé bein afleiðing af broti barnsins eða yfirsjón. Kennarinn má aldrei refsa í bræði eða reiði, en með festu og alvöru. Hefnigirni eða persónuleg móðgun má aldrei koma fram í afstöðu kennarans til barnsins. Refsingin er neyðarúræði er kennarinn grípur til ef hann sér siðferðilegri velferð barnsins það fyrir bestu.
Áður en kennari refsar verður hann að gera sér fulla grein fyrir hvort ástæða sé til slíkra aðgerða, og hvaða aðferð skuli beitt. Kemur þá til greina skapgerð barnsins og þroski þess. Undir hvaða atvikum brotið er framið og hvaða orsakir liggja til þess. Fullan mun verður kennari að gera á þeim yfirsjónum sem framdar eru af hugsunarleysi eða fyrir áhrif og eggjan annarra og þeim sem barn fremur að yfirlögðu ráði. hann verður að reyna að skilja orsakirnar og er þá athugun á sálarlífi barnsins nauðsynleg.
Þá kemur spurningin: Hvaða refsingar hafa mest uppeldisleg gildi? Franskur uppeldisfræðingur hefur sagt: “Kjarni refsingarinnar er ávítunin. Að refsa er að ávíta, og besta hegningin er sú, sem lætur í ljósi á skýrastan og hagkvæmastan hátt, ávíturnar sem refsing felur í sér”.
Kjarni refsingarinnar er því ávítunin, en barnið verður að viðurkenna réttmæti þessarar ávítunar ef hún á að hrífa. Ávítunin verður að vekja samvisku barnsins, vekja hjá því löngun til að bæta fyrir brot sitt og styrkja vilja þess til að bæta sig. Þetta eru skilyrði fyrir því að ávítunin missi ekki marks.
Gamall málsháttur segir: “Enginn verður óbarinn biskup”. Væri er ekki eins hægt að snúa honum við og segja: “Enginn verður barinn til biskups”. Það er glæpur að refsa barni fyrir ósjálfráðan veikleika og vangetu. Slík börn þarfnast öllu fremur sterkrar en mildrar handleiðslu og leiðsagnar.
Forðast skal refsingar eins og hægt er. Það er vandi að beita þeim þannig að þær komi að tilætluðum notum. Þær geta í meðferð kennarans, sem hefur litla æfingu í sjálfsstjórn og ónóga þekkingu á sálarlífi barnsins, haft þveröfug áhrif við það sem þeim ber að hafa. Þær geta þá vakið hjá barninu þrjósku og löngun til að hefna sín á þeim sem það finnst hafa beitt sig órétti.
Best er að geta stjórnað þannig að aldrei þyrfti að koma til refsinga. Allar refsingar verða því áhrifaminni sem þeim er oftar beitt. Ætti það einnig að styðja þá skoðun að refsingin á aldrei að vera annað en örþrifaráð, sem grípa verður til þegar önnur uppeldisráð duga ekki, eða barn hefur gert sig brotlegt í yfirsjón og skaðleg stjórn og starfi skólans.
Framkoma kennarans, persónuleiki og samstarf hans og barnanna, er það sem mestu máli skiptir í stjórn skólans. Hátterni hans allt, persónuleiki, hreimur raddarinnar og það hversu hann snýst við þeirra vandamálum er að steðja markar dýpstu áhrifin á sálarlíf barnsins og veldur mestu um framkomu þess.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif ávítanna hafa neikvæð áhrif, þar sem áhrif viðurkenninga eru jákvæð.
Kennari á því að vera örari á lof en löst. Það vekur allan metnað. Uppörvunin leysir úr læðingi nýja krafta, en sífelld aðfinnsla lamar.
“Leyndardómur uppeldisins er fólginn í lotningu fyrir barnseðlinu”.
VI. Kennsla og kennsluaðferðir.
Norðurkot – Norðurkotsskóli.
Umgerðin að skólastarfinu er lögð með lögum og reglum stjórnvalda. Þessi lög leggja skólum að nokkru starfsáætlun. Þau ákveða aldurstakmark barna, hvert ber að komast í hverri námsgrein áður en lokið er fullnaðarprófi og hvaða námsgreinar skulu kenndar. Þessi lög verður kennari að kynna sér áður en hann hefur starfs sitt.
Kennara er samt sem áður nauðsynlegt að leggja niður fyrir sér að hvaða marki hann ætlar að keppa og hvernig hann hyggst ná því.
Verkefni kennslunnar á að verða “að skipa í röð skynáhrifum allt frá þeim einföldustu til hinna samsettu”. Þannig að á hverjum tíma sé samræmi milli áhrifanna og þroskastigs barnsins.
Grundvöllur allrar þekkingar, er það sem maðurinn sjálfur og hugurinn finnur, þ.e. allar skynleiðir hans, “kenndir vorar eru steinarnir í heimsmynd vorri”.
Til að taka tillit til alls þess í kennslunni voru tekin upp átthagafræðileg vinnubrögð í skólunum. Þar er gengið út frá því þekkta til hins óþekkta. Byrjað í heimahögunum og haldið lengra út. Hið óþekkta ávallt borið saman við hið þekkta.
Kennslan á að byrja á því létta og halda til þess sem þyngra er. Hún á að miðast við það að vekja börnin til umhugsunar, glæða hæfileka þeirra og löngun til að afla sér þekkingar. Börnin eiga innibyrgða krafta. Það er hlutverk kennslunnar að glæða starfshvötina, gefa börnum tækifæri til að láta hönd og auga vinna með huganum. Kenna börnunum að starfa sem mest að því sjálft að afla sér þekkingar og kunnáttu, til þess að gera þau sem mest sjálfbjarga einstaklinga. Sú regla að börnin eigi sem mest að starfa að náminu sjálf, byggist á því lögmáli náttúrunnar, að framför og þroski næst ekki nema með því að beita kröftunum. Enginn getur gefið öðrum þroska. Þekkingin verður einnig að byggjast á því sem fyrir er. Sú þekking er haldbetri og minnistæðari en einstaklingurinn aflar sér með fyrirhöfn, en sú er hann þiggur fyrirhafnarlaust.
Kennsluaðferðir eru með mörgu móti og verður hver kennari að finna sér út að nokkru leyti sjálfur þá aðferð er honum tekst best að nota. Einn getur komið með aðferðir, sem honum gefst vel, en þegar annar ætlar að fara að nota þá sömu aðferð, getur allt farið í handarskolum. Einstaklingarnir eru svo ólíkur að þeir geta ekki allir notað sömu aðferðir og verða því að skapa sér þá aðferð er best hæfir einstaklingseðli þeirra. Ekki hæfir heldur sama aðferð öllum námsgreinunum.
Ein er sú aðferð er mikið er notuð í kennslu eldri barna, en það er frásögn. Til þess að þessi aðferð beri árangur þarf kennarinn að kunna vel að segja frá, svo a’ börnin hafi ánægju af og fylgist með af lífi og sál. Frásögnin þarf að vera sýr og greinileg og svo lifandi að börnunum finnist þau sjá og heyra þá atburði er frá er sagt. Aðferð þessi getur orðið þreytandi til lengdar og er því ekki rétt að beita henni lengi í einu. Gott er að flétta spurningar inn í frásögnina til að halda eftirtekt barnanna betur vakandi og tryggja sér að frásögnin nái hugarheimi þeirra. Aðferð þessi ber því aðeins árangur að kennarinn kunni vel að segja frá og á því máli er nær best til skilnings barnanna. Allir barnakennarar ættu að temja sér þá list.
Í sumum námsgreinum er nauðsynlegt að beita sýnikennslu, eins og t.d. undirstöðuatriðum reiknings, skrift, teikningu o.fl. Myndir og áhöld eru nauðsynleg tæki í kennslustarfinu.
Spurningar eru nauðsynlegur þáttur í kennslu og námi. Þeim er beitt til að kanna þekkingu barna og glöggva skilning þeirra og ályktunargáfu. Þær þurfa að vera skýrar og beinar, svo að börnin séu ekki í vafa um, við hvað er átt. Kennarar ættu að varast að spyrja “já” og “nei”, spurninga.
VII. Námið og gildi þess.
Norðurkot.
Börnin koma í skólann til að nema. Eitt meginatriði í kennslu barna er það að gera námið skemmtilegt. Börnin eru skylduð til að vera í skólanum. Þau hafa því að öðru jöfnu minni áhuga fyrir náminu en þeir nemendur, sem fara í skólann af fúsum vilja. Auk þess eru þau óþroskaðri en aðrir nemendur og áhugasvið þeirra oft fjarri skólanum.
Kennarinn verður því að gera þeim skólavinnuna sem skemmtilegasta og aðgengilegasta. Starf, sem unnið er af litlum áhuga eða engum hefur minni árangur, en það sem unnið er af áhuga og ánægju.
Ekki má þó gera námið alveg erfiðleikalaust. Það á ekki að vera alvörulaus leikur heldur skemmtilegt, en þó alvarlegt starf. Fyrsta skylda kennarans er að vera skemmtilegur í starfi sínu. Það er oft erfitt en á því byggist að námið verði aðgengilegt og veki áhuga og ánægju hjá börnunum.
Sú aðferð hefur mjög tíðkast í skólastarfinu að leggja áherslu á að efnið sem numið er, sé munað sem nákvæmast og því sé skilað sem líkustu því er í bókinni stendur. Hitt lagði skólinn minni áherslu á hvort nemendurnir skyldu það efni sem munað var. Hvort þeir skyldu samhengið milli orsaka og afleiðinga og annað sem fyrir kom. Í þessu efni var þululærdómurinn kunnastur. Það er hægt að læra utanað ýmislegt það, sem orkar á fegurðarsmekk og tilfinningarnar, en án þess að efni hins lærða sé skilið, t.d. vísur.
Gildi utanbókarlærdómsins má þó ekki fordæma með öllu. Í sumum námsgreinum er hann nauðsynlegur. Kvæði verður að læra utanað, ártöl þarf að muna, ýmislegt úr landafræði og reglur í reikningi. Í reikningi á sér oft stað minni án skilnings og hefur gildi.
Efni sem skilið er hefur þó margfalt meira gildi en minnisnámið eitt. Skilningurinn getur oft komið til sögunnar þó að minnið bili og rifjað upp það sem annars hefði glatast.
Skilningurinn vekur hugsun, opnar útsýn og gefur margfalt betri árangur. Ártöl sögunnar eru lítils virði ef ekkert atriði er til að skýra í sambandi við þau. Skilningur og minni þurfa ávallt haldast í hendur) að fara saman ef góður árangur á að nást.
Talað er um tvenns konar gildi námsins; menningarlegt gildi og hagnýtt gildi. menningarlegt gildi náms glæðir og eflir vitsmunina, skerpir viljann og gerir manninn að siðmenntaðri manni. Hagnýtt gildi hefur nám að því leyti að það á að gera einstaklinginn færari í lífsbaráttunni, veita honum skilyrði til betri afkomu.
Allar námsgreinar ber að kenna með þetta tvennt fyrir augum. Engin námsgrein hefur svo mikið menningargildi í sér, að það geti ekki farist í meðferð lélegs kennara. Allar námsgreinar hafa mikið gildi, séu þær kenndar með menningarleg og hagnýt sjónarmið fyrir augum. Skólanám á að auka manngildi nemandans og hæfi hans til að lifa lífinu og vinna störf sín vel og einlæglega.
VIII. Kennarinn og hlutverk hans.
Norðurkot – sjóhús.
“Kenn þeim unga þann veg sem hann á að ganga og þegar hann eldist mun hann ekki ef honum beygja”.
Þessi orð eru ekki sögð út í bláinn, því ef svo væri hefðu þau ekki staðist próf þeirra alda, sem liðin eru síðan þau voru sögð. Svo mikið hefur það að segja að vandað sé til þess vegarnestis sem barnið fær með sér út í lífið að undir því er kominn lífshamingja manna allt til elliára.
“Af því læra börnin málið að það sé fyrir þeim haft”. Það er á valdi hinna fullorðnu, hvernig það mál er, hvernig þær venjur eru, sem barnið á við að búa, hvernig sá andi er sem umhverfis það ríkir.
“Æskan er á öllum tímum það akurlendi mannlífsins sem besta umönnun þarfnast”.
Allur gróður þarfnast umhirðu og nærgætni, einkum sá sem er ungur og veikbyggður. Þetta vita garðyrkjumennirnir og breyta samkvæmt því.
Kennararnir eru garðyrkjumenn á akri mannlífsins. Þeir eiga að vernda gróður mannlífsins og hlúa að honum á viðkvæmasta skeiði ævinnar. Þeir eiga að búa barnsálirnar undir lífið og gróðursetja fræin, sem framtíð þjóðarinnar sprettur upp af.
Þeir eiga að vekja til lífsins hæfileika barnanna og blundandi krafta og beina þeim í rétta átt.
Á kennurunum hvíla miklar skyldur gagnvart börnunum. Meðan barnið dvelur í skólanum hefur kennarinn mikil áhrif á uppeldi þess. Sá kennari, sem hefur sama barnið undir höndum í marga vetur á áður en yfir lýkur, mikil ítök í huga þess.
Kennurum ber skylda til að rækja starf sitt af bestu getu, skyldu við þjóð sína, nemendur sína og samvisku sína.
Kennari, sem veit hlutverk sitt, gerir sér ljóst að það er mikilvægt ábyrgðarstarf. Hann leitast við að gera sér grein fyrir þroskaferli barnsins og miðar störf sín á hverjum tíma við að getu nemenda sinna. (Hann veit að hann þarf að þekkja þau vel og kynnast einstaklingseðli þeirra hvers fyrir sig).
Kennarinn þarf að þekkja börnin vel. Hann þarf að þekkja einstaklingseðli hvers barns er hann hefur undir höndum. “Það er kennarans sök ef barnið lærir ekki”, sagði [Gormenins]. Kennarinn verður að gera sér ljóst hvers hægt er að krefjast af barninu og haga starfi sínu eftir því.
Góður kennari setur sér það takmark að leiða nemendur sína á rétta braut. Vekja áhuga þeirra, starfslöngun, vilja og manndóm, vekja þá til umhugsunar og leitast við að benda þeim á hið góða og fagra í lífinu. Sá kennari, sem getur skilið við börn sín ánægð, og sjálfur ánægður yfir vel unnu starfi, hann má vita að hann hefur unnið landi sínu og þjóð gæfuríkt starf.
Heimildarrit:
-Uppeldismál eftir Magnús Helgason,
-Þroskaliðinn eftir S. Jóhann Ágústsson,
-Fyrirlestar Hallgríms Jónassonar í Kennaraskólanum.
ÓSÁ skrifaði upp.
Norðurkoti lyft af grunni sínum og síðan flutt að Kálfatjörn.
Loftsskúti – Hvassahraunssel – Lónakotssel
Ákveðið var að freista þess að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa.
Loftsskúti.
Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. Rjúpur á stangli. Há varða er á austanverðum hraunhrygg, sem selið er norðvestanundir. Tóttir tveggja heillegra húsa eru í selinu, hvort um sig þriggja herbergja. Gróinn stekkur er undir hraunásnum og annar hlaðinn, heillegur vestan við tóttirnar. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Hvassahraunssel.
Haldið var áfram til suðurs upp frá selinu, framhjá Snjódölum, djúpum fallegum hraunlægðum, upp Mosana meðfram Eldborgarhrauni. Þegar komið var að hraunhæð ofarlega í þeim svo til alveg við hraunkantinn, var gengið eftir stíg yfir hraunið og inn á Skógarnefið. Svæðið er mikið gróið og fegurð þess endurnýjar snarlega sérhverja orkulind þreytts ferðalangs. Klukkustund liðinn frá upphafi ferðar.
Skógarnefsgreni.
Gengið var niður með gróðursvæðinu og síðan svolítið inn á því. Mikið af rjúpu. Skömmu áður en komið var að landamerkjagirðingu Lónakots, sem liggur þarna niður að Krossstöpum, taka við brattur og gróinn hraunbakki. Ofan hans er nokkuð slétt Mosahraun, en ofar runnabrekkur Almennings. Leitað var að Skógarnefsskútanum, en árangurslaust að þessu sinni.
Neðan við bakkann var hlaðið umhverfis greni (Skógarnefsgreni). Þrjár litlar vörður voru allt um kring. Norðar má sjá litla vörðu við mosahraunskantinn. Við vörðuna liggur stígur stystu leið í gegnum hraunið í áttina að einum Krossstapanum. Lítil varða var hlaðin við stígsendann að norðanverðu.
Urðarásgreni.
Skammt norðar var hlaðið í kringum greni (Urðarásgreni) og litlar vörður um kring. Framundan var mikill stórgrýttur urðarás, merkilegt jarðfræðifyrirbrigði. Þegar komið er að krossstöpunum þessa leið má glögglega sjá þrjá slíka. Sá austasti er greinilega stærstur, en um hann liggur landamerkjagirðingin. Lítill krossstapi er skammt vestar og sá þriðji mun lægri skammt norðvestar. Norðvestan við neðsta krossstapann var hlaðið umhverfis tvö greni (Krossstapagrenin). Fallegt ílangt jarðfall var sunnan þeirra.
Skorásvarða, landamerki Hvassahrauns og Lónakots.
Sjá mátti háu vörðuna ofan við Lónakotssel í norðri. Önnur varða var á hraunhól í norðvestri. Gengið var að henni og áfram í sömu átt niður hraunið. Lónakotsselsstígnum var fylgt að hluta, en þegar stutt var eftir niður að Reykjanesbraut var beygt til norðurs og tvær hlaðnar refagildrur, sem þar eru á kjarrgrónum hraunhól, skoðaðar. Önnur gildran virðist hafa verið hlaðin upp úr merkjavörðu, sem þarna var.
Þegar gengið er um ofanverð hraunin má segja að minjar séu við hvert fótmál. Mikilvægt er að kunna að lesa úr þeim. Vörðurnar eru t.d. af margvíslegum toga, s.s. leiðarvörður við götur og stíga, staðsetningavörður við einstaka merkilega staði, grenjavörður (þrjár umhverfis greni – tveir steinar í hverri), sögulegar vörður (er staðsetja sögulega atburði) og refagildrur í vörðulíki.
Gangan tók 2 og ½ klst. Veður var frábært – fjórðungssól og hlýtt.
Rjúpur við Hvassahraunssel.
Selvogsgata – Kristjánsdalir – tóftir – Hlíðarvatn
Gengið var frá Bláfjallavegi áleiðis í Kristjánsdali. Á leiðinni eru tvær vörður. Á milli þeirra er markaður gamall stígur í klöppina. Sést hann vel á nokkrum kafla. Þarna mun vera um að ræða þann hluta Selvogsgötu er lá að veginum um Grindarskörð, en á seinni tímum hefur legið beinna við að fylgja stígnum upp Kerlingarskarð.
Tóft í Kristjánsdölum.
Skömmu áður en komið er í sjálfa dalina er komið að vatnsstæði. Í dalverpi eru síðan tvær tóttir. Önnur er húslaga en hin virðist vera hleðslur beggja vegna veggja timburhúss. Þarna var lengi sæluhús Selvogsmanna áður en þeir lögðu á heiðina í misjöfnum veðrum. Lengi vel voru hús þessi notuð af rúpna- og refaskyttum, sem þá höfðust við um skamman tíma í Kristjánsdölum þegar þeir voru við veiðar í Hlíðunum. Þegar haldið er upp krikann í dalbotninum er eins og ruddur stígur á ská upp hlíðina. Stígnum var fylgt upp, en áður en brúninni er náð virtist stígurinn enda. Ástæðan gæti verið hrun að ofan efst við brúnina eða hreinlega að engin stígur hafi verið þarna.
Kóngsfell.
Haldið var áfram á ská upp brúnina og var þá komið að Stórabolla, einum bollanna sem Tvíbollahraun er komið úr og sjá má fyrir neðan. Varða var á brúninni norðan Bollans. Gengið var inn og niður með honum og inn að Kóngsfelli. Fellið er nokkuð sérstakt. Bæði stendur það eitt og sér austan við Grindarskörðin og í því miðju er hvilft þar sem fjárkóngar fyrrum hittust og réðu ráðum sínum. Í hvilftinni er gott skjól og því góður samkomustaður. Haldið var í suður frá fellinu og inn á Selvogsgötuna (Hlíðarveg). Nokkrar vörður eru á þeirri leið.
Á Stakkavíkurstíg efst í Selsskarði.
Selvogsgötunni var síðan fylgt niður með Draugahlíðum og í gegnum skarðið vestan Austurása. Þar skammt sunnar eru gatnamót. Í stað þess að vinda um og fylgja götunni áfram niður í Strandardal eða áfram niður að Hlíðarskarði var ákveðið að beygja til hægri og halda niður Stakkavíkurselsstíg. Gengið var vestur með Vesturásum og síðan niður með Dýjabrekkum og áfram niður með Grænubrekkum. Ofan þeirra er Stakkavíkurselið. Við stíginn eru einnig tóttir af enn eldra seli. Þegar komið var niður á brún Stakkavíkurfjall ofan við Hlíðarvatn tók Selsstígurinn við niður hlíðina. Þá var komið á Herdísarvíkurveg, u.þ.b. fjórum klukkustunum eftir að lagt var af stað frá Bláfjallavegi.
Veður var frábært – logn og sól.
Selvogsgatan.
Ginið III
Ginið reyndist um 20 metra djúpt og mestanpartinn lóðréttir klettaveggir. Sjálft gatið er um fjórir metrar á breidd og um átta metrar á lengd. Opið er í jarði þunnfljótandi helluhrauns, sem hefur runnið þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði. Það hraun virðist vera mun nýrra en hraunið allt um kring og gæti jafnvel hafa runnið á sögulegum tíma.
Skjól í Sauðabrekkum.
Stutt er í gjallgígana norðan Sauðabrekkugjár, sem mynda gígaröð í beina línu út frá gígunum ofan við gjárbarminn. Í einum gíganna, sem er holur að innan, hefur gólfið verið flórað, hlaðið er að hluta til fyrir munnann og hella lögð fyrir gluggaop (Sjá Sauðabrekkugjá).
Íshella var á botni Ginsins. Steinar hafa brætt sig um tvo metra niður í helluna og mynda holur ofan í hana. Þegar komið var niður er auðveldara að sjá hvers konar fyrirbæri þarna er um að ræða. Ginið er fyrrum gjá, sem hefur verið geysistór á þessum kafla. Hún er í sömu stefnu og aðrar gjá á svæðinu, s.s. Fjallgjá og Sauðabrekkugjá. Nýja þunnfljótandi hraunið hefur runnið ofan í gjána og fyllt hana. Sennilega hafa barmar gjárinnar risið einna hæsta þarna svo hraunið hefur ekki náð að fylla þennan hluta.
Ginið – loftmynd.
Til norðurs liggur rás undir hraunið. Hún ber keim af fyrrum sprungu. Eftir u.þ.b. átta metra endar gjáin í brekku. Ef farið er upp brekkuna tekur við mjó hraunrás, 6-8 metra löng, svo til beint upp á við. Þessi hluti var ekki kannaður með góðum luktum svo erfitt er að átta sig hvert framhaldið kann að vera. En ummerkin bera þess öll merki að þarna hafi verið gömul hraunfyllt sprunga. Sérstakur heimur út af fyrir sig og sennilega fágætt aðgengilegt jarðfræðifyrirbæri sem slíkt. Hraunið í sprungunni var frauðkennt, ekki þó gjall, og var tekið sýnishorn af því.
Þau Ásdís Dögg og Jón Árni, fulltrúar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, eru að öllum líkindum fyrstu manneskjunar, sem fara þarna niður og kanna fyrirbærið.
Veður var stillt, blankalogn, og falleg kvöldsólin roðagyllti vesturhimininn.
Ginið.
Kershellir – Hvatshellir – Ketshellir
Gengið var frá Sléttuhlíð upp að Selvogssgötu undir Smyrlabúðahrauni.
Stekkur við Hamrakotshelli.
Þaðan var gamla gatan gengin niður að helli, sem í seinni tíð hefur verið nefndur Kershellir, en Hvatshellir er afhellir innan af honum. Stór varða er á suðvesturbrún hans. Farið var niður í hellinn og hann skoðaður hátt og lágt. Hann liggur til vesturs úr jarðfallinu, um 40 metra langur. Segja má að hellirinn hafi verið óvenju fallegur því hæfilega löng grýlukert lágu niður úr svo til öllu lofti hans. Á leiðinni út var farið til vinstri, framhjá jarðfallinu, til austurs og þar inn þrönga hraunrás, sem séra Friðrik Friðriksson kom á spjöld sögunnar í frásögn hans af Sölva. Hellirinn er nefndur eftir göngufélaginu „Hvatur“, sem mun hafa farið þangað af og til og m.a. haldið samkomur sínar í honum. Hellirinn er nokkuð þröngur til að byrja með, en víkkar á ný í hvelfingu. Þá þrengist hann aftur, en opnast síðan inn í enn aðra hvelfingu. Alls er hellirinn um 100 m langur. Til leiðbeiningar skal þess getið að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans (Ólafur Þorvaldsson 1949). Þessar vörður voru sameinaðar í eina um eða eftir 1960.
Ketshellir er sunnan við Kershelli/Hvatshelli. Hann er í gróinni hraunrás í um 30 metra fjarlægð og liggur í sömu stefnu og Kershellir (vesturs). Hellirinn er rúmgóður og um 30 metra langur. Hann er í fornum ritum nefndur Selshellir.
Hamarskotsselsfjárhellir.
Samkvæmt Jarðarbókinni sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að árið 1703 í Gullbringusýslu kemur fram: að jörðin á selstöðu þar sem heitir Kietsheller. Sami hellir var einnig nefndur í tengslum við Hamarskot, sem var hjáleiga Garðakirkju. Var greint frá því að selstöðu ætti Hamarskot í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarskotssel. (Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-1942). Hellirinn var á mörkum jarðanna og opinn í báða enda og þar af leiðandi notaður af ábúendum beggja jarða til helminga og þá jafnan nefndur einu nafni Selhellir.
Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.
Vestan við hellana sér niður á grassvæði. Selvogsgatan liggur niður að því og áfram í gegnum það uns hún sveigir að Setbergsshlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum.
Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir. Þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar. Sunnan við Hamarskotshelminginn er hlaðinn stekkur.
Svæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jafnframt skoða mikið á stuttum tíma. Gerður var uppdráttur af svæðinu.Sjá meira HÉR.
Veður var með ágætum – bjart og stillt.
Kétshellir / Setbergsselsfjárhellir.
Þúfnavellir – Geitafell – Fosshellir I
Farið var að Sandfelli við Þrengslaveg undir röggsamri stjórn JS, vestur yfir Þúfnavelli, nokkuð slétta grasvelli norðaustan Geitafells, og áfram vestur með norðanverðu fellinu. Farið var hægt og rólega, en ekki var látið staðar numið fyrr en komið var að slóðaenda við vesturhorn fellsins, ferð sem Meðaljón á minna en 38” hefði ekki treyst sér í. Frá endastöð sást vel suður yfir Kálfahvamm og Selsvelli fyrir neðan.
Í Fosshelli.
Í suðvestur, ofan við Réttargjá, sást í jarðfall. Gengið var þangað og var þá komið að opi Fosshellis. Gatið er mót suðri og rás þar innan við. Hún er stutt og lokast fljótlega með hruni. Efra opið er hins leið inn í mikla hraunrás. Mikil hrauná hefur runnið þar niður og má sjá einstaklega fallegar hraunmyndanir á börmum hennar. Hrauntröðin inni í rásinni er há og mikil. Fara þarf upp á brún hennar og fylgja henni áfram inn eftir rásinni. Á einum stað hangir u.þ.b. 30 metra langt hraunstrá niður úr loftinu. Allnokkurt hrun er úr loftinu niður í rásina, en víða má sjá fallegar hraunmyndanir og tauma liggja niður með veggjum. Innst inni, en hellirinn er um 80 metra langur, er hár, mjór og mikill hraunfoss. Erfitt er að mynda hann allan nema með sérstökum ljósmyndabúnaði. Í góðu ljósi sést vel hversu tilkomumikill hann er. Ofarlega á veggjunum neðan við hann eru mjög fallegar myndanir. Þótt Fosshellir sé ekki langur er full ástæða til að gera sér ferð til að skoða hann.
Frábært veður.
Í Fosshelli.
Stórholt – hlaðið refabyrgi – Gamla þúfa
Gengið var til vesturs frá Krýsuvíkurvegi skammt norðan við Bláfjallafleggjara, meðfram skógræktargirðingu og yfir Stórhöfðastíg. Stefnan var tekin á Gömluþúfu. Gamlaþúfa er í sprungnum hraunkletti í u.þ.b. 110 m hæð yfir sjó. Hún sést vel frá Straumsseli og áður fyrr var hún þekkt kennileiti á Straumsselsstíg áleiðis að Fjallinu eina.
Gamla þúfa.
Eftir stutta göngu var komið í krosshlaðið fjárskjól ofan við Brunntorfur, líklega frá Þorbjarnarstöðum ( fallega hlaðin fjárborg frá bænum er þarna skammt norðvestar) vandlega falið í grunnu jarðfalli. Hlaðinn er gangur áleiðis inn, en síðan klofnar hann til hægri og vinstri. Skjólin eru á hvora hönd.
Fuglasöngur var í lofti og hvarvetna sáust smáfuglar skjótast undan fótum þátttakenda. Notað var tækifærið og hreiður þúfutittlings, inn undir lyngbakka. Eggin voru varla stærri en lambaspörð.
Refur.
Þegar komið var upp á hæðirnar heyðist tófa gagga skammt frá. Sást hvar gráskellótt lágfóta skokkaði hægt samhliða hópnum í u.þ.b. 50 metra fjarlægð í sömu átt. Líklega sú sama og hefur verið að hnupla þurrkuðum þorskhausum úr fiskhjalla þarna skammt norðar. Hún stoppaði af og til, leit í átt að hópnum og gaggaði tvisvar, sennilega til merkis um yfirvonandi hættu. Eftir að hafa fylgst með tófunni stutta stund var ákveðið að stríða skolla svolítið. Golan var á bakið. Hópurinn staðnæmdist á holti og lét tófuna sjá sig.
Stórholtsbyrgi.
Einn úr hópnum hélt áfram eftir hraunlægðunum í sömu stefnu og beygði síðan til vinstri, þvert fyrir ætlaða leið dýrsins, og beið þar á bak við hraunhrygg. Hópurinn hélt síðan áfram, rebbi stóð upp og fylgdi fyrra hátterni. Fylgst var með rebba þar sem hann stöðvaði þegar hópurinn stöðvaði, settist, gaggaði tvisvar og var síðan kyrr, en stóð upp þegar hópurinn færði sig. Svona gekk þetta nokkra stund uns rebbi var svo til alveg kominn að þeim er beið. Þá stóð sá hægt upp og beið. rebbi átti aðeins nokkra metra í hann þegar hann áttaði sig, stóð grafkyrr, rak upp gól, tók síðan til fótanna þvert á fyrr leið og hvarf. Fuglasöngurinn fyllti loftið á ný. Lóan settist á nálægan stein og virtist alveg óhrædd við tvífættlingana.
Brunntorfufjárskjóls er ekki getið í skráðum heimildum. Samt er það á þeim stað, sem það er.
Mörg greni voru merkt á leiðinni (tveir steinar á tveimur til þremur stöðum umhverfis greni).
Nákvæmlega klukkustund tók að ganga að Gömluþúfu. Hún er áberandi í Almenningum ofan við Straumsselið. Þegar komið var að henni tyllti rjúpa sér á þúfna og horfði yfir svæðið. Umhverfis þúfuna eru nokkrar vörður og merkt greni. Eftirtektarvert var hversu hljótt var við þúfuna. Þar heyrðist ekki fuglasöngur. Sennilega eru grenin þarna í búsetu þessa stundina. Hafurbjarnarholt er austar og þar eru einnig merkt greni. Neðar er Stórholts og þar eru Stórholtsgrenin. Hlaðið byrgi grenjaskyttu er utan í holtinu. Ekki er ólíklegt að það hafi verið hlaðið af sömu skyttunni og byrgið við Efri-Straumsselshella (Jónas Bjarnason).
Gengið var til baka svo til beina línu að upphafsreit. Lognið var nær algert og kvöldkyrrðin mikil.
Frábært veður.
Gamla Þúfa.
FERLIR – tölfræði
Gengnar FERLIRsferðir um Reykjanesið eru nú um 3200 talsins. Hver ferð hefur að jafnaði verið 7 km. Skv. því hafa verið farnir 20. 700 km eða sem nemur u.þ.b. nokkrum hringferðum í kringum landið. Í þessum ferðum hafa verið skoðaðar:
Í hellinum FERLIR í Brennisteinshellum.
-90 fjárborgir,
-120 brunnar og vatnsstæði,
-283 gamlar göngu- og þjóðleiðir,
-60 greni,
-603 hellar og skútar,
-83 letursteinar,
-68 hlaðnar refagildrur,
-92 gamlar réttir,
-401 sel og nálæg mannvirki,
-32 skotbyrgi,
-193 sæluhús og sérstakar tóttir,
-23 vegavinnubúðir,
-17 vitar,
-320 vörður á sögulegum stöðum,
auk eldvarpa, eldgíga, gosrása, dala, fjalla, hóla, hæða, vatna, stranda, gjáa, hvera, gróðurs, hrauna, móa, mela, dysja, gatna, stíga, brúa, stekkja, kvía, vara, byrgja, nausta, sjóbúða, flóra og annarra mannvirka eða sögulegra staða.
Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur)
Ef gert er ráð fyrir að sérhver göngumanna hafi náð af sér um 0.5 kg í hverri ferð ætti 80 kg maður nú að hafa lést um 850 kg. Af því mætti draga þá ályktun að þeir, sem oftast hafa gengið, væru nú horfnir með öllu. En sem betur fer er það nú ekki svo. Þeir hinir sömu hafa fengið tækifæri til að næra sig á milli ferða og þannig tekist að vega upp þyngdartapið, en auk þess njóta þeir að einhverju leyti aukinna vistmuna, meiri vöðvabyggingar, efldrar notadrjúgrar þekkingar sem og aukins skilnings á landi og þjóð sem hverjum og einum er svo mikilvægur til enn meiri þroska og viðurværis. Með lögjöfnun má því segja að þeir, sem ekki hafa tekið þátt í FERLIRsgöngum, séu nú þeim fátækari því þær hafa hingað til ekki kostað þátttakendur neitt annað en milliferðir.
Refagildra ofan við Húsfell.
Járngerðardys – Junkaragerði
Tómas Þorvaldsson, 83. ára gamall, tók á móti FERLIR í Grindavík.
Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.
Þegar var haldið að Vergötu í Járngerðarstaðahverfi með það fyrir augum að staðsetja dys Járngerðar, sbr. söguna. Gatan liggur til suðurs gegnt Garðhúsum, sem Einar kaupmaður byggði 1918.
Næsta hús að vestan er Valdabær, síðan Járngerðarstaðir og loks Vesturbær. Gamla sjávargatan lá fyrrum til suðurs frá Járngerðarstöðum, en það var samheitið á torfunni, og yfir þar sem nú er Helgavöllur. Vergatan er yfir gömlu götunni. Þar sem gatan beygir á móts við Garð, á milli Víkur og Hliðs, var Járngerður dysjuð. Í þjóðsögunni segir að dysin hafi verið einn faðmur á breidd og þrír á lengd. Hafi dysin hækkað til austurs. Framhjá henni hafi vermenn gengið til skips. Vergatan hefur verið lögð yfir dysina þarna ú beygjunni, en ef grannt er skoðað má sjá í suðvesturhorn dysjarinnar, sjávarmegin, undan veginum.
Kapellan í Kapellulág.
Tómas sagði frá því að Skálholtssúðin hafi farist með 23 mönnum í Hróflsvíkinni (austan við Hraun) árið 1602. Hafi fólkið verið grafið við kapelluna í Kapellulág.
Þá var haldið að Virkinu. Í og við það var Grindavíkurstríðið háð árið 1532. Skærur voru með Englendingum undir forystu Jóhanns Breiða (Joen Breen) annars vegar og Hansamönnum og heimamönnum hins vegar. Enduðu þær með því að hinir síðarnefndu söfnuðu liði (um 180 – 250 manns) eina nóttina ( 10. júní) og réðust að Englendingum í Virkinu (kl. 02:00 að nóttu). Lágu um annar tugur Englendinga í valnum og þar á meðal Jóhann Breiði, sundurhöggvinn. Aðrir reyndu að flýja til skipa sinna. Fjórum enskum skipum tókst að komast frá landi, en eitt strandaði í útsiglingu og fórst þar með allri áhöfn.
Tómas við leifar virkis Jóhanns breiða.
Átta Englendingar voru teknir til fanga. Hinir látnu voru dysjaðir austur undir virkisveggnum. Heitir þar nú Engelska lág. Tómas benti á lágina, sem nú er sandorpin, skeifulaga og hefur áður verið nokkurs konar dalur austan við Virkið – á milli þess og Hellanna. Virkið sjálft er nú þarna fremst á kampinum, en sjórinn hefur brotið þarna talsvert af landinu. (Sjá nánar Grindavíkurstríðið undir Fróðleikur).
Tómas sagði frá Skjöldunni, en svo nefndust hús þar sem fátækir fengu að búa vestan við Járngerðastaði. Þar eru nú hlaðin útihús frá bænum.
Skjalda.
Vestan við Skjölduna er graslaut, opin til suðurs. Hún heitir Geldingalaut. Þar voru folöld gelt, stundum mörg á dag. Norðan við Skjölduna er Vatnsstæðið og síðan hraunið. Uppi í því er fallegur gróinn hraunbolli, Einisdalur. Þangað fóru Grindvíkingar oft á góðvirðisdögum og tóku með sér nesti. Austar, norðan Járngerðastaða, er Bóndastekkstúnið. Á því var hlaðin rétt, Bóndastekkstúnsrétt. Hún var síðar notuð sem kartöflugarður. Norðvestan túnsins er gjáin Silfra, sem þjóðsaga er kennd við. Í gjánni á að vera silfursjóður, en þegar menn eru að því komnir að ná honum upp er eins og húsið á Járngerðarstöðum standi í björtum logum.
Títublaðavarða.
Norðan við Silfru liggur Skipsstígurinn í átt að fjarskiptastöðinni. Við hann er heil varða, en skammt norðan hennar er önnur fallin, á efstu brún áður en komið er að girðingunni. Hún heitir Títublaðavarða. Þaðan má vel sjá hvar stígurinn liðast innan girðingarinnar, að vörðu norðan hennar, skammt frá gatnamótum götu að Hópi. Einnig sést þaðan í Gyltustíg vestast í sunnanverðum Þorbirni.
Hraunstekkir eru austan við Gerðisvallabrunna. Sunnan við þá er hlaðinn stekkur og tótt undir grónum hól. Þar voru lömbin höfð um vorið þegar ærnar voru reknar í sel innan við Þorbjörn (Baðsvallasel).
Garður í Junkeragerði á Gerðisvöllum.
Haldið var að Gerðisvallabrunnum að vestan. Þar má sjá vörðu á hægri hönd. Hún stendur við gamla þjóðleið út að Húsatóttum. Sést vel móta fyrir gömlu götunni við vörðuna. Beint niður frá henni, á sjávarkampinum er Markhóll, landamerki Húsatótta og Járngerðarstaða. Vestar er Stekkhóll. Gamall stekkur er vestan í hólnum, nú að mestu jarðlægur. Þá er komið að Hrafnagjá. Austan hennar eru garðar hlaðnir í ferkantað gerði. Þar er Junkaragerði. Þýskir og heimamenn áttu í gerðinu með sér marga glettuna fyrr á öldum. Innan þess má sjá gamlar tóttir. Eftir að Englendingar höfðu verið hraktir frá Grindavík sátu Hansamenn nánast einir að verslun við Íslendinga um sjö áratuga skeið, eða þangað til Danir tóku að sauma að þeim og einokuðu verslunina. Líklegt má telja að Hansamenn hafi sest að þarna í búðum Englendinga eftir að þeir voru flæmdir á brott.
Gengið um Gerðavelli – söguslóðir Grindavíkurstríðsins 1532.
Gerðið sést vel og gaman er að ganga um svæðið með hliðsjón af sögunni. Junkarar bönnuðu t.d. heimamönnum að fara inn fyrir gerðið á meðan þeir voru í róðrum, en þeir læddust nú samt þar inn fyrir og náðu sér í ýmislegt nýtanlegt. Junkarar reyndu að hefna sín á Grindvíkingum, en þeir svöruðu fyrir sig með því að saga í sundur árar, gera gat á báta o.s.frv.
Utar á kampinum er rétt, Skyggnisrétt á Skyggni. Í hana voru trippi rekin á vorin og þau klippt áður en þau voru rekin upp á Selsvelli. Vestar eru Hásteinar. Víkin útaf Skyggni, undan Gerðisvallabrunnum, heitir Stórabót.
Frábært veður.
Garður í Junkeragerði á Gerðavöllum – uppdráttur ÓSÁ.
Kirkjuhöfn – Sandhöfn – Eyri
Gengið var frá bifreiðastæðinu sunnan Hundadals (þar sem laxeldisstöðin er sunnan Junkaragerðis) að Systrum, séstæðum vörðum á hólum norðaustan við gömlu Hafnarbæina. Sunnan í öðrum hólnum virðist vera fjárborg, sú 75. er FERLIR hefur skoðað á Reykjanesi fram að þessu.
Gömlu-Hafnir – kirkjugarður?
Af hólnum sést vel yfir gömlu Hafnarbæina. Nokkrir hólar er með sjónum og hylja þeir tóttir gömlu bæjanna, Kirkjuhafnar, Sandhafnar og Eyrar(hafnar) eða Hafnaeyri. Þegar gengið er vestur eftir veginum, eins og nú var gert, sjást fyrst hlaðnir garðar á hægri hönd. Því næst sést grashóll, einnig á hægri hönd. Skv. upplýsingum Leós Jónssonar, sem mikið hefur gengið um þetta svæði og kynnt sér það af kostgæfni, heitir hóllinn Stekkhóll.
Gömlu-Hafnir – vörslugarðar.
Leó ritaði góða lýsingu á svæðinu í 3. tbl. Áfanga árið 1991. Vinstra megin við veginn er klapparhóll. Á honum er hlaðið byrgi og varða trjónir hærra. Þá taka við hlaðnir garðar á hægri hönd og grashóll svo til alveg fram við fjörukampinn. Vestan hans er stór grashóll, Kirkjuhafnarhóll. Vestan hans er minni hóll, greinileg tótt. Handan vegarins er hóll og utan í honum garðhleðslur á tvo vegu. Að sögn Leós er þetta talinn vera gamall kirkjugarður Kirkjuhafnar, sem mun hafa lagst af um miðja 14. öld. Á norðanverðum hólnum er hringlaga tótt. Þarna gæti verið um gamla kapellu eða guðshús að ræða. Einnig myndarlega gröf, en tóttin norðan vegarins, sem minnst var á, gæti einnig verið tótt kirkju. Heimild er einnig um bæ á þessum stað, nefndur Bæli.
Gömlu-Hafnir, fiskbyrgi.
Vikið var út af þjóðveginum og gengið eftir stíg, sem nostrað hefur verið við. Stígurinn liggur út að öðrum stórum grashól, Sandhafnarhólnum. Í honum eru hleðslur og suðvestan undir honum eru garðhleðslur. Þar gæti hafa verið heimatúngarður. Vestan við hólinn er enn annar grashóll. Norðaustan í honum er hlaðinn garður og á honum sjálfum eru hleðslur. Þessi hóll mun hafa tilheyrt Sandhöfn.
Tóftir í Gömlu-Höfnum.
Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru fyrr á öldum stórbýli og helsta útræði í Höfnum að sögn Leós. Talið er að býlin hafi farið í eyði á 17. öld. Gífurleg landeyðing hefur orðið á svæðinu. Gróður hefur eyðst og sandur lagst í lægðir. Munu Sandhafnabæirnir hafa verið tveir; Stóra- og Litla-Sandhöfn.
Umhverfis alla byggðina liggur vörslugarður, sem hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sést enn móta fyrir honum svo til alla leiðina. Samskonar garður umlykur einnig bæina austan Hundadals. Þegar staðið er á Sandhafnarhól og horft er til suðvesturs má sjá hleðslur austan við klapparhól. Þar er um að ræða gamla rétt. Hleðslur hennar eru nokkuð heillegar.
Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.
Norðvestar eru tóttir bæjarins Eyri, sem mun hafa verið í byggð fram á 4. áratug 19. aldra. Heillegasti hluti þessa gamla bæjar er hlaðin kálgarður á tanganum. Ofan og utan við tangann eru tóttir gamla bæjarins. Sá má hleðslur í þeim. Frá Eyri liggur stígur til vesturs upp á Hafnaberg. Efst á berginu eru vörður í Siginu og Berghóll (Bjarghóll). Í berginu vestan við vörðurnar er hellirinn Dimma.
Ofan við Eyri eru klapparhóll. Á honum eru þrjú hákarlabyrgi er nefnast einu nafni Hákarlabyrgi. Miðbyrgið stendur heilt að hálfu. Á milli þess og vestasta byrgisins er hlaðinn refagildra.
Svæði þetta er sennilega eitt það afskiptasta á landinu, en þó svo nálægt. Þegar laxeldisstöðin var reist í Hundadal var klippt á gamla Reykjanesveginn, sem liggur þarna meðfram gömlu byggðinni. Staðurinn hefur upp á allt að bjóða fólki, sem vill ganga um og skoða sögulega minjar og fallega náttúru. Þarna þarf að tengja gamla þjóðveginn þeim nýja og lagfæra hann svolítið. Upplýsingatafla á staðnum með skýringarmyndum myndi enn auka áhuga fólks á að koma þarna við, skoða sig um og njóta svæðisins. Veðurblíðan er og jafnan með eindæmum.
Frábært veður. (Sjá meira HÉRog HÉR.)
Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.