Ætlunin var að skoða fornminjar við Grundará undir Kerhólakambi Esju, öðru nafni Búa. Þar mun móta fyrir görðum Grundar, Esjubergs og Árvalla sem og tóftum bæjanna og öðrum mannvirkjum frá fyrri tíð. Þessar minjar virðast vera lítt þekktar þrátt fyrir að skammt frá hafi um langan aldur verið ein fjölfarnasta þjóðleið landsins (Vesturlandsvegurinn).
Í Kjalnesingasögu segir frá Esju á Esjubergi. Ofan núverandi bæjarstæðis þess bæjar er að sjá bæði forna garða og tóftir. Tilgangurinn var m.a. að skoða hvorutveggja og auk þess átti að freysta uppgöngu um einstigi þess fræga Búahellis (sem sumir segja að sé ekki til) í Búa.
Þá lágu fyrir heimildir um kirkju að Esjubergi. Sumir segja hana hafa verið þá fyrstu hér á landi. Á túninu átti, skv. fyrirliggjandi upplýsingum, að móta fyrir ferköntuðum garði og tóft.
Áður en lagt var af stað var auk þessa lagst yfir örnefnalýsingar af Esjubergi með góðri aðstoð frá Jónínu Hafsteinsdóttur á Örnefnastofnun Íslands. Í þeim kemur m.a. fram að (hafa ber í huga að þjóðvegurinn hefur verið færður, t.d. liggur hann nú undir Leiðhamra, en ekki upp Kleifina svonefndu og inn með Esjurótum eins og áður var): „Vesturmörkin, milli Esjubergs og Skrauthóla, eru um Gvendarbrunn í Flóðará og beint upp Esju. Milli Móa og Saltvíkur eru merkin Móalækur um Gvendarbrunn og upp í há-Esju um Laugarnípu, sem er há nípa upp af Árvelli. Leiðhamrar eru þrír talsins. Austasti hluti þeirra tilheyrir Esjubergi, en hitt Móum. Úr honum er línan í Varmhóla, þar sem þeir eru hæstir, en það er hólaþyrping hér upp af. [Aths. Odds Jónssonar við Esjuberg.
Dys var upp af Varmhólum.] Upp af Leiðhömrum er mýri, þar sem tekinn var upp mór frá Esjubergi. Upp af Leiðvelli er flöt, er nefnist Kirkjuflöt. Þar var sagt, að hefði verið bænhús eða kirkja. Viðurinn í hana átti að hafa verið fluttur um Leiðvöll. [Hér er komin önnur vísbending um hugsanlega staðsetningu kirkju í landi Esjubergs.]
Ofan við veg er landið miklu breiðara, enda á Esjuberg land ofan vegar með Flóðará. Við gamla veginn, þegar kemur upp úr Kleifunum í Mógilsárlandi, er dys, sem nefnd er Dyngja. Þar átti að kasta steini í, er farið var framhjá. [Athugasemdir Sigríðar Gísladóttur, húsfreyju á Esjubergi við örnefni jarðarinnar. Sigríður er uppalin á Esjubergi og hefur átt þar heima óslitið frá árinu 1957. Dysin er/ var í landi Esjubergs. Var eyðilögð með stórvirkum vinnuvélum vorið 1981.]
Holtið, sem það er í, heitir Dyngjuholt. Austur af Dyngjuholti er mýri, sem kölluð er Dyngjumýri. Þar var tekinn mór, fyrst frá Grund og síðar frá Esjubergi, og sjást grafirnar þar vel ennþá.
Einu sinni endur fyrir löngu stálu tveir strákar messuklæðum úr Móakirkju og skáru þau niður í skóna sína. Þeir voru síðan hengdir í Sjálfkvíum í Móanesi og dysjaðir þar allri alþýðu til viðvörunar. Sjálfkvíar eru klettar niður við sjó [skammt neðan við núverandi þjóðveg]. Dálítið bil er á milli þeirra, og fellur sjór þar inn um flóð.
Austur af bænum á Esjubergi er hóll í túninu, sem heitir Bænhúshóll. Rétt hjá, var sagt, að væri kirkjugarður, og mótaði fyrir honum í æsku G. S. Austur af bænum og túninu er eyðibýlið Grund. Það tók af í skriðuhlaupi seint á 19. öld. Á Grund var byggt fjárhús og fjárrétt, þar sem fjósið hafði áður staðið.
Mýrin fyrir vestan melinn, niður af Stekkjarhól, heitir Grundarflóð. Þar vestur af heitir Hólmi. Austan og neðan við Esjuberg er Laug. Úr henni kemur lækur, sem heitir Laugarlækur, en heitir Móalækur, þegar kemur niður að Móum. Austur af Grund er hóll, sem heitir Grundarhóll, rétt austur af Grundarbæ.
Neðan við gamla veginn uppi í brekkunni rétt utan við Stekkjarhól er Rauðistígur og Rauðastígsbrekkur, 3 brekkur niður af Rauðastíg. Um Rauðastíg er hægt að fara upp klettana um smágil. Er þá komið upp á Skörð upp á Gljúfurdal. Farið er á tveim stöðum upp á Gljúfurdal, upp af Grund um Grundarsneiðingu og upp af Árvelli um Árvallasneiðingu. Í Gljúfrinu er grjótdrangur, sem nefnist Hryggur.
Vestur af bæ og heldur ofar er eyðibýlið Árvöllur. Utan við Árvöll er dalur, sem heitir Árvallardalur. Í honum er blettur, sem kallaður er Jarðföll, eins og uppgrónar torfur og vatnspyttir á milli. Austan við bæinn heita Skörð og Skarðabrún. Skörðin ná frá Festi í Mógilsárlandi að Búa, sem er hnúkurinn austan við Gljúfurdalsmynnið rétt upp af Grund. Þar undir er Búahellir framan í klettunum, en niðri í Gljúfrunum heitir Litlibúi. Það er hólhnúkur upp af Stórabúa, en þaðan er nokkuð langt upp í Þverfell.
Að vestan var línan um Gvendarbrunn, sem var uppsprettulind rétt neðan við gamla veginn fyrir vestan Árvallardal. Þar eru merki milli Esjubergs og Skrauthóla.“
Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að skriða hafi spillt jörðinni og auk þess að; „Skriður fordjarfa tún, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði… Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur góður… Afbýlismaður heima við bæinn þar sem kallast Litla Esjuberg.“ Um Arvöllur segir m.a.: „Skriða fordjarfar so sem sagt er um heimajörðina“.
Bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir eru aldir upp að Esjubergi. Gísli sagði tóftir Árvalla vera ofan við Esjubergsbæinn, en leifar Grundar væru varla sýnilegar því bærinn hefði farið undir skriðu. Tóftin við Grundarána væri sennilega rétt.

Árni sagði bæjartóftirnar ofan við Esjuberg standa í svonefndu Árvallatúni. Tóftirnar beggja vegna Grundaáar væru sennilega leifar Grundar. Áin hefði áður runnið til vesturst með fjallsrótunum, en í miklum skriðum um 1830 hefði hún breytt sér og Grund þá lagst í eyði. Þá sagði hann máttlitla fornleifarannsókn hafa farið fram í garðinum vestan við Esjuberg, en hann vissi ekki hvað hefði komið út úr því. Gísli taldi hins vegar að þar hefðu fundist bein.
Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er einnig nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið er að skýringu á nafninu.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi.
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi telja menn afkomanda fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar.
Í samantekt um „Rannsóknir og rannsóknaskýrslur fornleifadeildar og Þjóðminjasafns 1974 – 2004“ kemur fram að GÓ hafi annast rannsóknir 1981 á Esjubergi á Kjalarnesi. Um hafi verið að ræða rannsókn á svonefndri kirkju Örlygs. Að þessum upplýsingum fengnum var leitað til Guðmundar og hann spurður um niðurstöður rannsóknarinnar. Þær helstu eru tíundaðar hér á eftir.
Í Landnámu (Sturlubók segir í 12. kafla: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum.

(Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi, hvar þeir fóru; þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land. Þeir voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sáu land, og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar, sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð. Þar voru þeir um vetur, en um vorið bjó Örlygur skip sitt; en hásetar hans námu þar sumir land, sem enn mun sagt verða.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað.
Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður.
Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið nam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.
Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Esjuberg er, eins og að framan er lýst, getið í Landnámu sem jörð landnámsmannsins Örlygs Hrappssonar. Á Esjubergi stóð kirkja samkvæmt kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Esjuberg var á meðal jarða Viðeyjarklausturs eins og sjá má af skrá frá árinu 1395 um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins. Jarðarinnar er getið í fógetareikningunum frá 1547-1552 og er þá komin í eigu konungs.
Lögfesta fyrir Esjuberg var lesin upp á manntalsþingi þann 9. júní 1801 en inntak hennar ekki skráð.
Björn Stephensen dómsmálaritari bjó á Esjubergi frá því um 1814 til dauðadags, þann 17. júní 1835. Eftir hann liggur
lýsing á landamerkjum Esjubergs og Mógilsár. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að hjáleigur Esjubergs eru tvær; Grund (Austurbær) og Árvöllur, báðar 10 hundruð að dýrleika. Neðanmáls er greint frá því að engar upplýsingar er að finna í jarðabókum um hjáleigurnar nema hvað 1802 er Austurbæjar getið getið sem Johnsen telur að sé sama jörð og sýslumaður og prestur kalla Grund.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Árvellir og Grund taldar með Esjubergi.
Í opinberri Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990 segir um framangreindar kirkjuminjar að Esjubergi: „Esjuberg. I) Kirkjugrunnur forn, skamt austur frá bænum. Sbr. Árb. 1902: 33-35. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938. II).“
Einnig er tiltekin „Grjótdys, sem kölluð hefur verið Dyngja, við gamla reiðveginn, á mel 2 km austur frá bænum. Skjal undirritað af KE 28.07.1964. Þinglýst 04.08.1964.“ [Þá dys segir SG hafa verið eyðilagða 1981, líkt og að framan greinir].
Gísli upplýsti í samtalinu að framangreind Dyngja hefði verið mokað í burtu á örskotsstund þegar byrjað var að nota malarnámusvæðið austan við Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörð. Hann vissi ekki til þess að nokkur maður, hvað þá stofnun, hefði æmt eða skræmt vegna þessa.
Örnefnalýsingarnar af Esjubergi gáfu von um hugsanlega lausn að aldagamalli gátu, þ.e. hvar hin fyrsta kirkja hér á landi var reist.

Svæðið umhverfis Bænhúsahól hefur verið rannsakað (GÓ 1981), en svo virðist sem ekkert hafi verið litið á Kirkjuflöt ofan Leiðhamra. Þar á loftmynd er að sjá gamla tóft. Þá staðfesta bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir frá Esjubergi tilvist Grundar, er mun hafa farið undir skriðu um 1830. Við hana sjást enn minjaleifar, auk þess sem Grundarhóll (41) staðfærir fyrrum bæjarstæðið nokkuð örugglega. Leiðinlegast er þó að Dyngjunni, gamalli vegdys á friðlýsingarskránni, var raskað með einu vélskóflutaki, án þess að nokkur æmti né skræmti, hvorki fólk né tilheyrandi stofnun (sjá athugasemdir við örnefnalýsinguna). Dæmigert – jafnvel nú á dögum.
Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902 er rakin frásögnin í 12. kafla Landnámu. Þá segir: „Í túninu á Esjubergi, austur frá bænum er rúst, sem frá ómunatíð hefur verið kölluð kirkjutóft eða stundum bænhústóft. Og girðing sem, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður. Rústin snýr frá austri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og nær 3 fðm. breið. Hornin eru hér um bil rétt. Utantil er hleðsla, eigi mjög aflöguð; enda er hæðin aðeins tvö steinalög, eð sumstaðar þrjú, hvert ofan á öðru. Grjótið er hnöllungagrjót, en þó eigi mjög hnöttótt og sumt er með nokkrum köntum.
Að ofan er rústin ávöl af grjóti. Lítur út fyrir, að ofan á hana hafi verið kastað lausum steinum, annaðhvort sem fallið hafi úr henni sjálfri –
hafi hún verið hærri, – eða sem skriðuhlaup hefði kastað þangað. Eigi haggaði eg við rústinni, er eg skoðaði hana í voru (1901). Var það bæði, að þá var annríkt hjá mönnum og verkamenn óhægt að fá, enda ilt að gjörða vegna rigninga. Þóttist eg sjá, að það mundi mikið verk, en ósýnt um árangur. Þó lét eg grafa með öllum vesturgaflinum, í þeirri von, að þar sæi merki dyra. En þeirra sást enginn vottur. Undirstaðan sýndist óhögguð yfir um þvert og lá á skriðugrjóti – sem þar er alstaðar undir jarðvegi… eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem hefði fallið. Eg hefi síðan hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upphækkun eða „grunnur“ undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör af viði einum, – eins og t.a.m. skáli Gunnars á Hlíðarenda…
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er austurgafl hennar áfastur suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11 faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs. Sér glögt til hennar öllum megin; hefir þó skriða runnið fram á norðurvegg hennar. Framhald af honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina og verður þar smá-girðing við norðurgafl tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs, en gengur að sér vestantil…“.
Guðmundur Ólafsson gróf í þessa tóft, eins og fram hefur komið. Þegar hann var spurður um niðurstöður rannsóknarinnar svaraði hann eftirfarandi: „Ég byrjaði á smá rannsókn þarna árið 1981. Tilefnið var ósk um rannsókn frá kirkjunnar mönnum í tilefni af því að þá var kristniboðsár. Ég flaug líka yfir svæðið og tók myndir. Rannsóknarsvæðið var í skriðum nokkru austan við bæinn, þar sem talið var að væru leifar kirkjunnar. Fljótlega kom í ljós að rústirnar voru mun yngri en frá landnámsöld, þannig að þetta gátu ekki verið leifar af Kirkju Örlygs. Steinhleðslurnar sem sagðar voru vera leifar kirkjunnar voru að öllum líkindum frá 16. eða 17. öld. Nokkru neðar voru mannvistarlög sem bentu til eldri byggðar, eða allt frá 11. – 12. öld, en það voru leifar sem bentu frekar til íveruhúsa en kirkju (móöskudreif og viðarkolaaska). Það var líka augljóst að skriður höfðu farið yfir allt þetta svæði og að það yrði afar erfitt að finna og grafa upp frekari minjar á þessu svæði. Þá var líka ljóst að rústin væri ekki leifar af kirkju Örlygs og að hennar yrði að leita annars staðar. Rannsókn var því hætt.“
Af ummerkjum á vettvangi að dæma er ljóst að hver skriðan á eftir annarri hefur hlaupið yfir það úr Gljúfurdal. Eldri minjar eru og verða því grafnar undir þeim yngri. Líklegt er því að niðurstaða Guðmundar sé skynsamleg, auk þess sem hún er byggð á rannsóknum.
Þegar FERLIR gekk um svæðið „austan“ Esjubergs með hliðsjón af lofmyndum af svæðinu virtist áhugaverðasta svæðið samt sem áður vera órannsakað. Hafa ber í huga að munnmæli sögðu kirkjutóftina vera austan við bæinn og jafnan var bent á líklegustu staðsetningu hennar m.v. eðlilegt sjónarhorn frá bænum. Ekki er vitað hversu glöggar upplýsingar seinni tíma ábúendur höfðu fengið frá fyrri ábúendum um nákvæma staðsetningu tóftarinnar og annarra örnefna eða hvort einhverju sinni hefði einhver giskað á hana að þeim óvörðuspurðum, líkt og dæmi eru um. Hafa ber í huga að í lýsingum er gjarnan notuð önnur viðmið en eiginlegar höfuðáttir. Var t.d. gjarnan miðað við útnorður á Reykjanesskaganum, þ.e. beint út á sjó. Ef tekið er mið af því ætti „austur“ af bænum Esjubergi að vísa á fyrrnefnt svæði. Þegar gengið var um það mátti vel sjá að „grundvöllurinn“ lá lægra en landið umhverfis.

Óljóst mótaði fyrir leifum af hlöðnum veggjum, ferningslaga. Beygur fylgdi göngunni yfir reitinn. Upphleyingar voru á stöku stað – og niðurgróningar á öðrum. Hlaðnir grjóthraukar voru auk þess á stangli, mögulega uppsöfnun úr gröfum. Hvorutveggja bentu því til gamalla grafstæða. Norðan garðsins var forn tóft með vestur/austur legu. Við austurenda hennar var þvertóft er gæti gefið heykuml til kynna. Samt sem áður kom vöknuðu efasemdir um að þarna hafi verið fjárhús. Þau voru einfaldlega ekki með þessu lagi fyrrum og auk þess samræmdist byggingarlagið ekki slíkum mannvirkjum frá seinni tíð. Það virtist líkara skálum þeim er reistir voru til forna.
Jarðirnar Grund og Árvellir fóru í eyði eftir skriðuföll 2. september árið 1886. Þá urðu 9 jarðir á Kjalarnesi fyrir stórskemmdum.
Ákveðið var að freysta ekki uppgöngu í Búahelli að svo komnu máli. Slíkt þrekvirki krefst mun meiri undirbúnings – og áræðis.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Landnáma (Sturlubók), 12. kafli.
-Kjalnesingasaga, 2. kafli.
-Árni Snorrason.
-Gísli Snorrason.
-Páll Eggert Ólason.
-Fasteignamat.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.
-Ari Gíslason – Örnefnastofnun Íslands – Esjuberg.
-Kjalnesingar – frá 1890, 1998.

Síðustu ábúendur í Krýsuvíkursókn
Ólafur Einarsson skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1986 um síðustu ábúendurna í Krýsuvíkursókn.
„Stytzta og fljótfarnasta leiðin til Krýsuvíkur, að minnsta kosti fyrir þá, sem á höfuðborgar-svæðinu búa, er að aka til Hafnarfjarðar, suður og niður Hvaleyrarholtið og beygja við fyrstu vegamót til vinstri, halda síðan þvert yfir Kapelluhraun, þar til að Snókalöndum kemur. Aka þá til hægri og halda ferðinni áfram upp í Vatnsskarð og enn áfram eins og leið liggur meðfram Kleifarvatni, allt þar til kemur að Krýsuvík. En hún var, eins og mörgum er kunnugt, höfuðból Krýsuvíkursóknar, en fór í eyði um síðustu aldamót. Bærinn stóð undir samnefndu fjalli (Bæjarfelli) stuttan spöl frá Krýsuvíkurkirkju.
Næsti bær við Hlíð í Selvogi, var Herdísarvík. Það gat því varla hjá því farið, að þau Kristín frá Herdísarvík og Guðmundur frá Hlíð kynntust. Tókust með þeim ástir þegar á unglingsárum. Og voru þau gefin saman í hjónaband í Krýsuvíkurkirkju af séra Eggert Sigfússyni á Vogsósum, þann 8. september 1895. Hún 18, en hann 29 ára að aldri. Eins og fram hefur komið, var Guðmundur í Stóra-Nýjabæ afburða búforkur og jafnhliða því mikill formaður. Gerði út bát frá Herdísarvík árum saman í félagi við Símon á Bjarnastöðum í Ölfusi og var ennfremur formaður í Grindavík í þrjár eða fjórar vertíðir fyrir Júlíus Einarsson, ættaðan þaðan.
Það voru Nýjabæjarhjónin, frú Kristín Bjarnadóttir, heimasætan frá Herdísarvík og Guðmundur Jónsson frá Hlíð í Selvogi, sem lengst héldu út. Þau hófu búskap að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík árið 1893 og fluttu þaðan alfarin 1933 til Hafnarfjarðar og bjuggu á Jófríðarstöðum 8B, allt til æviloka. Þegar á það er litið að Nýjabæjarhjónin þraukuðu lengst af við búskapinn í Krýsuvíkursókn, á erfiðleikaárum eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá lýsir það skapgerð þeirra og dugnaði.
Hjónin í Stóra Nýjabæ héldu lengst út og komu öllum sínum seytján börnum til manns:
Um það bil 10 til 15 mínútna gangur var frá höfuðbólinu til Stóra-Nýjabæjar, sem var austan við Stóra-Kambafell á Austurengjum. Stóri-Nýjibær er þekktastur fyrir, að ábúendur, Guðmundur Jónsson frá Hiíð í Selvogi og kona hans, Kristín Björnsdóttir frá Herdísarvík, bjuggu þar myndarbúi og héldu lengst út við búskapinn allra þeirra, sem í Krýsuvíkursókn bjuggu. Þess ber að geta, að Guðmundur Jónsson frá Selvogi missti föður sinn, þegar hann var á fermingaraldri, með sviplegum hætti. En faðir hans féll niður um ís á Hlíðarvatni og drukknaði. Mikill harmur hefur það verið syninum. Og varð hann að taka að sér forsjá heimilisins strax eftir fermingu. En sú þolraun, sem föðurmissirinn hlýtur að hafa orðið syninum unga, mun óefað hafa mótað hann og hert, enda var Guðmundur alla tíð mikill búforkur, jafnhliða því að vera afbragðs formaður á vetrarvertíðum um áratugi.
Undirritaður ræddi við þau Nýjabæjarsystkini, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og Sigurð Guðmundsson. Þau voru sammála um, að ekki hafi verið einmanalegt á heimili þeirra í Nýjabæ. Alltaf nóg að gera, segir Sigurður. Auðvitað gat það verið erfitt á stundum, t.d. var um fimm kílómetra gangur milli að Krýsuvíkurbergi og þangað þurfti oft að fara til fugla- og eggjatöku frá heimili þeirra og austur að Herdísarvík var vegalengdin um það bil 10 kílómetrar. Og sama var að segja um leiðina vestur að Ísólfsskála, hún er svo til jafn löng. Þessi nefndu býli voru næstu nábúar okkar og oft heimsótt, þegar vel stóð á, og veður hamlaði ekki, segir Sigurður að lokum.
Í viðtali, sem Árni Óla átti við Guðmund árið 1932 segir svo: „Hlunnindi eru lítil, trjáreki er þó nokkur og eggja- og fuglatekja í Krýsuvíkurbjargi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungur fluttur þangað fyrir mörgum árum, að ráði Bjarna Sæmundssonar, og hefur hann þrifist þar vel. Það hefði einhverntíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ: 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú?
Ég hefi reynt að halda í horfinu, segir Guðmundur, og búið hefur ekki gengið saman. En nú er svo komið, að það er einskis virði, nema það sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fékk ég 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsárunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 punda sauðagæru fékk ég t.d. kr. 1,50 í haust sem leið.“
Það var kreppan, sem skapaðist í heiminum eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem svarf að Nýjabæjarheimilinu, eins og fleirum. En Guðmundur í Nýjabæ var ekki á þeirri reiminni að gefast upp, eða að óska eftir aðstoð. Ekki sótti hann um lán úr Kreppulánasjóði, og enga aðstoð þáði hann vegna ómegðar.
Þau Nýjabæjarhjónin komu öllum sínum sautján börnum vel til manns. Og öll urðu þau myndar- og dugnaðarfólk. Það verður að teljast þrekvirki.
Sautján afkomendur ög allt dugnaðarfólk. Það er hvorki meira né minna en ein til tvær skipshafnir. Hve mikils virði er það þjóðfélaginu, þegar að hjón frá afskekktu byggðarlagi skila slíku ævistarfi?“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 47.
Stóri-Nýibær í Krýsuvík.
Grund – Esjuberg – Árvellir – Búahellir – Dyngja
Ætlunin var að skoða fornminjar við Grundará undir Kerhólakambi Esju, öðru nafni Búa. Þar mun móta fyrir görðum Grundar, Esjubergs og Árvalla sem og tóftum bæjanna og öðrum mannvirkjum frá fyrri tíð. Þessar minjar virðast vera lítt þekktar þrátt fyrir að skammt frá hafi um langan aldur verið ein fjölfarnasta þjóðleið landsins (Vesturlandsvegurinn).
Þá lágu fyrir heimildir um kirkju að Esjubergi. Sumir segja hana hafa verið þá fyrstu hér á landi. Á túninu átti, skv. fyrirliggjandi upplýsingum, að móta fyrir ferköntuðum garði og tóft.
Áður en lagt var af stað var auk þessa lagst yfir örnefnalýsingar af Esjubergi með góðri aðstoð frá Jónínu Hafsteinsdóttur á Örnefnastofnun Íslands. Í þeim kemur m.a. fram að (hafa ber í huga að þjóðvegurinn hefur verið færður, t.d. liggur hann nú undir Leiðhamra, en ekki upp Kleifina svonefndu og inn með Esjurótum eins og áður var): „Vesturmörkin, milli Esjubergs og Skrauthóla, eru um Gvendarbrunn í Flóðará og beint upp Esju. Milli Móa og Saltvíkur eru merkin Móalækur um Gvendarbrunn og upp í há-Esju um Laugarnípu, sem er há nípa upp af Árvelli. Leiðhamrar eru þrír talsins. Austasti hluti þeirra tilheyrir Esjubergi, en hitt Móum. Úr honum er línan í Varmhóla, þar sem þeir eru hæstir, en það er hólaþyrping hér upp af. [Aths. Odds Jónssonar við Esjuberg.
Ofan við veg er landið miklu breiðara, enda á Esjuberg land ofan vegar með Flóðará. Við gamla veginn, þegar kemur upp úr Kleifunum í Mógilsárlandi, er dys, sem nefnd er Dyngja. Þar átti að kasta steini í, er farið var framhjá. [Athugasemdir Sigríðar Gísladóttur, húsfreyju á Esjubergi við örnefni jarðarinnar. Sigríður er uppalin á Esjubergi og hefur átt þar heima óslitið frá árinu 1957. Dysin er/ var í landi Esjubergs. Var eyðilögð með stórvirkum vinnuvélum vorið 1981.]
Holtið, sem það er í, heitir Dyngjuholt. Austur af Dyngjuholti er mýri, sem kölluð er Dyngjumýri. Þar var tekinn mór, fyrst frá Grund og síðar frá Esjubergi, og sjást grafirnar þar vel ennþá.
Austur af bænum á Esjubergi er hóll í túninu, sem heitir Bænhúshóll. Rétt hjá, var sagt, að væri kirkjugarður, og mótaði fyrir honum í æsku G. S. Austur af bænum og túninu er eyðibýlið Grund. Það tók af í skriðuhlaupi seint á 19. öld. Á Grund var byggt fjárhús og fjárrétt, þar sem fjósið hafði áður staðið.
Mýrin fyrir vestan melinn, niður af Stekkjarhól, heitir Grundarflóð. Þar vestur af heitir Hólmi. Austan og neðan við Esjuberg er Laug. Úr henni kemur lækur, sem heitir Laugarlækur, en heitir Móalækur, þegar kemur niður að Móum. Austur af Grund er hóll, sem heitir Grundarhóll, rétt austur af Grundarbæ.
Neðan við gamla veginn uppi í brekkunni rétt utan við Stekkjarhól er Rauðistígur og Rauðastígsbrekkur, 3 brekkur niður af Rauðastíg. Um Rauðastíg er hægt að fara upp klettana um smágil. Er þá komið upp á Skörð upp á Gljúfurdal. Farið er á tveim stöðum upp á Gljúfurdal, upp af Grund um Grundarsneiðingu og upp af Árvelli um Árvallasneiðingu. Í Gljúfrinu er grjótdrangur, sem nefnist Hryggur.
Að vestan var línan um Gvendarbrunn, sem var uppsprettulind rétt neðan við gamla veginn fyrir vestan Árvallardal. Þar eru merki milli Esjubergs og Skrauthóla.“
Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að skriða hafi spillt jörðinni og auk þess að; „Skriður fordjarfa tún, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði… Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur góður… Afbýlismaður heima við bæinn þar sem kallast Litla Esjuberg.“ Um Arvöllur segir m.a.: „Skriða fordjarfar so sem sagt er um heimajörðina“.
Bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir eru aldir upp að Esjubergi. Gísli sagði tóftir Árvalla vera ofan við Esjubergsbæinn, en leifar Grundar væru varla sýnilegar því bærinn hefði farið undir skriðu. Tóftin við Grundarána væri sennilega rétt.
Árni sagði bæjartóftirnar ofan við Esjuberg standa í svonefndu Árvallatúni. Tóftirnar beggja vegna Grundaáar væru sennilega leifar Grundar. Áin hefði áður runnið til vesturst með fjallsrótunum, en í miklum skriðum um 1830 hefði hún breytt sér og Grund þá lagst í eyði. Þá sagði hann máttlitla fornleifarannsókn hafa farið fram í garðinum vestan við Esjuberg, en hann vissi ekki hvað hefði komið út úr því. Gísli taldi hins vegar að þar hefðu fundist bein.
Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er einnig nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið er að skýringu á nafninu.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi.
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi telja menn afkomanda fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar.
Í samantekt um „Rannsóknir og rannsóknaskýrslur fornleifadeildar og Þjóðminjasafns 1974 – 2004“ kemur fram að GÓ hafi annast rannsóknir 1981 á Esjubergi á Kjalarnesi. Um hafi verið að ræða rannsókn á svonefndri kirkju Örlygs. Að þessum upplýsingum fengnum var leitað til Guðmundar og hann spurður um niðurstöður rannsóknarinnar. Þær helstu eru tíundaðar hér á eftir.
Í Landnámu (Sturlubók segir í 12. kafla: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum.
(Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður.
lýsing á landamerkjum Esjubergs og Mógilsár. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að hjáleigur Esjubergs eru tvær; Grund (Austurbær) og Árvöllur, báðar 10 hundruð að dýrleika. Neðanmáls er greint frá því að engar upplýsingar er að finna í jarðabókum um hjáleigurnar nema hvað 1802 er Austurbæjar getið getið sem Johnsen telur að sé sama jörð og sýslumaður og prestur kalla Grund.
Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi, hvar þeir fóru; þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land. Þeir voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sáu land, og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar, sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð. Þar voru þeir um vetur, en um vorið bjó Örlygur skip sitt; en hásetar hans námu þar sumir land, sem enn mun sagt verða.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað.
Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið nam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.
Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Esjuberg er, eins og að framan er lýst, getið í Landnámu sem jörð landnámsmannsins Örlygs Hrappssonar. Á Esjubergi stóð kirkja samkvæmt kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Esjuberg var á meðal jarða Viðeyjarklausturs eins og sjá má af skrá frá árinu 1395 um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins. Jarðarinnar er getið í fógetareikningunum frá 1547-1552 og er þá komin í eigu konungs.
Lögfesta fyrir Esjuberg var lesin upp á manntalsþingi þann 9. júní 1801 en inntak hennar ekki skráð.
Björn Stephensen dómsmálaritari bjó á Esjubergi frá því um 1814 til dauðadags, þann 17. júní 1835. Eftir hann liggur
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Árvellir og Grund taldar með Esjubergi.
Í opinberri Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990 segir um framangreindar kirkjuminjar að Esjubergi: „Esjuberg. I) Kirkjugrunnur forn, skamt austur frá bænum. Sbr. Árb. 1902: 33-35. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938. II).“
Einnig er tiltekin „Grjótdys, sem kölluð hefur verið Dyngja, við gamla reiðveginn, á mel 2 km austur frá bænum. Skjal undirritað af KE 28.07.1964. Þinglýst 04.08.1964.“ [Þá dys segir SG hafa verið eyðilagða 1981, líkt og að framan greinir].
Gísli upplýsti í samtalinu að framangreind Dyngja hefði verið mokað í burtu á örskotsstund þegar byrjað var að nota malarnámusvæðið austan við Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörð. Hann vissi ekki til þess að nokkur maður, hvað þá stofnun, hefði æmt eða skræmt vegna þessa.
Örnefnalýsingarnar af Esjubergi gáfu von um hugsanlega lausn að aldagamalli gátu, þ.e. hvar hin fyrsta kirkja hér á landi var reist.
Svæðið umhverfis Bænhúsahól hefur verið rannsakað (GÓ 1981), en svo virðist sem ekkert hafi verið litið á Kirkjuflöt ofan Leiðhamra. Þar á loftmynd er að sjá gamla tóft. Þá staðfesta bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir frá Esjubergi tilvist Grundar, er mun hafa farið undir skriðu um 1830. Við hana sjást enn minjaleifar, auk þess sem Grundarhóll (41) staðfærir fyrrum bæjarstæðið nokkuð örugglega. Leiðinlegast er þó að Dyngjunni, gamalli vegdys á friðlýsingarskránni, var raskað með einu vélskóflutaki, án þess að nokkur æmti né skræmti, hvorki fólk né tilheyrandi stofnun (sjá athugasemdir við örnefnalýsinguna). Dæmigert – jafnvel nú á dögum.
hafi hún verið hærri, – eða sem skriðuhlaup hefði kastað þangað. Eigi haggaði eg við rústinni, er eg skoðaði hana í voru (1901). Var það bæði, að þá var annríkt hjá mönnum og verkamenn óhægt að fá, enda ilt að gjörða vegna rigninga. Þóttist eg sjá, að það mundi mikið verk, en ósýnt um árangur. Þó lét eg grafa með öllum vesturgaflinum, í þeirri von, að þar sæi merki dyra. En þeirra sást enginn vottur. Undirstaðan sýndist óhögguð yfir um þvert og lá á skriðugrjóti – sem þar er alstaðar undir jarðvegi… eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem hefði fallið. Eg hefi síðan hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upphækkun eða „grunnur“ undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör af viði einum, – eins og t.a.m. skáli Gunnars á Hlíðarenda…
Guðmundur Ólafsson gróf í þessa tóft, eins og fram hefur komið. Þegar hann var spurður um niðurstöður rannsóknarinnar svaraði hann eftirfarandi: „Ég byrjaði á smá rannsókn þarna árið 1981. Tilefnið var ósk um rannsókn frá kirkjunnar mönnum í tilefni af því að þá var kristniboðsár. Ég flaug líka yfir svæðið og tók myndir. Rannsóknarsvæðið var í skriðum nokkru austan við bæinn, þar sem talið var að væru leifar kirkjunnar. Fljótlega kom í ljós að rústirnar voru mun yngri en frá landnámsöld, þannig að þetta gátu ekki verið leifar af Kirkju Örlygs. Steinhleðslurnar sem sagðar voru vera leifar kirkjunnar voru að öllum líkindum frá 16. eða 17. öld. Nokkru neðar voru mannvistarlög sem bentu til eldri byggðar, eða allt frá 11. – 12. öld, en það voru leifar sem bentu frekar til íveruhúsa en kirkju (móöskudreif og viðarkolaaska). Það var líka augljóst að skriður höfðu farið yfir allt þetta svæði og að það yrði afar erfitt að finna og grafa upp frekari minjar á þessu svæði. Þá var líka ljóst að rústin væri ekki leifar af kirkju Örlygs og að hennar yrði að leita annars staðar. Rannsókn var því hætt.“
Þegar FERLIR gekk um svæðið „austan“ Esjubergs með hliðsjón af lofmyndum af svæðinu virtist áhugaverðasta svæðið samt sem áður vera órannsakað. Hafa ber í huga að munnmæli sögðu kirkjutóftina vera austan við bæinn og jafnan var bent á líklegustu staðsetningu hennar m.v. eðlilegt sjónarhorn frá bænum. Ekki er vitað hversu glöggar upplýsingar seinni tíma ábúendur höfðu fengið frá fyrri ábúendum um nákvæma staðsetningu tóftarinnar og annarra örnefna eða hvort einhverju sinni hefði einhver giskað á hana að þeim óvörðuspurðum, líkt og dæmi eru um. Hafa ber í huga að í lýsingum er gjarnan notuð önnur viðmið en eiginlegar höfuðáttir. Var t.d. gjarnan miðað við útnorður á Reykjanesskaganum, þ.e. beint út á sjó. Ef tekið er mið af því ætti „austur“ af bænum Esjubergi að vísa á fyrrnefnt svæði. Þegar gengið var um það mátti vel sjá að „grundvöllurinn“ lá lægra en landið umhverfis.
Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902 er rakin frásögnin í 12. kafla Landnámu. Þá segir: „Í túninu á Esjubergi, austur frá bænum er rúst, sem frá ómunatíð hefur verið kölluð kirkjutóft eða stundum bænhústóft. Og girðing sem, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður. Rústin snýr frá austri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og nær 3 fðm. breið. Hornin eru hér um bil rétt. Utantil er hleðsla, eigi mjög aflöguð; enda er hæðin aðeins tvö steinalög, eð sumstaðar þrjú, hvert ofan á öðru. Grjótið er hnöllungagrjót, en þó eigi mjög hnöttótt og sumt er með nokkrum köntum.
Að ofan er rústin ávöl af grjóti. Lítur út fyrir, að ofan á hana hafi verið kastað lausum steinum, annaðhvort sem fallið hafi úr henni sjálfri –
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er austurgafl hennar áfastur suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11 faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs. Sér glögt til hennar öllum megin; hefir þó skriða runnið fram á norðurvegg hennar. Framhald af honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina og verður þar smá-girðing við norðurgafl tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs, en gengur að sér vestantil…“.
Af ummerkjum á vettvangi að dæma er ljóst að hver skriðan á eftir annarri hefur hlaupið yfir það úr Gljúfurdal. Eldri minjar eru og verða því grafnar undir þeim yngri. Líklegt er því að niðurstaða Guðmundar sé skynsamleg, auk þess sem hún er byggð á rannsóknum.
Óljóst mótaði fyrir leifum af hlöðnum veggjum, ferningslaga. Beygur fylgdi göngunni yfir reitinn. Upphleyingar voru á stöku stað – og niðurgróningar á öðrum. Hlaðnir grjóthraukar voru auk þess á stangli, mögulega uppsöfnun úr gröfum. Hvorutveggja bentu því til gamalla grafstæða. Norðan garðsins var forn tóft með vestur/austur legu. Við austurenda hennar var þvertóft er gæti gefið heykuml til kynna. Samt sem áður kom vöknuðu efasemdir um að þarna hafi verið fjárhús. Þau voru einfaldlega ekki með þessu lagi fyrrum og auk þess samræmdist byggingarlagið ekki slíkum mannvirkjum frá seinni tíð. Það virtist líkara skálum þeim er reistir voru til forna.
Jarðirnar Grund og Árvellir fóru í eyði eftir skriðuföll 2. september árið 1886. Þá urðu 9 jarðir á Kjalarnesi fyrir stórskemmdum.
Ákveðið var að freysta ekki uppgöngu í Búahelli að svo komnu máli. Slíkt þrekvirki krefst mun meiri undirbúnings – og áræðis.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Landnáma (Sturlubók), 12. kafli.
-Kjalnesingasaga, 2. kafli.
-Árni Snorrason.
-Gísli Snorrason.
-Páll Eggert Ólason.
-Fasteignamat.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.
-Ari Gíslason – Örnefnastofnun Íslands – Esjuberg.
-Kjalnesingar – frá 1890, 1998.
Árni Óla
Árni Óla fæddist 2. des. 1888 að Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann hóf störf við stofnun Morgunblaðsins 1913 og starfaði þar meira og minna til dánardags, 1979. Auk blaðamannstarfans skrifaði hann fjölmargar bækur um efni nátengdu landi hans og þjóð. Tilvitnanir í þær má sjá víða hér á FERLIRsvefnum. Í Alþýðublaðið 1966 skrifar Hannes á horninu eftirfarandi um Árna Óla:
„ÉG VERÐ að láta í ljós ánægju mína yfir því að borgarstjórn hefur gert samþykkt um að heiðra Árna Óla rithöfund fyrir skrif hans um Reykjavík, sögu hennar og borgara hennar á liðnum öldum og þó sérstaklega fyrir það, sem hann hefur skrifað um höfuðstaðinn á þeim tímamótum, er hann var að rísa úr litlu fiski og erlendra kaupmannaþorpi í borg. Þarna hefur Árni Óla unnið geysimikið og áhrifaríkt starf, sem ég efast um að hefði verið unnið ef hans hefði ekki notið við.
ÁRNI ÓLA hefur skrifað margar bækur um þetta efni. Þær eru að meirihluta ritgerðir, sem hann hefur samið á mörgum árum og birt í tímariti er hann stjórnaði og skrifaði að mestu leyti sjálfur. En það rýrir ekki gildi bókanna því að mikil nauðsyn var á að greinarnar kæmu saman í eina heild í stað þess að geymast í tímariti á víð og dreif, sem erfitt var að ná.
ENGUM BAR eins skylda til að þakka þetta starf með opinberri viðurkenningu og borgarstjórn, enda hefur hún gert það á myndarlegan hátt og ekki of seint, því að enn er Árni sískrifandi og maður finnur ekki ellimörk á skrifum hans. Það er auðfundið á öllu að enn gengur hann að starfi af fullum hug og ann verkefnunum eins og hann hefur alltaf gert. En fyrir ritstörf sín hefur Árni ekki notið þeirrar viðurkenningar, er hann hefur átt skilið — nema hjá almenningi.
ÞEGAR BÓK ÁRNA ÓLA um Þykkvabæ kom út, fyrir nokkrum árum skrifaði ég um þá bók og bar lof á hana, enda fannst mér hún frábærlega vel gerð. Það var ekki aðeins, að maður hefði þetta litla þorp milli vatnanna fyrir augun um heldur og lífsstríð þeirra kynslóða, sem þar höfðu háð sína baráttu við ágang vatnanna frá annarri hlið og sjávarins frá hinni. Þá var ég og að hugsa um það, að hann vantaði þá viðurkenningu sem þessi rithöfundur ætti skilið frá íbúum Reykjavíkur fyrir skrif hans um höfuðstaðinn.
NÚ ER HÚN komin og myndarleg [bókin Erill og Ferill]. Hún var sjálfsögð. Enginn, hefur skrifað eins vel og eins mikið um sögu höfuðstaðarins. Nú vantar eina enn, en hún er sú, að Ísafold eða eitthvert annað stórt útgáfufyrirtæki gæfi út bækur Árna í einu lagi og þarf að fara að undirbúa þá útgáfu. Árni ætti sjálfur að undirbúa hana en nú er hann farinn að eldast og þetta má ekki geymast lengi úr þessu.
ÞAÐ Á AÐ vera starf rithöfunda að tengja saman kynslóðirnar. Sumir þeirra gera það, en fáir eins vel og skilmerkilega og Árni Óla. Þannig hefur hann tengt saman kynslóðirnar. Það er hverjum borgara lífsnauðsynlegt að þekkja sögu sína og byggðar sinnar. Þegar hann gengur um byggð sína eftir könnun hennar á bókum, verður honum gönguförin ánægjulegri. Þá hefur hann fyrir augunum þann árangur, sem náðst hefur. Og af sögunni lærir maður hvernig skuli snúast við viðfangsefnum.“
Í Morgunblaðinu 1979 var eftirfarandi m.a. skrifað til minningar um Árna látinn: „Árni Óla sagði, að blaðamennska væri þjónusta við land og þjóð; hún væri veglegt og ábyrgðarmikið starf. Blöðin eiga að vera andlegir leiðtogar, en ekki trúðar, eins og svo oft vill brenna við – ekkis sízt nú um stundir. Þau séu nokkurs konar háskóli daglegs lífs“, eins og hann komst að orði. „Þau eiga að vera brimbrjótur gegn aðvífandi öldu lausungar og ómenningar, sem allstaðar leitar á. En jafnframt eiga þau að vera verndarar eigin þjóðmenningar og fella við hana það bezta, sem hægt er að fá frá öðrum þjóðum.“
Heimildir:
-Alþýðublaðið 11.01.1966, bls. 4 og 15.
-Morgunblaðið 12.06.1979, bls. 14.
Hlemmur
Hlemmur
„Á mótum Rauðarárstígs, Hverfisgötu og Laugavegar er svokallað Hlemmtorg sem í daglegu tali kallast Hlemmur. Þar rann Rauðará (Rauðarárlækur) til sjávar. Á ofanverðri 19. öld var gerð brú yfir lækinn til að greiða fyrir umferð en ekki þótti hún merkileg og var því jafnan nefnd Hlemmur. Mikilvægi svæðins í kringum Hlemm jókst til muna eftir því sem byggð þokaðist austur á bóginn og umferðaþunginn varð meiri. Fyrsti vísir að torgi var kominn eftir 1930 og tengist það því að árið 1931 var leið númer 1 hjá Strætisvögnum Reykjavíkur með endastöð við vatnsþróna hjá Hlemmi. Svo var það árið 1970 að ákveðið var að aðalmiðstöð Strætisvagna Reykjavíkur skyldi vera á Hlemmi og jókst þá umferðin til muna um þetta svæði.
lengd. Í henni var rennandi vatn enda vatnsveitan þá tekin til starfa í Reykjavík. Vatnsveitan kom árið 1909 og voru þá gerðar þrjár opinberar vatnsþrær til að brynna hestum. Ein var við hestaréttina að Laugavegi 16, önnur á Lækjartorgi og hin þriðja við Hlemm. Fleiri vatnsþrær voru í Reykjavík en sú við Hlemm var einna kunnust enda var hún í alfaraleið.
Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur (Árbæjarsafns); „Húsakönnun Snorrabraut – Hverfisgata – Rauðarárstígur – Laugavegur“ árið 2004 eftir Páll V. Bjarnason, arkitekts, og Helgu Maureen Gylfadóttir, sagnfræðings, má lesa eftirfarandi um Hlemmtorg og nágrenni:
Vatnsþróin var reist árið 1912 rétt austan við Hlemm. Hún var úr steinsteypu og tæpur meter á hæð og þrír metrar á
Ýmsar hugmyndir hafa verið um endurbætur á Hlemmtorgi í gegnum tíðina. Á sjötta áratugi 20. aldar voru uppi hugmyndir um að endurgera vatnsþróna og setja upp styttu til minningar um að Hlemmur hafi verið áningarstaður fyrir hestalestir áður en haldið var úr bænum. Pantaði Reykjavíkurborg verk eftir Sigurjón Ólafsson í tilefni af fimmtugsafmælis listamannsins og átti að setja verkið upp á Hlemmtorgi. Verk Sigurjóns nefnist Klyfjahesturinn. Ekki varð þó úr að styttan væri sett upp á Hlemmtorgi eins og til stóð heldur endaði hún á tungunni milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar.
Gasstöð Reykjavíkur
Eitt af þeim húsum sem hér er kannað er íbúðarhús stöðvarstjóra Gasstöðvar Reykjavíkur, Hverfisgata 115. Um aldamótin 1900 fóru menn að huga að öðrum orkugjöfum í Reykjavík en olíu og kolum. Í bæjarstjórninni var mjög tekist á um hvort hinn nýji orkugjafi skildi vera raforka eða gas. Snemma kom til tals að virkja Elliðaárnar en það þótti dýrt auk þess sem raforkuver fyrir bæjarfélög í Noregi og Englandi, að svipaðri stærð og Reykjavík, voru rekin með tapi. Helsu rökin með byggingu gasstöðar voru þau að allur almennngur í Reykjavík hefði frekar efni á að taka inn gas en rafmagn. Fór svo að tilboði frá fyrirtækinu Carl Francke í Bremen í Þýskalandi var tekið í byggingu gasstöðvar. Framkvæmdir hófust í ágúst 1909 og var lokið í september 1910.
Gasstöðinni var fundin staður á svæðinu fyrir ofan Rauðarárvík á Elsumýrarbletti, en nyrsti hluti Norðurmýrar var kallaður Elsumýri. Elsumýri heitir eftir Elsu Ingimundardóttur en hún var umsvifamikil mósölukona eftir miðja 19. öld.9 Á lóðinni var reistur stór gasgeymur, verksmiðjuhús og íbúðarhús gasstöðvarstjóra. Í húsi gasstöðvarstjóra var íbúð á efri hæðinni en á neðri hæðinni var verslun með gasáhöld og skrifstofur fyrirtækisns. Fjarlægð íbúðarhússins frá gasstöðvarhúsunum var ca. 60 álnir/37.6 m.

Fyrsti gasstöðvarstjórinn var Erhard Schoepke, umboðsmaður þýska fyrirtækisins. Hann hafði áður verið gasstöðvarstjóri í Noregi. Gasstöðin var rekin fyrir eigin reikning fyrirtækisins til 1916, er bæjarstjórnin tók yfir reksturinn. Schoepke staldraði stutt við en gasstöðvarstjórarnir á eftir honum voru ávallt þýskir, þangað til í heimstyrjöldinni fyrri að Englendingar neituðu að selja gasstöðinni kol nema skipt yrði um stöðvarstjóra. Þá varð Brynjólfur Sigurðsson, sem þá nam tæknifræði í Noregi, ráðinn gasstöðvarstjóri og hélt hann því starfi þangað til stöðinni var lokað árið 1955.
Gasnotkun í Reykjavík hafði þá farið minnkandi frá 1937 er Sogsvirkjun tók til starfa. Fljótlega upp úr heimsstyrjöldinni fyrri varð Reykvíkingum ljóst að vatnsaflvirkjun í Elliðaám eða jafnvel Soginu var grundvöllur frekari framfara.
Gasstöðin var þar sem nú er aðalstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu 113-115.
Nafngiftir gatnanna
bæjarhúsin á Rauðará stóðu suðaustur af holtinu. Götunnar var fyrst getið í manntali árið 1906.
Nafngiftir gatnanna sem hér um ræðir eiga rætur sínar að rekja víða.
Snorrabraut er kennd við Snorra Sturluson en gatan var til ársins 1948 austasti hluti Hringbrautar.
Hverfisgata var upphaflega aðalstígurinn í Skuggahverfi og byggðist fyrst sá hluti götunnar sem liggur milli Vatnsstígs og Vitastígs. Gatan var síðan lengd að
Klapparstíg og um 1900 náði hún niður að Lækjartorgi. Götunnar var fyrst getið í manntali árið 1898.
Rauðarárstígur er kenndur við jörðina Rauðará. Rauðarárholt er klapparholtið milli Kringlumýrar og Norðurmýrar en
Laugavegur kemur fyrst fram í manntali árið 1888. Gatan dregur nafn sitt af Þvottalaugunum í Laugardalnum og var upphaflega gerð til að greiða fyrir þeim sem áttu erindi inn í Laugardal til að þvo þvotta. Fram á 9. áratug 19. aldar náði vegurinn þó ekki lengra en upp að Klapparstíg, en þá var hann lengdur í austur. Um 1905 má segja að Laugavegurinn hafi verið fullbyggður inn að Barónsstíg.“
Heimildir:
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 44–45.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 138.
-Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur, bls. 56 – Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 138.
-Æsa Sigurjónsdóttir: Listaverk Sigurjóns Ólafssonar í alfaraleið sýningarskrá LSÓ, 2004
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögurstaður við Sund, R–Ö, bls. 175.
-Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur, bls. 381 – Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 67–68.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 68.
-Kort af svæðinu úr Borgarvefsjánni.
-Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 333.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 8.
– Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 337.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 128–129.
-Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“, bls. 336.
-1730.07.2004, http://www.borgarvefsja.is/website/bvs/bvs.html
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 33–34.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, A–G, bls. 126.
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 34.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, H–P, bls. 68.
-Stefán Pálsson: Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt, bls. 40–41 og bls. 43–44.
-Páll Líndal: Reykjavík, Sögustaður við Sund, R–Ö, bls. 73.
Hlemmur 2015.
Jólakort
Fyrstu bandarísku kortin voru gefin út af R.H.Pease í New York, en þrátt fyrir það er það útgefandinn Louis Prang frá Boston sem fær þann heiður að vera kallaður „faðir bandaríska jólakortsins“. Louis Prang var innflytjandi frá Þýskalandi 1850 og var frumkvöðull jólakortasamkeppna þar sem vegleg verðlaun voru í boði, allt að $1000, sem var afar rausnarlegt á þeim tíma. Sýnir það líka hve arðsöm þessi iðngrein hefur verið.
Jólakort.
Úrvalið var einhæft í byrjun, og á meðan siðurinn var að þróast var myndvalið algerlega háð tískusveiflum. Í dagblöðum í New York var sérstakur dálkur með gagnrýni um nýjustu jólakortin. Þau kort sem þar fengu lofsamlega dóma voru jafnan söluhæst það árið. Myndefnið var vetrarmyndir, mistilteinn og kristsþyrnir.
Eftir 1850 fer Heilagur Nikulás að vera áberandi myndefni en jólatrén ruddu sér ekki rúms inn á jólakortin fyrr en á síðustu árum síðustu aldarinnar og blómið sem allir kannast við sem jólastjörnu kemur ekki til sögunnar á kortunum fyrr en á fyrstu árum 20. aldarinnar.
Á Íslandi hafa jólakort einkum verið bundin við 20. öldina. Fyrstu jólakortin voru erlend að uppruna, en smám saman komu út kort eftir íslenska listamenn, bæði málara og ljósmyndara. Síðan samsömuðu jólakortin íslensku sig þeim erlendu, útþynntust, svo nú er þar lítill munur á – því miður. Jólakort eru eitt af því sem bjóða upp á viðhald þjóðlegra sérkenna og geta jafnan bæði verið hin ágætasta landkynning og áminning um þjóðlega siði.
Jólakortin snúast yfirleitt um jólasveininn og gjafir, en ekki má gleyma í öllu amstrinu og gjafakaupunum fyrir hvað jólin standa á meðal kristinna samfélaga – fæðingu frelsarans og fagnaðarerindið innihaldsríka.
Heimild m.a. : http://www.jolahusid.com/isl/jolakort.htm
Jólakort.
Ármúlaskóli – álfhóll – letursteinn
Við Ármúlaskóla í Reykjavík er álfhóll. Hóllinn er aflíðandi brekka norðaustan við skólann með lágu klettabelti er vísar í áttina að honum. Við norðvesturhornið er einnig stakur steinn, sem látinn hefur verið óhreyfður. Á hann er klappað ártalið 1941. Á þessu svæði munu hafa verið grjótnámur á árunum 1940-1950 skv. upplýsingum Minjasafns Reykjavíkur.
„Auk Grásteins við Vesturlandsveg (Grafarholti) eru fjórar álfabyggðir skráðar í Fornleifaskrá Reykjavíkur, álfabyggð við Ármúlaskóla (nr. 105), álfhóll sunnan við fjölbýlishúsið við Vesturberg 2-6, huldumannasteinar við Háaleitisbraut 9 og álfhóll við Breiðagerðisskóla. Til að mynda var skipulagi breytt vegna álfhólsins við Vesturberg.“
Gott dæmi um það er álfhóllinn við Álfhólsveg í Kópavogi. Var vegurinn fremur látinn sveigja fram hjá hólnum en að hann yrði fjarlægður. vegagerðin hefur enda ítrekað á undanförnum árum verið vöruð við að raska ákveðnum blettum vegna álagatrúar og reynt að taka tillit til þess.
„Trúin á huldufólk og álfa er jafngömul þjóðinni og ekki útdauð enn. Dæmi eru um að gerð séu kort af álfabyggðum og sjáendur kvaddir til áður en ráðist er í bygginga- eða vegaframkvæmdir til þess annað hvort að ganga úr skugga um hvort jarðbúar sitji í fleti fyrir eða hvort unnt sé að ná samningum við þá um raskið, sem af framkvæmdunum hlýst.
Ekki er fátítt að álfasögur verði til, þegar stórvirkar vinnuvéla bila eða virðast ekki vinna á steinum og klettum.
Staðir tengdir þjóðtrú, þar á meðal ætluð híbýli álfa, voru ekki sérstaklega verndaðir með lögum fyrr en árið 1990 að ný þjóðminjalög tóku gildi. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og bezt verður á kosið varðveislu menningarsögulegra minja þjóðarinnar, þar á meðal fornleifa.“
Erla Stefánsdóttir, sjáandi, sagði eftirfarandi um álfa í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins 1986:
að slíkar fortíðarsýnir hafi oft verið misskildar og sjáendurnir álitið að um álfa eða huldufólk væri að ræða. Þannig hafa sennilega margar af þessum sögum orðið til um að huldufólks stundi búskap, færi í kaupstað o.s.frv. Sumt huldufólk virðist að vísu fást við svipuð störf og við mennirnir, en ég held þó að líf þess sé töluvert öðruvísi og meira í samræmi við náttúruna.“
„Þar eru til fjölmargar tegundir álfa, þannig að þetta mál er kannski ekki svo einfalt, sagði Erla. Mér finnst huldufólkið hafa sérstöðu og líklega eiga flestir við huldufólkið þegar talað er um álfa. Huldufólkið er nefnilega ekki ólíkt mannfólkinu, það virkar dálítið þunglamalegt. Þetta er lágvaxið fólk og yfirleitt mjög skrautgjarnt.
Í þessu sambandi verður svo að hafa annað í huga, tíminn, sem okkur þykir svo sjálfsögð vídd í tilveru okkar, getur spilað dálítið með okkur þegar álfar eru annars vegar. Þó tíminn sé óhjákvæmileg staðreynd í daglegu lífi okkar er hann blekking frá öðru sjónarmiði og Guð, skapari alls, er handan tíma og rúms. Næmt fólk skynjar iðulega það sem lðið er, sér þá kannski fyrri kynslóðum bregða fyrir við ýmis störf. Ég held
Þessar verur virðast vera á þróunarleið til hliðar við mannþróunina. Sjálfsagt stefna þær allar að auknum þroska eins og við. Huldufólkið er líkt mannfólkinu að því leyti að það virðist vera miklar félagsverur – ég sé það aldrei eitt sér heldur lifir það alltaf saman í bæjum. Álfar búa hins vegar margir einir sér og eins eru tvívarnir, sem eru mjög háþróaðar verur, venjulega út af fyrir sig.
Ef til vill er auðveldast fyrir menn að komast í snertingu við huldufólkið af öllum þessum verum þar sem því virðist svipa til okkar að mörgu leyti, eins og ég sagði áðan. Huldufólkið virðist þurfa að hafa töluvert fyrir lífi sínu, það stritar eins og við og allmikill munur virðist vera á efnum þess sem ráða má af klæðnaði og híbýlum.“
Kannski álfaranir eða huldufólkið í álfhólnum við Ármúlaskóla stundi eitthvert nám þar með öðrum nemum?
Heimild:
-Árbók fornleifafélagsins 1998, bls. 158.
-Erla Stefánsdóttir, Morgunblaðið 24. ágúst 1986.
Esja
Esja er fjall við ofanvert Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennunum á norðanverðu höfuðborgarsvæðisins. Fjallið ræður veðri og vindum auk þess sem útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu. Til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu svo hvernig þaulsetnir snjóskaflar haga sér í giljum.
Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er einnig nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið er að skýringu á nafninu.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
agt frá því er Þorgrímur safnar liði og heldur að Esjubergi til að hafa hendur í hári Búa. Að sjálfsögðu mætir honum þar ekkert nema reykjarsvæla og enginn Búi. Þorgrímur sakar Esju um undirferli, en Esja nýr Þorgrími það um nasir að hann sé enginn jafningi Helga föður síns. Þorgrímur verður að láta reiði sína koma einhvers staðar niður og fer og drepur Andríð föður Búa og fóstbróður sinn. Fer það gegn ríkjandi siðferði að drepa fóstbróður sinn og verður það Þorgrími til minnkunnar.
Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar y.s. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Það er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Í 2. kafla Kjalnesingasögu segir m.a.frá írskum manni, Andríð, sem kemur til landsins og fær að reisa sér bæ í landi Helga og skammt frá honum. Fer vel með honum og sonum Helga þeim Þorgrími og Arngrími og sverjast þeir í fóstbræðralag. Með sama skipi og Andríður kemur Esja, kona forn í brögðum og sest að á bæ Örlygs.“ Í 3. kafla segir að Esja bjóði Búa, einni aðalpersónu sögunnar, til fósturs og elst hann upp hjá henni. Í 4. kafla segir frá því er Búi kemur heim til Esju eftir átökin við þá Þorstein og hún brýnir hann til dáða og lofar að hjálpa honum. Búi ákveður því að láta til skarar skríða gegn Þorsteini; drepur hann í hofinu og brennir hofið. Búi lýsir víginu á hendur sér og heldur til Esju sem felur hann í helli skammt frá bænum þar sem erfitt er að sækja að honum. Esja býr sig svo undir eftirreið Þorgríms með því að fylla hús sín af reyk og remmu.
Í 5. kafla er s
Í 6. kafla víkur sögunni að Austmanni einum sem Örn nefnist. Kemur hann í Kollafjörð og verður hrifinn af Ólöfu dóttur Kolla. Esja hefur sitthvað við það að athuga og vill að Búi fari og geri hosur sínar grænar fyrir Ólöfu. Hún hafi nefnilega ætlað Búa hana fyrir konu. Eins og fyrri daginn kvað Búi hana ráða skyldu og fer til Kolla og gerist þar þaulsetinn. Sátu þeir tveir Örn og Búi svo um grey stúlkuna að hvorugur fékk neitt sagt við hana án þess að hinn heyrði. Í 7. kafla bætist bætist enn einn galgopinn við í umsátrið um Ólöfu. Er það Kolfinnur, sonur Þorgerðar á Vatni [Elliðavatni], sem fram að því hafði verið álitinn stórskrýtinn vitleysingur. Eins og Búi þá er það móðir Kolfinns, Þorgerður sem brýnir hann af stað. Er hún fjölkunnug eins og Esja en þó engin jafnoki hennar í þeim efnum. Gengur þetta þannig fyrir sig allan veturinn að þeir sitja þrír um Ólöfu. Ólöf greyið virðist ekki hafa verið manneskja til að taka af skarið og segir að hún hafi svarað þeim öllum kurteislega.
Í 8. kafla fer Erni Austmanni að leiðast þetta þóf allt saman og ákveður að ráðast gegn Kolfinni og drepa hann. Fer það ekki betur en svo að Kolfinnur drepur Örn. Kolfinnur verður sár í átökunum og leitar á náðir móðurbróður síns Korpúlfs sem hjúkrar honum til heilsu. Esja segir Búa frá viðureign þeirra Arnar og Kolfinns og vill að hann klæði sig betur.
Það sama ráðleggur Korpúlfur Kolfinni, sem ákveður að nú skuli sverfa til stáls með honum og Búa. Í 9. kafla segir Kolfinnur Búa að hætta að finna Ólöfu eða ganga á hólm við sig ella. Búi tekur áskoruninni og er ákveðið að hólmgangan fari fram daginn eftir. Þegar Kolfinnur segir Korpúlfi hvað standi til líst honum ekki á blikuna. Segir hann fáa hafa riðið feitum hesti í glímu við Esju. Hann fær honum sverð fyrir átökin. Esja undirbjó Búa eftir kúnstarinnar reglum og sú tilfinning magnast hjá lesandanum að átökin standi ekki milli Kolfinns og Búa, heldur Esju annars vegar og þeirra systkina Korpúlfs og Þorgerðar hinsvegar. Það fer svo að Búi særir Kolfinn og gerir han óvígan. Eftir hólmgönguna heldur Búi rakleitt til Kollafjarðar, sækir Ólöfu og fer með hana heim í hellinn sinn. Hreyfir hún engum mótmælum við en ekki kemur heldur fram nein gleði hjá henni.
Í 10. kafla grær Kolfinnur sára sinna, safnar liði og heldur við fimmtánda mann að helli Búa við Esjuberg og vill sækja Ólöfu. Leggja þeir þó ekki í að fara upp einstigið að sjálfum hellinum. Kolfinnur reynir að storka Búa með því að kalla hann Berkvikindi og Búi er næstum rokinn út í opinn dauðann, en þá grípur Esja í taumana og setur að Búa þvílíkan augnverk að hann fær sig hvergi hrært. Kolfinnur og menn hans snúa á braut og undi hann illa við sína ferð. Í 11. kafla kemur fram að Esja vill að Búi haldi utan og viti hvað þar bíði hans, enda dæmdum skóggangsmanninum varla vært heima fyrir. Ólöf skyldi bíða hjá föður sínum Kolla í þrjú ár eftir honum.
Í 17. kafla snýr Búi aftur til Esjubergs þar sem Esja fagnar honum og fer síðan og hittir móður sína. Þorgrímur er orðinn gamall maður og góðir menn koma á sáttum á milli hans og Búa. Búi kvænist Helgu dóttur Þorgríms og Helgi Arngrímsson fær Ólafar Kolladóttur. Og nú verður aftur tvöfalt brúðkaup í að Hofi. Þegar Esja deyr sest Búi að á Esjubergi. Þau Helga og Búi eignast þrjú börn, Ingólf, Þorstein og Hallberu. Þegar Þorgrímur deyr tekur Búi við sem höfðingi héraðsins.
Af fornsögunum að dæma virðist fjallið fá nafn sitt frá fyrrnefndri Esju, sem verður að teljast til marks um mikilleik hennar því sjaldan munu svo stór fjöll hafa heitið eftir konum í upphafi landnáms hér á landi. Bær hennar var nefndur eftir henni skv. sögunni, enda sjálf bústýran. Ekki er ólíklegt að ætla að Búi hafi að henni genginni nefnt fjallið eftir henni, sem hafði reynst honum svo vel er raun bar vitni. Líklegt má því telja að lík hennar hafi verið brennt undir rótum þess eða það verið sett þar í haug á efstu mörkum eftirlifendum til ævarandi verndar.
Fornar tóftir bæjarins Grundar eru á suðurbakka Grundaráar er kemur ofan úr Gljúfurdal undir Kerhólakambi í Esjunni vestanverði, ofan við Esjuberg. Ofan þeirrar jarðar, í Esjuhlíðum, má einnig sjá móta fyrir fornum tóftum. Þangað verður ferðinni heitið innan skamms.
Heimildir m.a.:
-Vísindavefurhi.is
-Wikipedia.org
-kjalarnes.is
-Kjalnesingasaga, 2. – 17. kafli.
Íslenskt þjóðlíf – Daniel Bruun
Daniel Bruun var Dani. Hann ferðaðist um Ísland fyrir og um aldamótin 1900, skoðaði og skráði ógrynni staða og örnefna, auk þess sem hann teiknaði, ljósmyndaði og ritaði greinagóða lýsingu á íslensku þjóðlífi.
Möngusel ofan Hafna.
Daniel fjallaði ekki sérstaklega um sel í einstökum landshlutum, en um selstöður og afréttir segir hann: “Auk þeirra sömu haga, sem allt frá landnámsöld hafa verið nýttir umhverfis bæina, úhaga jarðanna, þá voru fjarlægari beitilönd hagnýtt til selstöðu. Sellöndin eru eign jarðanna, en liggja langt frá bæjum, ef til vill allt að tveimur dönskum mílum. Enn fjær eru afréttarlöndin, sem ná langt inn á öræfin og eru sameign hvers byggðarlags.
Selin voru til forna ýmist kölluð sumar eða sumarhús. Þangað voru allar kvíær, kýr og margt af hestum flutt, til að hlífa högunum heima fyrir.
Teikning Daniels Bruun af baðstofunni í Kaldárseli 1882.
Selstíminn var skemmtileg tilbreyting. Húsbóndinn fluttist oftast sjálfur í selið, en selin voru víða vel hýst, svo að þau líktust litlum bæjum, aðeins vantaði þar túnið. Bæirnir tæmdust að mestu, þar voru kannski einn eða tveir menn eftir. Eftir því sem kúm fækkaði og minna þurfti að hlífa högunum fækkaði selstöðum óðum. – Árið 1734 var gefin út tilskipun, þar sem hvatt var til þess að hafa í seli, þar sem mögulegt væri, til að hlífa túnum og engjum heima undir bæjunum. Alla nautgripi skyldi flytja til selja, þegar tveir mánuðir voru af sumri eða 60 dögum frá sumardeginum fyrsta.
Seltíminn skyldi standa til ágústloka. Ég hef séð gamlar seltóttir á allnokkrum stöðum. Venjulegast voru þrjú sambyggð hús, eldhús, selbaðstofa og mjólkurbúr, þar sem gert var skyr og smér til vetrarins. Kvíarnar voru í grennd við húsin”.
Selstöðurnar á Reykjanesskaganum lögðust af um og eftir 1870, en höfðu þá verið nýttar um þúsund ára skeið…
Teikningar, sem Daniel Bruun gerði af selsmannvirkjum, eru að finna í bók hans – Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár (Úr bók Daniel Bruun).
Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.
Saltfisksetrið – ljóslifandi saga sjómennsku
Segja má með sanni að Saltfisksetur Íslands sé ein ein mest áberandi skrautfjörður Grindvíkinga um þessar mundir – ljóslifandi saga sjómennskunnar frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa
dags.
Eldri minjar fiskþurrkunar er víða að finna í umdæmi Grindavíkur, s.s. á Seltöngum, við Nótarhól við Ísólfsskála, í Slokahrauni í Þórkötlustaðahverfi, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, við Síkin á Hópsnesi, við Brunnana í Járngerðarstaðahverfi og á Hvirflum í Staðarhverfi.
„Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, vað saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegnum tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina, “ segir í kynningu á sýningu Saltfisksetursins í Grindavík, en þar er ekki aðeins farið yfir sögu saltfiskverkunar á Íslandi heldur fléttast saga sjómennsku og þróun skipa og veiða er rakin.
Sýningin er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið var opnað árið 2002 og kemur því í stað safns og hefur verið miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.
Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum, alls 510 m2. Grindavíkurbær var leiðandi aðili við byggingu setursins í samstarfi við stofnendur þess og aðra styrktaraðila. Bygging hússins var í höndum Ístaks hf, en hönnuðir sýningarskálans voru Yrki s/f arkitektar.
Í Salfiskssetrinu.
Samningur var gerður við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Saga salfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Tæknin kemur við sögu þar sem notast er við sjónvörp á gólfum, sýningartjald á vegg, stærri sjónvörp og DVD spilara. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð.
Saltfisketrið er stór framkvæmdaraðili í Sjóarnum síkáta þar sem fjölmörg hátíðaratriði eru haldin í húsinu eins og fram kemur í veglegri dagskrá hátíðarinnar (menningarviðburðarskrá Grindavíkur).“
Segja má með nokkrum sanni að fáir aðfluttir Grindvíkingar virðast gera sér fullkomna grein fyrir þýðingu Salfisksetursins sem sögulegs minjasafns. Til áminningar má geta þess að á árum áður snart verkun þessi sérhvern fingur og sérhverja taug í líkama sérhvers íbúa þorpsins – svo nátengd var tilfinningin búsetunni að ekki var á milli skilið.
Heimild:
-Sjóarinn síkáti – fjölskylduhátíð í Grindavík 1.-3. júní 2007, bls. 4.
Um selsbúskap – Jónas Jónasson
Um selsbúskap (úr bókinni „Íslenskir þjóðhættir“ eftir séra Jónas Jónasson).
Færikvíar – selsmatselja og smali.
Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í strokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr.
Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu.
Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).
Smalaskjól.
Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum. Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meira en þeim var treystandi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og pasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
Þegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.
Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.
Litla-Botnssel – tilgáta.
Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana.
ru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.
E
Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754* að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Smali og selsmatsseljur við stekk.
Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.
Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.
Publiceret paa Altliinget ved den constituerede Amtmand Magnus Gislasons Bekjendtgjörelse 15. Juli 1755 (Althinigsb. s. A. Nr. xxvi, 2. 3), samt i Synodalforsamlingen for Skalholt Stift 1755. – Rentek. Isl. og Færö. Copieb. Litr. L, Sr. 559.
Udi indkomne allerund. Supplique af 30. Septembr. 1754 haver Han andraget, at de, som med Hans Maj“ og det publique Gods ere benaadede, foröde de derved befindende Krat-Skove og den tilvoxende Birke-Riis lader forhugge. Thi ville Herr Laugmand föie den Anstalt, og derover ved Sysselmændene alvorlig lade holde, at ingen, som med Jordegods er benaadet, enten selv eller ved andre forhugger de dertil hörende Krat-Skove, og mindre deraf noget afhænder, men samme Jangt mere freder og opelsker, saa fremt de ikke derfore Tiltale vil være upderkastede.1 Vi forblive & c.
Rentekammeret 10. Mai 1755.“
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.