Flóki

Gengið var um Dauðadalastíg frá Bláfjallavegi að Helgafelli og síðan til baka upp götu vestar í Tvíbollahrauni, upp með Markraka og að upphafsstað. Í leiðinni var litið á hina einstöku Dauðadalahella.
Kvikuflétta í DauðadalahellumÍ lýsingu af Dauðadalastíg segir m.a.:
„Dauðadalastígur liggur á milli Kaldársels og Kerlingaskarðs um Dauðadali. Þegar farið var upp með Helgafelli að austanverðu var stefnan tekin á norðurhluta Þríhnúkahrauns. Leiðin liggur um hraunhaft, eftir mosagrónu Tvíbollahrauni og um nokkuð sléttar hraunhellur að Dauðadalahellum. Þaðan liggur leiðin um lághrygg Markraka, yfir Bláfjallaveg, en eftir það er hægt að fylgja slóð á milli hrauntungna í áttina að Tvíbollum þar sem Selvogsgatan tekur við.“
Á kortum er Dauðadalastígur sýndur koma frá austanverðu Helgafelli, inn í elsta Húsfellsbrunann frá því um 950 og síðan liggja um hraun er kom frá Grindaskörðum (1100 – 4000 ára). Síðan liggur hann um Tvíbollahraunið frá því um 950, niður á Hellnahraunið frá sama tíma og eftir því til suðurs uns hann beygir upp með suðvestanverðum Markraka og fylgir honum síðan utanverðum áleiðis upp á Selvogsgötu. Þegar þessi kafli er rakinn, þ.e. frá Tvíbollahraunsbrúninni, en þar eru gatnamót, og eftir Hellnahrauninu er ljóst að hann hefur legið að vatnsbólum í innanverðum Dauðadölum. Þar eru miklir gróningar og auljóst af gróðurtorfunum að þar hafi verið vel grasi gróið fyrrum. Dalurinn er í góðu skjóli fyrir austanáttinni. Í gróningunum eru uppþornaðar kvosir, sem fyrrum hafa verið vatnsfylltar. Þurr lækjarfarvegur með hraunkantinum til vesturs bendir til þess að þarna hafi verið umtalsvert vatn áður fyrr. Þegar svæðin norðan- og austanvert við lækjarfarveginn eru skoðuð nánar má sjá sambærilega stíga víðar í mosahrauninu. Kindagöturnar liggja þarna allar að sömu þurfalindinni.
DauðadalastígurEf haldið er aftur að fyrrgreindum gatnamótum á ofanverðri Tvíbollahraunsbrúninni má vel sjá hvar gatan suður eftir hrauninu beygir til vinstri með honum neðanverðum, liggur síðan aftur upp á slétt Tvíbollahelluhraunið og fylgir úfinni hraunbrún upp með vestanverðum Dauðadalahellum. Eflaust hafa hellaopin litla athygli vakið fyrrum, enda voru ljóslausir ferðalangar ekki að gera sér sérstakan útidúr til að kíkja niður í slík ómerkilegheit í þá daga. Nú sækjast ferðalangar einkum í litadýrð þessara hella (Dauðadalahella, Flóka o.fl.). Þeir fylgja þó ekki hinni fornu götu, heldur hafa mótað sína eigin frá Bláfjallavegi inn að Markraka og niður með honum að norðanverðu – inn á hellasvæðið.
Fyrrnefndur Dauðadalastígur liggur sem sagt þarna í beygju til austurs aftur upp á Tvíbollahraunið. Þar fylgir stígurinn sléttu helluhrauninu upp með norðanverðum Markraka (utan við hellasvæðið) og eftir sléttu helluhrauninu milli úfinna apalhraunkarga beggja vegna með stefnu á Grindarskörð. Stígurinn kemur inn á Selvogsgötuna þar sem hún greinist annars vegar í leiðina að Kerlingaskarði og hins vegar í svo til beina stefnu að Grindaskörðum.

Selvigsgata/Dauðadalastígur

Selvogsgata/Kerlingarskarðsvegur/Dauðadalastígur.

Þegar gengið er um þetta hraunsvæði má, sem fyrr er lýst, sjá nokkur hraunskeið, s.s. hraun úr Grindaskörðum (1100-4000 ára gamalt, enda vel gróið líkt og sjá má í Grindarskörðunum sjálfum), Tvíbollahraunið (frá því um 950) og Hellnahraunið (rúmlega 2000 ára gamalt). Austar er Húsfellsbruni (frá svipuðum tíma og Tvíbollahraunið (950). Inni á millum er grágrýtismyndanir kaplatóarhæða (rúmlega 7000 ára gamlar). Efst, í bókstaflegri merkingu, trjóna Helgafells- og Húsfellsmóbergsmyndanirnar í norðvestri (eldri en 11000 ára). Í heildina er á svæðinu að ræða einstaka jarðsögu (þ.e. ef fólk kann á annað borð að lesa úr henni).
Þegar kíkt var inn í Dauðadalahellana mátti vel greina frumtilurð hraunsins. Litadýrðin er og ógleymanleg. HFyrrum vatnsból í Dauðadölum - Helgafell fjærellarnir urðu að sjálfsögðu til í neðanjarðarhraunrásum. Storknað loftið hefur fallið á nokkrum stöðum og þar með gefið áhugasömu fólki tækifæri til að líta dýrðina augum. Fyrir utan rauða eldlitinn má sjá brúnar slettur á köflum sem og einstaka og hreint ótrúlega listviðburði náttúrunnar.
Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson segir hann m.a. eftirfarandi um Tvíbollahraun og Dauðadalahellana: „Tvíbollahraun rann frá tveimur gígum sem eru skammt frá Grindaskörðum. Eldgosið varð um það leyti sem fyrstu landnámsmennirnir voru að setjast að á Íslandi og hraunið því álíka gamalt og elstu mannvistarleifar hér á landi. Ef til vill var gosið í Tvíbollum fyrsta eldgosið sem menn fylgdust með hér á landi. Meginhraunflóðið var til norðurs, hraunelfan klofnaði um hæðina austan við Dauðadali, Mjó álma úr því rann milli hennar og Lönguhlíðar og breiddist nokkuð út þar vestur af en meginhraunflóðið féll norður að Helgafelli og norður með að suðvestan. Tvíbollahraun eÍ Dauðadalahellumr allt að 18 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Jafnframt segir Björn um Dauðadalahellana (þ.m.t. Flóka): „Heildarlengd hellisins er um 1096 metrar en hellirinn var fyrst kortlagur árið 2003. Flóki teygir arma sína víða og er einn sérkennilegasti og flóknasti hellir landsins:“
Þrátt fyrir að Dauðadalastígur sé ranglega teiknaður til suðurs út frá brún Tvíbollahrauns, en ekki til austurs, eins og stígurinn liggur í raun (stystu leið að Grindaskörðum), hefur honum jafnan verið rétt lýst (miðað við framangreinda vettvangsathugun).
Vegna efasemdanna var ákveðið að skoða legu stígsins af meiri nákvæmni.
Farið var upp frá Helgafelli (sunnanverðu). Þangað upp eftir var ekki hægt að merkja stíg, enda sandoprið með fjallinu. Ofan við fjallið tók við stígur í beina línu að einu háspennumastrinu og áfram inn að hraunbrúninni. Þar lá hann upp aflíðandi brekku og áfram upp með sléttu hrauninu og beygði síðan til vinstri, í áttina að Dauðadalahellunum. Frá þeim lá síðan gata skammt frá hraunbrúninni beina leið upp á Selvogsgötu, skammt ofan við gatnamótin þar sem hún greindist að Grindarskörðum annars vegar og Kerlingarskarði hins vegar. Gengið var til baka niður Selvogsgötuna. Þessi ganga var ekki skráð sérstaklega, en kemur hér sem viðbót við framangreint.

Dauðadalastígur

Dauðadalastígur.

Þessi leið er ekki síður þægileg en Selvogsgatan og alls ekkert mikið lengri (ef farið var um Kaldársel). Önnur leið kemur hins vegar inn á svæðið á móts við mitt austanvert Helgafell. Á þessari leið samanlagt eru hin ágætustu skjól. Þegar gengið var á sínum tíma hluta af Dauðadalastígnum var m.a. verið að kanna hina “opinberu leið”, þ.e. vestan við Markraka. Það virtist hins vegar ekki ganga alveg upp því hún virtist svo úrleiðis (eins og hún er núna), ef fara hefur átt austur í Selvog. Hins vegar hefur hún alls ekki verið svo vitlaus ef vatnsstæðið í Dauðadölum hefur verið eins og það er sagt hafa verið – “kjörinn áningarstaður”. Af ummerkjum að dæma hefur þarna verið tjörn fyrrum. Uppþornaður lækjarfarvegurinn styður þá upplýsingu. Grösugt er umhverfis og tilvalið að tjalda. Þarna gæti hafa verið áningarstaður líkt og var við Smyrlabúðir. Umrædd gata upp með sunnanverðu Helgafelli gæti verið tengd götunni um Kýrskarð, en þá er hún svolítið úrleiðis (og þó)? Hvíta línan gæti hafa verið leiðin, sem gengin var upp frá sunnanverðu Helgafelli, en hún sést vel og greinilega. Sú leið er að öllum líkindum hluti af Dauðadalaleiðinni (sem gæti verið tvískipt að hluta).
Það ætti að verða  verðugt verkefni að skoða betur svæðið suðaustan Helgafells því þar eru nokkrar götur. Ein liggur t.a.m. svo til beint frá fellinu í átt að Fagradalsmúla, um slétt hraun. Þá leið segjast Stakkavíkurbræður hafa farið á leið þeirra til Hafnarfjarðar.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Dauðadalahellar

Í Dauðadalahellum.

 

Gufuskálar

Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmannafélagsins 28. febrúar 1967. –
stori-holmur-231„Það litla, sem Landnáma segir um upphaf byggðar á Suðurnesjum er eftirfarandi: „Steinunn in gamla frændkona Ingólfs fór til Íslands og var með honum inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingu. Steinunn hafði átt Herlaug bróðir Skallagríms, þeirra synir voru Njáll og Arnór,,.1.)
Þetta er öll landnámssaga Steinunnar gömlu og næstum allt og sumt, sem um hana verður vitað eftir rituðum heimildum. Þó víst sé talið, að við Íslendingar séum af norrænum uppruna, þá eru miklar líkur fyrir því, að Steinunn landnámskona sem er talin vera sú fyrsta, sem reisti sér bú á Suðurnesjum, hafi komið frá Vesturlöndum. Synir hennar hétu Njáll og Arnór. Njálsnafnið bendir til þess, að hún hafi komið frá Vesturlöndum og styrkist það við frásögnina um ensku hekluna, er hún gaf Ingólfi fyrir landnámið. Hún hafði enska vöru og getur maður því ætlað, að það hafi verið fleira af því tagi í fórum hennar, en hekla þessi, því að bæði víkingar og landnemar fluttu með sér nokkrar birgðir af varningi frá þeim löndum, sem þeir lögðu frá, er þeir fóru í herferðir eða landaleit.2)
Talið er, að Steinunn hafi reist sér bú að Stóra gardur-gufuskalarHólmi í Leiru og hafi rekið þar um árabil mikið höfuðból og verstöð. Það er talið, að á landnámsöld hafi Keflavík og Njarðvík verið sel frá Stóra-Hólmi í Leiru.4) Hið forna höfuðból Steinunnar gömlu er nú komið í eyði, en sel hennar eru aftur á móti ört vaxandi byggðarlög.

Í bókum um landnám Ingólfs er getið um, að í Rosmhvalaneshreppi hafi verið Keflavík, Leira, Garður og Miðnes og allt að Ósabotnum. Greinilegt er, að Njarðvíkur eru teknar undan Rosmhvalanesi, er hreppar eru myndaðir.5) Njarðvíkur, Vatnleysuströnd og Vogar mynduðu Vatnsleysustrandahrepp.
Fyrsta breytingin, sem gerð er á Suðurnesjum er, að Njarðvíkur segja skilið við Vatnsleysustrandahrepp og sameinast Rosmhvalaneshreppi árið 1885.6).
Næsta breytingin á hreppaskilum er, að Miðnesingar segja skilið við Rosmhvalaneshrepp árið 1886.7) Það ár verður því Miðneshreppur til í sinni núverandi mynd, og hefur engin breyting orðið á síðan.
Næsta breytingin á Rosmhvalaneshreppi er, að árið 1908 er hann lagður niður og myndaðir tveir nýir hreppar. Hinir nýju hreppar voru núverandi Gerðahreppur og Keflavíkurhreppur. Í þeim síðarnefnda voru núverandi Keflavíkurkaupstaður og Njarðvíkurhreppur. Þannig voru Keflavík og Njarðvík sameiginlegt hreppsfélag frá árinu 1908 8) eða þar til Njarðvíkingar óskuðu eftir að gerast sér hreppsfélag, vegna þess að þeir töldu sig vera mjög afskipta með alla þjónustu og framkvæmdir svæði sínu til handa.
njardvik-231Samningur um skilnað Keflavíkur og Njarðvíkur var gerður 25. október 1941.9)
Njarðvíkur urðu því fyrst sérstakt sveitarfélag með lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1942.
Landaskil Njarðvíkur og Keflavíkur voru fyrst þar, sem Tjarnargata er nú í Keflavík, en er samningur var gerður um skipti byggðarlaganna voru þau ákveðin um lóð Fiskiðjunnar hf. þannig, að mjölskemma Fiskiðjunnar stendur nú að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvík.
Keflavík hlaut kaupstaðaréttindi 1. apríl 1949. Lögsagnarumdæmi Keflavíkur var stækkað með lögum frá 4. maí 1966. Með þeirri stækkun rúmlega þrefaldaðist lögsagnarumdæmið að flatarmáli. Þeir 415 ha, sem Keflavík stækkaði um, eru að mestu land, sem hefur verið skilið frá Gerðahreppi.
keflavik 1833Nokkuð er sagt frá Eyvindi fóstra Steinunnar gömlu í Landnámu, en Evindi fóstra sínum gaf Steinunn hin gamla land á millum Hvassahrauns og Kvígubjargarvogum.
Landnám Evindar, er hann hlaut að gjöf frá Steinunni fóstru sinni, hlaut nafnið Vatnsleysuströnd. Landnám hans er nú óbreytt sem Vatnsleysustrandarhreppur.
Molda-Gnúpssynir, þeir Hafur-Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, námu Grindavík. Landnám þeirra bræðra er enn óbreytt sem Grindavíkurhreppur10.)
Herjólfur, frændi Ingólfs og fóstbróðir, fékk frá honum að gjöf land milli Reykjaness og Vogs og svarar það nákvæmlega til núverandi Hafnarhrepps. 10)“

Eyþór Þórðarson.

Neðanmálsheimildir:
1. Landnám I—III 1900 bls. 123 og Þórðarbók 1921, bls. 28.
2. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 266.
3. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 280.
4. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 278.
5. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 279.
6. Strönd og Vogar 1961 bls. 48.
7. Undir Garðskagavita bls. 218.
8. Faxi 1963 bls. 211.
9. Faxi Desember 1941,
10. Landnám Ingólfs II. 1. 1936 bls. 14.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, 1. tbl., bls. 5-7.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Sveppur

Sveppir (fræðiheiti: fungi, eintala: fungus) eru um margt sérstæðar lífverur og því flokkaðir í sitt eigið ríki, svepparíkið. Lengi vel voru þeir samt flokkaðir með plöntum enda við fyrstu sýn líkari þeim en dýrum.
BerserkjasveppurTil að leggja áherslu á sérstöðu sveppa eru sveppafræðingar farnir að nota orðið funga á sama hátt og flóra eða fána.
Grundvallarmunur er þó á sveppum og plöntum: Plöntur eru frumbjarga og með blaðgrænu en sveppir ekki.
Lífverur eru sagðar frumbjarga búi þær til lífræn efni úr koltvíoxíð með því að nota ljós eða ólífræn efni, eins og vetnissúlfíð, sem orkugjafa. Allar grænar plöntur eru frumbjarga þar sem þær fá orku sína frá sólinni, af þessum sökum eru þær oftast undirstaða næringar í vistkerfum. Einstaka aðrar lífverur eru þó frumbjarga, til dæmis vinna nokkrar bakteríur orku úr ólífrænum efnum og eru undirstaða næringar í vistkerfum á stöðum eins og djúpt í hafi eða hellum þar sem sólarljós nær ekki til lífveranna.
MohneflaSveppir passa heldur ekki í hóp með dýrum vegna þess að þeir draga í sig næringu í stað þess að melta hana og þeir hafa frumuvegg. Tiltölulega stutt er síðan sveppir voru færðir úr plönturíkinu og í sitt eigið ríki. Sveppir geta tekið yfir mjög stór svæði; það sem étið er af sveppnum, hatturinn (aldinið), eru einungis kynfæri sveppþráðakerfis sem er ofan í jörðinni, stundum á margra hektara svæði. Sveppir eru margir fjölfruma og vaxa þræðirnir í endann, en ger er ágætt dæmi um einfruma svepp. Sumir sveppir lifa í samlífi með bakteríum og þörungum (sjá fléttur), aðrir tengjast rótarendum plantna og mynda með þeim svepprót. Á Íslandi eru til um 550 tegundir kólfsveppa sem geta orðið það stórir að vel má sjá þá með berum augum. Suma þeirra má borða en aðrir eru eitraðir.
MyrahneflaÆtisveppir eru sveppir sem algengt er að nota í matargerð. Í flestum tilvikum er það diskhirslan sem étin er af sveppnum. Þegar sveppir eru tíndir verður alltaf að ganga vel úr skugga um að um óeitraðar sveppategundir sé að ræða, að þeir séu bragðgóðir og óskemmdir. Í heiminum öllum eru um 1.000 sveppategundir ætar en það er aðeins lítill hluti þeirra 30.000 tegunda kólfsveppa og 33.000 tegunda asksveppa sem þekktar eru. Alls eru þekktar nálægt 80.000 tegundir sveppa í heiminum en talið er líklegt að tegundir sveppa séu um 1.5 milljónir talsins.

Heimild m.a:
-wikipedia.com

Sveppir

Sveppir.

Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi:

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

„Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur:

Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því hrauni, sem ég hygg að skilji að selin tvö, er lág (Hengladalalág) þar sem þjóðgatan forna fór um á leið sinni upp Kamba og þar var bílvegurinn einnig fyrrum (Eiríksvegur). Því miður hef ég ekki lagt mig eftir að finna selin en götuna gömlu hef ég rakið allt frá byggð í Hveragerði og upp á Kambabrún.
Hvar Gufudal er að finna er nokkuð vandsvarað. Reykjadalur hefst við Ölkelduháls og endar í Djúpagili en áin sem rennur um hann fellur í Hengladalaá (eða Hengladalsá) nokkru vestan grasflatarinnar sem kennd er við Vallasel.

Saubæjarsel

Saurbæjarsel.

Dalurinn sem Hengladala- og síðan Varmaá fellur um og Hamarinn afmarkar að sunnanverðu hefur ekki neitt viðurkennt nafn í Örnefnaskrám. Ölfusdalur er hann oft nefndur og Jónas frá Hriflu nefndur sem nafngjafi. Gufudalur er heiti á nýbýli sem Guðjón A. Sigurðsson byggði laust fyrir 1940 (1938?) á svæðinu milli Sauðár og Varmár. Það býli er þá suðaustur af Reykjadal og norðan Varmár. Best væri að við FERLIRsfélagar hittumst við tækifæri þannig að við gætum borið saman bækur okkar um hvar selja er helst von.“ Selfossi 7. maí 2007.
Þess ber að geta að einn hinna þrautþjálfuðu FERLIRsfélaga var þegar í stað sendur út af örkinni og skoðaði hann þá alla vestanverða hlíðina undir Kömbunum. Hann fann þó engin önnur ummerki eftir selstöðu á því svæði, sem verður, að fenginni reynslu, að teljast nokkuð áreiðanleg tíðindi – því engir hafa meiri þjálfun eða eru líklegri til að finna mannvistarleifar en FERLIRsfélagar.
Í vikunni – sólksinssíðdegis – er ætlunin að skoða Vallasel austan ármóta Hengladálsáar og Reykjadalsáar svo og Núpasel að ofanverðum Núpum undir Núpafjalli, þar sem Seldalur nefnist skv. örnefnaskrá.

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

 

 

Hafnavegur

Tveimur vel hlöðnum vörðum, yfir mannhæða háar, hefur verið komið fyrir á svæði á Þrívörðuhæð við Hafnaveg sunnan Keflavíkurflugvallar. Vörðurnar eru við herkampana Camp Hopkins og Camp Rising, sem þarna var á stríðsárunum, og lýsa komu hersveita Bandaríkjamanna hingað til lands 1941, vinnu hermannanna við að koma sér fyrir hér á landi í Nissenbröggum og herbúðalífinu sem við tók.
Á þessum vörðum eru upplýsingaskilti. Á öðru þeirra er eftirfarandi texti:

Bandaríski herinn á Íslandi
VörðurnarVorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn
Annað upplýsingaspjaldiðFyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.
Nissen-braggiSjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á hinu er eftirfarandi texti:

Bandaríkjaher tekur við stjórninni
Nissan-braggiÍ apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf
Nissan-braggiLiðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Nissan-braggi

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.Upplýsingaskilti

Gunnuhver

„Ekki er það ný bóla, að eldur komi upp í sjé úti í grennd við Ísland, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það hafi komið níu sinnum fyrir, sem sögur fari af, fyrst árið 1211 og síðast 1879, þangað til nú Sögulegast var það gosið, er eyja reis úr sjó undan Reykjanesi, en hvarf áður en langt leið. Þegar átti að fara að kanna eyna var hún horfin.
Reykjanes-991Langoftast urðu neðansjávareld gosin út af Reykjanesi, flest á svipuðum slóðum. Í eldgosatali Þorvalds Thoroddsens er nokkrum sinnum aðeins sögð þessi orð: Eldur fyrir Reykjanesi. En fyrst 1226 segir þó fleira: Eldur í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkur um miðjan dag. Sandfellsvetur á Íslandi. — Árið 1422 kom upp eldur útsuður undan Reykjanesi og skaut upp landi, sem nú er horfið. Árið 1830: Eldur fyrir Reykjanesi. Hann sást fyrst hinn 6. og 7. marz (aðrir segja 13.), og var uppi þangað til í maímánuði, þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Uppvarpið var nærri Eldeyjarboðum. Árið 1879: Gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi og eins sást til hennar næsta dag, en fjórtán daga framan af júlí var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi, en þokulaust alls staðar fyrir innan. Rétt áður en þokan hvarf, Kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn eldsins varir eftir það. Vikur sást heldur ekki, og engir jarðskjálftar fundust.
Vorið 1733 gerðist það, sem þóttu teikn mikil, að alldjúpt út af Reykjanesi reis rjúkandi eyja úr sænum, og gizkuðu menn ýmist á, að hún hafi verið ein míla eða míluþriðjungur ummáls. Annars beið hún ekki eftir því að vera mæld eða rannsökuð nánar, sem áður segir, heldur hvarf aftur í hafið. Skipverjar á húkkortunni Boesand komu fyrstir auga á eyjuna, og gerði skipstjórinn, Jörgen Mindelberg, teikningu af henni. Eftir honum eru höfð þessi orð í sambandi við gos þetta: „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði!“
Ey - JorgenÍ Öldinni átjándu stendur eftirfarandi um gosið 1783, dagsett í maímánuði: „Um síðustu mánaða mót urðu menn þess áskynja, að eldur er uppi í hafi djúpt út af Reykjanesi. Stigu þar reykjarmekkir úr sjó og nú hafa áhafnir þriggja kaupskipa séð þar rjúkandi eyju rísa úr sæ, en stórt svæði umhverfis hana er þakið vikri og ösku. Mönnum ber saman uim það, að þarna sé komið upp allhátt hraunhrúgald, með úfnum klettum, en þá greinir á um stærð hínnar nýju eyjar. Telja sumir, að hún sé míla ummáls, en aðrir hafa orpið á, að svo sem þriðjungur mílu muni umhverfis hana. Sævardýpi hefur breytzt til muna umhverfis eyna, og nýr boði, sem mjög brýtur á, er kominn upp alllangt frá henni í norðvesturátt. Það voru skipverjar á húkkortunni Boesand, sem fyrst sáu eyna.
Klukkan þrjú að morgni hins fyrsta dags maímánaðar bar fyrir augu þeirra sjón, sem fyllti þá undrun og skelfingu: Reykjarmekkir miklir stigu upp af sjónum. „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði“, segir reykjanes-kort-IIskipstjórinn, Jörgen Mindelberg.
Klukkan sjö var skútan komin svo nærri gosstöðvunum, að skipverjar sáu rjúkandi eyju í hafinu hálfa níundu mílu suðvestur af Geirfuglaskeri. Lét skipstjóri sigla í námunda við hana, en sneri frá, er hann átti ófarna hálfa mílu að henni, því að gosfýlan var orðin svo megn, að hann sveðsí hafa óttazt að áhöfnin félli í öngvit. Var þá og sjór allur þakinn vikri.

Nú síðar í maímánuði komu Hans Petersen á Hvíta svaninum og Peder Pedersen á Þorskinum, til hafnar við Faxaflóa, og höfðu þeir báðir séð þessa nýju eyju, er hlaðizt hefur upp úr rjúkandi eimyrkju og gjallstorku út af Reykjanesi“.
Sex vikum síðar hófust Skaftáreldar. Í júlí segir: „Konungurinn hefur mælt svo fyrir að eyjan út af Reykianesi skuli Nýey heita og falið stiftamtmanni að fara hið fyrsta út í hana á einhverju af skipum konungsverzlunarinnar, draga danskan fána að húni á henni og helga hana veldi Dana. Til frekara öryggis skal reisa þar stein og höggva á hann nafn konungs og ártal, og verður steinn sá, sem til þessa er ætlaður, sendur hingað með póstskipinu“.
Í ágúst 1784 segir: „Það fórst fyrir, að stiftamtmaður helgaði Danakonungi Nýey í fyrra og voru boð stjórnvalda um þetta ítrekuð í vetur. Var svo fyrir mælt, að Hafnarfjarðarskip sem flytja átti Levetzov kammerherra og Magnús stúdent Stephensen til Kaupmannahafnar, kæmi við á eynni, ef þess væri nokkur kostur, eða sigla að minnsta kosti svo nærri henni, að viðhlítandi athugun gæti farið fram á henni. En mönuum brá nokkuð í brún, þegar átti að fara að kanna Nýey. Hún var nefnilega hvergi sýnileg, þegar gera átti gangskör að því að helga hana konungi“.

Heimild:
-Tíminn 15. nóvember 1963, bls. 8-9.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Selatangar

„Atvinnuvegirnir [í Krýsuvík] er eins og áður er sagt landbúnaður, eggja- og fuglatekja, auk þess sjávarafli nokkur. Þá var útræði á Selatöngum. Gekk þá eitt — áttróið — „skip þar úr Krýsuvík, og var á þvi skipi formaður Einar frá Stóra-Nýjabæ, og mun það síðasta skip, er þaðan hefir gengið, en sú sögn fylgir, að útræði frá Selatöngum hafi lagst niður vegna reimleika.

selatangar-992

Einhvers staðar í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þarna var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum fram undir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil. Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.“

„Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvísl ar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraun ið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfír þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.“ Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. Í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, sem þá var til margra hluta nytsamlegur. Við það losnaði kapallinn og hófurinn greri aftur við.
ogmundarstigur-991Til er saga um hvernig vegur var ruddur yfir Ögmundarhraun. Sú saga minnir nokkuð á söguna í Eyrbyggju um Berserkjagötu, nema hvað berserk urinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvernig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar. En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu.
Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna selatangar-993komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jónar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.

Mikið er af gömlum búðartótt um í Selatöngum. Það eru vistar verur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranalagar og þröngar vistarverur, veggirnir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa. Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt þvi: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv. Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.“
Minjarnar, sem nú sjást á Selatöngum eru frá 19. öld því stórflóð og óveður í janúar 1799 eyddi verbúðunum, sem þar voru fyrir. Síðast var róið frá Selatöngum í byrjun 20. aldar og þá frá Ísólfsskála. Tangarnir voru eftir það nytjaðir frá sama bæ, bæði til þaratöku og reka.

Heimild:
-Morgunblaðið 16. maí 1970, bls. 8-9.
-Alþýðublaðið 7. apríl 1935, bls. 3.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Hellisgerði

„Hellisgerði í Hafnarfirði dregur nafn af hraunhelli, sem er í gerðinu; Fjarðarhelli.
Er það nú skúti einn, en var áður miklu stærri. Þar í grennd lékum hellisgerdi - loftmyndvið börnin okkur oft. Heyrðum við þá sungið og talað inni í hellinum og einu sinni sá ég þar barnssokka og rósaleppa breidda á stein. Það sama sá ég einu sinni uppi í Kaplakrika.- (Sögn Karólínu Árnadóttur.)

Huldufólkstrú virðist hafa verið ærið algeng í Hafnarfirði áður fyrr allt til þess að bærinn tók að vaxa. Hér sást huldukona tína litunarmosa í hrauninu og hér heyrðist vagnaskröltið, þegar veslings huldufólkið var að flýja undan nýbyggingum og gatnagerð. En hvar hefur það nú samastað? — Kannski í Hamrinum. Þess vegna er rétt gert að friða hann fyrir röskun.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. árg. 1960, Af gömlum blöðum – Guðlaugur E. Einarsson, bls. 22.

Hellisgerði

Hellisgerði 1950.

Herdísarvík
Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli.
Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til að fylgjast með og heilsa upp á hópinn, en hann þekkir svæðið einna best núlifandi manna.

Herdísarvík

Hlínagarður í Austurtúninu.

Gengið var vestur yfir hraunið, staldrað við í fjárhelli og síðan gengið yfir í Gerðið, austasta hlutann innan vörslugarðs Herdísarvíkur. Þar, innan við Langagarð, eða Lönguvitleysu, eins hann var stundum nefndur, er vel gróið, enda uppgrætt með slori. Garðurinn var hlaðinn af Arnþóri nokkurm frá Ási í Ytri-Hrepp. Í Gerðinu eru tóttir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Hlínargarður var skoðaður, en hnn var nefndur eftir Hlín Johnson, sem lét hlaða garðinn. Hann hefur varið landið vel, en hann náði að mörkum Langagarðs.
Þá var haldið að Herdísarvíkursjóbúðum og þær skoðaðar. Búðirnar eru fimm og allvel heillegar. Neðan þeirra var skiptivöllurinn og enn neðar Vörin (Herdísarvíkurvör). Skammt vestar og neðar var Hryggjarbúð, enn ein sjóbúðin, en hún er horfin. Sjá má móta fyrir Ólabúð við enda þvergarðs, Austurtúngarðs, skammt vestar. Neðar og austar er tótt af fjárhúsi.
Lindarvatn streymdi undan hrauninu í Herdísarvíkurtjörn. Gengið var að Varghólsbrunni, eða þar sem hann var því sjórinn er búinn að brjóta talsvert umhverfis Tjörnina. Þar streymdi vatnið upp á milli klappa. Staðnæmst var við gömlu útihúsin vestan við Einarshús, en þar var áður fjós, hlaða, lambús og hesthús. Einnig var Krýsuvíkurbúð, en hún var gerð upp úr hrútakofa, sem þar var. Norðurtúngarður liggur ofan Einarshúss og Vesturtúngarður vestan þess.

Herdísarvík

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Gengið var að hlaðinni rás í jörðinni norðan túngarðsins. Hún er hluti af reykofni Hlínar. Þorkell hafði einmitt haft á orði að kjötið þaðan hafi skammast vel því reykurinn hafi verið svo kaldur þegar hann kom loks í reykhýsið.
Gengið var niður að Tjörninni og eftir flóruðum stíg yfir eitt vikið. Við það er hlaðið gerði, sennilega hestagerði. Í hleðslunum mátti greina sjósteina, hluta myllusteina, sökkkusteina o.fl. Vestan stígsins er svo gamla Herdísarvík, en það hús var notað til 1934. Einar og Hlín voru fyrsta árið sitt í Herdísarvík í því húsi. Það er byggt utan í Skyggni, klettavegg. Vestan hússins er hlaðið gerði og tótt.
Gengið var yfir Vesturtúngarðinn til norðurs og var þá komið að grunni kofa, hlaðinni tótt og enn annarri stærri í gróinni lægð, sennilega fjárhús.
Eftir áningu við Einarshús þar sem einn samferðarmanna, bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, afhenti einum FERLIRsforsprakkanum, Ómari Smára, bæði bindinn af Sögu Grindavíkur með þakklæti fyrir sýndan áhuga á minjum í og við Grindavík. Honum var þökkuð gjöfin, en bækur þessar munu nú vera ófáanlegar í bókabúðum.
Loks var gengið austur með Norðurtúngarði að Réttinni, eftir Kúastíg og áfram að upphafsreit.
Gangan tók um tvær klukkustundir. Veður var frábært, sól og hlýindi.

Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. Einnig var svæðið teiknað upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Grindarskörð

Það jafnast ekkert við að skella poka á bakið með tjaldi og búnaði og halda til fjalla og njóta hins fullkomna frelsis að ráfa um ósnortnar víðlendur íslenska hálendisins.
Grindaskord-21Að vetri koma gönguskíðin í stað gönguskónna og á björtum degi eins og hefur verið nú um helgina leita margir göngumenn á Hellisheiðina og njóta þess að vera með sjálfum sér í náttúrunni.
Mörgum finnst hálendið, þar á meðal undirritaður, jafnvel fegurra á fallegum vetrardegi en um sumar.
Um Grindaskörð lá áður þjóðleið frá Selvogi til Hafnarfjarðar. Grýtt og seinfarin, en sú stysta og helst farinn á veturna á harðfenni.
Uppruni nafnsins er rakinn til þess að þar hafi verið mikill skógur og Þórir haustmyrkur landnámsmaður í Selvogi hafi lagt veg um skörðin og sett þar raftagrind í eitt skarðið.
Það er auðvellt að fara sporin sem starfsmenn Bláfjallasvæðisins leggja, en eins og færið er nú er auðvelt að fara hvert sem er um alla háheiðina.
Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m.y.s.
Grindaskord-22Þegar nýi vegurinn var lagður frá Krýsuvíkurveginum upp í Bláfjöll opnaðist þetta svæði fyrir marga þar sem vegurinn liggur rétt fyrir norðan skörðin.
Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar (á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir.
Útsjón frá Bollunum er mikil. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum.
Grindaskord-23Í sjóndeildarhringnum er byggðin á Reykjanesinu, Hafnarfirði og Kjalarness. Og í fjarsýn blasir Snæfellsnesið með hinn dulúðuga útvörð Snæfellsjökulinn. Hér er margt annað að skoða, t.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin.
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

Heimild:
-Guðmundur Gunnarsson.

Grindaskörð

Grindaskörð framundan.