Í Faxa 1991 er birt ritgerð Skúla Magnússonar um „Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð„:
Hér á eftir mun verða brugðið nokkru Ijósi á híbýli Suðurnesjamanna á 18. og 19. öld, eftir því sem aðgengilegar heimildir leyfa. Reynt hefiir verið að leita í gögn samtímamanna og sjónarvotta, stuðst við lýsingar þeirra. Heimildirnar mega því yfirleitt teljast trúverðugar. Að visu rituðu þrír sögumenn frásagnir sínar á gamals aldri en ekki er þó ástœða til að rengja þœr að svo komnu. Þessir menn voru: Finnur Jónsson frá Kjörseyri (1842-1924), Kristleifur Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi (1861-1952) og Ágúst Guðmundsson frá Halakoti (f. 1869, á lífi 1941).
Sjálfri ritgerðinni er skipt í tvo megin þœtti. Sá fyrri fjallar nokkuð um torfbæi og þurrabúðir á 18. öld. Síðari hlutinn segir einkumfrá upphafi timburhúsa og lítillega er minnst á steinhús á 19. öld. Kirkjum er sleppt. Eingöngu verður fjallað um híbýli til íbúðar.
Bæir og þurrabúðir á 18. öld – lýsingar húsa 1740
Jarðeignir á Suðurnesjum eyddust mjög er aldir liðu. Olli því geysilegt landbrot og foksandur sem bitnaði jafnt á býlum ríkra sem fátækra. Þess ber þó að geta að á sama tíma, frá 1300-1600, hækkuðu jarðirnar í verði vegna þess að gildi fiskveiða óx í hlutfalli við landbúnaðinn. Ríkismenn sóttust því eftir að koma ár sinni fyrir borð þar syðra.
Í byrjun 18. aldar átti konungur flestar jarðir frá Kirkjuvogi að Garðskaga og þaðan inn Vatnsleysuströnd allt að Sundum við Kollafjörð.
Þar sem jarðir þessar urðu mjög illa úti vegna eyðingar kvaddi amtmaður til 4 bændur á Miðnesi til að skoða þar 5 jarðir. Það var 1735. En ítarlegust var skoðunin 1740. Þá skoðuðu 6 menn 25 jarðir frá Stafnesi að Skaga og þaðan inn í Keflavík.
Gallinn á þessum úttektum er þó sá, að hjáleigum var að mestu sleppt, en stærri jarðir og höfuðból komust á blöð skoðunarmanna.
Innan við bæjardyr.
Alls staðar byrjuðu skoðunarmenn lýsingar sínar í bæjardyrum. Á flestum bæjum var skálinn þar fyrir innan, þá búr og eldhús, en baðstofan aftasta húsið að baki hinum. Þessi húsaskipan var á öllum bæjum sem skoðaðir voru, nema á Meiðastöðum í Garði. Þar var enginn skáli. Þar hafði um vorið 1740 verið reist nýtísku baðstofa sem var næst bæjardyrum. Á Stafnesi virðist baðstofan hafa verið á svipuðum stað.
Á þessum tíma var venja að gefa upp lengdir húsa í stafgólfum, þ.e. lengd á milli sperra eða bita, sem jafnvel gat verið ein rúmlengd í baðstofu. Svo einfalt var þetta byggingarlag í raun. Þetta bil var mælt í álnum og var hvert stafgólf 2-3 álnir, oftast 3 eða örlítið minna.
Þiljuð baðstofa.
Á mörgum bæjum voru bæjardyr ekki nema eitt stafgólf að lengd, en tvö til þrjú á sumum og fjögur á stærsta bænum. Skálar voru 3 eða 4 stafgólfa (8-10 álna langir) nema á Másbúðum á Miðnesi. Þar var skálinn 9 stafgólf og var trúlega ætlaður sjómönnum. Skálinn á Kirkjubóli virðist hafa verið að baki tveimur stofum er næstar voru taldar bæjardyrum. Á stöku bæ var og ein stofa. En bærinn á Kirkjubóli var þó bæði stærri og frágangur og efniviður í húsum þar mun betri en á öllum hinum bæjunum. Þar voru t.d. báðar stofur þiljaðar innan, 3 stafgólf hvor og með gluggum, sem voru á mjög fáum bæjum. Í fremri stofu var gluggi á hlið með karmi, en tveir á innri stofunni. Þar var líka háborð með sæti og pílárum. Enn fremur bekkir eins og hjá heldri mönnum. Á Kirkjubóli bjó þá Kort Jónsson lögréttumaður.
En skjótt bregður sól sumri. Árið 1837 var bærinn á Kirkjubóli færður af heimajörðinni á eina hjáleiguna. Svo mikið var landbrotið að þessi höfuðjörð Suðurnesja var að engu orðin.
Bær 1835.
Árið 1740 voru stofur og baðstofur yfirleitt óþiljaðar að innan að nokkru eða öllu leyti. Raftar en ekki súð var á þekjum. Þó var á nokkrum bæjum svokallað milliþil og á fáeinum bæjum alþiljaður endi í baðstofu.
Að Kirkjubóli frátöldu voru best húsakynni á Stóra-Hólmi í Leiru og á Bæjarskerjum á Miðnesi. Á síðari bænum var þiljuð stofa með glugga og tvær baðstofur.
Eggert og Bjarni lýsa þurrabúð
Torfbær frá 18. öld.
Árið 1755 ferðuðust Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson um Gullbringu-sýslu. Samkvæmt frásögn þeirra voru húsakynni við sjávarsíðuna yfirleitt „lélegri en í meðallagi“, en „lang lélegust og sóðalegust“ voru húsakynnin í verstöðvunum sunnan- og suð-vestanlands, þ.á m. á Suðurnesjum.
Meðal annars kvarta þeir Eggert og Bjarni undan ólykt sem hafi verið í þessum húsum, „einkum á vertíðinni…“. Eiga þeir félagar greinilega við fiskilykt sem gjarnan fylgir sjósókn og fískvinnslu. Hér, og að ofan, birtast m.a. hleypidómar og andúð þeira Eggerts og Bjarna gagnvart sjávarbændum. Viðhorf sem voru aldagömul og komu víða fram í hinu forna bændasamfélagi.
Verbúð á sunnanverðum Reykjanesskaga.
Í verstöðvunum voru víða verbúðir þar sem menn bjuggu á vetrarvertíðum, en á öðrum árstímum stóðu búðirnar auðar. Verbúðirnar voru oft í eign stórbænda er bjuggu á höfuðbóli þaðan sem útræði var stundað. Ennfremur fylgdu heimajörðunum oft kot eða hjáleigur. Ef hjáleigurnar höfðu ekki grasnyt voru þær kallaðar þurrabúðir. Þær voru víða á Suðurnesjum. Íbúar þeirra lifðu af afla er fékkst úr sjó. Ennfremur mikið á innfluttum vörum sem þeir fengu í skiptum fyrir fisk. Einnig á landbúnaðarafurðum er guldust með fiskmeti.
Þeir Eggert og Bjarni geta þess að þurrabúðir á Snæfellsnesi og á Suðumesjum hafi stundum verið 5 húsa. Göng í miðju en íveruhús út frá þeim til beggja handa. Næst dyrum voru skálar karlmanna og sjómanna, þá búr og eldhús. Innst og aftast var baðstofan. Hér er trúlega átt við þurrabúðir efnabetri manna en stærð búðanna fór að sögn eftir fátækt íbúanna.
Lýsing Skúla fógeta á betri býlum
Bæjargöng.
Á betri býlum í Gullbringusýslu voru bæjarhús oft 5 að tölu að sögn Skúla Magnússonar landfógeta. Göng voru í miðju á þeim bæjum, líkt og í þurrabúðum, en til beggja handa voru stofa og skáli, búr og eldhús, aftast var baðstofa.
Stundum var gler í gluggum en oftast líknarbelgir. Gler tíðkaðist einungis hjá mjög efnuðum bændum. Baðstofan var aftasta húsið svo þar héldist hiti, en göngin löng. Ofnar voru óþekktir. Hér er verið að lýsa eins konar gangabæ, forvera burstabæja, eins og þeir tíðkuðust síðará 19. öld.
Bæir og timburhús á 19. öld
Í bæjargöngum.
Árið 1880 skrifaði hinn aldurhnigni sveitarhöfðingi, Sigurður B. Sívertsen, þegar hann rifjar upp hvernig hfbýli manna voru 1830 er hann kom sem ungur prestur til Suðurnesja: „Húsakynni voru hörmuleg og engin herbergi í þeim er inn í væri bjóðandi. Allt torfbæir með löngum göngum og mjóum, eins og nú aumustu kotum (þ.e. árið 1880.). Óþrifnaður átti sér víða stað og var eigi hægt annað, eins og átti sér stað í moldarkofum þessum. Voru forir þá víða fyrir utan bæjardyr hvar hellt var í skólpi og mykju undan kúm, einnig slori úr fiski. Í bæjardyrum var flórlagt gólf með hellum sem lagðar voru yfir forarræsi, sem lágu út í forina. Skinnklæði og færi voru látin hanga í bæjardyrum. Aðeins á Stafnesi var hreinlegur bær. Ekkert sást þá timburhús hjá bændum.“.
Grindavík
Timburhús.
Í Grindavík virtust ekki komin timburhús á helstu jarðirnar 1840-41 nema á Hrauni. Þar hafði Jón Jónsson hreppstjóri og eigandi hálfrar jarðarinnar „uppbyggt í seinni tíð þrjú stjór og reisuleg timburhús“. Rekaviður var mest notaður til húsagerðar en einnig borðviður úr kaupstað.
Hafnir
Samstæður bær frá 19. öld.
Þar virðast ekki komin timburhús 1839 þegar sr. Sigurður B. Sívertsen ritaði lýsingu Útskálaprestakalls.
Á höfuðbólinu Kirkjuvogi var þríbýli: Austur-, Mið- og Vesturbær. Sá austasti var næstur kirkjunni. Þar höfðu búið ríkir landsetar. Þarna var „reisulegur og vel húsaður bær“, segir sr. Sigurður. Fyrrum bjó þar Guðni Sigurðsson, (1714-80) sýslumaður og settur landfógeti 1749.
Kirkjuvogur 1873.
Árið 1859 kom Finnur Jónsson, fræðimaður, í Hafnirnar í fyrsta sinn, þá 17 ára. Þóttu honum hús þar reisuleg og einhver þau bestu er hann þekkti í sveitum hér á landi.
Vilhjálmur Kr. Hákonarson (1812-1869) bjó þá í „stóru og vönduðu tvílyftu timburhúsi, og annað minna timburhús var þar, sem var geymsluhús hans, enda var fjáður vel…“.“, en Vilhjálmur bjó í Austurbænum í Kirkjuvogi. Ekki verður sagt hvenær Vilhjálmur reisti þetta stóra timburhús, en hann hóf sjálfur búskap þarna 1841. Ekki er fjarri lagi að áætla að hann hafi reist húsið á árunum 1845-55.
Ketill Jónsson (1793-1869) flutti suður í Hafnir um 1829 og bjó lengst af í Kotvogi í „stórum torf- eða grjófbæ, en á hlaðinu var snoturt timburhús með málaðri stofu, voru í henni sum húsgögn dýrmæt..“.
Gunnar Halldórsson (1824-76) hreppstjóri hóf búskap í Kirkjuvogi 1848. Hann reisti „stórt tvíloftar timburhús…“ og bjó þar til dánardægurs. Í þessu húsi bjó Gunnar 1859.
Á Kalmanstjörn var þá hjá Stefáni Sveinssyni (d. 1864) „reisulegur torfbær og allstórt timburhús við, með stofu laglegri í öðrum enda þess“.
Rekatimbur til húsa
Valahnúkamöl.
Eins og víðar á Suðurnesjum nýttu bændur í Höfnum rekavið til húsa. Ráku t.d. oft stór tré á fjörur Kalmanstjarnar. Þótti sá reki „allarðsamur til húsabóta…“.
Um nýár 1836 gerði ofsaveður á Suðurnesjum. Rak þá á Valahnjúkamöl syðst við Reykjanestá, svo mikið timbur að fáheyrt þótti. Var talið að farmur þessi væri úr þrímöstruðu skipi sem fórst suður af Indinu. Ekki er þess getið í heimildum að viðurinn hafi verið almennt notaður til bygginga, en mjög trúlegt er það.
James Town strandar
Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd – eitt húsanna byggt úr timbri Jamestowns.
Að morgni 26. júní 1881, rak á land norðanvert við Ósabotna, stórt skip. Var það amerískt og hér James Town. Skipsstrand þetta markaði þáttaskil í sögu húsagerðar á Suðurnesjum og því er þess getið hér. James Town var upphaflega þriggja mastra, og allt úr timbri. Lestar og þrjú þilför voru full af alls lags viði. Heimildum ber ekki saman um stærð skipsins. Ólafur Ketilsson frá Kalmanstjörn í Höfnum, segir að skipið hafi verið 360 feta langt en 65 fet á breidd. (Gullfoss yngri, sem kom 1951, var 355 fet stafna á milli, en 47 1/2 fet á breidd.) SigurðurB. Sívertsen segir aftur á móti að James Town hafi verið 256 fet, en 54 fet á breidd jafnvel nokkru breiðari.™ Talið var að í skipinu væru alls um 100.000 plankar af öllum stærðum og gerðum. Auk plankabúta og borðviðar.
Húsið Sandgerði (Sáðgerði) var byggt úr timbri úr Jamestown.
Björgun hófst strax og veður leyfði. Þann 10. ágúst var mikið selt á uppboði af timbri er á land var komið. En 9. september gerði SV-ofsaveður sem braut skipið og bar timbrið um allar fjörur. Mest af timbrinu kom í hlut Hafnamanna. Þeir reistu úr því a.m.k. 9 hús. En mikið timbur barst um allt Suð-Vesturland. Þorvaldi Thoroddsen fannst hús Hafnarmanna „mjög vönduð“, er hann var þar á ferð 1883.
Sama ár getur sr. Sigurður B. Sívertsen þess í annál sínum, að mörg hús væru í smíðum hjá bændum um haustið. „Þeirra mest í Sandgerði hjá Sveinbirni bónda.
Miðnes
Árið 1859-60 bjó Ketill Ketilsson (1823-1902) á Hvalsnesi. Þar reisti hann „timburhús og stóra steintóft við sjóinn fyrir sjávarafla, sömuleiðis heim við bæinn stórt fjós úr steini“. Þá var á Stafnesi „reisulegur torfbær nokkuð forn, með timburhúsi“.
Óvíst er að þetta hafi verið fyrstu timburhúsin á Miðnesi, en ekki er það ólíklegt. Ketill reisti síðar steinkirkju á Hvalsnesi.
Eins og áður sagði reisti Sveinbjörn Þórðarson (1817-93) veglegt hús í Sandgerði 1883. Líklega af timbrinu úr James Town. Þarna fékk Sveinbjörn efnivið fyrir lítinn pening. en sjálfur var hann svo auðugur að aðeins Hafnamenn stóðu honum framar. Sandgerðishúsið stendur enn í dag.
Garðurinn
Útskálar 1920 – Jón Helgason.
Ekki getur Sigurður B. Sívertsen um timburhús á bæjum í Garði og Leiru í lýsingu Útskálaprestakalls 1839. Líklega hafa þau hvergi verið komin þá. Þó segir klerkur að að Útskálum sé „all snotur timburkirkja og vel húsaður bær“. En 1859 voru komin timburhús í Garðinum „á stöku stað…“.
Árið 1871 var reist í Gerðum skólahús fyrir almenn samskot. Og árið 1878 var húsið endurbyggt úr grjóti með kalklími. Líklega er skólahús þetta fyrsta steinhús á Suðurnesjum.
Athygli vakti 1873, þegar Einar Sigurðsson, bóndi í Vörum, reisti sér „mjög vandað timburhús með prýðilegum herbergjum, eins og best mátti verða…“. Þrátt fyrir hátt verð á timbri.
Þorsteinn Gíslason 7. nóvember 1855 – 30. janúar 1931. Útvegsbóndi á Meiðastöðum, Gerðahr., Gull. Fósturmóðir: Kristín Magnúsdóttir, f. 23.3.1823, d. 19.6.1877.
Árni Þorvaldsson (1824-1901) á Meiðastöðum lengdi timburhús sitt 1874 og setti á það kvist „í gegn“. Um svipað leyti létu margir bændur í Garðinum endurnýja baðstofur. Þrifnaður fór þá vaxandi. Þeir Árni og Einar í Vörum voru meðal ríkustu bænda á Suðurnesjum. Hjá Árna voru t.d. 50 manns í heimili á vertíðum.™
Árið 1879 reisti Einar í Vörum „mikla og vandaða bekkbaðstofu úr tilhöggnu grjóti lukt í kalk…“.
Var talið að kostnaðurinn hefði numið nærri 2000 kr. Alls var talið að Einar hafi lagt a.m.k. 7000 kr. í byggingar í Vörum.
Keflavík
Keflavík hafði sérstöðu, þar var döns verslun og timburhús komin þegar á 18. öld. Tómthúsfólk þar bjó í litlum torfbæjum.
Árið 1839 voru í Keflavík fjögur verslunarhús „og hefur fjölgað þar timburhúsum á seinni árum. Þau eru nú 16″.
Árið 1859 voru auk þriggja verslana komin þar 5-6 lítil einlyft timburhús, en þorri fólks bjó í bæjum.
Árið 1871 byggði Skotfélagið í Keflavík samkomuhús er kostaði 900 dali. Svendsen byggði pakkhús. (Líklega svonefnt Miðpakkhús, sem nú er horfið.) Hans Duus byggði nýja sölubúð, er enn stendur endurbyggð eftir bruna. Húsið er sennilega fyrsta portbyggða húsið í Keflavík. Skammt frá reisti Duus tvílyft pakkhús 1877. Kostaði það a.m.k. 16.000 kr. Stendur það enn og er það fyrsta tvflyfta húsið í Keflavík, að höfundur þessarar ritgerðar telur.
Alls var talið að H.P. Duus hefði varið um 30.000 kr. fram til ársins 1880 til húsabóta á lóð sinni í Keflavík.
Sumarið 1881 lét Fischer kaupmaður reisa stórt tvflyft verslunarhús á lóð sinni. Talið eitt vandaðasta timburhús sunnanlands á þeim tíma. Kostaði það a.m.k. 20.000 rk. Stendur húsið enn í dag. Árið 1888 reisti Knudtzon kaupmaður nýtt einlyft verslunarhús á sinni lóð. Lét hann þá rífa gamalt verslunarhús, er líklega var reist snemma á 19. öld og því komið til ára sinna. Segir í Suðurnesjaannál að 1888 sé íbúðarhús Duus kaupmanns eina húsið í „fornum stíl“ sem eftir sé í Keflavík. Það er: Með háu risi og lágum veggjum. Um leið getur hann þess að nú séu öll hús í Keflavík „byggð í nýju formi eins og í Reykjavík“.
Ljóst er að mikið hefur verið byggt í Keflavík á 8. og 9. tug síðustu aldar. Þrjár aðalverslanir þorpsins endurnýjuðu húsakost sinn að mestu leyti.
Vatnsleysuströnd
Kálfatjörn 1987.
Í sóknarlýsingu Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsókna 1840 getur sr. Pétur Jónsson á Kálfatjörn þess að sléttun túna og hleðsla grjótgarða hafi smám saman aukist í sóknunum, svo og byggingar timburhúsa.
Mest notuðu bændur innflutt timbur til húsagerðar enda reki lítill á Ströndinni.
Munur ríkra og fátækra var mikill þar syðra á 19. öld. Kristleifur Þorsteinsson fullyrðir að allt fram á sjöunda tug 19. aldar hafi þar eingöngu verið búið í torfbæjum.
Finnur frá Kjörseyri segir að 1859-64 hafi timburhús í sveitum inn með Faxaflóa verið tiltölulega fá. Ágúst Guðmundsson staðhæfir að fyrsta timburhúsið hafi verið reist á Kálfatjörn, en getur ekki hvenær. Faðir Ágústs, Guðmundur Ívarsson, reisti á Neðri-Brunnastöðum, timburhús 1865 og annað jafnstórt“ 1869. Segir Ágúst að þessi hús hafi verið næst í röðinni á eftir húsinu á Kálfatjörn. Kristleifur segir að eftir 1865 hafi stöku bændur reist lítil og íburðarlaus timburhús.
Sumarið 1872 var reist skólahús úr timbri á Brunnastöðum. Lárus Pálsson, hómópati, reisti nýbýlið Hellur 1873. Varð það „loftbyggður bær úr grjóti og sementi…“.
Fyrsta húsið af því tagi á Ströndinni
Stóru-Vogar.
Um 1880 reisti Ari Egilsson frá Minni-Vogum fyrsta steinhúsið á Vatnsleysuströnd til íbúðar. Stóð það á hraunklöpp rétt inn við Vogabæina. Hét húsið Grænaborg. Það brann 1882 og urðu af því hörmuleg eftirmál sem ekki verða rakin hér. Líklega var þetta fyrsta húsið úr steini sem búið var í á Suðurnesjum.
Lokaorð
Þiljaður gangnabær með baðstofustiga.
Á 18. öld voru algengir svokallaðir gangabæir, forverar burstabæja á 19. öld. Báðar þessar húsagerðir tíðkuðust á Suðurnesjum. Á
milli 1835-40 komu fyrstu timburhúsin ef frá eru talin timburhúsin í Keflavík sem komin voru þegar á 18. öld. Um 1860-70 birtust fyrstu steinbæirnir. Á árunum 1880-90 náðu húsbyggingar á Suðurnesjum hámarki, ekki síst eftir að James Town strandaði við Ósabotna 1881. Það skipsstrand markar þáttaskil í sögu húsagerðar á Suðurnesjum. Þaðan fékk almenningur ódýrt timbur. Um þetta leyti endurnýjuðu kaupmenn í Keflavík húsakost sinn að mestu leyti. Farið var að reisa tveggja hæða timburhús. Á sama tíma var reist fyrsta steinhúsið til íbúðar. Tvær veglegar steinkirkjur voru reistar. Hér höfðu einstakir efnamenn oftast forystu, einkum í Höfnum og Garði. Virðist sem metnaður hafi ríkt á milli þeirra um að byggja sem veglegast. – Samið á Nýja-Garði (okt. 1990).
Heimild:
-Faxi, 5. tbl. 01.09.1991, Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð – Skúli Magnússon, bls. 142-146.
Ljár ofan við hlóðir í eldhúsi.
Heiðin há
Í Lesbók Mbl 7. nóv. 1954 er fjallað um „Heiðina há“ í svonefndu Fjarðafoki: „Upp af Selvogsheiði er fjarska mikil hraunbunga, sem kölluð er Heiðinhá. Er hún 2030 fet á hæð, geisimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður. Hún er hlaðin upp úr óteljandi gömlum hraunalögum suður af Bláfjallahlíðum. Efst á heiðinni markar fyrir gígum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr. Gígurinn er nú fullur af hrauni, em hefir verið afar stór, sem sjá má af leifum þeim, sem standa af gígröndinni. Það eru dálitlir hraunhnúkar sem standa í hring og hefir gígurinn verið allt að 100 faðmar að þvermáli.
Við riðum upp á sjálfa heiðarbunguna og útsjónin var ágætlega fögur. Landið lá eins og uppdráttur fyrir fótum okkar, allt austur í Eyjafjöll og norður yfir Faxaflóa. Sunnanlands undirlendið allt og stórárnar sáust einkar vel, eins og grænn dúkur með silfruðum hríslum. Vestmannaeyjar lyftust upp af hyllingunni og Snæfellsjökull norðan við flóðann blasti við eins og fagur og hann er vandur. Langt uppi í landi „rís Skjaldbreiður við himin og jöklarnir með hvítleitum bjarma“. (Þorv. Thoroddsen)“
Eldstöðin Heiðin há er af dyngjuætt og er mest eldstöðva á Reykjanesskaganum. Hraun frá henni þekja um 170 ferkíómetra og rúmmál þeirra um 6,8 rúmkílómetrar, en það er ríflega helmingur af hrauninu sem rann í Skaftáreldum 1783. Ekki ber mikið á gígnum sjálfum en þó eru á börmum hans háar hraunstrýtur sem sýna nokkurn vegin útlínur hans. Hæðin er 613 m.y.s.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald þeirra, að miklu leyti grafið í yngri hraun. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum.
Dyngjan, sem heiðin há, stendur á, liggur utan í Bláfjöllunum og hefur á kafla kaffært framhald þeirra til suðvesturs að Austurásum. Mögulegt er að hraun frá Heiðinni há hafi fyllt 100-200 m dæld í landið umhverfis Geitafell en það mun vera þykkt hraunanna við fjallið. Eldri hraun, nú grafin, kunna að hafa fyllt slíka dæld við upphaf nútíma áður en Heiðin há varð til.“
Heimild:
-Lesbók Mbl. 7. nóv. 1954.
-raunvís.hi.is
Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð – Skúli Magnússon
Í Faxa 1991 er birt ritgerð Skúla Magnússonar um „Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð„:
Hér á eftir mun verða brugðið nokkru Ijósi á híbýli Suðurnesjamanna á 18. og 19. öld, eftir því sem aðgengilegar heimildir leyfa. Reynt hefiir verið að leita í gögn samtímamanna og sjónarvotta, stuðst við lýsingar þeirra. Heimildirnar mega því yfirleitt teljast trúverðugar. Að visu rituðu þrír sögumenn frásagnir sínar á gamals aldri en ekki er þó ástœða til að rengja þœr að svo komnu. Þessir menn voru: Finnur Jónsson frá Kjörseyri (1842-1924), Kristleifur Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi (1861-1952) og Ágúst Guðmundsson frá Halakoti (f. 1869, á lífi 1941).
Sjálfri ritgerðinni er skipt í tvo megin þœtti. Sá fyrri fjallar nokkuð um torfbæi og þurrabúðir á 18. öld. Síðari hlutinn segir einkumfrá upphafi timburhúsa og lítillega er minnst á steinhús á 19. öld. Kirkjum er sleppt. Eingöngu verður fjallað um híbýli til íbúðar.
Bæir og þurrabúðir á 18. öld – lýsingar húsa 1740
Jarðeignir á Suðurnesjum eyddust mjög er aldir liðu. Olli því geysilegt landbrot og foksandur sem bitnaði jafnt á býlum ríkra sem fátækra. Þess ber þó að geta að á sama tíma, frá 1300-1600, hækkuðu jarðirnar í verði vegna þess að gildi fiskveiða óx í hlutfalli við landbúnaðinn. Ríkismenn sóttust því eftir að koma ár sinni fyrir borð þar syðra.
Í byrjun 18. aldar átti konungur flestar jarðir frá Kirkjuvogi að Garðskaga og þaðan inn Vatnsleysuströnd allt að Sundum við Kollafjörð.
Þar sem jarðir þessar urðu mjög illa úti vegna eyðingar kvaddi amtmaður til 4 bændur á Miðnesi til að skoða þar 5 jarðir. Það var 1735. En ítarlegust var skoðunin 1740. Þá skoðuðu 6 menn 25 jarðir frá Stafnesi að Skaga og þaðan inn í Keflavík.
Gallinn á þessum úttektum er þó sá, að hjáleigum var að mestu sleppt, en stærri jarðir og höfuðból komust á blöð skoðunarmanna.
Innan við bæjardyr.
Alls staðar byrjuðu skoðunarmenn lýsingar sínar í bæjardyrum. Á flestum bæjum var skálinn þar fyrir innan, þá búr og eldhús, en baðstofan aftasta húsið að baki hinum. Þessi húsaskipan var á öllum bæjum sem skoðaðir voru, nema á Meiðastöðum í Garði. Þar var enginn skáli. Þar hafði um vorið 1740 verið reist nýtísku baðstofa sem var næst bæjardyrum. Á Stafnesi virðist baðstofan hafa verið á svipuðum stað.
Á þessum tíma var venja að gefa upp lengdir húsa í stafgólfum, þ.e. lengd á milli sperra eða bita, sem jafnvel gat verið ein rúmlengd í baðstofu. Svo einfalt var þetta byggingarlag í raun. Þetta bil var mælt í álnum og var hvert stafgólf 2-3 álnir, oftast 3 eða örlítið minna.
Þiljuð baðstofa.
Á mörgum bæjum voru bæjardyr ekki nema eitt stafgólf að lengd, en tvö til þrjú á sumum og fjögur á stærsta bænum. Skálar voru 3 eða 4 stafgólfa (8-10 álna langir) nema á Másbúðum á Miðnesi. Þar var skálinn 9 stafgólf og var trúlega ætlaður sjómönnum. Skálinn á Kirkjubóli virðist hafa verið að baki tveimur stofum er næstar voru taldar bæjardyrum. Á stöku bæ var og ein stofa. En bærinn á Kirkjubóli var þó bæði stærri og frágangur og efniviður í húsum þar mun betri en á öllum hinum bæjunum. Þar voru t.d. báðar stofur þiljaðar innan, 3 stafgólf hvor og með gluggum, sem voru á mjög fáum bæjum. Í fremri stofu var gluggi á hlið með karmi, en tveir á innri stofunni. Þar var líka háborð með sæti og pílárum. Enn fremur bekkir eins og hjá heldri mönnum. Á Kirkjubóli bjó þá Kort Jónsson lögréttumaður.
En skjótt bregður sól sumri. Árið 1837 var bærinn á Kirkjubóli færður af heimajörðinni á eina hjáleiguna. Svo mikið var landbrotið að þessi höfuðjörð Suðurnesja var að engu orðin.
Bær 1835.
Árið 1740 voru stofur og baðstofur yfirleitt óþiljaðar að innan að nokkru eða öllu leyti. Raftar en ekki súð var á þekjum. Þó var á nokkrum bæjum svokallað milliþil og á fáeinum bæjum alþiljaður endi í baðstofu.
Að Kirkjubóli frátöldu voru best húsakynni á Stóra-Hólmi í Leiru og á Bæjarskerjum á Miðnesi. Á síðari bænum var þiljuð stofa með glugga og tvær baðstofur.
Eggert og Bjarni lýsa þurrabúð
Torfbær frá 18. öld.
Árið 1755 ferðuðust Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson um Gullbringu-sýslu. Samkvæmt frásögn þeirra voru húsakynni við sjávarsíðuna yfirleitt „lélegri en í meðallagi“, en „lang lélegust og sóðalegust“ voru húsakynnin í verstöðvunum sunnan- og suð-vestanlands, þ.á m. á Suðurnesjum.
Meðal annars kvarta þeir Eggert og Bjarni undan ólykt sem hafi verið í þessum húsum, „einkum á vertíðinni…“. Eiga þeir félagar greinilega við fiskilykt sem gjarnan fylgir sjósókn og fískvinnslu. Hér, og að ofan, birtast m.a. hleypidómar og andúð þeira Eggerts og Bjarna gagnvart sjávarbændum. Viðhorf sem voru aldagömul og komu víða fram í hinu forna bændasamfélagi.
Verbúð á sunnanverðum Reykjanesskaga.
Í verstöðvunum voru víða verbúðir þar sem menn bjuggu á vetrarvertíðum, en á öðrum árstímum stóðu búðirnar auðar. Verbúðirnar voru oft í eign stórbænda er bjuggu á höfuðbóli þaðan sem útræði var stundað. Ennfremur fylgdu heimajörðunum oft kot eða hjáleigur. Ef hjáleigurnar höfðu ekki grasnyt voru þær kallaðar þurrabúðir. Þær voru víða á Suðurnesjum. Íbúar þeirra lifðu af afla er fékkst úr sjó. Ennfremur mikið á innfluttum vörum sem þeir fengu í skiptum fyrir fisk. Einnig á landbúnaðarafurðum er guldust með fiskmeti.
Þeir Eggert og Bjarni geta þess að þurrabúðir á Snæfellsnesi og á Suðumesjum hafi stundum verið 5 húsa. Göng í miðju en íveruhús út frá þeim til beggja handa. Næst dyrum voru skálar karlmanna og sjómanna, þá búr og eldhús. Innst og aftast var baðstofan. Hér er trúlega átt við þurrabúðir efnabetri manna en stærð búðanna fór að sögn eftir fátækt íbúanna.
Lýsing Skúla fógeta á betri býlum
Bæjargöng.
Á betri býlum í Gullbringusýslu voru bæjarhús oft 5 að tölu að sögn Skúla Magnússonar landfógeta. Göng voru í miðju á þeim bæjum, líkt og í þurrabúðum, en til beggja handa voru stofa og skáli, búr og eldhús, aftast var baðstofa.
Stundum var gler í gluggum en oftast líknarbelgir. Gler tíðkaðist einungis hjá mjög efnuðum bændum. Baðstofan var aftasta húsið svo þar héldist hiti, en göngin löng. Ofnar voru óþekktir. Hér er verið að lýsa eins konar gangabæ, forvera burstabæja, eins og þeir tíðkuðust síðará 19. öld.
Bæir og timburhús á 19. öld
Í bæjargöngum.
Árið 1880 skrifaði hinn aldurhnigni sveitarhöfðingi, Sigurður B. Sívertsen, þegar hann rifjar upp hvernig hfbýli manna voru 1830 er hann kom sem ungur prestur til Suðurnesja: „Húsakynni voru hörmuleg og engin herbergi í þeim er inn í væri bjóðandi. Allt torfbæir með löngum göngum og mjóum, eins og nú aumustu kotum (þ.e. árið 1880.). Óþrifnaður átti sér víða stað og var eigi hægt annað, eins og átti sér stað í moldarkofum þessum. Voru forir þá víða fyrir utan bæjardyr hvar hellt var í skólpi og mykju undan kúm, einnig slori úr fiski. Í bæjardyrum var flórlagt gólf með hellum sem lagðar voru yfir forarræsi, sem lágu út í forina. Skinnklæði og færi voru látin hanga í bæjardyrum. Aðeins á Stafnesi var hreinlegur bær. Ekkert sást þá timburhús hjá bændum.“.
Grindavík
Timburhús.
Í Grindavík virtust ekki komin timburhús á helstu jarðirnar 1840-41 nema á Hrauni. Þar hafði Jón Jónsson hreppstjóri og eigandi hálfrar jarðarinnar „uppbyggt í seinni tíð þrjú stjór og reisuleg timburhús“. Rekaviður var mest notaður til húsagerðar en einnig borðviður úr kaupstað.
Hafnir
Samstæður bær frá 19. öld.
Þar virðast ekki komin timburhús 1839 þegar sr. Sigurður B. Sívertsen ritaði lýsingu Útskálaprestakalls.
Á höfuðbólinu Kirkjuvogi var þríbýli: Austur-, Mið- og Vesturbær. Sá austasti var næstur kirkjunni. Þar höfðu búið ríkir landsetar. Þarna var „reisulegur og vel húsaður bær“, segir sr. Sigurður. Fyrrum bjó þar Guðni Sigurðsson, (1714-80) sýslumaður og settur landfógeti 1749.
Kirkjuvogur 1873.
Árið 1859 kom Finnur Jónsson, fræðimaður, í Hafnirnar í fyrsta sinn, þá 17 ára. Þóttu honum hús þar reisuleg og einhver þau bestu er hann þekkti í sveitum hér á landi.
Vilhjálmur Kr. Hákonarson (1812-1869) bjó þá í „stóru og vönduðu tvílyftu timburhúsi, og annað minna timburhús var þar, sem var geymsluhús hans, enda var fjáður vel…“.“, en Vilhjálmur bjó í Austurbænum í Kirkjuvogi. Ekki verður sagt hvenær Vilhjálmur reisti þetta stóra timburhús, en hann hóf sjálfur búskap þarna 1841. Ekki er fjarri lagi að áætla að hann hafi reist húsið á árunum 1845-55.
Ketill Jónsson (1793-1869) flutti suður í Hafnir um 1829 og bjó lengst af í Kotvogi í „stórum torf- eða grjófbæ, en á hlaðinu var snoturt timburhús með málaðri stofu, voru í henni sum húsgögn dýrmæt..“.
Gunnar Halldórsson (1824-76) hreppstjóri hóf búskap í Kirkjuvogi 1848. Hann reisti „stórt tvíloftar timburhús…“ og bjó þar til dánardægurs. Í þessu húsi bjó Gunnar 1859.
Á Kalmanstjörn var þá hjá Stefáni Sveinssyni (d. 1864) „reisulegur torfbær og allstórt timburhús við, með stofu laglegri í öðrum enda þess“.
Rekatimbur til húsa
Valahnúkamöl.
Eins og víðar á Suðurnesjum nýttu bændur í Höfnum rekavið til húsa. Ráku t.d. oft stór tré á fjörur Kalmanstjarnar. Þótti sá reki „allarðsamur til húsabóta…“.
Um nýár 1836 gerði ofsaveður á Suðurnesjum. Rak þá á Valahnjúkamöl syðst við Reykjanestá, svo mikið timbur að fáheyrt þótti. Var talið að farmur þessi væri úr þrímöstruðu skipi sem fórst suður af Indinu. Ekki er þess getið í heimildum að viðurinn hafi verið almennt notaður til bygginga, en mjög trúlegt er það.
James Town strandar
Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd – eitt húsanna byggt úr timbri Jamestowns.
Að morgni 26. júní 1881, rak á land norðanvert við Ósabotna, stórt skip. Var það amerískt og hér James Town. Skipsstrand þetta markaði þáttaskil í sögu húsagerðar á Suðurnesjum og því er þess getið hér. James Town var upphaflega þriggja mastra, og allt úr timbri. Lestar og þrjú þilför voru full af alls lags viði. Heimildum ber ekki saman um stærð skipsins. Ólafur Ketilsson frá Kalmanstjörn í Höfnum, segir að skipið hafi verið 360 feta langt en 65 fet á breidd. (Gullfoss yngri, sem kom 1951, var 355 fet stafna á milli, en 47 1/2 fet á breidd.) SigurðurB. Sívertsen segir aftur á móti að James Town hafi verið 256 fet, en 54 fet á breidd jafnvel nokkru breiðari.™ Talið var að í skipinu væru alls um 100.000 plankar af öllum stærðum og gerðum. Auk plankabúta og borðviðar.
Húsið Sandgerði (Sáðgerði) var byggt úr timbri úr Jamestown.
Björgun hófst strax og veður leyfði. Þann 10. ágúst var mikið selt á uppboði af timbri er á land var komið. En 9. september gerði SV-ofsaveður sem braut skipið og bar timbrið um allar fjörur. Mest af timbrinu kom í hlut Hafnamanna. Þeir reistu úr því a.m.k. 9 hús. En mikið timbur barst um allt Suð-Vesturland. Þorvaldi Thoroddsen fannst hús Hafnarmanna „mjög vönduð“, er hann var þar á ferð 1883.
Sama ár getur sr. Sigurður B. Sívertsen þess í annál sínum, að mörg hús væru í smíðum hjá bændum um haustið. „Þeirra mest í Sandgerði hjá Sveinbirni bónda.
Miðnes
Árið 1859-60 bjó Ketill Ketilsson (1823-1902) á Hvalsnesi. Þar reisti hann „timburhús og stóra steintóft við sjóinn fyrir sjávarafla, sömuleiðis heim við bæinn stórt fjós úr steini“. Þá var á Stafnesi „reisulegur torfbær nokkuð forn, með timburhúsi“.
Óvíst er að þetta hafi verið fyrstu timburhúsin á Miðnesi, en ekki er það ólíklegt. Ketill reisti síðar steinkirkju á Hvalsnesi.
Eins og áður sagði reisti Sveinbjörn Þórðarson (1817-93) veglegt hús í Sandgerði 1883. Líklega af timbrinu úr James Town. Þarna fékk Sveinbjörn efnivið fyrir lítinn pening. en sjálfur var hann svo auðugur að aðeins Hafnamenn stóðu honum framar. Sandgerðishúsið stendur enn í dag.
Garðurinn
Útskálar 1920 – Jón Helgason.
Ekki getur Sigurður B. Sívertsen um timburhús á bæjum í Garði og Leiru í lýsingu Útskálaprestakalls 1839. Líklega hafa þau hvergi verið komin þá. Þó segir klerkur að að Útskálum sé „all snotur timburkirkja og vel húsaður bær“. En 1859 voru komin timburhús í Garðinum „á stöku stað…“.
Árið 1871 var reist í Gerðum skólahús fyrir almenn samskot. Og árið 1878 var húsið endurbyggt úr grjóti með kalklími. Líklega er skólahús þetta fyrsta steinhús á Suðurnesjum.
Athygli vakti 1873, þegar Einar Sigurðsson, bóndi í Vörum, reisti sér „mjög vandað timburhús með prýðilegum herbergjum, eins og best mátti verða…“. Þrátt fyrir hátt verð á timbri.
Þorsteinn Gíslason 7. nóvember 1855 – 30. janúar 1931. Útvegsbóndi á Meiðastöðum, Gerðahr., Gull. Fósturmóðir: Kristín Magnúsdóttir, f. 23.3.1823, d. 19.6.1877.
Árni Þorvaldsson (1824-1901) á Meiðastöðum lengdi timburhús sitt 1874 og setti á það kvist „í gegn“. Um svipað leyti létu margir bændur í Garðinum endurnýja baðstofur. Þrifnaður fór þá vaxandi. Þeir Árni og Einar í Vörum voru meðal ríkustu bænda á Suðurnesjum. Hjá Árna voru t.d. 50 manns í heimili á vertíðum.™
Árið 1879 reisti Einar í Vörum „mikla og vandaða bekkbaðstofu úr tilhöggnu grjóti lukt í kalk…“.
Var talið að kostnaðurinn hefði numið nærri 2000 kr. Alls var talið að Einar hafi lagt a.m.k. 7000 kr. í byggingar í Vörum.
Keflavík
Keflavík hafði sérstöðu, þar var döns verslun og timburhús komin þegar á 18. öld. Tómthúsfólk þar bjó í litlum torfbæjum.
Árið 1839 voru í Keflavík fjögur verslunarhús „og hefur fjölgað þar timburhúsum á seinni árum. Þau eru nú 16″.
Árið 1859 voru auk þriggja verslana komin þar 5-6 lítil einlyft timburhús, en þorri fólks bjó í bæjum.
Árið 1871 byggði Skotfélagið í Keflavík samkomuhús er kostaði 900 dali. Svendsen byggði pakkhús. (Líklega svonefnt Miðpakkhús, sem nú er horfið.) Hans Duus byggði nýja sölubúð, er enn stendur endurbyggð eftir bruna. Húsið er sennilega fyrsta portbyggða húsið í Keflavík. Skammt frá reisti Duus tvílyft pakkhús 1877. Kostaði það a.m.k. 16.000 kr. Stendur það enn og er það fyrsta tvflyfta húsið í Keflavík, að höfundur þessarar ritgerðar telur.
Alls var talið að H.P. Duus hefði varið um 30.000 kr. fram til ársins 1880 til húsabóta á lóð sinni í Keflavík.
Sumarið 1881 lét Fischer kaupmaður reisa stórt tvflyft verslunarhús á lóð sinni. Talið eitt vandaðasta timburhús sunnanlands á þeim tíma. Kostaði það a.m.k. 20.000 rk. Stendur húsið enn í dag. Árið 1888 reisti Knudtzon kaupmaður nýtt einlyft verslunarhús á sinni lóð. Lét hann þá rífa gamalt verslunarhús, er líklega var reist snemma á 19. öld og því komið til ára sinna. Segir í Suðurnesjaannál að 1888 sé íbúðarhús Duus kaupmanns eina húsið í „fornum stíl“ sem eftir sé í Keflavík. Það er: Með háu risi og lágum veggjum. Um leið getur hann þess að nú séu öll hús í Keflavík „byggð í nýju formi eins og í Reykjavík“.
Ljóst er að mikið hefur verið byggt í Keflavík á 8. og 9. tug síðustu aldar. Þrjár aðalverslanir þorpsins endurnýjuðu húsakost sinn að mestu leyti.
Vatnsleysuströnd
Kálfatjörn 1987.
Í sóknarlýsingu Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsókna 1840 getur sr. Pétur Jónsson á Kálfatjörn þess að sléttun túna og hleðsla grjótgarða hafi smám saman aukist í sóknunum, svo og byggingar timburhúsa.
Mest notuðu bændur innflutt timbur til húsagerðar enda reki lítill á Ströndinni.
Munur ríkra og fátækra var mikill þar syðra á 19. öld. Kristleifur Þorsteinsson fullyrðir að allt fram á sjöunda tug 19. aldar hafi þar eingöngu verið búið í torfbæjum.
Finnur frá Kjörseyri segir að 1859-64 hafi timburhús í sveitum inn með Faxaflóa verið tiltölulega fá. Ágúst Guðmundsson staðhæfir að fyrsta timburhúsið hafi verið reist á Kálfatjörn, en getur ekki hvenær. Faðir Ágústs, Guðmundur Ívarsson, reisti á Neðri-Brunnastöðum, timburhús 1865 og annað jafnstórt“ 1869. Segir Ágúst að þessi hús hafi verið næst í röðinni á eftir húsinu á Kálfatjörn. Kristleifur segir að eftir 1865 hafi stöku bændur reist lítil og íburðarlaus timburhús.
Sumarið 1872 var reist skólahús úr timbri á Brunnastöðum. Lárus Pálsson, hómópati, reisti nýbýlið Hellur 1873. Varð það „loftbyggður bær úr grjóti og sementi…“.
Fyrsta húsið af því tagi á Ströndinni
Stóru-Vogar.
Um 1880 reisti Ari Egilsson frá Minni-Vogum fyrsta steinhúsið á Vatnsleysuströnd til íbúðar. Stóð það á hraunklöpp rétt inn við Vogabæina. Hét húsið Grænaborg. Það brann 1882 og urðu af því hörmuleg eftirmál sem ekki verða rakin hér. Líklega var þetta fyrsta húsið úr steini sem búið var í á Suðurnesjum.
Lokaorð
Þiljaður gangnabær með baðstofustiga.
Á 18. öld voru algengir svokallaðir gangabæir, forverar burstabæja á 19. öld. Báðar þessar húsagerðir tíðkuðust á Suðurnesjum. Á
milli 1835-40 komu fyrstu timburhúsin ef frá eru talin timburhúsin í Keflavík sem komin voru þegar á 18. öld. Um 1860-70 birtust fyrstu steinbæirnir. Á árunum 1880-90 náðu húsbyggingar á Suðurnesjum hámarki, ekki síst eftir að James Town strandaði við Ósabotna 1881. Það skipsstrand markar þáttaskil í sögu húsagerðar á Suðurnesjum. Þaðan fékk almenningur ódýrt timbur. Um þetta leyti endurnýjuðu kaupmenn í Keflavík húsakost sinn að mestu leyti. Farið var að reisa tveggja hæða timburhús. Á sama tíma var reist fyrsta steinhúsið til íbúðar. Tvær veglegar steinkirkjur voru reistar. Hér höfðu einstakir efnamenn oftast forystu, einkum í Höfnum og Garði. Virðist sem metnaður hafi ríkt á milli þeirra um að byggja sem veglegast. – Samið á Nýja-Garði (okt. 1990).
Heimild:
-Faxi, 5. tbl. 01.09.1991, Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð – Skúli Magnússon, bls. 142-146.
Ljár ofan við hlóðir í eldhúsi.
Meitlarnir
Sigurður Kristinsson skrifaði um „Meitlana“ í Morgunblaðið árið 1990:
„Séður norðaustan frá, t.d. frá Hveradölum, virðist Stórimeitill (521 m) vera töluvert hamrafjall, en svo er þó aðeins á þá hlið, því hann er aðliðandi til annarra hliða. Suður frá honum er lægri háls (360 m) sem tengir hann við Litlameitil (467 m). Þeir eru báðir úr móbergi. Líta má á þá ásamt Stakahnúk og Gráuhnúkum sem einstakt fjall umlukið hraunum. Vestan að þeim öllum er samhangandi brekka um 80 m há. Undir henni miðri heitir Stórihvammur. Vestan í Litlameitli er klettur sem heitir Votaberg, oft dökkur af raka á sumrin. Við suðurenda hans eru friðlýstar rústir af seli frá Þorlákshöfn.
En Stórimeitill er allt öðruvísi en fjöllin í kring og á vart sinn líka. Gígur er ofan í koll hans a.m.k. 50 m djúpur og er snarbratt nema þar sem skarð er að norðanverðu. Sést gígurinn hvergi fyrr en komið er á brún hans. Skarð er í norðurbrún gígsins og virðist sem hraun hafi runnið þar út. Þetta gefur Stórameitli vissan eldborgarsvip að hluta. En hann er til orðinn á ísöld og því er hvergi laust gjall þar að finna. Fyrir neðan skarðið í gígnum er lítill dalur og nær hann að Gráuhnúkum. Hann heitir því einkennilega nafni Stóridalur, en réttara væri að nefna hann Stórahvamm.
Besta gönguleiðin á Stórameitil er að fara upp eftir dálitlu viki sem gengur inn í brekkuna áðurnefndu skammt fyrir sunnan Stakahnúk.“
Heimild:
-Morgunblaðið 17. mars 1990, bls. 12.
Litli-Meitill.
Kambavegurinn gamli
Steindór Björnsson frá Gröf skrifaði í Tímann 1958 um „Gamla veginn um Kamba„:
„Um all-langt árabil, máske aldabil, hefur vegur legið yfir Hellisheiði, en lengst af, allt þar til lagður var akvegur yfir heiðina á síðasta tug 19. aldar, lá hann norðar en nú er yfir heiðina, þar sem snjór var lítið til farartálma. Kom sá, vegur austur af heiðinni- rétt norðan við norðari Kambinn. En Kambar heita 2 hamra-hnúskar í norður af hamrabeltunum í Núpafjalli. Síðan lá þessi gamli vegur nærri því beint niður Kambabrekkurnar. Akvegurinn var látinn koma fram á norðari Kambinn, — á þeim kambinum stendur nú útsýnisskífa Ferðafélags Íslands —, og síðan lagður í smáum, kröppum krákustíg niður brekkurnar rétt sunnan við gamla veginn. Nú er búið að taka af mestu smáhlykkina ofantil, en við það liggur vegurinn, þegar neðst í efsta sniðinu, norður á Mosana, það heitir hraunhallinn allt frá því skammt norðan við nyrðri kambinn og norður að Hengildalsánni, sem þar fellur austur af fjallinu. Eftir syðstu rönd Mosanna liggur svo vegurinn (þar til hann beygir beint í suður af Ásnum).
Hveragerði – Hamrinn.
Ásinn er í Ölfusinu (og Hveragerði) kallaður: Hamarinn. Austast undir endanum á Hamrinum voru beitarhús frá Vorsabæ, fyrsta bænum vestan við Varmá. Niðri á lítið eitt bungumynduðum mel neðan við hallann frá fjárhúsunum, var stór hver nokkuð hringmyndaður, en þó ílangur, líkl. um 15—20 x 30 metrar, sporöskjulaga. Vatnið í honum var kyrrt og bláleitt, aðeins komu upp úr því loftbólur öðru hvoru. Vatnið í hvernum hækkaði og lækkaði á víxl með sem næst jöfnu milliibili. Þegar það var hæst, rann austur úr hverum lækur og austur í Varmá, en þegar vatnið lækkaði, þornaði lækurinn. Í hallanum norður af þessum hver, — mig minnir að hann væri kallaður Bláhver, — var eitthvað af litlum hverholum, og dálítið vestur fyrir stóra hverinn, sem sauð og kraumaði í, en ekki man ég til þess að ég sæi þær spýta vatninu upp. Þetta litla hverasvæði hét Hveragerði. Sunnanvert meðfram þessu hverasvæði lá gamli vegurinn yfir lækinn við Blálhver og á vaði yfir Varmá skammt fyrir ofan Reykjafoss. Þaðan um túnið, hlaðið á Reykjum og suður með Reykjafjallinu, rétt ofan við bæjarhúsin í Reykjahjáleigu, og svo áfram austur með fjallinu, alltaf með fjalla-rótunum, því mýrarnar voru ófærar hestum sem vegur.
Geysir í Hveragerði.
Upp með Varmá í gilinu austan við Hamarinn, var þá, líkt og nú, talsvert af stærri og smærri hveraholum, svo og upp hjá Reykjum (þar sem Litli-Geysir var stærstur og merkastur, þótt lítt sjái fyrir honum nú) og allt inn að Reykjakoti. Á leiðinni til Reykjakots er gosholan Grýta norðan undir austurendanum á Hamrinum. Ekkert af þessum hverum tilheyrðu því svæði, sem þá hét Hveragerði. Þegar menn nú á 3. og 4. tug þessarar aldar fóru að reisa sumarbústaði þarna við jarðhitann og nota sér hveravatnið og gufuna til húsahitunar, voru sumarbústaðirnir sóttir þarna í kringum Bláhver, mest sunnan og austan við hann. Síðan var meira farið að grafa og enn síðar bora eftir meiri hita, eftir því sem byggðin óx og færðist i það að vera fastir bústaðir, þótt byggðin færðist smátt og smátt langt út fyrir takmörk hins upphaflega Hveragerðis, var nafnið teygt út yfir hana.
Í Kömbum.
Fyrir fáum árum var – þessi nýja byggð klofin út úr Ölfushreppi og gerð að sérstökum hreppi: Hveragerðishreppi. Mun hið litla land, sem hann nær yfir, vera allt tekið úr landi Vorsabæjar (kannske eitthvað lítið eitt, vestast sé frá Yxnalæk mér er ókunnugt um landamerki þeirra bæja), en hvar mörkin eru milli Hveragerðishrepps annars vegar, en Yxnalækjar og Vorsabæjar hins vegar, veit ég ekki. Hitt veit ég, að Varmá skilur Hveragerðishrepp að austan frá Ölfushreppi og að norðan líklegast gömlu landamerkin milli Vorsabæjar og Reykjakots, því að bæirnir Reykir (þar er Garðyrkjuskóli ríkisins),
Gamli vegurinn um Kamba.
Gufudalur (sem er fárra áratuga gamalt nýbýli úr Reykjakotslandi), og Reykjakot (þar er Menntaskólaselið) eru allir enn í Ölfushreppi — (ekki í Hveragerði). Þær boranir með stóra bornum, sem nú hafa verið framkvæmdar, eru því í Ölfusi en ekki í Hveragerði. Hitt er önnur saga að eðlilegt er að ókunnugir haldi að öll kvosin þarna á milli fjalla, heyri undir Hveragerðishrepp og taki því svona til orða. Skiptingin, sem nú er, er svo aftaka heimskuleg frá landfræðilegu (og landslagslegu) sjónarmiði. – Reykjavík, 23. sept. Steindór Björnsson.“
Heimild:
-Tíminn 2. október 1958, bls. 6 og 8.
Hveragerði.
Hlöðversnes (Hlöðunes)
Hlöðversneshverfi eða Hlöðuneshverfi er austan Brunnastaðahverfis og vestan Knarrarnessbæjanna á Vatnsleysuströnd. Á herforingjaráðskorti frá 1908 er bærinn nefndur Hlöðversnes, en á slíku korti frá 1950 er þar komið nafnið Hlöðunes í staðinn. Í viðtali í Morgunblaðinu 1971 segir Ólafur Kr. Teitsson, þá áttærður: „Það heitir Hlöðversnes. Þessi Hlöðver nam land þar sem hverfið er og er greftraður í því miðju.“
Í „Gönguleiðir og örnefni í Vatnsleysustrandarhreppi“ segir m.a. um Hlöðunes: „Af Einiberjahólum sjáum við til Gjásels, sem kúrir undir næstu gjá ofan Klifgjár. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands. Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli eins og reyndar annars staðar. Skipulag húsa á þessu selstæði er gjörólíkt því sem er á öllum hinum stöðunum í heiðinni en þar eru tveggja húsa samstæður á víð og dreif á grasblettum en í Gjáseli er eins konar raðhúsalengja.
Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.
Skipanin hér minnir um margt á Nýrra-Merkinessel í Hafnaheiði. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta 20. aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heimild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu vatnslaus nú.“
Um Hlöðuneshverfið segir m.a. í fyrrnefndu riti: „Árið 1930 var nýr vegur gerður og Gamlivegur lagður af með lítilli eftirsjá búenda í Áslákstaða, Hlöðunes- og Brunnastaðahverfi. Nú er Gamli-vegur notaður sem reiðvegur. [Geta má þess til fróðleiks að „Gamli-vegur“ var hluti af fyrsta vagnveginum milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Vegurinn á milli byggðalaganna var lagður á árunum 1908-1913].
Atviks er getið er hermir upp á íbúa í Hlöðuneshverfi, Ólaf Þorleifsson: „Nokkrun veg norðaustur af Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða.
Gjáin er í raun sprunga úr úr vestasta hluta Klifgjár en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir gjárveggirnir jafnháir landinu í kring. Um síðustu aldamót hrapaði í sprunguna Ólafur Þorleifsson úr Hlöðuneshverfi þegar hann var að gá að fé rétt fyrir jól [á aðfangadag] árið 1900. Mikil leit var gerð en allt kom fyrir ekki. Árið 1931 eða um 30 árum seinna fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að ná í kind sem fallið hafði niður á sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókina „Hrakningar og heiðarvegir“, 3. bindi eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson [sem og frásögn í Morgunblaðinu frá beinafundinum.“
Þegar gengið er um Hlöðuneshverfið (Hlöðversneshverfið) má vel sjá minjar húsa og útihúsa, túngarða og gerða Hlöðuness, Narfakots og Halldórsstaða, auk eftirmyndar nautgripagirðingar líkri þeirri er sjá má í Borgarkoti austan Kálfatjarnar og vestan Minni-Vatnsleysu.
Hlöðversnes, eða Hlöðunes, er nú afskekkt minjasvæði á Vatnsleysuströnd, þótt nærtækt sé.
Einungis þarf að stoppa við hlaðna heimreiðina austan fuglabús Ísfugls, ganga að bæjarstæðinu – og síðan áfram yfir túnið að útihúsaminjunum nær sjónum. Þar má m.a. sjá leifar sjóhúss, gerða og gerðis og friðlýstra náttúruminja þar sem Hlöðunestjarnirnar eru.
Hlöðunes fór í eyði um miðja 20. öldina. Enn má sjá þar uppistandandi steinsteypt útihús og þær síðustu heyvinnuvélar er notaðar voru við búskapinn á þeim tíma. Ljóst er að jörðin sem og hverfið allt, þótt tiltölulega lítið sé, felur í minjum sínum mikla búskaparsögu, jafnvel allt frá 10. eða 11. öld, ef vel er að gáð.
Hlöðunessel – uppdráttur ÓSÁ.
Fram hefur komið að bændur í Hlöðuneshverfinu hafi fyrrum haft selstöðu í Gjáseli og áður í Hlöðunesseli í Strandarheiði. Selstöðurnar voru hluti búskaparháttanna frá upphafi fram til loka 19. aldar. Hlöðunesselið er nú að blása upp vegna jarðvegseyðingar, en Gjáselið mun kúra enn um sinn í skjóli undir gjárveggnum. Af minjunum þar að dæma virðist hafa verið góð samstaða með bændunum í Hlöðuneshverfi, svo góð að líkja mætti henni við samyrkjubúskap seinni tíma. Átta rými í einni röð frá suðri til norðurs og einn stekkur skammt sunnan þeirra bendir til góðs samkomulags a.m.k. þriggja bæja. Venjulega má sjá þrjú rými í einni selstöðu, þ.e. baðstofu, búr og stakt eldhús, en þarna vantar eitt rými til þess að allir hafi haft þar sjálfstæða aðstöðu.
Þess má geta að enn er búið í Narfakoti þótt ekki sé stundaður þar hefðbundinn búskapur.
Kuml Hlöðvers, þess er fyrstur bjó að Hlöðversnesi, er í túninu skammt sunnan Narfakots. Um er að ræða tiltölulega lága bungumyndaða upplyftingu á annars sléttu túninu.
Heimild:
-Morgunblaðið, Ólafur Kr. Teitsson, 15. ágúst 1971, bls. 12.
-Gönguleiðir og örnefni í Vatnsleysustrandarhreppi, Sesselja Guðmundsdóttir, bls. 80 og 82.
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppu, Guðmundur Björgvin Jónsson, bls. 248.
Fornleifaskráning
Ein sérgreina innan fornleifafræðinnar, og að mörgu leyti alveg sérstök, er að skrá minjastaði úti í náttúrunni. En hvað er fornleifaskráning og hvert er markmið hennar?
Eftirfarandi er dæmi um þróun og stöðu fornleifaskráningar, sem virðist vera nokkuð lík eftir ýmsum löndum Evrópu. Krísa hefur hins vegar orðið í skráningunni í seinni tíð, einkum vegna vanskráningar. Áhersla hefur í auknum mæli færst yfir á björgunaruppgrefti, en minna verið um leit og skráningu minja.
Í Austurríki (83.000m2) eru áætlaðar um 250.000 fornleifastaðir. Engin fornleifaskráning hefur farið fram eftir 1995 nema vegna umhverfismats. Á Spáni eru áætlaðir um 100.000 fornleifastaðir (505.000m2). Í Danmörku (43.000m2) eru um 158.000 fornleifastaðir skráðir í miðlægan gagnagrunn, þ.á.m. um 7.000 neðansjávar (t.d. skipsflök). Á Íslandi eru um 120.000 fornleifastaðir til í miðlægum skrám (103.000m2) eða 1.16 fornleif per km2. Sambærilegar tölur eru; Spánn 0.19 fornleif, Danmörk 3.67 fornleifar og Austurríki 3.01 fornleifar.
Hlöðunes – uppdráttur 2024; ÓSÁ.
Í fyrstu voru fornleifar skilgreindar sem eitthvað skrýtið og skemmtilegt. Síðan var sett löggjöf til verndar fornminjum, t.d. allar eldri en 100 ára og hús eldri en 1918. Erlendis er allur gangur á slíkri skilgreiningu og jafnvel dæmi um að fornleifastaðir verði það ekki fyrrr en þeir hafa verið rannsakaðir, t.d. eftir uppgröft.
Það sem ráðið hefur skráningu fornleifa í gegnum tíðina eru margvíslegar. Í fyrstu réðu hagsmunir valdhafa (tengsl fornleifastaða og fyrri valdhafa), þeir voru fjarhagslegir eða jafnvel ímyndarlegir (mat á gæði þjóða). Hagsmunir hópa gátu ráðið hvað teldist til fornleifa, sameiginleg fortíð, s.s. helgir staðir í augum þjóðar (Þingvellir) eða jafnvel hagsmunir ferðaþjónustunnar á hverjum tíma. Um varðveislu fornleifa hefur verið tekist á, en mikilvægt er að vernda það sem telja má merkilegt fyrir sögu og tilfinningagildi þjóðar. Hagsmunir vísindasamfélagsins liggja fyrst og fremst í kröfunni um heildarskráningu (mikilvægt að hafa yfirsýn til að vita hvað er til), samræmi í skilgreiningum, samræmi í gagnavistun (til að auðvelda aðgengi) og nákvæmni skráninga.
Á Íslandi má segja að skipuleg fornleifaskráning hafi hafist með spurningum fornmenjanefndarinnar dönsku árið 1817, Sóknarlýsingum Hins ísl. bókmenntafélags frá 1839, skráningu Hins ísl. fornleifafélags 1879 og síðan með lögum til verndar fornleifum frá 16. nóv. 1907. Skilgreiningar á hugtakinu fornminjar var mjög víð. Í framhaldi af þeim voru 10 staðir friðlýstir. Lögin voru að mestu samani af Matthíasi Þóraðsyni, þjóðminjaverði. Þá komu Þjóðminjalög 19. maí 1969 og aftur 29. maí 1989. Þá kom inn 100 ára reglan um friðun og heimild til að friðlýsa yngri minjar. Þessi regla kemur ekki til með að eldast vel því hún kemur til með að úreldast þegar fram líða stundir (öll mannvirki verða mun varanlegri en áður var).
Ásláksstaðir – uppdráttur 2024; ÓSÁ.
Reglugerð með Þjóðminjalögum kom út 4. janúar 1998. Í henni var m.a. gert ráð fyrir að allir minjastaðir yrðu skráðir undir stjórn fornleifafræðings og færðir á kort. Reglugerðin hefur hins vegar ekki verið löguð að núgildandi Þjóðminjalögum, sem eru frá 31. maí 2001. Þau lög eru nú í endurskoðun. Vonandi verða gerðar róttækar breytingar á þeim, bæði hvað varðar „stofnanalénsveldi“ og möguleika á „eðlilegri“ samskiptagrundvelli fræðimanna og leikmanna.Sagan hér á landi – stutt yfirlit
Fram til 1850 voru ýmsir rannsóknarleiðangrar farnir hér á landi, en vísindalegar aðferðir við fornleifaskráningar voru varla til. Fór það eftir áhuga ferðalanga (t.d. Eggerts og Bjarna) að hverju athyglin beindist og hvað var skráð. Örnefni, einkum er tengdust sögustaðaminjum, dómhringjum og hofum, komu fram í prestaskýrslum dönsku fornminjanefndarinnar (1817) og sóknarlýsingum. Oft var vitnað í munnmæli studd texta fornritanna og einstakar eigin athuganir voru gerðar.
Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.
Um 1870 til 1910 fór fram víðtæk sögustaðaskráning (tengd Íslendingasögunum bæði beint og óbeint). Örnefni og frásagnir komu frá staðkunnugum og eigin athuganir höfðu aðallega þann tilgang að finna tiltekna staði er getið var um í Íslendingasögum eða Landnámu. Fram fóru nokkurs konar dómar hvort tillögur eða kenningar tiltekinna manna stæðust eður ei. Í flestum tilvikum stóðust þeir – að minnska kosti á meðan annað var ekki vitað. Kaalund hafði nokkra sérstöðu. Hann hafði aðgengi bæði að óprentuðum gögnum í Kaupmannahöfn og hafði lag á leiðsögn heimamanna á hverjum stað. Þá hafði Brynjúlfur Jónsson einnig nokkra sérstöðu á þeim tíma þar sem var áhugi á alþýðufróðleik þess tíma, byggðum á sögum og munnmælum en ekki algerlega á texta Íslendingasagnanna. Segja má að Brynjúlfur hafi verið fyrsti fornleifaskrásetjarinn, sem reyndi með eigin upplifun að túlka minjar, s.s. eyðibýli, oft sem engar ritheimildir voru til um.
Daniel Bruun.
Um 1895-1905 byrjaði hin menningarsögulega skráning fornminja. Þar voru fremstir í flokki Þorsteinn Erlingsson og Daniel Bruun. Sá fyrrnefndi safnaði minjum til stuðnings minjum í Kanada að beiðin þarlendrar konu, en sá síðarnefndi leitaði bæði skipulegar og ítarlegar að fornminjum en áður þekktist. Þá beindi hann athygli að fleiri og miður áhugaverðari minjum, s.s. stekkjum og kvíum. Þessi áhugi hans varð til þess að efni um þessar tegundir „sjálfsagðra“ fornminja varðveittust síðar. Daniel byggði á fyrra skráningarstarfi, gerði skipulegar athuganir, leitaði á vettvangi og lagði áhersla á tilteknar gerðir og flokka fornminja, en gerði ekki upp á milli þess sem hann uppgötvaði og beinna ritheimilda.
Kristján Eldjárn.
Um 1920-1970 kom millikafli – örnefnaskráningin. Áherslan færðist yfir á sjálfan íslenska bóndann. Hann gerði örnefnaskrá fyrir sitt svæði (enda staðkunnugur) eða tekið var viðtal við hann um örnefni í landareign hans. Allt var skráð. Landið sjálft fékk einnig verðskuldaða athygli. Auknar eyðibýlarannsóknir fylgdu í kjölfarið samfara tóftaskoðunum.
Eftir 1970 hafa ýmsir áhrifaþættir ráðið fornleifaskráningunni, s.s. umhverfisverndarstefna, barátta fyrir friðun (þjóðgarðar) og aukinn almennur áhugi á verndun, einkum gamalla húsa. Rannsókn Sigurðar Þórarinssonar á jaðarbyggðum og útbreiðslu eyðibyggða fékk athygli og norrænt eyðibýlaverkefni fór í gang með þátttöku Björns Teitssonar (í Suður-Þingeyjarsýslu).
Helstu vörður þessa tíma má segja að séu þó söguminjaskráning Helga Hallgrímssonar 1974 í Mývatnssveit þar sem lögð var til grundavallar staðgóð þekking á tilteknus væði (ritheimildir, örnefni, náttúrufar og tóftaskoðun). Hann lagði fram mjög stuttar lýsingar á staðháttum, en engar myndir. Minjar voru staðsettar á uppdrætti og þær voru flokkaðar.
Selsvellir – sel Grindvíkinga; uppdráttur ÓSÁ.
Nýjar eyðubýlarannsóknir fóru fram um 1980. Sveinbjörn Rafnsson (í Hrafnkelsdal og á Brúardölum) og Guðrún Sveinbjarnardóttir (undir Eyjafjöllum, í Skagafjarðadölum, í Berufirði og víðar) gerðu ítarlega heimildakönnun á svæðunum, skipulögðu leit á vettvangi og afmörkuðumsvæðum, nýaldarminjum var sleppt, nákvæmir uppdrættir gerðir, prufuskurðir til gjóskulagagreiningar grafnir, formleg útgáfa gefin út og doktorsritgerð Guðrúnar tók á verkefninu. Tilraunir voru gerðir með aðferðir, loftmyndir notaðar og innrauðar ljósmyndir skoðaðar.
Kristján Eldjárn gaf síðan tóninn. „Örnefni og minjar í landi Bessastaða“ (1981) var nærtækt verkefni eftir að hann varð forseti, en í lagði hann línuna í skráningu og frágangi slíkra skráa. Hann gekk eftir örnefnum og gerði vettvangsathuganir, tók ljósmyndir af 13 minjastöðum, tilnefndi garðlög, tóftir, runna og rústabungur, lýsti minjum og gerði uppdrátt af svæðinu. Þá framkvæmdi hann fornleifaskráningu í Papey (kom út 1989) þar sem hann tiltók minjar frá öllum tímabilum.
Þrátt fyrir friðlýsingar fornleifa fyrrum var könnun á tilvist friðlýstra fornminja árið 1980 mögum áhyggjuefni. Í henni kom m.a. fram að 7.7% minjanna voru horfnar, 19% skemmdar, 12.2% í hættu, 13.1% óþekktar hvað staðsetningu varðaði (gætu hafa verið horfnar eða týndar ábúendum) og 31.7% landeiganda vissu hreinlega ekki um friðlýsingu minja á þeirra landssvæði.
Þá má nefna baráttu Þjms, einkum Guðmundar Ólafssonar, fyrir skipulegri fornleifaskráningu eftir 1980. Ákvæði þess efnis komst inn í lögin og eftir þeim hefur verið unnið við skipulagsvinnu sveitarfélaga.
Fornagata austan Herdísarvíkur – fornleifar.
Skipuleg fornleifaskráning fór fram á árunum 1982-89, ekki síst fyrir vinnuframlag Ágústar Ólafs Georgssonar, en eldri fornleifaskráningar hafa ekki enn verið gefnar út og því lítt aðgengilegar.
Ný Þjóðminjalög komu 1989, en veruleg kreppa varð í öllu framlagi fornleifarannsókna á árunum þar á eftir (til 1994). Deilur og óeining settu mark sitt á fræðin. Samdráttur varð í fornleifaskráningunni, nema ef vera skyldi fornleifaskráning fyrir Reykjavík, sem varð sú fyrsta heilstæða á landinu.
Framundan eru bjartari tímar, en gera þarf gangskör í skipulegri fornleifaskráningu á landinu, ekki síst á grundvelli „field walking“ þar sem ákveðin svæði er gengin skipulega og fornleifa leitað, hvort sem um er að ræða sýnilegar minjar eða jarðlægar.
Ekki er öllum gefið að skynja og greina minjar í landinu. Til er þó það fólk, sem það getur með tiltölulega auðveldum hætti.
-Byggt á kennslu í fornleifafræði (OV) hjá Háskóla Íslands – 2006.
Fornleifar undir Bessastaðastofu. Fundust við uppgröft.
Ísland fyrir landnámstíð
Í Lesbók Morgunblaðsins 8. ágúst 1954 er m.a. fjallað um Ísland fyrir landnámstíð: „Galfried af Monmouth (d. 1154) getur þess í sögum sínum, sem Bretasögur eru ritaðar eftir, að Arthur konungur færi til Íslands. Í brezkum annálum er víðar getið um för Arthurs konungs til Íslands.
John de Wavrin (lifði enn 1469) segir þannig, að Arthur konungur hafi farið með lið sitt til Íslands (Yzland): hafi hann barizt þar, sigrað Íslendinga (Yzaladois) og bælt þá undir sig. Þess er getið í innganginum til laga Játvarðs konungs góða (1042-46) að Arthur hafi lagt undir sig Ísland, Grænland, Vínland og fleiri lönd. – De Costa trúir Galfreied af Monmouth eins og nýju neti. Hann er sannfærður um að Arthur konungur hafi siglt til Íslands um 505 með miklu liði, og þar hafi þá verið talsverð byggð Íra, en seinna meir hafi norrænir víkingar hrakið þá af landi burt. (Ólafur Davíðsson)“
Hér er framangreind tilvísun endurvakin, ekki síst í ljósi áhuga manna um að hinn „Heilagi kaleikur“ kunni að leynast á Kili, en Arthur konungur var jafnan orðaður við gripinn þann sbr. ítarlegri frásögn um hvorutveggja á Wikipedia.
Landnám fyrir „landnám“.
Samspil skipulags við náttúrufarsþætti
Í bók Trausta Valssonar,“Skipulag byggðar á Íslandi – frá landnámi til líðandi stundar„, er m.a. fjallað um samspil skipulags við náttúrufarsþætti og hversu mikilvægt er að fulltrúar skipulagsyfirvalda taki tillit til náttúru- og umhverfisþátta:
„Á Íslandi er meira um beint samspil mannlífs, atvinnulífs og byggða, við náttúruöflin en í flestum öðrum löndum. Þess vegna einkennast skipulagsverkefni á Íslandi meira af því en víðast annarsstaðar, að gera athuganir á náttúrunni þegar í upphafi, þegar skipulag er undirbúið.
Þetta er reyndar stefna í skipulagsfræðum, sem hefur sótt mikið á hvarvetna í heiminum, m.a. vegna þess að heimurinn og einstök svæði, hafa verið að uppgötva að mikil þörf er á að stefna að sjálfbærni í uppbyggingu samfélaganna. Þessi sjálfbærni gengur t.d. út á það að ekki sé gengið það mikið á umhverfið að það bíði skaða af, hvort sem um er að ræða vatn, loft eða gróðurfar, eða jafnvel félagslegt umhverfi eða efnahagslegt umhverfi.
Mörgum finnst sem hér sé kominn leiður stimpill á þau verefni sem skipulagsmönnum eru fengin í hendur vegna þess að þetta leiðir oft til þess að það verður að setja ákveðnar takmarkanir á starfsemi til þess að hún skemmi ekki út frá sér.
Í raun er það hinsvegar svo að með þessu er verið að forða því að óhapp verði og tryggja umhverfisgæði, þannig að þótt þetta leiði því miður oft til þess að hömlur eru settar á margskonar starfsemi, þá er hinn yfirgrípandi tilgangur raunverulega mjög jákvæður.
Það að þetta sé orðið höfuðnauðsyn er staðfest með tiltölulega nýjum lögum þar sem gert er að skyldu við allar stórar framkvæmdir í landinu, að gera svokallað umhverfismat á framkvæmdinni til þess að sjá hvort hún fer of langt í því að skemma umhverfið.
Um leið verður að muna að þessi matsferill er til þess ætlaður að leiðbeina mönnum við að skipuleggja og hanna viðkomandi framkvæmd þegar frá upphafi þannig, að hún sé ekki til þess líkleg að valda miklum skaða.
Hugmyndafræði þessa ð láta það verða að stóru atriði í öllu skipulags- og framkvæmdastarfi að taka tillit til náttúrunnar, er sá grunntónn nú er ríkjandi.
Saga samspils við náttúruna er mjög afdráttalaus í íslenskri sögu og er þess vegna mjög gott að læra af henni. Til þess að lesandinn sé vel í stakk búinn til að skillja þessa tegund af sögu sem varðar samspil byggðarinnar í landinu við náttúruna, þá fjallar hin Fyrsta bók, sem svo er kölluð í þessu riti, um náttúrna og það mótandi afl sem hún er í allri okkar byggðasögu.
Náttúran er í fyrsta lagi það mótandi afl sem hefur búið til landið sjálft og síðan búa í henni frumöfl og þeir náttúrufarsferlar sem hafa áfram haldið að sverfa landið, slípa það og móta.
Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, þegar maðurinn lifði nánast eingöngu af því sem náttúran og landið gaf, voru hinar ýmsu náttúrufarsaðstæður fyrir búsetu langmikilvægast af öllu því er varðar það hvernig byggðarmynstrið varð til og mótaðist í aldanna rás.
Norðmenn urðu með fyrstu þjóðum til að taka náttúrufarsþætti með inn í nútíma skipulagsvinnu. Er þetta m.a. vegna þess að þeir þurfa oft að skipuleggja byggð í brattlendi og þar sem hætta er á snjóflóðum og skriðuföllum. Einnig er mikilvægt að huga vel að hvar sólar nýtur í svo norðlægu landi.
Á Íslandi hefur stundum verið unnið að gerð náttúrufarsúttekta í aðdraganda skipulags. Mjög er þó mismunandi hvaða náttúrufarsforsendur eru mikilvægastar eftir því í hvaða mælikvarða er unnið, og fyrir hverskonar byggð og hverskonar aðstæður er skipulagt.“
Ljóst er af nýlegum dæmum að skipulagsyfirvöld í hinum einstöku byggðalögum Reykjanesskagans horfa lítt til umhverfisþátta skipulagsmálanna – virðast einfaldlega lítt meðvituð um gildi þeirra, þrátt fyrir kynningar og nýstefnur í þeim málum. Sem dæmi má nefna að hús eru byggð ofan á fornar þjóðleiðir, verðmæt útivistarsvæði eru lögð undir afgangsúrræði og algerlega hefur gleymst að meta heilstætt gildi áþreifanlegra minja um búsetu- og atvinnusögu svæðanna til lengri framtíðar. Sjá t.d. Selhraun – minjar.
Heimild:
-Trausti Valsson – Skipulag byggðar á Íslandi – frá landnámi til líðandi stundar, 2002, bls. 23-24.
Járngerðarstaðahverfi í Grindavík 1946.
Tuðra
„Þegar Jón Daníelsson kom að Stóru-Vogum var þar mjög reimt og stóð svo á því að bóndi sá sem þar hafði búið á undan honum hafði einu sinni úthýst manni í misjöfnu veðri, köldum og að líkindum svöngum líka.
Þessi maður ætlaði þá, þegar hann fékk ekki inni í Vogum að fara út í Njarðvíkur yfir Vogastapa og leita þar fyrir sér. En um morguninn eftir fannst hann dauður á Stapa nærri Grímshól; var hann borinn heim að bæ þeim sem honum var úthýst frá kvöldinu áður. Þegar komið var með hann í hlaðið brá bónda svo við að það leið yfir hann; sumir segja að hann hafi orðið á sömu stund bráðkvaddur, en hinir að hann hafi raknað við aftur úr öngvitinu, en aldrei orðið jafngóður og þetta hafi dregið hann til dauða.
Þegar búið var að grafa þann sem úti varð fór þegar að bera á reimleika í Vogum hjá bónda og batnaði ekki hót við það að hann dó. Menn eignuðu það því að sá sem úti hafði orðið vildi hefna sín fyrir það að honum hefði verið vísað á bug úr Vogum og orðið svo úti. þegar Jón kom að Vogum hélzt reimleikinn enn við þó allt fólk væri þaðan farið sem þar hafði verið þegar manninum var úthýst. Varð Sigríði konu Jóns einna mest mein að því og ásótti þetta hana með svefnóværð mikilli því ekki hafði hún fyrri fest blund á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún fór að láta illa í svefninum.
Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur kom að henni sama óværðin. Aldrei kom þetta fram við Jón sjálfan, en ekki var lengi áður honum leiddist þessi áleitni. Eitt kvöld þegar Jón heyrir að fer að korra í konu sinni rýkur hann á fætur aftur og fer ofan og tekur sax í hönd sér og segir ef djöfull sá láti sig ekki í náðum og alla sína skuli hann reka í hann sveðjuna og vísar honum til fjandans.
Eftir það hætti reimleikum hjá Jóni. En þegar reimleikinn hvarf frá Vogum fór hann að gjöra vart við sig í Tjarnarkoti í Vogahverfinu og var það þó ekki af því að þar væru heldur neinir niðjar þess er hafði úthýst manninum.
Sótti draugurinn einkum á bóndann þar og það svo að hann varð gjörsamlega óður eina nótt. Var þá sent heim að Vogum eftir Jóni því Vogamenn leituðu jafnan liðs hjá honum í flestu sem þeir við þurftu og kom hann vonum bráðar.
En þegar bóndinn í Tjarnarkoti sá hann var hann svo óður að hann sagðist ekki hræðast neinn nema andskotann hann Jón Daníelsson. Gekk þá Jón að manninum og segist þá munu neyta þess að hann sé hræddur við sig og skipar hinum óhreina anda út úr manninum með mikilli alvörugefni. En svo brá við það að maðurinn fékk þá værð og datt í dá.
En Jón fór þegar út; fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað sem nú er búð sú í Vogum sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis þaðan sem hann væri kominn og gjöra aldrei framar mein af sér í Vogum. Við þessi ummæli Jóns hvarf reimleikinn þegar svo hvorki bóndanum í Tjarnarkoti né neinum öðrum varð eftir það meint við hann. En þó hefur þótt örla á því oft að ekki væri allt hreint í Tuðru.“
Í dag er óljóst hvar framangreind Tuðra var í Vogum, en orðið hefur jöfnum höndum verið notað um fisktegund, tösku, lélegan sparkbolta eða kvensnift.
Heimild:
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 378.
Stóru-Vogar 1950.
Vikrarskeið – Drepstokkur – Óseyranes
Gengið var um ósasvæði Ölfusár vestanvert, um endimörk FERLIRssvæðisins í suðri austanmegin. Ætlunin var einnig að feta fætur lítt lengra til austurs og skoða hvort þar mætti enn sjá ummerki eftir bæina Drepstokk og Óseyranes. Eyrarbakki hefur jafnan viljað tengja sig Drepstokk (Refstokk) og Bjarna Herjólfssyni enda bæði Óseyrarnes og Drepstokkur austan árinnar. Óseyrartangi er hins vegar vestan ósa.
Eyrarbakki.
Í Grænlendingasögu segir að “Herjúlfur var Bárðarson Herjúlfssonar. Hann var frændi Ingólfs landnámamanns. Þeim Herjúlfi gaf Ingólfur land á milli Vogs og Reykjaness. Herjúlfur bjó fyrst á Drepstokki. Þorgerður hét kona hans en Bjarni son þeirra og var hinn efnilegsti maður. Hann fýstist utan þegar á unga aldri. Varð honum gott bæði til fjár og mannvirðingar og var sinn vetur hvort, utan lands eða með föður sínum. Brátt átti Bjarni skip í förum. Og hinn síðasta vetur er hann var í Noregi þá brá Herjúlfur til Grænlandsferðar með Eiríki og brá búi sínu.” Líklegt er að með Vogi sé átt við Selvog, en ekki Kvíguvoga eins og sumir ætla.
Hafnarskeið.
Hafnarskeið við vestanverða Ölfusárósa hét áður Vikrarskeið. Hraunskeið er utar og þá Stóraskarð næst ósnum. Utan við Hafnarskeið voru bæirnir Drepstokkur og Óseyranes. Þeir stóðu þar sem nú er ósasvæði árinnar. Þorlákshöfn er hins vegar vestan árinnar og það allnokkuð. Hún var fyrrum bær og síðan kauptún á Hafnarnesi.
Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust. Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa. Ströndin þar var styttri vegna þess, að Ölfusá féll vestar til sjávar og þar stóðu bæirnir Óseyarnes og Drepstokkur. Sagnir herma, að þar hafi staðið bærinn Elliðahöfn og bóndinn þar hafi eitt sinn heitið á Þorlák biskup að breyta nafni jarðarinnar, þegar hann og áhöfn hans lentu í sjávarháska. Eftir undraverða björgun breytti hann hafninu í Þorlákshöfn. Kirkja heilags Þorláks stóð þar í katólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð.
Þorlákshöfn – Skötubót.
Þorlákshafnar er ekki getið í Íslendinga sögum. Hins er getið að Auður djúpúðga kom „skipi sínu fyrir sunnan land á Vikrarskeið; þar brjóta þau skipið í spón; menn allir héldust og fé“, sem fyrr sagði.
Siglingar íslenskra sæfara til Norður-Ameríku um árið 1000 eru Íslendingum vel kunnar. Flestir hafa heyrt um Leif heppna en nafn Bjarna Herjólfssonar er síður þekkt. Ljóst er að leiðangurs Kristófers Kólumbusar árið 1492 var líklega farinn meðal annars vegna áhrifa frá siglingum Íslendinga.
Um allan heim er því trúað að Kristófer Kólumbus hafi fundið Ameríku árið 1492.
Ferðir Íslendinga til Vesturheims.
Íslendingar telja sig vita betur, og vísa til tveggja fornsagna, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Þar er sagt frá sæförum af íslensku bergi brotnu, sem sigldu austur fyrir Grænland og fundu Helluland, Markland og Vínland hið góða.
Fornleifafundur á L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi í Kanada hefur leitt í ljós þyrpingu húsa sem byggð voru af norrænum mönnum. Aldursgreining gefur ártalið um 1000, sem skýtur styrkum stoðum undir frásagnir íslenskra fornsagna.
En hver fann Ameríku? Meðal okkar Íslendinga hefur nafni Leifs heppna, Leifs Eiríkssonar, verið haldið mjög á lofti. Bjarni Herjólfsson hefur hingað til staðið fremur í skugganum. Það jafnvel svo, að margir sem spurðir eru muna ekki hvað hann gerði merkilegt, eða kannast ekki við að hafa heyrt á hann minnst. Eins er margt annað áhugavert sem gerðist á næstu öldum eftir fund Vínlands, sem mætti gjarnan njóta athygli ekki síður en sagan af Leifi Eiríkssyni.
Upplýsingaskilti við Drepstokk.
Í Grænlendinga sögu segir af Bjarna Herjólfssyni frá bænum Drepstokki. Talið er að Drepstokkur hafi staðið austan ósa Ölfusár, um tvo kílómetra vestan við Eyrarbakka. Það svæði hét áður Eyrar. Jörðina hafði Herjóflur, langafi Bjarna, fengið að gjöf skömmu eftir landnám frá Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni, en þeir voru frændur. Bjarni var farmaður, eða kaupmaður, og átti skip í förum milli Íslands og Noregs. Eitt sinn er hann kom frá Noregi á Eyrar fregnaði hann að faðir hans hefði það sama sumar siglt með Eiríki rauða til Grænlands. Talið er að þetta hafi verið kringum árið 985.
Drepstokkur.
Þótti Bjarna brottför föður síns mikil tíðindi og vildi fylgja honum eftir. Voru hásetar hans einnig viljugir að sigla. Mælti þá Bjarni: „Óviturlig mun þykkja vár ferð, þar sem engi vár hefir komit í Grænlandshaf“. Engu að síður sigldu þeir frá Eyrum. Eftir þrjá daga hrepptu þeir þoku og hafvillur, og sigldu dögum saman án þess að vita hvert leið lá. Loks kom að því að þeir litu Ameríku augum. Bjarni ákvað hins vegar að venda norður með austruströndinni og stefna til Grænlands.
Smám saman urðu þessar fregnir heyrinkunnar og viðurkenndar á æðstu stöðum. Með tilskipun Paschals II páfa árið 1112 varð Eiríkur Gnúpsson upsi biskup yfir “Grænlandi og Vínlandi in partibus infidelium”.
Ferð Bjarna Herjólfssonar til Vesturheims.
Á öðrum stað í heimildum er talað um biskup yfir Grænlandi og svæðum í nágrenni, á latínu “Episcopus Groenlandiae regionumque finitarium”. Hér getur ekki verið um að ræða rugling við nafn Íslands, enda var Gissur Ísleifsson þar biskup fyrir. Þetta eru í raun mjög merkilegar upplýsingar. Að senda prest á staðinn er eitt, en allt annað að sjálfur páfinn samþykki nýja stöðu biskups sem er mjög há staða innan kirkjunnar, á svæði sem tilheyrir meginlandi Ameríku. Þetta er rækileg sönnun fyrir því að vissan um landafundi Íslendinga var traust í Evrópu þegar í byrjun 12. aldar. Hins vegar virðist sem að þeir hafi að miklu leiti gleymst á þeim öldum sem í hönd fóru.
Víkarskeið – gleymt örnefni við Ölfusárósa.
Þjóðsagan um bauk séra Eiríks prests á Vogsósum gerist á Hafnarskeiði. Í henni segir að „einhvern tíma reið séra Eiríkur að heiman og piltur með honum. Þegar þeir voru komnir nokkuð áleiðis sagði prestur að hann hefði gleymt bauk sínum undir höfðalagi sínu og beiddi piltinn að ríða eftir honum ug flýta sér, en varaði hann við að taka tappann úr honum.
Pilturinn reið heim og fann baukinn þar sem honum var til vísað. En þegar hann reið eftir presti kom að honum forvitni mikil að vita hvað í bauknum var, svo hann tók tappann úr. Sá hann þá ekki í heiðan himininn fyrir mýflugum og heyrði þessa suðu fyrir eyrum sér:
„Hvað á að gjöra, hvað á að gjöra?“
Piltur varð ekki ráðalaus og sagði: „Flétta reipi úr sandinum.“
Skip þess tíma.
Að lítilli stundu liðinni kom mýflugnahópurinn aftur og sögðu: „Búið er það; hvað á að gjöra?“
„Fara í baukinn aftur,“ sagði pilturinn.
Gjörðu mýflugurnar svo, en hann lét tappann í hið fljótasta.
Skömmu síðar náði hann presti. Spurði hann þá piltinn hvort hann hefði gjört eins og fyrir hann var lagt, en pilturinn gekkst hreinlega við öllu og sagði hvað sér hefði orðið að ráði. Prestur sagði honum hefði farið vel úr því sem komið var, og kvað hann þess maklegan að honum væri sagt til stafs.
Þar er nú Hafnarskeið er árarnir rótuðu sandinum.“
Þótt ekki hafi fengist óyggjandi staðfesta á hvar Drepstokkur var nákvæmlega var gangan, sem tók 1 klst og 11 mín, stórkostleg, enda frábært veður þarna niður við ströndina.
Heimildir m.a.:
-http://www.skolavefurinn.is/_opid/islenska/bokmenntir/
-http://www.bokasafn.is/ferdavefur/torlakshofn.htm
-http://www.sssig.com/landafundir-grein-mbl.htm
-http://www.snerpa.is/net/thjod/baukur.htm
Drepstokkur.