Hér á eftir verður m.a. fjallað um beitarhús sem og slík hús frá Elliðavatni, Vatnsenda, Fífuhvammi, Vífilsstöðum, Urriðakoti, Setbergi, Hvaleyri, Jófríðarstöðum og Krýsuvík.
Beitarhús.
Beitarhús hafa jafnan verið skilgreind sem „fjárhús (langt frá bæjarhúsum þar sem vetrarbeit er fyrir sauðféð).“ Húsin voru ákveðin gerð af fjárhúsum sem notuð voru á Íslandi fyrr á öldum. Þau voru oft langt frá bæjum og var ástæðan sú að ærnar eða sauðirnir sem þar voru hýstir voru settar út um veturinn og látnar bíta á meðan smalinn stóð yfir. Ef mikill snjór var mokaði hann ofan vellinum af fyrir sauðunum með varreku. Hugmyndin með staðsetningunni, oft við ystu mörk bæja, var að dreifa beitarálaginu og eyja jafnframt möguleika að beita inn á land nágrannans. Beitarhús stóðu einnig víða við fjöruna til að ærnar kæmust í fjörubeit og rústir af slíkum húsum er mjög víða að finna.
Skammidalur – beitarhús.
Eftir að seljabúskapur og stekkjartíð lagðist af í lok 19 aldar voru selstöðurnar eða nálægð þeirra gjarnan nýttar fyrir beitarhús. Áður höfðu hús ekki verið byggð sérstaklega fyrir sauðfé, a.m.k. ekki á Suðvesturlandi. Í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns ofan Hafnarfjarðar eru t.d. beitarhús frá Jófríðarstöðum. Þar var áður selstaða frá sama bæ. Tóftir hússins er allgreinilegar. Þeim hefur verið hlíft að mestu við skógræktinni umleikis. Leifar selsins eru norðvestan við beitarhússtóftina. Þær eru mun eldri og því ógreinilegri.
Gráhella – beitarhús.
Í Gráhelluhrauni má sjá dæmigert útihús fyrri tíma; hlaðið hús með gerði til beggja hliða. Mannvirkið er byggt utan í náttúrulegan hraunstand; Gráhellu. Útihúsið var frá Setbergi. „Syðra sauðahúsið“ var útihús frá Urriðakoti skammt vestan Selgjár, byggt utan í háan hraunstand, líkt og við Gráhellu. „Nyðra sauðahúsið“ var grjóthlaðið útihús, einnig frá Urriðakoti í Urriðakotshrauni.
Beitarhúsahæð – beitarhús frá Elliðavatni.
Elliðavatnsfjárhúsin voru á Beitarhúsahæð skammt ofan við Þingnes. Vatnsendi hafði beitarhús á Vatnsendaheiði og síðar í gróinni dallægð undir Vatnsendahlíð. Fífuhvammur (Hvammkot) byggði beitarhús í Rjúpnadalshæð, Vífilsstaðir byggðu beitarhús í Finnsstöðum og síðar norðaustan Svínahrauns, Setbergsbóndinn reisti síðar beitahús í Húsatúni á Setbergshlíð, Hvaleyri átti beitarhús suðvestan við Grísanes, Jófríðarstaðir byggðu beitarhús í Beitarhúsahöfða (nú Höfðaskógur) og Krýsuvík átti beitarhús á Krýsuvíkurheiði – svo einhver slíks séu upp talin.
Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.
Elstu menn segjast hafa heyrt af því að í Jónsbúð hafi Magnús, síðasti íbúinn í Krýsuvík, setið yfir sauðum á yngri árum er hann var þar í vist hjá sýslumanninum, Árna Gíslasyni.
Eftir því sem best verður séð er lítill munur á beitarhúsum og sauðahúsum. Beitarhúsin voru fjárhús, sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. Þau voru oftar en ekki nálægt bæjum, líkt og sjá má t.d. við Lónakot.
Litlahraun – beitarhús.
Í Búnaðarritinu árið 1916 er m.a. fjallað um beitarhús: „Ekki er langt síðan að beitarhús voru algeng mjög um land ait til ómetanlegs gagns fyrir sauðfjárbændur. Nú eru þau að mestu horfin, og er margt, sem því veldur. Sauðir voru mest hafðir á beitarhúsum, enda bezt að beita þeim. Nú eru þeir að mestu horfnir. Þó svo sé, er ekkert vit í því að hætta að beita gemlingum og ám; það má fara vel með féð fyrir því, og skynsamleg beit er skepnunni miklu hollari en kyrstaða í loftillum fjárhúsum. Þá vantar ieitarhúsamennina. Þeir eru horfnir eins og sauðirnir. Hvert? Líklega á eftir kvenfólkinu i kaupstaðinn, þar sem pilsin þjóta. Þykir þeim annað ómaksminna og notalegra en að standa yfir fé og í snjómokstri.
Þá var víða langt og erfitt að jlytja hey á beitarhúsin. En víða hagar svo til, að vel mætti byggja beitarhús, þar sem auðvelt væri að rubba upp á stuttum tíma talsverðum fóðurforða í mýrum og fjallalöndum og flytja í votheystóft heim á beitarhúsin“.
Grísanes – beitarhús.
Í Höldur árið 1861 eru skrif um „Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum“ eftir Halldór Þorgrímsson: „Þeir húsbændur, sem ekki eru lagaðir
til fjárhirðingar eða ekki geta sinnt þess konar störfum vegna áðurtaldra kringumstæða, ætti að útvega sjer trúan, vanan og glöggan fjármann til vetrarhirðingar. Þar sem svo er hátt að með beit og landslag, að beitarhúsa þarf við, er áríðandi, að fjármaður sje viss og einbeittur að rata í hríðum og dimmu veðri, og að hann hafi heilsu og þrek til að standa úti yfir fje, hvernig sem viðrar. Er tilvinnandi að hlynna aö slíkum mönuum fram yfir hin hjúin með kinda fóðrum eður einhverri annari ívilnun, stundi þeir verk sitt með dyggð og dugnaði.
Kaldársel – ófullgert beitarhús, líklega byggt af Kristmundi Þorlákssyni, síðar bónda í Stakkavík.
Á öllum útbeitarjörðum, eins þó þar sje ekki haldið upp á beitarhús, er áríðandi, að fjármenn sje gæddir þessum hæfilegleikum eigi fjárhirðingin að vera í góðu lagi“.
Í Skagfirðingabók 1985 segir í grein Eiríks Eiríkssonar frá Skatastöðum, „Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld„: „Engvir karlmenn fengu þá morgunbita nema þeir, er gengu á beitarhús“.
Beitarhúsahæð – stekkur.
Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga 1908 fjallar um „Sauðfjárverslunina„: „Bændur lögðu því einkum stund á það að hafa sauðfje sitt feitlagið og ullarmikið að svo miklu leyti sem þetta var samrýmanlegt. Jafnhliða þessu var kostað kapps um það að sauðfje kæmist af með sem allraminnst innifóður. Vetrarbeit var því sótt með kappi og áhuga. Þá voru »beitarhús« mjög víða notuð.“
Blaðið Lögfræðingur 1897 taldi ástæðu til að fjalla um „Ágang búfjár„. Páll Briem skrifaði: „Enginn má byggja nær annars landamerkjum, er nú var sagt, sel, beitarhús, fjárrjettir eða nokkur önnur peningshús, nema það hafi staðið þar áður, eða sá, sem land á á móti, leyfi“.
Álfsnes – beitarhús.
Björn Bjarnason í Gröf skrifaði um „Að beita sauðfé“ í Frey árið 1904: „Menn, er fyrir 30—40 árum voru aldraðir höfðu uppalist við þann sið, að beita sauðfé svo mikið sem unt var. Var það látið liggja við beitarhús (hagahús), er oft voru jötulaus, og fénu „gefið á gadd“, þá sjaldan því var gefið. Þessi beitarhús eru mjög víða lögð niður, en í þeirra stað komin innigjafahús heima við bæinn“.
Jónas Jónsson frá Hrafnagili lýsir beitarhúsamanninum í bók sinni „Íslenskir þjóðhættir“ frá árinu 1961: „“Sauði höfðu menn víða og gerðu þá gamla, 5 til 6 vetra. Sú trú var almenn, að þeir skærust betur á ójöfnu árunum en þeim jöfnu – þrevetrir og fimmvetra en fjögra vetra eða sex.
Vatnsendahæð – beitarhús.
Víða voru beitarhús, og það sumsstaðar langt frá bæjum; þurfti þá beitarhúasmaðurinn að fara af stað fyrir dag að láta féð út, ef gott var og næg jörð, en gefa því fyrst, ef lítið var um jörð. Svo létu þeir út og stóðu yfir því, ef viðlit var veðurs vegna, og var það kaldstætt verk í harðindum. En víða áttu þeir skinnhempur með ullinni innan á til þess að standa yfir í og duglegar hettur yfir, þykkar og hlýjar; sumir höfðu hattgarm yfir hettunni, og oftast voru menn í skinnleistunum við það starf. Ef svo var kalt og illt, að féð fór að halfa uppi fótunum fyrir kulda, ráku þeir það dálítinn sprett til, ef hægt var. Ef fanndýpi var mikið, svo að tæplega var krafsturfært, höfðu þeir reku litla með sér og mokuðu oft ofan af, því til léttis.
Vatnsendaheiði – beitarhús.
Í rökkri byrgðu menn svo féð og héldu heim á vökunni. Oft komust þeir í hann krappan í hríðum og dimmviðrum, en harðneskjan var mikil, og vaninn gaf listina og gerðu menn einbeitta og örugga að rata“.
Bjarni F. Einarsson skrifaði „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður“ í Sveitarstjórnarmál árið1996: „Ef við tökum sem dæmi fomleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir.
Húsatún – beitarhús.
Þessum húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.
Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er nauðsynlegt að viðkomandi aðilar séu meðvitaðir um þær minjar sem kunna að vera á svæðinu.
Suður-Reykir – beitarhús.
Til að svo megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera aðgengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. Án þessarar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel einkaaðila.
Fyrsta vinnuregla niinjavörslunnar í þessum efnum er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við komið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera, eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara fram að áliti minjavörslunnar“.
Jónatan Garðarson fjallaði um „Selja- og beitarhúsatóftir í lögsögu Garðabæjar“ á vef Hraunavina árið 2010:
Straumssel.
„Selin voru stór þáttur í bændasamfélaginu á Íslandi frá fyrstu tíð og virðist sem selvenjur hafi að mestu flust hingað til lands frá Noregi. Selstöður voru einnig þekktar víðsvegar í mið og suður Evrópu, þannig að seljabúskapur var greinilega viðtekin venja um aldir. Hér á landi þróaðist seljabúskapurinn með álíka hætti og á norðurlöndum og átti drjúgan þátt í að beitarstýring var með allgóðu móti lengi vel, þó svo að það hafi ekki verið einhlítt. Á nokkrum stöðum voru byggð beitarhús þar sem áður voru sel en sum beitarhúsanna voru reist þar sem haglendi var gott, stundum í námunda við gamla fjárhella eða sauðaskjól.
Setbergs- og Hamarkotssel. Helgafell fjær.
Landslag í kringum selin er keimlíkt og hægt að gera sér nokkra grein fyrir því hvernig landið var umhorfs á meðan það var nýtt fyrir seljabúskap. Talið er að selfarir hafi að mestu lagst af í hreppnum um eða eftir 1865, sem er ekki alveg öruggt því sagnir hafa verið á kreiki um að fært hafi verið frá fram undir 1910-20 á bæjum í Hraunum og haft í seli á sumrin þó svo að það hafi verið í mun smærri stíl en áður tíðkaðist.
Finnsstaðir nefnast rústir tvískiptra beitarhúsa í hraunbrúninni undir Hlíðarhorni Vífisstaðahlíðar skammt suður af Vífilsstöðum.
Vífilsstaðir – beitarhús.
Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús. Húsatóftin stendur skammt frá mýrlendinu suðvestan Vífilsstaðalækjar eins og Hraunsholtslækur nefnist þar sem hann rennur úr Vífilsstaðavatni í gegnum land Vífilsstaða. Göngustígur liggur þétt við Finnsstaðatóftina og þar er bekkur til að hvíla lúin bein.
Setberg var stórbýli á sínum tíma og eru þrennar fjárhúsa- og beitarhúsatóftir uppistandandi sem áhugavert er að líta á. Sú sem er næst Setbergshverfinu er Svínholtsmegin á Norðlingahálsi í jaðri Oddsmýrardalstúnsins rétt handan við Vífilsstaðaveginn.
Oddsmýri – beitarhús.
Oddsmýrarfjárhús var notað vel fram yfir miðja 20. öldina. Gráhellubeitarhús stóð vestan við hraundranginn Gráhellu í Gráhelluhrauni. Þetta var ekki mjög stórt beitarhús og sennilega verið notað sem sauðakofi þegar þeim var haldið á vetrarbeit í hrauninu. Veggirnir standa enn og hægt að ganga inn í tóftina sem er án þekju. Beitarhúsið er stærst að ummáli en það lét Jóhannes Reykdal reisa í hæðarslakka Setbergshlíðinni mitt á milli Sandahlíðar og Þverhlíðar.
Oddsmýri – beitarhús.
Þar má enn sjá vegghleðslur úr holtagrjóti og hefur húsið átt að hýsa vel yfir 100 fjár. Umhverfis húsatóftina var Húsatún sem sker sig rækilega úr umhverfinu.“
Hér á eftir er fjallað stuttlega um nokkur framangreindra beitarhúsa. Upplýsingarnar eru m.a. fengnar úr opinberum fornleifaskráningum. Hafa ber í huga að skráningarnar eru misgóðar eða áreiðanlegar. Á meðan vel er vandað til sumra þeirra virðist annað hvort kastað til höndunum við aðrar eða þekking skráningaraðila hafi verið takmörkuð.
Vatnsendaheiði – Beitarhús
Vatnsendaheiði – beitarhús.
10×14 m (N – S). Veggir úr grjóti, 1- 1,8 m breiðir og 0,3-0,6 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni (A-C) og eru dyr á þeim öllum til austurs. Í hólfi C er garður eftir því endilöngu og áberandi stór og ferhyrndur steinn fyrir endanum. Garðlög eru víða greinileg, en rústin er farin að falla talsvert. Kampsteinar all áberandi. Gólf rústarinnar eru vel gróin og nánasta umhverfi einnig. Þar fyrir utan er talsver!ur uppblástur. Um 60 m vestan við rústina, neðar í brekkunni, er slóði sem gæti verið gamall. Hann var ekki skráður.
Rjúpnadalaháls – Beitarhús
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
8,5×14 m stórt. Veggir úr grjóti og torfi, 1,5-2,5 m breiðir og 03-0,7 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni. Í vestasta hólfinu mót NV, á austasta hólfinu mót NA og á syðsta hólfinu eru dyr inn í austasta hólfið. Syðsta hólfið er hlaða. Víða sést í garðlög að innanverðu. Rústin er gróin grasi og mosa.
Norðan húsa nr. 76-78 við Austurkór í Rjúpnadalshlíð í Kópavogi er tóft beitarhúss frá Fífuhvammi (Hvammkoti). Við tóftina er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:
„Minjar um eldri byggð í landi Kópavogs er víða að finna. Helstar sem enn eru greinilegar ber kannski að nefna rústir gamla bæjarins í Digranesi og tóftirnar á þingstaðnum við ósa Kópavogslækjarins.
Skilti við beitarhús á Rjúpnadalshlíð.
En víða eru merki um hversdagslíf Kópavogsbúa fyrr á öldum þótt ekki beri mikið á þeim. Eitt af þeim er þessi tóft hér í Rjúpnadalshlíð.
Tóftin er um 10×15 metrar og er innan landamerkja Fífuhvamms. Svo heitir jörðin frá árinu 1891, áður hét hún Hvammkot. Um þessa tóft hafa engar ritheimildir fundist. Fólkið sem gerði hleðsluna og stafaði hér er og verður því miður nafnlaust og ástæður hennar á huldu.
En þótt ekki finnist heimildir um þennan stað hindrar það okkur ekki við að velta vöngum yfir tilgangi mannvirkjanna. Í seljum var búfénaður haldinn á sumrin í bithaga, þar var mjólkað og mjólkin unnin. Oft voru þrjú hús í seljum, búið í einu, mjólkin geymd í öðru og það þriðja eldhús. En þessi tóft er ekki nema í rétt tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem bæjarhúsin í Hvammkoti stóðu (þar er nú bílastæði við Melalid 8 og 10).
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
Um selstöður segir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757, að sel séu oft í tveggja mílna fjarlægð eða lengra frá bæjum. Ein dönsk míla var rúmlega sjö og hálfur kílómetri og því er þesssi tóft of nálægt bænum til að sennilegt megi telja að hér sé um sel að ræða.
Líklegra er að þetta hafi verið kvíar frá Hvammkoti. Kvíar voru réttir fyrir ær sem lömbin höfðu verið færð frá. Þegar fráfærurnar höfðu borið um vorið voru lömbin alin við heimajörðina en ærnar mjólkaðar í kvíum.
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
Vegna nálægðarinnar við bæjarhúsin og stærðar tóftarinnar verður það að teljast sennileg skýring á tilgangi þessara húsa.“
Rétt er að benda á að tóftirnar bera þess merki að þarna hafi fyrrum verið beitarhús með heimkumli að baki.
Bjarni F. Einarsson skráði minjarnar sem „beitarhús“ í endurskoðaðri Fornleifaskrá Kópavogs 2020.
Vatnsendahæð – Beitarhús
Vatnsendahæð – beitarhús.
12×14 m (NV-SA). Veggir úr grjóti (og torfi), 1-2 m breiðir og 0,3-0,7 m háir (utanmál). Fimm hólf eru á rústinni (A-E), en upprunalega hafa þau aðeins verið þrjú (A/B, C/D og E). Dyr eru á nær öllum hólfum til NNV og sennilega hafa verið dyr á milli E og hinna hólfanna, en hólf E hefur verið hlaða. Gólf í hólfi E er (mjög) niðurgrafið. Garðlög eru víða greinileg að innanverðu, sérstaklega í hólfi E, sem er S langveggur. Þar er veggurinn 1,7 m hár. Garðar (jötur) eru tveir í rústinni og er steypa ofan á þeim báðum. Við N enda þess eysri er steypt baðkar. Rústin er vel gróin. Einstaka fúin spýta sést í rústinni. Rústabrot gætu leynst um 10 m NV af rústinni.
Beitarhúsahæð – Beitarhús
Beitarhúsahæð – beitarhús.
Húsin (frá Elliðavatni) eru um 15 x 14 m (NV – SA). Veggir úr grjóti um 1,0 – 2,0 m á breidd og 0,3 – 1,0 m á hæð. Fornleifarnar samanstanda af 4 hólfum (A, B, C og D). Dyr eru á hólfi A, B og C í NV. Á hólfi D eru dyr inn í hólf B og C. Hleðslur eru mjög greinilegar. Í hólfi A, B og C er hlaðinn garði eftir miðju gólfi um 0,6 m á breidd og 0,2 – 0,4 m á hæð. Gólf eru niðurgrafin, sérlega í hólfi A. NA – hornið á hólfi D er hrunið.
Grísanes – Beitarhús
Grísanes – beitarhús.
Landareign: Hvaleyri. Aldur: 1550-1900. Lengd: 14.6m. Breidd: 13.1m. Vegghæð: 0 – 0.7m. Breidd veggja: 2.8. Húsið er neðst í grýttri brekku vestan undir Grísanesi. Tóftin er grjóthlaðin og opin í vestur. Fóðurbekkir meðfram langveggjum og í miðju. Tóftin er töluvert sigin, mótar fyrir grunni við inngang sem gefur til kynna að þar hafi verið timburþil. Tóftin er í mikilli hættu vegna framkvæmda Hauka á svæðinu og er hún innan áhrifasvæðis framkvæmdanna, þ.e. innan 15m.
Húsatún – Beitarhús
Húsatún – beitarhús.
Húsatún er á vestanverðri Setbergshlíð. Það er um 2,9 km SA af bæ og um 930 m ASA af Gráhellu. Í kringum beitarhúsið er melur og vex á honum lyng á stangli, en fjær er kjarrgróður. Tóftin er algróin þykkri sinu að innan og einnig er smá grasblettur fast vestan við tóftina,
gróinn þykkri sinu. Beitarhúsið er hlaðið úr grágrýti og virðist hleðslan vera nokkuð vönduð þó hún sé nú tilgengin á stórum hluta. Mest hleðsluhæð er um 1,5 m, á norðurvegg einna austast og eru þar 5-6 umför. Grjótið í hleðslunni er af öllum stærðum, en mest er þó af miðlungs og stóru grjóti. Utan með grjóthleðslunni er sigin torfhleðsla, um 1 m breið og 0,5 m há. Beitarhúsið er um 17 x 11 m að stærð A-V og er innanmál um 14 x 8 m. Vestur hlið tóftarinnar er að mestu opin og hefur þar að líkindum verið timburþil fyrir.
Finnsstekkur/Finnsstaðir – Stekkur/Beitarhús
Finnsstekkur/Finnsstaðir – beitarhús.
Í örnefnaskrá segir: ,,Finnsstekkur: Stekkur var þarna í eina tíð við voginn.“ Finnsstekkur er um 1 km austnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala). Hann er rétt norðan við veginn að Elliðavatni, undir „suðvestur horni“ Smalaholts. Reiðvegur liggur hjá tóftinni. Á grasi- og lyngi grónum hjalla við brekkurætur. Tóftin er um 14×6 m stór. Hún skiptist í tvö hólf, rétt og lambakró. Er lambakróin byggð við réttina að suðaustanverðu, bæði hólfin norðvestur-suðaustur. Ekki eru greinilegar dyr á milli hólfanna. Dyr eru hins vegar allgreinilegar á norðvestur enda réttarinnar hólfsins. Réttin er um 11×6 m að stærð og lambakróin um 4x3m. Hleðsluhæð er mest um 1 m. Hleðslur eru yfirleitt grónar þótt sjáist í hleðslugrjót hér og þar.
Vífilsstaðir – Beitarhús
Vífilstaðir – beitarhús.
Tóftin, sem líkast til er af beitarhúsi, er fast austan við göngustíg sem liggur N-S milli skógar og hrauns. Gras, mosa- og skógivaxinn mói. Birkihríslur vaxa inni í tóftinni. Tóftin er 12 m löng, 5 m breið og snýr N-S. Veggjahæð er 0,6-0,8 m en breidd 1-1,5 m. Tóftin er eitt hólf og inngangur er ekki greinanlegur. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar í tóftinni og er hún algróin grasi og mosa.
Vífilsstaðahlíð – Beitarhús
Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.
Í örnefnaskrá segir: ,,Vífilsstaðabeitarhús: Í Hraunbrúninni er fjárhústótt, jötustallar.“ Tóftin er um 280 m SSA af Sauðahellinum nyrðri og rúmlega 50 m SV við veg undir Vífilsstaðahlíð. Beitarhúsið er um 2,5 km SSA af bæ. Rúmlega 3 m austur af tóftinni er rúst fjárborgar og um 10 m vestan við er garðbrot. Umhverfis tóftina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan tóftina og fjárborgina er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Tóftin er tvö hólf, hið stærra er austanmegin og er að líkindum fjárhús en hið minna kann að vera hlaða.
Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.
Hún er hlaðin úr þurri hraungrýtishleðslu, úr hraunhellum sem sumar hverjar kunna að hafa verið klappaðar til. Utanmál tóftarinnar er 10,5 x 7,5 og snýr hún N-S. Hleðsluhæð er mest um 1,5 m, en víðast kringum 1 m og mesti fjöldi umfara er 7-8. Tóftin er gróin mosa, grasi og lyngi og er austurveggur mest yfirgróinn. Óvíst er hvort veggirnir hafi verið einangraðir að utan með torfi.
Urriðakotshraun – Sauðahús/Beitarhús
Urriðakotshraun – sauðahús/beitarhús.
„Áberandi hóll er í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns“, segir í örnefnaskrá SP. „Sauðahúsið: Tóft þessi er eftir sauðahús, sem Guðmundur bóndi Jónsson í Urriðakoti byggði,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Beitarhúsið er um 130 m ASA af Réttinni gömlu, en mannvirkin eru sitthvoru megin við hraunkargann sem myndar
vesturbrún Flatahrauns. Beitarhúsið stendur við úfið hraun að sunnan og vestan, en norðan við er gamall algróinn túnblettur, um 20×10 m N-S. Um 20-30 m austan við er malarborinn göngustígur sem hlykkjast gegnum hraunið frá N-S.
Urriðakotshraun – beitarhús – Kjarval.
Tóftin er eitt hólf sem opnast til norðurs, að gamla túnbleðlinum og er 7×5 m að utanmáli N-S. Hún er þurrhlaðin úr miðlungs- og stóru hraungrýti, flest tilklappað í múrsteinslagaða kubba og
hleðsluhæð er um 1,4 m. Hleðslan í tóftinni er vönduð en er nokkuð tilgengin. Utan með veggjunum að neðan, er pakkað að grjóthleðslunni með torfi.
Urriðakotshraun – Beitarhús
Urriðakotshraun – beitarhús.
„Austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús“, segir í örnefnaskrá GS. „Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett“, segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Fjárhústóftin syðri er um 470 m NV af Selgjárhelli, skammt frá öðru háspennumastri frá Heiðmerkurvegi. Fjárhústóftin er uppi á hárri mosa- og grasigróinni hæð í hrauninu. Tóftin er hlaðin uppvið náttúrulegt bjarg, sem myndar hluta suðurveggjar hennar. Innanmál tóftarinnar er 6×2,5 m A-V og dyr eru á vesturvegg. Veggirnir eru um 0,8 á hæð og um 1-2 m á breidd. Nokkuð hefur hrunið úr hraunhleðslum veggjanna, sem eru grónar mosa, grasi og lyngi. Gluggi er hlaðinn í suðurvegg tóftarinnar.
Gráhelluhraun – Beitarhús
Gráhella – beitarhús.
„Sel. Byggt norðan í hraunkletti, sem nefnist Gráhella í Gráhelluhrauni. … Gráhella er merkt á „uppdrátt Íslands“, geodætisk Institut, blað 27.“ Selið er á mörkum Setbergs og Hamarskots og er fast austan í skógarlundi sem er í Gráhelluhrauni. Það er um 930 m VNV af beitarhúsatóft sem stendur í Húsatúni. Selið er um 2.2 km SSA af bæjarstæði Setbergs. Bæði í kringum og innan tóftarinnar og garðlagsins er grasi gróið, en fjær er mosi og lyng. Mannvirkin eru í úfnu hrauni og vestur af er skógræktarsvæði í landi Hafnarfjarðar þar sem eru reiðstígar nýttir af eigendum nærliggjandi hesthúsa.
Gráhella – beitarhús.
Mannvirkið er hlaðið upp að klettinum Gráhellu, sem myndar suðurvegg þess, og samanstendur af einni tóft og hlöðnum grjótgarði fast austan við hana. Tóftin er að utanmáli um 9×6 m, snýr N-S og að innanmáli 7×2,5 m. Dyr vísa til norðurs. Veggir hennar eru hlaðnir úr torfi og grjóti og eru grjóthleðslurnar að innanverðu. Veggirnir eru milli 1,5 og 2 m breiðir, um 1,2 m háir og samanstanda af 5-6 umförum af meðalstóru hraungrýti, sem er nokkuð fallega hlaðið. Lítill skúti gengur suður úr enda tóftarinnar inn í Gráhellu, um 2 m djúpur, 4 m breiður og um 1 m á hæð. Bogadregið garðlag úr hraungrýti gengur frá norðausturhorni tóftarinnar og sveigir til suðurs að Gráhellu. Grjóthleðslan í gerðinu er nokkuð tilgengin, mest 2 m breið og 0,5-1 m há. Innanmál gerðisins er um 8×8 m og myndar tóftin vesturvegg en Gráhella
suðurvegg. Garðurinn hefur mögulega verið aðhald fyrir sauðfé eða heystæði.
Húshöfði – Beitarhús
Beitarhúsaháls/Húshöfði – beitarhús.
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar IX, Kaldársel og nágrenni, 2021, bls. 51. Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1900+. Lengd: 8.5m. Breidd: 7.7m. Vegghæð: 0.5 – 1.2m. Breidd veggja: 1.1m. Í litlu rjóðri umkringt háum grenitrjám, um 160m austan við Hvaleyrarvatn. Útihús, grjóthlaðið og grasivaxið. Vel stæðilegir veggir og inngangur í SV horni, einhverskonar hleðsla í innanverðu NV horni. Liggur smá garðbútur í vestur frá NV horni. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.2m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.1m. Búið er að gera eldstæði í miðri tóftinni úr grjóti úr henni.
Litlahraun – Beitarhús
Litlahraun – beitarhús.
Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 15.2m. Breidd: 5.6m. Vegghæð: 0.4 – 1.1m. Breidd veggja: 1m. Í hraunjaðri undir klettum á grónu svæði – uppblásið í kring. Um 1.1 km sunnan við Suðurstrandaveg og um 350m vestan við landamerki Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Beitarhús úr torfi og grjóti, grasi vaxið. Inngangur í suður, aðeins hrunið inn í hann. Tóftin sjálf er um 15m löng og 5m breið. Tóftin er hlaðin upp við kletta og rúmgóður skúti er í NA horni hennar sem hefur verið nýttur. Búið er að hlaða undir girðingu sem liggur yfir tóftina miðja (ekki mælt). Veggjahæð er frá 0.4 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1m.
Krýsuvíkurheiði; Jónsbúð – Beitarhús.
Jónsbúð – beitarhús.
Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 14.8m. Breidd: 7.1m. Vegghæð: 0.5 – 1.1m. Breidd veggja: 1.3m. Á grasivöxnum bakka á annars uppblásnum mel, um 500m sunnan við Suðurstrandaveg og um 430m austan við Eystri-læk. Beitarhús úr torfi og grjóti. Inngangur í suður, hrunið inn í hann. Tóftin er um 15m löng og um 7m breið. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.3m.
Heimildir m.a.:
-Búnaðarrit, 3. tbl. 01.08.1916, beitarhús, bls. 166.
-Höldur, 01.01.1861, Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum, Halldór Þorgrímsson, bls. 81-82.
-Skagfirðingabók, 1. tbl. 01.01.1985, Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld, Eiríkur Eiríksson frá Skatastöðum, bls. 70.
-Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga, 1. tbl. 01.03. 1908, Sauðfjárverslunin, bls. 30.
-Lögfræðingur, 1. tbl. 01.01.1897, Ágangur búfjár. Samið hefur Páll Briem, bls. 18.
-Freyr, 4. tbl. 01.04.1904, Að beita sauðfé, Björn Bjarnarson í Gröf, bls. 36.
-Íslenskir þjóðhættir, Jónas Jónsson frá Hrafnagili, Reykjavík 1961, bls. 100-101.
-Sveitarstjórnarmál, 2. tbl. 01.06.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður, Bjarni F. Einarsson, bls. 114.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Beitarh%C3%BAs
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=63412
-https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2332.pdf
-https://www.hraunavinir.net/seljatoftir-i-gar%C3%B0ab%C3%A6jarlandi/
-https://www.kopavogur.is/static/extras/files/20200512-0518_fornleifaskra-kopavogs_lok-compressed-1420.pdf
-https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-VIII-A%CC%81sland.pdf
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 33.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 34.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 48.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 56.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 65.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 66.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 67.
-Fornleifaskrá Reykjavík – Bjarni F. Friðriksson 1995.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VI III – Ásland, 2021, bls. 55.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 98.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 104.
Beitarhús.
Kirkjuvogssel – Stafnessel I
Lagt var af stað í hríðarbyl og snjókomu frá höfuðborgarsvæðinu. Á Vatnsleysuströnd birti til. Þegar komið var að Ósabotnum var komið sólskin.
Kirkjuvogssel.
Gengið var að Kirkjuvogsseli suðaustan Hafnarvegar. Selið er undir hól innan varnarsvæðisins og hefur fengið að vera óhreyft um langan tíma. Tóttir eru á tveimur stöðum í skjóli fyrir suðaustanáttinni. Neðan þeirra er stekkur og enn neðar og norðar er reglulegur hringur, sem gæti hafa verið kví eða lítil rétt. Selstígurinn sést vel þar sem hann liggur frá selinu í átt að Ósabotnum. Hópurinn gekk frá selinu til norðurs og inn fyrir aðalvarnarsvæðið með leyfi yfirvalda.
Kirkjuvogssel.
Ætlunin var að leita að tóttum Stafnessels, sem þar átti að vera, skv. korti, ofarlega í heiðinni þar sem hallar til vesturs. Mikið landrof hefur átt sér stað á svæðinu, auk þess sem framkvæmt hefur verið alveg að brekkunum. Þó má sjá talsvert gras efst undir brekkunum og einnig er ekki ólíklegt að selið hafi verið þar undir eða ofan við klettana.
Stafnessel – uppdráttur ÓSÁ.
Leið er vörðuð að klettunum og eru vörðurnar, sem greinilega eru mjög gamlar, flestar hrundar. Þó er ein stærst og stendur enn nokkuð neðan við brekkurnar. Hún hefur líklega verið sundvarða inn að Ósabotnum því hún ber frá skerjunum í Keili. Þá var gengið niður að Djúpavogi og þaðan til norðvesturs eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni. Skammt ofan við voginn er
200-300 m langur beinn mjög fallegur kafli á leiðinni, sem greinilega hefur verið ruddur og flóraður á kafla. Þegar hópurinn kom að enda kaflans skein sólin á svæðið svo hún sást mjög vel þar sem hún liggur upp holtið. Skv. öðru korti átti Stafnessel að vera þarna skammt sunnar. Það reyndist vera rétt.
Þar suðvesturundir stórum klapparhól kúrði selið – nokkrar tóttir.
Kirkjuvogssel – stekkur.
Gengið var niður á Ósaleiðina og henni fylgt að Gamla Kirkjuvogi þar sem tóttirnar af gamla bænum og kirkjugarðurinn voru skoðaðar, auk garðanna og brunnsins. Þar sem greinilega var að verða mjög lágsjávað var ákveðið að halda áfram framhjá Skotbakka og Þórshöfn yfir að Básendum. Þegar þangað var komið var gengt út í öll sker.
Farið var fetið út í stærsta skerið vestan Básendalægis. Þar í klöpp á því norðanverðu er festahringur í keng, nokkuð ryðbrunninn.
Básendar – festarhringur.
Í hring þennan var festi hér á öldum áður og í hana voru kaupskipin, er þarna lágu, fest. Klöppin var öll upp úr sjó, sem ekki er algengt þarna. Eftir að hafa dáðst að litbrigðunum (rautt, brún, grænt og gult) umhverfis hringinn var haldið í rólegheitum suður með skerinu. Þar var að sjá annan keng, en í hann vantaði hringinn. Eftir að hafa áð við Draughól var haldið með steingarðinum, sem umlykur Básenda, að Stafnesi þar sem ferðin endaði.
Í því er hópurinn gekk í hlað á Stafnesi um kl. 12:00 byrjaði að snjóa.
Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.
Beitarhús
Hér á eftir verður m.a. fjallað um beitarhús sem og slík hús frá Elliðavatni, Vatnsenda, Fífuhvammi, Vífilsstöðum, Urriðakoti, Setbergi, Hvaleyri, Jófríðarstöðum og Krýsuvík.
Beitarhús.
Beitarhús hafa jafnan verið skilgreind sem „fjárhús (langt frá bæjarhúsum þar sem vetrarbeit er fyrir sauðféð).“ Húsin voru ákveðin gerð af fjárhúsum sem notuð voru á Íslandi fyrr á öldum. Þau voru oft langt frá bæjum og var ástæðan sú að ærnar eða sauðirnir sem þar voru hýstir voru settar út um veturinn og látnar bíta á meðan smalinn stóð yfir. Ef mikill snjór var mokaði hann ofan vellinum af fyrir sauðunum með varreku. Hugmyndin með staðsetningunni, oft við ystu mörk bæja, var að dreifa beitarálaginu og eyja jafnframt möguleika að beita inn á land nágrannans. Beitarhús stóðu einnig víða við fjöruna til að ærnar kæmust í fjörubeit og rústir af slíkum húsum er mjög víða að finna.
Skammidalur – beitarhús.
Eftir að seljabúskapur og stekkjartíð lagðist af í lok 19 aldar voru selstöðurnar eða nálægð þeirra gjarnan nýttar fyrir beitarhús. Áður höfðu hús ekki verið byggð sérstaklega fyrir sauðfé, a.m.k. ekki á Suðvesturlandi. Í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns ofan Hafnarfjarðar eru t.d. beitarhús frá Jófríðarstöðum. Þar var áður selstaða frá sama bæ. Tóftir hússins er allgreinilegar. Þeim hefur verið hlíft að mestu við skógræktinni umleikis. Leifar selsins eru norðvestan við beitarhússtóftina. Þær eru mun eldri og því ógreinilegri.
Gráhella – beitarhús.
Í Gráhelluhrauni má sjá dæmigert útihús fyrri tíma; hlaðið hús með gerði til beggja hliða. Mannvirkið er byggt utan í náttúrulegan hraunstand; Gráhellu. Útihúsið var frá Setbergi. „Syðra sauðahúsið“ var útihús frá Urriðakoti skammt vestan Selgjár, byggt utan í háan hraunstand, líkt og við Gráhellu. „Nyðra sauðahúsið“ var grjóthlaðið útihús, einnig frá Urriðakoti í Urriðakotshrauni.
Beitarhúsahæð – beitarhús frá Elliðavatni.
Elliðavatnsfjárhúsin voru á Beitarhúsahæð skammt ofan við Þingnes. Vatnsendi hafði beitarhús á Vatnsendaheiði og síðar í gróinni dallægð undir Vatnsendahlíð. Fífuhvammur (Hvammkot) byggði beitarhús í Rjúpnadalshæð, Vífilsstaðir byggðu beitarhús í Finnsstöðum og síðar norðaustan Svínahrauns, Setbergsbóndinn reisti síðar beitahús í Húsatúni á Setbergshlíð, Hvaleyri átti beitarhús suðvestan við Grísanes, Jófríðarstaðir byggðu beitarhús í Beitarhúsahöfða (nú Höfðaskógur) og Krýsuvík átti beitarhús á Krýsuvíkurheiði – svo einhver slíks séu upp talin.
Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.
Elstu menn segjast hafa heyrt af því að í Jónsbúð hafi Magnús, síðasti íbúinn í Krýsuvík, setið yfir sauðum á yngri árum er hann var þar í vist hjá sýslumanninum, Árna Gíslasyni.
Eftir því sem best verður séð er lítill munur á beitarhúsum og sauðahúsum. Beitarhúsin voru fjárhús, sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. Þau voru oftar en ekki nálægt bæjum, líkt og sjá má t.d. við Lónakot.
Litlahraun – beitarhús.
Í Búnaðarritinu árið 1916 er m.a. fjallað um beitarhús: „Ekki er langt síðan að beitarhús voru algeng mjög um land ait til ómetanlegs gagns fyrir sauðfjárbændur. Nú eru þau að mestu horfin, og er margt, sem því veldur. Sauðir voru mest hafðir á beitarhúsum, enda bezt að beita þeim. Nú eru þeir að mestu horfnir. Þó svo sé, er ekkert vit í því að hætta að beita gemlingum og ám; það má fara vel með féð fyrir því, og skynsamleg beit er skepnunni miklu hollari en kyrstaða í loftillum fjárhúsum. Þá vantar ieitarhúsamennina. Þeir eru horfnir eins og sauðirnir. Hvert? Líklega á eftir kvenfólkinu i kaupstaðinn, þar sem pilsin þjóta. Þykir þeim annað ómaksminna og notalegra en að standa yfir fé og í snjómokstri.
Þá var víða langt og erfitt að jlytja hey á beitarhúsin. En víða hagar svo til, að vel mætti byggja beitarhús, þar sem auðvelt væri að rubba upp á stuttum tíma talsverðum fóðurforða í mýrum og fjallalöndum og flytja í votheystóft heim á beitarhúsin“.
Grísanes – beitarhús.
Í Höldur árið 1861 eru skrif um „Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum“ eftir Halldór Þorgrímsson: „Þeir húsbændur, sem ekki eru lagaðir
til fjárhirðingar eða ekki geta sinnt þess konar störfum vegna áðurtaldra kringumstæða, ætti að útvega sjer trúan, vanan og glöggan fjármann til vetrarhirðingar. Þar sem svo er hátt að með beit og landslag, að beitarhúsa þarf við, er áríðandi, að fjármaður sje viss og einbeittur að rata í hríðum og dimmu veðri, og að hann hafi heilsu og þrek til að standa úti yfir fje, hvernig sem viðrar. Er tilvinnandi að hlynna aö slíkum mönuum fram yfir hin hjúin með kinda fóðrum eður einhverri annari ívilnun, stundi þeir verk sitt með dyggð og dugnaði.
Kaldársel – ófullgert beitarhús, líklega byggt af Kristmundi Þorlákssyni, síðar bónda í Stakkavík.
Á öllum útbeitarjörðum, eins þó þar sje ekki haldið upp á beitarhús, er áríðandi, að fjármenn sje gæddir þessum hæfilegleikum eigi fjárhirðingin að vera í góðu lagi“.
Í Skagfirðingabók 1985 segir í grein Eiríks Eiríkssonar frá Skatastöðum, „Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld„: „Engvir karlmenn fengu þá morgunbita nema þeir, er gengu á beitarhús“.
Beitarhúsahæð – stekkur.
Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga 1908 fjallar um „Sauðfjárverslunina„: „Bændur lögðu því einkum stund á það að hafa sauðfje sitt feitlagið og ullarmikið að svo miklu leyti sem þetta var samrýmanlegt. Jafnhliða þessu var kostað kapps um það að sauðfje kæmist af með sem allraminnst innifóður. Vetrarbeit var því sótt með kappi og áhuga. Þá voru »beitarhús« mjög víða notuð.“
Blaðið Lögfræðingur 1897 taldi ástæðu til að fjalla um „Ágang búfjár„. Páll Briem skrifaði: „Enginn má byggja nær annars landamerkjum, er nú var sagt, sel, beitarhús, fjárrjettir eða nokkur önnur peningshús, nema það hafi staðið þar áður, eða sá, sem land á á móti, leyfi“.
Álfsnes – beitarhús.
Björn Bjarnason í Gröf skrifaði um „Að beita sauðfé“ í Frey árið 1904: „Menn, er fyrir 30—40 árum voru aldraðir höfðu uppalist við þann sið, að beita sauðfé svo mikið sem unt var. Var það látið liggja við beitarhús (hagahús), er oft voru jötulaus, og fénu „gefið á gadd“, þá sjaldan því var gefið. Þessi beitarhús eru mjög víða lögð niður, en í þeirra stað komin innigjafahús heima við bæinn“.
Jónas Jónsson frá Hrafnagili lýsir beitarhúsamanninum í bók sinni „Íslenskir þjóðhættir“ frá árinu 1961: „“Sauði höfðu menn víða og gerðu þá gamla, 5 til 6 vetra. Sú trú var almenn, að þeir skærust betur á ójöfnu árunum en þeim jöfnu – þrevetrir og fimmvetra en fjögra vetra eða sex.
Vatnsendahæð – beitarhús.
Víða voru beitarhús, og það sumsstaðar langt frá bæjum; þurfti þá beitarhúasmaðurinn að fara af stað fyrir dag að láta féð út, ef gott var og næg jörð, en gefa því fyrst, ef lítið var um jörð. Svo létu þeir út og stóðu yfir því, ef viðlit var veðurs vegna, og var það kaldstætt verk í harðindum. En víða áttu þeir skinnhempur með ullinni innan á til þess að standa yfir í og duglegar hettur yfir, þykkar og hlýjar; sumir höfðu hattgarm yfir hettunni, og oftast voru menn í skinnleistunum við það starf. Ef svo var kalt og illt, að féð fór að halfa uppi fótunum fyrir kulda, ráku þeir það dálítinn sprett til, ef hægt var. Ef fanndýpi var mikið, svo að tæplega var krafsturfært, höfðu þeir reku litla með sér og mokuðu oft ofan af, því til léttis.
Vatnsendaheiði – beitarhús.
Í rökkri byrgðu menn svo féð og héldu heim á vökunni. Oft komust þeir í hann krappan í hríðum og dimmviðrum, en harðneskjan var mikil, og vaninn gaf listina og gerðu menn einbeitta og örugga að rata“.
Bjarni F. Einarsson skrifaði „Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður“ í Sveitarstjórnarmál árið1996: „Ef við tökum sem dæmi fomleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir.
Húsatún – beitarhús.
Þessum húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.
Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er nauðsynlegt að viðkomandi aðilar séu meðvitaðir um þær minjar sem kunna að vera á svæðinu.
Suður-Reykir – beitarhús.
Til að svo megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera aðgengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. Án þessarar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel einkaaðila.
Fyrsta vinnuregla niinjavörslunnar í þessum efnum er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við komið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera, eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara fram að áliti minjavörslunnar“.
Jónatan Garðarson fjallaði um „Selja- og beitarhúsatóftir í lögsögu Garðabæjar“ á vef Hraunavina árið 2010:
Straumssel.
„Selin voru stór þáttur í bændasamfélaginu á Íslandi frá fyrstu tíð og virðist sem selvenjur hafi að mestu flust hingað til lands frá Noregi. Selstöður voru einnig þekktar víðsvegar í mið og suður Evrópu, þannig að seljabúskapur var greinilega viðtekin venja um aldir. Hér á landi þróaðist seljabúskapurinn með álíka hætti og á norðurlöndum og átti drjúgan þátt í að beitarstýring var með allgóðu móti lengi vel, þó svo að það hafi ekki verið einhlítt. Á nokkrum stöðum voru byggð beitarhús þar sem áður voru sel en sum beitarhúsanna voru reist þar sem haglendi var gott, stundum í námunda við gamla fjárhella eða sauðaskjól.
Setbergs- og Hamarkotssel. Helgafell fjær.
Landslag í kringum selin er keimlíkt og hægt að gera sér nokkra grein fyrir því hvernig landið var umhorfs á meðan það var nýtt fyrir seljabúskap. Talið er að selfarir hafi að mestu lagst af í hreppnum um eða eftir 1865, sem er ekki alveg öruggt því sagnir hafa verið á kreiki um að fært hafi verið frá fram undir 1910-20 á bæjum í Hraunum og haft í seli á sumrin þó svo að það hafi verið í mun smærri stíl en áður tíðkaðist.
Finnsstaðir nefnast rústir tvískiptra beitarhúsa í hraunbrúninni undir Hlíðarhorni Vífisstaðahlíðar skammt suður af Vífilsstöðum.
Vífilsstaðir – beitarhús.
Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús. Húsatóftin stendur skammt frá mýrlendinu suðvestan Vífilsstaðalækjar eins og Hraunsholtslækur nefnist þar sem hann rennur úr Vífilsstaðavatni í gegnum land Vífilsstaða. Göngustígur liggur þétt við Finnsstaðatóftina og þar er bekkur til að hvíla lúin bein.
Setberg var stórbýli á sínum tíma og eru þrennar fjárhúsa- og beitarhúsatóftir uppistandandi sem áhugavert er að líta á. Sú sem er næst Setbergshverfinu er Svínholtsmegin á Norðlingahálsi í jaðri Oddsmýrardalstúnsins rétt handan við Vífilsstaðaveginn.
Oddsmýri – beitarhús.
Oddsmýrarfjárhús var notað vel fram yfir miðja 20. öldina. Gráhellubeitarhús stóð vestan við hraundranginn Gráhellu í Gráhelluhrauni. Þetta var ekki mjög stórt beitarhús og sennilega verið notað sem sauðakofi þegar þeim var haldið á vetrarbeit í hrauninu. Veggirnir standa enn og hægt að ganga inn í tóftina sem er án þekju. Beitarhúsið er stærst að ummáli en það lét Jóhannes Reykdal reisa í hæðarslakka Setbergshlíðinni mitt á milli Sandahlíðar og Þverhlíðar.
Oddsmýri – beitarhús.
Þar má enn sjá vegghleðslur úr holtagrjóti og hefur húsið átt að hýsa vel yfir 100 fjár. Umhverfis húsatóftina var Húsatún sem sker sig rækilega úr umhverfinu.“
Hér á eftir er fjallað stuttlega um nokkur framangreindra beitarhúsa. Upplýsingarnar eru m.a. fengnar úr opinberum fornleifaskráningum. Hafa ber í huga að skráningarnar eru misgóðar eða áreiðanlegar. Á meðan vel er vandað til sumra þeirra virðist annað hvort kastað til höndunum við aðrar eða þekking skráningaraðila hafi verið takmörkuð.
Vatnsendaheiði – Beitarhús
Vatnsendaheiði – beitarhús.
10×14 m (N – S). Veggir úr grjóti, 1- 1,8 m breiðir og 0,3-0,6 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni (A-C) og eru dyr á þeim öllum til austurs. Í hólfi C er garður eftir því endilöngu og áberandi stór og ferhyrndur steinn fyrir endanum. Garðlög eru víða greinileg, en rústin er farin að falla talsvert. Kampsteinar all áberandi. Gólf rústarinnar eru vel gróin og nánasta umhverfi einnig. Þar fyrir utan er talsver!ur uppblástur. Um 60 m vestan við rústina, neðar í brekkunni, er slóði sem gæti verið gamall. Hann var ekki skráður.
Rjúpnadalaháls – Beitarhús
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
8,5×14 m stórt. Veggir úr grjóti og torfi, 1,5-2,5 m breiðir og 03-0,7 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni. Í vestasta hólfinu mót NV, á austasta hólfinu mót NA og á syðsta hólfinu eru dyr inn í austasta hólfið. Syðsta hólfið er hlaða. Víða sést í garðlög að innanverðu. Rústin er gróin grasi og mosa.
Norðan húsa nr. 76-78 við Austurkór í Rjúpnadalshlíð í Kópavogi er tóft beitarhúss frá Fífuhvammi (Hvammkoti). Við tóftina er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:
„Minjar um eldri byggð í landi Kópavogs er víða að finna. Helstar sem enn eru greinilegar ber kannski að nefna rústir gamla bæjarins í Digranesi og tóftirnar á þingstaðnum við ósa Kópavogslækjarins.
Skilti við beitarhús á Rjúpnadalshlíð.
En víða eru merki um hversdagslíf Kópavogsbúa fyrr á öldum þótt ekki beri mikið á þeim. Eitt af þeim er þessi tóft hér í Rjúpnadalshlíð.
Tóftin er um 10×15 metrar og er innan landamerkja Fífuhvamms. Svo heitir jörðin frá árinu 1891, áður hét hún Hvammkot. Um þessa tóft hafa engar ritheimildir fundist. Fólkið sem gerði hleðsluna og stafaði hér er og verður því miður nafnlaust og ástæður hennar á huldu.
En þótt ekki finnist heimildir um þennan stað hindrar það okkur ekki við að velta vöngum yfir tilgangi mannvirkjanna. Í seljum var búfénaður haldinn á sumrin í bithaga, þar var mjólkað og mjólkin unnin. Oft voru þrjú hús í seljum, búið í einu, mjólkin geymd í öðru og það þriðja eldhús. En þessi tóft er ekki nema í rétt tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem bæjarhúsin í Hvammkoti stóðu (þar er nú bílastæði við Melalid 8 og 10).
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
Um selstöður segir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757, að sel séu oft í tveggja mílna fjarlægð eða lengra frá bæjum. Ein dönsk míla var rúmlega sjö og hálfur kílómetri og því er þesssi tóft of nálægt bænum til að sennilegt megi telja að hér sé um sel að ræða.
Líklegra er að þetta hafi verið kvíar frá Hvammkoti. Kvíar voru réttir fyrir ær sem lömbin höfðu verið færð frá. Þegar fráfærurnar höfðu borið um vorið voru lömbin alin við heimajörðina en ærnar mjólkaðar í kvíum.
Rjúpnadalshlíð – beitarhús.
Vegna nálægðarinnar við bæjarhúsin og stærðar tóftarinnar verður það að teljast sennileg skýring á tilgangi þessara húsa.“
Rétt er að benda á að tóftirnar bera þess merki að þarna hafi fyrrum verið beitarhús með heimkumli að baki.
Bjarni F. Einarsson skráði minjarnar sem „beitarhús“ í endurskoðaðri Fornleifaskrá Kópavogs 2020.
Vatnsendahæð – Beitarhús
Vatnsendahæð – beitarhús.
12×14 m (NV-SA). Veggir úr grjóti (og torfi), 1-2 m breiðir og 0,3-0,7 m háir (utanmál). Fimm hólf eru á rústinni (A-E), en upprunalega hafa þau aðeins verið þrjú (A/B, C/D og E). Dyr eru á nær öllum hólfum til NNV og sennilega hafa verið dyr á milli E og hinna hólfanna, en hólf E hefur verið hlaða. Gólf í hólfi E er (mjög) niðurgrafið. Garðlög eru víða greinileg að innanverðu, sérstaklega í hólfi E, sem er S langveggur. Þar er veggurinn 1,7 m hár. Garðar (jötur) eru tveir í rústinni og er steypa ofan á þeim báðum. Við N enda þess eysri er steypt baðkar. Rústin er vel gróin. Einstaka fúin spýta sést í rústinni. Rústabrot gætu leynst um 10 m NV af rústinni.
Beitarhúsahæð – Beitarhús
Beitarhúsahæð – beitarhús.
Húsin (frá Elliðavatni) eru um 15 x 14 m (NV – SA). Veggir úr grjóti um 1,0 – 2,0 m á breidd og 0,3 – 1,0 m á hæð. Fornleifarnar samanstanda af 4 hólfum (A, B, C og D). Dyr eru á hólfi A, B og C í NV. Á hólfi D eru dyr inn í hólf B og C. Hleðslur eru mjög greinilegar. Í hólfi A, B og C er hlaðinn garði eftir miðju gólfi um 0,6 m á breidd og 0,2 – 0,4 m á hæð. Gólf eru niðurgrafin, sérlega í hólfi A. NA – hornið á hólfi D er hrunið.
Grísanes – Beitarhús
Grísanes – beitarhús.
Landareign: Hvaleyri. Aldur: 1550-1900. Lengd: 14.6m. Breidd: 13.1m. Vegghæð: 0 – 0.7m. Breidd veggja: 2.8. Húsið er neðst í grýttri brekku vestan undir Grísanesi. Tóftin er grjóthlaðin og opin í vestur. Fóðurbekkir meðfram langveggjum og í miðju. Tóftin er töluvert sigin, mótar fyrir grunni við inngang sem gefur til kynna að þar hafi verið timburþil. Tóftin er í mikilli hættu vegna framkvæmda Hauka á svæðinu og er hún innan áhrifasvæðis framkvæmdanna, þ.e. innan 15m.
Húsatún – Beitarhús
Húsatún – beitarhús.
Húsatún er á vestanverðri Setbergshlíð. Það er um 2,9 km SA af bæ og um 930 m ASA af Gráhellu. Í kringum beitarhúsið er melur og vex á honum lyng á stangli, en fjær er kjarrgróður. Tóftin er algróin þykkri sinu að innan og einnig er smá grasblettur fast vestan við tóftina,
gróinn þykkri sinu. Beitarhúsið er hlaðið úr grágrýti og virðist hleðslan vera nokkuð vönduð þó hún sé nú tilgengin á stórum hluta. Mest hleðsluhæð er um 1,5 m, á norðurvegg einna austast og eru þar 5-6 umför. Grjótið í hleðslunni er af öllum stærðum, en mest er þó af miðlungs og stóru grjóti. Utan með grjóthleðslunni er sigin torfhleðsla, um 1 m breið og 0,5 m há. Beitarhúsið er um 17 x 11 m að stærð A-V og er innanmál um 14 x 8 m. Vestur hlið tóftarinnar er að mestu opin og hefur þar að líkindum verið timburþil fyrir.
Finnsstekkur/Finnsstaðir – Stekkur/Beitarhús
Finnsstekkur/Finnsstaðir – beitarhús.
Í örnefnaskrá segir: ,,Finnsstekkur: Stekkur var þarna í eina tíð við voginn.“ Finnsstekkur er um 1 km austnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala). Hann er rétt norðan við veginn að Elliðavatni, undir „suðvestur horni“ Smalaholts. Reiðvegur liggur hjá tóftinni. Á grasi- og lyngi grónum hjalla við brekkurætur. Tóftin er um 14×6 m stór. Hún skiptist í tvö hólf, rétt og lambakró. Er lambakróin byggð við réttina að suðaustanverðu, bæði hólfin norðvestur-suðaustur. Ekki eru greinilegar dyr á milli hólfanna. Dyr eru hins vegar allgreinilegar á norðvestur enda réttarinnar hólfsins. Réttin er um 11×6 m að stærð og lambakróin um 4x3m. Hleðsluhæð er mest um 1 m. Hleðslur eru yfirleitt grónar þótt sjáist í hleðslugrjót hér og þar.
Vífilsstaðir – Beitarhús
Vífilstaðir – beitarhús.
Tóftin, sem líkast til er af beitarhúsi, er fast austan við göngustíg sem liggur N-S milli skógar og hrauns. Gras, mosa- og skógivaxinn mói. Birkihríslur vaxa inni í tóftinni. Tóftin er 12 m löng, 5 m breið og snýr N-S. Veggjahæð er 0,6-0,8 m en breidd 1-1,5 m. Tóftin er eitt hólf og inngangur er ekki greinanlegur. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar í tóftinni og er hún algróin grasi og mosa.
Vífilsstaðahlíð – Beitarhús
Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.
Í örnefnaskrá segir: ,,Vífilsstaðabeitarhús: Í Hraunbrúninni er fjárhústótt, jötustallar.“ Tóftin er um 280 m SSA af Sauðahellinum nyrðri og rúmlega 50 m SV við veg undir Vífilsstaðahlíð. Beitarhúsið er um 2,5 km SSA af bæ. Rúmlega 3 m austur af tóftinni er rúst fjárborgar og um 10 m vestan við er garðbrot. Umhverfis tóftina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan tóftina og fjárborgina er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Tóftin er tvö hólf, hið stærra er austanmegin og er að líkindum fjárhús en hið minna kann að vera hlaða.
Vífilsstaðir/Heiðmörk – beitarhús.
Hún er hlaðin úr þurri hraungrýtishleðslu, úr hraunhellum sem sumar hverjar kunna að hafa verið klappaðar til. Utanmál tóftarinnar er 10,5 x 7,5 og snýr hún N-S. Hleðsluhæð er mest um 1,5 m, en víðast kringum 1 m og mesti fjöldi umfara er 7-8. Tóftin er gróin mosa, grasi og lyngi og er austurveggur mest yfirgróinn. Óvíst er hvort veggirnir hafi verið einangraðir að utan með torfi.
Urriðakotshraun – Sauðahús/Beitarhús
Urriðakotshraun – sauðahús/beitarhús.
„Áberandi hóll er í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns“, segir í örnefnaskrá SP. „Sauðahúsið: Tóft þessi er eftir sauðahús, sem Guðmundur bóndi Jónsson í Urriðakoti byggði,“ segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Beitarhúsið er um 130 m ASA af Réttinni gömlu, en mannvirkin eru sitthvoru megin við hraunkargann sem myndar
vesturbrún Flatahrauns. Beitarhúsið stendur við úfið hraun að sunnan og vestan, en norðan við er gamall algróinn túnblettur, um 20×10 m N-S. Um 20-30 m austan við er malarborinn göngustígur sem hlykkjast gegnum hraunið frá N-S.
Urriðakotshraun – beitarhús – Kjarval.
Tóftin er eitt hólf sem opnast til norðurs, að gamla túnbleðlinum og er 7×5 m að utanmáli N-S. Hún er þurrhlaðin úr miðlungs- og stóru hraungrýti, flest tilklappað í múrsteinslagaða kubba og
hleðsluhæð er um 1,4 m. Hleðslan í tóftinni er vönduð en er nokkuð tilgengin. Utan með veggjunum að neðan, er pakkað að grjóthleðslunni með torfi.
Urriðakotshraun – Beitarhús
Urriðakotshraun – beitarhús.
„Austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús“, segir í örnefnaskrá GS. „Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett“, segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Fjárhústóftin syðri er um 470 m NV af Selgjárhelli, skammt frá öðru háspennumastri frá Heiðmerkurvegi. Fjárhústóftin er uppi á hárri mosa- og grasigróinni hæð í hrauninu. Tóftin er hlaðin uppvið náttúrulegt bjarg, sem myndar hluta suðurveggjar hennar. Innanmál tóftarinnar er 6×2,5 m A-V og dyr eru á vesturvegg. Veggirnir eru um 0,8 á hæð og um 1-2 m á breidd. Nokkuð hefur hrunið úr hraunhleðslum veggjanna, sem eru grónar mosa, grasi og lyngi. Gluggi er hlaðinn í suðurvegg tóftarinnar.
Gráhelluhraun – Beitarhús
Gráhella – beitarhús.
„Sel. Byggt norðan í hraunkletti, sem nefnist Gráhella í Gráhelluhrauni. … Gráhella er merkt á „uppdrátt Íslands“, geodætisk Institut, blað 27.“ Selið er á mörkum Setbergs og Hamarskots og er fast austan í skógarlundi sem er í Gráhelluhrauni. Það er um 930 m VNV af beitarhúsatóft sem stendur í Húsatúni. Selið er um 2.2 km SSA af bæjarstæði Setbergs. Bæði í kringum og innan tóftarinnar og garðlagsins er grasi gróið, en fjær er mosi og lyng. Mannvirkin eru í úfnu hrauni og vestur af er skógræktarsvæði í landi Hafnarfjarðar þar sem eru reiðstígar nýttir af eigendum nærliggjandi hesthúsa.
Gráhella – beitarhús.
Mannvirkið er hlaðið upp að klettinum Gráhellu, sem myndar suðurvegg þess, og samanstendur af einni tóft og hlöðnum grjótgarði fast austan við hana. Tóftin er að utanmáli um 9×6 m, snýr N-S og að innanmáli 7×2,5 m. Dyr vísa til norðurs. Veggir hennar eru hlaðnir úr torfi og grjóti og eru grjóthleðslurnar að innanverðu. Veggirnir eru milli 1,5 og 2 m breiðir, um 1,2 m háir og samanstanda af 5-6 umförum af meðalstóru hraungrýti, sem er nokkuð fallega hlaðið. Lítill skúti gengur suður úr enda tóftarinnar inn í Gráhellu, um 2 m djúpur, 4 m breiður og um 1 m á hæð. Bogadregið garðlag úr hraungrýti gengur frá norðausturhorni tóftarinnar og sveigir til suðurs að Gráhellu. Grjóthleðslan í gerðinu er nokkuð tilgengin, mest 2 m breið og 0,5-1 m há. Innanmál gerðisins er um 8×8 m og myndar tóftin vesturvegg en Gráhella
suðurvegg. Garðurinn hefur mögulega verið aðhald fyrir sauðfé eða heystæði.
Húshöfði – Beitarhús
Beitarhúsaháls/Húshöfði – beitarhús.
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar IX, Kaldársel og nágrenni, 2021, bls. 51. Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1900+. Lengd: 8.5m. Breidd: 7.7m. Vegghæð: 0.5 – 1.2m. Breidd veggja: 1.1m. Í litlu rjóðri umkringt háum grenitrjám, um 160m austan við Hvaleyrarvatn. Útihús, grjóthlaðið og grasivaxið. Vel stæðilegir veggir og inngangur í SV horni, einhverskonar hleðsla í innanverðu NV horni. Liggur smá garðbútur í vestur frá NV horni. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.2m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.1m. Búið er að gera eldstæði í miðri tóftinni úr grjóti úr henni.
Litlahraun – Beitarhús
Litlahraun – beitarhús.
Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 15.2m. Breidd: 5.6m. Vegghæð: 0.4 – 1.1m. Breidd veggja: 1m. Í hraunjaðri undir klettum á grónu svæði – uppblásið í kring. Um 1.1 km sunnan við Suðurstrandaveg og um 350m vestan við landamerki Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Beitarhús úr torfi og grjóti, grasi vaxið. Inngangur í suður, aðeins hrunið inn í hann. Tóftin sjálf er um 15m löng og 5m breið. Tóftin er hlaðin upp við kletta og rúmgóður skúti er í NA horni hennar sem hefur verið nýttur. Búið er að hlaða undir girðingu sem liggur yfir tóftina miðja (ekki mælt). Veggjahæð er frá 0.4 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1m.
Krýsuvíkurheiði; Jónsbúð – Beitarhús.
Jónsbúð – beitarhús.
Hlutverk: Beitarhús. Aldur: 1550 – 1900. Lengd: 14.8m. Breidd: 7.1m. Vegghæð: 0.5 – 1.1m. Breidd veggja: 1.3m. Á grasivöxnum bakka á annars uppblásnum mel, um 500m sunnan við Suðurstrandaveg og um 430m austan við Eystri-læk. Beitarhús úr torfi og grjóti. Inngangur í suður, hrunið inn í hann. Tóftin er um 15m löng og um 7m breið. Veggjahæð er frá 0.5 – 1.1m og veggjabreidd er að jafnaði um 1.3m.
Heimildir m.a.:
-Búnaðarrit, 3. tbl. 01.08.1916, beitarhús, bls. 166.
-Höldur, 01.01.1861, Búnað- og verkaskipun í lands- og sveitarjörðum, Halldór Þorgrímsson, bls. 81-82.
-Skagfirðingabók, 1. tbl. 01.01.1985, Viðurværi – Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld, Eiríkur Eiríksson frá Skatastöðum, bls. 70.
-Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga, 1. tbl. 01.03. 1908, Sauðfjárverslunin, bls. 30.
-Lögfræðingur, 1. tbl. 01.01.1897, Ágangur búfjár. Samið hefur Páll Briem, bls. 18.
-Freyr, 4. tbl. 01.04.1904, Að beita sauðfé, Björn Bjarnarson í Gröf, bls. 36.
-Íslenskir þjóðhættir, Jónas Jónsson frá Hrafnagili, Reykjavík 1961, bls. 100-101.
-Sveitarstjórnarmál, 2. tbl. 01.06.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi, upphaf og ástæður, Bjarni F. Einarsson, bls. 114.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Beitarh%C3%BAs
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=63412
-https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2332.pdf
-https://www.hraunavinir.net/seljatoftir-i-gar%C3%B0ab%C3%A6jarlandi/
-https://www.kopavogur.is/static/extras/files/20200512-0518_fornleifaskra-kopavogs_lok-compressed-1420.pdf
-https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-VIII-A%CC%81sland.pdf
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 33.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 34.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 48.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 56.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 65.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 66.
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009, bls. 67.
-Fornleifaskrá Reykjavík – Bjarni F. Friðriksson 1995.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VI III – Ásland, 2021, bls. 55.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 98.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar XI I – Krýsuvík, 2021, bls. 104.
Beitarhús.
Fífuhvammur; beitarhús – skilti
Norðan húsa nr. 76-78 við Austurkór í Rjúpnadalshlíð í Kópavogi er tóft beitarhúss frá Fífuhvammi (Hvammkoti). Við tóftina er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:
Skilti við beitarhús á Rjúpnadalshlíð.
„Minjar um eldri byggð í landi Kópavogs er víða að finna. Helstar sem enn eru greinilegar ber kannski að nefna rústir gamla bæjarins í Digranesi og tóftirnar á þingstaðnum við ósa Kópavogslækjarins.
En víða eru merki um hversdagslíf Kópavogsbúa fyrr á öldum þótt ekki beri mikið á þeim. Eitt af þeim er þessi tóft hér í Rjúpnadalshlíð.
Tóftin er um 10×15 metrar og er innan landamerkja Fífuhvamms. Svo heitir jörðin frá árinu 1891, áður hét hún Hvammkot. Um þessa tóft hafa engar ritheimildir fundist. Fólkið sem gerði hleðsluna og stafaði hér er og verður því miður nafnlaust og ástæður hennar á huldu.
En þótt ekki finnist heimildir um þennan stað hindrar það okkur ekki við að velta vöngum yfir tilgangi mannvirkjanna.
Rjúpnadalshlíð – tóft.
Í seljum var búfénaður haldinn á sumrin í bithaga, þar var mjólkað og mjólkin unnin. Oft voru þrjú hús í seljum, búið í einu, mjólkin geymd í öðru og það þriðja eldhús. En þessi tóft er ekki nema í rétt tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem bæjarhúsin í Hvammkoti stóðu (þar er nú bílastæði við Melalid 8 og 10). Um selstöður segir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757, að sel séu oft í tveggja mílna fjarlægð eða lengra frá bæjum. Ein dönsk míla var rúmlega sjö og hálfur kílómetri og því er þesssi tóft of nálægt bænum til að sennilegt megi telja að hér sé um sel að ræða.
Rjúpnadalshlíð – tóft.
Líklegra er að þetta hafi verið kvíar frá Hvammkoti. Kvíar voru réttir fyrir ær sem lömbin höfðu verið færð frá. Þegar fráfærurnar höfðu borið um vorið voru lömbin alin við heimajörðina en ærnar mjólkaðar í kvíum. Vegna nálægðarinnar við bæjarhúsin og stærðar tóftarinnar verður það að teljast sennileg skýring á tilgangi þessara húsa.“
Rétt er að benda á að tóftirnar bera þess greinileg merki að þarna hafi fyrrum verið beitarhús með heimkuml að baki. Bjarni F. Einarsson skráði minjarnar sem „beitarhús“ í endurskoðaðri Fornleifaskrá Kópavogs 2020.
Rjúpnadalshlíð – tóft.
Ræningjastígur – sel – Ræningjadys
Í Gráskinnu segir af “Tyrkjum á leið vestur með landi, utarlega á móts við Krýsuvíkurberg, í svonefndri Hælsvík. Þar upp af er stígur, nefndur Ræningjastígur, en nokkru vestar eru seltættur gamlar“.
Krýsuvíkurberg – Ræningjastígur.
Tyrkir lágu í logni á víkinni. Þrír af þeim drápu tvo kvenmenn, er þeir gengu á land, en þær voru í selinu. En á meðan þetta gerðist kom smali frá Krýsuvík með féð og tóku þá þrír af Tyrkjunum á rás á eftir honum og eltu hann heim á tún í Krýsuvík, en þegar þangað kom, komu heimamenn á móts við smalann og drápu Tyrkjana þrjá við svonefndan Ræningjahól í Krýsuvíkurtúni, sem hefur nafn sitt af þessu. Þrjár þúfur austanvert við hólinn í túninu er kallaður Ræningjaleiði og eru Tyrkir þar heygðir. Af Hælisvík fóru Tyrkir til Grindavíkur, samanber Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá. Öll sjást örnefnin enn í dag”. Frásögn þessari tengjast síðan frásagnir af Séra Eiríki og viðureign hans við Tyrkina umrætt sinn þar sem hann atti þeim hverjum gegn öðrum uns þeir lágu dauðir eftir.
Tóftir Krýsuvíkursels.
Byrjað var á því að skoða selið ofan við Krýsuvíkurbjarg austast í Selöldu, skammt frá tóftum bæjarins Eyri. Enn má sjá tóftir þess norðan og austan við bæjartóftirnar. Ræningjastígurinn upp bergið var fær þangað til fyrir skömmu að brotnaði neðst úr honum. Gengið var upp heiðina með viðkomu í Arnarfellsréttinni. Dysjarnar sjást utan í nefndum hól sunnan Krýsuvíkurkirkju. Sunnan við hann eru tóftir Suðurkots.
Gangan tók 2 klst og 12 mín í frábæru veðri.
Krýsuvíkurberg (Heiðnaberg).
Kútter Esther bjargaði 38 sjómönnum úr Grindavík
Þann 24. mars 1916 varð mörgum Grindvíkingum eftirminnilegur. Þann dag réru öll skip, 24 að tölu, til fiskjar, flest með 11 mönnum á.
Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri.
Grindvíkingar kölluðu fleytur sínar skip. Flest skipin voru tírónir áttæringar, þ.e. þar var búið að bæta við þóftu á skipið og gátu þá tíu menn setið undir árum og formaurinn sat aftur á skut og stýrði skipinu. Þarna væru líka sexæringar og tólfæringar.
Þegar skammt var liðið morguns brast á ofasveður af norðri líkt og hendi væri veifað. Með veðrið beint í fangið tóku menn að berjast til lands en flest voru skipin 4-6 sjómílur undan landi. Fæstum tókst að lenda á réttum stað, en björguðust þó upp í Víkurnar vestan við byggðina og víðar. Flest skipin lentu heil eftir nokkra hragninga en nokkur brotnuðu við landtöku án þess að menn sakaði.
Fjögur skip sem dýpst voru náðu ekki landi um sama leyti og önnur. Var því óttast um afdrif þeirra. En hjálpin var nær en menn grunaði því innan skamms höfðu áhafnirnar fjórar, 38 manns, bjargast um borð í kútterinn Esther frá Reykjavík. Esther hafði leitað vars í Grindavíkursjó á leið sinni fyrir Reykjanes. Þegar sjóhraktir Grindvíkingar voru komnir um borð í Esther voru samtals 65 sjómenn um borð og því þröng á þingi. Esther var þrauthlaðið af fiski svo þar var að estu á kafi í sjó á hléborða og lá undir stöðugum áföllum í ólgusjó. Um borð í kútternum voru Grindvíkingarnir í 3 sólarhringa í góðu yfirlæti þótt þröngt væri, en þá komst Esther loks inn til Grindavíkur. Voru þá heimtir úr helju þeir síðustu af hragningarmönnunum 220 af 20 bátum sem lentu í erfiðleikum þennan dag.
Kútter Esther
Kútter Esther RE 81.
Kútter Esther RE 81 er 84 brúttó rúmlestir, smíðaður 1888 af Collison, James, Grimsby; lengd 23,2 m, breidd 6.2 m og dýpt 3.4 m, keyptur til Íslands 1902. Eigandi Estherar var útgerðar- og sæmdarmaðurinn Pétur J. Þorsteinsson og skipstjórinn var hinn 27 ára gamli Guðbjartur Ólafsson. Guðbjartur var fliknur skipstjóri og gæfumaður allan sinn sómannsferil. Eftir að hann hætti til sjós var hann forseti Slysavarnarfélags Íslands frá 1940 til 1960.
Um borð í Esther er hásetaklefi með rúm fyrir 20 menn og í káetunni eru rúm fyrir 7 sjómenn.
Í dag er kútter Esther í eigu National Historic Ships UK og liggur á sjávarbotni við bryggju í Alexandra Dock, Grimsby í Bretlandi.
Sjá meira um björgunina HÉR og HÉR á vefsíðunni.
Höfundur texta: Gunnar Tómasson.
Heimild:
-Frásögn Sæmundar Tómassonar frá Járngerðarstöðum í Grindavík í Lesbók Morgunblaðsins 24. mars 1957.
Grindavíkurbrim.
Giftusamleg björgun – Kútter Fríða
Laugardaginn 11. mars 1911 voru sjö opnir róðrabátar á sjó frá Grindavík. Alls voru 58 manns um borð, blómi manna í fámennu byggðarlagi. Flestir bátanna voru áttæringar en nokkrir með 10-12 í áhöfn. Veðrið í grindavík var gott þegar bátarnir fóru í róður en veðurútlit ótryggt. Því réru þeir í styttra lagi þennan dag.
Kútter Fríða RE 13.
Á stuttum tíma gerði hið versta veður, hávaðarok og slydduhríð. Strax þótti sýnt að bátarnir myndu ekki ná landi. Líklega hefur mörgum Grindvíkingum verið órótt þennan dag enda náði aðeins einn bátur landi á meðan aðrir þurftu frá að hverfa. veðrið var orðið það slæmt að ólíklegt væri að bátarnir héldust ofansjávar. Eina von þeirra var að þeir kæmust um borð í skútu sem sást á ferð úti fyrir um það leyti sem veðrið skall á.
Skútan nefndist Kútter Fríða og var að koma af miðunum með fullfermi og var á leið til Reykjavíkur. Úti fyrir Krýsuvíkurbergi veittu skipverjar litlum báti athygli þar skammt unadn og hafi sá uppi neyðarflagg. Þegar skipstjórinn, Ólafur Ólafsson, lét beina skútuni í átt til bátsins komu fljótlega fleiri bátar í ljós. Öðru hverju hurfu bátarnir sjónum skútumanna er þeir fóru niður í bárudalina, en þess á milli mótaði fyrir þeim í slydduéljum, að því er virtist á mörkum hafs og himins.
Kútter svipaður Fríðu.
Skipverjarnir á Fríðu röðuðu sér meðfram borðstokknum, en leggja átti skútunni að bátunum og freista þess að kippa mönnunum um borð þegar bátarnir voru á öldutöppunum og borðstokkar lágu saman. Ekki þurfti að spyrja að leikslokum þegar kippa átti mönnunum um borð. Með þessum hætti bjargaði áhöfnin á Kútter Fríðu öllum Grindvíkinganna utan eins er klemmdist á milli báts og skútunnar.
Um kvöldið sigldi Kútter Fríða inn á Járngerðarstaðarvík í Grindavík, en þá var mesti ofsinn úr veðrinu. Þar lá Fríða um nóttina en um morguninn eftir tókst að ferða skipsbrotsmennina í land og voru þá miklir fagnaðarfundir í Grindavík.
FERLIR fékk eftirfarandi ábendingu frá Bergrós Fríðu Jónasdóttir: „Svo skemmtilega vill til að Ólafur Ólafsson er langafi minn í móðurætt, og er ég nefnd í höfuðið á kútter Fríðu!“
Líkanið af Kútter Fríðu.
Hvað er kútter?
Kútter (e. cutter) er lítið þiljuð seglskip með eitt eða tvö möstur þar sem stórseglið er, stundum gaffaltoðð, tvö framsegl og bugspjót að framan. Kútterar eru upprunir á Englandi en voru vinsælir á Íslandi frá lokum 19. aldar fram á 20. öld. Þar sem kútterar voru í notkun langt fram á vélbátaöld fengu sumir þeirra vel og stýrishús síðar á lífsleiðinni.
Kútter Fríða
Kútter Fríða ásamt Elvari Antonssyni.
Kútter Fríða RE 13 var smíðuð hjá William McCann sb Shipyard on Carrison Side í Hull árið 1884 fyrir Richard B Simpson & George Bowman í Hull. Skipið kom til Íslands árið 1897 þegar Geir Zoega kaupmaður í Reykjavík keypti skipið ásamt fjórum öðrum kútterum. Skipið sinnti ýmsum verkefnum fyrir eigendur sína á Íslandi, í Færeyjum og á Englandi til ársins 2000. Árið 1957 var sett díselvél í skipið.
Skipið var gert upp í upprunalegri mynd árið 1980 en hélt þó vélinni. Í dag er skipið í kví í Lowestoft í Englandi þar sem það bíður þess að vera gert upp.
Líkanið
Kútter Fríða – líkan.
Líkanið, sem sjá má á meðfylgjandi myndum og er nú til sýnis í Saltfikssetrinu (Kvikunni) í Grindavík, var smíðað af Elvari Antonssyni á árunum 2019-2020 fyrir Minja- og sögufélag Grindavíkur. Líkanið er í hlutföllunum 1:25. Það er um þriggja metra langt, 2.10 metrar á hæð og um 60 sentimetrar á breidd. Þá vegur það um 60 kíló.
Styrktaraðilar
Eftirfarandi aðila styrktu smíði líkansins; Grindavíkurbær, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Vísir, Besta, Einhamar Seafood og Sigmar Júlíus Eðvarðsson.
Ólafur R. Sigurðsson við líkanið af Kútter Fríðu.
Reykjanes(skaga)fólkvangur – fortíð, nútíð og framtíð?
„Reykjanesfólkvangur“ hefur verið með kennitöluna 581280-0419 og póstfang að Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík í tæplega hálfa öld. Fulltrúar Reykjavíkur áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun fólkvangsins. Nú virðist ætla að verða breyting þar á.
Reykjanesfólkvangur.
Þann 19. apríl 2024 birtist frétt í Fjarðarfréttum undir fyrirsögninni; „Sveitarfélög á leið út úr samstarfi um Reykjanesfólkvang„.
Þar segir m.a. að „Stjórn Reykjanesfólkvangs fjallaði á síðasta fundi sínum um stöðuna sem er komin upp við úrsögn Reykjavíkurborgar úr fólkvanginum. Á fundinum kom fram að einnig Reykjanesbær teldi það ekki þjóna tilgangi né hag sveitarfélagsins að vera inni og muni því segja sig úr fólkvanginum. Bæjarráð Voga hefur lagt til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar og segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi. Þá kom fram að Seltjarnarnes hefði ekki tekið formlega ákvörðun en líklega yrði úrsögn niðurstaðan.
Reykjanesfólkvangur – kort.
Fram kom að Reykjavík stefni á að ganga út 30. júní 2024 og greiða þá hálft gjald fyrir 2024 sem lokagreiðslu. Miðað við núverandi inneign í sjóði, og að Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík haldi áfram og að hin sveitarfélögin greiði að minnsta kosti hálft gjald þá kemur fram að mögulegt væri reka fólkvanginn út árið 2024 með sama hætti og fram að þessu. Einnig að svigrúm gæfist til að ákveða framtíðarfyrirkomulag.
Fyrir liggur að verkefni í Seltúni hafa vaxið mikið og tekið æ meiri tíma landvarðar og þarf að mati stjórnarinnar að taka það upp við Hafnarfjarðarbæ hvernig bregðast ætti við því. Einnig var nefnt að lista þyrfti upp verkefni landvarðar ef til þess kæmi að fela þyrfti nýjum aðila landvörsluna.“
Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur.
Eins og margir íbúar Reykjanesskagans vita er „Reykjanesfólkvangur ekki á Reykjanesi.
Fólkvangurinn er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Að honum standa 8 sveitarfélög; Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær. Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar. Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.
Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.
Innan fólkvangsins eru þessir helstu staðir Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll. Upp á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Gestsstaðavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. Í Djúpavatni er silungsveiði eins og í Kleifarvatni. Möguleikar til gönguferða í fólkvanginum eru nánast ótakmarkaðar.
Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha., þ.e. er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi.
Reykjanesfólkvangur var stofnaður sem fólkvangur með auglýsingu í Stj.tíð. B, nr. 520/1975 sbr. „Auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi„:
Að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að stofna fólkvang á Reykjanesskaga skv. 26. gr. laga nr. 47/1971.
Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.
Takmörk svæðisins eru sem hér segir:
Lína dregin frá punkti í Heiðmerkurgirðingu undir Vífilsstaðahlíð (X-hnit 689007.0 m.) í punkt á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkun inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús sem er glöggt og gamalt eyktarmark. Frá Steinshúsi liggur línan beint í norðurhorn Skógræktargirðingarinnar undir Undirhlíðum. Síðan eftir norðvesturhlið girðingarinnar að suðurhorni hennar. Þaðan beint í punkt á mörkum Hafnarfjarðar- og Grindavíkurbæjar undir Markargili með X-hnit 692297.0 m. Síðan eftir mörkum í Markhelluhól.
Markhella.
Frá Markhelluhól stefna mörkin til suðurs eftir mörkum Vatnsleysustrandarhrepps eins og þau eru sýnd á korti gefnu út af U.S. Army Corps of Engineers og Landmælingum Íslands (mælikv. 1:50000), í punkt á þeim mörkum sem er suður af Höskuldarvöllum og austur af Oddafelli, X-hnit 701782.0 m og Y-hnit 388243.0 m. Þaðan beina línu undir Núpshlíðarháls í punkt vestan við Núpshlíð, X-hnit 707653.0m, Y-hnit 379312.0m. Frá þeim punkti beint í Dágon sem er klettur á Seltöngum við sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Að austanverðu fylgja mörkin sýslumörkum úr Seljabót um Sýslustein og þangað norður sem markalína fólkvangsins í Bláfjöllum sker sýslumörk, þaðan norðvestur eftir mörkum þess fólkvangs í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól og síðan réttsælis eftir Heiðmerkurgirðingunni að upphafspunkti lýsingar þessarar.
Hraunhóll – varða á mörkum Reykjanesfólksvangs.
Um fólkvanginn gilda eftirtaldar reglur:
1. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Á skógræktargirðingu skulu einungis vera stigar.
Seltún – orkuvinnsla.
2. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til. Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971. Jafnframt verði ekki haggað þar eðlilegri nýtingu til búrekstrar, réttur til beitar er ekki skertur innan fólkvangsins og áskilinn er í Krýsuvík réttur til starfsemi í almannaþágu (svo sem heilsuhæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).
Skipulegur námurekstur, sem rekinn er innan fólkvangsins þegar auglýsing þessi verður birt í Stjórnartíðindum, má þó haldast, enda sé umgengni í samræmi við 18. gr. laga nr. 47/197.
Tekið er fram af hálfu sveitarfélaganna allra að með stofnun fólkvangsins telja þau ekki á neinn hátt raskað eignarrétti að landi því sem fólkvangurinn tekur til.
Vafi er talinn leika á hver séu mörk Grindavíkurkaupstaðar og Vatnsleysustrandarhrepps. Þegar úr þessum vafa hefur verið skorið með samkomulagi eða dómi verða mörk fólkvangsins færð til í samræmi við það.
Trölladyngja á Reykjanesskaga.
Samvinnunefnd sveitarfélaganna allra fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fullrúa frá hverjum aðila.
Ráðuneytið er samþykkt stofnun fólkvangsins og tekur stofnun hans gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. – Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1975 – Vilhjálmur Hjálmarsson.
Árið 2011 var auglýst breyting á framangreindri auglýsingu:
Búrfell í Garðabæ.
Á eftir 1. mgr. auglýsingarinnar kemur ný málsgrein sem orðist svo: „Umhverfisráðherra hefur ennfremur að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Reykjanesbæjar og Grindavíkur ákveðið að Sveitarfélagið Vogar verði einnig aðili að stofnun og rekstri fólkvangs á Reykjanesi með þeim skuldbindingum sem í því felast, þ. á m. hafi fulltrúa í samvinnunefnd sveitarfélaganna um stjórn fólkvangsins“. – Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2011 – Svandís Svavarsdóttir.
Í Sogum.
Reykjanesfólkvangur er:
• Fólkvangur sem samkvæmt samkvæmt náttúruverndarlögum er friðlýst sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.“
• Var stofnaður 1975 – Með undanþágu vegna jarðvarmanýtingar.
Spákonuvatn – Keilir fjær.
• Fólkvangur í lögsögu Garðabæjar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Stærsti hluti fólkvangsins er í umdæmi Grindavíkur.
• Samstarf sveitarfélaga, sem nú standa að rekstri hans, eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær.
Arnarvatn á Sveifluhálsi.
Í fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs þann 3. feb. 2021 segir:
Fundurinn var fjarfundur kl. 16.00
Mættir: Líf Magneudóttir, formaður, Andri Steinn Hilmarsson, Þorvaldur Örn Árnason, Þórður Ingi Bjarnason, Jóna Sæmundsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Guðmundur Grétar Karlsson og
Steinunn Árnadóttir.
Einnig sátu fundinn Óskar Sævarsson, René Biazone og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Kleifarvatn.
„Þetta gerðist:
1. Starfið í fólkvanginum 2020
Rætt um það helsta í starfsemi fólkvangsins á síðasta ári (ÓS). Mikið af Íslendingum á ferðinni. Mikið álag í vor sem var ekki gott fyrir svæðið. Rúturnar vantaði en mikil umferð bílaleigubíla í sumar. Nýtt salernishús sett upp í vor. Vinnuhópur kom í 2 vikur á vegum Umhverfisstofnunar. Unnið var við Eldborg í samvinnu við skipulagssvið Grindavíkur, loka slóða og afmarka bílastæði.
Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus.
Sinna þurfti kvikmyndaverkefni. Í jarðskjálftanum í okt. urðu skemmdir á Djúpavatnsleið. Einnig hrundi fylla úr Krýsuvíkurbjargi og komu sprungur. Sett var bráðabirgðalokun. Bláfjallavegi verið lokað en samt hægt að komast fram hjá. Þarf að klára frágang á bílastæði. Dreift var moltuefni í fólkvanginum sem var plastmengað á vegum Terra í samvinnu við Gróður fyrir fólk. Fara þarf betur yfir.
Skýrsla landvarðar verður lokið fyrir næsta fund.
Fundi slitið 17:20.“
Valahnúkar og Helgafell.
Í fundargerð stjórnarinnar 24. apríl 2023 segir:
Mættir: Kristinn Jón Ólafsson, Stella Stefánsdóttir, Ásrún Kristinsdóttir (fyrir Sigurveigu M. Önundardóttur), Sverrir B. Magnússon, Ingimar Ingimarsson.
Einnig sátu fundinn René Biasone UST, Óskar Sævarsson landvörður og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Sveifluháls.
„Þetta gerðist:
1. Yfirferð um landvörslu
• Óskar Sævarsson kom á fundinn og kynnti helstu verkefni landvarðar.
• Samningur hefur verið um landvörslu frá 15. apríl til 1. nóv. ár hvert.
• Mikil aukning varð á fjölda ferðamanna 2019 og er ekkert lát á því. Það sést skýrt í talningum Ferðamálastofu sem er með teljara í Seltúni.
Helgadalur – Rauðshellir.
• Undanfarin ár hefur landvörður þurft að sinna mörgum verkefnum utan hefðbundins tímabils, t.d. kvikmyndaverkefni, viðvarandi ferðamannastraumur, eldgos o.fl., og því hefur verið greidd viðbótargreiðsla.
Seltún.
• Landvörður er tilbúinn til að sinna verkefnum áfram á þessu ári.
• Stjórnin samþykkti að gera samning við landvörð á sömu nótum og verið hefur að teknu tilliti til verðlagshækkunar.
2. Aðkoma Umhverfisstofnunar (UST)
• René Biasone fór yfir lagalega umgjörð Reykjanesfólkvangs, aðkomu UST sem m.a. gerir ástandsskoðun á friðlýstum svæðum og tekur saman í skýrslu árlega. Þar kemur m.a. fram slæmt ástand á Djúpavatnsleið.
Stóra-Eldborg og Geitahlíð.
• Samkvæmt náttúruverndarlögum gerir UST stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði, en ekki hefur farið af stað vinna fyrir Reykjanesfólkvang. Stjórnin hefur áður skorað á UST að hefja slíka vinnu og var samþykkt að senda fyrirspurn til UST um
hvenær hægt verði að hefja vinnu við og ljúka stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn.
3. Áform Reykjavíkur
• Kjörnir fulltrúar Reykjavíkur hafa tekið ákvörðun um að skoða grundvöll þess að Reykjavík dragi sig út úr rekstri Reykjanesfólkvangs frá árinu 2024.
Vetrarblóm við Kleifarvatn.
• Rætt var um hvort að fólkvangurinn eða hlutar hans ættu að falla í annan friðlýsingarflokk, jafnvel að verða þjóðgarður eða eitthvað annað fyrirkomulag. Rifjað var upp samtal við Reykjanes Geopark sem laut að því að skoða samstarf á sínum tíma.
• Ákveðið var að stjórnarmenn opnuðu samtal hver í sínu sveitarfélagi um ofangreint og kalla eftir kynningu á Reykjanes Geopark.
Fundi slitið 17:30. Stefnt á að næsti fundur yrði í Grindavík seinni hluta maí.“
Í „Lögum um náttúruvernd“ segir m.a. um landverði: „Á náttúruverndarsvæðum starfa landverðir og aðrir starfsmenn. Hlutverk landvarða er m.a. að sjá um eftirlit og fræðslu.
Umhverfisráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, nánari ákvæði um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.“
Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.
Um Samvinnunefnd um rekstur fólkvangs segir í sömu lögum: „Sveitarfélög, sem standa að rekstri fólkvangs, skulu stofna með sér samvinnunefnd sem starfar í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila, sbr. 56. gr.“
Húshólmi – skáli.
Líklega færi vel á því að þau sveitarfélög, sem eftir verða, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík er munu annast rekstur „Reykjanesskagafólkvangs“ skipi nýja samvinnunefnd, skipaða einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi, nefndarmenn verði ólaunaðir en hafi bæði áhuga og sérþekkingu á fólkvanginum sem slíkum. Fjárveitingum og styrkjum verði varið til landvörslu, einstakra uppbyggjandi verkefna og kynningar á gildi svæðisins.
Sjá meira um Reykjanesfólkvang HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Kringlóttagjá.
Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin
Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs 2002-20, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn árið 2006 undir yfirskriftinni „Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin“:
Hrefna Sigurjónsdóttir.
„Reykjanesfólkvangur var auglýstur sem friðland þegar hann var stofnaður fyrir rúmum 30 árum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að taka frá land þar sem landsmenn, og þá einkum höfuðborgarbúar, gætu notið útivistar á svæði nálægt byggð sem væri lítt snortið og þar sem margt áhugavert væri að sjá. Sveitarfélögin sem stóðu að stofnun fólkvangsins, sem er um 300 ferkílómetrar að stærð, eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Grindavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Reykjanesbær. Grindavík og Hafnarfjörður eiga mestallt landið. Fulltrúar meirihlutans í hverju sveitarfélagi mynda stóm og hefur fulltrúi Reykjavíkur alltaf verið formaður. í auglýsingunni er kveðið á um að nýting jarðvarma sé undanþegin friðlýsingu og einnig að eignarréttur ráði þegar um framkvæmdir sé að ræða, en þó með því skilyrði að Náttúruverndarráð (nú Umhverfisstofnun) úrskurði að ekki sé um of mikið jarðrask að ræða.
Reykjanesfólkvangur – loftmynd.
Undirrituð tók við stjórn fólkvangsins seint á árinu 2002 sem fulltrúi R-listans. Þótt ég hafi farið töluvert um Reykjanesið fyrir þann tíma þekkti ég svæðið illa. Ég vissi ekki hver mörk fólkvangsins væru. Ég hafði komið nokkrum sinnum í Krýsuvík og skoðað hverina og kirkjuna og einu sinni keyrt um Vigdísarvelli. Einnig hafði ég komið á Selatanga. Nú, tæpum 4 árum seinna, þekki ég fólkvanginn mun betur og fullyrði að þarna er um að ræða fjársjóð sem við eigum að vernda fyrir komandi kynslóðir sem útivistarsvæði og miðstöð fræðslu.
Krýsuvík – Seltún.
Mig grunar að flestir höfuðborgarbúar séu í svipuðum sporum og ég var. Þeir þekkja ekki svæðið! Það eru væntanlega ýmsar ástæður fyrir þessari fákunnáttu en í mínum huga hefðu sveitarfélögin getað staðið sig betur í því að vekja athygli á svæðinu og byggja það upp sem útivistarsvæði.
Tíminn hefur verið nægur. Hvað veldur? í skýrslu um fólkvanginn, sem Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur vann fyrir stjórnina, er samankominn mikill fróðleikur. Höfundur bendir m.a. á að fulltrúar í stjórninni hafa svo til aldrei verið áhrifamenn í sveitarfélögunum og að fjárveitingar hafa alltaf verið skammarlega litlar.
Krýsuvík – fyrirhugaðir borteigar.
Starfsemin hefur verið sú sama ár eftir ár og því miður hefur lítið miðað í að gera átak í málefnum fólkvangsins.
Núverandi stóm hefur hug á að hefja slíkt átak. Haldið var málþing í september 2005 um stöðu og framtíð svæðisins, opnuð var heimasíða og sótt hefur verið um hærri fjárframlög til sveitarfélaganna. Stefnt er að því að ráða landvörð næsta sumar. En hvað framtíðin ber í skauti sér er óljóst því eftir kosningar verður ný stjórn skipuð. Að mínu mati er þetta ekki gott stjórnarfyrirkomulag. Vonandi verður breyting þar á. Ein hugmynd er að stofna einskonar þjóðvang þar sem ríki og sveitarfélög ynnu saman og fagaðilar sætu í stóm. Eitt er víst – þegar á reynir eru völd þessarar stjórnar afar lítil.
Sandfellsklofi – ummerki eftir utanvegaakstur.
Skilningur á gildi svæðisins sem friðlýsts lands virðist vera takmarkaður. Slæm umgengni er til marks um það. Vélhjóla- og jeppamenn sækja stíft inn í fólkvanginn og hafa valdið miklum skemmdum. Þessi ólöglega umferð um allar trissur er orðin gífurlegt vandamál og eykst jafnt og þétt samfara auknum innflutningi slíkra ökutækja. Stórn fólkvangsins hefur verið á einu máli um að akstur slíkra tækja fari ekki saman við það markmið að fólkvangurinn skuli vera griðland fyrir göngufólk og þá sem koma til að njóta kyrrðarinnar og náttúrunnar. Ofbeit hefur lengi verið vandamál og sú aðferð að loka féð innan beitarhólfa í fólkvanginum, sem landeigendur hafa gert í samvinnu við Landgræðsluna, hugnaðist sjórninni ekki. Engu að síður var það framkvæmt. Skort hefur á að gömul mannvirki séu fjarlægð en slíkt er á ábyrgð landeigenda. Skilti freista skyttna og síðastliðið sumar gáfu landeigendur heimsfrægum leikstjóra leyfi til að brenna gróður í einu fallegasta fjallinu. Og svo tekur steininn úr nú þegar fyrirætlanir Hitaveitu Suðurnesja um tilraunaboranir og nýtingu mjög víða um fólkvanginn eru ljósar.
Sogadalur – borplan.
Reyndar fengu þeir leyfi árið 2000 til tilraunaborana við Trölladyngju, hafa borað þar eina holu og eru nýbyrjaðir á annarri við Sogin. Markmiðið er að stofna til allt að fjögurra 100 MW virkjana á miðju nesinu til að afla raforku fyrir álver. Enda þótt ákvæði um nýtingu jarðvarma hafi verið sett í friðlýsinguna getur engum heilvita manni að hafa dottið í hug að unnt væri að leggja allt svæðið undir í þeim tilgangi. Þegar ég skoða svona áform þá setur að mér hroll.
Hvernig stendur á því að okkur Íslendingum þykir ekki vænna um landið okkar?
Krýsuvík – fyrirhuguð háspennulínulega u Sveifluháls.
Vilja menn sjá virkjanir, raflínur og verksmiðjur um allt? Eða eru ráðamenn að taka ákvarðanir sem almenningur er kannski ekki sammála? Sumar skoðanakannanir benda til að svo sé. Það er kominn tími til að fólk láti heyra í sér. Vonandi ber þjóðin gæfu til þess að snúa við blaðinu og átta sig á því að falleg og stórkostleg náttúra er auðlind sem okkur ber að vernda. Um leið þarf að tryggja að fólk hafi tækifæri til að njóta náttúrunnar og fræðast um undur hennar. Ljóst er að ýmis atvinnutækifæri felast í slíkri nýtingu.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn – 1.-2. Tölublað (2006), Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin, Hrefna Sigurjónsdóttir, bls. 58.
Í Sogum.
Selvogur
Farið var í Selvoginn. Gengið var að flaki vélbátsins Varðar sem liggur í stórgrýtisurð skammt fyrir austan Selvogsvita. Bátinn rak upp í brimi árið 1956 og fórust allir sem um borð voru, fimm menn.
Vörður í fjörunni austan Nesvita í Selvogi.
Flakið er illa farið en stefnishlutinn, með lúkarnum, er eftir og nokkuð þarna frá er afturdekkið, skreytt með ryðguðu dráttarspili.
Þátttakendur fengu sér kaffisopa og meðlæti þarna við flakið, með útsýni út yfir hafið og landið, böðuð í sólskini.
Þegar einn FERLIRs félaginn stóð upp, féll hann afturábak og kláraðist þannig úr könnunni yfir hann. Þar sem FERLIRs menn eru orðnir ýmsu vanir í þessum ferðum lét hann þetta ekki aftra sér í að fá aftur í könnuna. Teygði hann sig síðan í girnilega brauðsneið með áleggi. Skipti þá engum togum að brauðsneiðin var slegin úr höndum hans og féll hún niður í stórgrýtið.
Nesborgir í Selvogi.
Annar FERLIRs félagi missti síðan kaffikrúsina sína niður í grjótið, þó án þess að hún brotnaði. Þátttakendur þökkuðu fyrir móttökurnar þótt í gletnara lægi væru. En allir voru sammála um að þarna vildu þeir ekki eiga næturstað fyrst svona fjörugt sé í glaða sólskini.
Gengið var að Nesi og skoðaðar þær miklu minjar sem þarna eru.
Nes – legsteinn.
Mikið hefur verið leitað að legsteini þeim sem Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður með meiru, hafði bjargað undan jarðýtunni um miðja síðustu öld, þegar bóndinn í Nesi var að byggja hlöðu og fjós.
Vitað var að þarna hafði verið kirkjugarður og kirkja sem var endanlega aflögð 1706 en síðastur var þar grafinn Jón Jónsson, bóndi í Nesi. Hann andaðist árið 1702. Síra Jón Vestmann hefir þessa athugasemd um Jón bónda en hann ritaði m.a. „Lýsingu Selvogsþinga árið 1840“
„Hann byggði sér skemmu úr kirkjutóftarrústinni frá forntíð og var að bón hans loks grafinn í skemmunni“. (Landnám Ingólfs, Guðni Jónsson).
Nokkrar fleiri heimildir eru um kirkju í Nesi.
Nes í Selvogi.
Forn maldage:
(1313) „Maraíu kirkia j Nese og hins helga mangvs jarls: og ins sæla Thorlaks biskups og hinnar helgv Katerynv meyjar er (Finnr) Bjarnmason liet goira. a xx hvundrvd j heima landeog tielld vmm kirkiv . smelltan kross og annann steindann. Alltarisklædi iij. kluckur iiij og fimta brotna. kertastikur ij. og glodarker. elldbera. lysisolv. og Alltaris mvnnlavg. skiov. og stavckvl. og handklæde tuo. og peturs skrift. ij kyr. a og kirkia“ (Fornleifaskráning í Ölfusi)
Máld (1313) 1397: Maríukirkja j Nesi …a .xxc j heimalandi, iij. kyr oc vj. ær…lofadur gropttur heimamonnum oc fatækum monnum í Nesi, tyund liggur þar til heimmanna oc af Biarnastodum.
(Fornl.sk. í Ö)
Selvogs-Jói með nýfundna legsteininn.
Kristófer fann þrjá legsteina, tvo stóra og einn lítinn sem hann taldi vera legstein frá barni. Var hann með kross.
Fyrir nokkrum árum ætlaði hann að ná í steinana en fann þá aðeins tvo þá stóru og fór með þá á minjasafn á Selfossi. Litla steininn fann hann ekki.
Nú þurfti ekki að leita, einn FERLIRs félaginn gekk beint að steininum þar sem hann var hálf niðurgrafinn við niðurfallinn vegginn á hlöðunni. Blasti krossinn í steininum við, moldfylltur.
Kristófer var látinn vita af fundinum og ætlar hann að huga að steininum ef einhverjar framkvæmdir verða þarna á staðnum. Hann var sammála FERLIRs félögum um að þessi steinn ætti ekki heima upp í hillu á minjasafni heldur fái að vera í sínu rétta umhverfi, gamla kirkjugarðinum í Nesi, með mannlífstónað öldugljálfrið við ströndina.
Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Vindheimar, Blómsturvellir, Dalbær og Hamrar við Húsatóftir
Í bókinni „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók„, sem gefin var út árið 1975, skrifuð af Gísla Brynjólfssyni, má lesa eftirfarandi um horfnu þurrabúðirnar í landi Húsatófta; Vindheima, Blómsturvalla, Dalbæjar og Hamra:
Vindheimar
Vindheimar.
Það var árið 1911, að Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum patri í Tóftum.
Á einum þriðja reisti hann sjáfstætt býli, sem hann nefndi Vindheima, og bjó þar með Vilborgu konu sinni og tveim börnum þeirra til vorsins 1919, að þau hjón fluttust til Reykjavíkur ásamt syni sínum Sigurði, mállausum.
En það er af Vindheimum að segja, að eftir að Árni fluttist þaðan 1919, að næsta ár er Jódís dóttir hans talin þar til heimilis með ungum syni sínum, Árna Vilberg.
Síðan stendur húsið autt – og þó.
Vindheimar – tóftir.
Austur í Járngerðarstaðahverfi er Templarahúsið sameiginleg miðstöð hverfanna þriggja fyrir mannfagnaði hvers konar. En þangað er klukkutíma gangur úr Staðarhverfi, Og ósjaldan um hraun að klöngrast, sé Rásin óvæð. Staðhverfingar bregða því á það ráð um sinn að fá Vindheimahúsið léð til samkomuhalds.
Að lokinni álfabrennu á þrettándanum og dansi kringum hana uppi á barðinu austur af Stað, er hlaupið við fót heim að Vindheimum. Ljós eru tendruð, nikkan tekin á kné og danssporin stigin af ungum og öldnum.
Vindheimar (Kristinn Reyr).
Á stundum er polkinn eða rællinn svo heillandi á Vindheimaballi, að pörin leiðast ekki til síns heima, fyrr en mál er að skinnklæðast, hrinda fram skipi og róa út á mið í skímu komandi dags.
Fleira verður og til tíðinda á Vindheimum þau ár. Þangað kemur ekki ómerkari „list um landið“ en sjálfur Ingimundur fiðla. Segist ætla að halda samkomu, fyrst húsið sé falt – aðgangur 10 aura, takk. Auglýsingin berst eins og eldur í sinu frá manni til manns, bæ frá bæ. Og snillingurinn stillir sína strengi og strýkur þá töfraboga. Hann syngur sumpart með eða leikur aðrar listir fyrir troðfullu Vindheimahúsi.
Vindheimar – sjávargatan. Bærinn (tóftirnar) efst t.h.
Líkt og himneskur sendiboði með sakramenti snillinnar inn í fásinnið eitt vökubjart vor.
Að öðru leyti eru Vindheimar í eyði til 1925, að þangað flytur Sveinn Ásmundsson með ráðskonu, Gíslínu Jónsdóttur. Þau voru þar í eitt ar.
Tvær vetrarvertíðir – 1924 og 1925, reri Gísli silfursmiður Gíslason skipi sínu frá Húsatóftum og hafði bækistöð á Vindheimum.
Næst er getið um fólk á Vindheimum árin 1933 og 1934. Þá búa þar hjónin Benedikt Benediktsson og Anna Jónsdóttir. Þau fluttust til Reykjavíkur.
Þar með er sögu Vindheima lokið.
Dalbær
Dalbær.
Á árunum 1906 til 1964 voru byggð ekki færri en fimm tómthús í landi Húsatófta. Ber það í raun og veru ljósan vott um það, hve atvinnuástandið í plássinu var gott og hve björtum augum menn litu á framtíðarmöguleikana í Staðarhverfinu allt fram á fjórða áratuginn.
Fyrsta þurrabúiðin, sem hér verður nefnd, – Dalbær – reist árið 1906 af þeim Ingvari Hólmsteinssyni og Eydísi Þorsteinsdóttur. Dalbæ fylgdi tæpl. tveggja dagslátta land, tún og garður, sem gaf 15 tunnur af kartöflum árið 1916.
Dalbær – tóftir.
Þau Ingvar og Eydís eignuðust fjögur börn, sem upp komust; Guðrún, húsfreyja í Merki, Eydís á heima í Keflavík, en tveir synir dóu á besta aldri. Eyjólfur andaðist 31 árs úr lungnabólgu austur á Eskifirði 13. ágúst 1923 og Sveinn drukknaði 28 ára gamall þegar Björgvin fórst á Jángerðastaðasundi með allri áhöfn 14, mars 1926.
Ingvar Hólmsteinsson lést 14, sept. 1917, en Eydís ekkja hans bjó áfram í dalbæ næstu sjö árin. Þá fluttist hún til Guðrúnar dóttur sinnar í Merki þar sem hún var til dauðadags. Hún andaðist 30. des. 1936 og var þá komin yfir hálfnírætt.
Dalbær – tóftir.
Eftir Eydísi komu að Dalbæ Gunnsteinn Einarsson frá Húsatóftum með sinni ungu konu, Elsie Jónsdóttur, Helgasonar frá Hömrum. Þau byggðu steinhús það sem enn stendur í Dalbæ og mega heita þar síðustu ábúendur. Þau fluttust inn í Járngerðarstaðahverfi 1946. Guðsteinn Einarsson tók við hreppstjórastarfinu af föður sínum og hafði það á hendi til dauðadags. Einnig var hann oddviti hreppsnefndar um tíma. Hann var fróður um sögu Grindavíkur og minnugur á liðna atburði, eins og ritgerð hans í bókinni „Frá Suðurnesjum“ ber með sér.
Eftirlifandi ekkja Guðsteins er Sigrún Guðmundsdóttir frá Ísólfsskála. Hún varð hreppstjóri að manni sínum látnum og er eina konan á Íslandi, sem gegnt hefur því embætti.
Blómsturvellir
Blómsturvellir.
Til forna var hjáleiga frá Stað, nefnd Blómsturvellir. Þegar úttekt var gerð á Grindavíkurhöndlun árið 1783, átti þar heima Jón nokkur Knútsson, en ekki er af honum önnur vitneskja en sú, að hann skuldaði versluninni 3 ríkisdali og 64 1/2 skilding. Og Blómsturvellir þeir fóru í eyði um aldamótin 1800 vegna sandágangs. Svo liðu rúmlega hundrað ár.
Þá gerðist það, að reist var þurrabúð með þessu fallega nafni í landi Húsatófta. Hún er fysrt nefnd í manntali árið 1914. Þá eru þeir einir taldir þar til heimilis bræðurnir Ólafur og Árni, synir Vilborgar og Árna á Húsatóftum. Þeir drukknuðu báðir með Magnúsi bróður sínum þann 8. apríl 1915.
Næsta ár er enginn talinn eiga heima á Blómsturvöllum.
Blómsturvellir (Kristinn Reyr).
En árið eftir, 1916, flytjast þau hjónin, ágústa systir þeirra bræðra og Pétur Jónsson frá Hópi, Grindavík, í Þessa þurrabúð ásamt sínu sínum Kristni, þá á öðru ári. Þau hófu búskap að Hæðarenda í Járngerðarstaðahverfi, fluttust skömmu síðar í Akrakot, en komu nú þaðan út í Hverfi, eins og kallað var, og tóku Blómsturvellina á leigu.
En með afsalsbréfum, dagsettum 17. nóvember 1917, gefur Árni Jónsson á Vindheimum dóttur sinni, Ágústu, Blómsturvallalóðina, 900 ferfaðma – en selur Pétri húsið, sem á henni stendur fyrir 810 krónur.
Blómsturvellir – útihús.
Næstu árin er Pétur formaður á áraskipi, sem hann gerir út á vetrarvertíð. Hann fluttist með fjölskyldu sína til Keflavíkur árið 1922.
Stóð húsið autt um skeið, en var síðan rifið og efniviður þess fluttur sjóleiðina með mótorbát til Keflavíkur. En ekki varð úr, að húsið yrði endurbyggt þar.
Eftir það er ekki talin byggð á Blómsturvöllum, í fagurnefndu þurrabúð úr landi Húsatófta.
En líta má nánar á grunn Blómsturvallahússins.
Hann var 4.60×5.20 metrar að meðtalinni veggjaþykkt 40 cm eða um 24 fermetrar. Auk þess anddyri eða viðbyggður skúr 3.30×3.30 – rúmir 10 fermetrar.
Að sögn var húsið úr timbri, alþiljað að innan í kross.
Blómsturvellir – tóftir.
Á lofti voru geymd skinnklæði. Í anddyri stóð olíufat með drykkjarvatni, er borið var í fötum úr brunni í Dalbæjartúni. Úr anddyri var gengið í eldhús – en þar inni eldavél. borð og skápar. En úr eldhúsinu mátti fara hringinn um herbergin þrjú. Eitt þeirravar stofa með kommóðu í horni, borði og stólum. Á vetrarvertíð bættust fjölskyldunni nokkrir vermenn – nefndir útgerðarmenn í daglegu tali. Og urðu þá tveir að deila með sér rekkju.
Um haustnætur var Blómsturvallakjallarinn – sem enn má greina rústir af, næstum fullur af eldilviði til vetrarins. matmæli voru einnig geymd þar.
Hamrar
Hamrar.
Svo lét sr. Brynjólfur magnússon um mælt í líkræðunni yfir Jóni vitaverði helgasyni, að hann hefði tekið sér það allnærri að fara frá Reykjanesi, „en þó bar hann harm sinn vel og í hljóði“.
Og eflaust hefur honum gengið betur að sefa særða lund sína vegna þess, að hann fékk ærið verk að vinna við að byggja yfir sína stóru fjölskyldu og koma sér fyrir á nýjum stað. Jón fékk útmælda 900 ferfaðma lóð hjá Einari á Húsatóftum og byggði sér þar lítið, pappaklætt timburhús og kallaði á Hömrum. Það var aðeins 28 fermetrar að falatarmáli. Fyrsta árið voru þar 11 manns í heimili. En hjartarúmið á Hömrum var nóg, ekki stóð á því. Aldrei leið Jóni betur, segir sr. Brynfólfur, „en er hann hafði hóp vina sinna kringum sig og var þá jafnan fremstur í gleðinni og skemmtilegur viðræðum“.
Hamrar – útihús.
Á Hömrum voru litlar sen engar landsnytjar utan kartöflugarður. Þó hafði Jón oftast nokkrar kindur en ekki aðrar skepnur. En hann stundaði sjóinn af kappi, var formaður á skipi, sem hann átti með öðrum, og aflaði vel og mun afkoman því hafa verið eftir hætti allgóð, a.m.k. eftir að börnin fóru að komast upp.
Árið 1930 fékk Jón Stað til ábúðar og fluttist þangað. Eftir hann kom enginn að Hömrum og eru þau Agnes og Jón því einu húsráðendur í þessari þurrabúð á Húsatóftum.
Heimild:
-Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók, 1975, Gísli Brynjólfsson, bls. 92-110.
Grindavík 2024.