Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú. Í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u, eða sá hvíti. Ísusland mun því hafa verið „landið hvíta„. Það hefur löngum vafist fyrir mönnum, bæði lærðum og leikum, hvers vegna þessu fallega landi var í upphafi valið svo kaldranalegt nafn. Það er ákveðin staðreynd, sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, að þeir, sem uppgötva ný lönd gefa þeim eitthvert nafn annaðhvort þegar þeir berja þau fyrst augum eða þegar þeir stíga fæti á fast land.
Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.
Þegar Leifur Eiríksson fór í sína landkönnunarferð í vesturátt, gaf hann öllum þeim löndum nafn er hann fann, ýmist þegar hann sá þau eða þegar hann hafði kynnt sér þau nánar og oftast var það tengt útliti eða landgæðum.
Í Landnámu er sagt frá að Naddoddur víkingur hafi fyrstur fundið landið og nefnt það Snæland, vegna þess að snær mikill hafi fallið á fjöll. Þetta er samsvarandi venjunni að gefa einhverju nafn eftir atburði, kostum eða göllum.
Næstur til þess að uppgötva landið er Garðar Svavarsson. Hann fer að ráði móður sinnar að leita Snælands og siglir umhverfis landið og uppgötvar að það er eyja. Þrátt fyrir að þá þegar sé búið að gefa landinu nafnið Snæland og Garðari sé kunnugt um það, er landinu gefið nafnið Garðarshólmur.
Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns
konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri.
Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin
er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V Danakonungs. Kortið er á pappír (95 cm x 69 cm). Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 477 fol.) eru nefnd
fleiri kort með þessu sem ekki finnast lengur í safni Árna Magnússonar.
Það er einkennilegt, fyrst á annað borð þurfti að klína einhverju öðru nafni á landið, að ekkert annað hafi komið upp í hugann eftir alla þá stórkostlegu landfegurð og furður, sem hljóta að hafa borið fyrir augum, hringinn í kringum landið.
Næstur í röðinni er Hrafna-Flóki Vilgerðarson. Hann fer að leita að Garðarshólma, þannig að hann veit ekki aðeins um það nafn á landinu, heldur má líka gefa sér það að hann hafi vitað um nafnið Snæland. Hann kemur að landinu austanmegin, við Horn, alveg eins og Garðar Svavarsson og siglir vestur um Reykjanes og sér eins og Garðar hvar Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð og önnur kennileiti, sem verða á leið hans alla leið vestur í Vatnsfjörð við Barðaströnd.
Hann virðist hafa tekið land að sumri til, því sagt er að allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn vegna heyleysis. Allan veturinn þrauka þeir og þrátt fyrir harðan vetur og að vorið varð líka kalt er það þá fyrst að Flóki gefur landinu nafn upp á nýtt og nefnir það Ísland. Hvílík andagift og hugljómun!
Eldborg í Svínahrauni.
Allt í einu uppljúkast augu hans fyrir fegurðinni, sem landið hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fegurð Snæfellsjökuls og snjóþyngslanna í Vatnsfirðinum og nágrenni, sem hefðu getað gefið staðfestingu á nafninu Snæland, kemur hann með nafnið Ísland. Öllu réttara hefði verið nafnið Ísaland, fyrst honum ofbauð svona vetrarhörkurnar, eins og Ísafjörður hefur verið réttilega nefndur.
Fyrstu sagnir um byggð er allt frá fjórðu öld, ef ferðasaga Pýþeasar frá Marseille segir rétt frá að hann hafi rekist á fólk, sem nærst hafi á korni og hunangi, á eyjunni Thule. Næst er sagt frá því að heilagur Brendan hafi komið til Íslands, árið 548, eða Tílí eins og landið hafi verið nefnt af grískum sæfarendum.
Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.
Hann hittir hér fyrir einsetumanninn Pól og hafði hann dvalið þarna í 60 ár. Einhverjir virðast hafa farið þarna á undan heilögum Brendan, því hann vissi af einsetumanninum og leitaði hann uppi. Þegar heilagur Brendan fer síðan aftur til Írlands er hann að sjálfsögðu hugfanginn af þessum nýja og í hans huga heilaga stað, sem er fullkominn til guðrækilegra íhugana og aðrir fylgja í kjölfarið. Það hefur verið friðsamasta og trúaðasta fólkið, ekki endilega einsetumenn, heldur allir þeir, sem vildu skapa sér og sínum friðsælt og öruggt athvarf því það voru á þessum tímum landlægar deilur milli ættflokka á Írlandi. Þannig hefur landið byggst á næstu árum af trúhneigðu, ötulu dugnaðarfólki, sem valið hefur sér búsetu í fyrstu meðfram Suðurlandinu en síðan haldið áfram vestur fyrir Reykjanes og allt Vesturland og Vestfirðina.
Það sem styður þessa kenningu, sem aðrir fræðimenn hafa löngum ýjað að, að hlyti að vera, er sú staðreynd að bæði Garðar Svavarsson og Flóki Vilgerðarson, koma að landinu við Horn en sigla áfram. Þrátt fyrir landgæðin, sem hljóta að hafa blasað við þeim, freista þeir ekki landgöngu fyrr en í öðru tilfellinu norður í Húsavík á Skjálfanda en í hinu í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Það er alveg augljóst að þeir sæfarendur, sem eru með kvikfé um borð, þurfa við fyrsta tækifæri að endurnýja vatnsbirgðir sínar. Í dæminu með Flóka er ekki ýjað að því einu orði að landtaka hafi verið reynd fyrr en í Vatnsfirði. Fyrst hægt er í sögninni af ferð hans að tíunda að þeir hafi gleymt sér við veiðiskap og að kvikfé þeirra hafi drepist og vorið hafi verið kalt, hvers vegna ekki að segja frá landgöngu annars staðar þar sem augljós þörf hefur verið fyrir það?
Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).
Flóki var ekkert að flýta sér frá landinu, því það tók hann heilt ár að hafa sig burt. Hann hefur vetursetu í Borgarfirði en einn félaga hans, Herjólfur, verður viðskila við hann og tekst allslausum að þrauka heilan vetur í Hafnarfirði. Þegar loks þeir komast frá landinu hræðilega, Íslandi, og til Noregs lætur Flóki illa af landinu en félagar hans vel. Herjólfur segir kost og löst af landinu, sem vekur óneitanlega furðu, þarsem hann varð að hírast einn og allslaus allan seinni veturinn.
Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu. Eftir það var hann kallaður þórólfur smjör.
Það vekur óneitanlega furðu, að þeir félagar eru svo ósammála um landgæðin, sérstaklega ummæli Þórólfs. Það er ekki nóg, samkvæmt mínum skilningi, að land sé grösugt og afar gjöfult ef ekki fer saman landnýting og gæði. Auðvitað hafa þeir félagar notið gestrisni þess fólks sem fyrir var og þess vegna hafa þeir getað borið vitni um hversu gott væri að hafa búsetu í þessu gjöfula landi. Flóki og Þórólfur koma seinna til landsins og setjast hér að og virðast una sér vel eftir það.
Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Víkarsskeið og hlýtur það að hafa verið um haustið eða hávetur. Þrátt fyrir það fer hún með alla skipshöfn sína, ekkert er tíundað að nokkur hafi farist, alla leið til Kjalarness þar sem hún veit af bróður sínum, Helga bjólu. Hvernig í ósköpunum veit hún hvar hún er stödd í ókunnu landi, þekkir ekkert til staðhátta en fer samt rakleiðis til Kjalarness? Samkvæmt sögunni gerir hún stuttan stans hjá bróður sínum, vegna þess að hann vildi bara taka við helming manna hennar. Hvert áttu hinir að fara? Var um aðra staði að ræða, sem gátu þá tekið við hinum? Auður djúpúðga heldur áfram, án þess að þiggja nokkurn beina, og nú alla leið vestur í Breiðafjörð til Bjarna austræna, hins bróður síns, og var vel tekið við henni þar. Allir vita hvernig veðurfar er á landinu að hausti til og um vetur, það að bjargast frá skipbroti og berjast áfram alla leið til Kjalarness frá Víkarsskeiði og þaðan til Breiðafjarðar er alveg lífsins ómögulegt án hjálpar og aðhlynningar. Þess hefur Auður djúpúðga notið af fólkinu sem fyrir var á þessari leið og það hefur leiðbeint henni til bræðra sinna.
Amerigo Vespucci (1454-1512). Hann var ítalskur og fyrstur manna til að gera sér ljóst að meginland Ameríku væri aðskilið frá Asíu. Ameríka var nefnd eftir honum 1507 þegar þýski kortagerðamaðurinn Martin Waldseemüller prentaði fyrsta kortið sem notaði nafnið Ameríka yfir Nýja heiminn. Í fyrsta leiðangri sínum frá Spáni 1499-1500 var Vespucci siglingafræðingur undir stjórn Alonso de Ojeda. Þeir uppgötvuðu mynni Amazonfljóts og Orinoco í Suður-Ameríku og töldu sig stadda í Asíu. Í öðrum leiðangri sínum 1501-1502 – og nú frá Portúgal – varð honum ljóst að Suður-Ameríka væri ekki hluti Asíu, heldur Nýr heimur.
Þetta furðulega nafn, Ísland, á jafnfallegu landi hefur jafnan vakið undrun. Málfræðilega væri réttara að kalla það Ísaland, ef það væri kennt við rekísa þá sem Hrafna-Flóki er talinn hafa séð ofan af fjalli. Mín kenning er að þetta sé rétt nafn, Ísland, og rétt skrifað, en að það sé, eins og aðrir fræðimenn hafa ýjað að, kennt við eitthvað guðdómlegt. Ennfremur er það staðföst trú mín að landinu hafi verið gefið þetta fallega nafn, Ísland, af heilögum Brendan þegar hann hitti hér fyrir einsetumanninn Pól. Það vafðist svolítið fyrir mér þetta nafn, Pól, vegna þess að engin góð skýring fannst á því í gelískri orðabók. Þar var “ poll“ sagt vera hola en svo fann ég svarið í gamal-írskri orðabók og hún var ósköp einföld, nafnið Pól þýddi Páll, þ.e. einsetumaðurinn hét, eða kallaði sig, í höfuðið á Páli postula, sem merkilegastur hefur verið af lærisveinum Jesús. Þannig tengist Páll postuli á einstakan hátt kristni- og landnámssögu Íslands.
Brendan hittir Pól.
Heilagur Brendan varð svo snortinn af að hitta Pól á páskadag og sögum hans af 60 ára dvöl hans í þessu einstaka, fagra landi að hann fellur á kné og lýsir landið heilagt og nefnir það Ísland, eftir þeim sem hann vissi mestan í huga sínum, Jesú. Nafn Jesú er skrifað á gamal-írsku, Ís(s)u og þá virðist margt skýrast með nafn landsins, Ísland. Í gegnum aldirnar hafa menn viljað tengja Ísland við eitthvað heilagt án þess að geta skýrt það frekar nema þá helst að tengja nafnið við gyðjuna Ísis hjá Egyptum til forna.
Thule á Íslandskorti fyrrum.
Ef nafnið Ísland er tengt við ís og kulda, hvers vegna er það þá ekki tengt því á öðrum tungumálum? T.d. á frönsku er nafnið Islande, sem hefur ekkert með ís eða kulda að gera. Á þýsku er nafnið Island, hvers vegna ekki Eisland, sem er rétt ef nafnið hefði frá upphafi verið kennt við rekís? Það er viss skýring á þessu. Írskir munkar og fræðimenn voru helstu kennarar við hirðir konunga á meginlandi Evrópu á fyrstu öldum fyrir landnám norrænna á Íslandi. Þeir hafa notað í sinni kennslu bæði nöfnin Thule eða Týli og Ísland en að sjálfsögðu hefur nafn landsins, sem hét eftir Jesú, verið ofar í huga og orðið fast í tungu Frakka og Þjóðverja.
Íslandskort.
Hjá þessum þjóðum hefur ekkert verið hróflað við nafninu Ísland en aftur á móti hefur ríkt mikil óvissa hjá Englendingum hvað landið héti eða hvernig ætti að skrifa nafn þess. Á miðöldum er nafn Íslands í heimildum, eins og t.d. toll- og skipaskrám, ýmist skrifað, Iselande, Islond, Yslond, Yselondis, Izeland Ysland, Yslondes en í opinberum skjölum frá 14. öld er Ísland nefnt Islande. Þarna er ekkert verið að koma með seinni tíma orðskrípið Iceland, vegna þess að merking þess hefur ekki legið ljóst fyrir.
Krossmark í Seljalandshellum. Hellir undir Eyjafjöllum var manngerður að hluta fyrir landnám, það er um árið 800. Þetta sýnir rannsókn vestur-íslensks fornleifafræðings meðal annars á gjóskulögum við hellinn.
Það virðist vera að þegar Ari fróði skrifar Íslendingabók og þegar Landnáma er rituð, hugsanlega á 12. öld, hafi merking nafngiftar landsins verið á huldu. Hún hafi lifað meðal þeirra sem voru af írskum uppruna en merkingin, að kenna landið við Jesú, ekki hugnast þeim er röktu ættir sínar til hinna norrænu landnámsmanna.
Nafnið Ísland fékk að halda sér en það varð að finna aðra merkingu til þess að ekki væri hægt að rekja slóð til hinna raunverulegu fyrstu landnámsmanna, sem voru írskir einsetumenn og þeirra eftirfylgjendur. Það eru biskuparnir, Þorlákur og Ketill, ásamt Sæmundi fróða, sem ráða því að hlutur norrænna manna er talinn meiri í sögu landsins. Ari fróði sýndi þeim frumskrif sín, en varð að lúta vilja þeirra er honum finnst hann knúinn til þess að segja: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist.“ Hann hefði ekki þurft að setja þetta inn, nema vegna þess að ekki var allt með felldu.
Það eru þeir, sem ráða því að tilbúningurinn um nafngift Hrafna-Flóka á landinu, heldur sér, en stenst engan veginn þegar grannt er skoðað. Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u.
Heimildir:
-Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson.
-Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigurjónsson.
-Grúsk II, eftir Árna Óla. Íslendingasaga, eftir Jón Jóhannesson.
-Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker.
-Old Irish reader, eftir Rudolf Thurneysen.
-https://rafjon.wordpress.com/saekonnudur/
-Úr grein eftir ÆGI GEIRDAL, Lesbók – laugardaginn 22. janúar, 2000.
Gamalt Íslandskort.
Hrútagjá – Kokið – Húshellir – Ginið – Almenningur
Gengið var frá Djúpavatnsvegi um Hrútagjá og Hrútagjárdyngju, kíkt í Kokið, farið um mikla hrauntröð út úr henni að norðanverðu, um hellasvæði norðvestan hennar og síðan norður með austanverðum Almenningum með viðkomu í Gininu og fjárskjóli með fyrirhleðslum og fallega hlaðinni fjárborg við Brunntorfur.
Gengið um Hrútagjárdyngju.
Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Dyngjan sjálf, fallega löguð, er nokkuð vestar og frá henni liggja myndarlegar hrauntraðir. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 5000 árum.
Hrútargjárdyngja – hraunið er varð undirstaða Hraunabæjanna.
Samsetning hraunsins samkv. rannsóknum Jóns Jónssonar, jarðfræðings, að meðaltali er Plagioklas um 48,4% og Pyroxen um 32,7%. Ólivín er 11,4% og málmur um 7,3%.
Á leiðinni í gegnum dyngjuna, skammt suðvestan hennar var komið að djúpum sprungum, greinilega gasuppstreymi út frá gígnum. Var þeim gefið nafnið Kokið. Föngulegur hópur hellaáhugamanna var með í för og var tilefni ferðarinnar m.a. að skoða niður í þessar “gjár”. Hér er um að ræða 15-20 m djúpa „sprungu“ í hrauninu. Ekki er ólíkt því að horfa niður í kok á einhverri furðuskepnu og horfa þarna niður í sprunguna. Búið var að skoða hluta hennar áður með takmörkuðum búnaði, en nú var ætlunin að láta fagmennina líta á fyrirbærið.
Við Húshelli.
Sprungan er þröng og því best að skilja bjórvömbina eftir heima. Þrír hellamanna nudduðu sér niður og telst Kokið því fullkannað. Svo virðist sem bráðið hraun hafi runnið í sprungunni, því nokkuð er um hraunfossa, rennslistauma og 8-10cm hraunskán sem þekur allt yfirborð sprungunar. Hraunskánin myndast jafnt á lofti sem veggjum. Sprungan hefur framhald bæði að ofan og neðan, en vegna ofvaxtar hellamannanna varð ekkert úr frekari landvinningum.
Húshellir er í hraunbrekkunni norðan dyngjunnar. Hleðsla í hellinum hefur verið ráðgáta. Hins vegar kann að vera skýring á henni. Í gömlum sögnum segir af útilegumönnum á Selsvöllum, sennilega á 17. öld.
Hverinn eini.
Í heimildinni segir að útilegumennirnir hafi haldið til við Vellina, nálægt Hvernum eina, en herjað á Vatnsleysuströnd. M.a. hafi þeir stolið frá bóndanum í Flekkuvík. Eftir að þeir hafi flutt sig „norður með fjöllunum, í helli sem þar er“, hafi þeir áreitt og rænt ferðalanga. Yfirvaldið hafi safnað liði, handtekið þá og fært til Bessastaða þar sem dæmt var í máli þeirra. Stórhöfðastígur liggur þarna niður með. Hann sést vel vestan við Hrútargjárdyngju og áfram niður með henni norðvestanverðri, niður með Fjallinu eina og síðan áfram yfir hraunið austan við Sauðabrekkur, niður í Brunntorfur nálægt Bláfjallavegamótum og áfram yfir hraunið að horni Stórhöfða. Stígurinn sést þarna vel á kafla, en mosi og lyng hefur þakið hann að mestu í grónu hrauninu vestan við Fjallið eina.
Önnur skýring á hleðslunum getur verið sú að þar hafi menn á leið um gömlu þjóðleiðina viljað getað leitað skjóls undan verðum. Einnig að menn hafi haldið þar til við refaveiðar, en þarna ekki langt frá er hestshræ (beinin). Bein eru í hellinum og væri fróðlegt að reyna að finna út af hvaða skepnu þau hafi verið.
Í Húshelli.
Þetta er einn möguleikinn á tilvist hleðslanna í Húshelli, en taka þarf honum með þeim fyrirvara að annað kunni einnig að koma þarna til greina. T.d. vantar þarna eldstæði eða önnur merki um að menn hafi haldið til þarna um einhvern tíma.
Önnur saga segir að yfirvaldið hafi lokað helli útilegumannanna eftir handtökuna til að koma í veg fyrir að aðrir settust þar að. Einnig gæti þarna hafa verið athvarf fyrir þá er stunduðu hreindýraveiðar á Reykjanesinu (síðasta dýrið drepið á Hellisheiði 1901 eða 1904) eða annan veiðiskap. T.d. er hlaðin refagildra í Hrútagjáryngjunni. En þetta eru bara vangaveltur – gaman að velta þessu fyrir sér.
Í Húshelli.
Húshellir er í alfaraleið og er nokkur hundruð metra langur. Eftir að hafa gengið á sléttu helluhrauninu, hoppað yfir sprungur og sokkið í mosa, var komið að Gininu. Það fannst nokkur áður er FERLIRsfélagar voru að koma þarammani niður frá gígaröð norðan við Sauðabrekkur. Blasti opið skyndilega við þeim í annars sléttu hrauninu. Ginið er magnaður hellir og er án efa mest „töff“ hellafundur síðan Eldhraunshellarnir fundurst að mati hellaramanna. Ginið er um 10-15m djúpt, trektlaga og snjór er í botni þess. Á yfirborði er ekki að sjá greinileg ummerki um gjall eða klepra, og því stendur þetta gat út í auðninni eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Því miður vannst ekki tími til að skoða Ginið að fullu, en til að það sé hægt þarf að hafa klifurbúnað og góðan tíma. (Sjá aðar FERLIRslýsingu þar sem Ginið var sigrað).
Þorbjarnastaðaborg.
Hraunspilda milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns á Vatnsleysuströnd nefnist Almenningur. Var þar fyrrum skógi vaxið en hann eyddist af höggi og beit. Síðan um aldamót 19. og 20 . aldar hefur hraunið lítið verið breitt enda hefur það gróið nokkuð á ný. Norðan í honum er hlaðið fjárskjól í skútum. Norðvestan þeirra er Þorbjarnarstaðaborgin við Brunntorfur. Hún var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjónanna um aldamótin 1900, en stendur enn nokkuð heilleg rúmlega aldargömul. Sennilega hefur fjárskjólið einnig tilheyrt Þorbjarnastaðafólkinu og sennilega verið ástæðan fyrir gerð borgarinnar. Svo virðist sem hún hafi átt að verða topphlaðin, líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi, en heimilsfaðirinn á Þorbjarnarstöðum var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mínútur.
Heimildir m.a.:
-Jarðfræði Hafnarfjarðar – flensborg.is
-speleo.is
Hrútagjárdyngja.
Hlíð – Hlíðarvatn
Hlíð stendur við Hlíðarvatn í Selvogi. Hún mun vera landnámsbær. Þórir haustmyrkur er sagður hafa sest þar að fyrstur manna. Mikið af minjum er við vatnið, en upphaflega mun bærinn hafa verið í Hjallhólma, sem nú er varla svipur hjá sjón eftir að hækkaði í vatninu. Nú vottar einungis fyrir minjum utan í hólmanum.
Tóftir við Hlíð.
Gengið var um tóftirnar norðaustan vatnsins, um Hjallhólma, Arnarþúfu og yfir á Réttartanga. Þar skammt sunnar eru Borgirnar þrjár, fjárborgir frá Vogsósum. Gömlu götunni frá Vogsósum áleiðis að Selvogsgötu (Suðurfararvegi) var fylgt til austurs, framhjá Vogsósaseli og upp í Katlabrekkur. Þar var Hlíðarselið og Hlíðarborgin skoðuð áður en haldið var vestur Hlíðargötu, framhjá Borginni undir Borgarskörðum, fjárhústóftum skammt vestar og endað í rústunum ofan við Hlíð (ofan þjóðvegarins).
Stakkavík og Hlíðarvatn – örnefni.
Gísli Sigurðsson ritaði m.a. um Hlíð. Hann taldi þar hafa verið stórbýli fyrrum. Hafi hún um aldaraðir verið eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hafi verið í eyði um 90 ára skeið. “Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhólnum, lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Hlíðartún er nú óræktarskiki, en hafði verið mun stærra í eina tíð. Auk Bæjarhólsins eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Fornmannshóll er í túninu norðaustan og ofan bæjarins.
Tóft við Hlíð.
Hlíðarvatn liggur undan túnfætinum og voru mikil hlunnindi að, enda galt Hlíðarbóndinn þangskurð og reka með silungi til annarra jarða í Selvogi. Vestast voru mörkin milli Hlíðar og Stakkavíkur um vik niður undan Urðarskarði. Innar eða fyrir miðri Urðinni er Bleikjunef; þar var góður veiðistaður. Hlíðarmöl er þar innar, vestan túnsins, sem einnig var aðeins nefnd Mölin. Uppspretta er nálægt miðri Mölinni, heitir Buna.
Ofan Malarinnar eru rústirnar, en þar segja fróðir menn og konur, að bærinn hafi staðið, eftir færslu úr Hjalltanga. Innarlega á Mölinni er tjörn, kölluð Hvolpatjörn eða Kettlingatjörn, og rennur úr henni vatn um Tjarnarlæmið.
Útsýni úr Selskarði yfir Hlíðarvatn og Stakkavík.
Tangi eða hólmi er úti í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi eða Hjallhólmi er hann nefndur. Þar á bærinn að hafa staðið upphaflega. Arnarþúfa er suður af tanganum. Sat þar örninn oft og hlakkaði yfir veiði. Þar fyrir sunnan skerast inn í landið vikin þrjú. Þar er fyrst Kristrúnarvik, og þá Girðingarvik, sem er nýlegt nafn, og þá vik með mörgum nöfnum, Vondavik, Forar-vik og Moldarvik. Í viki þessu var venjulega kafhlaup af for, og því eru nöfnin. Gerð hafði verið brú með grjóti yfir vikið, og var að því nokkur bót. Rakarsker er nýnefni á skeri einu eða hólma fram af vikunum. Nethóll er tangi með hundaþúfu á og er hann einnig nefndur Jónstangi, en fram af honum drekkti sér maður, er Jón hét.
Fjárborg undir Borgarskörðum.
Handan við Vondavik er Réttartangi, og eru þar Selvogsréttir, með safngirðingu, almenningi og dilkum. Í Réttartanga skerst vik, sem sumir kalla Selvik, en suður frá réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman. (Þórarinn Snorrason á Vogsósum sagði selið hafa verið frá Vogsósum, enda í landi jarðarinnar). Marknes var þar utar eða um 400 metra frá Selvogsréttum. Úr nesi þessu lá landamerkjalínan milli Hlíðar og Vogsósa. Hlíðarfjall byrjar við Urðarskarð, og eru þar landamerki Hlíðar og Stakkavíkur, og nær inn að Katlabrekkuhrauni.
Hlíðarborg.
Hlíðin, Brekkur, Hlíðarbrekkur og Hlíðarfjallsbrekkur eru brekkurnar inn með fjallinu kallaðar. Einnig eru brekkurnar nefndar Urðin eða Stórurð, en rétt mun vera, að hluti sá, sem stórgrýttastur er, heitir svo, en það er mikil og stór-grýtt urð ofan frá brúnum niður í vatn, nær miðju. Slóðir tvær liggja eftir Brekkunum og eru nefndar Slóðin neðri og Slóðin efri.
Skjólbrekka var vestan Hlíðarskarðs. Hlíðarfjallsbrúnir voru brúnir fjallsins nefndar, en þær byrjuðu við Urðarskarð.
Á brúnunum norður og upp frá bænum voru Hamrarnir og voru fjórir móbergsstallar. Hinn vestasti hét Arnarsetur og hinn austasti Skjólbrekkuhamar upp frá Skjólbrekku. Þá tók við Hlíðarskarð með Hlíðarskarðsstíg.
Hlíðarkot.
Skútar nokkrir, sem fé leitaði skjóls í, voru uppi undir Hömrunum. Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún.
Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu. Kirkjugata lá frá Hlíð suður með vatninu um Vondavik að Vogsósum og áfram suður að Strandarkirkju.”
Vogsósastekkur (heimasel).
Í Selbrekkum eru tóftir Vogsósasels. Götunni var fylgt upp Katlabrekkurnar þangað til komið var að Hlíðarseli. Fjárborg er við selið, en norðan þess er Hlíðarborgin undir háum klapparhól. Hlaðin tóft er í borginni. Enn ofar, undir Svörtubjörgum er Strandarsel (Staðarsel). Skammt frá borginni er fjárborgin undir Borgarskörðum. Hún stendur, gróinn, á hól og sést því vel úr nokkurri fjarlægð. Vestan hennar eru tóftir fjárhúsa eða sauðakofa. Við þau liggur Hlíðargatan niður að Hlíð. Á leiðinni var komið við í Ána, stórum skúta í Katlahrauni. Hlaðið hefur verið umhverfis opið, en auk þess er hleðsla sunnan við þá hleðslu.
Tækifærið var notað og minjasvæðið við Hlíðarvatn rissað upp.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.
Hlíðarvatn – Stakkavík – örnefni.
Fornasel – Auðnasel
Gengið var upp frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, svona til að skoða nánar niðurlendið með hliðsjón af mögulegri götu frá bænum upp að Auðnaseli í Strandarheiði. Farið var að halla af degi.
Til að gera tveggja klukkustunda sögu stutta er skilmerkilegast að geta þess að þegar, ofan bæjar, var komið inn á götuna. Hún er greinileg í móanum þar sem hún liðast upp upplandið. Gatan var rakin í rólegheitum upp með Auðnaborg og síðan áfram með aflíðandi ílöngum hraunhólum efra. Vörður voru við götuna á a.m.k. þremur stöðum á leiðinni, svipaðar þeim og sjá má á götunni ofan Auðnasels áleiðis upp að Keili. Þegar komið var upp fyrir Reykjanesbrautina tók gatan stefnu á Fornasel, beygði af vestan þess og stefndi á vörðu nokkru ofar. Frá henni sást heim að Auðnaseli (Breiðagerðisseli). Hér var látið staðar numið að þessu sinni og vent af.
Auðnasel.
Upp að Auðnaseli, frá þeim stað er frá var horfið, er um 15 mínútna ganga. Í eldri FERLIRslýsingu af heimsókn í Fornael og síðan Auðnasel segir m.a.: „Aðaltóttin er vestan í hólnum. Sunnan við hana er stekkur. Aftan við hólinn er lítil tótt og hjá henni vatnsstæði, sem hlaðið hefur verið í kringum. Skammt sunnan þess er önnur tótt, sennilega frá eldra seli. Þótt Fornasel geti varla talist til stærri selja hefur það allt er prýtt getur fallegt sel.
Auðnasel sést vel frá línuveginum í suðsuðaustri. Þangað er um 15 mín. rölt. Selstígurinn sést einungis glögglega á stuttum kafla, en þarna hefur orðið talsverð jarðvegseyðing á síðustu áratugum. Vestan við selið er varða. Sunnan undir henni er bæði lítil tótt og önnur stærri. Utan í hæðinni austan við þær er stærsta tóttin. Norðan við hana, í lægð, er greinilegur brunnur. Hlaðinn stekkur er skammt norðar og annar uppi á hæðinni austan við selið. Norðan hennar er kví undir bakka. Í kvínni er fallegur mjaltastúlkusteinn. Í austri ber háa vörðu við himinn, líklega landamerkjavarða því hún virðist ekki í samhengi við aðrar vörðuraðir á svæðinu, hvorki upp frá selinu né af þeirri götu áleiðis niður í Flekkuvíkurselið (Þórustaðastíginn). Í norðaustri sjást hluti tótta Fornuselja í Sýrholti utan í því. Skammt norðan þeirra er önnur tótt í sléttum grasbala ofan slakka og skammt þar norðan við er hlaðinn stekkur í sprungu.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Auðnasel – uppdráttur ÓSÁ.
Svartsengisfell – Sundhnúkur – Hagafell
Gengið var um Svartsengi og með Svartsengisfelli að Sundhnúk. Sást vel hvernig hraunið hefur komi upp úr suðuröxl Svartsengisfels og runnið bæði til austurs og vesturs.
Vesturræman sést mjög vel frá Orkuverinu í Svartsengi þar sem það kemur sem foss niður vesturhlíð fellsins, ekki ólíkt því sem gerðist í Kálfadölum norðan Vegghamra.
Svartsengisfell.
Norðan Sundhnúks er Sundhnúkagígaröðin að segja má ósnert. Gígarnir mynda röð út frá Sundhnúk og er hið mikla hraun vestan við þá runnið úr þeim, niður í Svartsengi. Auðvelt er að ganga upp að Gálgaklettum sunnan Sundhnúks. Gálgakletta er getið í þjóðsögunni um Ræningjana í Ræningjagjá (Þjófagjá) í Þorbjarnarfelli, handtöku þeirra á Baðsvöllum norðan fellsins og aftöku þeirra í klettunum. Þá var gengið upp á Svartsengisfell, er nefnist Sýlingafell frá sjó.
Sólstafir ofan Svartsengisfjalls.
Þaðan er ágætt útsýni yfir umhverfið, m.a. yfir að Gálgaklettum og Hagafelli í suðri og Húsafell, Fiskidalsfjall, Festisfjall, Hrafnshlíð (Siglubergsháls) og Fagradalsfjall í austri. Í toppi fjallsins er allstór gígur. Haldið var niður norðurhlíð Svartsengisfells ofan við Svartsengi þar sem fjölmennir dansleikir voru haldnir hér áður fyrr. Sagan segir að engið heiti eftir Svarti, hrúti Molda-Gnúps, þess er fyrstur nam land í Grindavík (að því að talið er).
Sundhnúksröðin er á náttúruminjaskrá, þ.e. Sundhnúksgígaröðin öll, frá Melhól í vestur að hraunkantinum sunnan Þorbjarnarfells, með honum vestur og norður fyrir fellið, að háspennulínu sem er u.þ.b. 200 m vestan þjóðvegar.
Sundhnúkar.
Mörkin fylgja síðan línunni til norðurs að stað 2 km norðan Arnarseturs og þaðan austur í horn landamerkjalínu við norðausturhorn Litla-Skógfells, síðan beina línu sem hugsast dregin til norðausturs í Kálffell. Þaðan liggja mörkin í Fagradals-Vatnsfell og því næst um beina línu sem dregin er til suðvesturs um Fagradalsfjall, Sandhól, Vatnsheiði og að lokum í Melhól. Í heildina er tæplega 9 km löng gígaröð kennd við Sundhnúk.
Fallegar hrauntraðir eru í suðvesturhlíð Hagafells, en Grindavíkurbær stendur á hrauni úr gígaröðinni.
Vatnsstæði í Vatnsheiði.
Skammt austar er Vatnsheiðin, þrjár dyngjur, en úr þeim rann t.d. það hraun er nú myndar Þórkötlustaðanesið/Hópsnesið. Í því miðju er stór og mikil hrauntröð. Ein dyngjanna, sú syðsta, opnaðist er jarðýtu var ekið um hann. Nefnist opið nú K9. Stiga þarf til að komast niður um gígopið, en fróðlegt væri að fara þangað niður og skoða hvað er í boði þar niðri.
Arnarseturshraunið er frá sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. Hraun við Svartsengi og Grindavík er ca 2400 ára. Án þess væri engin höfn í Grindavík.
Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.
Suðvesturlandið einkennist af Reykjanesskaganum, en það er hér sem Atlantshafshryggurinn gengur á land. Mikið af hraunum eru á Reykjanesskaganum, sem bera vott um hina miklu eldvirkni. Atlantshafshryggurinn gengur í gegnum mitt landið og heitir hér Reykjaneshryggur, en fyrir norðan land nefnist hann Kolbeinseyjarhryggur. Þetta undur heimsins hefur mótað Ísland, ýtt Ameríku frá Afríku og um leið myndað Atlantshafið. Ísland stendur á flekaskilum en vesturhluti landsins tilheyrir Ameríkuflekanum, en austurhlutinn Evrasíuflekanum. Sumir vilja halda því fram að Grindvíkingar fylgi Evrópuhlutanum, en Keflvíkingar fylgi Ameríkuhlutanum.
Sýlingafell – sýlingurinn (gígur/hvylft/laut).
Í Svartsengi, þarna skammt frá, er orkuver Hitaveitu Suðurnesja á háhitasvæði sem nýtir heitan jarðsjó. Í þessum jarðsjó er mikið um efnaupplausnir sem tæra málma og því er honum ekki veitt beint inn á veitukerfin, heldur látin hita upp ferskt vatn fyrir veituna í varmaskiptum. Við þetta fellur til mikill jarðsjór sem streymir út í hraunið og myndar Bláa Lónið, sem frægt er sem heilsubað fyrir fólk með húðsjúkdóma. Svífandi kísilagnir og fleiri efni eru ástæða þess að vatnið litast blátt.
FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.
Á Reykjanesi er einnig annað háhitasvæði sem er vestur undir Skálafelli og svokölluðum Stömpum sem brunnu fyrir yfir 1000 árum. Bjarmar jarðeldsins lýstu upp haf og land, en talið er að slíkt muni gerast aftur þó ekki sé hægt að segja til um tímsetningu.
Í ferðinni gaf Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja, ágætt yfirlit yfir jarðsögu Svartsengis, tilurð og þróun orkuvers Hitaveitunnar. Fram kom m.a. í máli hans að undir hraununum er gífurlegt vatnsmagn, undir því er mikið magn sjávar er seitlast hefur inn undir bergið. Ferska vatnið flýtur ofan á og því hefur verið dælt upp til neyslu og heitavatnsnotkunar. Gufan, um 240 °C heit, sem kemur fram er vatnið minnkar og leitar jafnvægis, er notuð til að hita kalda vatnið. Hún kemur um 160°C heit inn í orkuverið þar sem súrefnið og óæskileg efni eru unnin úr vatninu áður en það er leitt hæfilega heitt inn í hús neytenda á Suðurnesjum.
Svartsengisvirkjun.
Æðar og sprungur í jarðskorpunni eru nokkurs konar svitaholur jarðar og út um þær leitar gufa og glóandi hraun er þannig stendur á. Eina slíka „svitaholu“ má sjá í toppi Svartengisfells og aðrar í Sundhnúkagígaröðinni, þarna skammt frá.
Fram kom í máli Alberts að við uppbyggingu orkuversins hafi mikil reynsla orðið til, m.ö.o. mörg mistök verið gerð er takast þurfti á við ný og óvænt vandamál, en án þeirra hefði ekki orðið nein þróun. Neysluvatnsnýtingin hafi þróast í heitavatnsnýtingu, hún í raforkunýtingu og heilsunýtingu og enn biðu ónýttir möguleikar, s.s. varðandi nýtingu umframorku og affalls, t.d. til líftækniðnaðar, vetnisiðnaðar og súrefnisiðnaðar. Affallsvarma væri t.d. hæg að nota til að hita upp golfvöll eða annað er þurfa þykir.
Svartsengi.
Miklu máli skiptir að menn séu frjóir í hugsun er kemur að hugsanlegri nýtingu þess ónýtta. Ljóst væri að við Reykjanesvirkjunina væri um 100 sinnum meiri vandamál að etja en þá sem fyrir er í Svartsengi, m.a. vegna útfellinga og sjávarseltu.
Albert taldi miklar framfarir hafa orðið í viðhorfi virkjunaraðila til umhverfismála. Nú væri jafnan reynt að samræma sjónarmið verndunar og nýtingar s.s. kostur væri. Umhverfi orkuversins bæri þess glöggt merki.
„Með Alberti fer maðr með reynslu“, hefði Molda-Gnúpur sagt ef hann hefði verið uppi nú á dögum.
Gálgaklettar í Hagafelli.
Þorsteinshellir – Selgjárhellir – Skátahellir
Gengið var að hellunum í Urriðavatnshrauni. Á litlu svæði eru a.m.k. sex hellar, þar af þrír nokkuð langir, en hinir hafa verið notaðir sem fjárskjól. Í einum þeirra, Þorsteinsshelli (Sauðahellirinn syðri), eru miklar hleðslur er mynda þverskiptan niðurgang í tvískiptan hellinn.
Norðurhellrar í Selgjá.
Annar fjárhellir (Selgjárhellir) er skammt norðaustar, í norðvesturenda Selgjár, sem einnig var nefnd Norðurhellragjá. Hleðslur eru fyrir opi hans. Þá eru fyrirhleðslur í helli skammt norðan hans (Sauðahellirinn nyrðri). Sá hellir hefur greinilega verið notaður sem fjárhellir. Einnig eru hleðslur í helli vestan við Þorsteinshelli. Hellar þessir gengu áður undir samheitinu Norðurhellar.
Selgjá hét Norðurhellragjá eða Norðurhellagjá. Í henni eru margar minjar selsbúskaparins fyrr á öldum. Í jarðabókinni 1703 er getið um sel frá átta kóngsjörðum á Álftanesi. Ávallt er getið um selstöðurnar í þátíð svo allnokkur tími virðist hafa verið síðan þær lögðust af. Í Selgjá hafa talist 11 seljasamstæður, sem allar eru byggðar upp við gjárbarmanna, a.m.k. um 20 byrgi og 10 eða 11 litlar kvíar.
Þorsteinshellir við Selgjá.
Sauðahellirinn syðri er hér nefndur Þorsteinshellir, en undir því nafni mun hann hafa gengið um tíma er samnefndur maður Þorsteinsson, þá ábúandi í Kaldárseli, notaði hellana sem fjárskjól um aldamótin 1900. Um hann er fjallað í lýsingu um Kaldársel hér á vefsíðunni. Urriðakotsdalastígur/Gjáarréttarstígur lá þarna skammt frá hellinum um Mið-Tjarnarholt.
Opnað hefur verið inn í langan helli í jarðfalli skammt norðvestan við Þorsteinshelli. Þá er Skátahellir alllangur. Varða er ofan við op hans. Þriðji langhellirinn er skammt norðar. Gróið er í kringum opið. Fara þarf niður undir lágt klapparholt. Þar opnast rás inn undir hraunið. Gömul mosavaxin varða er skammt frá opinu. Því miður gleymdist ljóskerið svo ekki var hægt að fara mjög langt inn eftir rásunum að þessu sinni. Ljósið frá farsímanum dugði þó fyrstu 30 metrana, svona til að skoða hvers konar rásir var um að ræða. Fyrir innan opið á síðastnefndu rásinni er hleðsla, líkt og einhver hafi haft þar bæli um tíma. Augsýnilega hafði þó ekki verið farið þangað niður um allnokkurn tíma.
Fjárskjól við Selgjá (Þorsteinshellir).
Urriðavatnshraun er hluti af Búrfellshrauni. Hraunið er komið úr Búrfellsgíg, sem blasir þarna við í enda Búrfellsgjár. Selgjáin hefur verið hluti þessarar hrauntraðar, en vegna misgengis og hreyfingu landsins, er hún nú allnokkru hærri en Búrfellsgjáin. Misgengið gengur þarna áfram við sunnanverðar Smyrlabúðir að vestanverðu og Hjallana að norðanverðu. Hraunið hefur runnið í tveimur kvíslum vestur milli grágrýtishæðanna og allt í sjó úr í Hafnarfirði og Skerjafirði. Á leiðinni heitir hraunið ýmsum nöfnum, s.s. Urriðvatnshraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Garðahraun, Flatahraun, Gálgahraun, Hafnarfjarðarhraun, Gráhelluhraun og e.tv. fleiri nöfnum. Guðmundur Kjartansson (1972) fékk gerða aldursákvörðun á mó undan Búrfellshrauni við Balaklett og samkvæmt því er hraunið um 7200 ára.
Í Setbergshelli.
Í syðri hraunkvíslinni eru t.d. Hvatshellir, Kershellir og Kethellir (Selhellir). Skammt norðar í nyrðri hraunkvíslinni (sömu og Norðurhellarnir) eru Maríuhellar, öðru nafni Urriðakotshellir og Vífilsstaðahellir.
Búrfellsgjá er engin gjá í venjulegri merkingu heldur hrauntröð, þ.e. farvegur, sem rennandi hraunkvika hefur eitt sinn fyllt upp á barma. Hraunrennslið þvarr mjög snöggt í Búrfellsgjá og farvegurinn tæmdist nær því í botn. Hellarnir við enda Selgjár eru við enda hrauntraðarinnar
Frá sjónarmiði hellafræðinnar er Búrfellsgjáin merkilegasta fyrirbærið í Búrfellshrauni, en í hrauninu eru einnig nokkrir hellar, m.a. þeir sem hér eru nefndir.
Frábært veður – stilla og hlýtt – Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson – 1990.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur R. Guðmundsson -2001.
Þorsteinshellir.
Hvers vegna heitir landið okkar Ísland?
Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú. Í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u, eða sá hvíti. Ísusland mun því hafa verið „landið hvíta„. Það hefur löngum vafist fyrir mönnum, bæði lærðum og leikum, hvers vegna þessu fallega landi var í upphafi valið svo kaldranalegt nafn. Það er ákveðin staðreynd, sem hefur sýnt sig og sannað í aldanna rás, að þeir, sem uppgötva ný lönd gefa þeim eitthvert nafn annaðhvort þegar þeir berja þau fyrst augum eða þegar þeir stíga fæti á fast land.
Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.
Þegar Leifur Eiríksson fór í sína landkönnunarferð í vesturátt, gaf hann öllum þeim löndum nafn er hann fann, ýmist þegar hann sá þau eða þegar hann hafði kynnt sér þau nánar og oftast var það tengt útliti eða landgæðum.
Í Landnámu er sagt frá að Naddoddur víkingur hafi fyrstur fundið landið og nefnt það Snæland, vegna þess að snær mikill hafi fallið á fjöll. Þetta er samsvarandi venjunni að gefa einhverju nafn eftir atburði, kostum eða göllum.
Næstur til þess að uppgötva landið er Garðar Svavarsson. Hann fer að ráði móður sinnar að leita Snælands og siglir umhverfis landið og uppgötvar að það er eyja. Þrátt fyrir að þá þegar sé búið að gefa landinu nafnið Snæland og Garðari sé kunnugt um það, er landinu gefið nafnið Garðarshólmur.
Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns
konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri.
Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin
er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V Danakonungs. Kortið er á pappír (95 cm x 69 cm). Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 477 fol.) eru nefnd
fleiri kort með þessu sem ekki finnast lengur í safni Árna Magnússonar.
Það er einkennilegt, fyrst á annað borð þurfti að klína einhverju öðru nafni á landið, að ekkert annað hafi komið upp í hugann eftir alla þá stórkostlegu landfegurð og furður, sem hljóta að hafa borið fyrir augum, hringinn í kringum landið.
Næstur í röðinni er Hrafna-Flóki Vilgerðarson. Hann fer að leita að Garðarshólma, þannig að hann veit ekki aðeins um það nafn á landinu, heldur má líka gefa sér það að hann hafi vitað um nafnið Snæland. Hann kemur að landinu austanmegin, við Horn, alveg eins og Garðar Svavarsson og siglir vestur um Reykjanes og sér eins og Garðar hvar Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð og önnur kennileiti, sem verða á leið hans alla leið vestur í Vatnsfjörð við Barðaströnd.
Hann virðist hafa tekið land að sumri til, því sagt er að allt kvikfé þeirra hafi drepist um veturinn vegna heyleysis. Allan veturinn þrauka þeir og þrátt fyrir harðan vetur og að vorið varð líka kalt er það þá fyrst að Flóki gefur landinu nafn upp á nýtt og nefnir það Ísland. Hvílík andagift og hugljómun!
Eldborg í Svínahrauni.
Allt í einu uppljúkast augu hans fyrir fegurðinni, sem landið hefur upp á að bjóða. Þrátt fyrir fegurð Snæfellsjökuls og snjóþyngslanna í Vatnsfirðinum og nágrenni, sem hefðu getað gefið staðfestingu á nafninu Snæland, kemur hann með nafnið Ísland. Öllu réttara hefði verið nafnið Ísaland, fyrst honum ofbauð svona vetrarhörkurnar, eins og Ísafjörður hefur verið réttilega nefndur.
Fyrstu sagnir um byggð er allt frá fjórðu öld, ef ferðasaga Pýþeasar frá Marseille segir rétt frá að hann hafi rekist á fólk, sem nærst hafi á korni og hunangi, á eyjunni Thule. Næst er sagt frá því að heilagur Brendan hafi komið til Íslands, árið 548, eða Tílí eins og landið hafi verið nefnt af grískum sæfarendum.
Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.
Hann hittir hér fyrir einsetumanninn Pól og hafði hann dvalið þarna í 60 ár. Einhverjir virðast hafa farið þarna á undan heilögum Brendan, því hann vissi af einsetumanninum og leitaði hann uppi. Þegar heilagur Brendan fer síðan aftur til Írlands er hann að sjálfsögðu hugfanginn af þessum nýja og í hans huga heilaga stað, sem er fullkominn til guðrækilegra íhugana og aðrir fylgja í kjölfarið. Það hefur verið friðsamasta og trúaðasta fólkið, ekki endilega einsetumenn, heldur allir þeir, sem vildu skapa sér og sínum friðsælt og öruggt athvarf því það voru á þessum tímum landlægar deilur milli ættflokka á Írlandi. Þannig hefur landið byggst á næstu árum af trúhneigðu, ötulu dugnaðarfólki, sem valið hefur sér búsetu í fyrstu meðfram Suðurlandinu en síðan haldið áfram vestur fyrir Reykjanes og allt Vesturland og Vestfirðina.
Það sem styður þessa kenningu, sem aðrir fræðimenn hafa löngum ýjað að, að hlyti að vera, er sú staðreynd að bæði Garðar Svavarsson og Flóki Vilgerðarson, koma að landinu við Horn en sigla áfram. Þrátt fyrir landgæðin, sem hljóta að hafa blasað við þeim, freista þeir ekki landgöngu fyrr en í öðru tilfellinu norður í Húsavík á Skjálfanda en í hinu í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Það er alveg augljóst að þeir sæfarendur, sem eru með kvikfé um borð, þurfa við fyrsta tækifæri að endurnýja vatnsbirgðir sínar. Í dæminu með Flóka er ekki ýjað að því einu orði að landtaka hafi verið reynd fyrr en í Vatnsfirði. Fyrst hægt er í sögninni af ferð hans að tíunda að þeir hafi gleymt sér við veiðiskap og að kvikfé þeirra hafi drepist og vorið hafi verið kalt, hvers vegna ekki að segja frá landgöngu annars staðar þar sem augljós þörf hefur verið fyrir það?
Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).
Flóki var ekkert að flýta sér frá landinu, því það tók hann heilt ár að hafa sig burt. Hann hefur vetursetu í Borgarfirði en einn félaga hans, Herjólfur, verður viðskila við hann og tekst allslausum að þrauka heilan vetur í Hafnarfirði. Þegar loks þeir komast frá landinu hræðilega, Íslandi, og til Noregs lætur Flóki illa af landinu en félagar hans vel. Herjólfur segir kost og löst af landinu, sem vekur óneitanlega furðu, þarsem hann varð að hírast einn og allslaus allan seinni veturinn.
Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu. Eftir það var hann kallaður þórólfur smjör.
Það vekur óneitanlega furðu, að þeir félagar eru svo ósammála um landgæðin, sérstaklega ummæli Þórólfs. Það er ekki nóg, samkvæmt mínum skilningi, að land sé grösugt og afar gjöfult ef ekki fer saman landnýting og gæði. Auðvitað hafa þeir félagar notið gestrisni þess fólks sem fyrir var og þess vegna hafa þeir getað borið vitni um hversu gott væri að hafa búsetu í þessu gjöfula landi. Flóki og Þórólfur koma seinna til landsins og setjast hér að og virðast una sér vel eftir það.
Auður djúpúðga brýtur skip sitt við Víkarsskeið og hlýtur það að hafa verið um haustið eða hávetur. Þrátt fyrir það fer hún með alla skipshöfn sína, ekkert er tíundað að nokkur hafi farist, alla leið til Kjalarness þar sem hún veit af bróður sínum, Helga bjólu. Hvernig í ósköpunum veit hún hvar hún er stödd í ókunnu landi, þekkir ekkert til staðhátta en fer samt rakleiðis til Kjalarness? Samkvæmt sögunni gerir hún stuttan stans hjá bróður sínum, vegna þess að hann vildi bara taka við helming manna hennar. Hvert áttu hinir að fara? Var um aðra staði að ræða, sem gátu þá tekið við hinum? Auður djúpúðga heldur áfram, án þess að þiggja nokkurn beina, og nú alla leið vestur í Breiðafjörð til Bjarna austræna, hins bróður síns, og var vel tekið við henni þar. Allir vita hvernig veðurfar er á landinu að hausti til og um vetur, það að bjargast frá skipbroti og berjast áfram alla leið til Kjalarness frá Víkarsskeiði og þaðan til Breiðafjarðar er alveg lífsins ómögulegt án hjálpar og aðhlynningar. Þess hefur Auður djúpúðga notið af fólkinu sem fyrir var á þessari leið og það hefur leiðbeint henni til bræðra sinna.
Amerigo Vespucci (1454-1512). Hann var ítalskur og fyrstur manna til að gera sér ljóst að meginland Ameríku væri aðskilið frá Asíu. Ameríka var nefnd eftir honum 1507 þegar þýski kortagerðamaðurinn Martin Waldseemüller prentaði fyrsta kortið sem notaði nafnið Ameríka yfir Nýja heiminn. Í fyrsta leiðangri sínum frá Spáni 1499-1500 var Vespucci siglingafræðingur undir stjórn Alonso de Ojeda. Þeir uppgötvuðu mynni Amazonfljóts og Orinoco í Suður-Ameríku og töldu sig stadda í Asíu. Í öðrum leiðangri sínum 1501-1502 – og nú frá Portúgal – varð honum ljóst að Suður-Ameríka væri ekki hluti Asíu, heldur Nýr heimur.
Þetta furðulega nafn, Ísland, á jafnfallegu landi hefur jafnan vakið undrun. Málfræðilega væri réttara að kalla það Ísaland, ef það væri kennt við rekísa þá sem Hrafna-Flóki er talinn hafa séð ofan af fjalli. Mín kenning er að þetta sé rétt nafn, Ísland, og rétt skrifað, en að það sé, eins og aðrir fræðimenn hafa ýjað að, kennt við eitthvað guðdómlegt. Ennfremur er það staðföst trú mín að landinu hafi verið gefið þetta fallega nafn, Ísland, af heilögum Brendan þegar hann hitti hér fyrir einsetumanninn Pól. Það vafðist svolítið fyrir mér þetta nafn, Pól, vegna þess að engin góð skýring fannst á því í gelískri orðabók. Þar var “ poll“ sagt vera hola en svo fann ég svarið í gamal-írskri orðabók og hún var ósköp einföld, nafnið Pól þýddi Páll, þ.e. einsetumaðurinn hét, eða kallaði sig, í höfuðið á Páli postula, sem merkilegastur hefur verið af lærisveinum Jesús. Þannig tengist Páll postuli á einstakan hátt kristni- og landnámssögu Íslands.
Brendan hittir Pól.
Heilagur Brendan varð svo snortinn af að hitta Pól á páskadag og sögum hans af 60 ára dvöl hans í þessu einstaka, fagra landi að hann fellur á kné og lýsir landið heilagt og nefnir það Ísland, eftir þeim sem hann vissi mestan í huga sínum, Jesú. Nafn Jesú er skrifað á gamal-írsku, Ís(s)u og þá virðist margt skýrast með nafn landsins, Ísland. Í gegnum aldirnar hafa menn viljað tengja Ísland við eitthvað heilagt án þess að geta skýrt það frekar nema þá helst að tengja nafnið við gyðjuna Ísis hjá Egyptum til forna.
Thule á Íslandskorti fyrrum.
Ef nafnið Ísland er tengt við ís og kulda, hvers vegna er það þá ekki tengt því á öðrum tungumálum? T.d. á frönsku er nafnið Islande, sem hefur ekkert með ís eða kulda að gera. Á þýsku er nafnið Island, hvers vegna ekki Eisland, sem er rétt ef nafnið hefði frá upphafi verið kennt við rekís? Það er viss skýring á þessu. Írskir munkar og fræðimenn voru helstu kennarar við hirðir konunga á meginlandi Evrópu á fyrstu öldum fyrir landnám norrænna á Íslandi. Þeir hafa notað í sinni kennslu bæði nöfnin Thule eða Týli og Ísland en að sjálfsögðu hefur nafn landsins, sem hét eftir Jesú, verið ofar í huga og orðið fast í tungu Frakka og Þjóðverja.
Íslandskort.
Hjá þessum þjóðum hefur ekkert verið hróflað við nafninu Ísland en aftur á móti hefur ríkt mikil óvissa hjá Englendingum hvað landið héti eða hvernig ætti að skrifa nafn þess. Á miðöldum er nafn Íslands í heimildum, eins og t.d. toll- og skipaskrám, ýmist skrifað, Iselande, Islond, Yslond, Yselondis, Izeland Ysland, Yslondes en í opinberum skjölum frá 14. öld er Ísland nefnt Islande. Þarna er ekkert verið að koma með seinni tíma orðskrípið Iceland, vegna þess að merking þess hefur ekki legið ljóst fyrir.
Krossmark í Seljalandshellum. Hellir undir Eyjafjöllum var manngerður að hluta fyrir landnám, það er um árið 800. Þetta sýnir rannsókn vestur-íslensks fornleifafræðings meðal annars á gjóskulögum við hellinn.
Það virðist vera að þegar Ari fróði skrifar Íslendingabók og þegar Landnáma er rituð, hugsanlega á 12. öld, hafi merking nafngiftar landsins verið á huldu. Hún hafi lifað meðal þeirra sem voru af írskum uppruna en merkingin, að kenna landið við Jesú, ekki hugnast þeim er röktu ættir sínar til hinna norrænu landnámsmanna.
Nafnið Ísland fékk að halda sér en það varð að finna aðra merkingu til þess að ekki væri hægt að rekja slóð til hinna raunverulegu fyrstu landnámsmanna, sem voru írskir einsetumenn og þeirra eftirfylgjendur. Það eru biskuparnir, Þorlákur og Ketill, ásamt Sæmundi fróða, sem ráða því að hlutur norrænna manna er talinn meiri í sögu landsins. Ari fróði sýndi þeim frumskrif sín, en varð að lúta vilja þeirra er honum finnst hann knúinn til þess að segja: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur, er sannara reynist.“ Hann hefði ekki þurft að setja þetta inn, nema vegna þess að ekki var allt með felldu.
Það eru þeir, sem ráða því að tilbúningurinn um nafngift Hrafna-Flóka á landinu, heldur sér, en stenst engan veginn þegar grannt er skoðað. Nafngift Íslands er tengt nafni Jesú vegna þess að í gamal-írsku er það skrifað Ís(s)u.
Heimildir:
-Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld eftir Björn Þorsteinsson.
-Frá árdögum íslenskrar þjóðar, eftir Arnór Sigurjónsson.
-Grúsk II, eftir Árna Óla. Íslendingasaga, eftir Jón Jóhannesson.
-Pýþeas og gátan um Thule, eftir Ian Whitaker.
-Old Irish reader, eftir Rudolf Thurneysen.
-https://rafjon.wordpress.com/saekonnudur/
-Úr grein eftir ÆGI GEIRDAL, Lesbók – laugardaginn 22. janúar, 2000.
Gamalt Íslandskort.
Elliðaárdalur – Morð við Skötufoss
Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hér, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi.
Skötufoss.
Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti.
Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Er þeir voru staddir við Skötufoss, sem er skammt fyrirneðan Ártún, gekk Sigurður aftur að Sæmundi, sló hann með trébarefli, sem hann hafði meðferðis og hratt honum fram í hylinn.
Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga til sveitunga sinn að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund.
Skötutjörn.
Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annaðhvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um endalok hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var nú einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. “Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við” segir í Vallaannál.
-Elliðaárdalur – ÁH, HMS og RV – 1998.
Skötufoss.
Afrakstur rannsókna í áratugi – Jarðfræðikort ÍSOR
Í Morgunblaðinu 2013 er fjallað um stórvirkið „Jarðfræðikort ÍSOR“ af Suðvesturhorni Íslands undir fyrirsögninni „Afrakstur rannsókna í áratugi“.
Jarðfræði; misgengi, gjár, hverir, lindir og ótalmargar hraunbreiður hafa verið færðar á yfirlitskort. Vísindamenn ÍSOR hafa kannað svæðin ítarlega. Síðan hafa nær sleitulaust verið stundaðar rannsóknir af ýmsu tagi sem fjölmargir vísindamenn hafa komið að. Flestar þessara rannsókna hafa verið í tengslum við virkjanir og hugmyndir þar að lútandi. Kortlagning ÍSORs af jarðfræði landsins er og hefur verið grundvöllur verndar og nýtinga náttúruverðmæta þess.
„Árið 2010 kom hjá ÍSOR fyrsta jarðfræðikortið í kvarðanum 1:100.000 en það var af Suðvesturlandi. Nýverið er hafin vinna við kort af syðri hluta norðurgosbeltisins og vonast er til að það komi út árið 2014.
ÍSOR hefur lagt til að hafist verði handa við alhliða rannsóknir á auðlindum gosbelta landsins, en slíkar rannsóknir eru nauðsynlegar – og grundvöllur þess þegar taka skal ákvörðun um vernd og nýtingu auðlindanna. Reikna má með að átta kort þurfi til þess að ná yfir gosbeltin.
Jarðfræðikort ISOR af Suðvesturlandi – auglýsing.
Við lítum á það sem samfélagslega skyldu okkar að koma þeirri þekkingu sem vísindamenn okkar afla á form sem nýtist sem flestum til fróðleiks og skemmtunar. Auk þess að vera undirstaða fyrir umhverfismat, skipulag, nýtingu lands og auðlinda eru slík kort fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja ferðast um landið og fræðast um náttúru þess,“ segir Ingibjörg Kaldal, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.
„Það er misjafnt eftir svæðum hve langan tíma það tekur að afla gagna fyrir svona kort, segir Ingibjörg Kaldal sem er einn jarðfræðinganna sem unnu kortið. Hinir eru Kristján Sæmundsson, Árni Hjartarson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson.
Ingibjörg nefnir í að í sumar séu liðin 50 ár síðan aðalhöfundur jarðfræðikortsins nýja, Kristján Sæmundsson, kom fyrst á Kröflusvæðið til jarðfræðirannsókna. Síðan hafa nær sleitulaust verið stundaðar þar rannsóknir af ýmsu tagi sem fjölmargir vísindamenn hafa komið að. Flestar þessara rannsókna hafa verið í tengslum við virkjanir og hugmyndir þar að lútandi. Einnig hefur landið verið kannað vegna annarra verkefna eins og vatnsaflsrannsókna og lághitarannsókna. Ingibjörg Kaldal segir þau mál ekki hafa að neinu leyti þrýst á um útgáfu kortsins góða.
Jarðfræðikort ISOR af Suðvesturlandi.
„Nei, eiginlega ekki. Við rannsóknir vegna virkjanahugmynda á svæðinu hefur orðið til fjöldinn allur af jarðfræðikortum sem eingöngu hafa birst í skýrslum og greinargerðum fyrir verkkaupa ÍSOR og því fáum öðrum aðgengileg,“ segir Ingibjörg. Bætir við að það hafi verið með samþykki verkkaupa rannsókna á þessu svæði sem ákveðið hafi verið að gefa kortið góða út.
Gjávella er nýyrði
Við gerð þessa korts af Norðurgosbeltinu varð til nýyrðið gjávella. Þar sem greið leið er ofan í opnar gjár getur hraun runnið ofan í þær og langa leið eftir þeim neðanjarðar.
Gjávella eða kvikugangur.
Hraunið getur jafnvel komið upp um gjá annars staðar í tuga kílómetra fjarlægð og kallast þá gjávella.
„Augu manna opnuðust fyrst fyrir þessu fyrirbæri í Kröflueldum 1975-1984 þar sem menn urðu vitni að því er hraun rann ofan í gjá í 170 m breiðum hraunfossi. Nýyrðið varð þó fyrst til við gerð þessa korts og er Kristján Sæmundsson nýyrðissmiðurinn. Nokkur dæmi er um eldri gjávellur á þessu svæði en þetta fyrirbæri er ekki þekkt í öðrum landshlutum,“ segir Ingibjörg Kaldal. – sbs@mbl.is
Grindavík – jarðfræðikort Jóns Jónssonar. Kort Jóns voru öll unnin „á fæti“ fyrir tíma tölva og nákvæmra loftmynda.
OR (Orkuveita Reykjavíkur) birti á sínum tíma áhugavert rit og síst einstök jarðfræðikort Jóns Jónssonar, jarðfræðings, af Reykjanesskaganum. Það var síðan tekið út af vefnum, einhverra hluta vegna. Eitt eintak er til af ritinu í kjallara Þjóðarbókhlöðunnar.
ÍSOR birti síðan á vefsíðu sinni uppdrátt af jarðfræðikorti Suðvesturlands. Kristján Sæmundsson hafði skömmu áður prentað kortið út fyrir FERLIR, sem fylgdi Kristjáni síðan áfram um Reykjanesskagann með nýjum uppgötvunum. Einhverra hluta vegna var vefútgáfa jarðfræðikortsins í framhaldinu fjarlægð og prentaðri útgáfu komið í sölu í allar helstu bókaverslanir. Slíkt getur nú varla talist „fyrir alla þá sem vilja ferðast um landið og fræðast um náttúru þess“.
Segja má að Jón Jónsson hafi verið frumkvöðull að gerð jarðfræðikorta á Reykjanesskaga, Kristján Sæmundsson hafi síðan tekið upp þráðinn og Árni Hjartarson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson bætt um betur. Af þessu má sjá hversu mannkynið er öflugt í eigin þróun, þrátt fyrir tiltölulega stuttan líftíma hvers og eins, miðað við jarðsöguna.
Öllum þessum fólki ber að þakka fyrir þess frábæra framlag…
Heimild:
-Morgunblaðið 25.04.2013, Afrakstur rannsókna í áratugi, bls. 14.
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, með drög að jarðfræðikorti Suðvesturlands í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli.
Böðlar
Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:
Kirkjuból – grafstæði.
„Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn, sem þá feðga líflét í Skálholti og hét Jón Ólafsson. Hann tóku þeir á Álftanesi og héldu í sundur á honum túlanum og helltu svo ofan í hann heitu blýi. Með það lét hann líf sitt, en þeir riðu síðan norður.“ (Ann. IV. 63)
Í annarri heimild er sagt að norðlenskir hafi hellt heitu biki, en ekki blýi, ofan í Jón böðul sem í sumum heimildum er nefndur „herfileg kind“ og „drengtötur.“Oft urðu þeir menn böðlar sem gerst höfðu sekir um smáglæpi og ef til vill hefur það átt við um böðul biskupsins á Hólum. Í Setbergsannál segir frá Guðlaugi sem hafði stolið úr búðum danskra árið 1640. „Þar eftir fékk hann eða var tekinn fyrir böðul.“ (Ann.IV.89) Og í Eyrarannál er þess getið að árið 1671 hafi strákur verið strýktur í Skagafjarðarsýslu fyrir þjófnað. Hann fékk „60 högg og lofaði að verða böðull.“ (Ann.III.298)
Höggstokkur sá er þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin á 12. jan. 1830 af Guðmundi Ketilssyni, bróður Nathans þess er þau höfðu myrt. – Aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu og lá höggstokkurinn þar síðan til þess er hann var sendur hingað suður af Árna Árnasyni frá Höfðahólum. – Hann er eikardrumbur, hefur verið röng í skipi. Við aftökuna var höggstokkurinn klæddur rauðu klæði. Hún var framkvæmd með böðulsöxi nýrri, er til þess var fengin; er nú blaðið af henni í safninu; hefur hún ekki verið notuð til aftöku síðan, því að þessar eru hinar síðustu hjer á landi. – Í þá hlið höggstokksins, er virðist hafa snúið upp við aftökuna, eru 2 stórar rifur og 1 lítil í milli. Sagt er að Guðmundur hafi höggvið af svo miklu afli að öxin hafi gengið nokkuð ofan í stokkinn; má vera að smárifan í miðju sje far eptir öxina, en í þeirri rifunni, sem næst er hökuskarðinu virðist jafnvel votta fyrir axarfari, miklu dýpra; sje það sönn sögn, að verið hafi tveggja manna tak að ná öxinni aptur úr stokknum hlýtur hún að hafa sokkið hjer í hann þá, en það var við fyrri aftökuna, Friðriks; hið smærra öxarfarið, ef það er svo, kann þá að vera eptir hina síðari. – Er þar sagt að öxin og höggstokkurinn hafi verið fengin frá Kaupmannahöfn.
Fyrr á öldum var var hálshöggning algeng refsing á Íslandi fyrir stórglæpi eins og morð og dulsmál, þar sem fæðingu barns var leynt og það síðan deytt. Þessari refsingu var þó nær eingöngu beitt gegn karlmönnum en konum var drekkt fyrir dulsmál. Sakamenn voru hálshöggnir með handöxi og höfuð þeirra stundum sett á stengur öðrum til viðvörunar.
Þingvellir – aftökustaðir.
Svo virðist sem böðlar á Íslandi hafi ekki alltaf verið stétt sinni til sóma. Í Skarðsárannál segir frá aftöku Björns Þorleifssonar árið 1602:
Tekinn af á alþingi Björn Þorleifsson fyrir kvennamál og svall, fékk góða iðran. Biskupinn herra Oddur áminnti hann sjálfur. Hann kvaddi menn með handabandi, áður sig niður lagði á höggstokkinn, og bauð svo öllum góða nótt. Var hann með öllu óbundinn. Jón böðull, er höggva skyldi, var þá orðinn gamall og slæmur og krassaði í höggunum, en Björn lá kyr á grúfu, og þá sex höggin voru komin, leit Björn við og mælti: Höggðu betur, maður! Lá hann svo grafkyr, en sá slæmi skálkur krassaði ein 30 högg, áður af fór höfuðið, og var það hryggilegt að sjá. (Ann.I.187)
Eftir aftöku Björns voru yfirvöld áminnt um að hafa örugga menn í böðulsstarfi svo að landið yrði ekki að spotti.
-Af www.haskolinn.is
Minnismerki um Jón Arason við Skálholt um 1970.
Aftaka Jóns biskups Arasonar – eftirmálar
Árið 1551 dró heldur betur til tíðinda á Suðurnesjum. Árið áður hafði síðasti kaþólski biskupinn, Jón Arason, verið tekinn af lífi og nú vildu ættingjar hans ogbandamenn leita hefnda. Nærtækast þótti að láta hefndina koma niður á umboðsmanni danska hirðstjórans, Kristjáni skrifara, sem kveðið hafði upp úrskurðinn um að biskup skyldi hálshöggvinn.
Kapella í Kapelluhrauni.
Í ársbyrjun var Kristján staddur í konungserindum á Suðurnesjum og hafði fjölmennt fylgdarlið. Norðlenskum vermönnum barst njósn af ferð hans og héldu í skjóli nætur 30 saman að Kirkjubóli þar sem Kristján dvaldist ásamt mönnum sínum og ungum syni.
Norðanmenn fengu leyfi bóndans á bænum til að rjúfa þekjuna og gátu því komið skrifaranum að óvörum og drepið þá einn af öðrum. Kristján náði þó að brjótast út úr húsinu án teljandi sára því hann var brynjuklæddur.
Kom þá aðvífandi 18 ára piltur, sveinn Þórunnar á Grund, dóttur Jóns Arasonar. Hann var vopnaður lensu, sem hann rak í smáþarmana og mælti í sömu svifum: “Ég skal finna á honum lagið”.
Því næst héldu Norðlendingar um Suðurnes og drápu þá konungsmenn, sem þeir náðu í. Á Másbúðum rákust þeir á tvo fylgdarmenn Kristjáns og felldu annan, en hinn slapp með því að skjóta einn norðanmanna á flóttanum. Er þetta e.t.v. fyrsti íslenski byssubardaginn.
Kirkjuból – grafstæði.
Loks hemrir Setbergsannáll að Norðlendingar hafi haldið norður á Álftanes þar sem þeir tóku höndum böðul Jóns Arasonar, Jón Ólafsson,…”og héldu í sundur á honum túlanum og helltu svo ofan í hann heitu blýi. Með það lét hann líf sitt, en þeir riðu norður.”
Vitaskuld brugðust dönsk stjórnvöld illa við þessu framferði og sumarið eftir létu þau hálshöggva bóndann á Kirkjubóli og hjáleigumann hans. Voru höfuðin sett á stengur en búkarnir á hjól og haft sem víti til varnaðar við þjóðveginn við Straumsvík.
Mest gramdist yfirvöldum þó meðferð norðanmanna á líkum þeirra er féllu við Kirkjuból. Þeir voru dysjaðir fyrir norðan tún og líkin svívirt með því að höfuðin voru höggvin af og nefin sett milli þjóanna, til að þeir gengju síður aftur.
-Samantekt frá Fræðsasetrinu í Sandgerði.
Minnisvarði um Jón Arason og syni hans við Skálholt.