Tag Archive for: Grindavík

Refur

Ætlunin var að ganga frá Sýslusteini í Lyngskjöld og leita uppi greni, sem þar á að hafa verið.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Á þeim slóðum átti svonefnt þrætugreni að vera, en það var nefnt svo vegna þess að hvorki Selvogsmenn né Grindvíkingar töldu grenið vera í þeirra landi. Heyrir það til undantekninga að bændur afneiti landi því oftar en ekki hafa þeir deilt um yfirráð á slíkum svæðum. Bréfaskrifti fóru á millum hreppsnefndanna vegna þessa þar sem ítrekaðar voru skyldur hvorrar fyrir sig að vinna grenið. Ástæðan var fyrst og fremst sú að grenið var á ystu mörkum sveitarfélaganna og langt að fara fyrir báða aðila, þó heldur lengra fyrir Grindvíkinga. Líklegt mátti því telja að Lyngskjaldargrenið hafi verið það greni er olli framangreindum deilum fyrrum, nefnt „Þrætugreni“. Hafa ber í huga að akvegur þarna var fyrst gerður um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Að sögn kunnugra er grenið við landamerkjavörðu á „Skildi“ og eiga hlaðin byrgi skyttu að vera nálægt greninu.

Lyngskjaldargreni-1

Ólafur Þorvaldsson, síðasti bóndinn í Herdísarvík, getur um Lyngskjaldargrenið í lýsingu sinni af Herdísarvík: „…Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar. Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld, sem er bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu, austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyngskjaldargren. Meiri gróður er í Lyngskildi en umhverfis hann, t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja…“
Mosavaxið hraun liggur neðan, ofan og beggja vegna Lyngskjaldar. Hann er í eldra greiðfærara helluhrauni. Svæðið hallar snarlega upp á stall vestan Herdísarvíkurfjalls. Hallinn er lyng- og hrísvaxinn. Þegar upp á hann er komið tekur við fyrrnefnt tiltölulega slétt hellurhraun. Ofar eru rásir og í þeim nokkir litlir hellar. Stallurinn er kjörið grenjasvæði því alls staðar má sjá op á yfirborðsrásum.

Þrætugrenin

Hleðslur við Þrætugrenin.

Lyngskjaldargrenið (-grenin) er rétt fyrir ofan hallann, fremst á stallinum, vestast í honum. Lítil varða er ofan við brúnina og síðan má sjá hvert opið á greninu á fætur öðru. Þau eru öll merkt með tveimur steinum. A.m.k. tvö byrgi refaskyttu eru sitt hvoru megin við grenjasvæðið. Meginopið er í nokkurs konar „urð“ skammt suðaustan við efra byrgið. Innan við það var skít að sjá, en hvergi var fiður eða önnur nýleg ummerki eftir ref í eða við grenin. Talsvert var af rjúpu í nágrenninu, sem bendir fremur til þess að refur hafist ekki við í greninu um þessar mundir. Hnit voru tekin. Af afstöðunni má ætla að grenið sé nokkurn veginn á sýslumörkunum fyrrnefndu, en þó heldur innan Selvogslands ef eitthvað er.

Þrætugrenin

Eitt þrætugrenjanna.

Refur hefur löngum verið veiddur á Reykjanesskaga. Í frétt í Morgunblaðinu 1987 segir m.a. um tófuveiðar á Reykjanesskaganum: „Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjardyrnar hjá sér á Vatnsleysu. Tófur hafa verið felldar við Innri-Njarðvík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðs-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Einar Þórðarson og Lárus Kristmundsson refaskyttur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni.
MelrakkiÍsólfur Guðmundsson, bóndi í Ísólfsskála, refaskytta í Grindavíkurlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. Í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar
refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refaskyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af eru 3 tófur er voru felldar í Njarðvíkurlandi.
Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra voru felldar samtals 38 tófur í Gullbringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 voru felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 voru þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 voru þær 2, árin 1981 og 1982 voru engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá voru veiddar 11 tófur, árið eftir 31.“

Þrætugrenin

Skjól refskyttu við Þrætugrenin.

Og svolítill fróðleikur um tófuna: Talið er að tófan hafi sest að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en talið er að hún hafi komið hingað á hafís.
Fullvaxinn refur getur orðið tæpur metir á lengd, skrokkurinn ekki nema 56-60 cm. Og þyngdin getur orðið allt að 6 kg. Læðurnar eru yfirleitt léttari.
Til eru nokkur litarafbrigði af Íslenska heimskautarefnum en aðallitirnir eru mórautt og hvítt. Dýr af mórauðakyninu eru dökkbrún allt árið en geta verið með hvítan blett eða rák á bringu. Á sumum mórauðu dýrunum getur feldurinn orðið upplitaður á vorin, svo að hann sýnist ljósbrúnn eða grábrúnn. Dýr af hvíta afbrigðiðu eru aftur á móti grábrún á baki og ljósbrún á kvið á sumrin, en þau eru alhvít á vetrum. Mórauða afbrigðið er algengast á Íslandi þegar á heildina er litið. Trýni refsins er alltaf svart og eyrun upprétt. Refir ganga úr hárunum tvisvar á ári. Þeir skipta yfir í sumarfeldinn á tímabilinu frá miðjum maí til miðjan júní. Vetrarfeldur fullorðinna dýra vex út aftur í byrjun vetrar og er að vaxa eitthvað fram yfir áramót.

Þrætugreni

Skjól refaskyttu við Þrætugrenin.

Húsakynni tófunnar er kallað greni. Greni tófunnar eru margvísleg. Greni hennar eru víðast í stór-grýtisurðum neðarlega í fjallshlíðum eða í hraunrásum. Vitað er með vissu að mörg greni hafa verið notuð áratugum saman, þótt ekki sé það á hverju ári.
Tófan gýtur að jafnaði um miðjan maí eftir c/ 52 daga meðgöngu. Afkvæmi tófunnar kallast yrðlingar.
Meðal gotstærð íslensku tófunnar er 5-6 yrðlingar. Þeir fæðast blindir en augun opnast eftir 15 daga. Yrðlingarnir eru alveg háðir móðurmjólkinni fyrstu þrjár vikurnar en þá byrja þeir að éta kjöt. Læðan venur þá síðan af spena við 6-10 vikna aldur.
Báðir foreldrar hjálpast að við uppeldið. 

Vembla

Fyrstu þrjár vikurnar fer læðan lítið frá greninu og steggurinn sér að mestu einn um aðdrætti. Refaparið notar afmarkað heimasvæði sem það fer um í ætisleit og reynir að verja gegn öðrum refum. Heimasvæði sem varið er fyrir öðrum dýrum sömu tegundar er nefnt óðal. Bæði kynin merkja óðalið með þvagi á áberandi stöðum.
Yrðlingarnir taka smám saman að fara í stuttar og síðar lengri ferðir frá greninu. Þegar þeir eru orðnir um það bil tólf vikna gamlir, sem er venjulega snemma í ágúst, eru þeir oft farnir að dreifa sér og sofa á daginn í holum og glufum sem ekki teljast eiginleg greni. Næstu fjórar vikurnar eykst sjálfstæði þeirra og síðast er vitað til að refur hafi fært yrðlingum fæðu í lok ágúst þegar yrðlingarnir voru tæplega 14 vikna gamlir. Í byrjun september virðast þeir vera farnir að finna alla sína fæðu sjálfir.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

 Um miðjan september taka fyrstu yrðlingarnir að yfirgefa óðal foreldranna. Steggir virðast fara fyrr en læður.
Fæðan fer eftir aðstæðum, ýmislegt sjórekið, hrognkelsi, kræklingur, fuglar, egg, hreindýrahræ, rjúpur, þangflugnapúpur, ber, hagamýs o.fl.
Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir og refurinn á Íslandi.
Önnur Íslensk heiti eru: Djangi, djanki, dýr, dratthali, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, melkraki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tófa, tæfa, vargur og vembla.
Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara.. Um tíma var bændum gert skylt að stunda grenjaleit á jörðum sínum og afréttum á eigin kostnað, þótt veiðimönnum væri greitt fyrir veiðina.“
Til baka var gengið eftir torsóttri fjárgötu undir Lyngskildi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1943-1948. Herdísarvík í Árnessýslu, eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 134.
-Morgunblaðið 14.07.1987, bls. 26.
-Villt spendýr, bls. 74-85.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

Kistufellsgígur

Í síðustu FERLIRsferð um Brennisteinsfjöll var gengið fram á op á þykkri hraunhellu í Kistufellshrauni, nokkru vestan Kisufellshraunshellanna (KST). Gatið var um 4 m í radíus, hringlaga. Dýptin niður á botn var um 10 metrar. Þar sást niður í rás, um 6 metra breiða. Stórt gróið jarðfall er nokkuð ofar, en ekkert að sjá neðar. Til að komast niður þurfti um 6 m langan stiga niður á hrunið eða góðan kaðal. Ætlunin var að kanna undirniðrið sem og annað op í hliðarrás við hrauntröðina miklu norðvestan Kistufells.

Brennisteinsfjöll

Haldið var upp úr Fagradal með stiga og sléttri hellu Kistuhraunsins fylgt inn að hrauntröðinni. Í rauninni mætti neðsti hluti hraunsins hafa sæmdarheitið „Reipahraun“ því slík eru hraunreipin á kafla að fá önnur hraun geta af státað nokkru sambærilegu. Reipaflekarnir taka á sig hinar ótrúlegustu myndir, auk þess sem sjá má þarna sýnishorn af flestum reipagerðum, sem til eru.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi.
Í hluta hraunsins, einkum neðanverðu, eru lágir hólar með gróningum á milli. Þegar yfirborðsskánin þykknar brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins.
BrennisteinsfjöllEfri hlutinn er mjög sléttur, enda runnið yfir sléttveðrað Kistufellshraunið, sem sjá má norðan hraunstraumsins. Vestan hans er Eldborgarhraunin, úfin apalhraun. Apalhraun [aa] nefnast úfin hraunin sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.
Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið tugir metra á þykkt. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður.
Brennisteinsfjöll Skammt norðvestan við hrauntröðina miklu liggja þrjár hraunrásir, samliggjandi. Þrjú jarðföll er þarna á einni þeirra á stuttu svæði. Eitt þeirra er einstaklega vænlegt. Stiga eða kaðal þarf til að komast niður í rásina. Það var ekki gert að þessu sinni því snjór hafði fyllt hana, auk þess sem stiginn var einnota. Hún verður því skoðuð síðar. Jarðfallið var nefnd KST-17.
Þegar komið var upp að hrauntröðinni miklu var henni fylgt spölkorn til vesturs en síðan haldið upp að Kistufellshellunum. Í opið var kominn snjótappi jafnhár yfirborðinu, en einungis í miðju þess. Nú sást vel til hinna miklu jarðfalla er geyma Kistufellshellanna. Opið, sem opnast hefur tiltölulega nýlega, er greinilegahluti af þessu hellakerfi. Gróin hrauntröð er skammt neðar og liggur hún að hrauntröðinni miklu. Neðarlega er stórt jarðfall í henni, nú nær fullt af snjó, líkt og önnur slík á svæðinu.
Veður var eins og best var á kosið, logn og sól. Því var ákveðið að ganga upp í Kistufellsgíginn sjálfan og berja hann augum áður en hafist yrði handa við opið fyrrnefnda.
Kistufellsgígurinn skartaði sínu fegursta. Í bakagöngunni var komið við í Jökulgeimi, einum Kistufellshellanna. Þrátt fyrir mikinn snjó framan við opið var hægt að nýta hann til að komast niður í geiminn. Grýlukerti þöktu loft og jökullinn þakti gólf.
Brennisteinsfjöll Þá var hafist handa við að reyna að komast niður í opið, sem fengið hafði nafnið KST-16.
Með hjálp stigans var hægt að komast niður með snjótappanum og forfæra stigann síðan áfram niður með honum. Það er jafnan ekki auðvelt að kanna undirheimana, en með góðum undirbúningi og útsjónarsemi geta þeir orðið ótrúlega greiðfærir. Í ljós kom að þarna var um að ræða svipað fyrirbæri og hina Kistufellshellana, en minna þó. Þarna hafði kvika safnast saman á leið um rásina, sem nú myndar grónu hrauntröðina. Hraunhellan (þakið) hafði nú rofnað yfir hólfinu. Ekki er ólíklegt að rás kunni að liggja áleiðis að hinum Kistufellshellunum, en snjór hindraði frekari könnun á þeim möguleika. KST-16 var nefnd „Hróarskelda“ í tilefni dagsins.
Þá var bara að finna opið á rásinni norðvestan við hrauntröðina miklu. Með því að rekja hana eins og áður hafði verið gert, þegar opið fannst tókst að staðsetja það (KST-19). Nú var opið fullt af snjó, en með löngum göngustaf var hægt að opna gat niður í rásina. Hún er um þriggja metra breið og um einn og hálfur meter á hæð, en lækkar eftir því sem innar dregur. Hlutinn til norðurs er um 30 metrar, en til suðurs um 5 metrar. Þessi hluti rásarinnar er því um 40 metrar að heildarlengd.
Nokkru norðvestar er stórt op með víðum og háum helli (KST-18), u.þ.b. 30 m langur. Tvö op eru á honum. Þessi hellir er líklega hluti af sömu hraunrás og sá fyrrnefndi.
Líklegt má telja að fleiri rásir séu enn ókannaðar á þessum slóðum. T.a.m. höfðu tvö til viðbótar sést á loftmynd, en ekki vannst tími til að finna og kanna þau að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/index.html

Í Kistufellshellum

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) „Útkall rauður“ er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar:
Afmælisrit Þorbjörns í tilefbi af 60 ára afmælinuUm það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun í Grindavík. Að kvöldi hins 5. janúar 1947 voru tvær stúlkur á leið í fjós til mjalta á bænum Hrauni, sem stendur við sjóinn ekki alllangt frá Grindavík.
Það var niðarmyrkur, sunnan stormur og haugbrim. Allt í einu heyra þær eimpípublástur frá skipi gegnum stormhvininn.
Á Hrauni bjuggu bræðurnir Gísli og Magnús Hafliðasynir, en þeir komu báðir við sögu, þegar skipshöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað í mars 1931 og hin nýstofnaða slysavarnardeild okkar hlaut eldskírn sína.
Stúlkurnar hraða sér aftur heim í bæinn og láta Magnús bónda vita, hvers þær hafa orðið áskynja. Þegar Magnús kemur út, heyrir hann feiknamikinn skruðning úr fjörunni fyrir neðan fjósið hjá sér. Það kastar éljum og er dimmt á milli, en þegar hann kemur niður kambinn fær hann staðfestingu á illum grun sínum. Hann sér skip veltandi í brimgarðinum.
Magnús hendist heim í hendingskast – hringir til Tómasar. Það er breski togarinn Lois frá Fleetwood, sem var í nauðum staddur. Hann hafði strandað við svokallaða Hrólfsvík milli klukkan átta og níu um kvöldið.
„Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarmerki frá skipinu klukkan 9:10, gerði Slysavarnarfélagi Íslands þegar viðvart, og þaðan var haft samband við hina nýstofnuðu björgunarsveit hér í Grindavík,“ segir Tómas og bætir við að þá hafði björgunarsveitinni þegar borist vitneskja um strandið frá Magnúsi á Hrauni og voru í óða önn að búa sig udnir að leggja af stað.
Loftmynd af svæðinuAðstaða bar nokkuð erfið, en þó var bót í máli, að við gátum ekið bíl langleiðina með björgunartækin, en þurftum ekki að ebra þau um vegleysur, eins og við máttum oft reyna síðar. Við vorum komnir á strandstað rösklega hálfri klukkustund eftir að við féttum um skipbrotið, og það þótti skjót viðbrögð.
Við komumst sems agt auðveldlega að, en fjaran var grýtt og erfitt að fóta sig á hálum steinunum,“ heldur Tómas áfram.
Skipið lá flatt fyrir í brimgarðinum og valt geysilega.
„Þegar við höfðum komið tækjum okkar fyrir, skaut Árni Magnússon af línubyssunni, hæfði skipið þegar í fyrsta skoti, áhöfn togarans heppnaðist að draga til sín líflínuna og hnýta hana fasta í frammastrið. Þar með gat björgunin hafist, og við drógum hvern skipverjann á fætur öðrum í land. Við beittum nýrri aðferð að þessu sinni, og hún reyndist vel; settum líflínuna aldrei fasta, heldur höfðum hana lausa og gátum því gefið eftri af henni ef með þurfti, þegar skipið valt,“ segir Tóams.
„Ég stóð þarna framarlega í fjörunni og tók á móti þeim sem komu í land. Það vakti athygli mína, að tveir skipsbrotsmanna, sem ég ræddi lítilega við höfðu orð á hinu sama: Að svo hlyti að fara, þegar vínið væri annars vegar.
Björgun úr sjávarháskaÁ miðnætti höfðum við bjargað fimmtán mönnum af skipshöfn togarans. Þá var aðeins einn eftir – skipstjórinn, en hann hafði staðið í brúnni allan tímann, sem verið var að bjarga áhöfn hans. Við héldum stólnum lengi við skipshlið, en togarinn valt stöðugt og sjór gekk yfir hann.
Allt í einu sáum við, að skipstjórinn kemur út úr brúnni og gengur fram á dekk.
Við sjáum, að hann er kominn að stólnum, en í sama bili ríður ólag yfir skipið, hann hrasar og fellur útbyrðis. Það er ekki viðlit að koma honum til bjargar. Hann hvarf á svispstundu í ólgandi brimlöðrið,“ segir Tómas.
Skipsbrotsmennrnir voru fluttir heim að Hrauni. Þeir voru allir þrekaðir og sumir svo máttfarnir, að þeir gátu naumast gengið óstuddir. Á bænum var þeim veitt góð aðhlynning, svo að þeir hresstust von bráðar.
Clam á strandstaðNóttina eftir björgunina færðist Lois töluvert nær landi, og daginn eftir var hægt að ganga þurrum fótum út að skipinu á fjöru. Það var bersýnilega mikið laskað, einkum stjórborðsíða þess, og ekki var gerð tilraun til að ná því af strandstað.
Síðar um daginn fannst lík skipstjórans  rekið uppundir Festi.
Nokkrum dögum seinna afhenti sendiherra Breta á Íslandi, G. Shephard, Ólafi Thors, forsætisráðherra, þakkarávarp vegna björgunarinnar. Ólafur afhenti Slysavarnarfélagi Íslands ávarpið, en það var svo hljóðandi: „Bresk stjórnvöld hafa kynnt sér atburð varðandi strand breska togarans Lois í sunnan stormi, 5. janúar, á hinni klettóttu strönd námunda við Grindavík, og kemur sú eftirgrennslan alveg heim við frásagnir blaðanna.

Jón Baldvinsson á slysstaðÖll þau íslensku samtök er að björguninni stóðiu sýndu sérstakt hugrekki, fórnfýsi og leikni. Björgunarsveitin var sérstaklega fljót á strandstað, örugg og viss í að skjóta björgunarlínu um biorð í skipið, og útbúa björgunarstól til skjótrar notkunar.
Þeir sem tóku á móti björgunarstólnum í brimgarðinum lögðu sig í mikla hættu á sleipum klettunum, meðan hinir, er tóku við skipbrotsmönnunum. eftir að þeir komu í land, spörðuðu ekkert til að hlynna að þeim eftir kuldann og sjóvolkið.
Það veitir mér alveg sérsakla ánægju að biðja yður, háttvirtur ráðherra, að koma á framfæri innilegu þakklæti og viðurkenningu frá skipsbrotsmönnunum og mér sjálfum til Íslendinga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og þá sérstaklega til deildar Slysavarnarfélags Íslands í Grindavík og húsbændanna á Hrauni, sem veittu skipsbrotsmönnunum hina bestu aðhlynningu.“
Einnig kom breski sendiherrann hingað til Grindavíkur og veitti okkur viðurkenningu.
Og Bretar gerðu það ekki endasleppt við okkur fyrir þessa björgun.
Útgeðarfélagið, sem átti togarann Lois, gaf okkur nýja línubyssu, sem gat skotið þrefalt sverari línu en okkar byssa og margfalt lengri leið. Hún var þannig útbúin, að hleypt var af henni með rafmagnsþræði, svi að skyttan gat staðið nokkra tugi metra frá. Henni fylgdi skotgrind og fótur, sem þurfti að bera grjót á til að hann stæði af sér titringinn, þegar hleypt var af.
Þetta var hin nýtískulegasta byssa, og við æfðum okkur oft á henni með ágætum árangri.
Tómas ÞorvaldssonEn einhvern veginn fór það svo, að við notuðum hana aldrei, þegar til kastann kom. Við treystum betur á gömlu byssuna.
Miklu meiri mannskaði varð hins vegar er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land á Reykjanesi 28, febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Í fyrstu var gugað að því aðs enda bát til móts við hið stjórnlausa skip, en frá því var horfið vegna brims. Því var farið til míts við skipið landleiðina út frá Reykjanesi en það tók land við Reykjanesvita. Um leið og skipið tók niðri fór hluti áhafnarinnar í skipsbáta.
Vegna sjógangs fyllti bátna á skammri stundu og fórust nær allir sem í þeim voru. Þá átti björgunarsveitin skammt ófarið að strandstaðnum en vitaðvörðurinn og aðstoðarmaður hans einir til hjálpar. 23 mönnum var bjargað af skipinu en 27 fórust og er almennt álitið að þeim hefði öllum mátt bjarga,e f þeir hefðu haldið kyrry fyrir í skipinu. Mikill ótti mun hafa rekið mennina í bátana því stöðugt braut yfir skipið á strandstað.
15. apríl sama ár tók björgunarsveitin þátt í að bjarga áhöfn breska togarans Preston North End er stranað haði á Georfuglaskerjum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík fengu Emil Jónasson skipsstjóra á mótorbátnum Fróða frá Njarðvík til að fara með sig út að hinu strandaða skipi, því ekki reyndist unnt að komast á bátum frá Grindavík. Þeir náðu síðustu sex mönnunum af togaranum með því að leggja sig í mikla hættu er vont var í sjóinn og mjög erfitt að athafna sig nærri strönduðu skipinu. Þykir björgunarsveitarmönnum þetta hafa verið einhver erfiðasta björgun sem þeira hafa átt hluta að.
Fjölmennasta áhöfn sem Þorbjörn hefur bjargað af einu skipi var áhöfn nýsköpunmartogarans Jóns Baldvinssonar, 42 menn. Það mun jafnframt vera stærsta björgun úr einu skipi sem björgunarsveit SVFÍ hefur framkvæmt með fluglínutækjum.
Þessi nýjasti togari flotans sigldi á land við Reykjanesvita 31. mars 1955, á svipuðum slóðum og Clam rak upp. Aðeins fáeinum stundum eftir að mönnunum hafði verið bjargað á land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri áhöfninni frá borði.
Heimildir eru fengnar úr Árbókum SVFÍ nema annars sé getið.“

Heimild m.a.:
-„Útkall rauður – afmælisrit björgunarsveitar Þorbjörns 2007, bls. 36-28.Ský

Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni „Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu“:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins „Þrautgóðir á raunastund“, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
„Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.“
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: „Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.“
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: „Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.“ [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: „Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.“

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík

Staðarhverfi

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað „Útkall rauður“. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933:
„Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið strandaði var sent út neyðarskeyti og heyrðist það í loftskeytastöðinni í Reykjavík, er náði fljótlega sambandi við togarann Haukanes sem var á veiðum á Selvogsbanka og fór þegar áleiðis til strandstaðarins.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Einnig gerði loftskeytastöðin SVFÍ viðvart um strandið, er reyndi að ná símasambandi við Grindavík, en tókst ekki. – Var þá lagt af stað til Grindavíkur á bíl frá Reykjavík, en það reyndist ófært vegna fannkyngi og kafaldsbys, er var svo dimmur, að vegurinn sást ekki. Þegar veðurfréttu var útvarpað kl. 1:45, hugkvæmdist þeim manni, er vörð hafði á loftskeytastöðinni í Reykjavík, að segja frá strandinu og fékk símstöðvarstjórinn í Grindavík á þann hátt vitneskju um strandið og tilkynnti það formanni slysavarnarsveitarinnar á staðnum, Einari Einarssyni í Krosshúsum. Brá hann skjótt við og lét kalla saman björgunaliðið, sem hélt af stað til að leita að skipinu, en menn höfðu ekki vissu hvar það var. Klukkan var þá um þrjú. Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, um 400 faðma tildráttartaug með halablökk, björgunarstól, þrífót og fjórskorna talíu. Auk þessara áhalda hafði formaður sveitarinnar til vara tekið með sér 2 stk. 5 lbs. línur, 3 stk. 31/2 lbs. línur, gaslukt, 2 handluktir og 4 brúsa með lýsi, er hve rtók 25 lítra, svo og bensín og tvist.

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Sökum fannkyngi og ýmiss konar ergiðleika kom björgunarliðið ekki að starndstaðnum fyrr en rúmlega fimm og var þá lítilsháttar farið að birta af degi, en um háflóð og gekk stórsjór látlaust á skipið.
Þegar skipið strandaði fengu þeir sem ekki voru á verði ráðrúm til að klæða sig í olíuföt og taka á sig lífbelti. Litlu síðar slengdi stórsjór skipinu til, svo það fór að aftan út af flúðinni, er það hafði fyrst staðið á. Seig það þá mikið niður og brotnaði jafnskjótt svo strórt gat kom á það í vélarrúminu, að það fyllti og eyðilegaði ljósavélina og þar með sendistöð loftskeytanna, og var ekki eftir það mögulegt að hafa símasamband við skipið. Þegar brimið skellti skipinu niður af klettinum, er það fyrst stóð á, var það með svo skjótri svipan, að stýrimimaður og háseti, er voru aftur á að mölva lýsistunnur til aðleggja brimið, höfðu engin ráð önnur en að klifra upp í aftursigluna og halda sér þar. 

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Aðrir skipverjar, um 12 að álitið var, komust í brúnna og um 23 á hvalbakinn. Gengu svo ólögin lukt yfir skipið, að leið ekki á löngu þar til brimið sópaði mönnunum, sem voru í brúnni, fyrir borð. Aftur á míti stóðust felstir, sem á hvalbaknum voru, ólögin, nema einn maður, sem skolaðist þaðan í einu ólaginu, vegna þess að ketja sem hann hélt sér í slitnaði.
Um háflóð gekk sjórinn svi að segha stanslaust yfir þá sem á hvalbaknum voru. Voru margir þeirra mjög þjakaðir og máttfarnir en þegar sást til björgunarliðsins óx þeim hugrekki og þrek, svo þeir fengu betur staðist ólögin en ella. Enginn getur gert sér í hugarlund hvílík aflraun það hefur verið að standa þarna í 5-6 klukkustundir í sliku veðri sem þá var, stormi með frosti og blindhríðarbyl. Að frásögn stýrimannsins sem ásamt einum hásetanum hékk á aftursiglunni gekk brimlöðrið á fætur þeirra.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Þegar björgunarliðið kom á strandstaðinn og hafði komið björgunartækjunum fyrir, var skotið úr eldflugu með línu, en fyrsta skotið misheppnaðist. Í næsta skoti lenti eldflugan í bómu um borð í skipinu og náðu þá skipverjar sem á hvalbaknum voru í skotlínuna.
Drógu þeir nú halablökkina með tildráttartauginni til sín, þar sem þeir urðu að halda sér meðan ólögin riðu yfir. Þegar þeir höfðu náð í halablokkina var hún fest í framsigluna og gerði það Kristinn Stefánsson, 2. stýrimaður. Sömuleiðis festi hann líflínuna þegar hún var drefin út. Eftir að samband var þannig fengið milli skips og lands tókst björgunin fljótt og vel og var öllum bjargað sem lifandi voru þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Fyrsti stýrimaður og sá sem með honum var í aftursiglunni urðu að bíða nokkuð lengur en hinir þar sem ófært var að komast fram á skipið fyrr en komið var fast að fjöru. Uðru þeir að sæta lagi til að komast fram á hvalbakinn, sem tókst að lokum og komust þeir einnig lifandi í land.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Jafnóðum og mönnunum var bjargað var þeim fylgt heim að Móakoti og Stað í Grindavík og voru undir umsjón hérðaslæknisins Sigvalda Kaldalóns og nutu þeir hinnar vestu aðhlynningar sem kostur var eftir að í land kom.
Alls tókst að bjarga 24 mönnum úr Skúla fógeta en 12 fórust, en þeir voru allir drukknaðir áður en björgunarsveitin kom á vettvang.“
Við þetta má bæta að „rúmum þremur árum síðar eða 6. september 1936 strandaði enski línuveiðarinn Trocadero á fjörum Járngerðisstaðahverfis. enda þótt skipið væri langt frá landi tókts að koma línu yfir í það og draga alla 14 skipverja að landi.
Á fyrstu sex árum Slysavarnardeilarinnar Þorbjörns var því hvorki meira né minna en 76 sjómeönnum bjargað með fluglínutækjum. Því má segjha að stofnun SVFÍ og kaup á tækjum sem þessum hafi valdið straumhvörfum í björgunar- og sjóslysasögu Íslendinga.“
Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á vettvangi, verða að teljast einstakar. Þær voru sennilega teknar af Einari Thorberg.

Heimild m.a.
-Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.

Grindavík

Grindavík.

Brennisteinsfjöll

„Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum.
Brenn-2221Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn. Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”.“
Brennisteinsnamur-222Að þessu sinni var gengið upp í Fjöllin um Kerlingarskarð (sem ranglega hefur í skrifum verið sagt Grindarskarð), eftir endurlöngum Draugahlíðum, um námusvæðið og síðan Kistufellsgíg að Hvyrfli uns haldið var niður Þverdal undir Kerlingarhnúkum. Í leiðinni var tækifærið notað til að kíkja í nokkur göt í hraununum austan Kistufells.
„Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.
Brennisteinsnamur-uppdratturÍ Brennisteinsfjalla-reininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.
Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum (Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001)) [Ísor 2004. Brennisteinsfjöll. Þættir vegna rannsóknarborana. Kristján Sæmundsson, Unnið fyrir VSÓ Ráðgjöf. Greinargerð Ísor-04141. Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001. Brennisteinsfjöll. Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll. TEM-Viðnámsmælingar. OS-95044/JHD-06. September 1995. ISBN 9979-827-62-9].
kist-21

Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í námuskvompunum í kring. Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.

Brennisteinsfjoll-222

Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/-Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-223

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.“

Brennisteinsfjoll-224

Árni Óla fjallar um svæði í Lesbók Morgunblaðsins 1946: „Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo» gefið f jöllunum nafn af því.
Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svörin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og 

Brennisteinsfjoll-225

Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir.
Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verksummerki eftir brennisteinsnámið.

Brennisteinsfjoll-226

Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.
Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 Brennisteinsfjoll-229metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.“
Í ferðinni var m.a. komið við í Námuhvammi við tóftir húss námumanna. Skoðað var í stórt jarðfall austan undir Kistufelli. Hægt var að komast niður undir það að sunnanverðu, en um framhald var ekki að ræða. Jarðfallið virtist vera hluti af rás, sem liggur niður frá Kistufellsgígnum og sjá má á nokkrum stöðum þar á millum.
Kíkt var í rásina á nokkrum stöðum, en ávallt var um að ræða tiltölulega stutta kafla, sem hægt var að feta jörðuunnundir. Líklegt má telja að þarna kunni að leynast áhugaverðar rásir, ef vel er grunngert. Annars eru móbergstindarnir norðaustan Kistufells ekki síður áhugaverðir skoðunnar því í þeim má víða sjá mun þróaðra móberg en finna má á móbergshálsunum á hliðstæðum sprungureinum.
Ferðin tók 5 klst og 5 mín (17.7 km). 

Heimild:
-http://www.natturukortid.is/svaedi/reykjanes/brennisteinsfjoll/
-http://www.rammaaaetlun.is/media/lysingar-kosta/Brenni.pdf
-Lesbók Morgunblaðsins, Órni Óla – Á næstu grösum III. UM HRAUN OG HÁLSA, 1. sept. 1946, bls. 352.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Gestahúsið við Garðhús er að öllum líkindum að uppruna elsta húsið í Grindavík, frá því um 1882.
GestahusEftir að það hafði verið gert upp að hluta var það flutt frá Garðhúsum yfir á svonefndan sjómannareit í hjarta bæjarins og betrumbætt þar. Það hýsti um tíma upplýsingamiðstöð bæjarins, en er nú handverkshús.
Flagghúsið er eitt af elstu húsum Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Það stóð að efni til einnig við Garðhús,e n var flutt á núverandi stað ofan við Norðurvör. Í dag er þetta hús upphaf skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur m.a. verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar „Sölku Völku“. Húsið var gert upp fyrir nokkrum misserum.
FlaggGömlu Grindavíkurhúsin eru nú bæði mörg og margvísleg, sum byggð af vanefnum. Þegar gengið er um gamla bæjarhluta, hvort sem er í Þórkötlustaðarhverfi eða Járngerðarstaðahverfi, má berja húsin augum. Flest voru þau byggð úr timbri í byrjun 20. aldar. Mörg þeirra hefur síðustu ár skort samfellt viðhald líkt og sjá má. Mikilvægt er nú, í ljósi tilboðs núverandi ríkisstjórnar, að bretta duglega upp ermar og nýta tilboð um skattaafslátt til endurbóta húseigna svo endurheimta megi duglega hina gömlu mynd þess tíma er þau voru byggð. Með góðum samtakamætti gæti Grindavík orðið til fyrirmyndar í þeim efnum á landsvísu.

Grindavík

Grindavík.

Grindavík

Þessi „Skýrsla um skipströnd í Grindavík á svæðinu frá Hraunsandi til Staðarbergs árin 1850—1927, byrtist í Ægi árið 1927:
1. „Delphin“, frönsk loggorta, strandaði á Kasalóni laust eftir 1850. -Menn björguðust allir. Skip þetta var tekið út sumarið eftir. Keyptu það Sveinbjörn Ólafsson kaupmaður í Keflavík o. fl.
Glitner-2312. „Beta“, dönsk jakt lítil. Rak hún á land í Hrólfsvík, en skipshöfn mun hafa druknað í hafi. Var skipið á leið til Búða með vörur.
3. „Kapracius“, frönsk skonnorta, strandaði á Þorkötlustaðabót. -Menn björguðust allir.
4. „Vega“ 30. apríl 1885, þýsk skonnerta, með saltfarm til Reykavíkur, strandaði á Þorkötlustaðnesi. -Menn björguðust allir.
5. „Brise“, frönsk skonnerta, standaði á Arfadal. Skip þetta hafði orðið fyrir ásiglingu á hafi úti og sigldi upp vegna leka, um bjartan dag.
6. „Lonaine“, frönsk skonnerta. Strandaði 28. apríl 1885 á Hraunssandi og var leka um kent. -Menn björguðust allir.
7. „Petit Jean“, frönsk skonnerta. Rak upp á Hraunsfjörur og varð ekki vart við neinn mann. Hafa því að líkindum allir drukknað áður en skipið kom að landi.
8. „Glitner“, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðvík 11. júlí 1896. -Menn björguðust allir.
9. „Fortuna“, dönsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 29. júlí 1897. -Allir björguðust.
10. „Flora“, norskur galeas. Rak á land á Járngerðarstaðavík 7. júlí 1903. -Menn björguðust.
11. „Oddur“, gufubátur frá Eyrarbakka. Rak á land á Járngerðarstaðavík. -Menn björguðust.
12. „Minna“, þýsk skonnerta. Rak á land á Járngerðarstaðavík 17. júlí 1906. -Mannbjörg.
einar g. einarsson-23113. „Henrij Rheid“, mótorbátur frá Hafnarfirði, Rak á land á Járngerðarstaðavík 16. febrúar 1907. -Mannbjörg.
14. „Engjanes“, botnvörpuskip frá Vídalínsútgerðinni í Hafnarfirði. Strandaði á flúðum utan við Járngerðarstaði, aðfaranótt 3. okt. 1899. Kent um óþektum straum og truflun á áttavita. -Menn björguðust allir.
15. „Rapid“, norskt flutningagufuskip, strandaði á sama stað og nr. 14. Strandið kent, að sést hafi ljós í glugga, er yfirmenn álitu að væri Reykjanesviti, einnig skekkju á áttavita. Þetta skeði 15. nóv. 1899, kl. 3 árdegis. -Menn björguðust.
16. „Anglaby“, enskur togari, strandaði á tanga austan við Karfabás 14. jan. 1902. Drukknuðu þar allir. Skipstjórinn var Nelson, hinn alþekti landhelgislagabrjótur,
17. „Sheldon Abbey“, ensk skonnerta, strandaði á Þorkötlustaðanesi. Var með salt og tunnufarm til Reykjavíkur. -Menn björguðust.
18. „Varonell“, enskur togari, strandaði á flúðum, utan við Járngerðarstaði
20. janúar 1913. Þrír menn druknuðu, en hinum tókst að bjarga.
19. „Karl Markmann“, þýskur togari. Rakst á sker, líklega Þorkötlustaðanes, en losnaði aftur og sökk skipið skamt undan landi 8. des. 1913. —Menn björguðust á skipsbátnum og náðu landi á Sandvík vestan við Reykjanesvita.
20. „Resolut“, mótorkútter frá Reykjavík, strandaði vestan við Hásteina 10. spet. 1916. Hafði stýri bilað. — Mannbjörg.
21. „Schlutrup“, þýskur togari. Strandaði við Stekkjarnef. -Menn björguðust allir.
22. „Anna“, færeyskur kútter, strandaði austan við Staðarberg 3.—4. apríl 1924. Týndust allir menn 15 að tölu; ráku 9 á land og voru jarðsungnir hér í Reykjavík 11. apríl. („Anna“ hét áður „Sléttanes“ og var keypt héðan).
23. „Ása“, togari H. P. Duus verslunar í Reykjavík. Strandaði á flúðum vestan við Járngerðarstaði. Áttavitaskekkju kent um. -Allir björguðust. (Skipið nýtt).
24. „Hákon“, mótorkútter frá Reykjavík. Strandaði við Skarfatanga 9. maí 1926. Sigldi á land í svörtum bil. -Menn björguðust í skipsbátnum.

Sjóslys

Sjóslys.

 Þessa skýrslu um skipaströnd hefir hr. kaupmaður Einar G. Einarsson í Garðhúsum tekið saman eftir beiðni, og bætir eftirfarandi við:
„Til skýringar skýrslu þessari vil ég taka þetta fram, að hún er skrifuð eftir minni og ekki þar stuðst við nein heimildarrit eða minnisbækur og vegna þess er flestum ártölum slept, samt geri ég ráð fyr að hún sé í öllum aðalatriðum rétt og að ekki sé neitt skip rangtalið, sem hér hefir strandað á þessu timabili.
En frekari upplýsingar um þetta má eflaust fá í Þjóðvinafélagsalmanakinu, yfir þann tíma, sem það nær, svo og í bókum Gullbringusýslu, þvi fram til síðustu tíma voru öll skipströnd meðhöndluð af sýslumönnum.
5 skip eða nr. 8—12 í skýrslunni, hafa slitnað upp á Járngerðarstaðavík. 2 skip, nr. 2 og 7 hafa sennilega rekið mannlaus á land, skipshafnir verið búnar að skilja við þau, eða hafa druknað á rúmsjó, og 2 skipin, nr. 5 og 6, líklega siglt viljandi á land.

Sjóslys

Sjóslys.

Öll hin skipin, 15 að tölu, hafa strandað af einhverjum atvikum, sem menn ekki hafa getað ráðið við, og þá líklega í mörgum tilfellum, að einhverju leyti, af skekkju á áttavitum. Í því sambandi mætti ef til vill geta sér til, að hraunið hér, sem alstaðar liggur út í sjó, kunni að vera mengað þeim efnum (járni), er hafi áhrif á áttavitana.

Garðhúsum 27. júní 1927. (Sign.) Einar G .Einarsson.

Skýrslan og skýringar þessar eru settar í „Ægi“ til þess að benda á, að hér muni eigi vanþörf að vita verði hið bráðasta komið upp. Síðasta Alþingi hafði þetta með höndum og munu undirtektir hafa verið hinar bestu og að sögn vitamálastjóra, mun viti verða reistur á Hópsnesi á komandi sumri.

Sjóslys

Sjóslys.

Til áréttingar því, sem hr. Einar G. Einarsson segir um áttavitaskekkju á þessum slóðum, sem sjómenn hafa orðið varir við, geta þar einnig verið óreglulegir straumar, sem mönnum er það ekki hulið, að vegna jarðskjálfta, hefir komið fyrir að Reykjanesviti hefir ekki logað þegar hann átti að gjöra það. Er því brýn nauðsyn, að fyrirhugaður viti í Grindavík, sendi frá sér ljós, sem sé vel aðgreint frá Reykjanesljósinu, svo aldrei komi það fyrir, að skip, sem úr hafi koma, geti vilst á þeim. Hafi orðið að slökkva ljósið á Reykjanesvitanum i fyrra vegna jarðskjálfta, getur hið sama orðið í ár og önnur ár. Enginn segir fyrir, hvenær skip þurfi a Reykjanesvita að halda; getur það orðið jafnt í jarðskjálfta, þegar ekki er auðið að sýna ljós, og þegar alt er í lagi; en sökum þessa mikla ókosts Reykjaness fyrir sjófarendur, virðist svo, sem brýn nauðsyn heimti, að Grindavíkurvitinn verði góður viti vegna þess, að svo getur viljað til, að hann verði eini landtökuvitinn á þessum hættulegu slóðum.
(Ég hef bætt ártölum og mánaðardögum inn í skýrslu Einars eftir föngum).

Reykjavík, 15. okt. 1927. Sveinbjörn Egilson“

Heimild:
-Ægir, 20. árg. 1927, bls. 220-222.

Grindavík

Grindavíkurbrim.

Þórkötlustaðanes

Sum nöfn verða til af engu. Þannig hefur t.a.m. Siglingamálastofnun Íslands nefnt vitann á Þórkötlustaðanesi Hópsnesvita. Aðrir hafa apað vitleysuna eftir – og jafnvel nefnt hann Hópsvita.
ÞórkötlustaðanesvitiÍ fyrsta lagi er vitinn ekki á Hópsnesi. Hann er á Þórkötlustaðanesi. Mörkin eru u.þ.b. 60 metrum vestan við vitann. Hópsnes hefur í örnefnalýsingum verið nefnt vesturmörk Þórkötlustaðaness og þó oftar nesið ofan við Síkin, þ.e. vestan við ósinn inn í Hópið. Þar utan við er Hópsvörin og Hópslátur sunnar.
Í öðru lagi var vitinn aldrei nefndur annað en Þórkötlustaðaviti, Þórkötlustaðanesviti eða einfaldlega Nesviti, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. Þegar vegur var lagður út í Nesið frá Þórkötlustöðum árið 1928 var jafnframt lagður hestvagnavegur út að vitastæðinu, en vitinn er byggður það sama ár. Jóhann, vitavörður, bjó t.a.m. á Þórkötlustaðanesi, nánar tiltekið í Þórshamri, um skeið.
Á vefsíðu leiðsögumanna Reykjaness segir um Hópsnesvita: „Vitinn var byggður árið 1928 úr Þórkötlustaðanesviti - austan Hópsnesssteinsteypu. Benedikt Jónasson verkfræðingur hannaði vitann. Ljóshæð vitans yfir sjávarmáli er 16 metrar en vitahæðin sjálf er 8,7 metrar. Hópsnesviti var rafvæddur árið 1961 og ljósavél höfð til vara.“ Hér er líka rangt farið með heitið á vitanum. Líklega er rangnefnan komin frá Siglingastofnun. Annars staðar hefur þessi rangnefna ekki verið notuð að neinu marki.
Að nefna Þórkötlustaðanesvita Hópsvita er álíka vitlaust og að nefna Reykjanesvita Hafnavita, eða Nesvita í Selvogi Þorlákshafnarvita eða Strandarvita.
Vonandi dugar ábending þessi til þess að leiðrétta „villutrú“ nafnvitundarinnar á Nesinu.
Skýr mörk Hópsness og Þórkötlustaðaness voru ábúendum mikið mál. Markasteinn var í fjöruborðinu vestan við Nesvitann, ofan við Markalón. Þaðan lá markalínan upp í Stóra-Skógfell. Hóp átti þannig sneiðing millum Þórkötlustaðalands og Járngerðarstaðalands. Hópsselið var á efstu mörkum þess, undir Selhálsi austan við Baðsvelli. Mótar enn fyrir tóftum þess. Nýtingin á Nesinu fyrrum var líka alveg skýr, sem glögglega má sjá á þurrkgörðunum – í Hópslandi annars vegar og í Þórkötlustaðahverfi hins vegar. Þá þurftu bændur að geta gengið að rekanum án þess að deilur kynnu að skapast því einungis eitt viðarkefli gat skipt sköpum þegar á reyndi. Á það hefur reynt allt til þessa dags.

Þórkötlustaðanesviti (Nesviti)

Til fróðleiks má nefna úrskurð vegna stjórnsýslukæru um örnefni í Skútustaðahreppi frá því í desember 1999. Í úrskurði menntamálaráðu-neytisins mánudaginn 20. desember, segir m.a.: „Eins og að framan greinir gera lögin um bæjanöfn o.fl. ráð fyrir því að örnefnanefnd úrskurði um hvaða örnefni verða sett á landabréf sem gefin eru út á vegum íslenska ríkisins, þ.e. Landmælinga Íslands, sé ágreiningur eða álitamál um það efni. Stjórnvöldum er ekki ætlað lögum samkvæmt að úrskurða að öðru leyti um réttmæti málvenju um tiltekinn stað eða örnefni hér á landi, sbr. þó 2. mgr. 2. gr. laga um bæjanöfn o.fl. Hvorki er að finna í lagatextanum í lögum um bæjanöfn o.fl. né í lögskýringargögnum þeirra laga, að einungis skuli setja eitt örnefni á landabréf sem gefin eru út á vegum Landmælinga. Slíka reglu er heldur ekki að finna í lögum nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð. Ýmis dæmi má finna um fleiri en eitt örnefni á kortum Landmælinga yfir sama stað, kennileiti eða náttúrufyrirbæri. Þannig er Grímmannsfell vestast á Mosfellsheiði jafnframt nefnt Grímarsfell á korti Landmælinga og annað dæmi má nefna um Hópsnes við Grindavík sem einnig er nefnt Þórkötlustaðanes á korti Landmælinga.“
Stundum virðist þurfa mikið til að leiðrétta einstakar rangfærslur, sem þegar hafa komið fram, t.a.m. á landakortum.

Heimildir m.a.:
-http://skip1.sigling.is/sjolag2.asp?PageID=771
-http://64.233.183.104/search?q=cache:GUKZUHJQtXEJ:menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/stjornsysluurskurdir/nr/301

Þórkötlustaðanesviti

Þórkötlustaðanesviti/Hópsnesviti.

Drykkjarsteinn

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar er m.a. fjalla um brýni. Í umfölluninni er getið um tvö örnefni, sem ekki lengur eru þekkt sem slík; Móháls og Drykkjarháls.

Mohals-21

Svo virðist sem þarna sé annars vegar átt við skarð þar sem gamla þjóðleiðin liggur um Mókletta norðan við Siglubergsháls milli Festarfjalls og Fiskidalsfjalls og hins vegar hálsinn vestan Drykkjarsteinsdals norðvestan Slögu. Örnefnið Móklettar er enn til norðaustan í fyrrnefnda hálsinum og Drykkjarsteinn er norðaustast í nefndum Drykkjarsteinsdal.
Í Ferðabókinni segir: „Móháls, stuttur fjallvegur á Suðurnesjum, er að mestu leyti úr grófgerðu þursabergi og eitlabergi. Frumefnið í því er dökkmórauður sandsteinn, sem hraunmolar og brimsorfnir smásteinar hafa blandast saman við.
Í Drykkjarhálsi, sem liggur nokkru fjær Grindavík er Móháls, er mikið móberg. Eru þar bæði fíngerð og Drykkjarsteinn-21gróf afbrigði þess. En af þeim er brýnissteinn (lapis cotarius particulis aequalibus mollissimis) bezta tegundin. Hann er mjög fíngerður og sléttur slípisteinn, brúngulleitur á lit. Háls þessi er merkilegur vegna nafnsins, en það er dregið af keri, sem höggvið er í sandsteinsklett uppi á fjallinu rétt við veginn vegfarendum til afnota. Kletturinn kallast Drykkjarsteinn, því að þar stóð fyrrum drykkur til reiðu þeim, sem um veginn fóru. Héraðið í kring er þurrt og vatnslaust, og því var þar maður, sem safna skyldi regnvatni eða sækja vatn lengra að, þegar þurrkar gengu, og hafa kerið ætíð fullt af súrblöndu, og sótti hann sýruna til byggða. Ef til vill var honum goldið fyrir þetta.“
Eggert Ólafsson (1726-1768) fór í rannsóknarferðir um Ísland með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, á árunum 1752-1757. Í þessari ferð könnuðu þeir náttúru landsins en einnig almennt ástand þess og gerðu tillögur til úrbóta.

Brynisteinn-21

Á veturna sat hann í Viðey hjá Skúla Magnússyni landfógeta – líkt og Árni Magnússon hafði hálfri öld áður setið í Skálholti milli ferða sinna um landið. Eggert samdi síðan ferðabók þeirra félaga á dönsku og kom hún út árið 1772.
Í Samvinnunni 1944 segir m.a. um Ferðabókina: „
Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna er víðtækasta og gagnmerkasta heimildarrit um Ísland og íslendinga á 18. öld, sem skráð hefur verið. Ber fátt gleggra vitni um armóð Íslendinga en sú furðulega staðreynd, að Ferðabókin skuli aldrei hafa verið gefin út á máli Söguþjóðarinnar fyrr en nú, þótt senn séu 200 ár liðin siðan ritið var fært í letur. Nú hefur verið úr þessu boett. Ferðabókin kom út um síðustu áramót í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, og hefur hann yfirleitt leyst verkið prýðisvel af hendi. Margir hefðu kosið snið og frágang bókarinnar nokkru vandaðra en raun ber vitni, en hvað sem því liður, er hitt víst, að bókinni var svo vel tekið, að upplagið seldist allt á skömmum tíma.“
Hafa ber í huga að staðar- og atvikslýsingar í Ferðabókinni eru ekki alltaf mjög nákvæmar, a.m.k. hvað Reykjanesskagann varðar. Til dæmis er getið um hverafugla, sem verpa harðsoðnum eggjum, hveri sem lita ullina ýmist svarta eða hvíta o.s.frv.
Í örnefnalýsingum fyrir Ísólfsskála segir eftirfarandi um Drykkjarstein og nágrenni: „
Norðanvert við Slöguna er Drykkjasteinn. Hans er víða getið, vegna þess að þar fengu ferðamenn oft svölun.
Hans er einnig getið í þjóðsögum. Norðan í, vestur af Skyggni, er svonefndur Litli-Leirdalur. En lægðin, sem Drykkjarsteinn er í, heitir Drykkjarsteinsdalur.“ Og Brynisteinn-22
Drykkjarsteinsdalur er norðan við Slögu vestanvert. Þar í er Drekkjarsteinn. Það er stakur móklettur við fjallshlíðina með nokkuð djúpum skálum en litlum um sig og þar stóð oftast vatn í sem var kærkomin svölun ferðamönnum, því lítið er um yfirborðsvatn á þessum slóðum. Skálin er nú sprungin og ekkert vatn þar lengur að hafa.“
Þegar FERLIR skoðaði framangreinda staði virtist örnefnið Móháls augljóst þar sem gamla þjóðleiðin lá um hann ofarlega í Móklettum. Gatan er þar grópuð í móbergið þar sem hún liggur um unnið skarð. Skammt neðar eru mörkuð landamerki Ísólfsskála og Hrauns (V1890). Móklettar svara vel til lýsingar Eggerts á dökkbrúnu þursabergi og eitlabergi.
Þar sem gamla þjóðleiðin lá yfir Borgarhraun og upp á hálsinn vestan Drykkjarsteinsdals má sjá nefnt brúngulleitt slípiberg, kjörið til nota sem brýni. Bergið, sem virðist hluti af fornum berggangi, er langsneiðklofið svo auðvelt hefur verið að velja réttar þykktir á brýnin, allt eftir þörfum hverju sinni.

Heimild:
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1772, bls. 196
-Samvinnan 1944, bls. 119
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Ísólfsskála. Heimildarmaður er Guðmundur Guðmundsson frá Skála.
-Örnefnalýsing Lofts Jónssonar fyrrir Ísólfsskála

Frykkjarsteinn

Drykkjarsteinn.