Þingvellir

Á Þingvöllum eru margar gamlar götur og stígar. Má þar nefna Tæpastíg, Langastíg, Leynistíg, Kárastaðastíg, Skógarkotsveg, Vatnskotsgötu, Veiðigötu, Sandhólastíg, Hrauntúnsveg, Leiragötu, Prestastíg, Kluggustíg o.fl.
SilfraÆtlunin er að feta nokkra þeirra og kíkja í leiðinni á nokkrar gjár, s.s. Silfru, Háugjá, Litlugjá, Hrafnagjá, Kolsgjá, Leiragjá, Brennugjá, Flosagjá, Snókagjá, Hvannagjá, Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá, Hrútagjá, Fjósagjá, Túngjá, Skötugjá, Kattargjá, Seiglugjá, Peningagjá, Nikulásargjá, Hellugjá, Sandhólagjá, Sleðagjá, Vallagjá, Söðulhólagjá, Hlíðargjá, Gildruholtsgjá, Bæjargjá og Gaphæðagjá.
Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af opnum gjám og misgengjum, eru algengar í gosbeltum hér á landi, en finnast einnig á eldvirkum svæðum erlendis.
Almenn lýsing á öllum sprunguþyrpingum á íslandi er í grein Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ítarleg lýsing á einstöku sprungusvæði er í grein Ágústs Guðmundssonar (1980) um sprungurnar við Voga á Vatnsleysuströnd. Jón Jónsson (1978) hefur einnig lýst sprungunum á Reykjanesskaga. Sprunguþyrpingar hér á landi eru allt að 20 km breiðar og 100 km langar. Flestar eru þó talsvert minni að flatarmáli, og almennt eru sprunguþyrpingarnar álíka að flatarmáli og rofnar gangaþyrpingar (Walker 1974).
FjosagjáÁ síðustu árum hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á sprunguþyrpingunni við Kröflu (Axel Björnsson o. fl. 1979, Oddur Sigurðsson 1980, Torge 1981, Eysteinn Tryggvason 1980). Kröfluþyrpingin gliðnaði um nokkra metra á tímabilinu 1975-1983.
Gliðnunin er talin orsakast af göngum sem troðast lárétt inn undir þyrpinguna á nokkurra kílómetra dýpi (Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir 1980, Pollard o. fl. 1983). Stundum ná þó gangarnir til yfirborðs og verða þá sprungugos. Utan íslands hafa sprunguþyrpingarnar á Hawaii einkum verið kannaðar og virðast að flestu leyti mjög áþekkar hinum íslensku (Duffield 1975, Pollard o. fl. 1983).
Thingvellir-123Sprunguaflfræði er vísindagrein sem hefur þróast ört á síðustu áratugum (Broek 1978). Beiting hennar í jarðfræði er þó nýtilkomin, en hefur þegar varpað ljósi á ýmsa þætti í myndun og þróun jarðsprungna sem áður voru óljósir (Rudnicki 1980). Enn er þó margt óskýrt, en aukin áhersla er nú
lögð á nákvæmar mælingar og tilraunir úti í náttúrunni ásamt athugunum á tilraunastofum (Logan 1979). Slíkar nákvæmar athuganir hafa meðal annars leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að allar jarðsprungur eru sundurslitnar eða ósamfelldar og því ber að fjalla um þær sem slíkar (Segall og Pollard 1980).

Thingvellir-124

Sprungumar á Þingvöllum eru hluti af mikilli sprunguþyrpingu sem kallast Hengilsþyrpingin (Kristján Sæmundsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1982) og nær frá Langjökli í norðri til Reykjanesskaga í suðri. Þær sprungur sem hér verður rætt um liggja norðan við Þingvallavatn í um 9000 ára gömlu helluhrauni (Guðmundur Kjartansson 1964). Oft hefur verið talið að Þingvallahraunið sé frá Skjaldbreið. Svo mun þó ekki vera, heldur er það komið úr 15 km langri gossprungu á Tindfjallaheiði, vestan við Kálfstinda, og liggur það ofan á Skjaldbreiðshrauninu (Kristján Sæmundsson 1965). Þótt Þingvallahraunið sé úr gossprungu er það dæmigert helluhraun (dyngjuhraun), beltað og tuga metra þykkt, eins og best sést í veggjum Almannagjár.
Á undanförnum árum hafa margvíslegar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar athuganir verið gerðar á Þingvallasprungunum, og verður helstu niðurstöðum lýst hér á eftir. Meginefni greinarinnar eru þó mælingar sem höfundur gerði á nokkrum af stærri sprungunum sumarið 1981 og tilgátur
um myndun og þróun þeirra.

Flosagja

Flosagjá er ein af megingjám Þingvalla með tæru vatni allt að 25 m djúpu. Á móts við þingið klofnar gjáin á löngum kafla og nefnist eystri kvíslin Nikulásargjá. Yfir hana var lögð brú 1907. Eftir það tóku ferðamenn að kasta 

smápeningum í vatnið fyrir neðan og smám saman var farið að kalla þann gjárhluta Peningagjá. Ekki er nein þjóðsaga tengd við Peningagjá en líta má á myntina í helköldu vatninu sem tákn um þá miklu auðlind sem vatnið er. Skötutjörn og Skötugjá eru framhald Flosagjár en Seiglugjá, Túngjá og Fjósagjá eru suður af Nikulásargjá. Silfra er litlu austar, að mestu sokkin í vatn. Um þessar gjár og víðar undan hrauninu rennur mesti hluti vatnsins sem myndar Þingvallavatn.
Jón Guðmundsson, Valhöll, sendi Bergmáli (Vísir 1954) eftirfarandi pistil: „Eg vil taka undir þau ummæli eftir Þingvelling, að leitt sé að hin fornu réttu nöfn haldist ekki á þessum stað. — Vil ég
leitast við að leiðrétta aðeins leiðan misskilning um Flosagjá. Nú er það svo að farið er að nefna Flosagjá Nikulásargjá og jafnvel „Peningagjá“. Í uppdrætti af Þingvelli er Nikulásargjá eða „Peningagjá“ nefnd gjáin, sem peningunum er kastað í.“

Almannagjá markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu. Almannagjá er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla og steypist Öxará niður í hana sem Öxarárfoss. Áður lá bílvegurinn frá Reykjavík til Þingvalla um Almannagjá en 1. nóvember 1967 var hún friðuð fyrir bílaumferð.

Songhellir„Bergskúti sá var í gjárbarminum eystri (Almannagjá), sem kallaður er (eða var) Sönghellir, sbr. uppdrátt B. G. og útgáfu hans í ísl. beskr. (við bls. 92—93). S. G. hefir ekki markað hann á sinn uppdrátt, en hann getur um hann (á bls. 56) í ritgerð sinni þannig: »Sönghellir í Almanaagjá hefir nafn sitt af því, að þegar stúdentar frá Hólum og Skálholti hittust á Þingvelli, þá reyndu þeir sig í söng í Sönghelli, en glímdu í Almannagjá (eftir sögn doctors Schevings 1861).« — Hleðslan er að sumu leyti vestur-hliðveggur, 3,80 m. að 1., að sumu leyti suðurgaflhlað, 2. m. Mátti vel tjalda hjer inn yfir bergið og gera allgott skýli.“

Öxará hefur mótað umgjörð þingsins frá upphafi. Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að ánni hafi verið veitt í Almannagjá til þess að þingheimur hefði greiðan aðgang að vatni.

Thingvellir-125Reiðgötur á Þingvöllum  Prestagata eða Prestastígur lá um Lyngdalsheiði norður um Hrafnabjargarháls að Ármannsfelli. Skálholtsbiskupar fóru þessa leið er þeir héldu til sveita norðan Bláskógaheiðar eða til Maríuhafnar í Hvalfirði, sem var aðal höfnin á 14. öld. Götur þessar voru líka nefndar Biskupavegur eða Hrafnabjargarvegur. Til Maríuhafnar hafa menn farið fyrir norðan Stíflisdalsvatn og síðan Þrengslaleið niður með Laxá í Kjós en Maríuhöfn var nokkuð fyrir vestan þar sem Laxá rennur til sjávar.

Norðaustan í Hrafnabjörgum var eyðibýlið Hrafnabjörg. Það á fyrir svartadauða að hafa verið í miðri sveit en þá voru að sögn 50 býli í Þingvallasveit. Seinna taldi einhver ferðalangur leggja þar reyk upp frá 18 bæjum þarna. Um Þingvallasveit hefur verið sagt að þar sé afdalabyggð í alfaraleið.

Leið liggur hjá eyðibýlinu Hrauntúni á Þingvöllum og þaðan yfir akveginn skammt frá Þjónustumiðstöðinni og eftir fornum götum í Skógarkot. Úr Skógarkoti niður að Þingvallavatni þar sem heitir Öfugsnáði lá svonefnd Veiðigata. Við Ögugsnáða er í dag vinsæll veiðistaður, veiðist þar bæði murta og bleikja. Gamla þjóðleiðin um Langastíg inn af Stekkjargjá er einnig notuð af hestamönnum.

Thingvellir-126Á barmi Almannagjár austan Öxarár er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað, því í ljós kemur, að þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann liggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu sem við erum stödd i. Þá var skarðið lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Við göngum nú niður Langastíg og höldum suður gjána, sem heitir Stekkjargjá á þessum kafla. Brátt Thingvellir-127komum við að háum, klofnum kletti á hægri hönd. Þetta eru Gálgaklettar, en fyrrum var tré skorðað á milli þeirra, og þeir þjófar hengdir, sem dæmdir höfðu verið til lífláts á Alþingi. Nokkru sunnar við Gálgaklettar eru rústir af stekknum, sem gjáin er við kennd.

Frá Sleðaási, en hann er sunnanundir Ármannsfellinu, eru tröppur yfir þjóðgarðsgirðinguna stutt frá hinni gömlu skilarétt sveitarinnar, sem lauk hlutverki sínu fyrir alllöngu. Lagt er af stað eftir gömlu götunni að Hrauntúni, sem liggur skammt úti í hrauninu. Hlaðin varða vísar okkur rétta leið að götuslóðanum. Við röltum eftir henni í rólegheitum.
Innan stundar erum komið að túninu og bæjarrústunum. Fyrrum var hér allt fullt af lífi, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.

Thingvellir-128

Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni leggjum við aftur af stað og nú göngum við suður hraunið í áttina að Skógarkoti eftir gömlu götunni milli bæjanna. Sunnarlega í túninu er skarð í túngarðinn. Við förum þar um og hittum um leið á götuna sem er skýr og greiðfær alla leið að Skógarkoti. Til gamans má geta þess, að í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Nokkru áður en við komum að Skógarkoti förum við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja okkur til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni, og ekki sér enn fyrir endann á.
Thingvellir-130Héðan frá þjóðveginum er stutt heim að Skógarkoti. Þar eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefur steinsteypan verið notuð hér við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina, og er sjálfsagt að gefa sér góðan tíma til að virða hann fyrir sér og rifja upp helstu örnefnin.
Thingvellir-129

Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum.
Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að flygja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.

Thingvellir-131

Þjóðvegurinn liggur niður á Leirurnar um svonefndan Tæpastíg Hvannagjár, sem er fyrir norðan veginn og Snjókagjár að sunnanverðu. Við göngum inn í norðurendann á Snókagjá. Þar eru lóðréttir hamraveggir til beggja handa en botn gjárinnar er víða vafirr gróðri. Hér er að finna rennisléttar flatir en þó þarf að klöngrast yfir stórgrýti á nokkrum stöðum, sem veldur töf. Þótt frá gjánni að veginum handan við gjárbarminn sé aðeins steinsnar, þar sem ys og þys umferðarinnar heyrist jafnt og stöðugt, erum við innilokuð í þessum klettasal í þögn og kyrrð.
Þessi mikla hraunsprunga liggur frá Þingvallavatni og allt norður að Ármannsfelli, misjafnlega breið og djúp. Hún heitir ýmsum nöfnum. Fyrir norðan veginn er Hvannagjá, sem fyrr er nefnd. Fyrir sunnan hana er Snókagjá, þá Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá og syðst er Hrútagjá, en hún er fyrir vestan og norðan Kárastaðanesið. Öll þessi nöfn minna á ákveðna starfsþætti þess fólks, sem fyrrum bjó og starfaði á Þingvöllum. Auk rústanna af stekknum í Stekkjargjá eru Gálgaklettar, aftökustaður þjófa, og vestur úr henni er Langistígur, sem við höfum skoðað áður. Í Almannagjá, fast við brúna, er Drekkingarhylur. Þar var sakakonum drekkt. Þannig minna næstum hvert spor sem við stigum, okkur á kafla Íslandssögunnar. Sumir þeirra vekja gleði og fögnuð, en aðrir þjáningar og tár.
Rétt áður en komið er að afleggjaranum heim að Þingvallabænum er grunn breið gjá á vinstri hönd. Heitir hún Brennugjá, því þar voru þeir menn brenndir á 17. öld, sem sakaðir voru um galdra. Eldsneytið var nærtækt, nokkrir hestburðir af hrísi úr Þingvallaskógi Gjárnar tvær eru hyldjúpar með kristalstæru vatni.
Brú er á Nikulásargjá og hafa Thingvellir-133margir haft þann sið að kasta smámynt af brúnni í vatnið. Hefur gjáin því oft verið nefnd Peningagjá. Þessi siður er ekki ýkja gamall. Nikulásargjá er kennd við Nikulás Magnússon sýslumann í Rangárvallasýslu sem drukknaði í gjánni á þingi árið 1742, en Flosagjá er kennd við höfðingjann Flosa Þórðarson frá Svínafelli í Öræfum, sem stjórnaði aðförinni að Njáli Þorgeirssyni og sonum hans á Bergþórshvoli og brenndi þá inni sumarið 1011. Árið eftir var þetta mál tekið fyrir, en þegar sættir tókust ekki með mönnum hófst bardagi. Hallaði á Flosa og menn hans. Segir sagan að Flosi hafi flúið undan óvinum sínum og á flóttanum hafi hann stokkið yfir gjána.
Frá Spönginni höldum við af stað áleiðis að bílnum og göngum eftir vestari barmi Flosagjár. Hún er víða hyldjúp og margra metra háir lóðréttir hamraveggir til beggja handa. Þetta minnir á, að hér þarf að fara að með gát því hrasi einhver og falli í vatnið er harla lítil von um skjóta björgun. Á móts við Stekkjargjá er haft á gjánni og þar var farið yfir gjána fyrrum þegar haldið var til Skógarhóla. Með þessum hætti röltum við áleiðis að bílnum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Ágúst Guðmundsson: Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra, Náttúrufræðingurinn 56. árg. 1986, bls. 1-3.
-Mbl. 2. ágúst 1979.
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Mbl.16. ágúst 1979.
-Vísir, 10. sept. 1954 – Bergmál, bls. 4.

Flosagjá

Þingvellir – Flosagjá.

Verbúð

„Bygging er mjög ljeleg í Selvogi, eins og í Grindavík, og allt öðruvísi en í verstöðunum norðan á nesinu. Í sjóplássum þessum sunnanfjalls liggja vermenn í sjóbúðum, og eru flestar þeirra miklu líkari peningshúsum en mannahýhýlum. Vanalega eru stein- og torfbálkar beggja megin, og á þeim reistar stoðir upp í ræfrið; milli stoðanna hafa sjómenn flet sín, en á stoðirnar hengja þeir sjobud-222skinnklæðin. Sumstaðar er lítil skvompa fyrir endanum, og er hún kölluð »kór«. Þar hvílir vanalega einhver hálfdrættingurinn. Mismunur er náttúrlega á því, hve hreinlega er um gengið í búðum þessum, en sumstaðar er það fremur sóðalegt, eins og við er að búast, þar sem svo mörgum mönnum er kasað saman; gluggar eru vanalega engir, nema lítil vindaugu með rúðubroti í; verður loptið því eigi gott, ef ekki er haft því meira hreinlæti, þar sem allt blandast saman: svitalyktin af fólkinu og lyktin af grútmökuðum skinnklæðum. Betur færi, að menn færi að leggja þessar sjóbúðir niður, en höguðu heldur til eins og í sjóplássunum norðan á nesinu.
Það stendur sauðfjárrækt mjög fyrir þrifum í þessum byggðarlögum, hve tóur eru fjarska algengar; í hraununum eru svo óteljandi holur, að mjög illt er að vinna grenin, enda er víðast lítið gjört að því; frá Vogsósum hefir nú á seinni árum verið töluvert unnið af grenjum, en það er til lítils gagns, úr því nábúarnir ekkert gjöra. Í sumum sveitum á Reykjanesi drepur tóan nærri hvert lamb, þannig t. d. í Höfnum, og þó eru menn svo rænulausir, að engin samtök eru gjörð til að eyða þessum ófögnuði.
Tvisvar í sumar reið jeg á förnum vegi fram á tóur, sem voru að drepa lömb. Tóurnar eru líka víða svo spakar, að pær hlaupa um eins og hundar, og horfa grafkyrrar á ferðamenn, sem um veginn fara.“

Heimild:
-Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883 – eptir þorvald Thoroddsen, Andvari, 10. árg. 1884, 1. tbl. bls. 22-23.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Mosi

Hafdís Erla Bogadóttir skrifaði grein um Bergþór Jóhannesson og mosa í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000. Hér er hluti greinarinnar:
Mosi-10„Bergþór Jóhannsson mosafræðingur hefur um áratuga skeið ferðast um landið og safnað mosum. Hefur hann fundið oglýst mörgum nýjum tegundum mosa hér á landi. Margir aðrir hafa einnig safnað mosum og fært honum.
Nú vinnur Bergþór að útgáfu fyrstu íslensku mosaflórunnar en það verk er langt komið. Í henni eru teikningar af öllum tegundum og útbreiðslukort, auk lýsinga og greiningarlykla. Hann hefur einnig búið til íslensk nöfn á allar tegundir í flórunni sem fæstar báru alþýðuheiti fyrir. Bergþór hefur einnig verið fundvís á nýjar tegundir annarra hópa plantna hérlendis og bjó, ásamt Herði Kristinssyni, til reitkerfi fyrir rannsóknir á útbreiðslu plantna og dýra hér á landi. Bergþór var í hópi þeirra náttúrufræðinga sem lögðu grunn að líffræðikennslu við Háskóla Íslands árið 1969. Þar kenndi hann í um 20 ár.

Um 600 íslenskar mosategundir

mosar-9

Það vekur eflaust undrun margra að á íslandi vaxa um 600 mosategundir. Flestir kannast eflaust við gamburmosa, sem klæðir öll yngri hraun á Suður- og Suðvesturlandi þykku, gráu teppi. Fáir gera sér líklega grein fyrir því að þegar farið er ístórframkvæmdir, svo sem virkjanir, verksmiðjubyggingar og vegalagningu þarf mosafræðingurinn að kanna mosana á svæðinu því þeir eru teknir með þegar náttúruverndargildi svæðisins er metið. Það hefur verið hljótt um þennan iðna og virta náttúrufræðing hérlendis og lítið fjallað um vinnu hans. í tilefni heiðursdoktorsnafnbótarinnar þótti blm. ástæða til að forvitnast örlítið um hagi og líf þessa manns sem hefur helgað líf sitt mosum og ýmsum öðrum rannsóknum í þágu náttúruvísindanna.

Sáraumbúðir úr barnamosa
„Nýting mosa hefur að mestu lagst af en það þarf ekki að fara lengra aftur en til fyrri heimsstyrjaldar til að finna dæmi um stórfellda notkun þeirra. Þá voru starfræktar verksmiðjur bæði í Evrópu og Ameríku til að framleiða sáraumbúðir úr barnamosum. Barnamosar eru mjög sérstæðir að byggingu. Þurrir draga þeir í sig fjórfalt meiri vökva en sama þyngd baðmullar. Það var því hægt að flytja særða hermenn margfalt lengri vegalengd án þess að skipta þyrfti um umbúðir ef notaðir voru barnamosar í stað baðmullar og í svipuðum tilgangi voru barnamosar notaðir öldum saman.

mosi-8

Fram að aldamótum 1900 notuðu mæður í Lapplandi og Alaska barnamosa í dýnur, kodda og sængur fyrir smábörnin. Skipt var um mosa kvölds og morgna og höfðu börnin þá næga hlýju og héldust þurr og hrein. Víða er mór að mestu myndaður úr barnamosum. Notkun mós sem eldsneytis er alþekkt en til þeirra nota er talið að mór sé um hálfdrættingur á við kol. Mótekja hefur líkast til verið stunduð í Norður-Evrópu þúsöldum saman. Um aldamótin 1900 framleiddu Bretar móull úr mó og var hún notuð í fatnað. Þessi framleiðsla náði þó aldrei verulegri fótfestu. Núna eru barnamosar einna helst notaðir til að halda raka að plöntum og dýrum sem senda þarf milli staða og við ræktun í uppeldisstöðvum.
Aðrir mosar sem vert er að nefna eru haddmosarnir. Þeir eru allt öðru vísi byggðir en barnamosar. Úr stönglum hávöxnustu tegundanna, sem geta orðið vel yfir hálfur metri, voru búin til reipi. Fundist hafa margra metra löng haddmosareipi frá því skömmu fyrir Krists burð. Reipin voru meðal annars notuð til að binda saman eikarplanka við bátasmíðar.

mosi-7

Slík notkun er þó enn eldri því haddmosareipi voru notuð við bátasmíðar á bronsöld. Haddmosar voru notaðir a.m.k. fram undir aldamótin 1900 í Lapplandi í dýnur og nokkurs konar rúm. Samarnir brutu rúmin saman, bundu utan um þau og báru þau þangað sem þeir ætluðu að gista næstu nótt. Ef þau urðu of þurr og samþjöppuð voru þau bara bleytt og fengu þá fjaðurmagn sitt á ný. Haddmosastönglar voru notaðir í mottur, körfur og bursta og sitthvað fleira. Notkun haddmosa hélst að einhverju leyti fram á 20. öld í Evrópu.
Mosar hafa verið notaðir í margskonar tilgangi öðrum, t.d. næfurmosar til þéttingar við bátasmíðar, ármosi sem tróð milli skorsteins og veggja til þess að hindra fkveikju og margar tegundir hafa verið notaðar til lækninga og skreytinga. Núna eru mosar talsvert notaðir við athuganir og mælingar á mengun. Tildurmosi er t.d. notaður til slíkra mælinga hér á landi.“

„Mosi“ ekki alltaf mosi
mosi-6„Sumar lífverur bera nöfn mosa en eru þó ekki mosi og má þar nefna m.a. að „hreindýramosi“ er ekki mosi heldur fléttutegund. Fjallagrös, sem á sumum erlendum tungumálum eru kölluð „íslenskur mosi“, eru einnig flétta. Reyndar eru Þjóðverjar núna farnir að kalla fjallagrösin „íslandsfléttu“. „Litunarmosi“ er líka flétta, „írskur mosi“ er þörungur og „spænskur mosi“ er háplanta. Þannig að orðið „mosi“ hefur verið notað um sitt af hverju tagi. Skófir eða fléttur breytast aldrei í mosa. Þær eru myndaðar af sveppi og þörungi sem lifa saman og mynda nýja gerð af lífverum. Þær eru því alls óskyldar mosum. Stundum er það svo að fyrst koma skófir á steina og síðan mosar sem vaxa að lokum yfir skófirnar og drepa þær. í náttúrunni er sífelld barátta um rými milli lífveranna, líka innbyrðis milli mosanna. Oft fá skófirnar reyndar að vera alveg í friði fyrir mosunum. Þetta fer eftir aðstæðum á hverjum stað.
Skófir geta einnig mosi-5vaxið á mosum og geta gert út af við þá. Bygging mosa og lífsferill er rétt á mörkum þess að henta til lífs á þurru landi og ber með sér að mosarnir eru leifar einnar elstu þróunargreinar landplantna. Þessa grein má vissulega líta á sem nokkurs konar þróunarlega blindgötu því að hún leiðir ekki til framhalds yfir í neitt annað. Þrátt fyrir það er tegundafjöldi þeirra meiri en nokkurs annars plöntuhóps að dulfrævingum einum undanteknum. Aðlögunarhæfni þeirra er mikil og þeir eru mikilvægur hluti margra vistkerfa, m.a. þar sem aðrar plöntur vaxa lítt eða ekki.“

Elstu mosasteingervingar taldir um 380 milljón ára
mosi-4„Elstu mosasteingervingar sem vitað er um eru, að ég held, taldir um 380 milljón ára gamlir. Í jarðlögum hafa fundist allmargar ættkvislir útdauðra mosa sem eru verulega frábrugðnar núlifandi mosum. Þrátt fyrir það er þekking okkar aftur í tímann af mjög skornum skammti. Meðal elstu steingervinga eru t.d. útdauðar ættkvíslir sem gætu verið skyldar blettamosa. Nokkru yngri eru ættkvíslir sem gætu verið skyldar haddmosum og barnamosum. Mosar eru skyldir burknum og þörungum en hvaða þörungum þeir eru skyldastir er óljóst. Líklega komast menn að því innan: fárra áratuga. Núna er farið að skipta mosum í þrjár fylkingar. Þótt þessar fylkingar eigi ýmislegt sameiginlegt eiga þær líklega engan sameiginlegan forföður sem teldist vera mosi. Þetta þýðir að mosar eru mun óskyldari innbyrðis en t.d. maður, froskur og fiskur en þessi dýr tilheyra öll sömu fylkingu.“

Mosar eru harðgerðir
mosi-3„Margir mosar þola miklar hitasveiflur og sem dæmi má taka hæruskrúf sem er útbreidd tegund hér, bæði á láglendi og hálendi. Hann þolir að hitinn fari úr 20 gráðu hita í 30 gráðu frost á einum sólarhring. Hann þolir yfir 70 gráðu hita án þess að skaðast og yfir 40 gráðu frost. Sumir mosar þola meira en 100 gráðu frost og aðrir yfir 100 gráðu hita. Veggjasnúður, sem vex hér aðeins á syðsta hluta landsins en er algengur sunnar í álfunni, vex á berum klettum og veggjum þar sem getur orðið mjög heitt, þolir t.d. yfir 100 gráðu hita. Hiti og kuldi eru meðal þeirra þátta sem takmarka útbreiðslu tegunda. Margar tegundir eru breytilegar í þessu tillliti, t.d. er hagstæðasta hitastig fyrir líkamsstarfsemi hraungambra um 10 gráðum lægra nyrst í Skandinayiu en á Bretlandseyjum. Mosar geta einnig aðlagast breyttum aðstæðum. Hvert hagstæðasta hitastigið er getur breyst dálítið eftir árstíðum og mosar sem eru fluttir sunnar eða norðar geta eftir vikudvöl á nýja staðnum verið búnir að færa hagstæðasta hitastigið til í átt að því sem hentar á þeim stað.“

Líftími mosa
mosi-2„Vitað er til að sama tegund mosa hafi vaxið á sama stað í hundrað ár en við lok þess tímabils eru áreiðanlega engar einstakar plöntur þær sömu og voru þar í upphafi tímabilsins. Sumar tegundir vaxa í endann en deyja jafnframt að neðan. Hraungambri er ein þessara tegunda. Þótt mosaplantan sé 20 cm löng eru aðeins um fimm cm fremst á sprotanum raunverulega lifandi. Hraungambri lengist um 1 cm á ári eða þar um bil. Það eru því varla mikið meira en 5 ár frá því sprotahluti verður til þangað til hann hættir starfsemi og deyr.

mosi-1

Þrátt fyrir það má ef til vill halda því fram að þessar plöntur séu allt að því eilífar. Hafi myndast hliðarsprotar verða þeir að nýjum plöntum þegar hlutinn fyrir neðan visnar. Um tildurmosann, annan hávaxinn mosa sem er ekki jarðfastur, gildir það sama. Það er algengt að hann lengist um 2-4 cm á ári en það er varla nema ársvöxtur síðustu 3-5 ára sem er raunverulega lífs hverju sinni. Haddmosar eru jarðfastir og mega ekki missa neðri hlutann vegna þess að þeir taka vatn og steinefni upp í gegnum stöngulinn. Á hávöxnustu tegundunum eru það aðeins blöðin á efsta hluta stöngulsins sem eru lifandi og virk. Ég hef séð haddmosaplöntur sem voru a.m.k. 8 ára gamlar. Sumar mosategundir verða varla yfir 5 mm langar og ársvöxtur þeirra er að sjálfsögðu afar lítill en aldur líklega svipaður og flestra annarra mosa. Ég held að mosar verði yfirleitt ekki gamlir heldur taki nýjar plöntur við þegar hinar deyja. Þeir hafa þróað ýmsar aðferðir til að fjölga sér og mynda nýjar plöntur. Þótt okkur finnist mosagróður á einhverjum steini vera óbreyttur árum saman held ég að það sé að nokkru leyti blekking, breytingar eru örari en við gerum okkur grein fyrir.“

Lítil næring í mosum
mosi-13„Það er lítil næring í mosum en þó er vitað að dýr á norðlægum slóðum éta mosa að vetrarlagi og á vorin, t.d. læmingjar, hreindýr, gæsir og rjúpur. Sum smærri dýr éta einnig mosa, svo sem bessadýr, engisprettur og fiðrildalirfur. Langflestir mosar eru fjölærir og sígrænir. Þeir fella því ekki blöðin eða visna niður á haustin eins og t.d. blómplöntur og grös. Þetta skiptir verulegu máli því þar sem mosaþekja er að einhverju marki vernda þeir jarðveginn allan ársins hring fyrir utanaðkomandi eyðingaröflum.
Mosar vaxa mjög hægt og sé mosaþekju raskað getur það tekið náttúruna marga áratugi að bæta skaðann og í sumum tilvikum veita slík sár eyðingaröflunum, t.d. vindum og vatni, þann aðgang að jarðveginum og mosaþekjunni að skaðinn verður ekki bættur.

mosi-14

Menn ættu því að bera virðingu fyrir mosunum sem klæða verulegan hluta landsins og umgangast gróðurinn varlegar en þeir hafa gert hingað til.
Hver mosategund hefur sitt kjörlendi og sína útbreiðslu. Sumar tegundir vaxa mjög víða, bæði á hálendi og láglendi, aðrar finnast eingöngu á láglendi og enn aðrar eingöngu á hálendi. Sumar vaxa aðallega í mýrum, aðrar í móum, sumar á klettum, aðrar á steyptum veggjum, sumar í ám og lækjum, aðrar í snjódældum, sumar í kjarrlendi, aðrar á þurrum steinum, sumar aðeins í fjörusandi, aðrar eingöngu eða svo til eingöngu í jarðhita o.s.frv. Ef verulegur mosagróður er í næsta nágrenni við nýrunnið hraun eru mosar komnir í það fljótlega eftir að það er kólnað, a.m.k. innan árs. Hversu langur tími líður þar til verulegur mosagróður er kominn í það fer eftir ýmsum aðstæðum, svo sem hæð yfir sjó, áfoki, úrkomu og hita.“

Útbreiðsla tegunda misjöfn á landinu
mosi-15„Útbreiðsla einstakra tegunda er ákaflega mismunandi. Allmargar eru um allt land, aðrar finnast á víð og dreif um mikinn hluta landsins, enn aðrar eru staðbundnar á mismunandi hátt. Nokkuð margar tegundir hafa hér suðlæga útbreiðslu og vaxa eingöngu á Suðurlandi en útbreiðslusvæði þeirra er mismunandi eftir tegundum, sumar eru bundnar við lítið svæði syðst á landinu en aðrar finnast um allan suðurhluta landsins. Það má því skipta þeim í nokkra hópa eftir því hversu suðlægar þær eru. Allmargar tegundir hafa hafræna útbreiðslu hér og eru þá á suður- og vesturhluta landsins. Aðrar tegundir hafa norðlæga útbreiðslu, sumar hafa eingöngu fundist á vesturhluta landsins, aðrar eingöngu á Austurlandi o.s.frv.
mosi-16Síðan eru það tegundirnar sem hafa aðeins fundist á örfáum stöðum eða jafnvel aðeins á einum stað. Sjaldgæfustu tegundirnar þyrfti að vernda á einhvern hátt. Nokkrar tegundir virðast hafa horfið alveg á síðustu áratugum og vaxa líklega ekki hér lengur. Ástæðan er í sumum tilvikum óvarleg meðferð mannsins á náttúrunni og virðingarleysi fyrir þeim gróðri sem fyrir er. Sérstaklega ber okkur skylda til þess að varðveita þær tegundir sem hér vaxa og eru afar sjaldgæfar í heiminum og hafa jafnvel aðalútbreiðslu sína hér á landi. Einnig tegundir sem yaxa ekki annars staðar í Evrópu en hér. Öðrum finnst það kannski ekki mikill skaði þótt mosategundum fækki eitthvað á landinu en fyrir mér er þetta alvörumál. Hver ný tegund sem hér finnst er sem nýr kunningi og það er alltaf dálítið sárt að komast að því að maður eigi ekki eftir að sjá hann oftar nema sem eintak á safni sem er varðveitt sem sönnun þess að einhvern tímann hafi hann vaxið hér og verið hluti af hinni lifandi íslensku náttúru“.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 16. desember 2000, bls. 8-9.

Mosi

Mosi.

Brim

„Á þessum 25 árum hafa hjer orðið alls 237 skipströnd. Það er að meðaltali um 9 skip á ári, sem hafa farist eða brotnað.
sjor-231Af þessum 237 skipum hafa 98 skip verið undir seglum, er þeim barst á, 103 hefur rekið á land úr legu, og um 36 veit enginn, þau hafa horfið, og enginn komið fram til að segja hvernig.
Flest hafa skipströndin orðið á vesturströnd Íslands, þ. e. 43 á Reykjanesskaganum og sunnanverðum Faxaftóa, á norðurströnd landsins 59, á austurströndinni 33, og suðurströnd 55, og fara þar vaxandi, og eru flest á svæðinu frá Skaftárós að Kúðafljóti.
11. september 1884 var afspyrnurok á útsunnan um allt land. Þá rak 14 skip á land við Hrísey í Eyjafirði, og vita menn eigi til, að slíkt hafi hent svo mörg skip, hvorki fyrr nje síðar. Flest voru þessi skip norsk. Í norðanveðrinu 2. maí 1907 rak 5 skip á land við Höfn hjá Horni — öll voru þau fiskiskip.
Farist og strandað hafa:
1879—1883 alls 42 skip
1884—1888  —  55 —
1889—1893  —  35 —
1894—1898  —  50 —
1899—1903  —  55 —
2016 menn hafa komist lífs af frá þessum skipströndum og gegnir það furðu, þar sem engin björgunartæki hafa verið fyrir hendi, og mörg ströndin orðið á versta tíma árs í dimmu, hríðum og frosti. – Ægir.“

Heimild:
-Vísir, 30. júní 1914, bls. 2.

Grindavíkurbrim

Grindavíkurbrim.

Þingvellir

Eftirfarandi texti eftir Matthías Þórðarson um búðartóftir á og við Þingvelli við Almannagjá, „Fornleifar á Þingvelli“, búðir, lögrjetta og lögberg, birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1921-1922 og síðan aftur í Árb. 1941-1942. Textinn í fyrrnefndu greininni er 70 bls. svo einungis inngangurinn birtist hér til að leggja áherslu á tóftirnar, sem víða er að finna á og við hinn forna þingstað.

Logberg

„Eins og mörgum mun kunnugt, eru enn í dag sýnilegar allmargar búðarústir og tóttaleifar á Þingvelli, allar vallgrónar og lágar, sumar heillegar og greinilegar, aðrar mjög ógreinilegar. Enn fremur eru á hinum eystri barmi Almannagjár, rjett hjá búðatóttunum, leifar af mannvirki, er þar virðist hafa verið gert í sambandi við alþingishaldið, flatri upphækkun, sem af ýmsum fræðimönnum á síðustu öldum, Jóni Ólafssyni frá Grunnavík fyrstum, hefir verið álitin vera hið forna lögberg, eða eiginlega mannvirki, gert til umbóta á lögbergi svo sem það var frá náttúrunnar hendi. Niður undan þessari upphækkun, og þó litlu norðar, er útflatt, allstórt mannvirki, leifar lögrjettunnar, sem þar var bygð á 17. öldinni. Loks er á Spönginni svo nefndu, þar sem sumir nú um tveggja alda skeið hafa álitið lögberg hafa verið, og er hins vegar við sjálfan þingvöllinn, kringlótt upphækkun eða hringmynduð tótt og önnur ferhyrnd innaní; er þetta nefnt dómhringur (eða »dómhringar«), eða var nefnt svo til skamms tima að minsta kosti.
Thingvellir-137Sigurður málari Guðmundsson, höfundur Þjóðminjasafnsins, er einnig upphafsmaður fornfræðilegrar rannsóknar á Þingvelli, og hóf hann þær rannsóknir áður en safnið varð stofnað. Í brjefi til Jóns Sigurðssonar, líklega rituðu vorið 1863, kemst hann svo að orði um fyrstu upptök þessara rannsókna: »Árið 1860 fór eg til Geysis og skoðaði þá Þingvöll, og myndaði þar þá lögberg og fleira.
Síðan fór eg að fá eins konar áhyggjur út af því, að jafn-merkur staður í sögu landsins lægi þannig alveg órannsakaður, og skrifaði eg um haustið Guðbrandi (svo sem þjer víst hafið orðið varir við), og beiddi hann að komast eftir, hvort þar ytra væru til nokkrar upplýsingar um Þingvöll, en fjekk 13. október1 það svar, að þar væri ekkert til, því máli til upplýsingar. Eg hjelt þá, að enginn hugsaði neitt um það málefni, og fór eg þá um veturinn að rannsaka Þingvöll eftir sögunum*.
Thingvellir-138Vitanlega höfðu margir getið um Þingvóll og alþingishaldið þar í ritum sínum, svo sem sjá má t. d. í Landfr.s. Ísl.s, í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (á víð og dreif) o. fl. Tveir — þrír uppdrættir höfðu verið gerðir af Þingvelli; um einn sbr. Kálunds Ísl. beskr., L, 148, aths.; sá uppdráttur (mynd) er nú í vörzlum Þjóðminjasafnsins; og um annan sjá Ant. Ann. IV., bls., 450 (1827); er það uppdráttur, sem þjóðminjasafni Dana var gefinn 1824, en sá uppdráttur er nú ekki vís. — Sigurður málari hefir og getið þess í skrifum sinum, að Bjarni Thorsteinsson hafi átt mjög lítið kort af Þingvelli, en að lítið muni hafa verið á þvi að græða.
Thingvellir-139Eins og síðar skal vikið að nánar, lauk Sigurður málari ekki við rannsóknir sínar á Þingvelli eða rit sitt um hann; lá víst starf hans í þá átt mjög lengi niðri, sennilega 10 hin síðustu æviár hans; en ýmsu hafði hann safnað.
Síðan hafa ýmsir skrifað um Þingvöll. Einna fyrstur George Webbe Dasent, dálitla ritgerð, með uppdrætti, í I. b. af útleggingu sinni af Njáls-s., 1861, bls. cxxiii o. s. frv. Búðatóttunum hefir fæstum verið lýst nokkru sinni greinilega í ritgerðum um Þingvöll, en upphækkunina á gjárbarminum og mannvirkin á Spönginni, sem eru beint þar austurundan, 300 m. frá, rannsakaði Sigurður Vigfússon nokkuð með grefti og mældi, snemma sumars 1880; eru skýrslur um þær rannsóknir hans hið fyrsta, er ársrit þetta birti (Árb. 1880—81, bls. 8 o. s. frv.), enda gerðar að fyrirlagi Fornleifafjelagsins, sem hafði þá nýlega (8. nóv. 1879) verið stofnað, einmitt til þess fyrst og fremst, að fá framkvæmdar þessar og fleiri rannsóknir á Þingvelli.
Um leið rannsakaði S. V. 2 af hinum fornu búðatóttum, þær sem nefndar voru byskupabúð og Njáls-búð, og Thingvellir-139dálítið hina, Snorra-búð. í sambandi við skýrslur sínar um þessar rannsóknir, ritaði S. V. jafnframt um ýmislegt annað, viðvíkjandi Þingvelli og umhverfl hans, dró upp mynd af honum og jók nöfnum við á uppdrátt (»kort«), sem Björn Gunnlögsson hafði gert um 20 árum áður, 1861. Eftir að öll þessi 3 kort og 3 ritgerðir höfðu komið út, Kálunds og kort Björns 1877, S G. með korti hans (og B. Gr.) 1878 og S.V. með korti B. Gunnl, auknu af S. V. sjálfum 1881, varð aftur hlje á rannsóknunum á sjálfum staðnum, en almennt viðurkend niðurstaða ekki fengin í lögbergsmálinu.
Landmælingadeild herforingjaráðsins danska gjörði uppdrátt af Þingvelli árið eftir, 1908, og gaf hann út 1910; stærðin var 1 : 5000, miklum mun stærri en útgáfurnar af uppdrætti Björns Gunnlögssonar, (sem voru hluti af frumkortinu, 1 : 6912). Þessi nýi uppdráttur náði og yfir nokkru stærra svæði; jafnframt gerði landmælingadeildin uppdrætti af öllu umhverfinu og gaf út næsta ár (1909); voru það blöð af hinu stærra Íslands-korti hennar, stærðin 1 : 50000. Þessir uppdrættir eru vitanlega rjettir að því er mælingar og afstöðu snertir, en ekki með nægilega mörgum nje rjettum nöfnum á, og eiga þessi blöð að því leyti sammerkt við önnur blöð af þessum mikla lands-uppdrætti. — Á Þingvalla-kortinu eru flestar búðatóttirnar markaðar, en hvorki mannvirkið á gjárbarminum lægri fyrir norðan Snorra-búð, nje mannvirkin á hinu svonefnda Lögbergi, og að ýmsu leyti er kort þetta ekki nægilega nákvæmt til að sýna þennan margbreytta stað með öllum hans einkennum.
Thingvellir-143Í mörgum af fornsögum vorum og Sturlunga-sögu eru nefndar ýmsar búðir á Þingvelli, sumar austan ár, en aðrar vestan. Um enga þeirra er neins staðar tekið fram nákvæmlega, hvar hún hafi verið, svo nákvæmlega, að nú sje hægt að benda á staðinn, t. d. á búðartótt þar nú. Þó hefir Sigurður málari Guðmuudsson, eins og áður var drepið á, reynt að gera það í riti sínu um Þingvöll, bls. 9—27 (»búðir, eldri en Sturlunga tíð«) og 28—35 (»búðir Sturlunga«); reynir hann að ákveða, hvar búðirnar hafi verið, af frásögnunum, en einkum af katastasis Sigurðar lögmanns Björnssonar. Á uppdrætti sínum setur hann búðirnar með hinum fornu nöfnum, bæði þar sem nú sjást tóttir og þar sem nú verður á engan hátt sjeð, að búðir hafi nokkru sinni verið bygðar. — Björn Gunnlögsson setti
einnig samkvæmt katastaais Sigurðar Björnssonar, og líklega nokkuð eftir tillögum Sigurðar Guðmundssonar, fornbúðanöfnin sum á tóttir þær, er hann roarkaði á sinn uppdrátt.

Búðaskrá
Thingvellir-144Samanber meðfylgjandi uppdrátt af Þingvelli.
1. Búð Lýðs Guðmundssonar, sýslumanns í Vestur-Skaftafellssýslu 1755—1800.
2. Búð Jóns Helgasonar, sýslumanns í Austur-Skaftafellssýslu 1759—1798.
3. Búð Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Dalasýslu 1754—1803.
4. Búð Guðmundar Ketilssonar, sýslumanns í Mýrasýslu 1778—1806.
5.—7. Óvíst hverra búðir. I Snorrabúð goða Þorgrímssonar. — Búð Sigurðar Björnssonar, lögmanns sunnan og austan 1677—1705, Sigurðar sonar hans, sýslumanns í Árnessýslu 1724—45, og síðast Magnúsar Ólafssonar lögmanns 1791 —1800.
10. Byrgi, tilheyrandi Snorra-búð að líkindum.
11.—12. Óvíst hverra búðir.
13. Búð Magnúsar Gíslasonar, lögmanns sunnan og austan 1732 — 1756; síðar amtmanns, sbr. amtmannsbúð, nr. 28. — Síðar mun Ólafur Thingvellir-145Stephánsson, seinna amtmaður og stiptamtmaður hafa tjaldað þessa búð, og loks dr. Magnús Stephensen, sonur hans, varalögmaður og lögmaður 1788—1800.
14. Búð Benedikts Þorsteinssonar, lögmanns norðan og vestan 1727 —1733.
15. Búð Þorleifs Nikulássonar, landþingsskrifara (1764—) 1780—1800. Önnurhvor var búð Odds Magnússonar, landþingsskrifara 1734—1738. Um hina er óvíst, hver tjaldað hafi.
18. (16. eða 17.) Búð Guðmundar ríka á Möðruvöllum (óvíst).
19. „Fógeta-búð“. Búð Povls Michaels Finne, landfógeta 1796—1804. Kann að hafa verið áður búð Skúla Magnússonar, landfógeta 1749—93.
20.—27. Óvíst hverra búðir. — Vatnsfirðinga-búð kann að hafa verið þar sem er 24. eða 25. búð, sbr. Njáls-s. og Laxd.-s.
28. Búð Christophers Heidemanns landfógeta, hlaðin ásamt 30. búð (amtmannsbúð) 1691, fyrstu búðirnar á síðari öldum. Um miðja 18. öld v
ar hér bygð „amtmannsstofa,, (— búð) úr timbri. — Hér á fyrrum að hafa verið búð Geirs goða.

29. Byrgi, sennilega tilheyrandi amtmannsbúð
30. Amtmannsbúð, bygð 1691 (sbr. 28. búð); fyrstur tjaldaði hana Christian Miiller amtmaður (d. 1720) og síðan eftirmenn hans fram á miðja 18. öld, er „amtmannsstofa“
var bygð (sbr. 28. búð). — Mosfellinga-búð (búð Gissurar hvíta) kann að hafa verið hér.
31. Búð Guðmundar Sigurðssonar, sýslumanns í Snæfellsnessýslu 1734—1753.
32. Búð Jens Madtzens Spendrups, sýslumanns í Skagafjarðarsýslu (1715—) 1718—1735.
33. Búð Bjarna Halldórssonar, sýslumanns í Húnavatnssýslu 1729—1773.
34. Búð Nikulásar Magnússonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu (1727—) 1730 — 1742.
35. „Njáls-búð“, svo kölluð, en ekki er fullvíst, að Njáll hafi verið í henni.
36. Byskupa-búð, svo nefnd, eða Gyrðs-búð, eða Ogmundar-búð, kend við Gyrð Ivarsson, byskup í Skálholti 1349—1360, og Ogmund Pá!sson, byskup s. st. 1521 — 1542.
37. Byrgisbúð, á 11. og 12. öld; virki um, að því er virðist.

Þingstaðurinn forni á Þingvelli
Thingvellir-140Þau fimm ár, sem jeg var prestur á Þingvöllum, 1923—28, gekk jeg oft um þingstaðinn forna og var að hugleiða, hvar mestar líkur væru fyrir því, að »Lögberg« og »Lögrjetta« mundu hafa verið til forna, því að jeg var frá byrjun sannfærður um, að »Lögberg« var aldrei á þeim stað, sem nú er talið og merkt sem »Lögberg« á austurbarmi Almannagjár, norðan Snorrabúðar.
Það, sem fyrst benti mjer á, að sá staður væri vafasamur, var það, að tveir jafnmiklir fræðimenn og þeir prófessor Björn M. Ólsen og Matthías Þórðarson fornmenjavörður gátu ekki komið sjer saman um, hvar »Grýla«, búð Snorra Sturlusonar, sem byggð var samkv. Sturlungu: »upp frá Lögbergi«, stóð, og augljóst mál, að báðir höfðu á röngu að standa, ef farið væri niður til búðar þeirrar frá lögbergi, eins og þeir þó báðir telja, að hafi verið, er annar, Björn M. Ólsen, telur að Grýla hafi verið niður við á, fyrir neðan hallinn, en hinn, Matthías Þórðarson, að hún hafi verið niðri í gjánni, í vestur frá þessu svonefnda »Lögbergi«. Þeir virðast hafa slegið því föstu fyrirfram, að þessi staður á gjárbarminum eystra væri lögberg og orðið því í vandræðum með Grýlu.
Thingvellir-146Þetta mannvirki, sem nú er merkt »Lögberg«, segir M. P. að sje »langstærsta mannvirkið á hinum forna þingstað« (Árb. Fornl. fjel. 1921 — 22, bls. 80), en það er engan veginn rjett, flestar elztu búðaleifarnar virðast hafa verið eins stórar eða stærri, og mannvirkið milli Brennugjár og Flosagjár er til muna stærra. En það virðist hafa verið eitt með öðru, sem studdi að því, að M.Þ., vill telja þetta mannvirki á austurbarmi Almannagjár sem lögberg, að það var svo mikið mannvirki og erfitt að gjöra það, sem mjer virðist þó heldur benda í gagnstæða átt.
Við rannsókn Sigurðar Vigfússonar 1880 kom það í ljós, að í glufu undir þessu mannvirki fannst aska, og um það segir M.Þ. (Árbók, ’21 — 22, bls. 85): »mjer fyrir mitt leyti þykir líklegast, að þessi aska hafi verið borin þarna í glufuna til þess að koma henni frá einhverri búðinni, sennilegast frá Snorrabúð, sem næst var«, og er það án efa rjett á litið, nema því að eins, að þarna hafi staðið búð og askan sje frá henni sjálfri.
Thingvellir-146En hvort heldur sem er, þá er þessi aska sönnun þess, að lögberg hefur ekki verið þarna, þegar askan var flutt þangað. Það er vart hugsanlegt, að neinn maður hefði látið bera öskuna frá búð sinni á jafn-helgan stað sem lögberg var og fleygja henni þar, enda mundu höfðingjarnir hafa unað því illa, að sitja í öskuryki á lögbergi, ef vindur bljes. En hafi búð staðið þarna, er mannvirkið leifar hennar en ekki lögbergs.

Lögberg og lögrjetta

Það virðist ætla að verða erfitt, að sannfæra suma menn um það, að lögberg hafi verið þar á þingstaðnum forna við Öxará, sem Jón Ólafsson frá Grunnavík benti á og lýsti, og kvaðst álíta, að það hefði verið, bergið með áhleðslunni miklu á gjárbakkanum norðan við Snorrabúð.

Thingvellir-147

Að sönnu hefir mikið af því, sem ritað hefir verið um það, hvar lögberg hafi verið á þingstaðnum, snúizt um það, að sýna fram á, að það hafi ekki verið austan Öxarár, og því ekki á Spönginni, heldur vestan árinnar, enda mun það hafa á unnizt, að menn eru farnir að sjá sannleikann í þessu efni. Hitt sýnist þar á móti ekki hafa gengið í suma menn enn þá, að lögberg hafi verið þar, sem Jón frá Grunnavík áleit, og nokkrir aðrir fræðimenn á síðasta fjórðungi síðustu aldar og fyrsta fjórðungi þessarar. Því var það, er alþingishátíðin var haldin, að lítilfjörleg klettsnös í Hamraskarði var tekin til að vera hið forna lögberg, að því, er virtist; stóðu ræðumenn þarna og sneru bakinu að deginum og hinum forna þingstað, en áheyrendum var troðið ofan-í Almannagjá, svo mörgum, sem þar komust fyrir, og þar sem þeir að sjálfsögðu hefðu lítið eða sem ekkert heyrt til ræðumanna flestir, ef ekki hefði verið talað hátt og í »gjallarhorn«.
Thingvellir-148Geta menn nú sjeð, hversu eðlilegt það var, að einmitt næsta sumar, »anno 1504, samtóku allir þingmenn lögrjettuna að færa í annað pláss við 0xará, með kongs leyfi,« sem höfuðsmaður sjálfur vissi, að þeir höfðu fengið fyrir rúmum 30 árum, 1563. Ekki hvað sízt var það eðlilegt, ef lögrjettan hefur allt til þessa verið á sínum forna stað, og hann orðinn hólmi af vatnagangi. Það hefur ekki verið þægilegt að sitja þar, stundum í misjöfnu veðri, ef til vildi, og enginn furða, að reynt yrði að komast af með 1 dag eða 2 til þinghaldsins.
Eftir að notkun lögbergs lagðist niður, þingtíminn styttist og hætt var að tjalda hlaðnar búðir á Þingvelli, hefir þinghaldið farið fram í lögrjettu og þingmenn hafzt við nálægt henni, austan ár, tjaldað þar á völlunum og fyrir norðan ána, undir hallinum og uppi í Almannagjá. En eftir að lögrjetta var flutt vestur fyrir á, hefir þinghaldið farið fram þar og þingmenn flestir hafzt þar við, — síðustu 2 aldirnar, — þótt hina fyrri þeirra yrði lítið um löng þing og búðabyggingar, meðan lögrjetta var ekki heldur tjölduð.
En Thingvellir-149tvent var það, sem látið var fara fram mjög nálægt hinum gamla lögrjettustað austan ár, og benda örnefnin Brennugjá og Höggstokkseyri, nyrzt á hólmanum framundan mynni hennar, á það. Þegar jeg ritaði greinina um lögrjettuna í Árb. 1921—22, bls. 70—80, þótti mjer ekki næg rök til að halda þeirri skoðun fram, að hún hefði ekki verið færð nema einu sinni, þar eð sumt, sem þá og nú var getið, benti til, að hún hefði verið flutt tvisvar að minnsta kosti. En eins og þær athugasemdir, er hjer hafa verið settar fram, bera með sjer, virðast mjer nú allmiklar líkur til þess, að lögrjetta hafi verið færð að eins einu sinni, — svo sögur fari af, sumarið 1594. Apríl 1942. M.Þ.

Búðaskrár Jóns prófasts Steingrímssonar
Skrifaðar af honum sjálfum í bók þá, sem nú er í handritasafni Landsbókasafnsins nr. 574, 4to. Um búðastæði á alþingi við Öxará, fornaldarmanna, sem landsins sögur og annálar um geta. Þeim til Thingvellir-149fróðleiks og gamans, er það girnist að sjá eða heyra. Heimskur er sá, að öngu spyr. Flosabúð var norður lengst fyrir vestan ána, við fossinn í Öxará. Þorgeirs Ljósvetninga[-goða] búð þar vestar með hallinum. Snorra goða búð var þar, sem hún enn nefnist og stendur.
Guðmundar ríka [búð] næst Þorgeirs Ljósvetninga[-goða] búð, fyrir vestan ána. Áður var hans búð fyrir norðan ána, nærri því gamla lögbergi.  Eyjólfs Bölverkssonar biíð var á hól fyrir sunnan Snorrabúð, að stefna á Þingvelli.
Gissurs hvíta búð þar fyrir vestan; en næst fyrir norðan Heedemannsbúð var Geirs goða [búð].
Ásgríms Elliða-Grímssonar [búð] var norðar upp með gjánni, mótsvið Geirs goða búð.
Höskuldar Dala-Kollssonar búð var milli árinnar og Oeirs goða búðar.
Egils Skalla-Grímssonar [búð] milli Geirsbúðar og Hjalta Skeggjasonar [búðar].
Flosi hafði áður búð fyrir austan ána, skammt frá Síðu-Halls búð, sem síðar var Ogmundarbúð, [fyrir] vestan traðirnar á Þingvallatúni.
Thingvellir-150Lögbergið er fyrir austan ána; eru þar vatnsgjár á báðar síður.
Fyrir austan lögrjettutóftina á þvt er svo-kallað Flosahlaup yfir austari er einstigi að búð Skafta lögmanns Þóroddssonar, Markúsar Skeggjasonar og Gríms Svertingssonar.
Suður lengst með ánni, móts-við Þingvelli, stóð Njálsbúð, nærri ánni, fyrir sunnan Gissurs hvíta búð, [og] Rangvellinga [búð].
Marðar gígju búð [var] út-með berginu, fyrir ofan og vestan Gissurs hvíta búð.
Þá kristnin var í lög tekin, var lögrjettan færð á hólmann í ánni, en aftur þaðan færð í tíð Þórðar Guðmundssonar lögmanns og Jóns Jónsssonar vestur-yfir ána, í þann, stað, hvar hún hefur síðan verið.
Kross-skarð, sem næst er fyrir norðan Snorrabúð, þess hæð er eftir Ólafi kóngi Tryggvasyni og Hjalta Skeggjasyni. Hleðslan, sem þar er á milli á gjábarminum, var áður fjórðu[n]gsdóma-þingstaður. Menn kalla nú það pláss Kristna-lögberg.

Um búðastæði nú á alþingi, 1783

Þingvellir

Búð á Þingvöllum.

Eftir siðaskiptin aflögðust allar þær fornu búðir fyrir utan Snorrabúð, er sagt er ætíð hafi haldizt við lýði. Brúkuðu þá landsins yfirvöld sín tjöld allt fram á þessa öld, 1700, svo 1730 voru allfáar búðir á alþingi, en síðan hafa þær árlega fjölgað, og það í þeim stað, er þær voru ei til forna, sem er í svo-kallaðri Almannagjá, fyrir vestan og ofan hallinn, sem fornar sögur ei um geta. Mun þar þá ei hafa verið því-Iíkt graslendi í gjánni, sem það er nú. Þessar eru nú búðir í gjánni: Næst fyrir vestan fossinn í g[j]ánni, undir austara berginu, er búð og tjöld sýslumanna úr Skaftafellssýslu. Þar yfir-af og undir vestara berginu búð sýslumanna úr ísafjarðarsýslu. Þar næst undir austara berginu búð sýslumanns úr Barðastrandar-og Dala-sýslu. Par fyrir sunnan, frá uppgöngu fógetabúðar, er búð sýslumanns úr Rangárþingi, en syðst, fyrir vestan stíg frá Snorrabúð, stendur búð sýslumanns úr Þingeyjarsýslu. Þar sem Flosabúð var, við fossinn, er nú fógetabúð. Þar næst var lögmannsins búð, sem þjenaði að sunnan og austan á landinu. Þar til [forna] var Þorgeirs Ljósvetninga[goða] búð. En þar [sem varalögmanns búð]in nú stendur, var búð Guðmundar ríka. En þar sem að [var] búð Eyjólfs Bölvekssonar, má um tvíla, hvort heldur er landþings[sk]rifara búð, á hól fyrir austan götuna að Þingvöllum, eður stift[am]tmanns, sem er fyrir vestan sömu götu. Þar Gissurs hvíta búð var, er nú amtmannsins búð. Þar Geirs goða búð var, er nú [bú]ð sýslumanns úr Árnessýslu. Í Snorrabúð sýslumenn [úr] Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu. Þar. Ásgrímur Elliða-Grímsson var, hafa sýslumenn úr Múlasýslu sinn aðsetursstað, og enn ofar í Hallinum sýslumaðurinn úr Kjósar- og Gullbringu-sýslu.
Höskuldar Dala-Kollssonar er nú sýs[!]umanns úr Strandasýslu. Njálsbúð tjaldar sýslumaður Skagafjarðarsýslu og klaust[ur]haldari þaðan. En Marðar gígju sýslumaður úr Húnavatnssýslu, nú síðast sá nafnfrsegi Bjarni Halldórsson. —
En fyrir austan ána eru aflagðar allar búðir. Eru þar hjer og þar tjöld geistlegra manna. Þar sem Síðu-Halls-búð var, standa nú biskups tjöld. Undir Thingvellir-153berginu að vestanverðu, þar sem a[ð] stóðu búðir Skafta, Markúsar og Oríms, eru tjaldstæði prófasta úr Skaftafells- og Barðastranda[r]-sýslum, en framar, á hólmunum, prófasta úr Gullbringu- og Rángárvalla-sýslum. En hinir aðrir, sem ei fá sjer verur á Þingvöllum, þar í heimahúsum, eru hjer og þar inn-á flötunum fyrir norðan ána, í svo-kölluðum Prestakrók, og þeim megin, næst við fossinn, eru svo-kölluð fálkafangaratjöld og bókaseljara frá Hólum.“
Af framangreindu má sjá að aldur og staðsetning einstakra búðatófta eru einungis getgátur. Full ástæða væri til að gera rannsóknaráætlun á öllum búðunum 37 (50) m.t.t. aldursgreiningar og staðfestingar á tilvist þeirra – svo langt sem það næði.

Thingvellir-160

Á skilti við Snorrabúð (vestan Lögbergs) á Þingvöllum eru m.a. eftirfarandi upplýsingar um búðir: „Hér er það Snorrabúð sem staðið er við, kennd við Snorra Þorgrímsson goða en hún er ein sýnilegasta búðatóftin á Þingvöllum. Hana nýttu sýslumenn Árnesinga á síðari öldum en búðin vakti einnig athygli þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) þegar hann orti ljóðið Ísland. Jónas vissi að hinn forni þingstaður hefði mátt muna sinn fífil fegurri.
Uppgrónar tóftir finnast víða á Þingvöllum en þær voru híbýli þinggesta í þær tvær vikur sem þing stóð á hverju sumri. Búðatóftir og tóftabrot munu vera um fimmtíu talsins á svæðinu og finnast meðfram bakka Öxarár beggja vegna árinnar og með brekkunni inn að Valhöll.

Thingvellir-161

Búðir voru iðulega reistar á grunni eldri búða og því eru flestar búðarústir, sem sjást í þinghelginni, frá seinustu tveimur öldum þingsins, 17. og 18. öld. Erfitt er að geta til um nákvæmt byggingarlag búða á Þingvöllum. Þó má telja líklegt að veggir hafi verið hlaðnir úr torfi og grjóti og síðan reist timburgrind sem yfir var tjaldað með teppum eða vaðmáli. Lítið er vitað um búðir þjóðveldisaldar en lýsingar ritheimilda gefa tilefni til að þær hafi oft verið nokkuð miklar að umfangi. Víða stóðu búðir þröngt í þinghelginni og er stundum fjallað um „búðasund“ í heimildum.
Í lagasafninu Grágás og Íslendingasögum má finna ýmsar hugmyndir um stærð og notkun búða, m.a. að goðar skyldu tjalda búð þvera með vaðmáli og að þeir skyldu sjá þingmönnum sínum fyrir rými í búð. Þeir sem erindi áttu á þing munu einnig hafa reist sér margvísleg skýli, hreysi og tjöld á meðan þeir heimsóttu þingið. Búðir síðari alda hafa að öllum líkindum verið minni að umfangi en búðir þjóðveldistímans enda störf Alþings þá takmörkuð við dómsstörf.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Matthías Þórðarson, Fornleifar á Þingvelli. Búðir, lögrjetta og lögberg, Árbók HÍF 1921-1922, bls. 1-7.
-Guðmundur Einarsson: Þingstaðurinn forni á Þingvelli. Árbók HÍF 1941-1942, bls 34—39.
-Matthías Þórðarson: Lögrjetta og Lögberg. Árbók HÍF 1941-1942, fylgiskjöl: Búðaskrár Jóns prófasts Steingrímssonar. (Hjer með mynd, búðaskrá og kort), bls. 40—68.
-Skilti við Snorrabúð á Þingvöllum.

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.

Brúnavörður

Selatangar eru forn verstöð, sennilegast notuð þegar á miðöldum. Hraunið, Ögmundarhraun, er frá því um 1150, en það ár lagði það gamla Krýsuvíkurbæinn í Húshólma, sem er litlu austar, í eyði og færði garða og mannnvirki í og við Óbrennishólma í kaf. Þó má sjá þar móta fyrir hlöðnum vegg, sem hraunið hefur stöðvast við, fjárskýli, jarðlægu garðlagi og fjárborg (virki?).

Á Selatöngum

Verkhús á Selatöngum.

Frá Selatöngum var róið frá Krýsuvík, Skálholti og Ísólfsskála. Talið að a.m.k. 80 manns hafi hafst þar við í verum. Síðast var verið á Selatöngum um 1880, en róið var þaðan frá Skála og selveiðar voru stundaðar allnokkur ár eftir það. Þá var oft lent þar síðar ef lending var ófær annars staðar meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórkötlustöðum, Hrauni og víða. Við Dágon neðst á Töngunum eru landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Um minjarnar og minjasögu Selatanga er m.a. fjallað í nýútkomnu riti Ferðamálafélags Grindavíkur „Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur- Seltangar. Auk þess hefur Ferðamálafélagið gefið út ritið „Merkar minjar í umdæmi Grindavíkur – Húshólmi„,

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á og við Selatanga sjást miklar rústir seinni tíma verbúða hlöðnum úr hraungrýti svo og rústir af fiskbyrgjum þar sem hertur fiskur var geymdur. Sjórinn hefur afmáð elstu minjarnar. Á görðunum, sem víða sjást, var einnig hertur fiskur þegar veður gaf. Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella og þeir notaðir sem byrgi. Vestan við Seltanga er sagður hellir sem notaður var til smíða í landlegum. Einnig má sjá hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.

Selatangar

Selatangar- Tanga-Tómas með FERLIRSfélögum.

Á Selatöngum var afturgangan Tanga-Tómas, sjórekinn spánskur sjómaður, svo hatröm að ekki þýddi að skjóta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu helzt á drauga, en frekast dugðu lambaspörð. Auk Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Seltöngum og í nágrenni þeirra, einkum þegar skyggja tekur. Síðast þegar FERLIRsfélagar voru á ferð á Selatöngum birtist þeim einmitt Tanga-Tómas með eftirminnilegum hætti, auk þess sem hann kom einum félaganum að óvörum þegar verið var að skoða refagildrurnar í annarri ferð þangað. Fræg er og sagan af Arnarfellsbónda og átökum hans við drauginn seint á 19. öld.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Á Miðrekum eru líka sagnir um anda, reyndar annarskonar, og greinir mönnum á um eðli hans. Sumir segja að þar hafi þeir rekist á vín-anda, en aðrir heilagan anda. Hvort vínandinn hafi orðið að heilögum anda, eða öfugt, á leiðinni er erfitt að segja til um. Austan Miðreka eru Brúnavörður. Frá þeim liggur stígur yfir hraunið inn í Húshólma.

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni

Í Húshólma eru fornar minjar búsetu. Landnámsöskulagið frá um 872 er þar í garðpælu, en í hólmanum og í hrauninu vestan hans má m.a. sjá rústir, garða og hleðslur. Sumir vilja halda því fram að þarna hafi búið fólk löngu á undan komu norrænna manna til landsins.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Minjarnar í og við Húshólma hafa ekki verið rannsakað að ráði, en ljóst er að Ögmundarhraunið rann yfir landið um 1150, kaffærði byggðina, færði ströndina utar og lokaði víkum og lónum við ströndina, þ.á.m. gömlu Krýsuvík, en „krys“ nefndist áður fyrr vík eða skora. Lágbarið fyrrum grágrýtið ofan við Hólmasundið bendir til þess ströndin hafi þarna fyrrum legið vel við sjó.

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Í Húshólma er m.a. forn langur bogadreginn garður, skáli, kirkja, kirkjugarður, hústótt, fjárborg, selstaða (stekkur og hús), sjóbúð (notuð síðast 1913), hlaðin refagildra, rétt o.fl. Það hefur verið öðruvísi um að litast á þessu landssvæði við upphaf byggðar.
Gangan tók 4 klst og 6 mín. Frábært veður.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Brunntorfur

Gengið var um Brunatorfur (Brunntorfur/Brundtorfur) vestan Brunans (Nýjabruna/Háabruna) eða Nýjahrauns (Kapelluhrauns) eins og það var nefnt eftir að það rann, sennilega árið 1151.
Upptök þess eru í Rauðhól, eða Hraunhól eins og sumir vilja nefna hann, skammt norðvestan Vatnsskarðs í Sveifluhálsi/Undirhlíðum. Gígnum, sem var einn af nokkrum á 25 km langri gossprungu, hefur nú verið raskað svo að hann er ekki lengur svipur hjá sjón.
Nýjahraun (Bruninn) rann niður lænu á milli Hrútargjárdyngjuhrauns og eldra Hellnahraunsins þar sem það féll í sjó fram austan við Straumsvík. Um er að ræða nokkuð „granna“ ræmu apalhrauns með miklu efnismagni. Það rís hærra er hraunið umhverfis, er vaxið þykkum gamburmosa en skortir fjölskúðgi gróðurs, sem einkennir hraunin beggja vegna.
Vestan við Brunann eru Brunntorfur, stór gróðursæll og skjólgóður hraunkriki milli hans og Almennings. Heyrst hafa einnig nöfnin Brunatorfur vegna brunanafngiftanna og Brundtorfur í tengslum við sauðabúskap Hraunsmanna þar fyrr á öldum. Hér á eftir mun ýmislegs getið er styrkt getur þá nafngift.
Þegar gengið var til suðurs frá hlöðu ferköntuðu (3×5 m) gerði austast í Torfunum, svo til alveg við, en innan marka Straums, sást varða á hábrúninni framundan. Gerðið gæti hafa verið notað við tilhleypingar Hraunamanna fyrrum og nafngiftin á svæðið verið dregið af því.
Á milli gerðisins og vörðunnar, í hæðinni, komu fjárborgarleifar eða kringlótt gerði í ljós. Gróið er í kringum þær svo hleðslur falla orðið vel inn í landslagið. Varðan sjálf er greinilega gömul, mosavaxin. Frá henni liggur gata til austurs er leiðir vegfarendur niður í gróna hvylft skammt frá. Austast í því má sjá grónar fyrirhleðslur fyrir fjárskjóli. Við nánari skoðun má sjá hleðslur að innanverðu.
Þegar götunni er fylgt áfram til suðurs er komið að vörðu, og síðan annarri, er stnda nálægt Stórhöfðastígnum. Ef stígnum er fylgt til suðurs er fljótlega komið inn á gróið skeifulaga svæði undir Brunaveggnum. Á honum standa tveir klettastandar, þétt hvor að öðrum, stundum (einkum í seinni tíð) nefndir Tvídrangar. Skammt frá þeim má sjá mannanna verk á tveimur stöðum. Annar virðist hafa verið skjól eða jafnvel lítið hús, en hinn aðhald, annað hvort fyrir fé eða hesta. Fallin fyrirhleðsla ( 3m löng) er út frá Brunabrúninni að hraunhafti skammt norðar. Stórhöfðastígurinn liggur yfir hana.
Ef hins vegar stíg er fylgt til vesturs frá fyrrnefndum vörðum er fljótlega komið að sauðaskjóli Hraunamanna í grunnu jarðfalli. Krosshleðslur eru fyrir tveimur inngöngum í það.
Miklu mun norðvestar er svo Þorbjarnarstaðafjárborgin, uppi á Brunabrúninni. Fornasel er sunnar og Gjásel suðvestar. Allt ber þetta vott um fjárbúskap Hraunamanna á þessu svæði og því ekki ólíklegt að Brundtorfunafnið hafi átt þarna rétt á sér. Eflaust mætti finna fleiri verksummerki eftir sauðfjárbúskapinn á þessu svæði, ef vel væri leitað.
Hellnahraunin austan Brunans eru tvö, eldra og yngra. Á köflum er erfitt að greina þau í sundur.
Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum og er mjög slétt og þunnt. Nýja Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til. Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sama tíma og sömu hrinu.
Ástjörnin myndaðist líklega fyrst er gaus í Stóra-Bolla í Grindarskörðum fyrir um 2000 árum, en nýrri hrauntaumurinn bættu um betur. Hvorutveggja eru helluhraun, eins og nöfnin gefa til kynna.
Bruninn rann síðan 1151, ein og fyrr segir.
Hellnahraun eldra hefur stundum verið nefnt Skúlatúnshraun. Það stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.
Í skrifum Sigmundar Einarssonar, Hauks Jóhannessonar og Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um Krýsuvíkurelda II – Kapelluhraun er reynt að leysa gátuna um aldur Hellnahrauns. Greinin birtist í Jökli nr. 41 1991.
“Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatamál hraunanna er 36.5 km2 og rúmmálið er áætlað um 0.22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68.3% líkur á að hraunin hafi runnið á tímabilinu frá 1026-1153.
Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bæði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngsta hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og hraun sem Jónsson (1978a) hefur nefnt Breiðdalshraun. Líklegt er að Yngra Hellnahraun (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) hafi runnið á árunum 938-983.
Í Konungsannál, Oddverjaannál og Annál Flaeyjarbókar 1151 segir frá eldum í Trölladyngjum. Einnig í Skálholtsannál 1188. Ekki er ljóst hvers vegna annálarnir kenna gosin við Trölladyngjur en svo virðist sem þær hafi verið alþekkt örnefni á þessum tíma. Líklegast er að eldgosið 1188 hafi verið lokaþáttur umbrotahrinunnar.
Auk þessara frásagna í annálum eru óbeinar heimildir um hraunrennsli á norðanverðum Reykjanesskaga eftir landnám. Kapelluhraun heitir einnig Bruninn í daglegu tali og það eitt bendir til að menn hafi séð hraunið renna. Yfirleitt er talið að Kapelluhraun hafi áður heitið Nýjahraun og Ólafur Þorvaldsson (1949) segir nafnið Nýjahraun sé enn þekkt um hluta þess. Þessi gögn benda eindregið til að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist.
Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál, bls. 352 segir: “Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn ogg xx.”
Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.

Varða

Kjalnesingasaga gerist á landnámsöld en er talin skrifuð skömmu eftir 1300. Athyglisvert er að höfundurinn skuli nota Nýjahraun til að takmarka Brunndælagoðorð. Notkun örnefnisins Nýjahraun í Kjalnesingasögu bendir til að hraunið sé runnið einhvern tíma á tímabilinu 870-1250.
Ótrúlega fáir hafa gert tilraun til að kanna Kapelluhraun, upptök þess, útbreiðslu og raunverulegan aldur. Þorvaldur Thoroddsen (1913) reið á vaðið er hann kannaði Kapelluhraun lauslega 1883. Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Óbrinnishólabruna svo nokkru næmi. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. Hann taldi á grundvelli geislakolsákvarðana að Óbrinnihólar væru liðlega 2100 ára gamlir og að Kapelluhraun hefðu runnið í byrjun elleftu aldar.
Líkt og Guðmundur gerir Jón ráð fyrir að Hellnahraun sé gamalt og telur það runnið frá svonefndri Hrútargjárdyngju. Á jarðfræðikorti Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er hraunið talið koma frá Óbrennishólagígunum, en ekki talið hluti af Hrútargjárdyngju.
Gossprungan, 25 km löng, er frá norðanverðri Gvendarselshæð og suður fyrir Núpshlíðarháls. Á henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6.5 km.
Í Krýsuvíkureldum mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó (sjá FERLIR-289). Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Hraunflákinn gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu).
Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir og snotrir gígar er nefnast Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gíganna er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða.

Alls þekur Kapelluhraun 13.7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 metrar er rúmmál þess um 0.07 km3.
Líkur hafa verið leiddar að því að Ögmundarhraun hafi runnið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum. Kapelluhraun er frá svipuðum tíma. Hellnahraunið er aftur á móti komið úr eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, þ.e. út Tvíbollum í Grindarskörðum. Hellnahraunið er í rauninni tvö hraun, það Eldra og það Yngra. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-4000 ára. Yngra Hellnahraun er sennilega frá árunum 938-983.”

Heimild m.a:
-Guðmundur Kjartansson 1973. Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. Náttúrufræðingurinn 42. 159-183.
-Jón Jónsson 1978: Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun OS-JHD 7831. 303 bls. + kortamappa.
-Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson 1989. Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38. 71-87.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra. Jökull 41. 61-80.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1998. Hraun í nágrenni Straumsvíkur. Náttúrufræðingurinn 67. 171-177.Varða

Bollar

Ætlunin var að ganga upp frá Geithöfðahálsi ofan Geithöfða með stefnu á sunnanverða Gullbringu norðan efri Kálfadala. Útsýni var niður í neðri Káldadali þar sem hrauntaumurinn Víti liggur niður með austanverðri hlíð dalsins. Fjær í suðri er Geitahlíðin með Æsubúðum efst.

 

GigarFetið var fótað með suðvestanverðum hlíðum hennar inn á heiðarhálsinn. Þaðan var stefnan tekin upp brúnir Kálfadalahlíða. Efst á þeim var ágætt útsýni inn að Vörðufelli til vinstri og Sandfelli til hægri. Gosgígar og eldborgir þar á millum nutu sín í kvöldsólinni.
Skv. kenningum er heil sýsla, Gullbringusýsla, kennd við þetta fjall. Meðan á göngunni stóð gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér Sveifluhálsinn frá öðru sjónarhorni en þegar ekið er meðfram honum handan vatnsins og er hann ansi ábúðarmikill að sjá. Austan Gullbringu er hraunstraumur mikill sem rennur út í Kleifarvatn. Þetta hraun heitir Hvammahraun og er kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur út í vatnið.  Þessi hraunstraumur er einn af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteins-fjallaeldstöðinni, kennd við Eldborg. Hinn straumurinn fellur niður í Herdísarvík, töluvert austar. Sá hraunstraumur kom úr tilkomumiklum Draugahlíðargígnum, eða Bláfeldi eins og gígurinn er gjarnan nefndur.
Gigur-2Í raun er „Eldborgin“ ekki rétt staðsett á landakortum. Á þeim er tekið mið af sýnilega efsta gígnum á sprungureininni, sem þar er. Reinin sú gaf af sér svolítinn hraunstraum, en meginstraumurinn kom úr „eldborg“ þeirri er viðurkenningu ætti að fá sem drottning Fjallanna. Borgin sést vel þegar komið er upp með vestanverðu Hvammahrauni. Hún er þá framan við hina kortlægu „Eldborg“. Þegar betur er að gætt má vel sjá hvernig „eldborgin“ hefur fætt af sér hinn mikla hraunstraum er liggur þarna niður hlíðina og niður í Hvamma. Síðasti hraunstraumurinn staðnæmdist í Kleifarvatni. Þar eru nú helstu hrigningarstöðvar silungs þess er sleppt var í vatnið á sínum tíma.
kalfadalir efriÞetta er í raun ekki svo ströng ganga. Sú litla hækkun sem verður er nokkuð róleg, en eitthvað er um upp og niður. Öll leiðin er greiðfær yfirferðar. Þegar komið er efst á frumbrúnir blasa „eldborgirnar“ við framundan. Þá, ef hraunið er fetað til hægri, er tiltölulega greiðfært áleiðis inn að „Eldborginni“
En hvers vegna heitir sýslan Gullbringusýsla? Ef nafnið er dregið af fjallinu Gullbringu, hvers vegna var það þá valið?
Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðs-kortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m).
Gullbringa-2Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.

Gullbringa-3

Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera gróðursælt land.
Þegar horft er á jarðfræði svæðisins liggur ljóst fyrir að grunnbergið er móberg. Á jökulskeiðum hafa byggst upp móbergsfjöll, hryggir og stapar. Verulegur hluti þess er þakinn nútímahraunum. Þessi hraun liggja víða að móbergsfjöllunum og hafa að hluta eða öllu leyti kaffært þau. Munur er því á upphleðslu á jökulskeiðum annarsvegar og hlýskeiðum hinsvegar. Jökulskeiðsmyndanir eru yfirleitt brött fjöll meðan hlýskeiðsmyndanirnar eru dyngjur og hraunabreiður.

Eldvarp

Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brenni-steinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan
Brennisteinsfjalla.
Norðvestan „Eldborgar“ (vestan Elborgar) er hrauntröð. Norðvestar, þar sem hún endar, virðast skv. loftmynd vera nokkur hellavænleg göt. Greiðfærasta gönguleiðin þangað er norðaustan Gullbringu, upp með austanverðum hraunkanti Hvammahrauns og af brúnum efra neð stefnu á eldborgirnar þar efra. Stefnan verður tekin þangað fljótlega.
Frábært veður; sól og blíða. Gangan tók 3 klst og 3 mín.<


Heimildir m.a.:
-Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir – Hraun og móbergsmyndanir á svæðinu frá Brennisteinsfjöllum að Hengli -2004.
-http://visindavefur.hi.is

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Borgarhóll

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu 22. sept. 2008 undir yfirskriftinni „Felldu ferðamannavörtur“.
Leiðsögumenn„Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóða- vandamáli síðari tíma,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður, sem á föstudaginn stóð fyrir vörtuhreinsun meðfram Krýsuvíkurvegi.
Vörtur eru vörður sem ferðamenn hlaða á ferðamannastöðum. Þó að flestar þeirra séu í smærri kantinum var sú stærsta sem Ari og félagar felldu á föstudaginn einn og hálfur metri á hæð.
„Vörður og vörðubrot eru menningarverðmæti sem ekki má hrófla við en vörtur eru ómenningarlýti sem hreinsa þarf jafnóðum,“ segir Ari.
Umfjöllun Fréttablaðsins var í kjölfar fréttar á vef Félags leiðsögumanna þann 19. sept. 2008, sem hljóðaði svo undir yfirskriftinni „Leiðsögumenn felldu 1200 ferðamannavörtur“:

Ísólfsskálavegur

„Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóðavandamáli síðari ára,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður sem í dag stóð fyrir vörtuhreinsun (vörðuhreinsun) á Krýsuvíkurvegi. Gott framtak, segir form. Félags leiðsögum.
„Vörturnar eru miklu meira og stærra vandamál í náttúru Íslands heldur en skógarhögg í leyfisleysi, rusl, hávaði og varðeldar,“ segir Ari. „Ég tók þátt í þessu þarfa náttúruverndarátaki vegna þess að mér þykir vænt um náttúruna eins og hún er og vil stuðla að góðri umgengni ferðamanna um náttúruna,“ segir Þórunn, eini þátttakandinn sem ekki er leiðsögumaður.
„Vörtur hlaðnar af ferðamönnum á ferðamannastöðum eru lýti í náttúrunni. Fyrir mér eru vörður í náttúrunni samskonar lýti og graff í borginni,“ segir Stefán. „Vörtur eru og hafa verið vandamál á ýmsum ferðamannastöðum víðsvegar um landið um langt skeið og of lítið að gert til að stemma stigu við þeim. Hins vegar trúi ég því að fagmenntaðir landverðir og fagmenntaðir leiðsögumenn upp til hópa fordæmi vörður ferðamanna og taki virka afstöðu með náttúrunni. Það er verðugt umhugsunarefni að ferðamenn hlaða vörður á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum í meira mæli en áður, að því að mér virðist.“

Vörtur

„Í mínum huga eru ferðamannavörtur eins og krabbamein, þegar það er byrjað heldur það bara áfram,“ segir Rakel Jónsdóttir. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, fagnar framtaki Ara. „Það er sjálfsagt að vekja athygli á þessu vaxandi vandamáli. Mér finnst óþarfi að hlaða vörðum út um allar trissur. Reyndar finnst mér vörður  eiga rétt á sér á sumum stöðum, eins og til dæmis landamerki og leiðarvísar, en alls ekki hvar sem er. Vörðuvandamálið er að sumu leyti af sama meiði og þegar ferðamenn kasta smápeningum í gjár og hveri. Hvort tveggja finnst mér mikið líti í náttúru Íslands.“
Á vefsíðu reykjanesguide.is þann 20. mars 2007 sagði um „Vörðurnar á Borgarhól“: „Margir sem ferðast um Reykjanes reka upp stór augu þegar komið er að Borgarhóli við veginn milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Þar gefur að líta tugi, jafnvel hundruð misstórra steinvarða sem eru á víð og dreif um svæðið. Ekki er svo að þetta sé af náttúruvöldum, eða að þetta sé fornar minjar, heldur hafa þær skotið upp kollinum, ein af annari, síðustu 4-5 ár. Ferðalangar sem eiga leið þar hjá hafa sett saman litla vörðu til minningar um ferðir sínar og er nú svo komið að vart er þverfótandi fyrir vörðum. Að vísu var ein varða á Borgarhól en sú markaði svæði Reykjanesfólkvangs.

Vörtur

Engu að síður er gaman að koma á Borgarhól og þetta er skemmtileg sjón. Vitað er um einn svipaðan stað á landinu, en nálægt Vík í Mýrdal hafa ferðalangar reist sér litlar vörður og þykir það boða gæfu á ferð um svæðið.“
Í rauninni mætti segja fleira slæmt um þann gjörning að fella „vörturnar“ á Borgarhól en þá, sem þær hlóðu. Flestir geta verið sammála um að ekki eigi að hlaða vörður (sjá HÉR) einungis til minningar um að viðkomandi hafi komið þangað. Þannig hefur Borgarhóll orðið náttúrulegt altari ferðamanna, sem vildu votta hinu sérstæða umhverfi Krýsuvíkursvæðisins virðingu sína. Gjörningurinn hefur því orðið til af góðum hug, en ekki meðvituðu virðingarleysi fyrir umhverfinu.
VörturHér var ekki um eiginlegar vörður að ræða heldur einungis nokkra steina á steinum (vörtur) á mjög afmörkuðu svæði. Með tímanum hafði myndast á Borgarhól þyrping smávarða eftir ferðalanga um Ísólfsskálaveg, en leiðin er og hefur verið mjög vinsæl ferðamannaleið, ekki síst meðal útlendinga. Eftir að smávörðurnar komu til á annars eyðilegum hólnum hafa æ fleiri staðnæmst á honum og gefið umhverfinu gaum. Minnismerkin, sem má líta á sem nokkurs konar gjörning (listaverk) með þátttöku fjölda manns, hafa og orðið mörgum eftirminnilegt myndefni. Umhverfi hólsins hafði verið látið í friði, t.d. hlaðin forn fjárborg, sem er þar vestan í hólnum. Undir hólnum lá gamla gatan milli Krýsuvíkur og Húshólma. Á hólnum voru tvö vörðubrot til merkis um gömlu leiðina milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur (sjá HÉR). Þær höfðu fram til þessa verið látnar í friði – þangað til núna. Í „átaki“ leiðsögumanna varð þeim raskað, sem reyndar er bæði mikil synd og gæti hugsanlega varðað refsingu.

Vörtur

„Vörtur“ þær er hafa verið umfjöllunarefni hér að framan hafa ekki verið vandamál á Reykjanesskaganum og því óskiljanlegt að þar skuli hafa verið látið til skarar skríða í þeim efnum. Nær hefði verið að beina athyglinni að einstökum vörðum, sem fólk hefur verið að hlaða hingað og þangað í algeru tilgangsleysi, en leyfa ferðamönnum að hafa afmarkað svæði fyrir sig til að hlaða vörtur, líkt og verið hefur á Borgarhól. Ætla mætti, með þessum gjörningi, að leiðsögumönnum væri illa við að Reykjanesskaginn skuli njóta aðdráttarafls ferðamanna. Fyrst viðbrögðin voru þessi við litlum vörtum mætti spyrja; Hver ætli viðbrögðin hefðu verið ef ÞETTA mannvirki hefði verið reist á Borgarhól?
Leiðsögumönnum er vinsamlegast bent, vilji þeir beita sér á svæðinu, á mun nærtækara og mikilvægara viðfangsefni til að takast á við – utanvegaakstri með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Á vefsíðu leiðsögumanna er könnun með spurningunni: „Ég er mótfallin/n því að ferðamenn hlaði vörður“. Út frá viðbrögðum þátttakenda er síðan dregin ályktun um viðhorf þeirra sömu til fyrrnefndra „varta“, sem er bara allt annar hlutur. Og loks má benda leiðsögumönnum á að Borgarhóll er ekki við Krýsuvíkurveginn eins og lesa má út úr fréttinni.

Heimildir:
-frettabladid.is 22.09.2008, bls. 1
-http://www.touristguide.is/
-reykjansguide.is
-myndir; æbj á flickr.com/photos/purephotos/2599305140

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Þórshöfn

Haldið var í Þórshöfn. Leitað var tveggja festarhringja. Ofan við Þórshöfn, þann gamla verslunarstað, eru auk þess áletranir á klöppum, m.a. skammstöfunin HP. Nýlega hafði fundist þarna nokkurt brak úr Jamestown, sem strandaði utan við Hestaklett 1881, en einnig hafa menn talið sig hafa fundið silfurberg, sem átti að hafa verið ballest skipsins.

Þórshöfn

Áletrun á klöpp við Þórshöfn.

Til að komast sem fyrirhafnarminnst á vettvang og nýta tímann sem best var á kosið var sótt um leyfi til að fara um varnarsvæðið og af því niður að gömlu höfninni, um svonefnt Dei-five-svæði. Höfnin er við austanverða Ósa þar niðurundan er fyrrum var athafnasvæði sjóhersins. Skammt norðar voru hinir eftirminnilegu radarskermar og það ekki af minni gerðinni.
Góðfúslegt leyfi fékkst til að fara um varnarsvæðið. Hlið var opnað og farartálmar voru dregnir til hliðar. Leiðin var greið. Tíminn nýttist vel til leitarinnar sem og að skoða næsta nágrenni.
Svæðið er í rauninni utan varnarsvæðisins. Gamall vegur liggur frá Hafnavegi upp að svæðinu, en þar er lokað hlið, einhverra hluta vegna. Ef einhver svolítil hugsunarglóra væri í huga einhvers, sem gerði sér grein fyrir útivistarmöguleikum svæðisins, myndi sá hinn sami biðja um að lás af hliðinu yrði fjarlægður og svæðið um leið gert aðgengilegt áhugasömu fólki.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrim Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644). Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.

Þórshöfn

Áletranir á klöpp við Þórshöfn.

Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.

Hestaklettur

Hestaklettur.

Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.

Gamli-kirkjuvogur

Kaupstaðagatan.

Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.
Til að nýta tímann, og hið frábæra veður, sem allra best var gengið yfir að Stafnesseli, yfir á gamla Kaupstaðarveginn ofan Illaklifs, en upp á það liggur gata frá rústunum vestan Djúpavogs. Sú gata heldur áfram niður að rústum Gamla-Kirkjuvogs. Ýmislegt forvitnilegt bar þar fyrir augu, ekki síst varða sú er stendur nyrst og norðan rústanna. Neðan undir rústunum er hringlaga gerði, sem nú fer jafnan undir sjó á háflæði. Í Gamla-Kirkjuvogi kennir ýmssa grasa.
Reyndar er Gamli-Kirkjuvogur merktur á kortum norðan við Djúpavog og þar hafa verið gerðar fornleifaskráningar, enda kannski ekki óeðlilegt því þar er rústir að finna. Þær rústir bera þó fremur keim af skammæru útræði en langtíma búsetu. Hins vegar eru miklar rústir sunnan Skotbakka, bæði hús og garðar. Bæjarhóll trjónir efst á rústarsvæðinu og ofan við hann mikil varða. Utan um hana hefur verið allnokkur hleðsla. Líklegra má telja að þarna hafi verið hinn gamli Kirkjuvogur er tilgreindur er í gömlum heimildum og janvel kirkjugarður. Ofan hans er Stafnessel. Í einni heimild er selið sagt mun ofar í heiðinni, en það verður að teljast varhugaverð ályktun.

Gamli-Kirkjuvogur

Gerði við Gamla-Kirkjuvog.

Gengið var um Síðutanga og reyna átti að komast út í Einbúa og Vörðuhólma, en það tókst ekki. Ekki verður komist út í hólmann nema á bát. Líklegt má telja að úti í honum geti verið einhverjar rústir. Hólminn hefur fyrrum verið landfastur. Vestast á honum er stór varða, sem sá hluti hólmans tekur nafn af. Hestaklettur er þar utar. Hann er skammt fyrir innan skerjagarðinn svo ekki brýtur á honum, en utar er iðandi sjórinn.
Norðan og landmegin við Einbúa er Torfan; allvel gróin. Vestan hennar er Hvalvík. Ætlunin var að reyna að finna „steinhjarta“ það á klöpp er fannst forðum, en ljóst er að ekki verður gengið að því gefnu.
Þegar horft var yfir að Höfnum frá Torfunni sást vel í Veggina; skerjaklasa, vestan við Eyjuna svonefndu. Innar eru Ósarnir; lygnir og öruggir þeim er þangað rötuðu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Sjá MYNDIR.

Heimildir m.a.:
1) Leó M. Jónsson f. 1942 í Reykjavík. Skrifað haustið 2000.
2) sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen (1808-1887). Suðurnesjaannáll hans er m.a. prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri (III). Höf. sr. Jón Thorarensen.
3) Faxi. Tímarit útgefið af Málfundafélaginu Faxa í Keflavík. 4) Ólafur Ketilsson frá Kalmanstjörn í Höfnum. f. 1864, d. 1947. Hreppstjóri Hafnahrepps í um 40 ár.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.