Festarfjall

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur má m.a. sjá pistil eftir ritstjórann, Óskar Sævarsson, um „Silfru og Festarfjall„. Þar segir:

Sifra

Silfurgjá.

„Silfurgjá heitir gjá ein í Grindavík, skammt frá Járngerðarstöðum. Gjáin ber nafn af kistum tveim er þar eiga að vera geymdar.
Skulu kistur þessar vera úr skíru silfri og að öllum líkindum ekki alveg tómar af öðru verðmæti. Kisturnar eru yfirskyggðar og ósýnilegar, en þær losna og koma í ljós ef bræður tveir frá Járngerðarstöðum sem báðir heita sama nafni ganga í gjánna, en samtímis verður dóttir bóndans á Hrauni, sem er austastaði bær í Þórkötlustaðahverfi, að ganga undir festina í Festarfjalli.

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Festarfjall heitir fjallið sem gengur þverhnýpt í sjó fram milli Hrauns og Ísólfsskála. „Festin“ sem fjallið dregur nafn sitt af er í raun basaltgangur sem liggur í gegnum fjallið niður í sjó, en þó gegnt fyrir festarendann um fjöru.

Festarfjall

„Festin“ í Festarfjalli.

Festin á í raun réttri að vera úr skíru silfri, þótt hún sé svona ásýndum og losnar hún ef stúlkan gengur undir hana á sömu stundu og piltarnir hverfa í gjána.
En sá galli er þó á gjöf Njarðar að þessi bóndadóttir frá Hrauni verður að heita sama nafni og tröllskessa sú sem kastaði festinni fram af fjallinu. En enginn veit hvað sú skessa hét eða heitir eða hvort hún er lífs eða liðin. Á þeirri stundur sem tröllskessan kastaði festinni fram af fjallinu hét þar Siglubergsháls sem fjallið er, en bergið Sigluberg þar sem festin liggur.

Festarfjall

„Festin“ í Festarfjalli neðst.

Hér er þá komin hin forna sögn sem gengið hefur manna á millum í árhundruð hér í Grindavík. Staðirnir og örnefnin sem fram koma eru sem greypt í mannlífið og er skemmst frá því að segja að t.d. félgasheimlið okkar hét Festi, nokkur fyrirtæki hafa borið nöfn eins og Silfurhöllin, Festi h/f og Silfurberg sem voru útgerðarfyrirtæki.
Í gamali kálfskinnsbók (að öllum líkindum að finna á Írlandi) frá anno 400 post Cristum natum ritast; að Ísland hafi verið byggt Írum er hafi hingað út farið á 8 skipum og verið hér á landinu í 200 ár.

Festarhringur

Festarhringur.

Eftir það er mælt að niðjar þeirra er byggð áttu á Írlandi hafi hingað komið og séð hér yfir 50 elda og var þá útdautt hið gamla fólk (nefnt Troll í hinu gamla handriti).
Þar komur og fram örnefnið Siglubergsháls; ritast „Og við Sigubergsháls sem skuli hafa verið í Grindavík“ skyldu ískir hafa fest skipum sínum, þá hingað komu og segja gamlir menn að um stórstraumsfjöru megi þar sjá járnhringa fasta í sjávarklöppum.“

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2022 – Silfra og Festarfjall, Óskar Sævarsson, bls. 103.

Silfra

Í Silfurgjá.

Virkishólar

Gengið var til suðurs frá Reykjanesbrautinni austan við Hvassahraun að svonefndum Virkishólum. Ætlunin var að skoða Virkið, sem þar er á milli hólanna. Virkishólarnir þrír eru áberandi skammt sunnan við veginn.

Virkishólar

Virkið í Virkishólum.

Skv. upplýsingum Kristján Sæmundssonar, jarðfræðings, myndast hólar sem Virkishólar þannig að glóandi kvikan safnast saman á einum stað og nær ekki að renna frá. Massi hraunsins þenst út vegna hitans og gúlpar og sprengir af sér harnaða hraunskorpuna.

Loftsskúti

Loftsskúti.

Djúp sprunga er í efsta hólnum. Greinilegur gróinn stígur lá frá Hvassahrauni áleiðis upp að hólunun. Liggur stígurinn í reglulega lagað, nokkuð djúp og gróið jarðfall; Virkið. Það var notað til að hleypa til í um fengitímann. Fyrirhleðslur eru í norðanverðu jarðfallinu þar sem farið er ofan í það og skúti norðarlega. Vel gróið er í kringum Virkið sem og inni á milli og utan í hólunum. Ekki er útilokað að Virkið hafi einnig verið notað sem nátthagi því greinlega hefur verið beitt þarna um nokkurn tíma.
Skammt austan við Virkishólana eru aðrir hraunhólar í hólóttu helluhraunnu. Suðvesturundir einum þeirra (varða ofan við) er jarðfall. Í því er hlaðið fyrir skúta, Lofstkúta. Þarna munu Hvasshraunsmenn hafa m.a. geymt rjúpur o.fl. þegar þeir voru við veiðar í hrauninu.
Gangan tók 53 mín. Blanka logn og sól.

Loftsskúti

Í Loftsskúta.

Virkishólar
Í örnefnalýsingum fyrir Hvassahraun er sagt frá nokkrum hellum og skútum. Þrír þeirra eru á tiltölulega afmörkuðu svæði, þ.e. Grænhólshellir, Loftsskúti og Grændalahellir (Grendalaskúti). Auk þeirra má telja til Sjónarhólshelli.
Í lýsingunum um skútana segir m.a.:
„Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól, stundum nefndur Stóri-Grænhóll“.

Loftsskúti

Loftsskúti.

Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði er hóll á mörkunum nefndur Sjónarhóll. „Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður.“
Þá segir um Grendalahelli og Loftsskúta: „Upp af Krapphólum ofan vegar koma svo Draugadalir, norðaustur af Virkishólum. Þar upp af eru svo Grendalir og Grendalahellir er ofarlega í þeim, norður af Brennihólum. Milli Smalaskála og Brennhóla er smáskúti rétt ofan við Virkið sem heitir Loftsskúti. Upp af Grendölum er stakur hóll sem heitir Skuggi.“
„Virkishólar eru þrír. Virkishóllinn vestasti er stærstur. Mið-Virkishóll er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið. Þarna var hrútunum hleypt til ánna um fengitímann.
Þar suður og upp af er hólaþyrping, Brennhólar. Loftsskúti er fjárbyrgi milli Smalaskála og Brennhóla. Norðaustur af Virkishólum eru Draugadalir. Þar eru einnig Grændalaflatir, Grændalir, Grændalahellir, sem er fjárskjól, og Grændalavarða. Upp af Grændölum er hóll, sem nefnist Skuggi.“
Gengið var frá Reykjanesbraut niður að Sjónarhól á mörkum Óttarsstaða og Lónakots. Þar suðaustan undir hólnum er fyrrnefnt fjárskjól; Sjónarhólshellir. Miklar hleðslur eru fyrir skútanum, sem í suðurendanum á stóru grónu jarðfalli.

Virkishólar

Virkið.

Þá var haldið yfir að Grænhól, eða Stóra-Grænhól. Þrátt fyrir leit sunnan við hólinn fannst svonefndur Grænhólsskúti ekki. Reyndar er ekki getið um Grænhólsskúta sem fjárskjól svo hann gæti verið einn af nokkrum tiltölulega litlum skútum sunnan við hólinn. Sá skúti gæti hafa fengið nafn vegna einhvers atburðar er þar á að hafa gerst, s.s. að maður hafi leitað þar skjóls undan veðri eða ö.þ.h. (Sjá um fund á skjólinu undir Lýsingar). Þá ber að hafa í huga að Lónakot kemur inn í markasetningu síðar en Óttarsstaðir. Talið er að Lónakot hafi fyrrum verið þar sem Svínakot var, undir Réttarklettum. Þar ofan við er enn eitt fjárskjólið.
Haldið var upp fyrir (suður fyrir) Reykjanesbraut og stefnan tekin á Virkishóla. Ofan við þá var leitað að Loftsskúta þeim er getið er í örnefnalýsingunum. Skv. lýsingum átti skútinn að vera ofan við hólana, milli Smalaskála og Brennhóla. Þarna eru nokkrir skútar og skjól, en ekki var að sjá miklar eða greinilegar hleðslur fyrir þeim. Brennhólar eru suðsuðaustan við Virkishóla, en Smalaskáli sunnan við þá. Utan í Smalaskála er hins vegar fjárskjól, sem ekki er getið um í örnefnalýsingum.
Svæðið ofan við Virkishóla og á milli Smalaskála og Brennhóla er tiltölulega lítið og afmarkað og því væri vænlegt að gaumgæfa svæðið betur. Ekki er ólíklegt að Loftsskúti kunni að leynast þar ofan við Virkið, eins og fram kemur í örnefnalýsingunni.
Þrír staðir ofan við Virkið eru sérstaklega áhugaverðir. Sá, sem er næst fyrir ofan, er með gróið svæði umhverfis gróið gat. Þegar lyngið og grasið er dregið frá sést niður í stóran skúta. Annað op er skammt austar, en fyrir það hefur gróið birkihrísla. Með aðstoð skóflu væri hægt að skoða þetta betur.
Annar staður er skammt sunnar. Þar er gömul varða ofan við skúta. Ekki virðist langt síðan grjót úr loftinu hefur fallið niður og lokað opinu að mestu.

Virkishólar

Virkishólar.

Með því að forfæra eitt grjótið með kúbeini væri hægt að komast niður og inn í skútann.
Þriðji staðurinn er skammt austar. Þar er gróið jarðfall og skúti inn undir berginu. Staðurinn hefur greinilega verið nýtt sem skjól fyrir fé.
Grændala- eða Grendalahellir var skoðaður ofarlega í Gren-/Grændölum). Ofan við hann er Grændalavarða.
Við leit í hrauninu neðan við Brennhóla fundust nokkur skjól og sum með mannvistaleifum í. Eitt þeirra hafði t.a.m. verið flórað og gott rými þar inni.
Þegar gengið er upp í Brennhóla frá Grænhól er gengið yfir a.m.k. þrjár greinilegar gamlar götur. Sú fyrsta liggur skammt norðan og samhliða Reykjanesbrautinni. Önnur liggur skammt sunnan brautarinnar og sú þriðja enn ofar. Hún kemur í austanverða Virkishóla og liggur ofan við þá. Sennilega eru tvær hinar síðarnefndu hlutar að gömlu Alfaraleiðinni áleiðis á Útnes; sá nyrðri angi af henni áleiðis niður að Hvassahrauni.
Í næstu ferð um svæðið þarf að muna eftir a.m.k; skóflu, sög, kúbeini eða járnkarli og hellaljósi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Virkishólar

Virkishólar.

Rauðamelur

Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson rituðu grein í Náttúrufræðinginn árið 2000 um „snigilsvamp og önnur sædýr í Rauðamel“ og lýstu auk þess jarðfræði svæðisins.
„Reykjanesskagi er mjög mótaður af eldvirkni, en eftir skaganum endilöngum liggur 50-60 km lanRauðamelurgt gosbelti sem stefnir um það bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar sprungureinar með stefnu 30-40° NA og þar er eldvirkni og upphleðsla hvað mest á nesinu, einkum um miðbik sprungureinanna (Kristján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson 1980). Gosbeltið á Reykjanesi er í beinu framhaldi af Reykjaneshrygg, en Reykjanes-Langjökuls-rekbeltið stóðst ekki á við hrygginn, sem hliðrast austur eftir skaganum (Haukur Jóhannesson 1980).
Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri: 1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum ísaldar eða íslausum svæðum á jökulskeiðum, en þau eru öll rétt segulmögnuð og því yngri en 780 þúsund ára (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Elsta bergið á skaganum er raunar mun yngra, en það er talið um 500 þúsund ára gamalt í nágrenni Reykjavíkur (Haukur Jóhannesson 1998). Grágrýtið er að mestu leyti myndað við dyngjugos og er einkum á þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og Vogaheiði, Krýsuvíkurheiði og svæðinu milli Lönguhlíðar og Undirhlíða. Nýlega hafa fundist setlög með sædýraleifum á töluverðu dýpi í borholum á jarðhitasvæðinu á vestanverðu Reykjanesi, sem sýnir að setlög frá hlýskeiðum eða hlýindaköflum á jökulskeiðum eru neðar í staflanum á milli grágrýtislaga (Bjarni Richter, munnlegar uppl. 1999).
2) Móberg myndað á jökulskeiðum ísaldar myndar nærri allt hálendi skagans og er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsunRauðamelurd ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í Brennisteins-fjöllum og Lönguhlíð, öllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum vestar á nesinu, t.d. Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Stapafell. Móbergið er að mestu myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum, en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó verið mynduð við gos í sjó. Móbergsmyndanirnar virðast yngri eftir því sem vestar dregur á nesinu (Jón Jónsson 1984). 3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur úr pikrítbasalti, en þær eru taldar 11.000-13.000 ára, þá eru stórar ólivínbasalt-dyngjur, taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru sprunguhraun yngri en 8.000 ára, en þau eru flest af þóleiítgerð (Jón Jónsson 1978, Sveinn Jakobsson o.fl. 1978).

SETMYNDANIR Í RAUÐAMEL

Rauðamelur

Dyngjuhraunin eru ávallt helluhraun en sprunguhraunin oftast apalhraun. 4) Setlög frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja aðeins lítinn hluta af yfirborði Reykjanesskaga. Þau eru aðallega af þrenns konar uppruna. I fyrsta lagi gjall og gosaska myndað við eldgos, aðallega á nútíma; þá strandmyndanir tengdar hærri sjávarstöðu í ísaldarlok og lágri stöðu landsins sökum jökulfargs á síðasta jökulskeiði; loks eru hér og þar lausjarðlög, foksandur, fjörusandur, veðrunarset, aurkeilur og skriður, myndað við veðrun og rof í lok síðasta jökulskeiðs og á nútíma.
Í þessari grein verður fjallað um leifar hrygglausra dýra í sjávarseti frá lokum síðasta jökulskeiðs í Rauðamel, en jarðmyndanir þar tilheyra síðasta flokknum hér að framan.

Rauðamelur er rúmlega 3 km langur melur norðaustur af Stapafelli á vestanverðum Reykjanesskaga. Yfírborð hans er í 20-35 m hæð yfir sjó og yfirborðsflatarmál um 2,1 km2 (Gunnar Birgisson 1983), en áætlað rúmmál er um 10 milljón m3 (Trausti Einarsson 1965). Þykkt Rauðamels er samkvæmt Gunnari Birgissyni (1983) um 10 m að norðaustanverðu, en við Stapafell er hún um 20 m. Út frá mældum jarðlagasniðum nyrst og syðst í melnum ætlar hann að meðalþykkt eftir miðás sé um 15 m. Trausti Einarsson (1965) og Jón Jónsson (1978) töldu aftur á móti að þykkt melsins væri vart meiri en 6-8 m. Setlögin í Rauðamel skiptast í fjórar myndanir. Neðri hluti melsins er um 10 m þykk víxl og skálaga sand- og malarmyndun, sem hvílir annaðhvort mislægt á jökulrákuðu hraunlagi eða jökulbergi, og stefna jökulrákir á hraunlaginu í norðvestur (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999).

Rauðamelur

Nyrst í melnum er jökulbergslagið í 27 m.y.s. en syðst í 10 m y.s. og liggur það líklega eftir honum endilöngum (Gunnar Birgisson 1983). Neðsti hluti sand- og malarsyrpunnar er víxl- og skálaga, en samlægt ofan á honum er skálaga sandur og möl með vaxandi kornastærð upp á við. Ofarlega í þessari myndun fannst hryggjarliður úr hval og er aldur beinsins um 35.000 ár BP (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Mislægt ofan á sandinum og mölinni er víða jökulbergslag, allt að 3 m þykkt. Á einum stað má sjá að áður en jökulbergslagið myndaðist hefur hraun lagst að og yfir hluta setsins, en hraunið er jökulrákað með stefnu ráka til norðvesturs. Mislægt ofan á og utan í jökulbergslaginu er að lokum um 3,5 m þykk sand- og malarmyndun, en neðst í henni fundust nokkrar hrúðurkarla- og samlokuskeljar. Einnig fundust þar leifar snigilsvamps og verður honum nánar lýst hér á eftir. Skeljarnar voru allar varðveittar inni undir slútandi vegg jökulbergsins, sem virðist hafa myndað eins konar hlíf yfir þær og þannig hindrað að t.d. kolsúrt vatn næði til þeirra í eins miklum mæli og annars staðar í setinu. Samt eru þær nokkuð eyddar og uppleystar. Þegar lengra kemur frá þéttu jökulberginu út í setið sjást engar skeljaleifar og má gera ráð fyrir að þar séu þær uppleystar og horfnar, enda hefur yfirborðsvatn átt þar greiðari aðgang að þeim um grófkornótt setið. Sýni úr hrúðurkarli var aldursgreint með geislakolsaðferð og reyndist aldurinn vera 12.600 ± 130 ár BP (Haukur Jóhannesson o.fl. 1997). Efst í melnum er jarðvegur og jarðvegsblönduð möl og er meðalþykkt lagsins um 60 cm, en víðast þarf að moka u.þ.b. einn metra ofan af melnum til að losna við mold úr mölinni (Gunnar Birgisson 1983).

FÁNAN Í RAUÐAMEL

Rauðamelur

Hvalbeinið úr neðri sand- og malarmynduninni í Rauðamel hefur ekki ennþá verið greint til tegundar og sama er að segja um sæspendýrabein, sem fundust þar síðar rétt ofan við neðra jökulbergslagið. Beinin sem fundust í seinna skiptið eru mjög brotin og illa farin, eydd og uppleyst, en eru auðsjáanlega úr frekar litlu dýri. Þau gætu raunar öll verið úr sama dýrinu.
Skeljaleifarnar í efri sand- og malarsyrpunni í Rauðamel eru frekar fátæklegar, en þar fannst ein veggplata úr hrúðurkarli (Balanus balanus Linné, 1758), sjö veggplötur og þrjár lokplötur úr djúpkarli (Balanus Hameri Ascanius, 1767) og eitt hjararbrot af rataskel og verður honum lýst sérstaklega hér á eftir.
Þótt fánan sé mjög fátæk af tegundum má gera sér nokkra grein fyrir kröfum hennar til umhverfisþátta. Fánan virðist fyrst og fremst hafa setið á botninum (áfána) utan í jökulberginu, en ekki grafið sig niður í sandog malarbotninn. Hún hefur varla lifað íneinum heimskautasjó því að djúpkarl lifir ekki nú á tímum í svellköldum sjó. Útbreiðslumörk hans eru í Hvítahafi í norðri og við Ermarsund í suðri. Hann er óþekktur frá A-Grænlandi og við V-Grænland finnst hann ekki norðan við Nyrðri-Straumfjörð (Stephensen 1933). Við austurströnd N-Ameríku er hann útbreiddur frá Hamiltoneyju við Labrador í norðri suður til Norður-Karólínu (Wagner 1970). Af útbreiðslu hans að dæma má gera ráð fyrir að hann kjósi sjávarhita ekki öllu lægri en hér er nú við Norðurland og Austfirði.
Dýptardreifing djúpkRauðamelurarls er einnig athyglisverð því hann lifir helst á meira dýpi en 40-50 m (Stephensen 1933), en dýptardreifing hans virðist vera frá 5 m við strönd Norður-Ameríku og niður á 492 m dýpi norður af íslandi (Stephensen 1938). Einnig má gera ráð fyrir að svampurinn hafi tæplega lifað á minna dýpi en 13 m ef litið er til dýptardreifingar snigilsvampa við landið nú (Burton 1959). Hér er því augsýnilega ekki um neina strandfánu að ræða. Djúpkarlinn er allstór og með frekar þykkar veggplötur og því má telja líklegt að hann og fánan í heild hafi lifað í fullsöltum sjó þar sem ferskvatns-íblöndunar frá landi gætti lítið sem ekkert. Þegar dreifing þessara fáu tegunda, sem fundust í efri setlagasyrpunni í Rauðamel, er skoðuð virðist niðurstaðan sú að fánan hafi lifað í sjó með svipaðan sjávarhita og nú er við Norðurland og Austfirði. Það hefur því augsýnilega verið farið að hlýna í lok síðasta jökulskeiðs þegar efri hluti Rauðamels myndaðist ofan við efra jökulbergslagið. Fánan hefur lifað í fullsöltum sjó á grunnsævi rétt utan við strönd þar sem dregið hafði úr umhverfis-orku miðað við ströndina sjálfa, þó að gróft efni bærist þangað út. Sandur og möl mynduðu mestan hluta botnsins, en hins vegar sat sá hluti fánunnar sem er varðveittur utan í jökulberginu, en það myndaði harðan og fastan botn fyrir dýrin. Gera má ráð fyrir að snigilsvampurinn hafi þrifist bærilega í þessu umhverfi, en honum verður lýst hér á eftir.

SVAMPURINN í RAUÐAMEL
RauðamelurSvampurinn er aðeins varðveittur að hluta því að allmikið er brotið ofan af honum. Hann er grágulur á litinn og hefur verið a.m.k. 7 cm í þvermál. Ekki er unnt að segja til um hæðina með vissu en liklega hefur hún verið 5-7 cm. Á yfirborði svampsins má sjá fjölda smárra innstreymisopa (ostia) og líklega einnig miðlægt útsreymisop (osculum). Augsýnilega hefur hann ekki haft samanhangandi stoðgrind heldur laust samanbundnar stoðnálar til styrktar, en trefjar úr hörðu eggjahvítuefni (spongin) hafa haldið nálunum saman. Stoðnálarnar eru úr kísli og í tveimur stærðarflokkum. Stærri nálar (megasclera) eru allt að 0,75 mm langar en þær minni (microsclera) frá 0,01 til 0,1 mm. Stoðnálarnar eru einása (monaxon), beinar eða lítið eitt bognar og með fínkornótt yfirborð. Þær eru oddmjóar í annan endann, en oft með hnúð á hinum (tylostyle) (5. og 6. mynd). Minni nálarnar eru afrúnnaðar í báða enda. Dálftið ber á geislalægri niðurröðun stærri nála úti við yfirborðið, en niðurröðun virðist meira ruglingsleg innar í veggnum. Hluti úr svampinum var sendur til Ole S. Tendal á dýrafræðistofnun háskólans í Kaupmannahöfn, en hann er sérfræðingur í svömpum. Hann hjálpaði okkur að greina svampinn og taldi að hér væri um að ræða snigilsvamp, Suberites sp. Ekki er unnt að greina hann til tegundar þar sem hann er svo illa farinn og nálar margra tegunda af þessari ættkvísl afar lfkar í útliti. Hér við land lifa nú tvær tegundir sem tilheyra þessari ættkvísl, Suberites domuncula (Olivi, 1792), eða krabbasníkir,   og   S.   carosus   (Johnston 1842). Báðar tegundirnar hafa fundist allt umhverfis landið. Fyrrnefnda tegundin virðist mun algengari og heldur sig á 13-360 m dýpi en sú síðarnefnda er á enn meira dýpi; hún hefur fundist einu sinni í Faxaflóa á 36 m dýpi en annars alltaf í dýpri sjó en 100 m (Burton 1959). Líklegra þykir okkur því að hér sé um krabbasníki að ræða, en hann situr oft utan á sniglaskeljum sem krabbar hafa tekið sér bólfestu í.
Snigilsvampar tilheyra flokki kísilsvampa (Demospongea), undirflokknum einásum (Monaxonida) eða fjórásum (Tetractinomorpha), ættbálki klunka (Hadromerida) og ætt snigilsvampa (Suberitidae) (Kaestner 1965, Bergquist 1978). Sæsvampur hefur ekki fundist áður í íslenskum jarðlögum, en fáeinar kísilstoðnálar úr ferskvatnssvampi komu í ljós í setinu í Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk á Barðaströnd (Friedrich 1966).

MYNDUNARHÆTTIR í RAUÐAMEL – UPPRUNI EFNIS
Í Rauðamel eru jökulbergslögin tvö ummerki um framrás jökla á kaldari tímum á síðasta jökulskeiði. Sand- og malarsyrpurnar benda hins vegar ótvírætt til mildari umhverfisaðstæðna með minni jöklum, hærri sjávarstöðu og upphleðslu setlaga í fjörum eða neðan fjörumarka. Á fyrra kuldatímabilinu var svæðið hulið jökli.
SkipsstígurÞegar mildara tímabilið hófst hörfaði jökullinn og setlög hlóðust upp við eða skammt neðan sjávarmáls. Á þessu tímabili, fyrir um 35.000 árum, bar hvalur beinin við Rauðamel. Þessi mildi tími gæti svarað til hlýindakafla sem kenndur er við Álesund í Noregi (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). I lok tímabilsins rann hraun að og yfir hluta setsins. A síðara kalda tímabilinu gekk jökull aftur norðvestur yfir svæðið. Er jökullinn hörfaði á ný hækkaði sjávarborð þar til það náði um 70 m hæð yfir sjó eins og sjá má á Vogastapa (Sigmundur Einarsson 1977). Þá hlóðust upp setlög á grunnsævi og við strönd og er sjávarsetið í efri hluta Rauðamels, í 20-35 m hæð yfir sjó, hluti af þeirri setmyndun. Að lokum féll sjór af svæðinu og hraun frá nútíma lögðust upp að og að hluta til yfir melinn (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999).
Trausti Einarsson (1965) gerði grein fyrir myndunarháttum og uppruna setlaga í Rauðamel og ályktaði, út frá því hversu ólivínríkt setið er og hvernig lagskiptingu þess er háttað, að það væri komið úr suð-vestri frá Stapafelli. Þegar litið væri á hæð melsins yfir umhverfið, lögun myndunarinnar og hreinleika efnisins væri melurinn líklegast forn sjávargrandi sem myndast hefði við hærri sjávarstöðu en nú er. Hann taldi hæð melsins falla allvel að hæð fjörumarka á Miðnesi og efstu fjörumarka í Reykjavík í 43 m hæð yfir sjó og að sjór hefði umlukið Stapafell í lok síðasta jökulskeiðs og rofefni úr því, og ef til vill einnig úr Súlum og Sandfelli, hefðu borist norður á bóginn með straumum og ölduróti, einkum í sterkum sunnanáttum. Trausti benti á að nútímahraun hafa runnið upp að melnum og sums staðar yfir hann og hann furðaði sig á því að myndunin skyldi ekki hafa kaffærst í hraunum miðað við allan þann fjölda hrauna sem runnið hefur á nútíma á skaganum. Því dró hann þá ályktun að setmyndunin hlyti að vera mun víðáttumeiri en sést á yfirborði nú og einnig að svipuð myndun væri undir nútímahraunum við Þórðarfell.
Jón Jónsson (1967) var sammála Trausta um að efnið í Rauðamel sé ólivínríkt og líklega að langmestu leyti komið úr Stapafelli, en benti þó á að við smásjárskoðun á sandi hafi fundist talsvert af bergmolum sem innihalda spínil, en þeir hafa ekki fundist í Stapafelli. Hann taldi þetta benda til annars uppruna en eingöngu úr Stapafelli og varð einnig litið til Sandfells sem lfklegs upprunastaðar setsins. Jón áleit einnig að Rauðamelur væri malar- og sandgrandi myndaður í lok síðasta jökulskeiðs og taldi sjávarstöðu þá hafa verið um 70 m hærri en nú (Jón Jónsson 1984).
RauðamelurFreysteinn Sigurðsson og Sigurður G. Tómasson (1977) töldu setlögin í Rauðamel 20-30 metra þykk og gerð úr skálaga sandi og möl. Efnið í setlagasyrpunum í neðri hluta melsins álitu þeír komið úr Stapafelli, en ofan á því fundu þeir jökulberg og jökulsorfið hraun og efst grófari malarlög með hnullungalagi úr pikríti sem líklega hefur verið úr Lágafelli sunnan Þórðarfells. Gunnar Birgisson (1983) gat um tvö jökulbergslög sem hann nefnir hið eldra og hið yngra. Eldra lagið fann hann á fjórum stöðum í sunnan- og norðaustanverðum melnum og það yngra í miðjum melnum, en þó aðallega í honum norðaustanverðum. Gunnar greindi á milli þessara tveggja jökulbergslaga á þann veg að grunnur yngra lagsins væri brúnleitur og gerður úr nokkuð grófkorna móbergsgleri en grunnur eldra lagsins gráleitur, siltríkur og mun fínkornóttari. Hann gat þess líka að molar úr eldra jökulberginu væru hér og þar í því yngra.
Jafnframt benti hann á að ef allt efnið í Rauðamel væri komið úr Stapafelli þá hefði fellið þurft að vera tvisvar sinnum stærra en það er nú til þess að geta gefið af sér þetta efnismagn. Gunnar taldi einnig að hér væri um granda að ræða.
Þorsteinn Sæmundsson (1988) taldi út frá stefnu jökulráka bæði í melnum og utan við hann, svo og stefnu langáss korna í efra jökulbergslaginu, að jökull hefði skriðið ofan af fjalllendi skagans til Rauðamelurnorðvesturs.
Efnið í setlagasyrpunum hefði borist með jökli, einkum með leysingarvatni hans, og hlaðist upp við eða skammt framan við jökuljaðar sem náði í sjó fram rétt austan við núverandi Rauðamel. Hann benti á að í Rauðamel sé svipað eða sama efni og finnist víða á svæðinu, meðal annars í Stóra Skógfelli suðaustan við melinn, en víst er að jökull fór yfir það svæði. Þetta gæti skýrt breytileikann í setgerð upp eftir neðri setlagasyrpunni, svipaða setmyndun bæði undir og ofan á jökulberginu og breytileikann í hallastefnu setlaganna í melnum.
Hér er einnig gert ráð fyrir að sjór hafi að mestu leyti mótað núverandi lögun hans.
Þannig hafa komið fram a.m.k. tvær tilgátur um uppruna Rauðamels. Líklega hefur Rauðamelur að miklu leyti myndast sem grandi, en Ijóst er að rétt eftir að efra jökulbergslagið myndaðist hefur sjávarstaða á svæðinu verið nokkru hærri en núverandi yfirborð melsins. Eins og áður hefur komið fram hafa fundist þar leifar sjávardýra sem nú lifa hér við land á grunnsævi á meira en 13 m dýpi.

Heimild:
Náttúrufræðingurinn 1999-2000.

Rauðamelur

Rauðamelur – kort.

Þórshöfn
Farið var í Þórshöfn með Jóni Borgarssyni í Höfnum. Ætlunin var að finna og skoða festarhringina. Jón hafði séð hringina fyrir allmörgum árum ásamt Þóroddi Vilhjálmssyni frá Merkinesi og fleirum.
ÞórshöfnÁður en lagt var í’ann þurfti að sækja um leyfi til gegnumaksturs um Vallarverndarsvæðið. Með góðum skilningi og aðstoð góðra manna fengu nokkrir FERILRsfélagar heimild til að aka inn á Völlinn, í gegnum hann, út af honum að handan og inn á svonefnt DEY-5 svæði. Þar voru fyrrum stórir radarskermar sjóhers Bandaríkjanna sem og önnur hlustunarmannvirki. Nú hafa þau verið fjarlægð.
Við 100 milljóna króna aðallhliðið utan við varnarsvæðið fengust dvalarpassar fyrir þátttakendur eftir allnokkra, skemmtilega, en flókna rekistefnu. Ameríkanarnir vildu tala sitt tungumál, en innlendir, sem stóðu þarna á íslenskri grundu utan við sprengiheldan varðturninn, héldu sig við íslenskuna af grundvallarástæðum og það þrátt fyrir að sumir þeirra hafi bæði dvalið og numið ýmislegt af þarlendum í Ameríku um allnokkurt skeið. „Í Róm gera menn sem Rómverjar“, segir forn málsháttur – og FERLIR er þekktur fyrir að halda sig við fornar meðvitaðar venjur. Á sama hátt má lögjafna að á Íslandi geri menn sem Íslendingar. Á Íslandi tala menn íslensku og þar ráða Íslendingar ríkjum, þrátt fyrir og með fullri virðingu fyrir öllum gestkomandi. Frakkar tala t.d. ekki ensku í Frakklandi við Englendinga eða Ameríkana. Þeir tala frönsku þegar þeir eru í Frakklandi. Annars staðar tala þeir þarlend tungumál – af kurteisisástæðum. Mikilvægt er að Íslendingar og aðrir séu vel meðvitaðir hverjum landið tilheyrir (to whom the land belongs to). Sjálfstæði þjóðar byggir m.a. á meðvitundinni. Ef hún er ekki til staðar má gleyma öllu öðru.
Að frágenginni pappírsvinnunni undir byssubröndum og öllum mikilvægum formsatriðum var ferðinni haldið áfram. Jón Borgarson sat í framsætinu.
ÞórshöfnLæst hliðið að Þórshafnarsvæðinu varð hins vegar ekki auðopnað. Leitað var að lykli meðal varnarliðsins. Skotið var á samráðsfundi. Lykillinn fannst loks eftir nokkur símtöl og nokkrar komur og að mestu vinsamlegar athugasemdir varðliða meðan beðið var. Fyrst kom kurteis dökkur maður í hermannabúningi á hvítri Mitsubishi-jeppabifreið og sagðist eiga von á manni með lykilinn. Hann hafði úrið á hægri hendi. Þá komu gulur maður ásamt öðrum hvítum, á miklum hraða meðfram girðingunni í Mitsubishi-jeppabifreið, staðnæmdist og hrópaði að viðstöddum: „What in focking are you doing here“. Með kunnri yfirvegun FERLIsmanna tókst auðveldlega að útskýra viðveruna. Hermennirnir héldu för sinni áfram. Loks komu tveir vopnaðir ameríkanar, annar hvítur og hinn litaður, í hermannabúningum á staðinn. Sá litaði hafði úrið á hægri handlegg. Að loknum aðfinnslum og samningagerðum tóku þeir upp lykil, ýttu frá hindrunum og opnuðu lásinn á hliðinu. Við verkið notaði annar hermannanna framdregna lögreglukylfu.
Ferðalangarnir héldu að lokinni þessari skemmtulegu töf för sinni áfram áleiðis niður að Þórshöfn. Í umræðum á leiðinni var vakin athygli á því að sennilega væri þetta eitt stærsta og flóknasta viðfengsefni varnarliðsins í langan tíma – að hleypa nokkrum Íslendingum í gegnum varnarsvæðið (eigið land) og í gegnum hlið, sem enginn virtist vita um. Ekki er ólíklegt að skrifað verði um atburðinn í næstu útgáfu af „White Falcon“. Ef þessir, einna mestu Íslandsvinir er um getur, hefðu hugsanklega verið hryðjuverkamenn gegndi öðru máli. En þá hefðu þeir aldrei látið sér detta í hug að sækja um leyfi til gegnumaksturs um varnarsvæðið. Þeir hinir sömu hefðu einfaldlega ekið inn á það frá Hafnavegi eða með girðingunni frá Stafnesi. Þaðan væri leiðin greið inn á varnarsvæðið hvert sem þeir kysu.
ÞórshöfnÞegar komið var niður að Þórshöfn (þakka ber sérstaklega fyrir gegnumaksturinn því hann sparaði hlutaðeigendum þrátt fyrir allt umtalsverðan tíma) fannst Jóni Borgarssyni hann ekki alveg á eftirminnilegum grösum. Í innanverðri Þórshöfn stóð fyrrum stór ferhyrndur tréstöpull, grafinn djúpt niður í sandinn. Þar var fremsta festi hinna fornu verslunarskipa fyrirkomið. Nú hafði varnarliðið fjarlægt staurinn, enda var þarna um tíma einn ábyggilegasti hlustunarkafbátakapall NATOhersins. Enn má sjá stálhólka honum tengdum, en búið er að rífa allar byggingar og mannvirki ofan við Þórshöfn er þeirri sögu tengdist.
Gengið var bæði um sunnanverða og norðanverða Þórshöfn í leit að þeim festarhringjum er fyrrum staðfestu hin gömlu verslunarskip enskra og þýskra í höfninni.
Jón sagði að minni sitt frá því á áttunda áratugnum segði til um festarhringi á klöppum beggja vegna hafnarinnar. Í hans minni hafi hringirnir verið í festarhringjum á klöppum beggja vegna víkunnar. Margir hefu séð þá þarna sama sinni.

Þórshöfn

Áletranir á Köpp við Þórshöfn.

Höfnin í Þórshöfn er við austanverða Ósa þar niðurundan er fyrrum var athafnasvæði sjóhersins. Skammt norðar voru hinir eftirminnilegu radarskermar og það ekki af minni gerðinni. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrim Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644). Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga.
ÞórshöfnMeð einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Ofan við Þórshöfn er varða og á hana fest upplýsingaspjald um Ósasvæðið. Þar segir m.a. af áletrununum og hugsanlegum fornminjum á svæðinu er komið gætu í ljós ef það væri kannað nánar,
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
ÞórshöfnÍ Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,,Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“
ÞórshöfnLágsjávað var þegar gengið var um hálar þaraklappirnar beggja vegna Þórshafnar, en án árangurs að þessu sinni. Bráðlega verður farið aftur sömu leið að Þórshöfn, enda ærin ástæða að staðsetja fyrrnefna festarhringi í þessari merkilegu verslunarhöfn forðum daga.
Litið var á álertunina á klöppununum ofan Þórshafnar. Á skilti í nýlegri vörðu ofan við Þórshafnarsvæðið er m.a. áletrað að „steinar með áletrunum er m.a. steinn með áletruninni HP. Engar fornminjar tengdum honum hafa fuundist, en mögulegt er að frekari fornleifarannsóknir myndu með öllum líkindum leiða ýmislegt í ljós á þessum slóðum“.
Ekki er ólíklegt að Jón Borgarson og félagar muni nú í framhaldi af þessu samræma minningar sýnar um festarhringina í Þórshöfn og að næsta ferð muni þá skila einhverjum árangri umfram það sem verið hefur.
Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum. Roðagyllt kvölsskíman myndaði fagurfræðilegan bakgrunn fyrir dökka klettaborgina. Ljóst er að efst á henni virðist trjóna gróinn hóll, hugsanlega ókönnuð dys eða fornmannahaugur, enda staðurinn tilvalinn sem grafstæði. Utan í hólinn hefur verið lagt seinni tíma drasl. Eitt er þó deginum auglósara; þetta svæði þarf að gaumgæfa enn betur en gert hefur verið.
Frábært veður. Gangan um Þórshöfn tók 1 klst og 1 mín.

Þórshöfn

Þórshöfn – loftmynd.

Reykjavík

Á Miðbakka Reykjavíkurhafnar er áhugaverð ljósmynda- og sögusýning um útgerð og hafnargerðina fyrrum [2022]:

Reykjavík

Kútterar á legu.

Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík

Viðey

Hafnaraðstaðan í Viðey.

Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík

Reykjavík

Á skilti við gatnamót Vesturgötu og Aðalstrætis í Reykjavík (nálægt „núllpunkti“ borgarinnar) má sjá eftirfarandi um Ingólfsnaust:

Reykjavík

Ingólfsnaust – texti á skilti.

Reykjavík

Reykjavík

Kleberg

Kléberg var örnefni á Kjalarnesi…
Í bókinni Kjalnesingar er m.a. vitnað í Kjalnesingasögu þar sem Kleberg-37segir að „Búi var þá kominn á hæð þá, er heitir Kléberg, er hann sá eftirförina…“. Þá segir: „Kléberg er nafn á tegund tálgusteins, sem ekki finnst hérlendis. Hún var til forna notuð í kljásteina og þaðan er nafnið. Steinn þessi er auðunninn og þolir vel eld. Menn hafa snemma komist upp á lag með að nota klébergið, smíðað úr því potta og pönnur og önnur ílát, einnig höggvið til úr því hleðslusteina. Þá notuðu kaupmenn hnullunga af steininum sem barlest í skip sín og seldu Íslendingum síðan, þegar hingað kom“. Ekki er vitað til að bær hafi fyrrum verið að Klébergi.
Klébergslækur rennur um tilkomumikið gil á Esjunni. Í því má m.a. finna tálgustein (sandstein), jaspis og fleiri bergtegundir. Hugsanlega eiga kljásteinar, sem fundist hafa við fornleifauppgröft hér á landi, uppruna sinn þar.
Þegar tálgusteinn úr Klébergslæknum var Kleberg-21unninn í kljástein með einföldum verkfærum virtist það tiltölulega auðvelt. Ekki er því ólíklegt að slíkir steinar hafi verið unnir úr sandsteininum og bæði notaðir sem verslunarvara og til gjafa. Þeir sem eignuðust gripina hafa að öllum líkindum skreytt þá og krotað á þá rúnir eftir tilefni eða geðþótta hverju sinni.
Sandsteinninn í Esju er af mismunandi græn- og gráleitu umbreyttu bergi, sennilega frá fyrra ísaldarskeiði. Um er að ræða umbreytt þróað móberg, sem með tímanum þéttist og linast uns það hefur náð klébergseiginleikum. Svo gamalt berg er hins vegar ekki til hér á landi svo vitað sé.
Líklega er um að ræða umbreytt rýólítsalla [rhyolite] og að klórít gefi því græna litinn [Guðbjartur Kristófersson].
„Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu.

Kleberg-23

Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Kristján Eldjárn skrifaði um kléberg í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1949-1950. Þar segir m.a.: „Kléberg kalla ég í ritgerð þessari nytjastein þann, sem á dönsku er oftast kallaður vegsten, norsku klebersfen, ensku soapstone, þýzku Speckstein, en á öllum þessum málum eru þó fleiri nöfn á þessari steintegund [t.d. talk]. Amund Helland segir í ritgerð um norska nytjasteina á þessa leið (í þýðingu minni): „Kléberg er steintegund, sem er saman sett úr blöndu af talki og lórít. Talkið getur verið yfirgnæfandi, svo að steinninn verði réttnefndur talkskífer, en einnig getur klórít verið yfirgnæfandi.

Kleberg-1

Sennilegt er einnig, að önnur magnesíusíliköt komi til greina, og þar eð magnesít finnst í mörgum klébergstegundum, myndast afbrigði, sem vegna bergfræðilegrar samsetningar steinsins eru ýmist auðunnari eða torunnari en hið réttnefnda kléberg. Hreinar talkskífertegundir er auðveldara að saga en tré, en til eru einnig afbrigði, sem mjög erfitt er að saga með venjulegri sög, vegna þess að í þeim eru harðari steinefni. Í réttnefndu klébergi eru agnir af talki og klórít í óreglulegri blöndu.
Talkskífer er olíugrænt á litinn, en klébergið gTalksteinnrængrátt, dökkgrænt eða blátt. Það er fitukennt viðkomu, auðrispað með nögl og verður hæglega skorið með hníf, höggvið með öxi og sagað með sög. Ekki syngur í því, þótt slegið sé með hamri, en undan hamarshöggi merst það, svo að á sér. Stundum ólgar það undan sýrum, en nauðsynlegt er að reyna það með sterkum sýrum, af því að magnesít er í því. Það stenzt ekki sterkar sýrur og leysist stundum alveg upp, en þolir vel veikar lífrænar sýrur. Það er eldfast“(Amund Helland: Takskifere, heller og vekstene. Norges geologiske undersögelse no. 10, 1983, bls. 89—90). Klébergið, sem raunar er samheiti fyrir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði, finnst frá náttúrunnar hendi í lögum og blettum í krystölluðum skífertegundum. Það finnst víða um heim. Algengt er það í Grænlandi og Noregi, Alpafjöllum, Súdetafjöllum og víðar.

Á Íslandi er kléberg ekki til í náttúrunnnar ríki (fyrir þessu hef ég orð Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings, og mun ekkert mark takandi á þeim ummælum Sigurðar Vigfússonar í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 5,“ að kléberg ísteatit) fáist hér á landi hingað og þangað í fjöllum, þar sem magnesía er og hlýtur því að vera um innflutning að ræða, er við rekumst á klébergsgripi hér, en þeir eru nú orðnir allmargir, eins og nánar verður sýnt í þessari grein.

Sapusteinar

Kléberg er yfirleitt ærið mismunandi að gæðum og litur þess af ýmsum tilbrigðum, en drottnandi litur er grár. Íslenzku klébergsgripirnir eru margvíslegir bæði að lit, hörku og áferð, efnið er ljóst eða dökkt, stundum grænleitt eða blágrátt, slétt eða hrjúft, hart eða mjúkt eða mishart, þannig að í steinunum eru harðir, oftast gulir eitlar, sem stinga í stúf við hinn mjúka, gráa stein, sem þeir eru í.
Ekki hefur verið gerð steinfræðileg rannsókn á hinum íslenzku klébergsgripum, en öll rök hníga að því, að þeir séu úr norsku klébergi. Áður en lengra er farið, þykir rétt að skýra og afsaka nafnið kléberg. Þetta orð er ekki lifandi í íslenzku og kemur ekki heldur fyrir í fornritunum.

Sapusteinn-2

Ekkert sérstakt heiti hefur steintegund sú, sem um er að ræða, í tungunni annað en tálgusteinn, en það er jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina (orðið „tálgugrjót“ kemur fyrir í fornu máli (Fornmanna sögur V, bls. 215) og virðist þar munu merkja kléberg. í Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar er grænlenzka klébergið nefnt thelliesteen og iellijge stien, sem líklega á rót sína að rekja til telgisteinn eða tálgusteinn í norræna frumtextanum. Det gamle Grönlands beskrivelse af Ívar Bárðarson, útg. Finnur Jónsson Kbh. 1930, bls. 54).) En norska orðið kleber eða feíebersten er eflaust afbökun úr kléberg, og hafa því Norðmenn kallað stein þennan svo áður fyrr. Í norrænu mállýzkunni á Hjaltlandi heitir hann kleberg eða kleber, og mun orðið því hafa verið lifandi í norsku á víkingaöld, er Hjaltland byggðist af Noregi.
Líklega hefur það einnig lifað á vörum landnámsmanna Íslands, enda til sem örnefni, Kléberg á Kjalarnesi og ef til vill víðar, þótt mér sé ekki kunnugt. Orðið hefur líklega dáið út í íslenzku, af því að bergtegundin var ekki til á Íslandi, en lifað í hjaltlenzku, af því að á Hjaltlandi finnst kléberg í náttúrunnar ríki. Þykir rétt að taka orðið aftur upp í íslenzku.

Sapusteinn-3

Fyrri hluti orðsins er kléi (ef. kljá, flt. kljár), kljásteinn, steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri; hefur klébergið þótt hentugt í þessa steina og þess vegna dregið nafn af þeim.
Í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, er upp talið allt það kléberg, sem til er hér á Þjóðminjasafninu. Hins vegar hefur ekki verið leitað eftir rituðum heimildum um klébergsfundi hér á landi, og kunna þær þó að vera til. (um klébergsnámið hefur skrifað S. Grieg: Norske klebeistensbrudd fra vikingetiden, Universitetets Oldsaksamlings Arbok 1930, bls. 88 o. áfr. Um klébergið sem verzlunarvöru á víkingaöld Jan Petersen: Vikingetidsstudier, Bergens Museums Arbok 1919—20, Hist. Antikv. Rekke nr. 2, bls. 11 o. áfr., sjá einnig Herbert Jankuhn: Haithabu, Neumimster 1938, bls. 128 og 166—67, og Poul Norlund: Trelleborg, Kobenhavn 1948, bls. 123. Um gerðir steinkatlanna og fjölda þeirra á víkingaöld og hnignun) En varla yrði svo vel leitað, að ekki kynni einhvers staðar að leynast frétt eða frásögn af slíkum fundi, og hefur því þótt rétt að binda sig eingöngu við safnið hér, enda þeir fundir svo margir, að hið almenna hlýtur að mega af því ráða. Í skránni er notað orðið grýta um potta úr klébergi, en eins hefði mátt nota orðið ketill eða steinketill. Öll þessi orð munu hafa verið notuð áður fyrr, en grýía hefur í íslenzku fengið að nokkru óvirðulega merkingu, af því að steinpottarnir hafa þótt verri og smærri en járnpottar, er þeir urðu algengir. Hins vegar lifir grýía enn í skandinavísku málunum og hefur orðið þar ríkjandi.

Specksteinn

Í skránni er byrjað austast í Rangárvallasýslu og haldið vestur og kringum land. Innan hvers hrepps er farin sem næst boðleið. Getið er fundarstaðar og gripunum lýst með fáum orðum. Stærð er greind í millimetrum, lengd og breidd og þykkt, ef um pottbrot er að ræða, (lengd — breidd X þykkt), en á snældusnúðunum þvermál X þykkt). Aftan við hvern grip er greind safntala hans eða Landnámsmenn Islands hafa haft út með sér fjöldann allan af klébergshlutum, einkum grýtum. Hins vegar hafa þeir ekki átt leirker að ráði, og mun þetta vera ástæðan til þess, að Íslendingar hafa aldrei, svo að vitað sé, lagt stund á leirkeragerð. Klébergsfundirnir hér á landi þykja mér hins vegar of margir til að hægt sé að telja þá alla beinlínis frá landnámsöld, og virðist mér einsætt, að kaupmenn hafi, meðan klébergsnámið var sem mest í Noregi, flutt kléberg hingað til lands, líklega þá mest hálfunnar eða fullunnar grýtur, engu síður en til bæjanna í Danmörku. Hér á landi hlýtur eftirspurn eftir þessari vöru að hafa verið sérlega mikil, þar sem þjóðin hvorki kunni að gera leirker né hafði nothæfan tálgustein í landinu. Og það er jafnvel mjög líklegt, að kaupmenn hafi einnig flutt út óunnið kléberg til smáhluta. Til þess bendir fundurinn frá Kotmúla, óunninn klébergssteinn, sem stykki hafa verið söguð úr, eftir því sem með þurfti. Á sama hátt hefur steinninn verið sagaður í klébergsnámunum norsku.
Það er þannig sennilegt, að eitt af því, sem kaupmenn höfðu á boðstólum hér á söguöld, hafi verið kléberg, unnið, hálfunnið eða óunnið, á sama hátt og þeir hafa bæði flutt út sniðin brýni og óunninn harðsteinn til brýna.“

Heimild:
-Kléberg á Íslandi – Kristján Eldjárn, Árbókin 1949-1950, bls. 41-62.
-Vísindavefur HÍ.

Kléberg

Kléberg í Glúfurgili í Esju.

Þjófadalir

Ákveðið hafði verið að líta á helli í brún Þríhnúkahrauns ofan við Þjófadali, en gengið hafði verið fram á opið á sínum tíma á leið ofan af Þríhnúkum (FERLIR-398). Opið er utan í mikilli hraunrás talsvert norðan við hnúkana. Rásin sjálf er fallin og liggur til norðurs frá stóra gígnum. Í henni er mikið og líklega um 12 metra ókannað djúpt jarðfall. Ekki verður komist niður nema á bandi. Snjór er á botninum. Fallna rásin lokast síðan með hafti uns hún beygir til norðvesturs. Mikill geymur hefur verið í beygjunni áður en þakið féll niður.
Haldið var því á ská upp hlíðina þangað til komið var í nýrra hraun ofan við hana. Í því eru miklir hraunhólar fremst á brúninni. Skjól var á milli hólanna og svo til alveg að hellisgatinu. Það er uppi og utan í norðurbrún föllnu hraunrásarinnar. Opið er u.þ.b. mannhæðar hátt og snýr á móti suðri. Grófur brúnleitur hraunlækur hefur runnið niður rásina og myndar hann gólfið. Frauðkennt hraunið lét undan þegar stigið var í það svo ljóst er að þarna hefur ekki verið mikil umferð.

Þjófadalir

Þjófadalahellar.

Rásin sjálf er nokkuð slétt. Hún hallar niður á við og beygir aflíðandi til vinstri. Fallegar bergmyndanir eru í henni. Eftir u.þ.b. 100 metra lækkar rásin en hækkar síðan á ný.

Ekki var farið lengra að þessu sinni, enda þyrfti góðan galla til að koma í veg fyrir að koma ekki allur rifinn og tættur út aftur. Á leiðinni var komið við í fallegri hraunrás undir nýja hraunkantinum í Þjófadölum. Rásin er greinilega endinn á hraunrás, sem komið hefur niður hlíðina því nokkur jarðföll eru á henni á leiðinni niður. Veggirnir eru rauðleitir og fallegir. Rásinni var fylgt u.þ.b. 60 metra, en þá var snúið við. Hún virðist beygja áfram til norðvesturs undan hallanum. Þetta er falleg rás, sem vert væri að skoða nánar.
Gangan tók 2 klst og 21 mín. Frábært veður.

Þjófadalir

Í einum Þjófadalahellanna.

Árni Óla

„Einn góðviðrisdag í sumar kom jeg á skemtilegan og fallegan stað hjerna í nágrenninu. Sunnan við Hafnarfjörð er fell nokkurt sem Ásfjall heitir. Vestan undir því er dalverpi og hefir Kapelluhraun runnið inn í það að norðan og hlaðið hraunborð þvert fyrir það. Þess vegna hefir myndast dálítil tjörn innst í krikanum, uppi undir fjallinu.

asfjall-221

Hraunið er þarna helluhraun með mörgum sprungum. Í hverri sprungu var köngulóarvefur við köngulóarvef og glóði á þá eins og silfurvíravirki þar sem sól skein á. Í miðjum hverjum vef sátu „maddömurnar“, sleiktu sólskinið og biðu eftir bráð. En undir vefunum var fagurgrænt burknastóð. Umhverfis tjörnina var mikið fuglalíf. Þar voru lóur, stelkar, tjaldur, kríur, duggandir, stóru móandir, óðinshanar, hettumáfar. Auk þess grámávar, svartbakar og hrafnar, sem sýnilega höfðu komið í heimsókn. Öll tjörnin moraði af hornsílum. Smáhólmi er í henni og var nú fagurgulur af vatnasóley. Blástör vex í þriðjungi tjarnarinnar og eru þar smátoddar og tappir á víð og dreif og eins meðfram löndum. Þarna var líf og fjör, en mest bar á hettumávunum. Þeir voru á annað hundrað og lintu ekki gargi og skrækjum og gerðu sig heimaríka með árásum á hinn óboðna gest, því að þarna hafa þeir valið sjer varpstað. Á hverri smátöpp meðfram landi mátti líta hreiður með 4 eggjum hvert. Úti í hólmanum voru hreiðrin víst álíka þjett og kríuhreiðrin hjer í Tjarnarhólmanum. Og alls staðar voru þeir að setjast niður í störina, og hafa þar verið toddar með hreiðrum, þótt þeir sæist ekki.
Hettumávurinn er fallegur fugl, harðskeyttur og ráðríkur og ryður sjer til landa með mestu frekju. Ekki veit jeg hvað langt er síðan hann hefir sest þarna að, en varla eru það mörg ár. Og hann hefir lagt undir sig besta landið þarna, eins og annars staðar þar sem hann kemur og bolað öðrum frá. Sjálf krían hefir orðið að hörfa úr hólmanum fyrir ráðríki hans, og er ýmist flúin eða hefir flutt sig upp í mýri ofan við tjörnina. Þangað hafa andirnar víst einnig orðið að flytja til þess að fá afdrep fyrir hreiður sín.
Þótt hettumávurinn sje leiðinlegur til lengdar, var unaðslega skemtilegt þetta sólbjarta sumarkvöld þarna hjá litlu starartjörninni. Handan við hana í ásunum blöstu við iðgræn tún, bæir og sumarbústaðir og spegluðust í vatninu.

Ástjörn

Ástjörn.

Þarna var líf og fjör. Innan um jassgargið í hettumávunum heyrðist margraddaðiir kliður af söng annara fugla og í loftinu stóð hinn fallegi tjaldur og rak upp sín hvellu bjölluhljóð, sem yfirgnæfðu alt annað. Og á meðan jeg sat þaraa og horfði og hlustaði hugfanginn, og naut þess að láta blessaða sólina verma mig, hvarflaði sú hugsun að mjer, hve undarlegt það væri, að slíkir staðir sem þessi færi fram hjá augum fjöldans. Hve undarlegt það væri, að menn þeyttust langar leiðir út og suður, austur og vestur, til þess að fá að sjá fegurð náttúrunnar, en hugsuðu ekkert um þá fögru staði sem hjer eru á næstu grösum. Og þá fanst mjer sem það mundi þarft verk, að benda Reykvíkingum á það, að hjer eru margir fagrir staðir, rjett við bæjarvegginn hjá þeim, staðir, sem fæstir þeirra hafa sjeð og vita ekkert um. Fanst mjer að slíkt gæti orðið góð leiðbeining fyrir þá, sem ekki hafa annan frítíma en vikulokin til þess að lyfta sjer upp.
Reykjanesskaginn er ekki jafn ómerkilegur og sumir hyggja. Hjer er bæði stórbrotin og fjöbreytt náttúrufegurð. Fjöllin eru að vísu ekki há, en þau eru undrafögur og margbreytileg. Hjer eru fagrir firðir og svo hin dásamlegu Sund og eyjarnar. En skaginn þykir heldur gróðurlítill.
Merkilegastur er Reykjanesskaginn fyrir hinar miklu eldstöðvar, sem þar eru, og hraunin. Milli Vogastapa og Hvaleyrar er norðan á nesinu um 15 km. breitt undirlendi upp að Fagradalsfjalli, Keili, Trölladyngju og Undirhlíðum. og er alt þetta svæði samfeld hraunbreiða, sem kallast Almenningur. En tvö yngri hraun hafa flætt þarna yfir gömlu hraunin og alla leið fram í sjó, Afstapahraun milli hrauns og Vatnsleysu og Kapelluhraun milli Hvaleyrar og Hrauns. Almenningshraun eru mjög gömul og eru sennilega komin úr gígum hjá Undirhlíðum, sum eru margir. Frá miðgígunum þar og gígum hjá Helgafelli er Kapelluhraun komið. Það er í annálum nefnt Nýjahraun og draga menn af því þá ályktun að það muni hafa runnið eftir landnámstíð. Afstapahraun er komið úr miklum gígum hjá Trölladyngju.
Þá er Hafnarfjarðarhraun eða Garðahraun. Það er komið úr stórum gíg norður af Helgafelli, skamt frá Kaldárseli. Landspildan fyrir vestan gíginn, með tröðum og hrauni, og líklega gígurinn sjálfur, hefir sigið eftir gosið, og þess vegna má sjá þar þá einkenilegu sjón, að aðalhraunið er hærra heldur en uppvarpið. Hraunstraumarnir frá þessum gosstöðvum hafa beljað niður milli ása niður að Hafnarfirði og út á Álftanes ofanvert.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Fyrir neðan Bláfjöll og Grindaskörð er samanhangandi hraunhaf að Elliðavatni og Lækjarbotnum, og standa aðeins fáir móbergshnúkar upp úr svo sem Helgafell, Valahnúkur og Húsfell. Hafa hraun þessi komið úr mörgum stórum gígum uppi á brúnum við Kóngsfell, hjá Bláfjöllum, við Kerlingarskarð og Grindaskörð og runnið niður hlíðarnar í mörgum stórum elfum og fossum, sem enn má sjá. Það eru ekki vatnsföllin á Reykjanesskaga, en þurár eru þar margar. En þurár munu fornmenn hafa kallað hraunstrauma, sbr. bæjarnafnið Þurá í Ölfusi. Hraun þessi úr Bláfjöllum eru mjög misgömul, komin upp við mörg gos, líklega öll fyrir landnámstíð. Vestan til í þeim eru ýmsar stórar gjár, og heitir ein Gullkistugjá. Við hana er kend Gjáarrjett. Um nafnið Kóngsfell er það að segja, að fellið er kent við fjallkóng eða gangnaforingja, sem hafði þann sið að skifta leitarmönnum þar.

Hellnahraun

Hraun í nágrenni Hafnarfjarðar.

Öll þessi hraun eru í námunda við Reykjavík og öll eiga þau sammerkt um það, að vera mjög girnileg til fróðleiks, svo sannarlega sein fjölbreytni í landslagi er girnileg til fróðleiks. Hraunin eru heimur út af fyrir sig, og margir einkennilegustu og fegurstu staðir þessa lands eru í hraunum. Oft eru þau nokkuð óblíð á svipinn og ógestrisin, En öll geyma þau sjerstaka töfra, sem menn finna fyrst þegar þeir fara að kynnast þeim. Og í þessum hraunum má margt læra, eigi aðeins um eldsumbrot, hamfarir og tortímingu, heldur einnig um gróðrarsögu landsins, hvernig hin þolinmóða móðir náttúra byrjar aftur að græða og klæða. Þar sjest einna best hvað hún hefir „hendur sundurleitar“ og að „önnur er mjúk en önnur sár“. Yfir gróðurlendur falla logandi hraunelfur og brenna og kaffæra alt sem fyrir verður. En ekki hefir hraunið storknað fyrr en gróðurinn tekur að nema þar land. Fyrst koma fljetturnar eða skófirnar, sem bíta sig fastar í bert hraunið og mynda á því hvíta og gula bletti. Svo kemur grámosinn og tyllir sjer á skófirnar og myndar þar smám saman smáþúfur, sem síðan renna saman og verða að dyngjum, eða mosaþembum, þessum einkennilega gróðri, sem Jóhannes Kjarval málari hefir skynjað manna best hve fagur er í látleysi sínu og lífskrafti. Grámosinn hefir það hlutverk að skapa jarðveg í hraununum. Hann vex og vex, en fúnar jafnframt að neðan og með því að kappkosta að lifa er hann þannig að útrýma sjálfum sjer, því að nú kemur nýr gróður og sest að í þeim jarðvegi, er mosinn hefir skapað. Í því landnámi er fyrst og fremst krækiberjalyngið og aðrar lyngtegundir, móasef, sauðvingull, geldingalauf o. fl. Þessi gróður kæfir svo smám saman mosann og myndar fastan jarðveg og þá koma enn nýir landnemar: fjalldrapi, víðir og birki, og grastegundir þar sem rakara er, svo sem í bollum og gjótum. Á þennan hátt klæðast hraunin, þangað til þar er kominn skógur og blómskrúð. Og öll þessi gróðurstig má sjá í hraununum hjer umhverfis Reykjavík. Þau eru bæði fögur og fjölbreytileg. Mestur gróður er í Almenningshraununum og Hafnarfjarðarhrauni og hrauninu fyrir ofan Elliðavatn. En Afstapahraun er enn á grámosastiginu. Hvergi eru hraun þessi sandorpin. Sumum finst nú máske upp á lítið boðið að skoða hraun. En það er misskilningur.

Reykjanes

Reykjanesskagi – nefnur.

Þótt hraunin sje heldur fáskrúðug yfir að líta, eru þau sífeld uppspretta fjölbreytni þcgar inn í þau er komið. Þau taka engum vel sem flanar að þeim. En íhugulum gestum veita þau skjól og hvíld og leika við þá með því að sýna þeim hinar furðulegustu kynjamyndir. Það getur og trauðla skemtilegra ferðalag, en að ganga meðfram hraunjaðri. Farið t.d. með jaðri Afstapahrauns frú Vatnsleysu og alla leið upp á móts við Keili. Yður mun langa til að ganga það oftar en einu sinni. Hvers vegna eru menn að fara inn á öræfi, dýrar og erfiðar ferðir þegar þeir hafa öræfanáttúruna rjétt við bæjarvegginn? Viljið þið ekki reyna að skreppa einhvern tíma hjerna suður í Trölladyngju? Best og fyrirhafnarminst er að fara með bíl vestur með Sveifluhálsi, eins langt og ekið verður.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR

Hraunið þar á milli og Mávahlíða er allörðugt yfirferðar, en skemtilegt að fara það. Það er að vísu skófrekt og ef þjer viljið spara skóna, þá skuluð þjer fara lengra vestur, þangað sem leiðin liggur vfir Sveifluhálsinn til Krýsuvíkur. Þar er Ketillinn og getið þjer skoðað hann um leið. Þaðan liggur svo gata vestur og norður að Vigdísarvöllum, undir Núpshlíð. Er sú hlíð rómuð fyrir það, segir Eggert Ólafson, hve margt fagurra jurta vex þar. Mikið vex þar af blágresi, maríustakk, hjúnagrasi, muru, sjerstakri tegund af lyfting o. s. frv. Þar finnast og jarðarber. Þaðan er svo farið inn með hlíðinni að Djúpavatni, sem er eitt af hinum fáu stöðuvötnum á Reykjanesskaga. Þar er ágætur tjaldstaður og ef þjer hafið farið úr Reykjavík á laugardegi, þá er sjálfsagt að tjalda þar, og hafa svo sunnudaginn fyrir sjer. Áreiðanlega er það meira en dagsverk að skoða Trölladyngju og umhverfi hennar, hinar stórkostlegu eldstöðvar og jarðhitann. Þeir, sem hafa gaman af því að ganga á fjöll, fá þar ósk sína uppfylta, því að tveir hæstu tindarnir á Trölladyngju eru bæði girnilegir og ögrandi. Þaðan mun vera víð og tilkomumikil útsýn, betri en af Keili, þótt margir dásami útsýnina þaðan. Eru þeir og fleiri, sem gengið hafa á Keili heldur en Trölladyngju. Af Trölladyngju blasir við auga öll dýrð öræfanna, alt nema jöklar.
Vilji menn fara víðar yfir, er hægt að ganga vestur í Fagradal, en þangað fara Grindvíkingar stöku sinnum í skemtiferðir. Norðan og sunnan Trölladyngju eru tvö graslendi, vinjar hjer í eyðimörkinni, Vigdísarvellir að sunnan, en Höskuldarvellir að norðan. Á Vigdísarvöllum var bygð fram yfir aldamót.
Fyrir sunnan og austan Hafnarfjörð eru nokkrir dolerításar með stefnu frá norðvestri til suðausturs og dalir á milli. Í grjótinu í ásum þessum er mikið af „olivirí’, gulum krystöllum, og heldu útlendingar lengi vel, að hjer væri um sjerstaka tegund af grjóti að ræða, og kendu hana við Hafnarfjörð og kölluðu „Havnefjordit“.

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Vestasti ásinn nær frá Hvaleyri og hamrinum við Hafnarfjörð áfram á móts við Undirhlíðar. Aðskilur hann Hafnarfjarðarhraun og Kapelluhraun. Um uppruna nafnsins Kappelluhraun er svo sagt: Yfir Kapelluhraun er vegur svó vel lagður, að hann má skeiðríða. (Var það áður en bílvegurinn kom). En enginn veit af hverjum eða hvenær hann hefir verið lagður. Nálægt í miðju þessu hrauni er upphlaðin grjóthrúga rjett við veginn, sem fólk kallar Kapellu og segir, að þar sjeu dysjaðir þeir menn frá Bessastöðum, sem drepnir voru í hefnd eftir Jón biskup Arason 1551. En ólíklegt er að það muni satt vera.
Skamt fyrir sunnan Hafnarfjörð er Ásfjall og er það hæsti hnúkurinn á þessum ásum. Fyrir sunnan það heitir hraunið Brunahraun eða Bruni. Þar er vegur til Kaldársels og var kallaður Stórhöfðavegur.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – sýnir áætlaðan aldur yngri hrauna.

Næsti ásinn er nefndur Setbergshlíð, og sá þriðji Vífilstaðahlíð, en Vífilstaðaháls er austur frá Vífilstöðum frá suðri til norðurs og þá Arnarnesháls. Frá Setbergi og fram undir Kaldársel gengur daldrag, sem gjarna mætti kalla Kaldárdal, því sennilega hefir Kaldá runnið um hann áður en hraunflóðið kom, sem fallið hefir um dalinn niður að Hafnarfirði og þaðan fram á Álftanes og er fyrst kallað Gráhelluhraun og síðan Hafnarfjarðarhraun og Garðahraun. Eftir þessum dal liggur akvegur suður að Kaldárseli meðfram vesturbrún hraunsins. Er hraunið víða úfið og brotið, hef ir sporðreist og hlaðist upp á sumum stöðum, en sums staðar með djúpum skvompum og skorum. Heiðin að sunnan heitir vestast Sljettahlíð. Er hún kjarri vaxin og graslendisræma milli hennar og hraunsins. Þarna hafa Hafnfirðingar reist sumarbústaðahverfi, og eru þar nú milli 20 og 30 snotrir sumarbústaðir í röð undir hlíðinni. Er þarna viðkunnanlegt og verður með tímanum mjög fagurt, því að hver maður er að rækta hlíðina upp frá sínum bústað og gróðursetja þar blóm og trje.
Milli Setbergshlíðar og Vífilstaða hlíðar er annar dalur, og eftir honum hefir runnið önnur kvísl af Hafnarfjarðarhrauni og dreifir úr sjer á sljettunni fyrir vestan Vífilstaði. Liggja traðir úr Vífilstaðahlaði þar þvert yfir hraunið, og víða meðfram þeim eru bekkir fyrir sjúklinga hælisins. Er hraunið þarna gróið og kjarri vaxið og eru þar margir yndis fagrir staðir, sem sjúklingar munu áreiðanlega lengi minnast af hlýum huga, því að þessir staðir hafa sjálfsagt veitt þeim hugfró og unað í mótlæti þeirra. Dalurinn þarna fram af er svipaður hinum, nema hvað hraunið er öllu stórbrotnara og þegar vestur úr dalnum kemur og það nálgast upptök sín verður það æ hrikalegra og þó fegurra, með mörgum gjám og kötlum. Er víða mikill gróður þarna innan um hinar furðulegustu klettaborgir. Fyrir mynni dalsins er lágt fell, sem Smalafell nefnist. Af því er góð útsýn yfir hraunið og lægðina þar fyrir sunnan, þar sem mikið landsig hefir orðið einhvern tíma. Rjett fyrir vestan Smalafell liggur gamli vegurinn frá Hafnarfirði til Selvogs. Heitir hann Grindaskarðavegur. Göturnar eru nú horfnar og gleymdar, þótt þetta væri áður alfaraleið, en vegurinn segir þó til sín. Hafa verið sett ýmis merki við hann, svo sem smávörður, trjestaurar, eða járnhælar, sem reknir hafa verið niður með stuttu millibili. Og svo hefir á löngum köflum verið raðað steini við stein meðfram götunni. Kemur þessi langa steinaröð, hjer í óbygðum, ókunnugum einkennilega fyrir sjónir, því að hun líkist mest gangstjett. Liggur hún þvert suður yfir jarðfallið með stefnu á eldgíg nokkurn fyrir austan Valafell. Er þetta víst eina færa leiðin með hesta þarna þvert yfir, til þess að komast fram hjá tveimur hrikalegum gjam, sem eru sin hvoru megin við jarðfallið. Þegar komið er upp undir hlíðarnar að sunnan beygir vegurinn vestur að Kaldárseli. Einu sinni var bygð í Kaldárseli. Bjó þar seinast einsetumaður og dó þar, svo að engin vissi fyr en nokkuð seinna að einhverja menn bar þar að garði. Eftir það fór kotið í eyði. En fyrir nokkrum árum reistu skátar þarna skála og höfðu þar bækistöð sína. Í fyrra var skálinn stækkaður um helming, og í sumar hafa Hafnfirðingar haft þar barnaheimili með 27 börnum. Er viðkunnanlegt þarna og hafa börnin unað sjer vel, enda frjálst um svo fjarri mannabygð og í návist fjallanáttúrunnar. Yfir Kaldárseli gnæfir Helgafell. Það er nokkuð hátt og ilt uppgöngu nema að austan. Af því er ágætt útsýni yfir hraunin og gosstöðvarnar þar um kring.

Helgafell

Helgafell og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Undir Helgafelli eru Kaldárbotnar í kvos nokkurri. Eru þar margar uppsprettur og mynda fyrst dálítið lón. Þangað sækir Hafnarfjarðarbær vatn sitt, og er sú vatnsleiðsla eldri en vatnsveita Reykjavíkur. Stíflugarður hefir verið hlaðinn fyrir lónið og frá honum liggur opinn timburstokkur norður yfir sljetta hraunið og Gullkistugjá, fyrir norðan Kaldársel. Hefir orðið að hlaða geisimikinn og háan steinvegg þvert yfir gjána undir stokkinn. Þar skamt frá er svo vatnið tekið í pípur og leitt til Hafnarfjarðar. En það er nú orðið viðsjárvert að hafa þennan langa opna stokk, og uppspretturnar ógirtar. Stokkurinn er víða farinn að gefa sig og lekur drjúgum. Er einkennilegt að sjá það efst, að vatnið, sem niður lekur rennur í þveröfuga átt við renslið í stokknum, og sameinast Kaldá. Rennur hún svo niður hjá Kaldárseli og þar í hálfhring, eins og hún sje að villast, en steypir sjer svo á kaf niður í hraunið og sjest ekki meir. Jörðin gleypir hana með öllu.

Kaldá

Kaldá.

Hefir mörgum þótt þetta furðulegt, og hefir þjóðtrúin spunnið út af því hinar furðulegustu sögur. Getur Eggert Ólafsson þess í ferðabók sinni, að menn haldi að Kaldá renni neðanjarðar alla leið vestur á Reykjanestá og þar til hafs, en af straumi hennar myndist Reykjanesröst. Getur hann þess einnig, að í samræmi við þessa tilgátu mahna sje farvegur hennar þannig sýndur á hinu nýasta Íslandskorti, sem gert var á konungs kostnað. Brynjulfur Jónsson á Minna-Núpi segir, að það sje almælt, að á fyrri öldum hafi á sú runnið úr Þingvallavatni, er Kaldá er nefnd, eitthvert hið mesta vatnsfall á Íslandi. Hún á að hafa runnið norðan við Hengil og ofan þar sem nú eru Fóelluvötn og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Sje sagt að hún komi upp í Reykjanesröst og að Kaldá hjá Helgafelli sje úr henni. Er það haft til sannindamerkis, að hinir svonefndu Vesturvellir ofan frá Hengli til Litlafells, Fóelluvötn og þaðan niður undir Holm líkist gömlum árfarvegi. En svo þurfti að fá skýringu á því, hvernig á því stóð, að þetta mikla vatnsfall skyldi hverfa, og eru um það ýmsar sögur. Ein er sú, að karl nokkur, sem var kraftaskáld, misti í hana tvo sonu sína, og kvað hana því niður. Önnur sögn, og öllu vísindalegri er sú, að Kaldá hafi horfið eitt sinn er suðurfjöll brunnu, svo einn var eldur ofan úr Hengli og út í sjó á Reykjanesi og hafi bá jörðin gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn.

Skamt fyrir austan Kaldársel er Helgadalur, djúp hvos með dálítilli tjörn. Er þráðbeint hamrabelti að norðan en grösugar hlíðar á tvo vegu. Er þarna tilvalinn og skemtilegur áfangastaður fyrir þá, sem kanna vildu fjallaslóðir þar um kring. Þaðan má fara t. d. Grindaskarðaveg upp undir f jöllin og síðan austur á við milli hrauns og Kaldárselhlíða um svonefnda Kristjánsdali. Þar er ekkert vatn, en mjög grösugt. Þar voru áður geymdir hestar lestamanna þeirra, er sóttu brennistein í Brennisteinsfjöll, og var þá bygður kofi þar. Er svo haldið austur með yfir hraunfossana, og niður með Vífilfelli á Suðurlandsbraut. Þá er og skemtilegt að fara Grindaskarðaveg, yfir Heiðina há. Það er geisimikil elddyngja, lík í lögun og Skjaldbreiður, og um 700 metrar á hæð. Útsýn er þar víð og fögur í góðu veðri, sjer yfir alt Suðurlandsundirlendið að Eyjafjöllum, inn til jökla og vestur á Snæfellsnes. Vegurinn suður af liggur niður í Selvog, og er þar á brúninni fyrst komið að vörðu þeirri, er hinn alkunni galdramaður, síra Eiríkur í Vogsósum hlóð á sínum tíma Frá Kaldárseli er hæfileg gönguför upp í Brennisteinsfjöll. Er það aflangur fjallahryggur uppi á Lönguhlíð. Í austurhlíð þeirra eru óteljandi gígar og standa mjög þjett, og frá þeim hafa hraunfossar steypst niður hlíðina. Breiða hraunin síðan úr sjer yfir mikla sljettu, sem er þar á milli og Bláfjalla og Heiðarinnar há, en sljettu þessari hallar suður að brúnum fyrir ofan Stakkavík í Selvogi og Herdísarvík, og halda menn að hraunfossarnir sem steypst hafa þar fram af hengifluginu, sje komnir úr gígunum í Brennisteinsfjöllum.

Traðarfjöll

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Mundi það hafa verið hrikaleg sjón, ef einhver hefði verið til að horfa á, er glóandi hraunið kastaðist í stórum fossum fram af bjargabrún. Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo gefið fjöllunum nafn af því. Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svorin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir. Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verks ummerki eftir brennisteinsnámið. Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.
Óteljandi gjár og hellar eru í hraununum á öllu þessu svæði, er nú hefir verið lýst, alt frá sjó og upp á Heiðina há. Kann jeg ekki nöfn á þeim, enda yrði það of löng upptalning, eigi heldur allar gjár skírðar, nje allir hellar fundnir enn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þegar Árni prófastur Helgason var í Görðum á Álftanesi samdi hann sóknarlýsingu og segir í henni: „Gjár eru víða í þessum hraunum, sumar bæði langar og djúpar. Merkilegastar þekki jeg tvær, sem liggja samsíða frá austri til vesturs fyrir ofan Setbergshlíð, og er ei lengra á milli en svo sem 100 faðmar, að jeg ætla. Í vatn sjer niður í þeim og er langt niður að því; sums staðar eru þetta fremur sprungur en gjár og sums staðar vottar ekki fyrir þeim. — Svo kallaðir Norðurhellar eru hjá Vífilstaðahlíð og Kjötshellir í Setbergshlíð. Rauðshellir er skamt fyrir norðan Helgafell. Í honum eru pallar sjálfgerðir er bæði má sitja á og smjúga undir, og ná þeir yfir þveran hellirinn. Margir hafa grafið nöfn sín í bergið í Rauðshelli, sem þangað hafa komið. Sum staðar er hvað skrifað ofan í annað.“
Eins hellis enn verður hjer að geta, ekki vegna þess að hann sje stór nje merkilegur frá náttúrunnar hendi, heldur vegna þess að Farfuglar hafa gert hann að bústað sínum. Hellir þessi er uppi í kletti nokkrum austan undir Valahnúk. Hann er rjett manngengur þar sem hann er hæstur. Þeir hafa sett fyrir hann hurð og komið fyrir tveimur gluggum, og síðan gert þar fjalagólf. Geta 8—10 menn sofið þarna á gólfinu í svefnpokum, og mun oft svo gestkvæmt þarna, bæði sumar og vetur. Umhverfis er afgirtur dálítill blettur, klettakvosir og brekka sem hefir verið ræktuð. Hafa þeir sáð þarna blómum og gróðursett trjáplöntur, og gert staðinn einkennilega fallegan og aðlaðandi. Verður þó betra seinna, því að alt er þetta svo að segja í byrjun. En alt, sem þarna hefir verið gert, lýsir smekkvísi og ást á náttúrunni, en hún er aðalsmerki allra farfugla.“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 1. september 1946, bls. 349-353.
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. ágúst 1946, bls. 341-347.
-Lesbók Morgunblaðsins, 18. ágúst 1946, bls. 334-337.

Valaból

Valaból.