Brimketill

„Einu sinni bjó skessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Oddnýjarlaug

Oddnýjarlaug / Brimketill.

 

Melabergsgata

Ætlunin var að skoða hugsanlegar minjar á afgirtu svæði innan Keflavíkurflugvallar. Svæðið er að mestu óraskað og ættu þar jafnvel að vera minjar frá bæjarkjörnunum vestan Sandgerðis, s.s. selstöður, þjóðleiðir, vörður, skjól o.fl. Af loftmynd að dæma virðist á svæðinu og vera gatnamót gömlu Hvalsnes-/Melabergsleiðarinnar og gamallar götu milli Hafnavegar og Sandgerðis.

Göngusvæðið

Þegar FERLIR leitaði eftir því við fulltrúa öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli að fá heimild til að ganga um afgirt norðursvæðið, sem nú flokkast sem flugöryggissvæði, en var áður ytra varnarsvæði NATO, voru viðbrögðin strax mjög jákvæð þrátt fyrir að afar ströng skilyrði er gilda um aðgang utanaðkomandi að því. Eftir að tímasetningin hafði verið ákveðin var safnast saman við aðalhliðið inn á svæðið. Skömmu síðar mætti starfsmaður stjórnarinnar á vettvang og opnaði, hleypti þátttakendum inn fyrir og lokaði á eftir þeim. Áætlað hafði verið að leit á svæðinu innan girðingarinnar tæki u.þ.b. þrjár klukkustundir. Svæðið hafði reyndar áður verið skoðað.
Byrjað var á því að ganga yfir að Margvörðum á Margvörðuhól. Hóllinn sá er rétt innan girðingarinnar að austanverðu. Þar kemur gamla Hvalsnesleiðin/Melabergsgatan upp frá Ró[sa]selsvötunum ofan við Keflavík, fer undir girðinguna og liðast síðan í suðlægan sveig til vesturs innan varnargirðingarinnar, áleiðis að sunnanverðum Melabergsvötnum.

Kaupmannsvarðan

Gatan er mjög greinilega mörkuð í móann og víða hefur verið kastað drjúgum upp úr henni. Kaupmannsvarðan svonefnda setur óneitanlega svip á staðinn.
Frá Margvörðum liggur einig vörðuð gata í sömu átt, áleiðis að norðanverðum Melabergsvötnum. Göturnar koma saman vestan vatnanna. Þó svo að Hvalsnesleiðin/Melabergsgatan frá Hvalsnesi að Melabergsvötnum beri þess glögg merki að hafa verið endurbætt sem hestvagnavegur hverfur sú endurgerð við norðvestanverð Vötnin. Engin ummerki eru heldur eftir slíka umferð í móanum milli hinnar þráðbeinu vörðuleiðar, þ.e. milli norðanverða Melabergsvatna og Margvarða. Vörðurnar á leiðinni standa hins vegar heilar, flestar a.m.k. Þetta bendir til þess að um hafi verið að ræða endurbætur á gömlu þjóðleiðinni um það leyti er þær reyndust óþarfar.

Hvalsnesleiðin/Melabergsgatan

Nokkur önnur slík dæmi má finna á Reykjanesskaganum, s.s. á Skipsstíg, Árnastíg og Alfaraleiðinni (Almenningsleiðarhlutanum). Þess vegna má ætla að vörðurnar hafi verið reistar um og skömmu eftir aldamótin 1900. Þær eru líka óvenju heillegar, þótt mosavaxnar séu mót austri. Tilkoma varnargirðingarinnar á fimmta áratug síðustu aldar gæti hafa stuðlað að varðveislu þeirra og girðingin þar með risið undir nafni (því varla hefur hún þjónað öðrum tilgangi þennan tíma að fenginni reynslu). Hafa ber í huga að gömlum vörðum hefur stafað fimmföld hætta; jarðskjálftum, ágangi skepna, skemmdarfýsn manna, frostveðrun og þyngdarlögmálinu. Áhrif þeirra margfaldast gjarnan eftir því sem tímalengdin er meiri. Girðingin hefur dregið úr ásókn manna og annarra skepna og þannig verulega líkur á röskun. Jarðskjálftaáhrif eru jafnan lítil á svæðinu svo langvarandi áhrif frostverkunnar og þyngdarlögmálsins eru þau einu sem eftir standa. Þar af virðist áhrif þyngdarlögmálsins hafa verið lítil sem engin því vel hefur verið vandað til verksins í hvíetna.

Fallin varða

Þegar gömlu Hvalsnesleiðinni/Melabergsgötunni var fylgt frá Margvörðum áleiðis að vestanverðri varnargirðingunni mátti sjá fallnar vörður sunnan hennar með reglulegu millibili. Auk þess að vera vel mörkuð í móann hafði leiðin verið vandlega vörðuð. Í raun þarf engan að undra hvers vegna. Hvalsnesprestakalli var um tíma þjónað frá Njarðvíkum og jafnvel Grindavík. Þá var aðalverslunarhöfnin um tíma á Básendum utan við Stafnes. Hún færðist síðan til Keflavíkur eftir Básendaflóðið 1799. Margmenni var í verum á hverfunum á vestanverðu Rosmhvalanesi, s.s. Stafneshverfi, Hvalnsneshverfi, Fuglavíkurhverfi og Bæjarskershverfi, auk Sandgerðis. Hreppsstjórinn í hreppnum bjó um tíma í Fuglavík, auk þess sem, núverandi „hreppsstjóri“ gætir svæðisins sem hinn besti haukur. Gatnamót mátti sjá á leiðinni þegar hún hafði verið gengin 2/3. Af loftmynd að dæma mátti ætla að þarna hefði fyrrum verið leið milli Hafnavegar norðan Ósabotna og Sandgerðis (eða Fuglavíkur/Bæjarskers).

Vatnshólavarða

Við eftirgrennslan mátti sjá vörður sunnan götunnar. Þær lágu að þotubyrgjum NATO, sem varað hafði verið við að nálgast um of. Í ljós kom að „gatan“ á loftmyndinni var samfelld tréstauralína, sem legið hafði á ská niður heiðina. Staurarnir héngu flestir uppi, en verulega skakkir orðnir.
Utan í neðsta holtinu innan varnargirðingarinnar var varða og hlaðið lítið gerði. Frá því var stefnan tekin til norðurs, áleiðis að Vatnshólavörðunni. Hún hefur fyrrum verið bæði breið og há; augljóst leiðarmerki.
Í örnefnalýsingu fyrir Fuglavík segir um þetta svæði: „Rétt ofan við veginn er grjóthæð ílöng, sem heitir Dagmálahæð. Suður frá henni ofan við veg, Neðri-Stekkur og Efri-Stekkur. Langt uppi í haglendinu eru Selhólar, sem lentu í flugvallarlandinu. Ofan við veginn eru rústir eftir nýbýlið Hóla, sem brann. Vatnagarðar er dældin suður af vatninu. Þar hefur verið býli. Markahóll er grasi gróinn hóll upp í heiði á merkjum móti Melabergi. Vatnshólavarða er í brún frá bæ séð. Þar eru margir hólar, Vatnshólar, og draga nafn af Melabergsvötnum.“
Minjar símansTvær stauralínur liggja þarna um svæðið. Báðar hafa þær borið uppi símalínur millum miklvægra leiða á tímum hersetunnar. Frágangur þeirra bendir til tímasetningar í byrjun sjötta áratugs síðustu aldar. Nú hangir engin lína uppi, en staurarnir eru bæði misvísandi (í eiginlegri merkingu) og fagurfræðilegur vitnisburður (í óeiginlegri merkingu) um það sem var.
Þegar skoðuð er örnefnalýsing fyrir  Melaberg, þ.e. viðbót við lýsingu Magnúsar Þórarinssonar, má sjá eftirfarandi: „Til heiðarinnar langt ofan við bæ er svonefnd Grænalág. Austur af bæ norðaustur af Grænulág eru Syðri-Smérklettur og Nyrðri-Smérklettur. Suður af þeim eru tjarnir, sem heita Melabergsvötn. Þar norðaustur af eru Efrivötn. Þau þorna á sumrin. Þar áfram í sömu stefnu eru Brúsastaðir. Þetta er smáholt, en fékk þetta nafn fyrir löngu, af því að þar var maður á ferð með glerbrúsa. Þá er Ólafsvarða. Með gamla veginum ofan við Melabergsvötn er Neðri-Glæsir. Það er varða á hól. Þar rétt ofar er önnur, sem heitir Efri-Glæsir. Þar austur af eru Margvörður, og spotta suðaustur af Glæsi er mýrkenndur mói á sléttri flöt, sem heitir Melabergsengi. Innan við Margvörður er Kaupmannsvarða, sem er við krossgötur rétt hjá flugvellinum.“

Selvarða

Það má til tíðinda telja að hvergi er minnst á Hvalsnesleiðina/Melabergsgötuna í örnefnalýsingu fyrir Melaberg. Ekkert er heldur um Hvalsnesleiðina í örnefnalýsingu fyrir Hvalsnes. Ástæðan gæti verið sú að frásegjendum hefur þótt svo sjálfsagt að leiðin væri á hvers manns vitorði að ekki hafi verið talin ástæða til að geta hennar sérstaklega. Svo mun og hafa verið fyrrum í fornritum og frásögnum fólks að sjaldan var því lýst er þótt þá bæði sjálfsagt og hefðbundið.
Gengið var yfir að Vatnshólavörðunni og stefnan síðan tekin af henni á vörðu vestan við Fuglavíkursel. Þaðan sást vel til selvörðunnar á Selhólum.
Þegar Fuglavíkurselið var gaumgæft mátti sjá vatnsstæði bæði norðvestan og suðaustan við það. Selið sjálft, sem er mjög gróið, er ólíkt flestum öðrum hinna 250 selstöðva á Reykjanesskaganum (fyrrum landnámi Ingólfs).

Varða á efri Hvalsnesleiðinni

Leifar þriggja húsa eru í selstöðunni. Millum þeirra er hringlaga gerði líku fjárborg. Norðaustar eru hleðslur. Önnur, sú sem er fjær, gæti verið smalaskjól. Frá því er ágætt útsýni yfir efri vatnsstæðið, hugsanlegan nátthaga. Hin gæti hafa verið skjól fyrir refaskyttu í heiðinni, með efasemdum þó, því hleðslurnar voru óvenjumikið mosavaxnar.
Selvarðan er augljós og stendur enn að hálfu leyti. Selstígurinn er hins vegar óljós. Bæði vegna þess og vegna þess að hvorki er getið um eða hafa fundist aðrar selstöður í Miðnesheiðinni, þrátt fyrir margbæi, en Stafnessel ofan við norðanverða Ósabotna, má draga þá ályktun að þarna (í Fuglavíkurseli) hafi verið sameiginleg selstaða fyrir bæina neðan við ströndina (Hvalsneshverfi, Fuglavíkurhverfi og Bæjarskershverfi). Gerðið, sem er óvenju stórt af stekk að vera, gæti og bent til þess. Þá er aðgengi að vatni óvíða í heiðinni, en þarna var hægt að ganga að því sem vísu. Norðurvatnsstæðið var t.d. fullt þótt flest öll önnur væru upp þornuð á þessum tíma. Sveppur dró að sér athyglina.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli er sérstakleg þökkuð góð viðbrög og sanngjörn viðleytni til sögu- og minjaframlags á svæðinu.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Fuglavík.
-Örnefnalýsing fyrir Melaberg.
-Örnefnalýsing fyrir Hvalsnes.

Vatnshólavarða

Hraunssel

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Hrauni við Grindavík: “Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð.“ Ekki er tekið sérstaklega fram að hún hafi verið í Ísólfsskálalandi. Þá er ekki minnst á selstöðu frá Ísólfsskála.
Haldið var að Hraunsseli milli Þrengsla vestan í Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi), millum Neðri-Þrengsla og Efri-Þrengsla. Skolahraunið hefur lagst að útskagandi hlíðinni á þessum köflum. Sunnar heitir hraunið Leggjarbrjótshraun. Syðst heitir það og einstakir hraunkaflar ýmsum nöfum.
Hraunssel á miðri mynd - loftmyndGengið var upp að gömlu þjóðleiðinni um Méltunnuklif og henni síðan fylgt austur yfir Leggjarbrjótshraun (Leggbrjótshraun) að Núpshlíðarhálsi. Leiðin var vörðuð, en nýr slóði hefur verið ruddur beint yfir hraunið. Gamla leiðin liggur bæði undir honum og norðan við hann á köflum. Vörðurnar segja til um legu hans.
Þegar komið var upp í Línkrók varð fyrir öxl út úr hálsinum. Vestan hans er hraunbrún í hrauninu, Kinnin. Handan hennar er stór og myndarlegur eldgígur utan í Höfðanum. Þarna er ágætt útsýni suðvestur að Skála-Mælifelli, Höfðanum, Langahrygg, Stóra-Hrút og Sandfelli. Þegar ofar var komið blasti Trölladyngja við norðaustast og Keilir lyftist smám saman upp fyrir hraunkantinn.
Ljóst er að í Hraunsseli er a.m.k. tvær „nýlegar“ selstöðvar og ein mun eldri. Auk þess eru þrjár stakar tóftir norðan nýrri selstöðvanna. Í öllum tóftaþyrpingunum eru þrjú rými í hverri. Syðri nýrri tóftin er af nýjustu gerð selja, með samfelldri húsaskipan; baðstofu, búri og utanáliggjandi eldhúsi. Nyrðri tóftin er með samliggjandi baðstofu og búri, en hliðstæðu eldhúsi. Þessar tóftir eru vel greinilegar þar sem veggir standa grónir. Elsta tóftin, skammt vestar, er nú næstum jarðlægð orðin. Hlaðinn stekkur er á hraunbrún vestan selstöðunnar. Þar sem nýrri mannvirkin virðast vera frá svipuðum tíma er ekki óraunhæft að álykta að þarna hafi bæði verið selstaða frá Hrauni og Ísólfsskála um tíma.
Skammt norðar undir Núpshlíðarhálsi eru fleiri seltóftir; inn á Selsvellum. Um var að ræða sel frá Járngerðarstaða-bæjunum og síðar einnig Staðarbæjunum í Grindavík. Þarna eru líka bæði yngri og eldri sel.
Fé af fjalliUm selsbúskap (úr bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson). “Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skala strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Fé af fjalli fer yfir vegSelin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í stokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).
Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum.

Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meora en þeim var treystamdi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og Féð fer heimpasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
Þegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.
Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.
Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.

Gamla þjóðleiðin yfir Leggjarbrjótshraun - ruddi slóðin fjær

Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.
Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.
Í ritinu „Söguslóðir“, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum.
Í Selstígur yfir Skolahraun að Ísólfsskála?Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fék aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa sélstöðu.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „.aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar“. [Reyndar er Fagridalur óumdeilanlega í landi Grindavíkur því mörk bæjarins og Voga eru mun norðar.] Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangar var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Hraunssel

Hraunssel.

Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan. Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
Hraunssel - nýrri tóftirnarÞ
að eru aðeins Krýsuvíkurbændur, sem njóta þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. Skúli Magnússon landfógeti kallar jörðina fremur landjörð en sjávarjörð og lýsir henni m.a. á þess leið: „Landrými er mikið; eru þar hraun, fjöll og rauðleitar moldir; tún og engi er gott, og má auka það með tilkostnaði, svo að fleiri ábúendur getið setið þar“.
Ef til vill er það þessi góðu búskaparskilyrði, sem valda því, að ekki hefur tekist að hafa upp á neinum heimildum um selstöður frá Krýsuvík eftir daga Jarðarbókarinnar 1703. Um aðra hluta hreppsins gegnir öðru máli. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, sem áður er getið, er ekkert minnst á selstöðu í Krýsuvíkursókn, en um Grindavíkursókn segir hins vegar: „En 2 mílur í norðaustur frá byggðalaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar í selstöðu. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selstöðurnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: „Eftir jarðabokinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík“.
Sr. Geir lýsir einnig selsstöðunni á Selsvöllum, að þar sé allgrösugt og bítist fljótt upp, vegna þess að allir bæirnir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli, þótt þeir greiði Staðarprestinum ekkert fyrir, og segir hann, að hann hafi heyrt, að flestir bæir hafi haft í seli einhvers staðar tilfjalla, en vatnsleysi hafi valdið því, að þau væru niðurlögð og allir hafi þyrpst á Selsvelli, því að þar sé dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt sé að reka í selið 8. viku sumars en úr því í 16 eða 17. viku sumars, „nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum“. Af því að ekkert sé afréttarlandið sé allt fé, ungt og gamalt, lömb og sauðir, rekið í selið og smalað á hverju máli og lömbin séu kefluð.
Þessum siða að kefla lömb er lýst hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum og Þorvaldi Thoroddsen.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega, enda ekki margir kostir heima fyrir ef marka má lýsingu sr. Geirs: „Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni“.
Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninfa má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá séra Geir til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsunum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis. Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ.e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri „ærið usla og jarðnag í beitilands þrengslum“. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars horaðan og nytlausan „þegar peningur allstaðar annarstaðar gjörir hvar mest gagn, og er í bestum holdum, og er þetta til allmikils ama mörgum búanda hér í sveit sem á stundum ekki þá hafa náð inn töðum sínum af túnunum.“

Stekkur í Hraunsseli

Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum. Í nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.“
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. „Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.
GöngusvæðiðHvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. „Síðar“, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, „þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag“.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Reykjanesskagann sumarið 1883 kom hann bæði að Hraunseli og seljunum á Selsvöllum í rústum. Hann kom á Baðsvelli, sem hann reyndar kallar Baðvelli, og minnist ekki á selstöður þar né heldur rústir eftir sel, og á Vigdísarvöllum fann hann samnefndan kotbæ.
Hér er komin gróf tímasetning. Einhvern tímann eftir 1850 og fyrir 1883. Samt er ekki öll sagan sögð. Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram frór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
MMéltunnuklif - Höfði fjæragnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: „Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.“.
Ekki hefur tekist að timasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll.
Svo skemmtilega vildi til að Grindvíkingar voru að reka fjársafn sitt heim í Þórkötlustaðarétt til úrdráttar. Hjá þeim eru nú um 640 á vetrarfóðrum (að sögn núverandi fjárvörslumanns, Dagbjarts Einarssonar), en 1973 var fjöldinn 1.700, eða litlu fleiri en nú var til samans rekið af fjalli (að sögn Gunnars Vilbergssonar, þáverandi fjárvörslumanns Grindavíkurbænda).
Í bakaleiðinni var Hraunsselsstígurinn rakinn yfir Leggjarbrjótshraunið að Höfða og síðan niður með honum austanverðum, yfir hina mikllu hrauntröð sem fyrr er lýst. Annar „selsstígur“ liggur yfir Skolahraunið nokkru sunnar. Má ætla að þar hafi Ísólfsskálaselsstígur legið, sbr. framangreint. Ætlunin er að skoða þetta stórbrotna hraunasvæði fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Birtingarmynd á leiðinni

Selvogsgata

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi:

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

„Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og officialis Skálholtskirkju tólf presta dóm á prestastefnu í Skálholti. Jón Oddsson prestur á Þingvöllum hafði kært töku á sjöttungi hvals er rekið hafði í Herdísarvík. Þessi dómur fjallar eingöngu um rekarétt og skógarítak og er því ekki tekinn upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – herforingjaráðskort.

Hinn 27. september 1563 lagði Páll Stígsson hirðstjóri niður sóknarkirkju í Krýsuvík að undirlagi Gísla biskups Jónssonar. Við það færðust bæði Krýsuvík og Herdísarvík undir forræði Skálholts.
Krýsuvík er að finna í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar þó svo að kirkjan hafi verið lögð niður árið 1563. Þar segir sem fyrr að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Jarðabók Árna og Páls yfir Selvog var tekin saman árið 1706. Þar er að finna eftirfarandi umsögn um Herdísarvík: „Skóg á jörðin lítinn og þó er hann nýttur til kolgjörðar heimabónda, hvorki er hann til að ljá nje selja, en mjög til að bjarga kvikfje í heyskorti. Sami skógur brúkast og til eldiviðar.
Lýngrif brúkast og til eldiviðar. Berjalestur hefur stundum til nokkurs hagnaðar verið.“ …

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Herdísarvík var seld með Krýsuvík undan Skálholtsstóli 8. ágúst 1787.
Í lýsingu séra Jóns Vestmanns í Vogsósum á Selvogsþingum frá 1840 koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar fram um Herdísarvík: „Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt. Á öllum nútöldum bæjum er heyskapur mikið lítill, … en útigangshagar samt so góðir, að trúa má þeim fyrir skepnunum, þegar jörð er auð“.
Herdísarvík, sem var áður stólsjörð, var eign Krísuvíkurkirkju samkvæmt Jarðatali Johnsens frá 1847.
Í jarðamatinu frá 1849 er að finna svohljóðandi lýsingu á jörðinni Herdísarvík: „Uthagar miklir og góðir til fjalls og fjöru og skógur til egin þarfa og nokkurrar miðlunar. Vetrarbeit góð. … smalamennska fremur hæg og dýrbítur mikill“.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ. Gamla og nýja landamerkjalínan sjást á uppdrættinum.

Skýrslan sýnir einnig jarðamatið, þar sem meðal annars stendur: „Dýrbítur er einúngis þessari jörð til galla og slægiuleysi; allt annað er henni vel gefið, og bætist slægiuleysið upp af vetrarbeitinni, sem aldrei bregðst“. …
Hinn 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu Herdísarvíkur.
Lýsingin, sem var þinglesin 3. júní 1889, er svohljóðandi: „Maríu kirkja í Krísuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík“.

Breiðabás

Í Breiðabás

Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: „Að austanverðu, milli tjeðrar jarðar og kirkjujarðarinnar Stakkavíkur: bein stefna úr Breiðabás (= Helli samkvæmt máldögunum) sem er fjöruvik nokkurt ekki allskamt fyrir austan Herdísarvík, með litlum hellisskúta í hrauninu fyrir ofan, í Kongsfell, sem er gömul, ekki há, grámosavaxin eldborg umhverfis aflangan djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveg úr Selvogi til Hafnarfjarðar góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum.
Að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram“.
Kirkjan á þriðjung hvalreka og allann annann reka fyrir landi jarðarinnar frá Breiðabás að Seljabótarnefi og sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). Ítök sem aðrir eiga í jörðinni Herdísarvík eru þessi:

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – náma.

1. Tveir þriðjungar hvalreka … eign Strandakirkju í Selvogi.
2. Allir brennisteinsnámar sem finnast í landi jarðarinnar með öllum þeim „málmjarðartegundum“ öðrum er námarnir kunna að geyma, hagagöngu fyrir hross í „vanalegum bithögum og áfangastöðum“ rjetti til vegagjörða og húsabygginga með „hæfilegum maturtagarði“ sem „nauðsynlegt“ er til þess að geta yrkt námana o. sv. fr. allt samkvæmt afsalsbrjefi 30. september og 4. Októb. 1858. Ítak þetta tilheyrir þrotabúi hins íslenzka brennisteins og koparfjelags. Undir lýsinguna skrifa Á. Gíslason og E. Sigfússon prestur í Vogsósum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um Herdísarvík: „Landamerki vafalaus. …
Beitilandið er víðlent, fjalllendi, hraun og heiði, mjög kjarngott, snjólétt, skjólgott, ágætt vetrarland fyrir sauðfé … Smalamenska erfið“.
Um Herdísarvík segir meðal annars í fasteignamatinu 1932:
„Beitiland jarðarinnar er talið nokkuð gott og í meðallagi víðlent. Einnig kemur fram að jörðin eigi rétt til uppreksturs í afrétt sveitarinnar. Jörðin verður fyrir ágangi afréttarfjár. Hvað varðar landamerki Herdísarvíkur þá greinir skýrsluhöfundur frá því að þar sem hann sé nýfluttur á jörðina þá hafi hann ekki ennþá fengið útskrift úr landamerkjaskrá sýslunnar. Hann veit hins vegar ekki til þess að neinn ágreiningur sé varðandi jörðina.

Herdísarvík

Gamla girðingin úr Seljabót í Lyngskjöld. Í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum.

Háskóli Íslands, eigandi Herdísarvíkur, fór fram á það árið 1979(?) að landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur yrðu ákvörðuð. Við vettvangsferð 6. júní 1979 kom í ljós að sjónhending úr Seljabótarnefi, sem er kennileiti í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum. Í greinargerð 25. júní 1979 lagði sýslumaður Gullbringusýslu til að mörk Krýsuvíkur yrðu ákveðin þannig: Bein lína úr Seljabótarnefi í Sýslustein, þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell.“

Selvogsgata

Litla-Kóngsfell.

Aðilar málsins, annars vegar sýslunefnd Árnessýslu vegna sýslufélagsins, hreppsnefnd Selvogshrepps vegna sveitarfélagsins og Háskóli Íslands, sem eigandi Herdísarvíkur, og hins vegar bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar vegna bæjarfélagsins, sýslunefnd Gullbringusýslu, fyrir hönd sýslufélagsins sem eiganda Krýsuvíkurlands að mörkum Árnessýslu, og loks landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sem eiganda ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandi, komu sér saman um eftirfarandi:
1. Mörk milli Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar eru bein lína úr hápunkti Litla Kóngsfells sunnan við Grindaskörð í Sýslustein undir Geitahlíðum og önnur bein lína úr Sýslusteini til sjávar um hraunstrýtu á Seljabótarnefi. …
Staðsetning (hnit) samkvæmt mælikerfi Landmælinga Íslands er þessi:
Litla Kóngsfell: X-682760,0 Y-390000.0
Sýslusteinn: X-692533,8 Y-378925,4.
Seljabóta<r>nef: X-692603,2 Y-376523,0.
2. Hreppamörk Selvogshrepps falla saman við sýslumörkin.
3. Mörk jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur falla einnig saman við mörk Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar. …
Landamerkjabréfið var undirritað af málsaðilum 25. og 29. janúar og 16. febrúar 1980 og staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

[Framangreind ákvörðun er arfavitlaus].
Í kröfulýsingu vegna Herdísarvíkur, dags. 1. júní 2004, er vegna landamerkjalýsinga vestustu jarða í Selvogi vísað til lýsingar Almenningsskóga Álftanesshrepps frá 21. júní 1849, sem þinglesin var 22. sama mánaðar. Lýsingin er svohljóðandi:
„Með því mjer er á hendur falið í brjefi til mín af 19 Juni næstliðið ár frá viðkomandi herra sýslumanni [T. Guðmundsen, yfirstrikað] að boði Stiftamtsins umsjón þess almennings, sem er að finna í Alptaneshrepp, þá orsakast jeg til að lysa þess almennings takmörkum fyrir alþyðu á manntalsfundinum í Görðum innan sama hrepps, sem jeg veit glöggast fráskilið annara eignum og er því að álíta sjerskilið almennings sameignar land gamlra lögbílisjarða í Alptaneshrepp, hvers takmörk eru þessi. Fyrst milli Garðakirkju fjall<l>lands, ur steinhusi suður í Markagil á Marraka eður undirhlíðum þaðan á Hæðstaholt, á Dauðadölum á annan veg ur Dauðadölum norður í Húsfell af Húsfelli upp á Þríhnjuka þaðan á suðurenda Blafella, á milli afrjetta Alptanes og se<l>tjarnarneshreppa. A milli Gullbríngu og Arnessyslna af Bláfjöllum vestur á Kistufell. A milli Alptaneshrepps og almennings og Krísivíkur landa af Kistufelli niður á syðra Horn á Fagradals brún þaðan í Marrakagil, so í þúfu á fjallinu eina þaðan í Helguflöt norðaná Buðarhólum. A milli jarðanna Heimalands og afrjettar af Buðarhólum eptir Buðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús. Þetta ofantalið afrjettar og almennings land, sem er að finna fráskilið annara eignum lísi jeg til rjettarins fullkomnari úrskurðar gamallra lögbylisjarðajarða afrjettar að öðru nafni almenníngsland í Alptaneshrepp með öllum þeim herlegheitum sem þar er að finna. Eptir hverri rjettarins skipan hjer ofantaldri eg skyldast að fyrirbjóða og aðvara hvern þann mann sem ekki hefur fullkomið tilkall til almenningsítaks alla brukun hverju nafni sem heitir, innan ofantaldra takmarka að vitni þíngvitnanna og allra þeirra er orð mín heyra.“

Þrætugrenið var fyrrum á landamerkjum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Um það liggur gamla girðingin upp úr Seljabót, sem nú er að mestu horfin.

Heimildir:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 6/2004; Ölfus – Herdísarvík.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-6_urskurdur.pdf

Lyngskjöldur

Lyngskjöldur – þrætugrenið.

Sýslusteinn

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Herdísarvík koma fram eftirfarandi upplýsingar um Herdísarvíkursel og nágrenni:

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

„Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landamerkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins…

Seljabót

Seljabót.

Ofan Gjögranna [neðan Herdísarvíkur] var nafnlaust sandflæmi allt út á Alboga, en ofan við sandinn tóku við Flatirnar, og eftir þeim lágu fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg. Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.“

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Í Jarðabókinni 1703 segir svo um Herdísarvík: „Selstöðu eigna menn jörðinni í Krýsuvíkurlandi, þar sem enn heitir Herdísarvíkursel. Ekki brúkast hún nú í nokkur ár, heldur önnur í heimalandi.“

Sjá meira um heimaselið HÉR.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.
-Sjá heimasel https://ferlir.is/herdisarvikursel-heimasel/
-Jarðabókin 1703 – Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – Háaberg.

Vatn

Farið var með heimildarmanni, Jóni Péturssyni frá Eyrarhrauni, að Kaldadý, sem vera átti upp af og til hliðar við hús nr. 53a við Suðurgötu.

Kaldadý

Kaldadý – steypt brunnlok.

Kaldadý er merkileg fyrir það að hafa verið fyrsta neysluvatnsveita Hafnfirðinga. Hún var „virkjuð“ um 1904 og þá af einkaaðilum undir heitinu Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar. Félagið lét grafa brunninn og lögðu frá honum pípur vestur eftir bænum. Hér mun hafa verið um að ræða ein fyrstu vatnsveitu á landinu, sem í ár verður aldargömul. Vatnsveita Hafnarfjarðar keypti síðan holuna er byrjað var að reyna að leiða vatn úr Kaldárbotnum og sækja vatnið í Lækjarbotna.

Kaldadý

Kaldadý árið 2022.

Til langs tíma mátti sjá leifar Kaldadýjar. Steypt var ferningslaga þró umhverfis hana og bárujárnsplata sett yfir. Loks var holan fyllt upp til að minnka líkur á að einhver færi sér að voða í holunni. Nú stendur bílskúrinn að Suðurgötu 53a yfir Kaldadý. Tekinn var GPS-punktur.
Fólk sótti vatn í brunnholur og jafnvel í Lækinn. Það þótti hins vegar ekki gott vatn – mórautt. Einn góður brunnur var skammt frá Selvogsgötu, sem kallaður var Góðhola. Nú er búið að steypa hús á henni.
Haldið var út að Eyrarhrauni á Mölum. Hafnarfjarðarbær er nýbúinn að kaupa húsið, sem var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900, og verður það rifið næstu daga. Umhverfis eru miklir grjótgarðar.

Eyrarhraunsbrunnur

Eyrarhraunsbrunnur. Jón Pétursson.

Framan við húsið er Eyrarhraunsvarðan. Á hana er markaður bókstafurinn E til minningar um Engeljón Sigurjónsson er byggði húsið upphaflega. Varðan, sem stendur á hraunhól, var hlaðin af Engeljóni, en hefur nú verið klædd steinsteypu.

Genginn var brunnstígurinn að brunninum í hraunhvilft norðan við bæinn. Hann var fallega hlaðinn – um þriggja metra djúpur. Fyllt var upp í hann með grjóti svo enginn færi sér þar að voða. Mosagróið er yfir grjótið. Auðvelt væri að fjarlægja það og opinbera brunninn. Tekinn var GPS-punktur og mynd af brunnstæðinu.

Allians

Allians-fiskreitur við Hrafnistu. Var eyðilagður er viðbygging var gerð.

Í kringum Eyrarhraun eru fallega hlaðnir garðar. Þar er og nafnlaus skúti, sem reyndist ungum uppalingum notadrjúgur fyrrum.
Nefndir voru nálægir fiskreitir, s.s. Allians reiturinn þar sem nú er nýbygging Hrafnistu (var mokað burt á einum degi fyrir skömmu). Á bakkanum voru hlaðnir garðar og eftir þeim gengu vagnar á teinum. Hefur líklega verið fögur sjón á þeim tíma.

Kaldadý

Kaldadý var aftan við þennan skúr við Suðurgötu.

Elliðavatn

Elliðavatnsbærinn hýsir eitt elsta steinhús á Íslandi. Elliðavatn var löngum ein þekktasta jörðin í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming. Á þeim tíma stóð enginn styr um þessar umhverfisbreytingar.
ElliðavatnsbærinnHvað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för með sér svo róttækar breytingar á umhverfi Elliðavatns? Ekki annað en það, að á árunum 1923-1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur jörðina Elliðavatn og 1924 var ráðizt í vatnsmiðlun með stíflu sem síðar var tvívegis hækkuð og flestir þekkja þessa stíflu núna. Við stíflugerðina hefur vatnsborð Elliðavatns hækkað hvorki meira né minna en um heilan metra og vatnið hefur stækkað um það bil um helming. Eyjan út af Þingnesi fór að stórum hluta í kaf, svo og hinar rómuðu Elliðavatnsengjar.
Starungur er að vísu ekki lengur eftirsóttur heyfengur og engjaheyskapur allur aflagður fyrir löngu, svo segja má að ekki hafi stór skaði verið skeður. En það er annað þessu tengt sem nútíminn telur verðmæti: Votlendi. Hér var sökkt stórum flæmum votlendis þar sem án efa hefur verið fjölskrúðugt fuglalíf.

Elliðavatn

Elliðavatn á 19. öld.

Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi var lengst af meðal þekktustu bújarða í nágrenni Reykjavíkur. Vatn eins og bærinn var gjarnan nefndur var þó ekki höfuðból; til þess að svo væri þurftu jarðir að vera 60 hundruð, en Vatn var aðeins 12. Hlunnindin voru engjarnar fyrrnefndu sem nú sjást ekki lengur, kvistbeit í hraununum og veiði í vatninu og ánum Dimmu og Bugðu.
Elliðavatn var í landnámi Ingólfs og því ekki landnámsjörð. Ef til vill hefur Ingólfur ráðstafað þessari blómlegu og kjarri vöxnu engjajörð til frændfólks eða vina, en um það er ekkert vitað. Engar heimildir eru til um upphaf bæjarins á Elliðavatni, en í máldaga frá 1234 segir að Viðeyjarklaustur eigi hálft land jarðarinnar. Getið er um Elliðavatn í Kjalnesinga sögu, sem skrifuð var á 14. öld, en telst full ævintýraleg til þess að vera treystandi sem heimild. Þar segir að á þeim bæ „er heitir að Vatni, er síðan er kallat Elliðavatn“ hafi búið kona sem Þorgerður hét. Hún átti son þann er Kolfinnur hét og var kolbítur, eða með öðrum orðum: Hann lá í öskustó og hafðist lítt að. Þetta fyrirbæri er vel þekkt úr ævintýrum. Ef til vill þjáðist hann af þunglyndi, en síðan hefur bráð af honum; hann reis úr öskustónni og tók að líta í kringum sig eftir konuefni. Með tilliti til þess að kolbítar voru ekki í miklu áliti, verður að teljast að Kolfinnur hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur með því að leita eftir ástum Ólafar vænu, dóttur Kolla bónda í Kollafirði. Urðu vígaferli vegna bónorðsins og kolbíturinn sýndi að það voru töggur í honum, því hann nam Ólöfu á brott og hafði hana með sér heim að Elliðavatni.
Elliðavatn á 18. öldEkki hélst honum þó lengi á konunni. Ástmaður hennar, sá mikli kappi Búi Ástríðsson sem Kjalnesinga saga greinir frá, gerði sér lítið fyrir og felldi Kolfinn. Við konunni leit hann ekki meir, „síðan Kolfiðr hefir spillt henni“.
Klausturjarðir urðu konungseign eftir siðaskiptin og þeirra á meðal var Elliðavatn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem gerð var skömmu eftir 1700 segir að eigandinn sé „kóngl. Majestat.“ Jarðardýrleiki er sagður óviss og á jörðinni er þá þríbýli. Ábúendur eru Einar Eyvindsson á hálfri jörðinni, Tómas Vigfússon á fjórðungi og sá þriðji er Snorri Snorrason, og býr hann á þeim fjórðungi jarðarinnar, sem áður var hjáleigan Vatnskot. Allir eru þeir leiguliðar hjá kónginum og er landskuld goldin með „iii vættum fiska eður í fríðu og átta tunnum kola“ (viðarkol).
Margvíslegar kvaðir eru og á jörðinni, enda þótti ekki gott að búa í næsta nágrenni við Bessastaðavaldið. Sem dæmi um þessar kvaðir má nefna að eitt mannlán er um vertíð, hestlán til alþingis eða austur á Eyrarbakka; einn hestur frá hverjum ábúanda. Enn gætir yfirráðanna frá Viðey, „tveir dagslættir“ renna þangað. Hægt er að kalla menn til formennsku á bátum ef þeir eru til þess hæfir og fá þeir formannskaup „ef þeim heppnast afli.“ Tvo til þrjá hríshesta verður jörðin að láta af hendi og tvö til þrjú lömb skulu tekin í fóður og láta verður tvo heyhesta „til fálkafjár í Hólmskaupstað“.
Gamla hlaðan, buggð 1862Tólf kýr má fóðra á allri jörðinni segir Jarðabókin, en rifhrís til eldiviðar og kolagjörðar „fer mjög í þurð“. Þrönglendi er í högum, engjar spillast af vatnsgángi, en torfrista og stúnga „lök og lítt nýtandi“.
Segir nú fátt af búskap á Vatni þar til brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingum sínum í Reykjavík eftir 1750. Meðal verkefna þar var ullarvinnsla og þurfti þá að koma upp fjárræktarbúi, bæði til þess að tryggja vinnslunni næga ull, en einnig var ætlunin að bæta hana með blöndun á útlendu sauðfé.
Elliðavatn varð fyrir valinu og má ætla að ástæðan hafi einkum verið sú að þar hefur verið talin bezta fjárjörðin í nágrenni Reykjavíkur vegna beitarinnar í skóglendinu þar sem Heiðmörk er nú. Vegna kynbótanna voru fluttir inn hrútar af enskum sauðfjárstofni, en sænskur barón, Hastfer að nafni, átti að stýra kynbótunum fyrsta kastið. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi kynbótatilraun var flutt að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni árið 1757. En þar var reist „mikil stofa“ þó ekki sjái hennar stað, en einnig að sjálfsögðu vandaðasta fjárhús landsins, „meira en flestar kirkjur hér á landi og afþiljað“.
En ekki dugði þetta afburða fjárhús til þess að bægja óláninu frá, sem fólst í að upp kom veiki í fénu: Fjárkláði sem breiddist ört út og olli gífurlegum búsifjum. Á einum áratugi frá 1760-1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360 þúsundum í 140. Ugglaust er það eitthvert mesta efnahagsáfall sem Íslendingar hafa orðið fyrir, svo háðir sem þeir voru sauðfjárbúskap.
Frá 1862Fjárræktarævintýrinu á Elliðavatni lauk með þessu; búið var lagt formlega niður 1764. Ber nú lítt til tíðinda fram til 1815 að fjöldi konungsjarða var seldur og Elliðavatn þar á meðal.
Sextán árum síðar, 1836, var Paul Gaimard í öðrum Íslandsleiðangri sínum. Hann var maður ferðavanur. Í leiðangurinn til Íslands hafði hann með sér lið valinkunnra manna og þar á meðal var teiknarinn Auguste Mayer. Hann gerði fjölda teikninga og skyssa á Íslandi sem eru ómetanleg heimild, ekki sízt um húsakynni landsmanna, og þar á meðal er teikning af Elliðavatnsbænum.
Mayer var frábær teiknari, en ætla má að oft hafi hann fullunnið baksviðið, fjöll og annað úr umhverfi bæja, eftir að heim var komið. Ætla má þó að myndin sé trúverðug heimild um bæinn og hún er einnig allnokkur vísbending um að Elliðavatn hafi þá þótt markverður bær. Kirkja var þó aldrei á Vatni; bærinn átti kirkjusókn að Laugarnesi ásamt Breiðholtsbænum, Vatnsenda, Bústöðum, Kleppi, Rauðará, Hólmi, Hvammskoti, Digranesi og Kópavogi.
Á teikningu Mayers af Elliðavatnsbænum er aðeins að sjá eina stæðilega byggingu. Hún er með hefðbundnu lagi torfbæja eins og það varð á síðustu öld og snýr stafninum fram. Prýði þessa húss er vindskeið og hefur verið lagður metnaður í að hafa hana viðhafnarlega. Slíkar vindskeiðar voru ekki á bæjum almennt. Skýringuna má ef til vill finna í því, að ábúendur á Elliðavatni voru þá Jón Jónsson silfursmiður og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kynni að vera að listrænn metnaður silfursmiðsins kæmi þarna í ljós. Að öðru leyti sýnir myndin venjulega og fremur bágborna torfkofa, en hjallur úr timbri stendur sér. Tröðin heim að bænum liggur meðfram hlöðnum grjótvegg sem sveigist til suðurs, enda var algengasta leiðin úr Reykjavík að Elliðavatnsbænum sunnan við vatnið. Hægt var að fara aðra leið norðan vatnsins, en þá þurfti að komast yfir Elliðaárnar, Bugðu og álinn úr Helluvatni.
Bærinn á teikningu Mayers hefur trúlega verið á Elliðavatni 1841 þegar náttúrufræðingurinn og skáldið Jónas Hallgrímsson kom þar til að sjá og teikna upp minjar um þingstaðinn Þingnes sunnan við vatnið. Þaðan hélt Jónas för sinni áfram til Þingvalla og Skjaldbreiðar og lenti í frægri villu og útilegu, sem fór þó vel og gaf af sér eitt vinsælasta kvæði Jónasar.
Þingstaðurinn var þó ekki á sjálfu nesinu sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan við nesið. Þar hafa fornleifarannsóknir farið fram; stórt rannsóknarsvæði var grafið upp og komu í ljós leifar af stórum, hringlaga garði. Innan hans sást móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garður og rústir voru taldar vera frá 11.-12. öld og undir þeim reyndust vera minjar frá 10. öld. Frá vegamótum austan við Elliðavatnsbæinn liggur vegur sem nefndur er Þingnesslóð út með vatninu og er ökufært alla leið að Þingnesi. Sunnan vegarins er Myllulækur og samnefnd tjörn, sem samkvæmt uppdrættinum frá 1916 virðist ekki hafa verið til þá, enda hefur hún orðið til við framkvæmdir Vatnsveitunnar. Ætla má að kornmylla hafi einhverju sinni verið við Myllulæk.
Frá 1862Árið 1860 eignast Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti jörðina og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni árið eftir. Þann 30. október 1864 fæddist sonur Benedikts og Katrínar konu hans, þjóðskáldið Einar Benediksson.
Benedikt hóf mikil umsvif á Elliðavatni; búskapur var þar fyrst í stað mikill, vinnufólk 11, en auk þess bætt við um sláttinn. Hann ákvað að ráðast í geysimiklar áveituframkvæmdir, réð tugi manna til að gera um eins km langan stíflugarð yfir Dimmu og Bugðu (nokkurn veginn þar sem stífla Rafmagnsveitunnar er nú). Með þessari áveitu á Elliðavatnsengin sem átti að ná yfir 200 ha lands, átti að vera unnt að margfalda heyfenginn. Svo fór þó að draumar Benedikts um að gera Elliðavatn að mestu bújörð á Íslandi vildu lítt rætast. Búskapur gekk saman og Benedikt hvarf úr embætti yfirdómara og fluttist norður að Héðinsflóa sem sýslumaður Þingeyinga.
Benedikt var mikill áhugamaður um byggingu steinhúsa, enda af sumum talinn sjúklega eldhræddur. Hann réðst í það að láta reisa steinhús á Elliðavatni úr hlöðnu grjóti. Hefur það nú um skeið verið notað sem hlaða. Þegar Benedikt var kominn í andstöðu við yfirvöldin hugðist hann stofna án tilskilins leyfis prentsmiðju á Elliðavatni, en næsta lítið varð úr því fyrirtæki. Var rekstur stöðvaður þegar í byrjun. Aðeins tveir ritlingar voru prentaðir þar og var Jón Ólafsson höfundur beggja.
Elliðavatn - mynd Ísl.vefurinnÁ árunum 1923, 1927 og 1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur Elliðavatn. Var jörðin keypt í sambandi við raforkuvinnslu, sem hófst við Elliðaárnar árið 1921. Búskapur var stundaður með hefðbundnum hætti þar til 1941, en þá tók þar til starfa vistheimili fyrir geðsjúklinga, og starfaði það um alllangt skeið. Að því kom að vistheimilið var lagt niður og búskap með öllu hætt. Árið 1963 var samið um það við Skógræktarfélag Reykjavíkur, að það skyldi fá jörðina til varðveislu, frá 1964 var bærinn aðsetur starfsmanns félagsins sem hafði eftirlit með Heiðmörk. Árið 2004 flutti Skógræktarfélag alla starfsemi sína í Heiðmörk og er bærinn nú notaður undir skrifstofur félagsins. Nú hefur verið opnað fræðslusetur í eldri hluta Elliðavatnsbæjarins.

Heimildir m.a.:
-http://www.heidmork.is
-Skin og skúrir á Elliðavatni – Grein eftir Gísla Sigurðsson sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 2000.Elliðavatnsbærinn í dag - hlaðan og fjósið vinstra megin

Selatangar

Gestur Guðfinnsson skrifaði eftirfarandi um „Ögmundarhraun og Selatanga“ í Morgunblaðið árið 1970:
selatangar-230„Einhvers staðar segir í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þama var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum framundir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil.
Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.
En áður en lengra er farið út í lýsingu á verbúðalífi og sjósókn í Selatöngum, skulum við virða lítillega fyrir okkur umhverfið, landssvæðið á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og gera okkur grein fyrir því í stór um dráttum. Það er að vísu ekki sérlega margbrotið, þótt bæjarleiðin sé nokkuð löng. Þetta svæði er landareign tveggja jarða, Krýsuvíkur og Ísólfsskála, og hefur Krýsuvík verið miklu stærri jörð en Ísólfsskáli, landareign hennar nær langt austur fyrir Eldborg eða að svokölluðum Sýslusteini, en þar er allt í senn: landamerki, hreppamörk og sýslumörk. Sömuleiðis langt til norðurs, hverasvæðið sunnan undir Sveifluhálsi, sem allir þekkja, tilheyrði t.d. Krýsuvík. Landareign Ísólfsskála nær hins vegar frá Nípum á Festarfjalli og austur að Selatöngum, en þar eru landamerki þessara tveggja jarða. Var þá miðað við hraunstand uppi í kampinum á Selatöngum, sem hét því undarlega nafni Dágon, en má nú heita alveg úr sögunni.
seltangar-231Verulegur hluti af þessu landi, svæðinu milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, er samfelld hraunbreiða. Aðallega er um tvö hraun að ræða, misjafnlega gömul og ekki runnin frá sömu eldstöðvum. Annars vegar hraunið austur frá fsólfsskála, sem ekkert heildarheiti virðist hafa, a.m.k. á kortum. Það nær á móts við Selatanga og er augsýnilega eldra en hraunið þar fyrir austan. Hins vegar hraunið í Krýsuvíkurlandi, yngra hraunið, en það heitir einu nafni Ögmundarhraun og er talið hafa runnið á 13. eða 14. öld. Dálítið ofan við veginn, sem liggur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, þar sem heita Almenningar, getur að líta nokkra ósköp sakleysislega gjallhóla, eins konar rauðukúlur, sem fara ljómandi vel í landslaginu og gleðja gestsaugað. Þessar meinleysislegu kúlur eða hólar eru eldvörpin, sem ögmundarhraun hefur komið úr á smum tíma. Traðirnar, sem hraunið hefur myndað um leið og það rann, eru skýrar og greinilegar, og mokstursjötnarnir hafa látið bæði traðirnar og hólana í friði hingað til, svo er fyrir að þakka. Ég held, að við ættum að biðja guð og Náttúruverndarráð að sjá til þess, að þeim yrði einnig þyrmt í framtíðinni, jarðfræðin og sagan mæla eindregið með því, hvor á sinn hátt, þó að við sleppum öllum fagurfræðilegum vangaveltum. Þetta hefur verið mikið gos, gígarnir sem eru um 100 að tölu, eru á sprungusvæði milli Núphlíðarháls og Sveifluháls.

selatangar-232

Þaðan hefur ógurlegt hraunflóð runnið niður á jafnsléttuna, breiðzt síðan út til beggja handa og lagt undir sig svo að segja hvern blett og skika lands allt í sjó fram. Þetta er yfirleitt apalhraun, úfið og tröllslegt, einkum víða meðfram ströndinni, og hroðalega ógreiðfært yfirferðar. Það eru litlar sem engar heimildir til um hvernig umhorfs var á þessu svæði áður en Ögmundarhraun rann. Þó er vitað með vissu, að þarna var a.m.k. einn bær, Krýsuvík, sem stóð niður við sjóinn, líklega upp undan samnefndri vík, sem hraunið hefur að nokkru leyti afmáð og fyllt og er nú kölluð Hælsvík. í Krýsuvík var kirkja. Gosið hefur efalaust skotið fólkmu í Krýsuvík illilega skelk í bringu og ekki að ástæðulausu. Ekki hefur verið nema um 5 km vegalengd frá eldstöðvunum heim að bænum í Krýsuvík og landinu hallar þangað, þótt lítið sé að vísu eftir að kemur niður á selatangar-233láglendið. Enda fór líka svo, að Krýsuvík lenti í hraunflóðinu, færði hraunið sum húsin í kaf, en staðnæmdist annars staðar við húsveggina. Sér ennþá greinilega fyrir húsarústunum austast í hrauninu, þar sem nú heitir Húshólmi og Óbrennishólmi, m.a. sést þar fyrir aflöngu tóttarbroti, sem talið er að gæti verið rúst kirkjunnar.
Til er örstutt saga af þessum atburðum, upphafi gossins og hvernig smalamaður á að hafa bjargað sér og fénu undan hraunflóðinu. Sagan er skráð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og læt ég hana fylgja hér með, þó að hún hafi sjálfsagt farið margra á milli og kannski brenglazt eitthvað á langri leið í meðförunum, en hún er á þessa leið: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna.

selatangar-238

Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstað inn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfír þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu.

Selatangar-239

Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.“ Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, sem þá var til margra hluta nytsamlegur. Við það losnaði kapallinn og hófurinn greri aftur við. Nokkuð gömul mun líka eftirfarandi vísa, sem líklega er ort af einhverjum ferðalang, er átt hefur leið um hraunið og þótt það illt yfirferðar: Eru í hrauni Ögmundar ótal margir þröskuldar fáka meiða fæturnar og fyrir oss brjóta skeifurnar.

selatangar-241

Til er saga um hvernig vegur var ruddur yfir Ögmundarhraun. Sú saga minnir nokkuð á söguna í Eyrbyggju um Berserkjagötu, nema hvað berserkurinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvern ig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar.
selatangar-241En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu. Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jóraar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.
Mikið er af gömlum búðartóttum í Selatöngum. Það eru vistar verur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranialagar og þrömgiar vistarverur, veggir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa.

Katlahraun-239

Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt því: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv. Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.
Katlahraun-231En það er fleira skoðunarvert þarna en hin gömlu mannvirki útróðrarmannanna og trjárekinn í fjörunni. Hraunið vestan við tangana er t.d. gríðarlega tröllslegt og stórbrotið meðdjúpum grasi grónum kvosum og skvompum og hraunhryggjum á milli. Það heitir Katlahraun. Þar er býsna gaman að eyða tímanum stund úr degi. Enn er reyndar margt ósagt um Selatanga, sem vert hefði verið að drepa á, t d. reimleikana og verbúðadrauginn Tanga-Tómas, en rúmið leyfir ekki lengra mál. Þegar landkrabbar eins og sá sem þetta ritar koma í forna verstöð eins og Selatanga horfa þeir náttúrlega blindum augum á marga hluti og skilja hvorki upp né niður í þeirri tilveru, sem þar var einu sinni, en nú er liðin undir lok. Það skjóta ýmsar spurningar upp kollinum, sem vafizt geta fyrir þeim, sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða ýtt báti úr vör, hvað þá tekið brimlendingu á stað eins og Selatöngum.“

Heimild:
Morgunblaðið 16 maí 1970, bls. 8-9.

Selatangar

Selatangar varða við rekagötuna vestari að Ísólfsskála.

Fossvogskirkjugarður

Á mbl.is þann 12. september 2007 kom m.a. fram að Játvarður hertogi af Kent hafi afhjúpað minnisvarða í Fossvogskirkjugarði um fallna flugmenn bandamanna sem höfðu bækistöð á Íslandi á stríðsárunum.
Minnismerkið um fallna bandamennViðstödd voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Alph Mehmet, sendiherra Bretlands ásamt fyrrum flugmönnum hins konunglega flughers Breta. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og forseti Flugmálafélags, minntist á það hlutverk sem flugsveitir bandamanna gegndu hér á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni en þessi minnisvarði er gjöf Flugmálafélagsins. Hertoginn af Kent hélt einnig ræðu áður en hann afhjúpaði minnisvarðann þar sem hann heiðraði minningu hinna föllnu flugmanna. Forseti Íslands minntist sömuleiðis þeirra sem féllu og sagðist vonast til að komandi kynslóðir þyrftu ekki að færa jafn miklar fórnir til að fá að lifa við frið og lýðræði.
Séra Jón A. Baldvinsson vígslubiskup á Hólum blessaði minnisvarðann og minningu þeirra flugmanna sem minnisvarðinn er tileinkaður.
Játvarður hertogi af Kent er sonur Georgs prins sem var fjórði sonur konungsins Georgs V. og er hann 23. erfðaröðinni til bresku krúnunnar, en þrátt fyrir erfðafjarlægðina er ættarmótið hið sama. Játvarður tók við hertogatitlinum ungur að aldri, einungis sex ára er faðir hans lést í flugslysi 1942. Játvarður hlaut síðar menntun sína við Sandhurst herskólann.
Minnismerki um þýska hermennÍ tilefni þessarar athafnar er rétt að minnast þess að fleiri legstaði og minnismerki um fallna erlenda hermenn má finna í nágrenninu – og auk þeirra minnismerki um innlenda er fallið hafa, bæði vegna styrjalda og í baráttunni um lifibrauðið (sem verður að teljast öllu merkilegra og verðugra umfjöllunarefni). Þegar upp er staðið geta styrjaldir aldrei orðið verðugar, en þó má, líkt og í framangreindu tilefni, gera sér dagamun tilefnisins vegna, til að heiðra þá einstaklinga er urðu í raunininni fórnarlömb ráðamanna þess tíma.
Í Fossvogskirkjugarði má t.d. finna eftirfarandi legstaði eða minnismerki; Minningaröldur og minnisvarði óþekkta sjómannsins og minningarreit um áhöfn og farþega af Glitfaxa, en auk þess grafreiti erlendra manna, sem farist/látist hafa á eða við Ísland, þ.e. breskir, franskir, norskir, pólskir, áhöfn (m.s. Wigri) og þýskir. Auk þess minnismerki um áhöfn m.s. Clam, sem fórst utan við Reykjanesvita, flestir kínverjar.

Af slysstað í Kastinu þar sem Andrew, yfirmaður gerafla bandamanna í Evrópu fórst ásamt félögum sínum

Fossvogskirkjugarður var vígður 12. desember 1948. Fyrsti maðurinn sem grafinn var í Fossvogskirkjugarði var Gunnar Hinriksson vefari. Hann var jarðsettur 2. september 1932 og er hann því „vökumaður“ garðsins. Kirkjugarðurinn í Fossvogi er um 28,2 hektarar að stærð, og er þá talið með svæðið vestast í garðinum, sem tekið var í notkun 1987. Á miðju ári 1982 var búið að nýta allt land innan marka garðsins, og var þá öll nýgreftrun færð yfir í Gufuneskirkjugarð. Áætlað er að um 40 þús. legstaðir séu í Fossvogskirkjugarði.
Minningaöldur sjómannadagsins er heiti á minnisvarða sem Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði lét reisa árið 1996 vestan Fossvogskirkju, við hlið minnisvarðans um óþekkta sjómanninn. Minnisvarðinn er gerður úr tilsöguðum grásteini og myndar fjórar öldur. Á sléttum flötum Minningaaldanna hefur verið komið fyrir nöfnum sjómanna og sæfarenda sem drukknað hafa og ekki fundist né komist í vígða mold. Á sjómannadaginn, 6. júní 1996, voru Minningaöldurnar vígðar við hátíðlega athöfn. Fyrir vígsluna höfðu verið letruð á minnisvarðann nöfn 12 skipverja sem fórust með vitaskipinu Hermóði 18. febrúar 1959 og tveggja sjómanna er fórust með m.b. Pólstjörnunni ST-33, 17. desember 1977. Á stalli Minningaalda Sjómannadagsins er áletrun úr Gamla testamentinu, Jesaja spámanni, 43. kafla, 1. versi: „Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig: Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig með nafni, þú ert minn.“

Glitfaxi

Reykjavík – Glitfaxi: minnismerki.

Minnismerki eftir Einar Jónsson var reist árið 1955 um þá, sem fórust með flugvél Flugfélags Íslands, Glitfaxa, á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 31. janúar 1951.
Tilefni athafnarinnar fyrrnefndu í Fossvogskirkjugarði var við hæfi sem og tilkoma minnisvarðans, en staðsetningin hefði verið meira viðeigandi á einhverjum sögulegum slysavettvangi atburðanna sem áþreifanlegs vitnisburðar um þá fjölmörgu er fórnuðu lífi sínu vegna ákvarðanna annarra. Minjarnar, víðast hvar, eru ekki síst merkilegar vegna þess. En þangað hefðu hinir hátignu gestir varla getað ómakað sig með góðu móti – fótgangandi.
Á vefsíðunni eru tíunduð allflest flugslys er urðu á Reykjanesskaganum á stríðsárunum.

 Heimild m.a.:
-mbl.is. 12. sept. 2007.
-kirkjugardur.is

Af slysavettvangi í Fagradalsfjalli

Stafnesheiði

Fulltrúi FERLIRs mætti nýlega (sept. 2009) í enn einn tímann í fornleifafræði í Háskóla Íslands.
Umskipti hafa orðið á kennurum í faginu. Kennarinn nú, annar af tveimur (reyndur Vörðubrotfornleifafræðingur), lagði sérstaka áherslu á að „menn ættu að tjá sig um það sem þeir hefðu vit á, en þegja um það sem þeir hefðu minna vit á“. Orðunum var beint til hinna 11 nemenda, sem voru þarna á þessari stundu saman komnir á aldrinum 20-55 ára. Mörg spurningarmerki kviknuðu, en elsti (og reyndasti) nemandinn (að sjálfsögðu frá FERLIR), lét sér hvergi bregða því augljóst var að fullyrðingin átti ekki við hann. 
Veturinn framundan á háskólavígstöðvunum lofaði greinilega góðu fyrir FERLIRshugann.
Hverfum aftur til fortíðar. Eftir nýlega ferð FERLIRs með Jóni Ben Guðjónssyni að svonefndum Grjótgarði (Skjólgarður – Pétursvarða), þar sem m.a. var gengið fram á óútskýrt vörðubrot á klapparhæð ofarlega í Stafnesheiði, vaknaði áhugi hans á að kanna heiðina nánar m.t.t. frekari ummerkja fyrri tíðar.
HleðslurJón sagðist oft hafa farið um heiðina sem barn og unglingur í leit að fé því þarna hefðu á sumrum á fyrri hluta 20. aldar gengið hátt á fjórða þúsund fjár. Þótt svæðið virtist nú vera eyðilegt á að líta var þar fyrir gróðurþekja. Börðin hefðu t.a.m. náð honum í axlir, en þau hefðu smám saman fokið út í buskann, einkum að vetrarlagi. Þeir komu tímar að varla var útgengt á Stafnesi vegna moldar- og sandoks af heiðinni. Hún hefði án vafa verið gróðurmikil á landnámsöld og löngum eftir það, enda undirbergið augsýnilega fornt [um er að ræða elsta berg Reykjanesskagans], en með miklum og stöðugum ágangi manna og búfénaðar hefði roföflunum verið gert auðvelt um vik – líkt og nú má sjá afleiðingarnar af.

Systur

Jón sagðist hafa fyrir nokkrum góðvirðisdögum hafa að ákveðnu tilfefni gengið upp að fyrrnefndu vörðubroti í heiðinni, staðnæmst og hugleitt bæði aðstæður fyrrum og ferðamöguleika fólks á þeim tímum. Þá hafi vaknað hjá honum sú vitund, sem hann hafði reyndar áður grunað, að fyrrum hafi eðlilega legið (nú óþekktar) leiðir millum hverfiskjarnanna í Keflavík, Njarðvíkum og Höfnum (Grindavík) og hins forna verslunarstaðar á Básendum. Þegar hann hafi skoðað aðstæður nánar, metið möguleika og gengið að vörðu við hugsanlega upphafsleið [nú norðvestan bílastæðis á Ósabotnavegi] komu í ljós Systurvísbendingar um a.m.k. þrjár fornar leiðir.
Á þeim öllum eru vörðubrot (a.m.k. 20 talsins) er gætu gefið leiðina til kynna (þrátt fyrir gróðureyðinguna). Jón hafði skilmerkilega sett vörðubrotin á blað, en ætlunin er að ganga leiðirnar hverja um sig fljótlega og reyna að staðfesta þær sem slíkar (sjá FERLIR-birtist síðar).
Við nánari skoðun kom í ljós að athuganir Jóns virtust bæði skynsamar og eiga við rök að styðjast.
Þegar skoðuð var ein örnefnalýsing af þremur [Ara Gíslasonar eftir Metúsalem Jónssyni] af Stafnesi mátti lesa eftirfarandi: „Þá er að bregða sér upp í heiðina. Á Flötunum fyrrnefndu er svo nefnd Urðarvarða, og ofan túns er Heiðarvarða.
Stafnessel IIBeint upp af túni eins og 1 km
 er varða á leið til Hafna. Hún heitir Pétursvarða og stendur þar á klettasyllu. Þar til austurs er garðbrot fyrir fé, nefnt Skjólgarður. En niðri við Flatirnar er vik, sem fellur upp í og er nefnt Fagradalsvik. Þar upp frá er Fagridalur, sem nú hefur verið girtur af. Hér nokkuð austar upp frá sjó, suður frá Draughól, eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Heitir þetta Gálgaklettar. Þar norður af er há klöpp, sem heitir Kiðaberg. Við Skjólgarðinn fyrrnefnda er komið upp fyrir hraunbeltið. Er þá fátt um nöfn. Heitir það Neðri-Mosar og Efri-Mosar, aðskilið af grjótbelti. Kiðaberg er há klöpp, sem fyrr var nefnd. Skammt suður og upp af Gálgum er fyrst hóll. Í honum er gren, sem heitir Kollóttagren. Allmikið sunnar er Þórshöfn, sem fyrr getur, og er þar mjór og langur bás inn í hraunið. Þangað fóru kaupskip hér fyrr. Sunnar var grasi vaxinn tangi, nefndur Þórshafnarbali. Nú er hann horfinn. Þar austar er Hvalvík, og upp af henni er hnúkur eða klettur nefndur Æsuberg (nefnt svo 1703).

Vörðubrot

Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel. Hraunið upp af Gálgunum er nefnt Gálgahraun. Utan við Djúpavog meðfram voginum er svonefnt Illaklif. Torfmýrar hafa verið til hér í hlíðinni, en það, sem hæst ber hér upp af, heitir Háaleiti og er nú komið undir flugvöllinn.“

 

Stafnes

Stafnes – heiðarvegirnir.

Athugun Jóns leiddu m.a. til staðfestingar á örnefnunum Systur. Þær eru þó ekki „suðaustur“ af Þórsmörk heldur norðaustan við hana. Jón sagði að honum hefði verið gert grein fyrir að fyrrnefndar „Systur“ væru þarna vestan við ætlaðar seltættur. Við þær væru hleðslur á tveimur stöðum og fyrrum skjólsæll hvammur á millum. Enn austar, innan varnargirðingar, væru líklega minjar um enn eitt Stafnesselið.
Ábendingar Jóns eru sérstaklega áhugaverðar, bæði vegna ummerkjanna (s.s. vörðubrotanna) og vegna þess að framangreindar minjar virðast bara alls ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningarskýrslur af svæðinu. Til gamans má geta þess að t.d. vörðurnar „Systur“ hafa ekki áður ratað inn á Netið öðru fólki til upplýsinga og fróðleiks.
Ælunin er að ganga Stafnesheiðina með Jóni Ben spjaldanna á millum fljótlega.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stafnes – Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni.

Stafnes

Jón Ben. á Stafnesi við Loddubrunninn.