Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, tók saman upplýsingar um minnismerki í Mosfellsbæ:
Gosminning
Mosfellsbær – minnismerki um gosið í Vestmannaeyjum 1973.
Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.
Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ.
UMF Afturelding
Ungmennafélagið Afturelding
Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.
Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.
Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.
Mosfellsbær, Minnisvarði um stofnun Aftureldingar.
Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju.
Í „Mosfellingi“ 2009 segir: „Mosfellsbær lét reisa minnisvarða á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerki afhjúpað að Lágafelli„.
„Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára laugardaginn 11. apríl.
í tilefni aldarafmælisinslét Mosfellsbær útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum sérstökum stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á afmælisdaginn.
Blómlegt og öflugt íþróttastarf
„Saga Aftureldingar og Mosfellsbæjar er nánast samtvinnuð, svo ríkan sess hefur félagið skipað í sögu og menningu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur löngum státað af blómlegu og öflugu íþróttastarfi og er það einna helst að þakka því kjarnmikla fólki sem starfað hefur á vegum Aftureldingar í heila öld.
Mosfellsbær – minnisvarði um stofnun Aftureldingar.
Það er margsannað að íþróttir hafa verulegt forvarnargildi á mörgum sviðum og því eru Mosfellingar þakklátir því óeigingjarna starfi sem Afturelding hefur unnið í þágu mosfellskra barna og ungmenna í hundrað ár,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Þjónustubygging rís að Varmá f tilefni afmælisins lýsti Mosfellsbær því yfir að ákveðið hefur verið að byggja 1100 fermetra þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og hefur Mosfellsbær í samráði við fulltrúa Aftureldingar gert ráð fyrir veglegri skrifstofu og félagsaðstöðu fyrir félagið í þeirri byggingu. Hafist verður handa við byggingu hússins um leið og tekist hefur að fjármagna verkefnið með viðunandi hætti.“
Ungmennafélag Íslands
Mosfellsbær, minnisvarði UMFÍ.
UMFÍ
Mosfellingar
Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.
Minnisvarðin er í garði norðan Hlégarðs.
Ungmennafélag Íslands
Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.
Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson.
Mosfellsbær – minnisvarði um Árna Yngva Einarsson.
Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.
Magnús Grímsson (1825-1860)
Nihil tetigit quod non ornavit; áletrun á minnisvarða Magnúsar Grímssonar.
Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna.
„Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.
Mosfellsbær – minnismerki um Magnús Grímsson.
Samstarf þeirra Jóns um söfnun þjóðlegra fræða hófst í kjölfar þess. Magnús hafði alist upp í fátækt í Borgarfirði, elstur í hópi sextán systkina. Hann þótti líklegt „mannsefni til bóknáms“, fór í Bessastaðaskóla 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 23 ára. Þá um haustið kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem fluttist til Ameríku og dó þar barnlaus. Sama haust og Magnús gifti sig innritaðist hann í Prestaskólann og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. Næstu fimm árin átti hann heima í Reykjavík og fékkst við veitingasölu, blaðstjórn Nýrra tíðinda, og ritstörf áður en hann vígðist heldur tregur að Mosfelli í Mosfellssveit þar sem hann þjónaði til dauðadags, fimm árum síðar. Banamein hans var taugaveiki. Benedikt Gröndal lýsir Magnúsi svo í Dægradvöl að hann hafi verið lágur vexti, fínlegur og fríður sýnum, en annar fóturinn verið styttri en hinn svo hann gekk haltur.
Mosfellsbær minnismerki Magnúsar Grímssonar.
Eftir Magnús liggja fjölmörg prentuð rit um ólík efni: leikritin Kvöldvaka í sveit (1848) og Bónorðsförin (1852) sem var fyrsta sýning Hugleiks, áhugaleikfélags í Reykjavík árið 1984; tvær skáldsögur frá 1851, Þórður og Ólöf og Böðvar og Ásta; þýðingar á leikritum, trúfræðiritum, ævintýrinu um Mjallhvíti úr safni Grimmsbræðra (1852) og miklu riti um eðlisfræði eftir J.G. Fischer (1852); frumsamdar ferðabækur og rannsóknarskýrslur; vinsæl söngkvæði sem komu út í smákveri 1855 og voru mikið sungin í Reykjavík næstu áratugi á eftir; rannsóknarritgerð um Egils sögu (1861) og margt fleira, prentað og óprentað. Á námsárum sínum vann Magnús við leiðsögn á sumrin og fór í sjálfstæða rannsóknarleiðangra með styrk frá Danakonungi. Hann ferðaðist allt í kringum landið og yfir hálendið á árunum 1846−1848, kynntist landinu betur en flestir samtímamenn hans og ritaði víða af skarpskyggni um jarðfræði þess.
Mosfellsbær – áletrun á minnismerki Magnúsar Grímssonar.
Þá fann hann upp ýmsar vélar, s.s. sláttuvél, vatnsvél og róðrarvél, og var sannfærður um að þeir tímar kæmu að eldur og gufa yrðu óþörf til að knýja skip um heimshöfin, heldur myndi mega „til þess hafa hvort heldur vill vatn eða loft.“ (Þjóðólfur XI, 1859) Hann skorti þó alla tíð fé til að koma uppfinningum sínum í framleiðslu. Þorvaldur Thoroddsen taldi Magnús hafa verið framar flestum íslenskum jafnöldrum sínum í náttúrufræði en nú undir lok nýjasta heimsfaraldursins minnumst við hans einkum fyrir það frumkvæði sem hann átti að söfnun þjóðlegra fræða með Jóni Árnasyni, og metum þau miklu áhrif sem hann hafði á mótun þjóðsagnastílsins með þeim sögum sem hann lagði til Íslenzkra æfintýra (1852) og tveggja binda þjóðsagnaútgáfunnar frá Leipzig sem Jón gekk frá.
Um Magnús segir Jón í þeim formála sem hann ritaði fyrir útgáfunni (en var ekki prentaður í heild fyrr en 1939): „Svo var sumsé tilætlast, að við séra Magnús værum báðir útgefendur safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og má nærri geta, hvað það hefir bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, auk þess sem eg missti þar ástfólginn skólabróður og tryggan vin“.“
Oddur Ólafsson (1909-1990)
Mosfellsbær – Minnismerki Odds Ólafssonar.
Reist til minningar um Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970.
Listaverkið heitir Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.
Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ.
Fæddur á Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909, dáinn 18. janúar 1990.
Í Alþingsmannatali stendur: „Stúdentspróf MR 1929. Læknisfræðipróf HÍ 1936. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Reykjavík 1936–1937 og í Bandaríkjunum 1942–1943. Viðurkenndur 1943 sérfræðingur í berklalækningum.
Aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum 1937–1942 og 1943–1945. Yfirlæknir vinnuheimilisins að Reykjalundi 1945–1972 og framkvæmdastjóri þess einn 1945–1948 og með öðrum til 1963. Læknir öryrkjavinnustöðvar Sambands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959–1964.
Mosfellsbær – Minnismerki um Odd Ólafsson.
Í stjórn Sambands íslenskra berklasjúklinga 1940–1984, í stjórnskipaðri nefnd til þess að undirbúa stofnun vinnuheimilis berklasjúklinga 1942. Í stjórn Berklavarnasambands Norðurlanda 1949, 1952–1960 og frá 1962. Í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 1953–1974. Formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands 1952–1955. Skipaður 1957 í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, formaður nefndarinnar 1963–1971. Kosinn 1959 í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milliþinganefnd í öryrkjamálum. Í stjórn Alþjóðasambands brjóstholssjúklinga 1960–1965.
Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.
Í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1961, formaður 1961–1965. Í stjórn Öryrkjasambands Norðurlanda 1962–1982. Var í stjórn Domus Medica 1962–1986. Formaður stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun hans 1966. Skipaður 1970 formaður endurhæfingarráðs. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd 1975. Skipaður 1971 í nefnd til að auðvelda umferð fatlaðra. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1973. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1977. Stjórnarformaður Reykjalundar 1984–1988. Forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga frá 1988 til æviloka.“
Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.
Mosfellsbær – áletrun á minnismerki um Ólafíu Jóhannsdóttur.
Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:
Vinur hinna ógæfusömu
Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
Runólfur Jónsson (1927-1991)
Runólfur Jónsson
Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.
Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948.
Mosfellsbær – minnismerki Runólfs Jónssonar.
Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.”
Mosfellsbær – minnismerki Sigurjóns Péturssonar.
Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.
Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]
Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.
Sigurjón Pétursson (1888-1955)
Mosfellsbær – minnismerki um Sigurjón Pétursson.
Sigurjón var glímukapppi og síðar stofnandi ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.
Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.
Sigurjón Pétursson (9. mars 1888 – 3. maí 1955) var íslenskur glímumaður. Hann keppti í léttþungavigtinni á Sumarólympíuleikunum 1912.
Sigurjón varð síðar iðnrekandi: 1946 var hann eigandi vefnaðarverksmiðju við Álafoss rétt fyrir utan Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri menningu og á sálarrannsóknum.
Sigurjón Pétursson forstjóri Álafoss færir Sveini Björnssyni forseta Íslands ísaumað Álafossteppi í heimsókn forsetans að Álafossi árið 1944. Starfsfólk Álafoss ullarverksmiðjunnar stendur á tröppum hússins.
Sigurjón taldi sig hafa átt í fjarskiptasambandi meðal annarra látinna Íslendinga, Jónas Hallgrímsson nítjándu aldar íslenska skáldið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flytja ætti líkamsleifar Jónasar frá Danmörku, þar sem hann lést, til fæðingarstaðar hans á Íslandi. Þessi umræða um þetta fyrirkomulag er þekkt á íslensku sem beinamálið („beinaspurning“).
Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði.
Mosfellsbær – minnismerki um Stefán Þorláksson.
Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.
Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði.
Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.
Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/mosfellsbaer-minn/
-https://www.arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/magnus-grimsson
-Mosfellingur, 6. tbl. 22.04.2009, bls. 4.
Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.
Mosfellsbær – minnismerki
Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, tók saman upplýsingar um minnismerki í Mosfellsbæ:
Gosminning
Mosfellsbær – minnismerki um gosið í Vestmannaeyjum 1973.
Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.
Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ.
UMF Afturelding
Ungmennafélagið Afturelding
Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.
Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.
Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.
Mosfellsbær, Minnisvarði um stofnun Aftureldingar.
Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju.
Í „Mosfellingi“ 2009 segir: „Mosfellsbær lét reisa minnisvarða á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerki afhjúpað að Lágafelli„.
„Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára laugardaginn 11. apríl.
í tilefni aldarafmælisinslét Mosfellsbær útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum sérstökum stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á afmælisdaginn.
Blómlegt og öflugt íþróttastarf
„Saga Aftureldingar og Mosfellsbæjar er nánast samtvinnuð, svo ríkan sess hefur félagið skipað í sögu og menningu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur löngum státað af blómlegu og öflugu íþróttastarfi og er það einna helst að þakka því kjarnmikla fólki sem starfað hefur á vegum Aftureldingar í heila öld.
Mosfellsbær – minnisvarði um stofnun Aftureldingar.
Það er margsannað að íþróttir hafa verulegt forvarnargildi á mörgum sviðum og því eru Mosfellingar þakklátir því óeigingjarna starfi sem Afturelding hefur unnið í þágu mosfellskra barna og ungmenna í hundrað ár,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Þjónustubygging rís að Varmá f tilefni afmælisins lýsti Mosfellsbær því yfir að ákveðið hefur verið að byggja 1100 fermetra þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og hefur Mosfellsbær í samráði við fulltrúa Aftureldingar gert ráð fyrir veglegri skrifstofu og félagsaðstöðu fyrir félagið í þeirri byggingu. Hafist verður handa við byggingu hússins um leið og tekist hefur að fjármagna verkefnið með viðunandi hætti.“
Ungmennafélag Íslands
Mosfellsbær, minnisvarði UMFÍ.
UMFÍ
Mosfellingar
Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.
Minnisvarðin er í garði norðan Hlégarðs.
Ungmennafélag Íslands
Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.
Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson.
Mosfellsbær – minnisvarði um Árna Yngva Einarsson.
Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.
Magnús Grímsson (1825-1860)
Nihil tetigit quod non ornavit; áletrun á minnisvarða Magnúsar Grímssonar.
Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna.
„Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.
Mosfellsbær – minnismerki um Magnús Grímsson.
Samstarf þeirra Jóns um söfnun þjóðlegra fræða hófst í kjölfar þess. Magnús hafði alist upp í fátækt í Borgarfirði, elstur í hópi sextán systkina. Hann þótti líklegt „mannsefni til bóknáms“, fór í Bessastaðaskóla 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 23 ára. Þá um haustið kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem fluttist til Ameríku og dó þar barnlaus. Sama haust og Magnús gifti sig innritaðist hann í Prestaskólann og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. Næstu fimm árin átti hann heima í Reykjavík og fékkst við veitingasölu, blaðstjórn Nýrra tíðinda, og ritstörf áður en hann vígðist heldur tregur að Mosfelli í Mosfellssveit þar sem hann þjónaði til dauðadags, fimm árum síðar. Banamein hans var taugaveiki. Benedikt Gröndal lýsir Magnúsi svo í Dægradvöl að hann hafi verið lágur vexti, fínlegur og fríður sýnum, en annar fóturinn verið styttri en hinn svo hann gekk haltur.
Mosfellsbær minnismerki Magnúsar Grímssonar.
Eftir Magnús liggja fjölmörg prentuð rit um ólík efni: leikritin Kvöldvaka í sveit (1848) og Bónorðsförin (1852) sem var fyrsta sýning Hugleiks, áhugaleikfélags í Reykjavík árið 1984; tvær skáldsögur frá 1851, Þórður og Ólöf og Böðvar og Ásta; þýðingar á leikritum, trúfræðiritum, ævintýrinu um Mjallhvíti úr safni Grimmsbræðra (1852) og miklu riti um eðlisfræði eftir J.G. Fischer (1852); frumsamdar ferðabækur og rannsóknarskýrslur; vinsæl söngkvæði sem komu út í smákveri 1855 og voru mikið sungin í Reykjavík næstu áratugi á eftir; rannsóknarritgerð um Egils sögu (1861) og margt fleira, prentað og óprentað. Á námsárum sínum vann Magnús við leiðsögn á sumrin og fór í sjálfstæða rannsóknarleiðangra með styrk frá Danakonungi. Hann ferðaðist allt í kringum landið og yfir hálendið á árunum 1846−1848, kynntist landinu betur en flestir samtímamenn hans og ritaði víða af skarpskyggni um jarðfræði þess.
Mosfellsbær – áletrun á minnismerki Magnúsar Grímssonar.
Þá fann hann upp ýmsar vélar, s.s. sláttuvél, vatnsvél og róðrarvél, og var sannfærður um að þeir tímar kæmu að eldur og gufa yrðu óþörf til að knýja skip um heimshöfin, heldur myndi mega „til þess hafa hvort heldur vill vatn eða loft.“ (Þjóðólfur XI, 1859) Hann skorti þó alla tíð fé til að koma uppfinningum sínum í framleiðslu. Þorvaldur Thoroddsen taldi Magnús hafa verið framar flestum íslenskum jafnöldrum sínum í náttúrufræði en nú undir lok nýjasta heimsfaraldursins minnumst við hans einkum fyrir það frumkvæði sem hann átti að söfnun þjóðlegra fræða með Jóni Árnasyni, og metum þau miklu áhrif sem hann hafði á mótun þjóðsagnastílsins með þeim sögum sem hann lagði til Íslenzkra æfintýra (1852) og tveggja binda þjóðsagnaútgáfunnar frá Leipzig sem Jón gekk frá.
Um Magnús segir Jón í þeim formála sem hann ritaði fyrir útgáfunni (en var ekki prentaður í heild fyrr en 1939): „Svo var sumsé tilætlast, að við séra Magnús værum báðir útgefendur safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og má nærri geta, hvað það hefir bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, auk þess sem eg missti þar ástfólginn skólabróður og tryggan vin“.“
Oddur Ólafsson (1909-1990)
Mosfellsbær – Minnismerki Odds Ólafssonar.
Reist til minningar um Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970.
Listaverkið heitir Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.
Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ.
Fæddur á Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909, dáinn 18. janúar 1990.
Í Alþingsmannatali stendur: „Stúdentspróf MR 1929. Læknisfræðipróf HÍ 1936. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Reykjavík 1936–1937 og í Bandaríkjunum 1942–1943. Viðurkenndur 1943 sérfræðingur í berklalækningum.
Aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum 1937–1942 og 1943–1945. Yfirlæknir vinnuheimilisins að Reykjalundi 1945–1972 og framkvæmdastjóri þess einn 1945–1948 og með öðrum til 1963. Læknir öryrkjavinnustöðvar Sambands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959–1964.
Mosfellsbær – Minnismerki um Odd Ólafsson.
Í stjórn Sambands íslenskra berklasjúklinga 1940–1984, í stjórnskipaðri nefnd til þess að undirbúa stofnun vinnuheimilis berklasjúklinga 1942. Í stjórn Berklavarnasambands Norðurlanda 1949, 1952–1960 og frá 1962. Í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 1953–1974. Formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands 1952–1955. Skipaður 1957 í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, formaður nefndarinnar 1963–1971. Kosinn 1959 í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milliþinganefnd í öryrkjamálum. Í stjórn Alþjóðasambands brjóstholssjúklinga 1960–1965.
Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.
Í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1961, formaður 1961–1965. Í stjórn Öryrkjasambands Norðurlanda 1962–1982. Var í stjórn Domus Medica 1962–1986. Formaður stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun hans 1966. Skipaður 1970 formaður endurhæfingarráðs. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd 1975. Skipaður 1971 í nefnd til að auðvelda umferð fatlaðra. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1973. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1977. Stjórnarformaður Reykjalundar 1984–1988. Forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga frá 1988 til æviloka.“
Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.
Mosfellsbær – áletrun á minnismerki um Ólafíu Jóhannsdóttur.
Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:
Vinur hinna ógæfusömu
Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
Runólfur Jónsson (1927-1991)
Runólfur Jónsson
Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.
Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948.
Mosfellsbær – minnismerki Runólfs Jónssonar.
Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.”
Mosfellsbær – minnismerki Sigurjóns Péturssonar.
Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.
Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]
Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.
Sigurjón Pétursson (1888-1955)
Mosfellsbær – minnismerki um Sigurjón Pétursson.
Sigurjón var glímukapppi og síðar stofnandi ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.
Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.
Sigurjón Pétursson (9. mars 1888 – 3. maí 1955) var íslenskur glímumaður. Hann keppti í léttþungavigtinni á Sumarólympíuleikunum 1912.
Sigurjón varð síðar iðnrekandi: 1946 var hann eigandi vefnaðarverksmiðju við Álafoss rétt fyrir utan Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri menningu og á sálarrannsóknum.
Sigurjón Pétursson forstjóri Álafoss færir Sveini Björnssyni forseta Íslands ísaumað Álafossteppi í heimsókn forsetans að Álafossi árið 1944. Starfsfólk Álafoss ullarverksmiðjunnar stendur á tröppum hússins.
Sigurjón taldi sig hafa átt í fjarskiptasambandi meðal annarra látinna Íslendinga, Jónas Hallgrímsson nítjándu aldar íslenska skáldið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flytja ætti líkamsleifar Jónasar frá Danmörku, þar sem hann lést, til fæðingarstaðar hans á Íslandi. Þessi umræða um þetta fyrirkomulag er þekkt á íslensku sem beinamálið („beinaspurning“).
Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði.
Mosfellsbær – minnismerki um Stefán Þorláksson.
Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.
Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði.
Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.
Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/mosfellsbaer-minn/
-https://www.arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/magnus-grimsson
-Mosfellingur, 6. tbl. 22.04.2009, bls. 4.
Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.
Hleinar – skilti
Á upplýsingaskilti við Hleina má lesa eftirfarandi:
Friðlýsingarsvæðið á Hleinum.
„Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri, svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar.
Fólkvangurinn er í Hafnarfjarðarhrauni sem rann fyrir um 8.000 árum úr Búrfellsgíg sem er norðan Valhnúka og helgafells. Hraunið er útbreitt í Hafnarfirði og Garðbæ og kallast mörgum nöfnum, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, garðahraun og Gálgahraun. Einu nafni kallast það Búrfellshraun. Fólkvangurinn er 32.3 hektarar að stærð og er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúrverndaráætlun 2004-2008.
Brúsastaðir og Fagrihvammur á Hleinum.
Í auglýsingu fyrir stofnun fólkvangsins á Hleinum kemur m.a. fram að almenningi er heimil för um fólkvanginn, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í fólkvanginum án fylgdar og tryggar stjórnar. Akstur vélknúinna farartækja utan akvega er óheimil í fólkvanginum. (Akstur utan vega er bannaður samkvæmt náttúrverndarlögum.)
Tóftir Skerseyrar.
Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf í fólkvanginum. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í fólkvanginum. Veiðar á dýrum sem valda tjóri eru heimilar í fólkvanginum en þó aðeins í samræmi við lög 64/1994. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt menningarminjum á hinu friðlýsta svæði.
Fiskútbreiðsla á Langeyrarmölum.
Upp úr aldamótunum 1900 var fyrsta fiskgeymsluhúsið reist á Langeyrarmölum og var það útgerðar- og kaupmaðurinn August Flygenring sem stóð fyrir því. Á mölunum var fiskvinnsla Augusts og var þar verkaður fiskur sem veiddur hafði verið á skútum hans. Allur fiskur var þá þveginn úti, framan í hámalarkambinum. Þvottakerin voru sundursagaðar stórar ámur og stóð ein stúlka við hvert ker. Þvegið var úr sjó, sem ýmist var borinn í vatnsfötum eða tunnum sem bornar voru á handbörum. Allur fiskur var talinn að eða frá stúlkunum, þar sem fiskurinn var þveginn í ákvæðisvinnu. Á langeyrarmölum var aðalfiskbreiðslusvæðið malarkamburinn meðfram sjónum, breitt var á sjávarmölina frá Sjónarhóli bæjarmegin og út á Rauðsnef, og áfram úr á litlu Langeyrarmalir út undir Brúsastaði að vestanverðu, ef með þyrfti. Auk þessa rak August mikla lifrabræðslu á mölunum og sjást minjar um hana enn við Herfjólfsgötu.
Örnefni við Hleina.
Lengi vel var ekki vegasamband á milli Langeyrar og Hafnarfjarðar og engin bryggja var á mölunum. Bátar og skip sem komu með fisk eða annan varning til löndunar lágu þá skammt frá landi og var fiskurinn fluttur í land á sérstökum löndunarbátum sem voru bæði breiðir og grunnristir. Í fjörunni var komið upp færanlegum bryggjum sem voru geymdar uppi á malarkambinum þegar þær voru ekki í notkun. Bryggjurnar voru þannig útbúnar að undir þeim voru járnslegnir staurar til að auðveldara væri að renna þeim í mölinni en sex til átta menn þurfti til að ýta þeim niður fjöruna og fram ís jó. Neðri endi bryggjunnar var hærri til að bryggjugólfið væri lárétt í hallanum í fjörunni. Ef löndun tók langan tíma þurfti oft að færa bryggjurnar til eftir sjávarföllum þar sem þær flutu ekki heldur hvíldu á botninum.“
Upplýsingaskilti á Hleinum.
Hvaleyrarlón – skilti
Á upplýsingaskilti við Hvaleyrarlón má lesa eftirfarandi:
Friðlýsingarsvæðið við Hvaleyri og Hvaleyrarlón.
„Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið friðlýsingarinnar var að vernda lífríki leirunnar í lóninu og fjörunnar fyrir Hvaleyrarhöfðann. Leirur hafa átt í vök að verjast á Suðvesturlandi en þær eru afar mikilvæg fæðulind fugla, ekki síst á fartímum og vetrum. Vaðfuglar af ýmsum tegundum koma í stórum hópum á Hvaleyrarlón. Leiru eru auðugar af sjávarhryggleysingjum, t.d. liðormum, lindýrum og krabbadýrum, sem eru undirstaða fuglalífsins.
Einnig var friðlýsingunni ætlað að tryggja fólki áhugavert útivistarsvæði til að fræðast um lífríkið og til fuglaskoðunar.
Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur 3. apríl 2009 til að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla og til að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu.
Aðgengi að fólkvanginum er gott og fyrir grunnskóla og leikskóla í nágrenninu er svæðið tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi veriðe ftirsótt til útivistar og talið ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið um kring. Stundum hefur mátt sjá þar sjaldséða fugla eins og gráhegra.
Í auglýsingu um stofnun fólksvangs Hvaleyrarlóns og Hvaleyrarhöfða kemur m.a. fram að almenningi er heimil för um fólkvanginn, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er lausaganga hunda óheimil.
Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. sjóþotna (jet-ski), er óheimild í friðlandinu. Þó er eigendum bátaskýla við Hvaleyrarlón heimilt að sigla að skýlunum, en þeim ber að tryggja að ekki hljótist af mengun vegna spilliefna.
Hvaleyrarlón
Hvaleyrarlón.
Í Hauksbók Landnámu þar sem segir frá heimferð Hrafna-Flóka og samferðamanna hans frá íslandi er stuttur texti um Hafnarfjörð og Hvaleyrarlónið. Eftir að þeir höfðu dvalið hér á landi í eitt ár lögðu þeir af stað heim til Noregs en þegar komið var út fyrir Reykajnes lentu þeir í óveðri.
Upplýsingaskilti við Hvaleyrarlón.
„Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og á Herjólf, – hann kom í Herjólfshöfn. Flóki kom í Hafnarfjörð, – þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu Hvaleyri – þar fundust þeir Herjólfur.“ Talið er að Herjólfshöfn sé Hvaleyrarlónið en þar var höfnin sem Hafnarfjörður dregur nafn sitt af. Þá var lónið mun stærra og myndaði öruggt skjól fyrir skip sem þar lágu.
Upp úr 1400 var Hafnarfjörður orðinn ein helsta höfn landsins enda frá náttúrnnar hendi mjög góð. Þá gekk mikill grandi eins og hafnargarður norðaustur úr Hvaleyrinni, Hvaleyrargrandi, sem endaði í Háagranda eða Grandhöfða nokkuð frá landi. Á þeim granda reis fyrsti verslunarstaðurinn í firðinum, Fornubúðir, og réðu þar ríkjum m.a.a. Hansakaupmenn sem létu reisa þar fyrstu lútnersku kirkjuna hér á landi.
Hafnarfjörður – minnismerki við Flensborgarhöfn um veru Þjóðverja í Hafnarfirði fyrrum.
Plágan síðari, mjög mannskæð farsótt sem gekk á Íslandi á árunum 1494-95, barst til landsins með ensku kaupskipi sem lá á Hvaleyrarlóni. Í heimildum er því lýst að plágan hafi komið úr bláu klæði „og þegar hún kom upp fyrst úr klæðinu, hafi hún verið sem fugl að sjá, og úr því sem reykur upp í loftið“. Almennt er talið að þetta hafi verið lungnapest, sú sama og svartidauði, sem gengið hafi um landið í upphafi aldarinnar.
Árið 1677 var kaupstaðurinn fluttur af grandanum yfir á jörðina Akurgerði, einkum vegna þess að sökum sjávargangs var farið að bera töluvert á landbroti þar. Í lýsingu frá lokum 18. aldar kemur fram að Hafnarfjörður hafi verið aðalhöfn landsins og „sú lanbezta allt árið um kring og meira að segja mörg að vetrarlagi án verulegs tilkostnaðar“.“
Fornubúðir
Gísli Sigurðsson skrifaði um Fornubúðir í ritið Sögu árið 1961. Þar segir hann m.a.:
„Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum.
Hvaleyrarlón, Hvaleyrargrandi og Háigrandi (Fornubúðir) árið 1902.
Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.
Hafnarfjörður. Hér má sjá (gul lína) strandlínuna árið 1903. Háigrandi og Fornubúðir voru á móts við Flensborg. Hvaleyrargrandi (og þar með fyrrgreind örnefni) er að mestu kominn undir uppfyllingu.
Í þann tíma, sem verzlunarstaðurinn var á Hvaleyrargranda, hefur Háigrandi verið eins konar höfði eða hólmi.
Fornubúðir.
Á þessum hólma eða höfða, Háagranda, hefur auðveldlega mátt koma fyrir húsum, tóttum sem tjaldað var yfir.
Vel mátti fleyta allstórum skipum og leggja þeim við háan, þverhníptan bakkann og binda þau. Ferming og afferming var því óvenju hagstæð. Af landi varð Háigrandi ekki sóttur nema frá einni hlið og þar auðvelt að verjast óvinum.“ – Saga 01.01.1961, Gísli Sigurðsson – Fonubúðir, bls. 291-298.
Hvaleyrarlón.
Hansabærinn Hafnarfjörður – skilti
Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarfjörð:
„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipunarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.
Upplýsingaskiltið við smábátabryggjuna.
Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega einnig frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.
Minnismerki þetta var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar. Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Verkið myndar táknrænan gotneskan boga úr íslensku grjóti og nær sex og hálfs metra hæð. Hliðið minnist samskipta Íslendinga og Þjóðverja til forna og vísar veginn um ókomna tíð.
Ófriðurinn hélt áfram um nokkurra ára skeið en svo fór að upp úr 1480 höfðu Þjóðverjarnir náð að hrekja Englendinga frá Hafnarfirði, Straumsvík og Básendum. Þýsku kaupmennirnir urðu mun vinsælli en þeir ensku, einkum vegna þess ap þeir fóru með friði og buðu ódýrari og fjölbreyttari varning en hinir höfðu gert. Baráttan um Íslandsverslunina sneri ekki nema að litlum hluta að innflutningi, fyrst og síðast var sóst eftir íslenskri skreið til að viðhalda völdum á skreiðarmörkuðum Evrópu. Hafnarfjörður var aðalhöfn Hansakaupmanna hér á landi á ofanverðri 15. öld og alla þá 16. og má segja að hann hafi verið þýskur bær á þessu tímabili.
Verslunarbúðir Hansakaupmanna í Hafnarfirði voru á svoköllum Háagranda sem var ysti hluti Hvaleyrargranda. Þar höfðu þeir ríka þörf fyrir varanlegan húsakost enda fjölmennar áhafnir á skipum þeirra, jafnvel um 60 manns á hverju. Í frumskýrslum þýsku kaupskipanna má sjá að þeir fluttu töluvert af byggingarvið til landsins til smíði verslunarhúsa og vöruskemma en einnig kirkjuvið til kirkjubyggingar.
Þekkt er að þýskir kaupmenn reistur sér kirkjur í erlendum höfnum og það gerðu þeir einnig hér. Kirkjan sem Hansakaupmenn reistur í Hafnarfirði var fyrsta lúterska kirkjan hér á landi og nokkuð vegleg timburkirkja með koparþaki.
Að stofnun og byggingu kirkjunnar stóðu bæði kaupmenn og skipstjórar sem lögðu stund á Íslandssiglingar en þeir voru í trúarlegu bræðralagi sem bar nafnið „Die Islandfahrerbrüderschaft“.
Skip Hansakaupmanna.
Kristján IV. danakonungur gat út tilskipun sína um einokunarverslunina árið 1602 en með henni var öllum öðrum en þegnum danska ríkisins bannað að stunda verslun á Íslandi. Liðu undir lok áhrif þýskra kaupmanna í Hafnarfirði og hið beina verslunarsamband á milli Hafnarfjarðar og Hamborgar. Konungur gaf einnig út þá tilskipun árið 1608 að allar byggingar Hansakaupmanna í Hafnarfirði skyldu rifnar.“
Í heimildum segir jafnframt um Hansaverslunina:
Lübeck fyrrum.
„Þjóðverjar höfðu á 13. öld náð undir sig mikilli verzlun við Norðurlönd, en er Íslendingar voru gengnir Norðmönnum á hönd, eftir 1264, vildu Norðmenn gæta hagsmuna sinna í verzlunarviðskiptum við Ísland, og var þá Björgvin aðalverzlunarstaður Islendinga um langt skeið. Þjóðverjum var þá bannað að sigla „ultra Bergas versus partes boreales“, og urðu menn í fyrstu að gæta þessa. En Englendingar ráku allmikla verzlun á Íslandi frá upphafi 15. aldar, án þess að fá leyfi til þess hjá Norðmönnum. Þeir voru illa þokkaðir hjá Íslendingum, og þegar þýzku Hansakaupmennimir tóku að verzla við Ísland á seinni hluta 15. aldar, fór ekki hjá því, að margs konar árekstrar yrðu.
Hafnarfjörður 1903.
Það voru einkum Hansaborgirnar Hamborg og Bremen, en að nokkru einnig Lübeck, Danzig, Bostock, Wismar og Stralsund og jafnvel Lüneburg, er þessa verzlun ráku. Þjóðverjar voru vel séðir á Íslandi, og var jafnvel litið á þá sem verndara Íslendinga gagnvart Bretum, er frömdu ýmis ódæðisverk. Þeir drápu t. d. hirðstjórann Björn Þorleifsson 1467 á Snæfellsnesi. Eftirmaður hans einn var Þjóðverjinn Diederik Pining, er Piningsdómur er við kenndur, en hann er frá l.júlí 1490 um réttindi erlendra kaupmanna á Íslandi. Það er sagt, að Pining hafi siglt til Norður-Ameríku 20 árum á undan Kolumbusi. Pining gaf út tilskipun m. a. um, að ríkið skyldi annast fátækrahjálp. Er þessu mjög vel lýst í riti Hans Friedrich Bluncks „Auf grosser Fahrt“. Um árekstra Breta og Þjóðverja á íslandi ber einkum að geta um atburð þann, er varð á höfninni í Grindavík sumarið 1532.
Hafnarfjörður. Kortið frá 1903 er lagt yfir loftmynd frá 1978 svo sjá megi afstöðuna á Háagranda og Fornubúðum.
Þar lá brezkt skip, „Peter Gibson“ frá London, og veiddu skipverjar bæði fisk og seldu varning sinn. Þá komu þangað nokkrir kaupmenn frá Hamborg og Bremen og heimtuðu að kaupa sama fiskinn, er Englendingar höfðu lagt til hliðar fyrir sjálfa sig. Englendingar neituðu um viðskiptin, en þá komu þangað Hansakaupmenn með 280 manns á 8 skipum frá Hamborg og Bremen. Þeir réðust á enska skipið um nóttina og drápu 15 manns af áhöfninni. Enskar og þýzkar heimildir eru ekki sammála um ástæðuna fyrir þessum fjandskap, en hann leiddi til stjórnmáladeilna milli Breta og Dana, auk þess sem danska stjórnin gat ekki unað því, að landsstjóri hennar hafði verið veginn 1467, án þess að hefndir kæmu fyrir. Verzlun Hansakaupmanna á Íslandi jókst og náði hámarki sinu í upphafi 16. aldar.
Hluti af Íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar, biskups, 1590.
Konungur Dana reyndi nú að losna smám saman við verzlun annarra þjóða, og þetta leiddi til, að einokunarverzlunin komst á 1602, er stóð til 1787, og á þessu tímabili hrakaði Íslendingum mjög í öllum efnum. Hansakaupmenn ráku allmikla verzlun fram að einokunartímabilinu. Það er sagt, að þeir hafi reist þýzka kirkju í Hafnarfirði. Gætti ýmissa áhrifa þeirra, einkum hafa mörg orð úr þýzku verzlunarmáli komizt inn í íslenzku á þessu tímabili.“ -Skírnir 1. jan. 1960, Alexander Jóhannesson, menningasamband Þjóðverja og Íslendinga, bls. 49-50.
Hafnarfjörður. Hér má sjá (gul lína) strandlínuna árið 1903. Hvaleyrargrandi austanverður, þ.á.m. Háigrandi og Fornubúðir, er kominn undir uppfyllingu.
Setbergsrústin – skilti
Á upplýsingaskilti við rústir gamla Setbergsbæjarins í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:
„Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við Hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. Minjar Setbergsbæjarins, sem hér eru, hafa verið friðlýstar.
Teikning af Setbergsbænum eftir Sir Joseph Banks frá 1772.
Setbergsannáll var ritaður af Gísla Þorkelssyni sem fæddist á Setbergi 1676 og bjó þar megnið af ævi sinni. Segja má að þessi annáll sé sérstakt bókmenntaverk því að þar er töfraskilningur ráðandi og reglulega sagt frá fyrirbærum á borð við sæskrímsli, náttúruvættir og himnasýnir eins um staðreyndir hafi verið að ræða. Þar er meðal annars sagt frá ljóni sem rak á land árið 1230 með hafís og tókst að valda miklum skaða en slík sjón eru annars lítið þekkt. Annað dæmi er frá árinu 1206, þar segir: „Rak suður með garði skrímsli með 8 fótum í einu norðanverðri; var grátt sem selur með heststrjónu eður haus, en rófu upp úr bakinu; hvarf nóttina eftir. Þetta skeði um veturnætur.“
Galdraprestsþúfa við gamla Setbergsbæinn.
Til eru sögur um bænahús eða kapellu við Setbergsbæinn og á hún að hafa staðið þar sem nú er „Galdraprestaþúfa“ skammt frá bæjarrústinni. Þar réð meðal annars ríkjum sr. Þorsteinn Björnsson (d. 1675) en eftir hann liggur kvæðasafnið „Noctes Setbergenes“ eða Setbergsnætur sem varðveitt er í Árnasafninu. Kvæðasafn þetta orti hann meðal annars til að „stytta sér hið leiða líf“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þorsteinn þessi var, að telið er, rammgöldróttur og lagði hann svo á að ekki mætti hrófla við þessari þúfu án þess að illa færi.
Forn Íslandskort með skrímslum og öðrum forynjum.
Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var rituð árið 1703 voru allar jarðir í Álftaneshreppi ýmist í eigu konungs eða Garðakirkju með þeirri einni undantekningu að jörðin Setberg var í eigu Þóru Þorsteinsdóttur. Álftaneshreppur náði á þeim tíma allt frá Kópavogslæk og suður að Hvassahrauni. Þá voru heimilismenn sex og á bænum voru fimm kýr, 23 ær, fjórir suaðir veturgamlir og fjórir hestar og selstöð átti jörðin þar sem heitir Ketshellir eða Kershellir. Í sömu lýsingu kemur fram að „silungsveiði hefur hjer til forna verið í Hamarskotslæk, kynni og enn að vera ef ekki spillti þeir með þvernetjum sem fyrir neðan búa“, Setberg átti ekki land að sjó en fram kemur í heimildum að jörðin hafi haft búðaaðstöðu og skipsuppsátur í landi Garða þar sem heitir Skipaklettur og greitt leigu fyrir. Skipaklettur var þar sem Norðurbakkinn er í dag við Hafnarfjarðarhöfn en hann var brotinn niður þegar fiskverkunarhús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var byggt um miða 20. öld.“
Tóftir gamla Setbergsbæjarins.
Í örnefnaskrá fyrir Setberg segir m.a.:
„Samkvæmt máldaga fyrir jörðinni Setbergi í Garðahreppi, dagsettum 6. júní 1523, eru landamerki jarðarinnar Setbergs sem hér segir: Úr miðjum Kethelli og í stein þann, er stendur í fremsta Tjarnholti; úr honum og í Flóðhálsinn; úr Flóðhálsinum og í Álftatanga, úr honum og í hellu, er stendur í Lambhaga. Þaðan í neðstu jarðbrú, svo eftir því sem lækurinn afsker í túngarðsendann; þaðan í Silungahellu, svo þaðan í þúfuna, sem suður á holtinu stendur, úr henni og í syðri Lækjarbotna, úr þeim og í Gráhellu, úr henni og í miðjan Kethelli. [Nmgr.: Landamerkjaskrá er samkvæmt landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu. J. H.]
Setberg – loftmynd.
Setberg, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. Setbergsbær stóð í Setbergstúni ofarlega nokkuð og lá túnið mót suðvestri. Túngarðar eða Setbergstúngarðar lágu að því að sunnan, austan og norðan. Suðurtúngarður lá neðan frá læk, sem síðar getur, upp á holtið að fjárhúsi, er þar er. Austurgarður er ofan túns allt út að austurtúngarðshliði og þaðan nokkuð lengra, en þá tekur norðurtúngarður við, og nær hann allt niður að læk. Gamligarður, þar sem túnið er hæst ofan bæjar. Markar enn fyrir þessu garðlagi.
Setberg – túnakort 1918.
Setbergsbrunnur lá í lægð niður frá austurbæjarhorni. Þaðan lá svo brunngatan niður að brunninum. Túnið hér var kallað Niðurtún eða Suðurtún, allt upp undir fjárhúsið. Þar var utan garðs Stöðullinn, og innan garðs var Stöðulgerði. Milli Gamlagarðs og túngarðs voru nefndar Útfæringar allt út að hliði. Frá vesturbæjarhorni lágu Setbergstraðir austur um túnið. Þar sem það var hæst, var farið framhjá Galdraprestsþúfu, en þúfa sú mun vera kapella, sem eitt sinn var hér á Setbergi. Á þúfu þessari sat löngum Þorsteinn Björnsson prestur, og hér orti hann „Noctes Setbergenses“. Eru ströng fyrirmæli um að hrófla ekki við þúfu þessari. Í Norðurtúni var Setbergskot eða Norðurkot og kringum það Norðurkotstún.“ –Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar um Setberg.
Setberg 1984. Gamla Setbergsbæinn má sjá efst í hægra horninu – á þeim stað, sem hann var.
Kapellan í Kapelluhrauni – skilti
Tvö upplýsingaskilti eru við uppgerða kapellu í Kapelluhrauni, gegnt álverinu; annað frá Þjóðminjasafninu og hitt frá Byggðasafni Hafnarfjarðar.
Á fyrrnefnda skiltinu stendur:
Upplýsinagskilti Þjóðminjasafnsins við kapelluna.
„Rústir smákapellu frá miðöldum, sem reist hefur verið til skjóls fyrir ferðamenn í illveðrum við hina fornu alfaraleið um Nýjahraun (Kapelluhraun), sem mun hafa runnið á 14. öld. Kapellan var rannsökuð 1950 og fannst þar lítið líkneski úr leir af heilagri Barböru, hollenskt að uppruna. Heldur Barbara á turni, einkennistákni sínu, en hún var efir helgisögunni lokuð inni í turni og leið þar píslavættisdauða. Gott þótti að heita á heilaga Barböru gegn eldsvoða og gæti hún hafa orðið fyrir valinu vegna eldhraunsins.“
Á síðarnefnda skiltinu stendur:
„Árið 1950 var rústin rannsökuð af þeim dr, Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, Gísla Gestssyni safnverði, Jóhanni Briem listmálara og dr. Jóni Jóhannessyni. Fundust þá nokkrir munir í rústinnni og ber þar helst að nefna hluta af líkneski heilagrar Barböru. Líkneskið var úr grágulum leirsteini og var einungs um 3.3. cm á hæð, en hefur líklega verið um 5.5. cm heilt. Þar sem hraunið sem kapellan stendur á er yngra en landnám var það vel við hæfi að einmitt heilög Barbara fanst þarna, sem e.t.v. stendur í sambandi við bæn um það, að svona hrikalegt hraunrennsli endurtaki sig ekki. Styttan sem fannst við rannsóknina er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands, en þessi hérna er eftir líking, svipuð en lítið eitt stærri.
Kapella þessi var alveg við gamla veginn og hefur því líklega einnig verið eins konar sæluhús. menn hafa farið þar inn til að bilja bæn sína, en líka til að hvílast eða leita skjóls í vondum veðrum.
Upplýsingaskilti Byggðasafnsins við kapelluna.
Kapella þessi er á skrá yfir friðlýstar fornminjar og er talið að hún sé frá kaþólskum tíma en ekki hefur hún verið aldursgreind nánar. Hraunið umhverfis kapelluna hefur verið kallað Kapelluhraun eða Nýjahraun og er talið að það hafi runnið einhvern tímann á tímabilinu 1100-1300. Kapellan er rétt við gamla krákustíginn, sem ruddur var fljótlega eftir að hraunið rann og hefur verið alfaraleið úr á nes öldum saman.
Saga heilagrar Barböru:
Kapella – stytta af heilagri Barböru.
Snemma á 3. öld var höfðingi í borginni Nikódemdíu í Litlu-Asíu, þar sem nú er Izmid í Tyrklandi. Átti hann forkunnarfríða dóttur er Barbara hét. Hún var í æsku lokuð inni í turni einum til að forðast biðla en þrátt fyrir einangrunina tókst Origenes kirkjuföður að komast inn til hennar og fyrir fortölur hans tók hún kristna trú. Barbara lét aldrei af trú sinni, þrátt fyrir pyntingar sem að stærstum hluta voru gerðar að kröfu föður hennar, sem vildi snúa henni aftur til heiðinnar trúar. Að lokum var hún leidd fyrir dómara og dæmd til lífláts í ofsóknum á kristna menn.
Hún varð snemma kaþólskur dýrlingur, aðallega ákölluð við óvænta hættu, eldsvoða, sprengingar og þess háttar. Hérlendis lá því beint við að ákalla hana í sambandi við jarðelda og hraunflóð.“
Sjá meira um kapelluna HÉR.
Kapellan í Kapelluhrauni.
Kópavogur – minnismerki
Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, skrifaði um minnismerki í Kópavogi:
Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662
Kópavogsfundurinn – skilti.
Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðrik III Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegar hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndum hans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðrik III sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.
Kópavogur – minnismerki um Kópavosgfundinn 28. júlí 1662.
Hingaðkoma Bjelkes tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði. Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfur Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. ,,Var þann dag heið með sólskini” segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III hylltur sem ,,einn Absolut soverejn og erfðaherra”. Þannig varð hann hvort tveggja einvcaldskonungur og erfðakonungur. Undir eiðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.
Friðrik III. Danakonungur 1663.
,,Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum og stóð hún fram, á nótt með trómetum, fiðlum og bumbum, fallstykkjum var þar og skotið, þ.remur í einu og svo á konungsskipi sem lá í Seilunni, rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undurfm gegndi”. (Fitjaannáll)
Á þinginu voru ritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýjum álögum hafnað., Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.
Þingstaðurinn í Kópavogi
Kópavogur – Þingstaðurinn; skilti.
Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í land Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þá dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing en sjálfar dómabækurnar eru fáeinir til. Elstu þekktu ritaðar heimildir eru frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hans um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.
Friðrik II. Danakonungur 1581.
5. apríl 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun, var líkt og margar aðrar, hundsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 15. nóvember 1704. Þá var hálshöggvinn Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðast þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómstigið var á ný í Kópavogi uns lög um héraðsdóma tóku gildi 1992 og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði var settur.
Þegar Landsréttur var stofnaður með lögum frá 2016 var hann settur í Kópavog, en hann er næst æðsta dómstig í landinu.
Systkinin frá Hvammkoti
Kópavogur – minnismerkið um systkinin frá Hvammkoti.
Sunnudaginn 1. mars 1874 voru þrjú systkin á heimleið frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau þurftu að fara yfir lækinn á vaði nálægt þessum stað. Lækurinn var bólginn vegna leysinga og hættulegur yfirferðar.
Tvö systkinanna drukknuðu í læknum.
Þau hétu Þórunn Árnadóttir, 18 ára, Árni Árnason 15 ára.
Sigríður Elísabet Árnadóttir 17 ára komst lífs af.
Blessuð sé minning þeirra.
Gert á 140. ártíð, 1. mars 2014, Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs
Minnisvarðinn stendur í Kópavogsdal, móts við Digraneskirkju.
Kópavogslækurinn lætur ekki mikið yfir sér að sumarlagi þegar allt er í blóma, en að vetrarlagi gat hann verið hinn versti farartálmi, enda á köflum bæði djúpur og vatnsmikill. Hvammkot (Fífuhvammur) var austan við lækinn.
Guðmundur H. Jónsson (1.8.1923-22.11.1999) – Guðmundarlundur
Kópavogur – Guðmundarlundur; minnismerki um Guðmund H. Jónsson.
Heiðursvarði um Guðmund H. Jónsson, fyrrverandi forstjóra BYKO. Heiðursvarðinn til umfjöllunar að þessu sinni var
reistur til heiðurs Guðmundi H. Jónssyni, stofnanda og forstjóra byggingarvörufyrirtækisins BYKO, sem lést árið 1999. Varðinn stendur í fallegum lundi sem ber nafn hans, Guðmundarlundi í Kópavogi.
Lundinn afhentu Guðmundur og fjölskylda hans Skógræktarfélagi Kópavogs árið 1997 og er hann um 6,5 hektarar að stærð. Guðmundur og fjölskylda hófu skógrækt á svæðinu árið 1967, sem þá var illa gróinn berangur og náðu undraverðum árangri.
Guðmundarlundur er núna vöxtulegur skógur þar sem byggð hefur verið upp afar aðgengileg útivistaraðstaða.
Heiðursvarðinn er gjöf frá BYKO og var afhjúpaður við hátíðlega athöfn árið 2003 þegar útivistaraðstaða var tekin í notkun á svæðinu og það opnað formlega fyrir almenningi. Nú er þetta afar vinsælt útivistarsvæði fyrir Kópavogsbúa og aðra. -Jón Geir Pétursson
Brjóstmyndin er eftir rússneskan listamann.
Minnisvarðinn stendur í Guðmundarlundi.
Sr. Gunnar Árnason (1901-1985)
Kópavogur – minnismerki um sr. Gunnar Árnason og fr. Sigríði Stefánsdóttur.
Hér stóð hús Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar sem var fyrsti sóknarprestur í Kópavogi (1952-1971)
Sr. Gunnar Árnason þjónaði Bústaðaprestakalli frá 1952 en hafði aðsetur í Kópavogi. Árið 1964 var Kópavogsprestakall skipt út úr Bústaðaprestakalli og varð sr. Gunnar fyrsti prestur prestakallsins, alltaf með aðsetur í Kópavogi. Minnisvarðinn er á grunni húss hans rétt ofan Vogatungu í Kópavogi.
Ólafur Kárason
Minnismerki um Ólaf Kárason er við Smiðjuveg gegnt Íspan. Á stöplinum er skjöldur. Á honum stendur:
Hjá lygnri móðu í geislaslóð
við græna kofann
hann sá hvar hún stóð hið fríða fljóð
fráhneppt að ofan.
Kópavogur – minnismerki um Ólaf Kárason.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum
það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.
Inst í hjarta augað bjarta
og orðið góða
hann geymir sem skart uns grafarhúm svart
mun gestum bjóða.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma. -H.K.L.
Norrænn vinalundur
Kópavogur – minnismerki við Norrænan vinarlund.
Lundurinn var gróðursettur í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi 2022. Við hann er skjöldur á steini. Á skyldinum stendur:
Saman erum við sterkari – Norræna félagið.
Lundurinn er í Fossvogsdal, neðan við Álfatún í Kópavogi.
Þótt lundur þessi geti ekki talist stór að umfangi umfaðmar hann fjölmargar ólíkar trjátegundir frá öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Grænlandi og Færeyjum. Vonandi eiga græðlingarnir eftir að fá að dafna í framtíðinni og standa saman sem tákn um vindáttu hinna norrænu þjóða.
Agnar Kofoed-Hansen 1915-1982
Kópavogur – minnisvarði um Agnar. Kofoed Hansen við Sandskeið.
„Sviffljúga er þó að mínum dómi fegursta íþrótt sem til er. Manni líður aldrei betur. Maður leitar eins og fuglinn að heppilegum loftstraumi að bera sig – og ferðin er hljóðlaus; aðeins kliðurinn í vængjunum. [A.K-H. Á brattann. Jóhannes Helgi skráði.]
Agnar Kofoed Hansen fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1915. Ungur fékk hann áhuga á flugi og fór til flugnáms í Konunglega Danska Sjóliðsforingjaskólanum og útskrifaðist þaðan 1935. Þær flugvélategundir sem Agnar flaug á námsárunum voru Avro Tutor, Heinkel 8 og DH Moth.
Kópavogur – skjöldur á minnismerkinu.
Árið eftir að náminu lauk, var Agnar flugmaður hjá Det Danske Luftfartselskap. Þar flaug hann flugvélum af gerðinni Fokker FXII. Veturinn 1937 starfaði hann hjá Wideröe í Noregi og flaug Waco flugvélum Hann tók próf í næturflugi og flaug þá JU 52 flugvél frá Berlín til Parísar.
Agnar var aðalhvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936. Hann var einnig aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 1937, og fyrsti flugstjóri þess og framkvæmdastjóri frá 1937 til 1939. Félagið keypti flugvél af gerðinni Waco YKS-7, TF-ÖRN og ávalt nefnd Örninn. Hún kom til landsins 1938.
Agnar lagði mikla vinnu í að leita að, og kortleggja hentuga lendingarstaði á Íslandi og notaði til þess flugvél af gerðinni Klemm KL-25E.
Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.
Kópavogur – lágmynd af Agnari á minnisvarðanum.
Frumkvöðulsstarf Agnars var mikið, bæði á sviði flugsins og lögreglumála.
Með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937 kom hann af stað samfelldum flugrekstri á Íslandi, sem enn er í örum vexti og teygir sig nú langt út fyrir landsteinana.
Með aðstoð sinni við stofnun svifflugfélaga, lagði Agnar grunn að flugnámi fjölda íslendinga, sem síðan sköpuðu nýja stétt atvinnuflugmanna í landinu. Og sem flugmálastjóri lagði hann grunninn að flugþjónustu eins og við þekkjum hana í dag, þar sem alþjóðasamskipti eru í heiðri höfð og öryggi í fyrirrúmi.
Agnar ritaði fjölda blaðagreina og flutti fyrirlestra um flugmál og miðlaði þannig af sinni miklu reynslu og þekkingu á flugmálum til samtíðarmanna sinna við uppbyggingu þessa nýja atvinnuvegar sem var í sköpun og hefur haft mikla þýðingu fyrir þjóðina.
Brjóstmyndin er eftir Sigurjón Ólafsson.
Minnisvarðinn stendur við miðstöð svifflugs á Sandskeiði.
Stúpa á Hádegishólum
Stúpa við Lindakirkju! Á Hádegishólum, fyrir aftan Linda
Kópavogur – minnismerki; stupa.
kirkju, stendur stúpa sem reist var árið 1992. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúpur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Hátt í annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú komu að gerð stúpunnar. Einkennisorð stúpunnar á Hádegishólum eru jákvæðni, friður, viska og kærleikur.
Á skilti, skrúfað á grágrýtisbjarg, við stúpuna má lesa: „Lýsandi innri stupa – Stupa er byggð á erfðavenju, sem má rekja til Budda sem lifði fyrir 2500 árum.
Þessi stupa nefnist að stíga niður frá Tushita. nafngiftin kemur frá atburði, þegar hugljómuð vera kom frá heimi sem kallast Tushita til að hjálpa lífverum jarðarinnar að losna undan oki hverskonar óhamingju og þjáningu með því að leiðbeina þeim hvernig öðlast megi hamingju og hugljómun.
Kópavogur – minnismerki; stupa.
Stupan táknar hug sem hefur verið hreinsaður af öllum neikvæðum eiginleikum og takmörkunum og hvar ríkir hamingja og friður.
Stupa er táknræn fyrir leið til visku og kærleika.
Stupa býr yfir lækningamætti og hefur eiginleika til að umbreyta neikvæðri orku í jákvæða í nærliggjandi umhverfi.
Þessi stupa er tileinkuð alheimsfriði, fórnalömbum stríðs og sjúkdóma hvar sem er í heiminum. Að friður og farsæld megi ríkja á Íslandi og allar lífverur megi feta braut innri þroska og kærleika.
Stupan er byggð af listamönnum, sem tilheyra mismunandi trúarbrögðum og þjóðernum“.
Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/kopavogur-minn/
–2006 Agnar Kofoed-Hansen | Flugsafn Íslands
Kópavogur – Minnismerki um Guðmund H. Jónsson í Guðmundarlundi.
Kópavogsfundurinn og Þingstaðurinn – skilti
Við hinn gamla Kópavogsþingstað á Kópavogstúni eru tvö skilti. Á öðru er fjallað um „Þingstaðinn“ og á hinu „Kópavogsfundinn 28. júlí 1662“. Á skiltunum má lesa eftirfarandi texta:
Þingstaðurinn
Kópavogur – þingstaðurinn.
„Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í landi Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshrepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þar dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings, eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing ern sjálfar dómabækurnar eru fáeinir til. Elstu þekktu ritaðar heimildir er frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hann um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.
Friðrik II. Danakonungur 1581.
5. apríl 1574 gaf Friðrik II. Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun var, líkt og margar aðrar, hunsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 215. nóvember 1704. Þá var hálshöggvin Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðasti þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómstigið var á ný í Kópavogi uns lög um héraðsdóma tóku gildi 1992 og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði var settur.“
Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662
Friðrik III. Danakonungur 1663.
„Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðrik III. Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegar hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndum hans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke, aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðrik III. sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.
Hingaðkoma Bjelkes hirðstjóra tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði.
Hendik Bjelke, hirðstjóri.
Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir, en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfur Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. „Var þann dag heið með sólskini“ segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III. hylltur sem „einn Absolut sauverejn og erfðaherra“ þannig varð hann hvort tveggja einvaldskonungur og erfðakonungur. Undir eiðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.
Kópavogur – minnismerki um Kópavogsfundinn 1662.
„Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Hendrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veislu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á kongsins skipi, sem lá á Seilunni; rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi.“ – Fitjaannáll
Á þinginu voru ritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýjum álögum hafnað. Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.“
Kópavogur – skiltin á Kópavogstúni.
Almenningsrafvæðing á Íslandi – skilti
Á tveimur upplýsingaskiltum, annars vegar við Austurgötu nálægt Læknum og hins vegar við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla er eftirfarandi texti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:
Verksmiðjan og fyrsta almenningsrafveitan
Trésmíðaverkstæði Reykdals við Lækjargötu.
Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar.
Jóhannes Reykdal – Skilti um fyrsty almenningsrafveituna á Íslandi við Lækinn.
Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins. Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélarnar.
Í frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðala annars: „Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.“ Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.
Í kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þessum tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnarfirði.
Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugöötu.
Hörðuvallastöðin – skilti.
Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.
Hörðuvallastöðin
Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.
Stytta af Jóhannesi J. Reykdal við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla.
Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.
Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.
Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð. Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarsins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.
Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).
Sjá meira um Jóhannes og rafvæðinguna HÉR og HÉR.
Minnismerki um Jóhannes Reykdal og fyrstu almenningsrafstöðina við Austurgötu. Listaverkið Hjól er eftir Hallstein Sigurðsson.
Urriðavatnsvöllur – tilurð
Í fylgiblaði Morgunblaðsins 1997 skrifar Gísli Sigurðsson um, „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi„:
Urriðavöllur – grein Gísla Sigurðssonar í MBL.
„Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. En framan frá sést vatnið í rauninni illa, því hraunið sem Reykjanesbrautin liggur yfir, hefur tekið á sig krók og runnið austur á bóginn og út í vatnið. Í hlíðinni norðan við vatnið má sjá tóftir eftir bæ og dálítill túnkragi hefur verið í kring. Þetta var sá bær sem hét Urriðakot til 1944, en síðan Urriðavatn. Þarna hefur verið búið með kindur og treyst á beit uppi í Urriðavatnsdölum og Heiðmörk.
Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.
Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni einast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.
Urriðavöllur.
Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.
Þórður er einn úr hópnum
Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri.
Urriðavöllur.
Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir.
Urriðavöllur.
Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára.
„Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?
Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.
Urriðavöllur.
En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki.
Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.
Landamerki skilgreind 1986
Urriðakot – landamerkjalýsing; örnefnaskráning Gísla Sigurðssonar.
Urriðavatnsland er í Garðabæ. Upphaflega náði það neðar í hraunið en Reykjanesbrautin liggur nú. En þegar Oddfellowreglan var búin að eiga landið í 40 ár, komst skriður á nýja þróun. Sá hluti landsins sem var norðan við Reykjanesbrautina, 5 ha., var seldur Garðabæ 1986. Í framhaldi af því tók stjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa undir stjórn Jóns Ótta Sigurðssonar að huga að nýtingu landsins. Í því augnamiði var unnið að bókum Urrðavatnsland sem út kom 1988. Ljóst var að efri hluti landsins yrði ekki byggður fyrr en eftir 2050 og Urriðavatnsdalir þar að auki á vatnsverndarsvæði. Í ljósi fjölbreyttrar náttúru og hrífandi fegurðar sem þarna er árið um kring, þótti augljóst að þarna gæti orðið útivistarparadís í næsta nágrenni við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Eftir að sú ákvörðun var tekin að líta á Urriðavatnsland sem útivistarsvæði, fékk framkvæmdanefndin til liðs við sig fagmenn eins og Reyni Vilhjálmsson og Þráin Hauksson, landslagsarkitekta, og þá kom fljótlega upp hugmynd um golfvöll en jafnframt lögð áherzla á það að landið yrði almennt útivistarsvæði og girðing inn með Vífilsstaðahlíð var rifin niður.
Urriðakotsdalir – úr fornleifaskráningu 2022.
Líknarsjóðurinn hefur lagt til efni í göngustíga, en unglingar í Garðabæ hafa unnið verkið. Nú eru komnir göngustígar inn eftir Búrfellshrauni, sem tengjast stígnum undir hlíðinni og hægt að ganga þar talsvert langan og framúrskarandi fallegan hring.
Inni í hrauninu hafði verið efnistaka, sem hætt var við, en útivistar- og leiksvæði útbúið í gryfjunni. Hún er nægilega stór til að rúma löglegan handboltavöll og þar verður púttvöllur að auki.
Í Urriðavatnsdölum var frá náttúrunnar hendi öll sú tilbreyting í landslagi sem þarf til þess að golfvöllur geti orðið í senn krefjandi og skemmtilegur. Leitað var til Hannesar Þorsteinssonar, líffræðings og golfvallarhönnuðar á Akranesi og á hann heiðurinn af skipulagi vallarins og útfærslu á teigum, brautum og flötum. Með honum unnu þeir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson.
Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu Oddfellowsfélaga.
Þriðji aðilinn sem þarna átti hlut að máli er Batteríið, arkitektastofa Sigurðar Einarssonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, en þeir hafa teiknað framtíðar golfskála, sem um leið verður miðstöð útivistarfólks og liggja stígar frá skálanum út á stíginn í hrauninu.
Þegar skipulagstillögurnar lágu fyrir og höfðu verið samþykktar af þar til bærum yfirvöldum, voru þær gefnar út í veglegu riti og kynntar innan Reglunnar. Var strax mikill áhugi á stofnun golfklúbbs sem Oddfellowar ættu aðild að. Um leið og völlurinn var tilbúinn, hófu margir félagar í nýstofnuðum Golfklúbbi Oddfellowa að leika golf, sem aldrei höfðu snert á því áður, og uppgötvuðu nú, að Urriðavatnsdalir er unaðsreitur fegurðar og sú fegurð hefur farið vaxandi með ári hverju eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.
Urriðavöllur – Golfklúbburinn Oddur.
Síðar var stofnaður Golfklúbburinn Oddur, sem öllum er opinn. Golfvöllurinn verður með þeim beztu á Íslandi.
Ekki er það hrist framúr erminni að búa til boðlegan 18 brauta golfvöll. Venjulega tekur þ|ið áraraðir á Íslandi, en það er lýginni líkast hvað allt greri og dafnaði skjótt í Urriðavatnsdölum. Fyrst voru lagðar 9 brautir á golfvellinum og sáð í þær. Jafnframt voru teigar og flatir byggð upp og bráðabirgða golfskáli reistur.
Félagar hafa fjármagnað allt
Urriðavöllur – gróðursetning.
Mörgum hefur þótt hraði framkvæmdanna ævintýralegur í Urriðavatnsdölum og því hefur verið slegið fram, að Oddfellowar hafi getað gengið í digra sjóði til þess í arna. En það er ekki svo. Félagarnir sjálfir hafa fjármagnað þetta, nema hvað Styrktar- og líknarsjóðurinn fjármagnar gróðursetningu á tijáplöntum, hönnun, svo og grasfræ á brautirnar. Tekin hafa verið lán vegna framkvæmda og ein stór er eftir: Golfskálinn, en hann verður látinn bíða; völlurinn gengur fyrir.
Bráðabirgðaskálinn hefur lítið eitt verið stækkaður, en draumurinn er að lítlu austar rísi nýr skáli, sem þjóni líka göngufólki.
Urriðavöllur – gróðursetning.
Stofnfundur golfklúbbs Oddfellowa var haldinn 12. mai, 1990 og þá voru skráðir um 300 stofnfélagar. Nú eru klúbbfélagar yfir 500. Hraða framkvæmdanna má m.a. þakka hópi vaskra manna úr Oddfellowreglunni sem vann bæði við frágang hússins og þökulagningu á teiga, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki lögðu félagarnir á sig framkvæmdagjald og hafa á þann hátt fengizt 5-6 milljónir til framkvæmda. Óskar Sigurðsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Oddfellowa, hefur unnið mikið og gott starf og einnig Gunnlaugur Gíslason, sem hefur verið formaður vallarnefndar frá upphafi og stjórnað framkvæmdum.
Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.
Byggð hefur verið vélageymsla, sem einnig hýsir aðstöðu fyrir starfsmenn og stjórn, en það veigamesta sem nú er á framkvæmdastigi er helmingur golfvallarins, sem kunnugir telja að sé ekki á síður á fögru og tilbreytingarríku landi en sá hluti sem við þekkjum, og jafnvel að svæðið þeim megin sé ennþá fegurra.
Í ágúst verður Oddfellowreglan á Íslandi 100 ára og stefnt er að því að opna þennan nýja hluta vallarins og leika á 18 brauta golfvelli á landsmóti Oddfellowa í sama mánuði.“
Við golfvöllinn er minnismerki um frumkvöðlana er stuðluðu að tilvist hans, en upplýsingar um það er hvergi að finna á vefsíðum Oddfellows. Þegar FERLIRsfélagi leitaði eftir staðasetningu þess við starfsfólk vallarsins virtist enginn vita um tilvist þess. Sporin eiga það til að fyrnast!?
Urriðakotshraun var friðlýst sem fólkvangur þann 10. janúar 2024 að beiðni landeiganda og Garðabæjar.
Heimildir:
-Morgunblaðið 27.03.1997, „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“, Gísli Sigurðsson, bls. 1-4.
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/urridakotshraun/
Urriðavöllur – friðlýsing.