Viðarkol

Í „Sagnir og þjóðhættir“ eftir Odd Oddsson er kafli um Viðarkol. Þar segir m.a.: „Þar sem ekki var kostur á rekavið, sem mjög víða hlaut að vera sökum staðhátta, var eigi annars að neyta til hita í húsum og til matselda en skógarviðar, sem til allrar hamingju var nægð af, því að víst hefur það satt verið, að landið var víða skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Annars hefðu skógarnir ekki þolað hina takmarkalausu rányrkju í tíu aldir. er mesta undur, að nokkur einasta aðgengileg hrísla skyldi vera uppi standandi eftir þann tíma á landinu.
Skógur í hraunum ofan Hafnarfjarðar

Það segir sig sjálft, að býsna mikið af skógarviði hefur þurft til máleldanna, þar sem ekki var öðru að brenna, sauðatað – skán – ekki til. Sauðfé gekk úti, og mykja nautpenings var borin á völl, eins og Íslendingasögur sýna, til þess að fá betra gras – töðu af taði. En til þess að fá töðuna enn betri, einkum af hálendinu, fann Njáll upp á því að aka skarni á hóla, til þess að þar yrði „taða betri“…
Hvergi er þess getið að menn hér í fornöld hafi notað mó til eldsneytis, svo að annaðhvort hefur uppgötvun Torf-Einars eigi verið hér almenn kunn eða menn eigi þekkt mó eða hirt um að afla hans fyrr en seinna á öldum. Að vísu nefna sögurnar „fauskagröft„, en naumast getur það átt við mótöku, þótt gerð hafi verið í sama augnamiði, þar sem það var orðið, eftir skógareyðing, nærtækara að grafa upp kalvið og hálffúnar ræturnar en að sækja í skóginn sjálfan, og verið í rauninni einskonar „aukatöð„, eins og nú mundi kallað.
Viðarkolagerð 1870 - W-pediaÞað, sem knúði þó allra mest til skógarhöggsins og olli víst langmest eyðingu skóganna, var hin geysimikla eldsneytisþörf til járnvinnslunnar – „rauðablástranna„. Geta má nærri, hversu óhemju mikið af skógarviði, niðurhöggnum og brenndum til kola, hefur þurft t.d. til að bræða við, drepa og reka svo sem 50 kg af járni úr mýrarrauða, þangað til að það var orðið hentugt til smíða, því að afbragssmiður með sæmilegum tólum á 19. öld þurfti eina tunnu af góðum viðarkolum til þess að smíða við einn einasta venjulegan sláttuljá (samsoðinn). Að vísu hafa rauðablástrarnir ekki varað mjög lengi, því að efni til þeirra hafa gengið til þurrðar, og nægilegt járn hefur farið að flytjast til landsins, en eldsneytisþörfin til heimilisnotkunar og kolagerðin til járnsmíðanna hélt áfram allar aldir fram yfir miðja síðustu öld [19. öld]. Silfursmiðir notuðu viðarkol jafnvel lengur, ef smíða þurfti stóra hluti…
Möguleg viðarkolagröf á Skálholti í StrandarheiðiNú á tímum er svo margt að breytast bæði til hins betra – og verra – og margt að falla og fallið úr sögunni, þar á meðal viðarkolin. Á síðustu árum viðarkolagerðarinnar var ég að vísu ungur, en nægilega gamall þó til þess að muna vel eftir henni. Má vera, að yngri mönnum og eftirkomandi kynslóðum þyki það eigi með öllu ófróðlegt að fá lýsingu af kolagerðinni og notkun kolanna um 1874 á Suðurlandi, er sennilega hefur verið með líkum hætti um allt land frá fornöld, nema þá allt stórfelldara, og kolin þá brennd í skóginum, en eigi heima.
Á haustin eftir fyrstu réttir hófust skógarferðir. Menn sammældu sig til þeirra eftir ástæðum og höfðu svo marga klyfjahesta, er þurfa þótti, ef skógarhöggið var ótakmarkað, sem þá var orðið óvíða. Flestir urðu að kaupa skóginn. Var víst verð greitt fyrir að mega höggva hestburðinn. Fór það eftir gæðum viðarins, en algengast voru það 5 fiskar og þaðan af minna. Nokkrar jarðir áttu sjálfar skóg á landareign sinni, og einstöku jörðum fylgdu skógarítök á fjarlægum stöðum, annað hvort heilar torfur eða þá ákveðið hestburðatal. Þetta voru upphaflega gjafir frá guðhræddum mönnum til kirkna og bænahúsa, er þá voru á jörðum þessum.
Þeir sem áttu hTóft í Kolhólumina stærri skóga eða stór ítök, gátu höggvið eftir vild og selt öðrum, sem ekkert tilkall áttu til skógar, og það voru langflestir, sem ekki áttu það. Sumstaðar áttu heilar sveitir skóg saman, ef hann lá í afréttarlandi þeirra. Fóru þá ítök hverrar jarðar eftir hundraðatali hennar, miðað við hestburði…
Þegar komið var í skóginn, tóku menn að viða – höggva – af kappi, en hvað fljótt það gekk, fór eftir ýmsum kringumstæðum, svo sem því, hvað mikið skyldi viða, hversu skógurinn var þéttur, menn duglegir, veður hentugt o.fl. Engir voru umsjónarmenn eða neinar reglur um, hversu höggva skyldi, en ætlazt var til, að hver hrísla væri höggvin á snið, og öxin væri blaðþunn og biti vel, til þess að rótarstúfurinn – stofninn – merðist eigi eða rifnaði, en væri sléttur og hallur, svo að vatn gæti ekki gengið í hann og valdið fúa. Að  vísu þótti ekki gott að róðurfella stórar spildur, en ekki var samt horft í það, ef svo stóð á, að það þótti að einhverju leyti hagkvæmt. Þegar búið var að viða nægilega mikið, voru hríslurnar bornar saman og þær smærri bundnar í bagga – baggaviður, – en þær stærri í langa ströngla, er drógust á hestinum, vissu stofnarnir upp en limið niður, dragnaviður. – Þurfti mikla vandvirkni og aðgæzlu við að búa svo um, að þessar klyfjar meiddu ekki hestinn að aftan eða væru honum til hindrunar í göngu…
Kolgrafarholt í StrandarheiðiEftir að komið var úr skógi, var það haft að hjáverkum, er annað nauðsynlegt var eigi til að starfa, að kvista viðinn þannig, að allir angar og lim var höggvið af hríslunum, að þeim undanskildum, er ætlaðar voru til að skýla heyjum með. Lim var haft til eldiviðar, einkum til að svíða við svið og hita við kaffiketilinn í smiðjum, er það þurfti að gera fljótt og annað var yfir hlóðum í eldhúsinu. Einnig var limið haft í sópa til að sópa með innanhúsa og í heygörðum og til aðstoðar við barnauppeldið. Síðan var viðurinn greindur sundur. Það stærsta var haft til áreftis á fénaðarhús. Börkurinn var flisjaður af lurkunum með hníf. Hét það að birkja, og var börkurinn soðinn til litar á skinn. Sumir lurkar voru svo gildir að neðan, að nota mátti þá í hagldir og skammorf o.fl., en það beinasta og kvistalausa var geymt uppi í eldhúsi til næsta sumars og látið reykjast þar og harðna, síðan bútað og klofið og notað í hrífutinda um sláttinn. Því var viðurinn birktur, að hann þótti þá betur verjast fúa en ella.
Allt hið smærra af viðnum, en þó svo stórt, að nema mundi fingursgildleika, var ætlað til kola. Var það látið í tómt og þriflegt úthýsi, t.d. hesthús við bæinn. Var hentugt, að það væri með dyrum á hliðarvegg.

Brennisel-121

Á mitt gólfið var látinn kláfur með reiðingsdýnu ofan á. Á hann settist maður og hafði fyrir framan sig trékubb – fjalhöggið – jafnháan sætinu. Maðurinn sneri móti dyrum og hafði viðinn til vinstri handar, tók svo með hægri hendi lurk eftir lurk og hjó þá með biturri öxi í svo sem 7 cm langa búta, sem hrukku undan högginu út í hinn auða enda hússins og lentu þar í hrúgu. Þetta hét að kurla og bútarnir kurl. Nú voru lurkarnir oft kræklóttir og misfimlega til höggvið, og því var það, að kurlin hrukku víðsvegar um allt annað en þeim var ætlað. Gætti þess auðvitað mest, ef kurlað var úti, en ávallt nægilega mikið til þess að sanna forna málsháttinn „sjaldan koma öll kurl til grafar“. Mönnum þótti skemmtilegt verk að kurla, þ.e.a.s. ef kurlin létu nefni á þeim í friði. Einhverntíma á stekktíðinni á vorin, í logni og þurviðri, voru kurlin brennd til kola. Á háum stað og þurrum var gerð skálmynduð gryfja, kolagröfin. Fór stærð hennar eftir, hvað mikið skyldi brenna. Átti gröfin að vera hér um bil barmfull af kurlum. Byrjað var á þessu verki snemma dags, er veður þótti einhlítt, því að hvorki mátti vera regn né vindur, á meðan á brennslunni stóð, ef vel átti að fara. Á botn gryfjunnar var látinn logandi eldur og kurlunum komið fyrir þar ofan á þannig, að eldurinn gæti læst sig um alla gröfina og leikið jafnt um öll kurlin.
Þegar loginn Kolviðarhóllvar kominn upp úr kurlunum, var gröfin byrgð með torfi og mold, svo að hvergi gæti logað upp úr. Allur vandinn var í því fólginn að byrgja gröfina á réttum tíma. Verst fór, ef það var gert of seint eða illa, því að þá brunnu kolin til ösku meira og minna. Hitt var ekki heldur gott, að þau yrðu illa brennd, ef loginn var kæfður of fljótt, því að þá urðu kolin lakari til að sjóða járn við, og ekki reykjarlaus. Eftir að búið var að byrgja gröfina, varð að sjá um, að aldrei logaði upp úr, varð því maður ávallt að vera við gröfina, þar til hætt var að rjúka og glóðin kulnuð, varaði það oft allt að sólarhring. Þegar víst var, að kalt var orðið í gröfinni, var hún opnuð, kolin tekin upp, látin í smiðju, geymd þar í bing og tekin til notkunar eftir þörfum. Það var ærinn vandi að brenna vel kol, og flestir opnuðu gröfina með talsvert kvíðablandinni eftirvæntingu um, hversu tekizt hafði. Vel brennd viðarkol áttu að vera jöfn í allri gröfinni, svört að innan, gljáandi í broti og helzt með silfurlit að utan. Eftir að steinkol tóku að flytjast til landsins, voru viðarkol næstum einungis notuð til dengslu sláttuljáanna á sumrin, en til þess voru steinkolin óhæf sökum of sterks og ójafns hita og reyks…“.
Umfjöllunin getur síðan um ljáinn, þróun hans og notkun.

Heimild:
-Oddur Oddsson, Sagnir og þjóðhættir, Ísafoldarprentsmiðja, 1941, bls. 107-119.Hrísskógur í Almenningi ofan Hrauna

Í morgun var vinsælasti morgunsjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, NBC Today show, sendur út héðan frá Íslandi.
Útsendingar fóru fram í Bláa Ásdís Dögg Ómarsdóttirlóninu, við Gullfoss, á jökli og víðar. Um 6-8 milljónir manna horfa jafnan á þennan þátt. Að þessu sinni bar hann þemayfirskriftina „Ends of the earth“. Auk Íslands var Belize, Ástralía og Afríka fyrir valinu. Á myndinni hér til hliðar er Al Roker, þáttastjórnandi, að ræða við fulltrúa FERLIRs í þættinum, Ásdísi Dögg Ómarsdóttur, um bráðnun jökla, uppruna jökulánna, John Wayne-stílinn, grunnatriði ferðalanga, jökla, eldgos og dýrð sólarlagsins.
Sjá slóðina HÉR (sittu róleg/ur – upptakan spilar sig sjálf).
Sjá má meira HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Ásdís er alinn upp á Reykjanesskaganum. Á myndinni að ofan má sjá Ásdísi á Indíánanum í Kleifarvatni fyrir áratug.

Kotvogur

Eftirfarandi sögu um „Eldhnöttinn“ í Höfnum má lesa í Leiftri árið 1915:
„Saga Árna prests Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. En samkvæmt bendingu frá honum var leitað umsagnar Ketils bónda Ketilssonar yngra í Kotvogi, er gaf í sumum atriðum fyllri og nánari frásögn, sem bætt var inn í aðalsögnina.
Hafnir-333Sumarið 1886 kom eg að Kotvogi í Höfnum til Ketils dbrm. Ketilssonar, er þar bjó þá. Bað eg hann að segja mér sögu af eldhnetti þeim, sem eg hafði heyrt sjómenn segja frá að hann og fleiri hefðu séð. Var eg austur í Miðfelli í Hreppum í Árnessýslu, þegar eg heyrði söguna fyrst. Ketill varð við þessum tilmælum mínum. Hóf hann þá sögu sína á þessa leið: Eg stundaði refaveiðar á vetrum. Einu sinni var eg að egna fyrir tóur fyrir ofan Kirkjuvogs-túngarðinn. Þetta var árið 1839. Með mér var Jón Halldórsson frá Kirkjuvogi, er druknaði 1852. Hann var í sömu erindagerðum og eg. Þetta var um dagsetursbil. Tungl var í fyllingu og bjart veður. Sá eg þá hvar kom dökkleit hnoða. Líktist hún mest stórum selshaus og valt áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg áleit að þetta hlyti að vera missýning, og hafði þvi engin orð um hana við förunaut minn. Mér þótti þó einkennilegt að sýnin hvarf ekki, en hnötturinn þaut áfram eftir veginum í áttina til okkar. Eg hélt þó áfram þögninni við förunaut minn, til að ganga úr skugga um, hvort hin sama sýn bæri eigi fyrir hann. Við gengum samhliða og hélt eg óhikað áfram, þótt eg sæi að hnötturinn stefndi beint á mig. Alt í einu kipti Jón mér til sín og sagði nokkuð höstugt:
»Ætlar þú að láta þetta helvíti fara á þig?«
»Eg sá það líka, kunningi, svaraði eg.
Hnötturinn hélt svo áfram með sama hraða eftir hinum svonefndu Flötum, er liggja fyrir ofan Kirkjuvogshverfið, svo lengi að sýn eigi hvarf.
Af samtali okkar varð eg þess þá vís, að Jón hafði séð hnöttinn jafn lengi og eg.
Þetta sama kveld var Guðmundur bóndi í Merkinesi á leið úr Grindavík af sáttafundi. En þá voru Hafnir og Grindavík sama sáttaumdæmi, og voru það fram yfir síðustu aldamót. Þegar Guðmundur kom niður fyrir Hauksvörðugjá, en svo heitir gjá, sem er mitt á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar, sá hann á veginum fram undan sér eldglæringar eða eldhnött, er fór í sneiðingum eða sitt á hvað eftir veginum, en aldrei beint áfram. Þegar þetta kom á móts við Guðmund stanzar það. Þá ávarpar Guðmundur það og spyr:
»Hvað ertu, eða hver ertu, eða getur þú talað?«
»Já«.
»Hvaðan kemur þú?«
»Frá Merkinesk.
»Hvert ætlar þú að halda?«
»Austur að Skála undir Eyjafjöllum«.
»Hvert erindi er þangað?«
»Brenna þar bæinn«.
»Áttir þú nokkuð að finna mig?«
»Nei!«
»Far þú þá til helvítis«.
Síðan fór hver sína leið, og hnötturinn þaut áfram veginn með miklum hraða. Um fótaferðatíma næsta morgun er eg vakinn og sagt að Guðmundur á Merkinesi sé kominn og vilji finna mig. Lét eg vísa honum inn til mín. Tók hann sér sæti við rúm mitt, og lauk þar erindum sínum. En eigi taka þau til þessa máls. Eftir stundarþögn, að erindi loknu, mælti Guðmundur: »Það bar undarlega sýn fyrir mig í gærkveldi. Eg sá eldhnött koma veltandi hérna neðan úr Höfnunum«. Svo sagði hann mér frá því, sem þegar er fram tekið. Guðmundur á Merkinesi var einn hinn mesti herðimaður og fullhugi, sem eg hefi þekt. Sagði eg honum þá frá því, hvað fyrir okkur félaga hafði borið skömmu fyrr um kveldið. Þótti okkur það bera einkennilega saman. Saga okkar allra breiddist fljótt út, og biðu menn með óþreyju eftir fréttum að austan. Leið svo nokkur tími, að ekkert fréttist, unz vermenn komu undan Eyjafjöllum. Höfðu þeir þær fréttir að flytja, að í vökulok, hið sama kveld og við sáum sýnina, hefði verið barið högg á bæjarhurðina á Skála undir Eyjafjöllum. Var það með þeim undrakrafti að bæjarhurðin fór mélinu smærra, og brotin þeyltust inn í göng.
Einar hét bóndi á Skála. Hann var mikilmenni og ódeigur. Einar mælti, er höggið reið á: »Þetta mun vilja finna mig«. Klæddist hann skjólt, því að hann var nýháttaður. Gekk hann svo út, en sagði áður til heimamanna: »Þið skuluð sofa og ekkert um mig forvitnast.
Eg mun skila mér aftur«. Var því hlýtt. Eigi er þess getið hve rótt menn sváfu um nóttina, en hins er viðgetið að engir veittu Einari eftirför, eða gerðu sig fróðari um það, hvað hann sýslaði þessa nótt. Litlu fyrir dægramót kom Einar bóndi inn. Háttaði hann þegar og sofnaði skjótt. Þá er nokkuð lýsti af degi, sáu heimamenn, að smiðjan hafði brunnið um nóttina. Fundu þeir til þess enga orsök, því að nokkuð var frá því liðið að eldur hafði verið kveyktur þar. Þegar kona Einars vissi um smiðjubrunann, fór hún inn og vakti bónda sinn og sagði honum tíðindin. »Ekki kalla eg þetta mikil tíðindi«, mælti Einar. »Eg held að meira hafi staðið til, en eg vona að þeir komi ekki að tómum kofum hér«. Sofnaði hann svo væran aftur og svaf vel út.
Þeir, Einar á Skála og Guðni Ólafsson á Merkinesi, feldu hugi til sömu stúlku, Kristínar að nafni. Sagt var að báðir þeir bæðu hennar, en svo fóru leikar, að Guðni varð hlutskarpari, og giftist hann Kristínu. Reiddist Einar þessu mjög og var þá talað að hann hefði í heitingum við Guðna, og sagt að hann myndi hefna sín þó seinna yrði.
Rétt eftir að Guðni giftist, varð hann einhvers ónota var, sem hann skildi þó ekki. En þetta, hvað svo sem það var, hafði þau áhrif á konu hans, að hún brjálaðist. Eftir það lifði hún við fásinnu og eymdarskap. En áður var Kristin talin með efnilegri konum á sinni tíð.
Sú saga gekk að Guðna í Merkinesi hefði verið ráðlagt að íinna Jón stúdent á Bæjarskerjum á Miðnesi. Hann var gáfumaður mikill, en sagt var að forneskja væri í eðli hans og háttum. Hafði hann því orð á sér að vita jafnlangt nefi sínu. Talað var að hann hefði lofað Guðna því, að senda Einari þá sendingu, er kæmi fram hefndum og lækkaði rostann í honum.
Sumarið áður en saga eldhnallarins hefst, var það kunnugt að Guðni reið ósjaldan út að Bæjarskerjum til tals við Jón stúdent. Enginn kunningsskapur var þó áðnr þeirra milli, svo vitað yrði. Var því svo alment trúað að Jón á Bæjarskerjum hafi, eftir beiðni Guðna bónda á Merkinesi, sent til Einars bónda á Skála sendingu til þess að vinna honum tjón, og þá helzt með bæjarbruna.
Guðni Ólafsson var fæddur 19. sept. 1798, en deyði 19. júní 1846.
Svo lýkur sögu Ketils.
Ketill dbrm. í Kotvogi var mikill maður vexli, og hinn vænsti að áliti. Hann var trúmaður mikill, vandaður í öllum báttum og þvi manna merkastur að allra dómi, sem þektu. Sjálfur var hann og nokkuð við söguna riðinn. Nær var hann og kominn frétt um þau Merkineshjón. Vermenn, er fréttirnar báru honum frá Skála, voru og snmir básetar hans.
Þetta alt var þess valdandi, að eg lagði fullan trúnað á frásögn Ketils.“

Heimild:
-Leiftur, 1. árg. 1915, 1. tbl. bls. 19-22.

Grindavík

Eftirfarandi er úr frásögn Bjarna Sæmundssonar um hrakningarveðrið mikla 24. marz 1916. Hún er byggð á viðtölum við sjómennina sem og skipstjórann á kútter Esther frá Reykjavík, sem bjargaði áhöfnum fjögurra Grindavíkurskipa þennan dag.
„Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti í einmánuði (24. marz) 1916.Í Járngerðarstaðahverfi
Að morgni þess dags var logn og blíða og nærri frostlaust um allt Suðurland og sjórinn ládauður. Var þá almennt róið til fiskjar. Grindvíkingar voru alskipa um miðmorgunsleytið, 24 skip, flest áttæringar með ellefu mönnum á, og lögðu lóðir sínar í dýpstu fiskileitum, því að útlitið var hið bezta um veður. Ýmsir áttu net úti og vitjuðu þegar um þau, er þeir höfðu lagt lóðir sínar. Að því búnu fóru þeir að vitja um þær. En þegar menn höfðu tekið (dregið) fjórða hluta til helminga lóðanna, klukkan um hálf ellefu, brast á afar snögglega, „eins og byssuskot“, og eiginlega á nokkurs verulegs fyrirboða, ofsaveður af norðri, svo að ekki var við neitt ráðið.
Dokuðu sumir nokkuð við til að sjá, hvort ekki mundi bráðlega draga úr mesta ofsanum, en svo vildi ekki verða og sáu menn þá, að ekki var til setunnar boðið og skáru því frá sér lóðir sínar og bjuggu sig til að leita lands, ef kostur væri. Að „berja“ með árum var ekki viðlits, og reyndu menn því að setja upp segl og sigla þangað sem tæki. En það gekk ekki greitt. Þó að djúpmið Grindvíkinga séu ekki langt undan landi, fjórar til sex sjómílur eða lítið eitt meira, og veðrið stæði hér um bil beint af landi, þá gerðist sjór brátt stórvirkur. Þar við bættist hörkufrost og barlestarleysi hjá flestum, því að afli var mjög lítill, nema hjá þeim, er vitjað höfðu um net sín, svo að skipin þoldu ekki nema hið allra minnsta af seglum, þríhyrnur og fokkubleðla…
ÞKútter Estherað var gefið frá byrjun, að fæstir mundu ná réttri lendingu, og tókst það aðeins fjórum skipum frá Þórkötlustöðum, sem höfðu róið austur á bóginn og leituðu fyrst lands. Eitt skip þaðan náði með herkjum Járngerðarstöðum. Fyrir öllum hinum var um að gera að ná Staðarhverfi eða Víkunum. Hinum Þórkötlustaðaskipunum og einu úr Járngerðarstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; enginn hinna náðu landi fyrir austan Staðarberg og urðu því að leita lendingar á Víkunum og lánaðist það flestum. Þrjú, sem náðu bezt, lentu þar sem heitir Jögunarklettur („Kletturinn“), og fimm þau næstu nokkru utar (vestar, þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur, þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerðist á fjórða tímanum.
Tvö skip, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatlazt, urðu að lenda upp á von og óvon, sem heitir á Krosssvíkum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanestá, og brotnuðu í spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orðinn þar við land, en enginn maður meiddist.
Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á líf og dauða upp í urðarás einn vestan við Skarfasetur. Í sama bili og skipið steytti, skall yfir ólag, sem kastaði því flötu og skolaði átta mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fótum á land, þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeiddum, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði í spón.
-Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðslum og slysum undir þessum erfiðu kringumstæðum, af því að Grindvíkingar eru alvanir að bjarga sér í brotalá og illum lendingum.
Nú voru eftir fjögur skip, öll úr Járngerðarstaðahverfi, sem dýpst höfðu róið, eða höfðu minnsta seglfestu; þau náðu ekki nær en undir Skarafsetur. Eitt þeirra ætlaði að freista þess að ná lendingu í Kerlingarbás, undir Reykjanesvita, en náði ekki svo langt og hrakti undan. Tveim hafði ef til vill tekist að hleypa upp í Skarfasetur og bjarga mönnunum; fjórða náði aldrei svo langt. Bar þá um sama leyti svo til, að það sást til skips, ekki mjög langt undan, út og suður af Skarfasetri. Það var kútterinn Esther úr Reykjavík, skipstjóri Guðbjartur Ólafsson. Hann hafði komið austan af Selvogsbanka um daginn fullur af fiski og ætlaði til Reykjavíkur, en er hann kom móts við Stafnes, var veðrið orðið svo mikið, að hann sneri við til að leita sér skjóls í Grindavíkursjó.
Dagbjartur Einarsson, skipsstjóri á kútter EstherKom hann þarna eins og kallaður, þar sem öll von virtist úti, og tóku nú öll skipin það ráð að leita út til hans og héldu undan sjó og veðri til hafs og gekk nú ferðin greitt, þótt hvorki væri siglt né róið, veðrið og straumurinn nægðu.
Þegar Esther varð vör við ferð skipanna, felldi hún þegar forseglin, sneri upp í og hafði þegar allan viðbúnað til þess að taka á móti hinum bágstöddu skipum. Varð það ekki vandalaust verk, þar sem hún var stödd langt úti á hafi, hér um bil  mitt á milli Eldeyjar og lands, á eystristreng Reykjanesrastar, í stórsjó, stórviðri og hörku frosti, svo að varla varð við neitt ráðið og kútterinn undir sífelldum áföllum.
Björguninni var hagað þannig, að skipunum var lagt, jafnharðan og þau komu, upp að miðri skipshliðinni á kulborða, en nokkrum af áhöfninni skipað þar við borðstokkinn, og sættu þeir lagi að kippa hinum hröktu mönnum inn fyrir hann í hvert skipti, sem sjórinn lyfti skipunum upp í hæð við broðstokk kúttersins, þannig að tekið var í hendur þeim og handleggi. Var þetta ekki vandalaust, eins og ástatt var, en svo snilldarlega tókst það, að allar skipshafnirnar, 38 manns, náðust með heilu og höldnu, án þess að hið minnsta slys vildi til, og voru þó á meðal þeirra menn um sjötugt. Furðu lítið varð og að sjálfum skipunum, meðan á þessu stóð…
Ekki lægði veðrið, heldur fór það þvert á móti versnandi með kvöldinu, herti bæði ofveðrið og frostið. Var því ekkert viðlit fyrir Esther að reyna að slaga inn á Grindavík, til þess að koma fólkinu til lands. Var því ekki annað að gera en að leggja henni til drifs og láta „hala“ austur á bóginn og bíða betri tíma…
Að líðandi hádegi á mánudag var loks skipinu lagt til siglingar inn á Grindavík, og kom það á Járngerðarstaðavík um nónbil og skilaði þar af sér öllum mönnunum, eftir að hafa haft þá innanborðs í þrjá sólarhringa.
Það hafði verið ætlun skipstjóra, að reyna að bjarga skipunum sjálfum og voru þau því öll fest aftan í Esther, en þau töpuðust smám saman öll og  var ekki við öðru að búast, þegar svona var ástatt.“
Þá vel gera sér í hugarlund hve glaðnaði yfir mönnum, þegar Esther kom með alla mennina heila á húfi inn á Járngerðarstaðavíkina þennan mánudag.

Heimild:
-Bjarni Sæmundsson – Frá Grindvíkingum. Brim og boðar – Sig. Helgason 1949, bls. 215-223.Grindavíkursjór á góðum degi

Kaldársel

Í maí 2000 var fimmti Ratleikur Hafnarfjarðar opinberaður. Pétur Sigurðsson, útivistarkempa, hefur verið driffjöður leiksins.

Ásfjall

Byrgi á Ásfjalli.

Leikurinn gengur út á að far á milli merktra staða á korti, fræðast um þá og reyna að finna númeruð spjöld, semþar eru með áletrunum. Áletrunina á síðan að skrá á kortið og skila því inn til Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Hafnarfirði með von um verðlaun. Að þessu sinni var athafnasvæðið Almenningur ofan Hrauna og svæðið milli Grísaness og Undirhlíða, þ.á.m. Kaldársel. Í Almenningum var lögð áhersla á selin, þ.e. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðasel og Lónakotssel, auk Óttarstaðafjárborgar og Gvendarbrunn við Alfaraleiðina.

Ás

Ástjörn og nágrenni – örnefni.

Haldið var í Kaldársel og týnd upp merki frá 11 til 18; Grísanes, Hamranes, Stórhöfði, Fremstihöfði og Kaldársel, en til baka var gengi um Bleikingsháls og Ásfjall.
Á og við Grísanes eru nokkrar tóftir frá Ási, s.s. fjárborg, rétt, beitarhús, sauðakofar og gerði, auk leifa frá stríðsárunum frá því að Bretinn hélt til á og við Ásfjallið. Yfir Ásfjallsöxlina lá gamla leiðin frá Ási áleiðis í Hrauntungur og upp Dalinn þar sem enn má sjá leifar fjárhellis í gróinni kvos. Inngangurinn var hlaðinn, en þak hellisins er að hluta til fallið niður. Gatan lá síðan áfram upp á Stórhöfðastíg eða upp í Kaldársel.

Ásfjall

Ásfjall – varða.

Í Hamranesi eru miklar grjótnámur og eiginlega sárgrætilegt að horfa uppá hvernig bæjaryfirvöld, og þá einkun námunefndin, hafa leyft meðferð á landinu. Efst á Hamranesinu var eitt merki ratleiksins (666BÍR).

Gengið var áfram suðaustur eftir Selhrauninu sunnan Hamraness. Þá er Hvaleyrarvatn á vinstri hönd. Þar má enn sjá móta fyrir tóftum Hvaleyrarsels og Ásels sunnan við vatnið, auk beitarhúss og stekks utan í vestanverðum Stórhöfða austan við vatnið. Á hægri hönd er hlaðinn stekkur frá selinu. Uppi á Selhöfða eru leifar tveggja fjárborga og utan í honum sunnanverðum eru tóft kofa eða gerðis.

Selhöfði

Fjárborg á Selhöfða.

Þegar upp á öxlina á Seldal var komið var stefnan tekin á Stórhöfða, sem Stórhöfðahraun er kennt við. Það e rmikið hraunflæmi sunnan og vestan við höfðann. Eitt merkið var norðan í honum, en vandlega falið. Annars er leiðinlegast við ratleikinn hversu sumt fólk finnst sig knúið til að fela merkin betur eftir að það hefur fundið þau sjálft. Þeir, þ.e.a.s. venjulegt fólk, sem á eftir koma, þurfa því að hafa vel þjálfaða leitarhunda sér til aðstoðar.
Gengið var yfir suðuröxlina á Seldalnum og áleiðis yfir á Fremstahöfða. Utan í honum suðaustanverðum er hálfhlaðið fjárhús, líklega frá Kaldárseli. Er eins og hætt hafi verið við húsagerðina í miðjum klíðum.

Fremstihöfði

Hálfhlaðið fjárhús undir Fremstahöfða.

Tínt var upp merki í klapparsprungu meðal burkna, í hvammi innan um lyng og birki, í gulvíði undir ljónslappa við hellisop og í hraunkanti. Hellirinn er svonefndi Kaðalhellir. Hann var nefndur svo af krökkunum í KFUMogK í Kaldárseli því aðstoða kaðals þarf til að komast upp í efri hluta hans. Farið var auk þess niðurí nerði hluta hellisins beggja vegna misgengis, sem þarna er, og er alveg þess virði að kíkja þangað niður. Í botni vestari hlutans er jökull, þ.e. klakinn bráðnar aldrei, og skapar hann skemmtilega birtu í hellinum.
Í Kaldárseli má m.a. sjá hvar gamla selið eða kotið (undir aldarmótin 1900) var sunnan við sumarbúðahúsið. Neðan þess, við Kaldá má sjá móta fyrir tóft, auk áletraðra hraunhellna frá fyrstu tíð stúkustrákanna sunnan við ána. Annars er Kaldáin merkilegt fyrirbrigði og í rauninni efni í aðra lýsingu.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg á Borgarstandi.

Mikið misgengi gengur til austurs norðan Kaldársel. Hluti þess eru Smyrlabúðir miðja vegu að Búrfellsgjánni/Selgjánni. Norðan við Kaldardársel er Borgarstandur. Á honum voru áður tvær fjárborgir, en nú er einungis önnur eftir, þ.e. sú vestari. Hún er friðlýst. Hin, sú austari, hefur líklega verið tekin undir vatnsleiðsluna, sem þarna liggur m.a. yfir Lambagjá (mikil hleðsla).

Kaldársel

Kaldársel – fjárhús undir Borgarstandi.

Norðvestan undir Borgarstandi eru leifar fjárhúss og gerðis út frá því. Vestan við það lá gamla leiðin um Kaldársel. Sjá má hana klappaða í bergið á kafla skammt norðar. Enn norðar eru svo fjárhellarnir. Hlaðið er fyrir munnana og inni í einum þeirra er hlaðinn garður. Einnig er þarna tóft hlöðu. Þorsteinn Þorsteinsson hafði fé þarna um tíma sem og í Sauðahellinum syðri vestan Selgjár. Sömuleiðis Kristmundur Þorláksson frá Hafnarfirði, síðar Stakkavík, um tveggja eða þriggja vetra tímabil.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Gengið var með höfðunum með viðkomu í nátthaga og helli og síðan áleiðis upp á Ásfjall um Vatnshlíð og Bláberjahrygg. Í Nátthaga norðvestan Kaldársels er hlaðinn nátthagi utan í háum hraunhól mót norðri. Vestan í Ásfjalli er hlaðið byrgi eftir Bretana. Einnig undir vörðunni, Dagmálavörðu, efst á fjallinu. Þá eru leifar byrgja vestar í fjallinu, en trúlega haf þeir notað þar gamla fjárborg því glögglega má sjá á handbragðinu hvort hleðslan hafi verið eftir Íslendinga eða Breta. Bretar virðast hafa hróflað upp görðum, líkt og á Flóðahjalla, en Íslendingar hlóðu þá jafnan vel og vandlega.
Af Ásfjalli er fagurt útsýni yfir höfðustað höfuðborgarsvæðisins.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mín.

PS. Svo skemmtilega vildi til að einn FERLIRsfélaga vann til verðlauna eftir að dregið hafði verið í Ratleiknum. Fékk hann bakpoka að launum. FERLIR hefur eftir það ekki skilað inn lausnum í Ratleiknum – svo aðrir eigi þar betri möguleika.

Kaldársel

Kaldárssel – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

“Krýsuvík hefir til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefir dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist er hann var fluttur. Hraunflóð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir það sig um undirlendið vestur að Ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austantil í hrauninu. Heitir hinn vestari Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austantil niðurundir múla þeim í hálsinum, sem Núpshlíð heitir.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niður við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum. Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undir hraunjarðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið niðurfrá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins, sem nú var getið.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar.

Annar garður kemur undan hraunjarðrinum nokkru neðar en hinn og stenfnir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrri garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðartaldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. En þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði. Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjarðrinum. Liggur þriðji garðurinn þar ofan frá neðra garðinum og neðra hraunjarðrinum og hverfur undir hann.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Þannig sér hér á 4 aðskildar girðingar, er allar hverfa að meiru eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra býla hrauni byrgðar. Vestur úr útsuður horni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjarða. Er hún eigi breiðari en svo, að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, kvíslast hún í tvær lágar. Þær heita kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá sutri til vesturs, nál. 4 fðm. Löng og 2 fðm. Breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið bil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 fðm. Frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endan hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir fyrir dyrum hinnar, nálægt jafnstór henni og liggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjarðarinn að sunnanverðu.

Húshólmi

Húshólmi – stoðhola.

Vestanvið hana dýpkar lágin að mun, en þar er ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan er hrunin. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 fðm., svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utanmeð þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lútur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 fðm. Norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er bæjarrúst. Hefir hún verið þrískipt. Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og hefir dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 ½ fðm. Löng og 1 ½ fðm. víð.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nfl. 2 ½ fðm., en nál. 5 fðm. á lengd. Hún er merkileg að því, aðmeð báðum veggjum, eftir henni endilangri, er 1 al. Breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið. Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kirngum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.
Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka.

Húshólmi

Húshólmi – tóftir í Ögmundarhrauni.

Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg eg að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fermri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi verið tún þessara bæja, heldur annara afbýla, sem þá eru hulin hrauni. Og hver veit hve mörg býli þar kunna að vera horfin?”

– Úr Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903. Þar lýsir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi Húshólma eftir að hafa skoðað staðinn sumarið 1902.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Möngusel

Ofan við Mönguselsgjá er Merkinessel. Þetta eru 4 sérstæðar kofarústir og eru hlaðnar undir gjárbarmi. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld. Norðan í hæð er kvos, grasi gróin og ofurlitar kofarústir í botni hennar. Þetta er Möngusel.

Möngusel

Möngusel.

Við skoðun á seljunum sumarið 2002 kom í ljós, eftir langan gang, að Möngusel er í bakka gróinar hraunkvosar og virðist vera allgamalt. Merkinessel hið nýrra er suðv við kvosina, undir misgengisvegg. Tóftirnar eru nokkuð heillegar. M.a má sjá glugga á einum vegg einnar húshleðslunnar. Þar er og hlaðinn stekkur og grafið vatnsból. Það var þurrt þegar komið var í selið. Allnokkru norðvestnorður af selinu fannst Merkinesselið eldra. Það var norðaustan undir grónum hól í annars eyðilegu umhverfi. Tóftirnar virtust vera allgamlar. Ekki er auðvelt að finna og staðsetja þetta sel því heiðin þarna er hvert öðru líkt. Gamla-Merkinessel (Miðsel) er í vestur frá Norður-Nauthólum. Augljóst er að landkostir hafa daprast og selið verið fært í Mönguselsgjá.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ofan Hafnavegar er Kirkjuvogssel. Ofan þess er gróin hæðarbunga. Undir henni norðanverðri eru tóftir og kví eða stekkur skammt vestar. Kirkjuvogssel hefur verið allveglegt sel á sínum tíma.

Merkinessel

Merkinessel.

Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir er getið um sel tilheyrandi bæjum þar: „Nú bregðum við okkur þangað, svo sem hálftímagang, og förum upp á miðhólinn og litumst þaðan um. Rétt norðar en við st er býkúpumyndaður hóll. Í honum, með munna mót norðri, er hellisrifa, sperrulöguð. Þetta er refagren og nefnist Suður-Nauthólagren. Norðan við okkur liggur geysilangt og ca. þriggja til fjegra kílómetra landsig, eða neðan frá Stóru-Sandvík norðaustur í heiði. Gjáin er nefnd Mönguselsgjá. Ofan við miðju gjáarinnar má sjá nokkuð stæðilegar kofarústir. Þetta heitir Merkinessel. Þetta eru 4 rústir og eru hlaðnar að suðurbergveggnum. Þetta er í landi Merkiness og er talið, að haft hafi verið í seli þar fram á 19. öld.

Merkinessel

Gamla Merkinessel.

Upp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel. Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána.

Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel.“

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.

Grímshóll

„Vogastapi er nær 80 metrar á hæð og skagar fram sem núpur milli Voga og Njarðvíkur innri. Þverhnípt björg eru framan í honum og eru það hin fornu Kvíguvogabjörg. Þar verpir nokkuð af sjófugli. Alfaraleið lá fyrrum yfir Stapann þar sem heitir Reiðskarð, en aksvegurinn var gerður á öðrum stað. Efst á Stapanum er hóll, sem Grímshóll nefnist. Um hann eru nokkrar þjóðsögur. Ein er á þessa leið:

Reiðskarð

„Einu sinni voru vermenn á leið suður í Leiru. Sumir segja, að það hafi verið Norðlendingar, en aðrir, að þeir hafi verið úr Rangárvallasýslu. Einn þeirra hét Grímur og var ungur að árum. Þegar þeir eru á leið upp Reiðskarðið á Stapanum, slitnaði reiðgjörð Gríms, og þar sem hann fór seinastur tóku félagar hans ekki eftir vþí, að honum dvaldist við að gera við gjörðina, og fóru á undan. Skildi þar með þeim. En er Grímur kemur upp á Stapann, mætir hann þar manni og taka þeir tal saman. Biður hinn ókunni maður hann að róa hjá sér um veturinn og segir, að hann muni ekki hafa verra af því. Grímur spurði þá, hvar hann ætti heima, en hann kvað næ sinn vera skammt þaðan. Og hvort sem þeir töluðu nú um þetta lengur eða skemur, verður það úr, að Grímur ræður sig í skip hjá þessum manni. Komu þeir nú brátt að snotrum bæ vel hýstum. 

Vogar á fyrri hluta síðustu aldar

Bóndi tók við hest Gríms og kvað hann eigi þurfa að hafa áhyggjur ah honum. – Síðan hófst vertíðin og róa þeir Grímur tveir á báti og hlóðu í hvert skipti. Aldrei þurfti Grímur að gera að fiski, og líkaði honum stórum vel þarna. En um lokin höfðu þeir fengið 10 hundruð til hlutar. Launaði bóndi honum stórmannlega og bað hann að róa hjá sér næstu vertíð. Er svo ekki að orðlengja það, en þarna reri Grímur síðan margar vertíðir og fiskaði alltaf manna mest. Seinast kvæntist hann dóttur bónda og fluttist til hans, og hefir ekki spurzt til Gríms síðan. En það er mál manna, að bær huldumannsins muni vera hóllinn efst á Stapanum og hefir hann síðan verið kallaður Grímshóll. –
Stapagatan gamlaOft er hvasst á Stapanum og þótti mjög villugjarnt þar í stórhríðum, áður en akvegurinn kom. En villigjarnast varð mönnum hjá Grímshóli, eftir því sem sagnir herma, og eftir því var talið, að hólbúarnir mundu villa um fyrir mönnum. Margir hafa orðið þar úti og sumir með sviplegum hætti. Þess er getið í Setbergsannál, að fundiszt hafi dauður maður undir Stapanum, og bar enginn kennsl á líkið; hefir það óefað verið vermaður. – 28. janúar 1859 varð Þorsteinn, sonur Klemensar bónda Sæmundssonar í Stapakoti, úti á Stapanum. Hann átti þá heima í Minni-Vogum. Síðla dags gengu tveir menn fram á hann dauðadrukkinn á Stapanum, og hafði hann brennivín hjá sér. Þeir vildu fá hann til þess að koma með sér, en hann var ófáanlegur til þess og reyndi að berja þá frá sér með staf sínum. Þá tóku þeir af honum stafinn og fóru svo sína leið. Ekki höfðu þeir rænu á því að segja til hans, en þeir gengu um hlaðið á Minni-Vogum og skildu staf hans þar eftir. Varð því ekki úr, að hans væri leitað um kvöldið, en síðar fannst hann örendur á Stapanum. – Nokkrum árum seinna, það mun hafa verið 1865, fór Egill fisktökumaður á Hólmi til Keflavíkur að vetrarlagi. Mun honum hafa dvalizt þar lengur en hann ætlaði.

Stapinn

Stapabúð.

Í vökulokin kom hann aftur að Stapakoti. Þá ar mikill snjór og útsynnings éljagangur. Vildi Klemens bóndi endilega, að hann gisti hjá sér um nóttina, en við það var ekki komandi, Egill vildi ólmur komast heim. Þá lét Klemens vinnumann sinn fara upp úr rúmi til þess að fylgja honum. En það er af ferðalagi þeirra að segja, að þeir hrepptu blindbyl á Stapanum, ætluðu að fara svonefndan Rauðastíg innan við gilið hjá Grímshól, en hröpuðu fram af björgunum. Fundust þar síðan limlest lík þeirra.

Stapi

Vogastapi – leiðir.

Sveinbjörn Egilsson frá Stapakoti varð úti hjá Stapanum um 1870. – Sigurður Jónsson frá Görðum á Landi varð úti á Stapanum seintá 19. öld.
Hér er aðeins fátt talið. En vegna þess, hve margir fórust á Stapanum, þótti þar löngum reimt mjög. Og hefir það ekki batnað á seinni árum, nema síður sé, þrátt fyrir aukna menntun og margs konar framfarir. Hafa gengið hinar römmustu sögur á seinni árum af „stapadraugnum“, eða „stapadraugunum“, því að sumir halda, að þeir séu margir. Væri vel, ef einhver vildi safna þeim sögum, því að þær eru harla girnilegar til fróðleiks.“

Heimild:
-Árni Óla – Strönd og Vogar, úr sögu einnar sveitar í Landnámi Ingólfs Arnarsson, 1961.

Á Grímshól

Blikdalur

Haldið var í Saurbæjarsel í Blikdal (Bleikdal) á Kjalarnesi.
Með í för var Þorvaldur Bragason og Matthias-2fjölskylda (eiginkona og sonur). Tilgangurinn var að skoða selið, sem svo eftirminnilega kom við sögu í aðdrætti forföður Þorvaldar, Matthíasar Jockumssonar, skálds, og Guðrúnar Runólfsdóttur, dóttir bóndans í Saurbæ, á síðari hluta 19. aldar. Í framhaldi af heimsókn Matthíasar upp í selstöðuna í miðjum fjallasalnum norðanverðum eignaðist Guðrún dóttur. Guðrún varð síðar eiginkona Matthíasar. Eða eins og Guðbergur Bergsson, skáld, gæti síðar hafa sagt: „Þegar aðdrættir eru góðir verða þeir hvergi betri en í Blikdal“.
Dagurinn var 18. nóvember 2011, en dánardagur Matthíasar var einmitt þann 18. nóvember árið 1920 (fyrir 91 ári). Hann fæddist 11. nóvember 1835 og var því 85 ára þegar hann lést (og viku betur).
Matthías orti m.a. ljóð (daladrósin) til selsmatsseljunnar í Blikdal:

„Hátt í dalnum,
sólarsalnum
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.“

Þegar komið var upp í Blikdalinn þennan fagra lognumstillta nóvembersdag virtist í loftinu liggja hátíðlegt boð um minningu Matthíasar – slíkt var lognið og kyrrðin.
Matthías Jochumsson (11. nóvember 1835 – 18. nóvember 1920) fæddist á Skógum sem stóð um Gudrun Runolfsdottir100 metra frá sjó í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Átti hann heima á Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum. Matthías stundaði síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku og sveitavinnu, en einnig verslunarstörf í Flatey. Matthías aðhylltist únítarisma.
Í Latínuskólann fór hann 24 ára gamall. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði, t.d. leikritið „Skugga-Sveinn“ og hann samdi ljóðið „Lofsöngur“ sem síðar var notað sem þjóðsöngur Íslands. Hann var ritstjóri Þjóðólfs um tíma og síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Sigurhæðum á Akureyri, en húsið reisti hann sjálfur. Áður var hann prestur í Odda á Rangárvöllum og um tíma bjó hann í Móum á Kjalarnesi þar sem Blikdalsævintýrið framangreinda gerðist eitt fagurt miðsumarssíðdegi þegar selfarir tíðkuðust enn (þær lögðust af um 1870 og þar með lauk þeim þúsund ára söguþætti þjóðarinnar).
Saga séra Matthíasar Jochumssonar byggir á sjálfsæfisögu hans og útgefnum bréfum.
Matthías Jochumsson var lykilpersóna í trúar- og menningarlífi Íslands á árunum 1874-1920, sem ritstjóri, mikilvirkur greinahöfundur, þjóðskáld, afkastamikill þýðandi heimsbókmennta, leikritahöfundur og síðast en ekki síst ,,huggari“ þjóðar sem enn bjó við skelfileg kjör, á öld efahyggju í trúmálum sem leysti upp aldagamla heimsmynd. Hann orti marga bestu sálma þjóðarinnar og ógrynni minningarljóða og erfiljóða. Hann vann ötullega að því í sálmum sínum, fyrirlestrum, greinaskrifum og bak við tjöldin að koma á framfæri nýjum trúarhugmyndum sem samræmdust tíma biblíurannsókna. Matthías var úthrópaður fyrir guðlast en lifði það 85 ára gamall að verða sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði við Háskóla Íslands, svo mikið höfðu tímarnir breyst frá því hann hóf baráttu sína fyrir siðbót kirkjunnar. Hann var frumkvöðull í því að ráðast gegn bókstafstrú og gömlum trúarkreddum og draga þannig úr spennunni milli vísinda og trúar. Hann vann mikilvægt verk í því að gera íslenska kristni víða og umburðarlynda og færa hana í nútímabúning, og átti mikinn þátt í því að miklu stærri hluti fólks telur sig nú trúaðan eða er sáttur við trúarhefðina hér á landi en í nágrannalöndunum.

Matthias og Gudrun

Saga hans mun hjálpa þjóðinni að endurmeta trúararf sinn og jafnvel örva ,,heilastöð trúarinnar“ sem samkvæmt nýlegum fréttum hefur nú verið kortlögð á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum.
Þótt Matthías hefði lítið gert annað en að semja þjóðsöng Íslendinga og vinsælasta leikrit allra tíma hér á landi (Útilegumennina) nægði það eitt til þess að gefa ævisögu hans gildi, en eftir hann liggur gífurlegt magn texta, í þýðingum, kvæðum, blaðagreinum, sjálfsæfisögu, ferðasögu, bréfasöfnum, leikritum og sálmum. Á þjóðhátíðinni 1874 varð Matthías Jochumsson stjarna, var fenginn til að yrkja minni konungs og „Lofsöngur“ hans sem varð, sem fyrr sagði, þjóðsöngur Íslendinga 1918 var þá frumfluttur við hátíðamessu í dómkirkjunni.
Matthíasi var fyrirgefið áhugaleysi á stjórnmálum þjóðfrelsis á ritstjórnarárunum 1874-1880, því að hann var svo mikilvægur liðsmaður í hinum ,,trúar“ þáttum sjálfstæðisbaráttunnar: trúnni á tunguna, skáldskapinn, söguna og guð. Mæddur af lestri heimspekirita sem boðuðu algjöra efnishyggju orti hann eins og kraftaskáld í sig og aðra þá trú að guð væri þrátt fyrir allt einhvernveginn til. Það væri galdur í lífinu og trúarleg skynjun, hrein efnishyggja væri bæði dapurleg og óholl Saurbaejarsel-23og jafnvel óskynsamleg.
Séra Matthías var sonur hjónanna þar, Jochums bónda Magnússonar og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru komin af merkum breiðfirzkum ættum. Þau voru andlegt atgervisfólk hvort á sína vísu, en bjuggu lengstum við þröngan kost, þar sem ómegð var ærin og harðindi tíð, en margförult um Skóga og mikil gestrisni.
Matthías var hinn þriðji að aldri bræðranna þar á bænum og ólst upp með foreldrum sínum fyrsta áratug ævinnar, en fór þá í vistir, fyrst í nágrenninu, en síðan til séra Guðmundar móðurbróður síns, sem um þær mundir fluttist að Kvennabrekku í Dölum. Þar dvaldi hann fram yfir fermingu, en ekki prísaði hann sig með öllu sælan undir handarjaðri frænda síns, því enda þótt hann kynni vel að meta mannkosti hans, var klerkur kappsmaður um búsýslu, að hann hélt drengnum meir til vinnu en náms. Sextán ára gamall hvarf svo Matthías vestur í Flatey, þar sem hann hóf störf við verzlun föðurfrænda síns, Sigurðar Jónssonar, en hann var tengdasonur Brynjólfs Bogasonar, sem þá var einn ástsælasti höfðingi þar vestra. Skipti nú heldur en ekki um hagi, því hér var hann kominn sem í ný foreldrahús, auk þess sem hann naut góðvildar og fyrirgreiðslu þess ágæta menntafólks sem búsett var þar í eynni. Kom loks þar, að það styrkti hann til utanfarar, þegar hann var ári betur en tvítugur og dvaldi hann þá vetrarlangt í Kaupmannahöfn. Á þessum árum hafði honum vaxið svo andlegt ásmegin, að næsta haust bauðst Brynjólfur kaupmaður til að kosta hann í skóla – og það raunar ekki síst fyrir tilstilli Þuríðar Kúld, sem fljótt hafði séð hvað í pilti bjó og studdi hann til frama sem hún mátti.

Saurbaejarsel-24

Stundaði hann nú undirbúningsnám hjá séra Eiríki, manni Þuríðar, næstu tvo vetur, en verzlunarstörf eða sjómennsku á sumrin. Síðan settist hann í þriðja bekk latínuskólans haustið 1859 – þá orðinn 24 ára gamall.
Snemma hafði borið á skáldskaparhneigð hjá Matthíasi, en nú tvíefldist hún er í skólann var komið og gerðist hann þar brátt mestur hagsmiður bragar og kvað ótrauður fyrir minnum.
Sumarið 1861 ferðaðist hann með kvekurum vítt um byggðir og öræfi landsins og mun sú reynsla hafa orðið kveikjan að Útilegumönnunum, sjónleiknum um Skugga-Svein, sem sýndur var í skólanum veturinn eftir og varð honum síðar einna drýgstur til vinsælda og þjóðfrægðar um langa hríð.

Saurbaejarsel-245

Stúdentsprófi lauk Matthías á sínu þrítugasta aldursári, sat þar næst tvo vetur í prestaskólanum og vígðist síðan til Kjalarnessþinga á hvítasunnudag 1867. Settist hann að í Móum ásamt konu sinni, Elínu Sigríði Knudsen, sem hann hafði kvongast árið áður. Hún hafði aldrei orðið fullheil eftir höfuðmein, sem hún tók á unga aldri, enda lézt hún á jólum eftir aðeins tveggja ára sambúð þeirra hjóna.
Tveim árum síðar kvæntist séra Matthías að nýju og nú Ingveldi, dóttur Ólafs E. Johnsens prófasts á Stað á Reykjanesi, en hann var náfrændi Jóns forseta og náinn heimilisvinur þess Skógafólks. Það hjónaband entist enn skemur, því Saurbaejarsel-246þessa konu missti hann úr lungnabólgu eftir tæpt ár.
Eftir þessi miklu áföll undi hann eigi fyrir harms sakir þar heima í Móum, heldur byggði jörðina og fékk leyfi til að hverfa frá brauðinu um sinn. Hélt hann síðan utan, fyrst til Englands, en þar næst til Danmerkur og Noregs, og var nær árlangt í þeirri för.
Ekki hafði honum þó auðnazt það jafnvægi að hann mætti staðnæmast til lengdar á Kjalarnesi og sagði hann lausu brauðinu árið eftir og lét enn í haf til Englands. Dvaldi hann þar að mestu þann vetur. Eins og nærri má geta urðu þessar utanfarir slíkum manni sem séra Matthíasi í senn reynslubrunnur og harmabót. Hann eignaðist vini hvar sem hann fór og kynntist ýmsum helztu frumkvöðlun mennta og lista í gistilöndum sínum, sem og ýmsum stofnunum og stefnum samtíðarinnar úti í hinum stóra heimi.

Saurbaejarsel-247

Séra Matthías kom heim úr þessari þriðju utanför sinni þjóðhátíðarsumarið 1874 og varð þá eitt af fyrstu verkum hans að yrkja sjö minni í tilefni af hátíðinni – ,,og flest sama daginn“ eins og hann segir sjálfur í minningum sínum.
Árið eftir kvæntist hann í þriðja sinn. Hét sú kona Guðrún Runólfsdóttir og var frá Saurbæ á Kjalarnesi, en bróðir hennar var giftur systur séra Matthíasar. Lifði Guðrún mann sinn og eignaðist með honum ellefu börn.
Það hafði orðið að ráði með tilstyrk vina séra Matthíasar erlendis að hann festi kaup á blaðinu Þjóðólfi og gerðist ritstjóri þess. Settist hann nú að í Reykjavík og varð blaðamennskan aðalstarf hans þar næstu sjö árin, en auk þess fékkst hann nokkuð við tímakennslu og sitthvað fleira, þar til hann seldi blaðið og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Bjó hann þar við allmikla rausn um sex ára skeið.
En er harðæri kreppti mjög að þar eystra, tók að hvarfla að honum að skipta um set og að ráði landshöfðingja sótti hann um Akureyrarbrauð og fékk það. Kostaði sá tilflutningur ærna örðugleika og einnig urðu fyrstu ár hans Saurbaejarsel-248þar nyrðra með ýmsum hætti heldur óyndisleg. En smám saman rættist úr um hag hans og frægðarorð og um aldamótin sagði hann lausu kallinu, en naut eftir það skáldalauna frá Alþingi.
Hann bjó þó áfram á Akureyri til æviloka og fór svo, að á efri árum sínum hlotnaðist honum óskoruð ástsæld bæjarbúa, sem og þjóðarinnar allrar, er nú taldi hann nær einróma höfuðskáld sitt og andlegan höfðingja. Kom þetta meðal annars ljóslega fram á 75 og 80 ára afmælum hans, er honum voru haldin samsæti og auðsýnd margvísleg önnur sæmd.
Auðvelt var þennan frábæra nóvemberdag árið 2011 að feta selstíginn frá Saurbæ að selstöðunni góðu í miðjum Blikdalnum. Þegar þangað var komið mátti glögglega sjá seltóftirnar er Guðrún hafði hafst við fyrrum. Aftan þeirra mátti „lesa“ skálatóft (sjá uppdrátt) af enn eldri selstöðu. Tóftin stendur nokkuð hátt svo ætla má að undir henni kúri nokkrar eldri seljakynslóðir fornra minja, jafnvel allt frá landnámstíð. Tóft, sem gefur vísbendingu um kúafjós frá fyrstu tíð er ofan selstöðunnar. Hún er a.m.k. góður leiðarvísir þessa efnis. Ljóst virðist vera að fyrstu selin í þúsund ára sögu þeirra hafi verið kúasel með tilheyrandi beitargæðum og aðgengi að vatni. Með breyttum búskaparháttum; heimaræktun túna og slægjum, færðist kúabúskapurinn heim að bæjunum. Fjárselin tóku við hlutverki kúaseljanna. Sú þróun varði í u.þ.b. 800 ár – með tilheyrandi breytingum. Staðsetning seljanna frá einum tíma til annars er ekki síst áhugavert viðfangsefni… 

Heimildir m.a.:
-Þessi grein er eftir Jóhannes úr Kötlum og birtist sem formáli í kvæðakverinu „Gullregn“ – úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal (samþjöppuð í réttri röð) – uppdráttur ÓSÁ.

Auðnaborg

Menningarminjar á Reykjanesskaganum komu til umræðu meðal tveggja manna.
Annar hafði gengið um og kynnt sér svæðið og taldi sig vita nokkurn veginn hvað það hefði að geyma. Hinn hafi ferðast um það vítt og breytt á bíl og taldi Líklega sundvarða á Skálholtisig einnig vita ýmislegt. Verulegur munur var þó á þekkingu þeirra hvað varðar úrval og staðsetningu minjanna. Sá akandi hafði séð kirkjur, vörður og jafnvel rústir, en sá gangandi hafi séð fornar götur, falin fjárskjól, seltóftir, réttir, stekki, sæluhús, hella, brunna, varir, verbúðir o.fl. er verða fyrir fótum fólks og lýsa búsetusögunni um langa tíð.
Ákveðið var að taka fyrir svæði valið af handahófi. Kíkt var á neðanverða Strandarheiði ofan Breiðagerðishverfis. Báðir mennirnir sögðust hafa komið þangað, sá gangandi til að skoða Staðarborgina og hinn akandi á leið í Voga. Hvorugur sögðust hafa tekið eftir minjum á þessu tiltekna svæði, enda einstaklega eyðilegt á að líta.
Lagt var af stað ofan við heimreiðina að Breiðagerðisbæjunum. Þar liggur stígur upp í heiðina. Sunnan hans er gróin tvískipt tóft á klapparhól. Hleðslur eru í syðri hluta tóftarinnar, en nyrðri hlutinn virðist hafa verið sporöskjulaga gerði. Að öllum líkindum hefur þarna verið lítið fjárhús eða sauðakofi.

Auðnaborg

Auðnaborg.

Beint að augum, með stefnu á Keili, er gróinn hóll. Sunnan í honum er Auðnaborg. En stígurinn lá hins vegar áleiðis að Skálholti, stórum en lágum og flötum klapparhól. Uppi á hólnum eru þrjár vörður; líklega landamerki. Sú norðaustasta er greinilega hlaðin úr eldra mannvirki. Grunnur af ferkantaðri hleðslu er umhverfis vörðuna, en norðan hennar eru leifar af skýli. Nafnið á holtinu gæti hafa verið vegna þess. Kannski að menn hafi hist þar og skálað eða skýlið hafi verið skáli í einhverjum tilgangi. Þá er ekki útilokað (og reyndar sennilegt) að þarna hafi verið skál til kolagerðar, sbr. Odd Oddsson: „Einhverntíma á stekktíðinni á vorin, í logni og þurviðri, voru kurlin brennd til kola. Á háum stað og þurrum var gerð skálmynduð gryfja, kolagröfin“. Við slíkar grafir voru oft skjól því kolavinnslan gat tekið tíma og ávallt varð maður að vaka yfir henni á meðan eldað var. Utan í klapparhólnum austanverðum mótar fyrir lítilli tóft. Norðvestan í holtinu er gróinn hóll. Í honum má sjá hleðslu. Líklega var þarna um að ræða efri sundvörðuna inn í vörina neðan Breiðagerðis. Hún er greinilega hlaðin með stefnu í Keili. Á lágum klapparrana austan við holtið er hlaðið byrgi refaskyttu.
Fjárhústóft ofan BreiðagerðisOfar eru grónir hólar; Vatnshólar. Suðvestan þeirra eru einnig gróinn hóll. Þegar nær var komið sáust hleðslur réttar sunnan hólsins og grónar tóftir uppi á honum. Þarna var Auðnaborgin; almenningur og tveir dilkar austan hans. Tóftirnar uppi á hólnum gætu hafa tengst réttinni eða borginni, sem þarna var og staðurinn dregur nafn sitt af. Skammt vestar eru leifar af stekk. Breiðagerðisstígurinn lá upp með Auðnaborg með stefnu á Keili. Enn sést móta fyrir honum á köflum. M.a. má sjá vörðu við hann millum borgarinnar og fjárhústóftarinnar fyrstnefndu.
Þessi stutti hringur tók u.þ.b. 30 mín og 03 sek. í frábæru veðri.
Ljóst er að það getur ýmislegt leynst á „eyðilegu“ svæði. Eftir gönguna voru báðir jafn undrandi. Kannski þetta hafi ekki verið alveg sanngjarnt gagnvart þessum tveimur „ferðalöngum“ því í rauninni er sama hvar stigið er niður á Reykjanesskagann – þar má alltaf finna einhverjar minjar – ef vel er að gáð.
Leifar skála á Skálholti?