Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Allir eru alltaf velkomnir til Hafnarfjarðar, í fyrrum landnám Ásbjarnar Özurarsonar, frænda Ingólfs Arnarssonar, hins fyrsta norræna landnámsmanns hér á landi.

Akurgerði

Akurgerði 1836 – Mayer.

Í árdögum náði núverandi bæjarsamfélag einungis skammt út frá Akurgerðisjörðinni (undir hraunkantinum neðan núverandi Byggðasafns) vegna þá skiljanlegrar undanlátssemi Garðaklerks. Umdæmið allt tilheyrði fyrum hinum forna Garðahreppi. Undir skjólgóðum hraunkantinum ofan fjarðarins fjölgaði hins vegar ört torf- og timburhreysum vinnandi aðkomufólks við Akurgerðisútgerðina og -verslun. Samansöfnuðurinn og stöðug fjölgun bústaða og húsa kallaði á stækkun „smábæjarlandsins“.

Fljótlega voru í framhaldinu gerðar kröfur um eignarnám með tilstuðlan Alþingis á landauðugustu jörðunum ofan við fjörðinn, s.s. Hvaleyri, Ófriðarstaði og Hamarskoti.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – umdæmismörk 2024.

Til að gera langa staða stutta nær lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar í dag yfir allt þéttbýlið við fjörðinn og auk þess að handan í u.þ.b. 25 km suður fyrir það að háhita- og hverasvæðinu í Krýsuvík í umdæmi Grindavíkur, sem og um Hraunin vestur fyrir Straumsvík, allt að mörkum Lónakots og Hvassahrauns í vestri. Í austri liggja mörkin að Garðabæ, en þau hafa gjarnan verið umsemjanleg frá einum tíma til annars í gegnum tíðina – líkt og fyrrum.
Upphaflega saga bæjarins er í raun samofin sögu útgerðar og verslunar á Íslandi. Á 15. öld kepptu Englendingar og Þjóðverjar um ítök í fiskveiðum og verslun í bænum og um tíma var bærinn kallaður þýskur „Hansabær“. Reistu þeir m.a. kirkju í bænum. Minnisvarða um hana má sjá sem steinboga við smábátabryggjuna.

Hafnarfjörður

Vitinn – merki Hafnarfjarðar.

Bjarni Síverstsen, sem stundum er nefndur faðir Hafnarfjarðar, að eiginkonu hans ógleymdri, Rannveigu Filippusdóttur, að í bænum og hóf útgerð og verslun um síðustu aldamót. Í dag er minnkandi sjávarútvegur, iðnaður og verslun auk vaxandi ferðaþjónustu helstu atvinnuvegir Hafnfirðinga.
Hafnarfjarðar er meðal annars getið við upphaf Íslandsbyggðar. Hingað kom t.d. Hrafna-Flóki á leið sinni að vestan á bakaleið sinni aftur til Noregs, fyrr en nokkur norrænn maður hafði árætt að taka sér fasta búsetu hér á landi. Við það tækifæri rak eftirbát með fóstbróður hans, Herjólfi, frá skipi hans og rak inn í Herjólfshöfn þar sem nú er Hvaleyrarlónið (reyndar talsvert breytt). Fundu þeir dauðan hval og gott lægi. Nýttu þeir hvorutveggja, á ólíkan hátt þó. Síðari sagnir segja frá Kólumbusi þeim er sagður er hafa fundið Ameríku. Talið er að hann hafi komið við í Hafnarfirði og í fleiri höfnum (s.s. á Rifi) til að afla upplýsinga, áður en hann hélt síðan árið 1492 í eina ferða sinna yfir Atlantshafið. Þá bjó okkar fólk þegar yfir vitneskja um hið efirsótta land í vestri, en kaus Hafnarfjörð fram yfir það. Einstakir frumkvöðlar höfðu ákveðið að leita lengra umfram hið óráðna, með þeim árangri sem við nú þekkjum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

Í landi Hafnarfjarðar eru margar náttúruperlur. Sjá má í þeim bæði fjölbreyti- og margbreytileika íslenskrar náttúru, hraunin, jarðhita, vötn, Lækinn, neðanjarðarárnar og tjarnirnar ofan Straumsvíkur, auk margs konar fugla- og plöntulífs – sem sumt er bara ansi fágætt – og allt með miklum ágætum.

Hafnarfirðingar er stoltir af bænum sínum hvort heldur vísað er til hans sem menningarbæjar, íþrótta- og útivistarbæjarins og/eða Vina-, Álfa-, Brandara- eða Víkingabæjarins.

Helst hefur skort á áhuga þeirra er ber skylda til að varðveita óðum hverfandi sögulegar minjar frumkvöðlanna er bæði skópu fyrrum annars hina ágætu ásýnd bæjarins og skyldu auk þess eftir sig þá huggulegu ásýnulegu arfleifð er við njótum enn í dag.

Hafnarfjörður

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Ekki er við frumkvöðla Byggðasafnsins að sakast – fremur nánast meðvitundarlausa bæjarfulltrúa og áhugalaust verkafólk bæjarstjórnar. Horfa þarf gaumgæfulega til seinni tíma langrar vanræsku og mjög takmarkaðs áhuga þeirra er á eftir komu.
Þegar þetta er ritað eru Íbúar bæjarins rúmlega 21. þúsund. Hafnarfjörður býður gestum sínum upp á að njóta margvíslegrar dægrardvalar og fjölbreyttrar þjónustu. Í nágrenninu eru fjölbreytt útivistarsvæði með fjölmörgum sögulegum minjum og náttúrufyrirbærum, skemmtilegum gönguleiðum, hellum; reyndar eitthvað fyrir alla.
Seinni tíma fornleifaskráning í umdæminu jaðrar við vanrækslu – þótt ekki væri nema fyrir tvennt; rangrar skráningar sem og fjölmargar enn sem slíkar óskráðar fornleifar.

Heimildir:
-Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, Ásgeir Guðmundsson. – Hafnarfirði : Skuggsjá, 1983-1984.

-ÓSÁ tók saman

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni og gamlar leiðir.

https://ferlir.is/63791-2/https://ferlir.is/baer-i-byrjun-aldar-magnus-jonsson/

https://ferlir.is/as/https://ferlir.is/logsagnarumdaemi-hafnarfjardar-fra-1908/