„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.
Strandarkirkja – Engilsvík.
Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.
Strandarkirkja 1884.
Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim“, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni“, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.
Selvogur – Strönd; loftmynd.
Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga“, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi“, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.
Víghólsrétt í Selvogi.
Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi“ Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd“ 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi“; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“ væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.
Selvogur – Gapi.
Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.
Strandarkirkja um 1900.
Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Selvogur – Útvogsvarða.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).
Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.
Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.
Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.
Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).
Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.
Strandarkirkja 1900.
Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi“) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling“ , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.
Strandarkirkja.
Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.
Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.
Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.
Strandarkirkja – ljósakróna.
Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi
Strandarkirkja 1940.
Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.
Strandarkirkja – altaristafla.
Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.
Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn.
Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum“, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út. Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.
Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum. Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.
Strandarkirkja – kristsmynd.
En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.
Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
Strönd – loftmynd.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.
Selvogur – Nesborgir.
Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.
Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson“. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.
Strandarkirkja 2014.
Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn“ Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.
Strandarkirkja.
Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult“ „af fátæku fólki“, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Klukka Strandarkirkju.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.
Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða“. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Í Strandarkirkju.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Strandarkirkja.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.“
Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,“ og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi“ gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,“ en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.
Í Breiðabás.
Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.“ Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri“, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir“: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,“ Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).
Strandarkirkja – altaristaflan.
Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,“ en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið“, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur“. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Seljabót – rétt.
Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Strandarkirkja 1920.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða“.
Standarkirkja.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd „að æfinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð“.
Selvogur; MWL.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin“. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.
Selvogur – kvöld við Engilvík.
Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: „Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!
Strandarkirkja – kristsmynd.
Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.
Strandarkirkja.
Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13. þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.
Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.
Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.
Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.
Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.
Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.
Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.
En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.
Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur „Staður“.
En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.
Vogsós – herforingjakort 1903.
En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri“, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.
Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.
Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík“ Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig „kantað“ tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.
Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.
Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi“ ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver „veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.
Askur í Selvogi.
Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða“.“
Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.
Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.
Geirfuglinn – Þorvaldur Thoroddsen o.fl.
Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Landfræðissögu Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar„. Bókin var gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi 1904. Í henni má t.d. lesa eftirfarandi um rannsóknir á fuglum hér á landi, auk þess Þorvaldur fjallar um geirfuglinn:
Þorvaldur Thoroddsen: 1855-1921.
„Um dýraríki Íslands vita menn miklu minna en um grasaríkið, enda er það eðlilegt, rannsóknir dýralífsins á æðra og lægra stigi eru miklu örðugri aðgöngu, það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í dýrin en plönturnar og nákvæm þekking fæst ekki nema með samvinnu margra vísindamanna, sem hafa sérstaka þekkingu á hinum einstöku dýraflokkum. Rannsóknir dýralífsins eptir kröfum vísindanna nú á dögum útheimta góð söfn náttúrugripa og bóka og hentug verkfæri og eru því yfirleitt miklu kostnaðarsamari en rannsóknir í grasafræði; Íslendingar hefðu því haft lítil tök á að rannsaka dýralíf landsins, þó áhugi hefði verið á því, en hann hefir nú optast líka vantað. Tiltölulega var dýraríki Íslands betur kunnugt um lok 18. aldar en um lok 19. aldar, því fyrst og fremst voru kröfurnar þá miklu minni og svo gjörðu þeir menn, sem þá voru sendir til að kanna Ísland allharðar tilraunir til þess að fá yfirlit yfir dýralíf landsins í heild sinni; hið litla, sem unnið hefir verið að dýrafræðisrannsóknum á 19. öld, er flest í molum, rannsóknir ýmsra dýraflokka án samanhengis, og við suma flokka og það allmarga, hefir ekkert verið fengizt; opt hafa þessar rannsóknir verið framkvæmdar á hlaupum eða í sambandi við dýrarannsóknir annarra landa.
Eggert Ólafsson lagði grundvöllinn undir dýrafræði Íslands (III., bls. 54—56), hann braut þar ísinn, eins og svo víða í öðrum greinum; 1786 samdi N. Mohr yfirlit yfir allt dýraríki Íslands og ýmsir aðrir skráðu sitthvað fleira um dýrafræði landsins; þessa höfum vér alls getið að nokkru áður, en munum hér fara fáum orðum um það, sem ritað hefir verið á 19. öld. (1800—1880). Frá þessari öld er ekki til nein bók um allt dýraríki Íslands, því tegundatal eptir Th. Gliemann (1824) er varla teljandi. Benedikt Gröndal samdi í Gefn dýrafræðisyfirlit og telur þar nokkrar íslenzkar tegundir og kyn úr flestum flokkum; í dýrafræði sinni telur hann einnig mörg íslenzk dýr og skapar ný nöfn á flokkum og ættum; voru þessi rit mjög þörf, því ekkert hafði áður verið ritað á íslenzku um almenna dýrafræði Íslands. F. A. L. Thienemann rannsakaði mest og bezt íslenzk spendýr, einkum seli, en af riti hans um dýrafræði íslands kom aldrei út nema fyrsta hefti.
Þorvaldur Thoroddsen – Íslandskort 1906.
Um engan íslenzkan dýraflokk hefir verið ritað eins mikið eins og um fugla; margt af því er reyndar ómerkilegt, en sum ritin eru ágæt, svo enginn dýraflokkur á Íslandi er nú eins vel kunnur og þessi, þó vantar enn fullkomna fuglafræði, sem að öllu leyti samsvarar kröfum tímans. Á seinni hluta 18. aldar fékkst þegar allmikil fræðsla um íslenzka fugla og má margt um þá lesa í ritum Eggerts Ólafssonar, N. Mohr’s, M. Th. Brúnnich’s, Sveins Pálssonar o. fl.; höfum vér áður drepið á fuglarit þessara manna. Eggert Ólafsson lýsti 69 fuglategundum, N. Mohr telur 66, Sveinn Pálsson athugaði lifnaðarhátt fugla og tók eptir mörgu, en það kom ekki á prent. Í dýrafræði Danmerkur eptir 0. F. Muller eru einnig nefndir nokkrir íslenzkir fuglar og önnur dýr og þar eru líka allmörg íslenzk dýranöfn; rit þetta er aðeins dýratal með örstuttum lýsingum.
Sveinn Pálsson.
Fr. Faber afkastaði miklu meira í þessu efni og hann má heita höfundur og faðir íslenzkrar fuglafræði á 19. öld. Árið 1822 gaf hann út ágrip af íslenzkri fuglafræði, og telur þar 86 fuglategundir. Í ágripi þessu nefnir höf. fyrst hin latnesku nöfn og svo hin íslenzku og eru flestöll alveg rétt.
Faber ritaði síðar miklu meir um íslenzka fugla. Í hinu þýzka tímariti »Isis«, sem L. Oken (1779—1851) gaf út, lét hann á árunum 1824—27 prenta margar ritgjörðir um íslenzka fugla; þær eru viðaukar og skýringar við fuglafræðiságripið, og að vöxtum helmingi lengra mál en sú bók.
Ritgjörðir þessar eru ómissandi fyrir þá, er stunda fuglafræði Íslands, en þeim virðist hafa verið lítill gaumur gefinn. Þar er nákvæm lýsing fuglanna á ýmsum aldri, sagt frá hinni ytri og innri byggingu og fjölda margar athuganir um lifnaðarhátt þeirra. Aptan við þessar greinir er frásögn um ferð þeirra Raben’s greifa, Mörch’s og Faber’s út í Geirfuglasker; þeir gátu engan bát og enga menn fengið til þess að flytja sig þangað, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og urðu að leigja fiskijakt í Keflavík fyrir 32 specíur; þeir komust með lífshættu upp í Geirfuglasker og sýndi Raben greifi mikinn dugnað og dirfsku og var nærri drukknaður; ferðin varð þó árangurslaus, hún var gjörð til þess að ná í geirfugl, en þeir sáu engan.
Japetus Steenstrup: 1813-1897.
Aðrir Danir rituðu á þessu tímabili mjög lítið um íslenzka fugla. Charles Teilmann gat um nokkra í fuglariti sínu og J. H. Reinhardt ritaði nokkrar smágreinir; hann getur þess meðal annars, að svartur íbis (ibis falcinellus) hafi komið til suðurstrandar Íslands vorið 1824, þeir voru 10—12 í hóp og voru 5 skotnir, allt fullorðnir fuglar, og komust þeir á dýrasafnið í Kaupmannahöfn. Reinhardt ritaði einnig um íslenzkar álptir, mest um beinabyggingu þeirra og um eyðingu geirfuglsins; hann getur þess, að 1823 hafi tveir geirfuglar náðzt á Eyrarbakka, og voru þeir sendir á dýrasafnið í Kaupmannahöfn, 1828 kom slæmur hamur frá Reykjavík og ennfremur hamir og egg 1830; var þá sagt, að geirfuglinn væri flúinn úr skerinu upp að landi vegna eldgossins, sem þar varð í nánd á því ári; 1831 voru líka boðnir til sölu í Kaupmannahöfn 20 geirfuglshamir og alls náðust þá á Íslandi eptir reikningi Reinhardt’s 27 geirfuglar á tíu árum.
Geirfuglasker – lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.
Árið 1833 komu Englendingarnir G. C. Atkinsson og William Proctor til Íslands og veiddu fugla í nágrenni Reykjavíkur. 1837 kom W. Proctor aptur til landsins. O. O. Fowler og Shepherd ferðuðust víða bæði um Suður- og Vesturland 1862 og athuguðu fugla. Þessir menn rituðu ekkert sjálfstætt, en aðrir fuglafræðingar einkum A. Newton fengu hjá þeim ýmsa fræðslu um fuglafræði Íslands. Mönnum var sérstaklega mikil forvitni á að fá að vita eitthvað um geirfuglinn, einkum eptir að hann fór að verða mjög sjaldgæfur og hvarf að lokum. Hina ítarlegustu ritgjörð um geirfuglinn samdi Japetus Steenstrup 1855, síðan ritaði Edvard Charlton um fuglinn 1859 og A. Newton 1861 ágæta ritgjörð.
Geirfugl – beinagrind.
Í sorphaugum steinaldarþjóða við strendur Danmerkur fann Jap. Steenstrup mikið af geirfuglsbeinum og réði af því, að geirfuglinn mundi í fyrndinni hafa haft miklu víðari útbreiðslu en á seinni öldum; menn höfðu líka fundið allmikið af geirfuglsbeinum vestan hafs á eyjum við Newfoundland og Labrador. Steenstrup safnaði nú saman öllum fregnum um geirfuglinn, er hann gat náð í, til þess að fá vissu um útbreiðslu hans á fyrri öldum. Flestir náttúrufræðingar ætluðu, að geirfuglinn væri mjög norrænn fugl og að varpstaður hans hinn síðasti á Geirfuglaskerjum við Reykjanes væri við hin syðstu takmörk þess svæðis, er var hið upprunalega heimkynni hans, en Steenstrup sýndi með rökum, að þessi skoðun var skökk og að heimkynni geirfuglsins einmitt lágu sunnar.
Geirfugl – skilti til minningar um útdauðan geirfuglinn á Fogo-eyju á Nýfundnalandi.
Með því að kynna sér gömul rit fann Steenstrup, að geirfuglinn hafði á 16. og 17. öld verið algengur á eyjum og skerjum við austurströnd Norður-Ameríku, en eyddist af gegndarlausu drápi og ofsókn sjómanna, sem þar komu; þeir ráku hina varnarlausu, ófleygu og heimsku fugla þúsundum saman til slátrunar og notuðu þá bæði til fæðu og eldsneytis, og er opt getið um þetta fugladráp í fornum ferðasögum. Á Grænlandi var geirfuglinn aldrei almennur, á 18. öld sázt hann stundum á útskerjum sunnan til á Vesturströndinni. Á Íslandi var geirfuglinn algengari, en þó orðinn sjaldgæfur á dögum Eggerts Ólafssonar og varp þá aðeins á tveim stöðum við Suðurland, á Geirfuglaskerjum við Reykjanes og Geirfuglaskeri við Vestmanneyjar.
Geirfugl – stytta á Fogo-eyju.
Steenstrup segir, að menn fyrst í útlöndum hafi fengið vitneskju um geirfuglinn á Íslandi af bók Anderson’s borgmeistara í Hamborg 1747, en það er eigi alveg rétt; Pétur Resen hafði um miðja 17. öld lýst geirfuglinum í Íslandslýsingu sinni (II., bls. 187), en rit hans hafa þó líklega fáir þekkt. Um lok 18. aldar var geirfugl horfinn frá skerjum við Vestmanneyjar, en lengur hélst hann við á Fuglaskerjum við Reykjanes, þó geirfuglarnir þar jafnan væri fremur fáir, að minsta kosti á seinni öldum; loks hröktust geirfuglarnir úr skerjunum af eldgosum og ofsóknum manna og tveir hinir síðustu geirfuglar, karlfugl og kvennfugl, létu líf sitt 1844; þeir höfu orpið í Eldey, nær landi en venja þeirra var, og voru teknir þar; síðan hefir fuglategund þessi hvergi sézt.
Geirfugl – stytta við strönd Ameríku.
Á Færeyjum voru geirfuglar fremur algengir á 17. öld, en fækkaði smátt og smátt og voru alveg horfnir um lok 18. aldar. A St. Kilda við Skotland urpu geirfuglar á 17. öld, en á fyrri hluta 18. aldar voru þeir orðnir sjaldgæfir og seinast á þeirri öld og framan af hinni 19. náðust örfáir flækingar við útsker nærri ströndum Skotlands og Englands. Á þeim tímum, sem sögur fara af, hafa geirfuglar aðeins orpið á útskerjum við hið norðvestlæga Atlantshaf, kringum Newfoundland, við suðurströnd Íslands, á St. Kilda og Færeyjum; aðalheimkynnið mun þó hafa verið við Newfoundland og nálægar strendur.
Áður hefir útbreiðsla fuglsins verið miklu meiri og hann hefir þá verið algengur í Danmörku, við Bretland og líklega sunnan til í Skandínavíu; smátt og smátt hefir geirfuglinn eyðzt af ofsóknum manna, af því hann gat enga björg sér veitt, og svo var viðkoman lítil, því fuglarnir áttu aldrei nema eitt egg á ári.
John Wolley: 1823–1859.
Enskur fuglafræðingur John Wolley jun. (1823—1859) hafði mikinn áhuga á að rannsaka sögu geirfuglsins og hafði í öðrum löndum grafizt eptir fregnum og fræðslu, sem þar að laut; í aprílmánuði 1858 ferðaðist hann til Íslands í sömu erindagjörðum og annar enskur náttúrufræðingur, vinur hans Alfred Newton, slóst í förina með honum. Þeir voru nokkrar vikur í Reykjavík og fóru svo suður á Reykjanes og dvöldu í Kirkjuvogi í Höfnum frá því 21. maí til 14. júlí, ætluðu þeir út í Eldey og Geirfugladrang, en aldrei gaf sakir brima. Þeir félagar söfnuðu öllum fregnum um geirfuglinn, sem þeir gátu uppspurt og Wolley fann töluvert af geirfuglsbeinum í sævarsandi og sorphaugum hjá Kirkjuvogi og Bæjarskerjum. Þeir voru hvatamenn til þess, að Eirikur Magnússon (í Cambridge) fór sama sumar á báti út að Geirfuglaskeri því, sem liggur út af Berufirði; þar var eigi hægt að lenda fyrir brimi, en þeir réru kringum skerið svo nærri, að þeir gátu sannfærzt um, að þar voru engir geirfuglar, enda mundu menn ekki i nálægum héruðum, að fuglinn hefði sézt þar, þó hann ef til vill hafi orpið þar til forna.
Geirfugl – eyjar og sker undan Reykjanesi.
John Wolley ætlaði að rita bók um geirfuglinn og sögu hans, en entist eigi aldur til þess, því hann andaðist 20. nóvember 18591). Alfred Newton setti síðar saman í ritgjörð ágrip af athugunum þeim og fregnum um geirfuglinn, sem þeir Wolley höfðu safnað á Íslandi og er ritgjörð þessi einkar fróðleg og segir sögu geirfuglsins við Fuglasker betur en nokkurt annað rit, margt eptir munnlegum frásögnum bænda og sjómanna í Höfnum og á Suðurnesjum.
Síðar samdi A. Newton ritgjörð um íslenzka fugla; þar er fyrst yfirlit yfir allt það, sem þá hafði verið skráð um fuglafræði Íslands, þá almennar hugleiðingar um fuglalíf á Íslandi og svo taldar allar þær fuglategundir, sem þá þekktust á Íslandi, og telur Newton 88 tegundir; yfirlitið er fróðlegt og vel frá því gengið.“
Í Wikipedia segir m.a. um geirfuglinn:
Geirfugl í norsku safni.
„Geirfugl (fræðiheiti Pinguinus impennis) er útdauð fuglategund af álkuætt. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vó um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.
Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey 3. júní 1844. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.
Geirfuglaveiðar og útrýming
Geirfugl – útbreiðslusvæði.
Geirfuglaveiðar voru stundaðar fyrr á öldum og farið út í eyjar þar sem geirfuglar lifðu. Í Íslandslýsingu sem talin er vera eftir Odd Einarsson biskup er þessi lýsing á slíkum veiðum: „Þegar fiskimenn fara þangað til fuglatekju, verða þeir fyrir árásum fugla þessara, sem ráðast á komumenn í þéttri fylkingu og með feiknakrafti og troða þá niður, nema mennirnir sjái við árásinni með því að drepa nokkra hina fremstu í fylkingunni. Þá snúa hinir frá og leggja á flótta,og er þá fyrirhafnarlítið að taka þá á undanhaldinu.“
Geirfugl – Ole Worm (1588-1654) teiknaði myndina. Eina teikningin, sem til er af lifandi geirfugli.
Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hann fékkst á uppboði í London 1971 að undangenginni landssöfnun.
Carl Franz Siemsen kaupmaður í Reykjavík var umboðsmaður fyrir ýmsa erlenda vísindamenn og söfn. Árið 1844 er honum falið að ná í geirfugl og bauð hann bændum í Höfnum 300 krónur fyrir dauðan eða lifandi geirfugl. Það varð til þess að 4. júní 1844 fóru fjórir á stað til Eldeyjar og sjá þar tvo geirfugla sem sátu á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum.“
Í Lesbók Morgunblaðsins 1949 er grein um „Geirfuglinn„:
„Hinn 14. nóvember 1931 voru seld tvö geirfuglsegg á uppboði í London. Annað var selt fyrir 525, en hitt fyrir 524 sterlingspund. Með núverandi gengi samsvarar það hjer um bil 13.650 íslenskum krónum fyrir hvort egg. En hæsta verð, sem fengist hefir fyrir geirfuglsegg, er 682 stpd. 10 sh. og samsvarar það hjer um bil 17.750 ísl. krónum nú. Þetta geipiverð stafar af því, að ekki eru til nema 72 geirfuglsegg í veröldinni, og sum af þeim þó brotin.
Geirfuglinn var álkutegund, en ófleygur. Til þess bendir hið latneska nafn hans „Alca impennis“. En venjulega er hann nefndur pingvin (pengwyn, penguin). Er talið að það nafn sje af keltneskum uppruna. Pen þýðir höfuð og gwyn þýðir hvítt. En fuglinn var með stórar hvítar blesur upp frá nefinu. Íslendingar nefndu hann aftur á móti geirfugl. Halda sumir að það stafi af því að nefið á honum líktist spótsoddi, en mundi það ekki eins geta stafað af hinum hvítu geirum upp frá nefinu, og fuglinn þannig kenndur við það einkenni sitt á íslensku, alveg eins og á keltnesku?
Þegar menn kynntust mörgæsunum á suðurhveli jarðar, þóttu þær svo líkar geirfugli að þær hlutu nafnið pingvin. En enginn skyldleiki er með mörgæsum og geirfuglum. Mörgæsir hafa aldrei komist norður fyrir miðjarðarbaug og geirfuglar aldrei suður fyrir hann. Ekki var þó geirfuglinn íshafsfugl, heldur var hann dreifður um allar strendur norðanvert við Atlantshaf. Hafa leifar hans fundist víða á Norðurlöndum, svo sem Skáni, Jótlandi, Finnmörk og sunnanverðu Íslandi. Einnig á sunnanverðu Grænlandi, á Newfoundland og með austurströnd Ameríku alt suður að Floridaskaga.
Geirfuglar við Reykjanes.
Geirfuglinn var fjelagslyndur og helt sig í stórhópum. Sjerstaklega var mikið um hann á Newfoundland. Um árið 1500 fóru skip ýmissa þjóða til fiskveiða við Newfoundland og var talið að skipverjar þyrfti ekki að hafa með sjer meiri matarforða en rjett til siglingarinnar vestur yfir hafið; síðan gæti þeir lifað á geirfugli og geirfuglseggjum. Á Funkey, sem er við norðvesturströnd Newfoundlands má enn í dag sjá rjettir, sem menn hlóðu til þess að reka geirfuglahópa inn í. Þar var svo fuglunum slátrað, en umhverfis rjettirnar fannst mikið af geirfuglabeinum og þótti það benda til þess að þessir veiðimenn hefði ekki hirt af þeim annað en fiðrið og látið skrokkana þar eftir.
Geirfuglasker.
Á Geirfuglaskerjum, vestur af Reykjanesi, var ákaflega mikið af geirfugli. Í bók, sem kom út 1746, segir danskur maður, Johan Andersen, frá því að 1723 hafi verið svo mikið af geirfugli á Geirfuglaskerjum, að það hafi hlotið að vera forboði þess, að Friðrik konungur fjórði var feigur!
Árið 1831 sukku Geirfuglasker í sjó og varð fuglinn þá heimilislaus. Eitthvað af honum fluttist til Eldeyjar, en vegna þess að hann var ófleygur komst hann ekki upp á eyna, en varð að hafast við á lægstu stöllum, þar sem brim gekk yfir.
Smám saman var geirfuglinum útrýmt. Seinasti geirfuglinn í Eystrasalti var drepinn i Kielfirðinum 1790. Hann var þá fyrir löngu aldauða vestan hafs. Er talið að um 1700 hafi enginn geirfugl verið til á Newfoundland. Í Orkneyjum var seinasti fuglinn drepinn 1835, og seinustu fuglarnir við Ísland drepnir í Eldey 1844. Um það er þessi saga:
Carl Franz Siemsen kaupmaður í Hamborg byrjaði að versla í Reykjavík laust fyrir 1840. Hann bygði verslunarhúsið austur við læk, þar sem Ziemsensverslun var seinna. Carl Fr. Siemsen var hjer aðeins á sumrin. (Það er fyrsta húsið i Reykjavík sem bygt er með leyfi byggingarn.). Hann var mjög vel mentaður maður og var um boðsmaður fyrir ýmsa erlenda vísindamenn og söfn. Árið 1844 hafði honum verið falið að ná i geirfugla. Hann sneri sjer til bændanna í Höfnum og bauð þeim 100 krónur fyrir hvern geirfugl, dauðan eða lifandi, sem þeir gæti fært sjer. Þetta var freistandi tilboð og Hafnamenn stóðust það ekki.
Geirfugl – horft til Eldeyjar.
Hinn 4. júní 1344 lögðu þeir fjórir á stað til Eldeyjar á báti, Vilhjálmur Hákonarson, bóndi á Stafnesi, Ketill Ketilsson bóndi í Kotvogi, Sigurður Ísleifsson og Jón Brandsson. Þegar til Eldeyjar kom sáu þeir hvar tveir geirfuglar sátu á ofurlítilli klettasnös. Þeir reru þangað og tókst að handsama fuglana. Greip Jón Brandsson annan, en Sigurður hinn og sneru þá úr hálsliðunum. Lítt mun þá hafa grunað að með þessu tiltæki væri þeir að útrýma einni fuglategund úr heiminum. En svo var þó. Þetta eru seinustu lifandi geirfuglarnir, sem nokkur maður hefir sjeð. Þess vegna eru nú geirfuglaegg í slíku verði sem að framan er sagt. Og ekki eru geirfuglahamir ódýrari, en talið er að til muni vera 80 af þeim í heiminum.“
Í Lesbók Morgunblaðsins 1936 var einnig grein um „Geirfuglinn„:
Geirfugl í Glasgow til minningar um að síðasti geirfuglinn þar var veiddur á St. Kilda um 1840.
„Árið 1534 komu franskir sjófarendur að lítilli ey skammt undan New Foundlandi. Þar var óhemju grúi af stórum sundfuglum, sem ekki gátu flogið. Þetta voru geirfuglar. Og á hálfri klukkustund drápu Frakkar þarna svo marga fugla sem þeir gátu framast flutt með sjer á tveimur bátum.
En 300 árum seinna hefir fuglakyni þessu verið algerlega útrýmt á jörðunni. Eru nú tæp hundrað ár síðan að seinustu fuglamir tveir náðust hjer hjá Eldey. Það var 1844.
Um 200 ára skeið drápu sjómenn og innflytjendur á New Foundland fuglinn miskunnarlaust. Voru fuglarnir rotaðir með stöfum, og kjötið af þeim, sem ekki var etið nýtt, var saltað niður. Eggjunum var líka rænt, og kvað svo rammt að því, að soðin geirfuglsegg vom höfð til beitu.
Um 1622 var enn svo mikið eftir af geirfugli, að sjerstakar veiðiferðir voru farnar út í eyjarnar, þar sem hann hélt til. En nú var það ekki einungis gert til þess að ná í kjöt og egg, heldur í fjaðrirnar. Fuglarnir vom látnir ofan í sjóðandi vatn og lá þá fiðrið laust á þeim, en til þess að hita vatnið, var kynt undir með fuglakroppunum, því að þeir voru svo feitir, að þeir loguðu eins og lýsi.
Geirfuglsegg.
Geirfuglinn verpti aðeins einu eggi og var viðkoman því lítil, enda gekk fuglinn fljótt til þurðar með þessu framferði og í byrjun 19. aldar var hann aldauða hjá New Foundlandi.
Geirfuglinn hafði áður verið miklu víðar, á Íslandi, Færeyjum, Orkneyjum og nokkrum öðrum stöðum. Um 1753 og lengur verpti hann enn á eynni St. Kilda, en seinasti fuglinn var drepinn þar 1821. Lengst lifði hann í Geirfuglaskerjum, en er þau sukku í sjó í eldsumbrotunum fyrir Reykjanesi 1837, var seinasta athvarf hans farið, og eins og áður er sagt, veiddust seinustu geirfuglarnir, sem sögur fara af, hjá Eldey, hinn 3. júní 1844. Munnmæli ganga þó um það, að geirfugl hafi sjest hjá New Foundlandi 1852, og dauður geirfugl hafi fundist þar 1853, en engar sannanir eru fyrir því.
Í fornöld hefir geirfuglinn verið miklu víðar. Bein úr honum hafa fundist í sorphaugum í Danmörk, í leirmyndunum hjá Ítalíuströnd, og mynd af honum er í helli, sem steinaldarmenn hafa byggt á Spáni. Bein úr honum hafa einnig fundist í sorphaugum á austurströnd Ameríku, alla leið suður að Floridaskaga.
Geirfuglinum var útrýmt vegna þess hvað hann var stór (á stærð við gæs) og vegna þess að hann gat ekki flogið. Að vísu hafði hann vængi, en þeir voru ekki til flugs, heldur til að synda með í kafi. Og þá var fuglinn svo hraðsyndur, að enginn róðrarbátur hafði við honum.
Talið er, að í öllum heiminum sje aðeins til 80 geirfuglahamir og 75 egg. Auk þess eru til nokkrar beinagrindur af honum. Eggin og hamirnir eru dýrgripir, en sjaldan á boðstólum. Nýlega var þó geirfuglshamur boðinn fyrir 16.000 króna, og fyrir tveimur árum voru seld á uppboði í London 6 geirfuglsegg og tveir hamir. Eggin seldust á 2400—7200 krónur, eftir því hvað vel þau voru útlítandi. En báðir hamirnir voru seldir fvrir 20.000 króna.“
Heimild:
– Landfræðissaga Íslands. Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar, eptir Þorvald Thoroddsen. Gefin ut af Hinu ísienzka bókmenntafjelagi. Kaupmannahöfn 1904, bls. bls. 201-216.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Geirfugl
-Lesbók Morgunblaðsins, 13. tölublað 03.04.1949, Geirfuglinn, bls. 186-187.
-Lesbók Morgunblaðsins 14.06.1936, Geirfuglinn, bls. 180.
-https://www.facebook.com/geirfuglinn/?locale=is_IS
-https://sketchfab.com/3d-models/geirfugl-great-auk-3520470cc4884d018d827d838eed4337
Geirfugl – skilti um geirfuglinn á Reykjanestá. Sjá meira HÉR.
Frá Selvogi fyrrum – Strandarkirkja
„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.
Strandarkirkja – Engilsvík.
Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.
Strandarkirkja 1884.
Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim“, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni“, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.
Selvogur – Strönd; loftmynd.
Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga“, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi“, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.
Víghólsrétt í Selvogi.
Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi“ Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd“ 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi“; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“ væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.
Selvogur – Gapi.
Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.
Strandarkirkja um 1900.
Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Selvogur – Útvogsvarða.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).
Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.
Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.
Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.
Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).
Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.
Strandarkirkja 1900.
Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi“) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling“ , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.
Strandarkirkja.
Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.
Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.
Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.
Strandarkirkja – ljósakróna.
Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi
Strandarkirkja 1940.
Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.
Strandarkirkja – altaristafla.
Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.
Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn.
Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum“, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út. Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.
Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum. Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.
Strandarkirkja – kristsmynd.
En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.
Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
Strönd – loftmynd.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.
Selvogur – Nesborgir.
Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.
Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson“. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.
Strandarkirkja 2014.
Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn“ Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.
Strandarkirkja.
Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult“ „af fátæku fólki“, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Klukka Strandarkirkju.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.
Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða“. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Í Strandarkirkju.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Strandarkirkja.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.“
Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,“ og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi“ gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,“ en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.
Í Breiðabás.
Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.“ Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri“, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir“: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,“ Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).
Strandarkirkja – altaristaflan.
Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,“ en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið“, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur“. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Seljabót – rétt.
Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Strandarkirkja 1920.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða“.
Standarkirkja.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd „að æfinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð“.
Selvogur; MWL.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin“. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.
Selvogur – kvöld við Engilvík.
Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: „Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!
Strandarkirkja – kristsmynd.
Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.
Strandarkirkja.
Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13. þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.
Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.
Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.
Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.
Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.
Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.
Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.
En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.
Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur „Staður“.
En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.
Vogsós – herforingjakort 1903.
En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri“, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.
Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.
Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík“ Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig „kantað“ tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.
Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.
Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi“ ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver „veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.
Askur í Selvogi.
Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða“.“
Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.
Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.
Geirfuglinn
Ljóst er að Suðurnesjamenn hafa snemma byrjað fugla- og eggjatökuferðir í Geirfuglasker og er eyjarinnar getið í máldaga Kirkjuvogskirkju í Höfnum árið 1367. Þessar ferðir voru þó hið mesta glæfraspil enda lendingin í eynni erfið og mjög brimasöm.
Sigurður Eiríksson í Norðurkoti með geirfugla.
Séra Hallkell Sefánsson, prestur á Hvalsnesi frá 1655 til 1696, orti kvæði í vikivakastól um Geirfuglasker.
Suðurnesjamenn stunduðu fugla- og eggjatöku í Geirfuglaskeri af kappi, þrátt fyrir stórhættulegar aðstæður. Þannig segir Niels Horrebow í Íslandslýsingu sinni árið 1750 að slíkar ferðir séu árviss viðburður á mörgum bæjum. Til mikils var að vinna því sagt var að laun háseta fyrir einn leiðangur í eyjuna væri jafnhá og sumarkaup verkamanns til sveita.
Fyrir kom að eggjatökumenn næðust ekki til baka af skerinu. Þannig björguðust þaðan eitt sinn þrír menn eftir hálfsmánaðar vist og höfðu þeir nærst á sólþurrkuðum fugli og stropuðum eggjum. Þá fundust árið 1732 mannabein og kofaskrifli í eyjunni, sem sennilega voru leifar strandarglópa af erlendri duggu.
Geirfuglinn líkist álku. Hann var af ætt svartfugla, afar stór (um 5 kg. Fullvaxinn) og ófleygur. Veiðimenn sóttust mjög eftir þessari auðveldu bráð þar sem geirfuglakjötið og –spikið þótti afar ljúffengt og laust við þráa, en einnig voru geirfuglaeggin eftirsótt.
Árið 1830 tók náttúran loks endanlega fyrir ferðir út í Geirfuglasker þegar það sökk svo að segja í kjölfar eldsumbrota.
Þann 3. júní árið 1844 voru síðustu geirfuglar veraldarinnar drepnir í Eldey. Geirfuglinn hefur því verið verið útdauðir síðan. Örlög þessara stóru sjófugla minna óþyrmilega á hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengni við náttúruna og lífríkið. Einungis um 80 uppstoppaðir geirfuglar, 75 egg, nokkrar beinagrindur og bein af geirfuglum eru til í veröldinni. Geirfuglar voru stórir fuglar og einmitt þess vegna og einnig vegna þess að þeir gátu ekki flogið var þeim útrýmt með ofveiði. Einn uppstoppaður geirfugl er til í Náttúrugripasafni Íslands.
Geirfugl.
Vitað er að geirfuglinn í Náttúrugripasafni Íslands var íslenskur. Danskur greifi, Raben að nafni, sló hann niður með ár í grennd við Hólmsberg á Miðnesi árið 1821. Fuglinn var í eigu Raben-fjölskyldunnar þar til hann var seldur á uppboði hjá Sotheby´s í Lundúnum árið 1971. Þar var hann sleginn Finni Guðmundssyni fuglafræðingi fyrir 9.300 sterlingspund en ýmis félög, Lions, Kiwanis og Rotary, höfðu safnað þessu fé meðal almennings á Íslandi á aðeins 4 dögum. Þessi fjárhæð samsvarar 7-9 milljónum íslenskra króna í dag sé miðað við byggingar- eða neysluvísitölu. Fuglinn er ennþá vel farinn þrátt fyrir liðlega 170 ára aldur og þykir uppstoppun hans á sínum tíma hafa tekist dável.
Náttúrugripasafnið á einnig eitt geirfuglsegg en færri egg hafa varðveist í heiminum en hamir. Harvardháskóli í Bandaríkjunum seldi Finni Guðmundssyni eggið af miklum rausnarskap árið 1954 fyrir aðeins 500 dollara, sem var langt undir markaðsverði. Uppruni þess er óviss, en það er 117,9 x 76,0 mm að stærð.
Geirfuglsegg.
Náttúrugripasafnið keypti einnig beinagrind af geirfugli af Harvardháskóla 1954, fyrir aðeins 160 dollara. Beinagrindin var sett saman árið 1908 úr beinum margra fugla sem fundust í fornum öskuhaugum á Funkeyju við Nýfundnaland.
Í frásögninni af Rauðhöfða segir að “í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Geirfuglasker – lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga).
Geirfugl á Náttúruminjasafninu.
Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.
Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu. Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði.
Sker og eyjar undan Reykjanesi.
Maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður. Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu…”
Sumir hafa talið sig, eftir 1844, hafa séð geirfugl bregða fyrir á ströndinni utan við Sandgerði. Ef það reynist eiga við rök að styðjast er geirfuglinn ekki alveg útdauður. Og miðað við nútímatækni ætti að vera hægt að klóna s.s. eitt stk. geirfugl, svona til að fólk gæti séð hvernig þessi eftirsótti, en einnig vinarlegi matmikli fugl, lítur út.
Heimildir m.a.:
-sandgerdi.is/fraedasetur
-nat.is
Geirfugl.
Hafnarfjörður – Kotin og þurrkvíin
Hér segir Gísli Sigurðsson lögregluþjónn nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.
Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði hefur ekki aðeins safnað heimildum er komnar hafa verið að því að glatast, heldur hefur hann einnig grafið upp þræði úr sögu Hafnarfjarðar um hálfa fjórðu öld aftur í tímann. Í fyrri hluta spjallsins við hann vorum við komin að því að ræða um einstaka bæi og örnefni.
— Með fyrstu bæjarnöfnunum sem heimildir eru um hér í Hafnarfirði, segir Gísli, er Brúarhraun. Það var byggt um 1770, en líklega mun hafa verið þar sjóbúðarnefna á 17. öldinni.
Klofi var byggður 1775 og Gestshús um 1790. Fram af Gestshúsum var á sínum tíma byggð fyrsta hafskipabryggja í Hafnarfirði og Bæjarútgerðarhúsin standa á Klofalóðinni. Nýjahraun, (nú 27 við Strandgötu) var byggt 1806. Garður eða Sigþrúðarbær stóð þar sem byggt var hús Einars Þorgilssonar (nr. 25 við Strandgötu). Markúsarbær (Markús þessi var forfaðir Brynjólf Jóhannessonar leikara) stóð þar sem nú er Sjálfstæðishúsið (nr. 29 við Strandgötu).
Fyrsti bær við Lækinn var Weldingshús, byggt um 1784 og kennt við Kristján Welding, steinsmið og assistent við verzlanir hér. Frá honum er mikil ætt komin. Lækjarkotsnafnið kemur fyrst fram um 1830, en það er ekki það Lækjarkot sem síðar var kunnugt móti Dverg.
Bæirnir voru eins oft kenndir við konur, t.d. Kolfinubær, — sem einnig var nefndur Tutlukot. Á Hamrinum var Hamarsbærinn, sem Bjarni Oddsson verzlunarmaður hjá aranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.
Linnet byggði á öldinni sem leið. Sjóbúð var þar nokkru sunnar. Hamarsbæjarnafnið færðist svo yfir á annan bæ, sem nú er Hellubraut 9, en upphaflegi Hamarsbærinn var svo kallaður Bjarnabær, og er nafnið í góðu gildi enn, Hella er byggð um 1870, og heitir þar svo enn. — Þá kemur næst suður í Flensborgar- eða Skuldarhverfið. Þar verður fyrst fyrir Guðrúnarkot. Nafn þetta lifir fram yfir 1860. Þar umhverfis rís svo heil bæjarþyrping, kölluð Skuldarhverfi. Hvernig nafnið er til komið er óvíst, en líklegt má telja að bæirnir hafi verið í skuld við Flensborgarverzlunina; það voru fátæklingar sem þarna bjuggu.
Óseyri verður til 1770-1774 og Ásbúð um svipað leyti og Melurinn. Brandsbær heitir svo eftir fyrsta búanda þar, Guðbrandi að nafni.
Í Vesturbænum var t.d. Skamagerens Hus, er fyrst hét svo, en síðar aldrei kallað annað en Skóbót. Skerseyrar og Bala er beggja getið í jarðabók Árna Magnússonar. Þar vestur frá var líka bær sem kallaður var Sönghóll, og hefur sennilega einhverntíma verið glatt á hjalla þar.
Fyrst framan af virðist Hafnarfjarðarnafnið aðeins hafa náð yfir byggðina norðan Lækjarins. Byggðin í hrauninu skiptist í Lækjarþorpið, það náði frá Gerðinu (hjá Barnaskólanum) og inn að Gunnarssundi. Brúarhraunshverfið náði frá Guðarssundi að Linnetsstíg — og suður að Læk við Ósinn. Frá Linnetsstíg tók við Skemmuþorpið vestur að Rvíkurvegi. Stofuþorpið eða Akurgerði var þaðan vestur að Merkúrgötu eða Klofa og Gestshúsum.
Frá læknum og suður að Hamri var stundum nefnt Miðfjörður, nokkru seinna er öll byggðin suður að Hamri nefnd Hafnarfjörður. Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær — og var þá konungsjörð. Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sivertsens.
— Bjarni riddari var víst einn umsvifamesti Hafnfirðingur, fyrr og síðar.
— Já, og þegar hann fór að stofna til skipasmíða byggði hann m.a. þurrkví fyrir 3 skip við Skipaklett. Hún var til fram að 1882 eða 1884, ég talaði við fólk sem mundi hana þar. Í sóknarlýsingu sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum er ágæt lýsing á henni. Sr. Árni segir þar:
„Í Hafnarfirði er grafin gröf inn í malarkambinn í hléi við klettasnös sem gengur fram í fjörðinn til suðurs skammt fyrir vestan það elzta höndlunarhús. Í þessa gröf gengur sjór með hverju aðfalli, en um fjöruna er hún þurr. Fyrir framan er hurð og sterkt plankaverk með grjóthleðslu fyrir innan, nema þar sem hurðin er. Hingað eru á haustin, með stórstraumsflóði, leidd 3 þilskip.
Fleiri rúmast þar ekki, en eigi veit ég hvort þetta má heita hróf. Flest þilskip standa allan veturinn í fjörum hinu megin fjarðarins, sunnan til við Óseyrartanga, bæði þau sem hér eiga heima og eins nokkur annarstaðar frá“. Á Skipakletti er nú risin aðalbygging Hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
— Voru ekki fleiri „klettarnir“ — og hefur þú ekki safnað örnefnum a!mennt?
— Jú, ég hef safnað töluverðu af gömlum örnefnum, „bæði eftir munnegri geymd og skráðum heimildum og reynt að rekja sögu þeirra.
„Klettarnir“ voru t.d. Brúarhraunsklettur, „Fjósaklettur“, Skipaklettur (stundum nefndur jagtaklettur) — hann er sem fyrr segir horfinn undir Bæjarútgerðina, og loks var Fiskaklettur. Hann var þar sem nú er Vesturgata 32; var fjórklofinn. Hann hét svo vegna þess að af þessum kletti var hægt að fiska úr landi áður fyrr. Það var strax dýpi fyrir utan og þar á leirnum var oft mikill fiskur fyrrum. Vesturhamarinn gekk líka stundum undir nöfnunum Sjávarhamar og Skiphamar, en Vesturhamarsnafnið hefur alltaf borið sigur af hólmi. Allir þessir „klettar“ eru fyrir löngu horfnir nema eitthvað mun enn sjást af Fiskakletti. Fyrir sunnan fjörðinn var Grandinn með Skiphól, Kringlu og Háagranda. Þar fyrir sunnan tekur Hvaleyrin við. Á Hvaleyri hafa sennilega verið einhver reisulegustu bæjarhús á landinu, bæði á 19. og 20. öld. Þorsteinn Jónsson bjó þar á 19. öld og 1850—1870 bjuggu þar Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir. Ég hef lýsingu á bæ þeirra; það var mjög myndarlegur bær. Hjáleigur á Hvaleyri voru allt að því 6, og hétu þær eftir körlunum sem á þeim bjuggu. Sveinskot fær nafn af Sveini Eiríkssyni er býr þar frá. 1840—1855. Halldórskot eftir Halldóri búanda þar 1847—1877. Hjartarkot eftir Hirti er bjó þar 1868—1872. Vesturkot mun lengst af hafa verið kallað því nafni af því það var vestast, en það var líka nefnt Drundurinn af því það var yzta totan á eyrinni. Ennfremur voru á Hvaleyri Þórðarkot og Tjarnarkot. Þegar mest var byggt voru t a r sex hjáleigur samtímis, og húsmenn að auki, bæði á aðalbænum og hjáleigunum.
Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdrátturinn 1903.
Í sambandi við þessa könnun mína á nöfnum hef ég fengið lýsingar af bæjunum í bæjum hjá mörgu ágætu fólki og hef getað borið lýsingar þess saman. Þá fór ég einnig að grafa upp hvaðan fólkið var komið, og er langt kominn með það en það er tafsamt verk. Heimildarbækurnar eru orðnar um hundrað, manntöl og kirkjubækur norður til Eyjafjarðar og og austur í1 Skaftafellssýslu, því fólkið var komið hingað og þangað að. Þá hef ég einnig kannað dómbækur í þessu sambandi. Árið 1603 býr á Hvaleyri Guðlaugur nokkur Guðlaugsson.
Í Alþingisbók frá Kópavogsþingi er hans getið það ár. Þeir voru teknir fjórir saman fyrir þjófnað, en svo virðist sem hann hafi tekið á sig sökina, því Jónar tveir sluppu og einnig Ólafur nokkur Pétursson er var „borgaður út fyrir góðra manna bænarstað og sakir ætternis, og svo vegna neyðar konu sinnar og barna og erfiðleika í búskap“.. Ekkert slíkt hlífir Guðlaugi og um hann segir svo:
,,Um Guðlaug Guðlaugsson þá ályktast svo og fullnaðist að áðurskrifaður Guðlaugur undirbjó og lofaði með fullnaðarhandsölum sjálfviljuglega konunginum og hans umboðsmönnum að þjóna sína lífstíð, og refsa það honum verður skipað eftir lögmáli, það gjöra að þvi tilskyldu að hann hefði nokkurt auðkenni það hann mætti bera alla sína daga fyrir vondan glæp og tilverknað, og til merkis ef hann kann aftur um að hlaupast, en steli hann aftur eða sýni hann aðra nokkra óhlutvendni, þá sé hann réttfangaður og dræpur“.
Hvaleyrarbóndi þessi er þannig brennimerktur og gerist Bessastaðaböðull til þess að bjarga eigin lífi og félaga sinna, annarra en þess sem var „borgaður út fyrir góðra manna bænarsíað og sakir ætternis“. Sonur Guðlaugs, Jón að nafni, bjó í Hamarskoti og giftist dóttur lögréttumanns á Vatnsleysuströnd. Ormur Jónsson býr á Hvaleyri 16S6—1714. Hann var leiguliði konungs. Ábúðarkjör hans eru þessi:
Hús Bjarna riddara 1973.
„Kvaðir eru; Mannlán um vertíð, tveir hríshestar heim til Bessastaða með skyldu, en margoft þar fyrir utan einn hríshestur, tveir eða þrír á ári fyrir bón, og einu sinni í tíð Heidemanns sjo um árið og tveimur áskyldum. Hér að auki tveir dagslættir árlega heim til Bessastaða og fæði bóndinn verkamennina sjálfur. Ennþá hér á ofan skipaferðir hvenær sem umboðsmaðurinn á Bessastöðum kallar, vetur eða sumar, og er óvíst hve margar verði, fæðir bóndinn mann þann ávallt sjálfur, hvort sem reisan varir lengur eða skemur“. Auk þess þegar upptalda er svo lambsfóður án endurgjalds.
Hvaleyri um 1950.
Í þessu sambandi er vert að minnast þess að Hvaleyrarbóndinn hafði marga hjáleigubændur og hefur hann vafalaust reynt að koma sem mestu af þessum kvöðum yfir á þá, svo þá sem endranær hafa byrðarnar komið þyngst niður á þeim fátækustu.
Gísli hefur frá mjög mörgu fleiru að segja, en þetta verður að nægja að sinni. Við sleppum þvi að ræða nú um veru Englendinga og Þjóðverja á Hvaleyri, sem báðir höfðu þar aðsetur og þá sinn hvoru megin við Ósinn, og var ærið róstusamt stundum.
Gömlu skipanaustin, sem þó voru enn við lýði fyrir ekki löngu árabili, munu nú horfin.
Sívertsenshúsið mun vera elzta hús í Hafnarfirði. Það var reist á árunum 1776 til 1778 á Langeyrarmölum á vegum konungs-verzlunarinnar. Árið 1791 tók Knud Dyrekjaer faktor húsið á leigu og 1793 kaupir hann það af konungi fyrir 15 dali og fjóra skildina. Bjarni riddari Síversen kaupir svo húsið af honum 1804 og flytur það inn í Akurgerði. Kaupverðið var þá 164 dalir og 32 skildingar. Árið 1899 varð húsið barnaskóli, síðan hafði Hafnarfjarðarbær þar skrifstofur sínar um langt árabil og um skeið voru þar skrifstofur verkamannafélagsins Hlífar og Sjómannafélags Hafnarfjarðar.“
Heimild:
-Þjóðviljinn, 26. apríl 1960, bls. 6-7 og 10.
Reykjavegurinn
Þegar ekið er eftir Reykjanesbraut, á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, virðist Reykjanesskaginn hrjóstrugur og ekki vel fallinn til gönguferða og útivistar. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistarfólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl, ekkert síður en gróskumikið gróðurlendi, þótt á annan hátt sé.
Geirfuglinn á Reykjanestá.
Á honum leynast einnig víða fallegar gróðurvinjar. Mosinn í hraununum er sérkennilegur. Einstök náttúrufyrirbrigði er þar líka að finna eins og hraunsprungur og misgengi, eldgíga, hrauntraðir, jarðhitasvæði, hella, fuglabjörg og fleira. Helsti gallinn við svæðið sem útivistarsvæði er sá, að vatn er víðast hvar af skornum skammti. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál ef fyrirhyggja er höfð í þeim efnum.
Eldvörp.
Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar.
Reykjanesskagi-jarðfræðikort ISOR.
Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.
Árið 1995 var ákveðið að stika gönguleið um Reykjanes og reisa skála við hana. Gönguleiðin hlaut nafnið Reykjavegur.
Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.
Nákvæm tildrög að þessari ákvörðun verða ekki rakin hér en aðeins sagt að árið 1993 kom Ari Trausti Guðmundsson þessari hugmynd á framfæri við Ferðamálanefnd Reykjavíkur sem leiddi til þess að Ferðamálasamtök á höfuðborgarsvæðinu tóku málið að sér og stofnuðu framkvæmdanefnd á vegum nær allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum undir forystu Péturs Rafnssonar. Þessi sveitarfélög hafa fjármagnað framkvæmdina. Auk þess komu Ferðamálasamtök Suðurnesja, Útivist, Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar að málinu.
Reykjavegur – merkur með gul/bláum stikum.
Leiðin var stikuð sumarið 1996 og reistir hafa verið tveir skálar við hana auk þess sem ætlunin var að fá afnot af skálum sem nú þegar eru við leiðina, t.d. í Bláfjöllum og á Hengilssvæðinu. Vonandi heldur uppbyggingin áfram. Einn helsti kostur þessarar gönguleiðar er hvað hún er nálægt byggð og aðkoma að henni þægileg á mörgum stöðum án þess að fólk verði vart við skarkala þéttbýlisins. Hún liggur um óbyggð svæði og fullnægir því vel þörfum fólks að vera í náinni snertingu við náttúruna og hvíla líkama og sál frá hraða hversdagsins. Áreynslu getur hver sniðið við sitt hæfi, gengið alla vegalengdina í einni ferð á átta dögum eða í styttri áföngum.
Reykjavegur í Blettahrauni. Þorbjörn fjær.
Dagsgöngur eftir hlutum Reykjavegarins henta vel þar sem víða er auðveld aðkoma að leiðinni á bíl. Dagleiðirnar, eins og þeim er lýst hér, miðast við að gengið sé á milli skála sem framkvæmdanefndin reiknaði með að koma upp við gönguleiðina. Heildarvegalengd Reykjavegarins er um 125 km frá Reykjanesi til Nesjavalla en um 145 km löng ef gengið er alla leið til Þingvalla. Reykjavegurinn er þannig hátt í þrisvar sinnum lengri en Laugavegurinn margfrægi.
Hér á eftir er stutt lýsing á leiðinni frá vestri til austurs. Þessari grein er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á þessari leið fremur en að vera nákvæm leiðarlýsing eða heildarúttekt á landsvæði því sem hún liggur um. Margar bækur hafa verið skrifaðar um Reykjanesskagann, jarðfræði hans, sögu og náttúru sem hægt er að lesa til frekari fróðleiks.
1. dagleið: Reykjanes – Þorbjarnarfell
Sólarlag á Reykjanesi.
Ef Reykjavegurinn er farinn frá vestri til austurs hefst gangan við Reykjanesvita. Þar eru nokkur kennileiti sem vert er að minnast á. Vitinn stendur á Bæjarfelli. Gott útsýni er af fellinu yfir nágrennið. Í vestri blasa við Valahnúkar og Eldey úti í hafi. Í suðri Vatnsfell og Reykjanestá en dyngjurnar Skálafell og Háleyjabunga í austri. Norðar í hrauninu er Sýrfell.
Reykjanesviti og Valahnúkur.
Á Valahnúk var fyrsti viti á Íslandi, reistur árið 1878 en hann hrundi í jarðskjálfta og undirstaða hans er nú horfin þar sem sjórinn brýtur úr hnúknum. Austan Bæjarfells og norðan Skálafells er mikið jarðhitasvæði með gufu- og leirhverum og Gunnuhver sennilega þeirra þekktastur enda þjóðsagan um Gunnu sem var komið fyrir í hvernum, vel þekkt.
Frá Valahnúk er ströndinni fylgt norður á Önglabrjótsnef og áfram norður Stampahraun og yfir gossprunguna sem Stamparnir eru á og hraunið tekur nafn sitt af. Talið er að Stampahraun yngra hafi runnið á 14. öld. Frá Kistubergi er ströndinni fylgt norður í Stóru-Sandvík. Aðeins austar í hrauninu er gömul bílaslóð sem nú er lokuð fyrir bílaumferð, sem einnig er hægt að ganga eftir ef fólk vill hafa sléttara undir fæti.
Stampar.
Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Austur af víkinni er tjörn sem vert er að gefa gaum. Í austur frá henni er lægð í hraunið sem leiðin liggur um. Þarna þarf að fara yfir bílveginn og stefnan tekin á Haug, sem er lítið eldvarp sunnan Haugsvörðugjár. Þar er komið inn á Prestastíg (Hafnarleið) sem er gömul leið á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni er fylgt sunnan Sandfellshæðar með jaðri Eldvarpahrauns á kafla en síðan inn í hraunið hjá Rauðhól. Prestastígurinn liggur þaðan til suðurs niður að Húsatóftum en Reykjavegurinn beygir hins vegar norður með Eldvarpasprungunni að austan, að borholu Hitaveitu Suðurnesja sem þar er.
Sandfellshæð.
Á toppi Sandfellshæðar er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu.
Eldvörp – gjallgígaröð.
Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Byrgin í Sundvörðurhrauni.
Aðeins um það bil 1 km austur/suðaustur af þessum helli eru húsarústir í Sundvörðuhrauni sem vert er að leggja leið sína að. Þær eru skammt vestur af Sundvörðunni, vel faldar í dálítilli hraunkvos. Þetta eru 10 tóftir, flestar vestanundir hraunbrún en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð.
Dagbjartur Einarsson í Tyrkjabyrgjunum í Sundvörðuhrauni.
Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Frá Eldvörpum liggur leiðin austur yfir Sundvörðuhraun. Fljótlega er farið yfir Árnastíg, sem er vörðuð leið á milli Húsatófta í Grindavík og Njarðvíkurfitja. Þegar komið er nokkuð austur í hraunið er farið inn á Skipstíg, sem liggur í átt til Grindavíkur, að skála undir Lágafelli suðvestan við Þorbjarnarfell. Þessi dagleið er um það bil 20 km og hækkun sáralítil.
2. dagleið: Þorbjarnarfell – Leirdalur
Baðsvellir.
Frá náttstað undir Lágafelli liggur leiðin norður með Þorbjarnarfelli að vestan, norður fyrir það og austur um Baðsvelli. Á þessari leið er gott að rifja upp þjóðsöguna um útilegumennina 15 sem sagt er að hafi hafst við í Þjófagjá og stolið fé Grindvíkinga.
Í Þjófagjá.
Þjófagjá er sigdalur eða sprungur sem kljúfa Þorbjarnarfell að endilöngu. Baðsvellir eru grasi grónir vellir norður af Þorbjarnarfelli þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Varla er hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu.
Frá Baðsvöllum liggur leiðin upp að heitavatnsgeyminum í skarðinu á milli Þorbjarnarfells og Hagafells. Þegar þangað er komið, er beygt í austur, farið yfir Grindavíkurveginn og upp á Hagafell. Leiðin liggur austur með hamravegg, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar. Af hæðinni opnast útsýni í austur. Svartsengisfell er nú á vinstri hönd og Sundhnúkur beint framundan. Sunnan hans er Vatnsheiðin og austur af henni blasir Fiskidalsfjall við.
Vatnsstæði á Vatnsheiði.
Héðan liggur leiðin yfir á Vatnsheiðina sunnan Sundhnúks. Efst á henni er gígur sem vert er að skoða áður en haldið er austur af henni niður í Beinavarðahraun. Þar liggur leiðin á milli hrauns og hlíðar, austur í krikann vestan undir Hrafnshlíð. Hér er ákaflega fallegt og vel þess virði að staldra við í hraungjótu áður en haldið er áfram norður með Hrafnshlíðinni. Fljótlega lækkar hlíðin og aftur er beygt í austur og gengið yfir Borgarhraun með stefnu á Borgarfjall, sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Vestan í Vatnsheiðinni, sunnan Sundhnúks, er farið yfir Skógfellaveg sem var gömul alfaraleið á milli Grindavíkur og Voga og Vatnsleysustrandar.
Sandakravegur.
Farið er yfir Sandakraveg, sem lá á milli Ísólfsskála og Stapa austur við Borgafjall, en talið er að hann hafi komið inn á Skógfellaleiðina norðan við Stóra-Skógfell. Hér kunna þó nöfn á þessum leiðum að hafa breyst þar sem heimildir eru misvísandi. Fyrir austan Borgarhraun breytir landið um svip, við taka blásnar hlíðar og melar með Slögu og Skálamælifell á hægri hönd en Langahrygg, Lyngbrekkur og síðar Einihlíðar á þá vinstri. Ekki er úr vegi að staldra við hjá Drykkjarsteini en sagt er að rigningarvatn, sem safnast í holu í honum, þrjóti aldrei. Austan Einihlíða er misgengi og vesturbarmur þess nefnist Méltunnuklif og eftir því er gengið að skála í Leirdal. Hér er ekkert drykkjarvatn svo hugsa þarf fyrir því. Þessi dagleið er um það bil 14 km og liggur hæst í rúmlega 120 m y. s. á Vatnsheiði.
3. dagleið: Leirdalur – Djúpavatn
Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.
Suður lægðina austan Méltunnuklifs, hefur tunga úr Leggjabrjótshrauni runnið vestur um skarð á milli Sandfells og Höfða og suður með honum að vestan. Leiðin norður með Höfða liggur þar á milli hrauns og hlíðar. Yfir hraunhaftið sunnan Sandfells er greiðfær leið og áfram norður með því að austan.
Hraunsselsstígur.
Þegar komið er spölkorn norður með fellinu er beygt til hægri yfir hraunið í átt að Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi) sem á þessum stað heitir Skólahraun. Gömul gata er á köflum grópuð í hraunið á þessari leið. Litlu norðar en gatan kemur að Núpshlíðarhálsi, er Hraunsel en þar var sel frá Hrauni í Grindavík. Hér sér greinilega til tótt sem er minnisvarði um löngu liðna búskaparhætti.
Frá Hraunseli liggur leiðin eftir gamalli götu á milli hrauns og hlíðar norður með Núpshlíðarhálsi að vestan. Smátt og smátt fjarlægist Sandfell í blámóðuna að baki, Hraunsels-Vatnsfell og fleiri fell þokast hjá á vinstri hönd en Driffell, Keilir og Oddafell skýrast þá norðar dregur. Þegar komið er norður fyrir Þrengsli er fljótlega komið á Selsvelli. Selsvellir eru allmikið gróðurlendi sem myndast hefur með framburði lækja úr hálsinum.
Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.
Vellirnir eru eins og vin í eyðimörk, og hér var eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna. Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum.
Norðan Selsvalla taka aftur við hraun, mosavaxin víðast hvar. Spölkorn vestan við Núpshlíðarháls úti í hrauninu er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann með umferð ökutækja og er það sorglegt dæmi um virðingarleysi í umgengni okkar við náttúruna.
Mosahóll.
Hann er nyrsti gígurinn á gígaröð sem Afstapahraun er runnið úr. Það rann í norður og í sjó fram í Vatnsleysuvík, hjá Kúagerði, löngu eftir að land byggðist. Úr suðurhluta sprungunnar er Leggjabrjótshraun runnið, sem fyrr er nefnt. Jarðhiti er á svæðinu á milli Sandfells og Oddafells.
Frægastur er Hverinn eini í hrauninu sunnan Oddafells. Hann var áður vellandi leirhver en lætur nú lítið yfir sér. Hér liggur leiðin upp hæðardrög meðfram gígaröðinni sem m.a. Afstapahraun er runnið úr og upp á Núpshlíðarháls (Vesturháls).
Sogasel í Sogaselsgíg.
Í einum þessara gíga, norður undir Grænudyngju, er Sogasel en þar höfðu Kálfatjörn og Bakki selstöðu. Nyrsti hluti hálsins heitir Trölladyngja, 402 m.y.s. Milli hennar og Grænavatnseggja opnast lægð í hálsinn sem heitir Sog. Þar er mikil ummyndun eftir jarðhita og litadýrð mikil. Lækur rennur norður Sog sem getur þrotið í þurrkatíð. Á brúnunum vestan við þetta skarð liggur leiðin þvert yfir Núpshlíðarháls og niður á Lækjarvelli norðan Djúpavatns, sem er allmikið vatn í kvos í Móhálsadal austan undir Núpshlíðarhálsi. Á leiðinni yfir hálsinn er farið fram hjá Spákonuvatni, sem er í gömlum gíg. Á Lækjarvöllum er skáli og þar er einnig gott að tjalda. Nægilegt drykkjarvatn er í læknum sem rennur um vellina og þeir taka nafn af. Þessi dagleið er stutt eða um það bil 14 km og mesta hækkun tæplega 300 m.y.s. þar sem farið er yfir Núpshlíðarháls undir Grænavatnseggjum.
4. dagleið: Djúpavatn – Kaldársel
Djúpavatn.
Þegar farið er frá Lækjarvöllum liggur leiðin til vinstri, norður Móhálsadal á milli Fíflavallafjalls og Hrútafells. Til að byrja með er slétt og gott undir fæti en norðar ýfist hraunið heldur. Farið er í gegnum Hrúthólma, sem er óbrynnishólmi í hrauninu austur af Mávahlíðum. Þar er komið á gamla leið sem lá á milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar og nefnist Hrauntungustígur.
Hrútfell.
Nokkru norðan Hrúthólma lá önnur leið út af henni niður að Straumi og nefndist Straumsselsstígur. Frá Hrúthólma er farið yfir að Hrútagjá og þaðan norður að Sandfelli. Hrútagjá er sigdalur sem liggur í vesturjaðri mikillar eldstöðvar, Hrútagjárdyngju, í norðanverðum Móhálsadal. Þarna er ákaflega skemmtilegt umhverfi og ástæða til að gefa sér tíma til að skoða sig um. Við Sandfell er komið á aðra forna leið á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur sem heitir Stórhöfðastígur.
Háahraun milli hálsa.
Ekki fylgjum við henni lengi þar sem Reykjavegurinn liggur austur með Sandfelli og Fjallinu eina að Krýsuvíkurvegi nokkru norðan Vatnsskarðs. Farið er yfir hann og gengið austur að Undirhlíðum og þar er komið á enn eina forna leið á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, Undirhlíðarveg. Héðan er leiðin greið og auðrötuð eftir gömlum götum með Undirhlíðum niður í Kaldársel. Þegar komið er á móts við Helgafell er farið fram hjá eldgígum á sprungu sem gaus á 12. öld. Vestan undir Undirhlíðum, suður undir Vatnsskarði, á Kapelluhraun hins vegar upptök sín. Það rann í sjó fram hjá Straumsvík eftir landnám.
Undirhlíðar – Stóri-Skógarhvammur.
Eins og menn munu taka eftir, sem ganga þessa leið, hefur gróðurfar hér breytt um svip. Sést hér trjágróður í fyrsta skipti við Reykjaveginn allt frá Reykjanesi. Í Kaldárseli hefur KFUM rekið sumarbúðir fyrir börn í langan tíma og þar er skilarétt Hafnfirðinga. Hér er vatnsból þeirra einnig og gömul vatnsleiðsla frá því til bæjarins. Úr því rennur Kaldá ofanjarðar á nokkur hundruð metra kafla en hverfur síðan aftur í hraunið. Þjóðsagan segir að fyrrum hafi Kaldá komið úr Þingvallavatni en eftir að Ingólfur landnámsmaður gróf Soginu farveg úr því, þar sem síðan heitir Grafningur, hafi Kaldá þorrið. Önnur saga segir að tveir synir fjölkunnugs karls nokkurs hafi drukknað í ánni og eftir það hafi hann kveðið hana niður. Þriðja sagan segir að hún hafi þornað eftir mikið eldgos.
Borgarstandur við Kaldársel.
Frá Kaldárseli er ágæt gönguleið á Helgafell sem er 328 m.y.s. Í Kaldárseli er Reykjavegurinn um það bil hálfnaður. Þessi dagleið er um 18 km löng og öll undan fæti.
Önnur skemmtileg leið austur eftir Skaganum er að þræða hæstu tinda. Þá væri farið upp sunnan á Fagradalsfjall, yfir það og austur um Þráinsskjöld og gengið á Keili. Þaðan væri farið um Reykjaveginn austur yfir Núpshlíðarháls. Frá Djúpavatni væri síðan aftur farið af Reykjaveginum austur yfir Móhálsadal og Sveifluháls (Austurháls) um Ketilstíg að Seltúni. Þaðan liggur leiðin síðan sunnan Kleifarvatns upp á Vörðufell og um Brennisteinsfjöll í Bláfjöll. Þetta væri nokkuð löng dagleið eða 25-30 km.
5. dagleið: Kaldársel – Bláfjöll
Gengið um Kaldárselssvæðið.
Fimmta dagleiðin hefst með göngu austur fyrir Valahnjúka með Búrfell og síðan Húsfell á vinstri hönd og Valahnjúka og Helgafell á þá hægri, inn á Selvogsgötu. Frá Búrfelli rann hraun það sem Hafnarfjörður stendur að hluta til á fyrir um það bil 7000 árum.
Búrfellsgjá.
Hrauntröðin frá fellinu er ein sú stærsta á landinu, Búrfellsgjá. Selvogsgata er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og elvogs og liggur um Grindaskörð sem héðan bera við himinn í suðri. Ekki er er leið að líta við í Valabóli norðaustan í Valahnjúkum. Þar er Músarhellir sem áður var notaður sem áningastaður en síðar sem gististaður Farfugla eftir að þeir girtu staðinn og ræktuðu upp gróðurvin í kringum hann. Fleiri hellar eru hér austur í hrauninu og reyndar víða á þessu svæði.
Selvogsgata.
Selvogsgatan liggur hér um Húsfellsbruna sem eru ágætlega greiðfær, allt suður að hálendinu. Áberandi kennileiti á þessum stað er Stóribolli, Tvíbollar og Grindaskörð á milli þeirra og Syðstubolla, beint fram undan. Langahlíð, Dauðadalir og Lönguhlíðarhorn eru á hægri hönd en Kristjánsdalir og Kristjánsdalahorn á þá vinstri. Lengra í burtu ber Hvirfill (621 m.y.s.) við himinn. Leiðin fylgir hér Selvogsgötu upp á brúnina hjá Draugahlíðum en beygir þar útaf henni til austurs og stefnir nú beina leið á suðurhluta Bláfjalla. Þegar nær dregur Bláfjöllum er farið hjá Strompum, sem er gömul eldstöð, en hraunið sem er farið um er helluhraun, nokkuð greiðfært yfirferðar.
Hellir í Strompahrauni.
Í þessu hrauni er mikið um hella og þeirra frægastir eru Strompahellar. Þeir verða þó ekki skoðaðir að neinu gagni nema með sé sérstakur búnaður til hellaskoðunar. Dagleiðinni lýkur síðan á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi dagleið er um það bil 17 km löng og hækkunin nálægt 450 m.
Þegar komið er upp úr Grindaskörðum er einnig hægt að leggja lykkju á leið sína og fara að Þríhnjúkum sem eru norður á fjallsbrúninni ofan við Kristjánsdali. Undir Þríhnjúkum er gríðarstór hellir, sá stærsti sem vitað er um. Á yfirborðinu lætur hann lítið yfir sér, aðeins gat niður í jörðina um það bil 10 m í þvermál en ofan í hann er ekki hægt að fara nema í sigvað. Hann víkkar þegar neðar dregur og dýpt hans er um 120 m. Full ástæða er til að fara varlega við hellisgatið þar sem landinu hallar að því. Frá Þríhnjúkum liggur leiðin vestan og sunnan Stóra-Kóngsfells að Bláfjallaskála.
6. dagleið: Bláfjöll – Sleggjubeinsdalur
Varða við Ólafsskarðasveg ofan Ólafsskarðs.
Frá Bláfjallaskála er best að fara aðeins vestur með Bláfjallahorni og yfir það við skíðalyftuna í Suðurgili. Þá er komið upp á fjallsbrúnina, sem er hæsti hluti Reykjavegarins, en þaðan er frábært útsýni til allra átta í björtu veðri. Þaðan liggur leiðin á milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks niður með Bláfjöllum að austan.
Eldborgin syðri í Svínahrauni.
Fljótlega er komið á kindagötur við fjallsræturnar sem liggja áfram niður í skarðið á milli Bláfjalla og Fjallsins eina. Þaðan er mikið og fagurt útsýni norður yfir, þar sem Lambafell, Syðri Eldborg og Blákollur blasa við nær, en Hengilsvæðið fjær. Þá er skammt á Ólafsskarðsveg, sem liggur um Ólafsskarð upp úr Jósepsdal nokkru norðar, með hlíðum Bláfjalla og áfram austan Geitafells suður af hálendisbrúninni.
Við fylgjum nú Ólafskarðsvegi norður með Bláfjöllum allt norður að Leiti. Á þessari leið eru sérkennilegar tjarnir úti í hrauninu sem stinga mjög í stúf við þetta vatnslausa svæði.
Leiti.
Frá Leitum rann mikið hraun fyrir um það bil 4700 árum. Það rann víða um svæðið, suður af hálendisbrúninni á milli Geitafells og Litlameitils og í þeirri hvísl er Raufarhólshellir. Einnig norður á milli Lambafells og Blákolls allt norður að Húsmúla og ein tunga þess rann alla leið í sjó fram í Elliðavogi. Í þeirri tungu Leitahrauns eru Rauðhólar við Elliðavatn. Í Leitahrauni eru Eldborgirnar tvær, Nyrðri-Eldborg og Syðri-Eldborg. Frá þeim er Svínahraunsbruninn runninn árið 1000 og það er því hið eiginlega Kristnitökuhraun.
Nyrðri-Eldborg og hrauntröð.
Frá Leiti er farið norður hraunið með stefnu á Syðri-Eldborg, en hún er mjög fallegur gígur. Fara verður varlega því mosinn er viðkvæmur og fljótur að traðkast niður ef gengið er um af gáleysi. Frá Syðri-Eldborg liggur leiðin áfram norður og niður að Nyrðri-Eldborg sem var ekki síður skemmtileg en sú syðri en er því miður búið að skemma með efnistöku. Síðan er stefnan tekin í skarðið á milli Lambafells og Lambafellshnjúks, yfir þjóðveg nr. 1. Svínahraunsbruninn er úfinn en vel fær í nágrenni þjóðvegarins. Þegar hrauninu sleppir er síðasti spöluninn í náttstað í Sleggjubeinsdal auðveldur yfirferðar og auðrataður undir vesturhlíð Reykjafells og Skarðsmýrarfjalls.
Búasteinn.
Farið er um hlað á Kolviðarhóli þótt bæjarhúsin standi ekki lengur uppi. Þar var fyrst byggt sæluhús 1844 en síðar var þar frægur greiðasölustaður langt fram á tuttugustu öld. Að húsabaki er Hellisskarð og um það lá gömul alfaraleið úr Ölfusi um Hellisheiði.
Í Kjalnesingasögu segir frá því þegar Kolviður á Elliðavatni sat fyrir Búa Andríðarsyni undir Hellisskarði og vildi drepa hann þar sem þeir vildu báðir eiga sömu stúlkuna. Búi varðist vel þar sem síðan heitir Búasteinn og drap Kolvið og menn hans alla en Kolviðarhóll heitir síðan eftir honum.
Hér í Sleggjubeinsdal lýkur sjöttu dagleiðinni á Reykjaveginum. Þetta er lengsta dagleiðin, yfir 20 km löng en að mestu undan brekku að fara.
7. dagleið: Sleggjubeinsdalur-Nesjavellir
Sporið ofan Dyradals.
Sjöunda dagleiðin hefst í Sleggjubeinsdal, sem er dalverpi sem gengur inn að Hengli á milli Skarðsmýrarfjalls og Húsmúla. Úr Sleggjubeinsdal er góð gönguleið um Sleggjubeinsskarð inn í Innstadal og áfram upp á Hengil. Á undanförnum árum hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir því að merkja gönguleiðir á Hengilsvæðinu. Ein þessara leiða, og sú sem kemur inn á Reykjaveginn, liggur úr Sleggjubeinsdal, vestur fyrir Húsmúla og inn í Engidal norðan hans.
Engidalur – kort.
Önnur mjög skemmtileg leið og styttri liggur yfir Húsmúlann, undir Sleggju. Þegar upp á Húsmúlann kemur opnast sýn norður yfir Engidal og Þjófahlaup vestan undir Hengli. Engidalur er grösugur og mýrlendur. Úr norðri kemur Engidalshvísl, sem er samsafn lækja úr vesturhlíðum Hengils. Hana er oftast hægt að stikla. Við suðurenda Þjófahlaups, vestan Engidalshvíslar er nýlegt hús sem Orkuveita Reykjavíkur á. Það er til afnota fyrir gesti og gangandi sem gera vilja stuttan stans á leið sinni um svæðið. Austan árinnar, langleiðina uppi við Hengil, rís upp úr grónu landinu sérkennilegur klettadrangur sem minnir á risavaxna höggmynd af skepnu einni mikilli og er vel þess virði að staldra við og skoða.
Þjófahlaup í Engdal.
Eftir að hafa kastað mæðinni í húsi Orkuveitunnar liggur leiðin norður með Þjófahlaupi eftir dal eða lægð vestan undir Hengli. Allnokkru norðar undir Skeggja er Marardalur. Dalur þessi er umluktur hömrum á alla vegu, gróðursæll og marflatur í botninn eftir framburð lækja úr fjallinu. Í honum er haglendi gott enda notaður til beitar fyrir geldneyti hér áður fyrr. Grjótgarður, sem hlaðinn hefur verið fyrir eina sæmilega útganginn úr honum sunnanverðum, ber vitni um þetta. Gangandi fólki er þó vel fært upp úr honum að norðan.
Dyradalur – dyrnar.
Þegar kemur norður fyrir Hengil er um tvær leiðir að velja. Önnur liggur norður í Dyradal og um Dyr og Dyraveg hinn forna niður að Nesjavöllum. Ef þessi leið er valin er dagleiðin um 18 km. Hin leiðin beygir til austurs undir Skeggja og liggur í hlíðum Hengils fyrir botni Skeggjadals og Kýrdala, austur af hálendinu. Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út kort um gönguleiðir á Hengilssvæðinu þar sem hægt er að kynna sér þessar leiðir nánar.
Á Nesjavöllum hefur Orkuveita Reykjavíkur reist virkjun til framleiðslu á heitu vatni til hitunar húsa á Reykjavíkursvæðinu og einnig hefur verið hafin raforkuframleiðsla í virkjuninni.
Nesjavellir.
Á Nesjavöllum lýkur stikuðu leiðinni um Reykjaveginn og á korti framkvæmdanefndarinnar um Reykjaveginn, sem gefið hefur verið út, er reiknað með að Reykjavegurinn liggi á milli Nesjavalla og Reykjanestáar. Hins vegar er freistandi fyrir göngufólk að halda áfram til Þingvalla. Einnig væri gaman að framlengja þessa gönguleið upp á Miðhálendið. Þannig væri hægt að fara upp hjá Skarðsheiði og austur um Hlöðuvelli, sunnan Langjökuls og tengja leiðina Kjalvegi hinum forna um Hveravelli, norður í land. Þaðan væri hægt að fara hvort heldur sem væri niður í Blöndudal í Húnavatnssýslu eða Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls að Laugafelli og annað hvort niður í Austurdal í Skagafirði eða um Vatnahjallaveg niður í Eyjafjörð.
Aðrar leiðir eru og tengdar Reykjaveginum.
Hér að framan hefur Reykjaveginum verið lýst í mjög stuttu máli. Auk þess vona ég að verði stikuð leið yfir Fagradalsfjall, Keili, Núpshlíðarháls og Sveifluháls yfir Brennisteinsfjöll til Bláfjalla eins og minnst er á hér að framan. Ef það er gert verður hægt að fylgja fjallatoppum eftir endilöngum skaganum. Nú þegar er stikuð leið yfir Hengil ef menn vilja halda áfram úr Bláfjöllum og fara yfir hann.
Sjá meira um Reykjaveginn HÉR.
Gunnar H. Hjálmarsson – úr tímaritinu Útivist (utivist.is).
Kvöld í Eldvörpum.
Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson
Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri skrifar um „Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing“ – í Sveitarstjórnarmál árið 1974:
Saga
„Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Gnúpur fór til íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík, og staðfestust þar.“
Svo segir í Landnámu.
Synir Molda-Gnúps voru þeir (Hafur)-Björn, Gnúpur, Þorsteinn Hrungnir og Þórður Leggjaldi. Munu þeir bræður hafa stundað landbúnað og sjósókn jöfnum höndum.
Atvinnuvegir
Þessir búskaparhættir héldust síðan í Grindavík allar götur fram til loka fimmta áratugs þessarar aldar. Var sjávarútvegur undirstöðuatvinnuvegur, stundaður á árabátum allt til ársins 1926, en landbúnaður var annar aðalatvinnuvegurinn þannig, að þeir, sem áttu jarðir í hreppnum, höfðu hvort tveggja. Fyrst og fremst sjávarútveg, en einnig landbúnað.
Upp úr síðustu aldamótum færðist landbúnaðurinn frekar í aukana, og var þá farið að auka ræktun túna. Eftir 1920 þótti t. d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki.
Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um 1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.
Árabátar ofan varar í Grindavík.
Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til ársins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarvertíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél.
Eins og allir vita, liggur Grindavík fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkaðist þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M. a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnarskilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi.
Fljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíðuð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatzt upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endurbætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð.
Sem sögur herma, mun kóngsverzlun hafa verið í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, en hana tók af í náttúruhamförum. Þessi staður mun því frá upphafi hafa verið talinn líklegust lega fyrir báta. Af þeim sökum mun útgerð dekkbáta fyrst hafa verið reynd frá Staðarhverfinu, og á árunum 1920-24 voru 2 dekkbátar gerðir út þaðan, en sú útgerð lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.
Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.
Upp úr 1930 er svo farið að dekka stærri trillubátana og olli það vaxandi erfiðleikum við að setja þá með þeim frumstæðu spilum, sem áður er lýst. Varð það til þess, að menn fóru að gera því skóna að grafa ós í gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu að gæti orðið gott skipalægi, hvernig sem viðraði.
Á árinu 1939 er svo ráðizt í að grafa ósinn með handverkfærum og eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar, sem þá voru til, komizt inn í Hópið á hálfföllnum sjó og fengið þar örugga legu.
Dýpkunarskipið Grettir.
Árið 1945 var fengið dýpkunarskip, Grettir, sem Reykjavíkurhöfn átti, til að grafa ósinn, og má þá segja, að útgerðarsaga Grindavíkur í nútímastíl væri hafin. Síðan hefur nær óslitið verið unnið að endurbótum í Hópinu og hafnarmannvirki verið byggð, svo að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta bátahöfn á landinu. Innsiglingin (sundið) er þó enn eins og á dögum Molda-Gnúps, erfið og varasöm. Gengur úthafsaldan óbrotin inn á grynningar í víkinni, og verður hún stundum ein samfelld brimröst, sem engri fleytu er fært um. Með stærri og betri skipum verða landlegudagar vegna brima þó sífellt fátíðari.
Á árunum 1939—1942 varð mikill afturkippur í athafnalífi og þróun Grindavíkur. Voru þar að verki áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari 1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafslöndum Evrópu þegar í byrjun stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem var aðalframleiðslan, lá óseldur fram eftir ári 1939.
Þegar svo úr rættist í árslok og Bretar fóru að kaupa allan saltfisk af Islendingum og síðan alla okkar fiskframleiðslu til stríðsloka, var hin svokallaða setuliðsvinna komin til sögunnar. Mannaflinn fór í hana, en útgerð dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lagaðist þó aftur fljótlega upp úr 1945 með tilkomu betri hafnarskilyrða í Hópinu, sem áður er getið.
Þórkötlustaðahverfi.
Landbúnaður var lengst af annar aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og stundaður af kappi fyrst og fremst sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist svo nýtt fjör í búskapinn með aukinni ræktun túna, eins og fyrr er sagt. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum er búfjáreign Grindvíkinga árið 1930 63 nautgripir, 2781 sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru samsvarandi tölur 92 nautgripir, 2857 sauðkindur og 51 hross, og virðist búskapur þá vera í hámarki.
Grindavík – beðið í fjörunni.
Eftir að höfn er byggð í Hópinu og grundvöllur skapaðist fyrir útgerð stærri báta, má segja, að mikil breyting verði á atvinnuháttum hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að byggja afkomu sína eingöngu á útgerð og fiskiðnaði, en landbúnaði hrakar til sömu tíðar. Árið 1945 virðist þessi neikvæða þróun vera hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386 sauðkindur og 78 hross til í hreppnum. Nautgripum fækkaði mjög á næstu árum, og 1963 er síðustu kúnni fargað. Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð stunduð, en aðallega af eldri mönnum í hjáverkum. Nú eru 1429 sauðkindur og 26 hross í hreppnum og fækkar með hverju ári.
Fiskibátar
Frá því er sögur hófust og allar götur fram til ársins 1945 eru fiskveiðar stundaðar á smáfleytum; opnum árabátum til ársins 1926 og síðan á hálfopnum eða dekkuðum trillum. Stærstu trillurnar voru líklega um 9 lestir að stærð. Fjöldi bátanna hefur sjálfsagt verið breytilegur á hinum ýmsu tímum, en eins og áður er getið, voru 24 bátar gerðir út frá Grindavík um 1920 frá öllum hverfunum þremur.
Árið 1919 var byggð fyrsta bryggjan í Grindavík í Járngerðarstaðahverfi. í Þorkötlustaðahverfi var svo byggð bryggja árið 1930 og í Staðarhverfi þremur árum síðar. Voru þetta miklar framfarir frá því, sem áður var, en eftir sem áður varð að setja bátana á land. Með tilkomu hafnarmannvirkjanna í Hópinu lögðust svo róðrar fljótlega niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfi, og síðan hefur útgerð eingöngu verið stunduð frá Járngerðarstaðahverfinu.
Grindavík – dýpkunarskipið Grettir.
Eftir afturkipp stríðsáranna fer heldur að rofa til í útgerðarmálum Grindavíkur um og eftir 1945. Og með frekari dýpkun og mannvirkjagerð í höfninni árið 1949 er þróuninni alveg snúið við og nýtt líf færist í atvinnulífið á staðnum. Upp úr 1950 hefst svo hið stórkostlega framfaraskeið í sögu Grindavíkur, sem hefur staðið óslitið síðan. Til dæmis um ótrúlega aukningu á sjósókn og aflabrögðum síðustu árin má nefna, að árið 1967 bárust á land í Grindavík 24.753 lestir af bolfiski í 2830 sjóferðum, árið 1970 öfluðust 46.077 lestir í 5522 sjóferðum og árið 1973 44.525 lestir í 6380 sjóferðum. Frá Grindavík er nú gerður út 51 bátur frá 10 og upp í 363 lestir, þar af eru 7 bátar 10-50 lestir, 16 bátar 50-100 lestir, 20 bátar 100-200 lestir og 8 bátar 200 lestir og þar yfir.
Fiskverkun
Verkun aflans var lengi vel einhæf, eins og annars staðar á landinu. Fram eftir öldum verkuðu Islendingar aðallega skreið, og var hún ásamt prjónlesi aðalútflutningsvara landsmanna. Eftir að Íslendingum lærðist að nota salt, varð saltfiskverkun fljótlega aðalframleiðsluaðferðin ásamt skreiðarframleiðslunni. Eins og allir vita, voru ýmsar fiskafurðir meðhöndlaðar á annan hátt, en þá í smærri stíl og aðallega til innanlandsneyzlu. Þó er rétt að geta um lýsisframleiðsluna, sem alltaf hefur verið mikil að vöxtum, og hefur lýsið löngum verið Íslendingum nytsamt bæði sem heilsulind, ljósmeti og útflutningsvara.
Fiskgarðar í Slokahrauni.
Lengst af fór verkun aflans fram sem heimilisiðnaður eða með þeim hætti, að hlutasjómenn verkuðu hver sinn hlut, eftir að í land var komið. Seinna, með tilkomu trillubátanna, verkuðu svo skipverjar í sameiningu aflann hver af sínum báti, og fóru hlutaskipti fram eftir því verði, sem fékkst fyrir aflann, eftir að hann hafði verið seldur. Nú tíðkast varla annað en að aflinn sé seldur upp úr sjó, eins og það er kallað, og fiskverkunarstöðvar í landi kaupi aflann og sjái um verkun hans. Fjölbreytni í verkunaraðferðum er nú meiri en áður gerðist.
Grindavík – hraðfrystihúsið.
Fyrsta hraðfrystihúsið var reist í Grindavík árið 1941, Hraðfrystihús Grindavíkur h.f., og 5 árum síðar var Hraðfrystihús Þorkötlustaða h.f. stofnað. Eru bæði þessi fyrirtæki enn starfandi og hafa eflzt með árunum og eru nú með stærstu fyrirtækjum í Grindavík. Þriðja hraðfrystihúsið rekur svo Arnarvík h.f.
Saltfiskverkunarfyrirtæki eru samtals 14, bæði stór og smá, og er Þorbjörn h.f. þeirra stærst. Eru þá hraðfrystihúsin 3 meðtalin, en þau reka einnig saltfiskverkun. Mestur hluti aflans, sem á land berst, er saltaður, frystur fiskur er í öðru sæti, en skreiðarframleiðsla hefur að mestu legið niðri seinustu árin af markaðsástæðum erlendis. Þá er eftir að geta um beina- og fiskimjölsverksmiðju, sem er 1 á staðnum. Vinnur hún úr því slógi og beinum, sem til fellur frá fiskverkunarstöðvunum og einnig síld og loðnu eftir því sem aflast.
Verzlun og viðskipti
Eins og áður er sagt, var kóngsverzlun í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, að hana tók af í náttúruhamförum. Frá þeim tíma og allt fram undir síðustu aldamót er mér ókunnugt um verzlunarhætti að öðru leyti en því, að svokallaðir spekúlantar eða fríhöndlarar komu hér við á skipum og ráku vöruskiptaverzlun við íbúana. Einnig má geta þess, að fyrir og upp úr aldamótunum síðustu gerði Lefóliisverzlun á Eyrarbakka út skip, sem hún sendi til Grindavíkur og allt vestur fyrir Reykjanes með vörur að sumrinu til. Var hér einnig um vöruskiptaverzlun að ræða. Verzlunarskip þessi munu hafa verið með gufuvél og gekk það fyrsta, sem vitað er um, undir nafninu „Den lille“. Á eftir honum kom bátur, sem hét Oddur, kallaður Bakka-Oddur. Sá slitnaði upp af legunni í Grindavík í einni verzlunarferðinni í suð-austan stormi og stórsjó og varð þar til á fjörunum. Til sömu tíðar hafði Lefoliisverzlun saltfiskmóttöku hér á staðnum á vetrarvertíðum.
Einar G. Einarsson í Garðshúsum.
Fyrir og um aldamótin mun Duusverzlun í Keflavík hafa haft nokkur viðskipti við Grindvíkinga. Voru þau á þá leið, að menn sóttu úttekt sína til Keflavíkur ýmist á hestum eða á sjálfum sér og greiddu hana aftur með verkuðum saltfiski að sumrinu, sem Duusverzlunin lét sækja á sínum skipum.
Rétt fyrir aldamótin byrjaði Einar G. Einarsson í Garðhúsum að verzla í húsi, sem hann lét byggja fyrir ofan lendinguna á Járngerðarstöðum, og má það teljast fyrsta verzlunarhús okkar tíma í Grindavík. Verzlun Einars í Garðhúsum þróaðist fljótlega svo, að aðkomuverzlanirnar lögðust niður. Lengst af var nær eingöngu um vöruskiptaverzlun að ræða eins og áður, en breyttist smátt og smátt í nútímahorf. Fram til ársins 1932 var verzlun Einars í Garðhúsum eina verzlunin á staðnum og fullnægði þörfum Grindvíkinga að mestu, enda má segja, að vöruúrval væri mikið og fjölbreytt. Árið 1932 stofnaði Ólafur Árnason verzlun í húsi sínu að Gimli, og var það fyrsta samkeppnin, sem Einar í Garðhúsum fékk á staðnum. Næsta áratuginn urðu litlar breytingar á verzlunarháttum, en upp úr 1940 byrjar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hér verzlun í smáum stíl, en stofnar hér formlega deild árið 1944.
Járngerðarstaðir – gamli bærinn.
Árið 1946 er sú deild lögð niður, en verður upp frá því útibú frá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Kaupfélagið hefur rekið hér verzlun síðan og er nú stærsta verzlunarfyrirtækið á staðnum með allumfangsmikinn verzlunarrekstur.
Verzlun Einars í Garðhúsum hætti rekstri árið 1957 og Verzlun Ólafs Árnasonar þremur árum síðar.
Nú eru í Grindavík auk Kaupfélagsins 6 verzlanir; 2 matvöruverzlanir, bókaverzlun byggingarvöruverzlun, vefnaðarvörubúð og smávörubúð. Ein veitingastofa er á staðnum, og einnig má geta þess, að nokkrar fiskvinnslustöðvarnar hafa um skeið rekið verbúðir sínar sem gisti- og matsölustaði. Með tilkomu félagsheimilisins Festi á árinu 1972 hefur verið unnt að bjóða upp á þjónustu í mat og drykk þar. Þá eru í Grindavík 2 vélsmiðjur með nokkuð umfangsmikinn rekstur, bæði viðgerðir og nýsmíði, aðallega í sambandi við bátaflotann, og 2 lítil trésmíðaverkstæði.
íbúa- og byggðaþróun
Grindavík – innsiglingin.
Grindavík er talin frá ómunatíð að hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Þorkötlustaðahverfi austast. Milli þessara hverfa voru svo taldir einstaka bæir: Húsatóftir milli Staðar- og Járngerðarstaðahverfis. Hóp milli Járngerðarstaða- og Þorkötlustaðahverfis og Hraun rétt austan við Þorkötlustaðahverfi, en ísólfsskáli nokkru austar.
Krýsuvíkurhverfi var einnig tilheyrandi Grindavíkurhreppi allt til ársins 1936, að hluti af Krýsuvíkurlandi var lagður undir Hafnarfjarðarbæ.
Sögur herma, að í öndverðu hafi helztu jarðir í hreppnum verið Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir og Hraun. Með nýjum og nýjum kynslóðum í aldanna rás skiptust heimajarðirnar, og bændum, þ.e.a.s. jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir urðu fleiri og smærri. Einnig hafa jarðirnar gengið kaupum og sölum, ýmist verið konungs-, kirkju- og síðar ríkisjarðir eða bændajarðir.
Nú eru lóðir og lendur í hreppnum ýmist í eigu ríkis, sveitarfélags eða hinna ýmsu landeigenda. Frá landnámstíð og allt framá þessa öld var íbúunum gjarnan skipt eftir því, hvort þeir áttu land eða voru landlausir.
Vindheimar – tómthús við Húsdatóftir.
Þeir, sem land áttu, nefndust bændur, en hinir þurrabúðar- eða tómthúsmenn. Eftir að þéttbýliskjarnar fóru að myndast fyrir alvöru, leið þessi skilgreining undir lok.
Byggðin var frá upphafi í þremur hverfum, eins og oft hefur verið að vikið. Risu þessi hverfi umhverfis lendingarstaðina. Tók enginn lendingarstaðurinn öðrum fram, svo að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir byggðaþróunina. íbúafjöldinn hefur því fremur ráðizt af öðrum ástæðum, s.s. framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grindavíkurhreppi að Krýsuvík undanskilinni. Þá eru samtals 302 íbúar í sókninni. í Staðarhverfi búa þá 63 íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145 og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.
Grindavík – höfnin.
Með byggingu hafnar í Hópinu í Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst þær breyttu aðstæður, sem valda því, að útgerð leggst með öllu niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfunum og hefur fljótlega þau áhrif, að byggðin dregst saman á þessum stöðum og þó sérstaklega í Staðarhverfinú, sem er fjær. Enda fór svo, að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði. Lengst var búið á Stað eða til ársins 1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis urðu nokkuð á annan veg. Byggð hefur að vísu ekki aukizt síðan höfnin var gerð, en heldur ekki minnkað verulega, sumpart mun þetta stafa af tiltölulega lítilli fjarlægð frá höfninni og sumpart af því, að hraðfrystihús var reist þar árið 1946 og veitti mikla atvinnu, einmitt um sama leyti og róðrar lögðust niður frá hverfinu sjálfu.
Grindavík 1958.
Eins og áður er getið, stóðu atvinnuvegir með nokkrum blóma á fyrstu áratugum þessarar aldar og fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið 1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938 eru þeir orðnir 553. Á stríðsárunum kom svo afturkippurinn, sem áður er lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan komin niður í 489. Það er svo ekki fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá 1938 er aftur náð eða því sem næst. Eftir það heldur fjölgunin áfram jafnt og þétt, þannig að árið 1960 eru íbúarnir 734, fimm árum síðar eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir 1169, hinn 1. desember 1973 voru Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1. desember 1974 munu þeir vera alveg um 1600.
Staðarlýsing
Eins og flestum er kunnugt, er Grindavíkurland að mestu leyti þakið hraunum, sem runnið hafa eftir lok síðustu ísaldar. Þó er nokkurt graslendi meðfram sjónum, þar sem byggðin var, en hún hefur nú á síðari árum þokazt upp á hraunin í Járngerðarstaðahverfi. Þá eru og í landi hreppsins sérstakir gróðurblettir í hinum víðlendu hraunum, og má þar sérstaklega nefna Selsvelli vestan í Núphlíðarhálsi innarlega, sem er sérstaklega fallegur staður. Um vellina rennur lækur, og mun vatn hvergi renna ofanjarðar annars staðar svo utarlega á skaganum, enda hverfur hann fljótlega, þegar kemur í hraunið. Annar skemmtilegur gróðurblettur er á Vigdísarvöllum, sem er austan í Núphlíðarhálsinum. Þar var áður búið og lengi tvíbýlt. Mun síðasti bóndinn hafa farið þaðan árið 1907.
Grindavík 1974.
Norðan í Þorbirni er nokkurt graslendi. Þar hefur verið afgirt svæði til skógræktar og virðist ræktunin þrífast þar mjög vel. Norðan undir Svartsengisfelli er og fallegur gróðurblettur, og hafa Grindvíkingar haldið þar útiskemmtanir til margra ára.
Bæjarland Grindavíkur er mjög víðlent og nær alla leið frá Reykjanestá austur í Selvog. Ef Iandamörkin eru rakin nákvæmlega frá vestri til austurs, eru þau úr miðri Möl við Reykjanes í Sýrfell. Þaðan beina línu í miðja Hauksvörðugjá í Súlur. Úr Súlum í Stapafellsþúfu. Þaðan í Arnarklett fyrir sunnan Snorrastaðatjarnir. Úr Arnarkletti í Litla-Skógfell og þaðan í Kálffell í Kálffellsheiði. Þaðan í Fagradals-Hagafell og þaðan í Litla-Keili. Frá Litla-Keili í Sog (Sogaselsdal) undir Trölladyngjuhlíðum og með þeim í Markhelluhól. Frá Markhelluhól, norðanvert við Fjallið eina í Markrakagil, þaðan í Markraka í Dauðadölum og þaðan í Stóra-Kóngsfell. Úr Stóra-Kóngsfelli í Litla-Kóngsfell og þaðan suður heiðina beina línu í Sýslustein og síðan í Seljabót.
Útsýni af Fiskidalsfjalli yfir Festarfell og Lyngfell. Lambastapi fjær.
Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum, sem flest eru í landi bæjarins. Þau eru fremur lág, en setja þó mikinn svip á umhverfið. Öll munu þau vera gosmyndanir og ekki eldri en frá því seint á síðustu ísöld. Þessi eru helzt: Sýrfell, Sandfell, Súlur, Þórðarfell, Stapafell, Þorbjörn (Þorbjarnarfell), Svartsengisfell, Hagafell, Fagradalsfjall, Húsafell, Fiskidalsfjall, Festarfjall, Slaga, Skála-Mælifell, Krýsuvíkur-Mælifell og Geitahlíð austast. Ströndin liggur fyrir opnu úthafinu, víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga þó inn í hana á stöku stað, og eru Staðarvík, Járngerðarstaðavík og Hraunsvík þeirra helztar, og við þær hefur byggðin staðið alla tíð, þegar Krýsuvík er undanskilin. Inn af Járngerðarstaðavíkinni er svo Hópið, eina örugga skipalægið á allri strandlengjunni. Á milli Járngerðarstaðavíkur og Hraunsvíkur er lítið nes, sem heitir Hópsnes, en gengur líka undir nafninu Þorkötlustaðanes.
Jarðhitinn í Svartsengi
Jarðhitasvæði eru mikil og virk innan bæjarlandsins, og eru jarðhitasvæðin á Reykjanesi og í Krýsuvík þeirra mest. Á svæðinu þar á milli má víða sjá merki um hita í jörðu. Haustið 1971 og fram í janúar 1972 voru boraðar tvær holur við Svartsengi í Grindavík á vegum Grindavíkurhrepps. Var tilgangurinn tvíþættur: Annars vegar að freista þess að fá upp varma til hitaveitu í Grindavík og hins vegar til þess að fá úr því skorið, hvers eðlis hitinn væri (háhiti eða lághiti) í sambandi við þær miklu umræður, sem fram höfðu farið um nýtingu jarðvarma til stóriðju s.s. sjóefnavinnslu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Áformað hafði verið að bora eina holu 700-800 m djúpa, en þegar holan var orðin 240 m djúp, var hætt, því þá var hitinn kominn í rúmar 200° C og afl holunnar um það bil 60 kg/sek.
Svartsengisvirkjun.
Var þá síðari holan boruð. Varð hún 400 m djúp, lítið eitt heitari en sú fyrri og afl hennar um 70 kg/sek. Ókostur var það hins vegar, að vatnið í holunum var salt og ekki unnt að virkja það til hitaveitu, án þess að um varmaskipti yrði að ræða, þ. e. að gufan yrði notuð til upphitunar á fersku vatni. Boranir þessar sönnuðu einnig, að Svartsengissvæðið var háhitasvæði, svipað og á Reykjanesi, og síðan hafa athuganir leitt í ljós, að það er ekki minna en 4 km2 að stærð.
Á fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti hreppsnefnd Grindavíkurhrepps að bjóða hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum til samvinnu um nýtingu jarðhitans í Svartsengi. Það tók sveitarfélögin nokkuð langan tíma að ákveða sig, þar sem áhugi var þá mikill hjá þeim að freista þess að bora eftir varma í landi Keflavíkur.
Svartsengi.
Seint á árinu 1973 var loks ákveðið að snúa sér að Svartsengi, og hefur samfleytt verið unnið síðan að undirbúningi hitaveitu á Suðurnesjum undir forystu Samstarfsnefndar sveitarfélaganna þar.
Á árinu 1974 hefur Orkustofnun verið athafnasöm á Svartsengissvæðinu. Hafa nú verið boraðar þar tvær hitaholur til viðbótar með gufubornum. Eru þær 1500 og 1700 m á dýpt, 230°—240° C heitar og afl þeirra samanlagt um 180 kg/sek. Einnig hefur verið boruð 1 kaldavatnshola, sem gefur mikið og gott vatn til upphitunar. Varmaskiptatilraunir voru einnig gerðar á árinu, og gáfu þær góða raun.
Á vegum sveitarfélaganna hefur talsvert verið unnið að hönnun og áætlanagerð varðandi hitaveituna og núna rétt fyrir jólin samþykkti Alþingi lög um Hitaveitu Suðurnesja, sem er sameign sveitarfélaganna á Suðurnesjum (60%) og ríkisins (40%), en ríkið fékk snemma áhuga á fyrirtækinu vegna Keflavíkurflugvallar.
Bláa lónið.
Binda Suðurnesjamenn miklar vonir við, að framkvæmdir geti nú farið að hefjast innan tíðar.
Svartsengissvæðið er í eigu einkaaðila. Er það óskipt sameign ýmissa landeigenda í Grindavík. Samningaviðræður standa yfir, en er ólokið enn. Vonandi verða þeir ekki til þess að tefja þessar þýðingarmiklu framkvæmdir.
Fengin kaupstaðarréttindi
Grindavíkurhreppur öðlaðist kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974.“
Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 34. árg. 1974, Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson, bls. 255-265.
Kershellir/Hvatshellir við Sléttuhlíðarhorn – Jónatan Garðarsson
„Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar [Selvogsbúar nefndu hana jafnan Suðurferðaveg].
Kershellir – loftmynd.
Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum og opnað leið inn í hellakerfi sem auðvelt er að skoða. Austast er Kershellir og norður af honum er Hvatshellir, en það er ekki auðvelt að komast að honum. Nokkrum tugum metrum neðar, þar sem hraunrausin er fallin saman að hluta, er skjólsæll slakki og niður af honum er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín.
Hleðsla í Selshelli/Ketshelli.
Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina.
Hellarnir voru hluti af búskaparsamfélaginu um aldir og m.a. nýttir sem fjárskjól og áningastaðir ferðalanga sem áttu leið um Selvogsgötuna.
Selsvarðan á mörkum.
Selhellirinn, sem er á landamerkjum Setbergs og Garðakirkjulands, var eins og nafnið gefur til kynna hluti af seljum Setbergs og Hamarskots um aldir. Enginn veit nákvæmlega hvernig Kershellir var notaður en ekki er ólíklegt að hann hafi verið einhverskonar mannabústaður í skamman tíma þó líklegra sé að hann hafi nýst sem geymsluhellir. Í honum er hlaðinn garður sem myndar hálfboga en það er með öllu óljóst til hvers þessi grjótveggur var gerður á sínum tíma.
Hvatspiltar vekja athygli á hellunum
Kershellir á herforingjaráðskorti frá 1903.
Sumarið 1906 komu fjórir ungir piltar úr Reykjavík suður að Sléttuhlíðarhorni eftir þriggja tíma göngu og glöddust mjög þegar þeir fundu helli í jarðfalli, sem reyndist ágætlega stór. Þetta voru Sigurjón Þorkelsson, seinna kaupmaður í versluninni Vísi, Helgi Jónasson frá Brennu og Matthías Þorsteinsson, en þeir unnu allir saman í Edinborgarverslun. Fjórði pilturinn var Skafti Davíðsson trésmiður. Þeir höfðu stofnað fótgöngufélagið Hvat, en nafnið gaf til kynna að þeir einsettu sér að ganga hvatlega og skoða sitt nánasta umhverfi um helgar þegar þeir áttu frí frá vinnu.
Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.
Þeir höfðu áður skunað á Þingvöll og skoðað þar hella í hrauninu og töldu sig hafa fundið nýjan og áður óþekktan helli við Selvogsveginn og létu þá fregn berast um bæinn. Þann 1. júlí 1906 birtist stutt grein í Æskunni þar sem sagt var frá því að Hvatsfélagar hefðu fundið stóran helli suður af Hafnarfirði einn sunnudag er þeir voru þar á göngu fyrr um sumarið. Hvatspiltar fóru aftur suður í Sléttuhlíð sunnudaginn 2. september með ljós og mælivað til að mæla og rannsaka hellinn gaumgæfilega. Komust þeir að því að út frá honum voru afhellar mismunandi stórir.
Þessi fundur hleypti mörgum kappi í kinn og héldu ýmsir áhugamenn um hella af stað til að rannsaka þetta fyrirbæri. Hvatsfélagareignuðu sér hellinn og máluðu meira að segja nafn hellisins með bronsmálningu á einn hraunvegginn í stóra afhellinum. Meðal þeirra sem slógust í för með Hvatspiltum var séra Friðrik Friðriksson, upphafsmaður Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík. Ritaði hann tvær greinar um hellinn og birtist önnur þeirra í Fjallkonunni 7. september 1906. Þar lýsti Friðrik hellinum og byggði á frásögn piltanna:
Skrif séra Friðriks Friðrikssonar
Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði.
Sögu Friðriks þekkja margir en hann fæddist vorið 1868 í Svarfaðardalnum fyrir norðan, hann missti föður sinn ungur og lifði í fátækt framan af en náði að brjótast til mennta og gekk í Latínuskólann í Reykjavík. Eftir nám fór hann til Danmerkur þar sem hann kynntist starfi KFUM (Kristilegu félagi ungra manna) og í ársbyrjun 1899 stofnaði hann svo KFUM deild heima á Íslandi, fáeinum mánuðum síðar stofnaði hann einnig kvennadeild – KFUK, og gegndi forstöðu félagsins. Innan starfsins stofnaði hann svo knattspyrnufélögin Val í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði auk þess að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, skátafélagi, sumarbúðum í Vatnaskógi og fleira.
Sr. Friðrik helgaði sig starfi KFUM og K alla tíð og var hann heiðraður með ýmsum hætti fyrir starf sitt meðan hann lifði og minningu hans og starfi hefur einnig verið haldið á lofti eftir að hann lést vorið 1961 rétta tæplega níutíu og þriggja ára gamall.
„Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að giska 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er, allsstaðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af munnanum, sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir munna á afhelli nokkru vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet að lengd og 1 ½ alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni.
Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægramegin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn í hana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðar háan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, er skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur all mikill og lægðir báðu megin.
Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferð sín góð orðin.“
Séra Friðrik rannsakaði hellinn sjálfur
Séra Friðrik fór ásamt Hvatspiltum suður að Sléttuhlíðarhorni til að kanna innsta hellinn nokkru seinna . Höfðu þeir meðferðis ljósker ásamt stuttum og digrum 8 aura kertum frá Zimsen. Þeir voru ennfremur með mælivað og 60 faðma snæri. Mældu þeir innsta hellinn sem reyndist vera 61 fet á lengd og allur nokkuð jafnbreiður 8-10 fet. Síðan kemur lýsing séra Friðriks:
„Hæðin var um 4 fet minnst og liðugt 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt dropasteins útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju, gólfið er slétt og fast og lítð sem ekkert þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellunum gleymist þegar inn er komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyrr inn komið.
Hvatshellir.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helst of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt.
Séra Friðrik nefndi innsta afhellinn Hvatshelli, þann sem honum fannst líkjast kjallarakirkju, enda segir munnmælasaga að hann hafi stundum haldið látlausa helgistund í hellinum næstu árin. Allavega fór það svo að ungu mennirnir sem töldu sig hafa fundið afhellana máluðu nafnið Hvatshellir í innstu hvelfingunni. Vel má vera að þeir hafi fyrstir manna komið inn í þessa afhella, en Kershellirinn sem er fremstur var fyrir löngu þekktur eins og hleðslurnar sem þeir fundu í honum gefa glögglega til kynna.
Hvatshellir.
Þessi fundur þótti allmerkilegur í ljósi þess að erlendir menn höfðu farið um landið og leitað að hellum sem þeir töldu sig síðan finna, þó svo að heimamenn á hverjum stað hefði greinilega vísað þeim á þá. Séra Friðrik hvatti ungt fólk til að gera sér ferð til að skoða hellana og lýsti leiðinni suður í Sléttuhlíðina með eftirfarandi hætti: Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi, upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri sem er mælingamenn Herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt er tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasgróinn hvammur. Í honum er hellismunninn.
Mjög falleg og greiðfær leið þangað er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilsstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til er komið á Selvogsveg. Mundi það vera 3 tíma gangur frá Reykjavík.“
Aðrir fara af stað til að skoða fundinn
Setbergssel – varða nr. 27 ofan við selið.
Leiðalýsing séra Friðriks kom Reykvíkingum sérkennilega fyrir sjónir eins og greint var frá í blaðinu Reykjavík. Göngumaður sem skrifaði undir leyninafninu Gangleri gerði sér ferð suðureftir til að skoða hellinn ásamt félögum sínum. Þeir villtust á leiðinni og fóru allmarga aukakróka áður en þeir komust á Selvogsveginn. Seint og um síðir komu þeir að hellunum norðan Sléttuhlíðarhorns og hittu þar þrjá sveitamenn, eins og Gangleri kallaði þá í grein sinni. Þeir spurðu sveitamennina um nýja hellinn og sögðu þremenningarnir að þarna væri ekki nýr hellir heldur þrír hellar þétt við gömlu götuna og hver framundan öðrum.
Kershellir.
Þeir hefðu, áður en þessir landkönnunarmenn úr Reykjavík komu til sögunnar, verið kallaðir einu nafni Kershellar. Þeir hétu svo af því að það var engu líka en að ker eða skálar væru niður í jarðveginn, sem hellismunnarnir lægju úr og það væri einna gleggst á þessum nýskírða helli. Því til sönnunar að þessir hellar væru fullkunnir áður, væri það að þeir væru taldir ráða landamerkjum milli Setbergslands og Garðakirkju.
Nafngiftin gagnrýnd, enda hellirinn löngu þekktur
Í Kershelli.
Margir fundu sig knúna til að leggja orð í belg eftir að séra Friðrik gaf innhellinum nafnið Hvatshellir, en svo virðist sem fæstir þeirra sem gerðu sér ferð að hellunum hafi fundið afhellana. Nokkur brögð voru að því að fólk skoðaði einvörðungu Selhellinn og fannst lítið til hans koma enda hafði hann verið notaður sem fjárhellir eftir að hætt var að hafa þar í seli seint á 19. öld og fullur af sauðataði. Botn hellisins er núna þakinn leirkenndri mold sem verður leðjukennd þegar hún blotnar. Jón Þorkelsson var einn þeirra sem ritaði greinarkorn í Fjallkonuna um hellafundinn og taldi hann augljóslega að um Selhellinn væri að ræða.
Í Kershelli.
„Hellir sá í Garðahrauni [hellirinn er í efsta hluta Gráhelluhrauns], er félagar úr göngumannafélagsins „Hvats“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eftir kunngum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við að hellir þessi hefur verið þekktur um frá ómuna tíð og hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða.
Setbergssel – landamerkjavarðan.
Er til enn vitnisburður um landamerki þessi frá 2. janúar 1625, úgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundssyni. Segir Þorvaldur þar svo frá: „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hvar eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk úr miðjum Flóðum, og upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeiling úr miðjum fyrirsögðum hálsi og í hvíta steininn, sá er stendur í Tjarnholtunum og þaðan sjóndeiling í miðjan Ketshellir.
Op Ketshellis.
Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi ég þar nokkra efan á heyrt. Og var ég á fyrrsagðir jörðu minni ómagavist hjá mínum föður í 15 ár hann þar bjó; en ég hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn ‚, eftir hverjum ég má sverja með góðri samvisku.
Af þessu mætti það verða augljóst, að þessi nýfundni „Hvatshellir“ hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir réttu nafni Ketshellir.
Lýsing Ólafs Þorvaldssonar
Ólafur Þorvaldsson.
Við þetta má síðan bæta því að Ólafur Þorvaldsson, sem fæddist á Ási við Hafnarfjörð og var bóndi í Herdísarvík um tíma þar til Einar Benediktsson tók við jörðinni, ritaði ágætar leiðalýsingar um þjóðleiðir í námunda Hafnarfjarðar, sem birtust í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1943-48, sem kom út 1949. Í leiðarlýsingu hans á Grindarskarðavegi (Selvogsleið) ritar hann: „Ofarlega í hraunbelti því sem áður getur og yfir er farið áður en upp á móts við Klifsholt kemur er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt, og vildi gólfið blotna þegar fé kom brynjað inn. Laust eftir síðustu aldamót [1900] fundu menn úr félagi, sem nefndi sig „Hvat“ og í voru nokkrir ungir fjallgöngu- og landkönnunarmenn í Reykjavík, helli skammt ofar og norðar [hann er austar, en einnig máf inna lítinn hellir norðan við fjárhellinn]en Kershelli.
Í Hvatshelli.
Op þessa hellis er mjög lítið en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngengt í miðju, en gólfið slétt hellugólf. Þeir, sem námu helli þennan, svo að sögur fari af, nefndu hann eftir félagi þeirra og kölluðu Hvatshelli. Nafnið máluðu þeir svo með gullnum stöfum á innanverða hvelfingu eða gólf (ég man ekki hvort heldur).“
Hellaskoðun
Hamarskotshellir – op.
Kershellir er augljóslega sá hinn sami og er nú merktur með myndarlegri vörðu sem stendur skammt vestan við jarðfall við gömlu Selvogsgötuna. Kerið er allmyndarlegt og virðist eingöngu um litla skúta að ræða til sitthvorrar handar. Annar skútin, sem er frekar lítill er í austurbarmi kersins, en í vesturbarminum er op sem er öllu áhugaverðara. Þegar komið er innfyrir hellismunnann opnast stór hellir og í honum er hleðslan sem fyrr er getið. Vinstra megin við hana er einskonar bás eða útskot.
Kershellir – varðan ofan við opið.
Hellirinn er nokkuð langur og flestir láta sér nægja að skoða þennan hluta og halda síðan út í birtuna. Um leið og komið er inn í hellinn er hægt að greina þrönga rás hægra megin niður við gólf hellisins og þarf að skríða á maganum inneftir henni til aðkomast í fyrsta afhellinn. Hann er frekar lítill og gólfið er frekar grýtt. Úr þessum helli liggur önnur rás þar sem skríða þarf á fjórum fótum eða jafnvel á maganum. Opnast þá nokkuð stór hellishvelfing. Þar með er ekki allt upp talið því enn má finna þrönga rás og innan við hana er stærsti hellirinn, sá hinn sami og fékk nafnið Hvatshellir fyrir rúmlega 100 árum síðan.
Þeir sem hyggjast skoða Kershelli og afhellana þurfa að hafa mjög gott ljós meðferðis. “ – Jónatan Garðarsson
Sjá meira um Kers- og Hvatshelli HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Í Hvatshelli.
Hafnarfjörður – friðlýst vætti
Fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar voru nýlega friðlýst. Svæðin bætast við áður friðlýst svæði í umdæmi bæjarins, þ.e. Reykjanesfólkvang, Hamarinn og Ásfjall.
Formleg friðlýsing skv. náttúruverndarlögum er eina leiðin til þess að tryggja varðveislu svæða til ótímabundinnar framtíðar. Oft halda önnur úrræði ekki nema út eitt til tvö kjörtímabil viðkomandi sveitarstjórna. Með formlegri friðlýsingu er svæðinu tryggð framtíð og um leið tryggt aðgengi almennings í samræmi við almennar reglur þar að lútandi.
Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan Reykjanesfólkvangs. Eldfjöll eru mörg, einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs- fjöll og stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu (friðlýstur 1975).
Hamarinn – mörk friðlýsingar.
Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk (friðlýstur 1984).
Ásfjall í Hafnarfirði er umlukinn fólkvangi. Hann umlykur svo friðland Ástjarnar. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru menjar um hersetu fyrr á öldinni (friðlýst 1996).
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingarnar fimm við athöfn að Hleinum á Langeyrarmölum.
Fulltrúi bæjarins staðfesti friðlýsinguna.
Þrír fólkvangar og tvö náttúruvætti voru friðlýst til útivistar og verndunar á lífríki og raunmyndunum. Fólkvangar voru stofnaðir við Hvaleyrarlón, Hleina og í Stekkjahrauni. Litluborgir og hluti af Kaldárhrauni voru friðlýst sem náttúruvætti.
Litluborgir við Helgafell voru friðlýstar sem náttúruvætti til að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Í friðlýsingarskjali segir m.a. að „almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. vélsleða, er óheimil í náttúruvættinu“.
Kaldárhraun og Gjárnar, þ.e. Norðurgjá, Suðurgjá og Lambagjá, voru friðlýst sem náttúruvætti til að vernda helluhraunsmyndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli. Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur. Í friðlýsingunni segir m.a. að „óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu. Einnig er þar óheimilt að spilla gróðri og trufla dýralíf og eru skotveiðar bannaðar. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt menningarminjar á hinu friðlýsta svæði“.
Fólkvangur var stofnaður á Hleinum að Langeyrarmölum til að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Aðgengi að svæðinu er gott og það er því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Svæðið er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008. Í friðlýsingunnis egir m.a.: „Umsjón og rekstur fólkvangsins skal vera í höndum umhverfisnefndar
Hafnarfjarðarbæjar, samkvæmt samningi milli Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarbæjar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í samráði við Hafnarfjarðarbæ“.
Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur til að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla og til að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu. Aðgengi fyrir íbúa er gott og einnig eru grunnskóli og leikskóli í nágrenninu og svæðið því tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi verið vinsælt til útivistar og er ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið, en oft má sjá á svæðinu sjaldséða gesti eins og t.d. gráhegra. Í friðlýsingunni segir m.a: „Umhverfisráðherra getur, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar Hafnarfjarðarbæjar, veitt heimild til þess að vikið verði frá reglum þessum í einstökum tilfellum gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar“.
Stekkjarhraun var friðlýst sem fólkvangur er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 7000 árum. Hraunið er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli. Í friðýsingunni segir m.a.: „Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum“.
Friðland við Ástjörn.
Þrátt fyrir að einstök svæðin gefi einungis takmarkaða mynd af raunverulega minjagildi verður að taka viljan fyrir verkið. Sumum svæðunum hefur verið spillt vegna framkvæmda. Því má segja með nokkrum sanni að með friðlýsingunni eru aðilar að friðþægja slæma samvisku, sem er í rauninni ekki svo lítil fyrirgefning landssvæðunum til handa. T.d. munaði ekki nema hársbreidd að línuvegur yrði lagður yfir Litluborgir á sínum tíma. Það var einungis fyrir snarræði þáverandi nefndarmanns hjá Hafnarfjarðarbæ að vegurinn var færður þangað sem hann er nú. Samt sem áður liggur vegurinn að hluta til á náttúruminjasvæði Litluborga því hliðstæð jarðfræðifyrirbæri eru undir honum.
Heimild:
-http://www.umhverfisraduneyti.is
-www.ust.is
Í Litluborgum.
Hraun – Sigurður Gíslason
Sigurður Gíslason á Hrauni er manna kunnugastur um örnefni og staðhætti á jörðinni Hrauni skammt austan við Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.
Rætt var við Sigga þar sem hann dvelur um þessar mundir á Hjúkrunarheimilinu að Víðihlíð við góða umönnun. Sigurður fæddist á Hrauni 5. maí árið 1923 og hefur búið þar fram til þessa.
„Ég veit sjálfsagt eitthvað um örnefnin á Hrauni, en þekki þau ekki endilega öll“, segir Siggi. „Krókur hét t.d. krikinn vestast í túninu, norðan Vatnagarða. Þar eru tóftir. Draugagerði eru leifar garða eða gerðis austan við Tíðarhliðið, innan garðs. Bakki eða Bakkar voru norðan við Gamla bæinn. Bóndinn þar vildi nefna það Litlahraun, en fékk ekki. Hrauntún var vestan við Gamla bæinn. Sunnuhvoll var norðan við Hrauntún og Gamla bæinn. Sauðagerði var austast í túninu og sjást tóftir þess enn. Vatnagarður (-ar) lýsti ég áður, en Gamli bærinn var vestan og sunnan við núverandi hús; tvíbýlið.
Hraun um 1940 – hér sést gamli bærinn og sjóbúðin.
Fjárhús tóftir eru á a.m.k. tveimur stöðum er enn sjást. Gamlibrunnur er ofan við Hrólfsvík. Krókshellir er í Krókstúninu. Suðvestan þess lá Eyrargatan út á Nes. Hraunkotsgatan lá upp úr Króknum yfir að Haunkoti og Þórkötlustaðagatan lá upp um Fremra-Leiti út í Þórkötlustaðahverfi. Allar þessar götur sjást enn, nema kannski Eyrargatan. Á götum þessum voru hlið í túngarðinum. Hraunsvegur var nýjasta gatan áður en núverandi þjóðvegur kom. Hann lá um Efra-Leiti, framhjá Hvammi og um Tíðarhliðið á Hrauni. Markhóll er upp á Efra-Leiti, hlaðinn. Hraunsleynir er austar.
Vatnagarðar – tóftir.
Ofan hans er hlaðin refagildra og leifar af fleirum í Leyninum sjálfum. Hraunsvörin var þrískipt; Suðurvör (Hraunsvör), Norðurvör og Bótin. Þú þekkir svo Hraunsbrunninn og hvar líklegt er að kirkjan til forna gæti hafa staðið austan við Gamla bæinn.
Ekki má gleyma Dysinni ofan við bæinn þar sem karlsson er sagður hafa verið grafinn eftir Tyrkjaránið og Ræningjadysinni, eða Kapellunni, á Hraunssandi, sem Kristján Eldjárn gróf í og fann þar eitthvað að gripum. Tyrkjahellirinn er svo uppi á Efri-Hellum, en þar var alltaf gott vatn fyrir kýrnar. Og ekki má gleyma Guðbjargarhelli, en hann var löngum athvarf ömmu minnar fyrst eftir að hún kom að Hraunu, vildi hún vera í næði.“
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar, sem Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni (Vestur-Hrauni) og Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála (fyrrum bóndi á Austur-Hrauni (Manntal 1910)), gáfu kemur eftirfarandi fram: „Fram af túninu gengur þangivaxinn tangi fram í sjó, sem fer í kaf um flóð.
Þegar Jón Jónsson, afi Gísla Hafliðasonar, var hér, var á tanganum grasflöt. Sunnan við Skarfatanga í bás, sem þar er, strandaði franskur togari. Einnig strandaði kútter Hákon hér 1926 milli 8. og 9. maí.
Næst austan við Skarfatangann er Markabás, sem fyrr getur. Hann gengur þannig inn í bergið og fer alveg í kaf um flóð. Þar flæðir allt, sem þar kann að vera. Í túninu eru engin nöfn, en gerðið austur af túninu er nefnt Sauðagerði. Túnið sjálft er nafnalaust.
Næsta vík við Skarfaklett er Hvalvík, svo er Hrólfsvíkin fyrrnefnda. Síðan er Vondafjara eða Vindfjara. Utan hennar gengur fram Skeljabótarklöpp. Er þá komið heim undir bæ, og er þar vík, sem heitir Skeljabót. Út af Skeljabót heitir Barnaklettur. Vestan við Barnaklett er Hraunsbót og fjaran þar heitir Hraunsvör. Þá taka við, niðri á túninu, Vatnagarðar. Þar var eitt sinn býli.
Húsafell er vestan við Fiskidalsfjall. Skarð á milli fellanna er einungis nefnt Skarð. Grasbrekkur framan í Húsafelli heita: Langigeiri og er austast; Djúpigeiri, Litli-Skotti og Stóri-Skotti er vestast. Kvos upp á Húsafelli fyrir ofan Stóra-Skotta heitir Húsafellsdalur. Austur af hrauninu framan við Húsafell er hellisskúti sem nefndur er Guðbjargarhellir. Hann er kenndur við Guðbjörgu ömmu Magnúsar Hafliðasonar en hún hafði þarna afdrep í leiðindum sínum fyrst eftir að hún kom að Hrauni.
Húsafell ofan Hrauns.
Landamerki Hrauns og Þórkötlustaða eru um hæstu bungu Innstuhæðar frá hól á Hraunsleiti framan við Hraunsleyni. Úr Innstuhæð eru landamerkin í norðaustur í svonefnda Vatnskatla í Fagradals-Vatnsfelli.“
Loftur Jónsson skráði örnefni í Hraunslandi:
„Jörðin Hraun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Eftirfarandi hjáleigur voru í Hraunslandi: Vatnagarður syðst í túninu. Þar bjó eitt sinn ekkja á 17. öld og hafði allt upp í 8 kýr þegar flest var. Bakkar (eða Litla-Hraun) norðan núverandi túns. Sunnuhvoll norðvestan við Hraun og Hrauntún þar vestur af. Óljósar sagnir eru um hjáleiguna Draugagerði vestur við túnhlið. Þar stóðu fjárhús sem elstu menn muna. [Á túnakorti frá 1918 eru merktar þar „gamlar rústir“.]
Hraunsgarðar í Slokahrauni.
Örnefni sem mér eru kunn í landi Hrauns eru eftirfarandi: Með sjó er Markabás vestast. Hann er austan við svonefnd Slok og skiptir löndum á milli Þórkötlustaða og Hrauns. Austan við Markabás er Hádegistangi. Hádegisklettur er þar ofan og sunnan við. Hann hét öðru nafni Klofaklettur, tvær strýtur voru upp úr honum en önnur er nú brotin af fyrir mörgum áratugum.
Þetta var hádegismark frá gamla bænum á Hrauni. Þar norðan við er Skarfatangi. Það er smátá sem skagar út í sjóinn en fer í kaf á flóði. Magnús Hafliðason segist muna eftir grasi á Skarfatanga og þegar hann var ungur hafi gamlir menn sagt sér að grasbakki hafi verið á Skarfatanga. Skip hafa strandað sitt hvoru megin við Skarfatanga. Franski togarinn Cap Fagnet að sunnan og kútterinn Hákon að norðanverðu. Vikið norðan við Skarfatanga heitir Vatnagarður og sama nafn ber syðsti hluti túnsins þar upp af. Sker út af Vatnagarði kemur aðeins upp úr á stórstreymisfjöru og er kallað Klobbasker. Sagt er að það hafi komið upp þegar bænahús var aflagt á Hrauni (sennil. Á 17. öld). Gamla sundið lagðist þá einnig af. Vatnstangi er norðan við Vatnagarð. Þar rennur fram ferskt vatn.
Fast norðan Vatnstanga er Suðurvör og var þar aðallending á Hrauni. Norðan við Suðurvör er sker og var farið fast með því þegar lent var og var það nefnt Rolla. Norðurvör er í þröngum klöppum þar norður af og þar var aðeins hægt að lenda í mátulega sjávuðu. Baðstofa er stór klöpp fast fyrir norðan Norðurvör. Þar norður af er Bótin og þar var nyrsta lendingin. Þaðan var hægast að fara út í vondu. Efst í Bótinni er klettur sem fer í kaf á flóði og heitir Barnaklettur. Þar áttu að hafa flætt og síðan drukknað tvö börn.
Túnið upp af Bótinni er nefnt Sauðagerði. Bóndagerði var líka til í túninu en er komið undir kamp fyrir löngu síðan. Önnur örnefni eru ekki kunn í túninu.
Skeljabót er næst fyrir norðan Bótina. Þar eru klappir sem nefndar eru Skeljabótarklappir. Vondafjara er þar fyrir norðan. Síðan kemur Hrólfsvík, Efri- og Fremri- með skeri á milli. Í Hrólfsvík strandaði breskur togari (Luis). Upp af Efri-Hrólfsvík er grjóthrúga og kölluð Ræningjabæli. Þar gróf dr. Kristján Eldjárn þegar hann var þjóðminjavörður og taldi hann að þetta hafi verið enskur verslunarstaður.
Hvalvík er norðan við Hrólfsvík. Hvalhóll er á kampinum milli þeirra. Fram undan hamrabelti ofan Hvalvíkur er stór klettur laus við landið og heitir Skarfaklettur. Hellir í hamrabeltinu rétt ofan Skarfakletts heitir Dunkhellir. Hann er nú að mestu fullur af grjóti.
Festarfjall – Hraunssandur nær.
Fjaran undir Festarfjalli heitir Hraunssandur. Skora hét rauf í bergið fyrir norðan Dunkhelli en er nú horfin. Stígurinn var gata niður á sand og var hún upp við fjallsræturnar. Þar er nú bílfært niður. Klettarani skagar fram á sandinn og heitir Vestrinípa. Eystrinípa er töluvert austar og skilur hún á milli Hraunsands og Skálasands og þar af landamerki. Ekki er hægt að komast fram hjá þessum klettum nema þegar lágsjávað er. Við Eystrinípu er áberandi lóðrétt blágrýtisstuðlabergslag í berginu kallað Festin. Þjóðsaga segir þetta vera gullhálsfesti tröllkonu sem bjó í fjallinu.
Hún lét svo um mælt að þegar ábúendum á Hrauni tækist að láta dóttur heita í höfuð sér og stúlkan gengi á sandinum þarna fyrir neðan mundi festin falla um háls henni. Þetta virðist ekki hafa tekist enn.
Festarfjall er fyrir botni Hraunsvíkur. Í daglegu tali er það kallað Festi. Norðan við Festi og á milli fjallsins Hrafnshlíðar er Siglubergsháls. Skökugil heitir gil með grasgeira í suðvestan í Hrafnshlíð. Þar ofar í hlíðinni heitir Vondaklif. Djúpidalur er norðaustan í Hrafnshlíð.
Vestan við Hrafnshlíð er Fiskidalsfjall. Þar sem fjöllin mætast er Skökugil að framan en að norðan er djúpt gil eða geil inn á milli fjallanna og heitir Svartikrókur. Við rætur
Útsýni af Fiskidalsfjalli yfir Lyngfell. Lambastapi t.h.
Fiskidalsfjalls að norðan var mikið af stórum björgum sem hrunið höfðu úr fjallinu en eru nú farin, voru notuð við byggingu hafnargarðs í Grindavíkurhöfn. Þetta var kallað Stórusteinar. Framan í fjallinu að austanverðu eru grasbrekkur sem kallaðar eru Hálsgeirar og grasbrekka að vestanverðu heitir Berjageiri.“
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Örnefnalýsing Lofts Jónssonar.
-Sigurður Gíslason, Hrauni.
Slokahraun – Eyrargata – Hraunkotsgata – Þórkötlustaðagata
Gengið var um Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns austan Grindavíkur. Slokahraun er líklega um 2400 ára. Hraunið er hluti af Sundhnúkahrauni. Önnur nafngreind hraun í sama gosi eru Blettahraun og Klifhólahraun.
Slokahraun rann í mjórri ræmu til suðsuðausturs frá gígunum sunnan Sundhnúks, milli Vatnsheiðar og Hópsheiðar. Getið er um Slok í tveimur örnefnaskrám Þórkötlustaða í Grindavík: „Utar er tangi fram í sjóinn, sem heitir Slok, og upp af honum er hraunspildan nefnd Slokahraun“ og „síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt.“ Innfæddir Grindvíkingar austanverðir þekkja hljóðið. Þegar aldan skellur undir hraunhellunni slokrar í henni svo um munar.
Hraun í Grindavík.
Að austanverðu eru mörk hraunsins við ströndina við vesturtúngarðinn á Hrauni. Garðurinn liggur uppi á hraunbrúninni, sem nú er gróin að innanverðu. Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni, sagði hraunið, séð frá bænum, jafnan hafa verið nefnt Hraunið. Um það hefðu legið þrjár götur fyrrum, áður en akvegirnir voru lagðir yfir það, fyrst með ströndinni og síðar um Tíðarhliðið á norðvestanverðum túngarðinum. Enn mótar fyrir síðarnefnda veginum, bæði innan garðs og utan. Hann lá yfir að Hvammi og þar áfram til vesturs. Sjást leifar hans bæði austan við Hvamm og vestan við Efra-Land. Um hinar göturnar þrjár verður nánar fjallað um hér á eftir. Þeirra er hvorki getið í örnefnalýsingum né fornleifaskráningarskýrslum.
Í Sögu Grindavíkur segir að Slokin séu “austan við Buðlungavör; út af þeim samnefndur skerjatangi, sem gengur vestur og út í Þórkötlustaðavík, og er sundið inn í víkina á milli þessara tanga og þeirra, sem liggja út frá Leiftrunarhól [á Þórkötlustaðanesi]. Þarna á Slokunum er álitið að eitt af stóru slysunum hafi orðið. Það var nóttina áður en mb. Aldan rá Vestmannaeyjum rak upp í Nesið að vestanverðu… að annan vélbát frá Vestamannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélarbilun í sama veðrinu, rak þar upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðru vísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótt allt væri mjög maskað niður, sást þó, að þarna hafði Þuríði formann rekið upp og hún farizt með allri áhöfn.
Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.
Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði einhvers staðar hjá Grindavík, að því er skipstjórinn hélt. Togarinn losnaði sjálfur fljótlega úr strandinu, en hafi laskazt svo mikið, að hann fór fljótlega að síga niður og sökk svo eftir lítinn tíma. Áhöfnin komst í björgunarbátinn og hélt síðan undan sjó og vindi, þar til þá allt í einu bar að landi og upp í stórgrýtiskamp. Mennirnir komust allir ómeiddir í land…
Skiptar eru skoðanir manna um, hvar togari þessi hafi strandað, en Þórkötlustaðamenn töldu, að eftir strand þetta hafi komið festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hafði verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp. Því er gizkað á, að togarinn hafi lent annaðhvort á Slokunum eða nálægt Leiftrunarhól, þ.e. öðru hvoru megin við Þórkötlustaðavíkina.”
Vertíðir settu löngum svip á atvinnulífið í Grindavík. Tvær verbúðir voru um tíma í Þórkötlustaðalandi, ein á Ísólfsskála og fleiri í Járngerðarstaðalandi. Hraunsmenn gerðu út á Þórkötlustaðanesi og gengu á milli. Þá var Eyrargatan jafnan farin, en hún lá með ströndinni, í gegnum Slokahraun framhjá Sögunarhól og eftir fjörunni neðan við Klöpp, Buðlungu og Þórkötlustaði. Ströndin var þá sandfjara líkt og enn má sjá að hluta innst í Bótinni. Sandurinn náði dágóðan spöl út. Þar voru góðar lendingar fyrrnefndra bæja. Vestan Þórkötlustaða, þar sem nú er Sólbakki, kom gatan upp á bakkann við bæ, sem hét Skarð og þar var. Síðan liðaðist hún ofan strandarinnar, yfir Kónga og að naustunum vestan þeirra.
Hraunkot.
Eyrargatan sést enn í hrauninu innan landamerkja Þórkötlustaðahverfis. Austar hefur sjórinn kastað grjóti yfir hana, auk þess sem vegur var lagður að hluta til yfir hana. Nánar er sagt frá Eyrargötunni annars staðar á vefsíðunni.
Önnur gatan hét Hraunkotsgata. Hún lá upp frá austanverðri hraunbrúninni, í gegnum túngarðinn á Hrauni og svo til beina stefnu yfir það til vesturs, að Hraunkoti, sem var austast bæja (kota) í Þórkötlustaðahverfi. Stór gróinn hraunklettur er norðan götunnar skammt frá Hraunstúngarðinum. Þessi gata sést enn mjög vel, enda gróin. Sigurður sagði það varla geta talist undarlegt því þessa götu hefðu vermennirnir gengið til baka með fiskinn á bakinu. Áburðurinn hafi því verið ágætur og nyti gatan góðs af því enn í dag.
Hraunkot.
Þriðja gatan, sem enn sést, er Þórkötlustaðagata. Hún liggur, líkt og Hraunkotsgatan, í gegnum hlaðinn túngarðinn á Hrauni, um hlið þar sem sem garðurinn myndar 90° horn. Gatan, sem er sú nyrsta þeirra þriggja, liggur nú um gróið hraunið, en hinar fyrrnefndu liggja enn um úfið mosavaxið apalhraunið. Lítill hraunhóll er norðan götunnar. Frá honum beygir gatan lítillega í átt að norðurtúngarðshorni Hraunkots. Þar lá hún samhliða garðinum með svo til beina stefnu á Þórkötlustaði. Enn sést móta fyrir honum á sléttuðu túninu sem þar tekur nú við.
Í Slokahrauni eru miklir þurrkgarðar. Vegna þess hversu fáir vita af mannvirkjunum hafa þau fengið að vera í friði og því varðveist vel. Á þessa garða var flattur fiskurinn lagður og hann þurrkaður. Einnig hausar og annað er nýta mátti af fiskinum. Auk garða má sjá nokkur þurrkbyrgi, sem fiskurinn hefur verið geymdur í milli þurrkálagninga. Eins byrgi má bæði sjá í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, vestan Húsatófta, við Nótarhól austan Ísólfsskála og á Selatöngum. Einnig austan við Herdísarvík.
Buðlunguvör.
Þegar bátar komu úr róðri var aflinn færður á skiptivöll, þar sem skipt var í hluti. [Einn slíkan má enn sjá neðan við Klöpp]. Því næst var gert að, á skiptivellinum ef aðstæður þar leyfðu, annars á öðrum hentugum stað. Í Grindavík mun víðast hafa verið gert að á skiptivelli. Á vetrarvertíð, þegar ekki var þerrisvon, var fiskurinn lagður í kös, eða kasaður sem kallað var. Það var gert eftir sérstökum reglum. Fiskurinn var lagður þannig í kösina, að dálkurinn sneri niður, svo að blóð sem síga kynni úr honum færi síður í hinn helminginn; fiskurinn var kýttur, en það var gert með því móti að beygja hann saman í hnakkann, svo að fiskurinn fyrir framan dálk myndaði ¼ úr hring.
Fiskgarðar í Slokahrauni.
Næsta lag var svo sett ofan á það, sem fyrir var, þannig að hnakkinn af þeim fiski læki móts við gotraufina á þeim, sem undir var, og með sama hætti koll af kolli. Helzt þurfti kösin að vera á sléttum halla, svo að ekki sæti vatn í henni. Að lokum myndaðist hringur og komu sporðar allra neðstu fiskanna saman. Kösin stóð misjafnlega lengi, stundum svo vikum skipti, þar sem sjaldnast viðraði vel fyrr en undir vor. Í frosti skemmdist kasarfiskurinn ekki að ráði, en ef skiptist á vætutíð og frost vildi hann vera maltur, jafnvel grútmaltur.
Þegar komið var fram á vor og veður fór batnandi, var fiskurinn tekinn úr kösinni og byrjað að þurrka hann. Fyrst var hann þveginn og himnudreginn, en síðan breiddur á garða, möl eða grjótghryggi, og var roðinu snúið niður á daginn en upp á nóttunni. Á meðan á þurrkuninni stóð, var fiskinum snúið hvað eftir annað, en er hann þótti orðinn hæfilega þurr, var honum hlaðið í stakka og þeir fergðir, svo að sléttaðist úr fiskinum. Þegar þurrkur var, var fiskurinn síðan breiddur úr stökkunum, uns hann var orðinn sprekaður, en þá þótti loks fært að vigta hann og flytja.
Slokahraun – fiskgarðar.
Nokkur tími gat jafnan liðið frá því fiskur var fullþurkkaður og þar til hægt var að flytja hann, og reið þá á miklu í stórum verstöðvum, þar sem margir gerðu út, að ekki ruglaðist fiskurinn. Af þeim sökum höfðu menn sérstök fiskmerki, og umsvifamiklir aðilar höfðu sérstakt brennimark.
Á meðan fiskurinn beið flutnings, var hann tíðast geymdur í fiskbyrgjum. Þau voru hlaðin úr grjóti, strýtu- eða stróklaga, en þannig var best að verja fiskinn gegn vætu. Á sumum jörðum í Grindavík munu einnig hafa verið sérstök fiskgeymsluhús, en ekki er ljóst hvernig þau voru byggð.
Grindavík – Þórkötlustaðir.
Frá 17. öld eru heimildir um slík hús frá Hópi, sem voru í eigu Skálholtsstaðar. Þá var hús á Þórkötlustöðum, sem gekk undir nafninu “staðarhúsið”, og var það sýnilega fiskgeymsluhús í eigu Skálholtsstóls. Hugmyndir eru uppi um að einu fiskgeymsluhúsin, sem varðveist hafa í Grindavík, megi finna undir rótum Sundvörðuhrauns, svonefnd “tyrkjabyrgi”. Fleiri slík byrgi má finna í upplandi bæjarins, ósnert með öllu. Staðsetning kemur vel heim og saman við heimildir þess efnis að annar aðalútflutningsstaður Grindvíkinga um tíma var frá Básendum.
Hraun – tóftir Vatnagarða.
Með vorinu er ætlunin að fylgja Sigurði Gíslasyni um Vatnagarð og Slokahraun að Sloka.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 11 mín.
Heimildir m.a.:
-Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni.
-Örnefnaskrá Þórkötlustaða.
-Örnefnaskrá Hrauns.
-Saga Grindavíkur. J.Þ.Þ 1994.
Sloki – uppdráttur ÓSÁ.