Í Mosfellingi árið 2006 er fjallað um „Kirkjuna á Hrísbrú“. Ekki er úr vegi, að því tilefni, að fjalla svolítið um einn þekktasta íbúann þar sem og spurninguni hvað varð um silfursjóð hans á gamals aldri.
Kirkjan á Hrísbrú
Mosfellsdalur – Hrísbrú fremst.
„Undanfarin ár hefur staðið yfir fornleifauppgröftur að Hrísbrú í Mosfellsdal. Rannsóknin hefur leitt margt merkilegt í ljós m.a. um kirkju á Hrísbrú. Hrísbrú er ein af fimm jörðum í Mosfellsbæ þar sem heimildir eru fyrir að kirkja hafi staðið. Á tveimur jörðum stendur kirkja enn þann dag í dag, á Lágafelli og á Mosfelli. Hinar jarðirnar eru Suður-Reykir og Varmá.
Í Egilssögu segir að kirkja sem reist var á Hrísbrú er kristni var lögtekin hafi verið flutt að Mosfelli.
Í gegnum tíðina hafa verið nokkrar vangaveltur um hvar fyrsti bærinn á Mosfelli stóð. Kristian Kålund segir í verki sínu Bidrag til en historisktopografi sk Beskrivelse af Island, sem gefin var út 1877 að hann álíti að bærinn hafi upphaflega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkja á eftir. Sigurður Vigfússon ræðir þetta mál einnig í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1884-1885, en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann, frásögn Egilssögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta.
Um bæjarflutning og þar með nafnbreytingu var ekki að ræða. Í útgáfu sinni að Egils sögu (Rvk. 1933) telur Sigurður Nordal líklegast, að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli, en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum.
Menn hafa leitt að því líkur að kirkja hafi staðið á Hrísbrú í um 150 ár. Hún var reist er kristni var lögtekin, þ.e. í kringum árið 1000.
Kirkja var hins vegar risin á Mosfelli í tíð Skapta prests Þórarinssonar sem uppi var um miðja 12. öld og því hafa menn ályktað sem svo að þá hafi verið búið að flytja kirkjuna frá Hrísbrú. Talsvert hefur verið skrifað um staðsetningu hinnar fornu Hrísbrúarkirkju. Um þetta segir Magnús Grímsson í Safni til sögu Íslands og íslenzkra bók mennta að fornu og nýju, sem gefin var út í Kaupmannahöfn og Reykjavík árið 1886: „Það er varla von, að nein viss merki sjáist nú Hrísbrúarkirkju, eptir hérumbil 700 ára tíma. En þó eru þar nokkur vegsummerki enn, sem styðja söguna. Skammt útnorðr frá bænum á Hrísbrú, norðan til við götu þá, er vestr liggur um túnið, er hólvera ein, hvorki há né mikil um sig. Það er nú kallaðr Kirkjuhóll. Stendur nú fjárhús við götuna, landsunnan megin í hóljaðri þessum. Þegar menn athuga hól þenna lítr svo út, sem umhverfis hann að vestan, norðan og austan, sé þúfnakerfi nokkuð, frábrugðið öðrum þúfum þar í nánd. Þetta þúfnakerfi á að vera leifar kirkjugarðsins (því kirkjan á að hafa staðið á hólnum) og er það alllíkt fornum garðarústum. Innan í miðju þúfnakerfi þessu á kirkjan sjálf að hafa staðið, og þar er varla efunarmál, að þar hafi til forna eitthvert hús verið. Eigi er hægt að ætla neitt á um stærð rústar þessarar …
Tveir steinar sáust uppi á hólnum, sokknir í jörð að mestu; voru þeir teknir upp haustið 1857, og líta út fyrir að hafa verið undirstöðusteinar, óvandaðir og óhöggnir, en ekki alllitlir; má vera að þeir hafi verið í kirkjunni. Við upptekníng steina þessara sýndist svo, sem moldin í hólnum væri lausari og mýkri,(?) en í túninu fyrir utan hólinn. Það mun því efalaust, að kirkja Gríms Svertíngssonar hafi hér staðið. Annarsstaðar getr hún varla hafa verið á Hrísbrú, enda bendir og nafnið, Kirkjuhóll, á að svo hafi verið. Hefir þar og verið kirkjustæði allfagrt, en ekki mjög hátt.“
Á árunum upp úr 1980 fór fram fornleifaskráning í Mosfellsbæ á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Þar er sagt frá einni sporöskjulaga rúst og tveimur ferhyrningslaga tóftum á Kirkjuhóli. Allar eru tóftirnar þó ógreinilegar. Um það segir skrásetjari: „Almennt má segja um Kirkjuhól, að hann er mjög rústalegur að sjá. Mjög erfitt er samt að koma öllu heim og saman. Er hólkollurinn allþýfður og eflaust má sjá það út úr þessu, sem menn langar helst til.“
Nú er sem sagt fengin niðurstaða í málinu. Þær fornleifarannsóknir sem stundaðar hafa verið á Hrísbrú undir stjórn Jesse Byock á undanförnum árum hafa leitt í ljós að kirkja var reist á Hrísbrú í frumkristni og að hún stóð á Kirkjuhóli.“ – Kristinn Magnússon, fornleifafræðingur.
Í Mosfellingi árið 2005 er fjallað um fornleifauppgröftinn að Hrísbrú:
„Margir hafa velt vöngum um afdrif beina Egils.
Egilssaga fjallar um þetta og víðar hefur það verið gert. Halldór Laxness stúderaði sögu Mosfellsdals á sínum tíma og færði í frásögn með sínum hætti í Innansveitarkróniku: „Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld; var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar. Þegar kirkjan var flutt fundust, að því er skrifað er, mannabein undir altarisstað í Hrísbrúarkirkju hinni fornu; voru þau miklu meiri en annarra manna bein og fluttu Mosdælir þau til Mosfells ásamt með kirkjunni og þóttust gamlir menn kenna þar bein Egils Skallagrímssonar.“
Eins og flestir vita hefur staðið yfir á Hrísbrú í Mosfellsdal stórmerkur fornleifauppgröftur undanfarin sumur. Uppgreftrinum hefur verið stjórnað af fornleifafræðingnum Jesse Byock. Jesse er prófessor í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla og kom til íslands í fyrsta skipti fyrir um það bil 30 árum. Þess má geta að á síðasta ári veitti Alþingi honum íslenskan ríkisborgararétt.
Mosfellingur náði tali af Jesse á Brúarlandi þar sem fornleifafræðingarnir hafa haft aðsetur undanfarin sumur.
Hvenær hófst þú störf við uppgröftin á Hrísbrú?
„Árið 1995 gerði ég forkönnun að Mosfelli og á fleiri stöðum í Dalnum. Það var svo árið 2001 sem starfið hófst að fullum krafti á Hrísbrú með aðkomu og stuðningi Mosfellsbæjar að verkefninu“.
Ert þú ánægður með þann árangur sem hefur náðst fram að þessu?
„Það er óhætt að segja að hann sé framar björtustu vonum. Síðastliðiðið sumar fannst kirkja sem að öllu líkindum er reist skömmu eftir Kristnitöku árið 1000. Um er að ræða stafkirkju, einstaka að því leyti að varðveist hafa betur en áður hefur sést stólpar og grunntré hússins, ásamt hleðslum. Þessi fundur er verulegur hvalreki fyrir byggingarsögu íslands, enda kemur í ljós að frágangur og vinnubrögð við byggingu benda til séríslenskra úrlausna við bygginguna sem ekki þekkjast á Norðurlöndum frá sama tímabili. Það er því Ijóst að fundur stafkirkjunnar er stórmerkur. Þá er ljóst að kirkjan hefur verið staðsett á stað sem fyrir kristnitöku hefur verið notaður við greftranir eða brennu látinna, því þar hefur fundist eina brunagröfin sem fundist hefur á Íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna með óyggjandi hætti að maður hefur verið brendur á Hulduhól, skipslöguðum hóli sem liggur skammt frá kirkjugarðinum. Það er ekki ólíklegt að einn af fyrstu höfðingjum Mosfellsbæjar hafi verið brendur þarna.
Í garðinum kringum kirkjuna hefur fundist fjöldi beinagrinda. Frá því uppgröftur hófst höfum við fundið 22 beinagrindur sem m.a. hafa gefið okkur margvíslegar vísbendingar um lifnaðarhætti fólksins, það er t.d. um: næringu, sjúkdóma, ofbeldi og hvar fólkið er fætt, enda beinist rannsóknin ekki síst að lífsskilyrðum og siðum fyrir og eftir Kristnitöku.
Með því að beita hátæknilegum mælingum á ísótópum, sem er ný greiningartækni í fornleifafræði, er hægt að mæla í beinum og tönnum hlutfall næringar á fyrstu æviárum einstaklinga. Niðurstaða hefur leitt í ljós að sjávarnitjar voru greinilega mikil uppistaða í fæðu á þessum tíma í kringum 1000. Við höfum einnig getað rakið sjúkdóma eins og berkla og krabbamein frá þessum tíma og við höfum séð merki mikils ofbeldis. Þar vegur þyngst fundur okkar í fyrrasumar af hauskúpu sem bar greinileg einkenni þess að hafa orðið fyrir þungu höggi eggvopns. Enn fremur hefur verið rannsakað hvort einstaklingar eru fæddir hérlendis eða erlendis. Niðurstaðan er sú að að svo virðist sem að allir þeir sem bera bein sín í kirkjugarðinum á Hrísbrú hafi verið fæddir hérlendis.
Með samvinnu fjölda vísindamanna úr margvíslegum fræðigreinum, svo sem almennri líffræði, frjókornafræði, réttarlæknisfræði, sagnfræði, fornleifafræði, jarð- og landafræði hefur verið leitað eftir upplýsingum svo hægt sé að draga heildarmynd af búsetuskilyrðum frá þessum tíma, en það er meginmarkmið rannsóknarinnar.
Rannsóknir síðastliðinna fimm ára eru líka farnar að skila verulegum árangri, sem styrkir þekkingu manna á smáatriðum og heildarmynd af lífi á íslandi á landnámsöld. í sumum tilfellum er um að ræða þekkingu sem ekki hefur komið fram áður.“
Eigum við eftir að finna silfur Egils?
„Það er eðlilegt að spurningar sem tengjast Agli Skallagrímssyni og Egilssögu komi upp. Vísindamenn vilja gjarnan víkja sér undan óyggjandi svörum um slíkt, en samsvörun fundar á kirkju og kirkjugarði við stóra kafla í Egilssögu eru sláandi, því er ekki að neita. Nú í sumar var farið undir kirkjugólfið og þar finnst gröf, en kistan hafði verið fjarlægð, enda finnast leifar hennar. Sá sem í gröfinni hefur legið hefur greinilega verið stór og mikill eins og fram kemur í öllum lýsingum, enda gröfin sú stærsta af þeim sem við höfum fundið á Hrísbrú.“
Fundur skálans hefur vafalaust verið skemmtilegur endir á vinnu sumarsins?
„Það var ánægjulegt að finna þetta og án vafa er þessi viðbótarfundur til að styrkja þá skoðun mína að hér sé um einn merkasta fornleifafund seinni tíma að ræða, þegar horft er til þessa tímabils, ekki bara eftir íslenskum mælikvarða heldur einnig þegar horft er til heiminum. Það dæmi ég alla vega af viðbrögðum kollega minna víða úr heiminum. Þetta gerðist þannig að við vorum að fara að ganga frá eftir vinnu sumarsins þegar þessi bygging kom í Ijós. Ljóst er að hún hefur varðveist svo vel vegna skriðunnar sem féll á hana. Það hefur verið ótrúlegt að finna þetta allt og sjá á einum stað og ég tel það einstakt.“
Koma fleiri en fornleifafræðingar að þessum rannsóknum?
„Að þessum rannsóknum hefur hópur vísindamanna komið frá fjölda landa og má til gamans geta þess að nú eru þegar fjórir af þeim að gera doktorsritgerð vegna þessa verkefnis við Háskólann í Kaliforníu. Þessi hópur hefur verið afar samstilltur og frábært að vinna með. Af þessu leiðir að um er að ræða margþættar rannsóknir svo hægt sé að ná þeim árangri að varpa ljósi á líf og lifnaðarhætti á landnámsöld, á mörkum kristni og heiðni og rannsóknin skipar sér þar með í hóp með stærri fornleifauppgröftum.“
Í Ólafíu, riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2007, er fjallað um „Valdamiðstöðina í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli“:
Niðurstöður:
Hrísbrú – uppgröftur – skáli.
Landslag frá heiðni til kristni Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal hafa leitt í ljós verulegar sannanir á því að umtalsverð byggð hefur verið þar frá landnámsöld fram yfir kristnitöku, og áfram allt fram á 12. öld. Með rannsóknarniðurstöðunum er að myndast vel skrásett mynd af flókinni sambúð og samskiptum heiðinna manna og kristinna á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Á Hrísbrú hafa fornleifafræði og fornar ritheimildir hjálpast að við að sýna fram á mikilvægi staðbundinna minja, sem og rannsóknir á áþreifanlegum minjum í nánum tengslum við ritaðar miðaldaheimildir.
Mikilvægur þáttur í rannsóknunum á Hrísbrú hefur falist í því að skoða og skilja hvernig greftrunarsiðir og trúarbrögð hafa blandast við kristnitöku.
Uppi hafa verið margar tilgátur í víkingaaldarfræðum um hætti, menningarleg gildi og trúarhegðun Norðurlandabúa á þeim tíma þegar skipt var frá heiðnum sið til kristni. Margt bendir til þess að breyting hafi átt sér stað frá heiðni til kristni á sérstökum helgistöðum en lítið er um skýrar fornleifafræðilegar sannanir þessu til staðfestingar. Niðurstöður okkar á Mosfelli gætu skipt máli í tengslum við þessa alþjóðlegu umræðu.
Hrísbrú – fornleifauppgröftur.
Nálægð heiðinnar líkbrennslu á Hulduhól við kristna kirkju og kirkjugarð á Kirkjuhól sýnir einstaklega heillega mynd af trúarlegum greftrunarstað og veitir okkur tækifæri til að skoða hvernig eitt ákveðið samfélag á víkingaöld kristnaðist. Sú staðreynd að kirkjan á Kirkjuhóli hafi verið byggð svo nálægt hinni heiðnu hæð á Hulduhóli segir okkur margt um félagslega og menningarlega hætti á þessum tíma og það er afar sjaldgæft í dag að finna minjastað með tveimur jafnvel varðveittum grafhaugum. Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að heiðið og kristið samfélag hafi búið hlið við hlið á tímum kristnitökunnar.
Fornleifarnar á Mosfelli/Hrísbrú eru sérstaklega mikilvægar í sambandi við túlkun á Íslandssögunni vegna þess að fyrir rannsóknina höfðu aðeins verið til ritaðar heimildir um fólkið sem þar bjó.
Grímur Svertingsson er gott dæmi um þetta. Hann bjó þar við kristnitöku og var lögsögumaður á árunum strax eftir hana. Grímur var giftur Þórdísi, dóttur voldugs höfðingja frá Borg í Borgarfirði, og var einn af áhrifamestu mönnum á Íslandi á þeim tíma. Margir sagnfræðingar hafa lengi haldið því fram, og byggt það á rituðum heimildum, að margir voldugir höfðingjar á Íslandi, og þar á meðal Grímur, hafi tekið kristni til þess að halda völdum. Vegna þessa hafi margir höfðingjar reist kirkjur á jörðum sínum um árið 1000 til þess að fá vígða jörð á landareign sinni. En eru einhverjar sannanir fyrir þessu?
Niðurstöður fornleifarannsókna á Hrísbrú benda til þess að á landnámsöld hafi staðurinn verið bústaður höfðingja og staðsetning hans áhrifamikil í samfélagi og menningu íbúa Mosfellsdals.
Egils saga segir frá því að Grímur Svertingsson hafi reist sér eigin kirkju og kirkjugarð að Hrísbrú í kjölfar kristnitökunnar. Áþreifanlegar fornleifar sem fundist hafa í rannsóknunum styðja þetta. Með byggingu kirkjunnar eftir kristnitöku staðfestu Mosfellingar, sú fjölskylda sem mestu réði á þeim tíma í dalnum, eignarhald sitt á landinu, sjálfsmynd sína og stöðu. Steinar og grafir að Hrísbrú sýna fram á miðpunkt í menningarlegu og raunverulegu landslagi á meðan áþreifanlegar minjar úr gröfunum veita okkur upplýsingar um heilsu og lifnaðarhætti, auk þess að staðfesta ofbeldi í samfélagi íbúanna á Mosfelli/Hrísbrú. Þessar áþreifanlegu minjar eru vitnisburður um tilraun voldugrar höfðingjaættar til þess að koma sér vel fyrir í breyttu trúarlegu og félagslegu umhverfi fyrstu tvö hundruð ár landnáms á Íslandi. Rannsóknir okkar benda til þess að landsvæðið hafi verið notað í trúarlegum tilgangi og til greftrunar bæði fyrir og eftir kristnitöku; bæði heiðnir og kristnir hafi viljað hafa forfeður sína nálægt sér.“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1884 skrifar Sigurður Vigfússon um „Rannsókn í Borgarfirði 1884“. Þar fjallar hann m.a. um Mosfell:
„Þriðjudaginn, 2. sept., fór eg af stað úr Reykjavík, síðara hluta dags, og upp að Mosfelli, var þar um nóttina. Hér kemr stax til Egils s. Skallagrímssonar, og síðan til landnáms pórðar Skeggja. Þetta þurfti eg að athuga betr. Grímr Svertingsson bjó að Mosfelli víst mestallan siðara hluta 10. aldar, og fram yfir 1000. Hann var ættstór maðr og göfugr og lögsögumaðr um hríð ; hann átti Þórdísi Þórólfsdóttur Skallagrímssonar; þegar Egill seldi af höndum bú að borg, fór hann suðr til Mosfells til pórdisar bróðurdóttur sinnar og var þar i elli sinni og andaðist þar, og hér fal Egill fé og koma hér fram í sögunni ýmsar staðlegar lýsingar.
Hrísbrú – fornleifauppgröftur.
Síra Magnús heitinn Grímsson, sem var prestr á Mosfelli, hefir skrifað ritgerð um þetta efni, „Athugasemdir við Egils sögu“ í Safni til sögu Íslands, Kaupmh. 1861, II. bl. 251—76. Ritgerð þessi er mikið fróðleg og skemmtilega skrifuð, og vel lýst mörgu landslagi á Mosfelli og þar í kring; þarf eg því ekki svo mjög að tala um það. Síra Magnús heldr, að bœrinn Mosfell hafi í fyrstu staðið þar sem Hrísbrú nú er, sem er lítilfjörlegt kot, skamt fyrir utan túnið á Mosfelli, og að Grímr Svertingsson hafi búið þar; hann ímyndar sér, að bœrinn hafi verið fluttr — líklega einhvern tíma fyrir miðja 12. öld — frá Hrísbrú og þangað sem hann nú stendr, og hafi þá nafnið flutzt á þenna nýja bœ, enn nafnið Hrísbrú verið gefið þeim stað, þar sem hið forna Mosfell stóð; meðal annars um þetta bls. 255 og 260—261. Allar þessar getgátur byggir höfundurinn einkannlega á því, sem stendr í Egils s. Reykjavíkr útg. um flutning á kirkju þeirri, er Grímr Svertingsson lét byggja að Mosfelli, eða sem stóð þar sem síðar hét á Hrísbrú, og flutt var síðar heim að bœnum. Eg get nú ekki vel fallizt á alt þetta.
Mosfell hefir snemma bygzt, sem eðlilegt er, því að uppi í Mosfellsdalnum hefir verið mjög byggilegt. Landn. segir, bls. 53 : „Fiðr enn auðgi Halldórsson, Högnasonar, fór úr Stafangri til Íslands; hann átti Þórvöru dóttur Þorbjarnar frá Mosfelli Hraðasonar; hann nam land“ o.s.frv. Það má ætla, að bœrinn Mosfell hafi verið bygðr ekki miklu eftir 1000, þar sem landnámsmaðr átti dóttur Þorbjarnar, sem þar er fyrst getið, enn ekki sést það, hvort hann hefir fyrst bygt þar, svo að Mosfell getr verið enn eldra. Grímr Svertingsson að Mosfelli er oft nefndr, fyrst í Íslendingabók, og oft í Landnámu og Egils s. og ávalt er hann kallaðr „Grímr at Mosfelli“, þegar nefnt er, hvar hann hafi búið; Landn. mundi vissulega geta um það, hefði Mosfellsbœrinn fyrst staðið úti á Hrísbrú og það í hálfa þriðju öld, og síðan verið fluttr þangað, sem hann nú er.
Mosfell – Kýrgil fjær.
Öllum handritum ber saman um, að við þenna kirkjuflutning á Mosfelli hafi verið staddr Skafti prestr Þórarinsson, og öllum ber þeim líka saman um, að kirkjan, sem var ofan tekin, hafi verið sú kirkja, er Grímr Svertingsson lét byggja; þar af er þá ljóst, að kirkja Gríms hefir þá enn staðið, og hefir hún þá orðið um 150 ára gömul. Það má finna mörg dæmi þess, hvað hús stóðu ákaflega lengi bæði í fornöld og á miðöldunum. Þetta er og eðlilegt, þvíað annaðhvort bygðu menn af rekaviði, sem endist svo lengi, eins og kunnugt er, eða menn gátu valið viðinn í Noregi, þ.e. sóttu hann þangað ; þá voru ekki mjög sparaðir skógarnir ; menn bygðu og sterkt, þegar menn vildu vanda eitthvert hús. Það sýna þær leifar, sem bæði eg og aðrir hafa séð, og eins má sýna viðargœðin.
Tóft ofan við Kýrgil.
Eg hefi verið nokkuð langorðr um þetta efni, því að mér þótti þess þurfa sögunnar vegna, og mætti þó fleira tilfœra; enn eg skal vera því stuttorðari um, hvar Egill hafi fólgið fé sitt, og lofa einum sem öðrum að hafa sínar ímyndanir, getgátur og munnmælasögur. Þær geta verið mikið góðar, þar sem þær eiga heima, enn eg er þeirrar meiningar, að ekki verði á þeim bygt, þegar um rannsókn er að rœða. Höfundar Egils s. vita sjálfir einu sinni ekki, hvar Egill muni hafa fólgið féð, og vóru þeir þó nær því enn vér; enn þess er ekki von, því að Egill sagði það engum manni.
Sá, sem ritað hefir það handrit, sem liggr til grundvallar fyrir Kh.útg.=Rv.útg., getr til á þremr stöðum bls. 228. Eg skal geta þess hér, að hvorki Hrappseyjarútg. né handr. geta neitt um það, þegar Egill ætlaði að sá silfrinu að lögbergi; þau sleppa alveg þeim kafla ; eg verð að taka hér þenna stað einungis til þess að sýna, hvað öllu er hér rétt lýst, og sem sýnir hvað ritari sðgunnar hefir verið kunnugr, bls. 227—8: „Þat var eitt kveld, er menn bjuggust til rekkna at Mosfelli, at Egill kallaði til sín þræla tvá, er Grímr átti. Hann bað þá taka sér hest. „Vil ek fara til laugar, ok skulu þér fara með mér“, segir hann. Ok er Egill var búinn, gekk hann út ok hafði með sér silfrkistur sínar. Hann steig á hest.
Fóru þeir síðan ofan eptir túninu, ok fyrir brekku þá, er þar verðr,er menn sá síðast. En um morguninn, er menn risu upp, þá sjá þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð, ok leiddi eptir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim. En hvártki komu aptr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar getur at, hvar Egill hafi fólgið fé sitt.“
Skv. framansögðu hafa margir ætlað, með allskyns margflóknum ályktunum að Egill hafi falið silfur sitt í nágrenninu og drepið þrælana tvo, en fáir virðast hins vegar gera ráð fyrir þeim möguleika, sem eðlilegri má telja; að þrælarnir (yngri og betur á sig komnir) hafi áttað sig á aðstæðum, stolið silfrinu, hrakið gamla manninn frá með svo niðurlægjandi hætti að hann hafi ekki viljað viðurkenna mistök sín, og þeir síðan látið sig hverfa með allt heila klabbið, bæði fjársjóðinn og farskjótana. A.m.k. virðist enginn hafa haft rænu á að leita, hvorki farskjótana þriggja og þrælanna í framhaldinu. Nýlega teknar grafir eða önnur ummerki í og með Mosfelli hefðu án efa vakið alveg sérstaka athygli á þeim tíma – ekki síst í ljósi þessa merka atburðar; (ályktun ritstjóra FERLIRs). Hvers vegna fór ekki fram rannsókn í framhaldinu, eða a.m.k. athugun, á atburðinum. Gallinn við frásagnar“sérfræðinga“ seinni tíma er að þeir voru svo meðvirkir sagnaskýringunum fyrrum að þeir sáu ekki til sólar. Meðaumkunin var öll Egils. Hér virðist vera um eitt merkilegasta óleysta sakamál Íslandssögunnar að ræða.
Ólafur Magnússon, bóndi á Hrísbrú.
Merkisbóndinn Ólafur Magnússon og Finnbjörg, eiginkona hans, bjuggu á Hrísbrú. Ólafur barðist hatramlega gegn niðurrifi kirkjunnar að Mosfelli, eins og fyrr er getið, en varð að lúta í lægra haldi fyrir yfirvöldum árið 1888. Hann tók gömlu klukkuna úr kirkjunni til varðveislu og var hún geymd á Hrísbrú í meira en mannsaldur eða þangað til henni var komið fyrir í Mosfellskirkju sem vígð var árið 1965.
Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli lýsir Hrísbrúarhjónunum þannig í endurminningum sínum: „Hvergi í Mosfellsdal hafði ég meira gaman af að koma en að Hrísbrú. Hjónin þar hétu Ólafur og Finnbjörg, kona roskin. Fyrst í stað voru þau nokkuð gróf og forneskjuleg, en glöð og gestrisin, þegar marka mátti. Það var ánægjulegt að bíða þar, meðan Finnbjörg hitaði ketilinn, og hlusta á Ólaf gamla. Var þá jafnan tilfyndnast það sem húsmóðirin lagði til málanna. Ekki var orðræðan hefluð né blíð, heldur oft stóryrt og krydduð velvöldum fornyrðum, stundum klúr.“
Ólafur og Finnbjörg voru hluti af aðalsögupersónum í bók Halldórs Laxness, Innansveitarkróniku.
Myndin af Ólafi er líklega tekin í kaupstaðaferð í Reykjavík kringum aldamótin 1900. Ekki er vitað til að mynd hafi varðveist af Finnbjörgu.
Heimild:
-Mosfellingur, Kirkjan á Hrísbrú, 12. tbl. 08.09.2006, Kristinn Magnússon, bls. 10.
-Mosfellingur, 10. tbl. 19.08.2005, Fornleifauppgröfturinn að Hrísbrú, bls. 12-13.
-Ólafía; rit Fornleifafræðingafélags Íslands, 2. árg. 01.05.2007, Valdamiðstöð í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli, bls. 84-105.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1884, Rannsókn í Borgarfirði 1884, Sigurður Vigfússon, Mosfell, bls. 62-74.
-http://www.hermos.is/forsida/frettir/frett/2017/09/25/Olafur-Magnusson-1831-1915-fra-Hrisbru/
Hrísbrú – uppgröftur – skáli.
Marbendill – huldufólkssögur
Í „Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar„, segir m.a. um „Marbendil,
Mjer er í minni stundin,
þá marbendill hló;
blíð var baugahrundin,
[er bóndinn kom af sjó];
kysti hún laufalundinn,
lymskan undir bjó.
Sinn saklausan hundinn
sverðabaldur sló.
Stóru-Vogar – fornleifar.
Á Suðurnesjum er bæjaþorp nokkurt, sem heitir í Vogum, en raunar heitir þorpið Kvíguvogar, og svo er það nefnt í Landnámu.
Vogar – loftmynd 1954.
Snemma bjó bóndi einn í Vogum, er sótti mjög sjó, enda er þar enn í dag eitthvert besta útræði á Suðurlandi. Einhvern dag reri bóndi, sem oftar, og er ekki í það sinn neitt sjerlegt að segja af fiskifangi hans. En frá því er sagt, að hann kom í drátt þungan, og er hann hafði dregið hann undir borð, sá hann þar manns-líki, og innbyrti það. Það fann bóndi, að maður þessi var með lífi, og spurði hann, hvernig á honum stæði; en hann kvaðst vera marbendill af sjávarbotni. Bóndi spurði, hvað hann hefði verið að gera, þegar hann hefði ágoggast. Marbendill svaraði : »Jeg var að laga andskjólin fyrir eldhússtrompnum hennar móður minnar. En hleyptu mjer nú niður aftur«. Bóndi kvað þess engan kost að sinni, »og skaltu með mjer vera«. Ekki töluðust þeir fleira við; enda varðist marbendill viðtals.
Stóru-Vogar í Vogunum eru með þeim merkilegri minjum sveitafélagsins Voga (Kvígurvoga). Steinhúsið var byggt 1871 af fyrsta íslenska steinsmiðnum, Sverri Runólfssyni. Sá hinn sami og byggði m.a. sjálfa Skólavörðuna (1868), Þingeyrakirkju (vígð 1877) og steinbrúnna yfir lækinn í Reykjavík (1866). Húsið er hlaðið úr hraungrýti með sambærilegri aðferð og í Þingeyrakirkju, bogadregin gluggagöt eru á húsinu líkt og voru á Skólavörðunni og loks var það klætt 20×40 cm hreysturlöguðum steinskífum á þakinu, okkur er sagt velskum. Mikið teikninga- og heimildasafn um Sverri er á Þjóðskjalasafninu, en í því safni eru m.a. bréfasamskipti um steinkirkju er átti að rísa á Kálfatjörn, þar eru hugleiðingar um stærð kirkju, uppbyggingu o.fl við Stefán Thorarensen, frá miðbik 19. aldar. (Heimildir: Iðnsaga Íslands: fyrra bindi, Íslensk byggingararfleifð fyrra bindi og dánarbú Sverris).
Þegar bónda þótti tími til, fór hann til lands og hafði marbendil með sjer, og segir ekki af ferðum þeirra, fyr en bóndi hafði búið um skip sitt, að hundur hans kom í móti honum og flaðraði upp á hann.
Vogar um 1950.
Bóndi brást illa við því, og sló hundinn. Þá hló marbendill hið fyrsta sinn. Hjelt bóndi þá áfram lengra og upp á túnið, og rasaði þar um þúfu eina, og blótaði henni; þá hló marbendill í annað sinn.
Bóndi hjelt svo heim að bænum; kom þá kona hans út í móti honum, og fagnaði bónda blíðlega, og tók bóndinn vel blíðskap hennar. Þá hló marbendill hið þriðja sinn. Bóndi sagði þá við marbendil: »Nú hefir þú hlegið þrisvar sinnum, og er mjet forvitni á að vita, af hverju þú hlóst«. »Ekki geri jeg þess nokkurn kost«, sagði marbendill, »nemi þú lofir að flytja mig aftur á sama mið og þú dróst mig á«. Bóndi hjet honum því. Marbendill sagði: »Þá hló jeg fyrst, er þú slóst hund(inn) þinn, er kom og fagnaði þjer af einlægni. En þá hló jeg hið annað sinn, er þú rasaðir um þúfuna og bölvaðir henni; því þúfa sú er fjeþúfa, full af gullpeningum. Og enn hló jeg hið þriðja sinn, er þú tókst blíðlega fagurgala konu þinnar; því hún er þjer fláráð og ótrú; muntu nú efna öll orð þín við mig, og flytja mig á mið það, er þú dróst mig á«. Bóndi mælti: »Tvo af þeim hlutum, er þú sagðir mjer, má jeg að vísu ekki reyna að sinni, hvort sannir eru, trygð hundsins og trúleik konu minnar; en gera skal jeg raun á sannsögli þinni, hvort fje er fólgið í þúfunni, og ef svo reynist, er meiri von, að hitt sje satt hvorttveggja, enda mun jeg þá efna loforð mitt«.
Vogar.
Bóndi fór síðan til, og gróf upp þúfuna, og fann þar fje mikið, eins og marbendill hafði sagt. Að því búnu setti hann skip til sjávar, og flutti marbendil á sama mið, sem hann hafði dregið hann á; en áður en bóndi ljet hann fyrir borð síga, mælti marbendill: »Vel hefir þú nú gert, bóndi, er þú skilar mjer móður minni heim aftur, og skal jeg að vísu endurgjalda það, ef þú kant til að gæta og nýta þjer. Vertu nú heill og sæll, bóndi«. Síðan ljet bóndi hann niður síga, og er marbendiil nú úr sögunni.
Vogar um 1950.
Það bar til litlu eftir þetta, að bónda var sagt, að 7 kýr sægráar að lit væru komnar þar í túnjaðarinn við fjöruna. Bóndi brá við skjótt, og þreif spýtukorn í hönd sjer, gekk svo þangað, sem kýrnar voru; en þær rásuðu mjög og voru óværar. —
Eftir því tók hann, að þær höfðu allar blöðru fyrir grönum. Það þóttist hann og skilja, að hann mundi af kúnum missa, nema hann fengi sprengt blöðrur þessar. Slær hann þá með kefli því, er hann hafði í hendi sjer, framan á granirnar á einni kúnni, og gat náð henni síðan. En hinna misti hann, og stukku þær þegar í sjóinn. Þóttist hann þá skilja, að kýr þessar hefði marbendill sent sjer í þakkar skyni fyrir lausn sína. Þessi kýr hefir verið hinn mesti dánumannsgripur, sem á Ísland hefir komið; æxlaðist af henni mikið kúakyn, sem víða hefir dreifst um land, og er alt grátt að lit, og kallað sækúakyn. En það er frá bónda að segja, að hann varð mesti auðnumaður alla æfi. Hann lengdi og nafn bygðar sinnar og kallaði af kúm þessum, er á land hans gengu, Kvíguvoga, er áður voru kallaðir Vogar.
Vogar.
Heimild:
-Huldufólkssögur – úrval úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar, Ísafoldarprentsmiðja 1920, bls. 162-165.
-https://ferlir.is/grindavik-alagablettir-og-thjodsogur-3/
https://ferlir.is/tudra/https://ferlir.is/arnarfellslabbi/
Engin teikn um eldsumbrot á Reykjanesi – Páll Einarsson
Eftirfarandi frétt, viðtal við Pál Einarsson, jarðfræðing, birtist í Morgunblaðinu 20. október 2012 undir fyrirsögninni: „Engin teikn um eldsumbrot á Reykjanesi“.
Páll Einarsson.
„Komi upp jarðeldar á Reykjanesi er ekki ólíklegt að þeim muni svipa til Kröfluelda 1975-1984. Þar yrðu gangainnskot með sprunguhreyfingum og hraunflæði aðallega þegar færi að líða á umbrotin. Hraungos af því tagi myndi eiga sér nokkurn aðdraganda. Engin óyggjandi teikn eru um að slíkir atburðir séu í aðsigi.
Þetta kom fram í erindi Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings í gær á ráðstefnunni Björgun 2012 sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur nú um helgina. Yfirskrift erindis Páls var „Jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur.“
Páll sagði að höfuðborgarsvæðið væri nálægt mjög sérkennilegum jarðskjálfta- og eldgosasvæðum. Þar með væri ekki sagt að bráð hætta steðjaði að fólki þeirra vegna.
Nokkur eldstöðvakerfi eru á Reykjanesi og tengjast þau gangainnskotum. Páll sagði að þegar svona kerfi yrði virkt streymdi hraunkvika upp í rætur þess og gæti síðan leitað eftir sprungunum og upp á yfirborðið. Það fer eftir spennuástandi á hverjum tíma hve langt kvikan getur farið og hvað gliðnunin verður mikil sem fylgir hverju gangainnskoti.
Vestasta kerfið liggur um Reykjanesið utanvert, norðan við Grindavík og út í Vogaheiði. Næsta kerfi austan við er Krýsuvíkurkerfið sem innifelur allar eldstöðvar í Krýsuvík og eldstöðvar sem hraun runnu úr niður í Hafnarfjörð. Þetta kerfi liggur m.a. um úthverfi Reykjavíkur. Sprungurnar í Heiðmörk tilheyra þessu eldstöðvakerfi og er eldstöðin í Búrfelli ofan við Hafnarfjörð sú nyrsta í kerfinu. Það liggur áfram norður um Elliðavatn og Rauðavatn og deyr út í Úlfarsfelli. „Þetta er það kerfi sem getur kannski valdið mestum usla í sambandi við eldvirkni og eldvirknivá á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Páll.
Þriðja kerfið liggur um Brennisteinsfjöll og sagði Páll að það væri ef til vill virkasta kerfið og úr því hefði runnið mesta hraunið. Kerfið liggur um Bláfjöll og Sandskeið og upp í Mosfellsheiði. Lengra til austurs er Hengilskerfið. Það nær alveg frá Selvogi og upp á Þingvelli. Páll sagði að þar til fyrir skömmu hefðu ekki sést nein merki um að kvika væri að streyma inn í eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Fyrir 2-3 árum fór þó að örla á því að eitthvað gæti verið að gerast.
Páll vildi þó ekki gera mikið úr því og sagði menn enn vera að reyna að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann sagði að Krýsuvíkursvæðið væri undir smásjánni að þessu leyti. Þar varð landris 2009 og svo aftur landsig.
Eldstöðvakerfin á Reykjanesi virðast hafa orðið virk á um þúsund ára fresti og hver hviða hafa staðið í 300-500 ár. Öll eldstöðvakerfin virðast vera virk í hverri hviðu en hvert kerfi tímabundið.
Páll taldi að hraungos á Reykjanesskaga á okkar tímum myndi tæplega ógna mannslífum. Líklegra væri að það myndi valda eignatjóni, aðallega á innviðum eins og vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og vegum. Öskufall gæti orðið staðbundið og myndi nágrennið við Keflavíkurflugvöll líklega valda mönnum mestum áhyggjum, að mati Páls. Grunnvatn gæti hitnað og vatnsból mengast. Skjálftavirkni gæti orðið nokkur. Hraun gæti hugsanlega runnið nálægt byggð án þess þó að ógna beinlínis mannslífum.
Eldgos á Reykjanesi frá landnámi – Ekkert gos eftir 1240
Nokkur hraun hafa runnið á Reykjanesi frá því að sögur hófust. Það gaus við Reykjanestá, í Eldvörpum norðan við Grindavík, Arnarseturshraun við Grindavíkurveg rann einnig.
Goshrina varð í Krýsuvíkurkerfinu í kringum árið 1150 e.Kr. Ögmundarhraun er syðst og rann út í sjó. Síðan rann Kapelluhraunið niður í Straumsvík. Þetta gerðist sennilega allt í þeirri hrinu.
Nokkur hraun hafa runnið úr Brennisteinsfjallakerfinu frá því að land byggðist. Kristnitökuhraunið er á milli Brennisteinsfjallakerfisins og Hengilskerfisins.
Nánast öll þessi eldgos urðu á tímabilinu 900-1240 e.Kr. Ekkert eldgos er þekkt á Reykjanesskaga eftir árið 1240.“ [Þrátt fyrir ótölulegan fjölda jarðskjálfta í gegnum tíðina hefur ekki orðið eldgos á Reykjanesskagnum – a.m.k. ekki hingað til].
Heimild:
-Morgunblaðið 20. október 2012, bls. 28.
Fornleifafræðingar Minjastofnunar í kapphlaupi við tímann….
Í Fréttablaðið.is 5. mars 2021 mátti lesa eftirfarandi „frétt“; „Minjar í hættu samkvæmt spá um hraunrennsli“. Þar segir m.a.:
Yfirlitskort Minjastofnunar er unnið út frá þeim minjum sem eru þekktar og eru á skrá hjá stofnuninni en fleiri minjar er að finna á svæðinu þar sem heildarskráning fornleifa á svæðinu hefur ekki farið fram.
Fornleifafræðingar Minjastofnunar eru í kapphlaupi við tímann að skrá minjar sem eru í hættu miðað við hraunrennslisspá. Enn á eftir skrá margar minjar sem gætu glatast að eilífu komi til eldgoss.
„Fjölmargar friðaðar og friðlýstar minjar eru á óróasvæðinu og enn á eftir að skrá margar minjar með fullnægjandi hætti að sögn Sólrúnar Ingu Traustadóttur fornleifafræðings. Hætta er á að þær glatist að eilífu komi til eldgoss.
„Fjöldi þekktra friðaðra minja er á svæðinu. Minjarnar tilheyra ýmsum minjaflokkum en helst er að nefna fjölmörg sel, bæði frá bæjum sunnan- og norðanvert á Reykjanesskaganum,“ útskýrir Sólrún. Hún segir helstu selin í hættu vera Dalssel við Fagradalsfjall, Knarrarnessel, Auðnasel, Fornasel, Rauðhólasel, Seltó, Kolhólasel, Oddafellssel nyrðra og syðra sem eru sunnan Reykjanesbrautar.
Ekki er talið líklegt að gos hefjist á næstu klukkustundum og lauk gosóróanum sem hófst um klukkan 14:20 á miðvikudag um miðnætti þann sama dag.
„Nú er viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu en óróinn var bara á miðvikudag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.“
Staðreyndirnar eru hins vegar þessar:
Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi.
Í fyrsta lagi; Minjastofnun hefur sýnt minjum á svæðinu takmarkaðan áhuga í gegnum tíðina, jafnvel svo jaðrar við vanrækslu, þrátt fyrir þrálátar ábendingar. Eitt svarið við einni slíkri ábendingu var t.d.: „Það eru engar merkilegar minjar á svæðinu“.
Í öðru lagi; Minjastofnun hefur hingað til ekki haft einn sérstakan minjavörð er gætt hefur hagsmuni svæðisins sérstaklega, líkt og um aðra landshluta.
Kort Sesseljar af Seltó og nágrenni.
Í þriðja lagi; Minjastofnun á að vita að áhugasamir einstaklingar, umfram starfsfólk hennar, hefur bæði skoðað, skráð, ljósmyndað, teiknað upp og fjallað opinberlega um allar mikilvægar minjar á svæðinu. Má þar t.d. nefna Sesselju Guðmundsdóttur o.fl. Þessir aðilar hafa haldið skrár, þ.á.m. hnitaskrár, af öllum fornminjunum. Stofnunin hefur hins vegar haft lítinn áhuga á samvinnu við þetta fólk, a.m.k. hingað til.
Sel vestan Esju – ÓSÁ.
Í fjórða lagi; Minjastofnun má vita að allar selstöðurnar á svæðinu hafa þegar verið skráðar, hnitsettar, ljósmyndaðar og teiknaðar upp. Heimildir um það liggja fyrir í opinberum skrám, öðrum en hennar.
Í fimmta lagi; Seltó var ekki selstaða í eiginlegum skilningi, líkt og þekktist í heiðinni. Staðurinn var að vísu nytjastaður til hrístöku fyrrum, líkt og nafnið bendir til, þótt þar finnast engar minjar þess í dag.
Í sjötta lagi; Ef Minjastofnun vildi leggja áherslu á minjasvæði á mögulegu gossvæði ætti starfsfólkið að beina athygli sinni fyrst og fremst að Selsvöllum, en mér að vitandi hefur starfsmaður stofnunarinnar varla stigið þar niður fæti þrátt fyrir aldarlýsingar ferðalanga og sagnir þeirra fyrrum af minjunum þar sem og handavinnu áhugasamra einstaklinga um mikilvægi þeirra í hinu sögulega samhengi svæðisins.
Refagildra við Hraun.
Í áttunda lagi; Fáir vita t.d. að fjárborgir á Reykjanesskagnum eru 134 talsins, fornar refagildrur 91 og sels og selstöður 402, réttir 122 o.s.frv. Efast er um að Minjastofnun hafi yfirlit um allar þær minjar, hvað þá allar mannvistaðleifarnar er finna má í hellum á svæðinu.
Í níunda lagi mætti Minjastofnun gjarnan líta sér nær þegar kemur að umræðu um minjar á Reykjanesskaga.
Fyrir áhugasama vil ég vekja athygli á vefsíðunni www.ferlir.is sem hefur fjallað um örnefni, leitir að mannvistarleifum, hversu ómerkilegar sem þar kynnu að virðast, á Reykjanesskaga um áratuga skeið…
Heimild:
-Fréttablaðið.is 5. mars 2021, Minjar í hættu samkvæmt spá um hraunrennsli.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Fornar reiðleiðir – Halldór H. halldórsson
Halldór H. Halldórsson skrifaði um „Fornar reiðleiðir“ á vefinn lhhestar.is“
„Hvenær er reiðleið skilgreind sem forn reiðleið, ég hef velt þessu nokkuð fyrir mér, en ekki komist að neinni áþreifanlegri niðurstöðu. En líklegt þætti mér að miða við komu bílsins til landsins, akvegir almennt lagðir um landið og bíllinn orðin almenningseign.
Fornar reiðleiðir og þjóðleiðir eru sem sagt þær leiðir sem voru almennt farnar á milli staða og landshluta fótgangandi eða ríðandi fyrir tilkomu bílsins sem almenningsfarartækis.
Hvaða lög eða hefðir ná yfir þessar leiðir til almennra nota í dag, oft liggja þessar leiðir um eignarlönd manna. Þá er oft um að ræða þéttbýlisbúa, eða aðra sem hafa eignast þau lönd þar sem þessar leiðir liggja um. Fyrir kemur að girt er fyrir þær og ekki hirt um að setja hlið á girðinguna þar sem viðkomandi leið liggur um, sá sem ferðast eftir þessum leiðum lendir þá í ógöngum. Hvað segja lögin um þetta?
Langastígur á Þingvöllum.
Lög um náttúruvernd 1999 nr. 44 22. mars, þar segir:
23. gr. Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Þegar girða á yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa hlið á girðingunni eða göngustíga.
Vegalög 2007 nr. 80 29. mars, styðja þetta ákæði í þeim segir (tóku gildi 1. janúar 2008):
53. gr. Girðingar og hlið yfir vegi.
Enginn má gera girðingu yfir veg með hliði á veginum án leyfis Vegagerðarinnar nema um einkaveg sé að ræða. Sama bann gildir þar sem mælt og markað hefur verið fyrir vegi enda hafi Vegagerðin tilkynnt jarðarábúanda hvar mælt hefur verið.
55. gr. Vegir sem ekki tilheyra vegflokki.
Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegflokks samkvæmt lögum þessum og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi. Ákvörðun sveitarstjórnar skv.1. mgr. má leggja undir úrskurð ráðherra.
Vitnum í viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor sem birtist í Eiðfaxa 2003 þar sem hann vitnar í Jónsbók frá árinu 1281, landsleigubálk 24. Þar segir að mönnum sé heimilt að ríða um annara manna land og almenning og æja þar. Þessi túlkun Jónsbókar er svo staðfest í náttúruverndarlögum þar sem í þriðja kafla laganna er nánar fjallað um einstök atriði og takmarkanir þessa almannaréttar, einkum í 12. – 16. grein þeirra.
Vífilsstaðahlíð – reiðstígur.
Meginreglan er sem sé sú að mönnum er heimil för um landið, þar á meðal um eignarlönd og heimil dvöl á landi í lögmætum tilgangi. Ekki er þörf á að fá sérstakt leyfi til að fara um óræktað land og heimilt er að hafa lausa hesta með í för. Ferðamenn, þ.m.t. hestaferðamenn, skulu sýna landeiganda eða rétthafa lands fulla tillitssemi einkum er varðar búpening, hlunnindi eða ræktun. Á eignarlöndum má að fengnu leyfi slá upp aðhaldi eða næturhólfi, enda valdi hrossin ekki landspjöllum. Á hálendinu er heimilt að æja á ógrónu landi og hafa skal fóður í næturstað. Þegar farið er um náttúruverndarsvæði ber mönnum að hafa samráð við landverði og fylgja leiðbeiningum þeirra.
Landeigandi getur unnið eignarhefð á tilfæringum bundnum við fornar þjóðleiðir og þeir sem hafa farið um slíkar þjóðleiðir geta unnið afnotahefð og þannig helgað sér rétt til umferðar. Þar kæmi til 20 ára hefðartími, hugsanlega 40 ára, ef slíkur réttur teldist til ósýnilegra ítaka.
Mikilvægasta heimildin fyrir hefðbundnum og fornum reiðleiðum eru dönsku herforingjaráðskortin (atlaskortin ) frá fyrsta áratug síðustu aldar. Hafi leiðum á þeim ekki verið mótmælt í orði eða verki, má líta svo á að þær séu verndaðar af hefðarrétti, en undantekningar geta þó verið á því. Ef einhver vill véfengja reiðleiðirnar á herforingjaráðskortunum, sem kortlagðar voru í góðri trú, þá hvílir á honum sönnunarbyrði um að hún sé ekki hefðbundin þjóðleið, ekki á þeim sem vilja fara þessa leið ríðandi eða gangandi.
Hér meðfylgjandi má sjá tvær myndir, annars vegar frá Langastíg í Þingvallaþjóðgarði, þar hefur verið borið í stíginn og honum viðhaldið sem reið- og göngustíg af Þingvallanefnd. Hins vegar er mynd frá vígslu nýs reiðvegar inn með Vífilsstaðahlíð 2004. Um Vífilsstaðahlíð liggur gömul þjóðleið sem liðar sig áfram um Búrfellsgjá á Selvogsgötu. Hestamenn notuðu þessa leið fram eftir síðustu öld, en fyrir 1990 var henni breytt í göngustíg og hestamönnum bannaður aðgangur. Það var ekki fyrr en 2004 sem tókst, eftir harða baráttu, að fá reiðveg samþykktan á skipulag á þessu svæði. Þar er nú einn besti reiðvegur á höfuðborgarsvæðinu í óviðjafnanlegu umhverfi.“
Hafa ber í huga að allt tal um „fornar reiðleiðir“ fyrir hestamenn í gegnum aldirnar eru ofmetnar. Leiðirnar voru jafnt fyrir þá sem og gangandi fólk.
Samantekt,
Halldór H. Halldórsson – www.lhhestar.is › Fornar_reidleidir
Reykjanes – fornar leiðir.
Kirkjan á Hrísbrú – var Egill rændur silfrinu?
Í Mosfellingi árið 2006 er fjallað um „Kirkjuna á Hrísbrú“. Ekki er úr vegi, að því tilefni, að fjalla svolítið um einn þekktasta íbúann þar sem og spurninguni hvað varð um silfursjóð hans á gamals aldri.
Kirkjan á Hrísbrú
Mosfellsdalur – Hrísbrú fremst.
„Undanfarin ár hefur staðið yfir fornleifauppgröftur að Hrísbrú í Mosfellsdal. Rannsóknin hefur leitt margt merkilegt í ljós m.a. um kirkju á Hrísbrú. Hrísbrú er ein af fimm jörðum í Mosfellsbæ þar sem heimildir eru fyrir að kirkja hafi staðið. Á tveimur jörðum stendur kirkja enn þann dag í dag, á Lágafelli og á Mosfelli. Hinar jarðirnar eru Suður-Reykir og Varmá.
Í Egilssögu segir að kirkja sem reist var á Hrísbrú er kristni var lögtekin hafi verið flutt að Mosfelli.
Í gegnum tíðina hafa verið nokkrar vangaveltur um hvar fyrsti bærinn á Mosfelli stóð. Kristian Kålund segir í verki sínu Bidrag til en historisktopografi sk Beskrivelse af Island, sem gefin var út 1877 að hann álíti að bærinn hafi upphaflega staðið á Hrísbrú ásamt kirkjunni. Síðan hafi bærinn verið fluttur að Mosfelli og kirkja á eftir. Sigurður Vigfússon ræðir þetta mál einnig í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1884-1885, en kemst að annarri niðurstöðu en Kålund. Álítur hann, frásögn Egilssögu um kirkju á Hrísbrú, sem seinna var flutt að Mosfelli, rétta.
Um bæjarflutning og þar með nafnbreytingu var ekki að ræða. Í útgáfu sinni að Egils sögu (Rvk. 1933) telur Sigurður Nordal líklegast, að kirkjan hafi fyrst verið byggð fjarri bænum að Mosfelli, en seinna verið flutt að bænum og hjáleigan Hrísbrú byggð á gamla kirkjustaðnum.
Menn hafa leitt að því líkur að kirkja hafi staðið á Hrísbrú í um 150 ár. Hún var reist er kristni var lögtekin, þ.e. í kringum árið 1000.
Kirkja var hins vegar risin á Mosfelli í tíð Skapta prests Þórarinssonar sem uppi var um miðja 12. öld og því hafa menn ályktað sem svo að þá hafi verið búið að flytja kirkjuna frá Hrísbrú. Talsvert hefur verið skrifað um staðsetningu hinnar fornu Hrísbrúarkirkju. Um þetta segir Magnús Grímsson í Safni til sögu Íslands og íslenzkra bók mennta að fornu og nýju, sem gefin var út í Kaupmannahöfn og Reykjavík árið 1886: „Það er varla von, að nein viss merki sjáist nú Hrísbrúarkirkju, eptir hérumbil 700 ára tíma. En þó eru þar nokkur vegsummerki enn, sem styðja söguna. Skammt útnorðr frá bænum á Hrísbrú, norðan til við götu þá, er vestr liggur um túnið, er hólvera ein, hvorki há né mikil um sig. Það er nú kallaðr Kirkjuhóll. Stendur nú fjárhús við götuna, landsunnan megin í hóljaðri þessum. Þegar menn athuga hól þenna lítr svo út, sem umhverfis hann að vestan, norðan og austan, sé þúfnakerfi nokkuð, frábrugðið öðrum þúfum þar í nánd. Þetta þúfnakerfi á að vera leifar kirkjugarðsins (því kirkjan á að hafa staðið á hólnum) og er það alllíkt fornum garðarústum. Innan í miðju þúfnakerfi þessu á kirkjan sjálf að hafa staðið, og þar er varla efunarmál, að þar hafi til forna eitthvert hús verið. Eigi er hægt að ætla neitt á um stærð rústar þessarar …
Tveir steinar sáust uppi á hólnum, sokknir í jörð að mestu; voru þeir teknir upp haustið 1857, og líta út fyrir að hafa verið undirstöðusteinar, óvandaðir og óhöggnir, en ekki alllitlir; má vera að þeir hafi verið í kirkjunni. Við upptekníng steina þessara sýndist svo, sem moldin í hólnum væri lausari og mýkri,(?) en í túninu fyrir utan hólinn. Það mun því efalaust, að kirkja Gríms Svertíngssonar hafi hér staðið. Annarsstaðar getr hún varla hafa verið á Hrísbrú, enda bendir og nafnið, Kirkjuhóll, á að svo hafi verið. Hefir þar og verið kirkjustæði allfagrt, en ekki mjög hátt.“
Á árunum upp úr 1980 fór fram fornleifaskráning í Mosfellsbæ á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Þar er sagt frá einni sporöskjulaga rúst og tveimur ferhyrningslaga tóftum á Kirkjuhóli. Allar eru tóftirnar þó ógreinilegar. Um það segir skrásetjari: „Almennt má segja um Kirkjuhól, að hann er mjög rústalegur að sjá. Mjög erfitt er samt að koma öllu heim og saman. Er hólkollurinn allþýfður og eflaust má sjá það út úr þessu, sem menn langar helst til.“
Nú er sem sagt fengin niðurstaða í málinu. Þær fornleifarannsóknir sem stundaðar hafa verið á Hrísbrú undir stjórn Jesse Byock á undanförnum árum hafa leitt í ljós að kirkja var reist á Hrísbrú í frumkristni og að hún stóð á Kirkjuhóli.“ – Kristinn Magnússon, fornleifafræðingur.
Í Mosfellingi árið 2005 er fjallað um fornleifauppgröftinn að Hrísbrú:
„Margir hafa velt vöngum um afdrif beina Egils.
Egilssaga fjallar um þetta og víðar hefur það verið gert. Halldór Laxness stúderaði sögu Mosfellsdals á sínum tíma og færði í frásögn með sínum hætti í Innansveitarkróniku: „Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld; var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar. Þegar kirkjan var flutt fundust, að því er skrifað er, mannabein undir altarisstað í Hrísbrúarkirkju hinni fornu; voru þau miklu meiri en annarra manna bein og fluttu Mosdælir þau til Mosfells ásamt með kirkjunni og þóttust gamlir menn kenna þar bein Egils Skallagrímssonar.“
Eins og flestir vita hefur staðið yfir á Hrísbrú í Mosfellsdal stórmerkur fornleifauppgröftur undanfarin sumur. Uppgreftrinum hefur verið stjórnað af fornleifafræðingnum Jesse Byock. Jesse er prófessor í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla og kom til íslands í fyrsta skipti fyrir um það bil 30 árum. Þess má geta að á síðasta ári veitti Alþingi honum íslenskan ríkisborgararétt.
Mosfellingur náði tali af Jesse á Brúarlandi þar sem fornleifafræðingarnir hafa haft aðsetur undanfarin sumur.
Hvenær hófst þú störf við uppgröftin á Hrísbrú?
„Árið 1995 gerði ég forkönnun að Mosfelli og á fleiri stöðum í Dalnum. Það var svo árið 2001 sem starfið hófst að fullum krafti á Hrísbrú með aðkomu og stuðningi Mosfellsbæjar að verkefninu“.
Ert þú ánægður með þann árangur sem hefur náðst fram að þessu?
„Það er óhætt að segja að hann sé framar björtustu vonum. Síðastliðiðið sumar fannst kirkja sem að öllu líkindum er reist skömmu eftir Kristnitöku árið 1000. Um er að ræða stafkirkju, einstaka að því leyti að varðveist hafa betur en áður hefur sést stólpar og grunntré hússins, ásamt hleðslum. Þessi fundur er verulegur hvalreki fyrir byggingarsögu íslands, enda kemur í ljós að frágangur og vinnubrögð við byggingu benda til séríslenskra úrlausna við bygginguna sem ekki þekkjast á Norðurlöndum frá sama tímabili. Það er því Ijóst að fundur stafkirkjunnar er stórmerkur. Þá er ljóst að kirkjan hefur verið staðsett á stað sem fyrir kristnitöku hefur verið notaður við greftranir eða brennu látinna, því þar hefur fundist eina brunagröfin sem fundist hefur á Íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna með óyggjandi hætti að maður hefur verið brendur á Hulduhól, skipslöguðum hóli sem liggur skammt frá kirkjugarðinum. Það er ekki ólíklegt að einn af fyrstu höfðingjum Mosfellsbæjar hafi verið brendur þarna.
Í garðinum kringum kirkjuna hefur fundist fjöldi beinagrinda. Frá því uppgröftur hófst höfum við fundið 22 beinagrindur sem m.a. hafa gefið okkur margvíslegar vísbendingar um lifnaðarhætti fólksins, það er t.d. um: næringu, sjúkdóma, ofbeldi og hvar fólkið er fætt, enda beinist rannsóknin ekki síst að lífsskilyrðum og siðum fyrir og eftir Kristnitöku.
Með því að beita hátæknilegum mælingum á ísótópum, sem er ný greiningartækni í fornleifafræði, er hægt að mæla í beinum og tönnum hlutfall næringar á fyrstu æviárum einstaklinga. Niðurstaða hefur leitt í ljós að sjávarnitjar voru greinilega mikil uppistaða í fæðu á þessum tíma í kringum 1000. Við höfum einnig getað rakið sjúkdóma eins og berkla og krabbamein frá þessum tíma og við höfum séð merki mikils ofbeldis. Þar vegur þyngst fundur okkar í fyrrasumar af hauskúpu sem bar greinileg einkenni þess að hafa orðið fyrir þungu höggi eggvopns. Enn fremur hefur verið rannsakað hvort einstaklingar eru fæddir hérlendis eða erlendis. Niðurstaðan er sú að að svo virðist sem að allir þeir sem bera bein sín í kirkjugarðinum á Hrísbrú hafi verið fæddir hérlendis.
Með samvinnu fjölda vísindamanna úr margvíslegum fræðigreinum, svo sem almennri líffræði, frjókornafræði, réttarlæknisfræði, sagnfræði, fornleifafræði, jarð- og landafræði hefur verið leitað eftir upplýsingum svo hægt sé að draga heildarmynd af búsetuskilyrðum frá þessum tíma, en það er meginmarkmið rannsóknarinnar.
Rannsóknir síðastliðinna fimm ára eru líka farnar að skila verulegum árangri, sem styrkir þekkingu manna á smáatriðum og heildarmynd af lífi á íslandi á landnámsöld. í sumum tilfellum er um að ræða þekkingu sem ekki hefur komið fram áður.“
Eigum við eftir að finna silfur Egils?
„Það er eðlilegt að spurningar sem tengjast Agli Skallagrímssyni og Egilssögu komi upp. Vísindamenn vilja gjarnan víkja sér undan óyggjandi svörum um slíkt, en samsvörun fundar á kirkju og kirkjugarði við stóra kafla í Egilssögu eru sláandi, því er ekki að neita. Nú í sumar var farið undir kirkjugólfið og þar finnst gröf, en kistan hafði verið fjarlægð, enda finnast leifar hennar. Sá sem í gröfinni hefur legið hefur greinilega verið stór og mikill eins og fram kemur í öllum lýsingum, enda gröfin sú stærsta af þeim sem við höfum fundið á Hrísbrú.“
Fundur skálans hefur vafalaust verið skemmtilegur endir á vinnu sumarsins?
„Það var ánægjulegt að finna þetta og án vafa er þessi viðbótarfundur til að styrkja þá skoðun mína að hér sé um einn merkasta fornleifafund seinni tíma að ræða, þegar horft er til þessa tímabils, ekki bara eftir íslenskum mælikvarða heldur einnig þegar horft er til heiminum. Það dæmi ég alla vega af viðbrögðum kollega minna víða úr heiminum. Þetta gerðist þannig að við vorum að fara að ganga frá eftir vinnu sumarsins þegar þessi bygging kom í Ijós. Ljóst er að hún hefur varðveist svo vel vegna skriðunnar sem féll á hana. Það hefur verið ótrúlegt að finna þetta allt og sjá á einum stað og ég tel það einstakt.“
Koma fleiri en fornleifafræðingar að þessum rannsóknum?
„Að þessum rannsóknum hefur hópur vísindamanna komið frá fjölda landa og má til gamans geta þess að nú eru þegar fjórir af þeim að gera doktorsritgerð vegna þessa verkefnis við Háskólann í Kaliforníu. Þessi hópur hefur verið afar samstilltur og frábært að vinna með. Af þessu leiðir að um er að ræða margþættar rannsóknir svo hægt sé að ná þeim árangri að varpa ljósi á líf og lifnaðarhætti á landnámsöld, á mörkum kristni og heiðni og rannsóknin skipar sér þar með í hóp með stærri fornleifauppgröftum.“
Í Ólafíu, riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2007, er fjallað um „Valdamiðstöðina í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli“:
Niðurstöður:
Hrísbrú – uppgröftur – skáli.
Landslag frá heiðni til kristni Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal hafa leitt í ljós verulegar sannanir á því að umtalsverð byggð hefur verið þar frá landnámsöld fram yfir kristnitöku, og áfram allt fram á 12. öld. Með rannsóknarniðurstöðunum er að myndast vel skrásett mynd af flókinni sambúð og samskiptum heiðinna manna og kristinna á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Á Hrísbrú hafa fornleifafræði og fornar ritheimildir hjálpast að við að sýna fram á mikilvægi staðbundinna minja, sem og rannsóknir á áþreifanlegum minjum í nánum tengslum við ritaðar miðaldaheimildir.
Mikilvægur þáttur í rannsóknunum á Hrísbrú hefur falist í því að skoða og skilja hvernig greftrunarsiðir og trúarbrögð hafa blandast við kristnitöku.
Uppi hafa verið margar tilgátur í víkingaaldarfræðum um hætti, menningarleg gildi og trúarhegðun Norðurlandabúa á þeim tíma þegar skipt var frá heiðnum sið til kristni. Margt bendir til þess að breyting hafi átt sér stað frá heiðni til kristni á sérstökum helgistöðum en lítið er um skýrar fornleifafræðilegar sannanir þessu til staðfestingar. Niðurstöður okkar á Mosfelli gætu skipt máli í tengslum við þessa alþjóðlegu umræðu.
Hrísbrú – fornleifauppgröftur.
Nálægð heiðinnar líkbrennslu á Hulduhól við kristna kirkju og kirkjugarð á Kirkjuhól sýnir einstaklega heillega mynd af trúarlegum greftrunarstað og veitir okkur tækifæri til að skoða hvernig eitt ákveðið samfélag á víkingaöld kristnaðist. Sú staðreynd að kirkjan á Kirkjuhóli hafi verið byggð svo nálægt hinni heiðnu hæð á Hulduhóli segir okkur margt um félagslega og menningarlega hætti á þessum tíma og það er afar sjaldgæft í dag að finna minjastað með tveimur jafnvel varðveittum grafhaugum. Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að heiðið og kristið samfélag hafi búið hlið við hlið á tímum kristnitökunnar.
Fornleifarnar á Mosfelli/Hrísbrú eru sérstaklega mikilvægar í sambandi við túlkun á Íslandssögunni vegna þess að fyrir rannsóknina höfðu aðeins verið til ritaðar heimildir um fólkið sem þar bjó.
Grímur Svertingsson er gott dæmi um þetta. Hann bjó þar við kristnitöku og var lögsögumaður á árunum strax eftir hana. Grímur var giftur Þórdísi, dóttur voldugs höfðingja frá Borg í Borgarfirði, og var einn af áhrifamestu mönnum á Íslandi á þeim tíma. Margir sagnfræðingar hafa lengi haldið því fram, og byggt það á rituðum heimildum, að margir voldugir höfðingjar á Íslandi, og þar á meðal Grímur, hafi tekið kristni til þess að halda völdum. Vegna þessa hafi margir höfðingjar reist kirkjur á jörðum sínum um árið 1000 til þess að fá vígða jörð á landareign sinni. En eru einhverjar sannanir fyrir þessu?
Niðurstöður fornleifarannsókna á Hrísbrú benda til þess að á landnámsöld hafi staðurinn verið bústaður höfðingja og staðsetning hans áhrifamikil í samfélagi og menningu íbúa Mosfellsdals.
Egils saga segir frá því að Grímur Svertingsson hafi reist sér eigin kirkju og kirkjugarð að Hrísbrú í kjölfar kristnitökunnar. Áþreifanlegar fornleifar sem fundist hafa í rannsóknunum styðja þetta. Með byggingu kirkjunnar eftir kristnitöku staðfestu Mosfellingar, sú fjölskylda sem mestu réði á þeim tíma í dalnum, eignarhald sitt á landinu, sjálfsmynd sína og stöðu. Steinar og grafir að Hrísbrú sýna fram á miðpunkt í menningarlegu og raunverulegu landslagi á meðan áþreifanlegar minjar úr gröfunum veita okkur upplýsingar um heilsu og lifnaðarhætti, auk þess að staðfesta ofbeldi í samfélagi íbúanna á Mosfelli/Hrísbrú. Þessar áþreifanlegu minjar eru vitnisburður um tilraun voldugrar höfðingjaættar til þess að koma sér vel fyrir í breyttu trúarlegu og félagslegu umhverfi fyrstu tvö hundruð ár landnáms á Íslandi. Rannsóknir okkar benda til þess að landsvæðið hafi verið notað í trúarlegum tilgangi og til greftrunar bæði fyrir og eftir kristnitöku; bæði heiðnir og kristnir hafi viljað hafa forfeður sína nálægt sér.“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1884 skrifar Sigurður Vigfússon um „Rannsókn í Borgarfirði 1884“. Þar fjallar hann m.a. um Mosfell:
„Þriðjudaginn, 2. sept., fór eg af stað úr Reykjavík, síðara hluta dags, og upp að Mosfelli, var þar um nóttina. Hér kemr stax til Egils s. Skallagrímssonar, og síðan til landnáms pórðar Skeggja. Þetta þurfti eg að athuga betr. Grímr Svertingsson bjó að Mosfelli víst mestallan siðara hluta 10. aldar, og fram yfir 1000. Hann var ættstór maðr og göfugr og lögsögumaðr um hríð ; hann átti Þórdísi Þórólfsdóttur Skallagrímssonar; þegar Egill seldi af höndum bú að borg, fór hann suðr til Mosfells til pórdisar bróðurdóttur sinnar og var þar i elli sinni og andaðist þar, og hér fal Egill fé og koma hér fram í sögunni ýmsar staðlegar lýsingar.
Hrísbrú – fornleifauppgröftur.
Síra Magnús heitinn Grímsson, sem var prestr á Mosfelli, hefir skrifað ritgerð um þetta efni, „Athugasemdir við Egils sögu“ í Safni til sögu Íslands, Kaupmh. 1861, II. bl. 251—76. Ritgerð þessi er mikið fróðleg og skemmtilega skrifuð, og vel lýst mörgu landslagi á Mosfelli og þar í kring; þarf eg því ekki svo mjög að tala um það. Síra Magnús heldr, að bœrinn Mosfell hafi í fyrstu staðið þar sem Hrísbrú nú er, sem er lítilfjörlegt kot, skamt fyrir utan túnið á Mosfelli, og að Grímr Svertingsson hafi búið þar; hann ímyndar sér, að bœrinn hafi verið fluttr — líklega einhvern tíma fyrir miðja 12. öld — frá Hrísbrú og þangað sem hann nú stendr, og hafi þá nafnið flutzt á þenna nýja bœ, enn nafnið Hrísbrú verið gefið þeim stað, þar sem hið forna Mosfell stóð; meðal annars um þetta bls. 255 og 260—261. Allar þessar getgátur byggir höfundurinn einkannlega á því, sem stendr í Egils s. Reykjavíkr útg. um flutning á kirkju þeirri, er Grímr Svertingsson lét byggja að Mosfelli, eða sem stóð þar sem síðar hét á Hrísbrú, og flutt var síðar heim að bœnum. Eg get nú ekki vel fallizt á alt þetta.
Mosfell hefir snemma bygzt, sem eðlilegt er, því að uppi í Mosfellsdalnum hefir verið mjög byggilegt. Landn. segir, bls. 53 : „Fiðr enn auðgi Halldórsson, Högnasonar, fór úr Stafangri til Íslands; hann átti Þórvöru dóttur Þorbjarnar frá Mosfelli Hraðasonar; hann nam land“ o.s.frv. Það má ætla, að bœrinn Mosfell hafi verið bygðr ekki miklu eftir 1000, þar sem landnámsmaðr átti dóttur Þorbjarnar, sem þar er fyrst getið, enn ekki sést það, hvort hann hefir fyrst bygt þar, svo að Mosfell getr verið enn eldra. Grímr Svertingsson að Mosfelli er oft nefndr, fyrst í Íslendingabók, og oft í Landnámu og Egils s. og ávalt er hann kallaðr „Grímr at Mosfelli“, þegar nefnt er, hvar hann hafi búið; Landn. mundi vissulega geta um það, hefði Mosfellsbœrinn fyrst staðið úti á Hrísbrú og það í hálfa þriðju öld, og síðan verið fluttr þangað, sem hann nú er.
Mosfell – Kýrgil fjær.
Öllum handritum ber saman um, að við þenna kirkjuflutning á Mosfelli hafi verið staddr Skafti prestr Þórarinsson, og öllum ber þeim líka saman um, að kirkjan, sem var ofan tekin, hafi verið sú kirkja, er Grímr Svertingsson lét byggja; þar af er þá ljóst, að kirkja Gríms hefir þá enn staðið, og hefir hún þá orðið um 150 ára gömul. Það má finna mörg dæmi þess, hvað hús stóðu ákaflega lengi bæði í fornöld og á miðöldunum. Þetta er og eðlilegt, þvíað annaðhvort bygðu menn af rekaviði, sem endist svo lengi, eins og kunnugt er, eða menn gátu valið viðinn í Noregi, þ.e. sóttu hann þangað ; þá voru ekki mjög sparaðir skógarnir ; menn bygðu og sterkt, þegar menn vildu vanda eitthvert hús. Það sýna þær leifar, sem bæði eg og aðrir hafa séð, og eins má sýna viðargœðin.
Tóft ofan við Kýrgil.
Eg hefi verið nokkuð langorðr um þetta efni, því að mér þótti þess þurfa sögunnar vegna, og mætti þó fleira tilfœra; enn eg skal vera því stuttorðari um, hvar Egill hafi fólgið fé sitt, og lofa einum sem öðrum að hafa sínar ímyndanir, getgátur og munnmælasögur. Þær geta verið mikið góðar, þar sem þær eiga heima, enn eg er þeirrar meiningar, að ekki verði á þeim bygt, þegar um rannsókn er að rœða. Höfundar Egils s. vita sjálfir einu sinni ekki, hvar Egill muni hafa fólgið féð, og vóru þeir þó nær því enn vér; enn þess er ekki von, því að Egill sagði það engum manni.
Sá, sem ritað hefir það handrit, sem liggr til grundvallar fyrir Kh.útg.=Rv.útg., getr til á þremr stöðum bls. 228. Eg skal geta þess hér, að hvorki Hrappseyjarútg. né handr. geta neitt um það, þegar Egill ætlaði að sá silfrinu að lögbergi; þau sleppa alveg þeim kafla ; eg verð að taka hér þenna stað einungis til þess að sýna, hvað öllu er hér rétt lýst, og sem sýnir hvað ritari sðgunnar hefir verið kunnugr, bls. 227—8: „Þat var eitt kveld, er menn bjuggust til rekkna at Mosfelli, at Egill kallaði til sín þræla tvá, er Grímr átti. Hann bað þá taka sér hest. „Vil ek fara til laugar, ok skulu þér fara með mér“, segir hann. Ok er Egill var búinn, gekk hann út ok hafði með sér silfrkistur sínar. Hann steig á hest.
Fóru þeir síðan ofan eptir túninu, ok fyrir brekku þá, er þar verðr,er menn sá síðast. En um morguninn, er menn risu upp, þá sjá þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð, ok leiddi eptir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim. En hvártki komu aptr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar getur at, hvar Egill hafi fólgið fé sitt.“
Skv. framansögðu hafa margir ætlað, með allskyns margflóknum ályktunum að Egill hafi falið silfur sitt í nágrenninu og drepið þrælana tvo, en fáir virðast hins vegar gera ráð fyrir þeim möguleika, sem eðlilegri má telja; að þrælarnir (yngri og betur á sig komnir) hafi áttað sig á aðstæðum, stolið silfrinu, hrakið gamla manninn frá með svo niðurlægjandi hætti að hann hafi ekki viljað viðurkenna mistök sín, og þeir síðan látið sig hverfa með allt heila klabbið, bæði fjársjóðinn og farskjótana. A.m.k. virðist enginn hafa haft rænu á að leita, hvorki farskjótana þriggja og þrælanna í framhaldinu. Nýlega teknar grafir eða önnur ummerki í og með Mosfelli hefðu án efa vakið alveg sérstaka athygli á þeim tíma – ekki síst í ljósi þessa merka atburðar; (ályktun ritstjóra FERLIRs). Hvers vegna fór ekki fram rannsókn í framhaldinu, eða a.m.k. athugun, á atburðinum. Gallinn við frásagnar“sérfræðinga“ seinni tíma er að þeir voru svo meðvirkir sagnaskýringunum fyrrum að þeir sáu ekki til sólar. Meðaumkunin var öll Egils. Hér virðist vera um eitt merkilegasta óleysta sakamál Íslandssögunnar að ræða.
Ólafur Magnússon, bóndi á Hrísbrú.
Merkisbóndinn Ólafur Magnússon og Finnbjörg, eiginkona hans, bjuggu á Hrísbrú. Ólafur barðist hatramlega gegn niðurrifi kirkjunnar að Mosfelli, eins og fyrr er getið, en varð að lúta í lægra haldi fyrir yfirvöldum árið 1888. Hann tók gömlu klukkuna úr kirkjunni til varðveislu og var hún geymd á Hrísbrú í meira en mannsaldur eða þangað til henni var komið fyrir í Mosfellskirkju sem vígð var árið 1965.
Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli lýsir Hrísbrúarhjónunum þannig í endurminningum sínum: „Hvergi í Mosfellsdal hafði ég meira gaman af að koma en að Hrísbrú. Hjónin þar hétu Ólafur og Finnbjörg, kona roskin. Fyrst í stað voru þau nokkuð gróf og forneskjuleg, en glöð og gestrisin, þegar marka mátti. Það var ánægjulegt að bíða þar, meðan Finnbjörg hitaði ketilinn, og hlusta á Ólaf gamla. Var þá jafnan tilfyndnast það sem húsmóðirin lagði til málanna. Ekki var orðræðan hefluð né blíð, heldur oft stóryrt og krydduð velvöldum fornyrðum, stundum klúr.“
Ólafur og Finnbjörg voru hluti af aðalsögupersónum í bók Halldórs Laxness, Innansveitarkróniku.
Myndin af Ólafi er líklega tekin í kaupstaðaferð í Reykjavík kringum aldamótin 1900. Ekki er vitað til að mynd hafi varðveist af Finnbjörgu.
Heimild:
-Mosfellingur, Kirkjan á Hrísbrú, 12. tbl. 08.09.2006, Kristinn Magnússon, bls. 10.
-Mosfellingur, 10. tbl. 19.08.2005, Fornleifauppgröfturinn að Hrísbrú, bls. 12-13.
-Ólafía; rit Fornleifafræðingafélags Íslands, 2. árg. 01.05.2007, Valdamiðstöð í Mosfellssdal – Rannsóknir á fornleifum frá tímum víkinga að Hrísbrú að Mosfelli, bls. 84-105.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1884, Rannsókn í Borgarfirði 1884, Sigurður Vigfússon, Mosfell, bls. 62-74.
-http://www.hermos.is/forsida/frettir/frett/2017/09/25/Olafur-Magnusson-1831-1915-fra-Hrisbru/
Hrísbrú – uppgröftur – skáli.
Íslandskort á 18. og 19. öld
Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla inn á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 18. og 19. öld er finna má á vefsíðunni.
Delineatio Gronlandiæ Jonæ Gudmundi Islandi
Íslandskort 1706.
Höfundur: Jón Guðmundsson
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1706
Undir lok 16. aldar og á þeirri 17. gerðu nokkrir Íslendingar kort af norðanverðu Atlantshafi og löndunum í kring. Þeir freistuðu þess að samræma fornar íslenskar frásagnir um landaskipan á þessum slóðum við kort þau er þá voru í mestu gengi eða menn höfðu við höndina. Kortin voru í það smáum mælikvarða að erfitt var að gera Íslandi viðhlítandi skil enda var gerð þess í rauninni aukaatriði. Fyrir kortagerðarmönnunum vakti að gera grein fyrir siglingum Íslendinga vestur um haf til Grænlands og Ameríku. Gerð þeirra flestra stóð sennilega í sambandi við fyrirætlanir Danakonunga um að ná að nýju tangarhaldi á Grænlandi. Kort þessi eru í rauninni frekar hluti af kortasögu Grænlands en Íslands.
Af öllum kortunum eru til nokkrar mismunandi eftirmyndir en tvö þeirra eru ekki lengur til í frumgerð. Kort Jóns Guðmundssonar lærða er glatað en nokkrar töluvert mismunandi eftirmyndir eru varðveittar, þessi er úr Gronlandia antiqva eftir Þormóð Torfason. Ekki er vitað hvenær Jón gerði kort sitt en giskað hefur verið á árin í kringum 1650. Það nær yfir svipað svæði og kort þeirra Sigurðar Stefánssonar og Guðbrands Þorlákssonar og eins og á þeim skipar Grænland stærstan sess. Á þessari eftirmynd er Ísland af gerð Guðbrands biskups en ekki er vitað hvort það var þannig á frumkortinu. Landaskipan Jóns er mjög óskipuleg og ekki bætir úr skák að hann hrúgar saman ýmsum bábiljum og hindurvitnum sem hann hefur úr ýmsum fornum heimildum og lygisögum.
Islande
Íslandskort 1710.
Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1710 (um það bil)
Útgefandi kortsins var bókaútgefandinn Pieter van der Aa en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslaus og því illt að átta sig á þeim auk þess sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í kortasafni á frönsku, L’Atlas, Soulange de son gros & pesant fardeau: ou Nouvelles cartes geographiques, ártalslaust en einhvern tíma frá árunum kringum 1710.
Kortið er prentað eftir sama eða svipuðu myndamóti og kort Johannesar Janssoniusar frá 1628.
Groenland
Íslandskort 1715.
Höfundur: Isaac de la Peyrére
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1715
Kortið er úr útgáfu á bók Isaac de la Peyrère um Grænland. Ekki ber það höfundi sínum gott vitni þegar til Íslands kemur enda hefur hann sennilega aldrei ætlað að gera því viðhlítandi skil. Landið er ósköp sérkennalaust og snautlegt.
Het Eyland Ysland in t’Groot
Íslandskort 1720.
Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1720 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er ártalslaust eins og flest kort Van Keulens en er líklega frá árunum í kringum 1720. Á því er ort upp á nýjan stofn, í stað Íslandsgerðar sjókortanna er undirstaðan greinilega Íslandskort Jorisar Carolusar. Enda líkist kortið fremur almennu landabréfi en sjókorti þrátt fyrir ýmsar tilfæringar eins og kompáslínur, rósir og strandamyndir.
Kortinu fylgja tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum Faxaflóa en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá austur fyrir Vestmannaeyjar.
Nieuwe Wassende Graeden Kaert van de Noord Occiaen van Hitland tot inde Straet Davids
Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1727 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er úr De Groote Nieuwe Vermeerderde Zee Atlas ofte Water-werelt. Ísland á því er af almennri gerð sjókorta um þessar mundir. Suður af Reykjanesi er markað fyrir eyju, sennilega hinni sömu og talið var að Baskar hefðu fundið á þeim slóðum. En eitthvað er kortagerðarmaðurinn í vafa um tilvist eyjarinnar í lesmáli fyrir neðan hana. Á sama hátt er hann vantrúaður á Enckhuysen-eyjar Jorisar Carolusar fyrir Austfjörðum.
Facies Poli Arctici adiacentiumque ei regionum ex recentissimis itinerariis delineata
Íslandskort 1730.
Höfundur: Christoph Weigel
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1730 (um það bil)
Islande
Íslandskort 1734.
Höfundur: Henri du Sauzet
Útgáfuár: 1734 (um það bil)
Eftirmynd af Íslandskorti Gerhards Mercators, líklega eftir frumkortinu frá 1595 frekar en kortinu úr Atlas minor. Hjá Sauzet er kortið dregið þunglamalegri línum heldur en hjá Mercator en titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af dýrum allt í kring. Skip sjást á siglingu norðan lands og sunnan en fyrir norðausturlandi svamlar skrímsli eitt sem er sennilega fengið að láni af Íslandskorti Abrahams Orteliusar.
Þetta kort er einhver eftirprentun á Íslandskorti Henri du Sauzet.
Svezia Danimarca e Norvegia / Svecia Dinamarca y Norvega
Íslandskort 1740.
Útgáfuár: 1740 (um það bil)
Aðeins eystri helmingur Íslands nær inn á kortið en það er nóg til þess að það sjáist að gerð þess er ættuð frá Guðbrandi Þorlákssyni.
Nova Gronlandiae Islandiae et Freti Davis Tabula
Íslandskort 1746.
Höfundur: Johann Anderson
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1746 – 1748
Kortið fylgir bók Andersons, Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis, sem kom út í Hamborg 1746 og var svo endurprentuð og þýdd á ýmis mál. Höfundurinn var þá látinn og líklega á hann engan þátt í gerð kortsins sem er af venjulegri gerð hollenskra sjókorta frá síðustu árum 17. aldar. Kortið fylgir öllum útgáfum bókarinnar með breyttum titilfeldum.
A Map of Spitzbergen or Greenland, Iceland, and some Part of Groenland &c
Höfundur:Emanuel Bowen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1747
Emanuel Bowen sótti hugmyndir sínar um Ísland til Hermans Molls. Kortið er af stofni Jorisar Carolusar og Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Kortið er íauki á korti af Skandinavíu.
A Correct Map of Europe divided into its Empires, Kingdoms & c.
Íslandskort 1750.
Höfundur: Thomas Kitchen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1750 (um það bil)
Kortið er ekki fært til árs en giskað hefur verið á að það sé frá árunum kringum 1750. Það var hluti af fjölblaðakorti sem spannaði norðvesturhluta Evrópu. Kitchen var afkastamikill kortagerðarmaður og eftir hann liggur fjöldi uppdrátta sem birtust í hinum ýmsu landfræðiritum. Þetta landabréf er eftirmynd af Íslandskorti Jorisar Carolusar, eða einhverri útgáfu þess, en allt minna og ágripskenndara.
Land-Kort over Island
Íslandskort 1752.
Höfundur: Niels Horrebow
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1752
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn liðsforingjans Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skildi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það var ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om Island. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff en Horrebow hafði fengið leyfi konungs til að nota uppdrátt hans. Kortið er talsvert minnkuð útgáfa af frumgerðinni og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Helstu annmarkar þess eru hin allt of norðlæga breidd Vestfjarða og að lengd landsins frá austri til vesturs er meiri en skyldi. En þrátt fyrir ýmsa vankanta kortsins var birting þess einn merkasti áfanginn í kortasögu Íslands frá því að fyrsta útgáfan af korti Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrir sjónir manna nærri 150 árum fyrr. Hér gaf í fyrsta sinn að líta kort sem að verulegu leyti hafði þríhyrningamælingar og könnun landsins að undirstöðu.
Bók Horrebows kom út á þýsku (1753), ensku (1758) og frönsku (1764). Auk þess birtust lengri eða skemmri kaflar úr henni í ýmsum landfræðiritum næstu áratugina, þ. á m. í hinu fræga ferðasögusafni A. F. Prévost Histoire générale des voyages (1779). Þessar útgáfur höfðu flestar að geyma eftirgerð kortsins.
L’Isle d’Island[e]
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1755
Fyrirmynd kortsins er Íslandsgerð Gerhards Mercators. Úr Discours sur l’Histoire Universelle.
Carte de l’Islande
Höfundur: Charles Lenormand
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1759
Charles Lenormand finnst ekki í neinum uppsláttarritum. Kortið er handdregið og er á sama blaði og uppdráttur eftir sama höfund af Azoreyjum. Neðst á blaðinu til hægri stendur talan 226 og bendir hún til þess að það hafi tilheyrt stærra kortasafni.
Öll gerð Íslands á kortinu er af miklum vanefnum, skagar og firðir lauslega afmarkaðir og af talsverðu handahófi. Um flest einkenni önnur er fylgt korti Jorisar Carolusar og þaðan eru komin öll örnefni, 37 að tölu.
Insvlae Islandiae delineatio
Íslandskort 1761.
Höfundur: Homanns-erfingjar
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1761
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skyldi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það er ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow um Ísland. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff. Það er minnkuð útgáfa af kortinu og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Stiftamtmanninum á Íslandi, Otto Manderup Rantzau greifa, virðist hafa runnið þetta til rifja því hann ákvað að gangast fyrir því að kort Knoffs yrði birt í nákvæmari og betri gerð. Í því skyni leitaði hann til kortagerðarstofnunar þeirrar sem einna mest orð fór af í Evrópu um þessar mundir, Homanns-erfingja (Homanns Erben) í Nürnberg. Kortið birtist árið 1761 með firna löngu nafni á latínu þar sem gerð er grein fyrir uppruna þess.
Neðst í hægra horninu er sagt nánar frá tilurð kortsins. Frá frumgerð Knoffs er það minnkað um meira en helming en efnislega er það að mestu leyti óbreytt og flest tekið með sem skiptir máli. Lesmálsgreinum er snúið á latínu eða þýsku og jafnvel bæði málin. Örnefnum hefur fækkað og fá mörg þeirra slæma meðferð. Enginn landfræðitexti fylgir kortinu en í textanum hægra megin er mönnum vísað um slíkt til nýútkominnar bókar eftir Anton Friedrich Büsching. Athygli vekur að Hekla fær ekki jafn veglegan sess og á öðrum kortum.
Íslandskort Homanns-erfingja var prentað sem lausblaðakort og virðist aldrei hafa verið birt í kortasöfnum. Aðeins er kunn ein útgáfa þess, frá 1761. En aðrir tóku það til fyrirmyndar og höfðu að undirstöðu nýrra, aukinna og lagfærðra korta sem juku útbreiðslu þess og komu fyrir sjónir kortagerðarmanna, landfræðinga og annarra er fjölluðu um Ísland og íslensk málefni.
Carte du Groenland
Íslandskort 1770.
Höfundur: J. Laurent
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1770
Kortið er úr frönsku ferðasögusafni sem Jean François de la Harpe gaf út en það var úrval úr safni A. F. Prévost, Histoire générale des voyages. Kortið er af Grænlandi en Ísland sést einnig. Landið er af þeirri gerð sem algeng var á sjókortum gerðum í Hollandi á 17. og 18. öld.
Nyt Carte over Island
Íslandskort 1772.
Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1772
Þegar Niels Horrebow hafði lokið athugunum sínum á Íslandi árið 1751 var ákveðið að senda þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson í rannsóknarleiðangur til Íslands. Þeir dvöldust á landinu í sex sumur eða til hausts 1757 en þá sigldu þeir til Kaupmannahafnar til þess að vinna úr efnivið þeim sem safnast hafði. Bjarni var skipaður landlæknir og hvarf frá verkinu. Eggert drukknaði árið 1768 og því varð ljóst að aðrir urðu að sjá um útgáfu ferðabókarinnar sem þeir höfðu áætlað. Til verksins völdust Jón Eiríksson og Gerhard Schøning og árið 1772 kom Ferðabók Eggerts og Bjarna út. Henni fylgdi uppdráttur af Íslandi sem Schøning tekur fram í formála að sé byggður á Homanns-kortinu frá 1761 sem aftur á móti var útgáfa af korti Knoffs frá árinu 1734. Schøning segir að Jón hafi unnið einn að gerð kortsins fyrsta sprettinn en hann síðan tekið við og lokið verkinu. Fundist hafa tveir handdregnir uppdrættir að kortinu og er líklegt að Schøning sé höfundur þeirra þó að íslenskir menn hafi rétt honum hjálparhönd.
Þegar litið er á kortið í Ferðabókinni vekur það ef til vill athygli hve höfundar þess hafa litlu við að bæta. Virðist sem þeir hafi lítið notfært sér þann land- og staðfræðilega fróðleik sem Eggert og Bjarni höfðu safnað saman. Það eru helst örnefni Ferðabókarinnar sem komast til skila. Á kortinu kemur í fyrsta skipti fyrir heildarheiti á Vatnajökli og er hann kallaður Klofajökull. Kortið birtist lítið breytt í þýskri (1774-1775) og franskri (1802) útgáfu bókarinnar en talsvert afbakað í enskum útdrætti hennar (1805).
Næstu 50-70 árin sóttu flest vandaðri kort, sem gerð voru af Íslandi, undirstöðu sína að meira eða minna leyti til Ferðabókarkortsins. Stundum er erfitt að skera úr því hvort fyrirmyndin er Ferðabókarkortið eða hinar eldri gerðir Knoff-kortsins, Horrebows- og Homannskortið.
Zusammengezogene Karte des Nordmeeres = Carte reduite de la mer du nord
Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1774
Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Á kortinu gætir töluverðra áhrifa frá Knoffs-gerð þótt í heildinni verði það fremur rakið til eldri hátta. Það birtist fyrst í frásögn Kerguélen-Trémarecs af leiðangrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m. a. árið 1774 í safni ferðasagna, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande, sem átti upphaf sitt af rekja til Prévosts.
Royaume de Danemarck: Premiere carte, Danemarck, Norwege et Islande
Höfundur: Edme Mentelle
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1782
Mentelle var land- og sagnfræðingur. Ísland á þessu korti eftir hann er af Knoff-gerð en það sýnir að auki Noreg og Danmörku.
Prospect af Reykevig paa Island
Íslandskort 1785.
Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.
General Karte von den Königreichen Schweden, Dænemark u. Norwegen mit Grönland und den Inseln Island und Færöer
Íslandskort 1789.
Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.
Carta da navegar de Nicolo et Antonio Zeni. Furono in Tramontana l’Anno MCCCLXXX
Íslandskort 1793.
Höfundur: Nicolo Zeno
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1793
Zeno-kortið, eins og það er oftast nefnt, kom fyrst fyrir sjónir manna í Feneyjum árið 1558 sem hluti höfundarlausrar ferðasögu. Bókin var síðar eignuð Nicolo Zeno (1515-1565) enda var hann í beinan legg afkomandi Antonio Zeno þess er bókin segir frá og greinilegt er á frásögninni allri að höfundur og farmenn eru sömu ættar. Sagan segir m. a. frá för bræðra, Antonio og Nicolo Zeni, um norðanvert Atlantshaf og af viðkomu þeirra á Frislanda, Íslandi og Grænlandi og á hún að vera byggð á bréfum úr fórum þeirra. Samkvæmt frásögn Zenos er kortið eftirmynd af fornu sjókorti úr eigu fjölskyldunnar. Nú þykir hins vegar sannað að bæði bók og kort séu falsrit og sýni því á engan hátt landfræðiþekkingu 14. aldar. Aðalheimild Zenos að kortinu er ekki ein heldur margar og eru þær helstu Norðurlandakort Olaus Magnus, Caerte van Oostlant eftir Cornelis Anthoniszoon og gömul kort af Norðurlöndum af stofni Claudiusar Clavusar með talsverðu ívafi frá suðrænum sjókortum 15. og 16. aldar. Fyrir Nicolo Zeno hefur sennilega vakað að auka hróður ættmenna sinna með því að láta að því liggja að þeir hefðu fundið Ameríku fyrstir manna en neðst í vinstra horni kortsins sést móta fyrir tveimur löndum (Estotiland og Drogeo) sem gætu átt að tákna austurströnd Norður-Ameríku. Þegar litið er á Íslandshluta kortsins kemur bersýnilega í ljós að fyrirmyndin hefur verið sótt til Olaus Magnus. Hvergi er þó markað fyrir fjöllum, fljótum né öðrum landsháttum og allar myndir eru horfnar. Hafísflotar Olausar eru orðnir að sjö eyjum og meira en helmingurinn af örnefnunum er sóttur til Norðurlandakorts Claudiusar Clavusar frá 15. öld en afgangurinn til Carta marina.
Þrátt fyrir vafasaman uppruna Zeno-kortsins gætti áhrifa þess lengi og næstu 40 árin átti það eftir að koma við sögu flestra landabréfa sem gerð voru af Íslandi.
Hér er sýnd eftirmynd af kortinu frá 1793 úr riti Henrich Peter von Eggers, Priisskrift om Grønlands Østerbygde sande Beliggenhed.
An accurate & correct map of Iceland
Íslandkort 1780.
Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1780
Fylgdi ferðabréfum Uno von Troil, síðar erkibiskups í Uppsölum, en hann var í för með Joseph Banks í Íslandsferð hans árið 1772. Kort Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings í Ferðabók Eggerts og Bjarna er undirstaðan. Efnisbreytingar eru fáar en kortið er talsvert minna en frumgerðin og nöfn þar af leiðandi færri.
Bókin varð vinsæl og var gefin út á fjölmörgum tungumálum þ. á m. þýsku (1779), ensku (1780-83), frönsku (1781) og hollensku (1784). Eftirmynd kortsins fylgdi flestum útgáfunum.
Prospect af Reykevig paa Island
Íslandskort 1785.
Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.
Die Insel Island
Íslandskort 1789.
Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.
Charte von Island und den Färöer Inseln
Íslandskort 1807.
Höfundur: J. C. M. Reinecke
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1807
Árið 1776 kom til sögunnar ný Íslandsgerð byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs undir stjórn Verdun de la Crennes. Leiðangursmenn höfðu dvalist um hríð á Vatneyri á Vestfjörðum og mælt bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til austurs um nálægt hálfa fjórðu gráðu án þess að hrófla að ráði við austurströndinni. Útkoman var mjög bjagað kort af landinu, m. a. varð breidd landsins svipuð og lengdin.
Margir kortagerðarmenn tóku það sér til fyrirmyndar, þ. á m. Johann Christoph Matthias Reinecke. Árið 1800 gaf hann út Íslandskort með strandlengju að hætti Verdun de la Crenne. Örnefni og landslag eru hins vegar fengin að láni af korti þeirra Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar. Það er greinilegt að Reinecke hefur lent í hálfgerðum vandræðum við að koma efni sínu fyrir á kortinu því landið er nú talsvert styttra frá austri til vesturs en verið hafði. Skagar norðanlands verða mjög rýrir auk þess sem hlutföll á suðurströndinni raskast. Árið 1807 birtist minnkuð gerð korts Reineckes. Bæði hafa Færeyjar sem íauka í einu horninu. Síðar komu fleiri útgáfur af kortinu.
Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.
Iceland
Íslandskort 1813.
Höfundur: William Jackson Hooker
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1813
William Jackson Hooker var breskur náttúrufræðingur. Hann kom til Íslands 1809 og meðal samferðamanna hans á leiðinni var Jörundur hundadagakonungur. Eftir heimkomuna ritaði Hooker bók um ferð sína og athuganir og var hún gefin út tvisvar. Síðari útgáfu bókarinnar fylgir dálítill uppdráttur af Íslandi. Kortið mun ekki vera eftir Hooker sjálfan heldur Aaron Arrowsmith. Eins og á öðrum kortum Arrowsmiths er strandlengja landsins í samræmi við kort Verdun de la Crennes. Örnefni og meðferð annarra efnisþátta benda til þess að kortagerðarmaðurinn hafi farið eftir korti því sem fylgdi Ferðabók Eggerts og Bjarna fremur en endurskoðaðri gerð þess í Ferðabók Olaviusar.
Charte von Island
Íslandskort 1824.
Höfundur: Theodor Gliemann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1824
Gliemann hefur haft uppdrátt Moritz L. Borns að undirstöðu við gerð kort síns. Það sést á strandlínum og orðmyndum nokkurra örnefna. Þó að kort Gliemanns sé aðeins minna en kort Borns er það samt talsvert rækilegra og örnefni fleiri. Það er greinilegt að Gliemann hefur gert sér far um að auka við efni þeirra hluta landsins sem hvað fátæklegastir eru hjá Born. Hann sækir nokkuð til korta af stofni Knoffs, þ. á m. til korts Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar og kortsins sem birtist í bók Ebenezer Hendersons.
Uppdráttur Gliemanns birtist fyrst í Geographische Beschreibung von Island.
Árið 1827 kom út frásögn F. A. L. Thienemanns af ferð hans og G. B. Günthers til Íslands. Henni fylgdi vönduð eftirmynd kortsins.
Island
Íslandskort 1890.
Höfundur: Stieler
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1890 (um það bil)
Geological Map of Iceland
Íslandskort 1901.
Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1901
Mælikvarði:1:600 000
Árið 1882 hóf ungur náttúrufræðingur, Þorvaldur Thoroddsen, að rannsaka landið. Hann ferðaðist um það hér um bil allt á árunum 1882-1898. Verkefni hans var þó aðallega að kanna jarðfræði landsins og ekki síst eldgosaminjar. Brátt urðu honum ljósar skekkjurnar á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, ekki síst á hálendinu. En landmælingar áttu ekki samleið með rannsóknum Þorvalds og urðu aldrei annað en hliðargrein. Hann varð fyrstur til þess að kanna og kortleggja öræfin vestan Vatnajökuls, þar sem Björn kom aldrei og fór eftir óljósum frásögnum lítt fróðra manna. Engir höfðu átt þar leið um stór svæði, enda sá hluti landsins er síðast var kannaður. Auk þess gerði Þorvaldur fjölmargar minni háttar breytingar og lagfæringar, einkum á hálendinu, en annars er kort Björns Gunnlaugssonar alls staðar undirstaðan.
Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum: Uppdráttur Íslands (Kort over Island). Þar dregur hann saman lagfæringar sínar og viðauka og fellir að korti Björns. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdráttur hans: Geological Map of Iceland. Kortið er í rauninni hið sama og uppdrátturinn frá árinu áður, aukið jarðfræðilitum. Árið 1906 birtist endurskoðuð gerð kortsins í Þýskalandi, en í minni mælikvarða: Geologische Karte von Island. Því fylgir lýsing landsins á þýsku, og hefur hún að geyma meginniðurstöðurnar af rannsóknum Þorvalds.
Heimild:
-https://landsbokasafn.is/
Íslandskort frá því um 1900.
Um borð hjá Frönsurum
Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni „Um borð hjá Frönsurum“.
Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir.
„Það mun hafa verið nálægt sumarmálum, að við héldum út á Fasæli síðla dags að leggja línu. Línan var venjulega látin liggja yfir nóttina og dregin næsta dag, ef veður leyfði. Við vorum fjórir á bátnum, sem var opinn vélbátur. Veður var gott, og er við höfðum lagt, héldum við áleiðis til lands. Engir bátar eða skip voru á miðunum í nánd við okkur utan ein skúta sem var á færum og hélt sig nærri þeims lóðum, er við höfðum byrjað að leggja línuna.
Nálguðumst við nú skútuna og sáum að þar var mannskapur uppi. Voru uppi getgátur háseta minna um það hverrar þjóðar þeir menn kynnu að vera, uns við veittum því athygli að frakkaklæddur maður með hatt á höfði byrjaði að veifa og kalla til okkar. Ég hafði á orði að líklega vildi hann okkur eitthvað þessi og rétt væri að athuga það nánar. Ekki leist mínum mönnum meira en svo á það tiltæki, en ég bað þá að bíða rólega á meðan ég færi um borð og lögðum við svo að skútunni.
Farsæll GK 56, sem Árni í teigi og bræður hans gerðu út frá Þórkötlustaðahverfi. Um borð er talið frá v: Vilmundur Daníelsson frá Garbæ, Þorkell Árnason frá Teigi og Guðmundur Guðmundsson bróðir Árna formanns.
Sá frakkaklæddi tók á móti mér þegar ég kom upp á þiðjur, tók undir hönd mér og leiddi mig niður í káetu. Þóttist ég vitað að það færi skipstjórinn. Býður hann mér að setjast, og hellir í tvö staup. Gerum við vegunum góð skil og af málfari hans og bendingum ræð ég að þeir séu franskir sjómenn. Ekki var frönskukunnáttu minni mikið fyrir að fara en eftir eitt eða tvö staup til viðbótar vorum við þó farnir að skilja hvor annan nóg til þess að ég þóttir vita erindi hans. Var það í því fólgið að biðja mig um að koma fyrir sig skeyti til franska konsúlatsins á Íslandi. Sem við sitjum í káetunni, kemur þar niður hávaxinn maður, sem ég áleit vera stýrimann skútunnar. Taka þeir skipstjóri tal saman og fer sá fyrrnefndi upp að því loknu. Settist skipstjóri nú við skriftir. Fékk hann mér síðan bréf í hendur og héldum við svo upp á þilfar.
Frönsk skúta líkri þeirri er fram kemur í viðtalinu.
Skúta þessi var frekar lítil en tvímastra. Heldur fannst mér aðbúnaður bágborinn um borð. Ég tók eftir því að hásetarnir voru berhentir við færin. Höfðu þeir aðeins skinnpjötlur í lófunum og voru hendur þeirra bólgnar og kaunum hlaðanar eftir langa útivist. En þeir höfðu aldeilis ekki setið auðum höndum á meðan ég var niðri í káetu hjá skipstjóranum. Kom nú í ljós hvert erindi stýrimaður hafði átt niður því þegar ég var að stíga af skipsfjöl, sá ég að búið var að koma um borð í bátinn okkar tveim pokum af kartöflum ásamt talsverðu af kexi og rauðvíni.
Mér þótti nú leitt að geta ekki launað þeim þetta með einhverjum hætti og eftir að hafa rætt málið við drengina mína var ákveðið að gefa þeim sjóvettlingana sem við höfðum meðferðis. Voru það fimm pör, sem þeir þáðu með þökkum. Ég vildi nú bæta þeim þetta upp enn frekar og varð því að samkomulagi með okkur að hittast aftur á svipuðum slóðum næsta dag. Yfirgáfum við síðan skútumenn og héldum til lands. Hafði ég í huga að færa þeim fleiri pör af vettlingum eða einhvern annan ullarfatanð. Færði ég þetta í tal við konu mína þegar heim kom og var það auðsótt mál.
Með birtingu morguninn eftir vaknaði ég við það, að farið var að hvessa af austri. Beið ég þá ekki boðanna, en kallaði á hásetana mína saman í hvelli. Þegar við komum út á miðin fórum við strax að darga. Vindur fór vaxandi og við höfðum ekki verið lengi við línudráttinn er við sáum skútuna koma siglandi austan að fyrir fullum seglum. Stefndi hún í átt til okkar, en sveigði af leið er nokkrar bátslengdir voru á milli og hélt til hafs. Veifuðu þeir frönsku í kveðjuskyni enda ekki tiltök að komast um borð vegna veðursins. Skildi þar með okkur og höfðum við ekki meira af þeim að segja. En skeytinu komum við áleiðis og vonandi hefur það ratað rétta boðleið.
Lýkur hér frásögn Árna Guðmundssonar.
Frösnku skúturnar, er stunduðu víðar á Íslandsmiðum fra á þessa öld, voru einkum frá bæjunum Paimpol og Dunkerque. Þyngst var sókn þeirra hingað á ofanverðri 19. öld og fram að árum fyrri heimstyrjaldar. Voru á því tímabili oftast 150-350 skútur árlega á Íslandsmiðum. Eftir það fór þeim ört fækkandi og samkvæmt heimildum er síðast getið franskrar fiskiskútu að veiðum hér á landi árið 1938.“ – ÓRÞ
Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1993, Um borð hjá Frönsurum, Ólafur Rúnar Þorvarðarson, bls. 32-33.
Eystri Skálabrekka
Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik:
Skálabrekka – saga jarðarinnar
Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá; hann hafði skip það, er Elliði hét; hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði. Hann var hinn fyrsta vetur með Þórði skeggja, mági sínum. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landskosta. Þeir höfðu náttból og gerðu sér skála; þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará; þeir týndu þar (í) öxi sinni. Þeir áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla; þar lágu þeim eftir áreyðar þær, er þeir tóku í ánni.“
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var jörðin sjö hundruð að jarðardýrleika um 1700 og var í leigu en eigendur voru tveir. Jörðin var þá talin í landþröng og mætti stórum skaða af hestabeit lestamanna bæði að norðan og austan. Í Jarðatali árið 1947 var jörðin hins vegar tólf hundruð.
Ekki kemur fram í skráningunni, enda utan skráningarsvæðisins, að:
-Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið (JÁM 1703).
-Hólmar tveir grasivaxnir eru í vatninu og hinn þriðji graslaus, allir kallaðir Skálabrekknahólmar.
-Þessi jörð mætir og stórum skaða af hestabeit lestamanna, bæði Norðlendinga og Austanmanna, en ekki svo af alþingismönnum.
Fjárbyrgi ‒ rétt/gerði
Gerði ofan Skálabrekku.
Í örnefnalýsingu Skálabrekku segir: „Nátthagi eða Fjárbyrgi er hraunbolli, grasi gróinn, hringlaga, 35-40 m í þvermál, um 300 m í norður af Hellunesvík. Björn Ólafsson hlóð grjótvegg í kringum þennan bolla og byrgði þarna kvíærnar á næturnar, og ber hann nafn sitt af því. Bændur austan úr sveitum, sem ráku fé sitt til slátrunar til Reykjavíkur, fengu iðulega afnot af honum. Þar austur af eru Nátthagaflatir, beggja megin Árfarsins. Þessar flatir eru líka kallaðar Bakkar. Þeir hafa myndazt vegna framburðar Árfarsins. Þarna lágu ferðamannagötur, og var kallað að fara austur Bakka.“5 Þarna er enn varðveitt stórt sporöskjulaga gerði, sa. 30×26,4 m, hlaðið úr grjóti kringum grösuga dæld. Mesta hleðsluhæð er nú einungis um 0,5 m og breidd um 1 m. Svolítill inngangur virðist vera suðvestan megin, 1 m á breidd. Gerðið er sunnan við og alveg upp við gamla línuveginn. Þetta hlýtur að vera gerðið sem Björn hlóð. Miðað við að hann lifði til 1925 gæti það verið hlaðið á síðustu áratugum 19. aldar eða í upphafi 20. aldar. Sonur hans, Þorlákur Björnsson, tók síðan við búskap til 1941.
Smalabyrgi – tóft
Í örnefnalýsingu segir síðan: „Á hraunbrúninni, rétt fyrir ofan við Nátthagaflatir, er Smalabyrgi, hlaðið úr grjóti, hringlaga, og gengið inn í það frá norðri. Veggirnir rísa hærra að sunnanverðu, móti rigningaráttinni. Inni í byrginu var sæti, hlaðið úr grjóti.“ Á þessum stað er rúst. Vestan megin í henni er greinilegt hólf með grjóthlöðnum veggjum, sa. 1 fm að innanmáli en 2,7 x 2 m að utanmáli. Hleðslan utan um þetta hólf er ágætlega varðveitt og nær norðvesturhornið mestri hleðsluhæð, um 1,3 m. Hleðslan er svolítið rúnuð að utan á norðurhliðinni sem snýr frá Þingvallavatni en að öðru leyti er mannvirkið ferhyrnt. Grjót úr veggjunum liggur allt í kring en mest hefur hrunið úr þeim sunnan og austan megin enda hefur meira mætt á þeim hliðum sem sneru að vatninu og rigningaráttinni. Norðaustan megin virðist vera annað hólf eða stétt. Stórir steinar eru inni í litla hólfinu og hefur mátt sitja á þeim. Inngangur í hólfið virðist þó öfugt við það sem segir í örnefnalýsingu vera suðaustan megin.
Þarna er því ekki fullkomið samræmi við örnefnalýsinguna en staðsetning þessa mannvirkis virðist þó vera svipuð og má því ætla að þetta séu leifar smalabyrgisins. Það er alveg upp við vegarslóða sem kemur þvert á línuveginn þar sem hann endar rétt eftir að hann kemur út um girðingu gamallar sumarbústaðarlóðar austan megin. Smalabyrgið er staðsett fast austan við vegarslóðann þar sem hann liggur norður frá línuveginum, skammt austan við norðurhorn sumarbústaðarlóðarinnar.
Lendingar – varir
Við vatnið eru góðar lendingar og fimm varir hafa greinilega verið ruddar. Sú vestasta er innst í Hellunesvík, austan megin, en hinar tvær eru sín hvoru megin við bátanaust nokkru austar við Hellunes, síðan eru tvær vestan á Grjótnesinu. Vörin var grafin í kringum 1970. Varirnar gætu bæði hafa verið notaðar fyrr og síðar. Í austustu vörinni eru tvær stórar hellur innst. Ekki eru neinar heimildir um þessar varir en í örnefnaskrá er nefnd vör sem er utan þessa svæðis. Virðist sem þær séu allar frá 20. öldinni.
Götur – leiðir
Götur, stígar, línuvegur og slóðar liggja fram og aftur um svæðið. Frá malarvegi sem liggur inn á svæðið má sjá götu sem liggur suður að Hellunesvík og síðan áfram í norðaustur meðfram vatninu. Önnur gata er greinileg norðan megin á svæðinu og liggur hún beint norður fyrir smalabyrgið og þaðan áfram í austur. Í vesturáttina liggur hún fyrir ofan lóð gamla bústaðarins, 1-8 m frá girðingu og sveigir síðan í suður við vesturhorn lóðarinnar. Þar greinist hún í tvennt: Ógreinileg slóð liggur í suðurátt að línuveginum og gerði en týnist áður en þangað kemur. Þessi gata gæti hafa tengst réttinni og smalabyrginu.
Annar greinilegri stígur heldur hins vegar áfram í kringum girðingu sumarbústaðarins og tengist þá ef til vill honum. Milli þessa stígs og hins sem liggur meðfram vatnsbakkanum má sjá leifar af enn einni götu sem liggur austur að Nátthagaflötum eða Bökkum. Þarna gætu mögulega verið ferðamannagötur sem nefndar eru í örnefnalýsingu.
Það voru hins vegar bændur sem fóru um þær með fé sitt en ekki ferðamenn í nútímaskilningi. Flestar leiðirnar virðast vera frá 20. öldinni en ferðamannagötur ættu að vera eldri, frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Nýr slóði myndaðist núna í sumar þegar Rarik var að leggja jarðstreng í sumar á svæðinu. Sá slóði er fast upp við fjárbyrgið-gerðið og við smalabyrgið.
Heimildir:
-Fornleifaskráning Skálabrekku eystri vegna deiliskipulags, Antikva 2020.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Árnessýsla, bls. 372.
Skálabrekkusel.
Flagghúsið – endurnýjun II
Í næstu nálægð við Flagghúsið (Olafsenshús) eru gömul hús, þ.e.a.s. þau sem ekki hafa verið rifin, er bæði hafa verið gerð upp að hluta eða verið látin drabbast niður. Sum húsanna, sem þarna voru, mætti endurbyggja með tiltölulega litlum tilkostnaðir (þegar heildarmynd gömlu þorpsmyndarinnar er höfð að markmiði til lengri framtíðar). Öruggt má telja, ef það verður gert, munu bæði íbúarnir sem og aðkomufólkið verða núlifandi ákvörðunaraðilum ævarandi þakklátir fyrir vikið. Eftir því sem tíminn líður munu líkur á endurgerð og enduruppbyggingu þessa kjarnasvæðis minnka og jafnvel að engu verða. Komandi kynslóðir munu þá verða mun fátækari á menningararfinn, auk þess sem vanrækt verður að gefa afkomendunum kost á að kynnast húsakosti og aðstæðum forfeðra Grindvíkinganna – hinna miklu sjósóknara og höndlara.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur. Það er talið vera byggt árið 1917. Það hefur verið, sem fyrr segir, í endurnýjun árdaga. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, og Gugga eiginkona hans, áformuðu af framsýni að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir nú komnar vel á veg. Ljóst er þó að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling smíðaði sperrur, hálfhandlama, og verkaði panelklæðningu sem fór inn í húsið með ákveðnum aðferðum þannig að nú lítur hann út fyrir að vera a.m.k. hundrað ára gamall (þ.e. panellinn). Gugga kom m.a. með framkvæmanlegar tillögur og annaðist bókhaldið. Verkið hugsuðu þau hjónin sér að taka í markmiðssettum áföngum – ef vonir ganga eftir um viðhlítandi stuðning til mótvægis við eigið framlag. Þau hafa nú þegar náð að loka húsinu með klæðningu, en gluggaásetning, dyraumbúnaður o.fl. eru enn á hugarstreymisstigi.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944 ) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Einungis þetta eina hús er ennþá uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaupmanns í Garðhúsum (sjá mynd á vefsíðunni frá því um 1960). Flagghúsið hafði áður verið íbúðarhús í Garðhúsum, byggt 1890 og síðar flutt o gert að pakkhúsi við Einarsbúð. Í dag er þetta hús upphaflegt viðmið skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer í bænum frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur gegnt margvíslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, skemmtistaður, leikhús, andansstaður, stefnumótastaður, athvarf, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er uppspretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans. Nafngift hússins er komin, sem fyrr sagði, af flaggstönginni, sem var á vesturgafli hússins. Þar voru sjómenn, sem fyrr sagði, varaðir við ef aðgæslu var þörf á Járngerðarstaðarsundi. Þá var flaggað lóðabelgjum, einum, tveim eða þrem, eftir því hversu slæmt sundið var. Eins var verkafólk kallað til með flaggi þegar breiða átti saltfisk á nálæga þurrkreiti eða taka þurfti fiskinn saman. Við endurbygginguna var skipt um þak, sperrur, bæði gólfin, fóttré og burðarbita bæði neðri- og efri hæðar. Einnig var skipt um klæðningu og stóran hluta burðarvirkis í gafli og hliðum hússins. Grjóthleðslur sökkuls voru endurhlaðnar svo og framstéttin. Reynt var með sérstakri bæsun að ná lit og áferð nýrra viðarhluta sem líkastan gömlu viðarhlutunum. Húsið var einangrað að utan og klætt bárujárni líkt og áður var. Þannig hafa innveggir hússins verið gerðir sýnilegir, en þeir geyma byggingarlag hússins og sögu gengina kynslóða sem skráð er á veggi hússins, bæði með málningu og útskurði. Útlit glugga og gluggaskipan verður upprunaleg þegar upp verður staðið. Sett verður flaggstöng á gafl hússins líkt og áður var.
Eins og áður sagði eru háleitar hugmyndir um að hýsa í Flagghúsi framtíðarinnar krambúð með menningar- og sögutengda starfsemi að markmiði, starfsemi sem sæmir merkri sögu hússins, byggðarlaginu svo og komandi kynslóðum. Þarna er um að ræða ómetanlegar minjar, sem ekki má glata, en öllu heldur gera að lifandi sýningarsal, hvort sem verður á verkum og handbragði forfeðranna eða orðsins látbragði.
Um langt skeið hefur mörgu hugsandi fólki verið það vel ljóst að Flagghúsið er veruleg menningarverðmæti sem ekki hefði mátt glata og orðið hefur verið að varðveita í upprunalegri mynd.
Endurbygging Flagghússins hefur hingað til kostað verulegar fjárhæðir og ekki hefur verið á eins manns færi að standa straum að endurbyggingu þess. Herslumuninn vantar þó enn til að klára húsið og gera nothæft til áhugaverðra hluta. Líklegt má telja að í framhaldi af því muni smitáhrifa gæta, þ.e. að áhugi á að vernda og endurbyggja nálæg hús mun fara vaxandi og þau ganga í endurnýjun nýtingardaga. Fylgi mun aukast við að svæðið allt verði jafnvel notað til uppbyggingar og varðveislu „gamalla“ húsa – bæjarkjarna hinnar gömlu Grindavíkur.
Sem lið í sporgöngu þessa fór fram menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins laugardaginn 21. okt. 2007. Gangan hófst við nýtt örnefna- og söguskilti af Járngerðarstöðum, sögusviði Tyrkjaránsins 1627. Skiltið er við gatnamót Verbrautar og Víkurbrauta, næstu gatnamót ofan við Pakkhúsið.
Genginn var hringur um hverfið, m.a. að þeim stað þar sem að þjóðsagan segir að “tyrkjaþistill” vaxi. Gengið var að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Eitt horn leiðisins stóð þá undan beygju í götunni, en við nýlegar úrbætur á henni, var endanlega valtað yfir leiði gömlu konunnar – örnefnatilurð hverfisins. Síðan var gengið til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum, að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á uppákomur s.s. hákarlasmakk o.fl.. Gangan endaði svo við gamla Flagghúsið, sem þá var í miðjum endurnýjunarkliðum. Það var til sýnis þátttakendum, auk þess sem Erling Einarsson rakti sögu þess og endurnýjunaráform.
Flagghúsið, eins og það er í dag (des. 2020).
Til fróðleiks má geta þess að afkomendur Dagbjarts Einarssonar frá Garðhúsum og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Klöpp komu um haustið saman í húsi björgunarsveitarinnar Þorbjörns af sérstöku tilefni, m.a. tengt Pakkhúsinu. Þau bjuggu í Ásgarði í Grindavík. Við það tækifæri var stjórn björgunar sveitarinnar færður til varðveislu silfurskjöldur í ramma, en þar má lesa æviágrip og um tilurð þess að Dagbjarti var færður þessi silfurskjöldur frá formönnum í Járngerðarstaðar hverfi árið 1944.
Dagbjartur Einarsson fæddist að Garðhúsum í Grindavík 18. október 1876. Foreldrar hans voru Einar Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Selvogi.
Dagbjartur bjó í foreldrahúsum til fullorðinsára, en þá gerðist hann lausamaður og síðar formaður og útgerðarmaður. Kona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp í Þórkötlustaðarhverfi. Þau reistu sér bú þar sem hét að Völlum. Árið 1925 urðu þau fyrir miklum búsifjum vegna aftakaveðurs og flóðs sem gerði í janúar við suðurströnd landsins. Þá reistu þau hjón framangreint hús ofarlega í kauptúninu og nefndu Ásgarð.
Flagghúsið, ein og það er í dag (des. 2020).
Dagbjartur hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum á Járngerðarstaðarsundi leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg, en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddu aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans.
Heimilisfesta Flagghússins ehf, kt. 6206012090, er að Efstahrauni 27, 240 Grindavík, sími: 4268438. Símtölum frá öllu áhugasömu fólk með nýtingarhugmyndir verður svarað, hvort sem þær lúta að Flagghúsinu eða nálægum húsum, s.s. Bakka, Kreppu, Júlíusarhúsi, Vörum og Sæmundarhúsi eða endurbyggingu horfinna húsa á svæðinu.
(Sjá einnig umfjöllun um Flagghúsið – endurnýjun I).
Túnakort
Á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands má finna samantekin fróðleik um Túnakort, auk þess sem stofnunin hefur auðveldað áhugasömum aðgang að kortunum rafrænt.
Túnakortsbækur.
„Gerð uppdrátta af túnum og matjurtagörðum, túnakort, á rót að rekja til frumkvæðis Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Á búnaðarþingi árið 1913 var samþykkt að beina þessu máli til alþingis sem samþykkti lög um mælingar á túnum og matjurtagörðum númer 58 3. nóvember 1915. Á grundvelli laganna var sett reglugerð 28. janúar 1916.
Atvinnumálaskrifstofa stjórnarráðsins, síðar atvinnumálaráðuneytið, hafði yfirumsjón með framkvæmd mælinganna. Sýslunefndir og búnaðarsambönd sáu um framkvæmdina og réðu búfræðinga eða aðra sem metnir voru hæfir til að annast mælingar og uppdrætti.
Samkvæmt reglugerðinni skyldi mæla öll tún og matjurtagarða á landinu, utan kaupstaða, og átti mælingunum að vera lokið árið 1920. Það gekk að mestu leyti eftir, en þó lauk mælingum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki fyrr en 1927 og 1929.
Mæla skyldi flatarmál túnanna „og stærð þeirra tilgreind í teigum (hektörum) með einum desimal.“ Einnig átti að gera ummálsuppdrátt af túnunum í mælikvarðanum 1:2000. Þrátt fyrir þetta ákvæði er notaður mælikvarðinn 1:1000 á nokkrum hluta uppdráttanna úr Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu af því að það þótti auðveldara með þeim tækjum sem menn höfðu. Stærð matjurtagarða átti að mæla „í flatarskikum (fermetrum).“
Stjórnarráðið ákvað hvernig pappír skyldi nota og útvegaði hann. Mest voru notuð teikniblöð af stærðinni 38 x 56 cm, en stundum var blöðunum skipt í tvennt eða jafnvel fleiri hluta.
Uppdrættirnir eru yfirleitt greinargóðir, en mjög misjafnlega hefur verið vandað til þeirra. Sumir eru hreinustu listaverk en aðrir miklu einfaldari að allri gerð. Í Þjóðskjalasafni eru varðveittir ríflega 5.500 uppdrættir úr 205 hreppum. Í sumum tilvikum eru uppdrættir af túnum og matjurtagörðum fleiri en einnar jarðar á sama blaði.
Myndir af túnakortunum eru á vefsetri Archives Portal Europe. Hægt er að skoða túnakortin með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.“
•Skoða túnakort í skjalaskrá Þjóðskjalasafns.
•Skoða túnakort hjá Archives Portal Europe.
Elín Ósk Hreiðarsdóttir ritaði um „Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar“ árið 2017.
Inngangur
„Heimatún bæja eru áhugavert rannsóknarefni. Túnin eru í raun réttri hjarta hverrar jarðar, þar bjó fólk, hélt skepnur, byggði smiðjur, ræktaði land o.s.frv. Í þeim standa sjálfir bæirnir, gjarnan á uppsöfnuðum bæjarhólum sem hafa að geyma ómetanlegan fróðleik um lifnaðarhætti og sögu lands og þjóðar. Umhverfis þá er svo oftast að finna fjölmörg hús og mannvirki, en dreifing minjastaða er hvergi eins þétt eins og innan gömlu túnanna sem hafa gjarnan verið á sama stað um aldir.
Með vélvæðingu um og eftir miðbik 20. aldar tóku íslensku heimatúnin miklum breytingum með stórfelldri sléttun, niðurrifi gamalla húsa og byggingu nýrra og eru forn útihús úr torfi og grjóti sá minjahópur sem hvað verst hefur orðið úti á 20. öld. Í langflestum tilfellum hafa hús úr torfi og grjóti horfið, oftast verið rifin og jafnað yfir hússtæðin eða ný hús úr steypu byggð á rústum hinna eldri. Ýmislegt bendir til að í gegnum aldirnar hafi verið talsverð samfella í notkun húsa, þannig að nýjum húsum hafi verið fundinn staður á grunni þeirra eldri. Lauslega má áætla að um 40.000 forn útihús hafi staðið í túnum landsins á einhverjum tímapunkti en líklega er innan við 2% þeirra enn við lýði í upprunalegri mynd.
Sökum þess að byggð í sveitum hér á landi er ekki eins þétt og víða annars staðar er landrými meira sem þýðir að minjar eru ekki í eins mikilli hættu og þar sem búið er mjög þétt og hver þumlungur lands ræktaður. Heimatún bæja eru þó undantekning frá reglunni og sá hluti menningarlandslagsins sem hvað verst er farinn hér á landi. Algengast er að lítil sem engin ummerki um eldri mannvistarleifar sjáist þar á yfirborði.
Að samanlögðu er ekki að undra að fornleifafræðingar hafi lagt á það talsverða áherslu á undanförnum árum að afla sér upplýsingar um minjar í túnum í þeim tilgangi að skrá þær og staðsetja.
Í fornleifaskráningu eru skráðar allar tiltækar upplýsingar um minjastaði, líkt og gömul bæjarstæði og útihús, og þeir staðsettir á vettvangi. Um útihúsin eru fáar heimildir og engar heildstæðar aðrar en túnakort sem gerð voru fyrir mestallt landið á árunum 1916-1925.
Á túnakortin voru merkt bæir, útihús og kálgarðar. Túnakortagerðina má með réttu telja fyrstu stórfelldu kortagerð Íslendinga og er hún gríðarlega merkileg sem slík. Túnakortin eru ólík flestri annarri kortagerð frá þessum tíma að því leyti að kortin voru teiknuð í mjög stórum mælikvarða (1:2000) og þau voru ekki ætluð til birtingar, heldur voru þau gerð til að styðja við framfarir í jarðrækt og auka yfirsýn yfir stöðu landbúnaðarins.
Kortin virðast hafa gleymst fljótt og lágu að stóru leyti ónýtt í skjalageymslu Þjóðskjalasafns Íslands allt fram á síðustu áratugi. Kortin voru því í raun gleymd heimild þegar fornleifafræðingar rákust á þau við yfirferð um heimildir í leit að vísbendingum um fornleifar á 10. áratug 20. aldar.
Þeir hófu skipulega notkun á þeim í tengslum við skráningu fornleifa og hefur notkun túnakortanna aukist gríðarlega á undanförnum árum enda túnakortin veigamesta heimildin um menningarlandslag og minjar í túnum á Íslandi fyrir vélaöld.
Þrátt fyrir að höfuðmarkmið túnamælinganna hafi verið að safna áreiðanlegum upplýsingum um stærðir túna og kálgarða er ljóst að það sem gerir túnakortin einstæð og gefur þeim gildi enn í dag er sjálf kortateikningin, þ.e. uppdrættirnir af sjálfum túnunum sem sýna tún, bæi og útihús. Túnakortin eru einstæð þar sem þau eru e.k. svipmynd (ensk. snapshot) af íslensku menningarlandslagi um áratugatímabili í upphafi 20. aldar.
Til að koma til móts við stækkandi notendahóp og bæta aðgengi að túnakortunum voru kortin nýlega ljósmynduð og gerð aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns og á evrópsku gagnaveitunni Archives Portal Europe. Árið 2016 hlutu túnakortin svo talsverða upphefð en þá voru þau valin á landsskrá Íslands um Minni heimsins.
Þórkötlustaðahverfi – túnakort 1918.
Við skráningu fornleifa er jafnan reynt að hafa uppi á staðkunnugum heimildamönnum sem muna liðna tíð, þekkja minjastaði og geta aðstoðað við nýtingu kortanna enda stundum erfitt að staðsetja þau mannvirki sem sýnd eru á kortunum nákvæmlega þar sem þeim hefur oft verið rutt út, tún stækkuð og umhverfi gjörbylt auk þess sem áttahorf kortanna er ekki alltaf ljóst. Þeim heimildamönnum sem muna fyrstu áratugi 20. aldar, áður en vélvæðing og túnasléttun kemst á fullt skrið fer óðum fækkandi og því standa túnakortin æ meira sem sjálfstæð heimild, óstudd af öðrum frásögnum og heimildum. En hvað vitum við um þessa umfangsmiklu og metnaðarfullu kortagerð sem minjaskráning í túnum hvílir á og hversu áreiðanleg hún er?
Flest túnakortin sýna sömu grunnupplýsingar: útlínur túna og staðsetningu bæja, útihúsa, kálgarða og gatna auk þess sem skráðar eru á þau upplýsingar um stærð túna og garða, og hversu stórt hlutfall hvers túns taldist sléttað. Sum kortin eru nánast eins og listaverk, nákvæm og ítarleg og máluð í litum, en önnur eru grófgerð og einföld, næstum eins og riss, þó öll byggi þau á mælingum. Túnakortin voru unnin af heimamönnum í hverju héraði og endurspeglar fjölbreytileiki kortanna misjafna þekkingu, metnað, handbragð og nákvæmni einstakra kortagerðarmanna. En fjölbreytileikinn veldur því einnig að heimildagildi kortanna er mismikið, nokkuð sem fram að þessu hefur ekkert verið kannað. Nýverið fékk höfundur styrk úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar til að kanna aðdraganda kortagerðarinnar, forsendur hennar, þær aðferðir sem notaðar voru, nákvæmniþeirra og kortanna og afla upplýsinga um mælingamennina sem unnu verkið og bakgrunn þeirra. Í ljósi sívaxandi notkunar kortanna þótti sýnt að slík rannsókn gæti orðið bæði fróðleg og nauðsynleg til að varpa ljósi á þær forsendur sem kortagerðamennirnir fylgdu við kortagerðina og nákvæmni kortanna.
Lög og reglugerðir
Þingsályktunartillaga um túnamælingar var lögð fram á Alþingi strax sama haust. Flutningsmaður var Sigurður Sigurðsson frá Langholti í Flóa, þingmaður Árnesinga, sem skoraði á Stjórnarráðið að undirbúa málið fyrir næsta Alþingi.
Túnakort – reglugerð.
Sigurður taldi hagkvæmast að vinna mælingarnar í samstarfi við búnaðarfélögin og nýta starfsmenn þeirra sem ynnu að mælingum vegna jarðabóta (sem búnaðarfélögin höfðu staðið fyrir). Hann lagði einnig til að kostnaði yrði skipt, t.d. að Landssjóður borgaði helming en landeigendur hinn helminginn. Til að hægt væri að framkvæma slíkar túnamælingar sagði Sigurður nauðsynlegt að semja lög og reglugerð um málið og taldi hann að ábyrgðin á því að koma slíku í framkvæmd hlyti að liggja hjá landsstjórn og löggjafarvaldi.
Helstu rök Sigurðar fyrir því að ráðast í þetta stóra verkefni sneru að upplýsingaþörf hinnar nýstofnuðu Hagfræðistofu Íslands. Stærð túna og kálgarða hafi verið skráð allt frá lokum 18. aldar (1787) þegar Rentukammerið skipaði fyrir um gerð búnaðarskýrslna. Skýrslurnar voru teknar saman af hreppstjórum en upplýsingar um stærð túna og kálgarða byggðu oftast aðeins á mati ábúenda/hreppstjóra en ekki á eiginlegum mælingum. Túnamælingin var að mati Sigurðar nauðsynleg svo að hægt væri að bæta hagfræði landsins og búnaðarskýrslur. Hann benti á að samkvæmt lögum um hagfræðiskýrslur frá 8. nóvember 1895 (3. gr.), hefði bændum verið gert skylt að veita nákvæmar upplýsingar um stærð túna sinna og sáðlands en bændur hafi engar forsendur til að meta slíkt og því væru þær skýrslur sem skilað hafi verið byggðar á ágiskunum og gagnslitlar. Sigurður lagði til að samhliða flatarmálsmælingu af túnum og matjurtagörðum yrði gerð ummálsteikning af öllum túnum og greint yrði á milli þess hlutar túnsins sem væri sléttur og þýfður. Hann fór þess á leit að landsstjórnin tæki málið upp á sína arma og legði fram frumvarp á Alþingi 1915. Þingsályktunartillagan var samþykkt í neðri deildinni.
Hóp – Túnakort 1918.
Rúmu ári seinna, þann 14. mars 1914, sendi Stjórnarráðið Búnaðarfélagi Íslands bréf þar sem það fór þess á leit að félagið setti fram tillögur um mælingu túna og matjurtagarða og gerði rannsókn á því hvað slíkt kynni að kosta. Stjórnarráðið fór þess einnig á leit að stjórn félagsins léti gera drög að lagafrumvarpi kæmi í ljós að nauðsynlegt væri að semja lög um framkvæmd mælinganna.
Sama sumar skrifaði Búnaðarfélagið fjórum af stærri búnaðarsamböndum sínum (Ræktunarfélagi Norðurlands og Búnaðarsamböndum Austurlands, Suðurlands og Vestfjarða) og fól þeim að kanna hver kostnaður við túnamælingar á þeirra svæði yrði. Í þessu skyni fengu samböndin fjögur mælingamenn til að mæla tún í vikutíma þá um sumarið, eftir þeim tilmælum sem komið höfðu fram í þingsályktunartillögunni. Gætt var að því að túnin væru fjölbreytileg að gerð en að sama skapi að ekki væri langt á milli túna. Mælingamönnunum var gert að greina á milli þess tíma sem fór í ferðir og mælingar og sömuleiðis að greina frá því ef einhverjar aðrar mælingar eða störf hefðu verið unnin samhliða túnamælingunum. Einnig skyldi taka fram hvaða aðstoðar mælingamennirnir nutu við mælingarnar. Niðurstöðurnar reyndust æði misjafnar. Sá mælingamaður sem var fljótastur (Jón Jónatansson á Suðurlandi) var um 5,4 klukkustund að mæla tún að meðaltali en sá sem lengstan tíma tók eyddi 19 ¼ klukkustund að meðaltali í hvert tún (Benedikt Blöndal á Austurlandi). Var þó tekið fram að stutt hefði verið á milli bæja hjá Jóni en langt hjá Benedikt og kortagerðin hjá þeim síðarnefnda hefði verið mjög vönduð og gerð í tvennu lagi. Allir mælingamennirnir höfðu með sér aðstoðarmann og einn eða tvo menn að nokkru leyti.
Niðurstaða Búnaðarfélagsins var sú að ætla mætti að mæling meðaltúns og matjurtagarða ásamt kortagerð tæki að meðaltali um 8,9 klukkustundir og væri því eitt dagsverk. Búnaðarfélagið ályktaði því að raunhæfast væri að áætla að kostnaður við mælingar og kortagerð á einu býli væri dagslaun mælingamanns, auk ferðakostaðar og launa aðstoðarmanns eða samtals um 8 krónur á býli. Þetta þýddi að ef mæld væru upp þau 6500 býli sem þá voru í landinu yrði kostnaður við mælinguna um 52.000 kr. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi má nefna að áætlaðar meðaltals árstekjur verkamanna sama ár voru um 700 krónur. Það má því gera ráð fyrir að áætlaður kostnaður við mælingarnar hafi verið svipaður og 74 árslaun verkamanna á þessum tíma. Til samanburðar má nefna að um hundrað árum síðar (2013) voru meðalárslaun verkafólks ríflega 5 milljónir og 74 árslaun því 380 milljónir. Frá upphafi var því ljóst að allmikill kostnaður hlytist af verkinu og Búnaðarfélagið gerði ekki ráð fyrir að ráðist yrði í það strax. Það taldi þó gagnlegt að lagafrumvarp um mælingarnar yrði lagt fram á komandi þingi en ekki afgreitt, svo að kostnaður vegna þess væri ekki óvæntur heldur gætu menn þess í stað rætt málið milli þinga og undirbúið sig. Bréfi Búnaðarfélagsins fylgdu drög að lögum um mælingarnar sem innihéldu fimm greinar og skýringar við þær. Inntak laganna var að öll tún og matjurtagarða á landinu (fyrir utan kaupstaði) skyldi mæla á næstu sex árum frá lagasetningunni og gera samhliða því teikningar af túnunum. Gert var ráð fyrir að Stjórnarráðið fengi mælingar og kort til eignar en afrit af þeim skyldi gera og afhenda jarðeigendum. Sýslunefndir skyldu hafa umsjón með framkvæmd mælinganna. Tvær af lagagreinunum fimm fjölluðu um hvernig skipta skyldi kostnaði vegna mælinganna. Lagt var til að Landssjóður greiddi 2 kr. fyrir hvert býli sem metið væri til dýrleika en að auki 15 aura fyrir hvert hundrað. Hinn hluti kostnaðar átti svo að greiðast úr hreppssjóði þegar oddviti sýslunefndar hefði tilkynnt hreppsnefnd um á hvaða jörðum mælingar hefðu farið fram það árið og hver kostnaður við það hefði verið umfram þá greiðslu sem úr Landssjóði kæmi. Hreppsnefnd skyldi þá jafna kostnaði niður á þær jarðir sem mældar voru að hálfu eftir býlatölu en að hálfu eftir hundraðatölu, en það skyldi þó tryggt að kostnaður á býli vegna hundraðatölu yrði aldrei meira en 10 krónur. Í lagagreininni kom fram að ábúanda væri skylt að greiða þetta gjald og að það mætti taka lögtaki. Leiguliða væri hins vegar heimilt að halda því eftir af „eftirgjaldi“ jarðarinnar.
Nýibær í Krýsuvík – túnakort 1918.
Frumvarp til laga um mælingar á túnum og matjurtagörðum var lagt fram á Alþingi sumarið 1915. Flutningsmenn þess voru þeir Sigurður Sigurðsson og Þórarinn Benediktsson og var frumvarpið samþykkt þann 13. nóvember 1915 með litlum breytingum. Stærstu breytingarnar fólust annarsvegar í því að fest var í lögin að mælingum ætti að vera lokið 1920 og því áætlaður styttri tími í verkið en ráðgert var í upphafi og hins vegar hafði hlutur Landssjóðs í kostnaði lækkað þar sem samþykktu lögin gerðu ráð fyrir því að Landssjóður borgaði flata greiðslu, 3 kr. fyrir hvert mælt býli í stað 2 kr. og að auki 15 aura fyrir hvert jarðarhundrað.
Í reglugerðinni er kveðið á um að stærð túna skuli tilgreind í teigum (hekturum) með einum aukastaf og stærð matjurtagarða skuli koma fram í fermetrum á uppdrættinum. Einnig kemur fram að kortin skuli vera í mælikvarðanum 1:2000 og skuli gerð á þann pappír sem Stjórnarráðið muni tilgreina og útvega (gr. 3). Í reglugerðinni er tún skilgreint sem „….það land, sem borið er á og árlega slegið“ og matjurtagarðar „þeir, sem í daglegu máli eru kallaðir garðar og sáð er í til kartaflna, rófna eða annarra matjurta“ (gr. 4 og 5). Í reglugerðinni er kveðið á um að þess sé getið sérstaklega ef tún hafi nýlega verið færð út en útgræðslan ekki komin í rækt og einnig að nátthaga skuli mæla hvort sem hann sé áfastur túni eða stakstæður, ef hann sé girtur „sauðheldri girðingu, taddur og árlega sleginn“. Í reglugerðinni kemur fram að sáðlönd, sem gera á að túnum en sáð séu til bráðabirgða höfrum eða öðru, skuli talin með túnum en jafnframt að ef óræktaðir blettir, s.s. mýrasund eða móar, nema fjórðungi eða meira af teigi innan túns skuli draga stærð þeirra frá túnstærðinni og sýna svæðið á túnakortinu (gr. 4). Í reglugerðinni kemur skýrt fram (gr. 6) að við mælingarnar eigi að nota keðju eða mæliband og hornspegil eða krosstöflu, „eftir því sem þarf“ og mælistangir en þess getið að í stað þeirra megi nota alls konar sköft. Kveðið er á um að túnið „með hússtæðum og öðru, sem innantúns er,“ skuli mælt og staðsett en draga eigi matjurtagarða, bæjarstæði og önnur hússtæði og vegi frá túnstærðinni (gr. 6 og 7).
Ráðning mælingamanna
Staðarhverfi – túnakort 1918.
Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndir geri tillögur að mælingamönnum í samvinnu við búnaðarfélögin en að það sé svo Stjórnarráðsins að útnefna þá. Svo virðist sem búnaðarfélögin hafi ýmist gert tillögur að mælingamönnum eða samþykkt þá mælingamenn sem sýslunefndir lögðu til og skrifað bréf þess efnis til sýslumanns. Hann sendi svo tillöguna til Stjórnarráðs sem þurfti að samþykkja hana formlega og tilkynna um mælingamanninn. Af bréfaskriftum að dæma virðist æði misjafnt hvernig var staðið að ráðningu mælingamanna eftir sýslum. Í reglugerðinni um túnamælingarnar er kveðið á um að sýslunefndum sé heimilt að fela búnaðarfélögum umsjón með mælingunum svo lengi sem þau hlíta reglum Stjórnarráðsins um mælingarnar.
Í mörgum sýslum landsins útnefndu sýslunefndir einn mælingamann fyrir alla sýsluna. Sú var raunin í Vestur-Ísafjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslum, Strandasýslu, Borgafjarðarsýslu, Mýrarsýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu þar sem allar mælingar voru gerðar af sama mælingamanninum. Í öðrum sýslum komu fleiri að mælingunum, oft talsvert fleiri, sérstaklega þegar fram liðu stundir. Ráðningarferli mælingarmanna virðist hafa verið mjög misjafnt. Sumstaðar virðist fyrsti mælingamaðurinn sem stungið var upp á hafa verið ráðinn án mikillar skriffinnsku en í öðrum sýslum er greinilegt að nokkrir sækja um eða bjóða í verkið og valið var úr hópnum eftir hæfni og hversu lágt mælingamennirnir buðu. Flóknast virðist ferlið hafa verið í Gullbringu- og Kjósarsýslu þar sem margir sóttu um og talsverð rekistefna varð út af því hvernig ætti að meta kostnað sökum fjölda þurrabúða.
Flestir mælingamennirnir virðast hafa verið ráðnir strax árið 1916. Síðasti mælingamaðurinn sem skjalfest er að var ráðinn til túnamælinga var hins vegar Eiríkur Ingibergur Eiríksson Sverrisson í Vestur-Skaftafellssýslu sem ráðinn var árið 1928 eftir að fyrri mælingamaður í sýslunni lést. Oftast luku þeir mælingamenn sem fyrst voru ráðnir einfaldlega því verki sem þeim var ætlað.
Þegar nánar er rýnt í störf og ævi mælingamannanna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Margir þeirrar voru kennarar að starfi, a.m.k. hluta ævinnar, unnu fyrir búnaðarfélögin, voru sýslunefndarmenn og/eða sýslubúfræðingar, hreppstjórar eða jafnvel sýslumenn og nokkrir þeirra áttu á einhverjum tímapunkti sæti á Alþingi. Þar sem fundust minningargreinar eða skrif um mælingamenn var þeim gjarnan lýst sem framfarasinnuðum fræðimönnum sem lögðu metnað sinn í að breiða út og kenna góða búskaparhætti. Að samanlögðu má sjá að til verksins hafa verið valdir forystumenn á sviði búfræðinnar, gjarnan þekktir og virtir búfræðingar sem höfðu þegar látið talsvert að sér kveða eða áttu eftir að gera það. Kennslu í mælingaraðferðum höfðu þeir hlotið í námi sínu í búfræðinni og voru flestir útskrifaðir frá Hólum og Hvanneyri en nokkrir einnig frá Ólafsdal eða Eiðum. Svo virðist sem gert hafa verið ráð fyrir að þeir hafi haft fullkomið vald á mælitækni, a.m.k. finnast engin skrif eða skjöl um að þeim hafi verið veitt upprifjun eða þjálfun í þeim efnum áður en þeir hófust handa við mælingarnar og ekki er ólíklegt að flestir þeirra hafi unnið svipaðar mælingar áður enda virðist þjálfun í uppmælingum hafa verið hluti af námi, a.m.k. í Ólafsdal og sjálfsagt á flestum búnaðarskólunum.
Mælingamennirnir mældu mjög misjafnlega mikið. Fimm mælingamenn mældu aðeins einn hrepp og flestir, eða 24 (60%) mældu fimm hreppa eða minna. Aðrir mældu á bilinu 6-9 hreppa en fjórir mælingamenn mældu tíu hreppa eða fleiri (en þeir mældu allir heilar sýslur). Hrepparnir voru auðvitað misstórir og fjöldi bæja var mjög misjafn. Tíu mælingamenn mældu eitthundrað tún eða færri en flestir mældu á bilinu eitt til tvöhundruð tún (20 mælingamenn). Tíu mælingamenn mældu um 200 tún eða fleiri, en langflest túnin mældi Vigfús Guðmundsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu, eða samtals ríflega 500 tún.
Vettvangsvinna
Krýsuvík – túnakort 1918.
Ekki er vitað hvernig ábúendur tóku mælingamönnum og engin gögn hafa varðveist á Þjóðskjalasafni sem varpa ljósi á samskipti mælingamanna og bænda. Í upphafi var gert ráð fyrir að mælingamenn hefðu aðstoðarmann með sér en síðar var fallið frá því og sagt að þess í stað gætu þeir leitað aðstoðar á bæjum og greitt þóknun fyrir það ef þyrfti. Engar heimildir fundust um hvort slíkar þóknanir voru greiddar og þá hversu háar. Í bréfaskriftum kemur fram að leitast var við að nota unglinga til þessara verka. Ekki er ólíklegt að bændur hafi haft nokkuð misjafnar skoðanir á mælingunni, sér í lagi þar sem greiðslur fyrir verkið lentu að talsverðu leyti á þeim.
Nokkrar vísbendingar fundust í bréfasafni um að bændur hefðu ekki alltaf tekið vel í mælingu túnanna. Eigandi Arnarholts í Stafholtstungnahreppi vildi ekki láta mæla hjá sér og sagðist ætla að gera það sjálfur og því voru öll tún í hreppnum nema Arnarholt send inn og svipaða sögu virðist hafa verið að segja með jarðareiganda Höskuldsstaða í Laxárdal sem fékk leyfi mælingamanns til að mæla sitt tún sjálfur en gerði það svo ekki þannig að mælingamaður þurfti að gera sér sérstaka ferð til að mæla það.61 Í fyrirspurn frá Búnaðarsambandi Austurlands frá 1917 er leitað álits á því hvort landeigandi geti neitað því að mælt sé sérstaklega fyrir hvert býli á jörð hans en Búnaðarfélagið sem fengið var til umsagnar um fyrirspurnina segir í svari sínu að það geti hann ekki en minnir á að aðeins verði krafist greiðslu frá honum fyrir þau býli sem metin séu til dýrleika. Þrátt fyrir einstaka dæmi um að ábúendur/landeigendur hafi ekki tekið vel í mælingarnar bendir flest til að mælingamönnunum hafi víðast verið vel tekið og er t.d. ekki að finna neinar vísbendingar um að þeir hafi átt í vandræðum með að fá aðstoðarmenn á bæjunum.
Eins og gefur að skilja virðast mælingamennirnir ekki hafa farið á stúfana að vetrarlagi en þeir hafa nýtt sér sumar, vor og haust í verkið. Á sjálfum túnakortunum má sjá að sumir mælingamenn nýttu sér vetrarmánuðina til að teikna upp þau tún sem mæld höfðu verið sumarið áður.
Skil á kortum og eftirlit með gæðum
Kirkjuvogshverfi – túnakort 1918.
Mælingar á túnum hófust sumarið 1916 og fyrstu kortunum var skilað 1917. Þrátt fyrir að reglugerð um túnamælingar væri að mörgu leyti skýr hvað varðar mælingatækni, hvað skyldi mælt og útlit korta þá eru túnakortin talsvert misjöfn og kemur þar ýmislegt til. Inni það spilar án efa áhugasvið, metnaður og þekking mælingamanna sem og skilgreining þeirra á því hvað væri mikilvægt að skrá. Umgjörð kortanna var þó svipuð; flest voru gerð á þann pappír sem kveðið var á um og voru þau undantekningalaust blekuð, enda neitaði Stjórnarráðið að taka við óblekuðum kortum sem gerð var tilraun til að skila inn úr Hrunamannahreppi. Langflest voru kortin líka í mælikvarðanum 1:2000 eins og reglugerð um túnamælingar kvað á um en Stjórnarráðið veitti Búnaðarsambandi Austurlands leyfi til að víkja frá þessum kvarða í mælingum sínum og mæla í 1:1500 eða 1:1000 ef það hentaði betur. Árið 1921 hafði uppdráttum verið skilað úr 172 hreppum eða um 84% af hreppum landsins en þá tók að hægja talsvert á skilum og var á bilinu 3-4 hreppum að meðaltali skilað inn á ári eftir það fram til 1930. Uppdráttunum var skilað til sýslumanns sem sá svo um að senda þá í Stjórnarráðið sem kom þeim áfram til Hagstofu Íslands þegar búið var að taka á móti uppdráttunum, telja túnin og yfirfara gæði. Í Stjórnarráðinu var það Atvinnumálaskrifstofan (síðar Atvinnumálaráðuneytið) sem hafði málið á sinni könnu en greinilegt er að Búnaðarfélag Íslands bar einnig mikla ábyrgð og virðist félagið í raun hafa tekið afstöðu til nærri allra fyrirspurna og deilumála sem upp komu í sambandi við mælingarnar.
Greinilegt er að athugasemdir voru stundum gerðar við einstök kort en ekki er ljóst hvort þær hafa upphaflega komið frá ábúendum sjálfum eða annars staðar frá. Af bréfaskriftum má ráða að tvö af þeim kortum sem teiknuð voru í Mjóafjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu voru talin röng og ný kort voru send í þeirra stað til Stjórnarráðs árið 1922. Svipað var e.t.v. upp á teningnum í Auðkúluhreppi í Ísafjarðarsýslu. Þar neituðu hreppstjóri og sýslumaður að greiða Jóni Þórarinssyni mælingamanni nema hann gerði nokkra uppdrætti aftur. Verklok töfðust talsvert út af þessu (fram til 1921) en málið endaði þannig að Jón teiknaði sex tún aftur. Samkvæmt skilgreiningu túnamælingalaga átti öllum túnamælingum að vera lokið árið 1920 en það markmið náðist ekki. Árið 1924 virðist hafa verið gert átak í því að ljúka túnamælingum. Þá fór Stjórnarráðið yfir hvaða bæi og hreppa væri búið að mæla og skila inn og hvað væri eftir.
Niðurstaðan var að einhverjar mælingar væru ókomnar úr um 30% hreppa (61 hreppi af 205). Í kjölfarið var sýslumönnum þeirra sýslna þar sem mælingum var ekki lokið (sem var í 12 sýslum) send áminning um að ljúka þyrfti mælingum sem fyrst. Yfirlit um það sem enn vantaði árið 1929 er að finna í Búnaðarskýrslu ársins 1929. Samkvæmt skýrslunni voru mælingar alveg eftir í fimm hreppum en að hluta til í 19 hreppum. Af hreppunum fimm var eitt svæði sem aldrei stóð til að skrá (Vestmannaeyjar þar sem kortagerð var nýlokið þegar túnakortverkefnið hófst, og þrír hreppar sem hafði ýmist verið skilað eða var skilað í kjölfarið (Hvammshreppur, Dyrhólahreppur og Vestur-Landeyjahreppur). Eftir stendur því bara einn hreppur sem aldrei var skilað í heild sinni en það var Villingaholtshreppur í Árnessýslu.
Túnakortasafnið
Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.
Túnakortasafnið er geysistórt en samkvæmt talningu höfundar voru gerð túnakort fyrir 5947 tún í 204 hreppum.99 Markmiðið var að kortagerðin væri mjög samræmd, að allir notuðu sömu mælingatæknina, mældu sömu atriði, notuðu samskonar pappír og teikniblek. Til verksins voru aðallega ráðnir búfræðingar sem hlotið höfðu áþekka menntun og kennslu í mælingaraðferðum og þeim var ætlað að nota samræmdar mælingaaðferðir. Allt var þetta gert til að gæta samræmis og gera kortin sem áreiðanlegust og sambærilegust. Þrátt fyrir þetta urðu túnakortin mjög fjölbreytileg að gerð, þótt helstu upplýsingar sem komi fram á þeim séu áþekkar.
Útlit og einkenni kortanna
Ísólfsskáli – túnakort 1918.
Ákveðnar grunnupplýsingar koma fram á flestum kortunum, t.d. heiti jarðar og í hvaða hreppi hún var. Eins kemur stærð túna fram, hversu mikill hluti túnanna var sléttaður og hversu stórir kálgarðar voru á jörðinni. Að auki var algengt að mælingamenn merktu sér kortin með fullu nafni (56%) eða settu a.m.k. upphafsstafi sína á kortin (13%). Um 60% túnakortanna er einnig merkt ártali. Sum túnakort voru stimpluð með nafni mælingamanns, merki þess búnaðarfélags sem hafði umsjón með mælingunum eða mælikvarða. Kortin voru undantekningalítið gerð á pappír sem var nálægt A3 að stærð eins og kveðið var á um í reglugerðinni um túnamælingarnar, flest gerð á þykkan pappír sem Stjórnarráðið hafði milligöngu um að senda til mælingamanna en þó skera flestir hreppar í Eyjafjarðarsýslu og nokkrir hreppar í Þingeyjarsýslum sig úr þar sem þeir hafa greinilega samið við Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri um að sérprenta blöð fyrir sig. Umrædd kort eru því gerð á forprentuð blöð þar sem lykilbox voru stöðluð ásamt helstu upplýsingum og línulegum skala en mælingarmenn fylltu út aðrar upplýsingar og teiknuðu sjálft kortið. Þessi kort eiga það sameiginlegt að engar textaupplýsingar voru settar inn á sjálfa túnmælinguna og í raun lítið um aukaupplýsingar á þeim.
Í flestum tilfellum virðist afar líklegt að kortin hafi verið í mælikvarðanum 1:2000 eins og mælt var fyrir um í reglugerðinni um túnamælingar. Í um fjórðungi tilfella er sýndur línulegur mælikvarði á kortunum. Slík kort koma undantekningalítið frá Norðurlandi, úr Eyjafjarðar-, Þingeyja- og Skagafjarðarsýslum. Að auki eru kort úr Strandasýslu með línulegan mælikvarða og sömuleiðis kort úr Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Eitt af því sem getur valdið vandræðum við notkun kortanna í fornleifaskráningu er að áttatilvísun vantar á mörg þeirra. Í um 60% tilfella kemur ekki fram á kortinu hvernig túnið snýr við áttum. Sumir mælingamenn snéru kortum sínum kerfisbundið í tiltekna átt, eða létu kortin ávallt snúa á sama hátt gagnvart landslagi (t.d. upp í fjallshlíð dala eða út með firði), en stundum er ekki að sjá neitt augljósa reglu um hvernig kort á ákveðnum svæðum snúa. Þar sem áttatilvísun er á kortum er hún oftast í samræmi við málvenjur og legu landsins frekar en að hánorður sé merkt samkvæmt áttavita.
Nýting í fortíð og nútíð
Túnakort.
Ástæða þess að ráðist var í túnamælingar var sem fyrr segir þörf á því að afla áreiðanlegra upplýsinga um stærðir túna og kálgarða í sveitum landsins. Fram að þeim tíma er ráðist var í túnamælingar byggðu þær upplýsingar sem höfðu verið notaðar
í árlegum Búnaðarskýrslum um stærðir túna og kálgarða í flestum tilfellum á mati bænda en ekki á eiginlegum mælingum. Í Búnaðarskýrslum sem sendar voru inn var líka algengt að ekki væri fyllt út í reiti um túnstærð og kálgarða og því þurfti annað hvort að nota gamlar upplýsingar eða ágiskanir þegar stærð túna var áætluð í sumum hreppum/sýslum. Túnamælingunum var ætlað að bæta úr þessu.
Hraun – túnakort 1918.
Nýjar tölur um stærðir túna og matjurtagarða tóku að berast með túnakortum árið 1917 og var byrjað að nota þær, eins langt og þær náðu, við gerð búnaðarskýrsla strax sama ár.
Túnakortin urðu helsta heimild skýrslnanna hvað þessi atriði varðaði næstu ár. Upphaflega var gert ráð fyrir að túnamælingunum yrði lokið árið 1920 en verklokin töfðust allt fram til 1930 (þótt um 84% korta hafi verið komin inn 1921).
Strax í upphafi 20. aldar unnu bændur víða að því að stækka tún sín og matjurtagarða þótt aukningin hafi orðið enn meiri þegar komið var undir miðbik aldarinnar og vélvæðing jókst. Á tímabilinu 1900-1940 stækkuðu tún að meðaltali á landsvísu um 1-2% árlega en kálgarðar um 4%. Þegar skoðað er hvort hinar nýju mælingar hafi umbylt upplýsingum um stærð túna og kálgarða hér á landi verður að hafa þessa árlegu aukningu í huga. Þegar hún er höfð til hliðsjónar má sjá að einhverjar breytingar verða á tölum um tún- og kálgarðsstærðir umfram árlega meðaltalshækkun fyrstu árin sem tölur úr túnamælingum koma inn. Árið 1930 var síðustu túnamælingunum skilað og mætti því segja að það ári marki verklok. Þá voru 14 ár liðin frá fyrstu mælingum og elstu kortin orðin of gömul til að teljast fullkomlega sambærileg við þau yngstu. Sama ár var hætt að nota mælingar af túnakortum í Búnaðarskýrslum (nema þar sem slíkar mælingar vantaði) og má því segja að túnakortin hafið orðið úreld sem mæligögn um leið og kortagerðinni lauk. Vægi túnamælinganna fyrir hagtölur reyndist því ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í upphafi en túnakortin urðu engu að síður gríðarlega mikilvæg heimild, þrátt fyrir að það hafi orðið á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi.
Þrátt fyrir að túnakortin hafi fljótt fallið úr gildi sem heimild um stærð túna og kálgarða þá hafa kortin hlotið endurnýjun lífdaga á síðustu tveimur áratugum. Þau hafa orðið eitt helsta hjálpargagn fornleifafræðinga við að staðsetja minjar í túnum, sér í lagi þar sem yfirborðsummerki um fornar byggingar eru horfin.
Áreiðanleiki túnakortanna
Húsatóftir – túnakort 1918.
Fornleifafræðingar hafa nýtt sér túnakort við fornleifaskráningu allt frá upphafi og nú er svo komið að það telst sjálfsagður hluti fornleifaskráningar að skrá alla þá staði sem merktir voru á túnakortin á sínum tíma.
Til að fá mynd af notkun kortanna við fornleifaskráningu var gerð óformleg könnun á meðal þeirra fornleifafræðinga sem hvað mest höfðu skráð minjar á síðustu árum og þeir spurðir út í notkun kortanna. Spurt var um hversu áreiðanleg þeim þættu kortin og hvort þeir tækju eftir mun á nákvæmni/áreiðanleika eftir svæðum. Þar sem skrásetjarar höfðu tekið eftir áberandi villum á túnakortunum var reynt að afla upplýsinga um hvers konar villur þeir hefðu rekið sig á og hvort líklega væri um að kenna kerfisbundinni skekkju sem gæti verið afleiðing af þeim mælingaaðferðunum sem notaðar voru eða hvernig þeim var beitt, eða hvort um er að kenna mistökum eða ónákvæmni. Spurt var hvort skrásetjarar teldu algengara að finna skekkjur í stórum túnum en litlum, eða túnum í halla, hvort þeir hefðu tekið eftir meiri villum á ákveðnum svæðum en öðrum o.s.frv. Meginniðurstaða þeirrar notkunar er sú að túnakortin þykja í almennt merkilega áreiðanleg heimild hvað varðar megindrætti túna og grófa staðsetningu húsa og kálgarða.“
Heimildir:
-Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar; aðdragandi, aðferðir og áreiðanleiki mælinga og uppdrátta, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses, Reykjavík 2017.
-http://testbirting.manntal.is/