Tag Archive for: Grindavík

Bláa lónið

Á Vísindavefnum fá m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um tilurð Bláa lónsins sem og notargildi þess:

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið er affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi. Ef til vill er hægt að tala um Bláa lónið sem manngert jarðfræðifyrirbæri, ásamt til að mynda uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana.

Bláa lónið

Bláa lónið – umfjöllun í Bæjarbót – jan. 1987.

Andstætt uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana er Bláa lónið ekki forsenda jarðvarmavirkjunarinnar við Svartsengi heldur fylgifiskur hennar. Vena mikils þrýstings í leiðslum orkuversins fellur kísillinn þó ekki út fyrr en vatnið er komið út úr orkuverinu út í Bláa lónið. Þar falla kísilagnirnar til botns og mynda hina hvítu kísileðju lónsins. Svífandi kísilagnir gefa vatninu einnig hinn einkennandi rjómabláa lit, sem lónið dregur nafn sitt af, því kísilsameindirnar endurkasta best bláa litnum úr sólarljósinu.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, sem er ríkt af uppleystum steinefnum og hafa þau heilnæm áhrif á ýmsa húðsjúkdóma.

Bláa lónið

Bláa lónið – vistkerfi.

Í jarðfræðilegu tilliti er Bláa lónið einnig um margt sérstakt. Bláa lónið er affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi, og því manngert án þess þó að vera mannvirki í venjulegum skilningi þess orðs, að sjálfum byggingunum umhverfis lónið undanskildum. Það er ef til vill hægt að setja það í flokk manngerðra jarðfræðifyrirbæra, ásamt til að mynda uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana. Öfugt við uppistöðulónin þá er Bláa lónið hins vegar í sífelldri framrás. Frá gangsetningu virkjunarinnar 1976 hefur lónið farið sístækkandi, fikrað sig lengra og lengra út í svart hraunið með hverju árinu.

Andstætt uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana er Bláa lónið ekki forsenda jarðvarmavirkjunarinnar við Svartsengi heldur fylgifiskur hennar. Ráðist var í virkjun háhitasvæðisins við Svartsengi árið 1971 þegar hafist var handa við borun jarðhitahola þar. Fyrstu holurnar voru ekki nema nokkur hundruð metra djúpar en nægilega öflugar til að hægt væri að nýta rúmlega 200°C heitan jarðhitavökva úr þeim til framleiðslu á heitu vatni, en árið 1976 hófst dreifing á heitu vatni frá Svartsengi.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Jarðhitavökvinn í Svartsengi er afar ríkur af uppleystum efnum og er því ákaflega tærandi. Af þeim völdum er ómögulegt að nýta hann beint til upphitunar húsa, þar sem vökvinn myndi eyðileggja pípulagnir. Vökvinn er því nýttur til að hita upp ferskvatn, sem síðan er dælt til þéttbýlisstaðanna á Suðurnesjum. Er þetta raunar einnig gert á öðrum háhitasvæðum svo sem á Nesjavöllum.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla (MWL).

Þar sem jarðhitavökvinn sjálfur er ekki nýttur beint gengur hann af við heitavatnsvinnsluna. Strax við gangsetningu virkjunarinnar á miðjum áttunda áratugnum var því byrjað að dæla afgangsvökvanum einfaldlega út í hraunið við virkjunina. Hraunið sem Svartsengisvirkjunin stendur á nefnist Illahraun og er það talið hafa runnið í eldgosi árið 1226 úr stuttri gígaröð nokkru vestan við Bláa lónið.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Vegna ungs aldurs er hraunið ferskt og gljúpt og seytlar yfirborðsvatn auðveldlega niður í gegnum hraunið. Í fyrstu hefur affallsvatnið frá virkjuninni því horfið niður í gegnum hraunið ofan í berggrunninn. Vökvinn er hins vegar ákaflega kísilríkur og fellur stór hluti af kíslinum út í vatninu við kólnun. Þannig myndast eðja í vatninu sem þéttir hraunið og fljótlega eftir virkjun tók lón að myndast þar sem affallsvatnið rann út í hraunið. Fyrst um sinn var lónið þó ekki mikið um sig og fáum hefur líklega dottið í hug að baða sig í sjóðheitum og rammsöltum pollinum.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Það var ekki fyrr en síðla árs 1981 að ungur Keflvíkingur, Valur Margeirsson, hóf að baða sig í útfallsvatninu með leyfi forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Valur glímdi við húðsjúkdóminn psóríasis og ákvað að láta reyna á hvort vatnið myndi draga úr einkennum sjúkdómsins, sem það og gerði. Í samtali við blaðamann mun Valur hafa kallað staðinn Bláa lónið og var það strax gripið á lofti.

Bláa lónið

Bláa lónið – gamla.

Fljótlega eftir þessar tilraunir hófst uppbygging aðstöðu við lónið, sem var í fyrstu sérstaklega ætluð fólki með erfiða húðsjúkdóma. Undir lok níunda áratugarins var svæðið svo girt af og búningsaðstaða opnuð. Síðan þá hefur uppbyggingin verið stöðug og er nú gríðarumfangsmikil heilsulind með hótel- og veitingarekstri rekin við lónið. Árið 1999 var nýtt baðlón útbúið ásamt aðstöðu lengra frá virkjuninni sjálfri.

Ástæða þess að vatnið í Bláa lóninu hefur reynst svo vel í baráttu við húðsjúkdóma er ekki fyllilega ljós. Líklegast er þó um að ræða samspil uppleystra efna í jarðhitavökvanum og lífríkisins í lónvatninu. Lífríki Bláa lónsins er ekki fjölbreytt og kveður mest að tveimur lífverum. Annars vegar er þar um að ræða ákveðna tegund blágrænþörunga og hins vegar bakteríutegund sem hvergi hefur fundist annars staðar en í Bláa lóninu.
Þessar lífverur dafna vel í söltu vatninu og eru taldar hafa jákvæð áhrif á húð baðgesta. Yfirleitt fer ekki mikið fyrir lífríkinu en þó kemur það fyrir á sólríkum sumardögum að aukinn vöxtur hleypur í blágrænþörungana og getur það valdið því að lónvatnið fær fagurgrænan blæ.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Jarðhitavökvi háhitasvæða eins og Svartsengis er yfirleitt mjög ríkur af uppleystum efnum. Á miklu dýpi ofan í jörðunni leysir sjóðheitur vökvinn í jarðhitakerfunum auðveldlega upp ýmis frumefni og efnasambönd úr berginu sem vatnið leikur um og ber jarðhitavökvinn þessi uppleystu efni með sér upp á yfirborð. Miðað við önnur háhitasvæði er vökvinn í Svartsengi hins vegar óvenjuríkur af uppleystum efnum. Stafar það af því að jarðhitauppspretta Svartsengis, djúpt undir Reykjanesskaganum, er miklu saltari en gengur og gerist annars staðar á landinu. Er það vegna áhrifa frá hafinu umhverfis skagann, en sjór leitar inn í jarðlögin undir skaganum og er grunnvatnið því salt á miklu dýpi. Þegar þannig háttar er talað um jarðsjó og finnst hann raunar yfirleitt þegar borað er í jörðu nálægt ströndum landsins.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Ofan á jarðsjónum flýtur þunnt lag af ferskvatni, tilkomið vegna úrkomunnar sem fellur á Reykjanesskaganum. Til að komast í jarðsjóinn þarf því að bora niður í gegnum hið ferska grunnvatn en í Svartsengi eru um 100-150 metrar niður á jarðsjóinn. Borholurnar á svæðinu ná hins vegar flestar margfalt dýpra en það, og eru núverandi vinnsluholur á milli 400 og 1900 metra djúpar. Úr grynnstu holunum fæst aðeins sjóðheit gufa en holur sem eru dýpri en þúsund metrar eru svokallaðar tvífasa holur, sem þýðir að úr þeim fæst bæði gufa og heitur jarðsjór. Þetta þýðir að vatnsyfirborð jarðhitakerfisins liggur einhvers staðar á 700 til 900 metra dýpi og hefur það lækkað töluvert síðan virkjunin var gangsett.

Bláa lónið

Bláa lónið – umfjöllun í Bæjarbót 1987.

Ástæða þess að vatnið í Bláa lóninu hefur reynst svo vel í baráttu við húðsjúkdóma er ekki fyllilega ljós. Líklegast er þó um að ræða samspil uppleystra efna í jarðhitavökvanum og lífríkisins í lónvatninu.

Bláa lónið

Bláa lónið – úr bæjarbót 1987.

Hinn jarðefnaríki vökvi skýrir hið mikla magn kísileðju sem finna má í botni Bláa lónsins og notuð er í húðvörur frá lóninu. Sem fyrr segir er jarðsjór og gufa fyrir orkuverið í Svartsengi tekin af 400-1900 metra dýpi og er jarðhitavökvinn þá um 230-240°C heitur. Jarðhitavökvi við svo hátt hitastig getur haldið miklu magni af uppleystum efnum og eru helstu efnin í jarðhitavökva Svartsengis klóríð og natrín, sem saman mynda sjávarsalt, auk kalsíns, kalíns og kísils. Önnur efni og efnasambönd, svo sem brennisteinn, karbónat og magnesín, eru einnig til staðar en í miklu minna magni.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Á leið sinni um virkjunarmannvirkin kólnar vökvinn hins vegar niður og þegar affallsvatninu er dælt út úr virkjuninni er það ekki nema um 70-80°C heitt. Við kólnunina minnkar geta jarðhitavökvans til að halda fyrrgreindum efnum uppleystum. Fyrir flest efnanna er það ekki vandamál en kísillinn verður hins vegar það sem kallað er „yfirmettaður“. Það þýðir að of mikið er af kísli í vökvanum til að hann geti haldist í upplausn þegar jarðhitavökvinn hefur kólnað. Kísillinn fer því að falla út og mynda litla ógegnsæja kristalla í vatninu.
Þótt flestir telji Bláa lónið nú vel heppnað og það megi teljast góð nýting á affallsvatni virkjunarinnar í Svartsengi þá kristallast þó í því mikill og aðkallandi vandi tengdum jarðvarmavirkjunum. Sumir segja að Bláa lónið sé umhverfisslys, þar sem affallsvökva jarðhitavirkjunarinnar hafi verið hellt út í umhverfið.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Í tilfelli Bláa lónsins er kannski fulldjúpt í árinni tekið að tala um umhverfisslys en Bláa lónið er hins vegar alls ekki eina lónið sem myndast hefur við dælingu affallsvatns frá háhitavirkjunum landsins út í umhverfið. Svipuð lón má sjá við virkjanirnar í Bjarnarflagi, Kröflu, og úti á Reykjanesi, auk þess sem affallsvatni frá Nesjavallavirkjun er einnig að stórum hluta hellt beint út í umhverfið. Affallsvökvi jarðhitavirkjana inniheldur ýmis óæskileg eða jafnvel hættuleg efni í sem gætu í versta falli spillt grunnvatni á stórum svæðum neðan virkjanasvæðanna.

Bláa lónið

Bláa lónið.

En affallsvatnið í Bláa lóninu er þó ekki einu umhverfisáhrifin frá orkuverinu við Svartsengi. Útblástur frá jarðhitavirkjunum inniheldur ýmis efnasambönd og er brennisteinsvetni eitt þeirra. Brennisteinsvetni gefur hina einkennandi brennisteinslykt á háhitasvæðum en í miklu magni er það eitrað fyrir lífríkið. Mosaþekjan á hrauninu umhverfis virkjunina hefur látið töluvert á sjá á þeim um það bil 40 árum sem liðin eru frá því virkjunin tók til starfa og er það áhyggjuefni þar sem mosi vex afar hægt.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi árið 1976. Reykjanesskaginn er fyrst og fremst samsettur úr gljúpu hrauni og er hraunið ekki þéttara en svo að það hleypir sjó í gegnum sig. Djúpt í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó en það er blanda af sjó og ferskvatni í hlutföllunum um það bil (65/35%). Efnasamsetning jarðsjávarins breytist við það að efni losna úr aðliggjandi bergi, sem er mjög kísilríkt. Efnastyrkur kísils (e. silicon) hundraðfaldast (430 mg/kg) við þetta, en hins vegar fellur magnesín (magnesium) út og styrkur þess minnkar um það bil þúsundfalt.
Litur Bláa lónsins stafar af því að kísilsameindir í vatninu dreifa bláu ljósi meira en öðru á svipaðan hátt og sameindir lofthjúpsins þegar þær gera himininn bláan.

Svartengi

Svartsengi.

Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar.
Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við.

Bláa lónið

Fyrsta „Bláa lónið“ við Svartsengi.

Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt.

Heimildir:
-Árni Hjartarson. 1981. Jarðsjór og salt grunnvatn á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 51 (3), 116-122.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson. 1988. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7.
-Hrefna Kristmannsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir og Kristján H. Sigurðsson. 1996. Efnasamsetning vatns og kísilleðju í Bláa lóninu. – Styrkur þungmálma og helstu ólífrænna sporefna (skýrsla). Orkustofnun, Reykjavík.
-Jón Örn Bjarnason. 1991. Um efnasamsetningu vökva í Bláa lóninu í Svartsengi (skýrsla). Orkustofnun, Reykjavík.

-Sjá https://www.visindavefur.is/svar.php?id=14019
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4919

Bláa lónið

Bláa lónið – gönguhópur FERLIRs.

Arnarseturshraun

Í fjölriti Náttúrufræðistofu um aldur Illahrauns frá árinu 1988, eftir Hauk Jóhannesson og Sigmund Einarsson, segir m.a.: „Í grein þessari er lýst niðurstöðum rannsókna á Illahrauni við Svartsengi á Reykjanesskaga. Hrauninu og gígunum er lýst og mæld stærð hraunsins og rúmmál. Aldur hraunsins var fundinn með könnun öskulaga undir og ofan á því.

Illahraun

Illahraun – kort.

Illahraun nefnist hraunfláki norðvestur af Þorbjarnarfelli og vestan við Svartsengisfell. Hraunið er úfið og víða nokkuð illfært. Það hefur þó runnið að mestu sem helluhraun, en eftir að yfirborð þess storknaði hefur það brotnað upp í fleka sem síðar sporðreistust og mynda eins konar karga á yfirborði þess. Við jaðra meginhraunsins eru skikar af þynnra hrauni, sem ýmist eru undanhlaup eða hafa runnið fram af aðal hraunbrúninni. Hraunið á upptök sín í stuttri gígaröð sem er vestast í hrauninu. Gígaröðin er um 200 metra löng og á henni eru fimm gígar. Nyrsti gígurinn er stærstur og í raun tvöfaldur, fyrst hefur gosið í stórum gíg en seinast hefur virknin dregist saman og minni gígur myndast á vesturjaðri hans. Þessi minni gígur rís hæst yfir hraunið í austur frá þjóðveginum. Gígaröðin hefur stefnuna N30A. Hraunið hefur runnið í austur upp undir Þorbjarnarfell og Svartsengisfell.

Illahraun

Illahraun – gígur (Rauðhóll).

Virkjun Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi stendur á norðausturjaðri Illahrauns. Annar hrauntaumur hefur runnið suðvestur með Þorbjarnarfelli að vestan og hefur stöðvast á móts við slakkan er verður milli Þorbjarnarfells og Lágafells. Stuttur hrauntaumur hefur og fallið suðvestur frá gígnum.
Engar sprungur finnast í Illahrauni sjálfu en á Baðsvöllum, sem er norðan undir Þorbjarnarfelli, ganga nokkrar sprungur undir hraunið þar af ein sem stefnir N-S. Einnig fundust þrjár litlar norðaustlægar sprungur í yngra Eldvarpahrauninu sem ganga inn undir norðvesturjaðar hraunsins.

Illahraun

Illahraun – gígur (Rauðhóll).

Aldur Illahrauns var ákvarðaður út frá aðstöðu hraunsins til þekktra öskulaga. Í jarðvegi á Reykjanesi eru nokkur öskulög frá sögulegum tíma. Þar er fyrst að nefna svonefnt Landnámslag sem féll um árið 900. Þau hraun sem runnið hafa eftir að Landnámslagið féll eru talin frá sögulegum tíma. Annað auðþekkt lag er Miðaldalag. Það er talið hafa fallið árið 1226 og má rekja það í jarðvegssniðum um allan Reykjanesskagann, austur í Ölfus og upp í Borgarfjörð. Þetta er svart sendið öskulag sem hefur myndast í eldgosi í sjó undir Reykjanestánni og sést hluti af gígrimanum uppi á landi gegnt Karli.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræði. ISOR

Þriðja auðþekkta öskulagið er kolsvart fínt lag sem talið er að hafi fallið um 1485 og er það komið úr Kötlu. Þetta lag er að finna á austan- og norðanverðum Reykjanesskaga og hefur það verið rakið allt vestur að Vogum.
Grafin voru og mæld þrjú jarðvegssnið við og inn undir jaðar Illahrauns á Baðsvöllum. Landnámslagið er undir Illahrauni og Miðaldalagið hefur verið nýfallið þegar hraunið rann. Kötlugos frá 1485 fannst ekki í sniðunum.

Illahrain

Illahraun – snið í jarðlögum.

Telja verður víst að hraunið hafi runnið eftir að Miðaldalagið féll svo ekki skakkar nema í mesta lagi fáum árum. Þó er líklegast að hraunið hafi runnið um svipað leyti og öskugosið varð. Illahraun hefur því brunnið í eldgosi sem varð 1226 eða skömmu síðar.“

Heimild:
-Fjölrit Náttúrufræðistofu 1988 – Aldur Illahrauns, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson.

Grindavík

Grindavík – Þorbjarnarfell. Illahraun t.h. og Bláa lónið. Grindavík fjær.

Svartsengi

Í upphafi ferðar var Gjáin, fræðslumiðstöð Hitaveitu Suðurnesja í Eldborg við Svartsengi, skoðuð. Um er að ræða sýningu Hitaveitu Suðurnesja um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar við orkuverið í Svartsengi.

Eldvörp

Eldvörp – gígop.

Ísland býður einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest, sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita, því að landið er jarðfræðilega ungt og enn þá í mótun. Landið er eins og gluggi inn í fortíð og framtíð þessarar þróunar, þannig að með lestri jarðlaga má leiða líkur að því, sem koma skal. Hérlendis eru stærstu jöklar og mestu jökulsár Evrópu, mestu há- og lághitasvæðin, óvenjulega mikil eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru.

Eldvörp

Eldvörp – gígop.

Leikir sem lærðir njóta sýningarinnar í Gjánni, sem leiðir gesti um almenna jarðfræði jarðarinnar, jarðfræði landsins, Reykjaness og Svartsengis og skýrir tengsl skyldra fræðigreina með forrannsóknum og eftirliti á háhitasvæðum. Jarðboranir á slíkum svæðum eru einnig skýrðar og farið í gegnum framleiðsluferli rafmagns og hitaveituvatns í orkuverinu í Svartsengi.

Eldborg

Eldborg í Svartsengi.

Tæknibúnaður sýningarinnar er mjög fullkominn. Unnt er að sýna margar myndir í einu og tengja þær ýmsum hljóðum samtímis. Myndir er m.a. sýndar á 42” plasmaskjám og geymdar á stafrænum MPEG mynd- og hljóðgrunnum. Allar myndir eru með víðómi. Í enda Gjárinnar er stærra sýningartjald í hvelfingu. Það er tengt kvikmyndahljóðkerfi fyrir Dolby-umhverfishljóð, sem eru geymd á stafrænum hljóðkerfum, og ljósum, sem er stýrt í samræmi við viðburðina.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur.

Ár hvert koma þúsundir gesta í Svartsengi til að kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Þarna eru á ferðinni ferðamenn, skólafólk, fjölskyldur og sérfræðingar á ýmsum sviðum jarðvísinda.

Hitaveitunni þótti tímabært að skapa aðstöðu til gestamóttöku og veita nokkra innsýn í undur íslenzkrar náttúru og aðferðirnar, sem er beitt við breytingu náttúruaflanna í birtu og yl fyrir byggðirnar á Suðurnesjum.

Illahraun

Gígur í Illahrauni ofan Svartsengis – Rauðhóll.

Þá var gengið til vesturs um Illahraun og Bræðrahraun, yfir Skipsstíg og að Árnastíg þar sem hann sem hann liggur um Eldvörp. Arnarseturshraunið (apal), sem er þarna skammt norðar, rann á sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. Annars eru hraunin við Svartsengi og Grindavík ca 2400 ára. Víðast hvar eru þau greiðfær yfirferðar.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Á gömlu þjóðleiðunum má víða sjá djúpt markaðar götur í bergið eftir umferðina í gegnum tíðina.
Illahraun er víða illt yfirferðar, en auðvelt er að þræða það um greiðfærar mosasléttur ef vel er að gáð. Og ekki er varra að vera vel kunnugur í hrauninu og þekkja staðhætti. Þrætt var greiðfær leið að þessu sinni og gengið að tveimur einstaklega fallegum gígum í hrauninu. Annar er reglulegur hraungígur en hinn, sá syðri er opinn mót austri. Í honum eru einstaklega fallegir kleprar. Nyrðri gígurinn er opinn mót vestri, en sá syðri mót austri.

Gíslhellir

Við Gíslhelli við Skipsstíg.

Gengið var til vesturs frá gígunum, yfir vestanvert Illahraun og var þá skömmu síðar komið inn á Skipsstíginn þar sem hann liggur um Blettahraun, hina gömlu þjóðleið, er liggur þarna milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Stígurinn er vel varðaður og sum staðar klappaður í slétt bergið. Hann liðast síðan áfram suður Skipsstígshraun og Blettahraun. Stígnum var fylgt spölkorn til suðurs uns komið var inn á Eldvarpaveginn. Sá vegur var síðan eltur út í Eldvörp.

Þaðan var haldið norður eftir Eldvörpum, um 9 km langri gígaröð er kom upp úr jarðskorpunni 1226.

Árnastígur

Árnastígur.

Árnastígur liggur þarna yfir Eldvörpin. Áður var haldlagður endilangur stigi frá Slökkviliði Grindavíkur, nógu langur til að ná til hæstu hæða í þeim bæ. Fjóra menn þurfti til að bera hann upp í gíga, sem nú var stefnt á norðan við mið-Eldvörpin. Þar eru tveir djúpir gígar, annar um 8 metrar á dýpt og hinn (sá nyrðri) a.m.k. 10-11 metrar. Hægt er að komast inn í syðri gíginn um op vestan hans og feta sig síðan niður á við neðan við gígopið. Þar sést niður í hyldjúpar gjár, sem liggja þarna eftir gígaröðinni að sunnanverðu. Tveir tréplankar voru þar við lítið op.

Eldvörp

Eldvörpin könnuð.

Eftir að gígbotninn hafði verið fullkannaður var langur brunastiginn látinn síga niður í nyrðra opið. Þegar niður var komið blasti við stórbrotið útsýni upp um gígopið. Niðri var rúmgott og nokkrar stuttar rásir með fallegum hraunmyndunum í. Á einum stað var sem hraunkúlur hafi verið smurðar brúnlitu hrauni. Rásinar voru að mestu hvítar að innan, sennilega vegna kísilútfellinga. Litla opið, þar sem tréplankarnir voru innan við syðra opið, liggur að rás yfir í nyrðri gíginn. Ef gatið yrði rýmkað nokkuð, sem ætti að vera tiltölulega auðvelt, væri hægt að komast úr syðri gígnum yfir í þann nyrðri.
Ástæða er til að þakka Slökkviliði Grindavíkur stigaframlag þess til landkönnunar á svæðinu.
Norðar heldur falleg gígaröð Eldvarpanna áfram og eru gígarnir hver öðrum fallegri. Um er að ræða reglulega klepra- og gjallgíga, svo til óraskaða. Gígarir voru þræddir og skoðaðir.

Eldvörp

Eldvörpin könnuð.

Skammt norðaustar er stutt gígaröð til hliðar við enda Eldvarpanna. Henni var fylgt til norðurs. Við enda þeirra er eitt fallegasta hraundríli Reykjanessins. Þegar klifrað var upp á drílið, sem er um fimm metra á hæð, sást ílangt opið. Dýpið niður er um 6-7 metrar. Svo var að sjá sem þar undir væri brúnleit rás. Þangað þarf að fara með stiga við tækifæri og kíkja niður í drílið. Slóði liggurinn þarna um hraunið frá Eldvarpavegi að og inn fyrir Lat.
Framundan var nokkuð stór gígur. Utan í honum er úbrunnið hverasvæði, ljóst að lit í annars rauðlitum gíghlíðinni. Þarna má finna hveraúfellingar og gufusoðið grágrýti. Skammt norðar er Latur, fagurlega formaður eldgígur. Hann stendur nokkuð hátt og af honum er víðáttumikið útsýni yfir fjöllin og hraunin í nágrenninu. Vestan við er Sandfellshæðin, Sandfellið, Lágafell, Gígurinn og Þórðarfell. Suðaustar er Þorbjarnarfell og Sýlingafell, austar Stóra-Skógfell og gígurinn Arnarsetur.

Latur

Latur við Skipsstíg.

Hraunrásin frá Gígnum sést vel í hauninu. Austan við er slétt helluhraunslægð. Annars eru hraunskilin vel greinileg þaðan frá séð. Norðaustan við Lat er enn ein gígaröðin, nokkrir smáir en fallegir gígar. Svo er að sjá að gosið hafi þarna á a.m.k. þremur samhliða reinum á mismunandi tíma með mismiklum hraungosum. Hraunin frá Eldvörpum liggja að Gígshrauninu. Að því kemur Illahraun, en á milli liggur Bræðrahraun úr gígunum umhverfis Lat. Latur hefur sjálfur rutt úr sér miklu hrauni, en hluti þess er greinilega undir öðrum hraunum. Austar kemur Arnarseturshraun að þeim, sem vestar eru. Allt myndar þetta umkomumikið hraunspil.

Skipsstígur

Skipsstígur – gígurinn Latur.

Loks var stefnan tekin til austurs yfir tiltölulega slétt mosahraun, að Bláa lóninu, þar sem veitingar voru þegnar í boði þátttakenda.
Hitaveita Suðurnesja rekur orkuverið í Svartsengi þar sem jarðsjó er dælt upp úr 2000 metra djúpum borholum. Jarðsjóinn er ekki hægt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu og mikils steinefnainnihalds. Því er jarðsjórinn notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðvökvi sem ekki er nýttur til beinnar upphitunar er 80°C heitur þegar honum er hleypt út á hraunbreiðuna. Vökvinn ásamt þéttiefni jarðgufu myndar Bláa lónið.

Eldvörp

Eldvörp – Gígurinn.

Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísil og sérstökum blágrænþörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa lónið er líka kjörinn viðkomustaður fyrir göngufólk um hið litríka jarfræðisvæði í nágrenninu og ofan við Grindavík.
FERLIRsfélagar fengu leyfi til að ganga í gegnu athafnasvæði Bláa lónsins – yfir að Gjánni, þar sem hringferðinni lauk.

Frábært veður – sól og stilla. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Eldvörp

Gígar í Eldvörpum.

Eldvörp

Skoðaður var svonefndur “Útilegumannahellir” vestan við borholuna í Eldvörpum ofan Grindavíkur. Í honum eru hleðslur. Ein kenningin er sú að í honum hafi Húsatóttarfólkið bakað brauðið sitt, en Brauðstígurinn, sem liggur upp í gegnum Sundvörðuhraun frá “Tyrkjabyrgjunum” kemur niður skammt frá opinu. Í þessum helli var talsverður jarðhiti áður en borholan kom til.

Eldvörp

Eldvörp – heðslur í helli.

Í stað þess að fara Brauðstíginn niður að “Tyrkjabyrgjunum”, var gengið suður fyrir byrgin, um tiltölulega slétt hraun, og komið að þeim úr suðvestri. Byrgin og hlaðin refagildra, sem er við byrgin, voru skoðuð. Þaðan var haldið niður eftir Brauðstígnum að girðingu, henni fylgt til vesturs út að hraunkantinum og strikið síðan tekið niður að Húsatóttum (-tóftum). Farið var yfir nokkrar gjár, s.s. Miðkrókagjá og Skothólsgjá, á leiðinni og komið að nyrsta og jafnframt heillegasta fiskbyrginu ofan Túngjár (Hjálmagjár) á Byrgjahólum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Þaðan má sjá móta fyrir a.m.k. fjórum fiskbyrgjum öðrum sunnar á gjárbarminum. Enn sunnar eru nokkur byrgi til viðbótar, auk hlaðinna þurrkgarða. Þeir nefnast Háavíti og Lágavíti. Hjálmagjá nefndist svo því fólk taldi sig oft sjá gjáveggina upplýsta með fögrum ljósahjálmum, sem báru af lýsisstýrunum í mannheimum. Efsti hluti gjárinnar heitir Tóftagjá.
Á túninu neðan við Húsatóttir, sunnan við Stakabrunn, er hóll, sem nefndur er Pústi. Þar hitti Helgi Gamalíason hópinn og leiddi hann áfram vestur með ströndinni. Pústa sagði hann hafa fengið nafn af því að Húsatóttamenn hvíldu sig þar á leið sinni með byrðar frá vörinni. Helgi nefndi rústir gömlu bæjanna með kantinum landmeginn; Hamra, Sólvelli og Vindheima. Niður á skerjunum eru Þvottaklappir þar sem vatn streymir undan hrauninu á fjöru. Neðan Vindheima er Kóngsklöppin þar sem gamla konungsverslunin var í Grindavík. Enn má sjá tóttir hennar uppi á sjávarkambinum, en mikill hluti þeirra hefur þó sjórinn hirt.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Mikið landrof hefur orðið þarna í gegnum tíðina, auk þess sem landið hefur sigið. Innan við Kóngsklöppina var Tóttarvörin og sést móta fyrir hleðslum þar sem hún var. Utan við klöppina er Ballestasker, en við það má sjá steina, sem notaðir voru í ballest hinna erlendu skipa.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Gengið var að gömlu bryggjunni, sem var í Húsatóttalandi. Vestan við hana er varða, landamerki Húsatótta og Staðar. Vestan við bryggjuna eru minjar fiskverkunarhúsa og ofar tóttir og garðar frá Hvirfli. Vestan við Hvirfil eru Þvottaklappir Staðarbænda. Þar kemur og tært vatn undan klöppunum. Þar fyrir neðan er Staðabótin, en ofan hennar er Hvirflabrunnur, hlaðinn. Vestar er flóruð Staðarvörin og Skakkavör skammt vestar. Undan henni er Festarsker, en á því er annar kengurinn af tveimur, sem konungsskipin voru fest við. Skerið kemur einungis upp í stórstraumsfjöru.

Staðarvör

Staðarvör.

Staðarvörin er fallegt mannvirki, sem huga þarf vel að. Vestar á kambinum eru heillegar tóttir Stóra-Gerðis, brunnur og falleg heimreið. Skammt vestan við Stóra-Gerði er Litla-Gerði. Sjórinn er nú byrjaður að brjóta tóttir þess bæjar niður. Þá var strikið tekið yfir vörslugarð Staðar, eða það sem eftir er af honum, og gengið að Kvíadal, heillegum tóttum þess bæjar.
Frá Kvíadal var gengið yfir Hundadal og á hól í Staðatúni, en þar undir er talið að bærinn Krukka hafi verið, en sandurinn lagði hann í eyði á skömmu tíma fyrir alllöngu síðan og þakti hann síðan alveg. Þarna undir gætu verið mjög heillegar minjar.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Skammt norðar er Staðarbrunnurinn, nær ósnertur og fallegur brunnur frá árinu 1914.
Komið var við á hinu gamla bæjarstæði Staðar og litið inn í kirkjugarðinn. Þar í klukknaportinu er t.d. skipsklukkan úr Alnaby, sem strandaði þarna fyrir utan, á Kolasandi, árið 1902. Á klukkunni er ártalið 1898 og áletrunin ALNABY. Áður en kaffi var þegið í golfskálanum í boði bæjarstjóra, var litið á Húsatóttarbrunninn. Hann er beint fyrir neðan golfskálann.
Loks var gengið upp Árnastíg með viðkomu í gömlu tóttunum á Húsatóttum, litið á Sundvörðuna austast í hrauninu og stígurinn skoðaður þar sem hann er hvað mest markaður í klöppina norðan við Sundvörðuhraunið.
GígurÞegar komið var inn í Eldvörpin á ný voru skoðaðar hleðslur, sem Erling Einarsson benti hópnum á, í gróinni lægð skammt norðan við heitasta gíginn í Eldvörpum. Þær gætu verið merki þess að Hamarsbóndahellir sé þarna einhvers staðar skammt frá, en Helgi hafði bent á svæðið þarna á sínum tíma sem líklega staðsetningu. Verður skoðað betur síðar.
Gangan tók með hléum um fimm klukkustundir og fimm mínútur. Boðið var í byrjun upp á glænýtt súrefni, svalan grindvískan andvara og síðan áður óþekkt sólskin seinni hluta leiðarinnar. Hitinn var í kringum 10 C°.

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Húshólmi

Húshólmi er óbrennishólmi inni í Ögmundarhrauni ofan við Hólmasund, skammt austan Selatanga.

Húshólmi - bæklingur

Bæklingur um Híshólma – merkilegan stað í umdæmi Grindavíkur

Í hólmanum og í hrauninu við hann eru mjög fornar rústir; hús og garðar. Svæðið hefur oft á tíðum verið nefnt Gamla Krýsuvík. Nöfnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til þess að þar hafi verið kirkja.Talið er að rústirnar geti verið frá fyrstu tíð landnáms, en elstu skráðar heimildir um minjar í Húshólma eru frá því í byrjun 17. aldar. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á rústunum.
Skiptar skoðanir hafa verið á aldri Ögmundarhrauns, en skv. aldursgreiningum virðist það hafa runnið á 12. öld. Hraunið hefur runnið yfir allnokkra byggð. Í dag má sjá í og við Húshólma leifar þriggja eða fjögurra húsa og á eitt þeirra að hafa verið kirkjan. Garðarnir hafa verið alllangir. Þeir liggja í sveiga við húsarústirnar og inni í hólamnum. Í honum er einnig m.a. forn fjárborg, tóft, nýrri stekkur eða lítil rétt og skjól refaskyttu.
Í Óbrennishólma, sem er skammt norðvestar í Ögmundarhrauni, eru einnig minjar stórrar fjárborgar (virkis?), hústóft og garðar, sem hraunið stöðvaðist við.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Aðgengi að Húshólma er ágætt fyrir þá, sem ekki eiga erfitt með gang. Hægt er að aka á vel búnum bílum eftir stíg til suðurs austan við hraunkantinn eða ganga eftir honum frá Ísólfsskálavegi. Venjulega er gengið í hólmann eftir svonefndum Húshólmastíg (1.1 km) frá austurjarðri hraunsins. Gangan í hólmann eftir stígnum tekur u.þ.b. 10 mín. Þá er einnig tiltölulega auðvelt að ganga inn í hann eftir stíg skammt ofan við ströndina að austanverðu eða eftir stíg til suðurs í gegnum hraunið neðan við Krýsuvíkur-Mælifell.

Húshólmi – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjulágar.

Húshólmi er inni í sunnanverðu Ögmundarhrauni ofan við svonefnt Hólmasund við suðurströnd Reykjanesskagans, milli Selatanga og Selöldu. Hólminn hefur löngum verið gróinn, en nú er gróður í honum smám saman að verða eyðingaröflunum að bráð sem og sumar minjarnar, sem í honum eru. Í Húshólma, sem er óbrennishólmi, eru friðlýstar fornleifar. Annar svipaður hólmi er í hrauninu skammt norðvestar. Nefnist hann Óbrennishólmi. Í honum eru einnig fornleifar.

Húshólmi

Gamla sjávarbergið vestan Húshólma.

Í Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990 eru fornleifar þessar ekki færðar með umdæmi Grindavíkur, einhverra hluta vegna, heldur með Hafnarfirði. Þar segir að í Krýsuvík séu; a) leifar Krýsuvíkur hinnar fornu, vestur af Krýsuvíkurbjargi, í Húshólma og Kirkjulágum, og b) fornt garðlag í Óbrennishólma, vestur af Húshólma.

Brynjúlfur

Brynjúlfur Jónsson.

Fornleifavernd ríkisins hefur unnið að því að gera úttekt á öllum friðlýstum minjastöðum á landinu. Flestar þær minjar sem nú eru á friðlýsingaskrá lentu þar í kringum 1930 er Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðminjavörður gerði átak í friðlýsingum minja. Margir merkustu minjastaðir landsins urðu þar með alfriðaðir og draga nú til sín fjölda ferðamanna ár hvert. Við val á minjum studdist Matthías ekki síst við hið mikla starf þeirra Brynjólfs Jónssonar, Kristjáns Kålund, Sigurðar Vigfússonar og fleiri manna á sögustöðum Íslendingasagna.

Húshólmi - uppdráttur

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Skiptar skoðanir eru um aldur Ögmundarhrauns en nýjustu niðurstöður benda til þess að það hafi runnið árið 1151. Í Húshólma eru varðveittar húsarústir, og er talið að þar hafi Krýsuvík hin forna staðið.

Húshólmi

Tóftir í Kirkjulág vestan Húshólma.

Í Kirkjulágum, smáhólmum í hrauninu skammt vestan við Húshólma eru húsarústir og er ein þeirra talin vera af kirkju og nafnið dregið af því. Leifar einnar byggingarinnar eru nær horfnar en hraunið sem runnið hefur umhverfis hana stendur eftir og mótar útlínur hennar. Er það nær einstakt í heiminum að fornleifar hafi varðveist með slíkum hætti, mótaðar inn í storknaðan hraunstraum. Í Óbrennishólma vestan við Húshólma eru m.a. rústir fjárborgar. Enginn veit hve mörg býli eða hús lentu þarna undir hrauninu.

Húshólmi

Húshólmi – einn hinna fornu garða.

Í fyrrnefndri rannsókn kemur fram að öskulög við minjar í Húshólma bendi til þess að þar hafi verið byggð fyrir 900. Staðurinn er í raun einstakur í sinni röð. Telja má að þar megi finna minjar allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Upplifunin við að heimsækja Húshólma er slík að sérhver, sem það gerir, gleymir henni ekki svo glatt. Auk kirkjutóftarinnar, skálanna og garðanna má sjá þarna hringlaga gerði á svonefndri Kirkjuflöt.

Húshólmi

Húshólmi og Húshólmastígur.

Þegar gengið er inn í Húshólma eftir Húshólmastíg er komið inn í hólmann, þar er fyrirhleðsla, en í hólmanum eru auk þessa stekkur eða lítil rétt í honum norðanverðum, jarðlægt gerði, greni og hlaðið byrgi refaskyttu, auk tóftar syðst í honum. Austasti garðurinn er hlaðinn að mestu úr torfi. Þó má sjá á kafla neðstu steinröðina er notuð var til að leggja línu garðsins.Vestast rann hraunið að garðinum og kaffærði hann. Annar garður er skammt suðvestar; einnig torfgarður. Þar má sjá hvernig hraunið hefur brennt hluta garðsins og skilið far eftir hann.

Fyrri rannsóknir og umfjöllun

Húshólmi

Húshólmi – skálatóftir.

Nú, í maímánuði árið 2005, liggur ekki alveg ljóst fyrir hvers konar minjar þetta eru, hversu gamlar þær kunna að vera, hver hafi verið tilgangur þeirra eða hvaða fólk kynni að hafa dvalið þar.

Húshólmi

Húshólmi – skilti við austurenda Húshólmastígs.

Minjasvæðið er bæði sérstakt og einstakt vegna þess að það er umlukið hrauni, sem ummerki benda til að hafi runnið yfir stærri byggð og lagt hana í eyði. Eftir standa framangreind ummerki er bíða rannsókna, verndar og að verða gerð aðgengileg áhugasömu fólki um tilurð þeirra og sögu.
Nokkrir hafa ritað um Húshólma, minjarnar þar og aldur Ögmundarhrauns. Má þar t.d. nefna Herbert kapellán í Clairvaux, Ólaf Olavíus, Gísla Oddsson, Svein Pálsson, Jón Vestmann, Jón Espólín, Þorvald Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Eggert og Bjarna, Brynjúlf Jónsson, Jón Árnason, Ólaf Þorvaldsson, Sigurð Þórarinsson, Þorleif Einarsson, Jón Jónsson, Sveinbjörn Rafnsson, Hauk Jóhannesson og Sigmund Einarsson og Bjarna F. Einarsson. Sá fyrstnefndi, Herbert Kapellán í Clairvaux, virðist byggja frásögn sína á heimildarmanni, en skv. ályktun hans virðist hraun á þessum stað á sunnanverðu Reykjanesi hafa runnið um um miðja 12. öld.

Húshólmi

Húshólmi – minjar.

Gísli biskup segir frá gosi í Trölladyngju árið 1340, Sveinn Pálsson, sem annars lýsir landssvæðinu sem hinni mestu eyðimörk, segir fyrstur manna frá fornum rústum í Húshólma í ferðabók sinni árið 1796, þeim lýsti einnig Jón Vestmann árin 1818. Jón Espólín getur þeirra 1821 í árbókum sínum og Þorvaldur Thoroddsen segir frá þeim í ferðabók sinni 1883.

Húsólmi

Húshólmi – uppdráttur.

Þorvaldur segir hann hraunið hafa runnið árið 1340. Jónas Hallgrímsson tekur undir það í skrifum sínum árið 1934. Eggert og Bjarni geta um rústirnar í Ferðabók sinni og þó einkum í dagbókum sínum árið 1772. Þeir telja eftir heimildarfólki sínu í Krýsuvík að hraunið hafi runnið um tvö hundruð árum fyrr, eða um 1570. Brynjúlfur ritar um rústirnar árið 1902 og dregur upp helstu minjarnar bæði í Húshólma og í Kirkjulágum. Telur hann þær vera mjög fornar. Jón Árnason birtir þjóðsöguna af Ögmundi og dys hans í Ögmundarhrauni skömmu síðar.

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson.

Aðrir, sem ritað hafa og/eða rannsakað Húshólma og Ögmundarhraun á 20. öldinni eru t.d. Ólafur Þorvaldsson árið 1951. Þar segir hann frá Krýsuvík og sögnum af fornum rústum í Húshólma og ályktar um aldur Krýsuvíkurkirkju. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, gerði athugun á hrauninu 1965 og taldi það geta hafa runnið um 1151. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, gerði slíkt hið sama 1974, en taldi hraunið vera eldra, eða frá 1027. Jón Jónsson, jarðfræðingur, bætti um betur árið 1978 33 og taldið hraunið geta verið frá því í kringum 1000. Hann leiðrétti það síðar. Sveinbjörn Rafnsson fjallaði um aldur Ögmundarhrauns árið 1982. Taldi hann það geta hafa verið frá 1558 – 1563.

Árið 1988 rituðu Haukur og Sigmundur um Krýsuvíkurelda og aldur Ögmundarhrauns, auk þess sem þeir gerðu öskulagarannsókn í fornum garði í Húshólma. Þeir töldu hraunið vera frá 1151 og garðinn eldri en 900. Drógu þeir þá ályktun af landnámsöskulaginu í pælu garðsins sem og miðaldaröskulaginu utan á honum.

Húshólmi

Húshólmi – merki um friðlýstar fornleifar.

Bjarni Einarsson gerði fornleifaskráningu á svæðinu árið 2003 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við svonefndan Suðurstrandarveg. Þar fjallar hann m.a. um rústirnar í Húshólma og getur framgreindra heimilda að nokkru leyti.
Þrjú svæði eru allnokkuð tengd þegar fjalla á um Húshólma og minjarnar þar m.t.t. rannsóknar og verndar, þ.e. hólminn sjálfur, Óbrennishólmi og loks Ögmundarhraunið sjálft. Bæði er það vegna þess að minjar eru í báðum hólmunum er kunna jafnvel að tengjast í aldri og tilvist og vegna þess að hraunið er órjúfanlegur hluti þeirra, m.a. með hliðsjón af aldri og mögulegri ástæðu fyrir eyðingu stærri byggðar en það hlífði. Auk menningarminjanna, sem þær óneitanlega eru, þjóðsagnanna tengdum þeim og fyrirhugaðri vegagerð í gegnum hraunið, þarf einkum að horfa til þeirra náttúruminja, sem Ögmundarhraun hefur að geyma. Þá eru ekki undanskilin hraunsvæðin ofan við Miðreka, suðvestan Óbrennishólma, þar sem m.a. má finna fyrirhlaðinn skúta, sæluhús, undir Lati sunnan við Latstögl.

Selatangar

Selatangar – skilti.

Tvö önnur nálæg svæði eru og allnokkuð tengd þegar fjallað er um möguleika Húshólma til aðgengis þegar horft er til beggja vegna Húshólma strandarinnar. Á báðum svæðunum eru minjarnar eftir búsetu- og atvinnuhætti, þ.e. Selalda annars vegar og Selatangar hins vegar.

Vettvangsskoðun – Húshólmi – 2005

Húshólmi

Gengið um Húshólma.

Farið var í vettvangsferð í Húshólma. Skoðaðar voru bæði minjasvæðin í Húshólma og á nærliggjandi svæðum. Hér verður getið um helstu niðurstöður af athugunum í Húshólma sem og tilvitnaðar heimildir.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar.

Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Húshólmann, eins og ein tillagan af þremur kvað á um í upphafi. Átti það m.a. að liggja svo til yfir fjárborgina, sem er ofarlega í hólmanum. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, en mikilvægt er að hafa í huga að hinar áþreifanlegu minjar eru verðmæti framtíðarinnar, og því þarf að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að sem minnst af þeim fari forgörðum að óathuguðu máli – og þá einungis þegar ekki er um aðra möguleika að ræða þeim til bjargar.
Gengið var niður með austurjarði Ögmundarhrauns og litið á gróið skeifulaga gerði utan í hrauninu. Það gæti verið aðhald fyrir fé er varslað var í Hólmanum um tíma, sbr. stelstöðuminjar, sem þar eru, og/eða verið í tengslum við fjárborgina á Borgarholti þar skammt norðaustar. Það gæti einnig hafa verið notað fyrir hesta. Inn í hrauninu er varða. Við hana eru Mælifellsgrenin svonefndu sem og hlaðin byrgi refaskyttu.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Haldið var yfir í hólmann eftir Húshólmastígnum. Á gömlum landakortum má sjá gamla götu liggja að honum frá Krýsuvíkurtorfunni. Um er að ræða góðan stíg, í gegnum hraunhaftið.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur.

Nokkrar sagnir eru til um tilurð hans. Sumir hafa jafnvel ruglast á honum og svonefndum Ögmundarstíg í gegnum Ögmundarhraun vestan við Mælifellið. Þar, við austurjarðar hraunsins, er Ögmundardys og tengist sögunni af Ögmundi og vegagerð hans fyrir bóndann í Krýsuvík (aðrar sögur segja í Njarðvíkum). Aðrar sagnir kveða á um að Húshólmastígurinn sé svo áberandi vegna þess að kirkjan í hólmanum hafi verið nýtt eftir að hraunið kólnaði. Hraunþyrmingin hafi skapað verulega átrúnað á hana. Enn aðrir, þ.e. þeir raunsærri, segja að hún sé svo gróin og aðgengileg vegna selstöðunnar eða fjárhaldsins, sem Hólminn virðist hafa verið nýttur til um tíma. Auk þess er víst að Húshólmi (fjaran ofan við Hólamsundið) var bæði nýttur til reka og auk þess var síðast róið úr honum árið 1917 svo vitað sé.

Húshólmi

Húshólmi – skáli

Þegar komið var niður í Húshólmann er þar fyrir hlaðinn vörslugarður. Nokkru innan hans er, sem fyrr sagði, hleðslur í norðurhluta hólmans þar sem fé hefur haldið til haga; tvískiptur stekkur eða rétt, gróið gerði og forn fjárborg (virki), auk tveggja grenja. Við annað þeirra er hlaðið byrgi.
Gengið var að fjárborginni (virkinu). Vel má greina hringlaga formið sem og steinaröð í jaðri hennar. Borginni stafar hætta af jarðvegseyðingunni, sem nú er að éta hana að utan. Skammt neðar er efsti garðurinn, sem virðist hafa náð inn í hólmann frá vestri til austurs þar sem hann sveigir til suðurs og síðan til vesturs að neðri garðinum, syðst í hólmanum.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Reyndar er garðurinn rofinn á miðkaflanum og að mestu að austanverðu, en hann hefur að hluta verið úr torfi, en þar sem rofið er mest má sjá steinaraðirnar er mótað hafa garðinn. Brynjúlfur teiknar árið 1902 garðinn í sveig til suðurs og suðausturs, líkt og sjá má í dag.
Haldið var að neðri garðinum, sem liggur í boga úr suðri til norðurs og beygir síðan til vesturs inn undir hraunið. Sjá má í enda hans undir hrauninu þar sem það hefur brennt torfið á kafla. Í pælunni af garðinum er fyrrnefnt landnámsöskulag sem og miðaldaöskulagið, sbr. rannsókn þeirra Hauks og Sigmundar árið 1987. Þessi garður er einnig að mestur gerður úr torfi, en þó má vel greina grjót í honum, einkum syðst.

Húshólmi

Húshólmi – meintur grafreitur.

Á Kirkjuflöt er forn grafreitur, að talið er. Í henni er hlaðinn þvergarður frá norðaustri til suðvesturs. Sunnan við garðinn er að því er virðist hringlaga gerði. Hér er um forvitnilegan stað að ræða, ekki síst vegna nafnsins og hugsanlegra tengsla hans við grafsvæði. Ekki er að sjá að minnst hafi verið á gerði þetta í framangreindum lýsingum af minjasvæðinu, en gerðið sést best þegar sólin er lágt á lofti að kvöldlagi.

Húshólmi

Húshólmi – stoðhola.

Gengið var eftir svonefndri Kirkjugötu inn í Kirkjulágir, í gegnum hraunhaft til vesturs, að hinum fornu minjum, kirkjurústinni fyrrnefndu og gamla Krýsuvíkurbænum (segja sumar frásagnir) og tóftunum þar í kring, görðum og hinum fornu skálum, sem virðast vera þrír. Þó er ekki ljóst hvort syðsta tóftin af þeim þremur, er hús, en hún er vestan við meinta kirkjutóft. Um þessar minjar liggja bogadregnir garðar. Greinilegar útlínur miðskálans, sem er allgróinn, virðast sveigðir líkt og gerðist með fornaldaskála. Um er að ræða heilt hús með rými til austurendans. Þá tekur við tóft og hleðslur við enda hans. Ofar og austar eru sérkennilegir hraunkatlar er benda til hringlaga húsa er hraunið hefur runnið að og brennt. Norðvestan þeirra er bátslaga tóft, sem hraunið hefur brennt á alla vegu.

Húshólmi

Skáli við Húshólma.

Brynjúlfur Jónsson minnist ekki á hana í athugunum sínum og hana er ekki að sjá á uppdráttum hans. Í miðju tóftarinnar er tvöföld röð af stoðarholum. Syðri röðin er samfelld og regluleg. Holurnar eru með u.þ.b. 63 cm millibili. Fjórar þeirra eru greinilegar. Dýpsta holan er um 40 cm djúp.
Flóraður stígur liggur frá sunnanverðu minjasvæðinu til suðvesturs í gegnum hraunið, í átt að Brúnavörðunum, yfir hraunhaftið og inn á götu er liggur með brún þess upp í og með Óbrennishólma að sunnanverðu. Talið er að sonur Krýsuvíkur-Gvendar, og menn með honum, hafi rutt og flórað stíginn á þessum kafla á 19. öld.

Húshólmi

Verbúðartóft syðst í Húshólma.

Loks var litið á sjóbúðartóft syðst í Hólmanum (gæti líka hafa verið afdrep fyrir þá er drógu að sér reka) og á rekagötuna niður að Hólmasundi. Útgerð virðist síðast hafa verið í Húshólma árið 1917.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Sjávargata liggur suður úr Húshólma niður að Hólmasundi. Þar hefur verið sæmileg lending, en grjótborin. Beggja vegna eru klettar; Seltangar að austanverðu.
Stígur var genginn út úr hólmanum til austurs. Við hana virðast einnig vera mögulegar fornar minjar í gróðurvin inn í hrauninu ofan við gamla sjávarbergið. Þetta svæði þarf að skoða betur. Vel má sjá í hluta gamla bjargsins þar sem nýja hraunið hefur runnið fram af því og myndað ströndina allt um kring.

Húshólmi

Húshólmi – minjar.

Brynjúlfur Jónsson telur í skrifum sínum 1903 að Krýsuvík hafi til forna staðið niðurundir sjó fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi: „Nafnið Krýsuvík bendir á það. Engum hefir dottið í hug að kenna bæinn við vík, ef hann hefði fyrst verið settur þar sem hann er nú. En þar sem hann stóð fyrst hefir þetta átt við og svo hefir nafnið haldist er hann var fluttur. Hraunflóð það, sem á sínum stað er nefnt Ögmundarhraun, hefir eyðilagt hinn forna bæ. Sjást þess glögg merki. Þá er hraunflóðið er komið ofan fyrir hálsana, breiðir það sig um undirlendið vestur að Ísólfsskála, sem nú er austasti bær í Grindavík. Er þar hvergi auður blettur nema aðeins tveir hólmar austantil í hrauninu. Heitir hinn vestari Óbrennishólmi. Hann er kippkorn frá sjó, austantil niður undir múla þeim í hálsinum, sem Núpshlíð heitir. Eystri hólminn heitir Húshólmi. Hann er niður við sjó skammt fyrir vestan bergið. Er hraunkvíslin fyrir austan hann tiltölulega mjó. En runnið hefir hún fram í sjó fyrir austan hann, og það hefir aðalflóðið einnig gjört fyrir vestan hann, hafa svo runnið saman í fjörunni fyrir framan hann, og sést sjávarkamburinn innanvið hraunið á nokkrum parti neðst í hólmanum.

Húshólmi

Vatnsstæði og gerði neðst í Húshólma.

Að ofanverðu er hólminn hærri. Þar virðist hafa verið hæð, sem hraunið hefir flotið fram á og klofnað um. Svo lækkar hann allt í einu, en breikkar þó um leið austur á við, en að vestan gengur hraunið þar heldur inn í hann. Þar undir hraunjarðrinum kemur forn túngarður, er liggur kringum allstórt svæði, en hverfur aftur í hraunið niðurfrá eigi langt frá vesturenda sjávarkambsins.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Annar garður kemur undan hraunjarðrinum nokkru neðar en hinn og stefnir í suðaustur. Hann beygist suður á við og gengur gegnum hinn fyrri garð skammt fyrir ofan sjávarkambinn. Er þar hlið á hinum fyrra. Svo heldur þessi síðartaldi áfram að sjávarkambinum og hverfur þar. En þar sem gata sé rudd gegnum kambinn, líklega sjávargata; er eigi allbrimsamt og mun hafa verið útræði.

Húshólmi

Húshólmi – garður, sem hverfur undir hraunið.

Fyrir neðan þennan síðartalda garð verður afhallandi brekka ofan að neðri hraunjarðrinum. Liggur þriðji garðurinn þar ofan frá neðra garðinum og neðra hraunjarðrinum og hverfur undir hann. Þannig sér hér á 4 aðskildar girðingar, er allar hverfa að meiru eða minna leyti undir hraun. Engin tóft sést í neinni þessari girðingu, svo að, ef sín girðing hefir tilheyrt hverju býli, þá eru tóftir þeirra býla hrauni byrgðar. Vestur úr útsuður horni hólmans gengur graslág milli tveggja hraunjarða. Er hún eigi breiðari en svo, að eigi má ríða 2 hestum samsíða. Þegar samt er komið vestur í hraunið, kvíslast hún í tvær lágar. Þær heita kirkjulágar. Þar eru rústir. Verður fyrst fyrir tóft, sem snýr frá suðri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og 2 fðm. breið. Dyr eru á vesturenda, jafnvíðar og tóftin sjálf. Mun þar hafa verið bil fyrir. Norðanmegin við þessa tóft, tæplega 2 fðm.

Húshólmi

Húshólmi – garður í Kirkjulágum.

Frá henni, er garður, sem beygist austur fyrir hana og hverfur þar undir hraunið, en að vestan endan hann í tóftarvegg. Er sú tóft fyrir fyrir dyrum hinnar, nálægt jafnstór henni og liggur frá norðri til suðurs. Dyr hennar hverfa undir hraunjarðarinn að sunnanverðu. Vestan við hana dýpkar lágin að mun, en þar er ekki víðari en svari tóftarvídd. Sé það tóft, hefir þar líklega verið kjallari, en hleðslan er hrunin. Frá norðausturhorni þvertóftarinnar gengur garður eftir norðurláginni, fyrst beint í norður nál. 12 fðm., svo beint í vestur nær eins langt og hverfur svo í hraunið. Utan með þessum garði er svo sem gangrúm hraunlaust, og er það norðurkvísl Kirkjuláganna. Lítur út fyrir, að hér hafi hraunið sigið að með hægð frá báðum hliðum. Svo sem 40 fðm. Norðar í hrauninu er auður vesturhluti rústar, sem auðsjáanlega er bæjarrúst. Hefir hún verið þrískipt.

Húshólmi

Húshólmi – skálar.

Miðtóftin snýr frá norðri til suðurs og hefir dyr á suðurenda og aðrar á vesturveggnum, inn í vesturtóftina. Inn af miðtóftinni virðist og hús hafa verið, sem er hrauni hulið allt að kalla. Miðtóftin nál. 2 1/2 fðm. löng og 1 1/2 fðm. víð.Vesturtóftin er jafnvíð og hin er löng, nfl. 2 1/2 fðm., en nál. 5 fðm. á lengd. Hún er merkileg að því, að með báðum veggjum, eftir henni endilangri, er 1 al. breið set eða rúmstæði og markar glöggt fyrir veggjunum þar utanvið.  Austasta tóftin er nær öll hrauni hulin. Þó sýnist sem útidyr hafi verið á henni fyrir austan útidyr miðtóftarinnar. Hvergi er hraunlaus blettur kringum þessa rúst, og ekki verður komist að henni nema á hrauni.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Nafnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið. Getur vel verið, að tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka. Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg ég að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fremri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyrr getur, eigi verið tún þessara bæja, heldur annara afbýla, sem þá eru hulin hrauni. Og hver veit hve mörg býli þar kunna að vera horfin?“
Frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun birtist í „Tillaga til alþýðlegra fornfræða“. Þar segir hann m.a. um Húshólma og Ögmundarhraun: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram á milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess, er að höndum kæmi, og fal sig guði: því hefir þetta skeð í kristni.

Óbrennishólmi

Óbrennishómi – uppdráttur ÓSÁ.

Eldflóðið fór allt í kringum hann, og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi, er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað, þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað, sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi, og varð ekki veginum komið á.
Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni, ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna, sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gengnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur í botninn, sem hin gamla gata segir (ort á seinni tímum):

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar, sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Húshólmi

Húshólmi – skálar.

Aldur minjanna í Húshólma hafa lengi verið á reiki. Hafa menn helst reynt að greina aldur hraunsins, sem færði þær í kaf að mestu og þannig reynt að finna út aldur þeirra. Í frásögnum frá því á 18. öld er hraunið talið vera frá því á 16. öld eða 14. öld. Nýlegri rannsóknir telja það geta hafa runnið í kringum 1000 og enn aðrar kveða á um 1150 eða 1180. Hvað sem öllu líður er ljóst að Ögmundarhraun er ekki einungis eitt samfellt hraun, það er nokkur hraun, sem hafa runnið á mismunandi tímum, en e.t.v. hefur ekki liðið langt á milli goshrina. Vegna takmarkaðra rannsókna er ekki gott að kveða á um hversu langt hafi verið á millum þeirra.
Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson rannsökuðu Húshólmann og Ögmundarhraun síðla hausts 1987. Aldur hraunsins var kannaður í ljósi öskulaga sem eru undir því og ofan á. Eitt þessara öskulaga er svonefnt miðaldalag, en sterk rök eru leidd að að aldri þess og uppruna. Einnig voru geislakolsaldursgreiningar leiðréttar með nýjustu aðferðum, sem þá tíðkuðust. Þessar athuganir voru bornar saman við ritheimildir og töldu þeir félagar sig geta ákvarðað aldur Ögmundarhrauns upp á ár. Í lokin fjalla þeir um aldursákvörðun hins forna torfgarðs í Húshólma, sem reyndist vera eitt af elstu mannvirkjum er fundist hafa á Íslandi.
Nokkuð hefur verið ritað um aldur Ögmundarhrauns á Reykjanesi á undanförnum árum og hefur sitt sýnst hverjum. Jón Jónsson (1982,1983) og Sigurður Þórarinsson (1974) hafa á grundvelli geislakoslaldursgreininga og afstöðu hraunsins til mannvistarleifa í Krýsuvík dregið þá ályktun, að það hafi brunnið á öndverðri 11. öld. Sveinbjörn Rafnsson (1982) hefur kannað sögulegar heimildir um hraunið og kirkjustaðinn í Krýsuvík og álítur hann, að hraunið hafi runnið seint á tímabilinu 1558-1563. Þorvaldur Thoroddsen (1925) áleit að

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Ögmundarhraun gæti hafa runnið 1340 og Jónas Hallgrímsson (útg. 1934-37) var sömu skoðunar. Tómas Tómasson (1948) og Einar Gunnlaugsson (1973) hafa rakið heimildir um eldgos á Krýsuvíkursvæðinu en taka ekki afstöðu til aldurs Ögmundarhrauns.

Húshólmi

Húshólmi – garður – uppdráttur

Ástæða þess, að áhugi hefur verið meiri fyrir könnun Ögmundarhrauns en annarra hrauna á Reykjanesi er sú, að það hefur runnið yfir bæ og önnur mannvirki s.s. fjárrétt og torf- og grjótgarða, sem sjást í hraunjaðrinum. Gjóskulög sem nefnt hefur verið miðaldalagið hjálpar til við ákvörðun á aldri Ögmundarhrauns og skal fyrst reynt að varpa ljósi á aldur þess. Miðaldalagið er eina gjóskulagið frá miðöldum auk landnámslagsins sem finnst í jarðvegssniðum á svæðinu. Í þessari grein verður skýrst frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru: „Ögmundarhraun er komið upp í eldstöðvarkerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún nær frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð.

Helgafell

Nyrsti gígurinn í gígröð Ögmundarhrauns vestan Helgafells.

Við Helgafell endar gosvirknin að mestu, en sprungurnar ná lengra til norðausturs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit. Eldgosið hefur einkennst af umbrotahrinum, af gliðnun lands og kvikuhlaupum með hléum á millum. Síðustu eldsumbrot í Trölladyngjuog Krýsuvíkurkerfinu mætti nefna Krýsuvíkurelda því þá eyddist bærinn í Krýsuvík. Hraunin hafa að mestu fyllt Móhálsadal milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls, og runnið til sjávar í suðri. Nyrst í Móhálsadal slitnar gígaröðin á 7 km kafla en tekur sig aftur upp norðan við Vatnsskarð og liggur þaðan meðfram Undirhlíðum allt norður á móts við Helgafell. Hraun frá þessum hluta gígaraðarinnar (Kapelluhraun o.fl.) hafa runnið til sjávar milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur. Jón Jónsson hefur áður haldið því fram að að Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun hafi runnið í sömu goshrinunni„.

Húshólmi

Húshólmi – einn garðanna.

Í Ögmundarhrauni er Húshólmi stærstur óbrennishólma, sem þar eru. Hann er austast og neðst í hrauninu. Nokkru vestar er Óbrennishólmi. Rústir eru í báðum þessum hólmum.

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjulágar.

Merkastar eru rústirnar í svonefndum Kirkjulágum, sem eru smáhólmar skammt vestan við Húshólma. Þeim hefur Brynjúlfur Jónsson (1903) lýst. Þar eru greinilegar rústir af bæjarhúsum sem hlaðin hafa verið að mestu úr lábörðu grjóti. Í efri láginni hefur hraunið runnið upp að byggingum og að hluta yfir þær. Í neðri láginni er m.a. ein tóft sem hraunið hefur ekki náð að renna yfir og hefur verið talið líklegt að þar hafi verið kirkja eins og örnefnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til. Hús þetta virðist hafa verið brúkað eftir að hraunið rann sem sést af því hve miklu greinilegri og hærri tóftin er heldur en þær sem hraunið hefur lagst upp að. Húsið hefur dyr í vestur og snýr eins og kirkjur hafa gert um aldir. Þar sem segir frá Krýsuvík í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (31. mars 1755) og einnig í hinni prentuðu ferðabók þeirra (Eggert Ólafsson, 1772) er þess getið að hraunflóð hafi eytt kirkjustað sem Hólmastaður hét. Það átti að sögn heimamanna í Krýsuvík að hafa gerst tveim öldum áður en Eggert og Bjarni komu þar. Nafnið Hólmastaður bendir til að staðurinn dragi nafn af Húshólma en það nafn hefur hann vart fengið fyrr en eftir að Ögmundarhraun rann.

Húshólmi

Hólmasund.

Landslag við bæjarrústirnar bendir til að bærinn hafi staðið nærri sjó, sennilega við austanverða vík, sem hefur verið hin eiginlega Krýsuvík, en hún hefur fyllst af hrauni í Krýsuvíkureldum.
Í sjávarkampinn hafa menn sótt grjót í byggingar á hinu forna bæjarstæði í Krýsuvík.

Húshólmi

Hólmasund.

Í Húshólma eru tveir garðar, sem hverfa inn undir hraunið. Efri garðurinn liggur þvert yfir hólmann og hefur að mestu verið hlaðinn þvert yfir hólmann og hefur að mestu verið hlaðinn úr torfi en þó sést í grjót á stöku stað. Allnokkur hluti hans er nú blásinn. Neðri garðurinn liggur í sveig vestast í hólmanum og er mun meira grjót í honum en þeim efri. Þessi garður mun marka það stykki sem nefnt var Kirkjuflöt. Efst í Húshólma er lítil fjárborg forn og niðri við gamla fjörukampinn er lítil hústóft.
Í Óbrennishólma eru tvö mannvirki.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Annað er fjárborg sunnan til í hólmanum en hitt eru leifar af fjárrétt nyrst í honum og hefur Ögmundarhraun runnið að nokkru yfir og inn í hana (Jón Jónsson, 1982).
Gata liggur í Húshólma austan frá. Hún er greinilega rudd og 2-3 m á breidd og allgreiðfær. Augljóst er af ummerkjum að þessi vegagerð er ekki frá síðustu tímum.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Til að kanna aldur Ögmundarhrauns voru mæld nokkur gjóskulagasnið, bæði í jaðra hraunsins og utan þess. Á þessu svæði eru nokkur gjóskulög af þekktum aldri. Þekktasta gjóskulagið á þessum slóðum er svonefnt landnámslag. Lagið er venjulega tvílitt, neðri hlutinn er ljós og erfi hlutinn dökkur. Lagið hefur greinilega fokið til og því að líkindum fallið að vetri til. Þessi litaskipti hafa verið álitin marka upphaf búsetu í landinu (Þorleifur Einarsson, 1974). Lagið hefur verið notað til að ákvarða hvaða hraun á Reykjanesi hafa brunnið eftir að land byggðist (sbr. Jón Jónsson, 1983).
Annað nokkuð þekkt gjóskulag á Reykjanesskaga er svonefnt miðaldalag. Reynt hefur verið að heimfæra það upp á eldgos sem getið er um í rituðum heimildum. Upptök öskulagsins eru í sjó við Reykjanestána. Leifar gígsins eru Karlinn, stakur drangur skammt undan landi, en hluti af gígbarminum er skammt norðbestur af Valahnúk og hefur yngra Stampahraunið runnið upp að honum.

Húshólmi

Húshólmi – stoðhola í skála.

Til eru fimm geisla-kolsaldursgreiningar, sem tengjast Ögmundarhrauni. Árið 1974 tók Þorleifur Einarsson tvö koluð sýni úr eldstæði í rústunum í Kirkjulágum (efri láginni) í Húshólma og lét aldursgreina þau. Niðurstaðan var 980+/-60 og 960+/-170. Sýnið ætti því að vera frá því um 1027 e.Kr. Jón Jónsson (1982) lét gera þrjár aldursgreiningar árið 1979 á koluðum gróðurleifum undan hrauninu. Niðurstöður mælinganna voru ártölin 1050, 1095, 1125, 1141 og 1148. Niðurstaðan var og sú að miðaldaöskulagið geti verið frá 1226/27.

Fátt er um sögulegar heimildir um eldgos á Reykjanesskaga á þessum tíma og eru þær allknappar. Frá 1151 er getið um gos í Konungsannál, bs. 115, Oddaverjaannál, bls. 474 og Annál Flateyjarbókar, bls. 301. Árið 1188 segir frá gosi í Trölladyngju í Skálholtsannál, bls. 180. Sigurður Þórarinsson (1965) birti kort af Íslandi þar sem merkt eru inn gos á sögulegum tíma og þar telur hann eldgos í Trölladyngju á Reykjanesi vera 1151, 1188 og 1360, en telur þó síðastnefnda áratalið óvisst.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Þegar gögn eru skoðuð hníga ýmis rök að því að Ögmundarhraun hafi runnið á 12. öld og engin ástæða er til að véfengja frásagnir annála af gosi 1151. Eldgosið sem varð 1188 gæti hafa verið á svipuðum slóðum og hluti af sömu goshrinu. Þar sem svo langt hefur liðið milli goshrina þá er hugsanlegt að seinna gosið hafi verið mun minna.

Húshólmi

Húshólmaferð á afmæli Grindavíkur.

Til eru lýsingar Herberts kapelláns í Clairvaux í Frakklandi á hraunrennsli í sjó á Íslandi. Þar lýsir hann hrauni, sem rann í sjó fram á Íslandi á 12. öld og þá fyrir 1188. Þar sem hraunrennsli í sjó á þessum tíma er aðeins þekkt frá Krýsuvíkureldum renna skrif kapellánsins frekari stoðum undir þá skoðun að Ögmundarhraun hafi runnið 1151. Grafið var eitt snið í gegnum efri garðinn í Húshólma og reyndist það forvitnilegt. Garðurinn er mjög vel varðveittur. Pælan, sem stungin hefur verið með garðinum beggja vegna til efnistöku, sést greinilega af litaskiptum í jarðvegi og er hún um 10-15 cm djúp í sniðinu. Neðst í pælunni norðan megin við garðinn var dreif af landnámslaginu en hún lá ekki inn undir garðinn svo það hefur fallið eftir að hann var hlaðinn. Miðaldalagið liggur upp að garðinum beggja vegna. Hann er því hlaðinn fyrir 900, en þegar miðaldalagið féll um 1226/27 var verulega fokið að honum. Einnig var grafið snið við fjárborgina efst í Húshólma og þar lá miðaldalagið upp að vegghleðslunni og er hún því allnokkru eldri en öskulagið.
Samkvæmt framangreindum rannsóknum virðist sá hluti Ögmundarhrauns, sem umlukti rústirnar í Húshólma hafa runnið 1151. Það er því fullljóst að þarna er um mjög fornar minjar að ræða.

Jón JónssonJón Jónsson, jarðfræðingur, gerði merkilega rannsókn á öllum Reykjanesskagnum árið 1978, en þá taldi hann Ögmundarhraun geta hafa runnið um 1005. Ljóst er að um nokkur hraun er að ræða. Ef til vill hafa sum þeirra runnið á svipuðum tíma úr mismunandi gígum, en önnur eru greinilega bæði eldri og yngri.
Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um aldur Ögmundarhrauns í afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi. Eftirfarandi er úr greininni: „Á Reykjanesskaga lágu leiðir um ung og úfin hraun og þar kynntust menn meiri óvegum á landi en víðast annars staðar. Fjölförnust slíkra leiða fyrrum hefur væntalega legið um Kapelluhraun sem líklega er nefnt Nýjahraun í Kjalnesingasögu eins og Þorvaldur Thoroddsen hefur getið sér til um. Annað hraun á Reykjanesskaganum úfið og ungt, sem ruddur var vegur um fyrrum var Ögmundarhraun. Dálítið er af sögum og sagnbrigðum um veginn yfir Ögmundarhraun. Elsta skráða sögnin um hraunið er líklega hjá Sveini Pálssyni frá 1796. Þar er sagt frá því að Ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og verið myrtur að launum austan við það, þar sem sé dys hans. Sveinn virðist stinga upp á að dysin sé leyfar af tollbúð Ögmundar. Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmundarhraun.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og Ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta 19. aldar. Hjá honum er sagan lík um Ögmund nema þar vinnur hann við vegargerðina til að fá dóttur bónda (á Ísólfsskála 1818 og í Krýsuvík 1840) sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar.
Brynjúlfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og Ögmundarhraun á síðari hluta 19. aldar. Þar er sagan svipuð hinum fyrri, en þar er Ögmundur kallaður berserkur.
Sagan um Ögmund er auðvitað skyld sögunni um berserkina og Berserkjahraun, sem sagt er frá í Eyrbyggju eins og Þorvaldur Thoroddsen benti á fyrir löngu. Eins og sjá má virðist sagnamyndunin um staðinn ekki ýkja gömul og hafa þróast á 18. og 19. öld.

Allt frá útgáfu ferðabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hafa lýsingar á byggðaleifum í Ögmundarhrauni verið almennt kunnar. Í ferðabókinni segir: „..at Innbyggerne I og nær ved Kriseviig, viide at fortælle om en forskrækkelig Jordbrand, som… har skikket en Ildström neð til Söekanten, og ödelagt nogle Gaarde paa den Strækning, hvor ÖgmundsHraun nu ligger, og iblandt disse er Kirkestedm kaldet Holmastadur, hvo man endnu seer Stykker af Kirke-Gaarden og Huuse-Toftene“.
Jón Vestmann lýsir einnig byggðaleifum þarna og nefnir Húshólma árið 1818 og segir að ein tóftin, sem snúi eins og kirkja, sé talin gamalt goðahof. Enn lýsir Jón Vestmann byggðaleifunum í Húshólma árið 1840. Fram að tíma Brynjúlfs hafði þess ekki verið getið að byggðaleifar eldri en Ögmundarhraun væru ekki einungis í Húshólma, sem er nærri austurjaðri hraunsins, heldur einnig í Órennishólma, sem er nokkur vestar í hrauninu en Húshólmi. Telur Brynjúlfur það af þessum ummerkjum ekki efamál að kirkjustaðurinn Krýsuvík og bæri „ef til vill eigi allfáir“ hafi farið undir hraunið.Tilgáta Brynjúlfs er sennileg ef hverfisbyggð hefur verið á þessum stað þegar Ögmundarhraun rann, eins og tíðkast á Suðurlandi, frá Kjós og austur í Lón. Í Jarðatali Johnsens eru t.d. taldar 7 hjáleigur í Krýsuvíkurhverfi. Þorvaldur Thoroddesn lýsir einnig byggðaleifunum í ritum sínum og hefir greinilega mælt þær.

Húshólmi

Fornmaður“ í Húshólma.

Verbúðir og fiskbyrgi á Selatöngum eru yngri en Ögmundarhraun enda úr því hlaðin. Á þá verstöð er fyrst minnst í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. (sjá rit Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga). Loks verður að geta þess að Ólafur Þorvaldsson hefur nokkuð lýst staðháttum á þessum slóðum í fróðlegum þáttum um Krýsuvík og mannlíf þar í byrjun þessarar aldar.
Fræðimenn hafa metið aldur Ögmundarhrauns á tvennan hátt. Annars vegar af athugun á sjálfu hrauninu og legu þess, hins vegar af ritheimildum, fyrst og fremst annálum, um gos á þessum slóðum. Af útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna er ljóst að þeir telja Ögmundarhraun nýlegt hraun, „en nye opkommen sæl Egn“. Að hraunið sé ekki ýkja gamalt er einnig skoðun Jónasar Hallgrímssonar.
Þorvaldur Thoroddsen kveður hins vegar upp úr um það að hraunið sé yngst allra hrauna sem þarna séu. Athugaði Þorvaldur Ögmundarhraun sérstaklega árið 1883 og birti síðar af því kort. Þannig var fræðimönnum ljóst af Húshólmarústunum, allt frá tímum Eggerts og Bjarna, að hraunið var yngra en Íslandsbyggð og eftir könnun Þorvalds varð ljóst að það var með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum.

Húshólmi

Gerði í Húshólma.

Íslenskir jarðfræðingar á þessari öld hafa auðvitað ýmsir skoðað Ögmundarhraun en einhver merkasti áfanginn í rannsóknunum á því í seinni tíð hlýtur þó að teljast hið ítarlega jarðfræðikort Jóns Jónssonar, jarðfræðings, af Reykjanesskaga, sem út kom 1978. Jón lýsir upptökum hraunsins, útbreiðslu og samsetningu. Hann telur að það þeki 16 ferkílómetra lands og ætlar að það muni vera um 0.32 rúmkílómetrar. Af korti Jóns má glöggva sig á legu og stærð Óbrennishólma og Húshólma í hrauninu.
Ritheimildir og tilraunir fræðimanna hafa miðað að því að koma við algeru (absolut) tímatali í árum eftir Kristburð. Eins og fyrri daginn ríður útgáfa ferðabókar Eggerts og Bjarna á vaðið. Þar er fjallað um Trölladyngjur, sem minnst sé á í annálum miðalda, en það séu eldfjöll sem gert hafi usla á Suðurlandi. Er á það bent að á Reykjanesskaga sé fjall sem sé kallað Trölladyngja og talið að það nafn hafi ef til vill átt við fleiri fjöll á þessum slóðum. Enn fremur segir frá því að uppteiknanir Gísla biskups Oddssonar séu eina ritið sem geti um gos í Trölladyngju 1340 og er látið að því liggja að þá hafi Ögmundarhraun kannski runnið.
Snemma á nítjándu öld var hafin útgáfa Árbóka Íslands eftir Jón Espólín. Í fyrsta bindi þeirra er annálagrein 61, sem er nær samhljóða annálagreininni í riti Gísla um gos í Trölladyngju, eini verulegi munurinn er ársetning gossins. Espólín telur það 1390, en Gísli og útgáfa ferðabókarinnar um 1340. Eftir útgáfu Jóns Jóhannessonar á Sjávar-borgarannál er ljóst að þar er komin heimild Espólíns um Trölladyngjugosið.

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Með útgáfu ferðabókar Eggerts og Bjarna og útgáfu Árbóka Espólíns var markaður sá bás sem aldursákvarðanir Ögmundarhrauns áttu eftir að velkjast í á 19. öld. Jónas Hallgrímsson stendur ráðþrota frammi fyrir þessum heimildum og veit ekki hvort hann á heldur að telja hraunið runnið 1340 eða 1390. Þorvaldur Thoroddsen virðist heldur ekki kunna lausn á þessum ágreiningi, en tilfærir báðar heimildirnar og telur þær ef til vill eiga við Ögmundarhraun. Þó reynir Þorvaldur að höggva á hnútinn með því að vitna í aðrar ritheimildir en annála. Jón Þorkelsson setti fram tilgátu í sambandi við leshátt í gömlu kvæði um krossinn helga í Kaldaðarnesi frá 16. öld.65 Þessi tilgáta var því miður slæm. Í Kvæðinu stendur þetta vísuorð í 23. vísu: „Út á mitt kom orgnisraun“ (eða oguisraun). Þessu síðasta orði í vísuorðinu vill Jón breyta og lagfæra í Ögmundarhraun. Þessa lagfæringartilgátu Jóns taldi Þorvaldur að mætti nota sem aldursmark við tímasetningu Ögmundarhrauns.

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Ögmundarhraun er ekki upprunnið úr Trölladyngju og þurfa þá tímasetningar gosa í einhverri Trölladyngju ekki að skipta máli hvað varðar aldur þess. Ekki er unnt að reiða sig á neina þeirra ritheimilda sem nefndar hafa verið um aldur hraunsins.
Í dagbók Eggerts og Bjarna, en þeir munu hafa verið í Krýsuvík 1755, eru upplýsingar, sem fólk í Krýsuvík hefur gefið þeim félögum. Hraunið rann samkvæmt lýsingu þess um miðja 16. öld og kirkjustaður varð fyrir barðinu á því. „Om Effter middagen forloed vi Krisevigen með alla, og Reiste moed NV, först over et Nyt hraun, Ögmundarhraun Kaldet, dette Steenfloed Har for omtrent 200. aar siden, brændt og rundet Ned fra fieldene hen til Söen over 2. miile lang vey…!“

Húshólmi

Hraunkarl í Húshólma.

Erfitt er að segja hvers vegna þessari frásögn var sleppt í prentútgáfunni af Ferðabókinni 1772.
Örnefnið Ögmundarhraun finnst ekki í eldri heimild en ofangreindri dagbók þeirra Eggerts og Bjarna frá 1755. Öðru máli gegnir um Húshólma, þar sem örnefnið kemur fyrst fyrir í heimild frá byrjun 17. aldar. Í handritinu AM 66a 8vo, sem er bók með ýmsum gögnum úr embættistíð Odds Einarssonar biskups, er á bl. 55r-56v afhending séra Gísla Bjarnasonar á Krýsuvík til séra Eiríks Stefánssonar árið 1609. Er það úttekt á húsum og búfé og fylgir trjáreikningur, þ.e. upptalning og rekatrjáa á Krýsuvíkurfjörum frá sama ári. Örnefni á rekafjörunum eru greinilega talin frá vestri til austurs. Þar er getið um Selatanga, Húshólma, Bergsenda, Sandskriðu og Keflavík. Húshólmi virðist ekki til í eldri heimild en trjáreikningum frá 1609.

Húshólmi

Húshólmi – Hólmasund.

Þess verður að geta sérstaklega að í þeim lýsingum frá síðari tímum sem til eru, er Húshólmi talinn einn þeirra staða þar sem hvað rekasælast er á Krýsuvíkurrekum. Húshólmi markast af Ögmundarhrauni og verður þessi elsta heimild um hann þá einnig elsta ótvíræða ritheimildin um tilvist hraunsins.
Af kirknaskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 virðist ljóst að þá sé komin prestskyldarkirkja í Krýsuvík. Til eru og heimildir frá 14. öld um Krýsuvík og er ljóst af þeim að þá er staður (beneficium) í Krýsuvík. Staðarprestar í Krýsuvík koma einnig glöggt í ljós í þeim heimildum frá 15. öld, sem nefndar eru í sambandi við rekaítök Viðeyjarklausturs í Krýsuvík.

Húshólmi

Útsýni yfir Krýsvíkurbjarg af sjávarstígnum við vestari Bergsenda.

Heimildir frá 15. öld eru til fleiri. Máldagi Krýsuvíkur, samhljóða framan af fyrsta hluta Krýsuvíkurmáldaga í Vilkinsbók um rekana, er til varðveittur úr tíð Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups (1477-90). Ennfremur er til varðveitt stutt minnisgrein um það að árið 1496 hafi Stefán Jónsson Skálholtsbiskup látið meta byggingarnar á Krýsuvíkurstað, kirkjuna „og staðinn allan með hjáleiguhúsum innan garða“.
Árið 1525 á séra Guðmundur Steinsson „beneficiator“ í Krýsuvík viðskipti við Viðeyjarklaustur með milligöngu Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups. Engan bilbug virðist þannig vera að finna á Krýsuvíkurstað á kaþólskum tímum. Ekki virðist vegur Krýsuvíkurstaðar heldur fara minnkandi í tíð Marteins Einarssonar Skálholtsbiskups, en frá honum er til Krýsuvíkurmáldagi 1553-54. Greinilegur lútherskur keimur er af talinu um fánýtar bækur í kirkjunni en þar segir einnig að „kirkja góð“ sé í Krýsuvík.

Húshólmi

Húshólmi – útsýni til norðurs.

Gísli Jónsson varð Skálholtsbiskup eftir Marteini árið 1558 og var þar til dauðadags 1587. Úr biskupstíð Gísla eru varðveittir allmargir máldagar. Þau ártöl, sem þar koma fyrir, eru á tímabilinu 1574-79. Þar er máldagi Krýsuvíkurstaðar með sama miðaldaforminu og áður, rekaskipanin talin, en innanstokksmunir og ornament líkt og í Marteinsmáldaga. Það er í biskupstíð Gísla sem Krýsuvík er lögð niður sem beneficium og alkirkjustaður og var það gert með dómi höfuðsmanns Páls Stígssonar 27. september 1563. Það er því víst að Krýsuvíkurmáldaginn úr biskupstíð Gísla er frá árabilinu 1558-63. Af öllu framansögðu er ljóst að líklega hefur hraunið ekki runnið fyrr en Gísli biskup hafði vísiterað í Krýsuvík, a.m.k. einu sinni. Ögmundarhraun hefur þannig líklega brunnið seint á árabilinu 1558-1563.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Í skrifum sínum um Krýsuvíkurkirkju að fornu og nýju, segir Ólafur Þorvaldsson m.a. eftirfarandi: „Eftir öllum líkum mun óhætt að segja, að kirkja hafi verið í Krýsuvík í átta til níu aldir. Ég held, að sögu Krýsuvíkurkirkju sé þannig farið, að erfitt sé að rekja hana, í það minnsta fyrstu aldirnar, svo öruggt samhengi fáist. Ég held, að margur myndi hnjóta um það spursmál, hvar fyrsta kirkja Krýsuvíkur hafi verið reist, hvenær, og hver hana lét gera.Við þessum spurningum höfum við hvergi getað fengið fullnægjandi svar.
Í Landnámabók Ara Þorgilssonar segir svo: „Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík.“ Einar Arnórsson prófessor telur líklegt, að Þórir haustmyrkur hafi komið nokkuð seint út. Fyrir þessu færir hann þau helst rökum að „Súgandi“, þriðji maður frá Þóri, ætti að vera uppi um 1000.

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Landnám Þóris er því að nokkru í Gullbringusýslu, en sýslumörkin telja, að kirkjan hafi ekki löngu eftir kristnitöku verið byggð í Krýsuvík. Yfir hinu mun hvíla algjör óvissa, svo sem fyrr er á minnst, hvar og af hverjum sú kirkja var byggð.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrir 1810.

Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt, ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum, auk ítaka. Eftir það er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar, fastar og laus ítök o.fl., og ber víðast fátt á milli, utan þá orðalag. Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið af lausafé. Hitt mun helur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt teljast allveg á vegi stödd í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, það er hún átti einnig Herdísarvíkina, bestu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýmis ítök.

Krýsuvík

Baðstofa – hverasvæði í Krýsuvík.

Hitt er ljóst, bæði af íslenskum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru, flestir til athugunar jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo, að til landauðnar dró á tímabili. Ég skal nefna hér eitt dæmi þessu til stuðnings. Árið 1553-’54 telur Marteinn biskup „kirkju þar góða, – en enginn bær er þá í sókninni“.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1900 – Howell.

Eitthvað hefur þetta ömurlega hlutskipti þess byggðarlags varðað, því að með bréfi 27. September. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri, í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti, niður sóknarkirkju í Krýsuvík, og leggist hún og eitt kot „sem þar er hjá“, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn“. Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Árni Magnússon telur hana útkirkju frá Strönd. Svo er og í kirkjuskrá 1748, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880.
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð ti Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. október 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík (Stjt. 1929 B. 305). „Með þessari síðustu ráðstöfun mætti ætla, að lokið væri sögu Krýsuvíkurkirkju hinnar fornu. Þó má segja enn sem fyrr, að kirkjan stendur eftir sem áður, – en mennirnir viðurkenna hana ekki lengur. – Ég fæ ekki betur séð en við þetta yfirgefna hús, sem einu sinni var guði vígt, hafi komið fram hinn sami „huldi verndarkraftur“, sem Jónas kveður um í Gunnarshólma“.

Méltunnuklif

Gamli Krýsuvíkurvegur um Méltunnuklif.

Það má segja, að frá 1563-1929 hafi Krýsuvíkurkirkjusókn verið í útlegð, eða í 366 ár. Í 344 ár var hún á vist hjá Strandarkirkju í Árnessýslu og í tuttugu og tvö ár hjá Staðarkirkju í Grindavík, þ.e. frá 1907-1929. Það ár er kirkja lögð niður í Krýsuvík. Eftir það eiga Krýsvíkingar kirkjusókn til Grindavíkur. Löng kirkjugata það.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1936. Fyrir utan kirkjuna standa þrír menn og einn drengur. Annar frá vinstri er Magnús Ólafsson einsetumaður í Krýsuvík. Kirkjan var afhelguð árið 1929 og þess vegna nýtt sem íbúðarhús þegar myndin var tekin – Ásgeir L. Jónsson.

Árið 1929, þegar kirkjan var lögð niður, eru þrjár fjölskyldur í sókninni, ein mannmörg, tvær miðlungi stórar. Þá mun hafa verið búið að ákveða vegarlagningu um Krýsuvík, ef hún hefur ekki þegar verið hafin“.
Ólafur kemst ekki að niðurstöðu um hvar kirkja í Krýsuvík hafi verið staðsett.. Hann spyr einfaldlega: „Yfir hinu mun hvíla algjör óvissa, svo sem fyrr er á minnst, hvar og af hverjum sú kirkja var byggð“.
Stefán Stefánsson (1878-1944), leiðsögumaður, þekkti mjög vel til í Krýsuvík. Hann skrifaði m.a. eftirfarandi um Húshólma og Ögmundarhraun: „Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi, þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefur hraunstraumurinn klofnað. Hefur önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Rétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar, og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefur orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið, enda lítt hugsanlegt, að bænum hafi verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið þar, sem hann nú er, nálega hálfa fimm kílómetra frá sjó, enda ekki um neina vík neins staðar að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan nefndar gamla Krýsuvík eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum verður lægð nokkur í hraunstrauminn, og álíta sumir, að einmitt þar hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafn sitt af rétt vestan við Húshólmann við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt heitir og rétt hjá rústunum.“

Þörf á ítarlegri rannsóknum

Húshólmi

Kirkjustígur í Húshólma.

Mikilvægur þáttur fornleifaverndar er varðveisla minja, rannsóknir og varðveisla upplýsinga. Mikilvægt er fyrir þjóðina að vernda minjar; hlúa að menningararfi hennar.

Húshólmi

Húshólmi – stoðholur.

Skv. Þjóðminjalögum lætur Fornleifavernd, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar.77 Skv. reglugerð um þjóðminjavörslu annast Fornleifavernd einnig rannsóknir, skráningu og kynningu fornleifa. Mikilvægt er að vettvangsskoða og skrá vandlega allar fornleifar á Húshólmasvæðinu sem og á aðliggjandi svæðum. Þá þarf að gera áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu, bæði með hliðsjón af aldri minjanna og hraunsins. Rannsaka þarf garða, tóftir og grafreit með hliðsjón af aldri, tilurð og hugsanlegum menningar- og búsetuminjum.
Rannsóknir, s.s. fornleifaskráning, hafa farið fram í og við Húshólma, samanber m.a. framangreindar athuganir Brynjúlfs, rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, Jóns Jónssonar og Hauks og Sigmundar og nú síðast skráning Bjarna F. Einarssonar vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Í fornleifaskráningu Bjarna kemur m.a. fram að fjárborgin í Húshólma er eldri en frá 1226, garðar eru sagðir eldri en 1550 sem og tóftir við hólmann. Suðurstrandarvegur hefur á undanförnum árum fengið talsverða athygli, en nokkrar rannsóknir hafa farið fram á svæði er ætlað hefur verið fyrirhugaðri legu hans, m.a. í gegnum Ögmundarhraun.

Húshólmi

Húshólmi – Hólmasundsstígur fremst.

Um tíma var ein hugmynd að leggja veginn í gegnum ofanverðan Húshólma. Skiptar skoðanir voru um ágæti þess m.t.t. verndunarsjónarmiða minjanna. Bjarni gerði athugasemdir við umsagnir umsagnaraðila v/Suðurstrandarvegar í mars 2001. Í þeim kemur m.a. fram að „getið hefur verið um fyrirhugaða lagningu Suðurstrandarvegar þar sem hann liggur m.a. í gegnum Ögmundarhraun. Aðilar gáfu út umsagnir um legu vegarins, m.a. með tilliti til fornleifa. Í athugasemdum kom m.a. fram: „Fornleifafræðistofan hefur fengið til athugunar umsagnir fjögurra aðila um tillögu að matsáætlun Suðurstrandarvegar. Allar eru ábendingarnar sem fram koma góðar og eru umsagnaraðilar sammála þegar svo ber undir. Þó er einn staður sem umsagnaraðilar eru ekki sammála um, en það er Húshólmi í Ögmundarhrauni í landi Grindavíkur. Þjóðminjasafn, Hafnarfjarðarbær og Landmótun leggja til að hinn fyrirhugaði vegur verði færður upp fyrir hólmann, en Grindavík mælir með því að hann verði lagður í gegnum hann. Rökin með færslunni upp fyrir Húshólma eru þau að um samfellt minjasvæði frá Húshólma, Fitjum og að Selöldu sé að ræða og að færsla vegarins komi betur út vegna tengingar við Ísólfsskálaveg, þ.e.a.s. aðkomu að Krýsuvíkurhverfi að sunnan (Landmótun og Hafnarfjarðarbær).

Húshólmi

Gerði utan í Ögmundarharuni að austanverðu.

Þjóðminjasafnið bendir á að vegurinn muni skera í sundur Húshólma og fjórar fornleifar lenda ofan vegar. Væntanlega er gengið út frá sömu forsendum og Hafnarfjarðarbær og Landmótun gera, þ.e.a.s. að um samfellt minjasvæði sé að ræða, allavega í sjálfum Húshólmanum.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Rök Grindavíkur með því að hafa veginn í gegnum Húshólma eru nokkur: Þau eru; öryggisatriði varðandi hugsanlegan sjávarháska, öryggi gagnvart snjóalögum og skemmti- og fagurfræðilegt gildi vegna ferðamanna. Einnig er bent á að leiðin muni liggja nærri fornminjum og áhugaverðum stöðum sem ekki hafa notið sín eins og verðugt væri hingað til. Þjóðminjasafnið tekur undir þetta sjónarmið en mælir þó gegn legunni. Því ber að álykta að eina röksemdin fyrir færslu vegarins norður fyrir Húshólma sé samfellt minjasvæði.“
Bjarni telur hins vegar að Húshólmi og Selalda eigi fátt annað sameiginlegt en að á þeim séu fornleifar. Hinar fornu rústir í Húshólma séu mun eldri en rústirnar við Selöldu og af allt öðrum toga. Einnig megi benda á að svæðin séu í sitt hvoru sveitarfélaginu og að þau hafi ólíkar skoðanir til umgengis og verndunar minjanna á þeim. Bjarni telur að Húshólminn sjálfur sé merkilegt fyrirbæri, en það sé allt önnur saga.

Húshólmi

Kirkjustígur í Húshólma.

Skráning fornminja er einn þáttur rannsókna. Í Húshólma þarf að skrá allar fornminjar, hvort sem um er að ræða tóftirnar vestan hólmans, garða, fjárborg, rétt/stekk, gerði, refabyrgi, tóft ofan við Hólmasund, gerði vestan í Ögmundarhrauni, stíga og annað er tengst gæti og skapað heilstæða mynd af minjasvæðinu. Færa þarf upplýsingarnar inn á aðgengilega kortagrunna, merkja minjar, gera ráðstafanir til að varðveita þær, gera ráð fyrir reglubundnu eftirliti eða vöktun á svæðinu, koma á góðu samstarfi við framkvæmda- og hagsmunaaðila tengdum svæðinu, þátttöku almennings og áhugafólks, upplýsingamiðlun og fjármagn til þeirra aðgerða og ráðstafana er lagðar verða til.“

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Í grein á vefsíðu Fornleifafræðistofnunar segir Bjarni m.a. að „samband náttúru og menningar hefur verið manneskjunni hugleikið allt frá tímum Forn-grikkja. Menn sáu snemma sambandið á milli menningar og umhverfis og vægi náttúrunnar í örlögum mannsins. Manneskjan hefur lagað sig að ólíkustu aðstæðum. Því nær sem dregur nútímanum þeim mun stórtækari er mótun hennar á umhverfinu. Maðurinn hefur tekið meira úr umhverfinu en hann skilar til þess og til frambúðar getur það aðeins þýtt einn hlut ef ekki verður að gáð: stórslys. Og í þessu sambandi á ég ekki aðeins við hið náttúrulega eins og hráefni ýmisskonar, ég á einnig við leifar eftir gengnar kynslóðir en þær eru jafn mikilvægur hluti af umhverfinu og vatnið, grösin og bergið. Umhverfi samanstendur nefnilega bæði af náttúrulegum og menningarlegum þáttum. Hin mikla og nauðsynlega umræða sem tengist umhverfismálum og virðist fara vaxandi hér á landi, hefur því miður nær einvörðungu snúist um hið fyrrnefnda. Nú er tími til kominn að gefa hinu síðarnefnda gaum. Hinn menningarlegi þáttur umhverfisins er rústir og önnur verksummerki manna, örnefni og ýmsir staðir sem tengjast trú manna, sérstökum atburðum eða verkmenningu þjóðarinnar. Slíkt umhverfi í félagi við hið náttúrulega köllum við menningarlandslag.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæði.

Menningarlandslagið er mikilvægt fyrir sjálfsvitund einstaklinganna. Það eru minningar sem tengjast forfeðrunum, þeim sjálfum og sögunni. Þeir eru hluti af menningarlandslaginu. Þegar fé er ráðstafað er mikilvægt að hafa framangreida þætti í huga. Afleiðingarnar gætu komið fram síðar, þegar of seint verður að bregðast við fyrrum mögulegri varðveislu framangreindra menningarminja. Þegar á heildina er litið er það bæði lífríki einstakra staða og mannvistarleifarnar sem gera þessa þjóð að því sem hún er.

Húshólmi

Húshólmi – greni.

Menningararfurinn er ekki aðeins fólginn í handritunum okkar, tungunni eða því sem söfnin geyma. Hann er að verulegu leyti einnig fólginn í rústunum sem finnast út um allt land. Í þeim er fólgin saga, sem hvergi er geymd annarsstaðar. Þær eru lykillinn að skilningi okkar á gripunum, sem horfið hafa úr sínu eðlilega umhverfi inn á söfnin og sumar rústanna geta einar varpað ljósi á líf alþýðunnar og hlutskipti hennar í lífsbaráttunni. Íslensk þjóð varð þjóð á meðal þjóða í húsum, sem nú eru rústir einar. Rústirnar skipta okkur því nákvæmlega jafn miklu máli og rústir annarra þjóða skipta þær, þó svo að þær séu ekki jafn miklar að vexti og ekki úr jafn varanlegum efnum og rústir margra annarra þjóða. Minnimáttarkennd okkar Íslendinga í þessum efnum er athyglisverð, en hún stafar fyrst og fremst af vankunnáttu okkar um þessi mál og þeirri staðreynd að við höfum ekki skilið þýðingu rústanna fyrir þjóðarímyndina. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, voru þessar rústir hluti af tilverunni og veruleikanum og þess vegna eru þær mikilvægar fyrir þjóðina, sögu hennar og ímynd. Ef hún eyðir þeim, eyðir hún hluta af sjálfri sér.

Húshólmi

Húshólmi – refagildra.

Mikilvægi rústanna nær að auki út fyrir landsteinana og má t.d. benda á þá staðreynd að erlendis hefur plógurinn meira eða minna afmáð híbýli bænda frá víkingaöld. Hér á landi tíðkuðust aðrir búskaparhættir, sem hlífðu þessum tegundum rústa. Þær varpa því ljósi á hlutskipti manneskjunnar í norrænum veruleika. Mikilvægt er að hafa í huga að þótt minjar á nálægum svæðum séu ekki frá sama tíma eða jafnvel minjar innan tiltekins svæðis, geta þær sem heild eftir sem áður verið jafn merkilegar. Þær geta lýst og endusagt búsetu-, atvinnu- og nýtingarsögu svæðisins til lengri tíma. Á Selatöngum er t.d. saga vermennsku og sjósóknar, fiskverkunar, mannlífs og draugagangs í veri.
Í Húshólma eru væntanlega frumbúsetuminjar og nýting svæðisins til fjárhalds og undir Selöldu er m.a. saga seljabúskapar fyrr á öldum og væntanlega búskapar á síðari öldum. Allt getur þetta vel spilað saman og bæði stuðlað að fjölbreyttri nýtingu og áhrifaríkri upplýsingagjöf til handa áhugasömu fólki.“

Hvað á að rannsaka?

Húshólmi

Stekkur í Húshólma.

Minjavernd verður að byggja á vettvangsathugunum en benda má á nokkur atriðið sem vert er að hafa í huga við áætlanagerð, skipulag og varðveislu svæða. Auk vegagerðar og línulagna stafar fornleifum nú helst hætta af skógrækt og aukinni sumarbústaðabyggð auk þess sem nýbyggingar og framkvæmdir á þéttbýliskjörnum. Minjunum í Húshólma og nágrenni stafar þó ekki ógn af síðastnefndu þáttunum.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Í Húshólma hafa minjarnar varðveist svo vel sem raun ber vitni vegna þess að þær hafa verið tiltölulega óaðgengilegar inni í hrauni og jafnvel þótt áhugasamt fólk hafi reynt að finna þær hefur því reynst það erfitt. Sama á við um minjarnar í Óbrennishólma. Aðrar minjar á svæðinu, þ.e. Selatangar að vestanverðu, hafa um allnokkurt skeið verið aðgengilegar fólki, en þrátt fyrir hversu nærtækar þær hafa verið, hefur furðu mörgum reynst erfitt að finna þær. Verminjunum þar hefur helst stafað hætt af ágangi sjávar, enda má sjá mikinn mun á minjunum er standa næst sjónum frá því einungis fyrir nokkrum árum síðan. M.a. hefur sjórinn nýlega brotið niður hluta eins heillega verkshússins af þremur. Eftir standa tvö, en þau gætu einnig hæglega farið forgörðum í einhverjum stórsjónum einn vondan veðurdag. Að austanverðu stafar minjunum undir Selöldu ekki ógn af fólki vegna þess hve fáir vita af tilvist þeirra. Þar eru jarðvegseyðingaröflin hins vegar ógnandi skaðvaldur.

Húshólmi

Húshólmi – skjól við stekk.

Framangreinar minjar eru ekki allar aðgengilegar eða sýnilegar, en full ástæða væri til að koma upplýsingum um þær á framfæri við ferðamenn og almenning og auka þannig útivistargildi svæðisins að hluta eða í heild.

Húshólmi

Húshólmi – selsminjar.

Þegar skipulögð eru útivistarsvæði, þá er sjálfsagt að reyna að nýta þær auðlindir sem fyrir eru og fornleifastaðir geta verið afar spennandi og upplýsandi fyrir skólafólk eða ferðamenn, jafnt innlenda sem útlenda, að skoða. Til þess að það sé hægt þarf ekki annað en að skrá staðinn á vettvangi, merkja hann svo fólk viti hvert að eigi að fara og gera upplýsingar um hlutverk og gildi minjanna aðgengilegt á einn eða annan hátt, t.d. með prentuðum bæklingum eða skiltum á staðnum. Fyrir ferðaþjónustuna, og þá um leið viðkomandi byggðarlag, eru menningarleifar líkt og í Húshólma og nágrenni, mikil verðmæti.

Gildi minjanna í Húshólma
Eins og fram kemur í athugasemdum Bjarna F. Einarssonar er Húshólmi merkilegt fyrirbæri. Sama viðhorf endurspeglast í athugunum Brynjúlfs Jónssonar og annarra, sem skrifað hafa um minjarnar í hólmanum eða rannsakað þær m.t.t. aldurs. Mikilvægt er að vernda minjar og umhverfi Húshólma. Ljóst er að aldur minjanna er hár og telja má fullvíst að Ögmundarhraun, er færði hluta þeirra í kaf og hlífði öðrum, hefur runnið á sögulegum tíma. Það gefur hrauninu ákveðið gildi, auk þess sem einstakt má telja að hægt sé að ganga að minjum við slíkar aðstæður.

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Segja má að minjarnar í Húshólma feli í sér flest það er gjaldgengt er í minjavernd. Þau hafa mikið gildi fyrir land og þjóð, hvort sem um er að ræða ímyndargildi fyrir landssvæðið og fólkið, tengslagildi við sögu og uppruna, vísindalegt gildi vegna takmarkaðra fyrirliggjandi upplýsinga og hugsanlegra möguleika þeirra á að varpa ljósi á fyrrum óljósa hluti með rannsóknum, upplifunargildi fyrir áhugasamt fólk, fagurfræðilegt gildi vegna aðstæðna á svæðinu þar sem eru samspil hrauns er runnið hefur á sögulegum tíma og minja, sem til eru komnar eftir að fólk settist fyrst að hér á landi, upplýsingagildi er felst í að miðla þekkingu sem aflað hefur verið á fræðilegum grundvelli og ekki síst nota- og fjárhagslegt gildi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.

Húshólmi

Gamla Krýsuvík eftir að hraunið rann 1151.

Fjallað verður nánar um síðastnefnda gildi sérstaklega. Minjar eru áþreifanlegur og efnislegur tengill við fortíðina umfram sem bækur eða frásagnir gera. Þær eru tákn fortíðar, geta gefið upplýsingar um liðna sögu, miðla þekkingu milli kynslóða og eru í raun tengill nútímafólks við forfeður þess.
Í bréfi Kristins Magnússonar, fornleifafræðings, f.h. Þjóðminjasafns Íslands varðandi Suðurstrandarveginn milli Grindavíkur og Þorlákshafnar í framhaldi af vettvangsskoðun í Húshólma er m.a. fjallað um fyrrgreindar athugsemdir Bjarna um Húshólma og skilyrði veglagningar í gegnum hólmann. Í bréfinu segir m.a. að „Þjóðminjasafnið telur að til að hægt sé að fallast á lagningu vegarins gegnum Húshólma þurfi aðgera bílastæði við veginn. Mæla þarf rútsirnar á svæðinu upp og búa til upplýsingaspjöld á bílastæðinu þar sem almenningur getur fræðst um það sem þar er að sjá. Leggja þarfs tíga ums væðið þannig að umferð um það sé stýrt. Búa þarf til umbúnað um rústirnar sjálfar þannig að þeim stafi ekki hætta af umferð gangandi fólks um svæðið en jafnframt þannig að tilfinningin fyrir mikilfengleika rústanna í hrauninu glatist ekki.

Húshólmi

Húshólmi í Ögmundarhrauni.

Til athugunar er að efna til samkeppni um frágang svæðisins. Huga þyrfti að samstarfi við Þjóðminjasafnið,Vegagerðina, Grindavíkurbæ, Náttúruvernd ríkisins og e.t.v. fleiri aðila í þessu sambandi. Samningur milli þessara aðila og framkvæmdaáætlun verður að liggja fyrir áður en hafist verður handa við vegaframkvæmdirnar og framkvæmdir við frágang svæðisins verða að haldast í hendur við vegagerðina og vera lokið áður en almennri umferð verður hleypt áveginn. Tryggja þarf viðhald þeirra mannvirkja sem þarna verða reist í framtíðinni og eftirlit með fornleifunum. Ráða þarf umsjónarmann yfir sumartímann sem hefði með höndum leiðsögn eftirlit á svæðinu. Einungis með þessum skilmálum getur Þjóðminjasafn Íslands fallist á að vegur verði lagður í gegnum Húshólma. Ef ekki er hægt að tryggja varðveislu minjanna á svæðinu með slíkum aðgerðum telur safnið að eina leiðin til að forða þeim frá skemmdum sé að viðhalda erfiðu aðgengi að svæðinu með því að leggja veginn norðan Húshólmans.“

Ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirstandandi eyðingu minja í Húshólma og nágrenni

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Í dag er helsta ógnin við hluta fornleifanna jarðvegsrof í Húshólma. Þegar hafa langir hlutar torfgarða fokið burt og ljóst er að þeir munu hverfa að mestu í framtíðinni verði ekkert aðgert.

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

Landgræsla ríkisins, sem staðið hefur fyrir uppgræðslu og áburðargjöf í Krýsuvíkurheiði austan við Ögmundarhraun, hefur haft áhuga á að græða upp sárin í Húshólma. Mikilvægt er að minjar í hólmanum beri ekki meiri skaða af en orðið er. Einnig er mikilvægt að huga að Óbrennishólma því þar hefur gróðureyðingin bæði sótt að fjárborginni stóru, tóft skammt austan hennar sem og jarðlægum garði er liggur upp með fjárborginni að vestanverðu. Þá eru minjarnar undir austanverðri Selöldu einnig í mikilli hættu vegna jarðvegseyðingar. Tvær fjárborgir eru nú á rofabörðum, forn tóft stendur á gömlum lækjarfarvegi og veður, vindar og vatn sækja að jarðlægum tóftum skammt austan hennar.
Minjar á Selatöngum eru í hættu vegna ágangs sjávar. Sjórinn hefur t.d. nýlega brotið niður hluta af annars heillegu húsi er stendur hvað næst sjónum. Líklega mun sjórinn smám saman taka til sín flestar minjanna á Selatöngum líkt og hann hefur gert víðast hvar með ströndum Reykjanesskagans í gegnum tíðina.

Húshólmi

Hraunkarl í Húshólma.

Aðgangur að minjunum – tillögur
Mikilvægt er að gefa fólki kost á að skoða minjarnar í Húshólma. Það þarf bæði að gera með ákveðnum takmörkunum, en jafnframt á þann hátt að það auki gildi og áhrif heimsóknarinnar. Í Húshólma eru bæði menningarminjar og náttúruminjar. Hvorutveggja þarf að gera aðgengilegt. Gæta þarf samræmis í þeim sjónarmiðum er lúta að friðun og verndun annars vegar og aðgengi almennings að fornminjum hins vegar. „Það að vekja athygli á stað eða minjum og gefa hvorutveggja gildi er besta varðveisluaðferðin.“

 Vettvangsskoðun – Ögmundarstígur og Ögmundardys – 2005

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Farið var í vettvangsferð um Ögmundarstíg og Ögmundardys skoðuð. Gengið var um Ögmundarstíg undir Krýsuvíkur-Mælifelli og eftir honum yfir Ögmundarhraun milli þess og Latsfjalls.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Staðnæmst var við dys Ögmundar, sem er þarna í austurjarðri hraunsins. Þar er eini hluti hins gamla Ögmundarstígs, sem enn er óbreyttur. Öðrum köflum stígsins í gegnum hraunið hefur verið breytt eftir því sem ökutækin hafa tekið breytingum. Þannig var hann endurruddur að nýju í byrjun fjórða áratugs 20. aldar (1932)84 er hann var gerður ökufær á kostnað Hlínar Johnsens í Krýsuvík. Stígurinn ber þess merki, enda orðinn bæði nokkuð beinn og breiður. Nýi akvegurinn liggur svo til samhliða honum skammt sunnar í hrauninu. Dysin er skírskotun til þjóðsögunnar um Ögmund. Bóndi samþykkti að gefa honum dóttur sína gegn því að Ögmundur ruddi stíg yfir hraunið á tilskyldum tíma. Ögmundur hófst handa að vestanverðu, en þegar hann kom austur yfir hraunið sat bóndi fyrir honum, drap hann þar í lægð og dysjaði. Þar er nú Ögmundardys. Dysin er að mestu eðlilega gerð frá náttúrunnar hendi, en vel má gera sér í hugarlund að hún hafi að hluta til verið hlaðin af mannahöndum.
Vesturhluti Ögmundarhrauns er af öðrum uppruna en austurhlutinn. Hraunið er rakið til gígaraðar austan í hálsinum, þar sem meginhraunið rann á milli Latsfjalls og Mælifells í Krýsuvík alla leið í sjó fram og langleiðina austur að Krýsuvíkurbergi.
Ögmundarstíg var fylgt yfir að Latsfjalli og síðan gengið suður með því að austanverðu, niður Latstöglin. Franskur ferðamaður, sem leið hafði átt gangandi um Krýsuvíkurveg, slóst með í förina, hann átti ekki von á að fá að kynnast svæðinu á þann hátinn.

Vettvangsskoðun – Óbrennishólmi – 2005

Ögmundarstígur

Ögmundardys.

Farið var í vettvangsferð um Óbrennishólma. Gengið var til austurs af Ísólfsskálavegi, áleiðis að sæluhúsinu í Ögmundarhrauni, skammt sunnan við Lat. Hlaðið er fyrir skúta og er dyrahellan þar við dyraopið. Stígur liggur ofan sæluhússins áleiðis í og áfram til suðausturs neðan við Óbrennishólma. Að þessu sinni var götu fylgt inn í hólmann og staðnæmst þar við stóra forna fjárborg á hæð í honum sunnanverðum. Í lægð vestan við borgina mótar fyrir fornu garðlagi frá norðri til suðurs.Austar er tóft, annað hvort af minni fjárborg er hringlaga topphlöðnu húsi. Hár hraunkanturinn er skammt austan hennar. Haldið var upp í hólmann og skoðaðir garðar þeir er hraunið hafði staðnæmst við. Greinilega sést hvar þunnfljótandi hraunið hefur runnið yfir hlaðinn garð. Grjótið í honum er úr grágrýti en ekki hraungrýti, sem er allt umhverfis. Líkast til er þarna um tvö eða fleiri hraun, mismunandi gömul, að ræða. Garðurinn hefur verið hlaðinn á eldra hraun, en yngra hraun runnið að honum. Grjótið í garðinum er svipað og á holtinu hjá stóru fjárborginni og í borginni sjálfri. Ofar í hrauninu er hlaðið hringlaga gerði, líklega nýrra, enda úr hraungrýti. Þá er hlaðið gerði og garður út frá því neðst og syðst í hólmanum. Hann virðist vera nýrri, enda hlaðinn að hraunkantinum, en hraunið ekki yfir honum líkt og efra.
Gengið var austur yfir úfið hraunið áleiðis að Húshólma. Af efstu brún þess er fallegt útsýni yfir hólmann og nærliggjandi hraun. Þaðan sést vel hvernig skipting hraunsins hefur verið, annars vegar þynnfljótandi og hins vegar úfið og seigt. Óbrennishólmi og Húshólmi hafa að öllum líkindum verið hæðir í fyrrum landslaginu og því staðið upp úr þegar hraunin runnu. Í suðri sést vel í Brúnavörður, en við þær liggur stígur frá suðurbrún úfna hraunsins áleiðis í Húshólma. Ljóst er að í Óbrennishólma eru einnig minjar, líkt og í Húshólma, sem ástæða er til að gefa sérstakan gaum m.t.t. varðveislugildis þeirra.

Grindavík – kenning um landnám

Ögmundarstígur

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Einkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík.
Lítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða.

Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp. Nafnið bendir til þess þar sem bæ sinn í Álftaveri þar veturinn áður hafði hann nefnt Hof er gæti hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd. Önnur vísbending eru aðstæður þær, sem verið hafa þar á þeim tíma. Ferskt vatn rann undan klöppunum, en það er óvíða að fá á þessu svæði, nema ef vera skyldi í Gerðisvallabrunnum vestan við Járngerðarstaði. Fjörubeit hefur verið góð, auk þess sem skipalagi hefur hvergi verið betra en í Hópinu.
Áður en opnað var inn í Hópið var þar fyrir ós, sem hægt var að komast um á flæði. Grasbleðill hefur og verið þarna við ströndina og tiltölulega greiðfært til fjalla þar sem nýleg hraun voru ofar. Ströndin, bæði að austanverðu og vestanverðu hafa verið allt annars eðlis og legið miklu mun lengra inn í skagann. Há björg hafa einkennt austurströndina, en litlar grónar víkur verið á milli Ísólfsskála og Krýsuvíkurbjargs. Gróið hefur verið í hlíðum Þorbjarnarfells (elsta fellið á svæðinu) og það því verið vænlegt til selstöðu.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – dys Ögmundar.

Synirnir voru fullvaxta er hér var komið sögu. Gnúpur hefur væntanlega fyrst tekið sér kvonfang og þurft búsílag. Hinn veraldarvani Molda-Gnúpur, sem fengið hafði viðurnefni (virðingarheiti) sitt frá fæðingarstað hans í Moldartúni á Norðmæri í Norðmæri í Noregi, hefur væntanlega viljað tryggja land sitt að austan, þar sem búið var í Hlíð við Hlíðarvatn í Selvogi. Hann hefur því væntanlega fengið syni sínum land þar sem áður var við Krýsuvík, á ystu mörkum þess tíma.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – Baðsvellir nær.

Ofar er Gnúpshlíðarháls og Gnúpshlíðarhorn syðst. Ögmundarhraun rann síðar yfir byggðina um 1151, en hlífði austasta hluta hennar að hluta. Byggðin þar hafði þá náð að þróast í u.þ.b. 211 ár. Líklega hefur Þórir haustmyrkur og hans afkomendur lagt einhverju af sínu fólki til land vestast á landssvæði sínu, til mótvægis við byggð Grindarvíkurbóndans. Þær minjar, sem nú sjást í Húshólma og Óbrennishólma, gætu verið leifar þeirrar byggðar. Byggðin hefur legið vel við sjósókn, fuglar í björgum og greiðfært hefur verið til upplandsins til hrísöflunar eftir hálsunum. Venjan var sú að elsti sonurinn tæki bú eftir föður sinn. Björn hefur því væntanlega verið elstur því ýmislegt bendir til þess að hann hafi tekið við búinu að Hópi eða flust þangað sem nú eru Járngerðarstaðir. Ekki er ósennilegt að í heiðni hafi Björn fengið viðurnefnið Þór, þ.e. elstur og æðstur bræðranna, en með kristninni hafi Hafurs-viðurnefnið orðið ofan á, sbr. draumasögnina um bergbúann og geithafurinn er kom í framhaldi af því til hjarðar Björns. Sagt var að landvættir allir hafi fylgt honum og bræðrum hans til þings og veiða. Fellið Þorbjörn ofan við Grindavík (Hóp) mun heita eftir Hafur-Birni.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Líklegt er að Þórði hafi verið fengið land á austurmörkum hins byggilega hluta landnámsins, þ.e. í Staðahverfi. Þórðarfellið ofan við Staðahverfi gæti bent til þess, en sagt er að fellið hafi verið nefnt eftir honum.
Þá er Þorsteinn einn eftir. Þar sem mest land við sjó, þar sem fiskur, fugl, reki, þang og þari þóttu hlunnindi, var að mestu frátekið þegar lengra var litið, var ekki um annað að ræða en líta nær eftir landkostum. Þá komu annað hvort núverandi Járngerðarstaðir eða Þórkötlustaðir til greina. Rannsókn sem gerð var við byggingu hlöðu við Vesturbæ í Þórkötlustaðahverfi, bentu til þess að þar hafi komið upp tóft landnámsskála:

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – flugmynd. Fornaldarskáli er á milli húsanna.

Á Þorkötlustöðum í Grindavík var í vor (1902) byggð heyhlaða í bæjarhúsaröðinni og grafið fyrir henni nál. 3 al. djúpt í jörð. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Kom fram grjótveggur langsetis eftir gröfinni, þeim megin sem inn vissi í húsagarðinn. Neðst stóð framundan þeim vegg svo sem 1/2 al. breitt þrep, tæplega hnéhátt, alveg slétt ofan, og vandað og óhaggað, að byggingamenn létu það standa og höfðu það fyrir undirstöðu undir vegg hlöðunnar. Langs með þessu þrepi, svo sem 2 al. frá því, lá grjótbálkur eftir endilöngu, viðlíka hár og þrepið, eða vart það. Hann var nál. 2. al. breiður og allur lagður flötum hraunhellum ofan. Á þeim öllum var eldslitur.“ Þetta virðast hafa verið leifar af fornum eldaskála.“

Dysjar

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans í Kerlingadal.

Skír skírskotun til sagna, sbr. heiðnar dysjar Járngerðar og Þórkötlu, benda og til fornra bæjarstæða á hvorum staðnum fyrir sig.
Á báðum þessara staða hafa sjósóknarskilyrði verið góð, en þó mun betri fyrrum á Þórkötlustöðum. Bæði hefur þar verið afmarkaðra land frá Hópi og nærtækara að sækja búbjörg í björgin þar austan við. Fiskimiðin leggja og betur við og rekamöguleikar þar hafa verið umtalsverðir. Húsafjall og Fiskidalsfjall ofan við Þórkötlustaði (Hraun), benda einnig til ákjósanlegrar búsetu á því svæði.
Hinar fornu þjóðleiðir, sem sjá má djúpt markaðar í bergið, jafnt frá Hópi, Járngerðarstöðum og Staðahverfi, benda til mikillar umferðar til og að þessum stöðum lengi og alllöngum í gegnum aldirnar. Skógfellahraunið, sem Skógfellastígur ofan við Hóp, liggur um, er einna mest markaður, enda hraunið mun eldra en landnámið. Það skal tekið fram að hér er einungis um að ræða vangaveltur um hugsanlega landnámsbyggð í Grindavík því áþreifanlegar sannanir liggja ekki fyrir – ennþá.

Gata í Húshólma úr norðri

Óbrennishólmi

Fjárborg í Húshólma.

Gata liggur niður í Húshólma úr norðri. Gengið er inn á hana sunnan við Krýsuvíkur-Mælifell. Þar liggur hún niður í gegnum og á sléttri hraunlænu milli úfinna apalhryggja, alveg niður í hólmann.

Húshólmi

Húshólmi – varða.

Tvö stutt höft eru á stígnum þar sem fara þarf í gegnum úfið hraun. Við leiðina eru Mælifellsgrenin, grenjaskyttubyrgi og fornt arnarhreiður. Ögmundarhraun er úfið á köflum, en þó má finna í því mjög aðgengilegar lænur sem þessa, en auðvelt er að fylgja þeim um hraunið. Grámosinn (gamburmosinn) er ráðandi í hrauninu. Sumsstaðar er hann svo þykkur að það getur verið erfiðleikum háð fyrir óvana að ösla hann upp á leggi. Þess vegna koma hinir gömlu stígar í góðar þarfir. Mælifellsgrenin eru á tveimur stöðum; efra og neðra.Við efri grenin er hlaðið byrgi fyir refaskyttuna. Varða er skammt austan við grenin og önnur enn austar. Milli hennar og lítillar vörðu á austustu hraunbrúninni ofan við stórt gróið gerði í hraunkantinum er hálffallin varða. Gróinn stígur liggur frá brúninni yfir að grenjunum. Við neðri grenin eru fleiri byrgi, en minni. Þar er einnig áberandi varða. Grenin eru í nokkuð sléttu helluhrauni.

Arnarhæð

Arnarhreiður á Arnarhæð í Ögmundarhrauni.

Haldið var áfram niður stíginn uns komið var að hinu forna arnarvarpi. Hreiðrið, sem er gróið, stendur á háum ílöngum hraunhól. Frá því hefur verið gott útsýni yfir svo til allt hraunið milli Lats og Borgarhóls. A.m.k. fimm þekkt arnarvörp eru þekkt á Reykjanesi. Líklegt má telja að örninn leiti í þau á ný ef og þegar hann snýr aftur á Reykjanesskagann.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Þegar komið var niður hraunbrúnirnar ofan við Húshólma virtist stígurinn hverfa framundan, en hann beygir í um 90° til austurs, yfir hraunhaft og inn í lítinn gróinn hólma ofan við Húshólma. Úr hinum liggur gróinn stígur inn í norðvestanverðan hólmann. Tæplega klukkustundar gangur er niður í Húshólma frá Mælifellinu. Mosahraunssvæðið norðvestan við Húshólma var skoðað. Stígur liggur inn í hringlaga slétt mosavaxið svæði, en óvíst er hvort eða til hvers það mun hafa verið notað. Upp frá því liggur gata norður í hraunið, áleiðis að fyrrnefndu götunni í gegnum slétt hraunið ofantil.
Ögmundarhraun er ekki gersneytt dýralífi þótt rollan hafi nú fært sig inn í afmarkað beitarhólf austan þess. Talsvert var af rjúpu í hrauninu og skolli var heldur ekki langt undan.

Lokaorð
Þegar staðið er við minjarnar í Húshólma má vel ímynda sér hvernig umhorfs hefur verið þar áður en hraunið rann. Falleg vík, væntanlega hin forna Krýsuvík, hefur legið þarna inn í landið, langleiðina upp á hinum gömlu sjávarhömrum suðaustan í Núpshlíðarhálsi. Byggðin, sem minjarnar eru frá, hefur staðið ofan við víkina, sennilega nokkuð ofarlega. Hraunið hefur runnið yfir talsverðan hluta byggðarinnar, en þyrmt því sem eftir stendur. Nú standa þær eftir sem áþreifanleg ábending um rannsókn. Þær tala til þess er þarna stendur, ávarpa hann og biðja um að lesin verði úr þeim þau skilaboð sem þær fela í sér. Minjarnar vilja augljóslega segja sögu þeirra tíma, upplýsa um til hvers þær voru notaðar og hugsanlega hvaða fólk bjó þar og dó. Hraunið hefur ekki hlíft þessum minjum til einskis. Minjarnar í Óbrennishólma þarna skammt vestar geta sagt sömu sögu, eða a.m.k. styrkt sögu Húshólmaminjanna. Mikilvægt er að svæðin verði rannsökuð a.m.k. í tvennum tilgangi; annars vegar til að kveða á um nákvæman aldur hraunsins og hins vegar að reyna að opinbera eftir föngum aldur mannvistarleifanna, tegundir þeirra, og hvaða fólk er líklegt er að hafi hafst þar við áður en hraunið rann. Þá er og mikilvægt að gefa áhugasömu fólki kost að berja minjarnar augum og upplifa áhrif þeirra.

Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur. Nefndin gaf út samatekt um Selatanga á 30 ára afmæli kaupstaðarins í Grindavík 10. apríl 2004. Hún stefnir að því að gefa út samantektir um feliri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, .s.s Selöldu, Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðanes, Járngerðarstaðahverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt. Það er von nefndarinnar að efnið, sem hingað til hefiur verið dreift og hér er sett fram í samfelldan texta, auk göngulýsinga af svæðinu, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki, bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fleiri fleiri gera sér nú ferð í Húshólma til að skoða minjarnar og fá innsýn í hugsanlegan heim fólksins, sem þar bjóð áður en Ögmundarhraun rann og færði byggðina í kaf að mestu. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu þeirra og njóta fagurs umhverfis.
Í samantektinni er m.a. reynt að lýsa aðstæðum, staðháttum, minjunum, tengingu við nálægar minjar sem og umhverfið.

Hér má sjá meira um Húshólma – rannsóknir – aðgengi – sýning; file:///D:/Husholmi%20-%20verkefni%20í%20fornleifar%20og%20ferðaþjónusta%20-%20Grindavík.pdf

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

 

Húshólmi

Eftirfarandi mátti lesa í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins undir fyrirsögninni „Þjóðsagan“ þann 20. október 1963:

Húshólmi - uppdráttur

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

„Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af er eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast fram með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrinnishólmi er hann var.

Húshólmi

Húshólmi – yfirlit.

Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið á Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar.
Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gegnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur  í botninn sem hin gamla staka segir (orkt á seinni tímum):

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.
Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar sem áður var bærinn Krýsuvík heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Heimild:
-Alþýðublaðið – Sunnudagsblað, 20. október 1963, bls. 83.

Húshólmi

Húshólmi – meintur grafreitur.

Húshólmi

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a., miðað við fyrri möguleika, að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, en hinar áþreifanlegu minjar eru verðmæti framtíðarinnar.
Með í för var m.a. áhugasamur bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, auk fleiri fjölfróðra samsveitunga hans. Farið var niður með austurjarði Ögmundarhrauns og litið á gróið skeifulaga gerði utan í hrauninu. Gæti verið aðhald fyrir fé er varslað var í Hólmanum um tíma, sbr. stelstöðuminjarnar, sem þar eru, og verið í tengslum við fjárborgina á Borgarholti. Það gæti einnig hafa verið notað sem hestagerði vegna rekaflutninga úr Húshólmafjöru við Hólmasund.

Mælifellsgreni

Skjól refaskyttu við Mælifellsgreni.

Ofar og inn í hrauninu er varða. Við hana eru Mælifellsgrenin svonefndu sem og hlaðið byrgi refaskyttu.
Haldið var yfir í Hólmann vestur eftir Húshólmastígnum. Um er að ræða góðan stíg, u.þ.b. 1.2 km, í gegnum hraunhaftið. Nokkrar sagnir eru til um tilurð hans. Sumir hafa jafnvel ruglast á honum og svonefndum Ögmundarstíg í gegnum Ögmundarhraun á móts við og Mælifellið. Þar, við austurjaðar hraunsins, er Ögmundardys og tengist sögunni af Ögmundi og vegagerð hans fyrir bóndann í Krýsuvík (aðrar sögur segja í Njarðvíkum).

Húshólmi

Húshólmi – einn hinna fornu garða.

Aðrar sagnir kveða á um að stígurinn sé svo áberandi vegna þess að kirkjan í Hólmanum hafi verið nýtt eftir að hraunið kólnaði. Hraunþyrmingin hafi skapað verulega átrúnað á hana. Enn aðrir, þ.e. þeir raunsærri, segja að hún sé svo gróin og aðgengileg vegna selstöðunnar, sem Hólminn var nýttur til um tíma.
Þegar komið var niður í Hólmann er þar fyrir hlaðinn vörslugarður. Nokkru innan hans er hleðslur í norðurhluta Hólmans þar sem fé hefur haldið til haga; tvískiptur stekkur, gróið gerði og forn fjárborg, auk tveggja grenja. Við annað þeirra er hlaðið byrgi refaskyttu.

Húshólmi

Húshólmi – hin gamla Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið að efsta garðinum, sem nær yfir Hólmann frá vestri til austurs. Reyndar er garðurinn rofinn á miðkaflanum, en hann hefur að mestu verið úr torfi.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Haldið var að neðri garðinum, sem liggur í boga úr suðri til norðurs og beygir síðan til vesturs inn undir hraunið. Sjá má í enda hans undir hrauninu þar sem það hefur brennt torfið á kafla. Í pælunni af garðinum er landnámsöskulagið.
Haldið var inn í hraunið til vesturs af Kirkjuflöt, fornum grafreit, og að hinum fornu minjum, gamla Krýsuvíkurbænum og tóttunum þar í kring, görðum og hinum forna skála. Útlínur skálans eru sveigðir líkt og gerðist með fornaldaskála. Um er að ræða heit hús með rými til endans. Þá tekur við tóft og hleðslur við enda hans. Ofar eru sérkennilegir hraunkatlar er benda til hringlaga húsa er hraunið hefur runnið að og brennt. Norðvestan þeirra er bátslaga tóft, sem hraunið hefur brennt. Í miðju þess er röð af stoðarholum.

Húshólmi

Skálatóft í Ögmundarhrauni við Húshólma.

Komið var við í hinni fornu Krýsvíkurkirkju eða hofi, en minjarnar eru a.m.k. taldar frá því fyrir rennsli Ögmundarhrauns, sem talið er hafa runnið árið 1151 (skömmu áður en Kapelluhraunið rann). Jón Jónsson, jarðfræðingur telu þó að hraunið hafi runnið árið 1005 (C14 945 ± 85 1005). Jafnvel er talið að minjarnar kunni að vera jafngamalt eða eldri en norrænt landnám hér á landi. Hér er um nær órannsakað svæði, en stórmerkilegt frá hendi fornleifafræðinnar.

Þátttakendum var bent var á hinn flóraða Brúnavörðustíg, sem liggur til suðvestur í átt að Brúnavörðum, yfir hraunhaftið og inn á götu er liggur með brún þess upp í og með Óbrennishólma.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

Talið er að sonur Krýsuvíkur-Gvendar, og menn með honum, hafi rutt og flórað stíginn á kafla.
Gengið var frá kirkjutóftinni út á Kirkjulágina, skoðaður hlaðinn þvergarður sem og jarðlægt hringlaga gerði vestast í henni. Loks var litið á sjóbúðartóftina syðst í Hólmanum (gæti líka hafa verið afdrep fyrir þá er drógu að sér reka) og á rekagötuna niður að Hólmasundi.

Loks var sjávargatan gengin út úr hólmanum til austurs.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – sjávargatan; horft frá Bergsenda vestari til austurs.

Við hana eru einnig fornar minjar í gróðurvin inn í hrauninu. Neðar eru Þyrsklingasteinar og sjá má í hluta gamla bjargsins þar sem nýja hraunið hefur runnið fram af og allt um kring. Frá þessum stað er mjög fagurt útsýni austur eftir Krýsuvíkurbjargi.
Veður var frábært – lygnt og sól. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Hægt verður að fá allítarlegar upplýsingar og fróðleik um Húshólma í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur, sbr. bæklinginn um Selatanga – merkur staður í umdæmi Grindavíkur (2004).

Heimild m.a.:
-J.J. ´81

Húshólmi

Bæklingur Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma.

Eldvörp

Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson unnu skýrsluna „Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs“ árið 2013.

Eldvörp

Eldvörp – fornleifaskráning 2013.

Í efnisyfirlitinu er m.a. lýst fyrri rannsóknum, tilgangi fornleifaskráningar, fornleifaskráningunni og aðferðarfræði, jarðarnúmeri, tegund og heiti fornleifa, staðsetningu þeirra, staðháttum lýst, hættumat ákvaðað, einstökum fornleifum á svæðinu, s.s. fornum leiðum, götum, vörðum, brúm, skjólum, refagildrum, herminjum, aðhaldi. byrgjum, görðum og hellum.

Inngangur
Að beiðni Ásbjörns Blöndal, forstöðumanns þróunarsviðs HS Orku, tóku skýrsluhöfundar, Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, saman fornleifaskrá um Eldvörp annars vegar og svæðisins milli Prestastígs og Skipsstígs hins vegar.
Skráningin og samantektin fól m.a. í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn norðan Lágafells.

Ómar Smári sá um vettvangsvinnu, enda hefur hann um árabil gengið svæðið í þeim tilgangi að leita að minjum og skrá þær. Ragnheiður sá um úrvinnslu gagna, Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur vann kort, Lísabet Guðmundsdóttir sá um innslátt á hnitum og Anna Rut Guðmundsdóttir annaðist uppsetningu á skýrslunni.
Á umræddu svæði er m.a. að finna fornar leiðir, byrgi (Tyrkjabyrgin), hlaðin skjól, vörður, refagildru, garðs auk minja úr seinni heimsstyrjöld. Herminjar eru ekki verndaðar í lögum eins og þjóðminjar/fornleifar en vegna þess hve einstakar þær eru þykir rétt að skrá þær svo að framkvæmdaraðilar geti tekið tillit til þeirra við skipulagningu og framkvæmdir.
Skráningargögnin eru vistuð í landfræðilegum gagnagrunni og er öllum gögnum skilað rafrænt.

Fyrri rannsóknir

Eldvörp

Hleðslur í helli í Eldvörpum.

Í neðangreindum ritum er að finna fornleifaskráningar á afmörkuðum hlutum svæðisins.
• Agnes Stefánsdóttir, 2008. Svartsengi – Eldvörp. Fornleifaskráning. Fornleifavernd ríkisins, 2008. (Rit Fornleifaverndar ríkisins 2008:7).
• Katrín Gunnarsdóttir, 2012. Grindavík. Fornleifaskráning í Eldvörpum í landi Húsatófta vegna rannsóknaborana HS Orku.
• Þóra Pétursdóttir, 2002. Fornleifaskráning í Grindavík. 2. áfangi. Fornleifastofnun Íslands ses., Reykjavík.

Eldvörp

Ósnert „tyrkjabyrgi“ í Eldvörpum.

Auk þess skráðu Brynjúlfur Jónsson minjar á svæðinu sumarið 1902 og Ólafur Briem 1959 Tyrkjabyrgi sem Þorvaldur Thoroddsen skrifaði um í Ferðabók árið 1883. Ómar Smári Ármannsson skráði Grindarvíkurvegi í ritinu Grindavíkurvegir, saga og minjar árið 2012. Loks rannsakaði Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur rannsakaði útilegumannahelli við Eldvörp árið 2008.

Eldvörp

Eldvörp.

Heildarskrá um svæðið er nú í fyrsta sinn tekin saman. Hefur allt svæðið verið gengið að nýju í þeim tilgangi. Hnitsetningar eru allar á ábyrgð skýrsluhöfunda.

Niðurstöður

Tyrjabyrgi

Eitt „Tyrkjabyrgjanna“.

Þrjár meginleiðir hafa verið skráðar á hinu afmarkaða svæði í þeim tilgangi að gera heilstætt yfirlit um og greina minjar sem kunna að vera í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Skráðar voru 206 vörður; fimm brýr; níu hella, skjól og aðhald; greni, refabyrgi og refagildrur voru níu; einn garður; og herminjar á einum stað.
Hinar fornu leiðir hafa verið troðnar á mörgum öldum, byrgin eru afar áhugaverð og mörg friðlýst og útilegumannahellarnir merkileg heimild um mannlífið til forna, svo að sumt það helsta sé nefnt. Herminjarnar eru vissulega ekki fornleifar eða þjóðminjar í skilningi laganna en engu að síður merkilegar minjar um hlut Íslands í heimsstyrjöldinni síðari sem er almennt séð sjálfsagt að reyna að varðveita ef kostur er.

Tyrkjabyrgi

„Tyrkjabyrgin“ – uppdráttur ÓSÁ.

Á svæðinu virðast ekki vera margar minjar í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda HS Orku, sbr. meðfylgjandi kort, en með því að hér er merkilegt minjasvæði í húfi er rétt að minna á þá almennu varúðarreglu að fara ávallt gætilega fram með vinnuvélar þar sem von er á fornleifum og varast allt óþarfa rask sem gæti stofnað minjum í hættu.
Ekki er víst að allar minjar á svæðinu sjáist á yfirborðinu eða hafi verið skráðar. Ef áður óþekktar fornleifar koma í ljós á framkvæmdasvæðinu ber að stöðva framkvæmdir, varast frekara rask og tilkynna þegar í stað um fundinn til Minjastofnunar Íslands, sbr. 38. gr. mml. Minjastofnun Íslands metur eðli þeirra og umfang og hvort frekari rannsókna sé þörf áður en framkvæmdir geta haldið áfram.“

Sjá Fornleifaskráninguna HÉR.

Árnastígur

Árnastígur.

Kleifarvatn

„Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi, þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefur hraunstraumurinn klofnað. Hefur önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Rétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar, og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefur orðið undir hraunstraumnum.

Húshólmi

Vísan á Húshólmastíg.

Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið, enda lítt hugsanlegt, að bænum hafi verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið þar, sem hann nú er, nálega hálfa fimm kílómetra frá sjó, enda ekki um neina vík neins staðar að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan nefndar gamla Krýsuvík eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum verður lægð nokkur í hraunstrauminn, og álíta sumir, að einmitt þar hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafn sitt af rétt vestan við Húshólmann við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt heitir og rétt hjá rústunum.

Húshólmi

Húshólmi – minjar.

Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóftarbrot þessi og vinna sé það á sem auðveldastan hátt, að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun, (akstur eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austurjarðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sem liggur yfir eystri hraunálmuna út í Húshólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé allrösklega farið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Svo sem mörgum er kunnugt liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg.

Víti

Víti.

Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið inna og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra, og kallast tangi sá Rif.

Nýjaland

Nýjaland.

Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjunum og í Seltúnshverfunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Nýjaland

Nýjaland – tóft.

Svo er landslagi háttað, að Fremralandið var miklu lengur slægt en hið innra, og nam sá tími einatt nokkrum sumrum. Mátti í góðu grasári heyja um sex hundruð hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið var svo þorrið, að unnt var að slá þau bæði.

Ekki er það fátítt, að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnarhá, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetrarengi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Hverir eru í vatninu, og sjást reykir nokkrir leggja upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
Þegar lítið var í vatninu, var jafnan “farið með því”, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar. Lá sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls, þar sem seinna var gerður akvegur. Er sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan “með hlíðunum”.

Á korti herforingjaráðsins er nafnið Ketilstígur sett fram með Sveifluhálsi að norðvestan, en það er ekki nákvæmt, því að Ketilsstígur heitir aðeins sá hluti þeirrar leiðar, sem liggur upp á Sveifluháls að Norðanverðu, og er stígur þessi innan í gömlum gíg, sem kallast Ketill.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri, og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjöldi tjalda, þegar hæst stóðu lestaferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma í Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem besta fylli sína, áður en lengra var haldið.

Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér, getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum eftir margra alda umferð. Má þar um segja: “Enn þá sjást í hellum hófaförin“.”

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Í Ögmundarhrauni mynduðust holur með þröskuldum á milli, og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjúp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni. Fyrir nokkrum áratugum var gerð vegabót nokkur í Ögmundarhrauni, og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fáka meiða fæturna
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Fáni

Flaggað við Eiríksvörðu á Arnarfelli.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina, 308 metra háa, sunnarlega í Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg vestast undir Geitahlíð.

Þrjá til fjóra kílómetra austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin, og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu – þeirrar, sem Hendersen gerði víðfræga með teikningu sinni. Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar, heitir Deildarháls, og liggur alfaravegurinn yfir hann.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen taldi gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan og 105 á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet. Meinaði hann þar eflaust hæð Eldborgarinnar yfir jarðlendinu umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmáli talin 180 metrar.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Efst í Geitahlíð er og gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa ber hærra en aðra hluta Geitahlíðar, er heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum, en sunnan í Geitahlíð, verður hvammur sá, er kallast Hvítskeggshvammur eða Hvítskeifshvammur, og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn allsennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þennan eru Kerlingar (sagan um Krýs og Herdísi), Bálkahellir (lítt eða ekki kannaður), Gvendarhellir (bóndi í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, hýsti fé sitt í þessum helli þá er harðindi gengu, líklega á fyrri hluta 19. aldar), og Kerið á Keflavík (uppi á 6 metra háum hamri ofan við Keflavík er op, Kerið, niður í flæðamál).

Austurengjahver

Austurengjahver.

Leirhverin mikil í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Surðurland, er þar, sem áður var vatnshver lítill og hét Austurengjahver. Virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum, og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík, virðist ekki þurfa að velkja það lengi fyrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orðið sprengigos líkt því, er varð þá, er Austurnegjahver endurmagnaðist, haustið 1924. Auðsætt er, að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurnegjahver muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.

Arnarfellstjörn

Arnarfellstjörn.

Ekki skal hér rætt um breinnisteininn í Krýsuvík né þann í Brennisteinsfjöllunum, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslumarkanna og því í Herdísarvíkurlandi.
Þess hefur orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefur vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlíð, og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú storknaður fyrir löngu og allur gróinn þykkum grámosa.

Dysjar

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans í Kerlingadal.

Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögum, sem segja, að séra Eríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík meðan varðan stæði uppi. Nú er varðan hrunin, næstum í grunn, en Bandaríkjamenn komu í Krýsuvík, þegar seta þeirra í landinu hófst.
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því.
Krýsuvík hefu lengi verið talin einhver mesta útigöngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða, sem ekki hafa fjörubeit, og ekki var það ótítt að sumt féð þar lærði aldrei átið.

Húshólmi

Húshólmi – einn hinna fornu garða.

Vægar jarðhræringar voru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og voru þær kallaðar hverakippir þar.
Mótak er þar sums staðar í mýrunum, en ekki þykir mórinn þar góður til eldsneytis. Er hann allur mjög blandinn hveraleir, svo að af sumum kögglunum leggur brennisteinslyktina, þegar þeim er brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í Þrýsuvík og lengi hefu verið við brugðið, hversu myrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir manni nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo miklu myrkviðri, að hann hafi séð þokuna sitja í olnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo einatt er þurrviðri í næstu byggðarlögum, þótt rigning sé í Krýsuvík.

-Úr sunnudagsblaði Tímans 2. júlí 1967 – Stefán Stefánsson.

Gullbringa

Gullbringa.

Krýsuvík

Stefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum hvert einasta sumar. Þó mun Krýsuvík hafa verið honum kærari en flestir aðrir staðir.

Stefánshöfði

Stefánshöfði – minningarskjöldur.

Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett til minningar um hann og höfði, áður Innristapi, verið nefndur eftir honum. Á þeim stað var ösku hans dreift út á vatnið að fyrirlagi hans sjálfs. Grein þá, sem hér birtist, mun Stefán hafa ritað alllöngu áður en hann lést, og var það einn þátturinn í ræktarsemi hans við Krýsuvík.

Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: “Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýsu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:

Selatangar

Dágon – nú horfinn.

Að vestan; sjónhending úr Dagon (Raufarkletti, sem er klettur við flæðamál á Selatöngum) í Trölladyngjufjallarætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði.
Að norðan; úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið eina í Merrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
A austan; samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótanef, klett við sjó fram.
Að sunnan nær landið allt í sjó.”
Þessu næst eru talin ítök þau, sem kirkjan á loks “ítök, sem aðrir eiga í landi kirkjunnar.”

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt í Krýsuvík.

Í jarðarbók sinni geta þeir Árni Magnússon og og Páll Vidalín þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé. Náðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunar í Skálholti.
Í máldögum og öðrm skjölum þeirra Páls og Árna er svo sagt, að hraundrangurinn eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvímælis, hvort af tveim brimsorfnum hraundröngum, sem standa í flæðamáli á Selatöngum, sé Dagon. Og eigi er langt síðan (árið 1897), að þras nokkurt varð og málaferli risu út af, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum. Vísast þetta mál í sýslubækur Gullbringuslýslu.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Á korti herforingjaráðsins danska, er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, eins og reyndar víða annars staðar, hversu öruggar heimildir þeirra mælingamanna hafi verið.
Bilið millum hinna tveggja hraundranga, eða föruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengri en það, að meðalstóran hval gæti fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar, er um sextíu til sjötíu kílómetrar, en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkílómetra. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist ber og nakin fjöll með smáa og strjála grasteyninga upp í ræturnar eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem lítinn gróður er að finna annan en grámosa gnógan og svo lyng á stöku stað.

Krýsuvík

Minjar í Krýsuvíkurheiði.

Aðalgraslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd. Má segja, að takmörk þessa svæðis séu Ögmundarhraun að vestan, Sveifuháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nálega sex kílómetra breið syðst – sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs frá Ytri-Bergsenda til hins eystri, en mjókkar svo jafnt og þétt allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, einn til tveir kílómetrar.

Ýmis fell og hæðir rísa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin tvö, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi.

Krýsuvík

Krýsuvík – Arnarfell (t.v.) og Bæjarfell.

Bæjarfellið er norðan við Krýsuvíkurbæina og Arnarfell, suður af bænum. Bæði þessi fjöll eru móbergsfjöll. Sunnar nokkur, er hálsdrag eitt austur af Fitatúni. Eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll (undir honum Krýsuvíkursel) og Trygghólar austastir. Suður af Selöldu er Skriða. Framan í henni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á og ef til vill víðar).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Ræningjastígur.

Stígur þessi er gangur einn, sem myndast hefur í móberginu og liggur skáhallt ofan af bjargbrún og niður í flæðamál. Ræningjastígur hefur verið fær til skamms tíma, er nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.
Hjáleigur tvær austan við Núpshlíðarháls voru Vigdísarvellir og Bali með túnstæði sín og mýrarskika í nágrenninu.
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, var um langan aldur sérstök kirkjusókn, og mun kirkja jafnan hafa haldist þar frá ómunatíð. Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir, enda er nú svo. – Herdísarvík hefur jafnan alist til Selvogshrepps og fólk þaðan átti kirkjusókn að Strandarkirkju.

Krýsuvík

Vestari-Lækur í Krýsuvík.

Sé Stóri-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun hafa verið fram undir síðastliðin aldamót, og sé því ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana verða hjáleigur Krýsuvíkur fjórtán að tölu,þær sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið og heita svo:
1. Stóri-Nýjabær (austurbærinn)
2. Stóri-Nýjabær (vesturbærinn)
3. Litli-Nýjabær
4. Norðurkot
5. Suðurkot
6. Lækur
7. Snorrakot
8. Hnaus
9. Arnarfell
10. Fitar
11. Geststaðir
12. Vigdísarvellir
13. Bali
14. Kaldrani
(Hér vantar Eyri (Efri-Fitar) og Fell):

Krýsuvík

Fell – tóftir.

Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessari hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu, og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar sem seinna kölluðust Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nefnt var Lækur. En engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, voru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur voru suðaustan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá aðalhverfinu, en þar um slóðir var Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða aðeins Hálsinn.

Arnarnýpa

Arnarnýpa á Sveifluhálsi.

Í jarðbók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi sjö af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess,að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunanr í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar var sjötíu manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því, að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeira Krýsvíkinga, þá hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð. Hrossafjöldi er svo mjög af skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera tuttugu og tvær. Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einng nefna þeir sölvafjöru og sé “sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláts til sölvatekju”.

Selatangar

Sjóbúð á Selatöngum.

Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrirhverfisbúa, en “lending þar þó merkilega slæm”. En þrátt fyrir þess “merkiega slæmu” lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldist fram um 1870, að minnsta kosti alltaf öðru hverju (sjá Selatangar undir Fróðleikurí Skrár). Til er gömulþula, þar sem taldir eru meðnöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: “Tuttugu og þrjá Jóna telja má.” En endar svo: “Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.”
Á Selatöngum hafðist við hinn nafnkunni Tanga-draugur (Tanga—Tumi, sem talinn var hversdagslegur fremur einlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill að hann “fyllti út í fjallaskörðin”, að því er Beinteini gamla á Arnarfelli sagðist frá.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrstar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhlutibergsins austan heimabergisins, en vestan Strandarbergs. Þó leyfist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en hundrað og fimmtíu og ekki að veiða meir en þrjú hundruð fugla (svartfugl, álku og lunda).
Langt mun síðan Geststaðir hafa verið byggðir. Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar. Snorrakot og Hnausar hafa verið smábýli ein eða næstum því tómthús. Hið svokallað Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870, en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1890. Á Fitum voru nokkur stæðilegar bæjartóftir fram yfir síðastliðin aldamót. Þar var og safngryfja, sem óvíða sást merki til annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð víð á Fitum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan á Efri-Fitum, Landatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur heybandsvegur þaðan í Trygghólamýrina“. (Sjá leiðarlýsingu af FERLIRsferð um Arnarfellsvatn og Trygghólamýri í Krýsusvík).

Úr Sunnudagsblaði Tímans 25. júní 1967.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.