Tag Archive for: Krýsuvík

Hetta

Gengið var upp á Sveifluháls eftir Ketilsstíg frá Seltúni, framhjá Arnarvatni með Arnargnípu á hægri hönd og að Ketilsstígsvörðu ofan við Ketilinn á vestanverðum hálsinum. Þaðan var þokkalegt útsýni yfir Móhálsadalinn, yfir að Hrútafelli, Fíflvallafjalli og Mávahlíðum. Vindurinn reyndist steindauður – stafalogn – svo hlíðarnar spegluðust í vatninu.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þá var stefnan tekin til suðurs eftir svonefndri Sveiflugötu (-stíg), en hann mun hafa leið frá Ketilsstíg, suður með vestanverðu Arnarvatni og upp fyrir Hettu, þar sem Hettuvegur liggur frá Vigdísarvöllum yfir hálsinn til Krýsuvíkurbæjanna. Vel mótar fyrir Hettuveginum í hæðunum norðan Bleikingsdals, en síðan verður hann jarðlægur eftir að hækka tekur. Á þessu svæði eru sandásar, leirhlíðar og jarðskrið svo eðlilegt er að þar sjáist stígurinn ekki. Hins vegar sést hann enn vel á kafla neðst og á einum stað hátt í suðvestanverðri Hettu þar sem hann gengur inn á Sveifluna.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Í fjallsás þar sem sést til sjávar, drangar girða og lind í lautu streymir, breyttist einn þátttakenda í hempuklæddan boðbera vorsins og flutti ljóðið „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson þar sem minnt er á hver eigi landið og hver tilheyri landinu. Átti vel við í upphafi sumars.
Gengið var niður af Sveifluhálsi að austanverðu skammt sunnan við Sveifluna og staðnæmst við Krýsu, margflókna styttu í líki listaverks, utan í hálsinum. Þaðan var gengið niður að Gestsstöðum, hinum forna bæ Krýsuvíkur. Loks var stefnan tekin á tóttir bæjarins Fells sunnan Grænavatns og gengið að Engjahver (Austurengjahver), sem skartaði sinni miklu litadýrð sem aldrei fyrr.
Til baka var gengið vestur yfir Vesturengjar sunnan Litla-Lambafells og hringnum lokað á Seltúni.
Gangan tók 3 og ½ klst í logni og stillu.

Hetturstígur

Hettustígur.

Krýsuvík

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík getur hann m.a. um nokkur örnefni og minjar þeim tengdum, s.s. tóftir bæjar er nefndur er Hnaus (Garðshorn), Nýjabæjarétt, Spegilinn og Vitlausa Garð. Ákveðið var að skoða alla staðina m.v. fyrirliggjandi lýsingar. Á göngunni kom ýmislegt annað áhugavert í ljós.
NyjabaejarettÍ örnefnalýsingunni segir: „Austur með læknum lá Krýsuvíkurstígur og yfir hann upp í Grásteinsmýri. Þar voru Litlabrú og Stórabrú, lítilfjörlegar vegabætur um mýrina. Gatan lá svo vestanhalt við Grástein og undir Hrossaklettum um Móholt og Réttarholt og hjá Grjóthól og við Grjóthálsrétt sem nefndist Nýjabæjarrétt sem var hringhlaðin eins og fjárborg. Aðeins sér móta fyrir henni rétt við veginn. Hér norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir lágu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar lágu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði.“

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Aftur heim til Krýsuvíkurbæjar. „Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.“
SpegillinnKrýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk. „Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk, Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri, Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn.
Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina, Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
KrysuvikurgardarBæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið.“
Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt mætti telja að leifar eftir kotið væri annað hvort að finna í mýrinni suðvestan við Grjóthól (Réttarhól) eða austan túnbletts austan Norðurkots (austan núverandi vegar) á svipuðum slóðum og Lækur er nú. Þar er horn á eldri garði er komu saman garðar Snorrakots og Lækjar. Lækjar er ekki getið í manntali 1802.
UppistaðanÍ manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Umhverfis Læk eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli, Hnausum. Ef vel er að gáð má sjá eldra bæjarstæði í miðju eldri garðsins. Burst horfði mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annarra nota síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu. Sunnan þess er heykumlsgarður. Þar gæti hafa áður verið lítið kot; Garðshorn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík segir m.a.:
Krysuvik-8„Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnan verðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.
Krýsuvíkurkirkja
KrysuvikurkirkjaKrýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar
Magnus olafssonUm 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí
1940.
Krysuvik-2Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir og rekstur
KrysuvikÁrið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli
VinnuskolinnÁrið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið verður Sveinshús
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu.
SveinssafnSveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni,
sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar
Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Krýsuvíkurskóli
KrysuvikurskoliUm miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.“

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík, 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006, greinargerð 2.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

Krýsuvíkurkirkja

Eftirfarandi grein skrifaði Hrafnkell Ásgeirsson í Morgunblaðið eftir að hafa setið messu í Krýsuvíkurkirkju árið 2000. Innihaldið gefur ágætar upplýsingar af sögu svæðisins. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Ásgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju.

Hrafnkell

„Á HVÍTASUNNUDAG, 11. júní sl., sóttum við hjónin messu í Krýsuvíkurkirkju. Hér var um að ræða upphaf árþúsundaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar. Prestur var síra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfjarðarkirkju.
Presturinn skýrði frá því að skv. ákvörðun þjóðminjavarðar hefði verið fest upp mynd í kirkjunni af Birni Jóhannessyni, velgjörðarmanni kirkjunnar, eins og komið verður að hér á eftir og hengd yrði upp eftir vetrarsetu altaristafla, máluð af Sveini heitnum Björnssyni, listmálara og rannsóknarlögreglumanni í Hafnarfirði. Þá hefði kirkjunni verið afhent frá móðurkirkjunni í Hafnarfirði biblía, skrautrituð af Ingólfi P. Steinssyni, tengdasyni Björns Jóhannessonar.
Kirkjan var þéttsetin enda ekki stór. Þegar ég leit yfir hópinn gerði ég mér grein fyrir að stór hluti kirkjugesta voru afkomendur síðustu ábúenda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, hjónanna Kristínar Bjarnadóttur og Guðmundar Jónssonar. Þau voru mikið dugnaðarfólk, eignuðust 18 börn, eitt lést í æsku en öll hin 17 komust til manns. Eiginmaðurinn tók sjálfur á móti mörgum barnanna í fæðingu enda ekki um marga íbúa að ræða í sveitinni. Þegar þau brugðu búi á fyrri hluta síðustu aldar fluttust þau til Hafnarfjarðar og flest barna þeirra fluttust einnig til Hafnarfjarðar.
Stori-NyibaerÁ mínum yngri árum vann ég með nokkrum sona þeirra hjóna í fiski. Þetta voru dugnaðarmenn sem höfðu frá ýmsu að segja. Ég var í barnaskóla og Flensborg með nokkrum barnabörnum þeirra hjóna og þetta var hörkunámsfólk.
Kirkjan var byggð árið 1857, smiður var Beinteinn Stefánsson, afi Sigurbents heitins Gíslasonar, byggingarmeistara í Hafnarfirði, sem bjó lengst af við Suðurgötuna, en sá endurbyggði kirkjuna. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929.
Þegar ég sat í kirkjunni kom mér í hug að eftir afhelgun kirkjunnar notaði Magnús Ólafsson í Hafnarfirði, faðir byggingarmeistaranna Ólafs og Þorvarðar Magnússona, kirkjuhúsið sem íverustað. Ekki var þar mikið rými fyrir sex manna fjölskyldu.
Krysuvikurkirkja-3Björn Jóhannesson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar, var mikill hugsjónamaður. Hann helgaði líf sitt verkalýðs- og bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann hafði næmt auga fyrir því sem ekki mátti farga og var reiðubúinn að leggja sinn skerf fjárhagslega til þess þótt hann hafi aldrei verið neinn efnamaður.
Ég nefni þar aðeins tvö dæmi: Varða hafði lengi staðið á Ásfjalli og sást hún vel frá Hafnarfirði. Einhverra hluta vegna hafði varðan fallið. Beitti hann sér fyrir því að smala saman hópi manna til þess að leggja fram fé til að endurhlaða vörðuna og fékk síðan hagleiksmann til verksins. Björn sagði að það vantaði stórt í ásýnd bæjarins þegar varðan væri ekki til staðar.
Á sjötta áratug síðustu aldar fékk Björn heimild bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til þess að endurbyggja kirkjuna í Krýsuvík en Krýsuvík var þá orðin eign Hafnarfjarðarbæjar. Kostaði hann sjálfur endurbyggingu hennar og réð smiðinn Sigurbent Gíslason, mikinn völundarsmið, til verksins.
Krysuvikurkirkja-6Fórst Sigurbent verkið vel úr hendi eins og vænta mátti. Kirkjan var síðan endurvígð 31. maí 1964 af þáverandi biskupi, Sigurbirni Einarssyni, að viðstöddu fjölmenni og var þá um leið afhent þjóðminjaverði til varðveislu.
Að lokinni messu neyttu kirkjugestir súpu í Krýsuvíkurskóla þar sem nú er unnið merkt og fórnfúst starf.
Vinnustofa Sveins heitins Björnssonar listmálara í Krýsuvík var þennan dag opnuð almenningi. Kirkjugestir skoðuðu vinnustofu Sveins undir leiðsögn sona hans. Sveinn lést árið 1997 og var grafinn í kirkjugarðinum í Krýsuvík.
Það var friðsæl og hátíðleg stund á hvítasunnudag í kirkjunni í Krýsuvík.“

Heimild:
-Hrafnkell Ásgeirsson, mbl.is, Laugardaginn 1. júlí, 2000.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja endurgerð.

Krýsuvík

Gengið var um Krýsuvíkurtorfuna.

Krýsvík

Krýsuvík – örnefni.

Í Krýsuvíkurlandi eru tóftir 17 bæja, en að þessu sinni voru 12 þeirra, er stóðu næst höfuðbólinu, skoðaðar, þ.e. Krýsuvíkur, Norðurkots, Snorrakots, Hnauss (Hnausa) er einnig var nefnt Garðshorn, Gestsstaða, Fells, Litla-Nýjabæjar, Stóra-Nýjabæjar, Lækjar, Arnarfells, Suðurkots og Vesturkots. Mönnum hefur greint á um staðsetningu Hnausa. Í örnefnalýsingu GS segir að Hnaus hafi verið lengra út í mýrinni norðan Norðurkots og Snorrakots, við stíg frá enda Norðurkotstraða. Skv. því hefur Snorrakot verið tómthús, reyndar örindiskot. Í örnefnalýsingu AG er Snorrakot staðsett norðaustan Norðurkots. Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt má telja að þar sem merkt er Snorrakot á korti hafi Hnaus og Garðshorn verið, enda eru örnefni þar sem benda til þess, s.s. Hnausblettur og Garðshornsblettur í mýrinni austan við Norðurkot. Hnausgarður var annað nafn á Norðurkotstúngarði. Snorrakot hefur þá verið þar sem það er merkt á kort, í sömu tóftum og hin kotin fyrrnefndu. Líklega hafa þau verið stuttan tíma í ábúð hverju sinni og þá tekið mið af byggingargerð og útliti, staðsetningu þar sem garðurinn víxlast og húsráðanda þess tíma. Tóft efst við milligarð Norðurkots hefur væntanlega tilheyrt Snorrakoti.

Garðshorn

Tóftir Garðshorns.

Í manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Gamli túngarður er heitið á innri túngarðinum í Krýsuvík. Svipaður garður er umhverfis Læk. Umhverfis hann eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli sem sjá má leifar af í miðju túninu. Burst horfði þar mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annars síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu.
Utar og niður með bjargi stóðu Fitjar og Eyri, ofar og vestar voru Vigdísarvellir og Bali og ofar í Krysuvik 1887landnorður var Kaldrani.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um bæjartorfuna: „Höfundur þessarar örnefnalýsingar er Gísli Sigurðsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði. Aðalheildarmaður var Ólafur Þorvaldsson og Krýsuvíkurbræður, synir Guðmundar í Krýsuvík, aðallega tveir; voru fluttir til Hafnarfjarðar, annar bjó á Holtsgötu ?, en hinn í Þorgeirstúni. Skráin var unnin á milli 1960–70.
Krýsuvík [er] fornt höfuðból í Grindavíkurhreppi. Nú í eyði. Kirkjustaður, annektia ýmist frá Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík.
Landamerki jarðarinnar eru: Að austan gegnt Herdísarvík þessi: Seljabót við sjó. Þaðan beina línu í Sýslustein á Herdísarvíkurhrauni. Þaðan um Lyngskjöld miðjan. Þaðan í Stein á Fjalli. Þaðan í Brennisteinsfjöll í Kistufell. Þaðan í Litla Kóngsfell, sem er gamall gígur, suður frá Grindarskörðum.
Að norðan gegnt upprekstrarlandi Álftaneshrepps hins forna: Litla Kóngsfell, þaðan Krysuvik 1910um Lönguhlíðarfjall í Markraka á Undirhlíðum, þaðan í Markhelluhól. Þá gegnt Vatnsleysustrandar-hreppi og Grindavíkurhreppi: Markhelluhóll, þaðan um Dyngjufjöll og vestur Núpshlíðarháls í Dágon, klettadrang við Selatanga.
Krýsuvíkurbærinn stóð á svo nefndum Bæjarhól hallaði honum niður til suðurs og var þar Hlaðbrekkan. Suð-austan við bæinn stóð Kirkjan í Kirkjugarðinum. Hallaði hér einnig niður frá Kirkjunni, bæði sunnan við að framan og austan til bak við, Kirkjubrekkan. Krýsuvíkurtúnið var eiginlega allstórt. Í lægð undan Hlaðbrekkunni, voru í eina tíð þrjár stórar þúfur, sem nú hafa verið sléttaðar út. Nefndar Ræningjadysjar, þar áttu þrír Tyrkir að hafa verið vegnir og dysjaðir.

Krysuvik - vadid

Ræningjahóll er hryggur sem gengur vestur túnið allt að garði. Suður af honum var Suðurtún eða Suðurkotstún, en neðst í stóð Suðurkotsbærinn. Vestast í túni þessu, heitir Kinn. Lækjartún lá niður undan Brekkunum. Austurtún lá austan traðanna. Vesturtún lá vestast í túninu norðan við hrygginn. Þar var í eina tíð Vesturkot, og því nefnt Vesturkotstún. Norðurtúnið var stærsti hluti túnsins, lá bak við bæinn, vestan hans og norðan. Lægð var eftir túninu endilöngu, nefndist Dalur. En upp frá honum Brekkan. Hesthúskofatótt var vestarlega í henni. Þar vestar var Hellisbrekkan. Uppundir klettunum var Lambahellir eða Bæjarfellshellir. Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum.

Norðurkot

Norðurkot í Krýsuvík 1892.

Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir lágu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.
Krýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk.

Krysuvik - Laekur

Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn. Má enn sjá nokkuð vel rústir hans. Hér vestan við láu Þvergarðar tveir. Þvergarðurinn eystri og Þvergarðurinn vestri og allbreitt svæði milli þeirra. Nefndist Milli garða.
Ofurlítill túnkragi Lækjartún lá kringum bæinn. Lækur var byggður upp nýr af nálinni kringum 1830. Hét sá Krysuvik - nordurkotGuðmundur er það gerði. Gekk ætíð undir nafninu Hellna-Guðmundur. Hellna-Gvendur. Kringum Millutóttina var Milluflötin. Vesturtúngarðar voru eiginlega tveir Innri Túngarður eða Gamli Túngarður lá í hlykkjum og krókum niður vestast í Hellisbrekkunni. Allt út á hólinn sunnan Vesturkots. Vesturtúngarðurinn yngri lá aftur á móti ofan úr klettum Bæjarfells ofanvert við Lambahellir, hlaðinn af grjóti efst. En af torfuhnausum er neðar kom og beint suður. Við Lækinn þar sem hann rann út úr túninu komu Lækjargarðarnir í hann. Áfram lá garðurinn allt austur um Arnarfell, fell er rís upp suð-vestur frá Krýsuvíkurbæ. Og upp í skriður fellsins og er þar hlaðinn af grjóti. Á garðinum miðjum undan Arnarfellsbæ er Arnarfellstúngarðshliðið. Við vesturrana fellsins liggur Vesturgarður Arnarfellstúns upp spölkorn í fellið. Arnarfellsbærinn stóð í miðju túni og má enn sjá rústir hans. Kringum hann var Neðratúnið.

Krysuvik - vitlausi gardur

Upp þaðan lá slóði í Efratúnið (74), sem var í slakka vestan í fellinu. Þar var Fjárhúsrúst og í klettunum þar upp af var Arnarfellshellir eða Kristínarhellir. Saga er til sem skýrir nafn þetta. Kristín hét vinnukona í Krýsuvík. Hún lagði hug á vinnumann á bænum, en hann vildi ekki þýðast hana. Varð hún hugsjúk af þessu og hvarf. Var hennar leitað en hún fannst ekki. Eftir nokkurn tíma kom hún svo heim og sagðist hafa dvalið í helli þessum. Hellirinn liggur upp í móti og er í honum steinn, sem er hið besta sæti. Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina.

Stinuhellir

Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
Bæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið. Og áfram með fellinu, að stórum steini Hafliða. En við stein þennan var Hafliðastekkur. Stígur þessi var einnig nefndur Kirkjustígur, því hann fór kirkjufólkið frá Vigdísarvöllum og Bala, þegar það fór Hettuveg.

Stori-Nyibaer

Norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir láu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar láu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði. Að austan var Nýjabæjarlækur. Hann átti upptök sín spölkorn fyrir ofan túnið í Dýjakrókum.

Krysuvik - Tradir

Í Norðurtúninu var fjárhús, nefndist Járnhús var fyrsta útihúsið, sem þakið var klætt með járni. Kring um það var Járnhúsflöt. „

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir m.a.: „Krýsuvík var um langan aldur sérstök kirkjusókn með hjáleigum sínum, þar til nú fyrir nokkrum árum. Sé Stór-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og mun hafa verið fram undir síðustu aldamót, og sé því ennfremur trúað, að byggð hafi verið á Kaldrana, þá hafa hjáleigurnar verið fjórtán og heitið svo:

Stóri-Nýibær (Austurbær): 1703 nefndur einn Nýibær. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær (Vesturbær): 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Litli-Nýibær: 1703 nefndur svo. 1816: nefndur svo. 1847: eins.
Krysuvik 2010Norðurkot: 1703: Norðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Suðurkot: 1703: Suðurhjáleiga. 1816: nefnt svo. 1847: eins.
Lækur: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: eins.
Snorrakot: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Hnaus: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Arnarfell: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Fitjar: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Gestsstaðir : 1703: nefnt í eyði. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.
Vigdísarvellir: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Bali: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: nefnt.
Kaldrani: 1703: ekki nefnt. 1816: ekki nefnt. 1847: ekki nefnt.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Verður nú reynt að staðsetja býli þessi bæði við það, sem komið er og mun koma síðar. Krýsuvík hefur nú staðið um langan aldur norðvestur frá Arnarfelli, undir austanverðu Bæjarfelli, sem er norðvestur frá Arnarfelli og nokkru hærra. Nyrzt í heimatúni var svo Norðurkot, Snorrakot og Hnaus. Tvö hin síðastnefndu hafa verið smábýli í Norðurkotstúni, og má benda á það, að norðausturhorn túnsins heitir Snorrakotstún; smálækur skilur það frá aðaltúninu. Syðst í túninu var Suðurkot, og austan við bæjarlækinn var svo býlið Lækur. Landnorður frá Krýsuvík eru svo bæirnir Stóri- og Litli-Nýibær.“
Frábært veður, þrátt fyrir þoku (sem er bara eðlilegur veðurþáttur í Krýsuvík). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Siguðrssonar fyrir Krýsuvík.

Krýsuvík

Horft til Krýsuvíkur úr Hveradal.

Arnarfell

Þegar til stóð að hluti Hollywoodpeningamyndarinnar „Flags of our Fathers“ með frægum leikstjóraframleiðanda yrði tekin hér á landi hlupu einstaklingar, félög og stofnanir hver um annan þveran til greiða fyrir að svo mætti verða. Svo mikill var atgangurinn að allir sem hluta áttu að máli vildu leggja sitt af mörkum – svo þeir mættu uppskera sinn hlut af peningakökunni.
Íslenski fáninn á Eiríksvörðu á ArnarfelliHughrif eins og virðing fyrir landinu og þrautseigri sandgræðslu í Stóru-Sandvík, tillitsemi við viðkvæma náttúru og aðgát gagnvart aldagömlum kirkjustað gleymdust algerlega – því PENINGAR voru í boði. Meira að segja stofnanir eins og Fornleifavernd ríkisins og Landgræðsla ríkisins (fyrrum Sandgræðsla ríkisins) féllu á kné; annars vegar með því að vantelja fjölda fornleifa á svæðinu í og við Arnarfell og hins vegar að gefa viðstöðulaust eftir um aðstöðu á svæðunum – án teljandi skilyrða. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sem fékk Krýsuvíkursvæðið til umráða með „fjandsamlegri yfirtöku“ úr umdæmi Grindavíkur fyrrum, birtist almenningi með einnar og hálfrar milljóna krónumerki í augum og brosti, auk þess em nefndir og ráð bæjarins settu umsvifalaust já á kjörseðilinn. Gengið var að öllum kröfum leikstjóraframleiðandans – skilyrðislaust.
Sviðsmynd á ArnarfelliÞá kom æmt úr einungis einu horni – FERLIR gerði athugasemdir við fyrirhugaða vegarlagningu og jarðrask, auk þess sem ábendingar voru lagðar fram um að forsendur ákvörðunartöku, sem byggð var á fornleifaskráningu á svæðinu væri ábótavant. Bent var á a.m.k. 12 fornleifar aðrar, sem sérfræðingar Fornleifaverndar ríkisins höfðu bara alls ekki ert ráð fyrir. Í kjölfarið birtist yfirklór forstöðumanns stofnunarinnar, en ekkert málefnalegt. Forn þjóðleið, sem leggja átti t.d. undir plan starfseminnar við Krýsuvíkurveginn, átti að vera uppþornaður lækjarfarvegur, nafnkenndur skúti í fellinu náttúrufyrirbrigði, brunnur gamla Arnarfellsbæjarins léttvægur o.s.frv. Ekki var litið á fornt arnarhreiður á Arnarfelli sem varðveislufyrirbæri og svo mætti lengi telja. Í stað þess að taka öllum Gamla þjóðleiðin og planið við Arnarfellviðbótarábendingum fengins höndum fór stofnunin í algera vörn – og hélt sig þar. Viðbrögðin sýndu ótvírætt viðhorf hennar til áhugafólks þessa lands um minjar og verndun þeirra – sem verður að teljast sérstakt áhyggjuefni. Hafa ber í huga að FERLIR hefur yfir að ráða menntuðu fólki á sviði fornleifafræðinnar sem og fólki með miklu mun meiri reynslu í leit og vettvangskönnun að fornleifum, en Fornleifastofnun ríkisins býr yfir.
Landgræðsla ríkisins, sem væna greiðslu, kom með útspil er virtist vitrænt þá, en sýndarleikur í ljósi nýjustu vitneskju. Gert var að skilyrði að planið fyrrnefnda yrði fjarlægt sem og öll ummerki eftir veg að fellinu. Þá yrði gengið frá öllu jarðvegsraski eftir sprengjugígi og hlíðar, sem til stóða að svíða með gaslogum, myndu verða græddar upp – pasta og punktur. En hver varð raunin tveimur árum síðar?
Til stóð að hindra FERLIRsfélaga að ganga um bæði Arnarfellssvæðið og Stóru-Sandvíkursvæðið á meðan á upptökum stæði. Öryggisverðir voru ráðnir, en allt kom fyrir ekki. FERLIRsfélagar gengu inn og út um svæðin, bæði á meðan á undirbúningi og myndatökum stóð, án þess að nokkuð var við ráðið. Fylgst var alveg sérstaklega með öllum efndum í ljósi gefinna loforða.
Í miðjum kliðum féllust forystumenn fyrirsvarsstofnunnar kvikmyndafélagsins Hollywoodiska á rök FERLIRs, bauð til vettvangsfundar og féllst á að lágmarka mögulegar skemmdir á landi. Í trausti þess að viðkomandi stofnanir myndu standa við sitt voru hin jákvæðu viðbrögð hlutaðeigandi aðila talin ásættanleg. Annað kom hins vegar á daginn.
Enn má sjá skaða á gróðri í hlíðum Arnarfells þar sem hann hafði verið sviðinn með gaslogum. Einnig í Stóru-Sandvík þar sem olía var notið í sama skyni (vegna misstaka að sögn). Vegstæðið að fellinu er enn óraskað sem og hluti plansins svonefnda. Hinn hluti þess er nú ófrágengið bifreiðaplan við Ísólfsskálaveg við austanvert Ögmundarhraun – öllum til ama. Hitt er öllu verra að eftirhreitunum hefur verið sturtað á Krýsuvíkurheiðna ofan við Selöldu – einnig öllum til ama. Jarðvegsdúkur, sem hindra átti skemmdir á ofanáliggandi jarðvegi, stendur upp úr hrúgunum á báðum stöðum sem minnisvarði um loforð, sem ekki stóð til að efna. Dúkurinn umræddi gat hvorki endurheimt hluta hinnar fornu þjóðleiðar né gróðurinn sem þar var. Ummerkin á vettvangi dæma sig sjálf.
„Stórmyndin“ Flags of our Fathers hefur litlu áorkað fyrir Hafnarfjörð og Grindavík. Hún varð einungs augnabliks afþreying þeirra sem er hvort er eð sama um allt nema sjálfa sig. Söguleg tengsl hennar við Ísland og sögu þess, arf þjóðarinnar eða menningu hennar er og verður ENGIN – til framtíðar litið. Sár landsins eru og verða þó enn til staðar um ókomin ár.
Malarhrúgurnar ofan við Selöldu sem og ófrágengið bifreiðastæðið við austanvert Ögmundarhraun eru Landgræðslu ríkisins til skammar. Þær eru einnig táknrænar fyrir afstöðu Fornleifarverndar ríkisins Hestshellir– sem og bæjarstjóra og nefnda Hafnarfjarðarbæjar.
Hér, þrátt fyrir bölsýnina, fylgir stutt saga af peningaáhuganum vegna umræddrar stórmyndar; ein senan átti að gerast við hellisop. Hestshellir við Grindavíkurveginn varð fyrir valinu. Leitað var til bæjarstjóra, en hann taldi hellinn í landi Járngerðarstaða. Kvikmyndafólkið hafði upp á einum jarðeigandanna, (Grindvíkingi #1) og hringdu í hann. Sá vissi ekkert um Hesthelli, en þegar hann heyrði upphæðina 50.000 kr. nefnda samþykkti hann viðstöðulaust. Seinna sagði Grindvíkingur #1 frá því að þegar hann heyrði að einhver hefði viljað greiða honum þessa upphæð fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert um – hefði hann bara samþykkt það si svona.
Framangreind frásögn endurspeglar bæði viðbrögð einstaklinga og stofnana við alls kyns gylliboðum hverdagsins. Svona virðast hlutirnir ganga á Eyrinni í dag.

Stríðsfáni

Stríðsfáni reistur á Arnarfelli.

Krýsuvík

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar

Krýsuvík

Horft yfir Krýsuvík um 1962 (HH).

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir og rekstur

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í gróðurhúsi í Krýsuvík (HH).

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmis konar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í fjósinu í Krýsuvík (HH).

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmis konar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið

Krýsuvík

Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Bústjórahúsið í Krýsuvík var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar

Hverahlíð

Skátaskáli í Hverahlíð.

Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Fornleifar

Selalda

Selalda; Krýsuvíkursel og Eyri – uppdráttur ÓSÁ.

Hvergi er hins vegar minnst í „Aðalskipulaginu“ á meintar fornleifar á svæðinu, einungis endurtekin almenn klausa um skilgreiningu á fornleifum skv. þjóðminjalögum.
Þrátt fyrir allt hið innihaldslausa í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025“ eru t.d. Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði, steinhlaðið veiðihús, heilleg fjárhústóft í Litlahrauni, steinhlaðin réttin sem og fjárskjólið þar í hrauninu, miðunarvarðan ofan Krýsuvíkurbjargs, tófta Krýsuvíkursels ofan Heiðnabergs, bæjartófta Eyris sem og annarra merkilegra fornleifa í heiðinni er hvergi getið í „Aðalskipulaginu“.

Orkuvinnsla

Seltún

Seltún – orkuvinnsla.

Heildarskýrsla um rannsókn jarðhitasvæðisins kom út 1975. Miðað við stærð svæðisins, hita í jarðhitakerfinu, að 80% þess er aðgengilegt til borana o.fl. var reiknað út að svæðið geti staðið undir vinnslu raforku sem svarar til 2400 GWh/ári í 50 ár, eða afl þess sé 300 MW til sama árafjölda. Í Rannsóknaráætlun fyrir Krýsuvíkursvæðið sem Íslenskar orkurannsóknir unnu fyrir Hitaveitu Suðurnesja er sótt um rannsóknarleyfi á 295 km2 svæði sem nær til Krýsuvíkur, Trölladyngju og Sandfells. Helsti rannsóknaráfanginn er borun þrettán rannsóknarholna allt 2500 m djúpar og einnig er ætlunin að bora rannsóknarholur til grunnvatnsrannsókna. Tilgangur er að kanna vinnslueiginleika jarðhitans m.t.t. nýtingar og til að auka við þekkingu á jarðhitanum. Jarðhitaholurnar verða boraðar með þeim hætti að þær geti nýst síðar til virkjunar. Af þessum þrettán holum er fyrirhugað að bora a.m.k. sex í Krýsuvík.
Í framhaldi af sprengingu á hverasvæðinu við Seltún haustið 1999 var leitað til Orkustofnunar um athugun til að svara spurningu um hvort hætta væri á frekari hamförum. Orkustofnun hefur lagt fram áætlun um nauðsynlegar athuganir og rannsóknir.

Námuvinnsla

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í skýrslunni, Eldstöðvar á Reykjanesi er sett fram tillaga um námuvinnslu. Suður á Krýsuvíkurbergi eru tvö forn eldvörp. Þeirra mest er Selalda og frá henni liggur röð flatra gjallhóla til norðausturs. Austari hluti þeirra heitir Trygghólar. Þarna er mikið efni að mestu leiti gjall, rauðamöl og vikur. Rauðskriða heitir gíghóll alveg fram á bergbrún og er sjór sem óðast að brjóta hann niður. Talsvert efni er þar að finna.

Beitiland

Austurengjar

Stöðull á Austurengjum.

Hrossabeit er í tveimur hólfum á Vestur- og Austurengjum frá Hvammsholti að Grænavatni. Við Hvamma standa um 10 sumarhús en upphaflega var gefið leyfi fyrir hnakkageymslum á þessum stað. Hafnarfjarðarbær og hestamannafélagið Sörli hafa gert með sér samkomulag um að þar megi mest vera 50 hross og gilti samningurinn frá 1988 til 1993. Í samningnum er ákvæði um að félagið viðhaldi girðingu og annist áburðardreifingu þannig að gróður rýrni ekki. Ath. Vantar upplýsingar um nýjan samning.
Í sauðfjárbeitarhólfi á Krýsuvíkurheiði eru fjárbændur í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi með samningi sem gildir til 1. janúar 2009. Hólfið er um 1500 ha að stærð. Landgræðslan er ráðgefandi varðandi beitarþol og uppgræðslu og leggur til grasfræ eftir þörfum. Árleg áburðaþörf er 20 tonn miðað við fullnýtingu hólfsins.
Samningur á milli Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkurbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps um nýtt sauðfjárbeitarhólf og bann við lausagöngu utan beitarhólfa var samþykkt s.l. vor. Tilgangur samkomulagsins er að auka umferðaröryggi á vegum á Reykjanesskaga og skapa sátt um sauðfjárhald á Reykjanesi. Á Krýsuvíkurjörðinni nær girðingin að núverandi beitarhólfi á Krýsuvíkurheiði og að jarðamörkum á Sveifluhálsi og þaðan að Selhögum og norður fyrir Djúpavatn. Samningurinn gildir til 20 ára.

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli

Krýsuvíkurskóli.

Um miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík; greinargerð 2 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Krýsuvík

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 10. des. 1949 er m.a. fjallað um fyrirhugaða mjólkurframleiðslu í Krýsuvík sem og byggingu fjóssins norðan Grænavatns:

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

„Ráðgert er að stofna til búreksturs til mjólkurframleiðslu í Krýsuvík með ca. 100 mjólkandi kúm, til að byrja með. Síðar verði kúnum fjölgað fljótlega upp í 300, og meira síðar. Með 300 kúm í Krýsuvík, og þeirri mjólkurframleiðslu, sem nú er í bænum og næsta nágrenni hans má gera ráð fyrir að hægt verið að fullnægja mjólkurþörf bæjarins fyrst um sinn. Væri með því stigið mikið heillaspor fyrir bæjarbúa, að geta ávallt fengið nýja mjólk og góða, í stað þeirra, sem nú er flutt hingað um langan veg og vægast sagt er misjöfn að gæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Framkvæmdir þessar hófust árið 1946. Jarðræktarframkvæmdir hafa verið fólgnar í skurðgrefti til að þurrka landið. Land hefir einnig verið brotið til ræktunar svo tugum hektara skiptir. Tveir votheysturnar byggðir. Fjós er í byggingu og sömuleiðis íbúðarhús fyrir bústjóra. Keyptar hafa verið vélar til jarðrækar, flutninga o.fl. Það sem vantar fyrst og fremst er íbúðarhús fyrir starfsfólk, að fullgera fjós og bústjórahús og kaupa gripi.
Bústjórinn var ráðinn fyrir þrem árum, Jens Hólmgeirsson, og hefir hann undirbúið framkvæmdir og stjórnað þeim. Er ekki vafi á að þegar búið tekur til starfa verður það í fremstu röð hvað fyrirkomulag og tækni snertir.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Kostnaður við framkvæmdir allar snertandi kúabúið, mun nú vera orðinn um 1 millj. kr., ræktunarkostnaður, byggingakostnaður og vélakaup, en þar af hafa vélar verið keyptar fyrir um 300 þús. kr. Bæjarútgerðin hefir greitt allan þenna kostnað.”
Eins og kunnugt er varð aldrei af búrekstrinum í Krýsuvík. Bæði var það vegna þess að andstæð stjórnmálaöfl voru á móti honum og auk þess voru sett lög er skilyrti gerilseyðingu mjólkur til handa tilteknum leyfishöfum. Þar með varð framtíð kúabúsins í Krýsuvík dæmt til að mistakast. Fjósið hefur verið notað undir fé, svín og sem leiksvæði Vinnuskólabarnanna í Krýsuvík á sjöunda áratug 20. aldar.
Fallin fjósbyggingin og súrheysturnarnir standa nú eftir sem minnismerki um háleita drauma og stjórnmálaleg umskipti.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar 10. des. 1949.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2022.

Gestsstaðir

Gengið var frá Sveinsstofu (-safni) við Gestsstaðavatn um Sveiflu og upp undir Hettu, þaðan niður Hettustíg inn á Bleikingsvelli innan Vigdísarvalla og um Drumbsstíg yfir sunnanverðan Sveifluháls að Gestsstöðum, tóftum elsta bæjar Krýsuvíkur að talið er.
HnakkurHnakkur blasti við norðan Hettu. Hann er að kortum nefndur Hattur, en sá mun vera þarna næst norðar (þar sem sér best niður á Seltúnið). Sveiflan mun heita dalskorningur suðaustan Hettu. Um hann rennur lækur, heitur efst, en smákólnar eftir því sem neðar dregur. Sveinar í Vinnuskólanum í Krýsuvík stífluðu lækinn fyrst árið 1962 og reistu kofaborg í neðanverðum dalnum og ári síðar byggðu þeir varanlegri stíflu á læknum (neðan við núverandi gróðurhús) og gerðu þar volga sundlaug. Áður höfðu þeir gert sundlaug sunnan undir Bleikhól, en þar eru heitar uppsprettur á annars gróðursnauðum sandinum. Allar þessar heitavatnsuppsprettur hafa kólnað umtalsvert á s.l. aldarfjórðungi. Löngu seinna taldi göngumaður á ferð um svæðið sig hafa fundið þar fornminjar, en við athugun kom í ljós að þar var um umrædda sundlaugagerð að ræða frá því um 1960. Enn má sjá leifar mannvirkisins á sandinum.
Þegar komið var upp í Hettu gafst hið ágætasta útsýni yfir Krýsuvíkursvæðið; Gestsstaðavatn, Grænavatn, Bæjarfell, Arnarfell, Geitafell (Æsubúðir) og allt niður að Selöldu. Litbrigði jarðvegsins eru þarna ólík öðrum stöðum, enda um virkt háhitasvæði að ræða.
járnbrautarlestin Sunnan við Hettu (379 m.y.s.) er ílangt móbergshæð. Vinnuskólastrákarnir kölluðu hana jafnan „Járnbrautarlestina“ því hún er ekki ólík lest að sjá þar sem hún kemur út úr henni að norðanverðu. Þegar upp er komið er hægt að velja um tvær leiðir; annars vegar til vesturs norðan Járnbrautarlestarinnar og hins vegar til vesturs sunnan hennar. Í fyrrnefnda tilvikinu er komið inn á Hettustíg, götu áleiðis niður að Vigdísarvöllum. Í síðarnefnda tilvikinu er farið yfir litbrigðafagra hlíð þa sem útsýni yfir að Vigdísarvöllum birtist í allri sinni dýrð.´
Síðarnefnda leiðin var valin að þessu sinni. Haldið var niður með hlíðinni og inn á Hettustíg. Hann sést vel á köflum þar sem hann er markaður í móbergsbrúnir. Þegar komið var niður í Bleikingsdal var vesturhlíð Sveifluhálsins (Austurhálsins) fylgt til suðurs. Áður hafði uppspretta lækjar þess er rennur niður um Ögmundarhraun og reynir nú eftir bestu getu að hlaða undir sig jarðvegi úr hlíðunum til að komast til sjávar, opinberast. Í Krýsuvík var fjöldi íbúa og býla stöðugur fram undir 1825, en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú Gestsstaðirnýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.
Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905.
Gengið var inn á svonefndan Drumbsstíg austur yfir hálsinn til Krýsuvíkurtorfunnar. Efst í brúninni er drykkjarsteinn. Um er að ræða þægilega leið um fallegt umhverfi. Þegar komið var að austurbrúnum Austurshálsar var stefnan tekin til norðurs. Stígur liggur með móbergshlíðinni. Upp í einni gróðurkvosinni má sjá tóftir. Leifar hinna fornu Gestsstaða (sem nú eru friðlýstir) sjást að handan. Tóftirnar í hlíðinni eru að öllum líkindum hluti megintóftanna og ættu því að njóta friðlýsingar að sama skapi. Reyndar njóta þær hennar skv. Þjóðminjalögum því þar eru allra minjar eldri en 100 ára friðaðar.
TóftEkki er vitað til þess að fornleifauppgröftur hafi farið fram á að Gestsstöðum í Krýsuvík, en eflaust kemur að því. Guðrún Gísladóttir segir í skýrslu sinni um „Gróður ofl. í Reykjanesfólkvangi“ að gera ætti upp allar sýnilegar rústir á svæðinu. Taka má undir orð hennar að hluta því nauðsynlegt er að endurgera a.m.k. eitt sel og eina verbúð á svæðinu.
Getsstaðatóftirnar sunnan undir brúnum Gestsstaðavatns (sem nú hýsir starfsemi Krýsuvíkursamtakanna) sjást vel frá hálsinum. Vestar er stór ílöng megintóft, en austar tóftaþyrping.
Í Gestsstaðavatni er silungur. Vatnið var vatnsforðabúr Vinnuskólans á sínum tíma. Austar er Grænavatn, alldjúpur sprengigígur. Gestsstaðavatnsgígurinn hefur jafnan verið nefndur „hinn mildi“ á meðan Grænavatnsgígurinn hefur fengið nafnbótina „hinn hvassi“. Nafngiftin er fengin af brúnum þeirra.
Austanverðum hálsinum var fylgt uns haldið var niður að Sveinssafni – að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 31 mín.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Arnarfell

Í göngu á og við Arnarfell í Krýsuvík voru rifjaðar upp fjórar þjóðsögur er tengjast fellinu. Annars var megintilgangur ferðarinnar að staðsetja nokkrar fornleifar, sem fornleifafræðingar höfðu ekki komið auga á, auk náttúruminja. Þá var svæðið myndað, bæði með upptökuvélum og stafrænum.

Arnarfell

Arnarfell.

Gengið var að hlaðinni brú vestan við Arnarfell. Hún er í skarði á innri heimagarðinum að sunnanverðu. Gamla þjóðleiðin að Krýsuvík að austan lá um brúna, annars vegar til norðausturs að Eystrilæk og hins vegar til vesturs með garðinum utanverðum. Sett var niður prik við brúna.
Þá var gengið að vörðum með gömlu leiðinni til austurs sunnan Arnarfells, utan garðs. Hún lá framhjá brunninum sunnan Arnarfells og skiptist síðan í tvennt; annars vegar til austurs yfir Bleiksmýrina og hins vegar niður að Arnarfellsvatni (Bleiksmýrartjörn).

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn/–tjörn.

Vestan við tjörnina mótar fyrir rústum. Áningarstaður vermanna í verum á sunnanverðum Reykjanesskaganum og skreiðarflutningamanna var þarna við sunnanverða tjörnina. Þá var jafnan slegið upp tjöldum. Vörðurnar eru fallnar, en vel móta fyrir innleggi þeirra. Annars var óþarfi að hafa vörður við Arnarfell því það var jafnan hið ágætasta kennileiti ferðamanna til og frá Krýsuvík að austan.
Merkt var umhverfis hinar gömlu tóftir Arnarfells vestan bæjarhólsins og síðan haldið upp á fellið. Ofan við syðri útihúsatóftina í fellinu er skúti. Þeir eru reyndar tveir. Annar er ofar og austar. Þar er fjárskjól, en engar hleðslur. Hinn er ofan og sunnan við tóftina. Þar er hleðsla fyrir, gróin. Svo virðist sem tákn séu þar skráð á veggi, en þau gætu eins verið af náttúrlegum ástæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – garður frá Bæjarfelli yfir að Arnarfelli.

Eiríksvarða var barin augum. Varðan er greinilega gömul að hluta, en verið haldið við með því að bæta í hana. Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum hafi látið hlaða vörðuna eftir komu Tyrkja til Krýsuvíkur (sjá þjóðsögu síðar) með þeim orðum að á meðan hún stæði óhreyfð væri byggðinni óhætt.
Gengið var niður skarðið og í Stínuskúta. Við hann var settur staur. Skútinn er með þeim fallegri í Krýsuvíkurfellunum.
Staur var sett við hlaðið og gróið skjól norðan undir stórum steini neðan við Stínuskúta. Þar gæti hafa verið kví og tengst stekknum þarna skammt vestar.
Loks var gengið að hinni gömlu þjóðleið milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, er lá um Deildarháls. Þjóðleiðin sést enn mjög vel norðan við Eystrilæk. Þar liggur hún um mela, en því miður… Jarðýtustjóri er nú búinn að ýta duglega yfir hluta leiðarinnar. En verið róleg…

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Samkvæmt bestu heimildum á að færa allt í samt lag aftur að lokinni kvikmyndatöku, einnig gömlu þjóðleiðina. Fylgst verður gaumgæfulega með hvernig það verður gert.
Hið skemmtilega (eða hið leiðinlega) við þessa þjóðleið er að fulltrúi Fornleifaverndar ríkisins var sérstaklega spurður að því á fundi, sem haldinn var með nefndarfólki og öðrum í Hafnarborg (daginn áður en skipulags og byggingarráð tók ákvörðun sína) hvort hann væri handviss um að þjóðleiðin gamla lægi ekki um þær slóðir sem ætti að raska. Spyrjandi sagðist hafa lesið það í hans gögnum að þetta væri talinn gamall árfarvegur. Fulltrúi Forneifaverndar móðgaðist mjög, sagði að þetta væri örugglega gamall árfarvegur og engin ástæða væri til að efast um þekkingu hans. Þetta væri ekki gömul þjóðleið, en nú er annað komið í ljós. Mjög mikilvægt er að fólk, sem vinnur við mat og skráningu fornleifa skoði svæði sem þetta með opnum hug og nýti sér vel þær upplýsingar, sem fyrir eru, bæði um einstakar minjar sem og sögu svæðisins. Mikið magn upplýsinga er til um Krýsuvík og ábúð það fyrrum.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Öryggisverðir reyndu að meina FERLIRsfélögum göngu um svæðið, en eftir að aðkomumenn höfðu rakið fyrir öryggisvörðunum helstu þjóðsögur, sem svæðið hefur að geyma, sagt þeim frá merkum minjum, lýst staðháttum og örnefnum, lagt út af sögu Krýsuvíkur í stuttu máli o.fl. o.fl. sáu þeir auðvitað að þarna fór ekki hættulegt fólk eða fólk, sem væri líklegt til að valda skemmdum á svæðinu. Það gekk því óáreitt á og umhverfis Arnarfell, eins og ætlunin var. Öryggisverðirnir sannfærðust líka um að það getur verið alvarlegt mál að hefta frjálsa för fólks í frjálsu landi, nema hafa til þess mjög ríkar ástæður, sbr. ákvæði hegningarlaga. Þær voru ekki fyrir hendi þarna, enda stafaði göngufólkinu engin hætta af umhverfinu og ekkert var á staðnum sem hægt var að skemma nema tveir kamrar, sem öryggisverðirnir hafa staðið dyggan vörð um og passað vandlega undanfarnar vikur. Þeir voru hins vegar ekki við Arnarfell, heldur við gömlu þjóðleiðina, sem nú var búið að skemma. Það vissu öryggisverðirnir að sjálfsögðu ekki.

Arnarfell

FERLIRsfélagar komnir í búðir kvikmyndafólks.

Öryggisverðirnir voru beðnir um að fygjast vel mannaferðum um svæði, einkum að kvöld- og næturlagi því skemmdir hafa verið unnar að undanförnu bæði á Krýsuvíkurkirkju og skátaskálanum Skýjaborgum undir Bæjarfelli. Þá væri og gott ef þeir, nærtækir, gættu þess vel að fólk væri ekki að ganga mikið til suðurs að Arnarfelli, því mýmörg hreiður væru enn í móanum milli vegarins og þess. Ljóst er því að heildarhlutverk öryggisvarðanna á svæðinu getur orðið til gangs þegar til alls er litið.
Hið skemmtilega var að annar öryggisvarðanna reyndi að telja FERLIRsfélögum trú um að girðingin um beitarhólfið hafi verið sett upp til að koma í veg fyrir að fólk færi um svæðið. Þá reyndi hann að telja hinum sömu trú um að straumurinn á henni gæti reynst varhugaverður. Hann vissi greinilega ekki við hverja hann var að tala.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Fyrsta þjóðsagan um Arnarfell segir frá Beinteini, en svo var nefndur maður „suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hann lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði. Eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna. Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan. Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.“

Selatangar

Á Selatöngum.

Önnur saga segir að „á Selatöngum var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og görðum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herzlu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv.

Arnarfell

Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.

Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.“
Þriðja sagan segir að „á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.

Arnarfell

Arnarfell – tilgáta.

Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

Arnarhreiður Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann:
„Og hann fylgir staurunum, lagsi“.
Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
„Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“
Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna en er þeir hafa legið litla stund heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:
„Þarna er hann þá núna“, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.“
SkjólFjórða sagan segir af Tyrkjum er „undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju.
Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt: ”Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.”
Prestur mælti: ”Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?”
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu.
Hann mælti til þeirra: ”Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.”
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.“
Fjórða sagan segir af Arnarfellslabba. „Í Arnarfelli skammt frá Krýsivík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur. Var

Þjóðleið

Gamla þjóðleiðin til austurs frá Krýsuvík. Henni var fórnað með samþykki Fornleifastofnunar í þágu kvikmyndarinnar“Flags of our Fathers“, sem kom innlendum nákvæmlega ekkert við.

hann svo kallaður af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsivíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsivíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsivíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsivík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
”Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,” segir bóndi; ”get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.”
”Rétt getur þú til,” segir Björn, ”sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.”
”Kaup vilda ég eiga við þig,” segir bóndi; ”vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.”
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsivík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimildir m.a.:
-SIGFÚS IV 39
-RAUÐSKINNA I. 41
-JÓN ÁRNASON I. 562
-JÓN ÁRNASON III 593

Arnarfell

Arnarfell.