Í Náttúrufræðingnum 1965 birtist grein eftir Sigurð Þórarinsson með yfirskriftinni „Neðarsjávargos við Ísland„. Hér er útdráttur úr greininni er fjallar um neðansjávarkos við Reykjanes:
„Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan Íslandsströndum eru í beinu framhaldi af vestra
eldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykjaneshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hafs, og elzta heimild um neðansjávargos við Ísland — ef undanskildar eru óljósar írskar helgisagnir, sem hugsanlega gætu átt við gos á íslandi, eða við landið — varðar vafalítið gos á þessu svæði. Þessi heimild er Bók undranna, Liber Miruculorum, eftir Herbert nokkurn, sem var kapellán í Cisterciensaklaustrinu í Clairvaux á Frakklandi og ritaði þessa bók á árunum 1178—80, en hún er varðveitt í pergamentshandriti í ríkisbókhlöðunni í Miinchen (cod. lat. Monach. 2607 4to). Þessi bók hefur að innihalda Íslandslýsingu og benda sterkar líkur til þess, að heimildarmaður Herberts um Ísland hafi verið norrænn merkismaður, Eskell erkibiskup í Lundi, sem flutti til klaustursins í Clairvaux þegar hann lét af erkibiskupsembætti 1171 og dvaldi þar til dauðadags, 25. ágúst 1181. Var vinfengi með honum og Herbert kapelláni. En Eskell erkibiskup hafði góð sambönd við íslenzka kennimenn. M. a. vígði hann Klæng Þorsteinsson til biskups í Skálholti árið 1152.

Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán, sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sardíníu.
Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta ritverk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í heild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld.
Í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180.
Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðunum 107v og 108r í Múnchen-handritinu.
Hér á árunum útvegaði ég frá München ljósmyndir af Íslandslýsingu Herberts og er hún prentuð í heild í Náttúrufræðingnum 1952, í þýðingu Jakobs Benediktssonar. Þar er m. a. að finna elztu lýsingu á Heklu og Heklugosi, sem varðveitzt hefur, og svo virðist einnig, sem Herbert hafi haft spurnir af Kötluhlaupi. En í þessari Íslandslýsingu stendur einnig eftirlarandi, sem ekki getur átt við annað en neðansjávargos og þá hlýtur það að vera gos, sem orðið hefur fyrir 1178; ,,Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki aðeins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur, og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skipum og skipstjórum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta.“

Í Noregskróníku á latínu, Breve chronicon Norvegiæ (Munch 1850), skrifaðri um 1230, getur höfundur þess, að á vorum dögum hafi það gerzt, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin hafi opnazt og kastað upp úr djúpunum eldlegum gufum (ignivomes vapores) og myndað stórt fjall upp úr sjónum. Má vera, að hér sé átt við gos það, sem íslenzkir annálar telja að orðið hafi 1211 undan Reykjanesi, en það er elzta neðansjávargos, sem íslenzkar heimildir geta um. Um þetta gos hafa fornu annálarnir eftirfarandi að segja: Konungsannáll: Landskjálfti fyrir sunnan land. XIII menn létust. Eldur kom upp úr sjó. Sörli Kolsson fann Eldeyar (Isl, Ann. bls. 123). Skálholtsannáll er ítarlegri „Vætu sumar. Landskjálfti fyrir sunnan land. í þeim landskjálfta létust XIIII menn. Eldur kom upp úr sjó fyrir Reykjanesi. Sörli Kolsson fann Eldeyjar (Ibid. bls. 182). Og enn bætir Oddaverjaannáll um vitneskju vora: „Sörli íann Kldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið“ (Ibid., bls. 478). Aðrir annálar geta aðeins landskjálftans og manntjónsins, sem er hið mesta sem vitað er um af völdum landskjálfta á’íslandi (Ibid., bls. 23, 62, 255, 325).

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.
Þótt hinum fornu annálum beri saman um ártalið er þess að minnast, að þeir eru færðir í letur alllöngu eftir atburði þessa og væri ártalinu ekki fyllilega að treysta, ei: ekki kæmi til enn ein heimild, sem telja má næstum samtímaheimild, er getur neðansjávargoss þetta ár. Þessi heimild er Páls saga biskups, sem skráð mun skömmu eftir andlát hans, sem varð 29. nóv. 1211.
Höfundur vitnar til Ara fróða um það hversu jörðin drúpti eftir fráfall Gizurar biskups, en síðan er það rakið, „liversu margur viðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þessa hins dýrlega höfðingja Páls biskups: jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn á sér, þá er náliga var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yíir sýndust náliga allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Bisk. I, bls. 145). Loks er landskjálftans 1211 getið í Guðmundar sögu hinni elztu og sagt að „urðu XVIII menn undir húsum“ (Bisk. I, bls. 503).
Það sem draga má saman af þessum fáorðu heimildum er þetta. Árið 1211, líkast til síðla árs, verður eldgos undan Reykjanesi. Á gossvæðinu verða mikil umbrot, eyjar sökkva þar í sæ en aðrar rísa úr sæ og má mjög líklegt telja, að þar hafi átt upptök sín sá mikli jarðskjálfti og mannskaði er 14 eða 18 manns láta lífið undir hrynjandi húsum. Þær eyjar er myndast, eru nefndar Eldeyjar, og er nafnið út af fyrir sig næg sönnun þess að eldsumbrot hafi orðið á þessum slóðum.
Athyglisvert er, að Oddaverjaannáll segir Eldeyjar hafa verið þarna fyrir, er alla ævi hafi staðið, og bendir það til eldsumbrota á þessum slóðum löngu fyrir 1211.
Frásögn Herberts kapelláns sannar, sem fyrr getur, að gosið hefur undan íslandsströndum, og þá líklegast undan Reykjanesi, iyrir 1178, en sé Oddaverjaannál að treysta, og hann virðist oft næsta traust heimild, bendir þetta til allmiklu eldri eldsumbrota, en ekki verður úr því skorið, hvort Eldeyjar hinar fornu hafi hlotið nafn af eldsumbrotum í nálægð þeirra, eða hvort það var vegna þess að menn vissu þær hafa risið úr sæ í eldsumbrotum. Ummæli Oddaverjaannáls ,,er alla ævi höfðu staðið“ benda til hins fyrrnefnda. Orðið eldey tel ég samt rétt að nota sem vísindaheiti um eyjar, sem myndast við eldgos í sjó.

Arnarseturshraun rann um 1260.
Aftur geta annálar eldsuppkomu fyrir Reykjanesi 1226 (Isl. Ann. bls. 24, 64, 127, 186, 255, 326). Konungsannáll nefnir „myrkur um miðjan dag“. Oddaverjaannáll nefnir „Sandfallvetur“ 1226 (bls. 479) en Resens annáll, Lögmálsannáll og Gottskálksannáll nefna veturinn 1227 „Sandvetur“ (Ibid. bls. 24, 256, 326) og Guðmundar saga elzta segir „Sandvetur liinn mikli og fjárfellir 1227″ (Bisk. I, bls. 548), og liggur því næst að álykta, að það hafi verið veturinn 1226/27, sem þetta mikla sandfall varð, þá væntanlega af völdum áður nefnds neðansjávargoss, því annars goss er ekki getið þetta ár. Gossins er einnig getið í Guðmundar sögu elztu (Bisk. I, bls. 546) og í sömu sögu er sagt um sumarið 1231: „Þetta var kallað sandssumar því að eldur var uppi fyrir Reykjanesi og var grasleysi mikið“ (Ibid., bls. 553—54). Ekki er þessa goss getið í annálum.
Fjórir annálar geta elds fyrir Reykjanesi 1238 (Isl. Ann., bls. 65, 130, 188, 327) og Resens annáll nefnir „eldsuppkomu í Reykjanesi“ (Ibid. bls. 25), Konungsannáll getur einnig elds fyrir Reykjanesi 1240 og mikilla landsskjálfta fyrir sunnan land sama ár og rauðrar sólar (Ibid. bls. 131). Oddaverjaannáll segir hið sama að því viðbættu, að sólin hafi verið „rauð sem blóð“ (Ibid. bls. 481) og rauðrar sólar þetta ár er einnig getið í Skálholtsannál (Ibid. bls. 188). Hugsanlegt er að þetta gos 1240 sé raunverulega það sama og aðrir annálar telja 1238, þótt Konungsannáll nefni bæði.

Stampagígaröðin myndaðist um 1212.
Með þessu gosi lýkur tímabili mikilla eldsumbrota undan Reykjanesi, sem varað hafði að minnsta kosti frá 8. tug 12. aldar og líklegast allmiklu lengur. Líklegast er það eitthvað af þessum gosum, sem liggur að baki frásagnar enskrar króníku, Chronicon de Lancerot, sem fjallar um tímabilið 1201—1346. Þar er sagt um Vilhjálm nokkurn frá Orkneyjum, að hann hafi um 1275 sagt frá ýmsu af Íslandi, m. a. því, að einhvers staðar á því sama landi hafi sjórinn brunnið á mílu svæði og eftir skilið svart gjall og soralegt. Einnig mun til þessa eldsumbrota tímabils, líklega gossins 1211, að rekja eftirfarandi orð í íslandslýsingu Arngríms ábóta: „Það fylgir þessum fádæmum, að í sjálfu hafinu viku sjávar suður undan landinu, hefur upp komið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn, það er upp kom í fyrstu með sömu grein.“ (Bisk. II, bls. 5).
Í annálsbroti sínu, Annalium in Islandia Farrago, skrirar Gísli Oddsson um árið 1340:
„Var skaginn Reykjanes meir en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Driftarsteinn). Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir.“ Ekki geta eldri annálar neins goss á Reykjanesi á þessum árum en hins vegar um gos í Trölladyngjum innar á skaganu í kringum 1300 og vel má vera, að einnig hafi gosið undan Reykjanesi á þessum árum, en allsendis ósannað er það. Næst er eldsumbrota getið undan Reykjanesi 1422, i Lögmannsannál, sem teljast má samtímaheimild um atburðinn. Þar segir: „kom upp eldur í hafi í útsuður undan Reykjanesi. Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan“ (Isl. Ann., bls. 293). Ekki er ástæða til að efa þessa frásögn.

Eldey.
Árið 1597 hefur Gísli biskup Oddsson það eftir séra Gísla Guðbrandssyni (presti að Hvammi í Hvammssveit 1584—1620), að Brimarkaupmenn hafi lyrir 15 árum séð eld brenna í hafsdjúpi við Reykjanesskaga, eigi langt frá eyjum þeim, sem af eldi hafa hlotið nafnið Eldeyjar eða Gígeyjar (Ann. Farrago, Islandica X, bls. C). Samkvæmt þessu ætti að hafa orðið neðansjávargos þarna 1583.
Nafnið Gígeyjar kemur ekki fyrir í neinu öðru riti, svo mér sé kunnugt, en það er að finna dálítið afhakað (Geie eiar, Geye eyar) á liinu merkilega íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem kom út í fyrsta sinn í viðhót við kortabók Abrahams Orkeliusar í Additamentum IV Theatri Orbis Terrarum 1590 og í Atlas Mercators 1595 (Nörlund, Isl. Kortlægning, Pl. 23, 24). Á þessum kortum er Eldey sýnd og Geirfuglasker suðvestur af henni, en Gígeyjar sunnan suðaustan Eldeyjar. Hvort sem Gígeyjar hafa raunverulega verið samheiti (sýnóným) Eldeyja eða nafn á sérstökum eyjum, er nafnið sjálft sönnun fyrir því, að í eina tíð hafi verið undan Reykjanesi eyjar með gíglögun, sem nú eru horfnar.
Nú líða 200 ár, þar til næst verður elds vart undan Reykjanesi, svo að í frásögur sé fært.

Eftirfarandi er promemoria Jörgens Mindelhergs, skipstjóra á húkkertunni Boesand, dagsett 8. júlí 1783. „Viðvíkjandi þeirri brennandi eyju, sem liggur 8l/£ mílu réttvísandi suðvestur frá syðsta Geírfuglaskerinu við ísland, höfum vér skráð eftirfarandi frá og með kl. 3 að morgni 1. maí: Kl. 3 um morguninn sáum vér reyk stíga upp úr hafinu og hugðum vera land en ígrunduðum þetta og niðurstaðan varð sú að þetta væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið. Við hrepptum síðan þoku og andbyr til 3 maí og slöguðum á þessum slóðum. Stundum sáum vér reykinn og stundum ekki. Kl. 5 að morgni 3. maí fengum vér hyr og tókum stefnu á jökulinn.

Eldey.
Kl. 7 birti í lofti og sást þá eyland sem þennan hræðilega reykjarmökk lagði upp af. Sigldum upp að því til þess að sjá lögun þess og þegar vér vorum í hálfrar mílu fjarlægð urðum vér frá að hverfa vegna ótta um að skipverjar myndu lalla í ómegin sakir hins hræðilega brennisteinsreyks. Sérhver skipverja er reiðubúinn að vottfesta með eiði það sem hér fer á eftir. Eyjan er á að gizka 1/9 mílu og sú púðurgröf, sem þar brennur, er suðvestan á henni og leggur þar sannarlega og örugglega feiknar reyk upp úr grjótinu. Myndast þar af svo mikið af vikri, að það þekur sjóinn um 1/8 mílu. Réttvísandi
í NNA frá eynni er blindsker, um mílu frá eynni. Þar eru miklir brotsjóar og mjög hættulegir sjófarendum, vegna þess að skerið rís ekki upp fyrir sjávarmál. Eyjan lítur þannig út.
Eftirmáli: „Eldurinn er í gjá suðvestan í eynni, og að það sé, er ég og mínir menn reiðubúnir að sverja, ef þess gerist þörf.“ Undir undirskrift er enn bætt við: „Mér flaug virkilega í hug, þegar ég sá þennan ferlega reyk, að kominn væri dómsdagur.“
Jörgen Mindelberg og skipverjar hans urðu fyrstir manna, svo vitað sé, til að líta þá margumskrifuðu eyju, sem vorið 1783 upp hlóðst undan Reykjanesi, nánar tiltekið þar, sem nú heitir Eldeyjarboði, um 62 km suðvestur af Reykjanesi.
Næst á vettvang var skipið Den hvide Svane, skipstjóri Hans Pedersen Manöe. Eftirfarandi er útdráttur úr skipsdagbók lians 10. og 11. maí 1783: „Laugardaginn 10. maí kl. 8 um kvöldið vorum við á að gizka 63° 10′ n. hr. og 354° 16′ 1. (niiðað við Ferro). Þá sáum við Ísland í kompásstelnu NA til A, í á að gizka 8—9 mílna fjarlægð, en þar eð loft var mistrað og liðið á kvöld vissum við ekki gjörla hvar við vorum, gizkuðum þó á að við værum milli Eyrarhakka og Bátsenda. Við sigldum áfram sem áður til að komast í sjónfæri við Geirfuglasker, og stefndum í N til V, og sáum nokkuð af brenndu grjóti á sjónum. Kl. 10 um kvöldið sáum við feiknlegan reyk og bruna í NV og höfðum þá sjón fyrir augum til morguns hins 11. kl. 3, þegar við sáum yzta Fuglaskerið, sem nefnist hið blinda og var þá í SV til V l/ý V á kompásinn, á að gizka 3 mílur frá oss og þaðan sýndist þessi reykur og éldur koma.

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth.Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.
Samtímis tókum við stefnu á hið yzta af þeim allháu Fuglaskerjum í NA til A á kompásinn, 814 mílu frá oss og tókum þaðan stefnu N til A eftir jöklinum og var þá mikið af áðurnefndu grjóti í háfinu framundan okkur og sigldum við í gegnum það 12 til 13 mílur norðan Fuglaskerja. Svo þykkt var þetta lag á sjónum að úr ferðskipsins dró svo að munaði l/4 niílii á hverri vakt. Lá þetta á hafinu á 20 til 25 mílna breiðu svæði.“
Hinn 22. maí 1783 gefur Peder Pedersen, skipstjóri á liúkkertunni Torsken, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, skýrslu um sína reisu til landsins. Þar segir: „Þegar ég kom til landsins fann ég land í hafinu úti. Þar var eldur uppi á þrem stöðum og er þetta land jafnstórt og eitt af stærstu Fuglaskerjunum. Þetta land var ekki þama áður. 2 mílur suðvestur af landi þessu reyndi ég að lóða og fann 42 faðma dýpi og brunagrjót í botni, sem leit út eins og ,,Ravn-kull“, og hafið var þakið vikri, sem land þetta spúði úr sér. Ég sigldi kringum um það í 1/2 mílu fjarlægð til að skoða það. Þetta land hggur V-S á kompás eða SV réttvísandi frá yzta Fuglaskerinu á að gizka í 7—8 mílna fjarlægð.“

Karlinn á Reykjanesi – afurð Nýeyjar?
Uppgötvun þessarar nýju eyjar vakti mikla athygli þeirra háu herra, sem réðu málum Íslands úti í Kaupinhafn. 26. júní 1783 er gefin út konungsúrskurður (stjórnarskipun) til Rentukammersins, svo hljóðandi: „Þar eð eyja hefur óvænt orðið til í landskjálftum og eldsumbrotum í hafinu út af Reykjanesi, nokkrar mílur undan suðurströnd landsins, og ástæða er til að óttast, að þegar eldur sá slokknar, sem enn logar, muni útlendingar geta sezt að á eynni til óbætanlegs tjóns íslenzkum fiskveiðum, ber voru kammeri að gefa stiftamtmanninum á Islandi eindregna skipun þess efnis, að þegar er mögulegt verður að nálgast þetta nýja land skuli hann fara með einu af skipum Íslandsverzlunarinnar og slá hátíðlega eign vorri á það, og ekki aðeins draga þar upp danska fánann heldur reisa þar þann stein með ártali og fangamarki voru, sem héðan verður sendur. Einnig skal hann semja skjal um landnám þetta í tveim samhljóða eintökum og skal annað geymast á Íslandi, hitt sendast hingað. Eynni skal gefið nafnið Nýey. Allt þetta verður að gjöra, enda þótt svo kunni að fara að eyjan hverfi svo sem hún til kom. Vort kammer, sem þetta er falið, verður að semja um allt viðvíkjandi skipi því, sém notað yrði, við stjórn Íslandsverzlunarinnar. Thodal stiftamtmanni var skrifað bréf 28. júní og honum uppálagt að framkvæma skipunina og skipa kaupmanninum í Hafnarfirði að vera til aðstoðar og láta póstskip taka með stein þann, sem reisa skuli í eynni og tilbúinn muni eftir nokkra daga. Er steinninn sagður þriggja álna hár, breidd hans neðst y4 álnar, en hálf alin efst, og þykkt sem því samsvari. Virðist steinninn hafa verið höggvinn, því varðveittur er reikningur frá steinihöggvaranum til Finanskollegium, að upphæð 17 ríkisdalir og 4 mörk. En aldrei komst sá stóri steinn út í Nýey.
Í plaggi frá Rentukammerinu 81. ianúar 1784 er þess getið, að Thodal stiftamtmaður hafi tilkynnt, að sakir þess, hve áliðið var árs og vegna stöðugrar þokn, hafi hann ekki getað slegið eign á eyna í konungsnafni samkvæmt tilskipun frá 3. júlí 1783, sér í lagi þar sem samkvæmt frásögn skipstjóra þess, er eyna fann, yrði landtaka að ske í bátum. Hafi hann því að ráði skipstjórans frestað framkvæmdum til næsta vors. Þó hafði stiftamtmaðurinn samið um það við téðan skipstjóra, að á heimleið sinni skyldi hann reyna að komast þar á land, og eftirskilja þar trékefli með fangamarki hans hátignar, eða þá mynt, en stiftamtmanni höfðu síðar borizt þær fregnir, að engir af skipstjórum verzlunarinnar hafi séð eyna, líklega vegna þess að stöðugar þokur hafi fælt þá frá að nálgast hana.
Í tilefni af þessu er gefinn út nýr konungsúrskurður 9. febrúar 1784 þar sem: 1) vorum stiftamtmanni Thodal er falið á ný að gera á vori komanda allt sem í hans valdi stendur til að framkvæma skipunina frá 26. júní og resolútíórina frá 3. júlí s.l. ár viðvíkjandi „Okkupation“ Nýeyjar. 2) Stjórn Íslandsverzlunarinnar er falið að skipa versluninni í Hafnarfirði á Íslandi að láta skip það, sem í næsta mánuði á að flytja Levetzow kammerherra og stúdent Magnús Stephensen frá Íslandi, koma það nærri Nýey að sá síðarnefndi geti framkvæmt þær athuganir, sem honum samkvæmt tilskipan var falið að gera í þessu sambandi.

Eldgos á Reykjanesskaga.
Í lok bókar sinnar um Skaftárelda víkur Magnús Stephensen að þessu. Það sem hann skrifar þar um eyna og legu hennar mun byggt á frásögnum áðurnefndra skipstjóra, einkum Mindelbergs, en hann segir skipstjóra ekki sammála um stærð hennar, segi sumir hana mílu ummáls, en aðrir 1/2 úr mílu eða litlu meir. Hann bætir því við, að á þessu ári, þ. e. 1784, hafi engir sæfarar séð eyna og ,,þó að þau skip sem ég og herra kammerherra Levetzow fórum með út og utan hafi haft eindregin fyrirmæli um að finna eyna, ef mögulegt væri, höfum við ekki komið auga á hana, enda þótt við á útleið sigldum langa stund Iram og tilbaka um það svæði, þar sem eyjan átti að vera.“ Magnús Stephensen skrifar að lokum: „Ef mér leyfist að draga af þessu nokkra ályktun, hlýtur hún að verða sú: að Nýey liafi sokkið með sama hætti og hún reis úr sjó fyrir ári.“ Hann segir legu eyjarinnar eftir „nöiagtig Giskning“ hafa verið „umtrent paa (53° 20′ nordre Bredde og 354° 20′ Længde“ og mun hér miðað við eyna Ferro.
Sumarið 1786 kom hinn dugmikli forstjóri dönskn sjómælinganna, P. de Lövenörn til Íslands. Meðan hann dvaldist í Hólmsins höfn sendi hann lautinant Grove út með jagt til að leita Nýeyjar, en hann fann ekkert nema þann hoða, sem nú er nefndur Eldeyjarboði og taldi hann leifar Nýeyjar (Löwenöm 1788). Þar með er upptalið það, sem vitað er um þá ey Nýey og örlög hennar. Hvenær hún hvarf undir sjávarborð er óvíst, en líklegt má telja, að það hafi ekki verið þoku einni um að kenna, að skip fundu ekki eyna haustið 1783, heldur hafi hún þá þegar verið horfin að mestu eða öllu. Einfaldasta skýringin á því að sjónarvottum bar ekki saman um stærð eyjarinnar er sú, að stærð hennar hafi verið breytileg eða að ruglað hafi verið saman kvartmílum og landmílum.
Í eldfjallasögu sinni tekur Þorvaldur Thoroddsen upp tölur þær, sem Magnús Stephensen nefnir, að ummál eyjarinnar hafi verið míla að sögn sumra, en aðeins þriðjungur úr mílu að sögn annarra. Þorvaldur telur, að hér sé um danskar mílur, þ. e. 7 1/2 kmmílur að ræða, en ég fæ ekki betur séð en að þetta muni eiga að vera kvartmílur eða sjómílur.

Eldgos á Reykjanesskaga.
Að minnsta kosti er víst, að þegar Hans Pedersen skipstjóri á Hvíta Svaninum segist hafa siglt 12—13 mílur gegnum vikurbreiður, eftir að Irann var kominn norður fyrir Geirfuglasker, á hann ekki við landmílur. Sé um kvartmílur að ræða hefur eyjan sarakvæmt upplýsingum Peder Pedersens verið um 900 m löng, en ummál samkvæmt upplýsingum Magnúsar Stephensens nærri tveir km. Má ætla, að eyjan hafi orðið svipaðrar stærðar og Surtsey var orðin eftir 10 daga gos eða svo, en það er trúa mín, að hefði Surtur hætt þá, væri nú ekki mikið eftir af eynni hans.
Snemma í marzmánuði 1830 varð vart við neðansjávargos alllangt suðvestur af Reykjanesi. Samkvæmt skýrslu um þetta gos sem varðveitt er í danska sjókortaarkívinu, hófst það 13. marz og var gosmökkurinn geysimikill undir lok mánaðarins og sást frá Reykjavík. Mikið myndaðist af gjalli og vikri. Sumir þóttust sjá eld. Þannig hélt gosið áfram eina tvo mánuði, en þess varð og vart af og til næsta vetur. Engiendingurinn Wolley, sem ferðaðist um Reykjanes 1858 til þess að athuga afdrif geirfuglsins, segir gosið hafa byrjað 6. eða 7. marz og varað með nokkrum hléum í heilt ár. En þetta gos varð afdrifaríkt fyrir þann hinn vængjavana fugl, geirfuginn, því talið er að í gosinu og jarðhræringum, sem því fylgdu, hafi eina þáverandi varpstöð hans, Geirfuglasker, fordjarfast.
Að tilhlutan Kriegers stiftamtmanns fór Björn Gunnlaugsson út á Reykjanes til að staðsetja gosmökkinn og dvaldi þar frá 29. apríl til 11. maí, en sá mökkinn aldrei vegna dimraviðris. Hann reyndi þó að staðsetja mökkinn samkvæmt upplýsingum um stefnuna á lrann frá ýmsum bæjum, svo sem Útskálum og Stafnesi. En áður en hann fór út á nes hafði hann einnig reynt að staðsetja mökkinn með þríhyrninga mælingum heiman frá sér í Sviðholti, en hann skrifar í skýrslu sinni, sem varðveitt er í handriti, að hann hafi notast við alltof stutta grunnlínu, því að hann hafi ekki mátt ganga langt burt frá skólanum, þar eð kennsla var ekki hætt. Samvizkusamur kennari, Björn Gunnlaugsson. Samkvæmt mælingum Björns frá Sviðholti var lega eldstöðvanna 63° 29′ 54″ n. br. og 25° 57′ 16″ v 1. (miðað við París). Virðist gosið því hafa verið nærri Eldeyjarboða, þó líklega nokkru austar, um 55 km undan landi.
Aftur verða eldsumbrot út af Reykjanesi 1879. í Heilbrigðistíðindum Jóns Hjaltalíns (Nr. 6, 1879, bls. 48) birtist eftirfarandi bréf ritað 12. júlí það ár. Höfundur þess er B. Guðmundsson. „Eldsuppkoma fyrir Reykjanesi, þann 30. maí, nálægt Geirfuglaskerjum, sáu menn vel frá Höfnum, og eins daginn eftir, þann 31., á að gizka þaðan 12 viknr sjáfar, en skemmstu leið frá yzta tanga á Reykjanesi 8 vikur. Með júnímánuði komu vestan-útnyrðingsbræluvindar með svarta þoku, samfleytt í 13—14 daga, svo að ekki var ratfært á sjó né landi nema á vissum vegum, en þokulaust alstaðar fyrir innan, í Keliavík, Njarðvíkum og Garði, og eins í Grindavík, sem menn héldu að stæði al’ eldinum. Rétt áður en upp birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði þá þéttar skúrir og birti upp með sífelldum þurrki síðan. Sást þá verða vart við eldinn aðeins og svo ekki oftar mánuðinn út.
Í Grindavík og einkanlega í Höfnunum hefur verið einstakt fiskileysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á Miðnesi, en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á Sviði allt árið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn hafi flúið undan eldinum. Ekki hefur verið getið um, að menn hafi orðið varir við vikur, og ekki heldur jarðskjálfta, við þessa eldsuppkomu, og heldur engin vissa fyrir, live nærri Geirfuglaskerjum eldurinn var að brenna.“ Þannig hljóða þau orð og annað vitum við eiginlega ekki um þessi eldsumbrot. Sé það rétt, að fiskurinn hafi fælzt þau, hvað hann ekki hefur gert við Surtsey, er ástæðan líkegast sú, að þarna reis ekki eyja úr sjó og megnið af hitaútstreymi og útstreymi lofttegunda í sambandi við gosið hefur farið í sjóinn, en ekki upp í loftið. Þess má geta, að um sama leyti og þessi eldsumbrot voru undan Reykjanesi urðu snarpir jarðskjálftar í Krýsuvík og baðstofa féll á Vigdísarvöllum.

Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.
Fimm árum síðar, hinn 1. ágúst 1884, skrifar vitavörðurinn á Reykjanesi, Jón Gunnlaugsson, skipstjóri, Ísafold eftirfarandi: „Hinn 26. f. m. (júlí) gekk jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell með kíkir og var að skoða sjóinn mjer til skemmtunar, og sýndist mjer jeg sjá skip norðvestur af Eldey (Mels;ekken), en sýndist það furðu stórt, dró jeg sundur kíkir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Eldey, á að giska hjerumbil 3 mílur norðvestur af Eldey. Hefi jeg skoðað hana á hverjum degi og er hún alltaf með sömu ummerkjum og þegar jeg sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunnugir menn í Höfnum hjá mér í kíkir“ (Ísafold XX. 33, 13. ágúst 1884, bls. 129).
í 13. blaði Fjallkonunnar 1884, dags. 20. ágúst (20. árg., bls. 52) er þessarar fregnar getið í léttum tón. Stingur greinarhöfundur, líklega ritstiórinn, Valdimar Ásmundsson, upp á því, að frægustu vísindamenn höfuðborgarinnar verði sendir til eyjarinnar og „Til þess að vera foringi fararinnar ætlum vjer hinn sprenglærða landafræðing herra Halldór K. Friðriksson sjálfkjörinn, og geti hann jafnframt og hann rannsakaði allt eðli eyjarinnar athugað, hvort ekki myndi tiltækilegt að rækta eyjuna með góðum áburði, að minnsta kosti svo, að nægileg beit yrði fyrir nokkrar rollur…
…Til fararinnar viljum vjer því næst kjósa herra Gest Pálsson til þess að kynna sjer skriðkvikindi þau, er vera kynnu í eyjunni, og vonum vér, að honum verði sýnt um þann starfa.“ En svo sleppt sé gamni Fjallkonunnar. Hvað skal segja um þessa eyju. 1879 sjá menn gos en enga ey; fimm árum síðar sjá menn nýja ey en ekkert er vitað með vissn um gos. Raunar segir í Fjallkonugreininni: „Víst hafa nú í sumar verið eldsumbrot þar“ (Fjallkonan 13. blað 1884. 20. árg., bls. 52), og setur greinarhöfundur jarðskjálfta sem vart hafi orðið snemma í ágúst, í samband við uppkomu eyjarinnar. En ummæli hans um eldsumbrot geta verið byggð eingöngu á ofangreindu bréfi vitavarðarins.

Geirfuglasker.
Dönsk herskip, sem fóru á vettvang um sumarið, urðu hvorki vör við eyju né eldgos. Þrátt fyrir frásögn vitavarðarins verður vart talið sannað, að eldgos hafi orðið undan Reykjanesi 1884 og að þar hafi myndast eyja stærri en Eldey virðist með ólíkindum. Rétt í því að ég var að ganga frá þessari grein til prentunar fræddi Gestur Guðfinnsson, góðkunnur Ferðafélagsfrömuður og ljóðskáld, mig á því, að hann hefði eigi alls fyrir löngu talað við sjómann, sem hefði fyrir mörgum árum orðið var við neðansjávargos undan Reykjanesi. Fyrir milligöngu Gests hafði ég uppá þessum manni, Jafet Sigurðssyni, sjómanni, sem búsettur er í Hafnarfirði en dvelst sem stendur á Vífilsstaðahæli. Jafet tjáði mér, að fyrri hluta júnímánaðar 1926 hefði hann, þá unglingur, verið í róðri ásamt þremur
öðrum, á mótorbátnum Braga frá Njarðvík. Voru þeir með línu skammt norðaustur af Eldey. Veður var stillt, svo að sjór var nær spegilsléttur. Þá sáu þeir koma eins og stórar bólur á sjóinn nærri bátnum. Þessi ólga í sjónum ágerðist mjög og sjórinn „fór að toppa allmikið“, svo fóru að fljóta þarna upp allmargir dauðir fiskar, bæði þorskur og þyrsklingur, og töldu þeir því að heitt myndi undir. Þeir horfðu á þetta nokkrar klukkustundir og var þetta farið að minnka er þeir héldu frá staðnum, en þeim þótti þó ekki ráðlegt að halda sér lengur þarna nærri. Þeir höfðu verið á þessum slóðum nokkra undangengna daga en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt, en næstu daga fóru þeir til róðra á aðrar slóðir. Þeir sögðu frá þessu fyrirbæri, er þeir komu í land, en flestir voru vantrúaðir á frásögn þeirra. Ekki vissi Jafet til þess að aðrir bátar hefðu þá verið á þessu svæði. Ekki virðist mér vafi leika á að þarna hafi verið um að ræða einhver smávegis eldsumbrot á sjávarbotni. Slík eldsumbrot hafa vafalítið iðulega getað átt sér stað á umliðnum öldum án þess að nokkur yrði við þau var.
Eru þá upptalin þau eldsumbrot undan Reykjanesi, sem öruggt er eða líklegt að orðið hafi síðan land byggðist samkvæmt skráðum heimildum. Fullyrða má, að þar hafi gosið a. m. k. 10 sinnum og að 3 sinnum a. m. k. hafi eyjar risið þar úr sæ, ein eða fleiri, en engin þeirra er lengur ofan sævar.“
Magnús Á. Sigurðsson sitar grein um Yngra Stampagosið á Reykjanesi í Náttúrufræðinginn 1995. Þar segir hann m.a. um ritaðar heimildir um gos á Skagagnum: „Í rituðum heimildum kemur fram að gos í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykjanes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þórarinssonar 1965). Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur Jóhannesson 1989, 1990).

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Við gjóskulagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust fjögur gjóskulög sem tengja má Reykjaneseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri-Stampagígaraðarinnar, en í ljósi þess að Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í heimildum, árið 1211, eigi þar við.
Í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafi runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að þvi í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). Í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.“ Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafi verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. Í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykjanesi.
Það bendir ótvírætt til goss í sjó.

Surtsey.
Í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Biskupasögur I 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu i lofti sem gjarnan er fylgifiskur hraungosa og að sól og tungl hafí af þeim sökum sýnst rauð. Sem dæmi um þetta mætti nefna hina kunnu Skaftárelda 1783-1784 og móðuna sem þeim fylgdi. Í Eldsögu Sveins Pálssonar frá 1784 kemur m.a. fram að sól hafi á stundum verið rauð sem blóð og að óvenjulegt bláleitt mistur hafi legið í lofti (Sveinn Pálsson 1984). Þó að Yngra-Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafi verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu).“

Eldgos.
Sveinn Jakobsson segir m.a. í grein sinni í Náttúrufræðingnum 1974 um eldgos við Eldeyjarboða: „Eldgos, og einnig jarðskjálftar, hafa verið tíð á Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422 og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast mjög óviss, þó er hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, hvar þær eldstöðvar eru, sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884 og 1926.
Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr. Þorv. Thoroddsen 1925).
Frekari könnun á heimildum leiðir í ljós, að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar hinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er ekki um annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um 30 km SV af Eldeyjarboða. Þessi sjávarhryggur er um 10 km á lengd og 2—3 km á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðumanns Sjómælinga Íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skipstjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 8 1/2 mílu réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi).

Reykjanes.
Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál, sé 13/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða, þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerjum. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20′ n.br. og 354° 20′ v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17′ n.br. og 24° 11′ v.l., er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum. Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp.

Geirfuglasker.
Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830 á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en samkvæmt mælingu Björns var gosmökkurinn á 63° 29′ 54″ n.br. og 25° 57′ 16″ v.l. Hér er miðað við París, miðað við Greenwich er lengdargráðan 23° 37′ 02″ v.l. Sé sjókortið hins vegar skoðað getur ekki hafa gosið á þessum stað nýlega, botninn er marflatur og engar mishæðir að sjá. Líklegast er, að staðarákvörðun Björns sé o£ austlæg, og gosið hafi á hryggnum, sem er aðeins um 4 km í VNV þaðan. Kemur þetta heim og saman við þær upplýsingar Þorvaldar Thoroddsen (1925), að eldstöðvarnar séu um 4 km frá Eldeyjarboða.
Eldstöðvarnar frá 1879 voru aldrei staðsettar nákvæmlega, en sagt, að þær væru nálægt Geirfuglaskerjum (Heilbrigðistíðindi Jóns Hjaltalíns 1879). Fjarlægð var talin um 12 vikur sjávar frá Höfnum, en 8 vikur skemmstu leið frá yzta tanga Reykjaness. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir, að 1 vika sjávar hafi verið breytileg mælieining frá einum tíma til annars, en á 19. öld hafi hún sennilega gilt það sama og ein míla, eða 7,4 km. Eftir þessu að dæma ættu gosstöðvarnar frá 1879 að hafa verið um 60 km frá yzta tanga Reykjaness, eða nálægt Eldeyjarboða. Þetta stangast illa á við hina fullyrðinguna, að gosið hafi verið nálægt Geirfuglaskerjum, og eins stenzt heldur ekki, að 4 vikur (30 km) séu á milli Hafna og Reykjaness, miðað við stefnu á Geirfuglasker. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að ein vika sé hér um 4 km (4 vikur sé sama og u. þ. b. 15 km, sem er fjarlægðin á milli Hafna og Reykjaness), þá er fjarlægðin frá yzta tanga Reykjaness að gosstöðvunum um 30 km, sem er skammt SV af Geirfuglaskeri.
Frásagnir af gosi á Reykjaneshrygg árið 1884 stangast allmikið á (Ísafold 1884). Vitavörðurinn á Reykjanesi og ýmsir aðrir mætir menn töldu sig hafa uppgötvað nýja eyju, að sjá norðvestan við Eldey. Þetta var í lok júlí. Áhafnir tveggja skipa, er komu á vettvang í ágúst, urðu einskis vísari. Ýmsir menn í landi sáu samt enn eyjuna og töldu hana vera nálægt Geirfuglaskerjum. Ýmislegt við þessar frásagnir er með ólíkindum, t. d. sást aldrei neitt gos. Samt verður varla gengið á móti vitnisburði margra manna. Gert er ráð fyrir gosstöðvum þessum við Geirfuglasker og þær merktar þannig, þótt raunar sé mjög í óvissu, hvar þær eru.
Loks er að geta frásagnar um lítið gos, sem varð í júní 1926 (Sigurður Þórarinsson 1965), skammt NA af Eldey. Nokkrir sjómenn urðu sjónarvottar að þessu, og virðist nær öruggt, að þarna hafi orðið smágos.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 35. árg. 2. tbl., 01.09.1965, „Neðarsjávargos við Ísland“, Sigurður Þórarinsson, bls. 53 – 68.
-Náttúrufræðingurinn, Magnús Á. Sigurðsson, Yngra Stampagosið á Reykjanesi, 64. árg. 3 tbl. 01.01.1995, bls. 211 – 230.
-Náttúrufræðingurinn, Sveinn Jakobsson, Eldgos við Eldeyjarboða, 44. árg. 1 tbl, 01.10.1974, bls. 22-31.
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 1952, Herbert múnkur og Heklufell, Sigurður Þórarinsson, bls. 49-61.

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Neðansjávargos út af Reykjanesi
Í Náttúrufræðingnum 1965 birtist grein eftir Sigurð Þórarinsson með yfirskriftinni „Neðarsjávargos við Ísland„. Hér er útdráttur úr greininni er fjallar um neðansjávarkos við Reykjanes:
eldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykjaneshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hafs, og elzta heimild um neðansjávargos við Ísland — ef undanskildar eru óljósar írskar helgisagnir, sem hugsanlega gætu átt við gos á íslandi, eða við landið — varðar vafalítið gos á þessu svæði. Þessi heimild er Bók undranna, Liber Miruculorum, eftir Herbert nokkurn, sem var kapellán í Cisterciensaklaustrinu í Clairvaux á Frakklandi og ritaði þessa bók á árunum 1178—80, en hún er varðveitt í pergamentshandriti í ríkisbókhlöðunni í Miinchen (cod. lat. Monach. 2607 4to). Þessi bók hefur að innihalda Íslandslýsingu og benda sterkar líkur til þess, að heimildarmaður Herberts um Ísland hafi verið norrænn merkismaður, Eskell erkibiskup í Lundi, sem flutti til klaustursins í Clairvaux þegar hann lét af erkibiskupsembætti 1171 og dvaldi þar til dauðadags, 25. ágúst 1181. Var vinfengi með honum og Herbert kapelláni. En Eskell erkibiskup hafði góð sambönd við íslenzka kennimenn. M. a. vígði hann Klæng Þorsteinsson til biskups í Skálholti árið 1152.
„Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan Íslandsströndum eru í beinu framhaldi af vestra
Á ofanverðum áttunda tug tólftu aldar dvaldist í hinu fræga cisterciensaklaustri í Clairvaux (Clara vallis) í Frakklandi kapellán, sem Herbert hét eða Herbertus. Herbert þessi hafði áður verið ábóti í Mores í héraðinu Longres og varð síðar erkibiskup í Torres á Sardíníu.
Á meðan Herbert dvaldist í Clairvaux-klaustri, samdi hann rit mikið, sem heitir Liber miraculorum eða Bók undranna. Þetta ritverk hefur varðveitzt í þremur handritum, en þó ekki í heild nema í einu þeirra, sem er pergament-handrit frá klaustrinu Aldersbech í Passau og varðveitt í ríkisbókhlöðunni í Munchen (Cod. lat. Monac. 2607 4to). Þetta handrit er frá því snemma á 13. öld.
Í ritinu Chronicon Clarevallense, frá þriðja tug 13. aldar, er sagt, að Herbert hafi ritað bók sína árið 1178. En í ritgerð, sem birtist í sænska tímaritinu Scandia 1931, hefur prófessor Lauritz Weibull í Lundi sýnt fram á, að bókin hafi ekki verið rituð öll á því ári, heldur á árunum 1178—1180.
Meðfylgjandi myndir eru smækkaðar myndir af textasíðunum 107v og 108r í Múnchen-handritinu.
Hér á árunum útvegaði ég frá München ljósmyndir af Íslandslýsingu Herberts og er hún prentuð í heild í Náttúrufræðingnum 1952, í þýðingu Jakobs Benediktssonar. Þar er m. a. að finna elztu lýsingu á Heklu og Heklugosi, sem varðveitzt hefur, og svo virðist einnig, sem Herbert hafi haft spurnir af Kötluhlaupi. En í þessari Íslandslýsingu stendur einnig eftirlarandi, sem ekki getur átt við annað en neðansjávargos og þá hlýtur það að vera gos, sem orðið hefur fyrir 1178; ,,Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki aðeins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur, og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skipum og skipstjórum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta.“
Í Noregskróníku á latínu, Breve chronicon Norvegiæ (Munch 1850), skrifaðri um 1230, getur höfundur þess, að á vorum dögum hafi það gerzt, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin hafi opnazt og kastað upp úr djúpunum eldlegum gufum (ignivomes vapores) og myndað stórt fjall upp úr sjónum. Má vera, að hér sé átt við gos það, sem íslenzkir annálar telja að orðið hafi 1211 undan Reykjanesi, en það er elzta neðansjávargos, sem íslenzkar heimildir geta um. Um þetta gos hafa fornu annálarnir eftirfarandi að segja: Konungsannáll: Landskjálfti fyrir sunnan land. XIII menn létust. Eldur kom upp úr sjó. Sörli Kolsson fann Eldeyar (Isl, Ann. bls. 123). Skálholtsannáll er ítarlegri „Vætu sumar. Landskjálfti fyrir sunnan land. í þeim landskjálfta létust XIIII menn. Eldur kom upp úr sjó fyrir Reykjanesi. Sörli Kolsson fann Eldeyjar (Ibid. bls. 182). Og enn bætir Oddaverjaannáll um vitneskju vora: „Sörli íann Kldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið“ (Ibid., bls. 478). Aðrir annálar geta aðeins landskjálftans og manntjónsins, sem er hið mesta sem vitað er um af völdum landskjálfta á’íslandi (Ibid., bls. 23, 62, 255, 325).
Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.
Þótt hinum fornu annálum beri saman um ártalið er þess að minnast, að þeir eru færðir í letur alllöngu eftir atburði þessa og væri ártalinu ekki fyllilega að treysta, ei: ekki kæmi til enn ein heimild, sem telja má næstum samtímaheimild, er getur neðansjávargoss þetta ár. Þessi heimild er Páls saga biskups, sem skráð mun skömmu eftir andlát hans, sem varð 29. nóv. 1211.
Það sem draga má saman af þessum fáorðu heimildum er þetta. Árið 1211, líkast til síðla árs, verður eldgos undan Reykjanesi. Á gossvæðinu verða mikil umbrot, eyjar sökkva þar í sæ en aðrar rísa úr sæ og má mjög líklegt telja, að þar hafi átt upptök sín sá mikli jarðskjálfti og mannskaði er 14 eða 18 manns láta lífið undir hrynjandi húsum. Þær eyjar er myndast, eru nefndar Eldeyjar, og er nafnið út af fyrir sig næg sönnun þess að eldsumbrot hafi orðið á þessum slóðum.
Frásögn Herberts kapelláns sannar, sem fyrr getur, að gosið hefur undan íslandsströndum, og þá líklegast undan Reykjanesi, iyrir 1178, en sé Oddaverjaannál að treysta, og hann virðist oft næsta traust heimild, bendir þetta til allmiklu eldri eldsumbrota, en ekki verður úr því skorið, hvort Eldeyjar hinar fornu hafi hlotið nafn af eldsumbrotum í nálægð þeirra, eða hvort það var vegna þess að menn vissu þær hafa risið úr sæ í eldsumbrotum. Ummæli Oddaverjaannáls ,,er alla ævi höfðu staðið“ benda til hins fyrrnefnda. Orðið eldey tel ég samt rétt að nota sem vísindaheiti um eyjar, sem myndast við eldgos í sjó.
Höfundur vitnar til Ara fróða um það hversu jörðin drúpti eftir fráfall Gizurar biskups, en síðan er það rakið, „liversu margur viðbjóður hefir farið fyrir fráfalli þessa hins dýrlega höfðingja Páls biskups: jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn á sér, þá er náliga var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yíir sýndust náliga allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Bisk. I, bls. 145). Loks er landskjálftans 1211 getið í Guðmundar sögu hinni elztu og sagt að „urðu XVIII menn undir húsum“ (Bisk. I, bls. 503).
Athyglisvert er, að Oddaverjaannáll segir Eldeyjar hafa verið þarna fyrir, er alla ævi hafi staðið, og bendir það til eldsumbrota á þessum slóðum löngu fyrir 1211.
Arnarseturshraun rann um 1260.
Aftur geta annálar eldsuppkomu fyrir Reykjanesi 1226 (Isl. Ann. bls. 24, 64, 127, 186, 255, 326). Konungsannáll nefnir „myrkur um miðjan dag“. Oddaverjaannáll nefnir „Sandfallvetur“ 1226 (bls. 479) en Resens annáll, Lögmálsannáll og Gottskálksannáll nefna veturinn 1227 „Sandvetur“ (Ibid. bls. 24, 256, 326) og Guðmundar saga elzta segir „Sandvetur liinn mikli og fjárfellir 1227″ (Bisk. I, bls. 548), og liggur því næst að álykta, að það hafi verið veturinn 1226/27, sem þetta mikla sandfall varð, þá væntanlega af völdum áður nefnds neðansjávargoss, því annars goss er ekki getið þetta ár. Gossins er einnig getið í Guðmundar sögu elztu (Bisk. I, bls. 546) og í sömu sögu er sagt um sumarið 1231: „Þetta var kallað sandssumar því að eldur var uppi fyrir Reykjanesi og var grasleysi mikið“ (Ibid., bls. 553—54). Ekki er þessa goss getið í annálum.
Fjórir annálar geta elds fyrir Reykjanesi 1238 (Isl. Ann., bls. 65, 130, 188, 327) og Resens annáll nefnir „eldsuppkomu í Reykjanesi“ (Ibid. bls. 25), Konungsannáll getur einnig elds fyrir Reykjanesi 1240 og mikilla landsskjálfta fyrir sunnan land sama ár og rauðrar sólar (Ibid. bls. 131). Oddaverjaannáll segir hið sama að því viðbættu, að sólin hafi verið „rauð sem blóð“ (Ibid. bls. 481) og rauðrar sólar þetta ár er einnig getið í Skálholtsannál (Ibid. bls. 188). Hugsanlegt er að þetta gos 1240 sé raunverulega það sama og aðrir annálar telja 1238, þótt Konungsannáll nefni bæði.
Stampagígaröðin myndaðist um 1212.
Með þessu gosi lýkur tímabili mikilla eldsumbrota undan Reykjanesi, sem varað hafði að minnsta kosti frá 8. tug 12. aldar og líklegast allmiklu lengur. Líklegast er það eitthvað af þessum gosum, sem liggur að baki frásagnar enskrar króníku, Chronicon de Lancerot, sem fjallar um tímabilið 1201—1346. Þar er sagt um Vilhjálm nokkurn frá Orkneyjum, að hann hafi um 1275 sagt frá ýmsu af Íslandi, m. a. því, að einhvers staðar á því sama landi hafi sjórinn brunnið á mílu svæði og eftir skilið svart gjall og soralegt. Einnig mun til þessa eldsumbrota tímabils, líklega gossins 1211, að rekja eftirfarandi orð í íslandslýsingu Arngríms ábóta: „Það fylgir þessum fádæmum, að í sjálfu hafinu viku sjávar suður undan landinu, hefur upp komið af eldsganginum stórt fjall, en annað sökk niður í staðinn, það er upp kom í fyrstu með sömu grein.“ (Bisk. II, bls. 5).
„Var skaginn Reykjanes meir en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Driftarsteinn). Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir.“ Ekki geta eldri annálar neins goss á Reykjanesi á þessum árum en hins vegar um gos í Trölladyngjum innar á skaganu í kringum 1300 og vel má vera, að einnig hafi gosið undan Reykjanesi á þessum árum, en allsendis ósannað er það. Næst er eldsumbrota getið undan Reykjanesi 1422, i Lögmannsannál, sem teljast má samtímaheimild um atburðinn. Þar segir: „kom upp eldur í hafi í útsuður undan Reykjanesi. Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan“ (Isl. Ann., bls. 293). Ekki er ástæða til að efa þessa frásögn.
Í annálsbroti sínu, Annalium in Islandia Farrago, skrirar Gísli Oddsson um árið 1340:
Eldey.
Árið 1597 hefur Gísli biskup Oddsson það eftir séra Gísla Guðbrandssyni (presti að Hvammi í Hvammssveit 1584—1620), að Brimarkaupmenn hafi lyrir 15 árum séð eld brenna í hafsdjúpi við Reykjanesskaga, eigi langt frá eyjum þeim, sem af eldi hafa hlotið nafnið Eldeyjar eða Gígeyjar (Ann. Farrago, Islandica X, bls. C). Samkvæmt þessu ætti að hafa orðið neðansjávargos þarna 1583.
Nafnið Gígeyjar kemur ekki fyrir í neinu öðru riti, svo mér sé kunnugt, en það er að finna dálítið afhakað (Geie eiar, Geye eyar) á liinu merkilega íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem kom út í fyrsta sinn í viðhót við kortabók Abrahams Orkeliusar í Additamentum IV Theatri Orbis Terrarum 1590 og í Atlas Mercators 1595 (Nörlund, Isl. Kortlægning, Pl. 23, 24). Á þessum kortum er Eldey sýnd og Geirfuglasker suðvestur af henni, en Gígeyjar sunnan suðaustan Eldeyjar. Hvort sem Gígeyjar hafa raunverulega verið samheiti (sýnóným) Eldeyja eða nafn á sérstökum eyjum, er nafnið sjálft sönnun fyrir því, að í eina tíð hafi verið undan Reykjanesi eyjar með gíglögun, sem nú eru horfnar.
Nú líða 200 ár, þar til næst verður elds vart undan Reykjanesi, svo að í frásögur sé fært.
Eftirfarandi er promemoria Jörgens Mindelhergs, skipstjóra á húkkertunni Boesand, dagsett 8. júlí 1783. „Viðvíkjandi þeirri brennandi eyju, sem liggur 8l/£ mílu réttvísandi suðvestur frá syðsta Geírfuglaskerinu við ísland, höfum vér skráð eftirfarandi frá og með kl. 3 að morgni 1. maí: Kl. 3 um morguninn sáum vér reyk stíga upp úr hafinu og hugðum vera land en ígrunduðum þetta og niðurstaðan varð sú að þetta væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið. Við hrepptum síðan þoku og andbyr til 3 maí og slöguðum á þessum slóðum. Stundum sáum vér reykinn og stundum ekki. Kl. 5 að morgni 3. maí fengum vér hyr og tókum stefnu á jökulinn.
Eldey.
Kl. 7 birti í lofti og sást þá eyland sem þennan hræðilega reykjarmökk lagði upp af. Sigldum upp að því til þess að sjá lögun þess og þegar vér vorum í hálfrar mílu fjarlægð urðum vér frá að hverfa vegna ótta um að skipverjar myndu lalla í ómegin sakir hins hræðilega brennisteinsreyks. Sérhver skipverja er reiðubúinn að vottfesta með eiði það sem hér fer á eftir. Eyjan er á að gizka 1/9 mílu og sú púðurgröf, sem þar brennur, er suðvestan á henni og leggur þar sannarlega og örugglega feiknar reyk upp úr grjótinu. Myndast þar af svo mikið af vikri, að það þekur sjóinn um 1/8 mílu. Réttvísandi
Næst á vettvang var skipið Den hvide Svane, skipstjóri Hans Pedersen Manöe. Eftirfarandi er útdráttur úr skipsdagbók lians 10. og 11. maí 1783: „Laugardaginn 10. maí kl. 8 um kvöldið vorum við á að gizka 63° 10′ n. hr. og 354° 16′ 1. (niiðað við Ferro). Þá sáum við Ísland í kompásstelnu NA til A, í á að gizka 8—9 mílna fjarlægð, en þar eð loft var mistrað og liðið á kvöld vissum við ekki gjörla hvar við vorum, gizkuðum þó á að við værum milli Eyrarhakka og Bátsenda. Við sigldum áfram sem áður til að komast í sjónfæri við Geirfuglasker, og stefndum í N til V, og sáum nokkuð af brenndu grjóti á sjónum. Kl. 10 um kvöldið sáum við feiknlegan reyk og bruna í NV og höfðum þá sjón fyrir augum til morguns hins 11. kl. 3, þegar við sáum yzta Fuglaskerið, sem nefnist hið blinda og var þá í SV til V l/ý V á kompásinn, á að gizka 3 mílur frá oss og þaðan sýndist þessi reykur og éldur koma.
í NNA frá eynni er blindsker, um mílu frá eynni. Þar eru miklir brotsjóar og mjög hættulegir sjófarendum, vegna þess að skerið rís ekki upp fyrir sjávarmál. Eyjan lítur þannig út.
Eftirmáli: „Eldurinn er í gjá suðvestan í eynni, og að það sé, er ég og mínir menn reiðubúnir að sverja, ef þess gerist þörf.“ Undir undirskrift er enn bætt við: „Mér flaug virkilega í hug, þegar ég sá þennan ferlega reyk, að kominn væri dómsdagur.“
Jörgen Mindelberg og skipverjar hans urðu fyrstir manna, svo vitað sé, til að líta þá margumskrifuðu eyju, sem vorið 1783 upp hlóðst undan Reykjanesi, nánar tiltekið þar, sem nú heitir Eldeyjarboði, um 62 km suðvestur af Reykjanesi.
Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth.Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.
Samtímis tókum við stefnu á hið yzta af þeim allháu Fuglaskerjum í NA til A á kompásinn, 814 mílu frá oss og tókum þaðan stefnu N til A eftir jöklinum og var þá mikið af áðurnefndu grjóti í háfinu framundan okkur og sigldum við í gegnum það 12 til 13 mílur norðan Fuglaskerja. Svo þykkt var þetta lag á sjónum að úr ferðskipsins dró svo að munaði l/4 niílii á hverri vakt. Lá þetta á hafinu á 20 til 25 mílna breiðu svæði.“
Hinn 22. maí 1783 gefur Peder Pedersen, skipstjóri á liúkkertunni Torsken, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, skýrslu um sína reisu til landsins. Þar segir: „Þegar ég kom til landsins fann ég land í hafinu úti. Þar var eldur uppi á þrem stöðum og er þetta land jafnstórt og eitt af stærstu Fuglaskerjunum. Þetta land var ekki þama áður. 2 mílur suðvestur af landi þessu reyndi ég að lóða og fann 42 faðma dýpi og brunagrjót í botni, sem leit út eins og ,,Ravn-kull“, og hafið var þakið vikri, sem land þetta spúði úr sér. Ég sigldi kringum um það í 1/2 mílu fjarlægð til að skoða það. Þetta land hggur V-S á kompás eða SV réttvísandi frá yzta Fuglaskerinu á að gizka í 7—8 mílna fjarlægð.“
Karlinn á Reykjanesi – afurð Nýeyjar?
Uppgötvun þessarar nýju eyjar vakti mikla athygli þeirra háu herra, sem réðu málum Íslands úti í Kaupinhafn. 26. júní 1783 er gefin út konungsúrskurður (stjórnarskipun) til Rentukammersins, svo hljóðandi: „Þar eð eyja hefur óvænt orðið til í landskjálftum og eldsumbrotum í hafinu út af Reykjanesi, nokkrar mílur undan suðurströnd landsins, og ástæða er til að óttast, að þegar eldur sá slokknar, sem enn logar, muni útlendingar geta sezt að á eynni til óbætanlegs tjóns íslenzkum fiskveiðum, ber voru kammeri að gefa stiftamtmanninum á Islandi eindregna skipun þess efnis, að þegar er mögulegt verður að nálgast þetta nýja land skuli hann fara með einu af skipum Íslandsverzlunarinnar og slá hátíðlega eign vorri á það, og ekki aðeins draga þar upp danska fánann heldur reisa þar þann stein með ártali og fangamarki voru, sem héðan verður sendur. Einnig skal hann semja skjal um landnám þetta í tveim samhljóða eintökum og skal annað geymast á Íslandi, hitt sendast hingað. Eynni skal gefið nafnið Nýey. Allt þetta verður að gjöra, enda þótt svo kunni að fara að eyjan hverfi svo sem hún til kom. Vort kammer, sem þetta er falið, verður að semja um allt viðvíkjandi skipi því, sém notað yrði, við stjórn Íslandsverzlunarinnar. Thodal stiftamtmanni var skrifað bréf 28. júní og honum uppálagt að framkvæma skipunina og skipa kaupmanninum í Hafnarfirði að vera til aðstoðar og láta póstskip taka með stein þann, sem reisa skuli í eynni og tilbúinn muni eftir nokkra daga. Er steinninn sagður þriggja álna hár, breidd hans neðst y4 álnar, en hálf alin efst, og þykkt sem því samsvari. Virðist steinninn hafa verið höggvinn, því varðveittur er reikningur frá steinihöggvaranum til Finanskollegium, að upphæð 17 ríkisdalir og 4 mörk. En aldrei komst sá stóri steinn út í Nýey.
Í plaggi frá Rentukammerinu 81. ianúar 1784 er þess getið, að Thodal stiftamtmaður hafi tilkynnt, að sakir þess, hve áliðið var árs og vegna stöðugrar þokn, hafi hann ekki getað slegið eign á eyna í konungsnafni samkvæmt tilskipun frá 3. júlí 1783, sér í lagi þar sem samkvæmt frásögn skipstjóra þess, er eyna fann, yrði landtaka að ske í bátum. Hafi hann því að ráði skipstjórans frestað framkvæmdum til næsta vors. Þó hafði stiftamtmaðurinn samið um það við téðan skipstjóra, að á heimleið sinni skyldi hann reyna að komast þar á land, og eftirskilja þar trékefli með fangamarki hans hátignar, eða þá mynt, en stiftamtmanni höfðu síðar borizt þær fregnir, að engir af skipstjórum verzlunarinnar hafi séð eyna, líklega vegna þess að stöðugar þokur hafi fælt þá frá að nálgast hana.
Í tilefni af þessu er gefinn út nýr konungsúrskurður 9. febrúar 1784 þar sem: 1) vorum stiftamtmanni Thodal er falið á ný að gera á vori komanda allt sem í hans valdi stendur til að framkvæma skipunina frá 26. júní og resolútíórina frá 3. júlí s.l. ár viðvíkjandi „Okkupation“ Nýeyjar. 2) Stjórn Íslandsverzlunarinnar er falið að skipa versluninni í Hafnarfirði á Íslandi að láta skip það, sem í næsta mánuði á að flytja Levetzow kammerherra og stúdent Magnús Stephensen frá Íslandi, koma það nærri Nýey að sá síðarnefndi geti framkvæmt þær athuganir, sem honum samkvæmt tilskipan var falið að gera í þessu sambandi.
Eldgos á Reykjanesskaga.
Í lok bókar sinnar um Skaftárelda víkur Magnús Stephensen að þessu. Það sem hann skrifar þar um eyna og legu hennar mun byggt á frásögnum áðurnefndra skipstjóra, einkum Mindelbergs, en hann segir skipstjóra ekki sammála um stærð hennar, segi sumir hana mílu ummáls, en aðrir 1/2 úr mílu eða litlu meir. Hann bætir því við, að á þessu ári, þ. e. 1784, hafi engir sæfarar séð eyna og ,,þó að þau skip sem ég og herra kammerherra Levetzow fórum með út og utan hafi haft eindregin fyrirmæli um að finna eyna, ef mögulegt væri, höfum við ekki komið auga á hana, enda þótt við á útleið sigldum langa stund Iram og tilbaka um það svæði, þar sem eyjan átti að vera.“ Magnús Stephensen skrifar að lokum: „Ef mér leyfist að draga af þessu nokkra ályktun, hlýtur hún að verða sú: að Nýey liafi sokkið með sama hætti og hún reis úr sjó fyrir ári.“ Hann segir legu eyjarinnar eftir „nöiagtig Giskning“ hafa verið „umtrent paa (53° 20′ nordre Bredde og 354° 20′ Længde“ og mun hér miðað við eyna Ferro.
Sumarið 1786 kom hinn dugmikli forstjóri dönskn sjómælinganna, P. de Lövenörn til Íslands. Meðan hann dvaldist í Hólmsins höfn sendi hann lautinant Grove út með jagt til að leita Nýeyjar, en hann fann ekkert nema þann hoða, sem nú er nefndur Eldeyjarboði og taldi hann leifar Nýeyjar (Löwenöm 1788). Þar með er upptalið það, sem vitað er um þá ey Nýey og örlög hennar. Hvenær hún hvarf undir sjávarborð er óvíst, en líklegt má telja, að það hafi ekki verið þoku einni um að kenna, að skip fundu ekki eyna haustið 1783, heldur hafi hún þá þegar verið horfin að mestu eða öllu. Einfaldasta skýringin á því að sjónarvottum bar ekki saman um stærð eyjarinnar er sú, að stærð hennar hafi verið breytileg eða að ruglað hafi verið saman kvartmílum og landmílum.
Í eldfjallasögu sinni tekur Þorvaldur Thoroddsen upp tölur þær, sem Magnús Stephensen nefnir, að ummál eyjarinnar hafi verið míla að sögn sumra, en aðeins þriðjungur úr mílu að sögn annarra. Þorvaldur telur, að hér sé um danskar mílur, þ. e. 7 1/2 kmmílur að ræða, en ég fæ ekki betur séð en að þetta muni eiga að vera kvartmílur eða sjómílur.
Eldgos á Reykjanesskaga.
Að minnsta kosti er víst, að þegar Hans Pedersen skipstjóri á Hvíta Svaninum segist hafa siglt 12—13 mílur gegnum vikurbreiður, eftir að Irann var kominn norður fyrir Geirfuglasker, á hann ekki við landmílur. Sé um kvartmílur að ræða hefur eyjan sarakvæmt upplýsingum Peder Pedersens verið um 900 m löng, en ummál samkvæmt upplýsingum Magnúsar Stephensens nærri tveir km. Má ætla, að eyjan hafi orðið svipaðrar stærðar og Surtsey var orðin eftir 10 daga gos eða svo, en það er trúa mín, að hefði Surtur hætt þá, væri nú ekki mikið eftir af eynni hans.
Að tilhlutan Kriegers stiftamtmanns fór Björn Gunnlaugsson út á Reykjanes til að staðsetja gosmökkinn og dvaldi þar frá 29. apríl til 11. maí, en sá mökkinn aldrei vegna dimraviðris. Hann reyndi þó að staðsetja mökkinn samkvæmt upplýsingum um stefnuna á lrann frá ýmsum bæjum, svo sem Útskálum og Stafnesi. En áður en hann fór út á nes hafði hann einnig reynt að staðsetja mökkinn með þríhyrninga mælingum heiman frá sér í Sviðholti, en hann skrifar í skýrslu sinni, sem varðveitt er í handriti, að hann hafi notast við alltof stutta grunnlínu, því að hann hafi ekki mátt ganga langt burt frá skólanum, þar eð kennsla var ekki hætt. Samvizkusamur kennari, Björn Gunnlaugsson. Samkvæmt mælingum Björns frá Sviðholti var lega eldstöðvanna 63° 29′ 54″ n. br. og 25° 57′ 16″ v 1. (miðað við París). Virðist gosið því hafa verið nærri Eldeyjarboða, þó líklega nokkru austar, um 55 km undan landi.
Í Grindavík og einkanlega í Höfnunum hefur verið einstakt fiskileysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á Miðnesi, en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á Sviði allt árið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn hafi flúið undan eldinum. Ekki hefur verið getið um, að menn hafi orðið varir við vikur, og ekki heldur jarðskjálfta, við þessa eldsuppkomu, og heldur engin vissa fyrir, live nærri Geirfuglaskerjum eldurinn var að brenna.“ Þannig hljóða þau orð og annað vitum við eiginlega ekki um þessi eldsumbrot. Sé það rétt, að fiskurinn hafi fælzt þau, hvað hann ekki hefur gert við Surtsey, er ástæðan líkegast sú, að þarna reis ekki eyja úr sjó og megnið af hitaútstreymi og útstreymi lofttegunda í sambandi við gosið hefur farið í sjóinn, en ekki upp í loftið. Þess má geta, að um sama leyti og þessi eldsumbrot voru undan Reykjanesi urðu snarpir jarðskjálftar í Krýsuvík og baðstofa féll á Vigdísarvöllum.
Snemma í marzmánuði 1830 varð vart við neðansjávargos alllangt suðvestur af Reykjanesi. Samkvæmt skýrslu um þetta gos sem varðveitt er í danska sjókortaarkívinu, hófst það 13. marz og var gosmökkurinn geysimikill undir lok mánaðarins og sást frá Reykjavík. Mikið myndaðist af gjalli og vikri. Sumir þóttust sjá eld. Þannig hélt gosið áfram eina tvo mánuði, en þess varð og vart af og til næsta vetur. Engiendingurinn Wolley, sem ferðaðist um Reykjanes 1858 til þess að athuga afdrif geirfuglsins, segir gosið hafa byrjað 6. eða 7. marz og varað með nokkrum hléum í heilt ár. En þetta gos varð afdrifaríkt fyrir þann hinn vængjavana fugl, geirfuginn, því talið er að í gosinu og jarðhræringum, sem því fylgdu, hafi eina þáverandi varpstöð hans, Geirfuglasker, fordjarfast.
Aftur verða eldsumbrot út af Reykjanesi 1879. í Heilbrigðistíðindum Jóns Hjaltalíns (Nr. 6, 1879, bls. 48) birtist eftirfarandi bréf ritað 12. júlí það ár. Höfundur þess er B. Guðmundsson. „Eldsuppkoma fyrir Reykjanesi, þann 30. maí, nálægt Geirfuglaskerjum, sáu menn vel frá Höfnum, og eins daginn eftir, þann 31., á að gizka þaðan 12 viknr sjáfar, en skemmstu leið frá yzta tanga á Reykjanesi 8 vikur. Með júnímánuði komu vestan-útnyrðingsbræluvindar með svarta þoku, samfleytt í 13—14 daga, svo að ekki var ratfært á sjó né landi nema á vissum vegum, en þokulaust alstaðar fyrir innan, í Keliavík, Njarðvíkum og Garði, og eins í Grindavík, sem menn héldu að stæði al’ eldinum. Rétt áður en upp birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði þá þéttar skúrir og birti upp með sífelldum þurrki síðan. Sást þá verða vart við eldinn aðeins og svo ekki oftar mánuðinn út.
Reykjanesviti. Bæjarfell er framan við nýja Reykjanesvitann á Vatnsfelli.
Fimm árum síðar, hinn 1. ágúst 1884, skrifar vitavörðurinn á Reykjanesi, Jón Gunnlaugsson, skipstjóri, Ísafold eftirfarandi: „Hinn 26. f. m. (júlí) gekk jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell með kíkir og var að skoða sjóinn mjer til skemmtunar, og sýndist mjer jeg sjá skip norðvestur af Eldey (Mels;ekken), en sýndist það furðu stórt, dró jeg sundur kíkir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja, stærri en Eldey, á að giska hjerumbil 3 mílur norðvestur af Eldey. Hefi jeg skoðað hana á hverjum degi og er hún alltaf með sömu ummerkjum og þegar jeg sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunnugir menn í Höfnum hjá mér í kíkir“ (Ísafold XX. 33, 13. ágúst 1884, bls. 129).
…Til fararinnar viljum vjer því næst kjósa herra Gest Pálsson til þess að kynna sjer skriðkvikindi þau, er vera kynnu í eyjunni, og vonum vér, að honum verði sýnt um þann starfa.“ En svo sleppt sé gamni Fjallkonunnar. Hvað skal segja um þessa eyju. 1879 sjá menn gos en enga ey; fimm árum síðar sjá menn nýja ey en ekkert er vitað með vissn um gos. Raunar segir í Fjallkonugreininni: „Víst hafa nú í sumar verið eldsumbrot þar“ (Fjallkonan 13. blað 1884. 20. árg., bls. 52), og setur greinarhöfundur jarðskjálfta sem vart hafi orðið snemma í ágúst, í samband við uppkomu eyjarinnar. En ummæli hans um eldsumbrot geta verið byggð eingöngu á ofangreindu bréfi vitavarðarins.
í 13. blaði Fjallkonunnar 1884, dags. 20. ágúst (20. árg., bls. 52) er þessarar fregnar getið í léttum tón. Stingur greinarhöfundur, líklega ritstiórinn, Valdimar Ásmundsson, upp á því, að frægustu vísindamenn höfuðborgarinnar verði sendir til eyjarinnar og „Til þess að vera foringi fararinnar ætlum vjer hinn sprenglærða landafræðing herra Halldór K. Friðriksson sjálfkjörinn, og geti hann jafnframt og hann rannsakaði allt eðli eyjarinnar athugað, hvort ekki myndi tiltækilegt að rækta eyjuna með góðum áburði, að minnsta kosti svo, að nægileg beit yrði fyrir nokkrar rollur…
Geirfuglasker.
Dönsk herskip, sem fóru á vettvang um sumarið, urðu hvorki vör við eyju né eldgos. Þrátt fyrir frásögn vitavarðarins verður vart talið sannað, að eldgos hafi orðið undan Reykjanesi 1884 og að þar hafi myndast eyja stærri en Eldey virðist með ólíkindum. Rétt í því að ég var að ganga frá þessari grein til prentunar fræddi Gestur Guðfinnsson, góðkunnur Ferðafélagsfrömuður og ljóðskáld, mig á því, að hann hefði eigi alls fyrir löngu talað við sjómann, sem hefði fyrir mörgum árum orðið var við neðansjávargos undan Reykjanesi. Fyrir milligöngu Gests hafði ég uppá þessum manni, Jafet Sigurðssyni, sjómanni, sem búsettur er í Hafnarfirði en dvelst sem stendur á Vífilsstaðahæli. Jafet tjáði mér, að fyrri hluta júnímánaðar 1926 hefði hann, þá unglingur, verið í róðri ásamt þremur
Eru þá upptalin þau eldsumbrot undan Reykjanesi, sem öruggt er eða líklegt að orðið hafi síðan land byggðist samkvæmt skráðum heimildum. Fullyrða má, að þar hafi gosið a. m. k. 10 sinnum og að 3 sinnum a. m. k. hafi eyjar risið þar úr sæ, ein eða fleiri, en engin þeirra er lengur ofan sævar.“
öðrum, á mótorbátnum Braga frá Njarðvík. Voru þeir með línu skammt norðaustur af Eldey. Veður var stillt, svo að sjór var nær spegilsléttur. Þá sáu þeir koma eins og stórar bólur á sjóinn nærri bátnum. Þessi ólga í sjónum ágerðist mjög og sjórinn „fór að toppa allmikið“, svo fóru að fljóta þarna upp allmargir dauðir fiskar, bæði þorskur og þyrsklingur, og töldu þeir því að heitt myndi undir. Þeir horfðu á þetta nokkrar klukkustundir og var þetta farið að minnka er þeir héldu frá staðnum, en þeim þótti þó ekki ráðlegt að halda sér lengur þarna nærri. Þeir höfðu verið á þessum slóðum nokkra undangengna daga en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt, en næstu daga fóru þeir til róðra á aðrar slóðir. Þeir sögðu frá þessu fyrirbæri, er þeir komu í land, en flestir voru vantrúaðir á frásögn þeirra. Ekki vissi Jafet til þess að aðrir bátar hefðu þá verið á þessu svæði. Ekki virðist mér vafi leika á að þarna hafi verið um að ræða einhver smávegis eldsumbrot á sjávarbotni. Slík eldsumbrot hafa vafalítið iðulega getað átt sér stað á umliðnum öldum án þess að nokkur yrði við þau var.
Magnús Á. Sigurðsson sitar grein um Yngra Stampagosið á Reykjanesi í Náttúrufræðinginn 1995. Þar segir hann m.a. um ritaðar heimildir um gos á Skagagnum: „Í rituðum heimildum kemur fram að gos í sjó hafí verið tíð undan Reykjanesi á öndverðri 13. öld, á tímabilinu 1211-1240 e.Kr. Nefnd eru sex gos frá þessum tíma, þ.e. árin 1211, 1223, 1226, 1231, 1238 og 1240, sem bendir til goshrinu við Reykjanes (sbr. annálasamantekt Sigurðar Þórarinssonar 1965). Hefur þessi goshrina verið nefnd Reykjaneseldar (Haukur Jóhannesson 1989, 1990).
Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Við gjóskulagarannsóknir á Reykjanesskaga fundust fjögur gjóskulög sem tengja má Reykjaneseldum, þ.e. gjóskulögin R-7-R-10 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,b). Ekki er hægt að fullyrða neitt um gosár Yngri-Stampagígaraðarinnar, en í ljósi þess að Yngra-Stampagosið er fyrsti merkjanlegi atburðurinn í Reykjaneseldum er ekki útilokað að fyrsta ártalið sem tilgreint er í heimildum, árið 1211, eigi þar við.
Í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafi runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að þvi í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). Í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.“ Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafi verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. Í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykjanesi.
Það bendir ótvírætt til goss í sjó.
Surtsey.
Í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Biskupasögur I 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu i lofti sem gjarnan er fylgifiskur hraungosa og að sól og tungl hafí af þeim sökum sýnst rauð. Sem dæmi um þetta mætti nefna hina kunnu Skaftárelda 1783-1784 og móðuna sem þeim fylgdi. Í Eldsögu Sveins Pálssonar frá 1784 kemur m.a. fram að sól hafi á stundum verið rauð sem blóð og að óvenjulegt bláleitt mistur hafi legið í lofti (Sveinn Pálsson 1984). Þó að Yngra-Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafi verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu).“
Eldgos.
Sveinn Jakobsson segir m.a. í grein sinni í Náttúrufræðingnum 1974 um eldgos við Eldeyjarboða: „Eldgos, og einnig jarðskjálftar, hafa verið tíð á Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422 og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast mjög óviss, þó er hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, hvar þær eldstöðvar eru, sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884 og 1926.
Frekari könnun á heimildum leiðir í ljós, að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar hinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er ekki um annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um 30 km SV af Eldeyjarboða. Þessi sjávarhryggur er um 10 km á lengd og 2—3 km á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðumanns Sjómælinga Íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skipstjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 8 1/2 mílu réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi).
Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr. Þorv. Thoroddsen 1925).
Reykjanes.
Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál, sé 13/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða, þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerjum. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20′ n.br. og 354° 20′ v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17′ n.br. og 24° 11′ v.l., er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum. Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp.
Geirfuglasker.
Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830 á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en samkvæmt mælingu Björns var gosmökkurinn á 63° 29′ 54″ n.br. og 25° 57′ 16″ v.l. Hér er miðað við París, miðað við Greenwich er lengdargráðan 23° 37′ 02″ v.l. Sé sjókortið hins vegar skoðað getur ekki hafa gosið á þessum stað nýlega, botninn er marflatur og engar mishæðir að sjá. Líklegast er, að staðarákvörðun Björns sé o£ austlæg, og gosið hafi á hryggnum, sem er aðeins um 4 km í VNV þaðan. Kemur þetta heim og saman við þær upplýsingar Þorvaldar Thoroddsen (1925), að eldstöðvarnar séu um 4 km frá Eldeyjarboða.
Frásagnir af gosi á Reykjaneshrygg árið 1884 stangast allmikið á (Ísafold 1884). Vitavörðurinn á Reykjanesi og ýmsir aðrir mætir menn töldu sig hafa uppgötvað nýja eyju, að sjá norðvestan við Eldey. Þetta var í lok júlí. Áhafnir tveggja skipa, er komu á vettvang í ágúst, urðu einskis vísari. Ýmsir menn í landi sáu samt enn eyjuna og töldu hana vera nálægt Geirfuglaskerjum. Ýmislegt við þessar frásagnir er með ólíkindum, t. d. sást aldrei neitt gos. Samt verður varla gengið á móti vitnisburði margra manna. Gert er ráð fyrir gosstöðvum þessum við Geirfuglasker og þær merktar þannig, þótt raunar sé mjög í óvissu, hvar þær eru.
Eldstöðvarnar frá 1879 voru aldrei staðsettar nákvæmlega, en sagt, að þær væru nálægt Geirfuglaskerjum (Heilbrigðistíðindi Jóns Hjaltalíns 1879). Fjarlægð var talin um 12 vikur sjávar frá Höfnum, en 8 vikur skemmstu leið frá yzta tanga Reykjaness. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir, að 1 vika sjávar hafi verið breytileg mælieining frá einum tíma til annars, en á 19. öld hafi hún sennilega gilt það sama og ein míla, eða 7,4 km. Eftir þessu að dæma ættu gosstöðvarnar frá 1879 að hafa verið um 60 km frá yzta tanga Reykjaness, eða nálægt Eldeyjarboða. Þetta stangast illa á við hina fullyrðinguna, að gosið hafi verið nálægt Geirfuglaskerjum, og eins stenzt heldur ekki, að 4 vikur (30 km) séu á milli Hafna og Reykjaness, miðað við stefnu á Geirfuglasker. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að ein vika sé hér um 4 km (4 vikur sé sama og u. þ. b. 15 km, sem er fjarlægðin á milli Hafna og Reykjaness), þá er fjarlægðin frá yzta tanga Reykjaness að gosstöðvunum um 30 km, sem er skammt SV af Geirfuglaskeri.
Loks er að geta frásagnar um lítið gos, sem varð í júní 1926 (Sigurður Þórarinsson 1965), skammt NA af Eldey. Nokkrir sjómenn urðu sjónarvottar að þessu, og virðist nær öruggt, að þarna hafi orðið smágos.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 35. árg. 2. tbl., 01.09.1965, „Neðarsjávargos við Ísland“, Sigurður Þórarinsson, bls. 53 – 68.
-Náttúrufræðingurinn, Magnús Á. Sigurðsson, Yngra Stampagosið á Reykjanesi, 64. árg. 3 tbl. 01.01.1995, bls. 211 – 230.
-Náttúrufræðingurinn, Sveinn Jakobsson, Eldgos við Eldeyjarboða, 44. árg. 1 tbl, 01.10.1974, bls. 22-31.
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 1952, Herbert múnkur og Heklufell, Sigurður Þórarinsson, bls. 49-61.
Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Setbergshellir – Markasteinn – Tjarnholt
Gengið var um Setbergssel austur með norðurjaðri Smyrlabúðarhrauns að Markasteini.
skoðað þann merkisstein var gengið upp á Syðra-Tjarnholt og síðan til baka að Setbergsselshelli (Setbergshelli/-Selhelli).
er afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir. En landamerkjalínan milli Setbergslands og upplands Garðakirkju lá úr hellunum norðaustur eftir Smyrla-búðarhraunsbarmi, norður í Markasteininn á Tjarnholtinu syðsta.“
Eftir að hafa
Í örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Setberg segir m.a. um þetta svæði: „Úr Gráhellu liggur [marka]línan í Setbergssel. Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð, ýmist við hlíðina eða út á hrauninu, þar til kemur að Háanefi innst á hlíðinni, og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Kethellir, Kershellir og Kjöthellir.
Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra. Hér er líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir.
Ketshellir er jarðfall, átta metrar að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir þennan hluta Setbergslands segir: „Suðaustan Kúadals er aflöng hæð frá norðaustri til suðvesturs, Þverhlíð. Á suðvesturenda Þverhlíðar er svokallað Háanef. Austur af Þverhlíð er Syðsta-Tjarnholt, öðru nafni Fremsta-Tjarnholt, en syðst á því er stór klettur með grasþúfu uppi á. Það er Markasteinn og er á mörkum Setbergs, Urriðakots og Garðakirkjulands. Í Markasteini átti að búa huldufólk og taldi amma mín, Sigurbjörg Jónsdóttir, sig einu sinni hafa heyrt þar strokkhljóð, þegar hún var unglingur. Suðvesturhlíð Sandahlíðar, Kúadalshæðar og Þverhlíðar heitir einu nafni Setbergshlið. Hraunið þar suðvestur af heitir Gráhelluhraun og dregur nafn af stórum kletti í hrauninu, Gráhellu, sem reyndar er alls ekki hellulaga. Milli hraunsins, Lækjarbotnahrauns og Gráhelluhrauns, og hlíðanna, Svínholts og Setbergshlíðar, liggur Selvogsgata. Hún liggur frá Hafnarfirði, Selvogsgötu, austur í Selvog.
Suður af Þverhlíð er talsverður halli á hrauninu og liggur Selvogsgatan yfir það þar. Í þessari hraunbrekku eru tveir hellar. Hægt er að ganga í gegnum nyrðri (neðri) hell-inn og er hleðsla inni í honum. Sunnan við hellinn er varða, hlaðin úr hraungrýti og þétt með steypu. Umhverfis þann helli er meiri gróður en annars staðar í nágrenninu. Líklegast þykir mér, að þetta sé sá hellir, sem kallaður var Selhellir, og hann heiti einnig Kethellir. Gróðurfar gæti bent til þess, að þar hafi verið sel, en það mun hafa verið við Selhelli. Einnig benda girðingaleifar og það, hve vönduð varðan við neðri hellinn er, til þess, að hann sé talinn vera á landamörkum, en Kethellir á einmitt að vera á mörkum. Syðri hellirinn er í kvos eða keri og veit opið móti austri. Á vesturbarmi kersins yfir hellinum er stór og stæðileg varða. Sá hellir tel ég, að sé Kershellir, því að hann er í eins konar keri. Rétt er að geta þess, að mönnum ber ekki saman um hvernig þessi þrjú hellanöfn tengjast þessum tveimur hellum.
Markasteinn – huldufólssteinn á mörkum Urriðakots.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðakotsland segir um þetta svæði: „Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.“
Næsta viðfangsefni verður að rekja framangreindan Kúadalastíg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Setberg.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Setberg.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Urriðakot.
Í Setbergshelli.
Sundhnúkagígur – eldgos I
Eldgos hófst við Sundhnúk í Sundhnúkaröðinni ofan Grindavíkur klukkan 22:17 þann 18. desember 2023.
Sundhnúkur – eldgos.
Undanfari gossins var stutt skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega um kvöldið, klukkan 21:00. Almannavarnir lýstu þegar yfir neyðarástandi. Grindavíkursvæðið hafði verið rýmt.
Á öðrum tímanum var áætluð lengd sprungunnar um 4 km. Hún liggur nokkurn veginn á gamalli sprungu eldra hrauns skammt austan Sundhnúkagígaraðarinnar. Suðurendi hennar var í u.þ.b. 3 km ofan Grindavíkur.
Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.
Hraunið úr Sundhnúk og gígaröðinni norðan hans er talið vera yngra en 3000 ára og eldra en 2000 ára. Þá myndaðist Sundhnúkahraun. Eldra hraunið, sem myndaði Dalahraun, kom upp í gígaröðnni skammt austar, og nú gýs á, er talið vera yngra en 8000 ára og eldra en 3000 ára.
Ljóst er að draga muni hratt úr virkni á svo langri sprungu sem raunin er og virknin færast að mestu um miðbik hennar millum Sýlingafells og Stóra-Skógfells. Líklegt er að gosið verði lítið og skammvinnt.
Skógfellavegur.
Fornleifar hafa farið undir nýja hraunið þar sem Skógfella- og Sandakravegur lágu um svæðið millum Grindavíkur og Voga annars vegar og Ísólfsskála hins vegar, sjá m.a. HÉR. Fornar götur hafa ekki hingað til verið í fyrirrúmi við skráningu fornleifa þrátt fyrir ákvæði þess efnis í fyrrum Þjóðminjalögum og núverandi Minjalögum.
Reykjaneskagi – vörðukort.
Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá lýsingar, fróðleik, frásagnir, myndir og uppdrætti af öllum fornum þjóðleiðum á Reykjanesskagnum. Þú þarft einungis að skrifa áhugaefnið í leitina efst á vefsíðunni…
Sjá auk þess myndir af fyrsta degi eldgossins HÉR. Einnig má sjá myndir frá eldgosum við Litla-Hrút, í Geldingadölum og í Meradal.
Sundhnúkur – eldgos.
Grásteinsstígur – Kúadalsstígur – Gamlarétt – Stekkjatúnsstekkur
Gengið var um Kúadali innan við Urriðakotsdali með það að markmiði að reyna að rekja tvær gamlar götur inn á Urriðakotshraunið, þ.e. svonefndan Grásteinsstíg og Kúadalsstíg, og leita staðfestingar á svonefndri „Réttin gamla“ og „Stekkjatúnsstekk“.
Örnefnin eru tilgreind í heimildum við og í nágrenni við stígana, s.s. Grásteinn, Einbúi og Sprunguhóll, auk þess sem nokkurra minja frá búskapnum á Urriðakotsbænum er getið á svæðinu, t.a.m. fyrrnefna rétt, stekk, fjárhús, skotbyrgi, fjárskjól o.fl.
Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. […] Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum, gráum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu.“ Stígurinn lá að Kolanefsflöt [þar sem Sauðahellirinn nyrði er].
Að þessu sinni var höfð til hliðsjónar fornleifaskráning Byggðasafns Skagafjarðar fyrir Urriðaholt (nærtækt Urriðakotslandið) frá árinu 2005. Í hluta skráningarinnar er fjallað um svæðið milli Vífilsstaðahlíðar og Tjarnarholts (-holta), þ.e. vestanvert Urriðakotshrauns.
Í nefndri skráningu segir m.a. um heimildir varðandi framangreint og niðurstöður vettvangsleitar: „Um Grásteinsstíg í Urriðakotslandi segir m.a. í örnefnaskrá frá 1964: „Grásteinsstígur „liggur út á hraunið frá Hraunhorninu hjá Grásteini“, steini „á hrauninu út frá Hraunhorninu“.
Skv. örnefnaskrá 1964 var „Réttin gamla“ í hraunbrúninni „í hvammi neðan til við Kúadali“ og „nokkru neðar er svo gamall stekkur, frá stekktíðinni.“
Skv. ódagsettri örnefnalýsingu lá Grásteinsstígur „þvert yfir hraunið frá Hraunhorni sem var nokkru sunnar með hraunbrúninni, en sunnan við það var svo Hraunshornflöt. Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið […]“. Ekki er minnst á stekkinn í örnefnalýsingu 1988, aðeins túnið og réttina sem við hann eru kennd. Í örnefnaskrá 1964 er Stekkatúnið sagt vera „gróinn hvammur kringum stekkinn“, „Stekkatúnsrétt var þarna, en er nú horfin með öllu. Þarna hafa nú verið byggðir sumarbústaðir þrátt fyrir vatnsleysi.“ Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða
Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir svo: „Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er Stekkjartún. Við hraunið nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus […]“. Skv. örnefnaskránni 1964 virðist sú rétt hins vegar hafa verið kölluð „Réttin gamla“.
Í örnefnaskrá 1964 er auk Stekkatúnsréttar nefnd Réttin gamla sem var „í hvammi neðan við Kúadali […] í hraunbrúninni. Innst í réttinni er lítill skúti“. Í ódagsettri örnefnalýsingu er hins vegar talið að um sömu rétt sé að ræða en eftir að Stekkatún hefur verið nefnt segir: „Þarna var líka
Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar.“ Loks segir Svanur Pálsson í örnefnalýsingu 1988: „Við hraunið, nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns.
Nánari lýsing: Nafnið Réttin gamla virðist gefa hugmynd um að hún sé eldri en Stekkatúnsrétt. Um aldur hinnar síðarnefndu er ekki getið en hin fyrrnefnda var ekki byggð fyrr en eftir 1906, fæðingarár heimildarmannsins, Guðbjargar Guðmundsdóttur. Af staðsetningunni „í hraunbrúninni“ að dæma er Réttin gamla þó líklega sú sem Guðbjörg mundi eftir „við hraunið“ og taldi nafnlausa.
Þegar Stekkjartúnsrétt og „önnur rétt nafnlaus“ hafa verið nefndar segir í örnefnalýsingu 1988: „Norður af henni er áberandi hóll í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af Einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsarústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun.“
Í örnefnaskrá 1964 segir um Kúadali: „Svo heita hvammar og flatir niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna. Grónir vel og sléttir.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu er Einbúi sagður vera austur frá Stekknum en „hér framar er komið í Kúadali, og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norð-austur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið.“
Í örnefnaskrá 1964 segir um Kúadali: „Svo heita hvammar og flatir niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna. Grónir vel og sléttir. „Í ódagsettri örnefnalýsingu er Einbúi sagður vera austur frá Stekknum en „hér framar er komið í Kúadali, og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norð-austur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið.“
Skv. örnefnaskrá 1964 eru Kúadalir hvammar „niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna“ en út úr stærsta hvamminum liggur“ Kúadalastígur „upp á hraunið út á Flatahraunið yfir í Vífilstaðahlíð“. Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norðaustur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið. Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, Sprunguhóll. Vestur af Byrginu er grýttur hóll, Grjóthóll.“
Í örnefnaskrá 1964 er nefndur Syðridalatroðningur: „Troðningur eða stígur, er lá upp holtið frá dal rétt við Grjóthól suður á Syðri dalinn.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „[…] milli Tjarnholta og Þverhlíðar er Dalurinn syðri eða eins og hann er stundum kallaður Urriðakotsdalur syðri og líka var hann nefndur Efri-Flatir. Hér um lá troðningur og niður um holtið, nefndist Syðridalatroðningur, hann lá framhjá svonefndum Grjóthól um Grjóthólsflöt niður undan honum, en hér var kallað holtið „Milli dala“ og þá lá troðningurinn niður á Neðri-Flatir,
Dalinn neðra eða Dalinn og Urriðakotsdalinn neðri, en svæði þetta sem nú hefur verið lýst nefndist einu nafni Urriðakotsdalir og lá stígurinn hér um miðjan dal í Gjáarréttarstíginn og síðan yfir á Hálsinn Flóðahjallaháls eða Urriðakotsháls, sem fyrr er talinn og síðan niður til bæjar.“
Í örnefnaskrá 1964 segir um Fjárhústóftina syðri: „Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett.“. Eða: „Nokkru vestan við Skotbyrgið, er stór klettur vestan undir honum er rúst gamals fjárhúss.“. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhústóftin nyrðri eða austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem sauðahús.“ Líklega eru þetta sömu tóftir og getið er um í örnefnalýsingu frá 1978: „Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, sem heitir Sprunguhóll. Skammt suðaustur af Sprunguhól eru gamlar fjárhústættur.
Í örnefnaskrá 1964 segir um Fjárhústóftina nyrðri: „Nokkru norðar en gamla rústin“, þ.e. Fjárhústóftin syðri, „er fjárhústóft og standa veggirnir enn.“ Eða: „Nokkru vestar er fjárhústóft yngri og standa enn veggirnir. Guðmundur bóndi Jónsson [í Urriðakoti] byggði fjárhúsið. […] Fjárhúsið er eftir sauðahús.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhústóftin nyrðri eða austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem sauðahús.“ Líklega eru þetta sömu tóftir og getið er um í örnefnalýsingu frá 1978: „Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, sem heitir Sprunguhóll. Skammt suðaustur af Sprunguhól eru gamlar fjárhústættur.
Skv. örnefnaskrá 1964 var Skotbyrgið „gamalt skotbyrgi af grjóti vestan til við“ Kúadalsstíg eða „rétt vestan til við Kúadali“. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“
En í örnefnalýsingu 1988: „Vestur af Litla-Tjarnarholti er stór steinn og er annar steinn uppi á honum. Var það kallað Byrgi.“
Af framangreindu má ætla að „Gamlarétt“ hafi ekki fundist við vettvangsleit, en gæti verið sama og nefnt er „Stekkjatúnsstekkur“. Hér kemur uppgötvun þessarar ferðar; leifar af bæði „Gömlurétt“ og „Stekknum“ er að finna á báðum tilgreindum stöðum. Þá er auðvelt að rekja bæði „Grásteinsstíg“ og „Kúadalsstíg“ yfir hraunhöftin. Grónar vörður gefa báða stígana til kynna. Austan hraunhaftanna sjást göturnar mjög vel, enn þann dag í dag. Og „Gamlarétt“ virðist svo augljós.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir:
-Fornleifaskráning Byggðasafns Skagafjarðar 2005 – Urriðaholt.
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðah. /Garðahr.: Hafnarf. og Hraunum, bls. 139-40.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, 2001: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III.
-Svanur Pálsson, 1978, bætt 1988: Örnefnalýsing Urriðakots skráð eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti.
Grásteinn við Grásteinsgötu.
Leiðarendi IV
Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreytilegasti á svæðinu, enda hefur umferð um hann síðustu misserin verið mikil – og fer vaxandi. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellunum er að finna einstakar jarðmyndanir, – dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Allt þetta hefur Leiðarendi í Stórabollahrauni enn upp á að bjóða, nú 16 árum eftir að hann var fyrst kannaður. Hellirinn er 750 m langur, greiðfær og aðgengilegur, aðeins 36 km frá Grindavík og að honum er einungis 150 m. gangur, í mosagrónu hrauni, út frá við Bláfjallavegi.
Snjór þakti jörð, svo rækilega að hann hafði slétttað sérhverja misfellu í hrauninu. Það tók því nokkra stund að moka sig niður og inn eftir hellisloftinu innan við meginopið. Að því búnu varð eftirleikurinn auðveldur. Hátt í eitt hundrað þátttakendur skriðu inn eftir snjórásinni og niður í hellinn.
Stórabollahraunið er u.þ.b. 2000 ára gamall og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Ástæða er enn og aftur til að brýna sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema ljósmyndir. Yfir hrauninu er m.a. Tvíbollahraun, sem rann um 950 e.Kr. Auðvelt er að sjá skilin því síðarnefnda hraunið er apalhraun á þessu svæði, en Stórabollahraun rann lengstum sem helluhraun, líkt og Hellnahraunin eldra og yngra, sem einnig áttu för um þessar slóðir á mismunandi tímum. Stórbollahraunið hefur runnið í Leiðarenda á tveimur stöðum. Hellnahraun yngra umlykur m.a. Skúlatún, þýfkenndan grasigróin hól í miðju hrauninu. Það kemur eins og
Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.
Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Í stórvirki Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, „Íslenskir hellar“, bls. 209, er m.a. fjallað um Leiðarenda. Þar segir t.a.m.: “ Stóri-Bolli er austastur bollanna við Grindasköðr og þeirra stærstur eins og nafnið bendir til. Stóri-Bolli er um 150 metrar í þvermál og opinn til noðurs en gígbarmarnir til beggja hliða eru um 50 metra háir. Hraunið hefur fallið til norðurs og þekur svæðið norður að Undirhlíðum og Helgafelli en er mjög hulið yngri hraunum. Erfitt er að áætla stærð hraunsins þar sem svo mikill hluti þess er hulinn yngri hraunum en það gæti þó verið allt að 20 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Hellisgöngin eru víðast hvar lítt hrunin og hellirininn auðveldur yfirferðar þótt auðvitað þurfi aðeins að bogra á einstaka stað og klungrast á öðrum. Sérstaklega lækkar verulega til lofts nyrst í hellinum. Töluvert er um skraut, dropsteina, hraunstrá og storkuborð auk þess sem hraunið tekur á sig hinar ýmsu myndir. Á einum stað má til dæmis sjá fyrirbæri í lofti hellisins sem hellamenn kalla „Ljósakrónuna“ og svo mætti áfram telja. Þá er beinagrind af sauðkind innarlega í hellinum og má með ólíkindum telja hve langt kindin sú hefur ráfað inn dimman hellinn. Var hún e.tv. að forðast eitthvað?
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).
Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjörn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum. (Sjá meira undir Fróðleikur). (Reyndir hraunamenn geta nú orðið lesið aldursmörkin, þ.e. út frá því hvaða hraun rann á á undan hinu – með ákveðin viðmið að leiðarljósi).
Um Leiðarenda segir meistari Björn: „Leiðarendi er um 900 metra langur hellir og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring (eins og merkilegur uppdráttur í bókinni sýnir). Hellirinn kvíslast og hefur þak vestari rásarinnar brotnað niður. Nokkru neðan niðurfallsins sameinast kvíslarnar á ný og þaðan liggja mikil og falleg göng til norðurs. Það er mjög sérstakt að fara í hellaferð innúr niðurfalli og koma svo út klukustundum síðar hinum megin niðurfallsins. Hreint ævintýri fyrir þá sem eru að gera slíkt í fyrsta skipti.
Hellismunninn er skammt frá hraunjarðri Tvíbollahrauns sem raunar hefur runnið inn í Leiðarenda á tveimur stöðum syðst og vestast í hellinum enda liggur hann þar undir Tvíbollahraun. Tvíbollahraun rann á fyrstu árunum eftir landnám. Ef til vill kom kindin sú sem bar beinin í Leiðarenda til landsins með víkingaskipi. Og ef til vill gleymdi hún sér og lokaðist inni þegar Tvíbollahraun rann.
Þegar svo ógnarheitur hraunkanturinn nálgaðist hljóp kindin ef til vill inn í kaldan hellinn til að forðast lætin og hitann og þar bar hún beinin. Atburðarrás þessi verður raunar að teljast harla ólíkleg en verður þó ekki afsönnuð fyrr en beinin verða aldursgreind. Fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar. Leiðarendi var kortlagður í desember 1992 og júlí 1993″.
Innst í syðsta hluta Leiðarenda er stór „hrauntjörn“. Þar lækkar hellirinn, en hækka um leið því hrauntjörnin hefur brætt sig niður í undirstöðu(grann)bergið uns hluti hennar fann sér áframhald, sem varla verður rekjanlegt nema með mikilli fyrirhöfn. Það mætti þó vel reyna þegar betri tími gefst til.
Í Leiðarenda.
Eitt af sérkennum Leiðarenda eru þunnar hraunflögur á kafla. Þær hafa fallið af veggjum og úr lofti. Þær gefa til kynna mismunandi hraunstrauma í gegnum rásina, hverja á fætur annarri. Má líkja þeim við endurteknar samfarir fullorðinnar hraunrásar við nýja strauma.
Við frásögnina af sauðkindinni, sem Björn lýsir og varð tilefni nafngiftarinnar, má bæta að öllum líkindum hefur sú arma mær verið að leita skjóls vegna einhvers, t.d. snjóa eða náttúruhamfara. Hafa ber í huga að mörg dýr geta gengið fram og til baka um niðmyrkra ranghala án ljóss. Það hefur hellaleitar-hundurinn Brá t.a.m. sannað margsinnis. Það hefur því verið eitthvað annað en eðlilegheitin, sem varð sauðkindinni að aldurtila, s.s. eiturgufur hraunkvikunnar er lagðist yfir hraunrásina umrætt sinn. Ef svo hefur verið má ætla að hér á landi hafi verið urmull sauðfjár – og það fyrir aðkomu norrænna landnámsmanna hingað í kringum 874 +/-02.
Ljósakrónan fyrrnefnda er í tengirás Leiðarenda við efri hellisrásina, sem flestir ættu að forðast. Komið hefur fyrir að þeir, sem þangað hafa fetað sporið og síðan haldið í gegnum hrun er rásin leiddi þá í gegnum, hafi ekki fundið leiðina til baka. Eftir hræðsluköst og formælingar hefur svolítil vonardagsskíma birst þeim úr annarri átt og þeir þá getað skriðið sér til lífs að jarðfallinu fyrrnefnda. Hins vegar má segja með sanni að einn heillegasti og fallegasti hluti Leiðarenda er í þessari rás, líkt og sjá má í bók Björns; „Íslenskir Hellar“ (fæst í öllum betri bókabúðum og er sérhverjum hellaáhugamanni og öðrum leitandi bráðnauðsynleg leiðsögn).
Í Leiðarenda.
Einhverjir hafa þá verið hér fyrir (sem flestum er reyndar orðið ljóst – nema kannski starfsfólki Þjóðminjasafnsins.) Ef til vill munu órækar minjar Skúlatúns og minjar í Húshólma /Óbrinnishólma í Ögmundarhrauni hjálpa til að varpa ljósi á þá birtingarmynd?!

Taka verður undir með ákveðna og meðvitaða rödd Björns þar sem hann segir að; „fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.“
Þótt Leiðarendi sé bæði aðgengilegur og áhugaverður þarf að gæta vel að því að skemma ekkert er getur haft þar varanlegt gildi fyrir komandi kynslóðir.
Frábært veður (að og frá hellinum). Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Alfaraleiðin – milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða (Gerðis)
Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið.
Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) við Hvassahraun. Þegar Reykjanesbrautin var breikkuð var tekinn hluti af Alfaraleiðinni á þessum kafla. Áður sást hún sunnan brautarinnar, liggja undir hana og síðan spölkorn af henni norðan brautarinnar, ofan við gömlu réttina.
Gengið var beint inn á Alfaraleiðina, gegnt gatnamótunum, þar sem hún byrjar núna. Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást á stangli við götuna, þ.a. ein mjög myndarleg er stendur hátt á hraunhól hægra megin hennar. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Í götunni fannst m.a. skeifubrot frá löngu liðnum tíma. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Myndarleg varða við götuna sést á hæðarhrygg framundan.
Alfaraleiðin við gatnamót Lónakotsselsstígs.
Innan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur Lónakotsselsstígur áleiðis upp í Lónakotssel. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Þarna liggur Óttarsstaðaselsstígur þvert á Alfaraleiðina. Gatnamótin eru nokkuð glögg. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðin með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Listaverkið Slunkaríki var þar til skamms tíma, en hefur nú verið fjarlægt.
Þá er gengið um Draugakróka. Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing, landamerki Straums og Óttarsstaða.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Gatan sést þar á um 10 m kafla. Kapellan, sem var endurhlaðin klúðurslega á sjöunda áratug 20. aldar, er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna tekur við rutt svæði, en göngustígur liggur um það áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar komið er inn á hraunið á ný sjást vörðubrot. Þeim er fylgt til norðurs uns gatan beygir undir Reykjanesbrautina þar sem hún fylgir hraunlægðum í áttina að hárri vörðu, sem nú er á golfvellinum. Héðan í frá sést ekki móta lengur fyrir gömlu Alfaraleiðinni milli Hvaleyrar og Hafnarfjarðar.
Í ljós hafði komið að leiðin er vel greinileg svo til alla leiðina, vel mörkuð í landið á körflum og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.
Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er önnur af þremur fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Miðmundarhæð. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Neðan við hann er gatan mjög greinileg en frá hólnum og ofan eyðibýlisins Þorbjarnarstaða er hún óljós og hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahúss á vegum álversins). Þar sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra. Mótar enn fyrir því í hraunkantinum þar sem gatan liðast upp á hraunbrúnina.
Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni.
Gerði og Gerðistjörn.
„Gerði reisti Guðjón Jónsson frá Setbergi um aldamótin 1900. Alfaraleiðin út á Útnes lá svo að segja um túnblettinn. Hann lá yfir Kapelluhraunið, eða Brunann, eins og það var stundum nefnt, síðan lá leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans.“
Alfaraleiðin við kapelluna.
Gengið var eftir Alfaraleiðinni gömlu frá Gerði þar sem hún kemur niður úr Brunanum sunnan við Hraunshornið, norðan Gerðis, og henni fylgt yfir að brunninum í Brunntjörninni. Flóruð brú liggur út að brunninum, sem er í tjörninni. Þarna var og þvottur þveginn og skammt austar var þvegin ull.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól/-hæð), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum. Við Miðmundarhæðina eru gatnamót götu heim að Þorbjarnarstöðum. Önnur gatnamót eru skammt austar. Mun þar vera um að ræða Skógargötuna frá Straumi er lá upp með vestanverðum túngarði Þorbjarnarstaða. Gránuskúti er þarna skammt sunnar, lítið en einstaklega fallegt fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum.
Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða. Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðslur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum. Réttin var fyrrum nefnt Stekkurinn, en eftir að hann var færður út og réttargerði hlaðið norðan við stekkinn, var hann jafnan nefndur Réttin eða Þorbjarnarstaðarétt.
Ekki er minnst á Alfaraleiðina í örnefnaslýsingu fyrir Þorbjarnastaði, sem verður að þykja sérstakt því leiðin liggur um land jarðarinnar og hefur án efa haft mikil áhrif á líf fólksins þar. Í örnefnalýsingu (GS) fyrir Straum er hins vegar getið um Alfaraleið. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir. Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en heimildarmenn sr. Bjarna segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu. Síðan er þarna kallað Himnaríki.
Þegar kemur vestur úr þessum þrengslum eða skorningum, má finna götu, sem liggur upp á klappir norðan við þær, og liggur gatan austur áleiðis að Þorbjarnarstöðum. Gata þessi nefnist Vetrarleið. Snjóþungt var í Alfaraleið, en snjóléttara hér og því var hún farin á vetrum.
Sunnan í klettahrauni því, sem hér er, vestan Miðmundahæðar (sjá Þorbjarnarstaði), liggur rani fram úr. Á þessum rana er vel hlaðið Skotbyrgi, sem stendur enn. Fjárgata liggur upp úr rétt hjá byrginu. Í skrá G.S. segir, að hér liggi fram úr hrauni þessu Mosastígurinn og Skógarstígurinn frá Þorbjarnarstöðum, en þennan Mosastíg kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við (sjá Þorbjarnarstaði).“ Skotbyrgið sést enn, við vestari Straumsselsstíginn, en er ekki í sjónlínu frá Alfaraleið.
Sunnan við Þorbjarnastaði er Stekkurinn eða Réttin undir háum hraunhól. Hún er vel hlaðin. Í henni er lambakró. Þar er Stekkatún.“
Varða við Alfaraleiðina á golfvellinum.
Gengið er þvert yfir vestari Straumsselsstíg að Hæðunum. Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma.
Þegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Líklega er hér um misskilning að ræða. Skógargötunnar er getið í lýsingu upp frá Straumi. Þar liggur hún til suðurs vestan túngarðs Þorbjarnarstaða með stefnu upp í Draugahraun. Neðan þess eru gatnamót götu er liggur síðan þvert á Óttarsstaðaselsstíg og áfram upp í Skógarnef. Þessi leið er auðfarin, en ógreinileg vegna gróninga, með föllnum vörðubrotum í fyrstu, en vestan Óttarstaðaselsstígs hafa vörðurnar verið endurreistar og því auðveldara um vik. Líklega er hér um hina eiginlegu Skógargötu að ræða.
Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.
Alfaraleiðin um Hafnarfjörð.
Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Leiðin milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða er 6 km. Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 1 og 1/2 klst.
Frábært veður.
Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.
-Örnefnalýsing fyrir Straum.
-Gísli Sigurðsson.
Alfaraleiðin (gul lína).
Húshólmi – Miðrekar – Selatangar
Gengið var um Húshólma og síðan frá Hólmasundi um Miðreka og yfir að Selatöngum. Í Ögmundarhrauni eru ein merkustu minjasvæði landsins og ætlunin að skoða a.m.k. tvö þeirra.
Búseta í Krýsuvík undir Bæjarfelli, var frá 12. öld þegar talið er að bærinn hafi verið fluttur frá Húshólma, til ársins 1942. Krýsuvík var talin höfuðból, enda stærsta jörð á Reykjanesskaga. Jörðin náði að sjó frá Selatöngum austur að sýslumörkum. Byggðin náði hámarki á miðöldum en 1860 var t.a.m. búskapur á 13 býlum. Eftir aldamótin 1900 fór fólki að fækka og kotin fóru í eyði. Það eina sem minnir á höfuðbólið Krýsuvík og hjáleigurnar er Krýsuvíkurkirkja sem stendur austast á bæjarhólnum. Umhverfis hólinn eru tóftir Hnausa, Lækjar, Norðurkots, Snorrakots og Suðurkots.
Auðvelt var að ganga niður mosavaxið Ögmundarhraun því mosinn var frosinn. Þegar komið var niður í Húshólma var stefnan hiklaust tekin að hinum fornu minjum vestan hans. Þar er talið að Krýsuvík hafi verið fyrra sinni.
Ögmundarhraun – loftmynd.
Ögmundarhraunið, sem umlykur minjarnar við Húshólma, er talið hafa runnið 1151 (-1188). Ljóst er að hraunið hefur ekki myndast í einu lagi hefur smám saman í allnokkrum spýjum með mismunandi bergsamsetningu. Það átti glögglega eftir að koma í ljós þegar gengið var um Miðrekana.
Í Lesbók Mbl 17. sept. 1961 er m.a. fjallað um Ögmundarhraun: „Áður en það var rutt, varð að fara vestur fyrir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomunni, þegar fara þurfti til Njarðvíkur eða Keflavíkur. Bóndinn í Njarðvík, að nafni Gissur, átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkurm er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröftum. Bóndi vildi ei gifta dóttur sína fúlmenni þessu, en treystist ei að standa á móti honum; tekur hann því það ráð að lofa honum stúlku þessari, ef hann vildi vinna það til hennar að gera færan veg yfir hraunið, þar sem beinn yrði vegur til Suðurnesja. Þetta verk tókst hann á hendur og framkvæmdi það duglega, en lagðist til svefns að loknu verkinu, austan til við hraunbrúnina, en bóndi lá í leyni í hraungrjótu, ætlaði hinum stundir að sofna vært og drap hann sofandi. Þar er dys hans, sem drepinn var og hraunið síðan við hann kennt og kallað Ögmundarhraun. (Úr sóknarlýsingu 1840).“
Þetta hef jeg af sögusögn og gef það eit út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst (Arngrímur þessi var Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti. Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvufjöru undir Krýsuvíkurbjargi „og með honum kalrmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr breginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekkia ð öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðam breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust“ (Vallaannáll). Öðrum annálunm ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannaátt segir: – „Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins“).
Bærinn Lækur í Krýsuvík – Garðhús nær.
Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmdunrur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, hélt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glæergluggum, sængurhúsi afþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn íhellinn, hlóð af honum þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt um kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna), flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki…“
Húshólmi er merkur minjastaður suður af Krýsuvíkur Mælifelli, í austurjaðri Ögmundarhrauns, nær sjávarhömrunum. Þar hefur hraunið runnið til hvorrar handar við óbrennishólma sem nefndur er Hólmastaður í gömlum heimildum. Þar er m.a. fornt bæjarstæði, skálatóftir, garðhleðsla og gerði, en í hrauninu vestan Húshólma er Kirkjulág og fleiri minjar. Samkvæmt gamalli munnmælasögu stóð Krýsuvíkurkirkja í Kirkjulág og stóð uppi löngu eftir að hraunflóðið eyddi bænum. Óbrennishólmi er spölkorn suður af Latstöglum sem ganga vestur úr Latsfjalli. Þetta er gróinn hólmi sem sker sig á sérkennilegan hátt úr grófu apalhrauninu. Þar eru fornar búsetuminjar, tvær fjárborgir og vegghleðslur. Önnur fjárborgin virðist vera mjög forn hringlaga hleðsla, en hin nokkuð yngri.
Eftir að hafa staldrað við ofan við Hólmasund var stefnan tekin vestur með ströndinni. Þessi u.þ.b. 6 km kafli er torfarin.
Selatangar er gömul verstöð suður af Núpshlíð og vestan við Ögmundarhraun.Vestan við Selatanga eru Borgir eða Katlahraun, fallegar hraunlægðir með allskonar hraunmyndunum. Frá bílastæðinu er um hálftíma gangur í austur að fjölda verbúðartófta, hlaðinna fiskibyrgja og fiskgarða úr grjóti. Talið er að um 100 manns hafi stundað útræði frá Selatöngum þegar mest var. Vermenn hættu að stunda róður frá Selatöngum um 1884, en ábúendur í Krýsuvík og Ísólfsskála stunduðu útræði frá Selatöngum fram á fyrstu áratugi 20.aldar.
Í bók Ólafs Þorvaldssonar „Harðsporum“ segir: „Útræði mun hafa að mestu lagst niður á Selatöngum á síðari hluta nítjándu aldar og munu síðustu útgerðarmenn þar hafa verið Beinteinn smiður í Arnarfelli og Sveinn ríki á Læk“.
Hvað sem um þennan stað má segja, þá er það víst að á löngu tímabili var þar dregin nokkur björg í bú þeirra Krýsvíkinga. En aðstæðurnar hafa verið mjög erfiðar og mikið strit samfara veiðiskap og flutningum.
Áður hefur nokkrum sinnum verið fjallað um minjarnar í og við Húshólma og í Óbrennishólma hér á vefsíðunni, auk þess sem Ferðamálafélag Grindavíkur hefur gefið út bækling þar sem rifjaðar eru upp heimildir og minjar skýrðar heilstætt á svæðinu. Annars er táknrænt að staldra við hjá þessum fornu minjum því við þær er staur frá Fornleifavörslunni – án orða. Um er að ræða friðlýstar fonleifar, en hið litla vesæla skilti við þær er löngu afmáð.
Í fyrstu er um úfið hraun að fara með stuttum helluhraunspöllum, en síðan tekur við sjóbakað apalhraun, laust í sér og seinfarið. Að vísu opnast u.þ.b. 500 m kafli ofan við sjálfa Miðrekana, neðan við Brúnavörður, en síðan verður aftur með það sama – ófæra hefði einhver óvanur látið hafa eftir sér, en með rólegheitum má ýmist þræða ofanverða ströndina eða fjöruna, einkum síðasta spölinn, áður en komið er í Eystri-Látur. Víða má lesa myndunarsögu bergsins út úr jarðlögum þar sem brimið hefur brotið allt mélinu smærra og hreinsað ofan af heilu bergflekunum. Víða á leiðinni eru einstaklega sérkennilegar myndanir og þótt ekki væri fyrir annað en þær verður svona ferð alveg þess virði. Auk þess er óvænt rekavonin á leiðinni, einkum ofan við Miðreka, góð ábót á ágóðan. Í þessari ferð var t.d. gengið fram á brak af björgunarbát, sem rak þar upp fyrir ári og varð að engu. Björgunarhringurinn var þó enn heill og var honum komið í Saltfisksetrið að ferð lokinni.
Eftirfarandi umfjöllun Ólafs Einarssonar um Selatanga, „Útræði á Selatöngum“, birtist í Ferðablaði Lesbókar Mbl 25. nóv. 1989 (Ólafur var frá Garðshúsum í Grindavík): „Ef draga má ályktanir af því, að skoðanir fil. dr. Sveinbjarnar Rafnssonar séu réttar eða nálægt sanni, má áætla að útróðrar frá Selatöngum hafi hafist seint á 15. öld eða nálægt aldamótunum 1600. Má þá slá því föstu að stöðugt útræði hafi verið þaðan um nærfellt þriggja alda skeið. Ekki er nokkur leið að sannreyna með nokkurri nákvæmni hvenær sjóróðrar hafi hafist þaðan. Afur á móti er fullkomin heimild fyrir því, að þeir hafi verið stundaður þaðan allar götur fram til ársins 1884 [reyndar var róið frá Selatöngum frá á byrjun 20. aldar].
Þórarinn Einarsson á Höfða á Vatnsleysuströnd skýrði Lúðvíki Kristjánssyni frá því á sínum tíma, að faðir hans, Einar, hafi verið þar við sjóróðra og að seinasta vertíð hans hafi verið 1884, en að þar með hafi líka sjóróðrar frá Selatöngum lagst niður [róið var þó lengur þaðan, bæði frá Krýsuvíkurbæjum og Ísólfsskála sbr. aðrar frásagnir]. Einar faðir Þórarins fæddist og ólst upp í Nýjabæ í Krýsuvík og koma að sjálfsögðu tengslin við sjóróðrana þaðan.
Rölti maður um það svæði á Selatöngum, sem vitað er að voru höfuðstöðvar þeirra, kemur greinilega í ljós að útræðið hefur verið talsvert. Má sjá það á þeim gróðri sem þar hefur myndast, þar sem annars er svartnættisgróðurleysi. Það er auðvitað slógið úr fiskinum, sem myndað hefur gróðurinn. Mörg fiskbyrgi eru þatrna tiltölulega vel á sig komin, en mannabústaðir gamlir, hrörlegir og niður fallnir. Gætu þeir varla kallast mannabústaðir í dag.
Varla er hægt að skrifa um útræðið frá Selatöngum, sem mun hafa hafist fljótlega eftir að Húshólmasund eyðilagðist með öllu í hamförunum þegar Ögmundarhraun rann, án þess að rifja upp eða lýsa þeim miklu reimleikum sem sagt er að þar hafi átt sér stað.
Draugur sá, sem magir kváðust hafa séð, var nefndur Tanga-Tómas og er hann sagður hafa gert mörgum búðarmönnum ýmsar skráveifur eða smáglettur.
Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.
Á Arnarfelli í Krýsuvík bjó þá maður er Beinteinn hét, þrautreyndur í sjóróðrum frá Selatöngum, sem getið er hér að framan. Einu sinni var hann heylítill og flutti sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar, einnig var ætlun hans að huga að reka. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu kveikur hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr til en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssu sína og skaut út úr dyrum. Sótti Tanga-Tómas þá svo fast að honum að hann hélst ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Eftir mikil átök við drauginn og illviðrið komst Beinteinn loks heim til sín um morguninn og var þá mjög þrekaður.
Það kom fyrir á Selatöngum einhverju sinni að unglingspiltur var orðinn mötustuttur. Buðust þá hásetar, á skipum þeim sem þar reru, til að gefa honum mötu til vertíðarloka ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Strákur kvað:
Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Ara, Þorkel, Svein,
fimm Guðmunda og Þorstein þá,
þar með Guðlaug, Freystein, Einara tvo, Ingibjörn, Rafn,
Vilhjálmi Gesti verður jafn,
Selatanga sjóróðramenn
sjálfur Guð annist þá.
Þótt aldrei væri stórt útver á Selatöngum eru þar þó enn talsverðar verminjar. Þaðan var seinast róið 1884.“
Þór Magnússon skrifaði um „Þjóðminjar“ í Lesbók Mbl þann 27. júní 1976 fjallaði hann um „Verbúðarrústir á Selatöngum“: „Selatangar eru undarlegt ævintýraland og óvíða munu jafnskemmtilegar minjar um útræði hér á landi og einmitt þar, þótt staðurinn hafi verið líttþekktur fyrr en nú á síðustu árum.
Uppsátur sést einnig allglöggt, en rústirnar ná yfir talsvert stórt svæði með sjónum.

Selatangar eru um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þarna hefur Ögmundarhraun gengið í sjó fram og myndað tanga og er þar sæmileg lending. Hana hafa menn hagnýtt sér og smám saman myndazt þarna verstöð, sem harla lítið er þó vitað um úr rituðum heimildum. Hins vegar vitna rústirnar um það, sem þarna hefur farið fram. Hér er fjöldinn allur af fiskbyrgjum og nokkrar verbúðir, sem hægt er að greina, og er þetta listilega vel hlaðið úr hraunhellum og stendur allvel, þótt tímans tönn hafi unnið á sumu.
Síðast er talið, að róið hafi verið frá Selataöngum 1884. Fyrir mun hafa komið, að menn lentu á Selatöngum síðar ef lending var ófær annars staðar, en síðasti formaður af Selataöngum mun hafa verið Einar bóndi í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík Einarsson, afi Þorvaldar Þórarinssonar lögfræðings.
Ruddur vegur liggur af þjóðveginum, Ísólfsskálavegi, gegnum hraunið og niður á Selatanga, en hann er illfær litlum bílum [nú er hann að sjálfsögðu greiðfær öllum bílum]. En fjarlægðin er ekki meiri en svo, að þeir, sem röskir eru til gangs fara það á stuttri stundu og er vissulega ástæða til aðhvetja þá, sem áhuga hafa á minjum sem þessum, að kynnast þessum einkennilega minjastað.
Erfitt er nú að sjá, hverju hlutverki hver og ein rúst hefur gegnt, enda eru þær mjög misgamlar og hinar elztu nokkuð ógreinilegar. Þó má yfirleitt greina verbúðirnar af bálkunum, sem sofið hefur verið á, og sumar eru skiptar með vegg.
Vestan við rústirnar er sandfjara og í hraunjarðrinum þar vestan við er hellir, Nótarhellir, sem hægt er að komast í um fjöru. Hann mun draga nafn sitt af því, að Hraunsmenn í Grindavík geymdu þar selanætur sínar.“
Í forverkefnisskýrslunni „Plokkfiskur” – Íslensk strandmenning sem grunnur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni, sem gefin var út af Samgönguráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Húsafriðunarnefnd ríkisins í júlí 2004, er m.a. fjallað um strandminjasvæðið á Seltaöngum. „Aðrar mjög áhugaverðar strandminjar eru Selatangar, suð-austur af Grindavík. Þetta svæði mun líka hafa verið miðstöð fyrir árstíðabundnar veiðar og hér eru rústir, hellar og aðrar minjar. Talið er að þarna hafi verið verstöðvar af svipaðri stærðargráðu og gömlu verstöðvarnar á Snæfellsnesi; Dritvík og Djúpalónssandur þar sem oft gistu hundruðir vermanna. Okkur skilst að áhugasamur einkaaðili hafi gert svæðið aðgengilegt fyrir almenning og sett upp upplýsingaskilti, gangstíga og gefið út bækling. Bæði Óttarsstaðir og Selatangar eru dæmi um aðgengilega sögustaði á Íslandi sem hafa mikla möguleika í ferðaþjónustu. Það ætti að koma af stað vinnuhópi, með það að markmiði að gera yfirlit yfir slíka staði á landinu öllu, forgangsraða þeim og meta ástand þeirra og möguleika innan ferðaþjónustu.“
Ekki var vart við Tanga-Tómas í þessari ferð, eins og svo jafnan áður. Á skilti við Selatanga er texti er segir að þaðan hafi síðast verið róið 1884. Þá eru myndir af tilgátuhúsum á Töngunum. Þar voru þrjár búðir, en ólíklegt verður að telja, af ummerkjum að dæma, að útlit þeirra hafi verið með slíkum hætti.
Dagon er nú varla svipur hjá sjón. Hann sést þó enn neðst í fjörunni á Selatöngum (þríkolla). Á síðustu árum hefur Ægir farið ómjúkum öldum um hann. „Kletturinn“ er þó enn ábending um að vestasta sjóbúðin og tilheyrandi mannvirki hafa tilheyrt Ísólfsskála. Líklegt má því telja, ef Beinteinn frá Arnarfelli hefur hafst við í sjóbúð á Selatöngum, að þar hafi hann verið í austustu búðinni, enda heillegust þeirra, sem enn má sjá á Töngunum.
Aflraunasteinarnir á Selatöngum voru nú horfnir undir sand og grjót, enda ströndin búið við mikla ágjöf í hinum hörðu rokum liðins vetrar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir m.a.:
-Lesbók Mbl 17. sept. 1961.
-Lesbók Mbl. 31. jan. 1954.
-Lesbók Mbl 25. nóv. 1989.
-Lesbók Mbl 27. júní 1976.
Á Selatöngum.
https://ferlir.is/husholmi-ii/https://ferlir.is/husholmi-i/
Jarðfræði Reykjanesskaga II
Á vefsíðu ÍSOR fjallar Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, um „Jarðfræði Reykjanesskagans“ (upphaflega frá 2010 og uppfært (MÁS) 2021):
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, með drög að jarðfræðikorti ÍSOR af Reykjanesskaganum í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli.
„Jarðfræðilega nær Reykjanesskagi austur að þrígreiningu plötuskilanna sunnan Hengils. Reykjanesskagi er svokallað sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í NA-SV-eldstöðvakerfum, sem eru tugir kílómetra að lengd, með misgengjum, gjám og gígaröðum.
Á kortinu eru sýndir helstu hnikþættir á Íslandi. Rekbeltin á Íslandi (svört) hliðrast til austurs frá Reykjaneshrygg (RH) og Eyjafjarðarál (EÁ). Það gerist um Suðurlands-þverbrotabeltið (SB) og annað þverbrotabelti kennt við Tjörnes (HF) milli Húsavíkur og Flateyjar. Rekhraði er um 1 cm á ári í hvora átt.
Á Reykjanesskaga kemur sniðgengisþátturinn fram í nokkurra kílómetra löngum norður-suður sprungum með láréttri færslu og sprunguhólum. Þær eru á mjóu belti sem liggur eftir skaganum endilöngum. Þar verða tíðum jarðskjálftar. Þeir koma í hrinum og eru flestir litlir. Sá öflugasti hefur verið um 6 stig að stærð. Tímabil eldgosa og gliðnunarhreyfinga annars vegar og sniðgengishreyfinga hins vegar skiptast á og standa hvor um sig í 6-8 aldir. Tímabil sniðgengishreyfinga hefur staðið yfir síðustu aldirnar en vísbendingar eru um að því sé að ljúka.
Reykjanesskagi og hestu hnikþættir landsins.
Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi. Miðstöð þeirra ákvarðast af mestri hraunaframleiðslu í sprungugosum. Sprungusveimar eldstöðvakerfanna, með gjám og misgengjum, eru miklu lengri en gossprungureinarnar. Þar hafa kvikuinnskot (berggangar) frá megineldstöðvunum ekki náð til yfirborðs. Í fimm af eldstöðvakerfunum er háhitasvæði. Hitagjafi þeirra eru innskot ofarlega í jarðskorpunni. Boranir á háhitasvæðunum hafa sýnt að 20-60% bergs neðan 1000-1600 m eru innskot. Súrt berg og öskjur eru ekki í eldstöðvakerfum skagans. Veik vísbending er þó um kaffærða öskju á Krýsuvíkursvæðinu, og í Hengli kemur fyrir súrt berg í megineldstöðinni, en það er norðan þrígreiningar plötuskilanna (gosbeltamótanna). Bergfræði gosbergsins í eldstöðvakerfunum spannar bilið frá pikríti til kvarsþóleiíts.
Eldvirkni og gliðnunartímabil
Reykjanesskagi – eldstöðvakerfi.
Rannsóknir sýna að eldvirkni- og gliðnunartímabil (gosskeið) verða á 6-8 alda fresti á Reykjanesskaga. Gosvirknin einkennist af eldum sem geta staðið í nokkra áratugi, með hléum. Eldstöðvakerfin hafa yfirleitt ekki verið virk samtímis heldur hefur gosvirkni flust á milli þeirra eitt af öðru. Hvert eldstöðvakerfi verður virkt á 900-1100 ára fresti. Um 950 ár eru frá síðasta gosi í Brennisteinsfjallakerfinu en 780-830 ár í vestari kerfunum. Rannsóknir benda til að síðasta gosskeið hafi byrjað með eldum í Brennisteinsfjöllum og á Trölladyngjurein Krýsuvíkurkerfisins laust fyrir árið 800. Eftir þá hrinu kom um 150 ára hlé þar til eldvirkni tók sig upp aftur í Brennisteinsfjallakerfinu á 10. öld. Þar á eftir fylgdi Krýsuvíkurkerfið á 12. öld. Að síðustu gaus á vestustu kerfum skagans, Reykjanes- og Svartsengiskerfunum, á 13. öld. Þeim eldum lauk um árið 1240. Brennisteinsfjallakerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjanesskaga eftir ísöld og framleitt mest hraun, bæði að flatar- og rúmmáli.
Reykjanesskagi – eldvirkni og gliðnunartímabil.
Tímabil eldgosa eru fundin með aldursgreiningu hrauna með hjálp öskulaga og C14- aldursgreiningum, auk skráðra heimilda um gos eftir landnám. Tvö síðustu gosskeiðin eru vel þekkt og það þriðja fyrir um 3000 árum að nokkru leyti. Vísbendingar eru um fleiri gosskeið þar á undan en aldursgreiningar eru of fáar enn sem komið er til að tímasetja þau af nákvæmni.“
Kristján Sæmundsson fjallar einnig um jarðfræði Reykjanesskagans á Vísindavef Háskóla Íslands:
„Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun. Sniðgengin eru minni háttar skástígar gjár, oft samtengdar með sprunguhólum.
Gliðnunarbelti millum Lönguhlíðar og Geitahlíðar – sigdæld.
Gliðnunarbeltin koma fram sem gígar og gígaraðir, gjár og misgengi í eldstöðvarkerfum skagans. Þau eru sex, að meðtöldu Hengilskerfinu, og liggja norðaustur-suðvestur, skáhallt á gosbeltið. Eldstöðvakerfin eru flest hver miklu lengri en gosmenjar á yfirborði gefa til kynna. Eldvirkni nær yfir stóran hluta þeirra, en á norðausturhlutanum eru svo til eingöngu gjár og misgengi. Þar hefur hraunkvika sjaldan náð til yfirborðs en setið eftir í berggöngum.
Eldstöðvakerfin mynda grunneiningar í jarðfræði Reykjanesskaga. Þau eru fimm til átta kílómetra breið og flest 30 til 50 kílómetra löng. Í hverju þeirra eru tvær eða fleiri gos- og sprungureinar. Fullmótuð kerfi með háhitasvæði og sprungusveim eru fimm. Þau eru kennd við Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengil. Sjötta eldstöðvakerfið, sem kenna má við Fagradalsfjall, er ólíkt hinum að gerð. Þar er hvorki jarðhiti né sprungusveimur.
Jarðfræði Reykjanesskaga – sveimar.
Skil milli kerfanna eru oftast skýr, en þau skarast þegar kemur norðaustur á gjásvæðin. Milli Reykjaness- og Svartsengiskerfanna er einföld röð dyngna og bólstrabergsfella úr ólivínríku basalti, Háleyjabunga yst og Stapafell innst. Mörk Fagradalsfjallskerfisins við þau næstu markast af löngum gossprungum beggja vegna. Skil Krýsuvíkur- og Brennisteinsfjallakerfanna eru í Kleifarvatnslægðinni með stapana Lönguhlíð og Geitahlíð að austanverðu. Skil Brennisteinsfjalla- og Hengilskerfis eru hér sett við Þrengsli.
Reykjanesskagi – sprungureinar.
Á Reykjanesskaga skiptast á gos- og gliðnunartímabil á sprungusveimum með stefnu norðaustur-suðvestur og skjálftatímabil með virkni á norður-suður sprungum. Það er afleiðing af því að Reykjanesskagi liggur skáhallt á rekstefnuna og spennusviðið sveiflast á milli lóðréttrar mestu bergspennu og láréttrar með suðvestur-norðausturstefnu. Í báðum tilvikum er minnsti þrýstingur í stefnu reksins. Kvikuinnskot þarf til að gjárnar gliðni, en það getur gerst án þess að gjósi. Gos- og gliðnunartímabilin, hér nefnd gosskeið, standa yfir í nokkrar aldir hvert.
Grindavík – gjár, sprungur og misgengi.
Á síðasta gosskeiði fluttist gosvirknin milli eldstöðvakerfanna með 30-150 ára millibili. Gosvirknin einkennist af sprungugosum sem vara í nokkra áratugi, en með hléum á milli gosa. Goshrinur af þessu tagi eru kallaðar eldar. Á milli gosskeiðanna eru löng skjálftatímabil án kvikuvirkni og þá væntanlega eins og á síðustu áratugum með ótal snöggum hrinum sem standa daglangt eða í fáar vikur. Gosskeið síðustu 3500 ára eru þrjú, og vísbendingar eru um fleiri þar á undan. Í Fagradalsfjallskerfinu hefur ekki gosið á þessu tímabili og aðeins einu sinni í Hengilskerfinu.
Bólstri í Lambatanga í Krýsuvík.
Á Reykjanesskaga hefur aðeins gosið basalti eftir að land varð jökullaust. Dyngjuhraun eru úr pikríti og ólivínþóleiíti en hraun frá gossprungum yfirleitt úr þóleiíti. Súrt berg er ekki að finna á skaganum nema í Hengilskerfinu. Þar spannar samsetning bergsins allt bilið frá pikríti í ríólít. Í hinum kerfunum nær það einungis yfir í þróað basalt.
Aldursdreifing sprungugosa sem vitað er um á Reykjanesskaga síðustu 3500 árin má sjá á meðfylgjandi mynd. Tímasetning er byggð á sögulegum heimildum, aldursgreiningu með geislakoli (C-14) og öskulagsrannsóknum.
Reykjanesskagi – jarðfræðikort nútímahrauna.
Af „eldvirknismyndinni“ hér að ofan má ráða að skipst hafi á gosskeið sem stóðu í 400-500 ár, og goshlé í 600-800 ár. Núverandi hlé er nálægt efri mörkum. Sé hins vegar litið á eldstöðvakerfin ein og sér, verða hléin mun lengri, að meðaltali nálægt 1000 árum. Í engu eldstöðvakerfanna er komið fram yfir lágmarkslengd fyrri hléa, nema ef til vill í Brennisteinsfjöllum. Allt að fjórar aldir þurfa að líða þar til lengstu hléunum er náð. Í Hengilskerfinu varð eina kvikuhlaupið án goss sem vitað er um. Þá er átt við Þingvallasigið árið 1789.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Dyngjurnar eru gular.
Eldri hraun eru of fá tímasett til að rekja söguna lengra aftur. Segja má þó að grilli í fleiri gosskeið, svo sem fyrir 4000 og 8000 árum. Eins og sjá má á myndinni hefur eldvirkni á hverju gosskeiði oftast hafist í Brennisteinsfjallakerfinu og síðan færst vestur.
Að frátöldum dyngjunum hefur upphleðsla gosefna í eldstöðvakerfum Reykjanesskaga, öðrum en Henglafjöllum, verið mest þar sem sprungusveimar liggja yfir flekaskilin. Þau markast af skjálftabelti skagans, og þar eru einnig háhitasvæðin. Segja má að þar séu vísar að megineldstöðvum. Ætla má að í rætur þeirra geti safnast kvika sem síðan leitar út í sprungusveimana, myndar ganga og kemur upp í sprungugosum.
Jón Jónsson – jarðfræðikort af Hrútagjárdyngju og nágrenni.
Hnyðlingar í gjalli og úrkasti sprengigíga í Krýsuvík eru vísbending um að grunnstæð gabbróinnskot, það er kvikuhólf sem voru eða eru þar undir, en greinast ekki í skjálftum.
Á Reykjanesskaga eru dyngjur í þyrpingum, ýmist í virknimiðjum eldstöðvakerfanna, svo sem í Hengils-, Brennisteinsfjalla- og Fagradalsfjallskerfunum, eða utan þeirra. Stærstu dyngjurnar ná yfir 200 ferkílómetra og áætlað rúmmál þeirra stærstu er fimm til sex rúmkílómetrar. Alls eru þekktar um tuttugu dyngjur á Reykjanesskaga. Af þeim eru 12 úr ólivínþóleiíti, hinar úr pikríti.“
Sjá einnig Jarðfræði Reykjanesskaga I, meira HÉR og HÉR.
Heimildir:
-https://isor.is/jardhiti/yfirlit-um-jardfraedi-reykjanesskaga/
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65699
Reykjanesskgai – jarðfræðikort ÍSOR.
Kjalarnes – Brautarholt – Gullkista
Gengið var með ströndum hins eiginlega Kjalarness utan við Brautarholt. Ætlunin var m.a. að skoða Presthúsatanga, Nesvíkina, Kjalarnesið, Borgarvíkina, Músarnesið og Brautarholtsborgina, auk þess Björnsstekk og borgina á Borginni. Hér er um að ræða svæði, sem jafnan er utan alfaraleiðar, en hefur upp á ótrúlega margt að bjóða.
Brautarholtskirkja.
Gangan hófst við Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, en telja má hana afkomanda fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlykur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjan, sem þarna er nú, var reist árið 1857 af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Hér má m.a. lesa um ferðir hans upp í Blikdal, selstöður Brautarholtsmanna fyrrum. Nýlega var kirkjan endurbyggð frá grunni og virðist kirkjunni hafa verið vel við haldið.
Til eru ágætar örnefnalýsingar frá Brautarholti og svæðinu öllu, sem Örnefnastofnun Íslands hefur haft forgöngu um að gera. Í einni þeirra segir m.a. um gömlu bæina: „Litlu býlin og húsmanns býlin, sem ég tel upp eru nú horfin úr Jarðabókum. Borg, Skemma, Ketilstaðir, Kjalarnes, Hjallasandur, Lambhús, Flatbjörn, Langabúr austara, Langabúr vestara, Mýrarholt, Arnarholt er eign Reykjavíkurborgar ásamt Brekku og smábýlum eða húsm. býlum, Sigurðarhús, Hryggur, Berg, Nauðverja, Presthús, sem er eign lögfr. í Reykjavík.
Borgarskarð upp af gamla Borgarbænum og Brautarholtsborg. Norðan undir henni var hið stóra býli, Borg, fyrr á tímum. 18 hurðir voru á hjörum í Borg.
Sunnan við Gullkistumýri er Nesvík. Syðst í mýrinni eru smáhólar, og þar suður af er Vestri-Nesbær og Eystri-Nesbær. Hreppstjórabúð heitir milli þeirra. Þá eru Borgarhólar, sem eru austur af Borginni. Tangar eru undan Eystri-Nesbæ. Milli Gullkistu og Nesvíkur er svæði. Þar undir strandaði Laxfoss, 10. jan. 1944.
Norður frá Borginni eru Kinnarhólar. Svo er mýri þar vestur af eða suðvestur af Kinnarhólum. Hún heitir Gullkistumýri. Vík þar vestur af heitir Gullkistuvík. Í kletti sunnan við Gullkistuvík er sagt, að sé falin gullkista, og heitir þar Gullkistuhöfði.“ Í annarri lýsingu segir: „Gullkista er drangur í sundi, sem liggur inn í Gullkistuvík.“
Þá; „Upp og austur af Gullkistuvík er holt, sem heitir Móholt; þar var breiddur mór. Það er upp af Nesvíkinni nyrzt, Vestast er þar smáhæð. Þar er vík, sem nefnd er Pálsbúð.
Í Mbl 11. janúar 1944 segir frá sjóslysinu undir fyrirsögninni „Laxfoss strandar nálægt Effersey – Mannbjörg með naumindum eftir langan tíma – um 100 manns voru með skipinu“. Í fréttinni segir að Laxfoss hafi strandað kl. 7 1/2. farþegar um 100 manns náðust í land um og eftir miðnætti. Mikill sjór kom ískipið strax eftir strandið. Óvíst væri um björgun þess. veður var mjög dimmt, hríð og hvassviðri mikið.
Dráttarbáturinn Magni var sendur á strandsstaðinn. Magni kom aftur og sögðu skipverjar ógerlegt, eins og þá stóð, að komast nálægt skipinu. Björgunarsveit frá slysavarnarfélaginu fór út í Effersey til að freista að koma björgunarlínu þaðan út í skipið. Það reyndist ómögulegt vegna veðurs. Ein lína lenti þó yfir skipið, en festist svo ofarlega í afturmastrinu, að henni varð ekki náð.
Nokkrir menn komust í land í skipsbátnum vestan við Grandagarð. Þeir sögðu að strax hefði komið mikill leki að skipinu, en farþegar væru rólegir.
Fréttin úr Tímanum 1952.
Tókst að koma línu í skipið og síðan ferja fólkið til lands, smám saman, með aðstoð Magna og amrísk innrásarpramma. Tókst að bjarga öllum, 91 manni (78 farþegar og 13 skipverjar), sem um borð höfðu verið. Skipið hafði verið í strandsiglinum. Farþegarnir voru flestir Norðlendingar, þar á meðal 6 þingmenn og stjórn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði.
Varðskipið Ægir reyndi að ná Laxfossi af skerinu skv. frétt Mbl daginn eftir. Þann 13. janúar segir svo frá því að „hæpið verði að ná Laxfossi út – botninn mikið brotinn“. Skipið hvarf síðan í sjóinn nokkru seinna.
Skammt vestan við Presthús er kjölur af bát, táknrænn fyrir svæðið. Augljóslega er þarna um að ræða leifar björgunarbáts. Það skyldi þó ekki hafa verið einn af björgunarbátunum frá Laxfossi?
Þá er Músasund vel gert af guðs og góðra vætta hendi, er sjómenn, er leið eiga inn í Hvalfjörð í beitufjöru hafa hárviss leiðarmörk, 2 hlaðnar vörður vel gerðar (af snild) af bændum í Brautarholti, er þeir settu upp hræður til að verja æðarvarpið fyrir fuglavargi og jafnvel sportveiðiþjófum úr öllum stéttum mannfélagsins.
Þegar gengið var framhjá Prestinum undan Presthúsatanga var m.a. rifjuð upp hluti af sögu nýlegs sakamáls er segir frá fullyrðingu manns, sem myrti konu og sagðist hafa kastað líki hennar þarna í sjóinn. Það fannst hins vegar þremur dögum síðar í Smalaskálahæð sunnan við Hafnarfjörð.
Ofan Nesvíkina austanverða sést móta fyrir tóftum. Þar gæti hafa verið garður eða mannvirki tengd uppsátri. Ofan við miðja víkina, sunnan undir grónum hól, er Björnsstekkur. Hleðslurnar standa enn og vel má sjá lögun hans. Skammt vestar, einnig rétt ofan við víkina, er annar stekkur, heldur minni, en heillegur.
Í Andrisey er Andríðarhóll, sem fregnir herma, að Andriður gamli í Brautarholti væri í heygður, er hann var veginn eftir hofsbrunann að Hofi. Síðan segir, að byrjað hafi verið að grafa í hólinn, en þá hafi öll bæjarhús í Brautarholti verið í ljósum loga. Merki sjást til þess, að grafið hafi verið í hólinn.
Hér á eftir þarf að koma fyrir lengri texta þótt ekki væri fyrir annað en að koma að myndum af nokkrum þeim minjum, sem sáust á leiðinni, s.s. Björnsstekk, öðrum stekk skammt vestar, tóft ofan við Messing og fjárborg á Borginni sjálfri.
Nesvíkin er formfögur vík. Eignin tilheyrir fjölskyldu Jóns heitins Ólafssonar á Brautarholti. Þarna er hin ágætasta aðstaða með enn ágætara útsýni.
Uppi á Borginni (Brautarholtsborg) eru leifar af hringlaga fjárborg, sem standurinn ber að öllum llíkindum nafn sitt af. Lítið sést eftir af borginni, en þó greinir enn í neðstu hleðslurnar, auk þess sem borgin hefur gróið upp að innanverðu. Suðvestan undir borginni er fjárskjól. Sunnan þess er hár, myndarlegur, klettadrangur, sem án efa hefur haft nafn, enda hinir ákjósanlegustu huldufólksheimar.
Vestar er Bryggjunes og Gullkistuvíkin. Gullkistan er greinileg úti í miðri víkinni. Hann er sérkennilegur að því leitinu að neðri hluti hans er bólstraberg, líkt og fjaran umhverfis, en hatturinn á henni er stuðlaberg.
Kjalarnes.
Skammt vestar er hið eiginlega Kjalarnes, ofan Messings. Þar er hin ákjósanlegasta lending með góðu vari. Greinilega er stutt á miðin því bátar voru á veiðum þarna skammt frá landi. Tóft er ofan víkurinnar, ferningslaga, en nánast fyllt af sandi. Grjót er í tóftinni. Sennilega eru þarna um að ræða leifar af sjóbúð. Ofar er hólaþyrping Kinnarinnar. Á þeim má sjá leifar eftir hernámsárin. Ofan af Kinnarhólum er fagurt útsýni yfir Borgarvíkina, Músarnesið og Andriðarey.
Strandssvæðið á Kjalarnesi er eitt hið fegursta, aðgengilegasta og fjölbreytilegasta slíkra á Reykjanesskaganum – og engin ástæða til að halda því lengur leyndu fyrir áhugasömu útivistarfólki.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar ÖÍ.
-Mbl. 11. janúar 1944.
-https://timarit.is/files/64184977
Skógfellavegur – Fagridalur
Á landakorti LÍ frá árinu 1977 sést dregin gata er fylgir Skógfellavegi frá Grindavík að Stóra-Skógfelli. Í stað þess að halda áfram að Litla-Skógfelli og síðan áleiðis í Voga, eins og þekkt er, er gatan dregin til norðausturs frá Stóra-Skógfellshorni og upp að Nauthólaflötum í Fagradal og áfram í Dalssel. Þessi gata er merkt sem „vörðuð leið“. Annað hvort er um misskilning að ræða eða þarna hafi fyrrum legið gata frá Skógfellavegi og upp í Dalssel, selstígur Þórkötlunga á meðan þeir nýttu Dalsselið.
Í von um að enn gætu vörðubrot sést þarna er gæfu leiðina til kynna var haldið inn á svæðið frá Arnarsetri, austur með norðanverðu Stóra-Skógfelli og áfram inn á Skógfellahraunið. Þar var stefnan tekin til norðausturs, áleiðis að Fagradal.
Þrátt fyrir erfið gönguskilyrði í byrjun (snjór þakti jörð) lék veðrið við þátttakendur – logn og blíða í fjallasal. Snjóhlífar og -þrúgur auðvelduðu sumum gönguna til muna.
Í Arnarsetri hefur verið gerð bragarbót. Í stað mikils magns efnis, sem tekið var á sínum tíma við endurbætur á Grindavíkurveginum, hefur nú verið ekið þangað efni af framkvæmdarsvæði Bláa lónsins, bæði með það fyrir augum að nota svæðið sem efnistipp og um leið að endurheimta fyrri ásýnd þess. Ef haldið verður skipulega áfram með verkið má vænta þess að gígsvæðið sjálft hafi nánast fengið fyrri mynd eftir u.þ.b. tvær aldir. Hafa ber í huga að verðmæti Arnarseturssvæðisins á eftir að margfaldast á næstu áratugum og hundruðum.
Skógfellastígur.
Eftir að hafa fetað snævi þakið hraunssvæðið varlega, yfir hugsanlegar sprungur og gjár, þurfti að komast upp með Stóra-Skógfelli, sem hafði dregið að sér fannfergið. Við vörðu á norðausturhorni fellsins, við Skógfellastíginn, var áð og lagt á ráðin.
Nokkrar þeirra liggja til Grindavíkur og skal hér kynnt ein þeirra, en það er Skógfellavegur, gömul leið úr Vogum sem jafnframt er framhald þjóðleiðarinnar frá Hafnarfirði er nefnist Almenningsvegur.
Meint gata af Skógfellavegi suðaustan við Stóra-Skógfell með stefnu í Fagradal gat auðveldlega legið þar inn í „dal“ þann er Sandakravegurinn liggur um millum Sandhóls og Skógfellavegs. Dalur þessi er mosavaxin hraunslétta (helluhraun), sem runnið hefur eftir að Skógfellahraunið rann. Það hraun hefur fyllt upp í sprungur, misfellur og jafnvel inn í eldri gíga á svæðinu. Dalurinn heitir Mosdalur. Ofan hans er fyrrnefndur Fagirdalur. Hraunið hefur það verið nefnt Dalaraun og þaðekki af ástæðulausu. Í ljósi þessa er enn áhugaverðara að skoða ummerki hinna fornu gatna yfir hraunið – því víða eru þær djúpt markaðar í hraunhelluna. Það eitt gefur til kynna hina miklu umferð um þær á u.þ.b. 600 ára tímabili, eða allt til 1910 er ferðir fólks um þær voru að leggjast af.
Á áningarstaðnum var tilvalið að rifað upp ferðalýsingu um Skógfellastíginn er birtist í Lesbók Mbl árið 2000: „Þessi grein um Skógfellaveg birtist í Lesbók Mbl í septembermánuði árið 2000: „Á Suðvesturlandi eru margar áhugaverðar þjóðleiðir og hafa nokkrar þeirra öðlast fastan sess í huga útivistarfólks sem skemmtigönguleiðir svi sem Leggjabrjótur milli Þingvalla og Hvalfjarðar, Selvogsgata milli Hafnarfjarðar og Selvogs og Síldarmannagötur er nýlega voru varðaðar. Á Reykjanesskaga eru þjóðleiðir sem ekki eru eins nafnkunnar og áðurnefndar leiðir, en munu þó örugglega draga til sín göngufólk í vaxandi mæli.
Skógfellavegurinn er kenndur við tvö fell sem eru við leiðina og heita Litla- og Stóra-Skógfell er bendir til þess að svæðið hafi verið skógi vaxið fyrrum, en í nágrenni Litla-Skógfells er þó kjarrgróður með birkihríslum og víði. Grindvíkingar hafa líklega notað Skógfellaveginn sem alfararleið um stuttan tíma, en hann lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður milli Vogastapa og Grindavíkur. Af leiðinni liggur Sandakravegur neðan Stóra-Skógfells að Fagradalsfjalli og síðan austur á bóginn, en nafnið hefur upprunalega verið notað um alla leiðina frá Stapa.
Hér er greint frá Útivistargöngu um hluta þessarar leiðar s.l. sunnudag 3. september… frá Vogum. Landið sýnist ekki svipmikið á þessum slóðum, en þó leynist þarna margt og ekki síst þegar lengra dregur. Snorrastaðatjarnir eru suðvestan og vestan við leiðina og grilltum við aðeins í þær og einnig skátaskála sem reistur var nærri tjörnunum fyrir nokkrum árum. Ofan við tjarnirnar er Háibjalli, en hann og hæsta umhverfi er á náttúruminjaskrá og þar er nokkur skógrækt, en allt þetta blasti betur við ofan af Litla-Skógfelli sem gengið var um síðar.
Fyrsta spölinn mótar af og til fyrir gömlum götum, en vörður eru fáar og strjálar, en það átti eftir að breytast þegar lengra kom, en það sem einkennir leiðina eru gjár. Gjárnar eru ekki farartálmi og auðvelt að komast um þær, en sú fyrsta sem varð á vegi okkar nefnist Huldugjá, en austur með henni blasti við okkur fjárborg, sem heitir Pétursborg, en ekki var hún skoðuð nánar í þetta sinn. Skammt var að Litlu-Aragjá og gerðum við þar stuttan stans við stóra vörðu á gjárbarmi, en kaffistopp höfðum við hjá næstu gjá, Stóru-Aragjá sem á þessum slóðum nefnist Brandsgjá. Hún heitir eftir Brandi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála er var þarna á ferð á jólaföstu árið 1911, en lenti í ófærð og missti hestana ofan í gjána og þurfti að aflífa þá á staðnum. Brand kól á fótum og var á Keflavíkurspítala einhverja mánuðu eftir slysið. Við litum á gjárnar þarna og víðar og reyndust þær mjög djúpar þó vel sæist til botns svo ekki er að undra þó illa geti farið ef lent er utan leiðar að vetrarlagi og snjór gefur sig yfir gjánum.
Eftir góða áningu við Stóru-Aragjá var haldið áfram, enda auðvelt og vel vörðuð leið eftir helluhrauni, en þar og víðar eru hófaför vel mörkuð í klöppina. Litla-Skógefll er ekki hátt, aðeins 85 m.y.s. en það freistaði uppgöngu og hélt allur hópurinn upp norðvesturhornið og niður af því sunnanmegin. Af fellinu blasir við mestur hluti leiðarinnar, utan þess sem Stóra-Skógfell skyggir á í suðri, en á milli fellana er þétt röð varða.
Þegar suður fyrir Stóra-Skógfell kom blasti við Sundhnúkagígaröðin sem mun vera um 8 km löng en frá henni rann hraunið hjá Grindavík fyrir um 2000 árum. Athygli okkar vakti sérkennileg hraunpípa utan í einum gígnum og vantaði lítið upp á að skríða mætti þar í gegn, en ekki hefði það farið vel með fatnað. Á þessums lóðum var okkar göngu um Skógfellaveg lokið þar sem áætlaður lokaáfangi göngunnar var Bláa lónið. Leið okkar lá inn á stikaða leið er tilheyrir Reykjaveginum, um Svartsengi norðan Svartsengisfells. Þar við gamlan steyptan pall, líklega undirstöðu danspalls. Rifjuðu nokkrir úr hópnum upp minningar frá útisamkomum er þar voru haldnar um skeið á vegum Grindvíkinga. Eftir tæpra 6 klukkustunda göngu vorum við loks komin að Bláa lóninu nýja sem fellur ótrúlega vel inn í hraunið, en bað í því er kærkominn endapunktur á goðri gönguferð.“
Stóra-Skógfell er um 100 m hærra en Litla-Skógfell, en þó freistaði það ekki til uppgöngu í þetta sinn, utan eins þátttakaanda sem raunar gekk á öll fell sem urðu á vegi okkar og dásamaði hann mjög útsýnið.
Þá var stefnan tekinn upp í „dalinn“ og honum fylgt til norðausturs. Varða sást á hraunnibbu áður en komið var inn á Sandakraveginn. Í rauninni var ekkert eðlilegra en framhalda göngunni eftir sléttu helluhrauninu áleiðis í Fagradal. Til að gera langa göngusögu stutta má segja að þessi leið er svo greiðfær að hægt væri að aka eftir henni á óbreyttum jeppa. Úfið hraun birtist framundan, en vestan þess lá slétt hraunlæna inn að Aurum vestan Nauthólaflata. Frá hraunjaðrinum var leiðin greið inn í Fagradal og að Dalsseli.
Sandakravegur – varða.
Á stöku stað var að sjá hellu ofan á hellu, en verksummerkin gætu þess vegna hafa verið eftir refaskyttur, er sóttu inn í hraunið. Ekki var að sjá að þeim hafi tekist að útrýma skolla á svæðinu því fótspor eftir hann sáust víða á leiðinni, ekki síst við Stóra-Skógfell. Augljóst má vera að víða leynast greni á þessu svæði, enda lágrennanlegar hraunrásir margar.
Þótt ekki hafi verið hægt að sjá augljóslega varðaða leið frá Stóra-Skógfelli áleiðis í Fagradal verður að telja víst að hún hefur verið farin, enda bæði stysta og greiðfærasta leiðin milli Járngerðarstaða og Dalssels. Til stendur að fara inn á svæðið þegar snjóa leysir og gaumgæfa það betur með hliðsjón af framangreindu.
Eitt stendur þó upp úr – umhverfið og útsýnið er stórbrotið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Heimild m.a.:
-Kort frá Landmælingum Íslands 1977.
-Lesbók Mbl 16. sept. 2000 – Kristján M. Baldursson.