Tag Archive for: Grindavík

Brennisteinsfjöll

Gengið var um Kerlingarskarð með stefnu upp í Brennisteinsfjöll. Ætlunin var m.a. að koma við í Kistufellsgíg, Jökulgeimi, Kistuhellum, skoða flugvélaflak sunnan í Kistufelli og skoða námusvæðið í Fjöllunum.
KistufellsgigurÁ Reykjanes-skaganum má rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1.500-1.800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 og 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2.000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2.000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta, Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5.000 árum og svo aftur fyrir 2.000 árum.
Brennisteinsfjoll-2Brennisteinsfjöll eru fjallshryggur á Reykjanesskaga, hluti af Reykjanesfjallgarði. Mikil hraun hafa runnið frá Brennisteinsfjöllum suður í Herdísarvík og eru tignarlegir hraunfossar þar sem þau steypast ofan af hálendisbrúninni skammt frá sjó. Áður var talið að hraunin væru öll frá því fyrir landnám en fundist hafa reiðgötur, sem hverfa undir hraun, svo einhver hraunanna hljóta þar af leiðandi að hafa runnið eftir að land byggðist.
Eins og nafnið gefur til kynna finnst nokkur brennisteinn í Brennisteinsfjöllum. Skoti nokkur, W. G. Spencer að nafni, var forvígismaður brennisteinsnáms, sem Englendingar stóðu fyrir á svæðinu í kringum árið 1880.

Brennisteinsfjoll-3

Erfitt reyndist að vinna brennisteininn og bar námið sig ekki þrátt fyrir að brennisteinninn væri tiltölulega hreinn. Brennisteinninn á svæðinu tengist hverum en talsverðan jarðhita er þarna að finna. Brennisteinsfjöll er háhitasvæði.
Þegar gengið er um Reykjanesskagann er mikilvægt að skoða hann með heildstæðum hætti. Jarðhitasvæðin á Skaganum eru eftirsótt til nýtingar og því er enn mikilvægra að reyna að skilgreina hvaða svæði skuli nýtt og hvað skuli vernda. Jarðfræðileg sérstaða Reykjanesskagans er óumdeild og hefur umtalsvert verndargildi, ekki síst Brennisteinsfjöllin sjálf, þar sem um er að ræða eina staðinn í heiminum þar sem úthafshryggur gengur á land. Í raun væri nú þegar ástæða til að friða Brennisteinsfjöllin, eins og Umhverfisstofnun lagði til í tillögu sinni að náttúruverndaráætlun.
Brennisteinsfjoll-4Ganga um Brennisteinsfjöll er frekar erfið þar sem ganga þarf um 500 m upp á við og síðan yfir úfin hraun og langar vegalengdir. Þó má ganga inn í Fjöllin um slétt hraun ef þekking á svæðin er fyrir hendi, s.s. upp Kistuhraun frá Fagradal eða að sunnan frá austanverðri Geitahlíð.
Ef gengið er upp Kistuhraunið blasa Fjöllin við og tiltölulega auðvelt er að ákveða hvert skal halda; að Kistufelli, Kistu eða Eldborgum. Þegar komið er upp á háhrygginn blasir við m
ikilfenglegt útsýni. Í suðaustri eru Vestmannaeyjar og Surtsey. Í austri sést yfir suðurlandið með Eyjafjallajökul við sjónarrönd og í norðvestri sést yfir Faxaflóann þar sem Snæfellsjökull sést á góðum degi.

Brennisteinsfjoll-9

Reykjanesskaginn nýtur þeirrar sérstöðu að vera eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má með berum augum hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum s.s. fyrr var nefnt. Jarðeldar og jarðhiti setja sinn svip á Brennisteinsfjöll en þar er að finna mikilfenglegar gígaraðir, hrauntraðir, hraunhella og móbergsmyndanir svo fátt eitt sé nefnt.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli, vestan Bláfjalla, suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Þessi víðerni eru eina ósnortna eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum þar sem öðrum kerfum hefur verið raskað með mannvirkjagerð af ýmsu tagi. Einu sjáanlegu ummerki mannsins í Brennisteinsfjöllum má rekja til námuvinnslunnar sem var lögð af 1882. Nokkrir steinar og lítill ofn, gamlar götur og tóftir frá tíð námuverkamanna í brennisteinsnámunum. Fornar gönguleiðir, s.s. Selvogsgatan og (Hlíðavegur) koma inn á Fjöllin.
Brennisteinsfjoll-10Eldborg virðist við fyrstu sýn vera reglulegur gígur efst á hryggnum. Drottningin er hins vegar skammt norðar. Hún hvílir í hraunhlíð þar sem hraunið úr þeirri fyrrnefndu hefur umlukið að nokkru. Þegar staðið er á gígbrúninni má hins vegar vel sjá hvaðan hinn mikli hraunmassi er myndaði m.a. Hvammahraunið er upruninn. Kistufellsgíg má líkja má við ofurvaxið hringleikahús með mikilfenglegum grágrýtis kraga og stöllum. Kyrrðin í mosanum er alger og þegar horft er upp á grágrýtis hamrana fyllist maður lotningu yfir sköpunarverkinu.
Flugslysastaðurinn frá árinu 1945 var skoðaður – sjá HÉR.
Þeir sem ganga í Brennisteinsfjöll uppgötva að Fjöllin hafa að geyma fjölmargar náttúruperlur, hér í túnfætinum heima hjá okkur.
Þjóðleið lá áður fyrr á milli Hafnarfjarðar og Selvogs austan við Brennisteinsfjöll og um Grindarskörð. Sú leið var grýtt og erfið yfirferðar en stysta leiðin sunnan yfir Fjöllin frá Hafnarfirði.

Brennisteinsfjoll-5

Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum. Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn.

Brennisteinsfjoll-8

Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”. Ganga þarf upp Grindaskörð frá Bláfjallavegi (syðri) og suður á fjöllin og niður að jarðhitasvæðinu, eða upp í eldgígalandið. Háspennulínur, jarðýtuvegir, borholur og virkjunarmannvirki myndu þarna valda verulegu raski á landslagi.
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.

Brennisteinsfjoll-7

Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði. Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í
rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að
finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Brennisteinsfjoll-6Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því 
hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í  námuskvompunum í kring.

Brennisteinsfjoll-11

Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-12

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). 

Brennisteinsfjoll-13

Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.
Af jarðeðlisfræðilegum mælingum liggja fyrir viðnámsmælingar (TEM), kortlagning á skjálftavirkni, þyngdarmælingar og segulkort sem hluti af Reykjanesskaga öllum. Viðnámsmælingar (Ragna Karlsdóttir 1995) benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Jafnviðnámslína 10 ohmmetra á korti 3 gefur til kynna ytri mörk jarðhitakerfisins á 700 m dýpi undir sjávarmáli. Innan hennar sunnan til er s.k. háviðnámskjarni, Hann er bungulaga og stafar af mikilli ummyndun bergs við yfir 240°C hita.

Brennisteinsfjoll-14

Háviðnámskjarninn er undir því svæði þar sem hverirnir eru og ummyndun á yfirborði mest og samfelldust. Viðnámskortið fellur mjög vel að jarðhitamerkjunum og sprungureininni. Í þyngdarmælingunum má greina um tveggja km breitt svæði, ílangt NA-SV undir Brennisteinsfjöllum og jarðhitasvæðinu (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir 2004). Niðurstöður segulmælinga liggja fyrir í segulkorti Þorbjörns Sigurgeirssonar 1:250.000 (1970). Þar er sýnd segullægð á jarðhitasvæðinu, ílöng NA-SV, sem nær frá Brennisteinsfjöllum norðaustur á móts við Grindaskörð (kort 3). Lágt segulsvið er talið stafa af eyðingu magnetíts við ummyndun bergs, en móbergið sem fannst í þyngdarmælingunum kann þar einnig að eiga hlut að máli.

Brennisteinsfjoll-15

Á 20. öld er vitað um tvo skjálfta af stærð um 6 með upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í
nánd. Sá fyrri varð í júlí 1929, 6,2 á Richter. Sá seinni varð í des. 1968, 5,8 ??? að stærð. 17. júní 2000 varð skjálfti á þessu svæði að stærð 4,7 ????. Einhverjir af þessum skjálftum kunna að tengjast jarðskjálftasprungu austan við Hvalhnúk. Kort af skjálftaupptökum eftir 1990 sýnir mesta virkni töluvert austan við Hvalhnúk og á belti yfir norðanverðar Draugahlíðar austur fyrir Litla- Kóngsfell. Hins vegar hefur lítil virkni verið í Brennisteinsfjöllum á nútíma. Stærstu skjálftarnir sem verða í Brennisteinsfjöllum og þar í grennd eru efalaust
sniðgengisskjálftar á norður-suður sprungum.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Heimild:
-wikipedia.org
-Freysteinn Sigurðsson.
-http://www.rammaaaetlun.is
-Guðrún Hallgrímsdóttir – Mbl. mánudaginn 20. mars, 2006.

Brennisteinsfjöll

Útsýnið að Brennisteinsfjöllum úr Kistuhrauni – ÓSÁ.

Bálkahellir

Stefnan var tekin á Bálkahelli í Eldborgarhaunum sunnan Geitahlíðar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, austan Stóru- og Litlu-Eldborgar. Þar undir hlíðinni, efst í hrauninu, eru dysjar þeirra Herdísar og Krýsu sjá meira HÉR), afkomenda frumbyggja strandbæjanna tveggja.
Í TryggvahelliTilefni ferðarinnar var að áratugur var liðinn síðan Bálkahellir endurfannst eftir að hafa legið í þagnargildi í u.þ.b. 170 ár.
Í helluhraunum er að finna tilkomumikla hraunhella, s.s. Tryggvahelli/Bjössabólur, Bálkahelli og Arngrímshelli/Gvendarhelli, auk fleiri seinna fundinna hraunrása. Hér er ætlunin að lýsa enn einni ferðinni í Bálkahelli, en hellir sá endurfannst af tilviljun, eftir markvissa leit, af FERLIRsfélögum fyrir u.þ.b. áratug síðan.
En fyrst svolítið um jarðfræðina, sem Bálkahellir fæddist í. „Stóra-Eldborg undir Geitahlíð (180 m.y.s.) er nafn á reglulegum gíg, þeim stærsta í stuttri gígaröð, sunnan undir Geitahlíð (386 m.y.s.) og austan Krýsuvíkur (sjá meira HÉR). Gígurinn fellur vel að skilgreiningu eldborgar. [Sýnileg] gígagröðin öll hefur verið virk í upphafi gossins en mjög fljótlega hefur öll eldvirknin færst yfir í Stóru-Eldborg. Þá hlóðst gígurinn upp en hann er um 50 metra hár og yfir 30 metra djópur. Meginhraunrennslið hefur verið um þrjú op undan borginni og liggja hrauntraðir frá hverju þeirra. Hraunið rann að mestu til suðurs og austurs, einkum með Geitahlíð og fram af sjávarhömrum. Hraunið frá Stóru-Eldborg er um 12 ferkílómetrar.“
Komið í efsta hluta BálkahellisÞegar gengið var niður í Eldborgarhraunin frá Herdísarvíkurvegi mátti glögglega sjá skilin á afurðum Litlu-Eldborgar og Stóru-Eldborgar. Sú fyrrnefnda, afurð gígaþyrpingar á stuttri gígaröð, er eldra og greiðfærara. Stóru-Eldvarparspýjurnar ganga síðan yfir eldra hraunið misjafnlega langar. Sú sem rann til suðurs, beina leið til sjávar er bæði breiðust og lengst. Hún markar svonefnda Klofninga í þessum hraunum, sem gjarnan hefur verið nefnt Krýsuvíkurhraun til mótvægis við Herdísarvíkurhraunið austar. Þau eru reyndar fleiri en eitt, líkt og systkini þeirra í vestri, því austan Eldborgahraunanna eru t.d. hraun, sem kom niður Sláttudal úr eldborgum ofan Geitahlíðar. Um aldur þessara hrauna er ekki glögglega vitað, en ætla má (miðað við gróningana) að þau séu frá tímabilinu frá því fyrir 1200 árum og fyrr. Líklega eru Eldborgirnar sunnan Geitahlíðar hluti af eldborgaþyrpingunni norðaustan hennar svo báðar hafa gosið á sama tíma. Þessi gígaröð hefur náð upp í gegnum Miðbolla, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell norðvestan Bláfjalla, sem og gíg suðaustan Drottningar. Virkni gossins virðist því hafa verið meiri en við fyrstu sýn.
BálkahellirÍ stað þess að fylgja hefðbundinni leið niður á hellasvæðið var sú stysta fetuð í gegnum hraunið. Ekki liðu nema 12 mínútur uns komið var niður á hellaop suðaustan Litlu-Eldborgar.
Í Litla-Eldborgarhrauni, milli tveggja anga Stóra-Eldborgarhrauns, eru þrjú niðurföll. Þegar FERLIR gekk fram á þau veturinn fyrir árið 2000 voru þau staðsett, en ekki skoðuð nánar því verið var að koma úr mikilli helllaferð í Bálkahelli. Þó var skoðað upp í göng úr efsta jarðfallinu, ca. 50 metra, sem við síðari mælingu reyndust vera u.þ.b. 100 metra löng. Þá nefndur FETLIRsfélagar hellinn „Bjössabólur“ eftir einum félaganna (Einarssyni), sem þá var með í för.
„Niður frá miðniðurfallinu liggja falleg göng. Eru þau vel manngeng í fyrstu en síðan lækkar smátt og smátt til lofts. Göngin eru lítið hrunin og lagleg. Þegar komið er um 20 metra inn í hellinn eru göng á veggnum hægra megin. Þau kvíslast síðan þegar innar dregur og er þessi afhellir um 80 metra langur. Hrun er neðarlega í meginrásinni og má komast leiðina áfram beggja megin við það. Frá því hlykkjast margslungin göng langa vegu. Heildarlengd hellisins út frá miðgatinu er um 380 metrar.
BálkahelliFrá neðsta og stærsta niðurfallinu liggja ekki miklir hellar, mesta rásin liggur upp eftir og er hátt í 50 metra löng og liggur nánast að hellinum út frá miðniðurfallinu þótt leiðin þar á milli sé ekki opin. Heildarlengd hellisins er yfir 500 metrar.
Ingi Óskarsson hellamaður nefndi hellinn Tryggvahelli eftir syni sínum en þeir feðgar gengu fram á hann árið 2000.“
Bjössabólur eða Tryggvahellir er hluti af hraunrás Bálkahellis, sem er skammt sunnar í Litla-Eldborgarhrauni. Á yfirborðinu skilur hraunspýja úr Stóru-Eldorg svæðin að.
Um Bálkahellir segir Björn Hróarsson í stórvirkinu „Íslenskir hellar“: „Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur og er í hrauninu um kílómetra fyrir neðan þjóðveginn [Herdísarvíkurveg]. Í hellinum eru fallegir dropsteinar, dellur og önnur hraunvirki sem erfitt er að lýsa. Hraunstráargrysjur eru í loftum og á kafla má sjá hvar brúnleitt þunnfljótandi hraunið hefur runnið upp með veggum rásarinnar sem er allvíð á kafla.
Skammt innan við efsta og nyrsta hellismunnannn er mikil storkuborð eða bálkar beggja vegna og af þeim dregur hellirinn nafn sitt. Þar fyrir neðan er hellirinn hvað stærstur. Hann skiptist í tvennt og í honum tvær breiðar hraunsúlur. Komið er út í niðurfalli en sunnanvert í því heldur hellirinn áfram.
Miðhluti hlellisins er um 100 metra langur. Þar er töluvert um dropsteina og hraunstrá en að endingu þrengist hellirinn þannig að ekki verður áfram komist.

Bálkahellir

Frá neðsta niðurfallinu má halda um 40 metra upp á við til móts við göngin sem lýst er hér að framan. Til suðurs frá niðurfallinu liggja mjög heilleg göng um 220 metra. Hellirinn er breiður og á gólfum eru dropsteinar og hraunstrá hanga í loftum. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða er til að fara mjög varlega þarna.“
Þegar FERLIR endurfann Bálkahellir fyrir u.þ.b. 10 árum síðan varð það fyrir hreina tilviljun. Leitað var eftir þjóðsögn um Arngrímshelli er var í notkun í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni) í lok 18. aldar. Í þeirri frásögn er ein setning um tilvist Bálkahellis; „þar skammt frá er Bálkahellir“. Leitin fór fram að vetrarlagi. Leitarfólk var dreift og búið var að leita um svo til alla Klofninga þegar einn leitarmanna hvarf niður í snjóinn. Í ljós kom að hann hafði fallið niður í jarðfall er hafði að geyma efsta op Bálkahellis, þess er hafði gefið honum nafn. Bálkarnir voru augljósir beggja vegna í rásinni er niður var komið. Efsti hluti hellisins var skoðaður í það skiptið með lélegum ljósum.
Þegar heim var komið var haft við Björn Hróarsson, HERFÍS-félaga, og honum tilkynnt um fundinn. Í framhaldi af því var gerður úr leiðangur á svæðið, efsti hlutinn kannaður betur, sem og aðrir hlutar hans. Þegar staðnæmst var við neðsta opið var tekið til við nestið. Björn hvarf þó um stund niður (suður) undir jarðfallið. Þegar Björn kom aftur var hann spurður tíðinda. Fátt var um svör en blik í augum gaf von. Stuttu seinna var gerður út leiðangur hellamanna á svæðið og þá var neðsti hluti Bálkahellis skoðaður með góðum ljósum og af varkárni.
Í ljós Dropsteinar í Bálkahellikomu fram heilleg hraunrás, breið og yfir mannhæða há, með fjölmörgum dropsteinum og viðkvæmum hraunstráum. Lagðir voru út gulir borðar á gólfið til að afmarka fótgöngurás fyrir þá sem á eftir kæmu (svo koma mætti í veg fyrir skemmdir).
Það er ekki að ástæðulausu að Björn gefur ekki upp hnit á Bálkahelli í stórvirki sínu. FERLIR gaf þó upp hnitin á eldri vefsíðu sinni, en gætti þess að hafa þau það ónákvæm að einungis æfðustu hellaleitamenn ættu möguleika á að finna opin.
Haldið var niður í Bálkahelli. Þoka umlukti yfirborðið og hafði það sitt að segja í undirlendinu. Ofan við efsta jarðfallið eru fallegir steinbogar (-brýr). Í því efra er þrastarhreiður. Aðgengi niður í hellarásina til suðurs er auðvelt. Gólfið er lítið grjótáfallið, en þegar innar dregur þarf að fara yfir stutt en léttvægt hrun. Þar fyrir neðan greinist rásin.
Í Gvendarhelli

Greiðfærara er að fara til vinstri, en komið er skammt neðar að framhaldsrásinni hvor leiðin sem valin er. Þar eru myndræn gangnamót. Neðar er rásin heil utan einnar fellu, sem komið hefur úr loftinu í stóra jarðskjálftanum 2008. Auðveldur uppgangur er úr rásinni. Eins og Björn lýsir er hægt að halda áfram til suðurs undir yfirborðið. Þar tekur við heilleg hraunrás, en lokast síðan. Fallegir dropsteinar eru þar. Fara þarf til baka og halda síðan lengra niður eftir til suðurs í hrauninu, þangað til komið er að þriðaj og síðasta jarðfallinu á Bálkahelli. Ef haldið er upp eftir rásinni þar til norðurs er komið að lokuninni fyrrnefndu á u.þ.b 1/3 leiðarinnar. Þarna er rásin alveg heil og falleg.
Þá er að fara niður í neðsta ráshlutanna. Hér hafa áhugasamir hellamenn kvartað yfir tvennu; annars vegar ónákvæmum hnitum og hins vegar að finna ekki leiðina inn í rásina. Auðveldast er að fara niður í ráshlutann hægra megin, en þar er ekkert framhald. Ef farið er niður í hana vinstra megin má sjá rásina liggja upp til hægri (farið er aftur á bak niður). Þar er stór dropsteinn. Halda þarf þarna niður (til suðurs), fara um lítið op á milli steins og veggjarins.

Í Gvendarhelli

Þá tekur við lág renna sem bogra þarf í gegnum. Þá beygir rásin til hægri og aftur til vinstri. Þar hækkar rásin og breikkar. Eftir það er leiðin greið niður á við, en óþarfi er að flýta sér. Hraunstrá og dropsteinar eru víða á leiðinni, enda rásin alheil alla leið að endamörkum. Skammt ofan þeirra er dropsteinabreiða, sem ekki má fara yfir, enda mikil hætta á skemmdum.
Samtals er þessir hlutar Bálkahellis um 450 metra langir, en ef taldir væru með rásir „Tryggvahellis/Bjössabóla“ væri hellirinn u.þ.b. kílómetrers langur, eða svipaður að lengd og Búri í Leitarhrauni.
Þegar hraunið sunnan við neðsta jarðfallið á Bálkahelli var kannað á sínum tíma fundust ekki fleiri op, en skammt sunnar er brekka á hraunbreiðunni og eftir það hallar jafnt og þétt til strandar. Líklegt má telja að rásin, eins stór og mikil hún er, eigi sér framhald í og ofan brekkunnar.
Þá var gengið upp að Arngrímshelli/Gvendarhelli í Klofningum. Þjóðsagan segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi haldið 99 grákollóttar ær á auk einnar grákollóttrar, sem systir hans átti, nefnd Grákolla. Þetta var um aldamótin 1700.

Gatan í gegnum Klofninga

Óveður geisaði og hraktist féð fram af Krýsuvíkurbjargi, allt nema Grákolla. Er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið. Arngrímur lést síðan skömmu eftir aldamótin (1724) er hann var við sölvatekju undir bjarginu með öðrum. Silla féll úr bjarginu og varð hann og tveir aðrir undir henni. Mörðust þeir til bana. Einn maður bjargaðist og varð til frásagnar um atburðinn. Um 130 árum síðar er getið um að nefndur Gvendur Bjarnason nokkur frá Krýsuvík hafi haft fé í hellinum. Hlóð hann þvervegg sem og stíur. Byggði hann og hús fyrir opið. Helst þótti til tíðinda að gler var í gluggum þess. Sjá má tóftir hússins vestan við hellismunnann Innangegnt hefur verið úr húsinu í fjárskjólið, sem rúmað hefur geta á a.m.k. annað hundrað fjár. Fjárhúsopið, fyrirhlaðið, er sunnan í hellinum. Þar innan við er gólfið flórað. Hlaðið er um „stromt“ þar sem líklegt eldstæði hefur verið undir. Fyrirhleðsta er innar. Innan hennar, beint niður af inngönguopinu úr húsinu, er gólfið einnig flórað. Hlaðin stía, sennilega fyrir sauði, er innar og hlaðið er fyrir efsta hluta rásarinnar til að forða því að féð kæmist innar í hana.
Skammt sunnan við tóftina og hellinn er rás. Þegar FERLIR skoðaði hana fyrir nokkrum árum fundust í henni nokkrir rekaviðarraftar. Líklega hefur þar verið eldiviðargeymsla fyrrum staðarhaldara. Ekkert af þessu hefur virðist hafa hlotið náð fornminjavörslunnar í landinu.
Allnokkru suðaustan við fjárskjólið er Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
Frá fjárskjólinu var gata rakin til vesturs, yfir á vestanverða brún Klofninga (Krýsuvíkurhrauns). Hún bar merki þess að hafa bæði verið fjárgata sem og meginleiðin að og frá skjólinu. Vörður voru á brúnum. Þær gætu hafa verið eftir refaveiðimenn er síðar komu í Klofningana, enda munu þar hafa verið allnokkur greni – og eru enn. Ofar í Klofningum má sjá ummerki eftir þær.

Litla-Eldborg

Allnokkru suðvestan við hraunbrúnina eru talsverðar minjar; skjól, rétt og hús. Á korti hefur þeim stað verið gefið nafnið „Gvendarhellir“. Ástæðan gæti verið af þrennum toga; ókunnugleika þess eða þeirra er staðsettu nafnið þarna, umhverfi og aðstæður þar eru ekki ólíkar því sem gerist í Klofningum og minjarnar gætu átt við þær. Hins vegar er ekki vitað um heimildir er kveða á um notkun þessara minja, sem eflaust hafa verið notaðar til hjásetu um tíma, auk þess sem réttin og húsið gefa tilefni til að ætla að þar hafi verið fráfærur sem og/eða starfsstöð til vetrarbeitar niður um Bergsenda. Krýsuvíkurhellir er skammt austar.
Fallegar hrauntraðir Klofninganna liðast niður frá Eldborgunum, með misjöfnum slétt- og gróningum þó. Skil hraunanna eru augljós.
Kíkt var á leifar Litlu-Eldborgar, en meginhluti hennar hefur verið tekinn undir vegstæði þjóðvegarins. Ekki er óraunhæft að ætla að gígurinn verði endurgerður nú þegar verktakar þurfa að losa sig við efnisúrgang líkt og á Hellisheiðinni. Ósnertur gígur er stutt suðvestan við megingígin (raskaða), sem nýrra hraunið hefur umlukið. Norðaustar eru tveir gígar og hefur þeim suðvestari verið raskað. Umleikis eru fallegar hrauntraðir, að ofanverðu frá Stóru-Eldborg og að neðanverðu frá þeirri Litlu. (Sjá myndband úr Bálkahelli.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar, 2006.

Bálkahellir

Gvendarhellir

Lagt var stað frá Eldborgarréttinni. Þegar komið var að henni kom álft í lágflugi og settist hjá þátttakendum. Hún var svo gæf að hægt var að klappa henni á kollinn. Hún kvartaði sáran og var hin spakasta. Fjölfóður maður í hópnum skyldi strax að álftin var að kvarta yfir fyrirhuguðu vegastæði Suðurstrandarvegi. Það er því alveg ljóst að sá sem hefur álft, en ekki bara krummafót, sér til stuðnings í því máli getur ekki annað en verið ánægður.

Gvendarhellir

Gvendarhellir (Arngrímshellir).

Gengið var niður um Litlahraun og skoðuð tóttin, sem þar er, hlaðinn nátthagi og fjárskjól utan í hraunhól. Þaðan var haldið niður að Bergsendum og þrædd gatan neðan við gamla bergið uns vent var á bakborða og strikið tekið á Krýsuvíkurhelli. Hann var skoðaður beggja vegna, en nú er ljóst að hægri hlutinn heldur áfram niður á við. í endanum er op, en gróft hraun allt í kring. Opið liggur þarna niður á við og eitthvert áfram. Ókannað. Í hægri hellinum eru separ í loftum og fallegur, grófur, brúnleitur hraunfoss. Svo virðist sem þar séu síðustu leifar hraunsstraumsins, sem rann um rásina.
Farið var í jarðfallið ofan við hellinn og opnað þar inn úr. Einn skreið inn fyrir og kíkti. Ákveðið var að segja ekkert meira um þennan hluta að svo komnu máli.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Þá var haldið upp um Klofninga og komið við í Arngrímshelli (Gvendarhelli) og hann vandlega skoðaður. Ákveðið var að fara niður um efsta hluta Bálkahellis og síðan áfram niður í neðsta hlutann. Loks var haldið upp fjárskjólshraunið og komið að dysjum Herdísar og Krýsu áður en hringnum var lokað. Við skoðun á dysjunum kom í ljós að dys smalans, sem átti að vera horfin undir skriðu, er þarna skammt frá.
Frábært veður.

Litlahraun

Minjar í Litlahrauni – uppdráttur ÓSÁ.

Náma

Nýlega kom í ljós op í námunni í Undirhlíðum (við Bláfjallaveginn) þegar unnið var við að færa til efni úr hlíðinni. Uppistaðan er bólstraberg eins og glögg má t.d. sjá í giljunum milli Sveifluhálsar og Kaldárhnúka. Við athugun kom í ljós u.þ.b. 30 metra langur hellir. Skömmu eftir að hellirinn uppgötvaðist var hann skoðaður og myndaður.

Náman

Hellirinn er norðanlega í námunni. Þótt hin stóra náma falli ekki beinlínis inn í landslagið, heldur þvert á móti, gefur þessi hellir til kynna spennandi myndun, jafnvel þótt hellirinn sjálfur sé svo sem ekkert mjög spennandi. Hann er þó, sem fyrr sagði, um 30 m langur. Þarna í bólstabergi og breksíu drasli er, öllum að óvörum, hraunhellir. Í honum eru m.a. hraunreipi og alles… og ekki er hvað síst spennandi að velta fyrir sér myndun hans, en svo virðist sem þarna hafi hraun runnið frá A til B í holrúmi á töluverðu dýpi.
Bólstraberg getur myndast bæði úr basískri og súrri kviku þegar kvikan rennur í vatni. Við slíkar aðstæður kólnar yfirborð kvikunnar snögglega. Seigjan verður því mest á yfirborðinu og leitast kvikan því við að mynda því sem næst kúlulaga form svo yfirborð verði sem minnst miðað við rúmmál. Yfirleitt ná bólstrarnir ekki að verða kúlulaga en líkjast einna helst vel úttroðnum koddum sem fletjast út vegna eigin þunga og eru því yfirleitt ílangir. Oft sjást tengsl á milli þeirra því líklegt er að kvikan streymi úr einum bólstri í þann næsta.

Í hellinum

Bólstrarnir eru glerjaðir að utan en innar er fínkornótt blöðrótt berg sem er smástuðlað og vita stuðlarnir hornrétt á yfirborðið, þ.e. kólnunarflötinn.
Þegar basísk hraun renna út í sjó eða stöðuvötn mynda þau oft stóra, fremur óreglulega bólstra. Við mikinn vatnsþrýsting í djúpu vatni eins og gerist við eldgos á hafsbotni eða undir þykkum jökli myndast reglulegir bólstrar. Oft mynda þeir margra metra þykkt bólstrabergslag þar sem bólstrarnir liggja hver um annan þveran og eru þeir oftast fremur smáir. Þannig myndanir eru algengar neðst í stöpum og bólstrabergshryggjum. Má sjá slík bólstrabergslög í Stapafelli á Reykjanesi, Mosfelli í Mosfellsdal og Sigöldu sem er dæmigerður bólstrabergshryggur. Skálaga bólstraberg og bólstrabrotaberg myndast þegar gjall eða gjóska mynda skálaga hlíðar undir vatnsborði og einstaka bólstrar eða brot úr þeim renna niður hallann og umlykjast gjóskusalla. Slíkar myndanir eru algengar undir hraunhettum stapa og apalhraunum sem renna út í vatn.
Í UndirhlíðahelliUndirhlíðarnar eru eldri en t.d. hraunin umhverfis. Líklegt má telja að þær hafi myndast er ystu nes og tangar, s.s. Kársnes, Digranes, Arnarnes, Stapinn og Rosmhvalanes voru í bernsku fyrir u.þ.b. 200.000 árum. Mörg hinna eldri fjalla Reykjanesskagans byggja á bólstrabergi og er Stapafellið skýrasta dæmið um það, sem fyrr sagði, enda nú búið að „skafa það inn að skinni“. Í Stapafelli má t.d. sjá einn stærsta „bólstra“ í heimi (sbr. Sig. Þórarinsson).
Hvað sem þessu öllu líður er hér um forvitnileg fyrirbæri að ræða, helli (rás) í bólstrabergi, sem reyndar verður að teljast nokkuð sjaldgæft, jafnvel hér í landi hraunhellafjölbreytileikans.
Utan í Undirhlíðum má sjá, auk þessa, gíga og hraun frá nútíma, s.s. hluta af Ögmundarhraunsgígaröðinni(Nýjahraun/Kapelluhraun til norðurs), Kerin og Gvendarselsgíga nyrst.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/
-Björn Hróarsson.

Í Undirhlíðahelli

Í Undirhlíðahelli.

Húshólmi

Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu.

Húshólmi

Húshólmi.

Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla. Annar gróður hefur hins vegar verið að ná sér á strik á þeim gróðurlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt túnvigli bindst fokjarðvegurinn undir rofabörðum, á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræðinginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.
Lærdómsríkt er að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel. Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa „tappagrindur“ og fara með þær yfir lausbundnari svæði áður en sáð væri.

Húshólmi

Húshólmi – uppgræðsla.

Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfsána yfirtökuna með tímanum.
Verkið er unnið undir handleiðslu Landgræðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsluna til að flytja efnið inn í hólmann s.l. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars. Nú hefur myndast þar græn slikja á fyrrum gróðureyðingasvæðum. Punturinn myndar skjól og undirbýr jarðveginn, sem fyrr sagði, til að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrútaberjum, bláberjalyngi, blágrési, geldingarhnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum. Grindvíkingar hafa verið einstaklega iðnir við sáninguna.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum, sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður.
Þessar tvær FERLIRsferðir í hólmann gera honum vonandi gott – til lengri tíma litið. Í raun hafa þátttakendur afkastað ótrúlega miklu á skömmum tíma.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Mikill árangur hefur náðst á þessum 95 árum og tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi.

Húshólmi

Í Húshólma.

Helstu markmið landgræðslustarfsins eru: „Að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll, að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf og að öll landnýting verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti.“
Vakin er athygli á þeim yfirlýstu markmiðum stofnunarinnar að „fyrirbyggja, koma í veg fyrir eyðingu og landsspjöll“. Reyndar gengur stofnunin þvert á þessi markmið sín þar sem Arnarfelllið er annars vegar og fyrirhuguð kvikmyndataka við fellið, en þar er markmiðið að eyða gróðri og vinna landsspjöll. Á sama hátt gengu aðrar stofnanir, sem umsögn gáfu um verkefnið, gegn markmiðum sínum. En það er nú önnur saga.
Frábært veður og ágæt samvinna. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-www.landgr.is

Húshólmi.

Sveifluháls

Genginn var Sveifluháls til suðurs um Folaldadali, Arnarvatn, Hettu, Rauðuskriðu og Drumb.
SveifluhálsSveifluháls, eða Austurháls (Hálsar) eins og hann var nefndur, er hæstur um 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn. Brattir hamrar eru niður að Kleifarvatni og Folaldadali. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið í Seltúni og Baðstofu eru kennd við Krýsuvík. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Í síðustu FERLIRsferð um Sveifluháls, þann 17. júní 2000, skalf jörðin í tvígang, hálsinn gekk í bylgjum og grjót hrundi úr hlíðum (sjá meira HÉR).
Sveifluhálsinn er móbergstapi á gosrein. Ef allt er tiltekið (Undirhlíðarnar einnig, enda á sömu gosrein), er hann um 25 km langur þar sem nær frá Borgarhólum í suðri að Kaldárhnúkum í norðri. Að vísu heita hluta hans ýmsum nöfnum, en jarðfræðilega er um eitt og sama fyrirbæri að ræða. Hálsinn var fyrrum nefndur Austurháls tilUpphafið er auðvelt - hvor leiðin sem valin verður aðgreiningar frá Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi), einum af nokkrum bræðrum hans í vestri.
Þegar ákveðið var að ganga Sveifluháls enda á millum var um tvær leiðir að velja; þá auðveldari og þá erfiðari. Báðar hafa kosti umfram hina. Sú efri er erfiðari. Hún liggur með hábrúnum og yfir efstu tinda (sá hæsti er 396 m.y.s.), s.s. Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk, Arnarnýpu, Hnakk og Hettu. Víða er gengið á hryggjum, um gil, sandhlíðar, móbergsrennur, skorninga og mosabrattar hlíðar. Þessi leið er ekki fyrir lofthrædda – nema þokan sé þess meiri. Bergmyndanir á leiðinni eru hins vegar fáu öðru líkar hér á landi. Útsýnið er þó jafnan til austurs af hálsinum.
Neðri leiðin liggur um sand- og fínmalarhlíðar, niður með annars aflíðandi hlíðum, um sanddali, um ása og lágvaxna hóla. Þessi leið er ekki seinfarnari en sú efri, en Hellutindar framundansvolítið lengri. Útsýnið til tindanna sem og beggja vegna af hálsinum er eitt hið stórbrotnasta á Reykjanesskaganum. Þá er augnkonfektið ekki síðra af því sem framundan er. Miðhluti Sveifluhálsins er tvískiptur og liggja fallegir dalir milli tindanna beggja vegna. Má þar nefna Folaldadali og ónefnds dals, sem ekki hefur, þrátt fyrir tilkomuheitin, ekki hlotið nafn (svo vitað sé).
Jarðsaga þessa náttúruundurs varð til löngu áður en maðurinn steig fæti sínum á þetta landssvæði (líklega um og eftir 600 e.Kr.). Ummerki eftir þá e.t.v. finna í rústum Ögmundarhrauns suðvestan við suðurenda hálsins. Það hraun, auk fleiri millum Sveifluhálsar og Núpshlíðarhálsar, varð til á gosrein um 1150.
Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,8 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 – 11.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið Sandbrekka á leið í Hulsturog hlýskeið.
Eldgos voru síður óalgengari á ísöld en urðu eftir að henni lauk. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili, þegar ísöld var að ganga í garð, hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar.
Í bók Þorleifs Einarssonar „Myndun og mótun lands“ má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars:
„Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.“
Tindbrúnirnar geta verið hvassarGosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama. Þessar umbreytingar má glögglega sjá bæði á Sveifluhálsinum og utan í honum. Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum.
Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, ýmist fyrrnefndir móbergshryggir, sem hljóðust upp á sprungum, en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum, eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um þessa móbergshryggi má einmitt nefna Sveifluhálsinn og Jarlhettur, en önnur dæmi um móbergsstapa eru Hlöðufell og Herðubreið.
FolaldadalirÞað má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir
samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á
Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust.
SveifluhálsÞegar farin er efri leiðin um tindana er Kleifarvatn áberandi láglendis. Vatnið er það stærsta á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Sögur eru til um að í vatninu leynist vatnaskrímsli. Við suðvestanvert vatnið eru elstu fornminjar á svæðinu, leifar bæjarins Kaldrana.
Þegar lýsa á efri leiðinni til suðurs er rétt að stikkla á stóru; frá Vatnsskarði er leiðin greið upp um eftir malarási. Jeppaökumenn og síðar torfærutækjaökumenn hafa markað slóða, sem auðvelt er að fylgja uppfyrir norðurbrún Folaldadala. Þar liggur slóðinn niður hlíðina og í dalina. Framundan eru Hellutindar. Áður en komið er það eru grannir berggangar hvað eftirtektarverðastir, einkum einn hluti þeirra, er stendur stakur upp úr og er yfir mannhæða hár. Þegar komið er inn fyrir svæðið austan Folaldadalshnúka er farið yfir malarás, niður móbergsbera afhlíð og lengar niður bratta sandhlíð. Auðveldara er þó að fylgja háum móbergsvegg á vinstri hönd. Þá er komið niður í Hulstur. Móbergsveggur er á austurbrúnum, en framundan er skarð utan í næsta tindi. Uppleiðin er greiðfær. Þegar upp er komið að ofanverðum Huldum. Gengið er niður móbergsaflíðandi brekku og síðan niður sandhlíð. Svipuð ásýnd er þarna og í Hustrum; móbergsbergveggir og áframhaldandi ágangur. Annars er hulstur þetta sérstakt fyrir það að móbergið að norðanverðu er mun ljósara en annars staðar á leiðinni.
FVatnshlíð og Eldborg í Brennisteinsfjöllum í austrieta þarf mosavaxna hlíð upp á við og síðan fara með bröttum brúnum yfir að norðanverðum hnúk. Þar á millum eru leifar af ryðguðum krossi, sem settur var þar til minningar um átta menn er fórust þar með kanadískri Consoflugvél 19. desember 1944. Ef vel er gáð má enn sjá leifar af vélinni í hlíðinni.
Þegar komið er yfir tindinn er um tvennt að velja; fara erfiðari leiðina til vinstri með syðsta Stapatindinum, eða niður hlíðina til hægri. Ef erfiðari leiðin er valin verður gil til að torvelda hana, en að því sigruðu er eftirleiðin auðveld.
Þá blasir Miðdegishnúkur við, teinréttur í allri sinni dýrð. Vestan hans sameinast efri og neðri leiðin.
Þegar farin er neðri leiðin er haldið niður í Folaldadali eftir að nyrstu Hellutindum er náð. Dalurinn, sem er gróðurlaus að mestu, er um kílómeters langur (tilvalinn staður fyrir torfærutækjaökumenn því vetrarveðrin afmá för þeirra jafnóðum).
Syðst í dalnum er gengið upp ás og síðan niður aftur þar sem lækjarfarvegur liggur um gilskorninga að Hofmannaflöt. Riddarinn, móbergshraunstrýta er efst í norðanverðri brúninni (og fylgist vel með öllu). Upp ásinn sunnanverðan liggur gömul gata frá flötinni, nú útspóluð af nýmóðisökumönnunum. Þegar upp á ásinn er komið blasir Miðdegishnúkurinn við – þar sem leiðirnar sameinast.
Mosavaxin hæð framundan á hægri hönd er fallegasti útsýnisstaðurinn á Sveifluhálsi. Þaðan má horfa yfir hinn ónafngreinda sanddal og alla leið yfir að Arnarvatni og Hettu.
Auðvelt er að ganga beint af hæðinni niður í dalinn og fylgja honum upp að Ketilsstíg, sem liggur þar þvert yfir hálsinn, frá Móhálsadal yfir að Seltúni.
Seltúnissvæðið er stórt háhitasvæði með mörgum gufu- og leirhverum. Jarðhitavatnið er lítið salt og hefur hitinn mælst 230-260°C sem er mjög ákjósanlegur hiti til gufuframleiðslu.
Förukona á ferð um SveifluhálsÞeir félagar Eggert og Bjarni voru á ferð um Krýsuvík árið 1756 og var þá unnin brennisteinn í Krýsuvík.  Bændur höfðu í gegnum aldirnar grafið upp brennistein og selt ferðamönnum milliliðalaust.  Árið 1753 var komið upp húsi í Krýsuvík til að vinna brennistein að undirlagi Skúla Magnússonar landfógeta og Bjarna Pálssonar landlæknis.  Nokkur ágóði varð af brennisteinsvinnslunni.  Árið 1858 keypti Bretinn Joseph William Bushby brennisteinsnámurnar í Krýsuvík.  Kostnaðurinn varð þó of mikill og var bara unnin brennisteinn í tvö sumur eftir það.  Eftir það tóku ýmsir námurnar á leigu en síðastur þeirra var Bretinn T. G. Paterson og bróðir hans W. G. S. Paterson sem tóku námurnar á leigu árið 1876.  Þeir stofnuðu Brennisteinsfélag Krýsuvíkur en á þessum tíma var orðið lítið af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann.  Bora þurfti því eftir brennisteininum.  Árið 1880 er talið að allri námuvinnslu hafi verið lokið og sama ár var uppboð á ýmsum eigum félagsins.  Vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir.
Árið 1941 fékk Hafnarfjarðarbær afsal fyrir jörðinni Krýsuvík ásamt hitaréttindum. Sama ár voru boraðar þrjár tilraunaholur við sunnanvert Kleifarvatn.  Ætlunin var að komast að því hvort þar mætti fá gufu til að framleiða rafmagn fyrir Hafnarfjarðarbæ.  Það varð þó ekki raunin því ekki fékkst nægt vatn eða gufa úr holunum.  Hafnfirðingar gáfust þó ekki upp og árin 1945 og 1946 var ráðist í nýjar boranir. Tilgangurinn var sem fyrr að fá gufu til að framleiða rafmagn en einnig að virkja jarðhitann til upphitunar gróður- og íbúðarhúsa á jörðinni.  Í þetta skiptið gekk aðeins betur og fékkst meiri gufa en í borununum árið 1941. Gufan var nýtt til upphitunar í Krýsuvík en ekki var ráðist í gerð jarðgufustöðvar eins og staðið hafði til og streymdi Arnarvatn (SG)því gufan út í loftið, engum til gagns. Enn sem komið er hefur ekki orðið neitt úr framkvæmdum um nýtingu jarðhitans í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og upphitunar en það er þó ekki ólíklegt að jarðhitinn á svæðinu verði nýttur í framtíðinni til upphitunar á höfuðborgarsvæðinu eða iðnaðarframleiðslu.  Orkustofnun hefur einnig látið bora rannsóknarholur og gert víðtækar rannsóknir á svæðinu í gegnum tíðina.
Eftirparturinn er tilölulega auðveldur, en virðist lengri en ætla mætti. Ástæðan er væntanlega sú að þá breytir landslagið um svip, verður gróðursafaríkara og ávalara en forgangan. Fallegar gróðurskálar og, hellumyndanir og aukið víðsýni gefur þó tilefni til vangaveltna – einkum um forsöguna og tilurð hinna nýrri hraunmyndana.
Frábært veður. Gangan, hvor leiðin sem valin er með vönum leiðsögumanni, tekur 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson, 1996: Krýsuvík, Yfirlit um fyrri rannsóknir og nýtingarmöguleika ásamt tillögum um viðbótarrannsóknir. Orkustofnun, OS-96012/JHD-06 B. 25 bls.
-Sveinn Þórðarson, 1998: Auður úr iðrum jarðar. Í: Ásgeir Ásgeirsson (ritstj), Safn til Iðnsögu Íslendinga XII. bindi (ritröð). Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 656 bls.
Arnarnípa

Dollan

Þegar FERLIR hitti Ellert Skúlason, verktaka, vakti hann athygli á eftirfarandi lýsingu af „Tanahelli“ eða Dollunni svonefndu:
Dollan„Allt fram til ársins 1970 var hellirinn hulinn mönnum en það ár var unnið að endurbótum á Grindavíkurveginum og hafði Ellert Skúlason verktaki úr Njarðvík það verk með höndum. Dag einn þegar þungavinnuvélamaðurinn Jónatan Einarsson var að ryðja stóru og miklu efnishlassi frá vegalögninni, varð hann var við að hlassið, sem hann hafði rutt á undan sér, hvarf skyndilega ofan í jörðina. Vönum vélamanninum var nokkuð brugðið við þetta og stökk út úr jarðýtunni til að kanna aðstæður. Blasti þá við honum stærðarinnar gat í hrauninu en hlassið hvergi sjáanlegt. Við nánari skoðun tók hann jafnframt eftir því að jarðýtan, sem var stór og sýr vél á þeirra tíma mælikvarða, stóð að því er virtist á þynnri skán á þaki hellsis sem þar var undir. Til að bjarga ýtunni hentist Jónatan því uppí hana og bakkaði á fullri ferð góðan spöl til baka. Hafði Jónatan á orði þegar hann sagði frá þessu atviki að hefði hann haft meiri tíma til að hugsa sig um og skoða aðstæður, hefði hann sennilega ekki tekið þessa áhættu.
Fálagi hans við verkið, Gunnar Mattason, bar skjótt að og furðaði hann sig með Jónatan á þessum nýuppgötvaðasta helli veraldarinnar. Bundu þeir spotta í jeppa Gunnars og seig hann niður í myrkrið. Þar var þó enga viðspyrnu að finna heldur hékk hann í lausu lofti. Var því nokkuð bras að koma honum upp aftur þó það tækist að lokum með því að setja lykkjur á spottann. Enda kom síðar á daginn þegar Jónatan fór í könnunarleiðangur um hellinn ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Stakk frá Keflavík, að hann var bæði djúpur og stór. Sigu þeir niður í hellinn og skoðuðu hann að dýpt og lengd. Í þeirri ferð skriðu þeir eins innarlega og þeir komust og settu þar inn flöskuskeyti sem þeir voru búnir að útbúa með nafni Tana en það var gælunafnt Jónatans, eftir það var hellirinn ávallt kallaður „Tanahellir“.
SteinninnSíðar voru gerðar tilraunir til þess að fylla hellinn og brjóta af hellisþakinu þar sem það var þynnst til þess að koma í veg fyrir að fólk slasaðist af hans völdum. En hann var svo stór að efnið sem sett var í hann hafði lítið að segja.
Fleiri minjar urðu til um vinnu þeirra við Grindavíkurveginn. Eftir sprengingu við vegarlögnina var einn stór og mikill steinn sem skar sig úr er stærðar varða. Dunduðu þeir félagar sér við það í tvö kvöld við þriðja mann, Sigurð að nafni, að reisa steininn upp með jarðýtum og stóð til að setja á hann skjöld þar sem tilurð hans væri lýst. Af því varð ekki, en steinninn er vel sjáanlegur frá veginum norðanmegin á móti tanknum við Þorbjörn.
Sólveig Þórðardóttir, eiginkona Jónatans, skrifaði þess lýsingu eftir sögu hans.“
Tanahellir er á Gíghæðinni og er sami hellir og nefndur hefur verið „Dollan“. Hellirinn er fast við hlið áningarstaðar (plans), sem lagður hefur verið bundnu slitlagi vestan vegarins. Beggja vegna hans má slá leifar gamla malarvegarins til Grindavíkur sem lýst er hér að framan. Hægt er að komast niður í rásina um tréstiga, sem komið hefur verið þar fyrir.
Tanahellir

Hetta

Gengið var upp á Sveifluháls eftir Ketilsstíg frá Seltúni, framhjá Arnarvatni með Arnargnípu á hægri hönd og að Ketilsstígsvörðu ofan við Ketilinn á vestanverðum hálsinum. Þaðan var þokkalegt útsýni yfir Móhálsadalinn, yfir að Hrútafelli, Fíflvallafjalli og Mávahlíðum. Vindurinn reyndist steindauður – stafalogn – svo hlíðarnar spegluðust í vatninu.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þá var stefnan tekin til suðurs eftir svonefndri Sveiflugötu (-stíg), en hann mun hafa leið frá Ketilsstíg, suður með vestanverðu Arnarvatni og upp fyrir Hettu, þar sem Hettuvegur liggur frá Vigdísarvöllum yfir hálsinn til Krýsuvíkurbæjanna. Vel mótar fyrir Hettuveginum í hæðunum norðan Bleikingsdals, en síðan verður hann jarðlægur eftir að hækka tekur. Á þessu svæði eru sandásar, leirhlíðar og jarðskrið svo eðlilegt er að þar sjáist stígurinn ekki. Hins vegar sést hann enn vel á kafla neðst og á einum stað hátt í suðvestanverðri Hettu þar sem hann gengur inn á Sveifluna.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Í fjallsás þar sem sést til sjávar, drangar girða og lind í lautu streymir, breyttist einn þátttakenda í hempuklæddan boðbera vorsins og flutti ljóðið „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson þar sem minnt er á hver eigi landið og hver tilheyri landinu. Átti vel við í upphafi sumars.
Gengið var niður af Sveifluhálsi að austanverðu skammt sunnan við Sveifluna og staðnæmst við Krýsu, margflókna styttu í líki listaverks, utan í hálsinum. Þaðan var gengið niður að Gestsstöðum, hinum forna bæ Krýsuvíkur. Loks var stefnan tekin á tóttir bæjarins Fells sunnan Grænavatns og gengið að Engjahver (Austurengjahver), sem skartaði sinni miklu litadýrð sem aldrei fyrr.
Til baka var gengið vestur yfir Vesturengjar sunnan Litla-Lambafells og hringnum lokað á Seltúni.
Gangan tók 3 og ½ klst í logni og stillu.

Hetturstígur

Hettustígur.

Þorbjarnarfell

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræði.

Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Eftir Atlantshafshryggnum ganga sprungureinar frá SV til NA. Á þeim eru nokkur stórbrotin misgengi og gjár. Eitt stórbrotnasta misgengið gengur þvert í gegnum Þorbjarnarfell ofan við Grindavík.
Í daglegu tali er Þorbjarnarfell nefnt Þorbjörn. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Fellið er stakt móbergsfell (243 m.y.s) og varð til að hluta á fyrra ísaldarskeiði og hinu síðasta. Það er því með eldri fjöllum, eða fellum, á Reykjanesskaganum. Af fellinu er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðvestan við fellið er mikil jarðhitamyndun (Bláa lónið og Svartsengi) og norður og norðaustur af því er einnig allvíðáttumikið jarðhitasvæði.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

Þægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell.
Uppi á Þorbjarnarfelli er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.
Þjóðsagan segir frá 15 útilegumönnum, sem sagt er að hafi hafst við í Þjófagjá og stolið fé Grindvíkinga.
Þjófagjá er sigdalur eða sprungur sem kljúfa Þorbjarnarfell að endilöngu. Baðsvellir eru grasi grónir vellir norður af Þorbjarnarfelli þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Varla er hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Frá Baðsvöllum liggur leiðin upp að heitavatnsgeyminum í skarðinu á milli Þorbjarnarfells og Hagafells. Þegar þangað er komið, er beygt í austur, farið yfir Grindavíkurveginn og upp á Hagafell. Leiðin liggur austur með hamravegg, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar.
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.
Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Á stríðsárunum var lítill kampur uppi á Þorbirni. Hlaðinn arinn var í bragga offiséranna og sjást leifar hans. Nú stendur hann þarna sem tákn um hið liðna. Koks má enn finna við búðirnar.
Gott er að ganga norðan af Þorbirni og koma niður á Baðsvelli þar sem sel Járngerðinga voru. Enn má sjá þar selminjarnar. Þaðan er stutt yfir í Bláa lónið – til baða.
Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Gyltustígur

Gyltustígur.

Krýsuvík

Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík segir m.a.:
Krysuvik-8„Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnan verðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.
Krýsuvíkurkirkja
KrysuvikurkirkjaKrýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar
Magnus olafssonUm 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí
1940.
Krysuvik-2Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Framkvæmdir og rekstur
KrysuvikÁrið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli
VinnuskolinnÁrið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið verður Sveinshús
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu.
SveinssafnSveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni,
sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar
Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Krýsuvíkurskóli
KrysuvikurskoliUm miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.“

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík, 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006, greinargerð 2.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.