Tag Archive for: Grindavík

Grindavíkurhöfn

„Sjósókn úr Grindavík hefur verið með svipuðum hætti allar aldir siðan tekið var að róa þaðan. Bátar, veiðar, vinnubrögð og aðferðir við útgerðina hafa haldist lítið breytt allt fram á þessa öld. Enn eru uppi meðal okkar menn sem muna hinn gamla tíma árabátanna í Grindavík.
Grindavik-501Í heimildum frá miðöldum (12.-15 öld) er Grindavík ein þeirra verstöðva sem oftast er nefnd sunnan Reykjaness, ásamt Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Á 15. og 16. öld höfðu erlendir kaupmenn mikil umsvif þar, fyrst Englendingar og síðar Þjóðverjar. Englendingar ráku sjálfir fiskveiðar úr landi og hafa áreiðanlega ráðið til sín íslenska sjómenn. Eftir að þeir voru hraktir frá stöðvum sínum hér, tóku Hamborgarar og Brimarar að reka héðan útgerð, en létu þó heita að innfæddir ættu bátana, því valdsmenn hér bönnuðu útlendingum að eiga fiskiskip. Innlend jarðeigendastétt og konungsvaldið danska tóku síðan höndum saman og ruddu allri samkeppni erlendra kaupmanna burt úr íslenskum sjávarútvegi, og úr því varð engin breyting á atvinnuháttum hér, fram á 19. öld. Víst er að oft hefur mikið verið um að vera í Grindavík þegar Englendingar og Þjóðverjar ráku útgerð og fiskverkun þar. Margir hafa sótt vinnu þar og kannski tekið sér far með duggum þeirra til Bristol og Hamborgar.
Fátt eitt er vitað um mannlíf í blómlegum verstöðvum frá þessum tíma. Eftir 1700 eru heimildir fjölskrúðugri og má af þeim fá nokkuð skýra mynd af útgerðarháttum fram til okkar daga.
Grindavik-503Heimræði var frá öllum bæjum í sveitinni, en lendingar misjafnar. í Jarðabókinni góðu er lendingin við Ísólfsskála sögð „bág og brimsöm“ en „voveifleg“ við Hraun. Annars staðar hefur hún verið betri. Mest útræði var frá Járngerðarstöðum, enda var það dýrasta jörðin í leigu. Uppsátur var hvergi á landinu metið sérstaklega til eigna nema í Grindavík, segir Lúðvík Kristjánsson í íslenskum sjávarháttum, 2. bindi. Við mat á leigu jarðanna 1753 var uppsátrið metið á 15 hundruð við Járngerðarstaði, en fjögur og þrjú hundruð við Þórkötlustaði og Hóp. En lendingarnar gátu farið illa sem aðrar eignir. Þannig er sagt að um 1760 hafi sjórinn verið farinn að brjóta svo upp vörina við Járngerðarstaði að bóndinn þar tók sig til ásamt sjómönnum sínum og ruddi fyrir nýrri lendingu. Varð þar uppsátur fyrir fimm skip. Ábúandinn fékk þó ekki landskuld sína lækkaða um einn einasta fisk, segir í gömlum bréfum, og þótti súrt í broti.
Grindavik-505Auk útgerðar heimabænda, gerðu jarðeigendur út skip frá jörðum sínum. Árið 1702 átti Skálholtsstóll þrjú til fjögur skip við Jámgerðarstaði og áttæringa við ísólfsskála, Þórkötlustaði og Hóp. Þá hafði einnig róið frá Hrauni áttæringur stólsins, en hann brautárið 1700. Með öllum þessum skipum átti biskupsstóllinn verbúðir og vergögn. Á Stað átti kirkjan sjálf fjögur skip, sem landseti varð að gera út. Frá Húsatóttum gekk „eitt kóngs skip áttært“ og fylgdi því einnig verbúð og vergögn. Fyrir utan þessa útgerð voru svo inntökuskip, skip í eigu annarra en heimamanna eða jarðeigenda, sem greiddu leigu fyrir aðstöðu sína, sem nefnd var undirgift. Áhafnir þeirra fengu stundum gistingu og mat á bæjunum, eða þær leigðu búðir í landi jarðanna. í Jarðabókinni frá 1702 er getið inntökuskipa við Járngerðarstaði og Stað. Fram kemur að útgerð hefur verið meiri í Grindavík fyrir 1700, en gæftaleysi setti þá að um nokkur ár.
Grindavik 506Skálholtsútgerð var aukin mjög í tíð Brynjólfs Sveinssonar sem var biskup 1639-1675. Hann lét byggja nýja búð á Járngerðarstöðum fyrir þriðja og fjórða skip stólsins þar, og hann setti skip og byggði búðir á Ísólfsskála, Hrauni og Hópi, þar sem stóllinn hafði ekki gert út skip áður. Skólahald og búrekstur á biskupsstólnum í Skálholti átti mikið undir útgerðinni.
Auk Grindavíkur voru helstu verstöðvar hans á Akranesi og í Þorlákshöfn. Um 1690 átti stóllinn um 350 skipsáróðurskvaðir, eða mannslán á Suðurlandi og í Borgarfirði. Þegar aflabrestur varð kom það niður á Skálholti svo sem Lúðvík Kristjánsson hefur lýst í tímaritinu Sögu frá 1971. Eftir 1686 varð meiri og minni aflabrestur um allt land, allt til 1704. í mars árið 1698 varð að fella niður skólahald í Skálholti, vegnafiskiskorts, og 1690 og 1 701 varð að sækja fisk á Snæfellsnes og í Tálknafjörð vegna aflabrests sunnanlands.
Grindavik 507Fjöldi skipa í Grindavík var mjögbreytilegur eftir högum íbúa og fiskigengd. Á vertíðinni 1703 voru 26 skip, og hefur það verið fátt vegna undangenginnar ördeyðu. Þá höfðu ein þrjú skip farist á einum marsdegi árið 1700 og með þeim 26 menn. Seinna á öldinni fjölgaði bátum aftur. Þeir eru sagðir 75 árið 1776, og eru þá trúlega allar fleytur taldar með. Árið 1780 segir Skúli MagnússonaðGrindvíkingareigi átta áttæringa, þrettán sexæringa og sex feræringa, en Skálholtsstóll einn teinæring og ellefu áttæringa. Samtals gerir það 39 báta á vertíðinni. Næstum hundrað árum seinna, um 1870, voru níu tí- og tólfæringar og þrír bátar gerðir út í sveitinni, en um þrjátíu skip, flest áttæringar, veturinn 1896.
Margt aðkomumanna var í Grindavík um vetrarvertíðina, svo sem enn tíðkast. Flestir vermanna komu austan úr sveitum Árnes- og Rangárvallasýslna. Voru þeir uppistaðan í áhöfnum stólsskipanna. Árið 1780 reru 2 heimamenn og 131 austanmaður á skipum Skálholts, en 50 heimamenn og 160 austanmenn á heimabátum Grindvíkinga.

Grindavik 508

Samanlagt gerir það 291 vermenn á verrtíðinni, en íbúar voru þá 201 í sókninni. Tíu árum áður voru vermenn taldir 419, og hefur það verið með mesta móti. Grindavík var með mestu verstöðvum á landinu á árum áður, rétt eins og nú.
Á 14. öld varð skreið aðalútflutningsvara landsmanna og fiskveiðar munu hafa eflst mjög. Þar var Grindavík engin undantekning.
Framan af var skreiðarverslunin í höndum norskra kaupmanna og miðstöð hennar var í Bergen.
Þegar kom fram á 15. öld urðu Englendingar sífellt umsvifameiri á fiskimiðunum hér við land og í helstu verstöðvum. Í kjölfar þeirra fylgdu þýskir Hansakaupmenn sem brátt náðu yfirhöndinni í skreiðarversluninni af Norðmönnum. Hörð samkeppni ríkti milli Englendinga og annarra kaupmanna um íslensku skreiðina, og sló oft í brýnu með þeim.
Þegar kemur fram á 16. öld bundust valdsmenn innanlands og Hansakaupmenn samtökum um að reka Englendinga burt héðan. Þess má geta að umboðsstjórn konungs var um þetta leyti oftast í höndum þýskra manna.
Grindavik 509Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Árið 1640 hættu kaupmenn að sigla á Grindavík og tóku upp kaupskap á Básendum ís taðinn. Hefur þetta sjálfsagt verið vegna þess að ekki var óalgengt aðs kipum hlekktist á í höfninni og eitt sinn, skömmu eftir tilkomu einokunarinnar mun skip hafa farist þar. Grindvíkingar kvörtuðu sáran undan missi verlsunarinnar, enda var það þeim til mikil óhagræðis að þurfa að flytja afurðir og verslunarvörur sínar til og frá Básendum. Þá varð þetta til að fæla frá utanhéraðsmenn sem gerðu út á vertíðina. Þar var svo eftir að Brynjólfur Sveinsson biskup beitti sér í málinu að Grindavíkurhöfn var tekin upp aftur 1664.
Básendar 501Var höfnin nú flutt í Staðarhverfi. Hélst verslun þar allt til 1745 að hún varafturfelld niður, og þurftu Grindvíkingar síðan að flytja vörur sínar á Básenda enn á ný. Var því nú borið við að höfnin væri að fyllast af sandi svo skipin tækju niðri. Til að bæta mönnum upp óþægindin var Grindvíkingum heitið flutningsgjaldi fyrir vörur sem þeir legðu inn hjá Básendakaupmanni. Þrátt fyrir það voru þeir óánægðir með þetta ástand og stóð oft í stappi út af flutningsgjaldinu. Eftir 1745 var engin föst verslun í Grindavík í einaoghálfaöld. Sagt er að kaupmannshúsin færu í sjóinn í miklu flóði 1799. Þá brotnuðu einnig verslunarhúsin á Básendum í þessu sama flóði og féll verslun niður þar.
Grindavík var ætíð með minnstu verslunarhöfnum á einokunartímanum. Hún var þó eftirsótt vegna fisksins sem þaðan kom. Jón Aðils segir í bók sinni um einokunarverslunina að Grindavík og Básendar saman hefðu verið leigð fyrir 743 ríkisdali á ári 1684, en leigan hækkað í 1150 ríkisdali 1689. Hafnirnar voru þá boðnar hæstbjóðendum.

Stadarhverfi-uppdrattur III

Kaupsvæði verslunarinnar náði aðeins um hreppinn, Grindavík og Krýsuvík, en öðru hvoru var verslun sótt þangað úr Höfnum, Selvogi og Ölfusi, meðan slíkt leyfðist á einokunartímanum.
Útflutningur verslunarinnar var þó meiri en búast mátti við af fámennu byggðarlagi, vegna mikillar útgerðar og fjölda vermanna á vetrum.
Stærri hluti aflans í Grindavík fór til innanlandsneyslu en annars staðar, sökum fjölda vermanna úr austursýslunum sem fluttu hlut sinn heim, og einnig vegna hinnar miklu útgerðar Skálholtsstóls.
Nítjánda öldin var öld kyrrstöðu í Grindavík, og hélst svo allt fram undir 1930. Grindvíkingar héldu áfram að stunda sjóinn og róa til fiskjar á hefðbundinn hátt. Léleg hafnarskilyrði ollu því að þilskipaútgerð var aldrei reynd á staðnum, og vélbátar tíðkuðust þar ekki fyrr en milli 1920 og 1930. Hreppsbúum fjölgaði þó hægt og bítandi og þéttbýli styrktist í Grindavík. Raunar var þéttbýli í Grindavík á þrem stöðum. Það voru hverfin þrjú: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi.
Þar við má bæta Krýsuvík og hjáleigum hennar sem hinu fjórða, en þar efldist byggð um miðja síðustu ö l d , en hnignaði fljótt aftur á þeirri tuttugustu.
Byggð var löngum mest kringum Járngerðarstaði, og árið 1890 bjuggu þar 145 manns, en 94 í Þórkötlustaðahverfi og 63 í Staðarhverfi. Þegar fjölgaði í byggðinni, styrktist hún í öllum hverfunum.
Stadarhverfi-kort IIILandbúnaður efldist nokkuð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu með túnræktun. Bústofninn stækkaði allt fram undir 1940, en tók þá aftur að minnka .
Um 19. öld gilti hið sama og allar aðrar aldir í Grindavík, eins og sóknarpresturinn sagði í sóknarlýsingu frá 1840: „Bjargræðisvegur sóknarmanna er sjávarafli; hann er og allrösklega stundaður“.
Grindvíkingar sóttu verslun til Keflavíkur alla nítjándu öld. Urðu þeir að bera vörur sínar á bakinu í og úr kaupstað, því fæstir áttu hesta. Þrjár leiðir lágu upp úr Grindavík og í kaupstað, ein úr hverju hverfi. Árið 1918 var lagður akvegur til Grindavíkur út frá veginum milli Reykjavíkur og Keflavíkur, og þótti að mikil samgöngubót.
Fyrsta bryggjan í Grindavík var byggð í Járngerðarstaðahverfi 1919. Síðan kom bryggja í Þórkötlustaðanes 1930 og þrem árum seinna í Staðarhverfi. Bryggjurnar bættu alla aðstöðu við löndun afla og vöruflutninga til ogfrá staðnum.
Segja má að eftir tveggja alda stöðnun frá því kaupmenn lokuðu búðum sínum 1745, hafi Grindavík aftur opnað dyrnar að framtíðinni. Byggðin hefur teygt sig upp frá höfninni í Hópinu, út frá gömlu byggðinni í Jámgerðarstaðahverfi. Hins vegar lagðist útgerð niður í Staðar- og Þórkötlustaðahverfum, og byggðinni þar hnignaði um leið. Staðarhverfi fór í eyði 1964, en byggðin við Þórkötlustaði staðnaði, og líkist nú einna helst stóru byggðasafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna.
Grindavík hlaut kaupstaðarétindi árið 1974.“

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 301-308.

Járngerðarstaðahverfi

Frá Járngerðarstaðahverfi.

https://ferlir.is/grindavik-innsiglingin/https://ferlir.is/grindavikurvegir/

Róður

Eftirfarandi lýsing á verbúð að Járngerðarstöðum í Grindavík birtist í sjómannablaðinu Ægi árið 1985:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

„Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2 (5,6×3,6). Veggir voru tvöfaldir, annað lagið var grjót en hitt torfstrengir, á milli var troðið mold. Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum búðum var haft þrefalt lag, mold var í gólfi. Svefnbálkar voru með hliðum þrír hvorum megin, í þeim var grjót og urðu vermenn því að finna eitthvað mýkra og var ýmist til notað hey, skeljasandur, lyng eða þang. Eldstæði voru í hverri verbúð, en oft voru erfiðleikar með eldivið, einnig var vatn víða takmarkað. Vermenn höfðu með sér kost að heiman, smjör og annað feitmeti, einnig sýru eða sýrublöndu. Soðningu höfðu þeir og oftast kaffi, en lítið var um kjöt, helst voru það rifrildi er nýttust best í súpu. Kommatur var af skornum skammti, sérstaklega hjá þeim er voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta þó algild lýsing um mataræði, og undantekningamar æði margar. Yfirleitt var reynt að búa vel að vermönnum hvað varðar mat, og bjuggu þeir vart við lakari kost en margur annar er ekkert átti nema vinnuaflið.“

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 341-342.

Grindavík

Grindavík – verbúð við Járngerðarstaði; uppdráttur.

Staðarhraun

Ætlunin var að ganga um Berghraun og skoða syðstu gíga Eldvarpa, m.a. Mönguketil.
Gígar þessir eru eldri en Eldvarpahraunin umhverfis. Þeir gætu þó hafa myndast fyrr í sömu goshrinu, en kólnað Stadarhraun-2áður en hraunin hættu að renna úr stærri gígunum nokkru ofar. Hraunin runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1210-1240. Þau mynda m.a. Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug. Í Berghrauni er fyrrnefndur Mönguketill, einstakt eldvarp. Tófugreni er í Möngukatli. Ekki var útilokað að grjótgildrur kynnu að leynast í hrauninu.
Eldvarpahraunið (það yngsta) kemur frá syðsta hluta Eldvarpanna og niður til sjávar á Staðarbergi á milli Klofningahrauns að vestanverðu og Sundvörðuhrauns að austanverðu. Neðst, austan þess að austanverðu, er Lynghólshraun, nokkuð gróið. Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir að „Lynghólahraun er breitt og víðáttumikið. Dregur það nafn af Lynghólum, sem eru ávalar, líttgrónar hraunbungur, rétt ofan við gamla veginn – en hann liggur spölkorn fyrir neðan bílveginn“. Enn eitt hraunið, „Básahraun er á hægri hönd, ofan við Hróabása.“ Í Básum, skammt ofan við bergið, má m.a. finna eina af fallegri hlöðnu refagildrum á Reykjanesskaganum sem og aðra skammt ofar, í vörðu.
MönguketillÁður en lagt var af stað hafði verið haft samband við Kristján Sæmundsson, jarðfræðing, sem gengið hefur mikið um þetta hraunssvæði sem og önnur á Reykjanesskaganum. Kristján sagði m.a.: „Klofningahraunið er rúmlega 2000 ára.
Aðalgígurinn í því (og raunar sá eini) er Rauðhóll. Tvö stór jarðföll eru suðvestan við hann. Eldvarpagígaröðin (frá 13. öld) er 400-500 m austan við Rauðhól. Hraun úr henni nær að hólnum austan og norðan megin. Það er hleðsla í gígnum (í Rauðhól) þegar kemur dálítið inn í hann sunnan frá. Gat ekki séð til hvers hún hefði verið, sennilega þó skýli.
Mönguketill-2Sunnar eru gígar sem tilheyra Eldvarpagosinu (frá 13. öld) og austan við þá er stakur eldri gígur, nokkuð gróinn, sem stendur upp úr Eldvarpahrauninu. Annar álíka stór er norðaustar, með gróðurtorfu innanvert, í hávestur frá borholum Íslandslax, svo sem 500 m frá. Sá þriðji, er langminnstur suðvestan við þann fyrrnefnda (suðvestastur í röðinni).
Milli hans og þeirra eru 200-300 m. Ég er ekki alveg viss um aldur þessara gíga, fannst þeir myndu vera eldri en Rauðhóll. Það þarf samt að athuga betur. Þarna við gígana heitir einhvers staðar Mönguketill. Klofningar munu vera allhá brún, mjög sundurklofin, í Klofningahrauni. Þar heitir einhvers staðar Dringull. Gott væri ef hægt væri að staðsetja þessi örnefni og þá líka Bíldarholt sem á að vera 0,8-1 km suðvestur frá Rauðhól. Þessi örnefni fékk ég hjá Ólafi Gamalíelssyni skömmu áður en hann lést.“
Þarna kemur fyrir örnefnið Mönguketill og að hann geti verið suðvestan við neðstu gígana.
Mönguketill-3Möngusel og Mönguselsgjá eru til efst í Hafnasandi, nálægt svonefndum Nauthólum. Selið er í hraunskál, opinni til norðurs. Ofan hennar er Mönguselsgjá. Spurningin er hvort þarna kunni að vera einhver tengsl?
Þegar gengið var um Staðahraun virtist það ótrúlega greiðfært. Vörður voru á stangli; bæði markavörður og vörður á grenjum. Austar var Lynghólshraunið úfið og uppbrotið; vestar var Klofningahraunið stórbrotið og sendið.
Áður en lagt var af stað var rætt við Helga Gamalíelsson. Hann sagði Mönguketil auðfundinn. Vegslóði lægi upp í hann. Um km frá honum til austurs væru Klifsgrenin svonefndu, Efra- og Neðra. Hinum megin í Eldvarpahrauninu, að vestanverðu, væru á annan tug grena. Neðar í hrauninu væru örnefni sem hétu Einbúi og Kerling, en hann væri ekki viss um hvort væri hvað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stað.
-Kristján Sæmundsson.
-Helgi Gamalíelsson.

Mönguketill

Mönguketill – kort.

 

Skála-Mælifell

Þórhallur Vilmundarson fjallar um „Mælifell“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994:

Á Íslandi eru að minnsta kosti tólf Mælifell sem öll eiga sameiginlegt að vera keilulaga og því auðþekkjanleg í landslaginu. Ferðamenn hafa því löngum nýtt þau til að rata og fyrr á öldum voru þau mikilvæg eyktarmerki.

„Flestir Íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu Mælifella hér á landi, og eflaust hafa margir velt fyrir sér uppruna nafnsins og merkingu. Í þessari grein verður reynt að glíma við gátuna um Mælifellin. Hvernig er nafnið „Mælifell“ til komið, og hvað merkir það? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar, leitar svara við þeim spurningum.

Skoðanir ferðamanna á Mælifellunum

Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson.

Eggert Ólafsson (1726-68) segir í ferðabók sinni um Mælifell: „Mælifell heita nokkur fjöll hingað og þangað á landinu, og hafa þau auk þess annað nafn. Þau standa ætíð einstök, eru mjög há með hvössum tindi og auðkennd af ferðamönnum úr mikilli fjarlægð, og koma þau því oft að haldi sem leiðarvísar.“
Sveinn Pálsson læknir (1762-1840) tekur undir þau ummæli Eggerts, að ferðamenn noti Mælifell til ýmislegrar leiðsagnar („til adskillig Veivisning“), en þar sem nafnið sé leitt af so. mæla, muni landnámsmenn hafa nefnt þau svo til að greina milli byggðarlaga eða landareigna.
Margeir Jónsson taldi Mælifell í Skagafirði vera eyktamark, „því að í öllu norðurhjeraði Skagafjarðar er enn, og hefir verið, svo lengi sem elztu menn muna, talið hádegi, þegar sól ber um Mælifell(shnjúk).“ Finnur Jónsson spyr einnig, hvort Mælifell sé eyktamark.
Ekki getur sú skýring átt við um öll Mælifell. Christian Matras telur, að færeysku fjallanöfnin Malinstindur í Vogum og Malinsfjall á Viðey séu af sama toga og Mælifell á Íslandi og hyggur fyrri liðinn Malins- helzt hafa breytzt úr Mælifells-. Hann vitnar til skýringar Margeirs og segir, að Malinstindur í Vogum geti ekki verið eyktamark, þar sem það sé í norðaustur frá byggðinni í Sandavogi. Matras spyr, hvort nöfnin muni ekki dregin af lögun. Bæði færeysku fjöllin séu pýramídalaga og hið sama virðist a. m. k. eiga við um eitt íslenzku nafnanna. Ef svo væri, mætti e.t.v. hugsa sér, að mælir hafi verið orð um mælitæki eða mæliker ákveðinnar lögunar.
Samkvæmt orðabók Fritzners merkir mælir að fornu ‘holt mælitæki fyrir þurrar vörur’, þ. e. einkum kornmælir. Asgaut Steinnes segir hins vegar, að mælikeröld hafi venjulega verið sívöl og jafnvíð að ofan og neðan. Hann segir enn fremur, að orðið mæle hafi verið haft um kornmæli.

Reislulóðið
Mælifell
Hins vegar má benda á, að einn hluti mælitækis var einatt keilulaga og gat þannig minnt á mörg Mælifellin. Það var lóð á reizlu (pundara), þ.e. vog með löngu skafti og einu lóði með hring eða gati efst, til þess að unnt væri að binda lóðið við skaftið, og var lóðið fært fram og aftur eftir skaftinu. Slíkar vogir voru mjög notaðar allt frá Rómverjatímum til að vega hinar verðminni vörur, þar sem reizlan var fljótvirk og auðveld í meðförum, en hins vegar ekki eins nákvæm og skálavog.
MælifellReizlulóðið var einatt keilulaga (sjá mynd), og mætti þá hér vera komið mælitækið, sem Matras gat sér til, að lægi að baki nafninu. Ágætt sýnishorn reizlu með reizlulóði fannst árið 1936 í verkfærakistu smiðs í mýri á Gotlandi, og er kistan talin frá því seint á víkingaöld eða frá fyrri hluta 11. aldar. Reizlulóð voru þekkt og notuð hér á landi að fornu. Árið 1985 fannst við fornleifauppgröft að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum ávalur upptypptur grágrýtishnullungur með gati ofan til.
Að neðan er steinninn lítið eitt ávalur og stæði því ekki stöðugur nema fyrir það, að upp í botninn miðjan gengur lítil hvilft eða skál, og getur steinninn hvílt á börmum hennar. Steinninn er 15,4 sm á hæð, 11,9 sm á breidd neðan til (þar sem hann er breiðastur) á annan veginn, en 13,7 sm á hinn, og vegur um 4 kg. Telur Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur steininn sennilega vera reizlulóð og samkvæmt fundarstað trúlega frá 13.-14. öld.
Þegar hugað er að lögun Mælifellanna, kemur í ljós, að það er ekki aðeins Mælifellshnjúkur í Skagafirði, sem er keilulagaður, heldur einnig t.d. Mælifell hjá Þeistareykjum, í Álftafirði eystra, við Fjallabaksveg syðri og í Mýrdal. Sum eru keilulöguð frá einni hlið, en ekki annarri, t.d. Mælifell í Eyjafirði og Skála-Mælifell. Önnur eru ekki reglulegar keilur, en þó typpt, svo sem Mælifell í Staðarsveit og Mælifell í Grafningi, sem reyndar er með þremur hnúkum, einum þó hæstum. Sum Mælifellin em allhvassar keilur og minna þannig á rómverska og gotlenzka reizlulóðið, svo sem Mælifell í Álftafirði eystra, en önnur eru ávalari og minna á reizlulóðið frá StóruBorg, t.d. Mælifellin á Reykjanesskaga.
Hins vegar verður ekki talið líklegt, að hér sé um venjuleg líkingarnöfn dregin af lögun að ræða, í þessu tilviki leidd af no. mælir í merkingunni ‘mælitæki, mæliker’, eins og Chr. Matras talar um. Ef svo væri, ættu fellin að heita Mælisfell, þ.e. forliðurinn ætti að vera eignarfallsmynd nafnorðsins, en ekki sagnorðsstofn með bandstaf (Mælifell), en eignarfallsmyndin kemur mér vitanlega ekki fyrir í hinum mikla fjölda Mælifells-nafna, sbr. hins vegar t.d. Kyllisfell í Grafningi. Í annan stað er ekki vitað til þess, að umrætt lóð hafi verið nefnt mælir, þó að það sé hugsanlegt, en reyndar er það orð þekkt í merkingunni ‘mæliker’, sem fyrr segir.

Hvað merkir Mælifell?

Mælifell

Mælifell á Mælifellssandi.

Lausnin á þessari gátu kann að vera sú, að Mælifellin hafi verið upptyppt fjöll, sem hafa mátti – og höfð voru – til mælingar eða viðmiðunar, enda ljóst, að fjöll með löngu og breiðu baki henta síður til slíkra nota. Nafnmyndin Mælifell er einmitt hliðstæð samnöfnum eins og mæliker, mælistika, þ. e. ‘ker eða stika, sem notuð er til mælingar’ og Mælifell samkvæmt því ‘fell, sem notað er til mælingar’.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell.

Kveikjan að því að nota upptyppt og keilulaga fell á þennan hátt má hafa verið fyrrnefnt keilulaga reizlulóð, sem kann að hafa verið nefnt mælisteinn eða öðru mæli-nafni. Mælifellin hafi því ekki aðeins getað verið almennir vegvísar ferðamönnum, eins og Eggert Ólafsson segir þau vera, heldur hafi þau verið notuð í fleiri en einni merkingu: 1) ‘fjall, sem helmingar tiltekna ferðamannaleið’; 2) ‘fjall, sem er miðja vega í fjallaröð, dal eða á öðru tilteknu svæði, svo sem afrétti’ (og þá líkrar merkingar og Meðalfell og Miðfell); 3) ‘fjall sem mælir og helmingar sólargang’ (sbr. áðurnefnd ummæli Margeirs Jónssonar um, að Mælifell(shnjúkur) í Skagafirði sé hádegismark).
Þar sem Ísland er eldfjallaland, er hér enginn hörgull á upptypptum fjöllum (eldfjallakeilum), og mun það ástæða þess, að svo mörg Mælifell eru á Íslandi. Hins vegar er aðeins eitt Mælifell (Mælefjellet) í Noregi, svo að ég viti.

Lítum nú á Mælifellin á Reykjanesskaga:

Skála-Mælifell og Krýsuvíkur-Mælifell

Katlahraun

Katlahraun – Skála-Mælifell fjær.

Á Reykjanesskaga helminga tvö Mælifell hér um bil hvort sinn vegarhluta milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur: Skála-Mælifell eða Mælifell vestra (174 m) helmingar um 4 1/2 km leið milli Ísólfsskála og Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur-Mælifell eða Mælifell eystra (225 m) helmingar um 7 1/2 km leið milli Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur (eftir eld).

Mælifell í Grafningi

Skála-Mælifell

Skála-Mælifell – mælistöpull.

Mælifell í Grafningi er vestan við Ölfusvatnsárgljúfur, en meðfram því liggur leiðin frá bænum Ölfusvatni upp í botn Þverárdals undir Hengli. Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi (f. 1897), segir, að Ölfusvatnsmenn hafi smalað vestan Ölfusvatnsár og Þverár fram í Þverárdalsbotn. Mælifell er mjög miðja vega á þessari u.þ.b. 10 km leið frá Ölfusvatni upp undir Hengil. Að sögn Guðmundar var þessi sama Þverárdalsleið einnig kaupstaðarleið manna frá Ölfusvatni og Króki. Var þá farið áfram yfir Ölkelduháls, Bitru og Hengladali og „Milli hrauns og hlíða“ á þjóðveginn á Hellisheiði ofan við Kolviðarhól.“

Að lokum

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – mælistöpull.

Hafa ber í huga að hinir „djúpvitru“ leita ekki alltaf augljósustu skýringanna. Á Mælifellunum á Reykjanesskaga eru mælistöplar, ætlaðir til að mæla rek og ris landsins, auk þess sem þeir hafa verið notaðir sem „fastir“ mælipunktar, sem aðrir slíkir eru útsettir. Dönsku mælingamennirnir, sem voru á ferð um landið í byrjun 20. aldar notuðu gjarnan fasta punkta í mælingum sínum og því ekki að nýta tiltekin áberandi kennileiti til slíks. A.m.k. voru Íslandskort þeirra tiltölulega nákvæm á þeirra tíma mælikvarða. Þá ber að nefna að flest, ef ekki öll, Mælifellsnöfnin eru nýleg í heimildum. Mælifell á Mælifellssandi hét t.d. Meyjarstrútur fyrrum. Mælifellanna er ekki getið í fornum skrifum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 04.06.1994, Mælifell – Þórhallur Vilmundarson, bls. 5-7.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – merki Landmælinga Íslands á mælistöpli.

Krýsuvík

Ætlunin var að skoða svæðið frá Hvömmum að Austurengjahver sem og Nýjaland norðan Stóra-Lambafells.
AusturengjalaekurÞar undir er forn gígur, nú umorpin leir, mold og möl úr nálægum hlíðum, auk þess sem bæði Seltúnslækur og Austurengjalækur hafa fyllt hann jarðvegi. Undir gígnum er kvikuhólf, sem virðist vera að lyfta Krýsuvíkurlandinu smám saman með tilheyrandi jarðhræringum. Á efri mörkum hólfsins má sjá ummerkin; hverina sunnan Kleifarvatns, Austurengjahver, sprengigígana við Grænavatn og Seltúnshverina.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um þetta svæði: „Þá er Höfði [syðst á Austurengjum] og Höfðamýri og Kringlumýri. Allt er þetta á Austurengjunum, sem fyrr eru nefndar. Sá hluti engjanna, sem næst liggur vatninu að sunnan, heitir Nýjaland, og skiptist það í Innra-Nýjaland og Fremra-Nýjaland. Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjastykki þessi liggja stundum undir vatni, svo árum skiptir. Það, sem skiptir þeim í Fremra- og Innra-Nýjaland, er malarhryggur mjór, sem liggur til vesturs frá norðurenda Hvammholts. En holt það er við suðurenda vatns austanverðan. Meðfram vatninu vestan holtsins eru svo Hvammar, engjastykki. Fremra-landið er miklu lengur slægt en hitt.
Fyrrnefndur malarhryggur Krys-dyngjusvaedider nefndur Rif. Vestan við Fremra-landið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, sem nefndur er Ós, inn á Innra-landið og svo í vatnið sjálft. Lækur þessi á upptök sín að mestu í Vestur-Engjum og Seltúnshverum, er síðar getur. En smálindir koma þó í hann af Austur-Engjum úr Hvömmum og Lambafellum.“
Gott var að líta yfir dyngjusvæðið til norðurs af Stóra-Lambafelli. Varðan á fellinu var hrunin.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing AG fyrir Krýsuvík.
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Reykjanesviti

Þótt í dag liggi malbikaður vegur út að Reykjanesvita, bæði frá Grindavík og Höfnum, er alls ekki svo langt síðan að þangað var gerður akvegur.
Reykjanesvegir-22Áður lá reið- og samliggjandi vagnvegur frá Kalmannstjörn allnokkuð ofan Hafnarbergs út á Reykjanes, en það var ekki fyrr en á árunum 1926-1928 að ruddur var vegur frá Reykjanesvita að Stað við Grindavík. Eftirfarandi má t.d. sjá í Alþýðublaðinu árið 1926 undir fyrirsögninni „Vegarbætur“:
„Umhverfis Reykjanessvita eru, eins og mörgum er kunnugt, mestmegnis hraun og sandar. Götutroðningarnir þangað úr Grindavík og Höfnum hafa og lengi lélegir verið. Nú hefir Ólafi Sveinssyni vitaverði tekist að fá 500 kr. af fjallvegafé til að ryðja veg til Grindavíkur, og hafa orðið ótrúlega mikil not af þeim krónum í höndum hans. Hann hefir í sumar gert akfæran veg eftir sandinum austur á móts við vík þá, er Mölvík heitir. Var þar áður talin hálfnuð leið að Stað í Grindavík, en ruddi kaflinn er nú allmiklu styttri, því að hann er ólíku beinni en gamla gatan og liggur miklu lengra frá sjó. Því er honum og óhætt fyrir sjávarágangi, þar sem sjór flæðir í hafróti á köflum yfir gömlu götuna.
Reykjanesvegir-23Þó hefir ólafur enn eigi notað nema 300 kr., en býst við að koma brautinni nokkuð austur í Grindavíkurhraunið fyrir þær 200 kr., sem eftir eru, — austur fyrir svo nefnda Hróabása. Er ólíkt að ferðast ríðandi eftir rudda kaflanum eða hinum, sem óruddur er, ellegar gömlu götunni – vestur frá Mölvík, svo sem þeir, er ferðast þar um, geta komist að raun um. Þeir, sem fara út á Reykjanes nú næstu daga Grindavíkurleiðina, ættu að skygnast. eftir brautinni þegar aðalhrauninu lýkur. Hún er lengra upp til heiðarinnar en gamla gatan, en blasir við í nokkrum fjarska. Er hestum fært þangað upp eftir frá Mölvíkinni, ef gætni er við höfð, þó að ógreitt sé, eins og víða á þeim slóðum, og ekki verra en sums staðar eftir gömlu götunni.
Reykjanesvegir-24Ólafur býst við, að geta gert veg að Stað í Grindavík, svo að fær sé bifreiðum, fyrir 2 þúsund krónur, þ. e. 1500 kr. í viðbót við þá fjárveitingu, sem þegar er fengin. Væri það mikið hagræði ferðamönnum, sem fara til Reykjaness, og þeir eru talsvert margir, að komast alla Ieiðina í bifreið í stað þess að verða að ganga langa leið eða fá hesta og ferðast á þeim eftir ógreiðum hrauntroðningi. Sá hlutinn, sem hær er Grindavík, er næstum óslitið hraun, og því er seinlegra og erfiðara að ryðja þar braut en eftir sandinum, þó að miklu grjóti hafi orðið að ryðja þar burtu; en Ólafur Sveinsson hefir sýnt, að honum er trúandi bæði fyrir verkinu og peningunum. Alt of seinlegt er að draga vegarbótina í fjögur ár, með einna 500 kr. fjárveitingu á ári. Þær 1500 kr., sem eftir eru, þurfa að fást að vori, svo að brautin verði fær alla leiðina haustið 1927.

Reykjanesvegir-25

Það eitt er hagkvæmt í þessu máli. — Enn fremur hefir Ólafur Sveinsson gert akfæra braut frá vitavarðarhúsinu út að svo nefndum Kerlingarbási, sem er nálægt sjávarklettinum Karli —, og niður í básinn, og lagað þar svo til við sjóinn, að þar má lenda báti. Hygst hann að nota básinn fyrir vör. Annar lendingarstaður, sem áður hefir verið lagður vegur að, — á Kistu —, er miklu lengra burtu, og einnig hagar svo til, að Ól. Sv. býst við, að oft megi lenda á öðrum þeim stað, þótt ófært sé á hinum.“
Í Lesbók Morgunblaðsins 1960 er einnig fjallað um framangreinda vegagerð: „Við göngum upp á hæð fyrir ofan bæinn og horfum til hafs. Það brimar fyrir Stað þótt logn sé undan Grindavík. — Við okkur blasir nokkurra kílómetra löng strandlengja, suðurströnd Reykjanesskagans…. Við erum að leggja upp í leiðangur eftir tröllaveginum út að vita…

Reykjanesvegir-26

Erindið hingað var meðal annars að kanna veginn út að vita, og jafnframt að njóta leiðsögu hins örnefnafróða Staðarbónda, sem jafnframt kann öðrum fremur að segja sögu sjóslysanna hér um slóðir, því hann hefur um áratugi verið ekki aðeins áhorfandi harmleikanna, heldur líka og oftar virkur þátttakandi í baráttunni milli manns og hafs um líf einstaklinganna. Manni [Gamalíal Jónsson] er nefnilega fæddur í Reykjanesvita sama árið, sem kveikt var á nýja vitanum. Það mun hafa verið árið 1908. Faðir hans var þriðji vitavörðurinn á Reykjanesi og gegndi þeim starfa um tuttugu ár. Á þessari strönd sleit Manni barnsskónum og stælti manndómsþrek sitt.
Reykjanesvegir-27Þorvaldur Thoroddsen var á ferð hér á þessum slóðum árið 1883, og segir hann í ferðabók sinni: „Af Reykjanesi fórum við 11. ágúst inn í Grindavík. Þar er enginn vegur, en eintóm hraun yfir að fara. Alls staðar liggur hér mesti urmull af rekatrjám í fjörunni, og heyrir það allt undir kirkjuna að Stað í Grindavík.“ Síðan eru liðnir röskir þrír aldarfjórðungar, og hálfgerð vegleysa er þetta enn.
…Nú er að hyggja að öðru og þá fyrst og fremst veginum til vitans. Vegalengdin frá Grindavík út á Reykjanes, að vita, mun vera um 10 kílómetrar. Frá Stað til Reykjaness er í sæmilegu gangfæri tveggja tíma gangur. Sá, sem gerði þann veg, sem nú er notazt við, var Ólafur Sveinsson, vitavörður á Reykjanesi. Var það á árunum 1926—’28. Bar hann að mestu grjótið í veginn. Ólafur er sagður hafa verið mikill atorkumaður. Veginn lagði hann til þess að komast með hestvagn til Grindavíkur og auðvelda sér þannig aðdrættina. Það mun hafa verið haustið 1928, sem fyrsti bíllinn fór út í Mölvík. Lengra komst hann ekki. „Vitasjóður lagði svo eitthvað í veginn á hverju hausti, en þetta var svo lítið, að það var svona viku tíma á ári, sem unnið var fyrir tillag hans“, bætir Staðarbóndinn við.
Lagt er í torleiðið á tveggja drifa bíl, og við höldum áfram að spyrja um veginn, hvort nokkurn tíma hlaði snjó á hann að ráði. Ekki er það talið vera og oftast hægt að komast hann. þótt fenni. Það er á tveim stöðum, sem hættast er við snjóþyngslum. „Það er hérna austur undir Stað í gjá,“ segir Manni, „en þar mætti breyta veginum, leggja hann uppi á barðinu í stað þess að fara ofan í gjána, og svo er það Lynghólahraunið sem er farartálmi.
En það ætti ekki að vera mikið að ryðja það með þessum stórvirku tækjum. Þetta er ekki nema örstuttur Reykjanesvegir-28spotti,“ bætir hann við.
Framundan er nú óbyggð eyðimörk, allt út að vita. Þetta er ábyggilega ein mesta grjótkista landsins. Við rétt sníglumst áfram. Umhverfis er bara hraun og hraun og aftur hraun. Ekkert lífsmark, enginn fugl, enginn hrafn og ekki einu sinni tófa. En jafnvel í þessari auðn ríkir máttur vanans, því að hinn ágæti bílstjóri kveikir á stefnuljósi, þegar hann skrönglast fyrir hraunbeygjurnar. Eina kennimerkið eftir nokkuð kvikt eru spor í snjónum í vegarhvörfunum, en þau spor eru bara eftir Manna og hundana hans… Bíllinn tekur geisilegan hnykk. Það hefur verið þarna gjóta í vegarhvarfi, sem bílstjórinn hafði ekki komið auga á, því varð hann að snarbeygja. Það var auk þess runnið svo úr veginum, að önnur vegbrúnin var gersamlega horfin og skriðin í burtu. Ég spyr, hvort ekki hafi neitt verið unnið að lagfæringu vegarins í haust. „Það var ekið í hann einn dag á leiðinni út til mín,“ svarar Manni stuttaralega.

Reykjanesvegir-29

Við ræðum vegarspursmálið fram og aftur, nauðsyn vegarbótar, og Manni lýsir, með hvaða hætti skuli framkvæma hana, og honum farast orð eitthvað á þessa leið: „Það mesta, sem þarf að laga, er bara að aka ofan í veginn frá Reykjanesi og austur á Bása. Það er búið að aka ofan í að Hveravöllum, og það þarf að halda því áfram frá Hveravöllum austur á Bása. Svo er eins og kílómeterslengd, sem þarf að gera eitthvað meira við. Það eru sléttar klappir og vont að aka þær. Það þarf annað hvort að taka þar horn af og láta stórýtu vaða yfir hraunhornið ofar en vegurinn er og austur yfir Lynghólahraunið, en úr því þarf ekkert annað en aka ofan í það. Það er ódýrast.“ Ég finn, að Manna liggur þessi vegagerð mjög á hjarta, svo ég geng hreint til verks og spyr: „Og þú heldur sem sagt, að það hefði getað munað mannslífum, ef þessi vegur hefði verið gerður?“

Reykjanesvegir-30

Brosmilt andlit Staðarbóndans verður mjög alvörugefið, og það kemur djúp hrukka milli augnanna og aðrar skáhallt upp af hvoru auga, er hann segir með þunga: „Já. Það er ábyggilegt, að ef það hefði verið brim, þegar Jón Baldvinsson fórst, þá hefði það getað munað miklu að vera kominn hálftíma eða klukkutíma fyrr út eftir. Í stað þess að við vorum, ég man ekki með vissu, víst eitthvað á þriðja klukkutíma á vörubíl… Eins var það með Clam, þá urðum við líka að aka þessa vegleysu með fullan bíl af fólki. Vörubílarnir urðu að taka ytri barðana af sér til þess að komast áfram. Allt tafði þetta. Við urðum líka að bíða til þess að hafa nógan liðsafla, ef ýta þyrfti bílunum. Ég er alveg viss um, að þetta hefur allt tekið eina þrjá klukkutíma. Það hefði verið munur að geta stokkið strax, nokkrir menn, með slysavarnartækin og skotizt út eftir á góðum vegi.

Reykjanesvegir-31

Þeir fórust 27 á Clam eins og þú veizt,“ bætir hann við.
„Já. Ég gæti sagt þér eitt og annað af sjóslysunum hérna fyrr og síðar. Það hefur oft munað mjóu, og þó ekki alltaf nógu. Fyrsta sjóslysið, sem ég man eftir, var 1916. Þeim hafði borizt á í Katrínarvíkinni. „Resolut“ hét það víst skipið. Einn synti í land með spotta, og hinir voru dregnir á eftir. — Þrímöstruð skúta, saltskip, strandaði skömmu síðar við Þorkötlustaðanesið. — Svo var það franski togarinn Cap Fagnet, sem fór upp á Hraunsfjörum í marz 1931, og þá var í fyrsta sinn skotið af línubyssu við björgunarstarf. Hann hét Guðmundur Erlendsson, sem skaut. Sjálfur drukknaði hann fáum árum síðar í róðri á trillu, en þarna björguðust 38 menn af franska togaranum. Svo strandaði Skúli fógeti hér á Staðarmölum… Eitt árið strandaði færeysk skúta á Ræningjaskeri framan við endann á Staðarhrauni og öll áhöfnin fórst. Þá var það Clamslysið. Það var hinum megin á nesinu, rétt innan við litla vitann. Ég kom með þeim fyrstu þarna að. Skipið hefur ekki verið nema svona 30 faðma frá landi. Hann var suðlægur, nokkurt brim. Þeir fóru í bátana, svo liggur hann niðri og svo slepptu þeir og ætluðu sér að róa upp að landinu, en þá er straumur þarna í röstinni svo mikill, að hann kastaði þeim og bara hvolfdi bátunum strax.
Við sáum það, þegar við vorum að koma Reykjanesvegir-32að, við Björn heitinn, sem var skipstjóri á Grindvíking, Hann fór með mér. Það var komið fljótlega með tvo skipbrotsmenn á jeppa. Ég fór að Reykjanesi til þess að hjálpa konu vitavarðarins með þá. Bar þá inn og skar utan af þeim fötin. Það var svo mikil bakkerolía í þeim, að þau voru alveg límd við skrokkinn. Þetta voru Kínverjar. Þegar ég kom með hnífinn og risti utan af, greip hann ofsahræðsla, og hann veinaði upp, því að hann hefur víst haldið, að ég ætlaði að gera á sér kviðristu. Frúin helt, að Kínverjinn væri að geispa golunni, enda hafði hann ekki meiri mátt en svo, að ég gat haldið honum með annarri hendi í klofinu, á meðan eg risti utan af honum tuskurnar. Þeir lifnuðu svo við.“
Og Gamaliel Jónsson bóndi á Stað lýkur máli sínu með að segja: „Ég tel það hreinan glæp, að ekki skuli vera lagður þarna góður vegur. Hvert eitt mannslíf, sem bjargast, borgar þann veg að fullu.“
Þetta sagði hann bóndinn á Stað, sem í áratugi hefur skimað til hafs, þegar stormarnir æða fyrir suðurströndinni og jötuneflt brimrótið molar björgin á Reykjanesi… Við skulum nefna þenna veg, sem lagður verður frá Oddsvita að Reykjanesvita, og fyrst og fremst á að hafa þann tilgang að bjarga mönnum úr sjávarháska: „Oddsbraut“, í minningu hins mikla brautryðjanda slysavarnanna á Íslandi, séra Odds Gíslasonar að Stað í Grindavík.“
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild:
-Alþýðublaðið, 20. ágúst 1926, bls. 2.
-Lesbók Morgunblaðsins, Birgir Kjaran: „Svipast um á Suðurnesjum“, 8. maí 1960, bls. 245-249.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Kleifarvatn

Ib Ibsen, norskur maður, sendi FERLIR eftirfarandi umfjöllun um svonefnda Kleifarvatnshella. Ib hefur stúderað jarðfræði Krýsuvíkur með aðaláherslu á ummyndun bergs beggja vegna vatnsins. Að vestanverðu afmarkast sigdældin, sem myndar Kleifarvatn, af móbergshálsi frá ísaldarskeiði og að austanverðu grágrýtisdyngju frá hlýskeiði. Vatnsskarðið lokar afrennsli úr vatninu til norðurs og grágrýtisháls til suðurs. Reglulega hefur Kleifarvatn þó reynt að komast yfir hálsinn, en ávallt þuft að hverfa til fyrri legu. Þessar tilraunir hafa gert Krýsvíkingum erfitt fyrir því vatnið hefur skilið eftir sig fínan sand, sem síðan hefur fokið yfir ræktuð tún og engi. Hér verður þó einungis horft á berg- og hellamynduninina við Kleifarvatn og þá einkum í móbergsmyndunum að vestanverðu og norðan.

Smiðjan undir Helli

Eldsmiðjan er nafn á helli undir Hellunni norðan Kleifarvatns. Vatnið hefur grafið sig þarna inn í laust brotabergið áður en þjóðvegurinn kom til sögunnar árið 1944. Þá skrifaði Árni Óla m.a.: „Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Bæði er að vatnið getur hækkað mikið frá því sem nú er, og svo er öldugangur mikill þarna í sunnanveðrum og gengur brimlöðrið langt upp í kletta.“ Eru skrif hans í heild annars staðar á vefsíðunni (Krýsuvíkurvegurinn).

Tröllskessuímyndin í Smiðjunni

Í ferð Óskars Sævarsson í Saltfisksetrinu með Bögga á Akri um þjóðveginn fyrir skömmu sagði hann Óskari frá því þegar hann var þarna með föður sínum sem gutti c.a. 10 ára. Þá var kallinn að vinna við að leggja veginn og þeir notuðu hellinn sem eldsmiðju. Var hellirinn alltaf kallaður því nafni. Þeir voru með hlóðir og fylltu að kvöldi með rekavið, létu loga yfir nótt, og að morgni voru glóðir sem entust til að laga og gera við t.d. brotin fjaðrablöð og fleira sem aflaga fór.
Óskar man eftir því að hafa komið þarna þegar hann ásamt öðrum voru að smala úr Breiðdal og með Stöpunum niður að Lambafelli, sem oft var gert daginn fyrir fyrstu göngur. Þá var matast þarna í aftakaveðri og Láki heitinn í Vík kallaði hellinn „Eldsmiðjuna“. Var hann sjálfur að öllum líkindum þarna við vinnu á sínum tíma. (Mundi Láki m.a. eftir því að hafa dreymt eitt sinn að tröllkona tannskökk hefði sótt að honum þar sem hann lá í fleti sínu í hellinum). Þá eru til gleymdar sagnir um að útilegumenn hafi hafst við í helli þessum um nokkurt skeið og sótt þaðan að ferðamönnum á leið um Helluna. Segir langlífur orðrómur að útilegumennirnir hafi setið fyrir ferðamönnunum á bak við stóran stein við þjóðleiðina, þar sem hún var bröttust, og potað í þá með priki svo þeir misstu fótanna og steyptust fram af brúninni þar sem limlesting eða dauði beið þeirra.
Baðstofan í ÓfæruHellir þessi hefur að öllum líkindum í seinni tíð og verið nýttur þegar vegagerðarmenn komu að honum, en áður náði vatnið oftast að honum. Hellinn notaði m.a., að sögn Láka, Guðmann (Haraldur) á Hamri, sem var eldsmiður og var t.d. með smiðju í skúr bak við Hamar, þegar unnið var að vegagerðinni og í honum áðu síðar meir veghefilsstjórar er voru við vinnu sína á veginum. Nemendur í Vinnuskólanum í Krýsuvík á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar kölluðu hellinn jafnan Hellinn, en í seinni tíð hefur hann verið nefndur 

Helluhellir. Þessi hellir ásamt öðrum við Kleifarvatn eru mótaðir af vatninu. Verkið hefur tekið tæplega 11.000 ár. Vatnshlíðin við norðaustanvert Kleifarvatn er bæði há og brött. Áður fyrr gekk hún einnig undir heitinu „Hrossabrekkur“. Í seinni tíð hefur fótgangendum verið fært með vatninu undir hlíðinni, en að öllu jöfnu er þeim þar ófært, líkt og var undir Hellunum áður en vegurinn var lagður. Þó eru dæmi um að menn hafi farið með hlíðinni  á hestum þótt fótgangandi hafi ekki komsit þá leiðina. Annars þarf að fara upp hlíðina og rekja brúnir hennar að Vatnshlíðarhorninu ofan við hið eiginlega Vatnsskarð. Uppi í hlíðinni er m.a. brött kvos. Í henni er fallegur hrauntaumur, sem hefur stöðvast þar.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hellir.

Undir lágum Lambhagastapanum er gömul hlaðin rétt. Við hana er skúti, sem fyrrum var hinn myndarlegasti hellir. Nú hefur vatnið, eftir að lækkaði í því, nánast fyllt hann af sandi. Það á þó eftir að breytast aftur og mun hann þá verða stór og mikill á ný. Þarna drógu leitarmenn í sundur og gistu jafnvel í hellinum yfir nótt. Landfastur tangi tengir Lambhaga við vesturhlutann, milli Kleifarvatns og Lambhagatjarnar. Norðan tjarnarinnar er Blesaflöt. Í suður af Lambhaga er tangi út í vatnið. Við enda hans mátti til skamms tíma sjá sprungu þá er myndaðist í jarðskjálftunum árið 2000 og vatnið seitlaði niður í með þeim afleiðingum að yfirborðaði lækkaði.
Smiðjan fyrrnefnda er undir Hellunni. Fóru ferðamenn jafnvel úr skóm og fetuðu versta kaflann, sem áður er lýst, á sokkaleistunum.  DýnanÞessi leið, sem var hliðarleið frá Dalaleiðinni um Fagradal og austur fyrir Kleifarvatn, þótti styttri, ef og þegar hún var fær. Vel sést móta enn fyrir gömlu götunni í móbergshlíðinni ofan við Hellurnar. Ofar eru Hellutindar.
Sunnar er Innri-Stapi og Stefánshöfði þaðan sem ösku Stefáns Stefánssonar, leiðsögumanns, var dreift frá yfir vatnið að hans ósk. Stapatindar eru þar ofar á Sveifluhálsinum. Huldur taka við skammt sunnar og síðan Hulstur.
Syðri-Stapi skagar út í vatnið. Nyrst í honum eru aflangur hellir, sem meðal veiðimanna hefur verið nefndur Ófæra. Jafnan hefur verið erfitt, en eftirsóknarvert, að komast út í hellinn þegar hátt hefur verið í vatninu. Bæði er ágætt skjól þarna undir berginu og vel hefur veiðst þar í eðlilegu árferði. Þá er inn af hellinum „baðstofa“, sem stendur svolítið hærra og hefur verið auðvelt að halla sér í á meðan beðið var eftir ábiti. Bólstrar og brotaberg einkenna umhverfi Ófæru.
Austan undan í Syðri-Stapa er Indíáninn, klettur í vatninu sem er á að líta eins og indíánahöfuð frá ákveðnum sjónarhornum. Landmegin við hann er sæmilegur skúti, en lágur. Það hefur ekki verið nema hinn síðasta hálfa áratug að gegnt hefur verið í hann þurrum fótum. Þess vegna hefur skúti þessi ekki enn fengið nefnu. Dýna er í honum og hefur verið síðan skömmu eftir að lækka
ði í vatninu. Hún mun væntanlega hverfa með tímanum, en í minningu hennar er rétt að gefa skútanum nafnið „Dýnan“.

Salernið við Syðri-StapaSunnan við Stapann eru einnig skútar, sem vatnið hefur náð að grafa inn í mjúkt móbergið. Annar er bæði minni og lægri, stendur svolítið hærra, en hinn er öllu burðugri. Ekki hefur fest á honum nafn svo heitið geti. Einhverjir ofurbjartsýnir, jafnvel undir áhrifum, vildu gefa honum nafnið „Bergsalir“, en aðrir jarðbundnari vildu einfaldlega nefna hann „WC“, sem mun vera nær lagi því varla er til sá veiðimaður við Kleifarvatn er ekki hefur losað sig þar við eitthvað innvortist. Á sumrin anga „salarkynnin“ af óþef, en á vetrum minna. Reynt hefur verið að draga úr fnyknum með því að kveikja elda eða öðrum ráðum. Þegar erindi um mögulega nýtingu gerseminnar hefur verið borið undir heilbrigðisyfirvöld í Hafnarfirði hafa þau brugðist við með því að krossa sig á bak og fyrir líkt og von væri á Svartadauða.
Við nýjustu rannsókn á „Salerninu“ fundust merkilegar mannvistarleifar, þ.e. samstæðir norskir prjónavettlingar. Gætu þær rennt stoðum undir staðfestingu á landnámi norrænna manna hér á landi. Talið hefur verið að svonefndir Papar hafi búið hér fyrrum og þá í hellum, en nú virðist vera hægt að renna stoðum undir að þessir Papar hafi verið norrænir pabbar (papa).
Beggja megin Syðri-Stapa eru ágætar basaltsandstrandir. Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Mannvistarleifar í SalerninuÍ vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið breytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir yfirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það hálfpartinn sk
rítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt. Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indíánann, sem fyrr er nefndur..

Miðdegishnúkur er myndarlegustu hnúkanna á Sveifluhálsi. Á honum er landmælingastöpull, en margir gera sér ferð á hnúkinn til að dáðst þar að útsýninu til allra átta. Frá Ási ofan við Hafnarfjörð var hnúkurinn jafnan nefndur Hádegishnúkur.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Hvammahraunið (Hvannahraunið) rann niður hlíðina (Gullbringu) og út í vatnið austanvert. Þar má veiða stærstu fiskana í vatninu. Sumir segja að lögulegt fellið skammt austar heiti Gullbringa, við norðurenda Kálfadala. Dalaleið, sem svo hefur verið nefnd, austurvatnaleið Krýsuvíkur, liggur þarna upp með gróinni hlíð milli Gullbringu og Hvammahrauns, framhjá Gullbringuhelli og beygir norður yfir hraunið, að Vatnshlíðinni. Þar liggur gatan svo til beint í norður þar sem hún kemur niður í Fagradal áður en hún liðast um Dalina austan Undirhlíða og Gvendarselshæðar að Kaldárseli. Í Slysadal má sjá dysjar hesta þess útlenska ferðamanns, sem varð fyrir því óláni að missa þá niður um ísi lagðan dalinn að vetrarlagi. Áður hét dalurinn (því Slysadalir er einungis einn) Leirdalur Innri, en nú er Leirdalur Ytri jafnan nefndur Leirdalur. Svona breytast nöfn og staðhættir með tímanum.
Auk þessara hella má nefna fyrrnefndan Gullbringuhelli austan við Kleifarvatn, en sá er hraunhellir. Í honum er hlaðið bæli.

Ófæra og Baðstofa austan Syðri-Stapa

Hellir við Kleifarvatn.

 

Selatangar

Gengið var um Selatanga og einstakar minjar gaumgæfðar. Skoðaðar voru m.a. sjóbúðir, verkhús, þurrkbyrgi, þurrkgarðar, brunnur, smiðja, skiptivöllur, byrgi, hella, hlaðnar refagildrur og gamlar götur. Síðan var gengið um Katlahraunið eftir Rekagötunni að Ísólfsskála. Á leiðinni var rifjuð upp jarðsaga svæðisins.

Sjóbúð

Í þessari heimsókn kom berlega í ljós hversu varnarlausar minjarnar á Selatöngum eru. Hraunþakið á fyrirhlöðnum skúta austast á Selatöngum hafði fallið niður á hleðsluna svo hana má varla greina lengur. Þá hefur sjórinn brotið enn meira af miðverkunarhúsinu svo nú er varla nema þriðjungur eftir.
Á Selatöngum var allmikið útræði, bæði á vegum Krýsuvíkurbónda og annarra, meðal annars er talið að þaðan hafi fyrrum verið róið á skipum frá Skálholtsbiskupi (sjá má bækling um Selatanga HÉR). Vísa er til sem nefnir 82 sjómenn á Töngunum. Útræði lagðist niður á Selatöngum eftir 1880.
Allmiklir verbúðarústir eru þar enn og víða hefur verið hlaðið fyrir hraunskúta, s.s. hesthús og geymslur. Minjarnar þar eru friðlýstar.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Á seinni hluta 19. aldar kom upp reimleiki á Selatöngum og var draugurinn nefndur Tanga-Tómas. Mikill reki er við Selatanga. Þar er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana. Nefndur Tómas var maður, er eitt sinn kom að Krýsuvík og baðst þar gistingar en honum var úthýst. Fór Tómas þá þaðan, en varð úti á Selatanga. Tómas gekk aftur og var draugurinn jafnan nefndur Tanga-Tómas. Margir urðu fyrir aðsókn hans en einkum Beinteinn úr Hraunum suður, enda var hann oft við selaskot á tanganum. Stundum skaut Beinteinn silfurhnöppum á drauginn en það hreif ekkert. Aftur fældist hann í svipinn, þá er skotið var á hann lambaspörðum. Oft fylgdi draugurinn Beinteini heim og varð honum helzt til friðar að láta konu sína sofa fyrir framan sig, því að þá komst draugurinn ekki að honum. Einhverju sinni var draugurinn kominn inn í bæinn á undan Beinteini. Hann krossaði fyrir dyrnar, eins og þá var siður til, til þess að varna draugnum að komast inn, en þetta varð til þess í þetta skipti að draugurinn komst ekki út. Hann var með gustmesta móti um nóttina og var stundum bjart í baðstofunni af eldglæringum (sjá meira HÉR).

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Nú standa eftir verbúðarústirnar, fiskbyrgi og fiskgarðar auk hraunhella sem voru notaðir til ýmissa hluta. Standa mörg fiskbyrgin og fiskgarðarnir enn að miklu leyti, en sjórinn hefur verið að brjóta smám saman niður þær minjar er standa næst ströndinni. Núverandi minjar eru flestar yngri en 1799 er stórflóð og fárviðri gerði þá á Suðvesturströndinni og braut niður og skolaði í burt fjölmörgum mannvirkjum. Svæði þetta var allt friðlýst, sem fyrr sagði, 1966 af Kristjáni Eldjárn, þáverandi þjóðminjaverði.

Selatangar eru í Ögmundarhrauni á mörkum jarðanna Ísólfsskála og Krýsuvíkur.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Ljóst er að hraunið hefur runnið eftir landnámsöld (sjá meira HÉR og HÉR. Einnig HÉR). því undir því eru leifar mannvirkja sem greinilegar eru á svonefndum Húshólma. Geislakolsaldursgreining á koluðum gróðurleifum dagsettu hraunið til miðrar 12. aldar og annálar nefna eldgos 1151. Óvíst er hvenær útgerð hefst frá Selatöngum en samkvæmt ofangreindu eru minjarnar ekki eldri en frá miðri 12. öld. Víst er að útgerðin lagðist niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799 (sjá meira HÉR og HÉR), og svo að fullu og öllu 1884 en það ár var síðast róið frá Selatöngum. Um það leyti féll seinasta sjóbúðin, og hafa menn eigi hafst þar við síðan, utan þess að bændur frá Skála voru þar lengur við útræði og selveiðar.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð og fiskbyrgi.

Rústirnar eru margar, auk garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú að mestu horfnar.
Á Selatöngum er talið að fyrrum hafi m.a. verið biskupsskip frá Skálholti. Hella við Tangana notuðu vermenn til ýmissa nota. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir í helli einum ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.

Selatangar

Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans:
„Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.
SelatangarEinu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti han
n sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.

Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður. Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi“.

Selatangar

Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
„Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“
Austasta sjóbúðin og byrgiKvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætlað að sofna en er þeir hafa legið litla stund
heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:

„Þarna er hann þá núna“, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
VerkhúsSölvi Björn Sigurðson hefur ritað umsögn um eitt verka Árna Bergmanns, Geirfuglinn, en sagan á m.a. að gerast á Selatöngum.

Í Geirfuglunum rekur maður á miðjum aldri uppvaxtarsögu sína og minningar frá æskustöðvunum, þorpi á Suðurnesjum sem nefnist Selatangar og er fyrir ill tíðindi orðið frægari staður en bæði Vestmannaeyjar og Reykjavík. Titill bókarinnar gefur það til kynna að hér er lýst heimi á hverfanda hveli, fólki sem heyrir fortíðinni til og er í bráðri útrýmingarhættu. Hin mikla tákngerving þessarar útrýmingar er ægilegt slys sem veldur bana meiri hluta íbúanna; aðeins fáeinir lifa af og þjást af söknuði, tómleikakennd og væntanlega samviskubiti yfir því að hafa komist af.
RefagildraHin válegu tíðindi sem gerst hafa marka þáttaskil fyrir alla þá sem eftir lifa. Þessi þáttaskil eiga sér ef til vill djúptækar menningarlegar og pólitískar aðstæður sem um nokkurt skeið hafa mótast í landinu og stefnt þjóðinni í voða. 

Ýmsar blikur eru á lofti um að slysið tengist tilraunum bandaríska hersins og aðsetri kafbáta hans í sjávarhellum skammt frá byggðinni. Þetta fæst að vísu ekki staðfest og aðrir telja að ægilegar jarðhræringar hafi valdið slysinu. Það verður samt ekki annað skilið en að hinir nýju landnemar í íslensku samfélagi séu engir aufúsugestir, og að ýmsar þjóðfélagshræringar og stríðsræskingar sem þjóðin hefur bægt frá sér í ellefu aldir etji henni nú á vafasama braut með skelfilegum afleiðingum.

Verbúð

Framármaður – málverk Bjarna Jónssonar.

Kaldastríðsskjálftinn hlýtur að vera raunverulegur áhrifaþáttur við ritun þessarar fyrstu skáldsögu Árna Bergmanns, sem einnig er uppgjör við liðna tíma, horfna bernsku og þjóðlíf sem hans kynslóð hefur séð líða undir lok.
Geirfuglinn er dágætt dæmi um hvernig nútíminn er oft tengdur við liðna sögu, sögu er snert getur hina viðkvæmustu sálarstrengi þjóðar (sjá meira HÉR).
Loks voru refagildrunar skoðaðar sunnan Katlahrauns (sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.reykjanes.is/um_Reykjanes
-http://www.fornleifavernd.is
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman – Reykjavík 1990.
-Jón Thorarensen: Rauðskinna- Rvk. 1949, bl.72-76
-Ísólfsskáli. Örnefnalýsing. Guðmundur Guðmundsson bóndi Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði – Örnefnastofnun Íslands.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir II. Rvk. 1982, bls. 410-11
-http://bokasafn.rnb.is
-http://www.bokmenntir.is

Selatangar

Í Katlahrauni.

Á Selatöngum

Á Selatöngum.

Teigur

Eftirfarandi er úr viðtali sem Bragi Óskarsson tók við Árna Guðmundsson frá Teigi, fyrrverandi formann í Grindavík. Árni lést árið 1991, mánuð fyrir 100 afmælið. Árni bjó fyrst í Klöpp, torfbæ austan við Buðlungu, og síðar í Teigi.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Frá honum og konu hans, Ingveldi Þorkelsdóttur frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum, eru Teigaranir komnir (eða það segir a.m.k. Dagbjartur Einarsson – og ekki lýgur hann). Afi hennar var Jón Guðmundsson, hreppstjóri, á Setbergi við Hafnarfjörð. Faðir Ingveldar var Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi og Igveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Foreldrar Árna voru Guðmundur Jónsson (1858-1936) frá Þórkötlustöðum og Margrét Árnadóttir (1861-1947) frá Klöpp. Afi hans var Jón Jónsson frá Garðhúsum. Systir Árna var Valgerður, eiginkona Dagbjarts Einarssonar, afa Dagbjarts Grindvíkings. Svona var nándin mikil fyrrum í Grindavík – þegar húsin voru nafngreind og útidyrahurðir stóðu jafnan opnar.
Klöpp var myndarbýli, en nú sjást einungis rústir gamla torfbæjarins, nokkuð heillegar. Timburhús, sem byggt var á jörðinni, svolítið austar, flaut upp í stórviðri árið 1925. Eftir það var húsið fært ofar í landið, þar sem það er nú, samfast samnefndu húsi. Hér lýsir Árni útfræði, formennsku og öðru því sem þurfti að sinna í hinu daglega amstri Grindavíkurdaganna fyrrum – sem þó eru einungis handan við hornið…

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

„Þeir eru nú orðnir fáir sem muna áraskipin gömlu og þá sjómennsku sem á þeim var stunduð. Allt frá landnámstíð og fram á þessa öld sóttu Íslendingar sjóinn á árabátum og urðu að notast við þær hafnir sem náttúran hafði sjálf smíðað. Sennilega hafa breytingar orðið næsta litlar í sjósókn landsmanna í sumum verstöðvum allar þessar aldir, því þó þilskipin kæmu til sögunnar héldu árabátarnir sínum hlut. Viðmælandi minn, Árni Guðmundsson frá Teigi í Grindavík, stundaði sjá á áraskipum þaðan í upphafi þessarar aldar í meira en áratug. Hann er 95 ára gamall (árið 1986), fæddur árið 1891. Ég fékk Árna til að rifja ýmislegt upp frá þessum árum.

Vermenn
– Faðir minn, Guðmundur Jónsson, var lengst af formaður á róðrarbátum frá Grindavík, sagði Árni. Hann varð ungur formaður – sextán ára og stundaði það starf allt þar til heilsan bilaði og ég tók við formennskunni af honum. Hann bjó á jörðinni Klöpp í Þórkötlustaðahverfi. Búið hjá honum var töluvert stórt á mælikvarða þess tíma. Hann var með eina kú, tvo hesta og þetta 60-70 ær.

Á veturna réru að jafnaði 7 – 9 aðkomumenn með föður mínum. Þeir bjuggu í verbúð og gerðu sig að öllu leyti út sjálfir. Sumir þessara manna komu langt að – einn þeirra man ég að var austan af Síðu og hefur það verið erfitt ferðalag hjá honum að komast í verið, sérstaklega ef maður hefur það í huga að þá voru allar ár óbrúaðar.

Klöpp

Tóft Klappar.

Mötuna sendu vermennirnir á undan sér í þartilgerðum skrínum, og varð faðir minn að sækja þær þeim að kostnaðarlausu inn í Keflavík. Skrínur þessar voru trékassar sem oftast voru hólfaðir í tvennt. Var kæfa í öðru hólfinu en smjör í hinu. Matan varð að endast alla vertíðina. Fisk urðu þeir að skaffa sér sjálfir en alla vökvun, hvort sem var grautur, kaffi eða sýra fengu þeir hjá útgerðinni, sem tók einn hlut upp í þann kostnað.

Jú, það vildi nú vera misjafnt hvernig þeim hélst á mötunni karlagreyjunum – en það var þá reynt að hjálpa eitthvað uppá þá sem verst voru staddir.

Hversu margir bátar réru þá frá Grindavík?

Ég á nú ekki gott með að áætla hversu margir árabátar voru gerðir út þaðan þegar ég man fyrst eftir. Róið var úr öllum hverfunum þrem, flestir voru bátarnir frá Járngerðarstaðahverfinu, en miklu færri frá Þórkötlustaðahverfi og Staðarhverfi. En ég gæti trúað að það hafi verið svo sem 20 bátar sem réru frá öllum hverfunum að jafnaði. Margir aðkomumenn réru jafnan í Grindavík og komu þeir víða að – allt austan frá Skaftafelli og norðan af Vestfjörðum. Margar vertíðir réru hjá mér tveir harðduglegir menn frá Patreksfirði, þeir gengu alla leið að vestan með pokana sína – og létu sér ekki muna um það. Það eina sem þeir fóru ekki gangandi á þessari löngu leið var að þeir fengu sig yfirleitt flutta með flóabátnum frá Akranesi til Reykjavíkur.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum.

Bærinn Teigur var upphaflega kot sem ég fékk að reisa á jörðinni hans pabba. Þar reisti ég timburhús sem stóð í átta ár. Þegar ég byggði þetta hús áttaði ég mig ekki á því að sjórinn var alltaf að brjóta landið og einu sinni í miklu brimi komu sjóarnir alveg upp að bæjardyrunum hjá mér. Þá varð konan hrædd, sem vonlegt var – ég réðst þá í að rífa húsið og notaði timbrið úr því til að byggja steinhús ofar í þorpinu. Þar átti ég svo heima alla tíð með fjölskyldu minni og síðast einn þar til í sumar sl. að ég fluttist hingað á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Búið hjá mér varð aldrei stórt. Ég var með eina kú, einn hest og svona 30 –40 ær. Það var margt í heimili hjá mér – börnin voru nú ekki nema ellefu en svo voru tengdaforeldrar mínir lengi hjá okkur og voru þá sextán manns í heimili.

Þú byrjaðir ungur þína sjómennsku?

Sjö ára gamall fór ég fyrst á sjó, fékk að fljóta með hjá einum formanninum. Það var aum byrjun, því ég var miður mín af sjóveiki en tókst þó að reita upp eina 29 titti. Það var minn fyrsti afli.

Lífróður
árabáturFjórtán ára fór ég fyrst að róa í alvöru og fór þá á vetrarvertíð í fyrsta sinn.

Eiginlega átti ég að vera í snúningum heima því þar var nóg að starfa. Pab

Eitt sinn um sumarið munaði þó mjóu að illa færi. Þá hafði gert óverður svo ekki varð farið á sjó í viku tíma. Formaðurinn var orðinn óþolinmóður því við vorum með net í sjó sem ekki hafði tekist að vitja um og svo áttum við tilbúna línu sem beitt hafði verið með gotu. Veðrið fór að lægja á sunnudegi en formaðurinn kallaði þó ekki á okkur fyrr en komið var fram á dag. Einn hásetanna, og annar eigandi bátsins, vildi þó ekki hlýða kallinu því bæði var hann fullur og svo þóttist hann vera svo guðhræddur að hann réri ekki á sunnudegi, sem var nú ekki annað en fyrirsláttur hjá honum.bi hafði alltaf nóg af sjómönnum enda var sóst eftir að komast í skiprúm hjá honum. Mín fyrsta vertíð var ekki með pabba, heldur fór ég á áttæring hjá formanni sem vantaði menn. Hann hafði ekki nema þrjá vana menn sem allir voru reyndar komnir yfir sextugt, svo vorum við tveir fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára. Ekki þótti þetta merkileg skipshöfn en þetta slampaðist þó furðanlega hjá okkur.

Bátarnir í ÞórkötlustaðanesiNú, við fórum út og lögðum línuna. Það tafði okkur að við þurftum að taka upp grásleppunet sem formaðurinn átti, netin voru öll orðin full af þara og illt við þau að eiga. Þegar við höfðum loks lokið við að draga línuna reif hann sig upp með suðaustan rok og urðum við að róa lífróður allan daginn og fram á nótt að við komumst loks í höfn. Það var á versta tíma – um háfjöruna, og vorum við strákarnir hreinlega að gefast upp. Það vildi okkur til að feður okkar komu og tóku við af okkur, því við gátum þá rétt með herkjum staðið á löppunum. Þá var maður þreyttur og gott að hvíla sig.

Árabátarnir
Formaður varð ég tuttugu og tveggja ára þegar ég tók við af föður mínum sem þá hafði misst sjónina og var orðinn heilsuveill. Þá tók ég við formennsku á teinæringnum Lukku –Reyni. Síðar fékk ég Guðjón Einarsson skipasmið í Reykjavík til að smíða fyrir mig nýjan bát, Farsæl, og lét setja í hann vél.

Þetta var óneitanlega erfið sjómennska og ekki hættulaus. Róðurinn gat verið nokkuð langur á miðin, sérstaklega þegar netaveiðin stóð yfir. Mest vorum við með línu því ekki þýddi að byrja með netin fyrr en í apríl. Oft lenti maður í miklum barningi þegar róið var móti vindi og þá gat róðurinn orðið þungur og reynt á þolrifin í mannskapnum. Yfirleitt var róið á mið frá Staðarbergi og allt fram á Sýrfell. Mið þessi hétu ýmsum nöfnum s.s. Grunnaskarð, Síling, Djúpaskarð, Hallinn, Slakkinn, Melurinn o. fl. Aflinn var nú misjafn en oft sigldum við þó heim með hlaðinn bát.

Grindavík fyrrumRóið var allt árið um kring. Við feðgarnir áttum sinn bátinn hvor og rérum þannig allar árstíðir. Vor og sumar var róið á fjögurra manna fari, en reyndar voru venjulega fimm á, sex manna fari rérum við á haustin en á vetrarvertíðinni voru við á teinæringnum.

Vetrarvertíð
Á vetrarvertíð var farið út fyrir klukkan fimm á morgnana. Byrjað var á því að setja bátinn niður því allt var gert með handafli á þessum tíma. Skipin voru sett upp fjöruna á höndum líka, alveg þar til við fengum spil, sem var stór munur – þá gengu 4 – 6 á spilið og spiluðu bátinn upp en tveir studdu við hann.

Venjulega var um klukkustundar róður á miðin og þá var farið að leggja línuna. Oft var enn niðamyrkur þegar við komum á miðin og voru þá hafðar luktir til að lýsa mönnum við að leggja. Á teinæringnum vorum við venjulega með fimm bjóð – vorum yfirleitt átta undir árum meðan lagt var og hver krókur tíndur út, einn í einu. Ef eitthvað flæktist var bátnum róið afturábak og greitt úr því. Um klukkustund tók að leggja lóðina ef allt gekk vel. Að því loknu gátu menn fyrst gefið sér tíma til hvíldar, því væri ekki byr úr landi, var hamast í einni skorpu frá því lagt var af stað og þar til línan var öll komin í sjó.

Í NorðurvörÞegar búið var að leggja voru menn venjulega uppgefnir og sveittir. Sló þá oft illa að mönnum og varð mörgum hrollkalt meðan beðið var í rúmlega klukkustund yfir lóðinni, oft í frosti og snjókomu, en hvergi var skjól að hafa. Það gat gengið misjafnlega að ná línunni eftir því hversu mikið var á henni eða hvort hún festist. Ef hún varð föst var allra bragða neytt til að losa hana en þegar allt þraut var róið á línuna þar til hún slitnaði og síðan róið í næsta ból.

Þegar dregið var voru venjulega átta undir árum og andæfðu, tveir skiptust á um að draga og gogga af, en formaðurinn stóð afturí við stýrið. Það var erfitt verk og lýjandi að draga línuna og venjulega var það ekki falið öðrum en hraustmennum. Um 3 til 4 tíma tók að draga þegar allt gekk vel. Þá var haldið til lands. Ef byr var hagstæður var segl dregið að húni en annars varð auðvitað að róa.

Hvenær var svo komið að?

Fiskur í seilumJa, það gat nú verið ansi breytilegt, lagsmaður – það gat verið alveg frá hádegi eða fram í svartamyrkur eftir því hversu vel eða illa gekk á sjónum.

Náðuð þið alltaf í höfn í Grindavík?

Oft munaði það mjóu en hafðist þó alltaf hjá okkur. Einu sinni urðum við t.d. að liggja daglangt úti á lóninu fyrir utan brimgarðinn við innsiglinguna í veltubrimi og stormi. Þar urðum við að róa lífróður í sex klukkustundir samfleytt svo okk

ur ræki ekki upp í brimgarðinn. Vorum við allir orðnir allþrekaðir þegar formaðurinn ákvað að reyna lendingu. Þá voru allir karlmenn úr Járngerðarstaðarhverfinu komnir í fjöruna til að taka á móti okkur og það auðveldaði okkur lendinguna mikið. Þeir voru að reyna að hella lýsi og olíu í sjóinn til að draga úr briminu, en stormurinn hreytti því öllu upp í fjöru jafn óðum, svo það kom að litlu gagni. Þessi lending gekk þó að óskum og máttum við þakka það því hversu hraustlega var tekið á móti bátnum þegar hann bar upp.

Fiskur á seilum

Í Grindavík var engin bryggja á þessum árum og því varð ávallt að seila fiskinn. Væri brim var seilað út á lóninu fyrir utan brimgarðinn til að létta bátinn – fiskurinn var allur bundinn í kippur sem í var bundin fimm punda lína um 60 faðma löng. Einn maður gætti hnykilsins þegar róið var gegn um brimgarðinn og gaf út af færinu eftir því sem þurfti. Þegar í land var komið var svo aflinn dreginn að landi gegnum brimgarðinn og reynt að stilla þannig til að fiskurinn kæmi upp í fjöruna fyrir neðan skiptivöllinn.

Væri sæmilega gott í sjóinn var fiskurinn ekki seilaður fyrr en komið var í vörina. Þá voru tveir menn settir til að halda bátnum meðan aflinn var seilaður og gat það verið erfitt verk að styðja ef eitthvað hreyfði sjó. Aflinn var alltaf seilaður, – nógu erfitt var að setja bátinn upp þó ekki væri aflinn um borð í honum.

Þegar búið var að setja bátinn var tekið til við að bera fiskinn upp á skiptivöllinn. Þar var aflanum skipt í 14 staði eða 7 köst en við vorum 11 á. Voru tveir um hvert kast og voru kallaðir lagsmenn. Eitt kast, eða tveir hlutir, komu í hlut útgerðarinnar en einn hlutur var dauður og fór í kostnað við áhöfnina eins og ég kom að áðan.

Svo þurfti auðvitað að beita línuna fyrir næsta róður. Hraða þurfti öllum

þessum verkum svo menn fengju sæmilega langan svefn fyrir róður næsta dags.

Var ekki erfitt að eiga eftir alla aðgerðina þegar komið var af sjónum?

Nei, maður fann ekkert fyrir því. Það var bara að ná landi, þá var maður ánægður. Þegar það hafði tekist hafði maður bara gaman af aðgerðinni og að beita línuna.

Sjóslys voru tíð á þessum tíma er það ekki?

SpilJú, það kom fyrir að bátar fórust á miðunum í vondum veðrum. Einn teinæringur fórst í innsiglingunni við Grindavík nokkru eftir að ég hóf sjómennsku og gerðist það skömmu áður en við komum að. Það voru geysiháir sjóar og mikið brim í innsiglingunni þann dag. Þeim hlekkist eitthvað á og brimið náði bátnum. Það komust ekki nema tveir af – formaðurinn sem hét Guðmundur og einn háseti. Það merkilega var að Guðmundur þessi fór svo á skútu um sumarið og fórst með henni. Það virðist svo að ekki verði feigum forðað.

Samgöngurnar
Við Árni snúum nú talinu að samgöngum á landi í aldarbyrjun.

Þegar ég man fyrst eftir mér var hér enginn vegur, sagði Árni. Aðeins götuslóði var til Keflavíkur en þangað þurftu Grindvíkingar margt að sækja. Þar var læknirinn og þangað varð að sækja allt sem ekki fékkst hjá kaupmanninum í Grindavík. Menn fóru þetta ýmist gangandi eða ríðandi.

Já, ég gekk þetta oft og stundum með allmiklar byrðar. Einu sinni kom það fyrir þegar hann rauk upp með verður að faðir minn missti öll sín net. Það var mikill skaði því netin voru dýr og svo féllu auðvitað niður róðrar hjá okkur út af þessu. Ekki var um annað að ræða en setja upp ný net og sendi hann mig þá inn í Keflavík ásamt fjórum hásetum öðrum að ná í netakúlur. Það var von byrði – ekki vegna þess að hún væri svo þung, heldur fór þessi baggi illa á manni. Við höfðum borið sem svaraði 50 kg hver og höfðum af því mikið erfiði.

FarsællÞá var öll síld til beitu borin frá Keflavík til Grindavíkur. Hún var borin í fatla sem kallað var. Síldin var sett í poka sem við bundum á okkur með reipum og hertum að þannig að pokarnir hvíldu á öxlunum. Var mikill munur að hafa hendurnar lausar, þar sem leiðin var löng en byrðin oft um 50 kg. Illt var að nema staðar og hvíla sig með þessar byrðar eins og frá þeim var gengið. Reyndu menn venjulega að komast þetta í tveimur áföngum því aðeins einn góður hvíldarstaður var á miðri leið og var hann kallaður Lágar. Þar er bergsylla sem auðvelt var að styðja pokanum á og losa hann af sér án þess að eiga í vandræðum með að binda hann á sig aftur.

Saltflutningar

Þessi burður var þó auðveldur miðað við saltflutningana en við þá slapp ég sem betur fer. Þegar ég man fyrst til var öllu salti skipað upp í Vogunum og báru Grindvíkingar saltið á sjálfum sér þaðan í hálftunnupokum. Það voru því rúmlega 50 kg sem hver maður bar og var þetta mjög erfið byrði. Saltið var blautt og leiðin löng, og á göngunni nuddaðist það inn í bakið á burðarmönnunum. Aumingja karlarnir sem þannig urðu að þrælast með þessar drápsklyfjar dag eftir dag fengu oft mikil sár, sem lengi voru að gróa, undan pokunum.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson.

Sjálfur lenti ég stundum í því að rogast með svona byrðar í uppskipun, bæði með helvítis kolin og svo saltið.

Þegar saltskip og kolaskip komu varð uppskipun að ganga eins hratt fyrir sig og hægt var, enda venjulega nægur mannskapur á lausu. Við bárum þetta á bakinu í sekkjum en í þá var saltið mælt með hálftunnustömpum úti í skipinu. Þetta þrömmuðum við með frá uppskipunarbátnum og drjúgan spöl upp að geymsluhúsunum þar sem við urðum að staulast upp brattan stiga en svo var saltinu steypt úr pokunum fram yfir hausinn á okkur niður í binginn. Þannig man ég að við þræluðum einu sinni hvíldarlaust heilan dag og fram á nótt. Fengum rétt að fleygja okkur útaf í saltbinginn um lágnættið yfir lágfjöruna. Þá var maður hvíldinni feginn. Þetta voru ekki allt sældar dagar hjá manni.

Fiskurinn

Þá voru mörg handtökin í sambandi við fiskinn eftir að hann var komin á land. Allur þorskur og ufsi var flattur og saltaður á Portúgalsmarkað. Það var mikil vinna að breiða fiskinn til þurrkunar þegar vel veiddist. Oft man ég til þess að allur kamburinn fyrir neðan túnið hjá mér var hvítur af fiski. Þegar skipin komu var fiskurinn fluttur úr í þau í bátum og stúfað í lestarnar. Var vandaverk að stúfa því raða varð hverjum fiski rétt svo þessi dýrmæti útflutningur skemmdist ekki.

Leiddist þér aldrei þetta puð og basl á sjónum – fannst þér þetta ekki stundum þýðingarlítið strit?

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt – Teigur t.h.

Nei, sú hugsun kom aldrei að mér. Það var ávallt mitt yndið mesta að vera á sjónum og ég man ekki til þess að mér leiddist sjómennskan nokkurn tíma. Enda var ég á sjónum árið um kring öll mín bestu ár – ég fékk aldrei leið á því. Meira að segja þegar ég var kominn yfir sextugt og hættur á vertíðum gátum við ekki stillt okkur um það þrír karlar að stunda sjóinn á fjögurra manna fari með búskapnum. Þetta var auðvitað ekki mikið sem við öfluðum því róðrarnir hjá okkur voru stopulir en við höfðum þó í soðið og vel það.“

Sjá viðtal – http://www.ismus.is/i/person/id-1007820

Heimild m.a.:
-http://www.simnet.is/isrit/greinar/arabat.htm

Þórkötlustaðabótin - Ísólfsskáli fjær

Brim utan Þórkötlustaða.

 

Grindavík

 Á fyrri öldum, og allt undir síðari heimsstyrjöld, ýttu Grindvíkingar bátum sínum á sjó og lentu í vörum. Var þá oftast svo, að ein vör a.m.k. fylgdi hverju lögbýli. Þær voru flestar við vík eða víkur, sem gengu inn í ströndina. Í þeim var eilítið meira skjól en utar, brimaldan sumstaðar lítið eitt minni og setningurinn nokkru hægari. Í flestum þeirra var þó lending bæði bág og hættuleg.
Bátar í naustiEngum sögum fer af lendingabótum í Grindavík fyrir 1800. Bændur hafa vafalaust hreinsað varirnar eftir því sem þörf krafði og kostur var, en meira gátu þeir ekki. Gefur og auga leið, hve mikil og erfið vinna það hefur verið að halda vörunum sæmilega hreinum. Hafið er á sífelldri hreyfingu og skolar sandi og grjóti upp á ströndina, og þegar gerði stórbrim og flóð, bárust oft stórgrýtisbjörg upp í varirnar svo þær urðu ónothæfar.
Engar heimildir eru hedlur fyrir því, að hugað hafi verið að hafnargerð fyrr en kom fram á síðari hluta 18. aldar. Þá lét Guðmundur Runólfsson, sýslumaður, mæla Hópið og ósinn, en ekkert varð af framkvæmdum. Hefur verkfæraleysi og e.t.v. skortur á mannafla, að líkindum valdið mestu. Einu umtalsverðu framkvæmdirnar, sem sögur fara af, voru þær, að um 1840 réðist Jón Jónsson, hreppstjóri á Hrauni, í það stórvirki að gera nýja vör fyrir sunnan túnið á Hrauni.
GrindavíkurhöfnMeginástæða þeirra athafna var sú, að Hraunsmönnum þótti löng sjávargata fram í Þórkötlustaðanes, þar sem þeir höfðu átt uppsátur fram til þessa.
Á þessari öld hafa gríðarlegar breytingar orðið í harnarmálum í Grindavík og mun vart ofsagt, að hvergi annarsstaðar á landinu hafi skipt svo mjög um til hins betra í þessum efnum.
Það var ekki síðar en árið 1902 að hreppsnefnd fól þeim Einari Jónssyni, hreppsstjóra, og Erlendi Oddsyni, að mæla dýpi og stærð Járngerðarstaðavíkur og ef unnt er að gera uppdrátt af höfninni. Ári síðar ákvað hreppsnefndin að skoða Hópið og kanna hvað mundi kosta að gjöra innsiglingu fyrir haffær skip svo þar gæti orðið öruggt skipalægi. Ljúka átti því verki fyrir alþingi 1905.
Fjórtán árum síðar (1917) komust hafnarmálin aftur á dagskrá í Grindavík. Einar G. Einarsson, kaupmaður í Garðhúsum, tók sér penna í hönd og skrifaði Stjórnarráði Íslands. Í bréfinu óskaði hann eftir því, að varðskip yrði fengið til að gera frumkönnun á innsiglingu og höfn í Grindavík. Sumarið 1919 voru gerðar mælingar í Járngerðarstaðavík og lagt til að byggður yrði lítill steypugarður á rifið suðaustur af Akurhúsanefi til skjóls fyrir lendinguna. Þessari álitsgerð fylgdi uppdráttur, er sýndi legu garðsins. Dýrara var talið að dýpka Hópið og gera innsiglingu inn í það, og reyndar Bátarnir hafa stækkaðóvíst, hvort hugmyndin væri framkvæmanleg.
Árið 1925 gerði mikið sjávarfljóð í Grindavík er eyðilagði allmikið af húsum og skemmdi stórkostlega uppsátrið í annarri vörinni og eyðilagði hina að mestu. Einar G. Einarsson hélt áfram að ýta á Stjórnarráðið um úrbætur. Athuganir voru gerðar og tillögur lagðar fram. Einar lét gera teikningu af bryggju við varirnar í Járngerðarstaðahverfi og sendi Alþingi með beiðni um fjárstyrk. Benti hann m.a. á að allar vörur, sem fluttar voru til Grindavíkur sjóleiðis hafi orðið að bera á bakinu og klöngrast með langa leið yfir hált og óslétt fjörugrjót. Bryggjusmíði hófst þó ekki fyrr en á árunum 1931-1933, en þá voru gerðar þrjár bátabryggjur, ein í hverju hverfi. Þörf fyrir bryggju hafði vaxið í víkinni mjög er vélbátaútgerð hófst þar árið 1928.
Bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð á árunum 1931-1932. Hún var með steyptum veggjum og þekju, grjótfyllt og hallaði í sjó fram. Náði endi hennar u.þ.b. einn meter út fyrir stórstraumsfjöruborð. Alþingi greiddi þriðjung kostnaðarins en heimamenn tvo þriðju hluta. Þrátt fyrir mikinn fögnuð Grindvíkinga með bryggjuna þótti hún helst til of stutt. Árið 1933 var bryggjan lengd. Sama ár voru gerðar bryggjur í Þórkötlustaðahverfi og Staðahverfi, sem fyrr sagði.
Naust ofan við ÞórkötlustaðanesbryggjunaÞetta voru í rauninni löndunarbryggjur. Sem fyrr varð að setja bátana í naust að kvöldi. Næsta skref var að gera varanlega höfn, þar sem allur bátaflotinn ætti öruggt lægi í öllum veðrum. Enn tók Einar G. Einarsson sig til árið 1938 og ritaði vitamálsstjóra bréf. Bað hann um hæfan mann til að athuga hvort tiltækilegt væri að grafa skurð í gegnum grjót og malarrif það, sem lokar Hópinu. Einnig lagði hann til endurbætur á bryggjunni.
Árið 1939 hófust framkvæmdir við að opna Rifósinn. Get var ráð fyrir að reisa bráðabirgða stíflugarð við efra mynni væntanlegrar rásar, þannig að vatnið héldist inni í Hópinu um fjöru svo hægt væri að vinna 4-5 tíma að dýpkun um hverja fjöru. Handverkfæri voru notuð til að losa grjót og handbörur til að flytja það til. Í september var búið að gera 10 m breiða rás í gegnum eiðið og svo djúpt niður, að fiskibátarnir flutu inn og út um hálffallinn sjó. Hinn erfiði setningur bátanna eftir hvern róður heyrði þá sögunni til. Eftir affermingu voru bátarnir færðir inn í Hópið og lágu þar til næsta róðurs.
Löndun við GrindavíkurhöfnÁrið 1945 var “grafvél” Reykjavíkurhafnar notuð til að breikka og dýpka innsiglinguna og um leið grafin renna upp að bryggju í Hópinu, sem gerð var 1944. Árið 1947 var gerður skjólgarður frá svonefndum Svíra og fram á Rifið, auk þess sem byggð var ein bryggja af þremur, sem áætlæun hafði verið gerð um í Hópinu. Fé til framkvæmdanna var tekið að láni og þótti sumum nóg um. Aðkomubátum fjölgaði hins vegar svo ört við úrbæturnar að krafa var gerð um enn frekari framkvæmdir í höfnini. Síðan hefur stöðugt verið unnið að úrbótum og betrumbótum á hafnaraðstöðinni í Grindavík.
Byggingar- og framkvæmdarsaga Grindavíkurhafnar er ævintýri líkust. Árið 1939, þegar hafist var handa um dýpkun innsiglingarinnar, bjuggu grindvískir sjómenn enn við hafnleysi. Frá árinu 1939 hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra, og þegar lauk því tímabili, sem hér er til umfjöllunar, áttu Grindvíkingar eina bestu og fullkomnustu höfn á suðurströnd landsins.

Grindavík - loftmynd

Heimild:
-Jón Þ. Þór – Árbók Sögufélags Suðurnesja IX. 1996-1997, bls 139 – 152.

Grindavíkurhöfn austanverð 2008