Lækjarbotnar

Margt hefur verið sagt um Fjalla-Eyvind, mesta og einstakasta útilegumann Íslands, sem ekki getur staðist – og er þó af nógu að taka. Á vefsíðu segir m.a.: “Í Engidal er hellir sem er talinn vera ævaforn útilegumannabústaður.

Hellir í Hengli

Talið er að Eyvindur Jónsson (Fjalla-Eyvindur) og Margrét Símonardóttir hafi hafst við í þessum helli í seinni útlegð þeirra, vorið 1678.” Jafnframt fylgdir lýsingunni að Eyvindur og Margrét hafi verið handtekinn og færð á Þingvöll.
Þessi fullyrðing passar engan veginn. Fjalla-Eyvindur var að vísu Jónsson en eiginkona hans hét Halla Jónsdóttir. Engar sannanlegar sagnir eru um að Halla hafi hafst við í Henglinum, hvað þá Eyvindur, a.m.k. ekki Fjalla-Eyvindur, því hann fæddist ekki fyrr en árið 1714. Þá voru þau hjón aldrei færð á Þingvöll þrátt fyrir að hafa einu sinni fengið dóm. Þau sluppu jafnan úr klóm yfirvalda er vildu hefta frelsi þeirra.
Eyvindur Jónsson fæddist að Hlíð í Hrunamannhreppi árið 1714, sem fyrr sagði. Hann lést á Hrafnsfjarðareyri um 1780, á áttræðisaldri (1785 mun þó nær sanni). Halla mun hafa látist skömmu síðar, eða fyrr segja sumar heimildir. Þau munu grafin við Staðarkirkju, sumir segja þá að Eyvindur hafi verið grafinn við bæ sinn að Hrafnsfjarðareyri. Engar sönnur hafa verið færðar á það. Hins vegar er ljóst að hann var gerður útlægur í u.þ.b. 40 ár fyrir litlar sem engar sakir. Ef “glæpamannaframleiðendur” hafa verið til hér á landi voru þeir uppi á 18. öldinni þegar margir voru gerðir að þjófum af óljósi tilefni, jafnvel orðrómi einum saman. Ástæðurnar voru Rústir í Hvannalindumoft aðrar en opinberaðar voru. Yfirvaldið elti þá miskunnarlaust uppi og refsaði með grimmilegum hætti, án þess að vörnum væri við komið. Þetta tímaskeið í Íslandssögunni einkenndist af miklum kuldum og meðfylgjandi hungri alþýðunnar. Þúsundir landsmanna dóu úr kulda, aðrir féllu úr hor. Margir reyndu að bjarga lífi sínu með því að nálgast nauðsynlegar bjargir, s.s. sauði eða hross annarra, við litla samúð þeirra er áttu – og áttu þeir þó nóg af öllu.
Ismar og stefnur hafa jafnan verið í réttu hlutfalli við viðhorf yfirvaldsins. Þegar fólk hefur verið brennimerkt, smánað, sent í þrælkunarvinnu eða líflátið af litlum tilefnum, breytist viðhorfið smám saman, ekki síst vegna krafna um úrbætur er dugað gætu betur. Útlaginn Fjalla-Eyvindur, mestur fjallamanna og fróðastur landsmanna um öræfi landsins áður en yfir lauk, skaðaði aldrei nokkurn mann þótt hann hafi tekið og matreitt sauði þeirra er gert höfðu á hlut hans. Útlaginn bjó yfir geysilegum fróðleik um aðstæður, möguleika og hentugustu leiðir um hálendið á tímum er þær þóttu nauðsynlegar. Skilningsleysi yfirvalda og stafblinda lagabókstafsins komu í veg fyrir mikilvægar framfarir sárþjáðar þjóðar á þeim tíma.
FylgsniEyvindur, sem ávallt komst undan ásókn yfirvaldsins, mátti ekki frekar en aðrir mannlegir við stórbrotnustu náttúruöflunum, ösku og eimyrðu, og fór með eiginkonu sína frá Hvannalindum árið 1783 að Hrafnsfjarðareyri þar sem hann bjó aldraður í skjóli skilningsgóðra manna síðustu æviár sín, á bæ, sem hann hafði sjálfur reist upp úr eyðibýli um 1755, á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna.
Sagan um Höllu þar sem hún á að hafa verið handtekinn og höfð í tukthúsinu í Reykjavík, núverandi stjórnarráði Íslands, er ýkjusaga. “Um haustið var einhvern dag sólskin og fagurt veður með hægri kælu. Sat Halla þá úti undir bæjarvegg og hafði orð á því “að fagurt væri á fjöllunum núna”. Nóttina eftir hvarf hún og fannst ekki aftur. En nokkrum árum seinna fannst konulík uppi í Henglafjöllum og tveir sauðir hjá, er hún hafði krækt undir styttuband sitt.” Þessi saga er sögð í bréfi séra Skúla Gíslasonar prests að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1860 til Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Önnur svipuð er frá Suðurlandi, þar sem Halla dvaldi um skeið í umsjá fólks og náði sér eftir lasleika. Fræg er sagan er Eyvindur bjargaði henni úr höndum yfirvaldsins eftir þaulsetna eftirför. Hvarf hann með Höllu út í dimma þoku er sveipaði þau frelsishjúp.
Framangreindar sögur er einungis fáar af þeim útilegumannahjónum. Svo mikill ótti var við útilegumenn á 18. og 19 öld að jafnvel hinir huguðustu menn þorðu vart liðsfáir og óvopnaðir yfir hálendið. Flestir töldu útilegumenn vera á hverju strái og mikluðu vandann eftir því. Þó var ekki öðru fólki til að dreifa á þessu svæði, utan Arnesar og Abrahams, er dvöldu með þeim tímabundið. Báðir náðust og fengu hegningu.
Jafnan er þess getið í annálum að þeir, sem sóttu hvað harðast að Eyvindi og Höllu, fengu makleg málagjöld. Rústir EyvindaversSýslumaður í Hreppum, er fastast sótti að þeim, missi 80 fjár, jafn margt og Eyvindur hafði skilið ummerki eftir á Hveravöllum, og sýslumaður er náði að handsama þau fyrir vestan, hrökklaðist frá embætti stuttu síðar. Eyvindur virðst hafa valið úr gangnafénu það er tilheyrði þeim er gerðu honum erfitt fyrir, en lét fé annarra í friði.
Eyvindur og Halla eignuðust a.m.k. 3 börn, auk þess em Halla hafði eignast son með fyrrum bónda sínum, er hafði látist. Ólöfu, og e.t.v. fleiri börn, þurftu þau að yfirgefa að Hrafnsfjarðareyri er þau hjónin þurftu skyndilega að hverfa þaðan. Guðrún fylgdi þeim á fjöll, en var síðar 12 ára gamalli komið í fóstur til vilvaldarmanna á Vestfjörðum. Hún var eina barnið, sem hafði alist upp meðal útilegumanna hér á landi. Saga hennar er og að mörgu leyti merkileg. Eitt barnanna lést skömmu eftir fæðingu, sennilega úr kulda eða hungri. Gömlu hjónin bjuggu síðustu árin sín í skjóli Ólafar að Hrafnsfjarðareyri, en þá hafði hún byggt þar upp býli ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Olíferssyni.
Saga Fjalla-Eyvindar lýsir miklum kærleika um grundvallaratriði, sterkum ættartengslum og harðneskju yfirvalda, en um leið alþýðlegri samúð með ofsóttum lítilmagnanum. Spyrja má – hvað hefur í rauninni breyst í þeim efnum á tæplega þriggja alda skeiði í sögu þessarar þjóðar. Svarið gæti verið margþvælt, allt eftir því hver væri spurður, en niðurstaðan er og mun verða ein – ekkert.
Af framangreindu má sjá að yfirvöld geta með meðvituðu viðhorfi og ígrundaðri eftirfylgju, ráðið miklu um fararheill fólks til lengri framtíðar. Meðvitunarleysið virðist hins vegar hafa verið mikið um allt of langt skeið – jafnvel allt til þessa dags.

Heimildir m.a.:
-Guðmundur Guðni Guðmundsson – Saga Fjalla-Eyvindar.

Áletrun

Gjábakkahellir

Haldið var í Gjábakkahelli – um vetur. Snjóalög voru það mikil að það tók 3 klst og 3 mín. að moka frá opinu og koma þátttakendum niður í fordyrið. Biðin kom ekki að sök því haft var ofan af fyrir þeim með leikjum á meðan.
Í GjábakkahelliGjábakkahellir milli Þingvalla og Laugarvatns hefur óneitanleg tengsl við Reykjanesskagann. Björn Hróarsson segir eftirfarandi í stórvirki sínu „Íslenskir hellar“ um Gjábakkahelli: „Gjábakkahellir hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Björn Th. Björnsson (1984) segir Stelpuhelli upprunalegasta nafnið. Nú má hins vegar fullyrða að nafngiftin Gjábakkahellir hafi náð yfirhöndinni og hin nöfnin fallið í gleymsku.
Hellirinn liggur undir veginn milli Gjábakka og Laugarvatns um tvo kílómetra frá eyðibýlinu Gjábakka. Hellirinn er opinn í báða enda og er neðra opið rétt neðan vegarins og merkt með lítilli vörðu. Efra opið opnast í dálitla laut nokkru ofan við veginn. Meginlína hellisins er um 310 metrar en heildarlengdi hans er um 364 metrar.
Hellirinn er töluvert hruninn en hefur samt margt að bjóða hellaförum, til dæmis er þar allajafna töluvert um ísmyndanir. Þá eru þar separ, totur, spenar, storkuborð og ýmsar aðrar hraunmyndanir sem gleðja augað. Á einum stað er hellirinn á tveimur hæðum og á kafla mmá velja tvær leiðir áfram. Önnur lokast þó fljótt svo enginn ætti að villast, í það minnsta kosti hvorli lengi né illa.
Í GjábakkahelliHellirinn hefur verið þekktur lengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir. Gjábakkahellir var kortlagður af Eichbauer, E. og Fritsch, E. þann 27. júní 1985.“
Gjábakkahellir uppgötvaðist fyrst er verið var að leggja Kóngsveginn svonefnda fyrir heimsókn Friðriks VIII Danakóngs árið 1907. Á þeim tíma voru einungis um 30 þekktir hraunhellar á landinu. Í dag eru þeir um 500 talsins.
Segja má með sanni að hraunhellarnir séu hinir einu sönnu undir- og undraheimar Íslands. Þar er myrkrið svartara og tíminn afstæðari en annarstaðar. Góð leiðsögn og búnaður gera hverjum sem er kleift að upplifa þessa undraveröld óháð veðri eða dagsbirtu. Vanir hellaleiðsögumenn ábyrgjast jafnan gott „veður“ í hellaferðum á Reykjanesskaganum allt fram til ársins 2750!
Á leiðinni út hinum meginGjábakkahellir er hluti af geysimikilli hrauná sem rann neðanjarðar í síðasta gosi á Þingvöllum. Hellirinn er stór en nokkuð seinfarinn, enda eina ástæðan, sem þörf er á að fylgja, er að flýta sér hægt.
Ónefndur starfsmannastjóri sem fór í þessa ferð með fyrirtæki sínu sagði að fyrri ferð um Gjábakkahelli með starfsfélögum sínum kæmi oft upp í hugann þegar unnið væri að krefjandi verkefnum hjá fyrirtækinu. „Fyrst við réðum við Gjábakkahelli, -þá förum við nú létt með þetta…” varð honum að orði.
Þrátt fyrir að hitastigið úti hafi verið -2°C var hitastigið í hellinum um 5°C. Við hellaskoðun er mest um vert að hafa augun bæði límd við gólfið, en huga að hverju skrefi, og gæta þess að reka höfuðið ekki upp undir. Ferðin í gegnum hellinn að þessu sinni tók u.þ.b. eina klukkustund.

Endaopið

Gjábakkahellir er þó töluvert hruninn þannig að það var um mikið stórgrýti að fara með tilheyrandi klifri og klöngri. Og ekki bætti úr skák að fyrstu um 70 – 100 metrana voru allir steinarnir og veggirnir þaktir blautum ís og því verulega erfitt að fóta sig. Eftir um 2/3 af leiðinni skiptist hellirinn í þrjú op hvert ofan á öðru. Á miðhæðinni er bara lítill skúti sem endar með gatiniður á neðstu hæðina. Efsta hæðin nær svipað langt inn, en þar var líka hægt að fara til baka út með veggnum þar til komið er að þröngu gati og þaðan niður á „svalir“. Um 6 metra fall er niður af „svölunum“ svo það er vissara að fara varlega. Skríða þarf til baka. Þegar farið var að nálgast hinn endan á hellinum fór aftur að kólna svo hálkan fór aftur að gera vart við sig. En síðustu 30 metrana gat að líta mjög fallegar ísmyndanir og grílukerti. Opið í þessum enda er stórt og mikið og því auðvelt að finnan þennan munna.
Eins og fyrr sagði var upphaflegi vegurinn um Lyngdalsheiði lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóng sumarið 1907 og þess vegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun. Hvað um það – hér var um alvöru hellaferð að ræða, en ekki þrasferð um örnefni og tilefni þeirra.
Frábært veður. Hér má sjá örsutt myndbrot úr ferðinni. Hafa ber jafnan í huga að „náttúran er ævintýri“.

Heimildir m.a.:
-Hraunhellar á Íslandi. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1991.
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar -2006, bls. 347
-Á ferð um landið. Björn Hróarsson. Mál og Menning. 1994.
-Uppsveitir Árnessýslu, Kort.
-Á ferð um Ísland. Nesútgáfan. 1997.
-Árbók Ferðafélags Íslands 1961.
-Íslandsmetabók Arnar og Örlygs. Steinar J. Lúðvíksson. 1983.

Í opi Gjábakkahellis

Illaklif

Í Nýjum vikutíðindum árið 1969 er sagt frá „Munnskaðanum mikla á Mosfellsheiði“ í marsmánuði árið 1957:
„Einhver hin átakanlegasta og slysalegasta ferð í verið. sem um getur, var farin fyrir rúmum hundrað árum, í öndverðum marzmánuði 1857, er fjórtán útróðramenn úr Biskupstungum og Laugardal í Árnessýlu börðust við dauðann á Mosfellsheiði í blindbyl og frosti.
laufdaelingastigur-221Segir nú ekki af ferðum þeirra félaga fyrr en kemur utarlega í svonefnda Vilborgarkeldu. Sjá þeir þá draga upp ský yfir Esjunni. Litlu síðar fór að hvessa, og að vörmu spori var skollin á þá grimmasta norðanhríð. Jafnframt herti frostið óðfluga, svo að hálfblaut föt þeirra manna, er gist höfðu á Þingvöllum, stokkgödduðu, og torvelduðu þeim mjög að komast áfram. Réðust þeir nú um, hvað til bragðs skyldi taka. Vildu sumir snúa aftur og leita bæja. Aðrir töldu það óráð, og þótti lítil von til að finna bæi í Þingvallasveit, þar sem þeir eru strjálir, en dauðinn vís ef þeir villtust út á vatnið eða í hraunið. Þótti þeim meiri von að takast mætti að finna sæluhús kofa þann, sem var á svo nefndum Moldbrekkum, austan til á miðri Mosfellsheiði. Gætu þeir látið þar fyrir berast, meðan verst væri veðrið. Ef það brygðist, myndu þeir að öllum líkindum finna Mosfellsdalinn. Mundi hríðin þar vægari og meiri von, að þeir hittu þar einhvern bæinn. Var þetta ráð tekið og halda þeir nú áfram vestur heiðina. Hríðin var svo svört, að ekkert sá frá sér, og sterkviðrið og frostharkan að sama skapi. Fuku höfuðfötin af sumum, og var engin kostur að elta þau. Gekk ferðin afar seint, bæði vegna ófærðar, veðurs og eigi sízt þess, hve klæðin frusu að þeim og gerðu þeim stirt um ganginn. Þegar á leið daginn, tóku þeir mjög að þreytast og sumir að gefast upp. Hinir, er færari voru, reyndu að hjálpa þeim eftir megni. Egill frá Hjálmstöðum hafði gengið fyrir um hríð. Þótti félögum hans sem hann mundi hafa haldið of mikið í veðrið og stefna of norðanlega. Ekki fundu þeir sæluhússkofann, enda sá vart út úr augum fyrir hríðinni. Þar á heiðinni er klif nokkurt, er verða átti á leið þeirra. Það urðu þeir eigi varir við. Kom þeim nú saman um, að snúa meira undan veðrinu, svo sem þeir hugðu stefnu vera á Mosfellsdalinn.

illaklif-223

Þótti þeim sem helzta lífsvonin væri sú, úr því sem komið var, að reyna að ná til bæjar í Gullbringum, en þangað var enn löng leið fyrir höndum. Gengu þeir nú enn um hríð, unz fimm voru svo þrotnir, að enginn var þess kostur, að þeir mættu lengra komast. Flestir hinna voru og mjög þjakaðir orðnir. Vildu sumir halda áfram og láta þá hvern þar eftir, er hann mátti eigi lengra komast.
Þó varð það úr, að þeir ákváðu að láta allir fyrir berast um nóttina, þar sem þeir voru komnir. Var þó ekki álitlegt til þess að hugsa, því að þarna var ekkert afdrep, allt slétt af jökli og veðrið svo ofsalegt, að ekki var stætt. Þeir, sem mest voru af sér gengnir, fleygðu sér þegar niður á hjarnið, en hinir stóðu uppi yfir þeim. Sumir reyndu að pjakka með stöfum sínum holu niður í harðfennið, til að reyna að fá eitthvert skýli, lögðust svo þar niður og létu skefla yfir sig. Þá félaga tók nú suma mjög að kala. Klakahúð var komin yfir andlit þeirra og öll föt voru stokkfreðin. Á Agli bónda á Hjálmstöðum var allt andlitið orðið hvítt af kali. —
Leið svo fram um dagsetur. Stóðu þá enn nokkrir uppi. Þá heyrðu þeir yngsta manninn í hópnum, Þorstein frá Kervatnsstöðum, reka upp hljóð þrisvar, og hneig hann niður við hið síðasta.
„Hörmulegt er að heyra,“ mælti Kristján.
„Ef þú getur ekki að gert,“ mælti Pétur, „þá er bezt að þegja.“
illaklif-224Gerði nú myrkt af nótt, svo að enginn sá annan. Þar kom, að enginn stóð uppi, nema Einar og Pétur. Sömdu þeir það þá með sér, að þeir skyldu aldrei niður leggjast, meðan þeir mættu uppi standa. Áttu þeir nóg að vinna að verjast sterkviðrinu, að eigi hrekti þá burt frá hinum. Þeir voru þá báðir ókalnir enn. Ekkert sást fyrir náttmyrkri og snjódrífu. Öðru hvoru heyrðust hljóð frá félögum þeirra, er lágu þar umhverfis í skaflinum, huldir í snjónum. Þá er langt var liðið á nótt, heyrði Pétur að kallað var í snjónum fyrir fótum honum og beðið í guðs nafni að rífa snjóinn, því að sér lægi við köfnun. Pétur þreifaði fyrir sér og fann þar Þorstein frá Kervatnsstöðum örendan. Hafði hann hnigið ofan á höfuðin á þeim Bjarna og Ísak. Voru þeir báðir á lífi, en máttu sig hvergi hræra, vegna líksins, sem lá yfir þeim, og svo voru þeir frosnir niður við hjarnið. Pétur snaraði burt líkinu, og tóku þeir Einar svo báðir að losa þá Bjarna og Ísak. Vöknuðu nú fleiri í skaflinum, er niður höfðu lagzt, en fæstir máttu upp standa, svo voru þeir frosnir. Hafði snjórinn þiðnað lítið undir þeim, er þeir lögðust niður, en frosið síðan við klæði þeirra. Þegar þeir heyrðu, að einhverjir voru uppi standandi, kölluðu þeir á þá og báðu þá hjálpar. Þeir Pétur tóku þá hvern af öðrum og svo hjálpaði hver, sem á fætur komst eftir megni. Guðmundur frá Hjálmsstöðum hafði lítt eða ekkert sofið. Hafði hann á sér þá hreyfingu, sem hann mátti, til að halda á sér hita. Heyrði hann nú angistaróp í snjónum hið næsta sér, og fór að huga frekar að því. Var það mágur hans, Egill Jónsson frá Hjálmstöðum. Var hann fastur í fönninni, berhöfðaður og berhentur á annarri hendinni. Eftir mikla erfiðismuni tókst Guðmundi að ná honum á fætur, batt tveimur vasaklútum um höfuð honum, en reyndi að koma hendinni í buxnavasann.

Mosfellsheidi-221

Var hún þá stálgödduð og ósveigjanleg og kvaðst hann ekkert finna til hennar. Enn heyrði Guðmundur hrópað nálægt sér. Var það Þiðrik Þórðarson frá Útey. Var hann einnig fastur í fönninni og búinn að fá brjóstkrampa, sem hann átti vanda til. Að lokum tókst Guðmundi að ná honum á fætur. Héldu þeir, sem eitthvað gátu, áfram að losa hina úr skaflinum, en það var torsótt mjög. Urðu þeir að beita höndum einum, því að eigi var þorandi að neyta stafbroddanna, þar sem bæði var niðamyrkur og handastjórn tekin að fatast, er flestir voru kalnir og varla hægt að ráða sér fyrir ofviðrinu. Sveinn frá Stirtlu hafði pikkað laust í hjarnið og lagzt þar niður aflangur. Var lengi strítt við að losa hann, og tókst að lokum. Var hann lítt kalinn eða ekki. Örðugast var að losa þá, er lagzt höfðu endilangir, en hægar þá, er lagzt höfðu krepptir. Í þessari svipan kól þá báða, Pétur og Einar, mjög á höndum og fótum.
Að lyktum voru allir komnir á fætur, nema Þorsteinn. Gátu sumir þó naumast staðið, og voru að detta niður öðru hvoru, en hinir hressari reistu þá upp aftur og reyndu að styðja þá. Undir dögun slotaði veðrinu lítið eitt. Töluðu þeir félagar þá saman, og mælti enginn æðruorð.
Þegar hálfbjart var orðið af degi gerði þann feiknasvip, og herti svo frostið, að langt bar af því, er verið hafði. Skullu þeir þá niður hver af öðrum, en nokkrir þeir, sem færastir voru, leituðust við að reisa þá á fætur aftur. Til marks um frosthörkuna er það, að á Pétri var orðin svo þykk  klakaskán yfir öll andlitinu, að hann gat eigi brotið hana frá. Var hvergi gat á, nema fyrir öðru munnvikinu, og frosið allt saman hár og skegg og klæði. Bað hann þá Kristján að brjóta klakann og lagðist niður á bakið. Kristján pikkaði með staf sínum rauf fyrir enninu. Þreif Pétur þar í og reif frá allt saman. Svo var veðrið nú mikið og frostið, að þeim félögum fannst sem stæðu þeir alveg berir og hröktust þeir undan veðrinu í hvössustu hryðjunum. Gekk á þessu um hríð, unz Jón frá Ketilvöllum, Þiðrik, Ísak og Egill hnigu niður í höndum félaga sinna. Var naumast hægt að merkja, hvort þeir væru með lífsmarki eða þegar örendir.
mosfellsheidi-222Harðasta hrynan hafði staðið um það bil klukkustund. Hefði hún staðið aðra klukkustund í viðbót, má fullvíst telja, að enginn hefði komizt lífs af. Veðrið dró niður um það leyti, sem albjart var orðið. Var þó enn rok og hörkubylur. Sáu þeir þó á milli hryðjanna höggva fyrir toppnum á Grímmannsfelli. Voru þeir rétt fyrir neðan Leirvogsvatn, heldur nær Stardal en Bringunum, og höfðu lítið sem ekkert farið afvega.
Þeim, sem eftir stóðu, níu samtals, kom nú saman um að halda af stað og leita byggða. Skildu þeir eftir poka sína alla og stafi. Er þeir höfðu skamma stund gengið, kallaði Guðmundur frá Múla til Péturs og bað hann að leiða sig. Gerði Pétur svo. Brátt fann hann, að sér mundi verða það of þungt einum. Kallaði hann þá til Einars og bað hann að leiða Guðmund með sér. Einar var fús til þess. Í sama bili þraut Gísla Jónsson. Reyndu þeir Pétur að hjálpa honum áfram, en varð nú seinfarið, er þeir urðu að draga tvo aðra máttfara með sér, enda misstu þeir í þessum svifum sjónar á félögum sínum öðrum.
Frá þeim er það að segja, að þeir héldu saman allir fimm og komust um miðjan morgun ofan að bænum Gullbringu, til Jóhannesar Lund, er þar bjó. Voru þeir þá svo aðfram komnir, að enginn þeirra var fær um að standa upp hjálparlaust, þegar þeir settust eða duttu.
Jóhannes bóndi og fólk hans tók þeim hið bezta, og fengu þeir þegar þá aðhlynningu og hjúkrun, sem framast voru föng á. Svo voru þeir rænulausir, að þeir gátu ekki um þá félaga sína, sem á eftir voru, fyrr en eftir drjúga stund, er einhver heimamanna var að aumka þá, hve bágt þeir ættu. Rankaði þá einn þeirra við og sagði: „Bágt eigum við, en bágara eiga þeir, sem eru á eftir.“
Þegar húsbóndinn heyrði þetta, bjóst hann þegar að leita þeirra, er á eftir væru, og var það jafnsnemma og upp stytti hríðinni.
Bringnavegur-221Í Gullbringum bjó fátækt fólk. Voru þar lítilfjörleg húsakynni og knappt um bjargræði og eldivið. Hinir hröktu menn fengu þegar kaffi og nýmjólk, voru færðir úr vosklæðum og að þeim hlynnt eftir fremsta megni. Síðan fóru þeir niður í vatnsílát með hendur og fætur, og voru í vatninu fram eftir degi.
Nú er að segja frá þeim Pétri og Einari, er þeir voru viðskila orðnir við alla félaga sína, nema þá tvo, er þeir leiddu. Höfðu þeir Guðmund á milli sín, en Gísli hélt sér í þá. Héldu þeir svo fram ferðinni langa hríð. Lítt skiptust þeir orðum við félagar, nema einu sinni segir Guðmundur: „Ætlarðu að yfirgefa mig, Pétur?“
„Nei, aldrei!“ svaraði í því kipptist Guðmundur við svo hart að hann ýtti þeim frá sér. Það voru dauðateygjurnar, er hann tók fyrsta andvarpið. Báru þeir hann þó enn góða stund á milli sín, unz þeir skildu, að það kom fyrir ekki.
Þá var stytt upp hríðinni, og var það eins snögglega og hún hafði skollið á. Létu þeir nú lík Guðmundar eftir, og er þeir höfðu skamma stund farið, sýndust þeim koma þrír menn á móti sér. Það var Jóhannes bóndi í Gullbringum einn saman, er kominn var að leita þeirra. Stefndu þeir þá fyrir austan endann á Grímmannsfelli, er Jóhannes kom að þeim. Komust þeir nú allir heim með honum, en svo voru þeir máttfarnir, að Jóhannes varð að lyfta undir þá, til þess að þeir kæmust upp baðstofutröppurnar. Var Pétur verst farinn. Þegar þeir voru komnir inn á baðstofugólfið var spurt, hvort þeir vildu kaffi.
thingvallavegur-221Pétur svaraði: „Því ætli ég vilji ekki kaffi.“
Hann stóð á gólfinu, meðan hann drakk úr bollanum og meðan bóndi náði af honum fötunum. Hann talaði allt af ráði, en stutt og reiðilega, en sjálfur vissi hann ekki af sér, frá því að hann kom inn, til þess er stund leið frá.
Það var litlu fyrir hádegi, er þeir þremenningarnir komu til bæja. Voru nú sóttir menn og hestar til að flytja mennina á bæi, þar sem hægt var að hjúkra þeim. Voru sex þeirra fluttir þaðan. Bjarni og Guðmundur þóttu eigi flutningsfærir, og voru kyrrir um nóttina í Gullbringum.
Daginn eftir voru þeir fluttir niður í byggð. Allir voru þeir meira og minna kalnir, en urðu allir græddir að lokum, þótt sumir yrðu aldrei örkumlalausir. Einar lá lengi með óráði, en varð þó heill að lokum. Pétur var mest kalinn og lá mjög lengi í sárum og varð aldrei jafngóður.
Samhliða þessum flutning um voru þrír menn með duglega hesta sendir svo skjótt sem verða mátti til að leita hinna látnu og farangursins. Fundu þeir brátt lík Guðmundar frá Múla skammt frá Smalaskála nokkrum.
Því næst fundu þeir Ísak allmiklu norðar. Var hann enn með lífsmarki, þá er að var komið. Fluttu þeir hann strax að Stardal, því að þangað var skemmst, en hann dó á leiðinni. Byggðamenn sneru síðan aftur upp á heiðina og fundu brátt farangurinn og hina mennina fjóra sunnan til við Leirvogsvatn, hjá svonefndum Lómatjarnarlæk. Höfðu þeir lagzt rétt við lækinn og sumir þeirra legið í vatni úr læknum. Jón frá Ketilvöllum var þá enn með lífsmarki. Fluttu þeir hann að Stardal, en hann dó einnig á leiðinni.
Líkin voru öll lögð í snjó og vakað yfir þeim, en ekki leyndist líf með neinu þeirra. Voru líkin flutt til greftrunar að Mosfelli, en kistur gerðar að þeim í Rvík. Pétur kvaðst leggja til líkklæði utan um vin sinn og félaga, Guðmund frá Múla, og það gerði hann. —
Nokkru síðar dreymdi hann að Guðmundur komi til sín. Þóttist hann spyrja, hvernig honum liði — og fá þetta svar:
„Ekki vel. Mér er svo kalt.“
Frétti Pétur síðar, að líkklæðin höfðu orðið eftir í Reykjavík í ógáti, og þótti þá draumurinn benda til þess.“

Heimild:
-Ný vikutíðindi, 10. árg., 39. tbl, 1969, bls. 4, 5, 6 og 7.

Illaklif

Varða ofan Illaklifs.

Grindavíkurhöfn

„Sjósókn úr Grindavík hefur verið með svipuðum hætti allar aldir siðan tekið var að róa þaðan. Bátar, veiðar, vinnubrögð og aðferðir við útgerðina hafa haldist lítið breytt allt fram á þessa öld. Enn eru uppi meðal okkar menn sem muna hinn gamla tíma árabátanna í Grindavík.
Grindavik-501Í heimildum frá miðöldum (12.-15 öld) er Grindavík ein þeirra verstöðva sem oftast er nefnd sunnan Reykjaness, ásamt Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Á 15. og 16. öld höfðu erlendir kaupmenn mikil umsvif þar, fyrst Englendingar og síðar Þjóðverjar. Englendingar ráku sjálfir fiskveiðar úr landi og hafa áreiðanlega ráðið til sín íslenska sjómenn. Eftir að þeir voru hraktir frá stöðvum sínum hér, tóku Hamborgarar og Brimarar að reka héðan útgerð, en létu þó heita að innfæddir ættu bátana, því valdsmenn hér bönnuðu útlendingum að eiga fiskiskip. Innlend jarðeigendastétt og konungsvaldið danska tóku síðan höndum saman og ruddu allri samkeppni erlendra kaupmanna burt úr íslenskum sjávarútvegi, og úr því varð engin breyting á atvinnuháttum hér, fram á 19. öld. Víst er að oft hefur mikið verið um að vera í Grindavík þegar Englendingar og Þjóðverjar ráku útgerð og fiskverkun þar. Margir hafa sótt vinnu þar og kannski tekið sér far með duggum þeirra til Bristol og Hamborgar.
Fátt eitt er vitað um mannlíf í blómlegum verstöðvum frá þessum tíma. Eftir 1700 eru heimildir fjölskrúðugri og má af þeim fá nokkuð skýra mynd af útgerðarháttum fram til okkar daga.
Grindavik-503Heimræði var frá öllum bæjum í sveitinni, en lendingar misjafnar. í Jarðabókinni góðu er lendingin við Ísólfsskála sögð „bág og brimsöm“ en „voveifleg“ við Hraun. Annars staðar hefur hún verið betri. Mest útræði var frá Járngerðarstöðum, enda var það dýrasta jörðin í leigu. Uppsátur var hvergi á landinu metið sérstaklega til eigna nema í Grindavík, segir Lúðvík Kristjánsson í íslenskum sjávarháttum, 2. bindi. Við mat á leigu jarðanna 1753 var uppsátrið metið á 15 hundruð við Járngerðarstaði, en fjögur og þrjú hundruð við Þórkötlustaði og Hóp. En lendingarnar gátu farið illa sem aðrar eignir. Þannig er sagt að um 1760 hafi sjórinn verið farinn að brjóta svo upp vörina við Járngerðarstaði að bóndinn þar tók sig til ásamt sjómönnum sínum og ruddi fyrir nýrri lendingu. Varð þar uppsátur fyrir fimm skip. Ábúandinn fékk þó ekki landskuld sína lækkaða um einn einasta fisk, segir í gömlum bréfum, og þótti súrt í broti.
Grindavik-505Auk útgerðar heimabænda, gerðu jarðeigendur út skip frá jörðum sínum. Árið 1702 átti Skálholtsstóll þrjú til fjögur skip við Jámgerðarstaði og áttæringa við ísólfsskála, Þórkötlustaði og Hóp. Þá hafði einnig róið frá Hrauni áttæringur stólsins, en hann brautárið 1700. Með öllum þessum skipum átti biskupsstóllinn verbúðir og vergögn. Á Stað átti kirkjan sjálf fjögur skip, sem landseti varð að gera út. Frá Húsatóttum gekk „eitt kóngs skip áttært“ og fylgdi því einnig verbúð og vergögn. Fyrir utan þessa útgerð voru svo inntökuskip, skip í eigu annarra en heimamanna eða jarðeigenda, sem greiddu leigu fyrir aðstöðu sína, sem nefnd var undirgift. Áhafnir þeirra fengu stundum gistingu og mat á bæjunum, eða þær leigðu búðir í landi jarðanna. í Jarðabókinni frá 1702 er getið inntökuskipa við Járngerðarstaði og Stað. Fram kemur að útgerð hefur verið meiri í Grindavík fyrir 1700, en gæftaleysi setti þá að um nokkur ár.
Grindavik 506Skálholtsútgerð var aukin mjög í tíð Brynjólfs Sveinssonar sem var biskup 1639-1675. Hann lét byggja nýja búð á Járngerðarstöðum fyrir þriðja og fjórða skip stólsins þar, og hann setti skip og byggði búðir á Ísólfsskála, Hrauni og Hópi, þar sem stóllinn hafði ekki gert út skip áður. Skólahald og búrekstur á biskupsstólnum í Skálholti átti mikið undir útgerðinni.
Auk Grindavíkur voru helstu verstöðvar hans á Akranesi og í Þorlákshöfn. Um 1690 átti stóllinn um 350 skipsáróðurskvaðir, eða mannslán á Suðurlandi og í Borgarfirði. Þegar aflabrestur varð kom það niður á Skálholti svo sem Lúðvík Kristjánsson hefur lýst í tímaritinu Sögu frá 1971. Eftir 1686 varð meiri og minni aflabrestur um allt land, allt til 1704. í mars árið 1698 varð að fella niður skólahald í Skálholti, vegnafiskiskorts, og 1690 og 1 701 varð að sækja fisk á Snæfellsnes og í Tálknafjörð vegna aflabrests sunnanlands.
Grindavik 507Fjöldi skipa í Grindavík var mjögbreytilegur eftir högum íbúa og fiskigengd. Á vertíðinni 1703 voru 26 skip, og hefur það verið fátt vegna undangenginnar ördeyðu. Þá höfðu ein þrjú skip farist á einum marsdegi árið 1700 og með þeim 26 menn. Seinna á öldinni fjölgaði bátum aftur. Þeir eru sagðir 75 árið 1776, og eru þá trúlega allar fleytur taldar með. Árið 1780 segir Skúli MagnússonaðGrindvíkingareigi átta áttæringa, þrettán sexæringa og sex feræringa, en Skálholtsstóll einn teinæring og ellefu áttæringa. Samtals gerir það 39 báta á vertíðinni. Næstum hundrað árum seinna, um 1870, voru níu tí- og tólfæringar og þrír bátar gerðir út í sveitinni, en um þrjátíu skip, flest áttæringar, veturinn 1896.
Margt aðkomumanna var í Grindavík um vetrarvertíðina, svo sem enn tíðkast. Flestir vermanna komu austan úr sveitum Árnes- og Rangárvallasýslna. Voru þeir uppistaðan í áhöfnum stólsskipanna. Árið 1780 reru 2 heimamenn og 131 austanmaður á skipum Skálholts, en 50 heimamenn og 160 austanmenn á heimabátum Grindvíkinga.

Grindavik 508

Samanlagt gerir það 291 vermenn á verrtíðinni, en íbúar voru þá 201 í sókninni. Tíu árum áður voru vermenn taldir 419, og hefur það verið með mesta móti. Grindavík var með mestu verstöðvum á landinu á árum áður, rétt eins og nú.
Á 14. öld varð skreið aðalútflutningsvara landsmanna og fiskveiðar munu hafa eflst mjög. Þar var Grindavík engin undantekning.
Framan af var skreiðarverslunin í höndum norskra kaupmanna og miðstöð hennar var í Bergen.
Þegar kom fram á 15. öld urðu Englendingar sífellt umsvifameiri á fiskimiðunum hér við land og í helstu verstöðvum. Í kjölfar þeirra fylgdu þýskir Hansakaupmenn sem brátt náðu yfirhöndinni í skreiðarversluninni af Norðmönnum. Hörð samkeppni ríkti milli Englendinga og annarra kaupmanna um íslensku skreiðina, og sló oft í brýnu með þeim.
Þegar kemur fram á 16. öld bundust valdsmenn innanlands og Hansakaupmenn samtökum um að reka Englendinga burt héðan. Þess má geta að umboðsstjórn konungs var um þetta leyti oftast í höndum þýskra manna.
Grindavik 509Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Árið 1640 hættu kaupmenn að sigla á Grindavík og tóku upp kaupskap á Básendum ís taðinn. Hefur þetta sjálfsagt verið vegna þess að ekki var óalgengt aðs kipum hlekktist á í höfninni og eitt sinn, skömmu eftir tilkomu einokunarinnar mun skip hafa farist þar. Grindvíkingar kvörtuðu sáran undan missi verlsunarinnar, enda var það þeim til mikil óhagræðis að þurfa að flytja afurðir og verslunarvörur sínar til og frá Básendum. Þá varð þetta til að fæla frá utanhéraðsmenn sem gerðu út á vertíðina. Þar var svo eftir að Brynjólfur Sveinsson biskup beitti sér í málinu að Grindavíkurhöfn var tekin upp aftur 1664.
Básendar 501Var höfnin nú flutt í Staðarhverfi. Hélst verslun þar allt til 1745 að hún varafturfelld niður, og þurftu Grindvíkingar síðan að flytja vörur sínar á Básenda enn á ný. Var því nú borið við að höfnin væri að fyllast af sandi svo skipin tækju niðri. Til að bæta mönnum upp óþægindin var Grindvíkingum heitið flutningsgjaldi fyrir vörur sem þeir legðu inn hjá Básendakaupmanni. Þrátt fyrir það voru þeir óánægðir með þetta ástand og stóð oft í stappi út af flutningsgjaldinu. Eftir 1745 var engin föst verslun í Grindavík í einaoghálfaöld. Sagt er að kaupmannshúsin færu í sjóinn í miklu flóði 1799. Þá brotnuðu einnig verslunarhúsin á Básendum í þessu sama flóði og féll verslun niður þar.
Grindavík var ætíð með minnstu verslunarhöfnum á einokunartímanum. Hún var þó eftirsótt vegna fisksins sem þaðan kom. Jón Aðils segir í bók sinni um einokunarverslunina að Grindavík og Básendar saman hefðu verið leigð fyrir 743 ríkisdali á ári 1684, en leigan hækkað í 1150 ríkisdali 1689. Hafnirnar voru þá boðnar hæstbjóðendum.

Stadarhverfi-uppdrattur III

Kaupsvæði verslunarinnar náði aðeins um hreppinn, Grindavík og Krýsuvík, en öðru hvoru var verslun sótt þangað úr Höfnum, Selvogi og Ölfusi, meðan slíkt leyfðist á einokunartímanum.
Útflutningur verslunarinnar var þó meiri en búast mátti við af fámennu byggðarlagi, vegna mikillar útgerðar og fjölda vermanna á vetrum.
Stærri hluti aflans í Grindavík fór til innanlandsneyslu en annars staðar, sökum fjölda vermanna úr austursýslunum sem fluttu hlut sinn heim, og einnig vegna hinnar miklu útgerðar Skálholtsstóls.
Nítjánda öldin var öld kyrrstöðu í Grindavík, og hélst svo allt fram undir 1930. Grindvíkingar héldu áfram að stunda sjóinn og róa til fiskjar á hefðbundinn hátt. Léleg hafnarskilyrði ollu því að þilskipaútgerð var aldrei reynd á staðnum, og vélbátar tíðkuðust þar ekki fyrr en milli 1920 og 1930. Hreppsbúum fjölgaði þó hægt og bítandi og þéttbýli styrktist í Grindavík. Raunar var þéttbýli í Grindavík á þrem stöðum. Það voru hverfin þrjú: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi.
Þar við má bæta Krýsuvík og hjáleigum hennar sem hinu fjórða, en þar efldist byggð um miðja síðustu ö l d , en hnignaði fljótt aftur á þeirri tuttugustu.
Byggð var löngum mest kringum Járngerðarstaði, og árið 1890 bjuggu þar 145 manns, en 94 í Þórkötlustaðahverfi og 63 í Staðarhverfi. Þegar fjölgaði í byggðinni, styrktist hún í öllum hverfunum.
Stadarhverfi-kort IIILandbúnaður efldist nokkuð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu með túnræktun. Bústofninn stækkaði allt fram undir 1940, en tók þá aftur að minnka .
Um 19. öld gilti hið sama og allar aðrar aldir í Grindavík, eins og sóknarpresturinn sagði í sóknarlýsingu frá 1840: „Bjargræðisvegur sóknarmanna er sjávarafli; hann er og allrösklega stundaður“.
Grindvíkingar sóttu verslun til Keflavíkur alla nítjándu öld. Urðu þeir að bera vörur sínar á bakinu í og úr kaupstað, því fæstir áttu hesta. Þrjár leiðir lágu upp úr Grindavík og í kaupstað, ein úr hverju hverfi. Árið 1918 var lagður akvegur til Grindavíkur út frá veginum milli Reykjavíkur og Keflavíkur, og þótti að mikil samgöngubót.
Fyrsta bryggjan í Grindavík var byggð í Járngerðarstaðahverfi 1919. Síðan kom bryggja í Þórkötlustaðanes 1930 og þrem árum seinna í Staðarhverfi. Bryggjurnar bættu alla aðstöðu við löndun afla og vöruflutninga til ogfrá staðnum.
Segja má að eftir tveggja alda stöðnun frá því kaupmenn lokuðu búðum sínum 1745, hafi Grindavík aftur opnað dyrnar að framtíðinni. Byggðin hefur teygt sig upp frá höfninni í Hópinu, út frá gömlu byggðinni í Jámgerðarstaðahverfi. Hins vegar lagðist útgerð niður í Staðar- og Þórkötlustaðahverfum, og byggðinni þar hnignaði um leið. Staðarhverfi fór í eyði 1964, en byggðin við Þórkötlustaði staðnaði, og líkist nú einna helst stóru byggðasafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna.
Grindavík hlaut kaupstaðarétindi árið 1974.“

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 301-308.

Járngerðarstaðahverfi

Frá Járngerðarstaðahverfi.

https://ferlir.is/grindavik-innsiglingin/https://ferlir.is/grindavikurvegir/

Reynivellir

Kirkjustígur er gamla kirkjugatan um aldir millum kirkjunnar á Reynivöllum annars vegar og Fossár og Hvammsvíkur hins vegar. Áður en lagt var á hálsinn var tekið hús á séra Gunnari Kristjánssyni að Reynivöllum.

Kirkjustígur

Gunnar sagðist aðspurður hafa farið stíginn oftleiðis. Hann sagði stíginn vel greinilegan á köflum. Mikilvægt væri þó að hitta strax rétt á hann Reynivallamegin. Best væri að skoða hlíðina fyrst úr fjarlægð og þá mætti sjá hvar stígurinn liggur á ská upp í hana beint fyrir ofan kirkjuna. Hann sýndi hvernig hún lá í þversniðum upp hlíðina millum Kippgils og Þinghúsgils. Um væri að ræða u.þ.b. 1 og 1/2 klst gang að Fossá.
Fyrst væri komið í svonefnda Fannhlíð, vel gróna brekku. Þaðan væri gott útsýni yfir Reynivelli og Kjósardalinn. Þegar komið væri upp á hálsinn væri einnig mikilvægt að kunna að gera sér grein fyrir framhaldinu. Gömul varða væri efst á brúninni og vörðubrot á leiðinni. Þegar upp væri komið yrði stígurinn smám saman öllu greinilegri.
Gunnar sagði leiðina hafa verið mikið farna milli Reynivalla og Fossár og Hvammsvíkur. Og þegar Ingunnarstaðakirkja var lögð niður hefði fólkið í Brynjudal sótt kirkju að Reynivöllum. Auk þess hefði meðhjálparinn átt heima á Fossá á 20. öld og þurfti að fara þar reglulega um. Útsýni yfir Kjós og Hvalfjörð væri ægifagurt af Reynivallahálsi.

Gunnar

Kirkjustígur var rakinn frá þeim stað er gamla kirkjan hafði staðið ofan við kirkjugarðinn. Þar má enn sjá leifar af henni í skriðu, sem á hana féll. Gatan liggur á ská upp hæð til austurs. Búið er að planta trjám í götuna á þessum kafla. Við hana, inni í skógarlundi, er tóft, hugsanlega hestagerði þar sem kirkjugestir gætu hafa geymt hesta sína meðan þeir voru í kirkju.
Ofar beygir stígurinn til norðurs, framhjá fjárhústóftum Við þær er gerði og heykuml. Skammt ofar er lítil ferningslaga tóft. Þar beygir gatan til norðvesturs, áleiðis að Kippgili. Þegar komið er að gilinu beygir hún aftur til norðausturs og hlykkjast síðan upp hlíðina líkt og Gunnar lýsti og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti.
Þegar komið var upp í Fannhlíð var tækifærið notað og rifjaðir upp heimildir og lýsingar um leiðina og svæðið í kring.
Í örnefnalýsingur Ara Gíslasonar eftir séra Halldóri og Sigurjóni á Sogni segir m.a. „Úr Kippgili rennur lækurinn Kippur fyrir vestan Hjallholt og Kirkjugarðinn. Þessi litli lækur getur orðið geysivatnsfall í leysingum.
Austan við Kippgil tekur við stórt og mikið holt, sem heitir Hjallholt og er upp af kirkjunni. Hér upp af bæ lá gamall vegur yfir hálsinn og var nefndur Kirkjustígur. Hann byrjaði vestur við Kipp á Hjallholti heldur smáhækkandi, rétt austur að Þinghúsgili, er síðar getur. Síðan aftur til baka og áfram í krókum. Austur af Kirkjustíg og Hjallholti er gil eða lækur, sem heitir Þinghúsgil eða Stígsgil. Úr því  er Þinghúslækur. Utan í Hjallholti er Kirkjubrekka. Þegar Stígsgil er nefnt því nafni, er það kennt við Kirkjustíginn.

Kirkjustígur

Þegar komið er upp á neðri brún Reynivallaháls upp úr Kirkjustíg, blasir við grasigróin brekka, sem nær frá Þinghúsgili að Kippsgili og heitir Fannahlíð. Ótrúlegt er að hér sé ekki meira uppi. [Guðmundur Á. Jónsson frá Sogni (sjá nánar um hann þar) fór yfir skrá Reynivalla 26/7 1976 og skráði Páll Bjarnason eftir honum þessar upplýsingar: „Kippur: Guðmundur vandist því að nefna gilið þessu nafni, hann heyrði sjaldnast talað um Kippgil. Þegar komið er upp úr Fannahlíð, er lind, nefnd Gvendarbrunnur„.]
Austan við götuna upp af Kirkjustíg er ás, sem heitir Prestsás, og á honum er varða rétt austan götunnar, Prestsvarða.“ [Gunnar Finnbogason segir nafnið eiga að vera Prestás ekki Prestsás]. „Svo er ás, sem snýr norður og suður og heitir Langimelur. Þar var eini staðurinn, sem hægt var að spretta úr spori uppi. Austan við Langamel að Langás heita Jöfnur, jafnir mosaflákar. Langás er einkennilegur.“ [Gunnar Finnbogason bætir við; „Holt við Langamel heitir Langholt og  Þrívörður eru þar rétt hjá“.] „Þvert yfir hálsinn við norðurenda hans, í Fossárlandi, er Dyrahnúkur. Uppi á miðjum hálsi eru Teitsvörður.“

Séra Gunnar Kristjánsson lýsir svæðinu í ritverkinu Úr Kjósinni. Þar fjallar hann m.a. um Reynivallaháls, Kirkjustíg, Gíslagötu og Svínaskarðsveg, auk Reynivalla.

Reynivallaháls
KirkjustígurHálsinn dregur nafn sitt af kirkjustaðnum, sem nánar segir frá síðar. Hann liggur í landsuður frá Hálsnesi í sveig inn að Fossárdal og Seljadal, um það bil tíu kílómetra leið. Austan við er svo Þrándarstaðafjall, nyrst, þá Hornafell og Kjölurinn, þar sem landið hækkar verulega og nær 738 metra hæð, þar sem hæst ber. Reynivallaháls er nokkuð jafnhár, hæstur er hann um miðbikið, á Grenshæðum, sem eru í 425 m hæð. Austan við Vindás rís svo Sandfell upp úr Hálsinum og er það 395 m yfir sjávarmál. Þar er Hálsinn breiðastur.
Víða er Hálsinn klettóttur mjög, einkum að norðanverðu upp af Grænuvík og Hvammsvík, þar sem þverhníptir klettar gera hann ókleifan. Sunnan til er brúnin einnig víðast hvar klettótt og illkleif. Hvarvetna eru hlíðarnar grasi grónar neðan til og sama er raunar að segja um mikinn hluta Hálsins uppi, þar sem víðast hvar skiptast á balar og flóar. Vestan við miðju er hann þó gróðurlítill þótt vestan Grenshæða séu gróskumiklar spildur, sem féð kann vel að meta.
FallinSunnan undir Hálsinum eru nokkrir bæir. Yst eru Hálsbæirnir, Neðri-Háls, Háls I og Háls II. Þá taka við Grímsstaðir, sem eru nýbýli úr landi Valdastaða, sem taka við þar fyrir innan. Þá er Sogn, sem í fornum skjölum heitir ýmist Sorn eða Sofn. Innan hans eru Reynivellir. Nokkru innar er Vindás fjær fjallinu en hinir bæirnir. Allt eru þetta frjósamar jarðir með góðu beitilandi, slægjur hafa löngum þótt bestar á bökkum og nesjum við ána. Löngum hefur dalurinn þótt votlendur vestan við Vindás en framræsla síðustu áratuga hefur bætt þar verulega um.
Yfir Hálsinn liggja þrjár fornar alfaraleiðir, sem nú verður getið nánar. Vestast er Kirkjustígur, beint upp af kirkjunni, þar fyrir innan er Gíslagata á landamærum Reynivalla og Vindáss, og loks þjóðleiðin forna, Svínaskarðsvegur, austan til í hlíðum Sandfells. Allar liggja þessar leiðir að lokum niður að Fossá norðanvert í Hálsinum.

Kirkjustígur

Prestsvarða á Prestás

Kirkjustígur er beint upp af Reynivallakirkju milli Kippsgils að vestan og Þinghússgils að austan. Hann er allbrattur og er þó oft farinn bæði af gangandi fólki og ríðandi, sem teymir hesta sína upp stíginn eða niður.
Leiðin var fjölfarin fyrr á tímum, ekki hvað síst af þeim, sem sóttu kirkju frá bæjunum í Brynjudal, Fossá og Hvítanesi.
Efst á stígnum er grösug hlíð, er Fannahlíð nefnist. Ofan við hana er lind, sem heitir Gvendarbrunnur. Vestan við Kirkjustíginn hækkar landið í átt til Grenshæða en stígurinn heldur áfram til landnorðurs, skáhallt yfir Hálsinn. Langimelur heitir melurinn á miðjum Hálsinum. Við syðri enda melsins er Prestsvarða en við þann nyrðri eru Teitsvörður. Þegar halla tekur norður af er hægt að fara í átt til Hvítaness, það er leið sú er farin var til kirkju fyrr á tímum frá þeim bæ.
Útsýni efst á Krikjustígnum er forkunnarfagurt og gott að staldra við þar og skoða, það sem fyrir augu ber. Það fyrsta, sem grípur augað er Laxá, þar sem hún liðast út dalinn í mjúkum hreyfingum og má vel átta sig á hinum frjósömu nesjum, sem hún myndar. Beint niður af Reynivöllum er Stekkjarnes norðan árinnar, þar fyrir vestan og sunnan ár er Hurðarbaksnes, vestan þess og norðan árinnar er Kotabakki og Garðsnes austast, þá Baulunes. Vestan þess sunnan árinnar er nes mikið er heitir Hrosshólmi, vestan og sunnan til í honum er farið yfir Heyvað og er þá komið yfir á Suðurnes. Handan þess er svo Fauksnes, sem er milli Laxár og Bugðu, en sjá má hvar hún rennur í Laxá gegnt Ásgarði, barnaskólanum, sem stendur á Valdastaðaás.

Teitsvörður

Suður af Suðurnesi eru tveir bæir, Káranes nær ánni en Káraneskot fjær. Káranesfljót nefnist sá hluti Laxár, sem rennur vestur með Suðurnesi, norðan til í því er vað á ánni er heitir Laxavað.
Undir Meðalfelli má sjá tvo bæi, austar eru Þorláksstaðir en vestan þeirra er Hurðarbak. Utan til í Meðalfelli er klettur einn mikill hátt í brúninni er Hurð nefnist. Austan við Káraneskot má sjá sef nokkuð er Káranessef heitir, enn austar er mun stærra sef, það er Hurðarbakssef, Valdastaðasef er þriðja sefið á þessum slóðum, það er niður undan Grímsstöðum.
Sé horft lengra til vesturs blasir Laxvogurinn við og Laxárnesbærinn; norðan vogsins eru Hálsbæirnir. Sunnan til í vognum vestan Laxárnes er Harðbali, upp af honum er Eyrarfjallsvegur. Í vestri blasir Akrafjall við og sjá má allt vestur í Melasveit.

Á Kirkjustíg

Esjan gægist yfir Meðalfellið og sé horft í austur tekur við Möðruvallaháls, Skálafell, Hádegisfjall og nær er svo Vindás.
Þegar haldið er áfram norður yfir Hálsinn tekur við fagurt útsýni til norðurs yfir Hvalfjarðarstrandar
fjöllin og lengra til norðurs má sjá Ok og Langjökul en austan við Hvalfjörð eru Þyrill, Múlafjall, Hvalfell og Botnssúlur.

Gíslagata
Önnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.
Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.

Svínaskarðsvegur
KirkjustígurSvínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.
Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmannsbrekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss.

Á brúnum

Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.
Leiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.
Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.
Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Stígur

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.“
Þá fjallar Gunnar um Kirkjustaðina í Kjós. Hér er athyglinni sérstakleg beint að Reynivallakirkju.

Kirkjustaðir í Kjós
Til forna voru kirkjur á sjö stöðum í Kjósinni. Kirkja var á Ingunnarstöðum fram til 1820 (hún var uppistandandi þegar sr. Sigurður Sigurðsson ritaði sóknarlýsingu sína 1840). Þá var kirkja í Hvammi fram á 18. öld og eru þar örnefni er á hana minna, t.d. Kirkjuklettar (líka til Kirkjusteinn um sama stað) skammt vestan við Hvammsós. Þá var kirkja á Meðalfelli fram yfir aldamótin 1800. Í Eyjum var kirkja til forna og þar eru örnefni, er á tilvist hennar minna, t.d. Kirkjuhjalli og Kirkjuhjallagil. Í Miðdal var kirkja fram eftir öldum, þar eru örnefni eins og Kirkjubrekka og Kirkjuhamar, sem á hana minna, einnig á Eyri og loks á Reynivöllum, þar sem kirkja hefur staðið frá ómunatíð og allt til þessa dags.
Ævafornir máldagar eru til fyrir kirkjurnar á Ingunnarstöðum, Eyjum og Reynivöllum. Það var enginn annar en Þorlákur biskup hinn helgi EyktarmarkÞórhallsson, sem setti kirkjunum á Ingunnarstöðum og í Eyjum máldaga árið 1180. Ingunnarstaðir voru á síðari tímum taldir meðal stólsjarða frá Skálholti. Í máldaga kirkjunnar segir m.a., að hún sé helguð heilagri Agötu, og var hún allvel búin, átti m.a. tíðabækur fyrir allt árið, messuföt, silfurkaleik, róðukross, tvenn altarisklæði, altarisbríkurklæði o..fl.
Í Eyjum var Maríukirkja eins og á Reynivöllum. Í máldaga hennar segir, að hún eigi skóg í Svínadal! Þessi kirkja var vel búin gripum, hún átti „búning allan í tjöldum og altarisklæðum, krossum og klukkum og kertastjökum“.

Reynivallakirkja

Í Vilkinsmáldaga er getið um kirkju í Mýdal, þ.e. Miðdal, og í sömu máldagaskrá, sem er frá 1397 er að finna máldaga Meðalfellskirkju. Sá Máldagi hefst á þessa leið: „Á Meðalfelli í Kjós er kirkja vígð með Guði, Maríu drottningu og hinum heilaga krossi, Jóni postula, Ólafi konungi, Þorláki biskupi og Maríu Magdalenu“. Um búnað hennar er þess m.a. getið, að hún hafi átt „2 klukkur, útiklukku eina, 2 smáklukkur, 3 altarisklæði og 2 bríkarklæði, kross með líkneskjum, Maríuskrift, Ólafsskrift, Þorláksskrift, eina mundlaug“ o.fl. Loks er rétt að minna á, að auk Reynivallakirkju er nú kirkja í Vindáshlíð, sem að vísu er ekki sóknarkirkja.
Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.
LeiðiEftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.
Kirkja sú, er nú stendur á Reynivöllum, er ein elsta timburkirkja landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð sr. Gísla Jóhannessonar og skammt frá hafði bærinn staðið frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, þó lítið eitt neðar, eftir skriðuföll mikil, sem gengu ítrekað yfir staðinn á 17. öld.
TóftLeyfi til þess að flytja kirkjuna í Kirkjubrekkuna, þar sem hún er nú, fékkst þegar núverandi kirkja var reist. Er kirkjan í hefðbundnum stíl síns tíma en þó dálítið breytt frá upphaflegri mynd, hún hefur verið lengd ofurlítið, forkirkju bætt vestan við, og einnig hefur sú breyting verið gerð á henni að innanverðu, að prédikunarstóllinn, sem áður var fyrir ofan altari, var færður á suðurvegg. Þetta var gert skömmu fyrir 1930 og um svipað leyti voru pílárar í skilrúmi milli kórs og skips fjarlægðir og er þar nú aðeins lágur veggur eins og víða í kirkjum frá seinni hluta 19. aldar, sem svipaðar breytingar hafa verið gerðar á. Auk þess hafa bekkir verið endurnýjaðir í kirkjunni. Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson prýðir kirkjuna auk ýmissa annarra merkra gripa. Á Þjóðminjasafninu eru nokkrir góðir gripir úr Reynivallakirkju, m.a. tvær gamlar altaristöflur, kaleikur og patína frá 14. öld, ljósasax og fleiri gripir.“

Upphaf

Frá Fannhlíð liggur gatan uppleiðis með læk er rennur niður í Þinghúsgil (þeim vestari). Eftir að læknum sleppir má sjá a.m.k. 5 vörðubrot við götuna (fjórar grónar). Stígurinn verður greinilegri. Áður en hæstu brún er náð er komið að Prestási. Á honum er lítil varða. Ofar er komið að Teitsvörðum og gengur stígurinn á milli þeirra. Þaðan fer að halla niður að Fossá. Auðvelt er að gleyma sér með hið stórkostlega málverk sem fyrir augu ber (útsýnið yfir Hvalfjörð), en ekki má gleyma að líta sér nær (skófir og aðrar plöntur).
Auðvelt er að fylgja stígnum, en girðingarhorn liggur yfir hann þar sem hann beygir til norðurs. Vetur konungur hefur fellt girðinguna svo leiðin er greið. Hún sést vinstra megin við girðingarslóða. Þá beygir hún til norðausturs og fylgir landslaginu. Á tveimur stöðum hefur verið lagður slóði yfir gömlu leiðina og er það miður. Framkvæmdin er í raun dæmigert virðingarleysi fyrir fornleifum. Þegar tekur að halla verulega til norðurs hverfur gatan á kafla vegna vatnsaga, en birtist á ný skammt norðaustar. Þaðan er auðvelt að fylgja henni með brúnum áleiðis niður að Fossá. Þegar niður af Hálsinum er komið verður fyrir fallin varða á vinstri hönd, eyktarmark frá Fossá (sennilega hádegisvarða).
Fljótlega er ætlunin að skoða Gíslagötu og Svínaskarðsveg í einum áfanga.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín, þ.a. á göngu 1 klst og 40 mín. Um var að ræða 5.38 km. Hæst er hálsinn 326 m.y.s.

Viðbót í tilefni svæðisins:
Merki KjósarNýlega var tekið í noktun nýtt sveitarfélagsmerki fyrir Kjósarhrepp. Rökstuðningurinn með merkinu var eftirfarandi til útskýringar ásýndinni: „Sveitarfélagsmerki Kjósarhrepps. Staðsetning á umhverfi merkisins er engin tilviljun.
Þetta er sá staður sem allir muna eftir sem komið hafa í Kjósina. Mikilfengleg Laxáin liðast niður í Laxvoginn með Reynivallaháls í bakgrunni og Botnssúlur í fjarska.
Íslenska sauðkindin er vanmetin. Hún hefur verið með okkur allt frá upphafi landnáms. Haldið á okkur hita á frostköldum vetrum og fætt okkur. Hvers vegna hefur hún ekki verið notuð sem tákn í neinu af íslenskum bæjar- eða sveitamerkjum? Er ekki kominn tími til að votta henni virðingu okkar?
Þegar mannsflótti var sem mestur frá Íslandi til betra lífs annars staðar í heiminum fór enginn héðan. Hér var blómleg sveit og gnægð matar. Kjósin er sveit.
Það sem ég er að reyna að koma til skila í merkinu er náttúrufegurð Kjósarinnar og að hér sé stundaður landbúnaður.“
Framangreint merki gerði  Arnar Viðar Erlendsson á Þórsstöðum við Lækjarbraut.“

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum, gönguleiðir og sérkenni Kjósarinnar, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Örnefnalýsingar um Reynivelli.
-kjos.is

Fossá

Róður

Eftirfarandi lýsing á verbúð að Járngerðarstöðum í Grindavík birtist í sjómannablaðinu Ægi árið 1985:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

„Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2 (5,6×3,6). Veggir voru tvöfaldir, annað lagið var grjót en hitt torfstrengir, á milli var troðið mold. Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum búðum var haft þrefalt lag, mold var í gólfi. Svefnbálkar voru með hliðum þrír hvorum megin, í þeim var grjót og urðu vermenn því að finna eitthvað mýkra og var ýmist til notað hey, skeljasandur, lyng eða þang. Eldstæði voru í hverri verbúð, en oft voru erfiðleikar með eldivið, einnig var vatn víða takmarkað. Vermenn höfðu með sér kost að heiman, smjör og annað feitmeti, einnig sýru eða sýrublöndu. Soðningu höfðu þeir og oftast kaffi, en lítið var um kjöt, helst voru það rifrildi er nýttust best í súpu. Kommatur var af skornum skammti, sérstaklega hjá þeim er voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta þó algild lýsing um mataræði, og undantekningamar æði margar. Yfirleitt var reynt að búa vel að vermönnum hvað varðar mat, og bjuggu þeir vart við lakari kost en margur annar er ekkert átti nema vinnuaflið.“

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 341-342.

Grindavík

Grindavík – verbúð við Járngerðarstaði; uppdráttur.

Staðarhraun

Ætlunin var að ganga um Berghraun og skoða syðstu gíga Eldvarpa, m.a. Mönguketil.
Gígar þessir eru eldri en Eldvarpahraunin umhverfis. Þeir gætu þó hafa myndast fyrr í sömu goshrinu, en kólnað Stadarhraun-2áður en hraunin hættu að renna úr stærri gígunum nokkru ofar. Hraunin runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1210-1240. Þau mynda m.a. Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug. Í Berghrauni er fyrrnefndur Mönguketill, einstakt eldvarp. Tófugreni er í Möngukatli. Ekki var útilokað að grjótgildrur kynnu að leynast í hrauninu.
Eldvarpahraunið (það yngsta) kemur frá syðsta hluta Eldvarpanna og niður til sjávar á Staðarbergi á milli Klofningahrauns að vestanverðu og Sundvörðuhrauns að austanverðu. Neðst, austan þess að austanverðu, er Lynghólshraun, nokkuð gróið. Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir að „Lynghólahraun er breitt og víðáttumikið. Dregur það nafn af Lynghólum, sem eru ávalar, líttgrónar hraunbungur, rétt ofan við gamla veginn – en hann liggur spölkorn fyrir neðan bílveginn“. Enn eitt hraunið, „Básahraun er á hægri hönd, ofan við Hróabása.“ Í Básum, skammt ofan við bergið, má m.a. finna eina af fallegri hlöðnu refagildrum á Reykjanesskaganum sem og aðra skammt ofar, í vörðu.
MönguketillÁður en lagt var af stað hafði verið haft samband við Kristján Sæmundsson, jarðfræðing, sem gengið hefur mikið um þetta hraunssvæði sem og önnur á Reykjanesskaganum. Kristján sagði m.a.: „Klofningahraunið er rúmlega 2000 ára.
Aðalgígurinn í því (og raunar sá eini) er Rauðhóll. Tvö stór jarðföll eru suðvestan við hann. Eldvarpagígaröðin (frá 13. öld) er 400-500 m austan við Rauðhól. Hraun úr henni nær að hólnum austan og norðan megin. Það er hleðsla í gígnum (í Rauðhól) þegar kemur dálítið inn í hann sunnan frá. Gat ekki séð til hvers hún hefði verið, sennilega þó skýli.
Mönguketill-2Sunnar eru gígar sem tilheyra Eldvarpagosinu (frá 13. öld) og austan við þá er stakur eldri gígur, nokkuð gróinn, sem stendur upp úr Eldvarpahrauninu. Annar álíka stór er norðaustar, með gróðurtorfu innanvert, í hávestur frá borholum Íslandslax, svo sem 500 m frá. Sá þriðji, er langminnstur suðvestan við þann fyrrnefnda (suðvestastur í röðinni).
Milli hans og þeirra eru 200-300 m. Ég er ekki alveg viss um aldur þessara gíga, fannst þeir myndu vera eldri en Rauðhóll. Það þarf samt að athuga betur. Þarna við gígana heitir einhvers staðar Mönguketill. Klofningar munu vera allhá brún, mjög sundurklofin, í Klofningahrauni. Þar heitir einhvers staðar Dringull. Gott væri ef hægt væri að staðsetja þessi örnefni og þá líka Bíldarholt sem á að vera 0,8-1 km suðvestur frá Rauðhól. Þessi örnefni fékk ég hjá Ólafi Gamalíelssyni skömmu áður en hann lést.“
Þarna kemur fyrir örnefnið Mönguketill og að hann geti verið suðvestan við neðstu gígana.
Mönguketill-3Möngusel og Mönguselsgjá eru til efst í Hafnasandi, nálægt svonefndum Nauthólum. Selið er í hraunskál, opinni til norðurs. Ofan hennar er Mönguselsgjá. Spurningin er hvort þarna kunni að vera einhver tengsl?
Þegar gengið var um Staðahraun virtist það ótrúlega greiðfært. Vörður voru á stangli; bæði markavörður og vörður á grenjum. Austar var Lynghólshraunið úfið og uppbrotið; vestar var Klofningahraunið stórbrotið og sendið.
Áður en lagt var af stað var rætt við Helga Gamalíelsson. Hann sagði Mönguketil auðfundinn. Vegslóði lægi upp í hann. Um km frá honum til austurs væru Klifsgrenin svonefndu, Efra- og Neðra. Hinum megin í Eldvarpahrauninu, að vestanverðu, væru á annan tug grena. Neðar í hrauninu væru örnefni sem hétu Einbúi og Kerling, en hann væri ekki viss um hvort væri hvað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stað.
-Kristján Sæmundsson.
-Helgi Gamalíelsson.

Mönguketill

Mönguketill – kort.

 

Haraldur hárfagri

Eftirfarandi er úr erindi dr. Ole Lindquist – „Fornnorrænn réttur sjávarjarða til auðlinda við strendur Íslands.“ Hann hóf sagnfræðirannsóknir á þessu sviði fyrir allmörgum árum sem lauk með doktorsritgerð hans 1994.

Inngangur – Um óðalsskipulagið og lénsskipulagið.
Grágás„Það er nú orðið 7- 8 ár síðan að ég rannsakaði nokkuð ítarlega strandréttinn og meginreglur hans á öllu norræna svæðinu til forna, auk Englands og Skotlands. Það var reyndar hluti af stærra verkefni. Þá komst ég að nýjum niðurstöðum varðandi þróun þessara mála, m.a. á norska og íslenzka strandréttinum, þróunarskeiði þeirra og innbyrðis tengslum og setti fram kenningu um uppruna og meginreglur norræna strandréttarins. Reyndar er ég hissa á hversu lítið þetta áhugaverða efni hefur verið rannsakað.
Þetta ágripskennda erindi mun ég takmarka við tímabilið 800-1300. Það er fundarmönnum kunnugra en frá þurfa að segja að lög íslenzka þjóðveldisins (Grágás) um þessu efni voru tekin beint upp í Jónsbók (1281) og eru í meginatriðum enn í gildi, eins að reglurnar endurspeglast í venjubundnu orðalagi máldaga, afsalsbréfa og jarðalýsinga þegar um einstakar jarðir er að ræða.
Þegar Norðurlandabúar hófu landbúnað og tóku upp fasta búsetu (eftir 4.000 f.Kr.) urðu býlið og ættin grundvöllur samfélagsgerðarinnar allrar. Undir þessum kringumstæðum þróaðist óðalsskipulagið sem felur í sér alhliða og ótakmarkaða sjálfseign (allodial-réttur, allodium), án skírskotunar til nokkurs yfirboðara. (Þrengri merking orðsins óðalsréttur, um arf óskipts aðalbóls til elzta sonar og innlausnarrétt [brigð], kemur ekki við sögu hér). Eina takmörkunin gæti verið vegna ítaka annarra. Menn gátu eignast ítök með kaupum eða samkvæmt hefð, þ.e. óumdeild og samfelld notkun í ákveðinn árafjölda. Hefðhelgaður réttur til ákveðinna veiðistöðva og hlunninda í almenningi er líka hluti af þessari réttarskipan.
Á fyrstu öldum eftir Krists burð mynduðust höfðingjadæmi og síðan minni konungsdæmi. Höfðingjar og konungar Norðurlandabúa áttu sín eigin óðu1, hirð og fylgismenn meðal bænda. Þetta norræna konungsvald byggði á persónulegu sambandi konungs og bænda og kom ekkert eignarskipuninna við.

Karl mikli

Karl mikli.

Önnur réttarskipan, lénsrétturinn, þróaðist í Suður- og Vestur-Evrópu eftir fall Vest-rómverska ríkisins (um 400 e.Kr.). Megin hugmynd hennar var að konungurinn væri skipaður af guði og ætti ríki sitt allt, ráðstafaði öllum löndum og gæðum innan þess og stjórnaði þegnunum. Býli og hlunnindi hvers konar þáðu menn einungis að láni, beint eða óbeint úr hendi konungs, samkvæmt leyfisbréfi og gegn afgjaldi eða þjónustu. Við vanefnd og dauða kom til endurúthlutunar. Konungur áskildi sér þar að auki oft einkarétt eða forkaupsrétt til ákveðinanna gagna og gæða.
Um og upp úr árinu 800 var lénsrétturinn orðinn ráðandi í Suður, Mið- og Vestur – Evrópu og lénsskipulagið í örri þróun í ríki Karls mikla, konungur Franka, sem krýndur var keisari árið 800. Árið 804 sigraði hann Saxa og náði stórveldi hans þá norður að Danavirki. Á þessum tíma ruddi lénsrétturinn sér einnig til rúms á Englandi þótt ekki þróaðist lénsskipulagið af krafti þar fyrr en á 10. og 11. öld.
Með því að kanna samspil meginreglna óðalsréttarins annars vegar og lénsréttarins hins vegar er hægt að greina sögu og eðli íslenzku strandréttarskipunarinnar. Það skal tekið fram að síðari tíma fræðimenn telja að innheimta almenns skatts til konungs af landeign samrýmist fyllilega óðalsskipulaginu.
Í hverju var „ofríki Haralds konungs hárfagra“ fólgið?
Hvað er í raun og veru fólgið í þessum frásögnum um það, að Haraldur hárfagri hafi eignazt óðul öll og land allt í fylkjum þeim er hann lagði undir sig? Og eins um að Torf-Einar jarl hafi eignaðist öll óðul í Orkneyjum?
Um þetta hafa verið settar fram tvær megin kenningar:

Danavirki

Danavirki

Annars vegar að Haraldur hárfagri hafi framkvæmt forngermanska hugmynd um að konungur ætti land og þegna (sbr. ÍF 26, 1979: lxiv) sem flestir fræðimenn álíta staðleysu og er ég sömu skoðunar; Hins vegar að um væri að ræða nýja skatta er mönnum hafi þótt illt að una við og væri líkt og að þeir væru sviptir eign sinni (sbr. Sigurðu Nordal, 1933, ÍF 2, 1979: 1 lf). Sigurður Nordal (ÍF 2, 1979: 12) var varkár í túlkun sinni þegar hann sagði (1933): „En enginn vafi leikur á, að höfundur Egils sögu og Snorri hafa skilið orðin á þann veg, að konungur hafi slegið eign sinni á allt land, og verður ekki rengt, að það haft getað átt sér stað.“
Bjarni Aðalbjarnarson (ÍF 26, 1979: lxiv) var afdráttarlausari (1941): „En ólíklegt er, að Haraldur hafi gert ráðstafanir, sem brotið hafi bág við almennar hugmyndir um það, hvað konungi væri heimilt. Flestir fræðimenn hafa gert ráð fyrir, að Haraldur hafi í rauninni lagt á skatt, sem menn hafi ályktað af, að hann þættist eiga óðul öll.“
Ég verð að lýsa mig ósammála túlkun Bjarna Aðalbjarnarsonar. Ekki skil ég hvaðan honum kom sú sannfæring að Haraldur hárfagri hafi verið slíkur séntilmaður að hann mundi ekki hafa farið út fyrir þau mörk sem óðalsskipulagið setti konungsvaldinu þegar við vitum að aðrir konungar og höfðingjar annar staðar í Evrópu síðan í lok 8. aldar gengu hvað ákafast fram einmitt í þeim efnum.
Óðalsskipulag breyttist ekki allt í einu í lénsskipulag heldur var grafið undan því með mörgum einstökum aðgerðum konungsvaldsins í anda lénsréttarins. Yfirleitt vörðust óðalsbændur öldum saman, en konungur og vaxandi aðall, sem eftir kristnitöku nutu liðveizlu kirkjunnar, komu þeim oftast á hné, í mismiklu mæli þó í hverju landi um sig miðað við aðstæður. En þar er Ísland alger undantekning.
Ég fæ ekki betur séð en að frásagnir fornritanna sem ganga lengst, fái staðizt miðað við upplýsingar sem réttarskipanin á strandsvæðum í Noregi og á Íslandi veita okkur og skulum við nú skoða þau mál.

Frásagnir fornritanna um framferði Haralds hárfagra og Torf-Einars.
Í lok 9. aldar lagði Haraldur hárfagri (dáinn um 932) hvert fylkið á eftir öðru í Noregi undir ríki sitt. Í nokkrum íslenzkum fornritum er vikið að því með eftirfarandi orðalagi: „Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allit búendur vera hans leiglendingar, svo þeir, er á mörkina ortu, og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir. En af þessari áþján flýðu margir menn af landi á brott, og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Frá OrkneyjumSuðureyjar, Dyflinnar skíði, Írland, Norðmandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.“ (Egils saga, 4. kap., Íslendingasögur 1, 1968: 8) – [ÍF 2, 1979: 1 lf].
„Þá er Haraldr konungr herjaði land ok átti orrostur, þá eignaðisk han svá vendiliga allt land ok oll óðul – bæði byggðir ok, sætr ok úteyjar eignaðisk hann, svá markir allar ok alla auðn landsins. Váru allir búendr hans leigumenn ok landbúar.“ (Ór Óláfs sogu ins helga inni sérstoku, 1. kap, ÍF 27, 1979: 424).
„Þá er Haraldr konungr friðaði landit ok átti margar orrostur, eignaðist hann vandliga allt land ok öll óðul, bæði byggðir og ok óbyggðir, sætr ok úteyjar ok allar merkr ok auðn landsins. Váru allir bændr ok landbúar hans leigumenn.“ (Flateyjarbók, 3. kap, 1, 1944: 41).
„Haraldur konungun setti þann rétt, allt þar er hann vann ríki undir sig, að hann eignaðist óðul öll og lét alla búendur gjalda sér landskyldir, bæði ríka og óríka.“ (Haralds saga hárfagra, 6. kap., Heimskringla 1, 1991: 59).
Eftir orustunni í Hafursfirði (á tímabilinu 870-875, e.t.v. árið 885): … „Hér eptir siðaðisk landit, guldusk skattar et öfra sem et ýtra.“ (Fagurskinna. Noregs konunga tal, 3. kap., ÍF 29, 1984: 70).
„Hákon [Aðalsteinsfóstri Haraldsson, um árið 933] … beiddi bændur að gefa sér konungsnafn og það með að veita sér fylgd og styrk til að halda konungdóminum en þar í mót bauð hann þeim að gera alla bændur óðalborna og gefa þeim óðu1 sín er á bjuggu.“ (Hákonar saga góða, 1. kap., Heimskringla 1, 1991: 95).
Um árið 900 var Einar Rögnvaldsson, Torf-Einar, sem Haraldur hárfagri gaf jarlsnafn, með svipaða tilburði í Orkneyjum:
„Haraldr konungr lagði gjald á eyjarnar ok bað þá gjalda sex tigu marka gulls. Einarr jarl bauzk til at halda einn upp gjaldinu og eignask óðu1 þeira öll, en bændr vildu þat, því at inir auðgu hugðusk leysa mundu óðul sín, en hinir snauðu höfðu ekki fé til. Einarr greiddi upp gjaldit, og var þat lengi síðan, at jarlar áttu óðul oll, áður Sigurðr jarl gaf upp Orkneyingum óðul sín.“ (Orkneyinga saga, 8. kap., ÍF 34, 1980: 16).

Þrengt að norræna óðalsskipulaginu í Noregi og á Íslandi.
Í Noregi leiddu hugmyndir lénsréttar m.a. til þess að – vógrék og – hvalir yfir ákveðinni stærð á óðalslandi voru teknir frá sjávarjörðum og lagði undir konung; eins voru – rekamark og netlög `sameinuð’, almenningurinn stækkaður og mörk hans færð inn að `marbakka’ (= siglingardýpi ~ 2 m dýpi). (Skv. lénsrétti var almenningurinn eign konungs, hér hefur konungsvaldið verið að búa í haginn fyrir að taka fleira undir sig þar, sbr. `nýbýlisrétturinn’ í almenningum á landi).
Þessi þróun hófst að mínu mati þegar í lok 9. alda og munu íslenzku fornritin segja rétt frá þeim atburðum.
Túlkun mín er því að landnámsmen á Íslandi hafi strax um 900-930 sett á fót þá óðalsskipan í víðustu merkingu er forfeður þeirra höfðu búað við í Noregi.
Hér á landi fór lénsréttar fyrst fyrir alvöru að gæta á 17. öld þegar þegar konungskröfur til vógreka (og fálka) var fylgt eftir af krafti, eins þegar konungsvaldið á 18. öld fór að veita leyfi til fiskveiða við strendur landsins á grundvelli (yngra) rómaréttar.
Stefna íslenzka ríkisvaldsins síðustu áratugi hefur tvímælalaust leitt til skerðingar réttinda strandjarða miðað við hina fornu óðalsskipan. Mér sýnist því að hér sé verið að endurtaka tilraun Haralds hárfagra í Noregi frá því að um árið 900.

Heimildir m.a.:
-ttp://www.rala.is/sjavarjardir/sidurnar/greinar_stofnfundur.html
Landnám

Þingvallavegur

Í Vísi árið 1928 er fjallað um fyrirhugaðan „Nýjan Þingvallaveg“: „Eins og kunnugt er, hefir verið ákveðið að leggja nýjan veg yfir Mosfellsheiði fyrir 1930.
thingvallavegur-233— Var byrjað á vegagerð þessari í vor og mun svo til ætlast, að henni verði lokið að hausti. Hefst hinn nýi vegur við túníð á Hraðastöðum eða efst í Mosfellsdalnum, en þangað var áður búið að leggja akbraut. Hefir að vísu verið kvartað um, að akbrautin upp Mosfellsdal væri svo mjó, að bifreiðir gæti tæplega mæst á henni, en sennilega verður hún breikkuð, áður en hinn nýi Þingvallavegur verður tekinn til notkunar. Hin nýja akbraut liggur norðanvert við túnið á Hraðastöðum og þaðan upp hjá svo nefndu Jónsseli, norðan Leirvogsvatns og sunnan Sauðafells. Þaðan er sagt að hún eigi að liggja austur um lágheiði og muni ætlað að sameinast gömlu brautinni nálægt Þrívörðum eða nokkuru austar. Kunnugir menn á þessum slóðum telja, að heppilegra mundi, að brautin lægi norðan Vilborgarkeldu alla leið austur úr og sameinaðist ekki gömlu brautinni fyrri en á milli Torfdals og Móakotsár. Má og vel vera, að sú verði niðurstaðan, er nánari rannsókn hefir fram farið á vegarstæðinu. Þessi nýja leið verður miklu skemtilegri en hinn gamli Mosfellsheiðarvegur, og vafalaust verður nýi vegurinn lengur fær bifreiðum framan af vetri.
thingvallavegur-236En hætt er við, að þessir tveir vegir verði hvergi nærri nægilegir meðan stendur á Alþingishátíðinni 1930. Þess ber að gæta, að vegurinn verður aðeins einn alllangan spöl leiðarinnar, ef til vill alla leið frá Þrívörðum og niður á Þingvöll. En sá vegarspotti er mjór og hefir verið slæmur umferðar alla tíð, þó að alt af er verið að gera við hann. Hann er svo mjór, að bifreiðir geta rétt smogið hver fram hjá annari og þyrfti því allur að breikka, ef vel væri. En það mundi kosta allmikið fé og hins vegar ekki brýn nauðsyn, að hann sé breiðari vegna venjulegrar umferðar. En verði vegurinn ekki breikkaður og honum ætlað að taka við allri bifreiðaumferð til Þingvalla sumarið 1930, má búast við, að þar verði nokkuð þröngt umferðar og seinfarið þjóðhátíðardagana.
— Mundi tæplega mega við það una. Er vonandi, að þessi nauðsynlega samgöngubót verði komin í framkvæmd fyrir Alþingishátíðina.“

Heimild:
-Vísir 29. júlí 1928, bls. 2.

Km-steinn

Km-steinn við Þingvallaveg.

Hádegishóll

Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík.
HraunsholtshraunBúrfell er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun.
Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Hraunsholtshraun-4Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára. Stærð þess er 18 km2.
Þegar gengið var um Hraunsholtshraun mátti bæði sjá mannvistarleifar eftir girðingar og ekki síst fyrirhugaða járnbrautarlagningu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Flatahraun er skammt norðvestar, en er sjaldan getið í upptalningu hraunnefna Búrfellshrauns.

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.