Náttúra

Þegar skoðaðar eru eldri umfjöllun um náttúruvernd og hún borin saman við raunveruleika líðandi stundar kemur margt forvitnilegt í ljós – en ekki allt jafn uppbyggilegt.

Ef t.d. spurt er; hver er staða okkar mannanna gagnvart náttúrunni? er ljóst að við höfum verið að greina okkur frá henni í æ ríkari mæli. Hér er hins vegar um talsverðan misskilning að ræða því við erum hluti náttúrunnar. Sá er nefnilega sannleikurinn að „þekking leiðir af sér virðingu og að virðing leiðir af sér verðmæti“.
Í dag er helsta auðlind ferðaþjónustunnar náttúra landsins! Íslendingar setja jafnan náttúrufegurð ofarlega þegar þeir svara spurningum um hvað hafi dregið þá á ákveðna staði. Háspennilínur virðast hins vegar ekki höfða til þeirra sérstaklega. Ótal kannanir hafa einnig sýnt að ósnert náttúra landsins er eitt helsta aðdráttarafl erlendra gesta. Þeir eru ekki að leita sérstaklega eftir því að fá að berja háspennumöstur augum. Ekki síst í ljósi þessa er mikilvægt að hlúa vel að þessari auðlind – mun betur en gert hefur verið.
Sem einfalt og auðskiljanlegt dæmi um hversu hugtakið náttúra er margþætt má nefna tölur frá Reykjanesi er sýna að um þriðjungur ferðamanna skoðar fugla á ferðum sínum. Engin sérstök þjónusta er þó í tengslum við fuglaskoðun, önnur en hjá Fræðasetrinu í Sandgerði. En það er ekki bara nóg að segja ferðamönnum að hér séu fuglar heldur þarf líka að benda þeim á þá.
Auk þess þarf að fræða þá um atriði varðandi líffræði fuglanna, viðveru, komu og brottför. Það er ekki svo ósjaldan sem FERLIRsfólk hefur á göngum sínum rekist á ráðvillt fuglaskoðunarfólk að reyna að sinna áhugamálum sínum. Svo er og um marga aðra þætti þessara viðfangsefna.
Samfylkingin setti fram rammaáætlun um náttúruvernd fyrir síðustu alþingiskosningar (þegar flokkurinn var í minnihluta), svonefnt „Fagra Ísland„. Um var að ræða tillögur til að styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi. Á grundvelli þessarar stefnu lagði Samfylkingin jafnframt fram frumvarp til laga á Alþingi í byrjun þings 2006.
Orðrétt segir í stefnuplagginu: „Samfylkingin vill styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi. Því leggur flokkurinn til markvissar aðgerðir sem byggjast á forsendum sjálfbærrar þróunar og skýrri framtíðarsýn. Samfylkingin telur að nú sé sérstaklega mikilvægt að rétta hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undanfarinn áratug. Íslensk náttúra hefur farið halloka í þeim leik – nú þarf að skapa nýjar leikreglur í samræmi við verðmæti náttúrunnar og tilfinningar þjóðarinnar til landsins.
Jafnaðarmenn telja að náttúra Íslands sé sameign þjóðarinnar sem hverri kynslóð hafi verið fengin til skynsamlegrar nýtingar. Okkur, sem nú lifum, er skylt að afhenda næstu kynslóðum náttúru landsins jafnverðmæta og við fengum hana í hendur.
Frá ÖlkelduhálsiNáttúra Íslands er ekki aðeins rík af auðlindum í hefðbundnum skilningi heldur eru öræfi landsins, fljót, fossar, jöklar, hverir og dalir í óendanlegum litbrigðum sínum og fjölbreytileika verðmæt auðlind í sjálfu sér. Verndun náttúrunnar er ein tegund nýtingar og oft sú sem á endanum skilar mestum verðmætum. Náttúra Íslands er einn meginþátturinn í ímynd landsins. Það skiptir miklu að sú ímynd bíði ekki hnekki. Hitt er þó enn mikilvægara: Tengsl okkar við landið og náttúru þess.
Tímabært er að Íslendingar skipti um gír, tryggi jafnræði atvinnugreina og byggi skipulega upp atvinnulíf framtíðarinnar þar sem náttúrugæði landsins eru nýtt með sjálfbærum hætti. Samfylkingin leggur til að við núverandi aðstæður verði frekari stóriðjuáformum slegið á frest. Nú þarf áhersla á hátækni- og þekkingariðnað að haldast í hendur við nýsköpun í ferðaþjónustu og hefðbundnu atvinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði.
Samfylkingin vill: 1. Tryggja rétt náttúruverndar í skipulagi og við landnýtingu. Gera „Rammaáætlun um náttúruvernd“ sem nái til allra náttúrusvæða landsins. Þar komi fram tillögur um skipan verndarsvæða og áætlun um það hvernig verndun þeirra skuli háttað. Tryggðar verði fjárveitingar til helstu grunnrannsókna á náttúrufari landsins á næstu misserum þannig að áætlunin geti legið fyrir á komandi kjörtímabili. Að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Að heimild til að veita rannsóknar- og nýtingarleyfi vegna virkjunaráforma verði færð úr höndum iðnaðarráðherra til Alþingis á meðan unnið er að gerð áætlunarinnar. 2. Tryggja nú þegar verndun ákveðinna svæða. Stækka Vatnajökulsþjóðgarð þannig að hann feli í sér Langasjó og allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum.
Stækka friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu umhverfisstofnunar og í samráði við heimamenn. Tryggja friðun Skjálfandafljóts, ReynisréttJökulánna í Skagafirði, Torfajökulssvæðisins, Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla og Grændals. 3. Gera langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. 4. Auka áhrif almennings og réttarstöðu í umfjöllun um umhverfismál. Að félagasamtök á umhverfissviði njóti sérstakra framlaga frá ríki og sveitarstjórnum til að afla sérfræðiaðstoðar við athugasemdir og umsagnir um skipulags- og umhverfismál. Að taka upp ráðgefandi eða bindandi atkvæðagreiðslur, á lands-, héraðs- eða sveitarvísu, um ýmsa kosti í umhverfismálum og náttúruvernd, og tryggja viðunandi jafnræði milli fylgismanna kostanna.“
Öllu framangreindu fylgdi síðan sérstök greinargerð: „1. Tryggja rétt náttúruverndar í skipulagi og við landnýtingu. Náttúra Íslands á í vök að verjast. Lagastoð náttúruverndar er veikburða, mikilvægum rannsóknum á verðmætum náttúrusvæðum er ábótavant, umsjón með rannsóknum er að verulegu leyti í höndum orkuyfirvalda og -fyrirtækja, og heildarsýn skortir. Við þessar aðstæður er hætta á því að þjóðin glati um alla framtíð verðmætum náttúruperlum sem ekki eru einasta mikilvægar í sjálfu sér heldur einnig fyrir menninguna, sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins.
Arnarvatn Íslendingar nútímans eru jafnt og þétt að vakna til vitundar um þann arf sem felst í náttúrugæðum landsins, ekki síst hinum lítt snortnu en viðkvæmu öræfum. Hver kynslóð ber ábyrgð á því að skila þessum arfi til hinnar næstu en láta ekki stundarhagsmuni bera sig af leið. Nýting náttúrugæða verður að vera sjálfbær, og rétt er að líta á ýmis stig verndar sem eina tegund nýtingar. Það er mikilvægt hlutverk stjórnvalda og almennings á hverjum tíma að varðveita fágæt náttúrusvæði Íslands en einblína ekki á þau not sem hafa má af náttúrunni í þágu orkufreks iðnaðar.

Á Sveifluhálsi

Við gerð „Rammaáætlunar um náttúruvernd“ verður nauðsynlegra grunngagna aflað til að hægt sé að leggja mat á verndargildi náttúrusvæða á landinu öllu. Í áætluninni verður náttúrusvæðum landsins skipt í þrjá meginflokka eftir verndargildi. Í fyrsta lagi eru svæði þar sem talið er að vernd sé nauðsynlegur nýtingarkostur. Slík svæði þarf að friða með lögum. Þennan flokk má kalla virka vernd en slík svæði verður kappkostað að nýta sem þjóðgarða og verndarsvæði eftir því sem við verður komið. Annar flokkur náttúrusvæða nýtur sérstakrar verndar, sem kalla mætti biðvernd. Það eru svæði sem þarf að rannsaka betur og/eða talið er að komi til greina til annarrar nýtingar, að heild eða hluta. Þriðji flokkurinn nýtur lágmarksverndar núverandi lagaramma en þau svæði verða „opin“ fyrir ýmissi annarri nýtingu en verndarnotum. Tilhögunin sem hér er lýst er ekki ólík vatnsfallalögum Norðmanna.
„Rammaáætlun um náttúruvernd“ byggist að grunni til á sömu aðferðafræði og Náttúruverndaráætlun og Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, nema að ósnortin víðerni þurfa að fá aukið vægi þar sem nokkuð hefur skort á að sú sérstaða íslenskrar náttúru hafi notið sín þegar mat hefur verið lagt á verndargildi.
Framkvæmdir í náttúru landsins eru oft og tíðum óafturkræfar. Það er verndun hins vegar ekki og því er „Rammaáætlun um náttúruvernd“ ætlað að vera stefnumótandi grundvallarskjal við gerð hugsanlegs landsskipulags og aðalskipulags á sveitastjórnarstigi. Markmið hennar er að ná sátt um þau svæði sem njóta skulu verndar en um leið skýrast línur um möguleg framkvæmdasvæði. „Rammaáætlun um náttúruvernd“ mætti að mestu ljúka á fáeinum árum.
Gömul þjóðleið - SkógfellavegurRammaáætlun um náttúruvernd verður mikilvægt framlag til þjóðarsáttar um verndun og nýtingu íslenskrar náttúru. Því er nauðsynlegt að þangað til niðurstöður áætlunarinnar liggja fyrir verði leyfi til virkjanarannsókna og -nýtingar háð samþykki Alþingis.
Engar efnahagslegar aðstæður kalla á stóriðju á næstu árum. Þvert á móti mæla óháðir sérfræðingar (sbr. nýlega skýrslu OECD) með því að dregið verði úr þensluhvetjandi framkvæmdum á næstunni til þess að stuðla að jafnvægi í íslensku efnahagslífi og tryggja stöðugleika til hagsbóta fyrir almenning. Því leggur Samfylkingin til að öllum ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þar til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Nú þarf áhersla á hátækni- og þekkingariðnað að haldast í hendur við nýsköpun í ferðaþjónustu og hefðbundnu atvinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði.
2. Tryggja nú þegar verndun ákveðinna svæða. Vegna samkeppni á raforkumarkaði sækist fjöldi aðila nú eftir rannsókna- og nýtingarleyfum. Á borði iðnaðarráðherra liggja umsóknir um rannsóknarleyfi á 13 svæðum, sem mörg hver eru afar verðmæt frá náttúruverndarsjónarmiði og mörg hver lítt rannsökuð með tilliti til verndargildis. Þetta á til að mynda við um ýmis fegurstu háhitasvæði landsins, þar á meðal Brennisteinsfjöll, Torfajökulssvæðið og Kerlingarfjöll.
Samið og sent út frá Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími: 414-2200, fax: 414-2201,
samfylking@samfylking.is
Svo mörg voru þau vonglæsilegu orð fyrir síðustu kosningar – áður en Samfylkingin myndaði meirihluta með öðrum af fyrrum léttnáttúruvænu meirihlutaflokkunum.
Fortíðin skiptir máli!

Bjarnarvatn

Haldið var upp með hlíðum Bæjarfells utan við Þormóðsdal með stefnu á Borgarvatn suðaustan í Reykjaborg. Svæðið tilheyrir Þormóðsdal og Suður-Reykjum – handan þess er Helgadalur í Mosfellsdal. Lækur rennur úr Borgarvatni í Varmá. Þaðan var gengið með Þverfelli að Bjarnarvatni. Varmá rennur úr vatninu um Húsadal. Vatnið er stórt, en fremur grunnt. Norðan við vatnið er Torfdalur. Ofan hans er Forarmýri. Í henni eru minjar áveitumannvirkja sem og dularfullar tóftir á melhól. Ætlunin var að skoða hvorutveggja. Norðar er Torfdalur og Helgadalsland.
BorgarvatnSvæðið, þótt í nágrenni nánasta þéttbýlis sé, er afskaplega afskekkt gö
ngulega séð. Þó hafa Mosfellingar lagt talsvert á sig að laða göngufólk að því, s.s. með uppsetningu gönguskilta (t.d. við Hafravatnsrétt og efst í Varmárdal) og vegvísa (t.d. ofan Bæjarfells, við Borgarvatn og í Varmárdal [Húsadal]. Eftir er þó að merkja einstakar minjar þarna efra, s.s. Suður-Reykjasel, fjár- og beitarhús sem koma við sögu hér á eftir sem og tóftina sérstöku og áveitugarða í Forarmýri.
Í örnefnalýsingu Helgadals um norðanvert göngusvæðið segir m.a.: „Jörð í Mosfellsveit, næst austan Æsustaða. Upplýsingar gáfu Hjalti og Ólafur Þórðarsynir, Æsustöðum, einnig frá föður þeirra.
AveituminjarSuður með Grímarsfelli upp af hæðinni, er graslendur dalur er heitir Torfdalur, lokast hann að sunnan af Torfdalshrygg, en vestan Torfdals tekur við Suður-Reykjaland. Í króknum, er Torfdalshryggur og Grímarsfell mætast, eru brattar grasbrekkur er heita Stóratorfa. Norðan hennar er hóll er heitir Selhóll [hann á FERLIR eftir að staðsetja og skoða], og þar er einnig allmikið klettagil, Stórutorfugil. Upp af Selhól eru klettar sem heita Standur. Austan við Stórutorfu og Stand, sunnar í fellinu, ofarlega, er dæld, sem heitir Stóridalur. Þar neðar og vestur af er urð mikil sem heitir Skollurð, er hún í Þormóðsdalslandi, og enn austar skerst djúpt gil sunnar í fellið er heitir Vondagil (mun nefnt Illagil á korti). Á háfellinu, upp af Torfdal, er kollóttur móbergshóll er heitir Kollhóll; er hann á há-Suðurfellinu vestanverðu.
Sunnan Torfdalslækjar, þar sem hann rennur vestur með hæðinni, eru mýrardrög, er heita Ólafsteigur en norðan lækjarins eru mýrar, allt að Katlagilslæk, heita þær Suðurmýrar, en norðan Katlagilslækjar, að Markalæk, heita Norðurmýrar; þar nyrst uppi við fellið nálægt mörkum, er mýrartunga milli lækjardraga, er heitir Þrætutunga.“

Gata um Forarmyri

Í athugasemdum um lýsinguna segir m.a.: „Guðjón Sigurður Jónsson, Borgarholtsbraut 25, Kópavogi, skráði athugasemdir við örnefnaskrá Helgadals í september 1983. Þær eru ýmist ritaðar inn á ljósrit af skránni eða færðar sem svör á spurningalista. Tölusetning á við lýsingu Ólafs Þórðarsonar.
Stóridalur er í Þormóðsdalslandi.
Grímarsfell, ekki Grímansfell.
Torf var rist í Torfdal. Reiðingur var tekinn í Torfdalnum og notaður yfir hey sem stóðu í heygörðum. Ekki er vitað um sel við Selhól og ekki hvenær síðast var haft í seli í Helgadal.“

 

Toftin við Forarmyri

Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki segir m.a. um þetta svæði: „Magnús Guðmundsson skráði; Úthagar – Ef haldið er í suður frá Nóngili er komið upp á Torfdalsháls en austur af honum er Torfdalur og þar sunnan við er Torfdalshryggur, en á honum er varða sem er hornmark milli þriggja jarða, Suður-Reykja, Helgadals og Þormóðsdals. Vestur af Torfdalshryggnum er Bjarnavatn en þar á Varmá upptök sín. Við upptökin er dálítil stífla sem Sigurjón Pétursson á Álafossi lét reisa árið 1926 eða 1927 til vatnsmiðlunar. Björn í Grafarholti segir að á fjórða áratugnum hafi verið a.m.k. þrír virkjunarstaðir í Varmá, þ.e. við Reyki, Álafoss og bæinn Varmá. Ekki muna Reykjabændur hvar þessi virkjun hefur verið hjá Reykjum. Þjóðsaga um nykur er tengd Bjarnavatni og er hún hér sem fylgiskjal [ekki er vitað til að þessi saga hafi verið skráð áður, né hefur hún birst]. Vestan við Bjarnavatn er stór steinn sem kallast Grettistak og markar hann landamerki. Enn vestar eru landamerki í Leirtjörn. Norðan undir Þverfelli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur. Í Forarmýri sést móta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu eftir aldamót lét gera.
Forarmýrarháls er þar vestan við og undir þeim hálsi eru Selbrekkur. Neðst í Selbrekkum var Forarmyri-uppdrattursel og sjást rústir þess enn. Í Jarðabók Árna og Páls segir að  selstaða sé góð á Suður-Reykjum.
Dalverpið vestan Þverfells heitir Húsadalur (Fjárhúsa-dalur). Gegnt fjárhúsunum sunnan Varmár er Gíslengi, í landi Reykjahvols. Í suðvestur frá Húsatúni er fallega löguð klettaborg sem Reykjaborg heitir. Í henni var hrafnshreiður á árunum um 1960-1970. Guðmundur Jónsson skipstjóri nefndi togara sinn eftir borginni, en það skip var skotið niður í síðari heimsstyrjöldinni, hinn 9. mars 1941,  þegar það var á siglingu með fisk af Íslandsmiðum til Englands. Reykjaborg er á Hádegisfjalli í landi Reykjahvols.
Bæjarfell er suður af Reykjaborg í einskonar framhaldi af Þverfelli í landi Reykjahvols og Þormóðsdals. Undir því og milli þess og Reykjaborgar er Borgarvatn. Í því er ekki fiskur nema þá helst hornsíli. Syðst á Þverfelli á mótum þess og Bæjarfells eru leirtjarnir og landamerki.“
SagForaran um nykurinn í Bjarnarvatni, sem skrá er eftir Jóni M. Guðmundssyni, er svohljóðandi: „Á árunum um og fyrir 1930 var rekið stórbú á Reykjum í Mosfellssveit og því fylgdi allmikið mannahald, bæði konur og karlar. Þá var tvíbýli á jörðinni og félagsbú sem rekið var með ráðsfólki en bændurnir höfðu sín heimili sér. Á hvoru heimili voru börn á ýmsum aldri frá fermingu og niður í 4-5 ára aldur þau yngstu. Heimilisfólkið var stundum um 30-40 manns. Í tómstundum sagði eldra fólkið börnunum oft sögur og ævintýr. Þar á meðal voru þjóðsögur og draugasögur, sem var vinsælt og æsandi efni fyrir börnin. Ein slík þjóðsaga er talin hafa gerst þar og fjallaði um nykur í Bjarnavatni. Þannig háttar til að austast í landi Reykja er stöðuvatn allstórt sem Bjarnavatn heitir. Eldri börnin áttu stundum leið hjá vatninu í smalamennsku eða við leit að brúkunarhrossum er sloppið höfðu úr heimahögunum. Heimafólk bar nokkra virðingu fyrir þessu fallega fjallavatni, en ekki var í því neitt kvikt nema hornsíli.
Börnunum þótti vatnið fjarlægt og dularfullt og virðing þeirra fyrir því var óttablandin. Ekki síst vegna orðróms um að nVama-2ykur hefði aðsetur í því. Í þjóðtrúnni er til fyrirbærið nykur sem var mönnum óvinveittur og jafnvel hættulegur. Nykur er talinn vera skepna af öðrum heimi og líkjast hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt. Á þessum árum var sauðamaður á Reykjum er Jón hét Þorvarðsson og hafði auknefnið „súgandi“. Hann var af vestfirskum kominn og jafnvel galdramönnum af Hornströndum að talið var. Jón „súgandi“ var fljúgandi mælskur og honum lét vel að flytja mál sitt með viðeigandi áherslum. Hann var fluggáfaður og greindur vel en hafði ekki notið skólagöngu. Hann var nokkur mislyndur og sérvitur en umgengnisgóður daglega. Mestum tíma eyddi hann með fénu og hélt því stíft til beitar hvernig sem viðraði. Beitarsvæðið var í Reykjafjallinu; í Einbúasundi, Selbrekkum og Forarmýri en er leið á veturinn sótti féð allmikið í svokallaðar „Sukkur“, en það landsvæði lá í suðurhallandi brekkum sunnan Reykjaborgar. Það voru byggð fjárhús og hlaða 1924 fyrir 120 fjár og tilheyrandi hrútakofi. Þá var og ræktað þar tún sem var 2 dagsláttur að stærð, afgirt og heyjað á hverju sumri. Fjárhús fyrir fullorðna féð var í svonefndum Húsadal sem er dalverpi suðaustur af bænum.
Vama-3Það þóttu hin verstu tíðindi er Jón fór að gefa í skyn að hann hefði orðið var við eitthvað í fjallinu austur af beitarhúsunum. Jón var þögull og þungbúinn og varðist allra frétta en þetta vakti mikla spennu, einkum hjá börnunum. Þar kom að Jón sauðamaður féllst á að skýra frá því sem hann hafði séð a.m.k. tvisvar eða þrisvar og var Jón M. Guðmundsson á Reykjum eitt þeirra barna sem hlustaði á frásögnina. Sagðist honum svo frá: Komið var fram í mars og snjóa hafði leyst eftir mildan vetur.  Féð rann sem leið liggur austur holtin í Selbrekkum en vildu ekki stöðvast þar, enda orðið nokkuð bitið eftir veturinn.  Var því haldið áfram suður yfir ána og í Sukkurnar og þar var beit.  Stóð nú féð allt til kvölds og Jón farinn að lýjast og ekki þorandi að líta mikið af fénu, svo fjarri húsunum. Dimmviðri var og farið að skyggja er lagt var af stað heimleiðis. „Er ég var kominn,“ segir Jón, „í hallann vestur af Þverfelli í átt að Selbrekkum, finnst mér ég sjá einhverja skepnu í fjárhópnum stærri en kindurnar.“ Bjarnavatnið sem áður er nefnt er einmitt uppi á Þverfellinu og var því ekki allfjarri þeim stað sem Jón var staddur með fjárhópinn.

Bjarnarvatn-2

„Við nánari skoðun sá ég ekki betur en einn heimahestanna væri kominn á vettvang en það virtist vera hann „Svarti Gráni“. „Svarti Gráni“ var steingrár að lit en hafði verið fæddur svartur og bar það nafn sem tryppi en varð seinna grár. Þótti mér nú bera vel í veiði og taldi að klárinn hefði hlaupið til fjalls er brúkunarhestar voru hýstir. Tók ég snærishönk uppúr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“ Hafði Jón mörg orð um það hvernig hefði getað farið fyrir sér ef hann hefði sest á bak svo lúinn og syfjaður sem hann var orðinn. Jón varð ekki gamall maður en dó um aldur fram í átthögum sínum Súgandafirði en taldi sig hafa sloppið mjög naumlega frá drukknun í Bjarnavatni sem áður segir.“
Bjarnarvatn-3Tóftin norðnorðaustan við Forarmýri hefur verið talsvert mannvirki. Það er þó ekki mjög gamalt; sennilega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Um hefur verið að ræða stakt hús og gerði sunnan og austan þess. Það gæti hafa verið notað fyrir hross. Áætla má að mannvirki þetta hafi verið notað af fólki sem nytjaði Forarmýri. Áveitugarðurinn í mýrinni bendir til þess að vatni hafi verið hleypt á mýrina að vetrarlagi og af að vorlagi. Við það greri hún fyrr en umhverfis og var því slátturhæf bæði fyrr og oftar. Varmá hefur þannig verið látin renna inn á mýrina eftir framkvæmdirnar.
Hvort sem tóftin hefur verið afdrep sláttufólks eða Jóns „súgandi“ á meðan var má telja hana jafn merkilega eftir sem áður. Bóndin í Helgadal sagði í samtali við FERLIR að hann hefði heyrt að þetta hefði verið sauðahús frá Suður-Reykjum. Það hefði verið staðsett þarna svo hægt væri að beita fénu auk þess á Helgadals- og Norður-Reykjaland, hvort sem það væri satt eða ekki.
Drábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Helgadal.
-Örnefnalýsing fyrir Suður-Reyki.
-Saga Mosfellssveitar.

Forarmyri

Nykur

Sagan um nykurinn í Bjarnarvatni, sem skrá er eftir Jóni M. Guðmundssyni, er svohljóðandi: „Á árunum um og fyrir 1930 var rekið stórbú á Reykjum í Mosfellssveit og því fylgdi allmikið mannahald, bæði konur og karlar.
VamaÞá var tvíbýli á jörðinni og félagsbú sem rekið var með ráðsfólki en bændurnir höfðu sín heimili sér. Á hvoru heimili voru börn á ýmsum aldri frá fermingu og niður í 4-5 ára aldur þau yngstu. Heimilisfólkið var stundum um 30-40 manns. Í tómstundum sagði eldra fólkið börnunum oft sögur og ævintýr. Þar á meðal voru þjóðsögur og draugasögur, sem var vinsælt og æsandi efni fyrir börnin. Ein slík þjóðsaga er talin hafa gerst þar og fjallaði um nykur í Bjarnavatni. Þannig háttar til að austast í landi Reykja er stöðuvatn allstórt sem Bjarnavatn heitir. Eldri börnin áttu stundum leið hjá vatninu í smalamennsku eða við leit að brúkunarhrossum er sloppið höfðu úr heimahögunum. Heimafólk bar nokkra virðingu fyrir þessu fallega fjallavatni, en ekki var í því neitt kvikt nema hornsíli.  Börnunum þótti vatnið fjarlægt og dularfullt og virðing þeirra fyrir því var óttablandin. Ekki síst vegna orðróms um að nykur hefði aðsetur í því. Í þjóðtrúnni er til fyrirbærið nykur sem var mönnum óvinveittur og jafnvel hættulegur. Nykur er talinn vera skepna af öðrum heimi og líkjast hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt.
Vama-2Á þessum árum var sauðamaður á Reykjum er Jón hét Þorvarðsson og hafði auknefnið „súgandi“. Hann var af vestfirskum kominn og jafnvel galdramönnum af Hornströndum að talið var. Jón „súgandi“ var fljúgandi mælskur og honum lét vel að flytja mál sitt með viðeigandi áherslum. Hann var fluggáfaður og greindur vel en hafði ekki notið skólagöngu. Hann var nokkur mislyndur og sérvitur en umgengnisgóður daglega. Mestum tíma eyddi hann með fénu og hélt því stíft til beitar hvernig sem viðraði. Beitarsvæðið var í Reykjafjallinu; í Einbúasundi, Selbrekkum og Forarmýri en er leið á veturinn sótti féð allmikið í svokallaðar „Sukkur“, en það landsvæði lá í suðurhallandi brekkum sunnan Reykjaborgar. Það voru byggð fjárhús og hlaða 1924 fyrir 120 fjár og tilheyrandi hrútakofi. Þá var og ræktað þar tún sem var 2 dagsláttur að stærð, afgirt og heyjað á hverju sumri. Fjárhús fyrir fullorðna féð var í svonefndum Húsadal sem er dalverpi suðaustur af bænum.
Vama-3Það þóttu hin verstu tíðindi er Jón fór að gefa í skyn að hann hefði orðið var við eitthvað í fjallinu austur af beitarhúsunum. Jón var þögull og þungbúinn og varðist allra frétta en þetta vakti mikla spennu, einkum hjá börnunum. Þar kom að Jón sauðamaður féllst á að skýra frá því sem hann hafði séð a.m.k. tvisvar eða þrisvar og var Jón M. Guðmundsson á Reykjum eitt þeirra barna sem hlustaði á frásögnina. Sagðist honum svo frá: Komið var fram í mars og snjóa hafði leyst eftir mildan vetur.  Féð rann sem leið liggur austur holtin í Selbrekkum en vildu ekki stöðvast þar, enda orðið nokkuð bitið eftir veturinn.  Var því haldið áfram suður yfir ána og í Sukkurnar og þar var beit.  Stóð nú féð allt til kvölds og Jón farinn að lýjast og ekki þorandi að líta mikið af fénu, svo fjarri húsunum. Dimmviðri var og farið að skyggja er lagt var af stað heimleiðis.
Bjarnarvatn-2„Er ég var kominn,“ segir Jón, „í hallann vestur af Þverfelli í átt að Selbrekkum, finnst mér ég sjá einhverja skepnu í fjárhópnum stærri en kindurnar.“ Bjarnavatnið sem áður er nefnt er einmitt uppi á Þverfellinu og var því ekki allfjarri þeim stað sem Jón var staddur með fjárhópinn. „Við nánari skoðun sá ég ekki betur en einn heimahestanna væri kominn á vettvang en það virtist vera hann „Svarti Gráni“. „Svarti Gráni“ var steingrár að lit en hafði verið fæddur svartur og bar það nafn sem tryppi en varð seinna grár. Þótti mér nú bera vel í veiði og taldi að klárinn hefði hlaupið til fjalls er brúkunarhestar voru hýstir. Tók ég snærishönk uppúr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“ Hafði Jón mörg orð um það hvernig hefði getað farið fyrir sér ef hann hefði sest á bak svo lúinn og syfjaður sem hann var orðinn. Jón varð ekki gamall maður en dó um aldur fram í átthögum sínum Súgandafirði en taldi sig hafa sloppið mjög naumlega frá drukknun í Bjarnavatni sem áður segir.“Bjarn

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir er skammt ofan við Grindavík, örskammt frá Skipsstígnum norðvestan við Lágafell. Þótt staðurinn sé nú flestum gleymdur lifði hann lengi vel í hugum Grindvíkinga, líkt og nokkrir aðrir staðir ofan við Plássið er tengdust komu „Tyrkjanna“.

Skipsstígur

Skjól vegavinnumanna við Skipsstíg.

Þeir komu til Grindavíkur, skyndilega og öllum að óvörum, í byrjun sumars 1627, fyrir 379 árum síðan. Lífið hjá Grindavíkurbændum og búaliði gekk allt sinn vanagang. Vorverkunum var lokið og fé hafði verið fært til selja. Útvegsbændurnir voru vanir báts- og skipaferðum enda Grindavík þá einn helsti útgerðar- og verslunarstaður landsins. Þess vegna er kannski ekki svo víst að sigling Tyrkjaskipsins (sumir segja tveggja skipa), sem nálgaðist snemmmorguns þann 20. júní, hafi vakið svo mikla athygli, venju fremur. Grindvíkingar áttu ekki von á neinu nema góðu úr þeirri áttinni.
Tyrkirnir hertóku danskt kaupfar og nokkra úr áhöfninni, stökktu danska kaupmanninum og hans fólki á flótta, rændu verlsunina og réðust til atlögu við fólkið á Járngerðarstöðum.“Tyrkjunum“ þrjátíu lá mikið á því þeir töldu að kaupmaðurinn gæti snúið aftur með liðsafla. Þeir drógu húsmóðurina til skips, tóku syni hennar og bróður, særðu tvo aðra bræður hennar er reyndu að verjast, losuðu sig við aldraðan og laslegan bóndann í fjöruborðinu, en drógu 8 aðra Grindvíkinga og þrjá Dani til skips. Loks rændu þeir verðmætum úr Járngerðarstabænum og sigldu síðan hraðbyri til hafs. Utan við Grindavík náðu þeir vestfirsku kaupfari sem og áhöfn þess.
Tómas Þorvaldsson, hinn sagnafróði og mæti Grindvíkingur, segir frá þessum atburði í æviminningum sínum, útg. 1986. Um Dýrfinnuhelli segir hann: „Hellir einn, allstór, vestan við gamla veginn til Keflavíkur, norðan Lágafells, heitir Dýrfinnuhellir og sagan segir að kona með þessu nafni hafi falið sig þar þangað til ræningjarnir voru farnir“.

Dýrfinnuhellir

Í Dýrfinnuhelli.

Á meðan „Tyrkir“ rændu Járngerðarstaði flúðu Grindvíkingar upp í hraunið ofan við byggðina og dvöldu þar uns hættan var liðin hjá – sumir lengur – og lengra. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa dvalið í helli suðvestan við Húsafjall, en sá hellir átti eftirleiðis að geta hýst um 100 Grindvíkinga ef til þess kæmi að „Tyrkirnir“ kæmu aftur. Sá hellir er nú hálffullur af sandi, sem fokið hefur af Vatnsheiðinni. Auk þess eru byrgi, sem sjá má bæði í Sundvörðuhrauni og í Eldvörpum sögð tengjast þessum sögulega atburði, ekki einungis í sögu Grindavíkur, heldur og í Íslandssögunni allri.

SkipssDýrfinnuhellir er hið ágætasta skjól. Sjá má bein af lambi í hellinum. Skammt frá eru fleiri skjól, sem falið hafa getað fleiri Grindvíkinga með góðu móti. Þar skammt frá er m.a. skjól vegagerðarmanna, sem unnu að endurnýjun Skipsstígs á þeim kafla skömmu eftir aldarmótin 1900. Elsti „Grindavíkurvegurinn“, sem liggur um núverandi vegstæði var hins vegar lagður á árunum 1914-1918. Sá vegarkafli var síðan endurnýjaður nokkrum sinnum, nú síðast var hann lagður malbiki. Hið fyrsta sinni reistu vegagerðarmenn nokkur mannvirki á u.þ.b. 500 metra millibili við vegstæðið, sem brotið var í hraunið með handafli og örfáum verkfærum. Milli 32 til 40 Grindvíkingar fengu þó laun fyrir það erfiði, enda greiddu þeir helminginn mót landsstjórninni. Enn má á a.m.k. 12 stöðum sjá leifar þessara minja við veginn, en öðrum hefur verið eitt í ógáti með stórvirkum vinnuvélum. Sennilega er þó hér um einar merkustu minjar fyrrum vegagerðar á landinu, þ.e.a.s. þær sem eftir eru.
Ljóst er að víða við Grindavík leynast merkilegar minjar er gefa sögum bæjarins áþreifanlegari sín en sögurnar einar gefa tilefni til.
Ekki segir hvar nefnd Dýrfinna hafi búið í Járngerðarstaðahverfi.

Heimild:
-Tómas Þorvaldsson – æviminningar – 1986, bls. 22.
-Saga Grindavíkur.
-Sigurður Gíslason – Hrauni.

skipsstígur

Varða við Skipsstíg.

 

Vífilsstaðir

Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju árið 1856 er m.a. getið um eignaskipti á jörðunum Görðum og Vífilsstöðum:
Gardakirkja-221„Annis 1557 og 1558 var Knútur samt hér höfuðsmaður, og á þessu síðara ári út gaf hann á Bessastöðum, dag 4. júlí, Eggerti lögmanni Hannessyni bréf fyrirSnæfellsness- og Ísafjarðarsýslum. Og á sama ári og degi keypti hann, kóngsins vegna, Garða kirkjujörð Hlið á Álptanesi af séra Lopti Narfasyni, fyrir jörðina Vífilsstaði í Garðakirkju sókn, og skyldu prestarnir fá í kaupbætir eina mjöltunnu af kóngsins mjöli á Bessastöðum, og hélzt það við til þess óvild féll inn með höfuðsmanninum Einvold Kruse og séra Jóni Krákssyni, prófasti og presti að Görðum. Síðan hafa Garðaprestar farið hennar á mis.“

Heimild:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju. Hið íslenska bókmenntafjelag 1856, bls. 702.

Hlíð

Hlið (Hlíð).

Hvalvatn

Leiðin umhverfis Hvalvatn liggur með vatnsborðinu, er auðveld yfirferðar og veitir bæði fróðleik og skemmtun.

Hvalvatn-22

Tveir litlir hellar eru á þeirri leið. Sá minni er í Skinnhúfuhöfða við vatnið austanvert. Segir þjóðsagan að þar hafi tröllkonan Skinnhúfa búið, en um afreksverk hennar fara engar sögur. Norð-austan úr miðju Hvalfelli gengur klettahöfði fram að vatninu. Í honum er Arnesarhellir, sem kenndur er við Arnes nokkurn Pálsson sem átti heima í sveitunum við Hvalfjörð á árunum um og eftir 1750. Hann var bendlaður við þjófnað og hermdu sagnir að hann hefði lagst út og m.a. dvalið um stund í þessum helli. Hvað satt kann að vera í þessu efni skal ósagt látið, því Arnes mun hafa verið einn til frásagnar um búsetu sína þar. Sagt er að síðar hafi fundist í hellinum leifar gamalla beina, hlaðinnbálkur og hornkambur. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir segir höfundurinn Ólafur Briem svo: „Á Jónsmessudag 1951 fór ég ásamt nokkrum mönnum Hvalvatn-23öðrum að skoða hellinn. Neðst í klettahöfða, alveg niðri við vatnið, er gjögur, og inn úr því í meira en mannshæð gengur hellirinn, og suður úr honum, hægra megin við hellisopið gengur afhellir. Aðalhellirinn er um 6×6 m að flatarmáli og 2 til 3 m á hæð. Afhellirinn er um 5 m á lengd og um 2 m á breidd og er manngengur inn til miðs, en lækkar inn við botninn. Í hellinum voru hér og þar smá beinabrot, bæði úrkindum og stórgripum, en engin heilleg bein. Meðal beinanna var eitt, sem greinilega var tálgað í odd. Mest var af beinaleifum við mynni afhellisins, rétt innan við hellisopið. Ekki gátum við séð leifar af bálki né öðrum mannvirkjum. Varla getur leikið vafi á því, að maður hafi einhvern tíma hafzt við í helli þessum.“

Heimildir m.a.:
-www.fi.is

Hvalvatn-21

Hóp

Í „Íslandssögu handa börnum„, eftir Jónas Jónsson frá árinu 1915, segir m.a. frá hofum og goðum:
Hofin — Svo nefndust guðahús Ásatrúarmanna. Sum voru aðalhof, sem heilar sveitir áttu sókn að; það voru miklar byggingar. Önnur voru heimilishof, er einstakir menn bygðu á bæjum sínum og höfðu til eigin afnota. Þau voru náttúrlega miklu minni en aðalhofin. Venjulega voru hofin bygð úr grjóti og torfi, með torfþaki, en þiljuð að innan eins og góð bæjarhús. Hverju hofi var skift í tvent: aðalhofið og goðastúkuna. Milli þeirra var þykkur veggur úr grjóti og torfi, og engar dyr á. Líklega hefir þéssi skilveggur ekki náð alveg upp að þaki, og mátt sjá yfir hann milli hofhlutanna. (Eyrbyggja 4-6. Fljótsdæla 110-112),
godatoft-321Goðastúkan — Hún var hið allrahelgasta í hofinu, og lítil i samanburði við aðalhofið. Framan við skilvegginn var dálítill stallur; á honum stóðu goðamyndirnar. Í miðju var það goðið, sem mest var virt, og hin út frá til beggja hliða. Á miðju gólfi var stallur, eins og altari, stundum einn stór steinn, en líklega oftar hlaðinn steinstöpull og hella lögð ofan á. Á stallinum lá helgur hringur, sem eiðar voru unnir við. Þann hring mátti goðinn bera á armlegg sér við hátíðleg tækifæri. Ennfremur stóð á stallinum dálítill bolli úr steini eða málmi. Hann hét hlautbolli. Í bollann var látið nokkuð af blóði fórnardýranna, en mestum hluta þess var helt niður utanhofs.
Goðin — Fornmenn gerðu myndir af guðunum, til að geta betur skilið eðli þeirra og átt skifti við þá. Goðamyndirnar voru gerðar úr tré, oftast á stærð við menska menn. Goðin voru klædd í góð föt, og prýdd með ýmsu skrauti úr gulli og silfri. Goðunum var sýnd hin mesta lotning, eins og þau væru sjálfir guðirnir. Enginn mátti ganga um goðastúkuna nema hofpresturinn, goðinn, eða vildarmenn hans, sem hann leyfði að koma þangað með sér. (Vatnsd. 43).
Veislusalurinn – Aðalhofið var veglegt hús, oft stærra en meðalkirkja, Nýlega hefir verið grafið í gamlar hofrústir á Hofstððum við Mývatn. Það hafði verið 36 m. á lengd og um 7 m. á breidd. Hofin þurftu að vera svona stór, af því að sóknarmenn komu þar saman nokkrum sinnum á ári við einskonar guðsþjónustu. Þá sátu gestirnir að veislu í aðalhofinu, eða veislusalnum. Hann var mjög svipaður stofu á höfðinglegu heimili: Útveggir þiljaðir, og stundum tjaldaðir að innan, pallar meðfram veggjunum, öndvegissúlur við sæti goðans, fastir bekkir til beggja handa; borð sett upp á pallskörina og þar framreiddur ágætur veislukostur. Á gólfinu miðju brunnu langeldar.“

Heimild:
-Íslandssaga handa börnum, Jónas Jónsson 1915, bls. 45-46.

Hof

Hof á Kjalarnesi og nágrenni – loftmynd.

Gvendarhellir

Eftirfarandi frásögn birtist í Blöndu, fróðleikur gamall og nýr, sem Sögufélagið gaf út á árunum 1921-1923.
Í Gvendarhelli“Guðmundur hét maður og var Bjarnason, ættaður úr Breiðafirði. Hann felldi ástarhug til stúlku einnar, er hann fékk ekki að eiga, og fór þá suður á land og létti eigi fyrri en suður kom í Gullbringusýslu, en þar hafðist hann við alla æfi upp frá því á ýmsum stöðum, lengst af í Krýsuvíkursókn.
Ekki er víst, hve nær Guðmundur kom fyrst suður, en í Krýsuvíkursókn mun hann hafa komið árið 1927. Þar byggði hann nýbýlið Læk frá stofni [sem enn má sjá leifar af austan við Vestari læk]. Einnig bjó hann í Garðshorni í nokkur ár. Á vetrum gætti hann fjár síns við helli einn í Klofningahrauni, Gvendarhelli, og hélt því mjög til beitar. Framan við hellinn byggði hann skemmu með opi á miðju, og sést hún enn þá. Rétt inn af skemmunni afgirti hann skáp úr hellinum og geymdi þar lömbin, ef illt var veður og þörf var á að gefa þeim. Þar hafði hann rúm sitt, er hann hlóð upp úr grjóti og þakti svo með gæruskinnum, er hann lá á (um Guðmund sbr. einnig Lýsing Selvogsþinga 1840 eftir síra Jón Vestamann (Landnám Ingólfs III, 99-100)).
GvendarbyrgiÚt frá hellinum var veðursæl mikil og hagar fyrir sauðfé svo góðir, að aldrei brugðust.
Eitt sinn, er Guðmundur var í hellinum, kom til hans maður, að nafni Einar og var Sæmundsson, úr Biskupstungum, sem var að fara í verð til Grindavíkur. Guðmundur tók vel á móti Einari og veitti honum hangikjöt og brennivín. Einari leizt vel á fénaðinn og þótti vel um gengið í skemmu hans og helli. – Um þessar mundir flutti Einar að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, og voru þeir Guðmudnur því nágrannar lengi síðan.

Þegar Guðmundur bjó í Garðshorni, færði hann frá ám sínum á vori hverju og flutti lömbin eftir fráfærur inn í Lambatanga við Kleifarvatn. Eitt sinn eftir fráfærurnar sluppu ærnar í þoku og komust inn undir Lambatanga, þar sem lömbin voru. Þau heyrðu þá jarminn í ánum og fóru öll, 50 að tölu, út í vatnið og drápust þar öll og rak þau síðan upp úr vatninu. Guðmundur reiddi lambskrokkana heim í Garðshorn, rak í þau fótinn, þar sem þau lágu á túninu og sagði: “Þar fóru þið að fara hægara, nú ræð ég við ykkur.”

Krýsuvík

Bærinn Lækur í Krýsuvík – Garðshorn nær.

Það er enn sagt af Guðmundir, þegar hann bjó í Garðshorni, að hann batt ullina, óþvegna, í bagga og flutti hana þannig til kaupstaðar.
Úr Krýsuvíkurhverfi mun Guðmundur hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldizt við í Gjáarrétt með fé sitt, og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi á Bakhlíðum, og sér þar votta fyrir byrgi, sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta, að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauðu sína í Bessastaðaskóla.
Ummerki í BúrfellsgjáGuðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu; einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan.
Hér kemur að lokum saga, sem sögð er af Guðmundi. Kona nokkur hélzt við í Ólafsskarði og á Svínahraunsvegi og stundum í Jósefsdal; þar sást bæli hennar til skamms tíma, segja sumir. Hún var mannskæð og réðst á ferðamenn, er um veginn fóru og rænti þá, því er þeir höfðu meðferðis. Þessu framferði kunnu menn illa, og af því að nauðsyn þótti til að ráða hana af dögum, en enginn vildi reyna, var Guðmundur Bjarnason fenginn og fór hann við annan mann upp að Ólafsskarði. En er þangað kom, legst Guðmundur í leyni, en lætur fylgdarmanninn halda áfram eftir veginum, þar sem illkvendið var vant að hafast við. Að litlum tíma liðnum kom kerking, ræðst á manninn, en þá kom Guðmundur honum til hjálpar, vegur að henni, og varð það henar bani. Aðri segja, að Guðmundur hafi ekki drepið flagðkonuna, en í þess stað afhent hana yfirvöldum.“

Heimild:
-Blanda VI, Sögufélagið 1921-1923, bls. 187-189.

Gvendarhellirhttps://ferlir.is/krysuvikur-gudmundur/

Botnsdalur

Innst í Hvalfirði er Botnsvogur og inn af honum gengur Botnsdalur. Hann er stuttur, gróðursæll og skjólgóður. Tvö býli eru í dalnum, Litli-Botn og Stóri-Botn. Fyrir botni dalsins gnæfir Hvalfellið (852 m) en eftir honum liðast Botnsáin, tær og sakleysisleg og fellur í voginn. Hún kemur úr Hvalvatni, sem er austan við Hvalfell.
 BotnsdalurEndur fyrir löngu, er ísaldarjökullinn þakti landið og skriðjöklar hans surfu berggrunninn, myndaðist Hvalfjörðurinn og dalir þeir, sem að honum liggja. Á þeim tímum var eldvirkni landsins ekki minni en nú og mynduðust þá og mótuðust mörg þeirra fjalla, sem við þekkjum svo vel. Jökullinn hafði sorfið Botnsdalurinn lengri en hann er nú, en svo hófst eldgos undir jöklinum. Fjall hlóðst upp í miðjum dal og þegar jökullinn hvarf stóð það eftir. Bak við það var djúp dæld, sem síðar fylltist af vatni.
Fjallið heitir Hvalfell, vatnið Hvalvatn og úr því rennur Botnsá. Hún fellur vestur með Hvalvatni að norðanverðu og beygir svo til suðurs. Þar hefur hún grafið djúpt gljúfur í gljúp jarðlögin í hlíðar dalsins. Þessi gljúfur eru ein hin mestu og hrikalegustu í landinu. Þau eru stutt og dýpst, þar sem áin fellur fram af dalbrúninni í einum fossi. Hann heitir Glymur og er um 200 m hár. Glymsbrekkur eru með stefnu á vesturhorn Hvalfellsins. Fyrrum var fjölfarin leið um þessar slóðir úr Botnsdal yfir í Skorradal, en hún lagðist af með breyttum samgöngutækjum.

Skinnhúfuhellir

Beinkambur með hinu forna lagi, okar 2 með þynnum 2 á milli og standa eirnaglar 2 í gegn: okarnir eru 5,9 og 6,1 cm. að l. og 7-10 mm. að br. Br. kambsins er 3,5 cm. Þynnurnar eru báðar saman 4,5 cm. að lengd: er önnur endaþynna, nær ótent. Rákir 2 eru til prýðis eptir okunum langsetis. Virðist óslitinn og er vafasamt, hvort verið hafi nokkru sinni að gagni eða orðið fullgjör: er mjög óvandaður. Mun vera gamall, en alls ófúinn: líkur kömbum frá miðöldunum. Fanst í litlum helli norðan í Hvalfelli, sunnan við Hvalvatn: mun það vera Skinnhúfuhellir ( sbr. Árm.s, og Árb. 1881, 41). Eru bein mörg í hellinum og í hrúgu í brekku fyrir framan hann. Hefir hér að líkindum verið útilegumannabæli í fyrndinni.

Þótt Hvalvatnið sé ekki stórt að flatarmáli, geymir það mikinn vatnsforða því mesta dýpi þess er 160 m. Leiðin umhverfis Hvalvatn liggur með vatnsborðinu, er auðveld yfirferðar. Tveir litlir hellar eru á þeirri leið. Sá minni er í Skinnhúfuhöfða við vatnið austanvert. Segir þjóðsagan að þar hafi tröllkonan Skinnhúfa búið, en um afreksverk hennar fara engar sögur. Norðaustan úr miðju Hvalfelli gengur klettahöfði fram að vatninu.Â Í honum er lítill og lélegur hellisskúti. Þar eru sýnilegar minjar um mannvistir því hlaðinn hefur verið grjótbálkur í hellinum og eitthvað hefur fundist af dýrabeinum á gólfinu. Hellirinn nefnist Arnesarhellir og er kenndur við Arnes Pálsson sem uppi var á síðari hluta 18. aldar og var alræmdur þjófur. Er talið að hann hafi dvalið þar veturlangt í felum.
Hvalinn, sem öll þessi örnefni eru kennd við, er að finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í suttu máli er hún á þá leið að maður í álögum varð að hval og lá hann úti fyrir Hvalfirði, grandaði bátum og drekkti skipshöfnunum. Synir prestsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd drukknuðu af völdum hvalsins. Presturinn vissi lengra en nef hans náði. Með töfrabrögðum gat hann seitt hvalinn inn fjörðinn, upp Botnsá, upp gljúfrin miklu og inn í vatn. Þar sprakk skepnan. Fannst beinagrind hvalsins þar síðar. Við þennan hval er fjörðurinn, fellið og vatnið kennt.

Leggjabrjótur

Leggjabrjótur – Biskupskelda.

Hin gamla þjóðleið frá Botnsdal í Hvalfirði til þingvalla er nefnd eftir Leggjabrjóti, illfærum urðarhálsi, sem liggur þvert á leið og var fyrrum hinn versti farartálmi. En eldra nafn á leiðinni var Botnsheiði. Leiðin er nú vörðuð að mestum hluta og ætti það að vera til styrktar í þoku og dimmviðri, Vegalengd er 12-13 km og
ca. 5-6 klst ganga ef farið er í rólegheitum.
 BotnsdalurBotnsdalurinn er stuttur, kjarrivaxinn dalur upp af Botnsvogi. Ísaldarjökullinn myndaði dalinn, svo og Hvalfjörð og alla þá dali og skorninga, sem að honum liggja. Í Landnámabók segir svo:
„Maður hét Ávangur írskur að kyni. Hann byggði fyrst í Botni. þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip og hlóð þar sem nú heitir Hlaðhamar“ .
Klettahöfði við veginn, innst í voginum að sunnanverðu ber þetta nafn nú. Tveir bæir voru í dalnum Neðri eða Litlibotn og Efri eða Stóribotn. Á Neðrabotni bjó Geir fóstbróðir Harðar Grímkelssonar, sem frá eftir í Harðarsögu. þar bjó um tíma á fyrri hluta þessarar aldar Beinteinn? Hann átti nokkur börn og voru flest þeirra þekkt fyrir skáldgáfu sína. Má þar m.a. nefna Pétur, Halldóru og Sveinbjörn sem síðar var allsherjargoði Ásatrúarmanna.

Litli-Botn

Litli-Botn – Howell 1900.

Annað skáld Jón Magnússon ólst einnig upp á Litlabotni. Upphaflega var Botnsdalur mun lengri, en síðla á ísöld, fyrir u.þ.b. 0.8 milljón arum, var gos undir jökli í miðjum dal og myndaðist þá Hvalfellið, sem rís fyrir enda dalsins (848 m y.s.). Í þessu gosi lokaðist fyrir dalbotninn og í kvosinni myndaðist Hvalvatn.
Í Stóra-Botni var vinsæll áningarstaður ferðamanna, meðan þjóðleiðin lá um Leggjabrjót til Þingvalla. Þar fæddist og ólst upp Jón Helgason rithöfundur og blaðamaður. Botnsá fellur fyrir neðan túnið og þar er göngubrú á henni. Þaðan liggur gamla gatan skáhallt upp brekkurnar í áttina að Botnssúlum.

Botnsdalur

Botnsdalur og nágrenni – kort.

Búskap var hætt á jörðinni laust eftir 1970. Hóf þá eigandi jarðarinnar ræktun barrtrjáa, sem blasa við augum í hlíðinni sunnan ár.
Hvalskarðsá kemur úr Hvalskarði, sem er á milli Hvalfells og Botnssúlna og fellur í Botnsá. Farvegur árinnar myndar smá fossa á leið sinni ofan hlíðina. Á einum eða tveimur stöðum í gilinu seytlar fram volgt vatn, gott til fótabaða.
Hvalvatn - Skinnhúfuhöfði t.h.Af Sandhrygg breiðir Múlafjallið úr sér til útnorðurs og sést þaðan niður í Botnsdal. Hins vegar er hér beint niður undan hin forna leið niður í Brynjudal, leiðin um Brennigil, og er það auðfarin leið gegnum kjarrið. Önnur leið er litlu norðar, það er leiðin upp með Laugalæk, sem dregur nafn sitt af heitri (33 gráður) laug ofarlega í hlíðinni. Þar má sjá verksummerki eftir framkvæmdir hugvitsmannsins Lúthers Lárussonar, sem bjó á Ingunnarstöðum fyrr á þessari öld. Selstaða var í Botnsdal.
Þessar tvær leiðir voru auðveldustu leiðirnar, þegar farið var yfir Hrísháls niður í Botnsdal, yfir Leggjarbrjót til Þingvalla eða yfir Hvalskarð suður með suðurströnd Hvalvatns og áfram til austurs. Hvalskarð er norðan við Sandhrygg, það er milli Hvalfells (852 m) að norðan og Háusúlu (1023 m) að sunnan.

Hvalvatn

Hvalvatn – Hvalfell fjær.

Norðan við Hvalfell rennur hins vegar Botnsá úr Hvalvatni. Hún er á sýslumörkum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu og jafnframt skilur hún milli Hvalfjarðarstrandarhrepps og Kjósarhrepps. Mörkin liggja síðan um mitt Hvalvatn og síðan um Háusúlu og rétt norðan við Biskupskeldu og um Mirkavatn yfir Kjöl og í Sýsluhólma í Laxá í Kjós.
Skógrækt hófst í landi Stórabotns á vegum eiganda jarðarinnar kringum 1965 og var plantað á þrem árum á annað hundrað þúsund trjáplöntum af ýmsum tegundum. Skógrækt ríkisins sá um framkvæmdina. Þá varð hlé á plöntun þar til árið 1980 er aftur var hafist handa og var á næstu árum plantað um 30 þúsund plöntum á vegum eigenda jarðarinnar. Öll hlíðin sunnan árinnar er í landi Stórabotns. Búskapur lagðist niður í Stórabotni 1982.

Heimildir m.a.:
-http://www.fi.is
-http://www.kjos.is
-MBL, 9. ágúst 1981.

Hvalvatn

Hvalvatn – flugmynd.

Þingvellir

Í frétt á mbl.is þann 4. nóv. 2009 mátti lesa eftirfarandi frétt af manni er „Fann fjársjóð frá járnöld“ (á Norðurlöndunum er járnöldin talin ná frá 5. öld f.Kr. til upphafs víkingaaldar um miðja 8. öld e.Kr. (mismunandi þó eftir landssvæðum og óafmörkuð tímaskil):
Bronsaldargripir„Skoti sem ákvað að prófa málmleitartæki, fann í sinni fyrstu tilraun með tækið, fjársjóð frá járnöld. Umræddur fjársjóður, samanstendur af fjórum hálsmenum úr gulli og er sagður vera milljón punda virði, ríflega 200 milljóna íslenskra króna. Hálsmenin eru talin vera frá um fyrstu til þriðju öld fyrir Krist og eru merkasti fundur frá járnöld í Skotlandi.
David Booth sem fann fjársjóðinn í september segist í viðtalið við BBC í Skotlandi, hafa orðið agndofa við fundinn. „Ég gerði mér grein fyrir að þetta væru verðmætir og sjaldgæfir hlutir og þetta var það fyrsta sem ég hafði nokkurn tíma fundið, þannig að þetta var alveg ótrúlegt. Ég bara lagði bílnum, náði í málmleitartækið, valdi í hvaða átt ég vildi fara og um sjö skrefum seinna fann ég þetta. Þetta var það fyrsta sem ég fann.“
Booth segist hafa gert sér grein fyrir að hann hefði fundið gamla skartgripi, hann hefði bara ekki áttað sig á hversu gamlir þeir væru.
Skartgripirnir hafa nú verið afhjúpaðir í Þjóðminjasafni Skotlands í Edinborg. Samkvæmt skoskum lögum getur konungdæmið eitt gert kröfu til fornleifafunda í Skotlandi. Finnandi verður að tilkynna um slíkan fund til yfirvalda og á ekkert tilkall til fundarins. Verið er að meta fjársjóðinn og getur Booth átt von á fundarlaunum, jafnháum matinu.“
Í íslenskum Þjóðminjalögum, 2001 nr. 107 31. maí, segir í 16. Sverðgr.: „Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar“. Ákvæðið lýsir ákveðinni þröngsýni og því þarf að sjálfsögðu að breyta sbr. framangreinda frétt.
Taka skal fram til fróðleiks að steinöld var forveri bronsaldar, sem var forveri járnaldar. Steinöldin skiptist í fornsteinöld (~1.4 milljón – 10.000 ár síðan), miðsteinöld (~22.000 – 5.000 ár síðan) og nýsteinöld (~8.500 – 3.000 ár síðan).
Járnöld gekk síðan í garð um miðja 8. öld, en þó hafa fundist hér á landi gripir úr bronsi, s.s. bagall er fannst á Þingvöllum 1957 (sjá mynd hér að ofan) og er til sýnis á Þjóðminjasafninu. Bagallinn, sem er með áberandi einkennum Úrness- og Hringaríkisstíls, er talinn vera frá því á 11. öld.
(Þess ber að geta að einn FERLIRsfélaganna stundar um þessar mundir nám í „Fornleifafræði Norðurlanda“ við Háskóla Íslands.)

Heimild m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1970 – Kristján Eldjárn – Bagall frá Þingvöllum, bls. 5-28.

Málmleitartæki

Málmleitartæki.