Breiðabólstaðasel

Gengið var að Hraunsseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Lagt var af stað frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun með grónum lyngbollum í beina línu að Lönguhlíð þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn liggur niður með kantinum um Skógstíg. Bæði ofan og neðan við selið eru grasi grónar Lönguhlíðar.

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit Breiðabólstaðaseli. Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann.

Hafnarsel

Hafnarsel I .

Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðarsel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.
Ofan Krossfjalla er óþekkt selstaða; annað hvort frá Breiðabólstað eða Þorlákshafnarbænum.

Hafnarsel

Í Hafnarseli.

Lokst var tekið hús í Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými.
Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Skjólgott er undir berginu. Í því er fugl og nægt vatn er drýpur af því hvarvetna. Hafnarselið er í sljóki fyrir austanáttinni, ríkjandi rigningarátt, líkt og mörg önnur sel á Reykjanesi. Saga er tengd selinu um karl er komst í kerlingu, en hún verður ekki rakin hér. Meðfylgjandi mynd er látin duga að þessu sinni.
Veður var frábært, milt og kaflaskipt sól.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi – uppdráttur ÓSÁ.

 

Tyrkir

Í tímaritinu Sögu, 1. tbl. árið 1995, reynir Þorsteinn Helgason að svara spurningunni „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn?“. Eftirfarandi er hluti af umfjölluninni:

„Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað almennt um sjórán á 17. öld og nokkur hugtök skýrð. Þá er sagt frá heimildum um sjórán og einkum þau sem stunduð voru á vegum Algeirsborgar og Salé í Marokkó. Loks er yfirlit yfir heimildir um Tyrkjaránið 1627, m.a. hollenskan samtímaannál sem segir frá Grindavíkurráninu.
TyrkirÍ seinni hlutanum er leitað svara við því af hvaða þjóðerni og uppruna ránsmennirnir voru. Niðurstaðan er sú að samsetning hópsins hafi verið fjölbreytt en norður-evrópskir trúskiptingar hafi verið atkvæðamestir.
Tyrkjaránið er alkunnur atburður í Íslandssögunni en þó skal hér í byrjun rakinn söguþráðurinn í fáum orðum: Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Annar hópur ránsmanna tók land í Grindavík, hertók þar fólk, felldi tvo menn og tók tvö skip og annað herfang; stefndi síðan til Bessastaða en skip þeirra steytti á skeri. Urðu þeir frá að hverfa og héldu til heimahafnar í borginni Salé í Marokkó. Hinn hópurinn rændi fyrst á Austfjörðum en síðan í Vesrmannaeyjum og var það sýnu mesta ránið; sá hópur var frá Algeirsborg. Alls hertóku ránsmenn um 400 manns, felldu sennilega um þrjátíu og tóku fimm dönsk verslunarskip auk annars herfangs. Fangana seldu þeir mansali í heimaborgum sínum en á fjórða tug þeirra voru keyptir heim með lausnarfé tíu árum síðar.
Tyrkjaránið er minnisstæð hrollvekja í Íslandssögunni að minnsta kosti á þrjá vegu. Í fyrsta lagi er hún þáttur í sögu Vestmannaeyja sem ekki verður gengið fram hjá enda var líklega meira en helmingur íbúanna numinn á brott eða drepinn í þessum voveiflegu atburðum. Í öðru lagi hafa örlög hernumda fólksins orðið mörgum umhugsunarefhi, ekki síst hlutskipti Guðríðar Símonardóttur, Tyrkja-Guddu. Í þriðja lagi lifir ránið sem staðreynd og viðmið sem hægt er að grípa til, t.d. þegar varnarmál eru rædd eða þegar Tyrki ber á góma í nútímanum.
TyrkirSem sagnfræðilegt athugunarefni hefur Tyrkjaránið hins vegar legið að mestu í láginni. Það er þó á margan hátt álitlegt til rannsóknar, ekki síst í alþjóðlegu samhengi. Tyrkjaránið er vissulega einstæður atburður í sögu Islands3 en það er ekki formálalaust í veraldarsögunni.
Í þessari grein er ætlunin að kanna einn þátt Tyrkjaránsins, þ.e. uppruna ránsmannanna og einkum þjóðerni þeirra. Tyrkjaránsmenn voru ekki eins miklir Tyrkir og ætla mætti af orðanna hljóðan.
Þó að meginviðfangsefnið sé þessi þáttur þykir rétt að reifa málið fyrst á víðari grunni, tengja Tyrkjaránið við ýmsar hræringar í samtíma þess og segja frá helstu heimildum og heimildaflokkum sem það varða. Margt af því sem þar er sagt verður tilefni til nánari könnunar og umfjöllunar síðar og sér í lagi.
Um sjóræningja Norður-Afríku, og þar með „Tyrkina“ sem rændu á Íslandi 1627, eru til ærnar og fjölbreyttar heimildir. Það sem kemur á óvart er að þeirra er síst að leita á heimaslóðum, þ.e. í Norður-Afríku. Í Istanbul er hins vegar varðveitt mikið safn skjala frá lendum Tyrkja í Norður-Afríku á þessum tíma enda var stjórn Algeirsborgar reglufestustjórn og hélt fundargerðir en flokkun og útgáfa þessara skjala er stutt á veg komin.11 Þeir sem skildu eftir sig rituð plögg um sjóránastarfsemi í Norður-Afríku voru einkum þessir:
a. Stjórnvöld í Norður-Afríku og Evrópu sem skiptust á orðsendingum,
b. opinberir sendimenn Evrópuríkja í Norður-Afríku,
c. kirkjunnar menn sem komu til að leysa fólk út með fjármunum,
d. skipstjórnarmenn sem héldu dagbækur og
e. herleitt fólk sem skrifaði heim.
TyrkirFrumheimildir um Tyrkjaránið á íslandi 1627 eru fyrst og fremst íslenskar og mega þær teljast allnokkrar að vöxtum og býsna ítarlegar í samanburði við heimildir um viðlíka viðburði erlendis. Og gagnstætt erlendu skjölunum eru þær mestan part persónulegar reynslusögur. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður safnaði þessum heimildum saman, bar saman handrit og gaf út í ritinu Tyrkjaránið á Íslandi 1627 á vegum Sögufélags í byrjun aldarinnar.
Íslensku heimildunum í útgáfu Jóns má skipta í nokkra flokka:
a- Ferðasaga (reisubók) Ólafs Egilssonar prests í Vestmannaeyjum sem herleiddur var 1627 en sleppt um haustið til að hann færi á heimaslóðir að safna lausnarfé. Frásögn Ólafs er á flestan hátt traustust og nákvæmust af þessum heimildum; af henni er oftast
ljóst hvað hann sá og lifði sjálfur og hvað hann hefur eftir öðrum.
b. Aðrar frásagnir sjónarvotta. Hér er um að ræða brot úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem var settur til varna á Bessastöðum og er því til frásagnar um afmarkaðan þátt viðburðanna. Kláus Eyjólfsson lögréttumaður skráði frásögn af ráninu í Eyjum eftir þeim sem sluppu naumlega á land og e.t.v. fleiri heimildum. Frásaga hans er ónákvæm og einhliða og mætti geta sér þess til að skelfing heimildarmanna hafi verið svo mikil að í skynjuninni og minningunni um atburðina hafi öll blæbrigði þurrkast út. Slíkt mun alkunnugt í vitnasálfræði. Fjögur sendibréf Íslendinga frá Barbaríinu eru varðveitt og eru þau merkilegar heimildir um herleiðinguna og gefa tilefni til samanburðar við erlendar heimildir.
c. Tyrkjaránssaga Björns Jónssonar á Skarðsá frá 1643 er viðleitni til formlegrar sagnaritunar um þennan stórviðburð og þar er stuðst við aðrar heimildir, þ. á m. ferðasögu Ólafs Egilssonar en einnig rit sem týndust í brunanum í Kaupmannahöfn 1728: frásögn Halldórs Jónssonar af Grindavíkurráninu, rit Einars Loftssonar úr Vestmannaeyjum og eitt bréf úr herleiðingunni frá Jóni Jónssyni
Grindvíkingi.
d. Annálar og brot. Hér er um að ræða stutta lýsingu á ráninu á Austurlandi sem austanpiltar í Skálholti skráðu veturinn eftir að atburðirnir gerðust, ennfremur stuttan en sjálfstæðan annál sem greinir m.a. frá öðrum ritum um ránið, loks brot úr Skarðsárannál, grein í Biskupasögum Jóns Halldórssonar, prestasögum hans og Hirðstjóraannál.
e. Nokkur opinber tilskrif eru varðveitt og fjalla flest um eftirleikinn á Íslandi, t.d. erfðamál, eignaskiptingar og giftingar. Þó tæpa sumir á atburðarásinni, svo sem Oddur biskup Einarsson í minnisbók sinni 1630.
TyrkirÓlafur áleit að flestir þeirra manna sem tóku hann sjálfan og fjölskyldu hans höndum hafi verið enskir.53 Líklegt er að Ólafur hafi hér ályktað af málfari ræningjanna. Þegar á skipið kom og Ólafur hafði verið barinn með kaðli „var einn Þýzkur tilsettur að spyrja mig að, hvort eg ætti ekki peninga“. Loks gerir Ólafur grein fyrir því í heild sinni hverninn illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það af því að segja, að það fólk er misjafnt, bæði til vaxtar og ásýndar, sem annað fólk. Sumir geysi miklir, sumir bjartir, sumir svartir, því það voru kristnir úr ýmsum löndum, enskir, franskir, spánskir, danskir, þýzkir, norskir, og haf þeir hver sitt gamla klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til
fellur, og hafa stundum högg til… . En Tyrkjar eru allir með uppháar prjónahúfur rauðar….
Ólafur Egilsson greinir þannig í þrjá hópa: upprunalega Tyrki, trúskiptinga og kristna menn. Má ætla að þeir síðastnefndu hafi einkum verið á skipunum og tæpast tekið þátt í strandhöggunum þar sem þá þurfti að hafa undir eftirliti og þeim var skipað fyrir verkum.
Allt sem sagt hefur verið hingað ril á við um ránsmenn frá Algeirsborg sem herjuðu á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þeir sem léru greipar sópa í Grindavík og strönduðu síðan á Seylunni utan við Bessastaði komu hins vegar frá borginni Salé í Marokkó. Ránsmenn í Saléborg voru af svipuðum toga og Algeirsbúar en nokkuð bar þó á milli.
Af framansögðu má ætla að sjóránaskipin frá Salé hafi verið mönnuð márum frá Spáni, evrópskum trúskiptingum og ófrjálsum Evrópumönnum, auk Marokkómanna af ýmsu tagi. Svo vel ber í veiði að til eru upplýsingar um áhöfn skipstjórans, sem var í fyrirsvari fyrir Íslandsferðinni 1627, eins og hún var samsett í árás á Kanaríeyjar 1622. Spænskur trúskiptingur af skipinu var skömmu síðar handtekinn og leiddur fyrir rannsóknarréttinn. Hann sagði að á skipinu hefðu verið márar frá Salé, þar af 18 Moriscos útlægir frá Spáni. Níu flæmska (hér: hollenska) trúskiptinga taldi hann auk 13 ófrjálsra landa þeirra.
TyrkirÞar sem ránsmönnum í Grindavík er lýst í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá eru þeir aldrei nefndir annað en „Tyrkjar“. Þó er sagt að ránsmenn hafi sent nokkra menn á bát til njósna að danska kaupskipinu og að þeir menn hafi talað þýsku við skipherrann. Ennfremur er talað um hollenskan bátsmann á skipi þegar siglt var til Afríku.
Í hollenska annálnum, sem áður er nefndur, segir að níu Englendingar hafi verið í áhöfn ránsmanna í Grindavík; þeim hafi verið gefið eftir fyrra skipið, sem tekið var, og hafi þeir fengið að fylla það fiski. Síðan sigldu Englendingarnir heim til Englands „og létu sem þeir ættu skipið og héldu því leyndu að sjóræninginn [þ.e. foringi „Tyrkjanna“] hefði látið þá hafa það“. Í íslensku heimildunum er ekki getið um þetta „enska tilbrigði“.
Tyrkjaránsmenn voru sundurleitur hópur. Íslenskar lýsingar fara allvel saman við það sem annars staðar segir af þjóðerni og uppruna þeirra. Segja má þó að minna beri á Hollendingum og márum frá Spáni í íslensku heimildunum en við hefði mátt búast. Þar getur margt komið til:
– að Hollendingar hafi stundum verið taldir með Þjóðverjum; tungumálin voru lík,
– að Íslendingum hafi reynst erfitt að sundurgreina márana; þeir sem Ólafur Egilsson nefnir Tyrki geta einnig verið márar og jafnvel að einhverju leyti evrópskir trúskiptingar,
– að Norður-Evrópumenn hafi raunverulega verið fleiri í íslandsleiðangrinum en í mörgum öðrum ránsferðum vegna kunnugleika þeirra á norðurslóðum.
TyrkirLjóst er að fáir upprunalegir Tyrkir tóku þátt í Tyrkjaráninu og engir þeirra voru í hópnum sem réðst að Grindavík og Bessastöðum þar sem Saléborg heyrði ekki undir Tyrkjaveldi. Þar að auki má minna á að tyrknesku hermennirnir, janissararnir, voru fæstir Tyrkir að uppruna. Það voru því fyrst og fremst Evrópumenn sem frömdu Tyrkjaránið. Er þá nokkur hæfa í því að kalla það Tyrkjarán?
Þessu má svara með nokkrum rökum. Í fyrsta lagi hefur heitið Tyrkjarán alla tíð verið notað um þessa atburði hér á landi og það „er óþægilega fyrirhafnarsamt að skipta um hugtök í hvert skipti sem fræðimenn skipta um skoðun á fyrirbærunum.“ Í öðru lagi tóku Iíklegast einhverjir Tyrkir þátt í ráninu. Í þriðja lagi laut Alsír formlega Tyrkjaveldi á þessum tíma. í fjórða lagi notuðu Evrópumenn þessa tíma heitið Tyrkir iðulega um múslíma (múhameðstrúarmenn) hvar sem þeir bjuggu sunnan Evrópu; menn gátu gerst Tyrkir.
Þó að búið sé með sæmilegum hætti að svara því hverjir Tyrkjaránsmenn voru er ekki hálf sagan sögð. Næst liggur fyrir að leita uppi foringjana og kanna hlut þeirra. Síðan þarf að skilgreina stjórnvöldin sem réðu í heimahöfnum þeirra. Þá er rétt að fara í saumana á lögum, reglum, siðvenjum og fræðilegum rökum sem ná yfir þetta athæfi. Loks má reyna að rekja alla atburðarásina og ástand mála um Miðjarðarhaf og í Evrópu sem leiddu yil þess að Tyrkjaránið átti sér stað. En hér verður látið staðar numið að sinni.“

Heimild:
-Saga – Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? – Þorsteinn Helgason, 1. tbl. 1. janúar 1995, bls.111-133.
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=334801&pageId=5279658&lang=is&q=Tyrkjaránið

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Við skoðun á áður þekktu minjasvæði frá því fyrir miðja 15. öld kom í ljós meint kuml.
Um er að ræða Hafnir-kuml-IIIgróinn manngerður hóll á ysta tanga byggðarinnar. Hóllinn er nú óðum að fjúka burt, auk þess sem sjórinn er smám saman að taka leifar hans til sín.
Á Reykjanesskaganum eru allnokkrar fornmannagrafir; kuml, dysjar eða hvað menn vilja nefna þær. Skamms er að minnast afrakstur fornmannagrafanna við Hafurbjarnastaði, sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu.
Þótt ólíklegt megi telja að starfsfólk Fornleifaverndar ríkisins lesi efni vefsíðunnar er því samt sem áður boðið að fara í „kumlferð“ um Reykjanesið til frekari upplýsinga því til handa þá og þegar því hentar.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir.

 

Markasteinn

Gengið var suður með vestanverðri Setbergshlíð, um Gráhelluhraun, Þverhlíð, Seljahlíð og Svínholt. Dagurinn var jóladagur.

Perlumóðurský

Perlumóðurský.

Mannfólkið kúrði enn í híbýlum sínum, en Setbergslækurinn rann rólega sína leið og lék sér við klakaströnglið við bakkana. Mýsnar höfðu verið á kreiki um nóttina.
Birtan yfir Vatnshlíðarhorni og Sveifluhálsi var einstök, gulrauður morgunroðinn í sinni fegurstu mynd. Í austri trjónaði ílangt perlumóðuský er skipti litum í takt við morgunroðann; rauðleitt í fyrstu, en blánaði smám saman. Það tók á sig óskýra olíulitina, en hvítnaði loks og varð gegnsætt uns það samlagaðist himninum. Svo virtist sem skýið hafi viljað birtast þarna á áberandi stað í tilefni jólanna og gefa sem flestum kost á að berja sig augum, en líklegt er að fáir hafi notið augnakonfektisins á austurhimninum þennan fagra jóladagsmorgun.

Perlumóðurský

Perlumóðurský.

Perlumóðuký sjást gjarnan að vetri til á norðurhveli jarðar einkum á milli sólseturs og sólarupprásar. Þau eru olílituð og draga nafn sitt af þeim litabrigðum perluskeljarinnar. Skýn eru mjög sjaldgæf á þessum stað jarðarinnar, en þekkjast þó við norðurhvel jarðar, sem fyrr sagði. Þau myndast er sérstök veðurskilyrði, en eru ekki úrkomuský. Perlumóðuský verða til ofan við háský í um 25 km hæð og eru lýsandi næturský í um 80 km hæð. Þessar skýjagerðir, sem eru mjög sjaldgæfar, tengjast ekki veðri. Þennan jóladagsmorgun voru kjöraðstæður til þessa á höfðuborgarsvæðinu, heiður himinn og veðurstillur.

Perlumóðurský

Perlumúðurský.

Beygt var með Þverhlíðinni og stefnan tekin á Markaklett, landamerkjahornstein Urriðakots og Setbergs. Sagan segir að bóndinn á Urriðakoti hafi fyrrum heyrt rokkhljóð inni í steininum og dregið þá ályktun að í honum kynni að búa huldufólk. Þá hafa aðrir menn, sem það hafa og eru þekktir af því að skýra jafnan rétt frá, fyrir satt að þegar einhver reynir að nálgast steininn þverr honum allur máttur. FERLIR hafði áður sannreynt þetta í tvígang.
Enn ein saga segir að huldufólk geri jafnan vorhreingerninguna hjá sér á jólanótt. Þá hefst nýtt ár hjá huldufólkinu og því vilji það fagna með alsherjartiltekt. Álfarnir gera sér hins vegar glaðan dag á nýársnótt, en engir sértakir kærleikar eru með hudlufólki og álfum, ekki frekan en með mönnum og kálfum.

Markasteinn

Markasteinn.

Gengið var hljóðlega í átt að Markasteini. Létt marr greindist í snjónum, en andvarinn var á móti. Þegar komið var upp að hæðinni er skildi að klettinn og sjónhendinguna virtist einhver hreyfing við steininn. Það var enn morgunrökkvað svo erfitt var að greina hvað þetta var svo vel færi. Svo virtist sem vera kæmi út úr klettinum, staðnæmdist, beygði sig niður, greip eitthvað með sér og hvarf síðan inn í steininn aftur. Eftir stutta stund kom hún, eða einhver önnur, út aftur og greip eitthvað með sér og hvarf á braut.
Reynt var að læðast nær, en við það virtist koma styggð að hreyfingunum. Þær létu ekki sjá sig aftur. Utan við steininn sáust fótspor án sóla. Kjarrið bærðist í golunni. Fornfálegur stólfótur lá við klettinn. Hann var látinn liggja þar sem hann var.
Frábært veður. Lygnt og bjart (miðað við árstíma).

Markasteinn

Markasteinn.

Sængurkonuhellir

Haldið var í Selvog.

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

Á leiðinni var komið við í Sængurkonuhelli í Klifshæð, skammt frá Herdísarvíkurvegi, austan sýslumarka Árnessýslu og Gullbringusýslu. Að þessu sinni var hellirinn skoðaður betur en áður. Segja má að hann hafi komið mjög skemmtilega á óvart. Gamalt botnlaust emelerað vaskafat var við op hans, en þegar betur var að gáð kom í ljós að hellirinn nær langt undir hraunið. Farið var u.þ.b. 40 metra inn í hellinn og það látið duga að þessu sinni. Var ákveðið að hafa samband við fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins með það fyrir augum að skoða hann gaumgæfilegar.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

Þá var haldið að Þorkelsgerðis og rætt við húsráðanda. Hann vísaði á einn Stokkasundssteinana, sem hann hafði dregið upp á tún. Um er að ræða gataðan stein, sem augsýnilega hefur verið notaður sem rekankeri. Stokkasundið var fallegt yfir að líta og auðvelt að sjá hvernig það hefur verið nýtt. Bátum hefur verið siglt inn sundið og þeir bundnir við sléttar háar hraunhelluvelli beggja vegna. Við leit fannst einn stjórinn njörvaður fastur í klettaskoru. Hafði verið höggvið gat á stjórann og bátar bundnir þar við. Þessi steinn getur þess vegna verið mjög gamall. Hraunhellurnar voru notaðar sem skiptivellir.

Stokkavík

Stokkavíkursteinninn í fjörunni.

Skammt vestan við Stokkasundið sést enn móta fyrir Torfustaðafjárborginni og Þorkelsgerðisfjárborginni inn undir kampinum. Þá má vel sjá móta fyrir Nesborginni (-borgunum) skammt austar. Skv. heimildum áttu borgirnar að hafa eyðst í fárviðrinu 1925 og horfið með öllu, en svo virðist þó ekki hafa verið raunin.

Nesborg

Nesborgin fyrrum. Nes fjær.

Til er falleg mynd af Nesborginni í bók Daniel Brunn – Íslenskt þjóðlíf… Þá var hún vel upp á landi, en er nú í fjörukambinum, sjórinn búinn að taka hana að hálfu – og rúmlega það.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Í bakaleiðinni var skoðaður fallega hlaðinn brunnur niður undan gömlu húsunum að Þorkelsgerði.

Þá var haldið í Ölfusið og tekið hús á fróðum manni. Framvísaði hann og ánafnaði FERLIR örnefnakortum af svæðinu, með öllum örnöfnum sem og fornum leiðum. Benti hann m.a. á Breiðabólstaðasel, sem er í vestanverðum Krossfjöllum, og Hraunssel, sem er vestan undir Lönguhlíð.
Eftir kortunum var haldið að Draugshelli á landamerkjum Litlalands og Breiðabólstaðar. Þar gerðist fyrir alllöngu saga, sem flestir þekkja.

Ingjaldsborg

Ingjaldsborg.

Frá honum var haldið á Ranann upp að Ingjaldsborg. Um er að ræða mikið hlaðið mannvirki, tvær fjárborgir og 100 rollu fjárhús ofan við brúnirnar, skammt vestan við Brúsavörðu. Frá Ingjaldsborg var gengið að Bræðraborg, sem einnig er hlaðin fjárborg undir Ólafsvörðum ofan Ólafsdals. Þar undir er Skrínuhellir. Frá honum var gengið að gömlu hlöðnu Hákarlsbyrgi austar á brúninni, neðan við Rjúpnavörðunnar.
Ferðin tók um 5 klst með viðtölum við fróðleiksfólk og leit að framangreindum mannvirkjum – en hver mínúta var fullkomlega þess virði.
Frábært veður – logn, sól og hiti.

Sængurkonuhellir

Í Sængukonuhelli.

Holtið
Enn ein gatan í Hafnarfirði sem heitir eftir nálægu kennileiti er Holtsgata.
SvæðiðGatan er nefnd eftir Holtinu, sem byggðin við Selvogsgötu, Hlíðarbraut, Hringbraut og Holtsgötu stendur á. Þó hefur hluta þess verið hlíft. Ástæðan er sú að þar var talin vera álfabyggð. Vilji var í bæjarstjórn að heimila byggð á holtinu, en horfið var frá því þegar aldraðir Hafnfirðingar lögðust gegn því. Þá var ætlunin að gera þar leiksvæði, en einnig var horfið frá því. Ungir íbúar notuðu þó svæðið til leikja og kofabygginga, en aldrei í klettunum sjálfum.
Ein saga, sem líkja má við þjóðsögu, er til um álfa í Holtinu. Gömul kona í húsi er byggt hafði verið á ofanverðum Suðurhamrinum sá álfana. Hún sagði þessa sögu fyrir fjöldamörgum árum, daginn eftir að atburðurinn gerðist.
Þetta mun hafa verið á nýársnótt. Hún hafði sofnað snemma um kvöldið, en vaknað skyndilega um miðnætti. Tunglbjart var. Þegar henni var verið litið út um gluggann er vísaði að Holtinu sá hún, að því er virtist, hreyfing við klappirnar. Þegar hún rýndi nánar út um gluggann og augun voru farin að venjast myrkrinu sá hún hvar litskrúðugt fólk, mjög smávaxið, hafði komið saman framan við klappirnar. Svo virtist sem um „mannfögnuð“ væri að ræða. „Fólkið“ var glatt, virtist syngja og skemmta sér ágætlega.
Klöpp
Gamla konan horfði á þetta um stund. Þá datt henni í hug að vekja dóttur sína, sem hjá henni bjó, svo hún gæti einnig orðið vitni að atvikinu. Dóttirin varð úrill við rúmraskið, en fylgdi móður sinni að glugganum, rýndi út en varð einskis var. Gamla konan vék henni þá frá og vildi upplifa sýnina að nýju, en nú var allt fjörið horfið sem áður var við klettana í holtinu.
Aldrei varð gamla konan var við mannfagnað á þessum stað eftir þetta.
Unga fólkið, sem lék sér í holtinu, varð sumt hvert vart við ásýnd – eða öllu heldur upplifði þá tilfinningu að betra væri að fara varlega í holtinu, ekki endilega þess vegna heldur og íbúa þess. Sá er þetta ritar er einn af þessu unga fólki, nú orðinn fullorðinn. Enn þann dag í dag gengur hann um Holtið með þeirri varúð og virðingu, sem aðrir ættu að sýna því – þótt ekki væri nema álfanna vegna.

Holtið

Holtið bak Holtsgötu – neðan Hringbrautar.

 

 

Helgafell

Í jólablaði Fjarðarfrétta 2022 er saga af „Jólasveininum í Helgafelli„, samin af Þórarni Reykdal á næturvöktum í Íshúsi Reykdals um miðjan sjötta áratuginn:

Jólasveinn„Jólasveinninn í Helgafelli vaknaði af værum blundi. Hann settist fram á rúmstokkinn og geispaði óskaplega og teygði úr sér. Það var nú reyndar engin furða, því að nú var kominn fyrsti vetrardagur, en eins og þið vitið þá sofa allir jólasveinar frá þrettándanum og fram til fyrsta vetrardags.
Jólasveinninn klæddi sig í skyndi og opnaði sjónvarpið sitt, til þess að gæta að hvað börnin niðri í byggðinni hefðust að.
-„Það er nú einhver munur síðan ég fékk sjónvarpið,“ sagði hann við sjálfan sig.
-„Nú get ég setið hér og horft í sjónvarpið mitt og séð alla krakkana, í stað þess að hlaupa um allar jarðir og kíkja á gluggana.“
Í sjónvarpinu sá hann hvítt hús með rauðu þaki. Það var Móberg í Garðahreppi. Hann sá krakkana fjóra sitja inni í stofu. Þau voru að lesa og skoða blöð. Þá varð honum litið á kamínuna.
jólasveinn
-„Já, nú skal ég reyna að gera það sem jólasveinarnir í útlöndum gera, “ sagði hann við sjálfan sig.
-„Ég heyrði það í útvarpinu einu sinni, að þeir færu niður um strompinn og settu jólagjafir í sokka sem hengdir eru á kamínuhilluna og ég sá einmitt svona jólasokka hér í fyrra. Ég vona að þau hengi þá aftur á hilluna núna á jólunum.“
Svo liðu dagarnir fram að jólum.
Jólasveinninn var önnum kafinn við að búa til jólagjafir og að horfa í sjónvarpið sitt. Hann sá inn í öll hús í Garðahreppi og Hafnarfirði og miklu víðar. Stundum sá hann krakka sem voru óþekk, en þau voru nú sem betur fer ekki mörg og þegar jólin fóru að nálgast urðu öll börn miklu þægari. Því að allir vildu fá jólagjafir frá jólasveininum. Þegar aðfangadagur kom var poki jólasveinsins orðinn fullur og svo hélt hann af stað.
jólasveinn
Jólasveinninn á heima einhvers staðar í toppinum á Helgafelli og hann fer alltaf í gegnum gatið á Helgafelli þegar hann fer niður í byggðina.
Þegar jólasveinninn var kominn svolítið niður fyrir Helgafell mætti hann trölli.
-„Sæll vertu,“ sagði Jóli, -„og hver ert þú eiginlega?“
-„Ég heiti Narfi nátttröll. Ég átti einu sinni heima í Valabóli, en síðastliðin fjögur hundruð ár hef ég staðið eins og klettur hérna utan í Valahnúkunum. Ég fór suður í Kleifarvatn að veiða eitt sinn en varð of seinn heim og sólin skein á mig svo að ég varð að steini“.
-„Já, nú man ég eftir þér,“ sagði Jóli. -„Ég var nú bara jólasveinastrákur þegar þetta skeði, en nú er ég orðinn fjögurhundruð og fjórtán ára. En segðu mér annars hvað þú ert að gera hér núna“.
jólasveinn-„Jú sjáðu,“ sagði tröllið „ég er búinn að standa þarna svo agalega lengi að ég var orðinn dauðþreyttur í fótunum, svo að ég mátti til með að liðka mig svolítið. Ég skrapp áðan heim í gamla hellinn minn Valaból. Þar er nú orðið fínt maður. Það er komin hurð og allskonar fínirí, svo að mig dauðlangar að halda þar jólaveislu eins og í gamla daga, enn nú þekki ég ekki lengur neinn sem ég get boðið. Kannske getur þú hjálpar mér,“ sagði tröllið og klóraði sér vandræðalega í hraunskegginu.
-„Ég skal nú sjá til,“ sagði Jóli og kvaddi tröllið og hann flýtti sér af stað.
Þegar Jóli kom niður í Gráhelluhraun mætti hann tveimur litlum grænklæddum körlum.
-„Sælir verið þið,“ sagði hann „og hvaða fuglar eruð þið nú eiginlega?“
jólasveinn-„Ég heiti Síðskeggur,“ sagði annar þeirra -„og hann bróðir minn þarna heitir Stuttskeggur. Við erum dvergar og eigum heima hérna í Gráhellu“.
-„Rétt er nú það,“ sagði Jóli.
-„En heyrið þið mig annars. Hann Narfi nátttröll ætlar að halda jólaveislu í Valabóli. Viljið þið nú ekki vera svo góðir að koma, því að trölli greyið þekkir svo fáa og hefur ekki talað við nokkurn mann í fjögur hundruð ár“. Það vildu dvergarnir og svo kvaddi Jóli þá og þrammaði áfram.
Jólasveinninn var kominn niður á Svínholt, þegar hann sá einhverja skrýtna veru koma hoppandi á móti sér. Hann staðnæmdist, setti frá sér pokann og hló svo mikið að hann varð að halda um magann. „Ha, ha, sæll vert þú og ha, ha, ha hvað heitir þú?“ gat Jóli loksins stunið upp. Aldrei hafði hann séð svona skrýtinn karl.
jólasveinn-„Ég er tunglpúki,“ sagði karlinn, sem var eins og hjól í laginu.
-„Þú lítur út fyrir að vera skemmtilegur náungi,“ sagði Jóli -„viltu ekki koma í jólaveislu til nátttröllsins í Valahnúkum?“
-„Jú það vil ég,“ sagði tunglpúkinn og svo hoppaði hann og skoppaði sína leið, en jólasveinninn hélt áfram ferð sinni.
Jólasveinninn hafði ekki gengið lengi er hann mætti stórri og ljótri kerlingu.
-„Sæl Grýla mín,“ sagði hann.
-„Mikið ertu nú vesældarleg núna“.
-„Já það er nú von,“ sagði Grýla, -„ég er nú nú búin að vera á flakki um allar sveitir frá morgni til kvöld um langan tíma og ekki fengið eitt einasta krakka krýli í pokann minn. Sko sjáðu. Hann er alveg tómur“.
jólasveinn-„Já, Grýla mín,“ sagði Jóli, -„blessuð jólin eru nú að koma og þá eru öll börn góð og þæg, svo að það er ekki von að þú finnir marga óþekka krakka þessa dagana. En heyrðu nú greyið mitt. Hann Narfi nátttröll ætlar að halda jólaveislu í Valabóli. Vilt þú ekki koma þangað, svo að þú farir ekki á mis við alla jólagleði í ár?“
Grýla var ósköp þakklát fyrir boðið og svo kvöddust þau og Jóli flýtti sér á stað því hann var búinn að tefjast svo oft á leiðinni. Hann sá nú ljósin í bænum, það var víða búið að kveikja á jólaljósum úti.
Jæja, þarna er þá Móberg. Það er best að fara þangað fyrst. Fyrir utan húsið á Móbergi stóð snjókarl. Jólasveinninn gekk til hans og heilsaði honum.
-„Sæll vert þú Snjólfur minn.“
-„Komdu sæll,“ sagði Snjólfur snjókarl“.
-„Hvað er þú að gera hér um miðja nótt?“
jólasveinn-„Það skal ég segja þér,“ sagði Jóli. „Ég ætla nú að reyna svolítið, sem enginn jólasveinn á Íslandi hefur gert. Þú veist, að það er kamína hérna og nú ætla ég, lagsmaður, að stinga mér niður um strompinn, eins og þeir gera í útlöndum, jólasveinarnir. Þá þarf ég ekki að vekja neinn til þess að opna fyrir mér.“
-„Niður um strompinn,“ sagði snjókarlinn, -„hvernig í ósköpunum ætlar þú að fara að því? Þú, sem ert svona feitur“.
-„O, við jólasveinar kunnum nú ráð við slíku,“ sagði Jóli, -„við getum gert okkur stóra og litla eftir þörfum“.
-„Jæja, þú um það,“ sagði Snjólfur, -„en hræddur er ég um að þú verðir allur kolsvartur á þessu“.
-„Við sjáum nú til,“ sagði Jóli -„en nú verð ég að fara að koma mér að verki, því að víða verð ég að koma í nótt. En heyrðu kunningi, það verður nú hálf kuldalegt fyrir þig að híma þarna úti um jólin.
jólasveinn-Viltu ekki koma í jólaveislu til hans Narfa nátttrölls í Valabóli?“
Jú, snjókarlinn vildi það og svo klifraði Jóli upp á þak og stakk sér niður í strompinn. Þetta gekk nú ekki eins vel og til stóð. Jóli stóð nefnilega fastur í strompinum. Í ákafanum hafði hann gleymt að gera sig lítinn. „Æ, hver skollinn,“ sagði hann og gerði sig svo lítinn að hann losnaði. En þá tók ekki betra við. Hann gerði sig of lítinn, svo að hann datt nú allt í einu niður og valt með brauki og bramli inn á mitt stofugólf.
-„Æ, þetta var nú meiri klaufaskapurinn,“ hugsaði Jóli -„nú vakna krakkarnir“. Og það var einmitt það sem skeði. Jói, Gréta, Tóta og Iðunn hlupu öll fram í gang. Hurðin á stofunni var opin og þau sáu jólasveininn sitja á gólfinu. „Það er bara jólasveinninn,“ sögðu þau „við megum ekki trufla hann, þegar hann er að koma með jólagjafirnar“.
Og svo fóru þau öll í bólin sín aftur og sofnuðu. En morguninn eftir sögðu þau öll að þau hefði dreymt að jólasveinninn hefði komið.

Valaból

Valaból.

En það er af jólasveininum að segja að hann hét því að gera betur næst.
-„Þá hef ég æfinguna,“ sagði hann. Svo flýtti hann sér að útbýta öllum gjöfunum úr stóra pokanum sínum, og þegar því var lokið hélt hann aftur til fjalla til þess að sitja jólaveisluna í Valabóli.
– Og svo komu sjálf jólin. Öll góð börn fengu einhverjar jólagjafir. Það voru jól í hverju húsi og það voru líka jól í Valabóli. Narfi nátttröll var ánægður með jólaveisluna sína. Það var nóg að borða og það var svo gaman að fá að tala við einhvern, þegar maður hefur þagað í fjögur hundruð ár. Allir í Valabóli skemmtu sér vel. En Snjólfur snjókarl var samt dálítið hræddur um að hann myndi bráðna áður en veislan væri búin. Honum þótti vissara að sitja næst dyrunum og hann borðaði lítið af heita hangikjötinu, sem hann Kjötkrókur hafði sent, en hann át mest af eftirmatnum, sem var rjómaís. Það var óhætt fyrir snjókarl.“

Góða nótt og gleðileg jól
gott er sig að hvíla.
Ef krakkar eru komin í ból
kemur engin Grýla.

Höfundur texta og mynda er Þórarinn Reykdal. Sagan hefur ekki áður komið út á prenti og er birt með leyfi afkomenda.

Heimild:
-Fjarðarfréttir 20 des. 2022, Jólasveinninn í Helgafelli, Þórarinn Reykdal, bls. 15 og 19.

Helgafell

Tröllin á Valahnúk. Helgafell fjær.

Pétursborg

Gengið var að Nýjaseli. Tvær tóttir kúra þar undir Nýjaselsbjalla, misgengi, skammt austan við Snorrastaðatjarnir. Frá brún bjallans sést vel upp í Pétursborg á brún Huldugjár. Þangað er um 10 mínútna ganga.

Pétursborg

Pétursborg.

Borgin er nokkuð heilleg að hluta, þ.e. vestari hluti hennar. Sunnan við borgina eru tvær tóttir. Önnur þeirra, sú sem er nær, virðist hafa verið stekkur. Þá var haldið upp á brún Litlu-Aragjár og sést þá vel upp að Stóru-Aragjá í suðaustri. Rétt austan við hæstu brún hennar eru Arasel eða Arahnúkssel. Þetta eru 5 tóttir undir gjárveggnum.

Skammt vestan þeirra er fallegur, heillegur, stekkur, fast við vegginn. Arasel

Ara(hnúks)sel – uppdráttur ÓSÁ.

Svæðið undir gjánni er vel gróið, en annars er heiðin víða mjög blásin upp á þessu svæði. Þaðan var haldið að Vogaseljum. Á leiðinni sést vel að Brunnaselstorfunni í suðaustri, en austan undir Vogaholti, sem er beint framundan, eru Vogasel eldri. Þau eru greinilega mjög gömul og liggja neðst í grasi vaxinni brekku utan í holtinu.

Vogasel

Vogasel yngri.

Ofar í brekkunni, undir hraunkletti, eru Vogasel yngri. Þar eru þrjár tóttir, ein undir klettinum efst, önnur framar og enn önnur, sú stærsta, utan í grasbakka enn neðar. Austan við tóttirnar er stór stekkur á bersvæði. Frá seljunum var haldið á brattan til suðurs. Frá brúninni sést vel yfir að Kálffelli í suðri, berggangana ofar í hrauninu og Fagradalsfjöllin enn ofar.

Oddshellir

Oddshellir.

Haldið var áleiðis suður fyrir fellið og er þá komið að Kálfafellsfjárhellunum suðaustan í því. Hleðslur eru fyrir opum hellanna.

Gengið var til vesturs með sunnanverðu fellinu og kíkt inn í gíg þess í leiðinni. Í honum eru garðhleðslur sunnanvert, en norðanvert í gígnum eru hleðslur í hraunrás. Sunnan til, utan í fellinu, eru tveir hraunhólar. Efri hóllinn er holur að innan og á honum tvö göt. Þetta er Oddshellir, sá sem Oddur frá Grænuborg hélt til í um aldramótin 1900. Enn má sjá bæði bein og hleðslur í hellinum, sem er rúmbetri en í fyrstu má ætla. Gangan upp að Kálffelli með viðkomu framangreindum seljum tók um tvær klst.

Brandsgjá

Brandsgjá við Skógfellastíg.

Nú var gengið svo til í beina stefnu á skátaskálann við Snorrastaðatjarnir, niður Dalina og áfram til norðurs með vestanverðum Brúnunum. Sú leið er mun greiðfærari en að fara yfir holtin og hæðirnar austar. Útsýni var gott yfir Mosana og Grindavíkurgjána. Gengið var yfir Brúnagötuna og komið var við í Brandsgjá og Brandsvörðu, en í gjána missti Brandur á Ísólfsskála hesta sína snemma á 20. öldinni. Skógfellavegurinn liggur þarna yfir gjána. Stefnunni var haldið að Snorrastaðatjörnum. Þegar komið var að þeim var haldið vestur fyrir þær og síðan gengið að Snorrastaðaseli norðan þeirra. Selið er lítið og liggur undir hraunbakkanum fast við nyrsta vatnið, gegn skátaskálanum (sem nú er reyndar horfinn).
Gangan tók í allt um 3 klst. Frábært veður.

Oddshellir

Í Oddshelli.

Rjúpa

Dagurinn var jafnframt „Göngudagur fjölskyldunnar„.

Sýrholt

Sýrholt – tóftir.

FERLIR fóra að leita Fornuselja undir Sýrholti, jafnframt því sem ferðin var nýtt til berja.
Sýrholt er á milli Auðnasels og Flekkuvíkursels, svo til í beina stefnu. Mikill uppblástur og jarðvegseyðing er á svæðinu svo einungis gróðurtorfur eru þar á stangli.

Ferðin var ágætt dæmi um leit á svæði þar sem svo til engin vísbending er um mögulegar minjar og ef þær væru þarna einhvers staðar, þá hugsanlega hvar.
Hver hæðin tók við af annarri og auðvelt að ganga framhjá því sem leitað var að. Ef gengið er vinstra megin við hæð gætu tóftir auðveldlega leynst hægra megin – og öfugt.
Reynt var að nota áunna reynslu og þau skynfæri, sem duga oft best við þessar aðstæður; sjónina og sjötta skilningarvitið. Heyrn, lykt, tilfinning og málið koma yfirleitt að litlum notum við leit að minjum.

Sýrholt

Fornusel í Sýrholti.

Gengið var norðvestur fyrir Sýrholtið og gengið að því til suðausturs. Selin á Reykjanesskaganum eru yfirleitt í skjóli fyrir þeirri átt; rigningaráttinni, einkum þau elstu. Þegar farið var að nálgast svæðið var leitað að kenniletum, grasi og gróðurbollum. Það tók að þéttast mám saman. Þá var skyggnst eftir hugsanlegum hleðslum eða öðrum mannanna verkum. Fljótlega kom vörðubrot í ljós á litlum hraunhól.

Sýrholt

Sýrholt – hleðslur í gjá.

Óljós gata sást liggja framhjá því, með stefnu að öðru vörðubroti. Stefnan var á hæðina vestanverða. Þar utan í henni, á grasbala, komu tóftirnar í ljós, þrjár talsins. Erfitt er að koma auga á þær, en þær eru þó vel greinilegar þegar betur er að gáð.
Skammt norðvestar var önnur tóft á litlum grasbala. Mjög erfitt er að finna hana. Skammt norðar er hlaðinn stekkur í gróinni gjá.
Ekki er vitað hvaða bæ á Vatnsleysuströnd þessi selstaða tilheyrði, enda greinilega mjög gömul.
Frábært veður í haustlitunum. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Fornusel - Sýrholti

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Staðarborg

Gengið var frá Prestvörðunni ofan við Kálfatjörn, yfir Almenningsveginn og áfram til austurs með stefnu austur fyrir Staðarborg. Þar er Staðarstekkur í klofnum hraunhól. Hlaðið hefur verið í miðja rásina og hleðslur eru einnig við austurenda hans.

Staðarborg

Staðarborg.

Það er stutt yfir í borgina. Hún hefur verið endurhlaðinn að hluta. Dyrasteinn, sem verið hefur fyrir ofan opið, liggur nú við innvegg borgarinnar gegnt dyrum. Sagt er að hann hafi þurft að fjarlægja eftir að kálfur komst inn í borgina, en ekki út aftur fyrr en steinninn hafði verið fjarlægður. Næst var stefnan tekin á Þórustaðaborg. Hún er á milli hraunhóla í um 15 mínútna fjarlægð til vestnorðvesturs. Borgin er mikið gróin, en þó sjást vel hleðslur í miðju hennar. Greinilegt er að borginni hefur á einhverju skeiði verið að hluta til breytt í stekk. Vatnshólar sjást vel í vestri. Vestan í þeim, í um 15 mínútna fjarlægð, eru miklar hleðslur. Þarna var Auðnaborg, en henni hefur síðar verið breytt í rétt utan í hólnum. Á hólnum sjálfum, sem er allgróin, eru tvær tóttir.

Auðnaborg

Auðnaborg.

Áfram er gengið í vestur. Framundan sést vel gróinn hóll í um 10 mínútna fjarlægð. Á honum er Borg, greinilega gömul fjárborg. Rétt norðvestan við hana á hólnum er gróin stekkur, Litlistekkur. Í nokkurra mínútna fjarlægð frá honum til vesturs er gamall stekkur á hól. Það mun vera Rauðstekkur. Í um 10 mínútna fjarlægð til vesturs, þó aðeins til hægri, er komið að brekkum. Fara þarf áður yfir girðingu.

Fornistekkur

Fornistekkur.

Framundan er vel gróið sléttlendi. Suðaustan í brekkunum er Fornistekkur.
Þá er haldið til suðurs. Þar ofan við Arnarbæli er Kúadalur. Syðst í honum, undir holti, er fallega hlaðinn stekkur. Frá honum var haldið spölkorn til baka til austurs, sunnan Arnarbælis.

Lynghólsborg

Lynghólsborg.

Á hægri hönd, uppi í heiðinni, er þá áberandi hóll, vel gróinn. Það er Lynghóll. Þegar komið var að greinilega fornum, lítt áberandi stekk á holti, hér nefndur “Arnarbælisstekkur”, var stefnan tekin á hólinn.

Hringurinn

Hringurinn – fjárborg.

Þar, norðan við Lynghól, er enn ein fjárborgin. Hún er greinilega gömul, enda gróin, en hleðslur sjást enn vel í henni miðri svo og leiðigarður suður úr henni.
Ofan Lynghólsborgar er fjárborgin Hringurinn, augljós.

Frá Lynghólsborginni er stefnan tekin til suðvesturs, upp í holtin. Fara þarf yfir girðingu á leiðinni. Þegar komið er upp á hraunhólana sést Hringurinn, á milli hóla. Borgin stendur í lægð, en sést þó vel. Hún hefur greinilega verið voldug á sínum tíma, en er nú að mestu fallin inn. Þó má enn sjá heillega hluta í henni.

Gíslaborg

Gíslaborg.

Stefnan er tekin til vesturs, í áttina að stóru verksmiðjuhúsi austan Voga. Gíslaborgin er þar á hól og ber í gaflinn á húsinu. Áður en gengið er upp á hólinn má sjá sérkennilega hlaðinn, nokkuð stóran, ferning neðan hans. Óvíst er hvað þetta gæti hafa átt að verða því mannvirkið er hlaðið á torfið, ótrausta undirstöðu.

Gvendarstekkur

Gvendarstekkur.

Eftir að hafa skoðað Gíslaborgina var stefnan loks tekin á Gvendarstekk, undir hraunhól skammt vestan Vogavegar. Þetta er gömul fjárborg.
Á leiðinni til baka var Vatnsleysustrandarvegurinn genginn að Gamlavegi og síðan eftir honum aftur yfir á Vatnsleysustrandarveg. Gamlivegur er svo til beinn upphlaðinn malarvegur, en hann hefur líklega þótt of beinn og of fjarri strandbæjunum og því verið aflagður þegar nýr hlykkjóttur vegur var lagður nær ströndinni. Við veginn voru nokkur lóu- og spóahreiður, sem gaman var að skoða.
Gangan tók um tvær og hálfa klst. í frábæru veðri.

Staðarborg

Staðarborg.