Ef litið er á sögu fornleifafræðinnar á Íslandi þá er hún í rauninni ekki mikið styttri en hefur gerst og gengið annarstaðar í heiminum. Hins vegar hefur kannski minna gerst og þróunin orðið hægari hér en víða annarsstaðar. Það hefur þó varla komið að sök í ljósi stöðu greinarinnar. Hún hefur tekið allmiklum breytingum í seinni tíð með tilkomu nýrra og áreiðanlegri rannsókna í hinum ýmsu stuðningsgreinum hennar. Virkni fornleifafræðinnar hefur enn aukist á allra síðustu árum með tilkomu aukins fjármagns frá yfirvöldum þótt vissulega megi deila um forræði og skiptingu þess til tiltekinna verkefna.
Í þróunarsögu fornleifafræðinnar hér á landi er stuðst að nokkru við frásagnir í kennslugögnum HÍ í fræðigreininni. Í þeim kemur m.a. fram að aðdragandi að kenningarsmíð og hugmyndafræðikenningum í fornleifafræði hér á landi sé bæði tilkominn vegna áhuga, reynslu og þekkingar útlendinga á fornleifum (Danska fornminjanefndin, Kålund, Daniel Bruun) sem og heimamanna, einkum á fornsögulegum staðbundnum mannvirkjum (Hið íslenska bókmenntafélag, Jónas Hallgrímsson) og skráningu fornminja. Með skráningunni voru efnisflokkar fornminja m.a. afmarkaðir, s.s. haugar, þingstaðir, rúnasteinar og hof. Og hvað sem ólíkum rannsóknaraðferðum leið, þá var ljóst að á árunum 1860-’75 hafi fornleifaskráning verið á blómaskeiði hér á landi.
Eftir miðja 19. öld hélt fræðimaðurinn Hans Hildebrand (1842-1913) röð fyrirlestra í Stokkhólmi um sögu og menningu Íslendinga til forna Árið 1867 komu þeir út í bók sem nefndist “Daglegt líf á Íslandi á söguöld”. Í bókinni reynir höfundur að láta heimildir fornleifafræðinnar tala sínu máli um hina sögulegu tíma. Hún stendur eins og minnisvarði um stöðu rannsókna og heimilda á þessum árum. Horfa ber til þess að höfundi var þá og þegar ófært að gefa yfirlit yfir fyrstu aldir Íslandssögunnar því hér á á landi voru ekki hafnar reglubundnar rannsóknir, hvort heldur uppgröftur eða skráning á fornleifum, enda kvartaði hann undan skorti á gögnum um fornleifar.
“Skipuleg skráning fornleifa á Íslandi fór fyrst fram á vegum Konunglegu dönsku fornminjanefndarinnar. Árið 1817 sendi hún út spurningalista til allra sóknarpresta í landinu og eru svör þeirra enn eina heildstæða yfirlitið sem til er um íslenskar fornleifar á landsvísu.
Undir miðja 19. öld var annarri fornleifaskráningu ýtt úr vör. Hið íslenzka bókmenntafélag sendi sóknarprestum spurningalista árið 1838, en viðbrögð presta voru öllu minni en fyrr á öldinni og töldu margir þeirra engar fornleifar að finna í sínum sóknum. Er líða tók á 19. öld fór þjóðerniskennd Íslendinga vaxandi og henni fylgdi aukinn áhugi á fortíð þjóðarinnar. Í vísindum og fræðum birtist þessi áhugi einkum í rannsóknum á fornsögum, en jafnframt var sjónum beint að staðháttum og fornleifum sem hægt var að fella saman við lýsingar í fornritum. Fornleifakönnun fluttist af höndum presta til sérfróðra manna.
Það var danski norrænufræðingurinn Kristian Kaalund sem fyrstur ferðaðist um Ísland í þeim tilgangi að finna staði sem getið er um í fornsögum og lýsa staðháttum og fornminjum sem sagnir voru um að vörðuðu atburði eða einstaklinga frá söguöld. Rit hans Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse av Island, sem birtist á árunum 1877-1882 (íslensk þýðing Haraldar Matthíassonar var gefin út 1984-1986 undir heitinu Íslenskir sögustaðir), er enn þann dag í dag undirstöðurit í staðfræði Íslendingasagna og hinn vandaðasti leiðarvísir um söguslóðir.
Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað 1879 og á vegum þess fóru fornfræðingar í rannsóknarleiðangra víðsvegar um landið næstu þrjá áratugina. Þar voru í broddi fylkingar Sigurður Vigfússon og síðar Brynjúlfur Jónsson. Markmið þeirra var áþekkt markmiði Kaalunds; að finna og lýsa fornleifum sem þeir töldu að gætu skýrt einstakar frásagnir í Íslendingasögum eða varpað ljósi á þjóðskipulag Íslands á söguöldinni.
Um aldamótin 1900 voru einnig á ferð hér danski kafteinninn Daniel Bruun og skáldið Þorsteinn Erlingsson, en þeir beittu til muna hlutlægari aðferðum en þeir Sigurður og Brynjúlfur höfðu gert. Báðir reyndu þeir að lýsa mismunandi tegundum fornleifa og Bruun gerði fyrstur manna skipulegar rannsóknir á landbúnaðarminjum frá síðari tímum og byggingarlagi íslenskra torfhúsa.
Fornleifaskráning í nútímaskilningi, þar sem leitast er við að skrá allar þekktar fornleifar, burtséð frá því hversu merkilegar þær kunna að þykja á hverjum tíma, hófst fyrst í Reykjavík á 7. áratugnum og hefur staðið þar með löngum hléum síðan. Ólíkt fornleifakönnun á 19. öld, sem hafði það að meginmarkmiði að finna áþreifanleg minnismerki um sögu lands og þjóðar, hefur áhugi á skráningu fornleifa síðastliðin 20-30 ár fyrst og fremst stafað af vaxandi áhyggjum af stórfelldri eyðileggingu fornleifa sökum þéttbýlismyndunar og vélvæðingar í landbúnaði.
Auk fornleifaskráningar á vegum opinberra aðila, hafa einstakir vísindamenn staðið fyrir fornleifaskráningu í rannsóknarskyni. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða skráningu á eyðibyggðum og afdölum þar sem rústir eru í lítilli hættu. Síðast en ekki síst er rétt að minnast á að víða um land hefur áhugasamt fólk skráð fornleifar að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Slíkar skrár eru misjafnar að gæðum, enda upplýsingar skráðar á ýmsan hátt og misnákvæmlega, en reynast oft ómetanlegar heimildir um fornleifar sem síðar hefur verið hróflað við.”
Daniel Bruun var afkastamesti fornfræðingurinn á árunum 1894-1910. Hann rannsakaði minjastaði í öllum landshlutum , og ekki aðeins víkingaaldarminjar, heldur frá öllum tímaskeiðum íslenskrar menningarsögu.
Kristján Eldjárn var fyrsti Íslendingurinn, sem hlaut sérstaka menntun erlendis í fornleifafræði og þjálfun í fornleifarannsóknum undir leiðsögn fornleifafræðinga – (einkum í fornleifafræði Norðurlanda) á afmörkuðum fornminjum, s.s. kumlum , má segja að aðstaða hafi skapast til nánari skilgreininga á aldri, tilurð og uppruna þeirra. Einnig voru gerðar tilraunir til að horfa til þess frá hvaða fólki þær voru komnar, við hverjar aðstæður og reynt að leita svara við spurningunum “hvernig” og af hverju”. Á litlu öðru en skriflegum heimildum var þá að byggja lengi framan af – og í sumum tilvikum allt til vorra tíma. Í seinni tíð hefur athyglinni verið beynt að húsum og híbýlum þess fólks, sem hér nam land um og eftir 870 og síðar, þróun þeirra og gerð.
“Upp úr jarðvegi fornmenningaráhugans uxu tvær öflugar rannsóknarstefnur. Var það annars vegar um að ræða rannsóknir á hinum sameiginlega fornnorræna menningararfi frá lokaskeiði járnaldar, þ.e. hin svokallaða “víkingamenning”, og hinsvegar mjög þjóðleg fræði þars em áhersla er lögð á þjóðleg einkenni; þjóðmenningu”. Segja má því að þjóðmenningaráhuginn hafi verið undanfari menningarumleitunnar í fornfræðilegri merkingu. Hæg þróun var þó í þeirri viðleytni þangað til á allra síðustu árum. Hin menningarsögulega áhersla snerist fyrst og fremst um söfnun og varðveislu forngripa. Kristian Kålund skráði allt sem hann gat fundið um daglegt líf til forna(P.E.K. Kålund, Familielivet på Island í den förste sagaperiode (indtil 1030), Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1870) og Valtýr Guðmundsson tilfærði hverja vísun í húsagerð og húsbúnað og skrifaði um það heila doktorsritgerð en þetta eru aðeins dæmi um annars fjölskrúðuga fræðahefð þeirra daga.
Mikilvægt skref var tekið þegar athyglin beindist fyrst og fremst að forngripunum sjálfum og menningarsögulegu samhengi þeirra, en eftir sem fyrr í rómantísku ljósi. Í stað fornmenningar var sjónum nú beint að “venjulegri” bændamenningu og þekking um hana fengin úr áþreifanlegum munum, sem oft voru skýrðir með hliðsjón af gömlum hefðum, gömlu verklagi eða visku sem gamalt fólk bjó yfir og kunni. Nú hefur þessum þætti fornleifafræðinnar enn fleygt fram hvað áhuga, þekkingu og áreiðanleika varðar. Þar kemur að þætti hinnar kennilegu fornleifafræði – nálgun með nýjum hætti.
Klæði, tréskurður, íslenski torfbærinn og grafir sem og einstakir gripir eru m.a. nokkur af viðfangefnum kennilegrar fornleifafræði. Það er athyglisvert sérkenni á íslenskri fornleifafræði hve sjaldan hefur verið reynt að taka saman árangur rannsókna og draga upp þann heildarsvip sem vitnisburður fræðigreinarinnar hefur af sögu lands og menningar. Kaalund reið á vaðið árið 1882, en þá var frá litlu að segja. Bruun hafði gert sér grein fyrir gagnsemi þess, en enginn Íslendingur reyndi að draga fram heildarmyndina fyrr en á s.hl. 20. aldar. Það féll í hlut Krisjáns Eldjárns að semja fyrsta, frumlegasta og langítarlegasta yfirlitið um alla helstu þætti fornleifarannsókna hér á landi. Var það í tilefni af 1100 ára búsetu hér á landi; Saga Íslands. Þar er að finna jarðsögu Íslands, sögu veðurfars, gróðurs og eldvirkni, vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám mannsins og menningu, og upphaf allsherjarríkis, upphaf kirkju og samskipti við útlönd. Hlutverk fornleifafræðingsins í þessu riti var mikilvægt og hefur framlag hns að geyma heildarmynd sem enn hefur ekki verið hrakin þótt vissulega hafi ágreiningur vaxið um einstök atriði á síðustu árum þar sem nýjar áherslu hafa komið fram. T.a.m. hafa fundist leifar af kornrækt, áhöld, rauðablæstri og ýmslegar aðrar efnislegar leifar manna. Kristján og samverkamenn hans skilgreindu fornleifafræðina fyrst og fremst se aðferð til að afla heimilda um verkmenningu, en ekki t.a.m. andlegt líf, samfélagsgerð, efnahag og fleira. Áherslan var lögð á að lýsa þeim þáttum daglegs lífs sem finna mátti áþreifanleg ummerki um. Þótt engin áhersla hafi verið lögð á að rannsaka samfélagið eða samfélagsgerð, þá er ljóst að menningarsögurannsóknir byggja á annarri pólitískri afstöðu en t.d. rómantíski skólinn. Rannsóknarsviðið er víðtækara, fornmennirnir verða nafnlaus almúgi, höfuðbólið er ekki tekið fram yfir hjáleiguna, hvert mannsins verk er jafnmerkilegt, ekki aðeins skrautmunir eða vopn. Það er alþýðumenningin sem verður lykilatriði. Virðing er borin fyrir lítilmagnanum í sögulegri framvindu. Það kostaði Kristján hörku að sannfæra menn um gildi smárra hluta, um verklag, um hag fátækrar alþýðu.
Uppgraftartækni, aldursgreiningar, byggðaþróun, áhrif veðurfars og meðvitund um gildi efnahags hefur knúið fram breytta hugsun; nýjar og þróaðri aðferðir. Framan af takmarkaðist hinar hefðubundnu spurningar í íslenskri fornleifafræði við hag þjóðarinnar, þ.e. hvers vegna ákveðnar byggðir lögðust í eyði, og hvers vegna járngerð, kornrækt og svínarækt lögðust af. Í stað mjög almennra rannsóknaspurninga um búsetuþróun, hefur orðið mikill vöxtur í nýjum upplýsingum um bústeuskilyrði á öllum tímum. Í stað þess að einblína á afdrif og örlög einstakra búsetuþátta hefur athyglin beinst að heildinni, hinu efnahagslega kerfi sem þróaðist í landinu frá landnámi og fram til iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar. Starf fólks er ekki lengur skoðað sem fornir landbúnaðarhættttir eða verklag, heldur sem framleiðsluþættir, orka og afurðir, neysla og vöruviðskipti. Spurt er hvernig var kerfið, hvernig virkaði það, hvað olli breytingunum. Til þessar rannsókna hefur verið, sem fyrr sagði, notast við margvíslega tækni, s.s. frjókornagreininu, dýrabeinagreiningu og jarðvegsathuganir. Frjókornamælingar staðfesta að birkiskógar hopa fyrir graslendi og helstu dýrabein úr úrgangslögum landnámsbæja birta heildarsvip hefðbundins búfénaðar á hverju býli; nautgripir, sauðfé, geitur, svín og hestar. Jarðvegsrannsóknir á áhrifum mannsins á umhverfið sýna að framvindan þegar á landnámsöld hafi ekki aðeins verið hröð heldur hafi landnám mannsins haft mikil og afgerandi áhrif á gróður, jarðveg og landslag.
Rannsóknir á dýrabeinum og öskuhaugum hefur fleytt fram síðustu ár og árangur þeirrar myndar meginstofn heimilda um lífsviðurværi og afkomu fólks á fyrri tíð. Rannsóknir og greining á einstökum efnisleifum, s.s. keramiki, málmi og gleri, geta orðið sagt bæði til um tímatilurð og upprunastað og þar með um verslun og viðskipti sem og jafnvel um innihald. Nýjustu rannsóknir á ískjörnum geta mögulega auðveldað túlkun á breytingum sem birtast í t.d. húsagerð, landnýtingu, bústetumynstrum, samsetningu búfjárstofna eða mataræði.
Af fornvistfræðirannsóknum eru það einkum dýrabeinarannsóknir sem upp úr standa. Dýrabein eru heimild um efnahag til forna og þau endurspegla lífsviðurværi fólks á ýmsum tímum, þ.e. sýna hvaða veiðar voru stundaðar og hver var bústofn heimilanna.
Engar ritaðar heimildir eru til um lífsviðurværi þjóðarinnar fyrr en á síðari öldum og eru allar rannsóknir á þessu sviði því vel þegin viðbót fyrir aðrar vísbendingar sem forleifafræðin gefur um hina sögulausu fortíð. Beinin er talin og flokkuð og greind til dýrategunda, stærð og aldur dýranna metinn og jafnvel áverkar á beinunum, sem stundum gefa til kynna verkunaraðferð eða slátrun. Á grundvelli talningarinnar er hægt að áætla hlutföll á milli mismunandi tegunda og skoða vægi þeirra, s.s. fiðurfénaðar og fiska, sauðfé, nautgripa og svína. Þessi rannsókn býður upp á nýtt sjónarhorn til að skoða efnahag fólks á forsöguskeiðum. En hún kallar jafnframt á töluverða fyrirhöfn og enn er langt í land að hægt sé að lýsa með nokkurri nákvæmni lífsviðurværi eða afkomu þjóðarinnar á grundvelli beinarannsóknanna. Þó er ljóst að með þessum rannsóknum verður unnt að komast nær um ýmsa þætti, s.s. þátt veiðimennsku í upphafi landnáms og á síðari tímum, efnahagslegan mun á stórum býlum og smáum og í hverju hann felst, þróun sauðfjárbúskapar, nýtingu sjávarafurða, stærð og samsetningu búpenings á ýsum tímum, áhrif veðurlagsbreytinga á þjóðarhag og þróun íslensks efnahags frá landnámi fram á síðustu aldir.
Auk rannsókna á fornleifum og beinum og plöntuleifum, hafa einnig verið gerðar nýstárlegar athuganir á öllum smærri einingum, sem finnast við fornleifarannsóknir. Er þar annarsvegar um að ræða athuganir á leifum skordýra, sem varðveist hafa í jarðvegi, og hinsvegar míkróskópískar athuganir á innihaldi gólfefna húsa. Ýmis skordýr hafa fylgt manninum og tekið þátt í mannlífinu á ýmsa vegu í dul smæðar sinnar. Í undirlaginu spretta fram heillandi myndir af lítt könnuðum hliðum mannlegs eðlis, s.s. fornum mannasaur og innihaldi hans, hland, lýs og flær. Þessar athuganir sýna líf fólks og samfélag þeirra í nýju ljósi. Árangur umhverfisrannsókna í þágu fornleifafræðinnar er fyrst og fremst fólginn í nýrri aðferðafræði og umbótum á þessum aðferðum. Þessi fræði eru enn í mótun. En hafa ber í huga að ekki dugir að einblína á raunvísindalegar niðurstöður sem sýna breytingar eða þróun og orsakasamband milli náttúru og mannlífs, heldur þurfi einnig að þróa kenningar sem gera ráð fyrir samfélagslegum og pólitískum áhrifum breytinga eða kyrrstöðu. Vandinn liggur í fjölbreyttum möguleikum á túlkun gagnanna og reynslan á eftir að leiða í ljós að hve miklu leyti fornvistfræðin mun breyta núverandi hugmyndum um efnahag og áhrif umhverfis á hann á fyrri kynslóðir, eða staðfesta ríkjandi skoðanir sem sprottnar eru af sagnfræði og hefðbundinni fornleifafræði.
Heimildir:
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-198.
-Úr “Lesköflum í íslenskri fornleifafræði” – handrit – HÍ, Adolf Friðriksson tók saman – 2003.
-Hans Olof Hildebrand, Livet på Island under sagotiden, Stockhom, Joseph Seligmanns bokhandel, Jos, 1867.
-http://www.instarch.is/instarch/rannsoknir/skraning/saga/
-Daniel Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island (2°édition), Kaupmannahöfn, Gyldendal, 1928.
-Í handriti að varnarræðu Kristjáns við doktorsvörn hans 1956 sést að hann var undir handleiðslu Johannes Bröndström hjá National Museet í Kaupmannahöfn.
-Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé 2, útg. 2000.
-Adolf Friðriksson – Leskaflar í fornleifafræði – HÍ – 2003.
-Valtýr Guðmundsson, Privatboligen paa Island I Sagatiden samt delvis I det övrige Norden, KH, 1889.
-P:E:K: Kaalund, Islands fortidslævninger, Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1882.
-Daniel Bruun, Fortidminder og nutidshjem paa Island, 1987 og 1928.
-Sigurður Línda ritstj., Saga Íslands, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélagið, I – 1974.
-Andrew J. Dugmore, Anthony J. Newton, Guðrún Larsen og Gordon T. Cook, Tephrochronology, Environmental Change and the Norse Settlement of Iceland, Environmental Archeaology, 2000.
-Thomas Amorsi, An Archaeofauna from Storaborg, Southern Iceland, Unpublished report on file at the National Museum and Hunter College, 1986.
Minjasvæði í Húshólma.
Fornleifafræði – kenningar og framtíðin
Til hvers er verið að grafa og hvaða merkingu hafa heimildir fornleifafræðinnar? Hvernig getur einstakur gripur sagt sögu? Hefur orðið þróun aðferða við uppgröft og úrvinnslu á langri leið? Er til kenning í íslenskri fornleifafræði?
Búðartóft á Þingvöllum.
Svarið að augljóst: Líkt og í fornleifafræði þeirra landa, sem öllu jöfnu er miðað við, hefur íslensk fornleifafræði engu minni sess, þegar til ”heimanmundar” er litið. Hér á landi hafa orðið til ”einstakir” áfangar fornleifafræðinnar og má þá nefna bæði gjóskulaga- og frjókornarannsóknirnar. Líklegt er að ófyrirséð tímamótakenningasmíð í fornleifafræði verði þróuð enn frekar hér á landi á næstu árum og áratugum. Til að auka líkur á skjótari þroska mætti vel hugsa til breytilegri afbrigða, s.s. með því að snúa við sönnunarbyrðinni, sem jafnan hefur hvílt of þungt á fræðigreinininni. Sagnfræðin er mun ”opnari” og umburðarlyndari í dag en hún var fyrir einungis nokkrum árum. Hvers vegna ekki að opna fornleifafræðigreinina fyrir nýjum ”þolanlegum” hugmyndum (ideas) og reyna að laða þær fram í stað þess, kannski með fljótfærni, að ”slá” þær jafnóðum út af laginu. Nýjar hugmyndir og kenningar þurfa svigrúm og ”þolinmæði”. Án þeirra, eða áræði ”hugmyndasmíðanna”, verður engin þróun.Án kenningar er fornleifafræðin einungis magn gagna (upplýsinga). Án aðferða er enginn skipulagsmynd eða samhengi í beitingunni. Kenning og aðferð fara saman sem frumstig ástæðna þegar gera á eitthvað í fornleifafræði þegar framkvæmdin sjálf skipar annað sætið. Áður fyrr var hún í fyrsta sæti, en í ljósi reynslu, þróunar og möguleika verður ekki hjá því komist að nýta sér hvorutveggja, ekki síst þegar litið er til nýrra möguleika í túlkun gagna, bæði eldri sem og á vettvangi nýrri uppgrafta. Bæði markmið og hlutlægni fornleifafræðinnar hafa breyst líkt og tilgangur mannfræðinnar hefur þroskast með tímanum.
Nafn Ians Hodders er í hugum margra fornleifafræðinga nátengt síðvirknishyggju og rannsóknir í aðferðarfræði fornleifafræðinnar, einkum á dreifingu fornleifa (gripa, staða) með aðferðum rúmfræði og tölfræði. Hann samdi eitt fyrsta ritið (Reading the Past, 1986) sem kom út um kennilega fornleifafræði, en þar gerir Hodder grein fyrir kennilegum nálgunum á fornleifafræði og setur fram gagnrýni á virknishyggjuna. Ennþá er þó sú skoðun algeng meðal fornleifafræðinga að kenningar séu bæði óþarfi og tímasóun.
Á seinni árum hefur Hodder lagt áherslu á tækifærin sem nútímafjölmiðlar, einkum og sér í lagi Internetið – opna fyrir miðlun fornfræðilegra upplýsinga, og hvaða áhrif bættur aðgangur almennings – ekki síst í þróunarlöndum – hefur og mun hafa á það hvernig upplýsingar eru túlkaðar. Þegar internetið er skoðað í dag má ljóst vera að fornleifafræðin er farin að tileinka sér það í mun ríkari mæli en áður til að vekja athygli á viðfangsefnum og fræðum þeim er að henni lúta. Einstakar fræðastofnanir og einstakir fornleifafræðingar nýta netið til að koma upplýsingum um sig og skrif sín á framfæri. Má þar nefna til sögunnar Ian Hodder. Hins vegar en netið enn vannýttur möguleiki sem tengslanet milli fræðigreinarinnar og almennings. Þó má segja að hafi verið gerð svolitlar tilraunir til þess hér á landi, sbr. vefsíður Þjóðminjasafnsins og Fornleifastofnunar Íslands . Þá má benda á tilraunir áhugafólks um fornleifastaði á afmörkuðu svæði landsins .
Ef litið er yfir þróun kennilegrar fornleifafræði síðustu árin er ástæða til bjartsýni við upphaf nýrrar þúsaldar. Fornleifafræðingar eru nú, meir en nokkru sinni fyrr, meðvitaðir um að kenningar eru forsenda gagnasöfnunar, greiningar og röðunar. Eins eru menn meðvitaðri nú en áður um allar þær ólíku kennilegu nálganir sem mögulegt er að beita. Og því skyldi ekki slíkt og hið sama gilda hér á landi?
Margir telja Binford einn helsta áhrifavald í fornleifafræði síðustu hálfa öldina. Í bókinni In Pursuit of the Past, fjallar Lewis Binford (f. 1930) m.a. um kenningar og hugmyndir í fornleifafræði. Hans framlag til “Nýju fornleifafræðinnar” (New Archaeology) breytti fræðigreininni og þróun vísindalegra forsenda hennar, hvort sem um var að ræða uppgrefti eða túlkun gagna. Bókin var fyrst gefin út fyrir tveimur áratugum, en var síðast endurútgefin árið 2002. Binford skýrir hugmyndir sínar fyrir nemendum og almennum lesendum sem og skilning hans á fortíð mannsins. Í gegnum bókarina spyr Binford spurninga um gamlar hugmyndir og leggur fram nýjar kenningar, byggðar á samanburðafornleifafræðilegum og mannfræðilegum (comparative archaeological and ethnographic) rannsóknum í Norður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu.
En líkt og Hodder leggur Binford, eins og svo margir aðrir, einungis fram kenningar um meginatriði, en aðrar ”kenningar” um smáatriði eða nánari túlkun byggja að mestu á hugmyndum (ideas), tillögum (proposals) eða ályktanunum (suggestions). Hodder leggur áherslu á það, í annars sérfræðilegum skrifum sínum, að vera sannfærandi fremur en fræðandi. Hugmyndir hans og ”kenningar” bera keim af því. Svo er reyndar um aðra fornleifafræðinga. Meðan t.d. Hodder leggur áherslu á innri þætti (internal) samfélaga og samfélagsmótunar (cultural) leggur Binford áherslu á hina ytri (external) og sögulegu (historial) áhrifaþætti hennar.
“Fornleifafræðin hefur gengið í gegnum miklar kennilegar hræringar undangegna hálfa öld og sjá má í þeim umbrotum þroskaferil fræðigreinar, sem er sífellt að bæta við sig nýjum aðferðum og hugmyndum. Stærstu stökkin flelast annars vegar í virknishyggju sjöunda áratugarins þegar fornleifafræðin gleypti í heilu lagi aðferðir félagsvísinda og umhverfisvísinda og bætti þeim í sitt áhaldasafn og hins vegar í síðvirknishyggju níunda áratugarins þegar afstæðishyggja og túlkunarhyggja bættust við. Með aðferðum virknishyggju var fornleifafræðin ekki lengur einskorðuð við að lýsa einkennum horfinna samfélaga heldur gat hún í fyrsta skipti sett fram rökstuddar hugmyndir um skipulag slíkra samfélaga – um stjórnskipun þeirra, félags- og hagkerfi. Það er ótrúlegt vísindaspekilegt stökk þegar haft er í huga að heimildirnar sem slíkar hugmyndir byggja á eru lítið annað en ósjálegir haugar af leirkerabrotum, afhöggum steináhaldasmiða og múrsteinshrúgur. Með aðferðum síðvirknishyggjunnar er fornleifafræðin farin að takast á við þá þætti mannlegs samfélags sem menn hefðu síst ætlað að hægt væri að að spá í út frá úrgangi hversdagslífs venjulegs fólks; hugmyndafræði, fagurfræði, tilfinningar og hvatir – þætti sem hafa ekki síður áhrif á hegðun og ákvarðanir mannanna en umhverfi og efnahagur.
Mikilvægasta framlagið til fræðilegrar umræðu innan sívirknishyggjunnar hefur sennilega verið frá femeniskri fornleifafræði og kynjafornleifafræði sem hafa verið undir miklum áhrifum frá öðrum greinum. Femenísk fornleifafræði hefur skýr pólitísk viðmið og kappkostar að vinna á karllægum hugsunarhætti í greininni, einkum hinni vestrænu hugmynd um verkaskiptingu kynjanna.
Þessi síðari bylting í fornleifafræði er ennþá í gangi í þeim skilningi að aðeins hefur verið sýnt fram á möguleikana. Enn hafa ekki komið fram sannfærandi samfélagslýsingar sem byggja á þessum grunni. Þær liggja hins vegar í loftinu og er óhætt að segja að það séu spennandi tímar í fornleifafræði.”
Heimildir:
-Leskaflar í íslenskri fornleifafræði, Fornleifastofnun Íslands, Sagnfræðiskor HÍ, Adolf Friðriksson, haust 2003.
-Umfjöllunar um nýja framsetningu um “Gamla sáttmála” í Fréttablaðinu þann 2. nóv. 2005 þar sem sagnfræðingar við H.Í segja skoðun sýna á nýframkominni véfenganlegri kenningu um ritun og tilgangi hans.
-www.saa.org/
-www.stanford.edu/dept/anthroCASA/people/faculty/hodder.html
-www.natmus.is/thjodminjar/fornleifar/
-http://www.instarch.is/
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-211.
-Lewis R. Binford: In Pursuit of the Past, California News, 2002, 260 bls.
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 206.
-Orri Vésteinsson, Staða íslenskrar fornleifafræði, Ritið, Tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 65-66.
Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.
Selatangar – smálegt
Gengið var um Katlahraun, að fjárskjóli Vigdísarvallamanna, síðar Skála, Smíðahellinum, Sögurnarkórnum, Vestari lestargötunni, Nótahellinum og refagildrunum fremst á brúninni.
Fjárskjól við Selatanga.
Síðan var haldið austur um Tangana, staðnæmst við brunninn og þá gengið að vestustu búðinni í verstöðinni, litið á óninn, síðan verkhúsið og staðnæsmt við Dágon. Jón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon merkja djöfull upp á dönsku, en aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Þegar fiskur var verkaður á Selatöngum voru sum byrgin, líkt og þau stærstu, notuð til að verka fiskinn í. Þess var vandlega gætt að “kjötið” kæmi hvergi saman og vel var pakkað svo loft kæmist ekki að. Þá var jafnan reynt að halda þessum verkhúsum köldum.
Selatangar – þurrkgarðar.
Í þurrki, eftir að fiskurinn hafði tekið sig, var hann færður á þurrkgarðana, sem eru þarna um alla tangana. Þess á milli var fiskurinn geymdur í minni byrgjunum, sem víðar eru og sum bara nokkuð heilleg, en í þeim loftaði vel um hann.
Gengið var um svæðið og skoðuð mismunandi byrgi. Staldrað var við Smiðjuna og austustu sjóbúðina áður en haldið var upp með Eystri-Látrum, kíkt á skjólin undir austurbakkanum og áð við helli þann er oftast hefur verið vart við Tanga-Tómas við. Rifjuð var upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda á sínum tíma.
Farið var yfir uppdráttinn af Selatangasvæðinu og gerðar lítilsháttar lagfæringar á honum. Nú er komin nokkuð heilleg mynd af þessu merkilega útveri.
Frábært vorveður. Gangan tók 1 klst. og 1. mín.
Á Selatöngum.
Baðsvallasel
Skoðuð voru Baðsvallasel norðan Þorbjarnarfells. Baðsvellir voru notaðir til selstöðu frá Járngerðarstöðum uns hún var færð upp á Selsvelli vegna ofbeitar. Selið, sem greinilega er mjög gamallt, er undir hól við litla tjörn. Innan hennar er skógur. Í honum eru tóftir og urmull af kanínum. Undir hraunkanti vestan við Baðsvellina eru stekkir og fleiri tóftir.
Baðsvellir – tóftir.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvörtuðu um það á 19. öld að þar væru hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „…aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangað var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.
Baðsvellir.
Ef tekið er mið af viðurkenndum, skráðum og lögformlega skráðum landamerkjabréfum má sjá að línan var dregin um Vatnskatla frá Litla-Keili og þaðan í Sogadal, sem fyrir var fyrrum sel frá Krýsuvík, en „eftirlét Kálfatjörn mánaðarselstöðu ár hvert“. Tóftin í dalnum, er slapp við eyðilegginu vegargerðarmanna vegna borsvæðis, er til vitnis um framangreint. Selsvellir eru allnokkru sunnar og þá vel innan landamerkja Grindavíkurbænda.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan.
Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
“Hvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.
Baðsvellir – tóft.
Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram fór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Magnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Baðsvellir.
Það má spyrja, hvað lifi enn eftir af þessum búskaparháttum, sem lögðust af fyrir um það bil öld. Í huga Magnúsar Hafliðasonar lifir minningin um selfarir foreldra hans. Hann kann einnig að segja frá öðrum seljum en Hraunseli, sem hann álítur að sé á Selsvöllum. Innar á Selsvöllum veit hann um Sogasel. Rétt mun vera, að Sogasel er fyrir norðaustan Selsvelli við Sog, suðvestan við Trölladyngju og Grænudyngju og var í landi Stóru-Vatnsleysu og nytjað frá Kálfatjörn, en ekki frá Stað eða Tóftum eins og haft er eftir Magnúsi.
Hópssel við Baðsvelli.
Magnús þekkir einnig Dalsel og segir það vera frá Húsatóftum, og hann veit um sel á Baðsvöllum. Margrét Daníelsdóttir, f: 1899, og Þorsteinn Ólafsson, f: 1901, bæði frá Grindavík, vissu um tvö sel á Baðsvöllum, það eystra frá Hópi, en hinu vissu þau eingin deili á. Ennfremur vissu þau um sel á Selsvöllum, sem þau þekktu ekki. Gísli Guðjónsson frá Hlíð í Gerðahreppi, f: 1891, hafði drukkið kaffi á Vigdísarvöllum, þegar hann var smákrakki. Hann áleit, að á Selsvöllum hefði getað verið sel. “Það veit enginn fyrir víst”.
Minnismerki við Baðsvelli.
Þetta er það sem stúdentar grófu upp um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sumarið 1976.
Á Alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna um skógrækt, 29. júlí 2011, var gengið um Selskóg norðan Þorbarnarfells. Gangan var liðuðr í „Af stað..:“ gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur. Jóhannes Vilbergsson, formaður skógræktarfélagsins gat eftirfarandi upplýsinga: „Skógræktarfélag Grindavíkur var endurstofnað árið 2006. Meðlimir eru í kringum 40 manns. Það er búið að planta rúmlega 20 þúsund plöntum frá 2006 megnið á norður og suðurhlið Þorbjarnar. Árið 2008 vann skógræktarfélagið í samvinnu við Landsvirkjun að átakinu „Margar hendur vinna létt verk“ og þar voru búnir til göngustígar, hreinsað frá ungum plöntum og áburður borin á. Einnig var plantað fleiri plöntum. Árið 2009 sótti Skógræktarfélagið um þátttöku í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands. Við komumst að í því átaki og fengu 10 manns vinnu við það um sumarið, við að setja niður plöntur og bera áburð á eldri plöntur ásamt því að stígar voru lagfærðir o.m.fl.
Árið 2010 endurnýjuðum við samninginn og 20 manns komu að starfinu það sumarið.
Mjög góður árangur sést af þessu starfi í hlíðum Þorbjarnar frá vatnstankinum að eldri skógi sem dæmi.
Skógræktarfélagið sótti um skilti hjá Skógræktarfélagi Íslands, skiltið græna má sjá við aðkeyrslu inn í skógræktina. Árið 2011 vildi Grindavíkurbær ekki taka þátt í atvinnuátakinu svo minna hefur gerst þetta árið.
Fyrsti hluti af grisjun skógarins hefur farið fram, og hefur það verið í höndum fagmanna frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hefur Skógræktarfélag Grindavíkur sótt um þetta frá endurstofnun félagsins, og loksins fengum við grisjunina. Grisjun skógarins bætir skóginn og sólarljósið kemst niður í skógarbotninn, og öll trén sem eftir verða fá að njóta sín betur.
Grunnskólinn hefur í mörg ár plantað græðlingum og Leikskólinn Krókur hefur einnig sett niður svolítið af plöntum. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skógræktarfélags Grindavíkur því það er okkar allra hagur að Selskógur sé útivistarparadís Grindavíkur.
Í fundargerð Kvenfélags Grindavíkur frá 24. okt. 1956 og síðan í fundargerð 1957 má lesa ýmsan fróðleik um stofnun skógræktar í Selskógi (Baðsvöllum).
Heimild:
-Þjóðháttasöfnun stúdenta 1976.
Sel á Baðsvöllum.
Fornleifafræði – forsagan
Ef litið er á sögu fornleifafræðinnar á Íslandi þá er hún í rauninni ekki mikið styttri en hefur gerst og gengið annarstaðar í heiminum. Hins vegar hefur kannski minna gerst og þróunin orðið hægari hér en víða annarsstaðar. Það hefur þó varla komið að sök í ljósi stöðu greinarinnar. Hún hefur tekið allmiklum breytingum í seinni tíð með tilkomu nýrra og áreiðanlegri rannsókna í hinum ýmsu stuðningsgreinum hennar. Virkni fornleifafræðinnar hefur enn aukist á allra síðustu árum með tilkomu aukins fjármagns frá yfirvöldum þótt vissulega megi deila um forræði og skiptingu þess til tiltekinna verkefna.
Í þróunarsögu fornleifafræðinnar hér á landi er stuðst að nokkru við frásagnir í kennslugögnum HÍ í fræðigreininni. Í þeim kemur m.a. fram að aðdragandi að kenningarsmíð og hugmyndafræðikenningum í fornleifafræði hér á landi sé bæði tilkominn vegna áhuga, reynslu og þekkingar útlendinga á fornleifum (Danska fornminjanefndin, Kålund, Daniel Bruun) sem og heimamanna, einkum á fornsögulegum staðbundnum mannvirkjum (Hið íslenska bókmenntafélag, Jónas Hallgrímsson) og skráningu fornminja. Með skráningunni voru efnisflokkar fornminja m.a. afmarkaðir, s.s. haugar, þingstaðir, rúnasteinar og hof. Og hvað sem ólíkum rannsóknaraðferðum leið, þá var ljóst að á árunum 1860-’75 hafi fornleifaskráning verið á blómaskeiði hér á landi.
Eftir miðja 19. öld hélt fræðimaðurinn Hans Hildebrand (1842-1913) röð fyrirlestra í Stokkhólmi um sögu og menningu Íslendinga til forna Árið 1867 komu þeir út í bók sem nefndist “Daglegt líf á Íslandi á söguöld”. Í bókinni reynir höfundur að láta heimildir fornleifafræðinnar tala sínu máli um hina sögulegu tíma. Hún stendur eins og minnisvarði um stöðu rannsókna og heimilda á þessum árum. Horfa ber til þess að höfundi var þá og þegar ófært að gefa yfirlit yfir fyrstu aldir Íslandssögunnar því hér á á landi voru ekki hafnar reglubundnar rannsóknir, hvort heldur uppgröftur eða skráning á fornleifum, enda kvartaði hann undan skorti á gögnum um fornleifar.
“Skipuleg skráning fornleifa á Íslandi fór fyrst fram á vegum Konunglegu dönsku fornminjanefndarinnar. Árið 1817 sendi hún út spurningalista til allra sóknarpresta í landinu og eru svör þeirra enn eina heildstæða yfirlitið sem til er um íslenskar fornleifar á landsvísu.
Undir miðja 19. öld var annarri fornleifaskráningu ýtt úr vör. Hið íslenzka bókmenntafélag sendi sóknarprestum spurningalista árið 1838, en viðbrögð presta voru öllu minni en fyrr á öldinni og töldu margir þeirra engar fornleifar að finna í sínum sóknum. Er líða tók á 19. öld fór þjóðerniskennd Íslendinga vaxandi og henni fylgdi aukinn áhugi á fortíð þjóðarinnar. Í vísindum og fræðum birtist þessi áhugi einkum í rannsóknum á fornsögum, en jafnframt var sjónum beint að staðháttum og fornleifum sem hægt var að fella saman við lýsingar í fornritum. Fornleifakönnun fluttist af höndum presta til sérfróðra manna.
Það var danski norrænufræðingurinn Kristian Kaalund sem fyrstur ferðaðist um Ísland í þeim tilgangi að finna staði sem getið er um í fornsögum og lýsa staðháttum og fornminjum sem sagnir voru um að vörðuðu atburði eða einstaklinga frá söguöld. Rit hans Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse av Island, sem birtist á árunum 1877-1882 (íslensk þýðing Haraldar Matthíassonar var gefin út 1984-1986 undir heitinu Íslenskir sögustaðir), er enn þann dag í dag undirstöðurit í staðfræði Íslendingasagna og hinn vandaðasti leiðarvísir um söguslóðir.
Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað 1879 og á vegum þess fóru fornfræðingar í rannsóknarleiðangra víðsvegar um landið næstu þrjá áratugina. Þar voru í broddi fylkingar Sigurður Vigfússon og síðar Brynjúlfur Jónsson. Markmið þeirra var áþekkt markmiði Kaalunds; að finna og lýsa fornleifum sem þeir töldu að gætu skýrt einstakar frásagnir í Íslendingasögum eða varpað ljósi á þjóðskipulag Íslands á söguöldinni.
Um aldamótin 1900 voru einnig á ferð hér danski kafteinninn Daniel Bruun og skáldið Þorsteinn Erlingsson, en þeir beittu til muna hlutlægari aðferðum en þeir Sigurður og Brynjúlfur höfðu gert. Báðir reyndu þeir að lýsa mismunandi tegundum fornleifa og Bruun gerði fyrstur manna skipulegar rannsóknir á landbúnaðarminjum frá síðari tímum og byggingarlagi íslenskra torfhúsa.
Fornleifaskráning í nútímaskilningi, þar sem leitast er við að skrá allar þekktar fornleifar, burtséð frá því hversu merkilegar þær kunna að þykja á hverjum tíma, hófst fyrst í Reykjavík á 7. áratugnum og hefur staðið þar með löngum hléum síðan. Ólíkt fornleifakönnun á 19. öld, sem hafði það að meginmarkmiði að finna áþreifanleg minnismerki um sögu lands og þjóðar, hefur áhugi á skráningu fornleifa síðastliðin 20-30 ár fyrst og fremst stafað af vaxandi áhyggjum af stórfelldri eyðileggingu fornleifa sökum þéttbýlismyndunar og vélvæðingar í landbúnaði.
Auk fornleifaskráningar á vegum opinberra aðila, hafa einstakir vísindamenn staðið fyrir fornleifaskráningu í rannsóknarskyni. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða skráningu á eyðibyggðum og afdölum þar sem rústir eru í lítilli hættu. Síðast en ekki síst er rétt að minnast á að víða um land hefur áhugasamt fólk skráð fornleifar að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Slíkar skrár eru misjafnar að gæðum, enda upplýsingar skráðar á ýmsan hátt og misnákvæmlega, en reynast oft ómetanlegar heimildir um fornleifar sem síðar hefur verið hróflað við.”
Daniel Bruun var afkastamesti fornfræðingurinn á árunum 1894-1910. Hann rannsakaði minjastaði í öllum landshlutum , og ekki aðeins víkingaaldarminjar, heldur frá öllum tímaskeiðum íslenskrar menningarsögu.
Kristján Eldjárn var fyrsti Íslendingurinn, sem hlaut sérstaka menntun erlendis í fornleifafræði og þjálfun í fornleifarannsóknum undir leiðsögn fornleifafræðinga – (einkum í fornleifafræði Norðurlanda) á afmörkuðum fornminjum, s.s. kumlum , má segja að aðstaða hafi skapast til nánari skilgreininga á aldri, tilurð og uppruna þeirra. Einnig voru gerðar tilraunir til að horfa til þess frá hvaða fólki þær voru komnar, við hverjar aðstæður og reynt að leita svara við spurningunum “hvernig” og af hverju”. Á litlu öðru en skriflegum heimildum var þá að byggja lengi framan af – og í sumum tilvikum allt til vorra tíma. Í seinni tíð hefur athyglinni verið beynt að húsum og híbýlum þess fólks, sem hér nam land um og eftir 870 og síðar, þróun þeirra og gerð.
“Upp úr jarðvegi fornmenningaráhugans uxu tvær öflugar rannsóknarstefnur. Var það annars vegar um að ræða rannsóknir á hinum sameiginlega fornnorræna menningararfi frá lokaskeiði járnaldar, þ.e. hin svokallaða “víkingamenning”, og hinsvegar mjög þjóðleg fræði þars em áhersla er lögð á þjóðleg einkenni; þjóðmenningu”. Segja má því að þjóðmenningaráhuginn hafi verið undanfari menningarumleitunnar í fornfræðilegri merkingu. Hæg þróun var þó í þeirri viðleytni þangað til á allra síðustu árum. Hin menningarsögulega áhersla snerist fyrst og fremst um söfnun og varðveislu forngripa. Kristian Kålund skráði allt sem hann gat fundið um daglegt líf til forna(P.E.K. Kålund, Familielivet på Island í den förste sagaperiode (indtil 1030), Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1870) og Valtýr Guðmundsson tilfærði hverja vísun í húsagerð og húsbúnað og skrifaði um það heila doktorsritgerð en þetta eru aðeins dæmi um annars fjölskrúðuga fræðahefð þeirra daga.
Mikilvægt skref var tekið þegar athyglin beindist fyrst og fremst að forngripunum sjálfum og menningarsögulegu samhengi þeirra, en eftir sem fyrr í rómantísku ljósi. Í stað fornmenningar var sjónum nú beint að “venjulegri” bændamenningu og þekking um hana fengin úr áþreifanlegum munum, sem oft voru skýrðir með hliðsjón af gömlum hefðum, gömlu verklagi eða visku sem gamalt fólk bjó yfir og kunni. Nú hefur þessum þætti fornleifafræðinnar enn fleygt fram hvað áhuga, þekkingu og áreiðanleika varðar. Þar kemur að þætti hinnar kennilegu fornleifafræði – nálgun með nýjum hætti.
Klæði, tréskurður, íslenski torfbærinn og grafir sem og einstakir gripir eru m.a. nokkur af viðfangefnum kennilegrar fornleifafræði. Það er athyglisvert sérkenni á íslenskri fornleifafræði hve sjaldan hefur verið reynt að taka saman árangur rannsókna og draga upp þann heildarsvip sem vitnisburður fræðigreinarinnar hefur af sögu lands og menningar. Kaalund reið á vaðið árið 1882, en þá var frá litlu að segja. Bruun hafði gert sér grein fyrir gagnsemi þess, en enginn Íslendingur reyndi að draga fram heildarmyndina fyrr en á s.hl. 20. aldar. Það féll í hlut Krisjáns Eldjárns að semja fyrsta, frumlegasta og langítarlegasta yfirlitið um alla helstu þætti fornleifarannsókna hér á landi. Var það í tilefni af 1100 ára búsetu hér á landi; Saga Íslands. Þar er að finna jarðsögu Íslands, sögu veðurfars, gróðurs og eldvirkni, vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám mannsins og menningu, og upphaf allsherjarríkis, upphaf kirkju og samskipti við útlönd. Hlutverk fornleifafræðingsins í þessu riti var mikilvægt og hefur framlag hns að geyma heildarmynd sem enn hefur ekki verið hrakin þótt vissulega hafi ágreiningur vaxið um einstök atriði á síðustu árum þar sem nýjar áherslu hafa komið fram. T.a.m. hafa fundist leifar af kornrækt, áhöld, rauðablæstri og ýmslegar aðrar efnislegar leifar manna. Kristján og samverkamenn hans skilgreindu fornleifafræðina fyrst og fremst se aðferð til að afla heimilda um verkmenningu, en ekki t.a.m. andlegt líf, samfélagsgerð, efnahag og fleira. Áherslan var lögð á að lýsa þeim þáttum daglegs lífs sem finna mátti áþreifanleg ummerki um. Þótt engin áhersla hafi verið lögð á að rannsaka samfélagið eða samfélagsgerð, þá er ljóst að menningarsögurannsóknir byggja á annarri pólitískri afstöðu en t.d. rómantíski skólinn. Rannsóknarsviðið er víðtækara, fornmennirnir verða nafnlaus almúgi, höfuðbólið er ekki tekið fram yfir hjáleiguna, hvert mannsins verk er jafnmerkilegt, ekki aðeins skrautmunir eða vopn. Það er alþýðumenningin sem verður lykilatriði. Virðing er borin fyrir lítilmagnanum í sögulegri framvindu. Það kostaði Kristján hörku að sannfæra menn um gildi smárra hluta, um verklag, um hag fátækrar alþýðu.
Uppgraftartækni, aldursgreiningar, byggðaþróun, áhrif veðurfars og meðvitund um gildi efnahags hefur knúið fram breytta hugsun; nýjar og þróaðri aðferðir. Framan af takmarkaðist hinar hefðubundnu spurningar í íslenskri fornleifafræði við hag þjóðarinnar, þ.e. hvers vegna ákveðnar byggðir lögðust í eyði, og hvers vegna járngerð, kornrækt og svínarækt lögðust af. Í stað mjög almennra rannsóknaspurninga um búsetuþróun, hefur orðið mikill vöxtur í nýjum upplýsingum um bústeuskilyrði á öllum tímum. Í stað þess að einblína á afdrif og örlög einstakra búsetuþátta hefur athyglin beinst að heildinni, hinu efnahagslega kerfi sem þróaðist í landinu frá landnámi og fram til iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar. Starf fólks er ekki lengur skoðað sem fornir landbúnaðarhættttir eða verklag, heldur sem framleiðsluþættir, orka og afurðir, neysla og vöruviðskipti. Spurt er hvernig var kerfið, hvernig virkaði það, hvað olli breytingunum. Til þessar rannsókna hefur verið, sem fyrr sagði, notast við margvíslega tækni, s.s. frjókornagreininu, dýrabeinagreiningu og jarðvegsathuganir. Frjókornamælingar staðfesta að birkiskógar hopa fyrir graslendi og helstu dýrabein úr úrgangslögum landnámsbæja birta heildarsvip hefðbundins búfénaðar á hverju býli; nautgripir, sauðfé, geitur, svín og hestar. Jarðvegsrannsóknir á áhrifum mannsins á umhverfið sýna að framvindan þegar á landnámsöld hafi ekki aðeins verið hröð heldur hafi landnám mannsins haft mikil og afgerandi áhrif á gróður, jarðveg og landslag.
Rannsóknir á dýrabeinum og öskuhaugum hefur fleytt fram síðustu ár og árangur þeirrar myndar meginstofn heimilda um lífsviðurværi og afkomu fólks á fyrri tíð. Rannsóknir og greining á einstökum efnisleifum, s.s. keramiki, málmi og gleri, geta orðið sagt bæði til um tímatilurð og upprunastað og þar með um verslun og viðskipti sem og jafnvel um innihald. Nýjustu rannsóknir á ískjörnum geta mögulega auðveldað túlkun á breytingum sem birtast í t.d. húsagerð, landnýtingu, bústetumynstrum, samsetningu búfjárstofna eða mataræði.
Af fornvistfræðirannsóknum eru það einkum dýrabeinarannsóknir sem upp úr standa. Dýrabein eru heimild um efnahag til forna og þau endurspegla lífsviðurværi fólks á ýmsum tímum, þ.e. sýna hvaða veiðar voru stundaðar og hver var bústofn heimilanna.
Engar ritaðar heimildir eru til um lífsviðurværi þjóðarinnar fyrr en á síðari öldum og eru allar rannsóknir á þessu sviði því vel þegin viðbót fyrir aðrar vísbendingar sem forleifafræðin gefur um hina sögulausu fortíð. Beinin er talin og flokkuð og greind til dýrategunda, stærð og aldur dýranna metinn og jafnvel áverkar á beinunum, sem stundum gefa til kynna verkunaraðferð eða slátrun. Á grundvelli talningarinnar er hægt að áætla hlutföll á milli mismunandi tegunda og skoða vægi þeirra, s.s. fiðurfénaðar og fiska, sauðfé, nautgripa og svína. Þessi rannsókn býður upp á nýtt sjónarhorn til að skoða efnahag fólks á forsöguskeiðum. En hún kallar jafnframt á töluverða fyrirhöfn og enn er langt í land að hægt sé að lýsa með nokkurri nákvæmni lífsviðurværi eða afkomu þjóðarinnar á grundvelli beinarannsóknanna. Þó er ljóst að með þessum rannsóknum verður unnt að komast nær um ýmsa þætti, s.s. þátt veiðimennsku í upphafi landnáms og á síðari tímum, efnahagslegan mun á stórum býlum og smáum og í hverju hann felst, þróun sauðfjárbúskapar, nýtingu sjávarafurða, stærð og samsetningu búpenings á ýsum tímum, áhrif veðurlagsbreytinga á þjóðarhag og þróun íslensks efnahags frá landnámi fram á síðustu aldir.
Auk rannsókna á fornleifum og beinum og plöntuleifum, hafa einnig verið gerðar nýstárlegar athuganir á öllum smærri einingum, sem finnast við fornleifarannsóknir. Er þar annarsvegar um að ræða athuganir á leifum skordýra, sem varðveist hafa í jarðvegi, og hinsvegar míkróskópískar athuganir á innihaldi gólfefna húsa. Ýmis skordýr hafa fylgt manninum og tekið þátt í mannlífinu á ýmsa vegu í dul smæðar sinnar. Í undirlaginu spretta fram heillandi myndir af lítt könnuðum hliðum mannlegs eðlis, s.s. fornum mannasaur og innihaldi hans, hland, lýs og flær. Þessar athuganir sýna líf fólks og samfélag þeirra í nýju ljósi. Árangur umhverfisrannsókna í þágu fornleifafræðinnar er fyrst og fremst fólginn í nýrri aðferðafræði og umbótum á þessum aðferðum. Þessi fræði eru enn í mótun. En hafa ber í huga að ekki dugir að einblína á raunvísindalegar niðurstöður sem sýna breytingar eða þróun og orsakasamband milli náttúru og mannlífs, heldur þurfi einnig að þróa kenningar sem gera ráð fyrir samfélagslegum og pólitískum áhrifum breytinga eða kyrrstöðu. Vandinn liggur í fjölbreyttum möguleikum á túlkun gagnanna og reynslan á eftir að leiða í ljós að hve miklu leyti fornvistfræðin mun breyta núverandi hugmyndum um efnahag og áhrif umhverfis á hann á fyrri kynslóðir, eða staðfesta ríkjandi skoðanir sem sprottnar eru af sagnfræði og hefðbundinni fornleifafræði.
Heimildir:
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-198.
-Úr “Lesköflum í íslenskri fornleifafræði” – handrit – HÍ, Adolf Friðriksson tók saman – 2003.
-Hans Olof Hildebrand, Livet på Island under sagotiden, Stockhom, Joseph Seligmanns bokhandel, Jos, 1867.
-http://www.instarch.is/instarch/rannsoknir/skraning/saga/
-Daniel Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island (2°édition), Kaupmannahöfn, Gyldendal, 1928.
-Í handriti að varnarræðu Kristjáns við doktorsvörn hans 1956 sést að hann var undir handleiðslu Johannes Bröndström hjá National Museet í Kaupmannahöfn.
-Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé 2, útg. 2000.
-Adolf Friðriksson – Leskaflar í fornleifafræði – HÍ – 2003.
-Valtýr Guðmundsson, Privatboligen paa Island I Sagatiden samt delvis I det övrige Norden, KH, 1889.
-P:E:K: Kaalund, Islands fortidslævninger, Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1882.
-Daniel Bruun, Fortidminder og nutidshjem paa Island, 1987 og 1928.
-Sigurður Línda ritstj., Saga Íslands, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélagið, I – 1974.
-Andrew J. Dugmore, Anthony J. Newton, Guðrún Larsen og Gordon T. Cook, Tephrochronology, Environmental Change and the Norse Settlement of Iceland, Environmental Archeaology, 2000.
-Thomas Amorsi, An Archaeofauna from Storaborg, Southern Iceland, Unpublished report on file at the National Museum and Hunter College, 1986.
Minjasvæði í Húshólma.
Urriðarkotshraun – Selgjá
Fjárhellir í Selgjá.
Vestan við hraunklett eru hleðslur og hlaðið er upp í vik á klettinum. Skammt austar eru hleðslur, op Norðurhella. Opið er á gangi niður í hellana. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Sunnan við opið er fjárhellir í jarðfalli (Suðurhellir). Einnig er hægt að ganga í gegnum hann og koma upp nær opi Norðurhella. Norðan við þá er einnig fjárhellir (Norðurhellir) í jarðfalli. Hleðslur er skammt innan við opið. Hægt er að fara ofan í hellinn og upp í gegnum Selgjárhellir nyrðri. Hann er nyrst í Selgjánni þarna suður af og eru hleðslur við op hans þar sem hann opnast út í jarðfall við enda gjárinnar.
Enn norðar er op Skátahellis syðri. Varða er við opið. Þegar farið er niður í það er haldið til vinstri og þá birtist hraunrásin, sem nær alllangt inn í hraunið. Skátahellir nyrðri er nokkru norðar. Vörðumynd er ofan við opið. Opið er fremur lítið og ekki auðvelt að finna það. Þar er því greiðfært niður og í fallega hraunrás, sem þar er.
Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.
Selgjáin sjálf er vel gróin. Hún nær að Búrfellsgjá. Samkvæmt Jarðarbókinni 1703 voru 11 sel frá Görðum í gjánni. Gengið var suður með vesturkanti gjárinnar. Strax birtist stekkur við kantinn. Ofan hans, í hraunveggnum er skúti, sem notaður hefur verið sem aðstaða. Síðan tekur hver stekkurinn við af öðrum. Á einum stað að vestanverðu er augljóst sel. Einnig þegar komið er í vik sunnarlega í gjánni. Þar er sel utan í gjárveggnum. Hlaðið er fyrir skúta og framan við hann er stekkur. Skammt sunnar er fjárhellir, Selgjárhellir syðri. Óþarfi er að ganga lengra inn með gjánni ef einungis er ætlunin að sjá minjar því engar virðast vera sunnan við þessa línu. Þar er mun meira kjarr í gjánni sem og hraun. Girðing virðist einhvern tímann hafa legið þarna yfir gjána og sjá má háa vörðu á Vífilstaðahlíðinni hinum megin. Við hornið er langur mjór stekkur og handan þess annar minni. Bendir til þess að þar hafi verið fráfærusel. Við öndverðan gjárvegginn eru tóttir nokkurra selja á tiltölulega afmörkuðu svæði. Haldið var til norðurs frá seljunum með austurveggnum. Þá var komið að steini, sem stóð stutt frá veggnum. Á honum er höggvinn bókstafurinn B. Norðar eru minjar sels, rétt áður en hringurinn lokast við Selgjárhelli nyrðri.
Frábært veður.
Skilti við Selgjá.
Svarthóll – Selvogsheiði – Hellholt – Vörðufell – Strandarhæð
Gengið var um Selvogsheiði frá Svarthól, um selin í heiðinni, upp í Hellholt, í fallega hlaðið skjól með miklum mannvistarleifum í, á Vörðufell, í Ólafarsel og síðan niður á Strandarhæð, þar sem litið var í Strandarhelli, Bjargarhelli og Gap áður staðnæmst var við Árnavörðu.
Hásteinar.
Fylgdarmaður í ferðinni var Guðmundur kokkur Óskarsson, uppalinn í Þorkelsgerði í Selvogi og því gamalreyndur á svæðinu. Segja má að hann hafi etið hundasúru af svo til hverri þúfu í heiðinni er hann ráfaði þar um í leit að fjallagrösum á sínum berskuárum.
Lagt var af stað frá Svarthól, ofan við eyðilegan sumarbústað undir Hásteinum. Á klöpp í Stóra-Hásteini er klappað LM, mörk Ness og Bjarnastaða.
Hásteinar – letur.
Undir austanverðum Svarthól sést móta fyrir tóftum á tveimur stöðum. Merkjagirðingin liggur þarna áleiðis upp í heiðina. Henni var fylgt eftir áleiðis að vörðu í hæðinni fyrir ofan. Undir henni er Bjarnastaðaból, talsverðar tóftir og stekkur mót vestri. Selið er í raun inni á núverandi Neslandi, en óvíst er hvort þessi mörk hafi verið í gildi þarna fyrrum. Húsin fimm í selinu er vel merkjanleg sem og önnur mannvirki. Það stendur hátt í heiðinni og má sjá frá því niður að Þorkelsgerðisseli í suðvestri, lægra í heiðinni.
Þorkelsgerðisból.
FERLIR hafði áður verið bent á að Bjarnastaðasel (-ból) væri við Hásteina, þ.e. tóftirnar þar, en hér er greinilega um hið rétta sel að ræða. Nessel er suðaustan við Hnúkana.
Þorkelsgerðissel hefur einnig að geyma nokkrar tóftir og stekk utan í hraunhól skammt norðar. Eimuból er norðan við Vörðufell. U.þ.b. 10-15 mínútna gangur er á milli seljanna í heiðinni. Bæði er seltóft ofan við gróið jarðfall og niður í því.
Stekkur í Eimubóli.
Hellholtshellir.
Í Eimuhelli í jarðfallinu er hlaðinn stekkur. Umhverfis jarðaflið er hlaðið gerði. Kví er og ofan við það. Í örnefnaskráningu fyrir Eimu segir m.a.: “Fyrir norðan [Vörðu]fellið er Eimuból alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum.“ Vindássel er skammt vestar, nokkur tóft og stekkur.
Haldið var upp eftir heiðinni, á Hellholt. Í því er Hellholtshellir, stór inngöngu en frekar stuttur. Botninn er flóraður að hluta.
Nokkir smáhellar er undir Hellholti, flestir með mannvistarleifum í. Líkast til hafa þeir verið notaðir sem fjárskjól í gegnum tíðina. Ofan við Hellholtið er Girðingarréttin (Selvogsréttin nýrri). Gamla réttin er á Vörðufelli, stór og dilkrík með löngum leiðigarði til norðurs. Á leiðinni niður að fellinu var komi við í Skjólinu, merkilegu fyrirbæri.
Skjólið – op, hleðslu fyrir framan.
Það er hellisskúti að sjá, en þegar að er komið eru miklar hleðslur, grónar, fyrir munnanum. Gangur liggur niður og þegar þangað er komið tekur við slétt hellisgólf, salur. Varla er arða á gólfi, utan eitt bein inn undir skilum lofts og veggjar. Þarna sést hin mikla hleðsla vel. Hægt er að fara inn fyrir hana hægra megin og inn í afhelli, sem þar er. Ekki er vitað hvaða tilgangi þetta mannvirki hefur átt að þjóna í heiðinni, nema ef vera skyldi forðabúr eða geymsla. Strandarsel er þarna skammt vestar oh fyrrnefnd sel sunnar. Fjárskjól er skammt austar. Ofan við opið er hlaðinn stekkur. Þarna gæti hugsanlega hafa átt að vera selstaða frá einhverjum bænum ef tekið er mið af mannvirkjunum næst Skjólinu.
Á Vörðufelli er, auk réttarinnar, Smalavörður og Vörðufellsvarðan. Smalavörður voru hlaðnar af smölum. Segir sagan að það hafi verið vís leið til að finna eitthvað týnt að hlaða vörðu þarna því þá kom hluturinn óðar í leitirnar. Undir Vörðufellsvörðunni er klappað krossmark á jarðfasta klöpp. Efsti hluti hans hefur brotnað af.
Hleðslur í Bjargarhelli.
Ólafarsel er skammt sunnan við Vörðufelli, neðan nýrra hrauns, Vörðufellshrauns, sem liggur sunnan fellsins. Það er ein tóft og stekkur skammt austar, undir hraunkletti. Segir sagan að þar hafi áður komið volgt vatn upp úr hraunkantinum. Leiðin upp heiðina, yfir að Hlíðarenda, Litlalandi o.fl. bæjum undir bergbrúnunum, liggur skammt austan við selið.
Strandahellir.
Strandarhellir er fornt fjárskjól í jarðfalli. Samkvæmt gömlum heimildum er hann sagður hafa rúmað 200 fjár. Hlaðið er umhverfis ofanvert jarðfallið líkt og í Eimubóli. Skammt norðvestan við það er hlaðið gerði umhverfis hraunhól.
Bjargarhellir er skammt sunnar, fallegur fjárhellir, með sína leyndardóma. Sagt er að í hellinn hafi Selvogsbúar ætlað að flýja ef Tyrkirnir kæmu aftur, en af því varð ekki. Sögnin er sú að við opið hafi átt að vera hraunhella, sem hægt var að láta yfir og loka. Það gengur ekki upp hvað varðar Bjargarhelli.
Skammt suðvestar er hins vegar op í grónum hraunhól. Þegar komið er niður er þar nokkuð rúmgott skjól. Hraunhella gæti auðveldlega lokað opinu. Skammt suðvestar eru Stóri-Skolli og Litli-Skolli, hraunskjól undir Hellholti.
Gapstekkur er skammt vestar. Inni í honum er Gapi eða Gaphellir, einnig fjárskjól. Nafnið er tilkomið vegna þess að þegar komið er að hellinum úr suðri gapir opið við viðkomandi. Gapi var einnig áningarstaður fyrir ferðamenn á leið um Fornugötu. Nokkur önnur mannvirki eru í hæðinni, en þau voru ekki skoðuð að þessu sinni.
Vörðufellsrétt á Vörðufelli.
Staðnæmst var við Árnavörðu á Dalhólum er Kristófer Bjarnason og fleiri endurhlóðu fyrir ekki svo löngu síðan. Hún var lengi eitt af kennileitum hæðarinnar. Skammt norðan við hana liggur gamla þjóðleiðin, Fornugata, sem enn má sjá móta fyrir. sunnar er Dalurinn. Vestar er varða (vörður), nefnd Dalhólabyrgi. Skammt vestar er stór ferhyrnd varða, nefnd „Skálinn“. Umleikis hana eru hleðslur. Þórður Sveinsson telur að þarna hafi fyrrum verið skáli, afdrep, t.d. fyrir smala í heiðinni. Líklegra má þó telja að þarna hafi fyrrum verið gatnamót, annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Fornugatna og Útvogsgötu (niður í Selvog).
Af Strandarhæð er ágætt ústýni upp að Svörtubjörgum og inn Strandardal þar sem Selvogsgatan liðast um hann áleiðis að Hvalskarði. Á Svörtubjörgum er Eiríksvarðan. Þótt hún sé ekki nema tæplega mannæða há sést hún vel þar sem hún trjónir efst á fjallinu.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.
Selvogsheiði – uppdráttur.
Jólin
Á miðöldum tóku svo nefndir valdamanna …kirkjunnar við því mikilvæga hlutverki að ákvarða dagsetningu vetrarhátíðarinnar, skálduðu upp sögur í kringum Jesús nokkurn Jósepsson, sem eflaust var mælskur og heillandi maður, en kunnu þá ekki að stilla af dagatal miðað við sólargang, enda slík vísindi ekki á valdi annarra en hinna hæfustu manna. Nefndirnar gátu á þeim tíma ekki orðið sammála um dagsetningarnar og því urðu þær allnokkrar – misgæfulegar.
Nú er aftur leyfilegt að tímasetja vetrarsólstöður eins og þær eru í raun, en við höldum ekki uppá þær sem skyldi (einhverra hluta vegna). Menn dýrka enn Jesús um jól og fagna nýju ári um áramót og þykir hvort tveggja merkilegt en horfa framhjá því hversu stórkostlegt það er að við getum í dag mælt nákvæmlega möndulhalla jarðar og stöðu hennar á braut í kringum sólina og vitum uppá sekúndu hvenær vetrarsólstöður eru. Þetta er í raun allt miklu merkilegra en eldgamlar tilbúnar sögur, sem flestir fylgja enn þann dag í dag (af óskiljanlegri venju).
Framangreint segir sína sögu um hversu nútímamaðurinn er móttækilegur fyrir sjálfgefnum og athugasemdalausum tillögum hversdaglífsins…
Gleðileg jól.“
Vetrarsólhvörfum fagnað að jólasið.
Jóra, Elín Skinnhúfa og Margrét
Hér verður sagt frá þremur útilegukonum á Reykjanesskaganum, þeim Jóru, Elínu Skinnhúfu og Fjalla-Margréti.
Jóra
„Sagan af Jóru er ein af eldri þjóðsögum Íslendinga og örnefni henni tengd koma fyrir í Íslendingasögum. Þeir sem draga efni sögunnar í efa geta vitaskuld talið örnefnin eldri sögunni. Í stuttu máli er sagan af Jóru þannig; Jórunn hét bóndadóttir í Sandvíkurhreppi, ung og efnileg en þótti heldur skapstór. Einhverju sinni gerðist það að hestur föður hennar fór halloka í hestaati og varð hún við það svo æf að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það upp að Ölfusá hjá Laxfossi (Selfossi) og þreif þar eitt bjarg mikið úr hömrum við ána og kastaði í hana miðja. Stiklaði hún svo yfir og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig mál mun vera að gifta sig“. Heitir þar síðan Jóruhlaup en Jóra settist að í Henglinum og gerðist brátt hið versta flagð og grandaði bæði mönnum og málleysingjum. Heitir þar Jóruhellir þar sem hún bjó, Jórusöðull hnjúkur í Henglinum þar sem hún sat löngum og Jórukleif er hamragil þars em hún lá oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá og drepa, eftir það hún var búin með hestlærið.
Fengu menn ekkert við hana ráðið fyrr en Noregskonungur gaf ráð til hvernig hún yrði unnin og gaf til þess öxli silfurrekna. Sat axarblaðið fast í Jóru milli herðablaðanna þegar hún var unnin en rak síðan upp í á þá sem Íslendingar völdu sér síðar þingstað. Allt þetta sagði Noregskonungur fyrir og heitir áin síðar Öxará.
Enn þann dag nýtur Jóra verðskuldaðrar aðdáunar eins og útilegumnn og valkyrjur hafa alltaf notið með þjóðinni. Á Selfosso er gata nefnd eftir Jóru og bæði kvennakór og kvennaklúbbur kenna sig við þessa konu. en fyrir tveimur öldum síðan voru líka til konur sem dáð hafa þetta framtak og fóru að dæmi hennar. Ein heimild segir Jóru hafa verið úr Helliskoti (Elliðakoti) við Reykjavík. Það er oft sagt að sagan endurtaki sig og er sagan um Elínu Skinnhúfu ótrúlegt dæmi um það.
Annars er þjóðsagan um Jóru í Jóruklifi þessi: „Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:
„Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig.„
Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.
Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum.
Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, „því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Verði hendur við skaft fastar.“ Þá skaltu segja: „Losni þá öxin af skaftinu.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað.“ Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.“
Elín Skinnhúfa
Um 1760 lagðist ung stílka sem talin var neðan af Eyrarbakka úti í Grafningi og hafðist um tíma við í helli í landi Villingavatns. Stúlka þessi var kölluð Elín Skinnhúfa og hellririnn heitir eftir henni, Skinnhúfuhellir. Hún átti vingott við smalann á Villingavatni sem Símin hét og færði hann henni mat og fleira sem hann stal frá húsbændum sínum.
Símonarhellir er við hlið Skinnhúfuhellis, en þar geymdu skötuhjúin þýfi sitt. Svo fór að daginn sem þau ætluðu að leggjast út á fjöll saman skall á hríðarveður og varð Elín þá úti. Símon komst við ilan leik til blja. Bein hennar fundust snemma á 19. öld undir bergsnös austast í svokölluðu Mælifelli, í Ölfusvatnslandi. Reyndar er margt mjög á huldu um Elínu þessa sem þjóðasagn segir að hafi verið sinnisveikur flakkari. Hún er ýmist talin af Eyrarbakka eða úr Grindavík.
Margrét
Þriðja útilegukvendið úr Flóanum á afrétti Ölfusunga og Grafninsgmanna var Fjalla-Margrét, sem vegin var í Svínahrauni um 1810. Margrét þessi var bóndadóttir úr Flóanum eins og Jóra og var svo lýst að hún hafi verið skapstór, illa lynt, áræðin, ófyrirleitin og tilbúin til hvers sem vera skyldi. Hún var mikil vexti og sterk sem karl.
Einhverju sinni mislíkaði henni við föður sinn og lagðist út í Hagavíkurhrauni sem er milli bæja í Grafningi. Hafðu hún ser til atvinnu það sem hendi var næst, kippti þvotti af snúrum kvenna og stal silungi úr netum á Þingvallavatni. Þegar bændur tóku það ráð að verar árar heim úr bátum svo hún kæmist ekki út á vatnið hefndi hún sín með því að hrinda bátunum á flot svo að þá rak fyrir veðri og vindum og sumir týndust.
Þegar líða tók á sumar settist hún að í Henglinum og sauð þar mat sinn við hveri að dæmi Fjalla-Eyvindar. Grafningsmenn bundust loks samtökum að veita henni heimsókn en Margrét frétti af ráðabruggi þeirra og hljóp heim til sín og sat heima í Flóa um veturinn.
Næsta vor lagðist hún enn út og nú á Hellisheiði. Var hún þar á slangri um sumarið og stóð mörgum ógn af henni. Færu menn einir eða fáir saman réðist hún á þá og rændi. Í þoku og dimmviðri fór hún að tjöldum ferðamann og hirti þar plögg. Hún var stórtæk og átti til að kippa skreiðarböggum á bak sér og hlaupa með þá burt.
Það urðu endalok Margrétar að seint þetta seinna útilegusumar hennar fór Guðmundur Bjarnason bóndi á Gljúfri í Öldusi til grasa. Karl þessi var talinn bæði stór og sterkur, en með honum var unglingspiltur, lítilsgildur og veikbyggður. Fór svo að Margrét réðist á Guðmund en pilturinn hélt sig fjarri. Hafði hún karl undir og sá hann sitt óvænna. Var það fangráð Guðmundar þar sem flagðið gein yfir honum að hann „dregur hana að sér og bítur á háls henni fyrir neðan hökuna, allt er tennur tóku. Vildi hún þá sem skjótast losna úr slíkum fanmlögum, en þess var enginn kostur. Lagði Guðmundur fast að hálsi hennar, og létti eigi fyrr en hann hafði bitið í sundur í henni barkanna, og varð það hennar bani.
Engum sagði Guðmundur frá þessum viðskiptum sínum við Margréti og þó svo endalok hennar yrðu brátt kunn urðu engin eftirmál af vígi þessu. Bein hennar fundust á síðati hluta 19. aldar sunnarlega í Svínahrauni en engin gangskör var gerð að því að koma þeim í kirkjugarð.“
Heimild:
-Bjarni Harðarson, Fjöllin heilla, æra og trylla, Morgunblaðið, Lesbók, 16. maí 1998, bls. 7-8.
Jórutindur.
Leiðin til Voga
Eftirfarandi er frásögn Magnúsar Jónssonar, fyrrverandi minjavarðar Byggðasafns Hafnarfjarðar, af ferð suður í Voga á Vatnsleysutrönd:
„Einu sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatnsleysustrandarhreppi til þess að líta á laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð auglýst í blaðaauglýsingu. Þetta var algjör misskilningur, því að átt var við húsnæði í Vogahverfinu í Reykjavík.
Lónakotsbærinn.
En í blöðunum sá ég að auglýst var eftir kennara við Stóru-Voga-skóla og svo alveg sömu villuna að hnýtt var aftan við . . . á Vatnsleysuströnd. En þetta byggðarlag, Vogarnir, er bara alls ekki á neinu, hvorki á Vatnsleysuströnd né annars staðar, en auðvitað er staðreynd að þeir eru í Vatnsleysustrandarhreppi. Og í þessum hreppi eru tvenn afmörkuð byggðarlög, Vogar og Vatnsleysuströnd og svo veit ég ekki . . . en nánast ætti þá að telja þriðja bæjarhverfið, þarna „innbæina“, og verður síðar komið að því.
Ekki er einasta það, að Vogarnir og Vatnsleysuströndin séu afmörkuð byggðarlög, heldur eru þau að mörgu leyti andstæður.
Vatnsleysuströnd – kort.
Úr Vogunum er tiltölulega stutt og auðvelt að sækja vinnu til Keflavíkur eða í Njarðvíkurnar, nú eða þá á Völlinn, ef svo vill verkast. Þarna í Vogunum fjölgar því heldur íbúunum og hús eru byggð. Á Ströndinni er þetta öfugt, þar fækkar fólki og býli leggjast í eyði.
En auk þess að reyna að kveða niður þetta með Voga á Vatnsleysuströnd þá er nokkuð á reiki hvenær og hvar sé komið á hina eiginlegu Vatnsleysuströnd. Sumir telja sig komna þangað strax þegar er komið í álverið eða a.m.k. rétt framhjá því. En það er mikill misskilningur.
Hvassahraun – brugghellir.
Komið hefur fyrir að ég sé leiðsögumaður þegar farið er þarna suðurum. Ekki er það traustvekjandi þegar ég byrja míkrófónsmalið með því að segja að ég viti ekki hvað hann heiti fyrsti hraunflákinn sem leiðin liggur um. Annað hvort hafi hann ekkert heiti og að gerð hraunsins sé það sem nefnt er helluhraun, nú, eða þá að hér sé ákveðin nafngift, með stórum staf og þetta heiti Hellnahraun.
En fljótlega erum við komin í Kapelluhraunið, sem er gjörólíkt hinu, miklu úfnara og aðeins með mosagróðri, og því auðvitað ekki nærri eins gamalt og hitt. Um kapelluna, sem hraunið er kennt við, mætti margt segja, en hér verður aðeins minnst á eitt. Það er, að 1950 fannst þarna í tóttinni líkneski af kaþólskum dýrling, heilagri Barböru. Hún var einkum ákölluð við jarðskjálfta, eldsvoða og þessháttar ófyrirséða stórhættu. Hinum megin við veginn eru kerskálar álversins, taldir lengstu hús landsins en getur þá kapellan talist styzta húsið? Nú hefur verið látið töluvert stærra líkneski í tóftina.
Kapella í Kapelluhrauni.
Þegar Kapelluhrauninu sleppir komum við að þeirri hraunbreiðu sem á þessari leið er stærst, gróðursælust, elzt og mestri tilbreytni er gædd, af þeim hraunflákum sem leiðin liggur um. Hér má til að minnast á byggðarlagið Hraunin eða í Hraununum. Í samtali við elzta innfædda Hafnfirðinginn, kveðst hann muna eftir tólf bæjum þarna, og finnst mér það ótrúlega mikið. Aldrei voru þarna neinar stórjarðir, en helzt mætti þá nefna Óttarstaði, þar sem oftast var fleirbýli. En ein bygging þarna hefur fengið „andlitslyftingu“ og er þar átt við húsakynnin í Straumi.
Straumur.
Straumur er aðsetur listamanna. Íbúðarhúsið er í sama stíl og elztu byggingar á Laugarvatni, enda var víst á báðum stöðum þetta sett í samband við Bjarna Bjarnason, skólastjóra í Hafnarfirði og síðan á Laugarvatni, en hann var með landbúnaðarrómantík, svona í og með. Til Hraunabæjanna taldist líka Lónakotið, þótt það sé nokkru fjær vegi en hinir bæirnir. Það var í byggð fram á miðja þessa öld, sem nú senn kveður.
Ýmsir muna þrjár eða fjórar vísur eftir sr. Árna Helgason stiptprófast í Görðum. Ein er þessi:
Komin er sólin Keili á og kotið Lóna,
Hraunamennirnir gapa’ og góna
er Garðhverfinga sjá þeir róna.
Erum við nú ekki komin á Vatnsleysuströndina? Nei, hreint ekki, Hraunbyggðin taldist löngum vera í Garðahreppi, en nú er þetta víst allt saman Hafnarfjarðarland, og svo er það að við komum í hreppinn með langa nafninu, þegar við förum úr Lónakotslandi.
Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots..
„Fyrst“ er þá þar eyðibýlið Hvassahraun. Við höfum næstum lokið leiðinni um Almenninginn og sjáum nú mjög greinilega hvernig miklu yngra hraun, Afstapahraunið, hefur steypst niðuryfir hitt. Hér höfum við því sem sagt bæði örnefnin Hvassahraun og Afstapahraun. Sumir halda að Afstapahraunið sjálft hafi fyrst heitið Hvassahraun, en þetta er upplagt vangaveltuefni fyrir grúskara. Afstapahraunið er jafnvel enn úfnara og ójafnara en Kapelluhraunið. Þegar við höfum næstum lagt allt þetta hraunhröngl að baki, komum við í Kúagerði svokallað, þ.e. smávegis gróðurteygingar, en vegurinn er svo breiður að hann hefur næstum kæft það. En þarna hafa orðið svo mörg umferðarslys, að komin er þar vandlega hlaðin varða, með krossi efst. Hér er um tvo vegi að velja, og er ekkert áhorfsmál að við veljum þann eldri og mjórri, og auðvitað rómantískari. Brátt höfum við hægra megin næstum heila húsþyrpingu, en það er býlið Stóra- Vatnsleysa.
Minni-Vatnsleysa – flugmynd.
Minni-Vatnsleysa, með svínabúinu stóra, er svo lengra út með sjónum. (Eða er þar kannske ekkert svínabú lengur?) Svo er þarna eitt útvegsbóndabýlið ennþá, með húsum en engum íbúum, en það er Flekkuvík. Ég hætti nú brátt þessum skriftum, en a.m.k. er eftir svarið við því hvenær við erum komin á Ströndina. Það er þegar komið er á samfelldu túnin, og er það þá víst fyrst Litlabæjartúnið. Margir halda að túnin á Ströndinni séu aðeins einhverjir skæklar eða útnárar, en það er nú rétt einn misskilningurinn enn. Tún kirkjustaðarins, Kálfatjarnar, eru enginn smáskiki. Sem sagt, Vatnsleysuströndin er sá hluti hreppsins þar sem hvert túnið tekur við af öðru. Sízt er þó hægt að tala um ræktað tún í nánd við eyðibýlið Breiðagerði, en við „sjáum í gegnum fingur“ í því máli og teljum þetta allt vera samfellt og enda á túnunum umhverfis Halakot. Svo eru það sviplítil svæði sem um er að ræða unz komið er í Vogana.
Kálfatjarnarkirkja.
Hér var aðeins ætlunin að spyrna við fótum þegar sézt eða heyrist talað um Voga á Vatnsleysuströnd, og hvar hin eiginlega Vatnsleysuströnd sé. Smávegis sönn frásögn úr þessu byggðarlagi að lokum: Kálfatjörn var prestsetur til 1919 en árið eftir fluttust þangað ung hjón, bæði fædd í þessum margumtalaða hreppi, en það voru þau Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, systir Ingvars kennara og umsjónarmanns Hellisgerðis í Hafnarfirði.
Erlendur var með afbrigðum vandaður maður til orðs og æðis. Hann hélt þeim fagra sið að lesa húslestur að morgni þá sunnudaga sem ekki var messað í kirkjunni. Var það aðeins nefnt að lesa en lögð virðing og allt að því lotning í það orð í þessu sambandi.
Hjón úr Hafnarfirði voru þar í kaupavinnu sumrin 1929, ’30 og ’31. Sagt er, að í vætutíð komi helzt þurrviðrisstund um helgar, er svo sé þegar þurrviðri er, þá geri oft skúr um helgar. Sumarið 1930 var fremur votviðrasamt. En svo nánast um mánaðamótin ág./sept. á sunnudagsmorgni, stendur allt heimilisfólkið á Kálfatjörn úti á hlaði undir skafheiðríkum himni í norðangolu. Svo mikið hafði rignt undanfarið að segja mátti að bæði tún og hey lægi undir skemmdum. Kaupakonan víkur þá snarlega að Erlendi og segir: „Jæja, á ekki að fara að breiða!?“ Erlendur hikar lítið eitt, þar til hann segir: „Ja, við skulum nú koma inn fyrst. Ég ætla að lesa.“
Þannig hugsaði kirkjubóndinn á Kálfatjörn þá. Guðdómurinn skyldi ganga fyrir og fá sitt fyrst.“
-Magnús Jónsson, fv. minjavörður, Hafnarfirði.
Brunnur í Flekkuvík.
Grettistak undir Sleðaási
„Gagnheiði heitir nú millum Ármannsfells og Súlna, uppblásin sandheiði; hún er nefnd við för Órækju í Skálholt vIIþ., 158 k., I.b., bls. 396. Það lítr helzt út fyrir, að þessi leið vegr millum Ármannsfells og Súlna hafi verið farinn, þegar koma skyldi sunnarlega í Þingvallasveitina eða þegar farið var fyrir sunnan Þingvallavatn; annarstaðar er eigi Gagnheiði nefnd.
Þessi örnefni eru öll nefnd í röð eftir í Sturld. við þingreið Þorgils Oddasonar og hafa þau öll sama nafn enn: Víðikjörr, Háls (þ.e. Tröllaháls), Sandvatn, Klyftir, (Sandklyftir) Ármannsfell, Sleðaás. Sumir hafa haldið og halda enn, að Sleðaás sé sama og Tröllaháls. Á Íslandskortinu eftir Björn Gunnlaugsson er Sleðaás settur ofan til við Tröllaháls, og Sveinn Pálsson talar um í Dagbók sinni 1772, að Sleðaás sé einnig þar (sbr. Kålund I, bls. 151), enn þetta getur með engu móti verið rétt, sögurnar sanna það. Sleðaás heitir enn í dag ásklifið, sem gengur suður úr Ármannsfelli fyrir ofan grænu brekkuna, sem kallaður er Bás, og Sleðaáshraun heitir þar niður undan. Grettissaga Kh. 1853 nefnir Sleðaás, bls. 31, þar sem höfðingjarnir áðu, er þeir riðu af þingi, og Grettir hóf steininn, er sagan segir að liggi þar í grasinu. Enginn slíkur steinn er þar nú, sem líklegur er til að vera Grettistak, og enginn hefir neitt vitað um hann með vissu um langan tíma. Grettissaga tekur, bls. 76, betur af tvímælin með Sleðaás: „Hann (Þórhallr) gekk upp undir Sleðaás ok suðr með fjalli því, er Ármannsfell heitir; þá sá hann, vel verið, og að hann hafi legið austur undir Hrafnabjörg. Enn nafnið Sviðningi er nú týnt, sem Ölkofraþáttur talar um að heitið hafi síðan, þar sem skógarnir brunnu.“
Sleðaás – Steinanir við Sleðaás (Matthías Þórðarson).
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1910 segir hins vegar um hinn sama stein: „IX. Grettishaf (á Innra-Sleöaási ?) – Svo segir í Grettissögu, k. 16: »En er þeir riðu af þingi, höfðingjarnir, áðu þeir uppi undir Sleðaási, áðr en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann, er þar liggur í grasinu ok nú heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn að sjá steininn, ok þótti þeiin mikil furða at svá ungr maðr skyldi hefja svá mikit bjarg«. Sleðaás hét þegar á Sturlungatíð klettaraninn suður úr Ármannsfelli. En blágrýtisbjargið, sem liggur vestanundir honum, segja kunnugir menn að fallið hafi úr brún hans fyrir ekki mjög löngu. Það bjarg getur þá ekki hafa verið tekið fyrir »Grettishaf«. En í Syðri-Víðikerum, fyrir innan Tröllaháls, er enn stærra ísaldarbjarg, sem hjátrúin hefir kallað »Grettishaf « eða »Grettistak«, og til að koma þessu í samhljóðan við söguna hefir Tröllaháls ósjálfrátt verið gjörður Sleðaási. Ólíklegt er nú samt, að það sé bjargið í Víðikerum, sem söguritarinn hefir í huga. Og að minsta kosti eru menn nú horfnir frá þeirri fjarstæðu. Mun nú almennast haldið að frásögn Grettlu um »Grettishaf« sé ekki annað en tilefnislaus þjóðsaga. Tilefnislaus mun hún samt ekki vera. Mér er, meira að segja, nær að halda, að eg hafi séð hið réttnefnda Grettishaf. En það er ekki neitt heljarbjarg. Og það er ekki á þeim Sleðaási, sem Sturlunga nefnir. Það er á rana þeim sem gengur norðaustur úr Ármannsfelli fyrir innan Sandkluftavatn (nú Sandvatn), en fyrir sunnan Tröllaháls.
Grettistak við Sleðaás.
Það er vel getandi til, að þessi rani hafi heitið Innri-Sleðaás fyrrum: Það má næstum kalla hann sleðamyndaðan. Sagt er, að vegurinn hafi áður legið um vestari kluftina og fyrir vestan vatnið. Þar fór eg eitt sinn, því þá var vatnið svo fullt af leysingavatni, að ekki varð komist fyrir austan það. Á leiðinni inn með vatninu að vestan blasir raninn við manni. Sá eg, að dálítil strýta stóð upp úr honum á einum stað, hélt eg fyrst að þar sæti örn, en sá, er nær dró, að svo var ekki. Sunnan í rananum er fögur grasbrekka og hefir vel mátt ægja þar hestum, er þessi leið var farin. Þar áði eg hesti mínum og gekk upp á ranann þar, sem eg hafði séð strýtuna. Þar er þursabergsklöpp og á henni tveir blágrýtishnullungar. Er annar næstum teningsmyndaður, en hinn óreglulega eggmyndaður, og er sá settur ofan á hinn þannig, að mjórri endinn veit upp.
Kom mér í hug, að það kynni Grettir að hafa gjört. Virtist mér steinninn hæfilega stór til þess. Nú í sumar (1910) virti eg steinana betur fyrir mér. Leizt mér svo á, að tveim óvöldum mundi fullfengið að hefja hinn efri stein af jafnsléttu og setja hann upp á hinn steininn. En fyrir einn mann, og hann aðeins 15 ára, mætti það telja furðulegt þrekvirki. Sé nú þetta steinninn, sem Grettir hóf, þá mun söguritarinn ekki hafa séð hann sjálfur, því um þennan stein verður ekki sagt, að hann »liggi í grasinu«. Og af orðalagi söguritarans virðist mega ráða, að hann hafi hugsað sér steininn nokkuð stærri en þessi er. Þessi steinn gat þó borið nafn, sem örnefni (»Grettishaf«), meðan vegurinn lá vestanmegin vatnsins, því þá blasti hann lengi við tilsýndar — hann er svo settur. Af veginum fyrir austan vatnið sést hann þar á mót ekki, hefir því gleymst eftir að vestri leiðin var lögð niður. Það gat líka orðið til þess, að Sleðaássnafnið var fært upp á Tröllaháls. Og það lá enn beinna við, ef það er rétt til getið, að raninn, sem steinninn er á, hafi heitið svo. Hann er svo nærri Tröllahálsi.“
„Í sögnum í Grettlu segir um stein þennan: „- Stundum víkja munnmælasögurnar meir frá bóksögunni. Grettis saga getur reyndar nokkurra steina ákaflega stórra sem Grettir hafi reynt afl sitt á, tekið upp, látið undir þá aðra steina og sett þá þar ofan á; er það kallað að setja eða hefja stein á hlóðir. Einn þeirra er á Sleðaási á Kaldadalsvegi fyrir ofan Þingvallasveit, annar á Hrútafjarðarhálsi og hinn þriðji í Hítardal; eru þeir hver um sig kallaðir Grettishaf.“
Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1880, bls. 41-42.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 25. árg, 1910, bls. 39-40.
-Snerpa.is – gretla…
Steinn við Sleðaás (Matthías Þórðason).