Tag Archive for: fornleifar

Fornleifar

Eftirfarandi er byggt á efni í kennslustund í Fornleifafræði; „Fornleifar og ferðaþjónusta„.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Menningarlandslag er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi, en hefur verið notað um allnokkurt skeið víða erlendis. Nú virðist vera aukin vakning á þessu sviði, sem lýsir sér í nokkurs konar framþróun á sviði ferðaþjónustunnar. Þegar fjallað er um hugtakið er venjulega átt við heilstæð svæði og þá menningararfleið, sem þau hafa upp á að bjóða. Þannig getur heilstætt búsetulandslag tiltekins svæði verið sérstaklega verðmætt vegna heildarmyndarinnar. Hér á landi er vitundin um að nota minjar fyrir ferðamenn að vakna. Einstakar minjar hafa haft aðdráttarafl, s.s. Snorralaug, munir á byggðasöfnum, gripir í kjallara Skálholtskirkju eða á Þjóðminjasafni. Núú er t.d. verið að ræða um að nýta uppgraftasvæði sem og einstakar minjar á tilteknum svæðum í víðara samhengi.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Ýmsir alþjóðasáttmálar gera ráð fyrir verndun „líffræðilegrar fjölbreytni“ og eiga þar ekki síst við menningarlegan fjölbreytileika. Ferðalög fólks hafa verið að aukast og eiga enn eftir að aukast ef að líkum lætur. Allnokkrar rannsóknir hafa farið farið fram um vilja og áhuga ferðamanna og gefa sumar hverjar til kynna aukna viðleytni, eða ósk, um betra og greiðara aðgengi að fornminjastöðum, sem hingað til hafa verið óaðgengilegar almenningi. Mikill munur er t.d. á því hvernig stjórn slíkra mála er háttað í Skotlandi og hér á landi. Um það verður m.a. fjallað hér á eftir.
Í tímaritinu „Journal of Tourism studies“ er t.a.m. grein um menningararf og arfleifða ferðamennsku, minjagarða og svæði, sem skipulögð eru sérstaklega fyrir ferðamenn, þar sem þeir geta skoðað fornar minjar og tengt þær bæði sögu svæðisins sem og sinni eigin vitund. Á vettvangi ferðamála er hér um nýbreytni að ræða, en virðist vekja allnokkra athygli.

Þingvellir

Þingvellir.

UNEP (UNITEP Network Program) gaf nýlega út skýrslu um menningarlegan fjölbreytileika (Tourism Biodiversity). Í henni kemur t.d. fram þörf mannsins til að skilja sjálfan sig í sögulegu samhengi við tilteknar sýnilegar minjar eða skilning á minjum ákveðinna svæða. Mikilvægt er að svæði skilgreini sérstöðu sína út frá minjum og sögu þess. Hér er í raun um grundvallaratriði að ræða. Á íslenskan mælikvarða mætti heimfæra þetta upp á að bæjaryfirvöld í Vogum ættu að einblína á útvegsminjar, sem eru fjölmargar með strönd bæjarfélagsins, og hinum fjölmörgu óröskuðu selsminjunum upp í heiðinni er undirstrika tiltekinn þá hefðbundinna atvinnu- og búskaparhátta í 1000 ár. Stundum þarf að byggja upp „aðdráttarafl“ til að tengja ferðamenn sögunni.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

Íslendingar voru seinir til að framkvæma skipulega fornleifaskráningu, sem í rauninni er einn grundvallarþáttur í sjálfstæði þjóðar. „Tourism Manangement“ er enn eitt tímaritið er fjallað hefur um arfleifðarferðamennsku (heritage tourism) og „iðnaðarfornleifar“ fyrir ferðamenn. Með því er átt við fornleifar í tvennum skilningi; bæði sem slíka og einnig sem veigamikinn hluta að ferðamannaiðnaðinum. Svo virðist að hvarvetna sé fyrir hendi ákveðin þörf mannsins til að „tengja“ sig því viðfangsefni, sem hann tekur fyrir eða er þátttakandi í hverju sinni – á hverjum stað. Einn þáttur þess er að „tengja“ hann við viðfangsefnið á staðnum; hvernig sér hann „mótívið“ með hliðsjón af eigin sögu – eigin samtíma?

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ.

Þetta er mikilvægur, en oft vanmetin þáttur við frágang menningarverðmæta, s.s. uppgraftasvæða.
Angkor í Kambódíu (Indó-Kína) er gott dæmi um aðdráttarafl ferðamanna. Heillegar rústirnar eru arfleifð Kmer-heimsveldisins, höfuðborgar, sem blómstraði á 11. til 14. öld. Stór hluti þess komst nýlega á Heimsminjaskrána (1992). Svæðið er til marks um mikilvægi stjórnmálalegs stöðuleika þar sem ferðamenn eru annars vegar. Frakkar voru á svæðinu á fyrri hluta 20. aldra, grófu upp heilu borgirnar, skráðu og öfluðu heimilda og lögðu áherslu að vernda þennan merkilega en að því er virtist glataða menningararf. Á áttunda áratug 20. aldar braust út ófriður og svo virtist sem tilgangur hersherrana væri að eyðilegga minjarnar sem og að eyða bæði fróðleik og mögulegri leiðsögn um þær. Nærtæk sambærileg dæmi þekkjum við frá Írak og Afganistan. Eitt helsta vandamálið eftir ófriðin og uppbygginguna í kjölfarið var að fá leiðsögumenn með næga þekkingu til að fylgja ferðamönnum um svæðin.
UNESCO var falið það verkefni að vernda og endurvekja enduruppbyggingarstarfið eftir ófriðinn. Nú hefur svæðið verið gert aðgengilegt að nýju með mikilli aðsókn ferðamanna. Stýra hefur þurft aðgenginu, útbúa aðstöðu og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir.
Mexico er annað dæmi. Þar eru nú mikil sýnileg arfleifð Inka og Maya. Eftir hinar miklu uppgötvanir þurfti til áhrif einstaklinga til að meta „skilyrt verðmætamat“ minjanna með hliðsjón af ferðamennsku. Stjórnvöld voru sofandi fyrir mikilvægi þeirra. Í kjölfarið fór fram umræða um það hvernig haga ætti fyrirkomulagi að aðgengi og rekstri einstakra minjasvæða, þ.e. með frjálsum framlögum, opinberum eða með gjaldtöku. Í dag er heildaryfirstjórnin opinber, en henni er stýr með gjaldtöku.
Eitt vandamál við varðveislu fornminja eru ófriður og stríð. Þegar Íraksstríðið braust út voru mikil menningarverðmæti flutt frá Írak til Bandaríkjanna. Þannig hefur þatta og verið í gegnum árþúsundin. Spurningin er hvort hægt er með sæmilegri sanngrini að áætla að sum verðmæti séu betur geymd um tíma annars staðar en á upprunastað en að eiga á hættu að eyðileggjast. Þessi spurning er þó einungis ein af mörgum við slíkar aðstæður. Til að samlíkja þessu við íslenskan veruleika má segja að Valþjófsstaðahurðin hefði sennilega ekki varðveist nema vegna þess að Danir fengu hana til varðveislu á sínum tíma. Síðar kom hún „heim“ ásamt þeim merkilegheitum er hana varðar.
Reynsla Hjaltlendinga af varðveislu og aðgengi til handa ferðamönnum gæti verið okkur Íslendingum góð fyrirmynd. Ágætt dæmi um slíkan stað er „Jarlshof“. Þar er um að ræða um 3000 ára minjar, þær elstu, og allt fram á 15. öld. Svæðið var umorpið sandi, en grafið upp og gengið frá því með það fyrir augum að það gæti orðið ferðamönnum áhugavert. Byggt var upp gott aðgengi, stígar gerðir, upplýsingar settar upp og upplýsingamiðstöð í „stíl“ reist. Í dag er staðurinn einstaklega áhugaverður þegar ferðamenn vilja skoða þróun og áþreifanlegar minjar svæðisins árþúsundir aftur í tímann, húsagerð, göng, stéttar og eintakar búsetuminjar fólksins, sem þar bjó og dó. Um er að ræða að hæuta til sýnileg arfleifð norrænna manna án þess þó að hana sé beinlínis hægt að tengja „víkingatímanum“. Tengsl minjanna er þó fyrst og fremst við norræna menn frá Noregi, en varla við Ísland, og þó – fjölmörg nöfn á svæðinu er beinlínis þau sömu og finna á á Íslandi. Forvitnilegt væri að skoða hvernig og með hvaða hætti norræn menning kom frá Noregi (og öðrum löndum Skandinavíu) í gegnum Skotland og skosku eyjarnar áleiðis til Íslands. Líklega hefur og of lítið verið gert úr þeim áhrifum í gegnum tíðina. Ástæðan er sennilega „of vísindalegt“ samfélag fornleifafræðinga hér á landi síðustu ár og áratug (þar sem samfélagið lítur ákv. takmörkuðum lögmálum fræðimanna).
Hjaltlendingar (með stuðningi Historic Schotland-samtakanna) hafa byggt markvisst aðgengi og aðstöðu við menningarminjar á eyjunum – með góðum árangri. Á vettvangi einstakra minja eru undirstrikuð tengslin við arfleifð norrænna manna og fornleifarnar bæði kynntar sérstaklega og settar í víðara samhengi. Í septembermánuði er t.a.m. öllum landsmönnum gert að skoða minjarnar endurgjaldslaust í svonefnum „fornleifamánuði“. Historic Scotland-samtökin hafa yfir að ráða um 800 minjastöðum sem um 3 milljón ferðamanna heimsækja árlega. Þau telja að fræðslistarf þeirra sé eitt hið mikilvægasta í starfseminni.
Árlega koma á staðina um 76.000 skólabörn til að fræðast um eigin uppruna og menningu.
Disneyland er ágætt dæmi um ekta „fake“ frá upphafi. „Ef ætlunin er að gera tilkall til raunverulegs menningarsvæðis þarftu að eiga þér sögu“. Túlkun tákna sem og minja er mikilvæg hverju sinni sem og hverju svæði. Það er ekki öllum gefið að geta lesið úr landslaginu. Slíkt er á stundum „náttúrugáfa“, sem fáum er gefin. „Þeir sem það geta eru öfundsverðir“ segir einhvers staðar. „Ef þú ætlar að gera tilkall til svæðis þarftu að eiga þér sögu“. Hér virðist vera um beina tilvísun til Vogabúa að ræða, miðað við framangreind skrif.
Túlkun fornleifatákna er eitt af viðfangsefnum fornleifafræðinnar. Það að miðla þeim til annarra er ekki síður mikilvægt. „Hvert er jafnvægið milli sannleika og lygi“ spurði einhver einhvern tímann af gefnu tilefni. Hér er átt við upprunanlegar rústir annars vegar og endurgerðar hins vegar.

Mikilvægt er, vegna ólíkra sjónarmiða hinna ýmsu aðila, að leita jafnvægis því þeir, sem allt snýst um, eru jú þeir sem höfða á til – ferðarmennirnir. Sumir ferðamenn vilja bara sjá staði eða byggingar eins og þeir voru – endurgerða, og hafa engan áhuga á tóftum eða rústum, enda getur oft á tíðum verið kúnst að „lesa í landslagið“ þar sem fátt virðist bera fyrir augu.
Endurgerð minjasvæða hafa stundum verið til umræðu. Nýleg áform Íslendinga á framangeindu sviði er helst að finna í „landnámsskála Ingólfs“ í Aðalstræti, „klasaverkefni“ Eyjafjarðar að Gásum og „Minjagarðsverkefni“ að Reykholti frá því um aldarmótin 2000. Verkefnið er enn á fósturstigi, en forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig hugmyndin kemur til með þróast og dafna. Eins og kunnugt er hefur farið fram verulegur uppgröftur í Reykholti í nokkur ár og hugmyndin er að byggja yfir þær fornleifauppgröftin þar, en ljóst er að það mun fela í sér mikla vinnu og verða æði kostnaðarsamt. (sjá www.snorrastofa.is).
Ljóst er að framtíðin er æði spennandi á framangreindum sviðum – en fjölmörg verkefni virðast enn óleyst miðað við eðlileg og sjálfsögð markmið.

Heimild m.a.:
-Anna Karlsdóttir, lektor í landafræði og ferðamálafræði, við HÍ – 2006.

Mosfellsbær

Dómhringur í Mosfellsdal.

Fornleifar

Ritheimildir eru þekktar allt frá tímum Egypta og jafnvel eldri. Í fyrstu var ritað á steintöflur, síðan pappírus. Hér á landi eru elstu skráðar heimildir frá 12. öld. Þær fjalla um forsöguna – eldri tíma en þær eru skráðar. Skipta má því ritheimildum í „Sögulegra tíma“ umfjöllun annars vegar og „Forsögulegar“ hins vegar. Skilgreiningar liggja þó ekki alveg á hreinu – hvar liggja mörkin?

“Frumsagan” er stundum nefnd „proto-history“. En hverskonar heimildir gera sögu? Ritmál er t.d. ekki sama og saga. Skipta má ritheimildum m.a. í flokka eftir innihaldi. Þannig eru frásagnarheimildir t.a.m. ein tegund og Krónikur (sögur lands, manns, stofnunar og trúarbragða er lúta bókmenntalegum lögmálum) og annálar (samtímaheimildir, fáheyrðir atburðir, efni haldið til haga, n.k. dagblöð þess tíma) önnur.

Landnáma

Landnáma.

Ritheimildarýni fjallar um gagnrýna söguritun. Vísindaleg sagnfræði er hins vegar skipuleg greining á gæðum heimilda með áherslu á bréf, skjöl og skrifræðisgögn.
Leopold von Ranke var „faðir vísindalegrar sagnfræði“. Hann sagði að „Wie es eigentlich gewesen ist“ (að segja hlutina eins og þeir eiginlega eru). Gagnrýni hafði komið fram á ógagnrýna söguritun. Oft var um að ræða samhengislaus söfn af anekdótum. Sagan þurfti að vera hlutlæg. Gera þurfti greinamun ákjaftasögum og þjóðsögum og öðrum vísindalegum heimildum, vísindalegri sagnfræði. Þjóðfræðin varð til sem fræðigrein til að vinna úr fyrrgreindum heimildum.
Eitt af verkefnum sagnfræðinnar er t.d. að greina á mili falsaðra og ekta skjala, s.s. landamerkjabréfa.
En um hvað er sagan? Stjórnmálasagan er saga konunga og stríða. Persónusaga er saga konunga og skálda. Um þessi viðfangsefni var venjulega skrifað í upphafi ritmáls. Stóru samhengin komu síðan með Gibbon (Hnignun og hrun rómverska heimsveldisins (1776-88)) og Hagsaga verður til á 19. öld.

Samhengi verðu í sögurituninni sem og stefnu sögunnar. Fjallað er um „Hnig og ris“ og Framþróunarkenningar koma fram. Í þeim var fjallað um þróun sem jákvætt ferli (Vélhyggju). Þannig fjallaði Karl Marx um Þrælakerfi > Lénskerfi > Kapítalisma > Kommúnisma. Ritað var um Efnishyggjuna (hagfræði ræður gangi sögunnar) og Hugmyndasaga varð til á prenti. Fram kom að hugmyndinar sem slíkar geti haft áhrif á framþróun. Spurning er og verður þó; hvort kemur á undan – hugmyndin eða aðlögun að hugmyndinni? Getur hugmyndin staðið ein eða þróast hugmyndin út frá raunveruleikanum á hverjum tíma? Max Weber fjallaði um „Uppruna kapítalismans“ í vinnusiðferði mótmælenda. og Annales skólinn kom til sögunnar meðal sagnfræðinga á millistríðsárunum í Frakklandi. Þrjú samhengi sögulegra ferla og fyrirbæra voru þar ráðandi: „Skammtími“ – dagar, mánuðir, ár og áratugir er fjalla um persónur, stjórnmál og stríð, „Miðtími“ – áratugir og aldir er fjalla um hugmyndakerfi, ríki, hagkerfi og stofnanir á borð við kirkju og „Langtími“ – aldir og árþúsund er fjalla um loftslag, framleiðslukerfi (landbúnaður) og samfélagsgerðir.

Fernand Paul Achille Braudel

Fernand Paul Achille Braudel.

Ferdinand Braudel hélt því fram að „Stjórnmálasagan væri ryk“. Þannig getur ryk bæði þýtt „lag“ er lægi ofan á samfélagsmyndinni sem slíkri og „dust“, sem þyrfti að þurrka á burt. Þannig þarf stundum að horfa á setningar og jafnvel einstök orð með fleiri en einn skilning í huga. Mikilvægt væri að geta sett fornleifar í kennileg samhengi – ekki endilega með sagnfræðina sem viðmið.
Sagan er. (punktur) Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að punkturinn getur bæði verið eitthvað og ekki neitt. Sagnfræðin skilgreinir hann með fyrrgreindum hætti en fornleifafræðin varpar ljósi á hann eins og hann er – ef hann er þá eitthvað.
Hugmyndir fræðimanna og almennings fara ekki alltaf saman. Fræðimenn hafa ekki verið nægilega duglegir að koma efni sínu á framfæri með skiljanlegum hætti. Fornleifafræðingar (eiga að) taka þátt í að móta söguna – og geta það. Fyrir sögulega tíma byggir sagan nær alfarið á ritheimildum. Nauðsynlegt er því fyrir fornleifafræðinga að þekkja þær heimildir, geta gagnrýnt þær, geta virkjað þær fyrir fornleifarannsóknir og ekki síst geta tekið þátt í túlkun ritheimilda.
Heimildir eru „Frumheimildir“ – Elsta eða fyrsta – eða Afleiddar (secondary) heimildir. Þegar skoðuð eru Frumrit og afrit frumrita verður að gera ráð fyrir að textar breytast í afritun, s.s. í Landnámu og Ísl.sagnum. Sagan heldur þó megineinkennum sínum og yfirleitt vísa afritin til frumútgáfunar. Upphaflega útgáfan (Frumútgáfan) gæti þó verið glötuð með öllu.

Falsanir koma venjulega fram sem formleg skjöl þar sem þau hafa verið „diktuð upp“ eða breytt. Ekki er endilega um að ræða nýjar útgáfur, heldur hefur eldri útgáfum verið breytt, þ.e. eldri skjöl notuð að hluta til. Þannig bendir t.d. ýmisleg textafræðileg athugun til að einn elsti kirkjumáldaginn, sem átti að hafa verið ritaður um 1140, hafi í rauninni verið ritaður um 1300.
Trúverðugleiki heimilda skiptir miklu máli. Er sama atburðar/atriðis getið í annarri heimild eður ei. Íslendingabók er ágætt dæmi um þetta. Þar hefur flestum tilvitnunum verið fundinn staður annars staðar og allflest, sem þar var skráð, virðist standast. Þar er og sagt frá atburðum, sem ekki er getið um annars staðar í rituðum heimildum. Skyldleiki texta – textatengsl, er því mikilsverð þegar textar eru skoðaðir og bornir saman.

Laxdæla

Laxdæla.

Fyrirmyndir – heimildir texta, er þýðingarmiklar þegar heimildir eru metnar. Fordómar – skoðanir höfundar, er eitt af því sem gæta þarf að sem og Tilgangur textans. Er hann Áróður eða Staðfesting á atburði. Með hvaða hætti má telja hann Tæknilegan? Hver eru Áhrif textans, bæði á þátíð og framtíð? Var Útbreiðsla hans mikil? Hafði hann Áhrif á aðra texta eða höfunda? Hvaða Áhrif hafi hann á söguna? Allt eru þetta mikilsverðar spurningar með hliðsjón af notkun og túlkun ritheimilda – frá frumrita til afrita.
Í heimildarýni er nauðsynlegt að þekkja hvaða heimildir eru til, um hvað þær eru, hverskonar upplýsingar er að finna í þeim, hvernig er hægt að nota þær upplýsingar til fræðilegrar umræðu um tilurð, aldur, upphaflegt samhengi, höfund, handritageymd og túlkun. Ágæt dæmi eru Íslendingabók, Landnámabók, Íslendingasögur, og Kirkjumáldagar.
Íslendingabók virðist rituð af Ara fróða á árunum 1122-33. Í varðveittri útgáfu segir að hún sé önnur útgáfa af henni, sem hafi verið mun ítarlegri. Sú útgáfa er glötuð. Fram kemur að höfundur hafi einnig skrifað fyrri útgáfuna. Landnáma fjallar um sögu Íslands frá landnámi til 1120, kirkjuna, upphaf Alþingis sem og stjórnskipan landsins. Allt virðist standast m.v. aðrar heimildir. Sagan ber keim af því að höfundur er alinn upp af Haukdælum. Þá virðist hún rituð í ákveðnum tilgangi, þ.e. tryggja ættarveldinu völd.

Landnámabók er hins vegar miklu stærra og flóknara verk. Hún er til í nokkrum afritum, s.s. Sturlubók (1270-80) og Hauksbók (byggir á Sturlubók, en bætir við). Hauksbók vísar til þess að Sturlubók sé rituð upp úr öðru afriti þar sem fram kemur að Ari fróði átti fyrst að hafa ritað um landnámið. Svo er að sjá að Landnáma hafi að nokkru tekið mið af Íslendingabók. Mikill munur er á afritum Sturlubókar og Hauksbókar. Þess vegna er mikilvægt að gera glögg skil á heimildum þegar vitnað er í þær. Melabók er knappari útgáfa endurritunar Landnámu og stendur næst svonefndri Styrmisbók (milliafritun). Þannig eru til mismunandi gerðir Landnámu eftir mismunandi ritara af mismunandi tilefnum á mismunandi tímum.

Landnáma

Landnáma.

Írum er. t.a.m. gert talsvert hátt undir höfði í Hauksbók. Ástæðan er óljós, en svo virðist sem ætlunin hafi verið að bæta þar með upp frumútgáfu Landnámu. Kolskeggur gamli er jafnan nefndur sem söguritari, en hann virðist vera aðalheimildamaður af atburðum á Austurlandi. Landnáma virðist þannig vera samvinnuverkefni þar sem safnað er saman heimilamönnum af ýmsum landhlutum og þeir látnir segja frá landnámsmönnum og atburðum á hverjum stað. Landlýsingar virðast því oft furðu nákvæmar. Oft er sagt frá landnámsmönnum, hvar þeir bjuggu og hjafnvel hvaðan þeir komu.
Íslendingasögur eru hins vegar flokkar ævi- og ættarsagna. Frásganir þeirra tengjast ákveðnum ættum og mönnum á 10. og 11. öld, þrátt fyrir að þær voru ritaðar á 13. og 14. öld og jafnvel allt fram á 19. öld. Þær nýjustu gefa þeim elstu lítt eftir. Engir höfundar eru þekkir og við vitum lítið um hvenær einstakar sögur vour ritaðar. Sögurnar hafa hins vegar haft mikil áhrif á landsmenn í gegnum aldir og allt til þessa dags. Þær voru mjög útbreiddar og víðast hvar lesnar sem húslestrar og þannig átt drjúgan þátt í sagnamenningu þjóðarinnar um langan aldur. Íslendingasögur tengjast þjóðarímyndinni sterkum böndum. Sem heimildir eru lýsingar á mönnum eitt og lýsingar á húsakosti, vopnum og öðru annað. Sögurnar eru gullnáma um þjóðfræðileg og samfélagsleg málefni fyrri tíma. Vandamálið er hins vegar tímasetningarnar, sem fyrr sagði. Handritið sjálft er ekki góð vísbending, en innihaldið er það hins vegar.

Kirkjumáldagar er formlegar kirkjuheimildir. Elsta er Reykholtsmáldagi (1180). Flestir máldagar hafa glatast, en eru til í afritum frá 17. öld. Þeir eur formleg skjöl um eignir, réttindi og skilyrði kirknanna, ítök, gripi, tíundargreiðslur bæja og gjafir. Til eru á annað hundrað máldagar frá 12. og 13. öld. Auðunnarmálgadi kom t.d. frá Hólum og Wilkinsmáldagi frá Skálholti. Þeir eru ólíkir að mörgu leiti og lúta hvor um sig ákveðinni formfestu. Máldagarnir eru yfirleitt safn máldaga, sem stöðugt hafa verið skrifaðir upp, en eru ekki til í frumútgáfum. Þeir urðu því til á löngum tíma, bætt er inn í fyrri texta og annað strikað út eftir því sem við átti hverju sinni. Flókið er að rekja hvaðan heimild komst inn í kirkjumáldaga og vandasamt er að meta þessar heimildir því mjög svo erfitt er að tímasetja þær. Þá er og erfitt að meta málhefðir eða rithefðir út frá textunum, jafnvel fyrir fræðimenn. Fyrir fornleifafræðinga eru þetta merkar heimildir; upplýsingar um einstaka gripi, jarðir, hvenær þær fóru í eyði, uppruna gripa, sem varðveist hafa, o.s.frv.
Ritheimildir eina sér gefa verið fornleifar, s.s. áletranir, handritin sem fornleifar (einkum gerðfræði þeirra) eða aldurs- og efnagreiningar bleks og skinns. Textar geta og verið fornleifar sem og Diplómasían – gerðfræði strúktúrs textans. Þá geta fornleifar í raun veru textar þar sem túlkunarfræðin ræður ríkjum. En það er nú enn eitt viðfangsefni fræðigreinarinnar.

Upplýsingar fengnar í tíma í HÍ í fornleifafræði hjá Orra Vésteinssyni – 2006.

Þingvellir
Í seinni tíð hefur æ meir verið rætt um mögulega aðkomu fornleifafræðinga að kynningum og leiðsögn um minjastaði, hvort sem um er að ræða óraskaða eða staði sem er verið að rannsaka. Vaxandi áhugi er á meðal fornleifafræðinga að skoða hvort og hvernig er hægt að tengja saman starf þeirra og áhuga almennings á því. Þeir virðast hafa áhuga á að nýta sér hugmyndir og reynslu annarra í þeim efnum.
Við upphaf nútíma ferðamennsku á 17. og 18. öld voru fornleifar eitt af því sem fyrstu ferðamenn til Íslands bjuggust við að sjá. Óskýr greinarmunur var hins vegar á fornleifum og sögustöðum fram á 20. öld. Náttúran er og hefur ávalt verið í fyrsta sæti. Þó voru Þingvellir, vegna sögulegs samhengis, og Snorralaug, eiginlega hin eina sýnilega þekkta fornleif hér á landi, sjálfsagðir viðkomustaðir. Gullfoss og Geysir hafa og haft aðdráttarafl.
Áhyggjur af kaupum ferðamanna á íslenskum forngripum leiddu (ásamt öðru) til stofnunar Forngripasafnsins 1863. Ríkir Bretar komu hingað til lands til laxveiða og áhugi útlendinga á íslenskum forngripum fór vaxandi. “Eptir að Íslendínga sögur verða meir og meir þekktar í útlöndum, geta menn búizt við á hverri stund að menn búi til drama, hvar í Þíngvöllur er “leikflöturinn”. Það var a.m.k. skoðun og réttlæting Sigurðar málara fyrir að framkvæma rannsóknir á Þingvöllum. Hann dró m.a. upp hugmyndir sína um hvernig þinghaldið hafi gengið fyrir sig og aukin áhugi á fornsögunum þrýsti á aðgerðir. Áhugi útlendinga á íslenskri menningu leiddi og til þess að Íslendingar fóru að telja hana einhvers virði sjálfir.
Rannsóknir ferðamanna (fyrir ferðamenn) fóru smám saman að sjá dagsins ljós. Ferðabækur með almennum lýsingum (sérílagi Snorralaug) voru samdar og “Fyrsti vísindatúristinn”, Angus Smith, sem hingað kom til laxveiða í Elliðaánum, gerði rannsókn í Þingnesi 1872. Hann teiknaði m.a. upp svæðið og skrifaði um hvað það sem fyrir augu bar.
Collingwood kom hingað til lands í fylgd Jóns Stefánssonar, “Íslendingsins í London”. Þeir skoðuðu sögustaði, Collingwood dró upp og málaði marga þeirra. Afurðin kom út í bók hans “Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland (1899)”, sem í dag þykir meistaraverk þótt ekki hafi alltaf verið farið rétt með staðreyndir, s.s. meint leiði Kjartans Ólafssonar.
Á 20. öldinni dró úr fornleifarannsóknum, einkum eftir aldamótin 1900. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst smátt og smátt. Íslensk ferðaþjónusta þróaðist fyrst og fremst í kringum kynningu á íslenskri náttúru, en nánast engar sýnilegar fornleifar voru aðgengilegar, auk þess sem lítið var að sjá á sögustöðum. Framan af öldinni takmarkaðist opinberar aðgerðir í menningartengdri ferðaþjónustu við Þingvöll (merkingar á búðum) og Þjóðminjasafnið gaf út “Leiðarvísi 1914”. Guide á ensku var fyrst gefinn út 1960. Fyrstu leiðbeiningarnar miðaðu fyrst og fremst að innlendum ferðamönnum? Áhersla var þó lögð á verndun minja og staða fremur en kynningu. Friðlýsingar voru aðalatriðið og hugmyndafræði verndunar allsráðandi. Sýnilegar minjar hér á landi voru bæði óskýrar og flestum óskiljanlegar – og er það jafnvel fyrir flestum enn þann dag í dag. Liltar sem engar merkingar hafa verið settar upp á sögustöðum og þar hefur yfirleytt ekkert verið að sjá, ekki einu sinni sjoppa.
Þjóðfélagsbreytingar urðu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Batnandi samgöngur innanlands og Íslendingar fóru í auknum mæli að ferðast um eigið land. Ferðafélög urðu algengari, “Árbók FÍ” kom fyrst út 1928 og síðan rit eins og “Landið þitt Ísland” (1966-68). Byggðasöfn voru stofnuð í flestum héruðum. Er bæjartóft á Stöng varð aðdráttarafl eftir uppgröft 1939 var hlífðarþak sett yfir strax um haustið, leiðarvísir var gefinn út 1947 (English summary) og þakið síðan endurnýjað 1957. Þjóðminjasafnið eignaðist gamla torfbæi og torfkirkjur, gerði hvorutvegggja upp og opnaði fyrir almenningi, s.s. Laufás, Glaumbæ, Burstafell, Gröf, Saurbæ og Núpsstað. Leiðarvísar um Hólakirkju var gefinn út 1950, Grafarkirkju 1954 og um bænhús á Núpsstað 1961 (English summary).
Pópúlarísering fornleifafræðinnar fór fram við nýja sýningu Þjóðminjasafnsins, sem opnuð var 1952-54, ritstörf og sjónvarpsþættir Kristjáns Eldjárns vöktu athygli og vaxandi áhugi almennings varð á verndun, einkum gamalla húsa. Fornleifauppgreftir á 8. áratugnum vöktu og eftirtekt, en lítil sem engin tenging var við ferðaþjónustu. Stigvaxandi fagmennska sérstakra leiðsögumanna varð almennt í kynningu náttúrustaða, s.s. við Geysi, Mývatn og á miðhálendinu. Þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli 1967 og áhersla varð á verndun Laxár og Mývatns. Þar varð minjaskráning Helga Hallgrímssonar frumkvæðisverk í fornleifaskráningu og Þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973. Vaxandi útgáfa myndabóka varð á erlendum málum um íslenska náttúru, en eina minjaritið í þeim flokki var bók Björns Þorsteinssonar um Þingvelli (1961, mikið breytt endurútg. 1986). Stangarbærinn var endurgerður við Búrfell 1977 á grundvelli rannsókna Harðar Ágústssonar. Landsvirkjun kostaði og hefur ekið húsið. Rústir í Herjólfsdal voru gerðar sýnilegar ferðamönnum að uppgrefti loknum, en eru nú orðnar hluti af golfvelli þeirra Vestmannaeyinga. Uppgrafnar rústir fyrir 1990 voru almennt ekki gerðar aðgengilegar ferðamönnum eða öðrum en fornleifafræðingum.
Nýjar áherslu urðu eftir 1990. Rústakjallari var gerður í framhaldi af uppgreti og endurgerð Bessastaðastofuá Bessastöðum, þó með takmarkað aðgengi. Vaxandi umræða og meðvitund meðal fornleifafræðinga og safnamanna varð um gildi þess og nauðsyn að kynna minjastaði, en ekki var sýnilegt fjarmagn til þess og lítið frumkvæði og áhugi var meðal ferðaþjónustuaðila, a.m.k. til að byrja með.
Sem dæmi um hugmyndir og aðgerðir síðustu 15 ára má nefna að rústir voru jafnan gerðar sýnilegar að rannsókn lokinni, s.s. Hofstaðir í Garðabæ og Neðri Ás og tilgátuhús voru reist, t.d. Eiríksstaðir og kirkja í Vestmannaeyjum. Sýningar voru í Reykholti, Aðalstræti, Hofstöðum í Garðabæ og kynning á uppgrefti urðu algengir, m.a. með leiðsögumönnum (Gásir, Skriðuklaustur og Aðalstræti). Merking og kynning ógrafinna minja urðu regla og skilti voru sett upp við gönguleiðir og á leiðum hestamanna. Niðurstöður fornleifarannsókna hafa orðið aðgengilegar á veraldarvefnum og kynntar á almennum sýningum. Fastasýning hefur verið sett upp í Þjóðminjasafni og sögusýning í Perlunni, auk landafundasýningar í Þjóðmenningarhúsi. Vaxandi áhersla er og á kynningu (á meðan og á eftir) við hönnun fornleifarannsókna.
Viðhorf stjórnvalda hefur verið að mótast í gegnum “Menningartengda ferðaþjónusta” (tíu ára gamalt lykilhugtak) og þau hafa opinberað vaxandi viðurkenningi á gildi og nauðsyn minjanýtinga. Skýrsla samgönguráðuneytis um menningartengda ferðaþjónustu kom út 2001 þar sem lögð er áhersla á tungumálið og bókmenntir, en minjarnar sjálfar urðu þar afskiptar. Þó er fornleifafræði talin hafa þýðingarmikið (en ómótað) hlutverk í þágu ferðaþjónustunnar hér á landi. Lagt er til að horft verði til tilgátuhúsa og nauðsyn rannsókna þar sem forgangsröðun staða er í fyrirrúmi.
Mörg álitamál eru um þátttöku fornleifafræðinga í tengslum við ferðaþjónustuna. Ættu fornleifafræðingar t.d. yfirhöfuð að skipta sér af ferðaþjónustu? Margir myndu svara því neitandi, m.a. vegna þess að þeir eru ekki sérfræðingar í því – fornleifafræðingar eru ekki skemmtikraftar – aðrir eru betur til þess fallnir, þeir hafa nóg með sína peninga að gera í rannsóknir, þeir bera ábyrgð gagnvart vísindasjóðum sem styrkja rannsóknir og mega ekki sólunda fé og þeir verða að varðveita fræðilegan hreinleika greinarinnar. Aðrir eru jákvæðir og telja að fornleifafræðingum beri siðferðileg skylda til að veita almenningi (þ.m.t. ferðamönnum) aðgang að rannsóknum sínum og rannsóknaniðurstöðum, rannsóknafé komi (eftir ýmsum leiðum) úr vasa almennings, vísindi séu skemmtileg og vísindamenn þar með skemmtikraftar, það gæti haft jákvæð áhrif á rannsóknarstarf – skerpir sýn á hvað er áhugavert og mikilvægt – og gæti verið grundvöllur áframhaldandi og aukins stuðnings við fornleifarannsóknir. Þar þurfi ekki síst að koma til beinn stuðningur ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan og fornleifarannsóknir hafa ólíkar þarfir. Ferðaþjónusta vill t.a.m. svör við spurningum sem ferðamenn hafa (Ingólfur og Leifur heppni), hún vill skýrar línur og einfaldanir – engar vífilengjur eða varnagla, geta sýnt skiljanlegar fornleifar og telur að endurgerðir séu betri en óskiljanlegar rústir. Þá séu leikarar betri en tafsandi prófessorar. Fornleifafræðingar vilja helst ekki segja neitt sem þeir geta ekki staðið við og þeir vilja ekki fjalla um fyrirbæri sem ekki eru fornleifafræðileg (Ingólfur og Leifur heppni). Þeir geta og vilja miðla flóknum hugmyndum og sýna fornleifar eins og þær eru (brotakenndar og óskiljanlegar).
Hægt væri að fara bil beggja. Millileiðir eru til þar sem bæði krefjandi og skemmtilegt væri að finna aðferðir til að miðla raunverulegum rannóknarniðurstöðum sem samt nýtast ferðaþjónustu. Þar þarf gæði að vera grundvallarhugtak. Gæði rannsókna og miðlunar geta þó vel farið saman og hluti gæðanna gæti falist í því hvernig rannsóknin nýtist til kynningar og fyrir ferðaþjónustu. Gæði myndi aukast meðal ferðamanna og þekking þeirra á menningu og sögu aukast. Ferðamaður sem ekkert veit getur sætt sig við og haft gaman af lélegri/ósannri kynningu, en vel upplýstum ferðamanni er misboðið með lélegri/ósannri kynningu. Gæði ferðaþjónustu hlýtur að felast í metnaði Íslendinga til að bjóða upp á vandaða afþreyingu fyrir ferðamenn. Þá verður ábyrgð ferðaþjónustu í menntun þjóðarinnar/erlendra ferðamanna að teljast einhver. Ferðalag er menntun og því hlýtur fræðlsan að vera praktísk álitamál. Mest nauðsyn að mennta ferðamenn áður en þeir koma á staðinn? Margvísleg form miðlunar eru fyrir hendi, s.s. heimasíður sérstaklega ætlaðar ferðamönnum, almennar heimasíður, fræðirit fyrir almenning. kennsla í grunn- og framhaldsskólum, námsefni, námsferðir og sýningar. Kannski að framangreint geti orðið aðalvettvangur einhverra fornleifafræðinga í framtíðinni?
Praktísk álitamál lúta einnig að uppgrefti. Meta þarf hvernig aðgangur að uppgrefti eigi að vera á meðan á honum stendur. Ferðamenn eiga að geta horft á uppgröftin, geta etv lesið á skilti, og ferðamenn eiga að geta fengið leiðsögn og aðra þjónustu (salerni, bílastæði, póstkort, pulsa og kók) á vettvangi. Ganga þarf þannig frá uppgraftarstað að gestir geti séð hvað þar var – og að hægt verði að nýta staðinn í ferðaþjónustu. Tyrfa þarf yfir svo útlínur sjáist. Leysa þarf vandamál við aðgengi, koma í veg fyrir troðning og skemmdir á fornleifum og eða truflun á rannsókn svo eitthvað sé nefnt. Þá þarf að gera ráð fyrir kostnaði er af kann að hljótast svo undirbúa megi og veita góða þjónustu.
Ljóst er að fornleifafræðingar eða sérstakir leiðsögumenn munu í framtíðinni koma að kynningum og leiðbeiningum til áhugasamra ferðamanna starfa sinna vegna. Þeir búa yfir mikilli þekkingu á viðfangsefninu og gat nýtt sér það, bæði til að efla þekkingu annarra á störfum þeirra og ekki síður til að fá viðbrögð fólks á þeim. Hvorutveggja gæti orðið greininni til framdráttar.
Það hefur jafnan verið haft á orði að ef heimamenn hafa ekki áhuga á sögu sinni og minjum geta þeir varla ætlast til að aðrir hafi það.

Byggt á yfirliti Orra Vésteinssonar við kennslu í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Lónakot

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Þorbjarnarstöðum:

Þorbjarnarstaðir
HafnarfjörðurÞorbjarnarstaðir voru ein af svokölluðum Hraunjörðum en það voru þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum.
Elsta heimild um Þorbjarnarstaði var frá 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs en þá var jörðin í eyði, þannig hún hefur verið í byggð eitthvað fyrir þann tíma.9 Næst var sagt frá Þorbjarnarstöðum í fógetareikningum frá 1547-48 en þá var jörðin komin aftur í byggð: „Jtem met Torbernestdom j legeko. Xij for. Landskyldt iiij vetter fiske. ij lege iij vether fiske dt. oc ij landskyld iij vether fiske dt. summa iije tals.“
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að jarðardýrleiki Þorbjarnarstaða hafi verið óviss og jörðin hafi verið í konungseigu. Jörðin var þá með selstöð sem nefndist Gjásel (2679-16) en þar voru hagar góðir en vatns slæmt. Sagt var að túnrista og stunga hafi verið í slakara lagi á Þorbjarnarstöðum og ekki nægileg en fjörugrastekja var góð og nægjanleg fyrir heimilismenn. Heimræði var árið í kring og lending góð en þó mjög erfitt að setja skip upp, þó hafi skip ábúenda siglt eftir hentugleika allt árið í kring.
Í jarðatali Johnsen frá 1847 var jörðinni gefið númerið 166, dýrleiki hennar var 12 ½ hndr. landskuldin 0.75 kúgildin 2 og ábúandi einn, sem einnig var eigandi.
Árið 1869 fluttist Ólafur Jónsson að Þorbjarnarstöðum og bjó þar til 1881. Valgarður L. Jónsson ritaði grein um Ólaf í Íslendingaþáttum Tímans: „[…] Það mun hafa verið árið 1869, sem Ólafur byrjar búskap, þá 31 árs gamall, sem leiguliði á jörðinni Þorbjarnarstaðir í Straumsvík við Hafnarfjör, þar býr hann í 12 ár, sem leiguliði.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Satt best að segja átta ég mig ekki hvernig hægt er að kalla þetta jörð eða grasbýli, þarna er allt umhverfi svart brunahraun. En Ólafur vann það þrekvirki að græða upp túnblett úr brunaurðinni. Hann tíndi stærsta grjótið úr og hlóð úr því varnargarð umhverfist túnið, sem enn stendur að nokkru, svo vel hefur verið til verksins vandað. Síðan mylur hann hraunnibburnar með sleggju og breiðir mold yfir og fær hinn besta töðuvöll. Þarna var handaflið eitt að verki, við getum rétt ímyndað okkur þrældóminn. Þarna reisti hann hús að grunni og gerði hinar ótrúlegustu umbætur, sem jarðeigandinn kunni vel að meta, það sýndu ýmsir góðir munir sem hann gaf Ólafi, sem þakklætisvott, ég man t.d. eftir Vínstaupinu úr púra silfri og upphafsstafirnir hans faglega á það grafnir.“

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – túnakort 1918.

Á túnakorti af Þorbjarnarstöðum frá 1919 var sagt að túnin á Þorbjarnarstöðum hafi verið slétt og holótt 1,4 teigar og kálgarðar um 500m2 en kálgarðar Þorbjarnarstaða eru enn vel greinanlegir í dag.
Byggð virðist hafa verið nokkuð samfelld á Þorbjarnarstöðum frá 1703 til 1920 en samkvæmt manntölum þá bjuggu þar mest 19 manns árið 1709 en minnst bjuggu þar 3 manns árið 1920, að undanskildu árinu 1890 þegar enginn var skráður að Þorbjarnarstöðum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðarker.

Ætla má að þær minjar sem eru hvað mest áberandi á Þorbjarnarstöðum sé komnar frá honum Ólafi en búast má við því að jörðin geymi enn eldri minjar þar sem jörðin hefur verið í byggð í hið minnsta frá 14. öld.
Minjarnar við Þorbjarnarstaði tengjast flestar búskap á svæðinu, þ.e. ýmsar útihúsatóftir, matjurtagarðar, gerði og garðlög. Aðrar minjar sem tengjast Þorbjarnarstöðum er einnig að finna í hrauninu í kringum bæjarstæðið, þar má nefna Þorbjarnarstaðarétt, ýmsar vörður sem eru þá bæði kennimörk og eyktarmörk. Norðaustan við bæjarstæðið er að finna steyptan grunn af sumarbústað sem var rifinn um það leiti sem álverið í Straumsvík var byggt. Finna má tvo aðra grunna til viðbótar fast sunnan við Reykjanesbrautina.

Péturskot

Péturskot – útihús.

Norðan við bæjarstæðið og í landi Þorbjarnarstaða og fast sunnan við Reykjanesbrautina má sjá leifar þurrabúðarinnar Péturskots. Bæjarstæði Péturskots hefur þó orðið fyrir miklu raksi vegna Reykjanesbrautarinnar. Finna má lýsingu á Péturskoti í Örnefnaskrá: „ […] Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það. Háatún nefndist nokkur hluti túnsins sunnan bæjarins og ofan, oftast þá nefnt Fagrivöllur. Kotið var oft í spaugi nefnt Hosiló, en það festist aldrei við sem örnefni. Austan við túnið var matjurtagarður. Þar eru nú sumarbústaðir. Þessi garður tilheyrði Litla-Lambhaga, en einnig var kálgarður í Péturskotstúni.“
Tvö sel frá Þorbjarnarstöðum voru skráð, Fornasel og Gjásel. Sagt var frá þeim í Örnefnaskrá: „ […] Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið.
Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar“. „[…] Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stóð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög.“
Árið 2001 gerði Fornleifafræðistofan fornleifarannsókn á Fornaseli og var markmið rannsóknarinnar að ná viðarkolum eða húsdýrabeinum til geislakols aldursgreinar og til að kanna í hvaða ástandi minjarnar að Fornaseli voru.17 Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að allt benti til þess að haft hafi verið í seli að Fornaseli frá því um 1600 og fram á 19. öld. Rannsóknin gaf einnig í ljós að tóftir (2679-10) og (2679-8) voru mannabústaðir, tóft gæti hafa verið það en rýmið sem var rannsakað í henni var að öllum líkindum búr eða eldhús.

Straumur

Straumur

Straumur – túbakort 1918.

Straumur var einnig ein af Hraunjörðunum, þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1836-1839.

Jarðarinnar var fyrst getið í fógetareikningum frá 1547-1548 og þar sagði: „Item met Ström j legeko. xiij for. Landskyldt iij vetter fiske. ij lege vj förenger smör dt. oc ij landskyldt iij vetter fiske dt. Thet er jc xxx fiske.“

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Næst var getið um Straum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar var sagt að jarðardýrleikinn hafi verið óviss, að jörðin var í konungseign og að ábúandi var Hans Ólafsson. Kúgildin voru þrjú og landskuldin var 75 álnir. Jörðin átti selstöð þar sem hét Straumsel en þar voru hagar slæmir og vandræði af vatnsskorti þegar það voru þurrkar. Torfrista og stunga voru í skárra lagi og jörðin notaði skóg í almenningi til kolagerðar og eldiviðar. Heimræði var allt árið í kring, lending góð og skip ábúendans réru eftir hentugleika. Lambhúsgerði var þá eyðihjáleiga á jörðinni sem hafði verið í eyði eins lengi og menn mundu og ekki var talið að þar yrði búið aftur vegna þess að bóndinn á Straumi gat ekki komið túninu þar í lag án þess að það kæmi niður á hans eigin túni.

Straumssel

Í Straumsseli.

Í Jarðatali Johnsens frá 1847 var jörðinni gefið númerið 165, jörðin var þá í bændaeign, dýrleikinn var 12 ½ hndr., landskuldin 0.75, tvö kúgildi, einn ábúandi og var hann eigandi jarðarinnar.
Samkvæmt Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar voru landamerki fyrir jörðina Straum: „Landamerki milli Straums og Óttarsstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól í Gvendarbrunn frá Gvendarbrunni í Mjósundsvörðu, frá Mjósundsvörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.
Á Klofaklett er klappað Ótta Str. og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyjólfshól, á þennan Markastein er klappað Ótta Str. Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Á hliðina milli Straums og Þorbjarnarstaða byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu, úr Tóu beint í Vestari-Tobbukletta yfir miðjum Jónshöfða og í vörðu vestarlega á há-Hafurbjarnarholtinu og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra-Steins og Fjárskjólskletts í vörðu á há-Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til Krísivíkurland tekur við. (Undirritað í Straumi 31. maí 1890).

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Merkustu minjarnar sem tengdust Straumi voru án efa minjasvæðið við Straumssel. Þar var haft í seli a.m.k. síðan 1703,24 líklega mun fyrr, og svo var byggður þar bær um miðja 19. öldina. Bæði leifar bæjarins og selsins eru mjög heillegar. Í Örnefnaskrá segir: „Þá er skammt í Straumssel, sem er eitt merkasta selið hér um slóðir, því þar var búið 15 til 20 ár um miðja öldina, sem leið. Selstætturnar eru í Straumsselstúni. Þarna stóð bær fram á þessa öld, sem Tjörvi lét reisa, en ekki var þar stöðug búseta, því að bærinn brann.“
Einungis voru skráðir ábúendur í Straumsseli í manntali árið 1860, þá bjuggu þar Sveinn Gíslason og Þórdís

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri – eldhús.

Óttarsstaðir töldust einnig til hinna svokölluðu Hraunjarða, þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru svo seldar á árunum 1837-1839.
Elsta heimild um Óttarsstaði er frá árinu 1379 og var vitnisburður Kára Þorgilssonar og tveggja annara manna um máldaga og reka kirkjunnar í Viðey frá Kolbeinsskor og inn að Hraunnessvötnum á milli Hvassahrauns og Óttarstaða: „Svo felldann vittnisburd bervm vier kare þorgilsson, jon oddzson oc olafur kodransson, at vier hofvm heyrt lesin maldagann j videy advr en kirkiann brann, oc firnefndur olafur kodransson las hann sialfur, at kirkiann j videy ætti fiordv hvroia vætt vr hval hvar m land kæme fra kolbeinsskor oc in at hravnnes vottvm j millvm hvassaravns oc ottastada nema kæme æ kalfatiarnar reka þeim frateknvm j millvm markkeltz oc nyia garda. hier epter villivm vier sveria ef þvrfa þycker. anno domini Պ iijc. lxxix ar.“

Einnig var sagt frá Óttarsstöðum í bréfi frá 9. september 1447 en þar var bréf um jarðaskipti Einars Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey fyrir hönd klaustursins. Einar mun hafa keypt jarðir í Húnaþingi og selt jarðir á Vatnsleysuströnd til Viðeyjarklausturs og 10/100 í Óttarsstöðum.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – túnakort 1919.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1073 var sagt að jarðardýrleiki Óttarsstaða hafi verið óviss og að jörðin hafi verið í konungseign. Landskuldin var 500 álnir sem greiddist með sex vættum og tveimur fjórðungum fiska í kaupstað síðan leiga var hafin en áður greiddist hún til Bessastaða. Ábúandinn, Guðmundur Guðmundsson, lagði við til húsbóta. Kúgildi jarðarinnar voru þrjú og greiddust leigur í smjöri heim til Bessastaða eða með fiski í kaupstað, ábúandinn uppyngdi kúgildin sjálfur. Útigangur var í betra lagi, ef ekki var um hörkuvetur að ræða, kvikfénaður var fimm kýr og einn hestur. Túnið gat fóðrað fimm kýr en hafði verið í órækt og var úr sér gengið. Heimilsmenn voru átta og sóttu þeir sér skóg til kolagerðar og eldiviðar í almenning greiðslulaust. Lyngrif var nýtanlegt, aðallega til eldkveikju, lítil rekavon, sölvafjaran nægði heimilsfólki og hrognkelstekja í lónum var vel nýtt. Heimræði var á Óttarsstöðum árið um kring og var lendingin í meðallagi. Jörðin átti tvær selstöður, eina í almenningi þar sem hagar voru góðir en það gat orðið vatnslaust á þurrum sumrum, hina í Lónakotslandi á móts við uppsátrið sem Lónakotsmenn fengu að nota í landi Óttarsstaða.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri – meintur kirkjugarður fremst.

Búfénaður fórst oft í gjám í hrauninu, sérstaklega á veturna þegar snjór lá yfir hrauninu.
Torfstunga var svo gott sem engin til heyja, þaks og húsa. Tvær hjáleigur voru á Óttarsstöðum, báðar ónafngreindar í Jarðabókinni, önnur um sextíu ára gömul þegar Jarðabókin var skrifuð en hin eldri en elstu menn mundu.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 fékk jörðin númerið 163 (Óttarsstaðakot 164) og var jörðin í bændaeign. Dýrleikinn var 20 ⅙, landskuldin 1.5, kúgildin 3 og ábúendur voru 1 eigandi og 1 leiguliði.
Þær minjar sem skráðar voru sem helst tengjast Óttarsstöðum voru án efa Óttarsstaðasel og Lónakotssel, en Óttarsstaðir voru með selstöðu í Lónakotslandi á móts við uppsátur sem Lónakot var með í Óttarsstaðalandi og fjallað verður um Lónakotssel í næsta kafla. Í Örnefnaskrá segir: „ […] blasir þá við Óttarsstaðasel. Þar endar Skógargatan. Rústir eru eftir tvö sel, þrjár byggingar í hvoru.32 Snúa dyr í austur og vestur. Gríðarmikið graslendi er hjá selinu. Vestan við túnið er hæð og vestan í henni gríðarstór hellir. Hefur sýnilega ver reft yfir þetta skjól og það þá verið hið bezta fjárskýli. Efst í túninu er klapparkler með vatni, á annan metra að dýpt.
Vatnið þornar mikið upp á sumrin og verður tómt grugg í þurrkum. En vestan í smáhæð vestast í túninu er hola í klöpp og í henni mikið vatn og tært, sem aldrei þornar. Við holuna lá alltaf flaska í gamla daga, til þess að ferðamenn gætu fengið sér vatnssopa.
Í suður frá selinu sér í op á miklum hraunbás. Þar er ævagömul rétt, sem stendur óhögguð enn í dag. Réttin stendur á klöpp og eru veggir hlaðnir frá hvorum kersbarmi og allrúmgott, þegar inn er komið. Sennilega hefur verið haft þar fé á nóttunni.“

Lónakot

Lónakot

Lónakot – túnakort 1917.

Lónakot var einnig ein af hinum svonefndu Hraunjörðum, þær jarðir sem voru innan bæjarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru allar í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru svo seldar á árunum 1837-1839.
Elsta heimildin um Lónakot var í fógetareikningum frá 1547-1548 og þar sagði: „Item met Lonakot en legeko. landskyld iij vetter fiske oc ij lege en vet fiske d.t. oc ij landskyldt iij vether fiske dt. thet er jc lxxx fiske.“ Lónakot kom fram í öllum fógetareikningum frá 1547-1553.

Lónakot

Lónakot – bærinn.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að dýrleiki Lónakots hafi verið óviss, því jörðin tíundaðist engum, og jörðin var í konungseign. Landskuldin var xl álnir sem voru borgaðar með átta tunnum af kolum heim til Bessastaða allt til þess að Andres Ívarsson varð umboðsmaður á Bessastöðum, þá kvartaði ábúandinn, Sigurður Oddleifsson, um að skógurinn í almenningnum væri svo foreyddur að hann treysti sér ekki til þess að safna kolviði til landskuldargjaldsins. Eftir það var landskuldin greidd með tveim vættum fiska í kaupstað. Kvikfénaður var þá tvær kýr, tvær kvígur mylkar, ein tvívetra, hin þrívetra, tólf ær, fimm sauðir veturgamlir, sjö lömb, einn hestur og eitt hross. Túnin gátu fóðrað þrjár kýr og heimilsmenn voru fimm. Jörðin átti selstöðu í eigin landi, Lónakotssel, og voru hagar þar góðir en stórt mein af vatnsskorti þegar það var þurrkur. Jörðin notaði rifhrís til kolagerðar og eldiviðar og jafnvel til að fóðra nautgripi um vetur, torfrista og stunga var í lakasta lagi og varla nýtanleg, lyngrif var n

Lónakotssel

Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.

okkurt og var notað til eldiviðar og stundum til að fóðra sauðfé í heyskorti. Fjörugrastekja var nægileg heimilismönnum, rekavon var lítil, sölvafjaran hjálpleg, hrognkelsfjaran gagnleg en skelfiskfjara naumleg og erfiðsöm til beitu. Ekki var heimræði á Lónakoti því engin almennileg lending var á jörðinni og hafði ábúandinn skipsuppsátur á Óttarsstöðum.

Í Jarðatali J. Johnsen frá 1847 fékk Lónakot númerið 162 og var í bændaeign. Dýrleiki jarðarinnar var 10, landskuld var 0.4, kúgildið 1 og ábúendur einn eigandi.
Árið 1966 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nýta sér forkaupsrétt á öllum lóðum og fasteignum í Hafnarfirði vestan Krýsuvíkurvegar og var jörðin Lónakot þar á meðal.
Helstu minjarnar sem skráðar voru og tengjast Lónakoti voru án efa Lónakotssel. Þar höfðu Óttarsstaðamenn einnig í seli á móts við uppsátur Lónakotsmanna á Óttarsstaðalandi. Í Örnefnaskrá segir: „[…] Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði [innskot: það fannst ekki] í flagi og þraut oftast í þurrkatíð“.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 – Þorbjarnarstaðir. https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-X-Hraunjardir-sunnan-Reykjanesbrautar.pdf

Markhella

Markhella – áletrun.

Kaldársel

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Kaldárseli:

Kaldársel
KaldárselKaldársel var við Kaldá og var selstaða frá prestsetrinu á Görðum og tilheyrði Garðakirkjulandi. Elsta heimildin um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703: „Selstöðu á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott.“10 Í ferðabók sinni sagði Sveinn Pálsson frá seli sem Markús Magnússon prófastur í görðum hafði 1791 og líklega er um Kaldársel að ræða: „Þarna í grenndinni hefur Markús prófastur í seli og hyggst einnig héðan í frá hafa allt fé sitt þar á vetrum og láta tvo menn gæta þess þar. Í þessu skyni hefur hann látið bera þar saman 100 hesta hey, sem slegið er þar efra, svo hægt sé að gefa fé, ef svo verður hart í ári, að tekur fyrir beit. Auk þessa hefur þessi dugnaðar bóndi látið gera nokkrar fjárborgir úr grjóti þar í grennd. Þetta eru eins konar fjárhús, kringlótt og keilulaga og hlaðin þannig saman, að engin spýta er í þeim. Hver þeirra rúmar um 50 fjár.“
KaldárselÍ lok 19. aldar nýttu Hvaleyrarbændur Kaldársel sem selstöðu og leigðu þá selstöðuna af Garðakirkju. Árið 1842 keypti Jón Hjörtsson Hvaleyri og allar hjáleigur jarðarinnar. Jón og Þórunn Sigurðardóttir, kona hans, voru með selstöðu í Kaldárseli á þeim tíma sem þau bjuggu á Hvaleyri og höfðu þau sjálf umsjón með selinu og voru þar stóran hluta úr sumrinu. Selfarir lögðust niður í Kaldárseli eftir að Jón lést árið 1866.
Næst var getið Kaldársels árið 1867 og var þá heilsárs byggð þar. Þá bjó í Kaldárseli Jón Jónsson, kona hans og tvö börn. Líklegast bjó Jón í Kaldárseli í tvö ár og var hann skrifaður þurrabúðarmaður á meðan. Við brottför þeirra úr Kaldárseli lagðist búskapur þar niður í nokkur ár. Árið 1876 voru þrír skráðir til heimilis í Kaldárseli. Það var Þorsteinn Þorsteinsson bóndi,en hann var ókvæntur og barnlaus, með honum var ráðskona og tökubarn. Þorsteinn bjó í Kaldárseli í tíu ár og voru heimilismenn allt frá honum einum upp í sex. Aðalbústofn Þorsteins var sauðfé en einnig hafði hann eitt til tvö hross. Fé hans hafði nokkra sérstöðu því það var nánast allt ferhyrnt, sem hafði einnig þann eiginleika að vera harðgert og þolið beitarfé.

Kaldársel

Í tóftum Kaldársels 1934.

Þorsteinn var í Kaldárseli fram til dauðadags 1866 og við andlát hans lauk fastri búsetu þar og voru þau mannvirki sem enn stóðu í Kaldárseli líklega eftir hann. Ólafur Þorvaldsson lýsti húsakostinum í Kaldárseli í bók sinni Áður en fífan fýkur: „Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð, og voru baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Allar voru tætturnar vel hlaðnar úr sléttum, en nokkuð þykkum brunahellum og hvergi mold né torf á milli, svo sem venja var til um flestar byggingar þess tíma.“
Danski fornleifafræðingurinn Daniel Bruun var á ferðinni um Kaldársel rétt fyrir aldamótin 1900 og lýsti hann rústunum: „Þar eru nokkrar tóttir bæði af bæjar- og útihúsum, og nokkur fjárskýli bæði opin og lokuð. Sérstaklega ber að geta þar um tvær fjárborgir […] einnig eru þar fjárréttir og loks fjárskjól í hellum í hrauninu. Hjá bæjarhúsunum er fjárhús og hésthús en ekkert fjós.“

Kaldársel

Kaldársel m.t.t. staðsetningar fyrrum – tilgáta ÓSÁ.

Skömmu eftir andlát Þorsteins voru öll húsin í Kaldárseli rifin fyrir utan baðstofuna en hún stóð þar til um aldamótin 1900 og var notuð sem afdrep fyrir fjármenn Setbergsbænda sem ráku fé sitt á þessum slóðum og Krýsvíkinga sem áttu leið þar um á ferðum sínum til og frá Hafnarfirði. Haustleitarmenn Grindavíkurhrepps nýttu sér einnig baðstofuna sem og hinir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem leið áttu til Krýsuvíkur. Um 1906 var aftur gerð tilraun til búskapar í Kaldárseli og var það ungur Hafnfirðingur, Kristmundur Þorláksson, sem gerði þá tilraun. Hann byggði yfir gömlu baðstofutóftina og nýtti sem heyhlöðu og byggði þar fjárhús. Hann hafði lömbin á húsi en ærnar við hella norður af Kaldárseli. Tilraun Kristmundar entist þó einungis í einn vetur en löng ganga milli Hafnarfjarðar og Kaldársels, músétin lömb og að honum bauðst vist hjá bóndanum á Hvassahrauni þar sem hann gat tekið fé sitt með sér voru ástæður þess að búskapurinn entist ekki lengur en raun ber vitni. Kristmundur var síðasti bóndinn í Kaldárseli.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg; ljósmynd Daniels Bruun.

Árið 1912 keypti Hafnarfjörður mikið land af Garðakirkju og var Kaldársel þar á meðal. Vatnsskortur var farinn að láta á sér bera í Hafnarfirði og því voru umbætur gerðar árið 1918.
Ákveðið var að flytja hluta vatnsmagns Kaldár í ofanjarðar tréstokk og sleppa því í suðurhorn Sléttuhlíðar. Stokkurinn var um 1.5km á lengd. Vatnið fann sér þaðan leiða neðanjarðar að Lækjarbotnum þar sem vatnsveita Hafnfirðinga var.

Kaldársel

Kaldársel – Gamla þjóðleiðin.

Skiluðu þessar umbætur nægjanlegum vatnsbirgðum til Hafnfirðinga. Árin 1949 – 1953 var ráðist í umbætur á vatnsleiðslunni frá Kaldá, gerð var neðanjarðarleiðsla sem náði frá Kaldá og alla leið til Hafnarfjarðar. Árið 1955 var byggð lögrétt í Kaldárseli fyrir Hafnarfjarðarbæ, Garða- og Bessastaðahrepp. Árið 1925 byggðu félögin K.F.U.M. og K. bæði í Reykjavík og Hafnarfirði hús til sumardvalar barna.17 Börnin voru flest á aldrinum 8 – 10 ára. Í Vísi 28. júlí 1929 lýsti Sigurbjörn Á. Gíslason dagsferð í Kaldársel. Hann lýsti meðal annars húsakynnum K.F.U.M.: „Í skálanum eru 2 smáherbergi, eldhús og svefnstofa, og eitt stórt, þar eru 24 rúm, þrísett upp á við og 2 langborð í miðju, til að matast við. Félögin nota skálann sumpart handa sjálfum sér að sumarbústað og sumpart þó eða einkanlega nú sem drengjabústað. Drengirnir voru í þetta sinn flestir 8 til 10 ára gamlir, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði.“

Kaldársel

Kaldársel um 1932. Leifar Gamla Kaldárssels staðsett framan við nýrri bygginuna.

K.F.U.M. og K. er enn með starfsemi í Kaldárseli þótt húsið sé mikið breytt frá lýsingu Sigurbjörns.
Tóftir Kaldársels standa nú um tæplega 10m vestan við hús K.F.U.M. og K. og er heimreiðin að húsinu alveg upp við þær. Ekki má ráðast í nokkurskonar framkvæmdir sem hafa jarðrask í för með sér án leyfist Minjastofnunar Íslands og í raun ætti að fara með einstakri varúð við allar framkvæmdir við Kaldársel en minjarnar eru friðlýstar og eru þess vegna 100 metra friðhelgað svæði í kringum sig. Fleiri friðlýstar minjar eru á svæðinu, t.a.m. fjárborgarrústir sem liggja á hæð um 280m NVN við Kaldársel.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Töluvert af minjum voru skráðar við Hvaleyrarvatn og tengjast þær flestar seljabúskapi á svæðinu. Þar af er helst að nefna Hvaleyrarsel en það stóð þar sem nú er frekar hár grasivaxinn hóll við sunnanvert vatnið og tvístrast göngustígurinn sem liggur um vatnið og liggur sitthvorumegin við hólinn. Þar mótaði fyrir að minnsta kosti þrem tóftum. Miðju tóftin hefur verið aðal húsið í þyrpingunni og hin tvö mögulega verið búr og skemma.
Hvaleyri var líklega með selstöðu við Hvaleyrarvatn frá upphafi og er jörðin að öllum líkindum elsta bújörð Hafnarfjarðar og hafa fundist minjar frá því í kringum árið 900 á henni.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Að vísu leiddi Sigurður Skúlason líkur að því að Hvaleyrarsel hafi verið við Kaldá og nafnið breyst í Kaldársel20 en það er að öllum líkindum ekki rétt enda er Kaldársel innan afréttar Garðakirkjulands og var Hvaleyrarvatn mun nær bújörð Hvaleyrar. Seljabúskapur í Hvaleyrarseli lagðist niður í kringum 1870 og segir sagan að það hafi gerst eftir að selstúlkan fannst látin við vatnið og talið var að nykur (2662-111) hafði orðið henni að bana: „Selstöðu átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir haft í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar jafnan selstúlku og smala. Annaðist selstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur heim á stöðul, lætur selstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið var þar í kring eftir hringmyndaða hófa stóra.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð felmtrisleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðist við skjótt og lík selstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Uppfrá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.“
Jón og Þórunn, sem nefnd voru í sögunni, bjuggu á Hvaleyri frá 1864-1868.
Um 200 metrum austan við Hvaleyrarsel á grasivöxnum bakka í skógarjaðrinum má sjá móta fyrir ógreinilegum tóftum Ássels og rúmlega 450 metrum norð-austan við þær inn á milli trjánna við göngustíg er að finna tóftir Jófríðarstaðasels. Eftir að Hvaleyri hætti seljabúskap við Hvaleyrarvatn skiptu Ás og Jófríðarstaðir með sér landinu við vatnið.

Undirhlíðar

Breiðdalur

Breiðdalur.

Minna var um minjar við Undirhlíðar, enda svæðið að mestu úfið hraun og langt frá byggð. Þó er töluvert um leiðir og stíga á svæðinu. Tvennar þjóðleiðir liggja sitthvorumegin við hlíðarnar, þ.e. Undirhlíðavegur við norðurhliðina og Dalaleið við suðurhlíðina, báðar ganga þær frá Krýsuvík að Kaldárseli. Undirhlíðarvegur var sá vegur sem var mest farinn þegar farið var með hesta til eða frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur. Frá Kaldárseli „[…] lá leiðin yfir smáhraunbelti, unz komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víða allsæmilegur, moldar- og melagötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, eða nokkru sunnar en Stórihríshvammur, er farið yfir mel úr rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnsskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn. Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestum, gert að, sem kallað var, stundum kippt ofan, einkum ef lest var ekki þung. […]“

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.

Dalaleiðin var sjaldnar farin, þá helst að vetri til, en var samt stysta og beinasta leiðin. Hún var þó talin sú hægasta og gat verið hættuleg: „Þessa leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar væru tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrufyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávallt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vera á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en vetrarsólhvörf. […] Á þessari leið gátu ísar verið ótryggðir víðar en á Kleifarvatni, sem síðar mun að vikið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Hellan.

Á öðrum árstíðum, þegar menn hefðu gjarnan viljað fara þessa leið með hesta, gat það dottið í Kleifarvatn að banna ferðir manna, svo að árum skipti. Þar kemur leyndardómur Kleifarvatns til sögunnar. Kleifarvatn hefur frá ómunatíð verið mjög breytilegt að vatnsmagni. Það er háð eins konar flóði og fjöru, útfalli og aðfalli, – en þetta gerðist ekki allt á einum sólarhring. Annað fallið tekur, eftir reynslu margra kynslóða, hvorki meira né minna en 12 – 20 ár, getur verið nokkuð breytilegt til eða frá. […] Upp úr norðurbotni Breiðdals er farið yfir allbratt melhaft, og þegar norður af því kemur, er komið í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og má svo heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið – Slysadal. Það nafn mun þessi dalur hafa fengið á síðari helmingi nítjándu aldar, eftir að vinnumaður frá Krísuvík missti þar ofan um ís þrjá hesta, sem allir fórust.
Í öllum þessum dölum er að vísu allmikið vatn á vetrum, sem svo leggur í frostum, og ættu þeir því ekki að vera hættulegri yfirferðar en Kleifarvatn. […] En svo er háttað, að nyrzt á Slysadal, þar sem hann er gróinn sem tún væri, eru jarðföll nokkur, sem sennilega hafa myndast þar, sem vatn hefur hlaupið í jörð á vorin. Jarðföll þessi eru að vísu ekki djúp, 2-4m, en nógu djúp til þess, að þegar vatn er og ísar yfir öllu, er í þeim meira vatn en svo, að hesta nái niðri, ef ofan í lenda.“

Gvendarsel

Gvendarsel í Gvendarselshæðum ofan Kaldársels.

Í sprunginni hæð, sem nefnist Gvendarselshæð, sem gengur í norðaustur út frá Undirhlíðum í átt að Helgafelli er að finna leifar Gvendarsels en þar var haft í seli á 19. öld. Sagt var að þar hafi verið svo þykkur rjómi á trogum að haldið hafi uppi vænni silfurskeið.26 Þar eru leifar fjögurra mannvirka, þrír stekkir og ein tóft sem var túlkuð sem búr. Ekkert íveruhús fannst á staðnum en selið er, eins og áður segir, í og við sprungur í hlíðinni og getur vel verið að þær hafi verið nýttar og þá mögulega einungis tjaldað yfir eða í þeim.
Sunnan við Undirhlíðar liggur Skúlatúnshraun, nefnt eftir um 1.3 hektara grashól sem stendur upp úr hrauninu. Árið 1902 heyrði Brynjúlfur Jónsson sagnir af Skúlatúni og taldi víst að þar væri búið að draga saman nafnið Skúlastaðatún. Brynjúlfur var búinn að vera að leita að bæjarstæði Skúlastaða en Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, á að hafa numið land á milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt og á að hafa búið á Skúlastöðum. Fannst Brynjólfi líklegt að Skúlastaðir hafi staðið þarna og að nafnið Skúlatún hafi komið til eftir að hraun flæddi yfir bæinn og landareignina alla. Hann kom til Skúlatúns árið 1907: „[…]Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti ég trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleyfum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmeginn þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvesta-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upphaflega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var í þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum.

Gvendarselshæð

Gvendarselshæð – stekkur.

Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér gefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið Skúlatún, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“
Brynjúlfur vissi þó ekki að Skúlatúnshraun rann um 900 árum áður en talið er að land var numið og auk þess er staðsetninging ósennileg, ef Ásbjörn á að hafa numið land á Álftanesi öllu væri mun líklegra að bærinn hafi staðið við sjó og þar sem vatnsból væri gott. Engin ummerki um mannvistarleifar fundust við vettvangsathugun. Staðsetning Skúlastaða er þá enn óþekkt en ein kenningin er að landnámsbærinn hafi staðið þar sem seinna byggðust Garðar eða Bessastaðir.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 – Kaldársel. https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-IX-Kalda%CC%81rsel-og-na%CC%81grenni.pdf

Kaldárssel

Kaldárssel – fjárhellar.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Krýsuvík:

Krýsuvík
KrýsuvíkElstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík.
Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar tóftir innan um hraunið sem rann yfir þær um 1151.
Ein kenningin er að eftir að Ögmundarhraun rann yfir Gömlu-Krýsuvík hafi bærinn verið fluttur þar sem Krýsuvíkurkirkja stendur enn í dag, inn á land Gestsstaða, sem var þá í eigu Krýsuvíkurkirkju. Við það hafi nytjar Gestsstaða rýrnað eftir því sem Krýsuvík þurfti meira land undir sinn búskap og Gestsstaðir á endanum lagst í eyði.
Næst var minnst á Krýsuvík í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200, og sagt að kirkja hafi verið í Krýsuvík.
Krýsuvík var einnig nefnd í máldögum Viðeyjarklausturs árin 1234 og 1284 í sambandi við hvalreka, ef hvalreka varð vart í Krýsuvík ætti að festa hvalinn þannig að hann ræki ekki aftur út og senda orð um rekan til Viðeyjar innan þriggja daga.
Í rekaskrá Strandakirkju 1275 var sagt: „fra mijgander grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa ger mældage æ herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skalhollte a halfann vidreka. allan annan enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land.
Stadur j skalhollte og herdijsarvijk eigu iiij vættar huals og skal vega enu fiordu med brioske og beine: enn þridiung i öllum ef meire kiemur. Enn strandarmenn tuo hlute.
Skalhollt oc krijsevijk æ halfann allann reka under fuglberge vi strandar land.
Millum wogs og hellis´strandur land iiij vætter en ef meire er þa æ skalhollt oc krijsevijk flordung j öllum hval.
Enn firer austan wog til vindass æ stadur j skalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter enn ecke ellegar.“
Svo sagði í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík: „Maríu kirja í Krýsuvík á heimaland allt. Herdísarvík. ix. mæla land á Þórkötlustöðum. Hálfan hvalreka í Raunnesi millum Rangagjögurs og marks við Bedstædinga [Bessastaðamenn] og eingja grasnautn með. Þrjá hluta hvals enn Viðeyingar fjórðung. Enn frá migandi gröf til kirkju fjöru eiga staðir í Skáholti og Krýsuvík helming hvals og viðar og alla grasnautn. Krýsuvík á allan reka á kirkjufjöru. Enn frá kirkjufjöru og til marks við Herdísarvík hálfan hval og viðreka og alla grasnautn.

Krýsuvíkurkirkja

Enn í Herdísarvík á staðurinn í Skálholti helming viðar við Krýsuvík. Þriðjung hvalreka eigu staðir báðir saman til marks við Strandarmenn. Enn fjórðung hvals við Strandamenn til Vogs. Hálfan tólftung hvals á Krýsuvík í Strandar hluta. Ein messuklæði, kaleik, klukkur, ij bjöllur, ij glodarkier, altaraklæði, iij kross steindur, sacrarium, munnlaug, paxspjald, vij kýr, xvj ær og xx iij hross. Kúgildi viijc, j metfie, iij merkur vax, c vadmála, item iiij ær.“
Í bréfi dagsettu 13. maí 1367, sem voru vitnisburðir Þorbjarnar Högnasonar um máldaga og eignir Strandarkirkju í Selvogi, var einnig talað um hvalreka sem var í eigu Krýsuvíkur og Skálholts.35 Og í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá sama ári var sagt að Maríukirkja í Krýsuvík ætti heima land allt „herdijsarvijk, ix mæaland á þorkotlustodum.“
1397 reiknaðist kirkjunnar góss í Krýsuvík „að auk fornra máldaga, vc, portio vmm, ij, är hälf, viiij alin.“37 Einnig var sagt í máldaga Viðeyjarklausturs árið 1413 að staðurinn í Viðey ætti fjórðung í hvalreka í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur.

Í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík frá 1477 var sagt að kirkjan ætti heimaland allt Herdísarvík, ix mæla land á Þórkötlustöðum, hálfan hvalreka í Raunnesi milli Rangagjögurs og mark við Bessastaðamenn, svo voru eigur kirkjunnar taldar upp.39 Í bréfi frá 1479, sem var vitnisburður Arngerðar Halldórsdóttur um ítök upp í Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, var sagt að kirkjan í Krýsuvík ætti þar j x hrundruð í jörðinni.
1487 var svo gerður vitnisburður um reka Viðeyjarklausturs á Krýsuvíkurfjörum og var hann svipaður og áður.
Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa frá 1491-1518 sagði að viðarhögg í Geldingasteini, fjöru í Keflavík að helmingi við Krýsuvíkurstað að öllum reka. Sauðhöfn í Krýsuvík og húsrúm manna í að geyma þar sauðfé.42 Biskup var svo fenginn til að meta kirkjuna í Krýsuvík árið 1496 og virtist honum kirkjan x hundruðir og staðin allan með hjáleiguhúsum innan garða xv hundruðir. Árið 1525 sagði Ögmundur biskup að Viðeyjarklaustur skyldi eignast þann part í Vatnsleysulandi sem Krýsuvíkurkirkja hafði átt.

Krýsuvík

Krýsuvík 1881.

Í bréfabók Gizurar frá 1539 stóð að vitrir menn hafi sagt að sigla skyldi í suðvestur undan Krýsuvíkurbergi til að komast til Nýjalands. Ekki er víst hvaða land er átt við en ein kenning er að Nýjaland hafi verið partur af austurströnd Grænlands.
Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa 1553-54 var sagt það sama og í máldaganum 1491-1518, og máldagi Maríukirkju í Krýsuvík 1553-54 var mjög svipaður máldaganum 1477.
Árið 1563 var sóknarkirkjan í Krýsuvík lögð niður af hirðstjóra eftir beiðni Gísla biskups Jónssonar: „Það meðkennumst ég Páll Stígsson kongleg Maiestatis Bidalningzmann yfir öllu Íslandi, að á Bessastöðum um haustið mánudaginn næstan fyrir Michaelsmessu, kom fyrir mig herra Gísli Jónsson Superintendes Skálholts Sticktis. Spurði mig ráða og tillagna hver nauðsyn mér þætti á þeirri kirkju sem haldin hafði verið í Krýsuvík. Þá tók ég með mér þessa heiðurs dánimenn Jón Bjarnason, Loft Narfason og Jón Loftsson prestmenn. Item Orm bónda Jónsson Gísla, Sveinsson og Níels skrifar Ólafsson. Þótti mér með þessum fyrrnefndum dánimönnum í fyrstu engin þörf eða nauðsyn vera eður verið hafa að í þessari nefndri Krýsuvík alkirkja væri. Því það má enginn sóknarkirkja kallast sem engin samkunda til liggur. Því leist oss svo best fara og sannlega staðfestum að þessi

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvíkurkirkja aflagðist enn lægi til Strandar kirkju bæði tolla og tíundir og alla aðra rentu svo sem aðrir almenningsbæir skyldugir eru sínum sóknarkirkjum að veita. Enn umboðsmenn dómkirkjunnar í Skálholti skyldu Krýsuvík byggja til fulls landgildis og aftekta Skálholts dómkirkju vegna. Svo og líka Herdísarvík og annað það fleira sem þessum Krýsuvíkur stað hefur fylgt. Enn sökum þess að þessi oftnefnda Krýsuvík liggur nokkuð í fjarska að vegalengd til Strandarkirkju þá þótti oss vel fara þó í Krýsuvík stæði lítið húskorn Guðs vegna og þess heimilisfólks sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt: Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja svo að Guðs orðs þjénari mætti þar huld nætur saka hafa þá hann þar kæmi eða þyrfti að koma Guðlegrar hjarðar að vitja. Skyldi þetta vort álit og gjörningur óbregðanlega standa hér eftir.“

Selalda

Krýsuvíkursel í Selöldu og bærinn Eyri – uppdráttur ÓSÁ.

1627 áttu hin svokölluðu Tyrkjarán sér stað. Eiga þeir að hafa komið á land í Krýsuvík og sagt var frá því í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hvernig séra Eiríkur í Vogósum, sem sagður var göldróttur, hrakti þá í burt: „Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðar heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi inn og mælti hátt: „Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“ Prestur mælti: „Viljið þið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“ Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra: „Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“ Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar sem þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn nú (1859).“

Eyri

Tóftir Eyris undir Selöldu.

Eitt sel var skráð í suðaustur hlíðum Selöldunnar, ekki skal fullyrt um að Tyrkir hafi drepið þar matseljuna en þjóðsagan virðist staðfesta selið. Einnig stendur Eiríksvarða enn á Arnarfelli, þó hún hefur verið bætt á seinni tíð.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var Krýsuvík sögð kirkjustaður og var hún annekteruð til Selvogsþinga. Jarðardýrleikinn var óviss og eigandinn dómkirkjan í Skálholti. Landskuldin var i hundraðir þrjátíu álnir og borgaðist með fiski ef hann var til, annars með peningum eða landaurum upp á danskan taxta. Ábúandi átti rekavið frjálsan til uppbóta á húsum nema ef um stór tré var að ræða, þá tók dómkirkjan í Skálholti helminginn. Þá sagði Jarðabókin einnig frá sex hjáleigum, Nýjabæ, Litla Nýjabæ, Norðurhjáleigu (seinna Norðurkot), Suðurhjáleigu (seinna Suðurkot) Austurhús og Vesturhús.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík á árunum 1752 – 1757 og sögðu að Krýsuvík væri kunn á Íslandi og meira að segja erlendis vegna brennisteinsins sem hafði verið safnað þar til útflutnings og gerðu þeir greinagóða lýsingu á hverasvæðinu í Seltúni.

Selalda

Selalda – uppdráttur ÓSÁ.

Henry Holland kom til Krýsuvíkur árið 1810 og lýsti staðarhaldi þar sem heldur slæmri upplifun: „Til Krýsuvíkur komum við kl. 5. Þetta er ömurlegur staður, sex eða átta kofar standa þar á víð og dreif á ósléttu svæði við ræturnar á stakri hæð. Stolt og prjál staðarins er timburkirkja, 18 fet á lengd og 8 á breidd, en hæðin er 5 fet og 8 þumlungar undir bita. Við höfðum ráðgerðt að búa í kirkjunni, meðan við dveldumst í Krýsuvík, og í því skyni fengum við kirkjulykilinn léðan. En við höfðum naumast litið inn í hana, er við hurfum frá því ráði. Svo mátti heita, að þar kæmu saman öll þau ógeðugheit, sem framast væri að hugsa sér, skítur, myrkur og óþefur af fiski á öllum mögulegum herzlustigum o.s.frv. Gólfið var óslétt, að við hefðum naumast getað skorað tjaldsængina okkar þar, og ofan á allt annað var svo hið litla gólfrými fyllt með kössum, timbri og alls konar skrani.“
Árið 1818 svaraði séra Jón Vestmann, prestur í Selvogi, bréfi konunglegu nefndarinnar, Commissionen for oldsagers opbevaring, sem hafði sent fyrirspurn um fornleifar í landinu. Þar skrifar hann um þær fornminjar sem hann þekkir en nefnir engar í núverandi landi Krýsuvíkur.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Þó minnist hann á fornminjar í Ögmundarhrauni: „Húshólmi niður við sjóinn í hama hrauni; hefur þar verið mikil byggð áður en brann, sem sést af húsa tófta brotum, að hvar um hraunið gengið hefur, að norðan – vestan – sunnan, og næstum saman að austan-verðu; er þar 1 tóftarform 12 feta breitt, og 24 feta langt, innan niður fallinna veggja rústa; húsið hefur snúið líkt og kirkjur vorar, meinast gamalt goða-hof; fundið hafa menn þar nokkuð smávegis af Eyrtægi; þar er tvísett túngarðs form með 20 faðma millibili, hvar nú er lyng mói; enn graslendi innan innri garðs, austanvert við hraunið.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja hin nýja.

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna eftir íkveikju þann 2. janúar 2010 og í framhaldi á því fór fram fornleifarannsókn á kirkjugrunninum vegna undirbúnings fyrir nýju kirkjuna sem Iðnskólinn í Hafnarfirði smíðaði og stendur sú kirkja þar í dag.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 – Krýsuvík. https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-XII-Kry%CC%81suvi%CC%81k.pdf

Selalda

Selalda – Strákar; fjárskjól.

Aspar

Svo virðist sem lítið sé aðhafst við að spyrna í verki við fótum og höndum þegar samspil skógræktar og fornleifa eru annars vegar.

Fornasel

Við Fornasel 2008.

Í 3 gr. Laga um menningarminjar nr. 80/2012 segir um „Fornminjar„:
Fornminjar“ samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
Forngripir“ eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
Fornleifar“ teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem:
a. búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum,
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri,

Baðsvellir

Selstóftir í skógi á Baðsvöllum.

c. tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita,
d. vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra,
e. virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum,
f. þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð,
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum,
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið,
i. skipsflök eða hlutar þeirra.
Fornminjar njóta friðunar nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Í 4. gr. er fjallað um „Byggingararfinn„:
Til byggingararfs samkvæmt lögum þessum teljast hús og önnur mannvirki og einstakir hlutar þeirra sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, svo sem:
a. stök hús eða hlutar þeirra og húsasamstæður, hvort sem er til íbúðar eða menningar- og atvinnustarfsemi í þéttbýli eða dreifbýli, húsaþyrpingar og götumyndir,
b. kirkjur og bænhús, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, svo sem klukkuturnum, garðhleðslum og sáluhliðum, klaustur, samkomuhús, skólahús og nánasta umhverfi þeirra, aðrar opinberar byggingar, íþróttamannvirki og sundlaugar,
c. brýr og hvers konar samgöngumannvirki, virkjanir, stíflur, dælustöðvar og önnur orkumannvirki, hafnarmannvirki, vind- og vatnsmyllur, vitar, slippir, hjallar, manngerðir hellar og réttir.

Rósel

Rósel 2020.

Í 21. gr. um „Verndun fornleifa“ segir m.a.:
Fornleifum, sbr. 3. mgr. 3. gr., jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðunar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Eigendur og ábúendur jarða skulu hlúa að fornleifum á landareignum sínum og viðhalda umhverfi þeirra eftir því sem sanngjarnt getur talist. Minjastofnun Íslands er skylt að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í því sambandi.
Minjastofnun Íslands gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en áður skal gera landeiganda eða ábúanda viðvart um þær. Ef nauðsyn krefur lætur Minjastofnun Íslands rannsaka fornleifar með uppgreftri eða á annan hátt.
Friðlýstum fornleifum skal viðhaldið á kostnað ríkisins. Minjastofnun Íslands ber ábyrgð á friðlýstum fornleifum og semur verk- og fjárhagsáætlun um viðhald þeirra.

Hvalsnesleiðin forna

Hvalsnesleiðin forna 2008.

Í 22. gr. laganna er fjallað um „Friðhelgun og merkingar„:
Fornleifum sem eru friðlýstar skal fylgja 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands. Friðhelgað svæði umhverfis aðrar fornleifar, sem ekki eru friðlýstar en njóta friðunar, skal vera 15 metrar nema annað sé ákveðið.
Minjastofnun Íslands skal sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjastaðir séu auðkennd með sérstökum merkjum. Upplýsingaskilti eða aðrar merkingar við friðlýstar fornleifar skulu vera í samræmi við reglur sem stofnunin setur og skal staðsetning þeirra vera háð samþykki stofnunarinnar.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

„Meðal þess sem er nýtt í lögunum og við fögnum hjá Minjastofnun er að friðhelgað svæði í kringum friðlýstar minjar er nú 100 metrar, en það var 20 metrar í eldri lögum. Þá er nýjung í minjaverndarlögum að inn kemur ákvæði um 15 metra friðhelgað svæði kringum friðaðar minjar en slíka mörkun skorti í eldri lögum“ skrifar Kristín Huld Sigurðardóttir í „hugleiðingum sínum um breytt umhverfi minjaverndar í Árbók HIF 2012 (2013).

Á vesíðu Minjaverndar segir m.a. um framkvæmdir við friðlýstar fornleifar: „Umhverfis friðlýstar fornleifar er 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar og á fornleifunum sjálfum eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands“.

Hvaleyrarsel?

Hvaleyrarsel – stekkur.

Í riti um „Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga“ er m.a. fjallað um áhrif skógræktar á menningarminjar: „Það er gert við mat á áhrifum skipulagstillögunnar á umhverfið. Sem dæmi má nefna að skógrækt getur haft áhrif á gróðurfar, ásýnd lands og nærveður og einnig á svæði sem njóta verndar, s.s. vegna vatns, náttúrufars
eða menningarminja“.

Í umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020 segir m.a.: „Nýrækt skóga getur haft í för með sér umbyltingu lands og raskað einstökum fornleifum sem og haft áhrif á minjaheildir og menningarlandslag. Því er nauðsynlegt að festa í sessi samvinnu skógræktar og minjavörslu til að tryggja hagsmuni minjaverndar.

Seldalssel

Seldalssel.

Í 1. mgr. 21. gr. laga um menningarminjar segir: „Fornleifum […] jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðurnar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr sdtað nema með lyfi Minjastofnunar Íslands“.
Mikilvægt er að það sé skýrt að allar fornleifar (sem uppfylla skilyrði 3. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012) er friðaðar og taka þarf tillit til þeirra og þess menningarlandslags sem þær tilheyra þegar horft er til skógræktar. Í 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 segir: „Nánar tiltekið skal í áætluninni gerð grein fyrir: a; forsendum fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags.“

Húshöfði

Húshöfði – stekkur.

Á Reykjanesskaganum hefur skógræktarfólk litla virðingu borið fyrir menningarminjum og öðrum fornleifum. Eftirlit með að trjám og öðrum gróðri sé plantað í einstakar fornleifar eða jafnvel heilar menningarheildir hefur hingað til verið ábótavant, eins og eftirfarandi nokkur dæmi sanna:

1. Í friðlýsta Fossárréttina hefur verið plantað trjám með þeim afleiðingum að gamla réttin sést nú varla í landslaginu.
2. Í Fornasel ofan Brunntorfa í Hafnarfirði hefur trjám verið plantað fast við selshúsin að norðanverðu.
3. Trjám hefur verið plantað í selin á Baðsvöllum ofan Þorbjarnar í Grindavík. Nokkrum húsanna hefur verið raskað.
4. Plantað hefur verið trjám í tóftir Njarðvíkurselsins austan Seltjarnar í Njarðvíkurlandi.

Húshöfði

Húshöfði – Beitarhús og Jófríðarstaðasel.

5. Selið í Selbrekkum (nú Sólbrekkum) í Njarðvíkum er nú þakið trjám.
6. Önnur selstaðan við Róselsvötn ofan Keflavíkur er nú horfin í trjágróður.
7. Trjám hefur verið plantað í gömlu Hvalsnesleiðina ofan Keflavíkur.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – stekkur.

8. Trjám hafði verið plantað í Snorrastaðaselið við Snorrastaðatjarnir, en þau voru fjarlægð eftir að athygli var vakin á því.
9. Trjám hefur verið plantað þétt upp við megintóft Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar.
10. Trjám hafði verið plantað í stekk Hvaleyrarsels sunnan vatnsins. Þau hafa að hluta til verið fjarlægð eftir ábendingar.

Heiðmörk

Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk.

11. Trjágróður þekur nú stekk Seldalssels norðan Seldals milli Selhöfða og Stórhöfða.
12. Trjágróður þekur nú stekk Jófríðarstaðasel í Húshöfða ofan Hafnarfjarðar.
13. Trjám hefur verið plantað fast við beitarhúsatóft Jófríðastaða í Húshöfða sem og við seltóftirnar þar skammt frá.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – trjárækt.

14. Tré þekja nú stekk Hamarskotssel norðan Sléttuhlíðar ofan Hafnarfjarðar.
15. Tré þekja rústir fornbýlisins Holukots í Botnsdal í Hvalfirði.
16. Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk eru þakin og umkringd gróðursettum trjám.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

17. Trjám hefur verið plantað framan við munnan að Hamarskotsselsfjárhelli.
18. (Reykja)Víkurselið í Öskjuhlíð er nánast horfið í skóg.

Á nokkrum minjasvæðum hafa tré orðið sjálfsáð með þeim afleiðingum að minjarnar eru nánast horfnar, s.s. við Gránuskúta sunnan Gjásels, við Hrauntungufjárskjólið í Hrauntungum, við innganginn í Neðri-Straumsselshella, Sveinsfjárskjól ofan Hafnarfjarðar sem og Öskjuholtsskjólið ofan Vatnsleysustrandar. Lítið virðist við því að gera.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – plöntuniðursetning.

Það er ekki til bóta að einstaklingar dundi sér við að planta trjám í fornleifar, án vitundar um hvaða reglur gilda um slíkt. Nýjasta dæmið er að finna í Óttarsstaðaseli ofan Hafnarfjarðar. Þar hefur einhver fundið sig tilknúinn til að planta aspartrjáarsprotum umhverfis meginseltóftirnar, væntanlega með þeim afleiðingum að þær hverfi í gróður þegar fram líða stundir, auk þess aspir eru aðskotaviðbót við ríkjandi trjágróðurinn í Almenningum. Óttarsstaðaselið er menningarheild. Þar er, auk selshúsanna, að finna, nátthaga, tvö fyrirhlaðin fjárskjól, stekki og vatnsból. Óvíst er hvort hlutaðeigandi láti sér nægja að nýplanta í selstóftirnar, eða hvort það sé einungis upphafið að stórtækari trjárækt á svæðinu?

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 3., 21. og 22. gr.
-Ný lög um minjavernd – hugleiðingar um breytt umhverfi minjaverndar, Kristín Huld Sigurðardóttir. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2012 (2013).
-https://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/Arbok-HIF-181-196.pdf
-https://www.minjastofnun.is/minjar/fridlystar-fornleifar/
-https://www.skipulag.is/media/attachments/Skograektogskipurlag_2017_lores.pdf
-Umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020.
-https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2ahUKEwjzw4ar36HzAhVB3KQKHR_8CukQFnoECBYQAQ&url=https%3A%2F%2Fwww.stjornartidindi.is%2FPdfVersions.aspx%3FrecordId%3D6c07557e-44ee-4c82-9cf7-6cbad986b536&usg=AOvVaw3BNZGa_ub3-gTWUbowFUhZ

Fossárrétt

Fossárrétt 2009.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011.

Ómar

Í Fjarðarfréttum í janúar 2020 segir ritstjórinn, Guðni Gíslason, frá endurnýjaðri vefsíðu FERLIRs (www.ferlir.is) undir fyrir sögninni; „Vefsíða sem getur verið uppspretta að ókeypis leið til að hreyfa sig“.  Þar segir m.a.:

Guðni Gíslason

Guðni Gíslason.

Í upphafi árs horfir fólk gjarnan til lýðheilsu sinnar fyrir reglubundna áeggjan fjölmiðla.

„Svo virðist sem fréttaflutningurinn sé fyrst og fremst runninn undan rótum líkamsræktarstöðvanna, sem er jákvætt, en með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ómar Smári Ármannsson sem heldur úti fróðleikssíðunni www.ferlir.is og segir hann að til séu miklu mun ódýrari leiðir að sama marki.

FERLIR stóð upphaflega fyrir Ferðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu í tilbreytingu frá hversdagslegum önnum, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig utan starfstöðvanna – víkka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta úthverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði, „þótt undarlega megi teljast, þrátt fyrir fjölbreytileikann“ segir Ómar Smári.

Ný endurbætt vefsíða með hafsjó af fróðleik – www.ferlir.is

Ferlir

Ferlir – fyrsta vefsíðan.

Ómar setti upp vefsíðuna ferlir.is þar sem hann skráði inn fróðleik og ferðalýsingar sem söfnuðust saman eftir því sem ferðirnar urðu fleiri. Nýlega var síðan uppfærð og er nú betur aðgengileg í símum og öðrum snjalltækjum. Síðan verður uppfærð og fleiri myndir gerðar aðgengilegar en öll vinna við skráningu og innsetningu efnis á síðuna hefur verið unnin í sjálfboðavinnu.

Kringlumýri

Kringlumýri – áður óþekktar minjar frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar, kom í ljós að skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða; allt frá fornum minjum um búsetu frá því fyrir upphaf norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfögur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Yfir fjögur þúsund gönguferðir

Ferlir

FERLIR – síðasta gamla vefsíðan.

Til að gera langa sögu stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 4.000 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa.

Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks, því að kostnaðarlausu, á einstökum afmörkuðum svæðum og segir Ómar að því fólki verði seint fullþakkað fyrir móttökurnar. Árangurinn má sjá á vefsíðunni www.ferlir.is.

Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð merkilegar upplýsingar á einstökum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn og fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar.

Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið að sögn Ómars Smára. „Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágætan fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins, Björn Hróarsson, Ferðamálafélags Grindavíkur, Erling Einarsson, kirkjuverði, skólastjórnendur, staðkunnugt heimafólk frá elstu tíð, innfædda leiðsögumenn og marga fleiri á ferðum sínum. Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, hefur verið mjög áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar hafa verið innan umdæmisins. Verður það að teljast einkar virðingarvert og gott fordæmi því talsverður tími hefur farið í ferðir um víðfeðmin umdæmin,“ segir Ómar Smári.

Minjar skráðar ásamt mikilvægum fróðleik

Ölfus

Selvogur – örnefna og minjakort (ÓSÁ).

Safnað hefur verið miklum fróðleik um Reykjanesskagann, skráðir GPS-punktar á minjar í sérstakar hnitaskrár, hellar, skútar, sel, sögulegir staðir, flugvélaflök frá stríðsárunum, vörður, fornar þjóðleiðir og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Básendar, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregnir upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum. Viðtöl hafa og verið tekin við fróðleiksfólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar, af hvaða tilefni og hvað var gert á hverjum stað á hverjum tíma.

Sjá má því nánast óteljandi möguleika til ókeypis hreyfingar og heilsubótar á www.ferlir.is.

Ómar Smári Ármannsson er Hafnfirðingur, fæddur í Grindavík. Hann er fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn og er lærður fornleifafræðingur og leiðsögumaður.

Fjarðarfréttir mun nánar segja frá fróðleik á www.ferlir.is.

Heimild:
-Fjarðarfréttir, Guðni Gíslason, 5. janúar 2020.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Rauðshellir

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907“ eftir Brynjúlf Jónsson, segir um minjarnar í Helgadal ofan Hafnarfjarðar:

Helgadalur

Helgadalur – vatnsbólið, þurrt í júlí 2021.

„Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skammt þaðan héti Helgadalur og skoðaði ég því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa.
Helgadalur er skammt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhól] norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefur runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn.

Helgadalur

Helgadalur – tóftasvæði.

Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Ég dró upp mynd af rústinni. [Myndin sú var ekki birt með frásögninni].
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (Sbr. Árb. fornl.fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskammt þaðan til Hafnarfjarðar.“

Helgadalur

Helgadalur – selsminjarnar.

Brynjúlfur virðist hvorki hafa áttað sig á staðsetningu minjanna með hliðsjón af öðrum selsminjum á Reykjanesskaganum, þ.e. þær eru í góðu skjóli fyrir austanáttinni, og auk þess eru þær við vatnsból fjarri byggðinni við ströndina. Aðstæður er dæmigerðar fyrir selstöðu; grasi gróinn selshúsahóll, gróinn stekkur og grasgróningar umhverfis. Engin ummerki eru eftir garða er gjarnan fylgja bæjarstæðum.

Helgadalur

Helgadalur – stekkur.

Skammt norðar í Helgadal er hlaðinn stekkur ofan við fjárskjól. Fyrirhleðslur eru framan við skjólin, sem einnig eru dæmigerðar fyrir selstöður á þessu svæði.
Selið, sem hefur verið frá Görðum á Álftanesi (það er í fyrrum Garðalandi), hefur verið vel mjög staðsett í upphafi á sínum tíma. Tvennt hefur væntanlega komið til eyðingar þess í framhaldinu. Í fyrsta lagi var það við gömlu Selvogsgötuna (Suðurferðarveginn) milli Hafnarfjarðar og Selvogs um Grindarskörð. Leiðin sú hefur orðið fjölfarnari eftir því sem bæjunum Hafnarfirði og Reykjavík óx fiskur um hrygg. Ekki hefur þótt vænlegt að halda úti selstöðu við svo fjölfarna sumarleið. Vatnsbólið hefur verið mjög eftirsóknarvert, enda fáum öðrum slíkum að dreifa á milli Strandardals og Helgadals, og dalurinn hefur auk þess þótt skjólgóður áningarstaður. Í öðru lagi má telja líklegt að vatn hafi þorrið í dalnum um miðsumar í heitum veðrum, mögulega ítrekað á tilteknu tímabili, líkt og gerst hefur nú í sumar (júlí 2021). Ítrekaðir þurrkað hafa hnúið bóndann á Görðum til að færa selstöðuna af framangreindum ástæðum, þ.e. fjær alfaraleiðinni og að öruggari vatnsöflun við Kaldá neðan Kaldárbotna. Sú selstaða hefur dugað vel um tíma, en fékk hins vegar lítinn frið, líkt og sú fyrri, fyrir ágangi ferðamanna í lok 19. aldar. Sjá má allnokkra umfjöllun um Kaldársel á vefsíðunni.

Helgadalur

Helgadalur – selsminjar.

Leifar selstöðunnar í Helgadal eru greinilega mjög fornar, enda mótar vart fyrir mannvirkjum þar, nema sjá má móta fyrir óvenjustórum stekk, tvískiptum, austan tvískiptra óljósra húsaleifanna, sem væntanlega fela í sér eldhús, búr og baðstofu – ef gaumgæft væri.

Helgadalur

Selvogsgata um Helgadal.

Minjarnar eru í landi Garðabæjar þótt skondið sé. Ástæðan er sú að landamerki Hafnarfjarðar og Garðabæjar voru miðuð við gömlu Selvogsgötuna. Hún liggur niður í Helgadal norðan vatnsbólsins, í sveig að vatnsbólinu og síðan upp með hlíðinni austanverðri sunnan tóftanna. Þær eru þó naumlega innan vatnsverndarsvæðis Kaldárbotna, en það ætti þó ekki að takmarka möguleika fornleifafræðinga að skoða þær nánar með t.t. aldurs og nýtingar fyrrum.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson – Helgadalur, bls. 10-11.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Esjuberg

Á vefsíðu kirkjunnar 18. júní 2021 má lesa eftirfarandi um „útialtari“ á Esjubergi:

„Sunnudaginn 20. júní verður útialtarið á Esjubergi, Kjalarnesi, vígt af biskupi Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur. Með henni þjóna sóknarpresturinn sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis. Kór Reynivallaprestakalls syngur og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Athöfnin hefst kl. 14.00.

Esjuberg

Esjuberg – Biskup Íslands vígir útialtarið.

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur haft veg og vanda af útialtarinu og mun formaður félagsins, Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, flytja ávarp við vígsluna.

Útialtari

Útialtarið.

Hátt í fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrst var hreyft þeirri hugmynd að koma upp á Esjubergi minnismerki í tilefni þess að sagnir herma að þar hafi verið reist fyrsta kirkjan á Íslandi og þá þegar fyrir kristnitöku árið 1000. Það var svo árið 2014 að var flutt tillaga á kirkjuþingi þjóðkirkjunnar af tveimur Kjalnesingum um að reist yrði útialtari að Esjubergi. Tillögunni var vel tekið á þinginu en henni var vísað heim í hérað. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi tók svo málið í sínar hendur og hefur haft yfirumsjón með verkinu. Allar götur síðan hefur Sögufélagið Steini unnið jafnt og þétt að uppbyggingu útialtarisins. Þjóðkirkjan, ýmis félagasamtök, sjóðir og fjöldi einstaklinga hafa lagt fram fé til þess að þetta minnismerki yrði að veruleika. Stjórnarmenn í Sögufélaginu og velunnarar þess hafa lagt fram mikla vinnu við útialtarið. Fyrsta skóflustungan að útialtarinu var tekin 8. maí 2016.

Esjuberg

Biskup Íslands og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur Reynivallarprestakalls.

Nú er útialtarið tilbúið og er mannvirkið hið glæsilegasta. Útialtarið er hringur, með fjórum inngöngum sem snúa til höfuðátta, veggir eru hlaðnir af hleðslumeisturum sem og sæti. Upp úr níu tonna altarissteininum rís tveggja metra keltneskur kross sem steyptur var af hagleiksmanninum Guðna Ársæl Indriðasyni. Krossinn ber ýmis keltnesk tákn og á ytra borði hans eru steinvölur sem börn úr Klébergsskóla tíndu úr fjörunni á Kjalarnesi sem og steinar frá skosku (keltnesku) eyjunum Lindisfarne og Iona.

Útialtarið á Esjubergi er einstakur kristinn helgistaður og þar verða eflaust ýmsar athafnir hafðar um hönd, eins og skírnir, hjónavígslur og helgistundir.

Hvar er útialtarið?

Esjuberg

Esjuberg – skilti til leiðbeiningar að útialtarinu.

Þegar komið er upp úr Kollafirði blasir við skilti sem á stendur Kerhólakambur og einnig Útialtarið – og slaufumerkið um að þar sé að finna athyglisverðan stað til að skoða. Á vígsludaginn verður fánaborg við innkeyrsluna og ætti hún ekki að fara fram hjá neinum. Mælt er með því að fólk leggi bílum sínum til hliðar við innkeyrsluna og gangi að altarinu, en það eru 0.7 km. Spáð er ágætisveðri.“ – hsh

Á MBL.is 19. júní 2021 var eftirfarandi umfjöllun um útialtarið á vefmiðlinum:

Biskup vígir keltneskt útialtari á Esjubergi
Talið er að fyrsta kristna kirkja Íslands hafi staðið við Esjuberg og á hún að hafa verið reist um árið 900 en hennar er getið í íslenskum ritheimildum. Þrátt fyrir fornleifarannsóknir á svæðinu hafa aldrei fundist ummerki um kirkjuna, en regluleg skriðuföll úr Esjuhlíðum hafa hulið svæðið.

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur undanfarin ár staðið að því að reisa minnisvarða um kirkjuna og nú á sunnudag mun biskup Íslands vígja útialtari að keltneskri fyrirmynd á Esjubergi.

Esjuberg

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur Kjalarnesprófastdæmis.

„Þjóðkirkjan hefur talað um það í áratugi að gera eitthvað þarna til að minnast þessa atburðar, en ekkert bólaði á framkvæmdum,“ segir Bjarni Sighvatsson, varaformaður félagsins. „Þá fékk okkar litla sögufélag þá fáránlegu hugmynd að þetta væri verðugt verkefni fyrir félagið að halda á lofti nöfnum Kelta í íslenskri sögu,“ segir Bjarni í léttum tón í Morgunblaðinu í dag.

Og þann 21. júní s.á. mátti lesa:

Kjalarnes

Kjalarnes – útialtari; minnismerki.

„Biskup Íslands vígði á sunnudag útialtari að keltneskri fyrirmynd á Esjubergi. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur undanfarin ár staðið að því að reisa minnisvarða um kirkju sem talin er hafa verið fyrsta kristna kirkja Íslands, reist árið 900 og stóð við Esjuberg.

Kirkjunnar var getið í íslenskum ritheimildum en þrátt fyrir fornleifarannsóknir á svæðinu hafa aldrei fundist ummerki um kirkjuna, en regluleg skriðuföll úr Esjuhlíðum hafa hulið svæðið.

Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins sagði Bjarni Sighvatsson, varaformaður félagsins, að „þjóðkirkjan hafði talað um það í áratugi að gera eitthvað þarna til að minnast þessa atburðar en ekkert hafði bólað á framkvæmdum“.“

Heimildir:
-https://kirkjan.is/frettir/frett/2021/06/18/Vigt-a-sunnudaginn/
-Mbl.is Innlent | Morgunblaðið | 19.6.2021 og
Innlent | mbl | 21.6.2021 | 21:02

Esjuberg

Esjuberg – útialtarli.